BENEVENTUM 2014-2015 2. t รถ l u b l a รฐ
Beneventum 2. tölublað Vor 2015
Ritstjórn Beneventi
Atli Arnarsson Baldvin Snær Hlynsson Jara Hilmarsdóttir Jóhannes Hrafn Guðmundsson Ronja Mogensen Sigrún Perla Gísladóttir, ritstjóri Styrmir Hrafn Daníelsson Vigdís Kristjánsdóttir
Umbrot og hönnun Sigrún Perla Gísladóttir
Hljóðbókarstjórar Atli Arnarsson Baldvin Snær Hlynsson
Útgáfa og ábyrgð
Nemendafélag Menntaskólans við Hamrahlíð
Ljósmyndir
Atli Arnarsson Hrefna Björg Gylfadóttir Jóhannes Hrafn Guðmundsson Sigrún Perla Gísladóttir Myrkrahöfðingjar NFMH
Myndskreytingar
Jara Hilmarsdóttir Signý Jónsdóttir Sigrún Perla Gísladóttir Prentmet ehf.
E F N I S Y F I R L I T 6 Ávarp ritstjórnar 8 Beneventum no. 1 10 Hljóðbók Beneventi 12 Ávarp forseta: Fögnum fjölbreytileikanum 14 Mín skoðun: Borðamenning MH 15 Föt með sögu 20 Útskriftargrein: Uppgjör útbrennds Emmháings 22 Er þetta ekki komið gott 23 Orð af orði 24 Mér var ekki einu sinni nauðgað 27 Smásagnakeppni Beneventi 32 Fáklætt fólk 40 Að umgangast blinda 43 Ljótuljóðakeppni Beneventi 48 Sáttur við guð og menn 50 Kynjahlutföll í kvikmyndaiðnaðinum 53 Í kaffi hjá kennurum 60 Hauslaus hamingja 61 Matarvenjur
Útskriftargrein: Þar sem draumarnir rætast Ennþá meira road rage Teiknað í tíma Hvers vegna ert þú femínisti? Erfiljóð eftir Margréti Ólafsdóttur Sómalía: Hugrún borðar Lagasmíðar í Hamrahlíð Bréf: Handskrifuð samskipti Halla heillar Uppskeruhátíð listnema Myndaþáttur Vematsu vinur minn Af plastdrasleyju og mönskrukkum Misþyrming Ljósmyndakeppni Myrkrahöfðingja Annálar Skeggjar skólans ᶘ ᵒᴥᵒᶅ 植物の脱出 ᶘ ᵒᴥᵒᶅ Þakkir
64 68 71 74 78 80 84 87 90 94 98 108 112 114 118 122 126 128 134
- BENEVENTUM -
Ritstjórnarpistill er svona eins og iTunes update. Remind me later. Við höfum tólf sinnum byrjað. Og tólf sinnum frestað. Núna má ekki fresta. Tólf tímar í prentun. Eftir miklar vangaveltur um innihald þessa pistils komumst við að þeirri niðurstöðu að ritstjórnarpistlar meika engan sens. Af hverju ættir þú að nenna að eyða tíma þínum í að lesa heila blaðsíðu af babbli sem var skrifað í flýti kvöldið fyrir prentun? Nýttu frekar orkuna í komandi hundraðogþrjátíu blaðsíður sem unnar hafa verið á síðustu hundrað dögum. Við vonum að þú njótir þeirra allra.
Ritstjórn Beneventi 2014-2015: Atli Arnarsson / Baldvin Snær Hlynsson Jara Hilmarsdóttir / Jóhannes Hrafn Guðmundsson Ronja Mogensen / Sigrún Perla Gísladóttir, ritstjóri Styrmir Hrafn Daníelsson / Vigdís Kristjánsdóttir
6
- BENEVENTUM -
7
- BENEVENTUM -
8
- BENEVENTUM -
9
- BENEVENTUM -
H lj ó ð b ó k Beneventi Við erum ekki öll eins. Það er gott. Ef við værum öll eins þá væri tilveran líklega mjög óspennandi. Sumir eru svartir, aðrir eru hvítir. Sumir eru feitir, aðrir eru mjóir. Sumir lesa með augunum, aðrir lesa með eyrunum. Þess vegna fannst Beneventum sniðug hugmynd að taka upp hljóðbók með blaðinu á síðustu önn. Hugmyndin var reyndar ein sú allra fyrsta sem varð til á ferlinu. Við ákváðum að endurtaka leikinn núna og taka upp hljóðbók með nýja blaðinu svo nú er hægt að innbyrða efnið í blaðinu á næstum allan hátt. Beneventum má þó hvorki borða né taka í nefið með einum eða öðrum hætti. Hljóðbókina má finna inn á www.nfmh.is/beneventum en þar er bæði hægt að hlusta og hlaða henni niður. Einnig er hana að finna inn á www.soundcloud.com/beneventum Við mælum sérstaklega með því að hlaða hljóðbókinni niður og njóta hennar yfir kaffibolla í prófalestri, í lengri strætóferðum eða á hringferð um landið í góðra vina hópi.
10
- BENEVENTUM -
11
- BENEVENTUM -
12
- BENEVENTUM -
Ávarp forseta
Fögnum fjölbreytileikanum Hjartans Emmháingur! Veistu hver ég er? Ég er sú sem var í rauðum samfestingi á einhverjum plakötum uppi á vegg fyrir ári. Síðan þá gætirðu hafa séð mig ganga hratt yfir Matgarð með bláan iPad, standa uppi í pontu á skólafundum, yell something in not that bad english on Miðgarður, sveifla lyklum í Norðurkjallara, mæta allt of oft seint í tíma, tala í símann eða troða mér á undan þér í Sómalíu til að ná tali af Ellý. Kannski hef ég hrósað þér, kannski hef ég skammað þig og kannski hef ég bara aldrei talað við þig (synd fyrir mig). Hvað sem þú veist um mig og hina sem þú sérð og hittir í skólanum þá veistu að minnsta kosti að við eigum öll eitt sameiginlegt. Að vera Emmháingar. Hvað sem það nú er. Emmháingar eru eins ólíkir og þeir eru margir og það er dásamlegt. Fjölbreytileikinn er eitthvað sem við státum okkur af, en virðingin gagnvart því ólíka virðist eiga sér takmörk. Af þeim 1200 sem eru í skólanum umgöngumst við kannski sex til 60 manns. Það eru 0,5 - 5%. Það er ekki sjálfgefið að við séum umburðarlynd gagnvart þeim 95% sem við þekkjum lítið sem ekkert. Ég hef kynnst allskyns Emmháingum og komist að því að Emmháingar eru af ýmsu tagi. Emmháingar eru glaðir, fyndnir, óöryggir, tala ólík tungumál, koma frá ólíkum löndum, sjá, sjá ekki, heyra, heyra ekki, geta gengið og ekki, elska hesta, vinna með skóla, hreyfa sig aldrei, eru afreksíþróttafólk og ballerínur, spila á hljóðfæri, semja lög, geta ekki haldið lagi, hafa fallið, eru með ágætiseinkunn, horfa á Doctor Who, eru skiptinemar, eiga fullt af vinum, vildu að þeir væru ekki svona oft einir, horfa á heimsklassa bíómyndir, vilja frekar lesa, berjast fyrir mannréttindum, eru trúleysingjar, sitja í stjórn KSS, eru latir, eru duglegir, eru vinstri-sinnaðir, eru hægri-sinnaðir, borða kjöt, eru vegan, eru pansexual, drekka áfengi, drekka ekki áfengi, vilja verða bændur, ætla að verða listamenn, sauma fötin sín sjálfir, eru í Pumaskóm, eru fjöl-
skylduræknir, hafa misst foreldri, eru farnir að búa, hafa aldrei farið í sleik, fara oft í bíó, fara aldrei í bíó, fara í leikhús, leika í leikhúsi, fara á tónlistarhátíðir, hafa engan áhuga á tónlistarhátíðum, yrkja ljóð, semja leikrit, prjóna, sauma refla, taka myndir, teikna myndir, eru Twitter-ledjend og svo mætti lengi telja. Að draga þennan, langt frá því tæmandi, lista saman í Emmhátýpu er eins og að lýsa einhverjum sem ,,svona týpískri manneskju“. Ómögulegt. Það skiptir ekki máli hvort einhver hlusti á nýsjálenskar indísveitir eða bandarískt iðnaðarpopp, klæðist blómakjól og ullarsokkum eða bleikum bol sem stendur á LOVE. Ef þú ert í MH, þá ertu Emmháingur. Punktur. Og ef þú ert Emmháingur hefur þú fullan rétt á að skólinn þinn sé staður sem þér líður vel á og þú getir verið þú sjálf/ur. Í gegnum öll forsetaávörp sem ég hef lesið liggur ákveðinn hnefarauður þráður sem má ekki slíta fyrr en skilaboðin komast til skila og því segi ég það sama og fyrirrennarar mínir: Nemendafélagið er fyrir þá sem kæra sig um að vera í því. Það eru allir hjartanlega velkomnir og það hefur sýnt sig að fólk fær meira út úr menntaskólaárunum með því að taka þátt í félagslífinu. Ég held að sú tilfinning að finnast maður óvelkominn stafi af ótta og óöryggi. Einhvers staðar verður maður að byrja og til þess að Nemendafélagið nái að vaxa og dafna þarf það á allri flórunni að halda. Öllum fjölbreytileikanum. Það virðist svo stutt síðan ég stóð í rauðum samfestingi fyrir framan Bessastaði óviss um hvað komandi ár bæri í skauti sér. Nú, rúmu ári seinna, kveð ég forsetaembættið sem var svo feiknastór hluti af því hver ég var þetta skólaárið. Ég þakka samfylgdina og vona að þið hafið notið.
Það skiptir ekki máli hvort einhver hlusti á nýsjálenskar indísveitir eða bandarískt iðnaðarpopp. Ef þú ert í MH, þá ertu Emmháingur.
Yfir og út. Vigdís Hafliðadóttir
13
- BENEVENTUM -
Mín skoðun
- Borðamenning MH Nú síðastliðna daga hef ég tekið eftir umræðu um svokallaða borðamenningu Menntaskólans við Hamrahlíð. Þá hefur hún aðallega snúist um hvort það eigi að afnema hana eða að hún eigi að fá að halda sér. Borðamenning MH er rótgróið fyrirbæri sem einkennir skólann og er umtöluð langt út fyrir veggi hans. Ég hef alltaf haldið upp á borðamenningu MH því ég trúi því að hún veiti ákveðið öryggi fyrir nemendur félagslega, að hún haldi á vissan hátt utan um þá. Í MH er vitaskuld áfangakerfi, og eru nemendur nokkuð einir á báti þegar kemur að námi í MH, rétt eins og í hverjum áfangaskóla, en þeir eiga alltaf að geta komið úr tíma með bros á vör því á borði nemandans bíður stórskemmtilegur hópur samnemenda. Hópur sem er tilbúinn til að deila þjáningum hans á köldum skammdegismorgnum. Ég trúi því að borðin í MH virki á vissan hátt eins og bekkir í bekkjakerfi. Þar er sami hópur nemenda sem eyðir götum og hléum saman á sama stað, borðar og spjallar saman. Það er gott að vita af tengsla- og öryggisnetinu sem borðið veitir og að það sé alltaf einhver í gati til þess að spjalla við, þó það sé ekki endilega besti vinur eða vinkona. Það að afnema borðamenningu MH er ekki eitthvað sem gerist með lagabreytingu á skólafundi, heldur er það eitthvað sem allir nemendur MH yrðu að taka þátt í. Það yrði líklegast mjög erfitt að fá alla til þess að taka þátt í því verkefni. Svo er spurningin afhverju við myndum ganga í það verkefni til að byrja með? Hvers viljum við ná fram? Aukinni blöndun nemenda skólans? Ef áhuginn er fyrir hendi að sitja annars staðar, eða kynnast nýju fólki, þá er mun auðveldara 14
að standa bara upp og byrja að tala við þá sem þér finnst áhugaverð/ur, heldur en að ætlast til þess að allur skólinn breyti um fyrirkomulag svo að fólk geti spjallað við annan hóp. Þó svo að þessi borðamenning sé til staðar í MH þýðir það ekki að þú sért fastur á sama borði og þú situr á á busaári og þurfir alltaf að sitja þar. Það er allt í lagi að setjast hjá stelpunni sem þú varst með í íslensku hundrað eða stráknum sem þú kynntist í röðinni í kórprufunum. Þá kynnistu gjarnan öðru fólki sem situr á þeirra borði og e.t.v. áttarðu þig á því að þetta borð er klárlega miklu áhugaverðara en borðið sem þú situr á núna, og þá ætti ekki að vera neitt vandamál að færa sig um set. Í MH eru langflestir vinir. Ég hef í yfirgnæfandi meirihluta tilvika skapað skemmtileg sambönd við samnemendur mína, sama hversu sterk þau eru, bara með því að segja „Hæ, ég heiti Ari“. og fylgja því eftir með samtali um hvað sem er. Það er enginn að fara að horfa niður á þig fyrir að eignast vini. Kannski eru vinirnir sem þú áttir í byrjun ekki fólk sem þú munt verða samferða í gegnum menntaskólagönguna. Það versta sem þú getur gert er að hengja þig á einn vinahóp bara af því að hann var með þér í grunnskóla. Í menntaskóla áttu að geta gert hvað sem þér dettur í hug, hvort sem það er að stofna hljómsveit eða stjórnmálaflokk, gerast munkur eða aktívisti. Ekki láta eitthvað eins og borðamenningu halda aftur af þér. Það er undir hverjum og einum komið að kynnast öðru fólki betur. Persónulega finnst mér til of mikils ætlast að breyta fyrirkomulagi sem hefur sannað sig í áranna rás, svo örfáir nemendur geti kynnst fólki án þess að hafa fyrir því. Ari Stefán von Hammersmark
- BENEVENTUM -
Sigrún Perla Gísladóttir
15
- BENEVENTUM -
16
Sigmundur Páll Freysteinsson
Júlía Tómasdóttir
Ég gerði mér ferð til New York til að tékka á nýju línunni hjá „A Bathing Ape“. Þegar ég kom inn í búðina sá ég þennan jakka, sem var aðeins saumaður í þremur eintökum. Ég spyr starfsmanninn út í jakkann, þetta var síðasta eintakið. Hann sagði mér frá hinum tveimur sem höfðu keypt jakkann, annar þeirra var Jay Z. Ég fékk þann heiður að fá að kaupa síðasta jakkann og bætti afgreiðslumaðurinn því við að þetta væri uppáhalds flíkin hans Jay Z úr nýju línunni þeirra.
Þennan kjól átti mamma mín þegar hún var í kringum tvítugt. Hún var frekar mikill flippkisi á þessum árum og ekki nóg með það að hún hafi dansað á sviði með The Prodigy í kjólnum þá varð hún einnig vitni að skotárás þegar hún var á leiðinni á frægan klúbb sem Johnny Depp vandi komur sínar á í L.A. Ég vona að þegar ég klæðist kjólnum fái ég sama djammanda og hún, ...eða alls ekki.
- BENEVENTUM -
Jökull Smári Jakobsson
Ásdís Hanna Guðnadóttir
Saga okkar er ekki gömul en buxurnar gætu þó vel verið það. Ég keypti þessar buxur í London. Ég fór í frí með nokkrum vel völdum og vorum við á rölti um Cambridge hverfið en allt í einu var ég staddur inni í leðurjakkabúð. Þar var allt á 50% afslætti og ég eignaðist góðan vin sem sagðist ætla að hækka afsláttinn upp í 80% aðeins fyrir mig, vin sinn. Mig langaði ekkert í leðurjakka en var búinn að máta tvo í um hálftíma þegar ég hafði loksins kjarkinn til að neita og flúði inn í nætu búð þar sem ég rak augun í þessar smekkbuxur. Ég mátaði, til að fela mig, og BIMM, BAMM, BÚMM, ég var kominn með nýjan vinnufélaga.
Langamma mín átti þessa skyrtu þegar hún var á mínum aldri svo skyrtan er að öllum líkindum næstum því 100 ára gömul. Hún er erfðagripur frá ömmu minni og ég fann hana bara inni í geymslu. Mér fannst merkilegt hvað hún var vel farin og falleg. Langamma var líklegast ekki mjög vel efnuð svo það kom á óvart hvað hún er fín! Ég held meira að segja að hún hafi verið handsaumuð.
