Sparnaðarráð
– Að breyta afgöngum í veislu Hvernig er best að nýta afganga yfir hátíðarnar? Á milli jóla og nýárs er ísskápurinn fullur af alls konar dýrindis afgöngum og það er um að gera að nýta þá í botn. Hafa þetta einfalt og skemmtilegt með fjölskyldunni þar sem allir fá að gera sinn Hlölla úr góðum hráefnum. Hvað þarf maður til að gera til að gera bát? Til að gera Hlöllabát þarf í raun bara pönnu, allir Hlöllabátar eru gerðir á pönnu. Nema hvað? Svo þarf maður bara einhverja djúsí afganga, það fellur alltaf eitthvað til, og þá er bara að skella í ljúffengan Hlöllabát – topp kost, einfaldan, góðan og hollan í öllu kjötátinu. Hvað á að setja í bátinn? Það má setja allt í Hlöllabát, bara ekki of mikið, við verðum að geta lokað honum! Ég er hérna með nokkrar tillögur að afgöngum og bátum. Í grunninn þarf bara að eiga: Hlöllabrauð eða lágkolvetna Hlöllabrauð, Hlöllasósu, Hlöllakrydd, kál – búið!
Kjötmeti:
∙ Kalkúnn ∙ Hreindýr ∙ Hamborgarhryggur ∙ Nautalund ∙ Hangikjöt ∙Hnetusteik
38
Meðlæti sem fylgir afgöngum:
Auka meðlæti sem gott er að eiga:
∙ Rauðkál
∙ Steiktur laukur ∙ Jalapeno ∙ Beikon ∙ Ostur
∙ Grænar og gular baunir ∙ Gulrætur ∙ Kál (Iceberg er best) ∙ Sveppir ∙ Rauðrófur
Sósur:
∙ Hlöllasósa ∙ BBQ Mayo frá Barion. ∙ BBQ sósa frá Barion ∙ Trufflu Mayo frá Barion ∙ Chili Hunang Allar sósur sem fylgja afgöngum má líka nota á Hlöllabát.