3 minute read
Járnskortur, slen og þreyta heyra sögunni til!
Járnskortur, slen og þreyta heyra sögunni til!
Ég hef tekið heilsuna algjörlega í gegn síðustu tvö ár og fundið rétta mataræðið og þau bætiefni sem hafa hjálpað mér í daglegu amstri. Ég hef oft verið blóðlítil og er blóðheilsan eitt af því sem ég huga sérstaklega vel að.
Járnskortur er mun algengari en við gerum okkur grein fyrir en ég byrjaði að eiga við járnskort eftir að ég missti mikið blóð í fæðingu eldra barnsins míns, með tilheyrandi álagi á líkamann þar sem ég þurfti að taka inn allskonar járnríkar blöndur með tilheyrandi óþægindum fyrir magann og meltinguna.
Árin liðu og ég þyngist mikið en ég var sífellt að kljást við járn og blóðleysi. Í kjölfarið var ég farin að finna fyrir allskonar líkamlegum einkennum offitu og fann að ég þurfti að taka betri ákvarðanir varðandi matarræði og heilsu.
Ég ákvað að gefa þessu ketó matarræði sem ég hafði heyrt um þrjár vikur til að sanna sig en eftir þriðju vikuna var ekki aftur snúið. Orkan var komin tilbaka og ég fann hvað þetta mataræði hentaði mér vel, góður matur og gaman að elda hann. Það kviknaði einhverskonar ljós í mér þegar ég fann hvað mér leið vel á þessu matarræði. Ég er rétt að byrja og ætla lengra.
Fyrstu einkennin járnskorts eru þreyta, ör eða þungur hjartsláttur, andþyngsli og svimi. Þreyta og slappleiki er algeng kvörtun hjá þeim sem þjást af blóðleysi en þegar vefirnir fá ekki nægt súrefni hefur það áhrif á starfssemi líkamans og hann hefur minni orku.
Þetta eru bætiefnin sem hafa hjálpað mér að ná orkunni aftur.
Iron 10 munnúðinn frá Better You er frábrugðinn öllum öðrum járngjöfum sem ég hef tekið að því leyti að maður sprautar úðanum út í kinn og náttúrulegi járnúðinn frásogast í gegnum slímhúð ímunninum og veldur því ekki þeim magaóþægindum sem ég hef átt í vandræðum með. Iron10 hentar vel hópum sem eru líklegri til þess að fá járn skort; grænmetisætum, barnshafandi konum, konum með miklar blæðingar, börnum, unglingum og íþróttafólki. Járn er nauðsynlegt snefilefni fyrir myndun hemóglóbíns sem er flytur súrefni til vefja líkamans.
B12 vítamín er gríðarlega mikilvægt og gegnir það margvíslegu hlutverki í líkama okkar. Það er m.a. nauðsynlegt fyrir frumuskiptingu. Rauðu blóðkornin eru í hópi þeirra frumna sem skipta sér oftast og því getur B12- vítamínskortur valdið blóðleysi. B12-vítamín er einnig nauðsynlegt fyrir nýmyndun tauga og spilar það því stórt hlutverk í að halda taugakerfinu okkar í lagi sem og heilastarfsemi.
Apple Cider töflurnar frá New Nordic hef ég verið að nota til að hafa jafnari blóðsykur yfir daginn og mér finnst tilvalið að geta tekið það inn í töfluformi enda ekki mikill aðdáandi bragðsins af venjulegu eplaediki í fljótandi formi. Eplaedik hefur einnig haft góð áhrif á bakteríur sem eiga það til að dvelja í maganum með tilheyrandi ólykt.
Omega-3 fitusýrur tek ég á hverjum degi og nota Krill olíuna frá Natures aid sem er omega-3 í sínu hreinasta formi. Krill olían hefur þann kost að það myndast ekkert eftirbragð eftir inntöku sem hentar mér vel. Jafnari blóðsykur, mýkri liðir, minni bólgur og öflug andoxunarefni myndi ég segja að væru helstu kostir Krill olíunnar og ástæðan fyrir því að ég vel þessa olíu. Svo er einnig Astaxanthin í Krill olíunni og hef ég aldrei orðið jafn brún og í sumar. Yfirleitt verð ég bara rauð en nú varð ég loksins brún og trúi ég því að þar sé Astaxantinið í olíunni að hjálpa mér.