17
- BENEVENTUM -
18
Alex Jónasson
Gunnhildur Ýrr Gunnarsdóttir
Ég fór í Rauðakrossbúðina í frekar slitnum skóm og gömlum jakka seinasta sumar og ætlaði að kaupa þennan næs jakka. Konan sem var að vinna byrjaði að tala við mig og spurði mig hvort ég ætti enga aðra skó eða pening fyrir nýjum. Þetta var í lok mánaðar og ég átti varla neinn pening þannig að hún hélt greinilega að ég væri fátækur og heimilislaus unglingur og endaði á að gefa mér jakkann.
Þegar ég var tveggja mánaða gömul fór ég til Kaupmannahafnar með mömmu og pabba. Mamma keypti sér þennan kjól þar, í Jackpot, hennar uppáhalds búð á þeim tíma. Það var síðan í skírninni minni nokkrum vikum seinna að hún notaði hann í fyrsta sinn. Núna höfum ég og systir mín fengið kjólinn til okkar og þykir mér mjög vænt um hann og finnst flott að klæðast honum svona opnum.
- BENEVENTUM -
Halldór Sörli Ólafsson
Guðrún Úlfarsdóttir
Bleiki trefillinn... Ég segi hér frá bleika treflinum sem umlykur hálsinn minn, en hann er einnig kallaður galdratrefill af nákomnum ættingjum mínum. Þessi trefill er í miklu uppáhaldi hjá mörgum fjölskyldumeðlimum en pabbi kallinn útvegaði mér hann fyrir þó nokkrum árum. Viðurnefnið „galdra“ kom upp þegar gömul kona, sem búsett var í Strandasýslunni þar sem pabbi var í sveit í denn, sagði við hann að maður ætti að nefna trefla til að gefa þeim meiri mátt. Faðir minn þáði ráð hennar og nefndi trefilinn galdratrefil. Trefillinn góði, sem þykir af flestum einstaklega „lekkert“, hefur læknað margan hálsinn af hálsbólgu og hreinlega bjargað fólki og er því haldið fram að ávallt sé betra að bregða þeim bleika um hálsinn þegar bölvað kvefið herjar á. Sú gamla hafði því rétt fyrir sér en það er viss passi að þegar ég fæ hálsbólgu, þá smelli ég ávallt á mig treflinum og líður samstundis betur.
Seinasta sumar hitti ég mann á förnum vegi í Seoul. Þar var hann túristi í eigin landi og bað mig að taka mynd af sér fyrir utan Suður-Kóresku keisarahöllina, sem ég og gerði. Hann var ánægður með myndina og þegar talið barst að íslenskum uppruna mínum hrópaði hann upp yfir sig „AAA Eiður Guðjohnsen! Reykjavík! Blue Lagoon!“ með brengluðum hreim og launaði mér greiðann með því að kaupa þennan bananahatt sem hentaði fatastílnum mínum fullkomlega.
19
- BENEVENTUM -
20
- BENEVENTUM -
Uppg jör útbrennds Emmháings (ég var einu sinni nett) Útskriftin nálgast óðfluga. Leiðin að þessu blessaða stúdentsprófi hefur verið ánægjuleg en nú er komið að leiðarlokum. Þetta er eins og Friðrik Dór söng á sínum tíma, þó svo að allt hafi ekki gengið að óskum áttu alltaf stað í hjarta mér. Þetta væri ekki alvöru útskriftargrein ef ég myndi ekki segja að mér þætti eins og það hefði gerst í gær að ég fyrst gekk inn um dyr musteris hipster-menningarinnar - Menntaskólann við Hamrahlíð. Það er auðvitað bara eins og skáldið sagði, „time flies when you’re having fun“. Nú fjórum árum, þremur brautum og mörgum hárlitum seinna er kominn tími til að kveðja steypuhöllina við Suðurver. Ég held auðvitað í hefðina og segi og skrifa að ég muni kveðja skólann brosandi í gegnum tárin rétt eins og ég ímynda mér að muni gerast þegar ég verð krýnd Ungfrú Ísland.
Þegar ég hóf nám hér var MH svokallaður heilsueflandi framhaldsskóli, núna er nákvæmlega ekkert heilsueflandi við skólann. Eftir fyrstu önnina mína var ég með 10 í skólasókn, því miður endurtók ég þann leik ekki oftar. Þess má geta að þetta er eina tían mín til þessa. Tíur eru hvort sem er bara fyrir lúða. Það fer því ekki á milli mála að margt breytist á fjórum árum, skólinn og maður sjálfur fyrst og fremst. Ég lærði líka margt sem er ekki kennt í skólabókum. Allt sem ég veit um femínisma í dag hef ég lært af samnemendum mínum í MH og er ég ekki síður ánægð með þann lærdóm en þann sem Bjarnheiður stærðfræðikennari reyndi sitt allra besta við að troða í heilann í mér. Bjarnheiður ef þú lest þetta, fyrirgefðu enn og aftur. Ég lærði að komast upp með ýmsa hluti innan veggja skólans eins og að væla mig út úr slæmri mætingareinkunn og að sleppa við leikfimi í þrjú ár. Ég komst að því eftir fyrsta árið að það er í lagi að æla í skólanum, það eru hvort sem er flestir þunnir. Þú getur alveg stært þig af því að hafa djammað á þriðjudegi en ekki segja neinum að þú hafir fengið niðurgang. Það er ekki jafn nett.
Vera mín í MH kenndi mér líka hina ótrúlegustu hluti eins og t.d. að grænmetisætur ganga oft í pels og það er viðurkennt að hóta saklausu fólki með morði á gullfisk svo þau borgi í þágu góðra málefna.
Það má með sanni segja að ég hafi fundið sjálfa mig í MH, eða ég reyndi það alla vega grimmt. Ég hóf menntaskólagöngu mína á braut sem oftast er kennd við listdans. En eftir að hafa lagt stund á listdansnám frá fjögurra ára aldri fannst mér ég hvort sem er vera orðin langbest og búin að skila mínu framlagi til listdansins. Með nýlitað brúnt hár (af því það vita allir að ljóshærðar stelpur eru vitlausar) leit ég björtum augum fram á veginn og hlakkaði til að fá Nóbelsverðlaunin fyrir afrek mín á sviði eðlisfræðinnar í framtíðinni. Sigurför mín um heim raungreina var þó ekki langlíf. Ég ákvað að hætta að ljúga að sjálfri mér, aflitaði hárið og skráði mig á málabraut. Því miður gefst mér ekki rúm til að kanna félagsfræðibrautina en hef traustar heimildir fyrir því að hún sé líka fyrsta flokks.
Hinar ýmsu brautir skólans mótuðu mig kannski sem námsmann en það var félagslífið sem virtist ótakmarkað og fólkið sem ég hef kynnst hér í gegnum árin sem mótuðu mig sem djammara. Hver má dæma fyrir sig hvort skiptir meira máli. Vera mín í MH kenndi mér líka hina ótrúlegustu hluti eins og t.d. að grænmetisætur ganga oft í pels, það er í lagi að nota teppi sem yfirhöfn og það er viðurkennt að hóta saklausu fólki með morði á gullfisk svo það borgi í þágu góðra málefna. Allt gott og blessað við það. Það virðist líka hafa ákveðið skemmtanagildi að draga busa af báðum kynjum upp á svið og henda þeim í Djúpu laugina og bjóða stráka og stelpur upp hæstbjóðanda. Því miður lenti ég í báðum þessum hremmingum. Ég er ennþá að ná mér. Ég vona ég verði útskrifuð hjá sálfræðingnum fyrir útskrift.
Þegar ég byrjaði að leggja drög að þessari grein lofaði ég sjálfri mér að lofsyngja skólann sem minnst. En eftir þetta uppgjör komst ég að því að það er svo gott sem ómögulegt. Ég sé ekki eftir ákvörðuninni sem 15 ára Assa tók á sínum tíma í eina sekúndu. Á árum mínum hér hef ég þroskast mikið (stækkaði samt ekki neitt) og er jafnvel nokkrum skrefum nær því að verða fullorðin heldur en Assa, busabarn síns tíma. Bara kannski. Örfáum skrefum. En nú er fátt eftir annað en að bíða með óþreyju eftir stóra deginum, deginum sem ég fæ loksins að skarta hvítu P. Eyfeld húfunni og trúið mér, mig hefur langað í svona húfu frá því ég man eftir mér. Það sem ég hlakka líka til að eyða fúlgu fjár í kjól sem ég mun ekki þora að nota nokkurn tímann aftur, verða mér úti um nýja profile mynd og búa til hashtaggið #boggastúdent og misnota samfélagsmiðla af því það eiga sko allir að fá að komast að því að ég er komin með stúdentspróf! Skál í botn! Assa Borg Þórðardóttir 21
- BENEVENTUM -
Er þetta ekki komið gott? Mússí, mússí mús sí sætabrauð. Nei, takk, ómögulega. Ertu að megra þig? Bara smá. Iss iss piss þvaður Ekki Kúl? Ekki kúl. Þú ert unaðsleg eins og þú ert jafnt að innan sem utan, nefnilega. Falleg eða ljót? Það er málið, þitt er valið. En ég vil appelsínuhúðina burt. Elsku appelsínan mín láttu ei Naómí og Tæru velja fyrir þig. Fáðu þér frekar epli eða kíktu til Kína bittinú. Ég skal gefa þér duft óskaduft fyrir valið frelsið, sólina. Sjá, hvað hún er falleg! rauð í nánd gul í fjarska, appelsínugul. Bland í poka. Afstæð fegurð. Já, takk! En bíddu við, er nokkuð sykur í duftinu? Þórey Nína Pétursdóttir 22
- BENEVENTUM -
Rækallans ritstíflan er rosalegt fyrirbæri, ófreskja sem hrellt hefur margt skáldið og rithöfundinn í gegnum tíðina eins og kunnugt er hjá þeim sem einhverntímann hafa lagt penna við blað og höfuð í bleyti í þeim tilgangi að öðlast æðri skilning á tilteknu viðfangsefni en sumir stíga skrefinu lengra og leita að fullkomnun á skriflegri tjáningu í ó- eða fastbundnu máli þar sem þeir mæta ófreskjunni sem ritstífla nefnist, óargadýr sem andar ofan í hálsmál mitt rétt í þessu og gerir skrifin erfið með sinni þrúgandi nærveru en óttist ei, ég hef heilræði undir rifi hverju og hér er eitt slíkt sem gæti hljómað einfeldningslega kæri lesandi, eini veikleiki ritstíflu eru skrif, hún hefur ofnæmi fyrir orðum af öllum stærðum og gerðum svo við skulum skrifa saman öllsömul og mun ég leggja blátt bann við heimspekilegum spurningum eins og að skrifa eða ekki skrifa þó það sé vissulega jafn gild spurning og hún er góð, það er ekki spurning, en herra minn trúr mér er spurn um hvað skal skrifa er skrifað er og þegar út í það er farið til hvers ef um sendibréf er að ræða sem getur allt eins verið; einn fimmti af öllum skrifuðum texta er jú bréfskrifaður texti eins og hvert mannsbarn veit en í dag eru slíkar vangaveltur ekki í brennidepli og kjarni málsins er alls enginn kjarni í eiginlegum skilningi heldur er málið sjálft það sem málið snýst um; að skrifa til þess eins að skrifa er göfug gjörð auk þess að einskær skrif eiga ekki að þurfa að fjalla um neitt eða eiga fyrirfram skilgreindan viðtakanda og síst af öllu hið síðarnefnda svo að þessu sögðu er það mín ósk að ritstíflan illræmda hverfi á brott með sitt hafurtask í eitt skipti fyrir öll og á þessa málsgrein skal nú settur punktur. Styrmir Hrafn Daníelsson
23
- BENEVENTUM -
Mér var ekki einu sinni nauðgað 24
- BENEVENTUM -
Ég varð ekki leið, ég varð reið. Ég fylltist af reiði og allar taugar, hugsanir og gjörðir lituðust af henni. Augabrúnirnar staðnæmdust í yglibrún og ég stóð mig oft að því að kreppa hnefann í tíma og ótíma. Reiðin varð smámsaman hið náttúrulega ástand. Litið til baka þá var reiðin mín undankomuleið því það var auðveldara að takast á við hana heldur en sorgina. Með reiðinni gat ég bölvað atvikinu í sót fremur en að fella tár í snýtupappír.
Ég sit í tveimur söguáföngum þessa önnina og í öðrum þeirra hófst einu sinni umræða um Leif Müller. Leifur er þekktastur fyrir að hafa verið fangelsaður af Þjóðverjum í síðari heimsstyrjöldinni og sendur í fangabúðir þeirra þar sem hann gekk í gegnum hörmungar. Strax eftir stríðið ritaði hann og gaf út bókina Í fangabúðum nasista. „Finnst ykkur þetta ekki merkilegt krakkar, ...að hann hafi skrifað bókina strax?“ sagði sögukennarinn yfir alla á meðan hann nikkaði eintaki af bókinni að okkur. „Hann skrifaði strax frá sér og létti á huganum um leið.“ Með þessu var mitt inspírasjón fætt. Í fyrra, þegar haustið var að breytast í vetur tróð frændi minn puttunum sínum inn í píkuna á mér gegn mínum vilja. Er þetta kannski illa orðað hjá mér? Á ég frekar að segja að það hafi verið kynferðislega brotið á mér eða þá að ég hafi verið misnotuð? Hljómar það betur? Mig langar frekar að segja hlutina eins og þeir eru. –Því ég vil líka skrifa frá mér og létta á huganum um leið.
til að vita það Steinunn. Ég varð bara svo feimin við þögnina, það virtist ónáttúrulegt að rjúfa hana. Hjartað fór á fullt við tilhugsunina eina og sér. Síðan fylltist ég allt í einu einhverri orku sem ég virðist ekki geta útskýrt. Hún streymdi um mig alla og haugur af tilfinningum og krafti tikkaði allar taugar í líkamanum. „Fyrir hvað stendurðu Steinunn?“ hugsaði ég. Fyrir hverju ert þú að berjast! Og í þann mund sneri ég mér við og öskraði hástöfum; FARÐU ÚT-FARÐU ÚT-DRULLAÐU ÞÉR ÚT! Honum brá, kipptist við og gaf frá sér niðurbælt öskur á meðan hann þaut út. Svipnum hans gleymi ég aldrei. Hann fór reyndar ekki út af heimili mínu, eins og ég hafði óskað eftir, heldur flúði inn í herbergi bróður míns. Hjartað mitt var á fullu og ég var byrjuð að svitna. Þetta var allt svo súrrealískt. Hvað var eiginlega að gerast? Djöfull fokking nenni ég ekki að þetta hafi gerst. Ég gat ekki sofnað eftir þetta, bylti mér bara um. Ég vildi ekki sofna af því að svefninum fylgir nýr dagur. Því lengur sem ég myndi ná að halda mér vakandi því lengra myndi líða þangað til að ég þyrfti að takast á við atvikið.
Þá rann upp fyrir mér að nú væri ég orðin partur af hlutfalli. Ég var orðin ein af þessum fjórum.
„Á ég að leyfa honum að klára?“ Ég var nýkomin heim úr afmæli, andardrátturinn á bragðið eins og landi í kók og annar eyrnalokkurinn týndur eftir taxiferðina heim. Mikið er ég ánægð að vera komin heim þar sem ég get dáið í friði. Guð blessi mig, ég er tilbúin í jörðun. Ég lá á ganginum heima og prísaði mig sæla að hafa heimilið út af fyrir mig þegar að útidyrahurðinni var óvænt lokið upp. „Ha ha ha ha! Hvað ertu að gera Steina?“ – Nei hæ frændi. Þú hér? Varst þú líka að djamma? „Ha ha ha ha, vonandi ekki jafn mikið og þú! Ég skal hjálpa þér í rúmið.“ Ég hjálpaði mér sjálf á fætur og henti mér inn í herbergið mitt þar sem frekari jörðun skyldi halda áfram. Það liðu einungis 10 mínútur þangað til hann kom inn og braut á mér. Ég man mest eftir þögninni, ríkjandi þögninni sem teygði anga sína yfir allt herbergið. Hann hélt ég væri sofandi og hafði plantað sér við hliðina á mér. „Snúðu þér við Steinunn“ hvíslaði hann. Ég þóttist bara vera sofandi. Hann renndi þá fingrunum sínum niður að klofinu mínu og strauk um innri lærin áður en hann stakk puttunum sínum inn og stundi. Ég fraus algjörlega, varð lítil í sjálfri mér, feimin og greip fingrunum um lakið. „Á ég að leyfa honum að klára?“ hugsaði ég. Það væri ekkert mál að kippa meðvitundinni úr sambandi svona rétt á meðan. Ég vil varla vera að ónáða. En ætti ég ekki að segja eitthvað? öskraði annar partur af mér. Það sem er í gangi er ekki í lagi og þú ert nógu vel uppfrædd
Óvenjulegt Gegn mínum vilja vaknaði ég daginn eftir. Ég hafði sofið yfir mig og var orðin of sein í vinnuna. Í óðagoti gekk ég um herbergið mitt og tíndi saman einhver föt sem ég kastaði yfir mig rétt áður en ég þaut út. Það heyrðist í frænda mínum hósta og sjúga upp í nefið í næsta herbergi. Ég keðjureykti á meðan ég gekk áleiðis upp Flókagötu. „Vá, mér datt svo mikið í hug að þú hefðir verið að djamma hahaha! Hvernig var eiginlega? Rough night?“ spurði samstarfsvinkona mín og glotti út í eitt þegar að ég asnaðist inn um dyrnar á vinnustaðnum. Ha ha ha ó jú, jú, sorry hvað ég er sein! „Haha nei allt í góðu, það er búið að vera rosa lítið að gera.“ Ég klæddi mig í vinnufötin, batt tvöfaldan hnút aftan á svuntuna og byrjaði að vinna. Ég reyndi mitt besta í að haga mér ekki óvenjulega. „Ætli hún spotti samt að eitthvað sé öðruvísi?“ velti ég fyrir mér. Ef svo er þá býst ég við að hún tengi það við þynnkuna sem ég er búin að vera að veina yfir. En nei, hún tók ekki eftir neinu óvanalegu. Lífið hélt bara áfram. 25
- BENEVENTUM -
Ein af mörgum Dagarnir liðu og ég velti því oft fyrir mér af hverju lífið ætti svona auðvelt með að halda í hversdagsleika sinn eftir að atvik á borð við þetta hafði riðið yfir mig. Mér fannst ljóst að atvikið hlyti því varla að skipta neinu yfirburða máli. Tíminn stóð ekki í stað eins og ég hafði búist við heldur silaðist áfram sæll og saddur án þess að hafa nokkur afskipti af mér. Þá rann upp fyrir mér að nú væri ég orðin partur af hlutfalli. Ég var orðin ein af þessum fjórum. Samkvæmt þeim stuðlum kom í rauninni ekkert á óvart að ég hefði lent í kynferðislegu afbroti, ef ekki ég, þá einhver önnur. Ég óttaðist að allt mitt identity yrði tekið af mér og stimplinum „Brotaþolandi” skellt á ennið á mér í staðinn. Hræðslan við þá tilhugsun var svo yfirgengileg að ég ákvað að ég skyldi svo sannarlega ekki haga mér „eins og brotaþolandi“. Ég neitaði því að sjálfsmyndin mín hefði hlotið skaða og ég neitaði því að ég þyrfti á einhverri hjálp að halda. Ég ætlaði að stappa í jörðina, rétta úr bakinu, líta fram á við og steyta hnefanum í loftið. Eina tilfinningin sem ég viðurkenndi var reiðin og reiðina ætlaði ég að nota sem drifkraft. Þrátt fyrir staðfestu mína upplifði ég sektarkennd, eftirsjá, kvíða og depurð. Ég missti allan viljastyrk og hlutir sem ég hafði mætur á urðu óáhugaverðir. Ég kenndi sjálfri mér um og mér leið eins og ég hefði boðið upp á þessar aðstæður. Í samræðum við aðra kom ég því þó oft fram að ég gerði mér vitanlega grein fyrir því að þetta væri ekki mér að kenna, en þessar lævísu hugsanir gerðu vart við sig við og við.
tapa. Ég þurfti þó fljótlega að byrja að viðurkenna fyrir sjálfri mér að afbrot á borð við þessi hafa alltaf áhrif og að þau höfðu áhrif á mig. Reiðin náði að halda velli sínum fram undir seinni hluta desembers á síðasta ári. Öll sú vinna sem ég hafði lagt í að halda grátinum í skefjum varð þó að engu við áhorf á einum CSI:SVU þætti sem fjallaði um nauðgunarmál í háskóla. Gráturinn kom skyndilega og hengdi sig á öll mín bein. Ég hristist og skalf og fann fyrir líkamlegum sársauka við losunina enda var þessi grátur búinn að eiga búsetu í mér í nokkra mánuði. Ég fann fyrir gríðarlegum vonbrigðum í garð minnar sjálfrar. Ég hafði tapað og sjálfsmyndin mín hafði endanlega sundrast í þúsund mola og sjálfið sjálft reikaði stefnulaust um í ólgusjó. Mér fannst ég ekki eiga skilið að gráta, það höfðu margir í mínum nánasta hring lent í, að mínu mati, hræðilegri afbrotum en ég. Mér hafði „ekki einu sinni“ verið nauðgað. Upp hófst mikil endurmótun, ég þurfti að kynnast sjálfri mér á ný og ég stend enn í því ferli. Það má ekki segja hver nauðgaði Umræðan í samfélaginu er varðar kynferðisabrot er viðkvæmari en mætti halda. Samfélagið er opið fyrir því að brotaþolandi tjái sig opinberlega um raunir sínar en samfélagið kiprar síðan munnvikin í semingi þegar að brotaþolandi segir; „Það var þessi sem að braut á mér.“ Samfélagið segir þá: „Passaðu þig nú að eyðileggja ekki mannorðið hans!“ Það er að öllum líkindum þetta viðmið sem að fælir mig frá því að nafngreina frænda minn á prenti. Skrímslavæðingin hefur sömuleiðis kennt okkur að afbrotamenn leynist einungis í skúmaskotum með hor hangandi úr nösinni og með klær í staðinn fyrir neglur. Ég hef sjálf kynnt mér mikið og unnið við málefni er varða brot af þessu tagi. Ég var búin að tileinka mér tillitsemi í garð tilfinninga brotaþolenda. Ég gerði mér grein fyrir fjölda þeirra og ég hafði fullan skilning á líðan þeirra og upplifun. Þegar brotið var á mér reyndi ég að notast við allt önnur orð en brotaþolandi sem einhvers konar varnartaktík. Ég hafði alltaf lagt mikla áherslu á það að brotaþolendur ættu ekki að skammast sín. Af hverju skammaðist ég mín þá fyrir það að flokkast sem slíkur? Samfélagið hefur mótað og sett brotaþolendur í ákveðinn flokk. Þeir eiga að hegða sér á einhvern einn eða annan hátt og hegðun þeirra allra ætti að vera svipuð. Af þessu leiðir að sumir vitnisburðar nauðgunarþolenda eru dæmdir ótrúverðugir fyrir dómstólum vegna þess að hegðun þeirra er ekki í samræmi við það sem að er ætlast af þeim. Það er ekki lengur nóg að segja satt frá. Það er enginn sem ákveður að brotaþolendur eigi að vera feimnir og skömmustulegir. Okkur ber engin skylda að fylgja þeim reglum. Við skulum útrýma feimninni og skömmustunni. Því við eigum okkur sjálf. Steinunn Ólína Hafliðadóttir
Skrímslavæðingin hefur kennt okkur að afbrotamenn leynist einungis í skúmaskotum með hor hangandi úr nösinni og með klær í staðinn fyrir neglur.
Athyglissýki Ég hafði lofað sjálfri mér að vera ekki feimin við afbrotið og ég lofaði sjálfri mér sömuleiðis að vera ekki hrædd við að segja frá. Hægt og bítandi reyndi ég að segja mínum innsta hring frá atvikinu. Ég komst ekki hjá því að finnast ég vera að væla í fólki. „Halló, halló sjáið mig, ég lenti í einu hræðilegu, gefið mér athygli!“. Mér leið eins og ég væri að uppljóstra einhverju sem væri skammarlegt og ætti helst að geymast ofan í læstri kistu. Það hefði enginn áhuga á að heyra í vælinu mínu. Það tók á að segja frá atvikinu í hvert sinn og ég þoldi ekki að sjá svipinn á mínum vinum og vandamönnum umturnast í aumkun við frásögnina. Við það endurvaknaði mín hræðsla við brotaþolenda-stimpilinn og því leið ekki á löngu þangað til að ég hætti að vilja starta þessari umræðu sjálf. Ég vildi ekki að álit minna vina og vandamanna á mér myndi breytast. Ég vildi ekki verða grey í þeirra augum sem þeim bæri að vorkenna og líta eftir. Ég geri mér grein fyrir því núna að svo var ekki og ég er þakklát öllum þeim stuðningi sem mér var sýndur. Ég tapaði Vegna þess hve reiðin var sterk varð afneitunin á afleiðingum afbrotsins einnig sterk. Hann mátti ekki vinna, ég skyldi standa uppi sem sigurvegari. Ef að ég færi að gráta þá væri ég búin að 26
- BENEVENTUM -
Stúlkan sem gerð var úr skýjum Það er stúlkan mín Sjúk, dreymin, eirðarlaus / Dauði
Í dómnefnd sátu // Bryndís Björgvinsdóttir / Davíð Stefánsson Halldór Armand / Yrsa Sigurðardóttir // Forlagið veitti verðlaun
27
- BENEVENTUM -
Dregnar eru upp sterkar myndir af persónum sögunnar og höfundur er óhræddur við að nota myndlíkingar og ýkjur til lýsa draumkenndri og undarlegri stemmningu sögusviðsins – sem þrátt fyrir allt er aðeins hversdagslegur dagur á Laugaveginum. Þannig tekst höfundi að varpa skemmtilegu og frumlegu ljósi á kunnuglegt umhverfi og búa til persónur sem eru hálf-galnar en lýsa samt um leið tilfinningum og vangaveltum sem flestir kannast vel við. Það er líka ákveðið „tvist“ í sögunni sem sýnir að höfundur getur leikið sér með aðstæður í frásögn og er flinkur.
Einn mánudagsmorgun í febrúar kom stúlka fjúkandi niður Laugaveginn. Hún bar stjörnurnar á herðum sér og var gerð úr skýjum. Hlátur hennar hljómaði eins og sinfóníur og augu hennar voru gyllt. Hún var viðkvæm og léttari en loftið svo vindurinn varð að tipla á tánum í kringum hana svo hann fyki henni ekki út í tómið. Þennan mánudag, eins og alla aðra daga, var Laugavegurinn troðinn. Stúlkan fauk hratt framhjá skærklæddum ferðamönnum sem stóðu í röðum út úr minjagripabúðum. Þeir störðu undrandi í kringum sig líkt og þeir stæðu á tunglinu, aldrei á ævinni höfðu þeir séð jafn litla þjóð sem átti jafn stórfenglegt land. Stúlkan áttaði sig ekki á því hvað þeir voru allir að gera þarna. Hún reyndi að fanga athygli þeirra en þeir horfðu í gegnum hana á meðan þeir ræddu saman um íslenska hestinn og eldgosið. Hún hægði ekki á sér fyrr en hún sá drenginn sem kom fjúkandi á móti henni. Hann var gerður úr snjókornum og ilmaði eins og nýslegið gras. Hann var að flauta lag um flugelda. Þau horfðust í augu og það fór að rigna. Rigningin var mjúk og hlý og ferðamennirnir fóru úr vindjökkunum og dönsuðu. Hún sagði honum að hann ilmaði vel og hann brosti. Þegar hann brosti þá stytti upp. Ferðamennirnir hlógu og klæddu sig aftur í vindjakkana. Sólin þurrkaði þá og börnin fóru að suða um ís í brauðformi með karamelludýfu og kurli. Stúlkan sem gerð var úr skýjum fauk samferða stráknum inn á kaffihús og þau drukku mjólkurhristing með tveimur rörum. Sellóleikari sem sat úti í horni spilaði lagið um flugeldana aftur og aftur. Á kaffihúsinu voru engir ferðamenn. Bara stúlkan, strákurinn og sellóleikarinn. Þau sátu á litlu borði við gluggann en sáu ekki út. Þykk gluggatjöld hleyptu sólinni ekki inn fyrir veggina en það skipti ekki máli. Þúsund stjörnur skinu í staðinn í augum hennar og lýstu upp kaffihúsið. Á borðinu sat kerti sem varpaði skugga á andlit hans. Öll hans einkenni urðu augljósari og augu hennar glitruðu þegar hún horfði á hann. Hún tók eftir kinnbeinunum sem römmuðu inn andlitið og dáðist sérstaklega að liðuðu hárinu sem huldi annað augað. Henni fannst hjörtu þeirra slá í takt. Þegar hún teygði sig í mjólkurhristingin snerti hún hönd stráksins og roðnaði. Hún leit undan og fór að tala um tunglið. Hann þurrkaði sér um munnvikin og horfði á eftir ljóshærðu brosi í blómakjól sem beygði til vinstri inn húsasund. Þegar komið var að því að borga fauk hún á undan honum að afgreiðslumanninum og borgaði mjólkurhristinginn. Þegar hún leit við sat hann enn og horfði út um gluggann. Á leiðinni heim greip hún í tómt þegar hún ætlaði að grípa í hann. Hann hafði beygt til vinstri inn húsasund. Þegar hann fauk framhjá heimili brossins roðnaði hann og leit undan af því brosið stóð við gluggann. Hann fauk heim með fiðring í maganum og hugsaði um blómakjól brossins og ljósu lokka þess. Hann ímyndaði sér hve undursamlegt það væri að heyra brosið hlæja og hversu unaðslegt það væri ef þau gætu bara haldist í hendur. Eftir stóð stúlkan sem gerð var úr skýjum og velti fyrir sér hvað hún hafði gert rangt.
28
María Ramos
- BENEVENTUM -
Sagan lýsir tilfinningalífi ungs manns sem hefur talsverðar væntingar til lífsins. Sjálfsmynd hans er enn ómótuð – en hann virðist vinna hörðum höndum í því að móta hana og endurmóta. Við fáum að fylgjast með hugrenningum hans á meðan hann bíður eftir deitinu sínu á kaffihúsi. Sagan er um margt lík sögunni Stúlkan sem gerð var úr skýjum og er þess vegna gaman að lesa þessar tvær sögur saman. Í sögunni varpar höfundur kunnuglegu ljósi á hversdagslegar aðstæður sem hann lýsir vel en einnig á frumlegan og einlægan hátt. Höfundur hefur gott tak á tungumálinu og kann að nýta það vel til að koma myndum og tilfinningum á framfæri. Í sögunni er líka ákveðin stígandi sem gefur til kynna að höfundur hafi góða tilfinningu fyrir sagnagerð.
Klukkan var þrjú. Ég var í nýlökkuðum skóm og stífpressuðum buxum. Hún var kannski í purpurarauðum kjól eða snjáðu gallapilsi. Hún var ef til vill með bláan borða í hárinu eða í gömlum strigaskóm. Ég lyktaði eins og Abercrombie og Fitch verslun á góðum degi. Ég fann varla lykt af kaffi eða nýbökuðum frönskum vöfflum, ég var að kafna í sjálfum mér. Hún bar líklega með sér keim af nýslegnu grasi eða skornum appelsínum. Eflaust var blik í augum hennar, ef til vill gat ég séð lífið sjálft endurspeglast í þeim. Ég var rauður í framan. Nokkrir lokkar af dumbrauðu hári féllu fram á svitablautt ennið. Ég hóstaði í gaupnir mér, strauk hárið frá augunum og smávegis svita burt í leiðinni. Hún valhoppaði líklega léttstíg eftir götunni, rjóð af útiveru og heilbrigði, hamingjusöm. Klukkan var korter yfir þrjú og það var laugardagur. Vorsólin skein inn um glugga kaffihússins, yljaði umkomulausum kaffiunnendum í streði síðustu skóladaganna. Hún renndi geislum sínum undir húðina, gegnum líkamann og inní sálina á ungu listafólki sem legið hafði í dvala vetrarlangt. Hún var velkomin, sólin var eina stúlkan sem smeygði sér undir skinn okkar allra óáreitt. Klukkan var tuttugu mínútur yfir þrjú . Ég strauk lokkana frá augunum í þriðja skiptið og renndi þeim yfir dagblað gærdagsins sem lá á borðinu. Ég skildi hvorki upp né niður í því sem stóð á síðum blaðsins, bókstafirnir láku saman í eina stóra stafasúpu, runnu í taumum út af pappírnum og niður á gólfið fyrir fótum mér. Klukkan var tuttugu og sjö mínútur yfir þrjú og ég tók eftir því að blaðið var á hvolfi. Það kom stúlka í purpurarauðum kjól og spurði hvort það mætti bjóða mér að panta. Ég var næstum búin að grípa um hendur hennar og biðja hana að setjast hjá mér, hún líktist stúlkunni minni þegar vorsólin skein í bakið á henni. Hún var rjóð í framan og glöð í bragði, enda mikið að gera á kaffihúsinu, sólin sendi fólkið af stað og það endaði hér hjá henni í purpurarauða kjólnum. Ég pantaði ekkert að venju og sagðist vera að bíða eftir stúlku. Stúlkan mín var örugglega í snjáðu gallapilsi. Hún skar sig úr og var aldrei eins og hinir, það áttu of margar ungar stúlkur purpurarauðan kjól. Klukkan var hálf fjögur. Vorsólin skein enn og færði geisla sína varlega vestar á himininn. Sálarlausir rithöfundar í leit að upptendrun fóru á stjá og settust að venju þar sem sólin skein sem minnst. Þeir voru þeir einu sem komu með mótbárur gegn innrás sólarinnar í friðhelgi mannsins. Þeir lifðu fyrir og í skugganum, sálarlausir en þó erindrekar alls þess er talið er sálarlegt í þessum heimi. Klukkan var korter í fjögur og ég pantaði mér kaffibolla og franska vöfflu. Ég sneri blaðinu við, skóflaði stafasúpunni upp af gólfinu og hellti henni á ný yfir auðar blaðsíðurnar. Stúlkan í purpurarauða kjólnum brosti til mín og sólin yljaði okkur báðum. Stúlkan mín hafði líklega tafist. Kannski hafði hún gleymt að bera út blöðin um morguninn eða að þrífa gluggana í hádeginu. Kannski þurfti hún að slá grasið eða veiða býflugur í garðinum. Klukkan var fjögur og ég stóð upp og blés hárið frá augunum. Ég stakk blaði gærdagsins undir höndina og burstaði súpuslettur af öðrum lakkskónum. Ég þakkaði stúlkunni í purpurarauða kjólnum fyrir kaffið og veifaði rithöfundinum í horninu í kveðjuskyni. Stúlkur eins og stúlkan mín áttu það til að gleyma sér. Hún yrði komin á undan mér næst, vertu viss! Stúlkur eins og stúlkan mín máttu skilja drengi eins og mig eftir eina á kaffihúsi í vorsólinni eins og oft og þær vildu. Stúlkan mín var fegurðin, ástin og eilífðin, stúlkan mín var vonarglæta, sú eina sem ég átti. Hún var eins og sólin, smeygði sér undir skinnið á mér og inní sálina og sálin tók henni opnum örmum. Hún var bara frábrugðin sólinni að því leyti að hún yfirtók sál mína að sumri sem og vetri, degi sem og nóttu. Fyrr en varði var stúlkan mín hluti af sál minni og sálin skildi mig aldrei eftir einan á kaffihúsi. Hanna Þráinsdóttir 29
- BENEVENTUM -
Þessi saga er um margt athyglisverð. Sérstaklega stíllinn kannski. Hann er mjög knappur og nákvæmur. Höfundur hefur greinilega gott vald á því að lýsa hugsunum og líðan. Hann virðist þegar vera byrjaður að þróa sinn eigin stíl sem er flottur. Ég heyri eiginlega tónlist þegar ég les þennan texta. Þessi höfundur er örugglega líka góður í að semja flotta lagatexta því stílinn hans er svo dásamlega knappur en um leið lýsandi.
Hún hét Gló. Hvað um hana? Heyrt hef ég að henni þyki kisur sætar, og lykt af sól góð. Hún datt í hálkunni um daginn. Hún hló líka. Hvað meir? Stundum kallar náttúran á hana, en oftast fer hún í hælaskó. Skellirnir bergmála asnalega á malbikinu. Uppistand á jörð sem er að kafna. Vill hún? Ég vil kaffi með karamellu, ég vil sólgleraugu í sól. Er að verða uppiskroppa með fegurð. Hann er reiður. En. Vítahringur. „Do your homework“. Hún puntar sig, smyr á sig alls konar smyrsl með misaðlaðandi lyktum. En, þetta er fyrir bestu, því verri lykt því meiri virkni, þá er innihaldið nefnilega náttúrulegra. Nær náttúrunni. Við þurfum krem til að minnka bilið á milli móður okkar náttúrunnar. Gling Gló vill einhvers konar frið. Frá mömmu og pabba, frá Ívari. Hvorum Ívari? Hún rennir af sér fitunni, sleninu og skýtur burtu öllum óhreinindum gærdagsins. Klappar sér á öllum stöðum þar sem konur hafa oftast fitu. En ekki hún, nei, alls ekki. Bestu gen í heimi. Hrokinn farinn þó. Gott, það var fyrir bestu. Atferlismeðferð borgar sig. Annars hefði hún aldrei komist á toppinn. 17 ára hafði hún nefnilega staldrað við í heimsins óvissu og skilið hvað skipti hana mestu máli. Sleppt beislinu. Beislinu sem samfélagið gaf henni í vöggugjöf. Lagði á hana með glotti á vör. Viltu vita meira? Hún hoppar um, fyrst nakin, svo í nærbuxum, en á brjóstunum. Þuklar þau. Kyssir þau í huganum. „Takk fyrir að vera svona lítil. Ég er best. Nei, nei, stoppaðu, ekki hugsa svona.“ Hún blæs út um nefið og horfir á sig í speglinum. Augnaráðið starandi. Falleg augu. Klikkun í aðsigi. Falleg klikkun. Hárið skín eins og gull í sólinni sem fyllir íbúðina einnig af ljósi og hitar loftið og gefur því íbúðinni ákveðna lykt. Hlýja. Vorlykt. Hún dansar um íbúðina, elskandi sjálfa sig í vorinu. Dáist að rykinu sem geislarnir hafa komið upp um. Svo fer hún í sokkabuxur. Girðir þær langt upp fyrir mitti. Fer í þunnan brjóstahaldara. Hreyfingar hennar eru rólegar, næstum virðulegar, þegar hún teygir sig í rjómahvíta silkiblússu, og fallegt og grátt, þunnt, hnésítt pils. Klæðir sig í með hugann við fegurð. Myndar síðan stút með vörunum, kiprar augun, eilítið ergileg. Stóri spegillinn endurspeglar lítinn krakka, sem er við það að fá frekjukast. „Nei, nei, nei, ekki þetta, ohh!“ Hún slítur af sér spjarirnar með kökk í hálsinum. „Þetta er ekki rétt fyrir í dag. Mér líður kjánalega“ Í staðinn fer hún í þröngar, svartar buxur, hvítan hlýrabol, og fágaðan og stuttan, brúnan jakka, með axlapúðum. „Svona. Nú er ég ekki að reyna neitt.“ Þórey Nína Pétursdóttir
30
- BENEVENTUM -
Höfundi tekst að lýsa undarlegum aðstæðum sem minna lesanda á atriði úr kvikmyndum leikstjórans David Lynch. Sögusviðið er mjög frumlegt en um leið fléttar höfundur því saman við hversdagslegar raunir: „Ég var aumur í rófubeininu eftir snjóbrettaferð síðustu helgar“, hugsar aðalpersónan á meðan dökk kona í kufli virðist allt að því vera að dáleiða hana – og drepa. Sagan gæti í raun einnig verið atriði í kvikmynd. Og myndi virka vel sem opnunar-sena.
Ég rölti kæruleysislega eftir gangstéttinni, leit rólega í kringum mig áður en ég skáskaut mér inní húsasundið milli ilmkertabúðarinnar og víetnömsku matvöruverslunarinnar. Ég herti sporið þangað til ég kom að hvítmálaðri timburhurð við enda sundsins. Í augnhæð, fyrir miðju, stóð stórum stöfum „mrityu.“ Dauði, það þýddi dauði. Ég var handviss um það. Ég tók í hurðarhúninn. Það var ólæst, hurðin opnaðist út. Í dyragættinni héngu perlulögð gluggatjöld, þessi sem voru svo vinsæl á hippatímabilinu, í öllum regnbogans litum. Ég steig yfir þröskuldinn og skaut mér inn á milli þráðanna. Hurðin lokaðist að baki mér. Yfir herberginu lá rauðgul birta, eins og límt hefði verið yfir öll ljósin með appelsínugulum músastigapappír. Úr fjarska barst lág hugleiðslutónlist, ég fann lykt af tandoori kjúklingi. Mér leið eins og ég hefði gengið beint inní kynlífssenu í ódýrri Bollywood mynd. Það hvíldi einhver Kama Sutra blær yfir þessu öllu saman. Ég gekk áfram eftir ganginum sem sveigði fljótlega í 90 gráðu horn. Um leið og ég kom fyrir hornið sá ég að á móti mér gekk ung kona. Hún var dökk yfirlitum, með tindrandi brún augu, klædd fölbleikum kufli. Hún heilsaði mér með handabandi, án þess að segja orð. Hún leiddi mig lengra inn eftir ganginum og stoppaði ekki fyrr en við komum að annarri dyragætt. Þessi var án hurðar, án perlulagðra gluggatjalda. Herbergið var í meðallagi stórt, gólfið þakið pastellituðum púðum. Hún gekk á undan mér inn, settist á gólfið fyrir miðju og muldraði hljóðlega „swaagat“ niður í hálsmálið á kuflinum. Hún bauð mér að setjast á móti sér. Ég skimaði hratt yfir herbergið í leit að stól. Ég var aumur í rófubeininu eftir snjóbrettaferð síðustu helgar, en það voru ekkert nema púðar í boði. Hún horfði beint í augun á mér. Ég fór hjá mér, en þorði ekki að líta undan. Hún tók um hendur mínar án þess að slíta augnsambandið, dró seiminn og muldraði lágt „om shanti om, om shanti om.“ Ég gafst upp og sleit augnsambandinu, skimaði í kringum mig í herberginu. Á því voru engir gluggar, engin önnur útgönguleið en dyrnar sem við komum inn um. Hún hélt muldrinu áfram, þetta minnti skuggalega mikið á einhverja brjálæðislega helgiathöfn. Ég hitnaði í framan þegar ég fann að hún hafði enn ekki slitið af mér augun. Mig dauðlangaði að kippa að mér höndunum til þess eins að geta hneppt frá efstu tölunni á skyrtunni. Mér leið eins og einhver tæki mig kverkataki og þrengdi það örlítið fyrir hvert „om shanti om.“ Skyndilega hætti hún að muldra. Ég leit spyrjandi aftur í augu hennar, ók mér aðeins til á gólfinu. Rófubeinið mótmælti hverri hreyfingu. Svo hóf hún upp raust sína á nýjan leik. Nú var raddstyrkurinn meiri, tónninn ákveðnari, orðin önnur: „mukti, vimukti, vimoksha, moksha“ aftur og aftur. Hver sem hélt mér kverkataki varð ákafari, þrengdi gripið og þrýsti þumlunum á barkarkýlið. Ég tók andköf, mér sortnaði fyrir augum og fannst herbergið kollvarpast. Mukti. Ég barðist við að ná andanum en það var eins og herbergið hefði verið lofttæmt. Vimukti. Ég sparkaði út í loftið, rófubeinið æpti af sársauka. Vimoksha. Síðan birti til og myrkrið vék fyrir appelsínugulu ljósi. Ég dró andann djúpt, slakaði á vöðum, hjartslátturinn róaðist. Loks fann ég að hún sleppti höndum mínum úr greipum sér hægt og rólega. Rauðgult ljósið fyllti skynfærin öll. Ég fann lyktina af því, heyrði óminn af því og það blindaði augu mín. Ég fann hvernig ég leið hægt og rólega útúr líkamanum, fann ekki lengur fyrir sárkvöldu rófubeininu. Ég sá, gegnum ljósgeislana, líkama minn falla máttlausan til jarðar, sá hana loka augum hans rólega og setjast svo aftur í sömu stöðu og áður. Moksha. Loks byrgði ljósið mér sýn og ég sá að lokum ekkert nema það eitt. Mrityu. Hanna Þráinsdóttir 31
- BENEVENTUM -
Fá k l æ t t f ó lk eftir Hrefnu Björgu Gylfadóttur Fyrirsætur: Jóhanna Rakel Jónasdóttir Kristján Steinn Kristjánsson
32
- BENEVENTUM -
33
- BENEVENTUM -
34
- BENEVENTUM -
35
- BENEVENTUM -
36
- BENEVENTUM -
37
- BENEVENTUM -
38
- BENEVENTUM -
39
- BENEVENTUM -
Að umgangast blinda Ég heiti Iva Marín Adrichem og er busalingur hérna í skólanum. Ég er að reyna að ryðja brautina í mannréttindum fatlaðs fólks og er m.a. formaður Ungblind, (ungmennadeildar Blindrafélagsins). Á Lagningardögum hélt ég fyrirlestur sem mig hafði lengi langað til að halda. Hann hét „Að umgangast blinda“ og sagði frá reynslu minni og annarra blindra einstaklinga af viðbrögðum samfélagsins gagnvart blindu og fötluðu fólki almennt. Ég frétti að marga hefði langað að koma á fyrirlesturinn en komust ekki og því þykir mér við hæfi að birta hér stytta útgáfu af honum. Mismunandi gerðir fordóma Margir verða fyrir fordómum á lífsleiðinni en þó mismikið. Stundum eru fordómarnir jákvæðir og stundum neikvæðir. Jákvæðir fordómar sem blint fólk verður gjarnan fyrir eru t.d. ofurhetjustimplun. Margir hafa fengið fræðslu um „upplifun blindra af heiminum“. Hún felst m.a. í því að bundið er fyrir augun á fólki og það látið labba með hvítan staf niður eða yfir umferðargötu. Svona fræðsla er algjörlega ómarktæk því auðvitað dettur engum í hug að fara með manneskju, sem raunverulega missir sjónina, samdægurs út á götu og segja henni að bjarga sér. Að hafa ekki séð í langan tíma og að sjá ekki í tíu mínútur er alls ekki sambærilegt og þessi aðferð við að fræða fólk veldur því oft að það fer heim til sín, lokar augunum og hugsar um það hvers konar helvíti blinda fólkið þurfi að upplifa. Þessi hugsunarháttur leiðir af sér frekari fordóma sem byggjast á því að blinda fólkið er svo ógeðslega duglegt, jafnvel þegar 40
- BENEVENTUM -
það fer í Bónus og í sturtu vegna þess að fólk veit að þetta hefði það ekki getað þegar það var með bundið fyrir augun í tíu mínútur. Þessi hetjuhugsunarháttur er í rauninni bæði jákvæður og neikvæður því oft heldur fólk að blindir heyri í gegnum holt og hæðir og séu lyktnæmari en hundar. Það neikvæða er hins vegar að það má ekkert segja eða gera án þess að vera bara talin dugleg lítil hetja. Það hamlar fólki mikið og brýtur niður sjálfstraust þess að vera aldrei metið af verðleikum. Blinda og snerting Önnur míta sem margir virðast hafa um blint fólk er að það hafi brennandi þörf fyrir að káfa á öllum sköpuðum hlutum. Ég hef alla vega oft lent í því að fólk ætlast hreinlega til að ég snerti hluti eða það sjálft og ef ég neita verður þetta fólk oft móðgað og gefur í skyn að ég hafi verið ókurteis. Mér finnst rosalega leiðinlegt að ætlast sé til að ég sé kurteis með því að þreifa á t.d. andlitinu á fólki eða einhverju sem mér þykir bara ógeðslegt. Einnig virðist það algengt að fólk haldi að það geti snert mig hvar sem er og hvernig sem er án þess að það þyki fara út fyrir félagsleg viðmið. Sumum finnst allt í lagi að draga mig áfram eins og illa gerðan hlut, strjúka mér um andlitið, laga fötin mín eða gera eitthvað þaðan af verra, og nú er ég að tala um fólk sem ég þekki lítið sem ekkert. Ég veit ekki af hverju þetta er svona en nærtækasta skýringin er sú að margir hafi séð svona framkomu við blinda einstaklinga, t.d. í sjónvarpinu. Þar sést stundum blint fólk sem káfar á öllu og öllum og allir mega að sama skapi snerta blinda fólkið. Og að sjálfsögðu er allt þetta
sjónvarpsefni skrifað og skapað af fólki með fulla sjón, fólki sem dreifir mítunum áfram. Allt þetta snertingardæmi hefur valdið því að ég er orðin mjög snertifælin og á það til að verða hrædd eða bregðast reiðilega við þegar fólk snertir mig. Hvað geta blindir og hvað ekki? Blindir einstaklingar eru misjafnir, eins og allir aðrir sem tilheyra samfélagi mannanna. Það eina sem þeir eiga raunverulega sameiginlegt er að geta ekki notað sjónina. Oft fylgja blindu ýmsar viðbótarskerðingar og svefntruflanir en það er þó alls ekki algilt. Ég hef sagt að allir geta gert nánast allt sem þeir vilja svo lengi sem áhuginn og áhugi samfélagsins fyrir þátttöku þeirra er fyrir hendi. Allt blint fólk ætti að geta átt mjög eðlilegt líf. Það gengur í skóla og lærir í gegnum tölvur og á punktaletri. Utan skóla sinnir það áhugamálum sínum, hver sem þau eru, og hittir vini sína. Þó eru sorglega margir blindir einstaklingar sem eru óvirkir í félagslífi, fyrst og fremst vegna þess að samfélagið hefur gefið þeim skilaboð um að þeir séu ekki velkomnir og geti ekki tekið þátt í neinu án þess að það sé vesen. Það er ekkert vesen að hafa fjölbreytta hópa í leik og starfi ef einstaklingar eru bara sveigjanlegir og koma til móts við þarfir hvers annars. Ég er fjölskyldunni minni óendanlega þakklát fyrir að hafa gefið mér frjálst uppeldi, leyft mér að detta og meiða mig og gera mistök. Svo hefur hún hjálpað mér að ná árangri í því sem ég er góð í og hefur stutt mig í gegnum þetta fatlandi samfélag. 41
- BENEVENTUM -
Spurningar fólks á fyrirlestrinum Á fyrirlestri mínum á Lagningardögum mátti fólk grípa fram í fyrir mér og spyrja um það sem því lá á hjarta. Sumum þessara spurninga er ég nú þegar búin að svara, t.d. varðandi námsgögn og annað slíkt. Upp komu afar skemmtilegar vangaveltur varðandi ákveðna spurningu. Stúlka, sem vinnur í Bónus, sagði frá því að hún hefði fengið fyrirmæli um að bjóða fólki, t.d. fötluðu fólki og öldruðum, aðstoð sína, bjóða því t.d. að setja vörurnar fyrir það í poka og annað slíkt. Hún hafði lent í því að fatlað fólk brást illa við þegar hún bauð fram aðstoð og bað hún mig um ráðleggingar varðandi þetta. Þetta getur verið mjög flókið mál því fatlað fólk er alltaf að hitta fólk sem býður því aðstoð. Sumir bjóða reyndar ekki aðstoð heldur beinlínis troða henni upp á þann fatlaða, hvort sem hann þarf á henni að halda eða ekki. Oft er það líka þannig að þegar fatlað fólk afþakkar aðstoð, sem það þarf ekki á að halda, verða þeir sem buðu fram aðstoðina sárir og reiðir yfir því að fá ekki að gera góðverk. Þegar fatlað fólk þiggur aðstoð gerist það oftar en ekki að þeir sem aðstoða gera það með yfirgangi, t.d. með því að hlusta ekki á þann sem það er að aðstoða og vilja ekki sleppa fatlaða fólkinu þegar það þarf og vill ekki meiri aðstoð. Ég sagði samt við þessa manneskju að það væri allt í lagi að spyrja kurteisislega en meta það þó út frá aðstæðum hverju sinni. Ef hún sér að fötluð mann-
eskja er bara í góðum gír er líklegast óþarfi að spyrja hana hvort hún vilji aðstoð. Ef fötluð manneskja er hins vegar sjáanlega í vandræðum ætti ekki að saka að bjóða fram aðstoð sína. Eru sérstakar umgengnisreglur gildandi þegar átt er í samskiptum við blindan einstakling? Ég hef oft fengið að heyra frá fólki, m.a. strák sem ég var að hittta, að hann kynni ekki að umgangast… „fólk eins og mig“, og þá meinar hann auðvitað blinda manneskju. Þetta er án efa besta og mest aðlaðandi pickup línan sem ég hef fengið og sögunni fylgja ekki nánari upplýsingar um örlög þessarar mjög svo rómantísku byrjunar á deiti. Svo ég svari spurningunni: „Hvernig á að umgangast blinda“ hreint út þá ráðlegg ég öllum sem eiga eftir að vera í samskiptum við blindan einstakling að tækla hann bara eins og hverja aðra manneskju. Blindum finnst nefnilega líka gaman að spjalla, hlæja að aulabröndurum og gera allt annað skemmtilegt. Það eina sem ég brýni fyrir ykkur er að þið þurfið að heilsa blinda fólkinu af fyrra bragði og hefja samtalið því augnsamband dugar ekki alltaf. Ég vona að allir hafi grætt bæði á fyrirlestrinum og greininni. Að lokum hvet ég alla til að líta á náungann sem jafningja og vera ófeimna við að taka fólki eins og það er. Fögnum fjölbreytileikanum og blómstrum! Iva Marín Adrichem
Blindum finnst nefnilega líka gaman að spjalla, hlægja að aulabröndurum og gera allt annað skemmtilegt.
42
- BENEVENTUM -
Í dómnefnd sátu: Bragi Valdimar Skúlason Kristín Eiríksdóttir Þórdís Gísladóttir Forlagið veitti verðlaun.
43
- BENEVENTUM -
1. sæti Vigdís Hafliðadóttir Umsögn dómnefndar: „Tyrfnu klæðin“ eru ákaflega ljótt ljóð, formlega séð — og innihaldið eiginlega bara asnalegt, þó það örli fyrir frumlegri hugsun og illa beislaðri sköpunargleði. Aftur á móti: Sá eða sú sem notar tvær kommur til að endurskapa íslenskar gæsalappir, hlýtur undir öllum kringumstæðum að sigra í ljótuljóðakeppni sem þessari og tapa í lífinu.
Tyrfnu klæðin Rafrænir reikningar birgja ábyrgðina gleggri gæði. Restin, innir aðsókn í venjur uns hún brýst fram beisk og hæð. Hyllin gaf metnað í margþætt 7%, innbyrðis yfirsýn. Alls kyns nánd daðrar hærra en hinir og skuldastaðan sparar í stöðlum. Margþættirnir krafta og syngja með þeim öllum Fyrsta skrefið stefnir sjónum í Viaplus. ,,Snúið ykkur að veruleika fólksins!“ greiðir rjóðrið, hnökralaust. Ef Kristur beraði sig kúrinn og miskabætur miskunnarinnar inntóku uppkvaðninguna, skapaði þá festan tökin? Svarið er augljóst.
2. sæti Hera Magdalena og María Ramos Umsögn dómnefndar: Þetta set ég í annað sæti. Semjandi ljóðsins fær stóran plús fyrir að geta komið orðunum unaðslegt og ómótstæðilegt inn í ljóð um mann með þykkar augabrúnir og mislukkaða hárgreiðslu.
44
Man bun Það er eitt sem mér finnst alveg frábært það er eitt sem mér finnst unaðslegt þegar strákur með þykkar augabrúnir fær lánaða teygju hjá litlu systur sinni tekur upp axlasítt hárið og setur það í misheppnaðan snúð það finnst mér ómótstæðilegt
- BENEVENTUM -
3. sæti Erna Mist Umsögn dómnefndar: Elskaðu mig er einstaklega vont og klisjukennt ástarljóð.
Val ritstjórnar: Eva Hrund Sigurjónsdóttir Umsögn dómnefndar: „Boð frá velvirtum manni“ er óneitanlega ófrýnilegur hroðbjóður. Samhengisleysið, hugsana- og stafsetningarvillurnar, úreltar dægurvísanir og þvinguð meiningin hefðu hæglega getað skilað þessum ófögnuði fyrsta sætinu, nokkuð örugglega. Fagurmótuð lögun kvæðisins hendir því þó rakleiðis aftur niður.
Elskaðu mig Ég elska þig svo því þú ekki mig? ég orti ljóð um þig ELSKAÐU MIG ég hugsa alltaf um þig ætli þú hugsir um mig? Mig dreymdi í nótt um þig hefur þig dreymt um mig? mig langar að eiga þig í búri ELSKAÐU MIG
Boð frá velvirtum manni hann gáfaður hugsandi maður skoða blöðin hvern morgn dökk blíðu hugljúf augun viltu dick?
45
H V Í TA H Ú S I Ð / S Í A – 1 5 - 0 5 0 9
- BENEVENTUM -
með kalt á hreinu
46
Léttmjólk
VELKOMIN Í HÁSKÓLA ÍSLANDS
„Ég valdi Háskóla Íslands því hann er framúrskarandi. Kennararnir eru einstakir og aðstaðan í háskólanum er til fyrirmyndar.“ Alma Gytha Huntingdon-Williams, jarðfræði
YFIR 400 SPENNANDI NÁMSLEIÐIR Í BOÐI Í HÁSKÓLA Í FREMSTU RÖÐ
PIPAR\TBWA
•
SÍA
•
150573
Fjölbreytt félagslíf, sveigjanlegt nám og góð þjónusta. Fyrsta flokks kennsla í alþjóðlegum háskóla og einstakir möguleikar í skiptinámi. Öflug tengsl við atvinnulíf og víðtæk áhersla á þátttöku nemenda í rannsóknum.
Umsóknarfrestur um grunnnám er til 5. júní. www.hi.is
- BENEVENTUM -
Sáttur við Guð og menn Hann situr í leðurbólstraða hægindastólnum sínum og reykir pípu. Orðinn bakveikur og illa leikinn af samfélaginu. Hann situr dágóða stund en stendur svo upp og hóstar sárum hósta, gengur að geisladiskaskápnum og dregur fram Árstíðirnar fjórar eftir Antonio Vivaldi. „Hvers vegna skyldi hóstanum aldrei linna?“ Þegar hann er í þann mund að setja diskinn í tækið er bankað á dyrnar. „Skrambinn, hver ónáðar mig núna?“ Hann fer til dyra og inn gengur sköllóttur maður með svo silkimjúkan og glansandi skalla að hægt er að spegla sig í honum. „Nei andskotinn, ertu þá kominn enn eina ferðina til að kvarta um heilsuna helvískur?“ Hann er grannur og lágvaxinn og á stóru nefi hans hvíla gleraugu með þykkri, svartri umgjörð. „Hann Þorsteinn dó í nótt“ segir djúp og rám rödd mannsins. Rödd hans minnir helst á Tom Waits en í útliti er hann eins og blanda af Woody Allen og Dr. Phil. Þetta er Tómas í kjallaranum. Þorsteinn hafði verið vingjarnlegur og hamingjusamur bóksali sem bjó í blokkaríbúð í húsinu við hliðina. Hann var orðinn gamall þegar hann dó. Konan hans hafði orðið bráðkvödd tveimur árum áður en hafði verið lungnaveik í mörg ár. Einkasonur þeirra vann í bóksölu föður síns og ætlaði að taka við rekstrinum þegar faðir hans félli frá. Foreldrar Þorsteins höfðu verið fátækir kartöflubændur, búsett í Eyjafirði. Unnu daginn út og inn en virtust ár eftir ár ekki hagnast nægilega á uppskerunni. Margrét, móðir Þorsteins skildi aldrei hvers vegna. Kristján, faðir Þorsteins taldi henni trú um að jarðvegurinn væri bæði rýr og næringarsnauður og byði því ekki upp á sömu gæðauppskeruna og jarðvegurinn hjá bændunum hinum megin í firðinum og sú væri ástæðan fyrir því lága verði sem kaupmaðurinn í Reykjavík borgaði þeim fyrir kartöflurnar. Þessu trúði Margrét ávallt og keypti það skuldlaust að grösin væru grænni hinum megin. Þau höfðu aldrei efni á nýrri jörð. Þorsteinn komst að því löngu seinna að ástæðan var ekki ófrjó jörð heldur drykkja föður hans sem hann virtist geta falið svo vel. Fór í hverjum mánuði til Reykjavíkur í eina viku í senn með kartöflur eða annan varning og nýtti hverja ferð til að hjálpa lesblinda kaupmanninum með launaseðlana og bókhaldsvinnu ýmiss konar. Hann taldi eiginkonu sinni allavega trú um það. Hann fór auðvitað bara til að 48
- BENEVENTUM -
drekka brennivín og stunda miðbæjarskemmtanalífið. Í það fóru tekjur fjölskyldunnar um árabil. Þorsteinn var um sautján vetra þegar hann fékk að fara til Reykjavíkur í fyrsta skipti með móður sinni. Þá hafði Kristján ekki látið sjá sig í Eyjafirði í tvær og hálfa viku. Margrét hafði hringt í Sigurlín systur sína sem bjó í Reykjavík og spurt hana um Kristján en hún hafði ekki orðið vör við hann. Þau tóku rútuna til Reykjavíkur morguninn eftir. Þegar þau komu í borgina fóru þau til Sigurlínar og gistu þar. Daginn eftir fór Margrét til sýslumannsins og spurði um föðurinn sem virtist vera gjörsamlega horfinn. Sýslumaðurinn hringdi stutt símtal og greindi þeim svo frá því að ekki væri vitað um ferðir mannsins. Margrét skrifaði niður skýrslu með upplýsingum um eiginmann sinn og gekk svo í þau hús sem hún þekkti til í á meðan Þorsteinn beið ringlaður heima hjá Sigurlín. Margrét kom seint heim og grét alla næstu nótt. Leitin hafði ekki borið neinn árangur. „Af hverju við? Hvað höfum við gert til að verðskulda þetta!?“ Þorsteinn var andvaka fram á rauða nótt en sofnaði þegar gráti móðurinnar linnti. Sorg hennar varð ekki sefuð. Svo mikið hafði hún elskað eiginmann sinn. Batnandi mönnum er best að lifa en Kristján fannst aldrei, enda ekki batnandi þegar hann týndist. Þorsteinn fékk vinnu hjá Einari útgerðarstjóra á Dalvík þar sem hann lærði að vinna fyrir sér. Hann fékk fljótt áhuga á ljóðabókum og keypti bækur eftir Davíð Stefánsson frá Fagraskógi og Einar Benediktsson. Einn daginn var Þorsteinn í basli við að yrkja ljóð, hann langaði að verða skáld eins og Davíð og Einar. Það gekk hægt, honum datt ekkert í hug og allt sem hann skrifaði fannst honum klisjukennt og innihaldslaust. Hann hrinti öllu af skrifborðinu sínu í einni hreyfingu, greip veiðistöngina sína og þaut út í reiðikasti. Hann fann frið í því að sitja á viðarbryggjunni við sjóinn sem stóð í kílómetrafjarlægð frá heimili hans og veiða í kvöldgolunni. Þegar hann lagði af stað heim meðfram sjónum seinna um kvöldið hafði hann ekki veitt einn einasta fisk og var heldur fúll í skapi. Á göngu sinni sá hann eldri mann í þvældri lopapeysu sem sat og veiddi. Maðurinn heilsaði honum vingjarnlega, hann hafði séð hann nálgast úr fjarlægð í friðsælli kveðju kvöldsólarinnar. Við hliðina á manninum spriklaði litríkur makríll. Þorsteinn spurði hvernig í ósköpunum honum hefði tekist að veiða makríl sem veiddist nær aldrei í sveitinni né nokkurs staðar á landinu. Maðurinn svaraði ekki í fyrstu en sagði svo: „Hvernig kaupir maður útgerðarfélag?“ Þorsteini fannst þetta flókin og tilgangslaus spurning. Hann sagðist ekki vita það. Þá sagði maðurinn: „Maður heimsækir einfaldlega þann sem á útgerðarfélagið og spyr hvort það sé til sölu, sjáðu til ungi maður, til þess að ná fram þínu skaltu aldrei nokkurn tímann einblína á vandamálið, einblíndu ávallt á lausnina og þá muntu uppskera, hvernig veiðir maður makríl? Ætli það sé ekki einfaldlega heppni? Heppni fylgir þeim sem hjálpa sér sjálfir.“ Þetta var stór biti að kyngja fyrir Þorstein en hann þakkaði manninum þó fyrir og kvaddi. Hann gleymdi aldrei orðum mannsins. Dagur rann á ný og Þorsteinn vaknaði. Hann settist við skrifborðið og viti menn! Hann orti ljóð. Það var samt ekkert spes, rímaði hvorki né hljómaði áhugavert á nokkurn hátt. Innihaldslaust og óspennandi. Það var þá sem hann áttaði sig á að hann var ekki fæddur til að vera ljóðskáld, algjörlega laus við alla skáldagáfu. Hann einblíndi samt alltaf á lausnina frá og með þessum degi í hverju sem var og endaði sem efnaður bóksali með eigin rekstur. Hann einbeitti sér alla tíð að því að verða ekki eins og faðir hans hafði verið, sveik ekki nokkurn mann, var heiðarlegur og auðmjúkur við alla. Hann einbeitti sér jafnframt að því að verða ekki eins og móðir hans sem lá dögum saman í þungum þönkum yfir því sem liðið var og sóaði nútíðinni í fortíðina. Hann einbeitti sér að því að rækta eigin garð, snyrta hann og reyta illgresið frekar en að ágirnast gras nágrannans. „Hvernig drapst hann, helvískur?“ spurði maðurinn með pípuna. „Hann var orðinn svo gamall greyið, sofnaði bara í gærkvöldi og vaknaði ekki aftur, hann dó allavega sáttur við Guð og menn”. Baldvin Snær Hlynsson
49
- BENEVENTUM -
L
ór stj eik
Karlar Konur
n
r nd Ha
it Kv
a tak da n y ikm
st nli Tó
jó Hl
n nu ön h ð
L
d* yn m k ei
*
K
* ing p p li
Kynjahlutföllin í kvikmyndaiðnaðinum eru vægast sagt ömurleg. Þetta súlurit hér að ofan sýnir hlutfall milli kvenkyns og karlkyns listrænna stjórnenda í íslenskum kvikmyndum árið 2014. Við fyrstu sýn lítur þetta út fyrir að gefa bara upp fjölda karla í þessum iðnaði en við nánari athugun sést að það sýnir fjölda kvenna líka, fjöldinn er einfaldlega núll í flestum tilfellum. Erum við ekki lengra komin í jafnréttismálum en þetta? Það þarf að grípa til aðgerða, og það strax. Það þarf að setja kynjakvóta á styrkveitingar. *Í báðum tilfellunum þar sem kona er skráð fyrir leikmynd eru bæði kona og karl skráð. **Í öðru tilfellinu þar sem kona er skráð sem klippari eru bæði kona og karl skráð.
50
- BENEVENTUM -
Kynjahlutföll í kvikmyndaiðnaðinum Stuttu áður en Eddan 2015 var haldin tók Kristín Atladóttir frekar en hitt? Af hverju fá ungar stúlkur sem stefna að því að saman tölur um kynjahlutföll í kvikmyndaiðnaðinum á Íslandi. leikstýra bíómyndum svona ótrúlega fáar fyrirmyndir hér á Niðurstöðurnar voru vægast sagt uggvekjandi. Þar kom í ljós að landi? Af hverju eru lang flest handrit sem verða að bíómynd í þeim sjö kvikmyndum í fullri lengd sem voru gerðar á árinu skrifuð með karlkyns aðalpersónu í huga? var engin kona sem fékk að leikstýra, skrifa Kynjakvótinn sem tekinn var upp í Gettu handrit, sjá um kvikmyndatöku, tónlist né betur gekk eins og í sögu. Í úrslitaviðureignhljóðhönnun. Á meðan voru þrettán menn inni í ár voru þrjár stelpur og þrír strákar. ráðnir til þess að sjá um handritsskrif, Fullkomið jafnrétti. Ég hef heyrt sögur af tíu menn í leikstjórn og sjö menn í tónungum systrum samnemenda minna sem list. Er það til of mikils ætlast að finna eina hafa verið spurðar hvort þær langi ekki einmúsíkalska konu hér á landi, hvað þá konu hvern tímann að keppa í Gettu betur og hafa sem kann að skrifa handrit? svarað því að þær hafi haldið að þetta væri Auk þess er það sjokkerandi hvað hlutfallið bara fyrir stráka? Eins og staðan er núna milli karl- og kvenkyns aðal- og aukaleikara stefnir kvikmyndaiðnaðurinn í sömu stöðu í íslenskum bíómyndum er ójafnt. Árið 2014 og Gettu betur var í fyrir kynjakvótann. Á voru sextán karlar ráðnir í aðalhlutverk en endanum mun engin kona fara í nám til að aðeins fimm konur og fjörutíuogþrír karlar verða leikstjóri, handritshöfundur eða eða í aukahlutverk en fimmtán konur. Ég held læra kvikmyndatöku af því að þær sjá einað það sé alveg bókað mál að það sé tengfaldlega ekki fyrir sér nein atvinnutækifæri, ing á milli þess að aðeins karlar fái tækifæri þessi iðnaður er greinilega ætlaður körlum til að skrifa handritin og að tæplega 75% af og einungis þeim. Fyrst það þurfti svona Konur Karlar öllum leikurum sem ráðnir eru í þær kviklítið til að gjörbreyta Gettu betur til hins 6,5 % 93,5 % myndir séu karlar. miklu betra held ég að það sama eigi við um Kynjakvóti á styrkveitingarnar. Það er kvikmyndaiðnaðinn. Skífurit Karlar eru 93,5% af listrænum svarið, það er gullna lausnin við þessu Við hreykjum okkur af því að vera jafnréttstjórnendum kvikmynda árið 2014 á skammarlega vandamáli sem auðveldlega meðan konur eru 6,5%. Í hvaða heimi er isþjóð og höfum oft lent í fyrsta sæti í könnhefði geta verið leyst löngu fyrr. Það myndi þetta bara í lagi? unum um það í hvaða landi ríki mesta leiða til þess að konur og karlar fengju jafnréttið og hvar sé best að vera kona. BBC nákvæmlega sömu tækifæri til að láta til sín taka. Það hljómar og Agenda World Economic Forum hafa meðal annars sett nú bara eins og sjálfsagðasti hlutur sem til er. Af hverju ætti Ísland í fyrsta sæti í þeim málum. Af hverju viðgengst þá þetta annað kynið að fá meiri möguleika á að láta drauma sína rætast óréttlæti? Jara Hilmarsdóttir
51
- BENEVENTUM -
a k s l E R A G N I Á H M M E ! I F F A K TE &
52
- BENEVENTUM -
Í kaffi hjá kennurum
Þar sem við fengum svo góðar viðtökur síðast við beiðni okkar til kennara um að fá að koma í heimsókn og fá örlitla nasasjón af þeirra hversdagslífi ákváðum við að endurtaka leikinn. Við kíktum í þrjár heimsóknir og viljum við þakka þeim Halldóru, Hugrúnu og Mumma kærlega fyrir hlýjar móttökur. Jóhannes og Perla
53
- BENEVENTUM -
Halldóra Björt Ewen Íslenskukennari
54
„Mér finnst brjálæðislega gaman að þvo og strauja sem er frekar heppilegt. Það eru bein áhrif frá ömmu. Ég hugsa oft til hennar á meðan ég strauja en ég hugsa líka um margt annað á meðan ég stússast í þvottinum. Ég var oft hjá ömmu þegar ég var krakki og hún var náttúrulega ótrúleg kona og nánast með þráhyggju í þvottamálum. Hún lagði rosa metnað í hreinan þvott, hún þoldi ekki illa þveginn þvott og gerði hlutina eftir sínu höfði. Amma skolaði úr þvottavélinni af því henni fannst vélin ekki skola sápuna nógu vel úr svo það var eiginlega hálfur vinnudagur, ein þvottavél. Þetta elst ég upp við og sé bara: Það er svona sem maður á að þvo!“
- BENEVENTUM -
„Þessi vinna er svolítið þannig að hlutir eins og að hitta fullt af fólki eftir vinnu er eitthvað sem maður hefur ekki þörf fyrir. Maður hittir hundrað manns að meðaltali á hverjum degi svo það mettar þannig séð félagslega þörf. Kannski 100 nemendur sem maður þekkir alla með nafni. Þegar þú kemur heim úr vinnunni langar þig meira að sökkva inn í sjálfa þig og þína nánustu í staðin fyrir að vera í miklu samstarfi og samneyti við fjölda fólks. Ég held að þetta sé algengur atvinnusjúkdómur. Þetta er náttúrulega aðeins öðruvísi en að fara á skrifstofuna þar sem alltaf eru sömu tíu til tuttugu.“
„Það er ekki alltaf hægt að keyra á einhverju sem að gekk vel á síðustu önn. Maður er að kenna ólíku fólki og allt í einu fattar maður að maður þarf að gera eitthvað allt annað en ætlunin var að gera af því að í hópnum er nýtt fólk sem bregst öðruvísi við öllu sem maður segir. Þannig að það virkar ekki alveg að draga bara sömu gulu blöðin úr hillunni. Sem betur fer. Eða því miður, ég veit það ekki. Maður er kannski að kenna sama áfangann í tveimur hópum, sömu önnina. Það er sama ég og það er sama kennsluefnið en maður þekkir engan og það er strax þá sem maður finnur hvað hóparnir eru ólíkir. Það er alltaf einhver, maður veit ekki hver, sem býr til einhverja stemningu. Svo eru kannski í hópnum nemendur sem maður hefur verið með áður en þeir eru kannski allt öðruvísi í öðru samhengi og öðrum hóp. Það er ótrúlega merkilegt og meðal þess sem gerir kennsluna svo skemmtilega.“
55
- BENEVENTUM -
Guðmundur Arnlaugsson Sögukennari og prófstjóri og synir hans: Arnlaugur 6 ára og Hallgrímur 2 ára.
„Facebook er jafn mikill tímaþjófur fyrir mig eins og fyrir nemendur þannig að það getur verið gott að fara fram í borðstofu og taka almennilega törn í að fara yfir próf og verkefni. Ég er alveg Excel-óður, ég set allt upp í Excel.“
„Facebook er jafn mikill tímaþjófur fyrir mig eins og fyrir nemendur.“ 56
- BENEVENTUM -
„Ég er mikið með strákunum mínum en ég syng líka með tveimur kammerkórum, Melodiu - kammerkór Áskirkju og Hljómeyki. Ég er auk þess nýorðinn Suzukiforeldri, sem er mjög skemmtilegt hlutverk. Það er gaman að æfa á fiðlu. G: Veistu í hvaða skóla þig langar þegar þú ert búinn í Laugalækjarskóla?“ A: ... „MR!“ Þess má geta að Arnlaugur hætti síðar í samtalinu að stríða pabba sínum en að sjálfsögðu ætlar drengurinn í MH.
57
- BENEVENTUM -
Hugrún R. Hólmgeirsdóttir Íslenskukennari
„Ég er að syngja í kór sem heitir Ljóti kórinn. Vinkonu mína langaði svo til að stofna lýðræðislegan kór þar sem það er ekki bara einn stjórnandi sem ákveður allt heldur þar sem allir eru með og eru þátttakendur í sköpunarferlinu. Hann hefur verið að þróast í nokkur ár og það er rosalega gaman. Það eru leikstjórar í kórnum og leikarar en líka bara fólk úr öllum áttum; verkfræðingar, læknar og alls konar. Það er oft öðruvísi nálgun hjá okkur á tónverk, við erum t.d. oft með kóreógrafíu í flutningnum. Við komum ekki og syngjum bara, það er alltaf eitthvað aðeins öðruvísi sem er rosa skemmtilegt.“
58
- BENEVENTUM -
„Ég byrjaði að drekka kaffi á fyrsta ári í MH. Ég var náttúrulega búin að vinna á kaffihúsi og allt en ég kunni samt einhvern veginn ekki við kaffi. Það tók alveg tíma, sko. En ég man að ég var eiginlega alltaf í skólanum. Ég var í leikfélaginu, á kóræfingum og síðan vann ég á bókasafninu þegar ég var í götum. Ég mæli reyndar með því að vinna á bókasafninu! Þegar ég var í MH var Sómalía þar sem gamla Sómalíuskiltið er. Hún var rekin af nemendum og útskriftarefnin unnu þar til að safna fyrir útskriftarferðinni. Svo var Litla Sómalía, en nafninu á henni var breytt yfir í Mararþaraborg á meðan ég var í skólanum. Ég málaði semsagt skiltið! Djók, ég málaði það ekki. Félagar mínir gerðu það.“
„Núna er ég í svolitlu átaki, ég er að reyna að bjóða fólki oftar heim til mín í kaffibolla frekar en að guggna á því að halda svakaleg matarboð. Maður missir svo auðveldlega tengsl við vini og kunningja og það getur liðið heilt jólafrí án þess að ég hafi samband við nokkurn, þannig séð. Mér finnst alveg æðislegt að hafa tíma fyrir sjálfa mig eða að sitja með dóttur minni og spjalla eða lesa með henni. En kórarnir eru svona mitt, Mótettukórinn og Ljóti kórinn – ég hitti marga vini mína þar. Ég er samt líka í jazzballet með vinkonum mínum. Þegar við vorum unglingar vorum við margar í jazzballet og núna erum við 15 saman í hóp. Það er svo frábært að geta hitt vinkonur sínar og gert eitthvað svona í stað þess að setjast bara í sófann og gúffa í sig mat og láta hafa mikið fyrir sér. Ég mæli með þessu!“ 59
- BENEVENTUM -
Hauslaus haming ja Klipp. Klipp. Ótrúlegt að það tekur bara eitt handtak. Bara eitt klipp að afhausa þessa fallegu rós. Er hún þá enn rós? Er stilkur eitthvað án höfuðsins? Eða er höfuð eitthvað án stilksins... Fyndið að stilkurinn er það sem er enn þá lifandi. Svona einn og yfirgefinn. Grænn og væskilslegur. En höfuðið. Fallegi útsprungni knappurinn sem við þráum að lifi í hnappagötum annars líflausra jakkafata. Þráum að lifi á stofuborðum okkar og í gluggakistum, er í raun dautt. Það er eins og maðurinn hugsi aldrei til enda. „Börnin skulu ekki slíta upp blómin. Með því að leyfa þeim að dafna fáum við að njóta þeirra lengur.“ Sagði Björn, betur þekktur sem Bjössi á Bjössaróló. En það eru ekki bara börnin sem þurfa að taka þetta til sín. Það er frekar fullorðna fólkið sem neyðist til þess að líta í eigin barm. Líta í eigin barm, fullan af hamingju sem það slítur upp eftir eigin hentisemi. Við mennirnir höfum þróað með okkur einhverja undarlega löngun í særindi. Við viljum að allt gott endi vegna þess að við erum svo hrædd við það sem ekki er forgengilegt. Hlutirnir þurfa að hafa afmarkaða byrjun og afmarkaðan endi. Rétt eins og stjórnarskráin, já eða brauðhleifur. En hvað ef við skerum endana af brauðhleifnum, leyfum okkur að njóta einungis hvítra dúnmjúkra sneiða. Endalauss brauðhleifs. Hvað þá? Ég veit það ekki. Ég veit það ekki því það er ekki leyfilegt. Við mennirnir erum forgengilegir, lífið er forgengilegt.Við erum full af mikilmennskubrjálæði og erum flest viss um að við séum æðsta aflið í veröldinni. Við gerum oft þau mistök að bera önnur dýr saman við okkur sjálf. Við þráum að allt sé sambærilegt við okkur mannfólkið og teljum það hið æðsta takmark. Ég tel að þetta skýri löngun okkar til þess að segja allt forgengilegt, jafnvel heiminn sjálfan. Við þurfum að uppfylla þá þörf að það sé ekkert æðra okkur. Takmarkalaus gæði eru ekki til segir maðurinn. Þannig er það með rósina. Við höfum þróað fegurðarskyn okkar á þann hátt 60
að okkur finnst knappur rósarinnar fallegastur. Okkur finnst knappurinn fallegastur, en knappurinn lifir ekki að eilífu. Er það kannski af þeim sökum að hann er forgengilegur að okkur þykir hann fallegastur? Það kemur haust og hann fellir blöðin. Eða þá að konan í hvítu peysunni rífur hann til sín vegna fegurðarinnar og rífur um leið allt líf úr honum. Smátt og smátt deyr hann á meðan hún fylgist með og fellir tár. Buddy Holly, Notorius Big og Amy Winehouse eru þrír afar ólíkir listamenn. Öll eiga þau þó sameiginlegt að hafa fallið frá fyrir þrítugt. Og hvað segjum við mennirnir við því? Jú, ekki einungis góðir hlutir endast illa. Gott fólk hefur einnig tilhneigingu til að hverfa fljótt. Líf full af hæfileikum og tækifærum enda snögglega. Logar verða að ryki, elskuhugar að vinum segir Nelly Furtado í þekktu lagi sínu „All good things (come to an end)“. En hvað þá með það? Logarnir eru hættulegir, þó þeir séu fallegir, og visst öryggi felst í því að þeir deyi út. Ástin er yndisleg en það sem er enn þá betra en ástin er fallegt og traust vinasamband. Því sé ég ekki hvað Nelly er að barma sér yfir því að óstöðug og eldfim ástin breytist í hamingjuríkt og langvarandi vinasamband. Erum við þá í eilífri leit að óhamingjunni? Endalaust að reyna að finna hamingjuna sem endist að eilífu? Ég veit það ekki. Ég er kannski manneskja en það þýðir ekki að ég sé mannkynið. Ég tala einungis fyrir sjálfa mig þegar ég segi nei. Ég afneita leitinni að hamingjunni, og ég afneita enn fremur leitinni að óhamingjunni. Hamingjan er alls staðar. Hamingjan er í öllu, sama hvort það er upphaf eða endalok. Hamingjuríkt ástand er jafn mismunandi og við erum ólík og einstök. Það endist misjafnlega vel, en að lokum er það hugarfarið sem stýrir því hversu lengi við leyfum okkur að njóta. Ef það stenst að hamingjan sé tímabundið ástand skulum við nýta okkur hana þegar hún er til staðar. Eins og rósin skulum við leyfa blómum okkar að springa út. Eins og knappur rósarinnar er líf okkar forgengilegt og við skulum fagna því. Við skulum njóta til fulls. Ragnhildur Þrastardóttir
- BENEVENTUM -
Ma t a r v e nju r Sem mikill dýraverndarsinni og sjálfskipuð rödd þeirra sem ekki geta talað fyrir sig sjálfa lendir maður óumflýjanlega oft í umræðum og jafnvel rifrildum um siðferði, dýr sem tilfinningaverur og hvað getur talist til heilsusamlegra matarvenja. Þar sem þessar umræður leiða oftast út í vitleysu, meiðyrði og að lokum út í skurð, langaði mig að fá tvo einstaklinga með mjög ólík sjónarmið til þess að svara nokkrum spurningum um þetta mikilvæga málefni. Ronja Mogensen
61
- BENEVENTUM -
Kolbeinn Arnarson Kjötæta Af hverju ertu kjötæta? Af því að dýraafurðir eru svo næs. Hvernig fær maður sér beikon og egg í morgunmat ef maður má borða hvorugt? Dýraafurðir eru í rauninni alls ekki svo slæmar. Á Íslandi lifa dýr við góðar aðstæður og því er ekkert athugavert við að borða dýraafurðir hér á landi. Síðan eru mörg næringarefni sem aðeins fást úr dýraafurðum sem að veganistar missa einfaldlega af. Hvernig myndirðu svara rökum Áslaugar fyrir því að vera vegan? Dæmið sem að Áslaug tók er meira spurning um siðferði en „mannúðleg“ dráp á dýrum. Flest fólk fer ekki heim til sín og heilsar gældudýrahænunni sinni „Sæl hæna, hvernig var dagurinn þinn?“. Það gerist ekki vegna þess að við umgöngumst dýr ekki sem manneskjur. Það er heldur ekki algengt að fólk stundi mannát og reyni svo að afsaka sig með því að drápið hafi verið mannúðlegt.
62
Ef þú þyrftir að borða eina tegund grænmetis alla ævi, hvað væri það og afhverju? Ætli það yrði ekki að vera eggaldin. Það grænmeti er nefnilega afsprengi kjötfarsins, nema bara það vantar allt kjöt í það. Finnst þér það að vera vegan fráhrindandi persónueinkenni? Gríðarlega. Ég er sjálfur ekki trúuð manneskja og það hryllir mig að sumir skuli aðhyllast lifnaðarháttum veganista. Spurning Kolbeins til Áslaugar: K: Ef að plöntur hefðu sjálfsvitund og tilfinningar, myndir þú þá bara ekki borða? Á: Jú, ég myndi borða, svo lengi sem að þær væru lífrænt ræktaðar og drepnar á mannúðlegan hátt af því að á Íslandi erum við svo góð við plönturnar. *hóst*
- BENEVENTUM -
Áslaug Guðný Unnsteinsdóttir Grænkeri Af hverju ertu vegan? Fyrst þegar að ég varð vegan, eða grænkeri, var það heilsunnar vegna. Dýravörur fara einfaldlega illa í mig og ég get ekki melt þær skikkanlega. Ég sniðgengst ekki aðeins dýramatarafurðir heldur kýs ég einnig að sniðgangast allar dýraafurðir, t.d leður og vörur sem hafa verið prófaðar á dýrum. Ég sem sagt lifi þessum svo kallaða „vegan lífsstíl“. En ástæða þess að ég held þessu áfram af miklum krafti og áhuga er vegna dýranna. Ég vil ekki styðja við morð eða misnotkun á dýrum af nokkru tagi. Ég vil lifa lífi sem er „cruelty free“. Ég veit að margir myndu segja að það sé allt í lagi að borða dýr sem eru drepin „mannúðlega“ en ég tel mannúðleg dráp ekki vera til. Ef að einhver, sem hefði myrt aðra manneskju, myndi voga sér að verja sig með því að segja að morðið hafi verið mannúðlegt og gert til þess að hann gæti borðað kjötið af þessari manneskju, þó að það sé nóg til af öðrum mat, væri dómarinn ekki lengi að segja „SEKUR“. Þetta er gróft dæmi en við erum líka dýr og dýr eru líka með tilfinningar og hugsanir rétt eins og við. Ég er vegan vegna þess að ég vil ekki vera hluti af grimmd gegn dýrum, svo einfalt er það.
ar minna máli en annarra auk þess sem mjólkin úr henni sé svo næs. Sláturhús á Íslandi eru alveg jafn slæm og sláturhús í Ameríku. Hefur þú séð myndina „Earthlings“? Kolbeinn, hvort heldur þú að það séu betri næringarefni í pepperoní langloku eða í kinóa salati með sætum kartöflum? Ef þú borðar hollt vegan fæði þá munt þú ekki missa af neinum næringarefnum. En þar sem að þú minntist á næringarefni þá skal ég fræða þig í stuttu máli. Dýraprótein er mest skaðlega efni fyrir mannslíkamann sem fyrirfinnst í matvælum, það ber ábyrgð á öllum helstu heilsufarsvandamálum sem mannkynið glímir við, svo sem hjartasjúkdóma, offitu, krabbamein og sykursýki. Kúamjólk er slæm þar sem að það er alltof mikið kalk í henni fyrir mannslíkamann og eitt af mest krabbameinsvaldandi efnum sem fyrirfinnst í matvælum, á eftir dýrapróteini, finnst í henni, það er Casein. Til þess að líkaminn geti brotið Casein niður þarf hann að taka kalk úr beinunum sem að veldur svo beinþynningu. „Mjólk er góð fyrir beinin“ er þversögn og LYGI.
Ef þú þyrftir að borða eina dýrategund alla ævi, hvað væri það? Hvernig myndirðu svara rökum Kolbeins fyrir því að Má ég segja fluga? vera kjötæta? Við skulum búta þetta niður. Finnst þér það að vera kjötæta fráhrindandi Hvernig getur nokkuð gott komið af því að gera eitt- persónueinkenni? hvað vont? Nú geri ég ráð fyrir því að þú trúir því að Nei nei svo sem ekki en ég verð þó ávallt miklu hrifnari dýrin hér á Íslandi fá alltaf það besta og séu drepin á af manneskju sem að er grænkeri eða grænmetisæta „mannúðlegan hátt“, þannig að hér er smá dæmi fyrir og verð því miklu áhugasamari um viðkomandi og get þig. fyrir vikið átt líflegar og skemmtilegar samræður um Gunna er kona. Hún fær fín föt, þokkalegan mat og mat og „cruelty free“ vörumerki við þennan einstakhúsaskjól. Annað slagið kemur maður í heimsókn og ling. Ef þú ert grænkeri á einhvern hátt þá finnst mér sprautar í hana sæði án þess að hún hafi nokkuð um það klárlega endurspegla hve samviskusöm, góð og það að segja, níu mánuðum síðar sækir hann barnið hugljúf manneskja þú ert og þar af leiðandi gaman að (hún fær aldrei að sjá það aftur) og eftir það kemur umgangast þig. Það væri líka risa plús að geta boðið hann tvisvar á dag og sækir mjólkina frá henni. Þetta hvort öðru í mat eða út að borða án þess að hafa áhyggjgerist aftur og aftur og þegar hún fer að skila minni ur af því hvort viðkomandi vill vegan mat eða ekki. mjólk er hún sett í hakkavél og seld sem hamborgari. Þegar „eigandi“ Gunnu er svo spurður hvort þetta sé Spurning Áslaugar til Kolbeins: ekki ömurlegt fyrir hana þá svarar hann því að hún sé Á: Myndirðu vilja prufa að vera vegan í viku? nú frekar vitlaus og fyrir vikið skipti tilfinningar henn- K: Nei, sama og þegið.
63
- BENEVENTUM -
64
- BENEVENTUM -
Þar sem draumarnir rætast Þetta byrjaði allt haustið 2011. Ég steig inn í steypuklumpinn með eftirvæntingu og vildi tilheyra þessu forvitnilega samfélagi sem MH virtist vera. Mér fannst nýi skólinn vera spennandi en á sama tíma krefjandi. Ég kom úr litlum grunnskóla þar sem ég hafði verið formaður nemendaráðs og öflug í félagsmiðstöðinni en var nú skyndilega orðin að litlum fiski í risa stórri tjörn. Mikið vatn hefur runnið til sjávar og þegar ég horfi til baka þekki ég varla feimnu 15 ára stelpuna sem ráfaði ráðvillt milli busaborðanna og stelpuna sem fór skelfingu lostin heim af busaballinu. Hið líflega félagslíf sem MH hafði upp á að bjóða heillaði mig strax frá fyrsta degi og ég vildi ólm fá að vera partur af því. Ég vildi komast í snertingu við minn innri Hamrahlíðarhipster og læra á lífið. Ég sótti um í nokkur ráð án þess þó að vera tekin inn í neitt. Ég huggað mig við það að ég sótti allavega ekki um í öll ráðin í einum sameiginlegum fjöldapósti, ólíkt sumum (elska þig Haffi <3). Já ég vildi vera hinn sanni Emmháingur og taldi mig þurfa að standast skilyrði týpunnar og læra leikreglurnar. Ég komst fljótt að því að mýturnar um MH eru fæstar sannar. Ég hef t.d. ekki enn þá hitt hinn eiginlega Emmháing sem ég hef þó heyrt svo mikið um. Þá er ég að tala um hinn róttæka og listræna gardínuhipster sem er með kaffibollan sér á hægri hönd, myndavélina í þeirri vinstri og sígarettuna bak við eyrað. Emmháingar upp til hópa bleisa ekki á skólatíma né sleikja veggina til að komast í vímu. Sannleikskorn er þó í sumu: Norðurkjallari er einn skítugur staður og margt er það líf sem í sófunum býr, úlpur og yfirhafnir Emmháinga eru að meðaltali stærri en annarra menntaskólanema, einstaka konur og karlar falla á mætingu því þau kjósa frekar að sofa í Norðurkjallara en að mæta í tíma og samkvæmt heimildum mælist kaffidrykkja Emmháinga mun hærri en hjá öðrum ungmennum. Þrátt fyrir að ákveðnar hefðir og siðir séu ríkjandi þá er það fyrst og fremst fjölbreytileikinn sem einkennir MH andann. Hinn sanni Emmháingur fylgir eigin sannfæringu. Um leið og ég hætti að
reyna að uppfylla ímynduð skilyrði byrjaði ég að njóta mín. Hér í MH hef ég kynnst frábæru fólki og eignast margar fyrirmyndir. Skólinn er stútfullur af hæfileikaríku fólki og ég dáist að þeim sem nýta tækifærin í MH til að láta drauma sína rætast, hvort sem það er að vera með í söngkeppninni, leikritinu, gettu betur liðinu eða einhverju öðru. Ef það er eitthvað sem ég sé eftir þá er það að hafa ekki gripið enn fleiri tækifæri. Kennarar hafa ekki síður markað sín spor. Ég hef aldrei kynnst neinum sem er eins skipulagður og Bjarni Benedikt, eins góður að rífast og Björn Bergs eða eins mikill nagli og Halldóra Björt. Það sama má segja um Ellý, Gulla og Kent. Þetta er hörku duglegt fólk sem tekur ávallt á móti manni með jákvæðu viðmóti og hlýju. Maður gleymir stundum að þakka fyrir það. Skólaganga mín hefur verið eins og ferðalag. Þessi fjögur ár hafa verið þau bestu í mínu lífi hingað til en það væri lygi að segja að það sé alltaf auðvelt að vera í MH. Borðamenningin getur leikið mann grátt ef maður er óöruggur að einhverju leyti og sumir upplifa að þeir þurfi að hafa mikið fyrir því að tilheyra einhverjum hópi eða vera með í félagslífinu. Sumir Emmháingar eiga það líka til að flokka fólk eftir því hvar það situr og með hverjum það chillar. Að þessu leytinu er MH krefjandi og þroskandi. Maður verður að læra að leiða þessa hluti hjá sér því þegar upp er staðið skipta þeir ekki máli. Ef þig dreymir um að verða forseti nemendafélagsins en hræðist að ná ekki kjöri sökum þess að þú tilheyrir ekki réttum hópi eða elítu, gerðu þá allt sem í þínu valdi stendur til að koma þér og því sem þú stendur fyrir á framfæri. Í MH er rými til að láta drauma sína rætast. MH er allt það sem nemendurnir vilja og nenna að hann sé. MH eru nemendur hans hverju sinni. Nú er kominn tími til að halda á ný mið því ferðalagið er í þann mund að taka enda. Maður kemur í manns stað og lífið heldur áfram. Takk MH fyrir að kynna mig fyrir öllu þessu fólki sem ég mun aldrei gleyma og hjálpa mér að þroskast. Fögur er Hlíðin.
Um leið og ég hætti að reyna að uppfylla ímynduð skilyrði byrjaði ég að njóta mín.
Vera Hjördís Matsdóttir
65
Velkomin í HR
„Ég ákvað að læra tölvunarfræði af því að ég hef mikinn áhuga á tölvuleikjum. Markmið mitt er að verða verkefnastjóri í fyrirtæki sem sérhæfir sig í vefsíðugerð, tölvutengdum lausnum eða jafnvel tölvuleikjafyrirtæki. Seinna mun ég stofna mitt eigið fyrirtæki og sigra heiminn.“
Áslaug Sóllilja Gísladóttir Nemi í tölvunarfræði Stúdent frá MH árið 2009
hr.is
@haskolinn
@haskolinn #haskolinnrvk
ALLT SEM ÞÚ ÞARFT AÐ VITA UM VINNUMARKAÐINN EN HEFUR ALDREI NENNT AÐ SPYRJA UM!
VR KYNNIR
NÝTT NETNÁMSKEIÐ FYRIR UNGT FÓLK 16-24 ÁRA SEM ER AÐ BYRJA AÐ VINNA OG ÞARF AÐ VITA HLUTI EINS OG HVERNIG FÆ ÉG VINNU? HVAÐ Á ÉG AÐ FÁ Í LAUN? HVER ERU RÉTTINDI MÍN? OG ALLT HITT SEM ALLIR ÞURFA AÐ HAFA Á HREINU S K R Á Ð U
Þ I G
Í
S K Ó L A N N
Á
- BENEVENTUM -
Ennþá meira
68
- BENEVENTUM -
Umferðin er enn þá ömurleg. Ég mun þó halda áfram að leggja mitt af mörkum til að upplýsa ömurlega bílstjóra um fávitaskapinn og tillitsleysið sem þeir sýna óspart. Í þessum seinni hluta road rage verð ég enn nákvæmari og bendi á hluti sem geta valdið svo miklum pirringi en er svo auðvelt að laga. Ég mun halda áfram að gefa einkunn frá einni reiðri Jöru til fimm reiðra Jara eftir því hversu mikið road rage ég upplifi við hvert atriði. Jara Hilmarsdóttir
Rassgatsakstur
Vinstriakreinarsniglar
Þessari efnisgrein er aðallega beint til fáviti á druslum með bilaðan hljóðkút og aulum á of stórum bílum, en einnig til allra þeirra sem stunda þetta. Það sem ég er að tala um er þegar fólk keyrir alveg gjörsamlega í rassgatinu á næsta bíl fyrir framan sig á vinstri akrein, jafnvel þó að fremri bíllinn sé 10-20 yfir hámarkshraða. Hvern ertu að reyna að drepa ef þú keyrir á 100 km/klst hraða á 60 götu? Það er svo freistandi að nauðhemla og fá þessa sauði aftan á sig, láta þá borga brúsann. Ég get lofað því að þeim er meira annt um sína bíla en mér um minn. Það sem mér finnst skemmtilegast að gera í þessum aðstæðum er að keyra á sama hraða og bíll við hliðina á mér svo það sé ekki séns í helvíti að þessi fábjáni getið tekið fram úr. Svo er best að brosa til þeirra þegar þeir ná að bruna fram úr, horfandi reiðilega inn í bílinn minn til að sjá hver sökudólgurinn er. Ekki sleikja rassgöt ókunnugra bíla. Bara ekki.
