3 minute read

Sparnaðarráð

– Að breyta afgöngum í veislu

Hvernig er best að nýta afganga yfir hátíðarnar?

Á milli jóla og nýárs er ísskápurinn fullur af alls konar dýrindis afgöngum og það er um að gera að nýta þá í botn. Hafa þetta einfalt og skemmtilegt með fjölskyldunni þar sem allir fá að gera sinn Hlölla úr góðum hráefnum.

Hvað þarf maður til að gera til að gera bát?

Til að gera Hlöllabát þarf í raun bara pönnu, allir Hlöllabátar eru gerðir á pönnu. Nema hvað? Svo þarf maður bara einhverja djúsí afganga, það fellur alltaf eitthvað til, og þá er bara að skella í ljúffengan Hlöllabát – topp kost, einfaldan, góðan og hollan í öllu kjötátinu.

Hvað á að setja í bátinn?

Það má setja allt í Hlöllabát, bara ekki of mikið, við verðum að geta lokað honum! Ég er hérna með nokkrar tillögur að afgöngum og bátum.

Í grunninn þarf bara að eiga: Hlöllabrauð eða lágkolvetna Hlöllabrauð, Hlöllasósu, Hlöllakrydd, kál – búið!

Kjötmeti:

∙ Kalkúnn ∙ Hreindýr ∙ Hamborgarhryggur ∙ Nautalund ∙ Hangikjöt ∙Hnetusteik

Meðlæti sem fylgir afgöngum:

∙ Rauðkál ∙ Grænar og gular baunir ∙ Gulrætur ∙ Kál (Iceberg er best) ∙ Sveppir ∙ Rauðrófur

Auka meðlæti sem gott er að eiga:

∙ Steiktur laukur ∙ Jalapeno ∙ Beikon ∙ Ostur

Sósur:

∙ Hlöllasósa ∙ BBQ Mayo frá Barion. ∙ BBQ sósa frá Barion ∙ Trufflu Mayo frá Barion ∙ Chili Hunang Allar sósur sem fylgja afgöngum má líka nota á Hlöllabát.

Hreindýr

Innihald:

Hlöllabrauð, sósa og krydd Kurlað eða fínt skorið hreindýr Ostur Sulta Meðlæti (gráðaostur, villisveppir, aspas, perur) Kál (Iceberg) Gráðaostasósa frá Barion (Fæst í Nettó)

Aðferð:

1. Skerið brauðið endilangt og steikið brauðið á pönnu með smjöri. 2. Setjið Hlöllasósu á báðar hliðar. 3. Setjið það meðlæti sem þið viljið á bátinn. 4. Steikið hreindýrið á pönnu og setjið ostinn yfir, þannig að hann bráðni. 5. Setjið síðan Hreindýrið og ostinn á bátinn. 6. Kryddið með Hlöllakryddi. 7. Setjið sultu yfir bátinn áður en honum er lokað. Hægt er að nota Trufflu Mayo frá Barion, Gráðaostasósu frá Barion og eða Chili Hunang frá Barion. Mikilvægt að hafa sætu með Hreindýri, sulta eða Chili Hunang því alveg upplagt með í bátinn.

Hamborgarahryggur

Innihald:

Hlöllabrauð, sósa og krydd Kurlaður eða fínt skorinn hamborgarhryggur Ostur Grænar baunir Gular baunir Rauðkál eða rauðrófur Gulrætur Kál (iceberg)

Aðferð:

1. Skerið brauðið endilangt og steikið brauðið á pönnu með smjöri. 2. Setjið Hlöllasósu á báðar hliðar. 3. Setjið kál, baunir, rauðkál, gulrætur og það meðlæti sem þið viljið á bátinn. 4. Steikið Hamborgarhrygginn á pönnu og setjið ostinn yfir, þannig að hann bráðnar. 5. Setjið hamborgarhrygginn yfir bátinn (opinn bátinn). 6. Kryddið með Hlöllakryddi fyrir hamborgarhrygginn og ostinn. Hægt er að setja smá Chili Hunang frá Barion yfir kálið. Frábært tvist.

Kalkúnn

Innihald:

Hlöllabrauð, sósa og krydd Kurlaður eða fínt skorinn kalkúnn Ostur Beikon Meðlæti (Gular baunir, rauðkál) Fyllingin úr kalkúninum Kál (Iceberg)

Aðferð:

1. Skerið brauðið endilangt og steikið brauðið á pönnu með smjöri. 2. Setjið Hlöllasósu á báðar hliðar og smá kál. 3. Setjið það meðlæti sem þið viljið á bátinn. 4. Hitið fyllinguna í örbylgjuofni, kryddið síðan með Hlöllakryddi og blandið jafnvel smá Hlöllasósu út í fyllinguna til að gera hana blautari. 5. Steikið beikon á pönnu. 6. Steikið kalkúninn á pönnu og setjið ostinn yfir, þannig að hann bráðni. 7. Setjið beikonið á bátinn. 8. Setjið síðan Kalkúninn og ostinn á bátinn. 9. Kryddið með Hlöllakryddi fyrir kalkúninn og ostinn. Hægt er að nota BBQ Mayo sósu frá Barion.

Eina reglan með afganga í Hlöllabát er að það er engin regla. Svo lengi sem þú ert með Hlöllasósu og Hlöllakrydd, þá mun þetta allt ganga upp. Nú er bara um að gera að leyfa hugmyndafluginu að leika lausum hala og deila uppfinningu þinni með okkur á @hlolli1986 og @simmivill

Hlökkum til að sjá hvaða snilld verður til hjá þér milli jóla og nýárs. Gleðileg jól, Simmi V.

This article is from: