4 minute read
Litlu skrefin - bara eitt í einu!
Litlu skrefin - bara eitt í einu!
Almennt eru þeir sem vilja bæta heilsuna að sækjast eftir meiri orku og betri líðan, 80% af þeim vilja líka léttast. Flestum finnst heilsuheimurinn frekar flókinn því margir leggja upp með alls konar boð og bönn. Eitt skaltu vita, að það er pláss fyrir allan mat. Ef þú vilt ná góðum lífsstílsbreytingum þá mæli ég með að koma þessum hlutum sem ég tel upp hér á hreint áður en þú herðir sultarólina og rústar grunnbrennslunni.
DREKKTU! Vökvaðu líkama þinn með hreinu íslensku vatni beint úr krananum. Líkami okkar er í kringum 60% vatn. Vatn er nauðsynlegt til að frumurnar geti starfað eðlilega. Við þurfum ca 2 lítra á dag til að bæta upp það sem líkaminn losar sig við daglega.
SOFÐU! Farðu í rúmið um kl. 22 og náðu svefni á milli kl. 22 og 02 því á þessum tíma fáum við mestu næringuna sem við þurfum úr svefninum. Sofðu í ca 8 tíma, reyndu að hafa algjört myrkur í herberginu og loftið svalt. Engan skjátíma 60 mínútum fyrir svefn.
NÆRÐU ÞIG! Borðaðu einhvern hreinan mat á hverjum degi og minnkaðu unninn mat á móti. Það þarf að hafa pláss fyrir matinn sem nærir okkur, næringu sem líkaminn notar til að byggja sig upp og styrkja sig, ónæmiskerfið, vöðvana, húðina, líffærin og ÞIG!
HREYFÐU ÞIG! Að vera á hreyfingu veitir vellíðan, léttir lund og losar stress. Finndu það sem þér finnst skemmtilegt. Það þarf ekki að vera flókið, langt og erfitt. Þol og styrkur til skiptis 30-60 mínútur á dag.
SAMVERA! Njóttu með fjölskyldu og vinum. Umvefðu þig fólki sem þér líður vel með, fólk sem leyfir þér að vera eins og þú ert, hvetur þig áfram og hrósar þér. Fólk sem hefur áhuga á að hlusta og er til staðar.
TÍMASTJÓRNUN! Settu þig í fyrsta sæti og lágmarkaðu tíma við sjónvarp, í síma og við tölvu.
Þegar þetta er komið á hreint ertu mun líklegri til að byrja að mynda heilbrigt samband við mat af því þú ert andlega og líkamlega betur nærð/ -ur og með betri orku til að leggja í þá vinnu sem þarf til að léttast. Borða minna eða hreyfa þig meira. Eða bæði. Orka inn, orka út. Plús og mínus. Eins og við lærðum í barnaskóla.
Þú verður að læra að borða því maturinn, magnið og máltíðarmynstrið eru grundvöllur góðra matarvenja. Þú þarft að hafa í huga æskilega samsetningu fæðunnar. Undirstaða holls mataræðis er að borða fjölbreyttan mat úr öllum fæðuflokkunum. Orkuefnin prótein, kolvetni og fita eru öll líkamanum lífsnauðsynleg og gæðin skipta líka miklu máli. Þetta helst allt í hendur. Með því að gefa líkamanum góða næringu förum við að sofa betur og góður svefn er besta leiðin til að hlaða orku. Vel hvíldur líkami kallar síður á skyndiorku eins og sykur.
Hækkaðu grunnbrennsluna með æfingum, því meiri vöðvamassi því hærri grunnbrennsla. Þinn metnaður, agi, skipulag og góð rútína eru þín vopn, notaðu þau. Það margborgar sig að fá aðstoð hjá fagaðila og fá réttu verkfærin til að vinna með strax út allt lífið. Bara það að læra að velja betri kosti, gerir svo mikið fyrir okkur.
Atkins-vörurnar hafa hjálpað mér og mínum viðskiptavinum og gætu einnig reynst þér vel, prófaðu bara. Þær eru ríkari af próteinum og trefjum en hefðbundnar matvörur, án viðbætts sykurs og eru því hollur valkostur fyrir alla fjölskylduna. Atkins er með allt til alls, bæði brauð, pasta, múslí, hrökkkex og vefjur.
En hvað ef mig langar í nammi? Hvað viltu? Snickers, Mars, Bounty, Kitkat, Pipp, Dumle? Atkins er með stykkið fyrir þig, án viðbætts sykurs. Ég segi svo oft að Mr. Atkins er viðhaldið mitt og deili ég honum með glöðu geði.
Ekki grafa þig dýpra niður með enn einum megrunarkúrnum sem hægir ennþá meira á grunnbrennslunni sem verður til þess að hungurhormónið er alltaf í botni.
Ég óska þess kæri lesandi að þú vandir þig, finnir þig, horfir dýpra inn og sjáir meira en bara holdafar þitt.
Kær heilsukveðja, Telma
Mexíkanskt lasagne
1 pakki Tortilla wrap - Atkins
350 g hakk, Vegan eða venjulegt
200 g svartar baunir úr dós
200 g nýrnabaunir úr dós
2 msk Mexíkaninn - krydd frá Kryddhúsinu
½ rauð paprika og ½ græn paprika
2 vorlaukar og ½ rauðlaukur
1 rautt chili
1 dl gular baunir
1 dós tómatmauk
Rifinn ostur eftir smekk
Steikið hakkið og kryddið. Skolið vel baunirnar og bætið þeim við hakkið.
Skerið allt grænmetið. Bætið öllu út á pönnuna og steikið í 20 mín.
Ég nota hringform (kökuform) til að baka lasagne í.
Byrjið á því að setja eina Tortilla wrap í botninn, svo ¼ af matnum, svo Tortilla, svo ¼ af matnum.
Toppið með osti og inn í ofn í 20 mín.
Berið fram með kóríander, jalapeno, avókadó og salsa.
Hvítlauksbrauð
Atkins bread mix og 260 ml vatn
Hnoðið saman í 2 mín. og látið svo standa í 20 mín.
Fletjið út og skerið í 3 strimla.
Setjið væna slettu af smjöri í miðjuna og hvítlauksduft.
Lokið og rúllið upp og stráið osti yfir.Bakið við 200°C í 25-30 mín.
Ostasalat
1 Mexíkóostur
1 hvítlauksostur
30 vínber
20 bláber
1 vorlaukur
¼ rauð paprika
3 msk 10% sýrður rjómi
Pipar & Herbamare
Skerið allt mjög smátt niður og blandið saman í skál.
Kryddið með pipar og Herbamare.
Snilld með Penne Pasta eða ofan á Crispbread frá Atkins.