Í ljósi síðustu efnisgreinar þá er líka ömurlegt að fara of langt í hina áttina. Hér byrjar klassískasta röfl í heimi: Fólk sem keyrir undir hámarkshraða á vinstri akrein. Þar sem þetta er örugglega vinsælasta umræðuefni hér á íslandi, að undanskildu veðrinu, myndi maður halda að það þyrfti ekki að minnast á þetta. En nei. Það eru alltaf þónokkrir asnar sem pæla ekki í neinu öðru en rassgatinu á sjálfum sér og dúlla sér á 60 km hraða á 80 götu. Hvað ef ég er komin með hríðir og vil ekki fæða barnið í aftursætinu? Hvað ef ég er með lokaðan háls vegna ofnæmisviðbragða? HVAÐ EF ÉG ER BARA AÐ VERÐA ALLT OF SEIN? Leyfðu mér að keyra að minnsta kosti á uppgefnum hámarkshraða. Ef maður vill sniglast áfram, sem er guðvelkomið, þá væri það andskotans kærkomið ef viðkomandi gæti drullað sér á hægri akreinina.
Leiðsögn fávita
Aftursætisbílstjóri
Að skutla getur verið góð skemmtun. Smá félagsskapur áður en maður heldur heim. En eitt af því sem pirrar mig mest við skutl er þegar ég (óratvísasta manneskja heims) veit ekki hvert ég er að fara og sá sem ég er að skutla er allt of seinn með leiðbeiningar. Það er svo klassískt að það heyrist allt í einu „beygjabeygjaBEYGJA OHHH þú misstir af því!.“ Ég missti af því af því þú ert með athyglisbrest, rasshaus. Verst er þegar maður er langt kominn á til dæmis Miklubraut og þarf að keyra í korter til að geta snúið við. Fólk ætti að læra að gefa leiðbeiningar áður en beðið er um fokking far.
Það er ekkert verra en svokallaður „backseat driver“. Þessi manneskja gagnrýnir allt sem þú gerir á meðan þú ert undir stýri. Oftast einhver þorskhaus sem þykist þekkja umferðina OG bílinn þinn betur en þú, sama hvort það varðar skrítna hljóðið í vélinni sem hefur verið í gangi seinustu fjögur árin eða þá staðreynd að rúðuþurrkurnar séu enn í gangi þó að rigningin sé hætt. „Farðu á vinstri akreinina maður“, „settu í annan gír, þú ert að eyða svo miklu bensíni!“ „gefðu nú aðeins í.“ Á ég ekki bara að gefa þér fót í rassgatið? Foreldrar geta verið sérlega slæmir með þetta, sérstaklega þegar maður er nýkominn með bílprófið. Þeir eru alltaf kveinandi, andvarpandi og öskrandi eitthvað á þessa leiðina: „HÆGÐU Á ÞÉR MANNESKJA“ „ÆTLARÐU AÐ DREPA MIG?“ „LÍTTU BETUR Í KRINGUM ÞIG BARN“. Eins og þetta hjálpi mér eitthvað að keyra? Það toppar samt allt þegar helvítis aftursætisbílstjórinn er nýkominn með bílpróf. Þú veist ekkert. Þegiðu.
69
- BENEVENTUM -
Leiðin að beygjunni
Umferð á göngum MH
Ég er að keyra. Fyrir framan mig er bíll. Við keyrum á fínum hraða á vinstri akrein, allir sáttir og lífið er nice. En bíddu. Allt í einu hægir bíllinn á sér, þótt það skíni skærgrænt ljós beint fyrir framan hann. Hann hægir og hægir á ferðinni, hvað er í gangi? Er hann að fá slag? Neinei. Hann er að fara á beygjuakrein og ljósið hans er rautt. Hvers vegna þarf þessi þöngulhaus að byrja að hægja á sér fokking 300 metrum frá ljósinu og koma þar af leiðandi í veg fyrir að ég nái mínu ljósi? Ég sit þá við hliðina á honum, nú erum við bæði á rauðu ljósi ÞÓTT ég hefði getað náð mínu ljósi svona fimm sinnum ef ekki væri fyrir fávitaskapinn í honum. Á þessu augnabliki langar mig ekkert meira en að fara út og brjóta framrúðuna hjá honum. Í hvaða heimi er þetta bara í lagi? Voru þessum aðila aldrei kenndir andskotans mannasiðir? Stoppaðu bara við ljósið, ekki vera auminginn sem dregur alla niður með sér.
Örtröðin byrjar þegar bjallan hringir. Hundruð nemenda troðast í gegnum pínulitlu Norðurkjallaradyrnar, upp stigana og í gegnum Matgarð. Allir eru á leið í tíma mislangt inn á göngum skólans svo væntanlega þurfa sumir að labba aðeins hraðar en aðrir. Það er til dæmis munur á að labba 20 skref í stærðfræði í stofu 12 og andskotans fimm sinnum lengra í þýskutíma í stofu 27 þar sem kennarinn gefur seint ef ekki er gengið inn á slaginu. Þess vegna er það alveg fokking óþolandi þegar fólk annaðhvort lötrar áfram eins og það vilji gefa sem flestum fyrir aftan sig seint, oft 3-4 saman í hóp og blokka því allan ganginn, eða þegar nemendur stoppa fyrir framan stofuna sína á MIÐJUM ganginum og byrja bara að spjalla við næsta mann eins og tillitslausu fífl sem til eru. Mig langar bara að ganga svona sauði niður. Gakktu á skikkanlegum hraða að stofunni og færðu svo rassgatið á þér upp að veggnum eða glugganum. Taktu smá fokking tillit.
Sumardekk um vetur
Ruddar við æfingabílstjóra
Þetta er án efa það heimskulegasta, hættulegasta og heilalausasta sem lærðir bílstjórar gera. Það sleppur bara alls ekki á Íslandi að renna sér í gegnum veturinn á flötum sumardekkjum þegar snjórinn nær manni oftast upp að lærum. Ef þú tímir ekki að eyða nokkrum krónum í nagladekk þá skaltu bara sleppa því að keyra bílinn þinn þegar það snjóar. Þú stefnir þér og öðrum í fáránlega hættu sem er svo auðvelt að koma í veg fyrir. Auk þess er fátt jafn pirrandi og aular sem keyra á minnsta mögulega hraða því bílar þeirra eru á svo lélegum dekkjum. Ekki láta nískuna í þér bitna á stundvísinni hjá mér, keyrðu á skikkanlegum hraða eða slepptu því að keyra.
Allir í umferðinni hafa (vonandi) lært á bíl. Allir hafa farið í fyrsta ökutímann sinn og sökkað feitt. Þess vegna er það alveg óskiljanlega mikill pungsháttur þegar fólk pirrar sig á verðandi bílstjórum. Það versta sem maður upplifði í ökutímum var þegar bílstjórar byrjuðu á því að sleikja stuðarann manns, gáfu svo lúðalega mikið inn og horfðu á mann þegar þeir brunuðu fram úr eins og maður væri auli. Getur fólk í alvöru ekki sett sig í spor þeirra, hugsað aðeins til baka og munað hvernig það var að vera skíthræddur unglingur undir stýri í fyrsta skiptið? Dragðu andann djúpt nokkrum sinnum og sýndu smá þolinmæði. Öll verðum við að byrja einhvers staðar.
70
- BENEVENTUM -
Hvers vegna er t þú femínisti? Í fyrsta tölublaðinu birtum við niðurstöður úr einfaldri skoðannakönnun þar sem nemendur voru spurðir hvort þeir væru femínistar eða ekki. Einföld já og nei spurning, en svaraði þátttakandi neitandi var honum leyft að útskýra hvers vegna hann vildi ekki kalla sig femínista. Niðurstöðurnar sýndu að 86% nemenda skólans eru femínistar og prófuðum við að stoppa nokkra þeirra á göngunum og spyrja nánar út í það. Vigdís Kristjánsdóttir
74
Magnús Thorlacius (17 ára)
Ertu femínisti? Já Hvers vegna er þú femínisti? Ég er femínisti af því að ég sé enga ástæðu fyrir því af hverju kynin ættu ekki að vera jöfn. Heimurinn var kannski öðruvísi áður fyrr en leifar af því ættu að vera löngu horfnar. Finnst þér fullu jafnrétti hafa verið náð? Nei. Jafnrétti kynjanna er samt á réttri leið. Fyrir mér er persónubundið hvað hentar hverjum. Það má samt ekki gleyma því að kynin eru ólík sem gerir það að verkum að kyn getur vissulega haft áhrif á hvað hentar hverjum. Þetta á jafnt við um karla sem konur. Það þýðir ekki endilega að það sé misrétti heldur einfaldlega að kyn getur haft áhrif á hvað hentar hverjum. Það eru hins vegar einhverjir sem hugsa þannig að kynið sé það eina sem skipti máli. Fyrir mér getur kyn haft áhrif á persónu og getu að einhverju leiti en á aldrei skipta höfuðmáli þegar kemur t.d. að vinnu. Ertu tilbúinn til að gera eitthvað í því? Auðvitað. Ég vil að kynin séu eins jöfn og hægt er.
Kristinn Arnar Sigurðsson (20 ára)
Ertu femínisti? Já Hvers vegna ert þú femínisti?
Ég er femínisti vegna þess að sumir flokka fólk í fyrirfram ákveðna hópa án þess að vita nokkuð um hæfileika þess, reynslu eða getu! Ég reyni samt að komast hjá því að kalla mig femínista því þó ég sé sammála öllu sem femínismi stendur fyrir er ég ekki sammála því að femínismi sé rétta aðferðin við að ná fram jafnrétti. Ég tel að rót vandas sé: „að fólk skipti einstaklingum upp í hópa þar sem það á ekki við.“ Eins og t.d. að borga fólki laun eftir kyni eða segja hluti eins og „alveg týpísk fyrir konu“. Fólk á alltaf að vera metið af sínum eigin verðleikum. Mér finnst femínismi vera enn eitt tækifærið fyrir fólk til að skipta sér upp í hópa þar sem það á ekki við „femínistar“ og „andfemínistar“. Alltaf þegar það myndast sterkur hópur, kemur annar sterkur hópur andstæðinga.
Ertu tilbúinn til að gera eitthvað í málunum?
Að sjálfsögðu, ég er tilbúinn til að gera allt sem í mínu valdi stendur. Þetta birtist á svo mörgum stöðum í samfélaginu; bleikar prinsessubyssur, óviðeigandi kynbundin störf og kynbundinn launamunur. Grunnurinn að þessu öllu held ég að sé samt hvernig fólk er látið hugsa og það byrjar þegar við erum börn. Strákar eiga að vera sterkir, stórir og aldrei gráta og helst sýna sem minnst af tilfinningum almennt. Stelpur eiga hins vegar að vera stilltar og prúðar, brosa og vera sætar. Tökum hverjum og einum eins og hann er og gefum honum tækifæri til að styrkja sína hæfileika. 75
Kristján Steinn Kristjánsson
Hanna Ágústa Olgeirsdóttir
(18 ára)
(18 ára)
Ertu femínisti? Já
Ertu femínisti? Já
Finnst þér fullu jafnrétti hafa verið náð? Nah
Hvers vegna ert þú femínisti? Ég er femínisti vegna þess að ég trúi því að allir eigi að vera jafnir. Það skiptir ekki máli af hvaða kyni maður er eða hvaða húðlit maður hefur, hvaðan maður kemur eða hverjum maður vill vera með, allir eiga skilið að fá sömu tækifæri, það eru bara sjálfsögð mannréttindi.
Ertu tilbúinn að gera eitthvað í því? Fosho
Finnst þér fullu jafnrétti hafa verið náð? Því miður þá finnst mér það bara alls ekki.
Hvers vegna ert þú femínisti? Því ég trúi á jafnrétti kynjanna og ég sé enga ástæðu fyrir ójafnrétti.
Ertu tilbúin til að gera eitthvað í því? Að sjálfsögðu langar mig að gera heiminn að betri stað og ég geri það eftir bestu getu. Maður verður nefnilega alltaf að byrja á sjálfum sér. Ég gæti nefnt fullt af dæmum. Út um allan heim er farið illa með konur og meira að segja hérna á Íslandi, þar sem maður myndi nú halda að væri lágmark að kynin væru með jöfn laun fyrir sömu vinnu, er veruleikinn bara því miður sá að svo er ekki. Það er alltaf hægt að gera betur og það er mikilvægt að fólk sé meðvitað um svona hluti. 76
Jakob Van Oosterhout (17 ára)
Margrét Aðalheiður Önnu- og Þorgeirsdóttir (19 ára)
Ertu femínisti? Já
Ertu femínisti? Já
Hvers vegna ert þú femínisti? Ég er femínisti vegna þess að ég veit að jafnrétti kynjanna hefur ekki enn verið náð og mér finnst að breytingar ættu að eiga sér stað.
Hvers vegna ert þú femínisti? Ég er femínisti vegna þess að ég trúi ekki á að ákveðinn hópur þurfi að lifa við skert mannréttindi. Mannréttindi eru fyrir alla, konur og karla.
Finnst þér fullu jafnrétti hafa verið náð? Nei mér finnst það alls ekki, því miður. Sem dæmi er enn þá launamismunur milli kynja á allt of mörgum vinnustöðum í atvinnulífinu.
Finnst þér fullu jafnrétti hafa verið náð? Nei. Þó svo að við séum komin langt þá hefur fullu jafnrétti ekki enn verið náð. Í lögum og reglum á Íslandi eru konur kannski með sömu réttindi og karlar en sú er ekki raunin alls staðar í heiminum. Enn þarf að berjast fyrir því í sumum löndum að stelpur fái að mennta sig, velja sér maka og ráða yfir líkama sínum. Hérlendis eru það aðallega ósýnilegir veggir sem hafa komið í veg fyrir að jafnrétti hafi verið náð. Huglægt ójafnrétti samfélagsins í garð kvenna lýsir sér í formföstum viðhorfum um hvernig konur eigi að vera og hvernig þær skulu haga sér. Launamismunur kynjanna er einnig enn til staðar og það er óásættanlegt.
Ertu tilbúinn til að gera eitthvað í því? Jájá ég væri alveg til í það.
Ertu tilbúin til að gera eitthvað í því? Að sjálfsögðu. Fyrsta skrefið er að kalla sig femínista, taka eftir því þegar hallar á hlut kvenna og bregðast við því. 77
- BENEVENTUM -
Hrefna Bj枚rg Gylfad贸ttir
78
- BENEVENTUM -
Erfiljóð eftir Margréti Ólafsdóttur Húseigandi baki brotnu bíður, burt er horfin lífs hans harmabót Lundin syndir undir sjávarsíðu, þar situr hún ein, ofur litla snót. Fingur fyrrum viðkvæmt enni struku, fipast nú við ritun erfiljóðs. Þeir augum hennar björtu aftur luku er bróðir svefns um aftan kvað sér hljóðs. Lítinn kuðung lagði ég við eyra, lágvær gældi hlustir mínar við, sjávar rödd og stúlku fannst mér heyra. Sjá, fyrir henni himins opnast hlið. Guðdóms hljómur þagnað hefur, hinum langa svefni blítt hún sefur. Styrmir Hrafn Daníelsson
Markmiðið með þessu ljóði var að kanna tilfinningalíf Ólafs Ljósvíkings eftir að hann missir dóttur sína í þriðja hluta Heimsljóss og koma þeim í bundið mál. Hann yrkir vanalega kvæði þegar miklar tilfinningar berjast í brjósti hans, jafnt í ást og sorg. Þótti mér því einkennilegt að sjá ekkert slíkt eftir að Margrét litla andast. Má vera að Ólafur hafi ort ljóð eftir hana en fundist það óbirtingarhæft; sorgin getur hafa rænt hann allri andagift sem er fullkomin afsökun ef ljóðið hér að ofan reynist vera eintómur leirburður, því það er tilraun til að yrkja úr hans munni eða penna á þeim tímapunkti í sögunni. Mun ég láta lesandanum það eftir að greina ljóðið, en mælist til þess að Heimsljós sé höfð við höndina.
79
- BENEVENTUM -
Sómalía Hu g r ú n b o r ð ar og tjá ir sig um þa ð Smoothie
Þriðjudagurinn 17. feb 2015, held ég Einhver sagði mér einu sinni að hafi maður ekki neitt gott að segja eigi maður frekar að þegja. Það á við í þessu tilviki.
Karamellusnúður
Miðvikudagurinn 18. feb 2015 Ég sá snúðinn og snúðurinn sá mig. Þarna vissi ég að það yrði ekki aftur snú(ð)ið*. Ég beit. Kanilbragð fyllti munninn og gladdi bragðlaukana. Sykurleðjan sem kallast víst karamellukrem var óaðfinnanleg. Hvítt bragðlaust deig sem í hita leiksins bragðaðist dásamlega og skein sem sólin á hlýjum sumardegi. Þetta var góður snúður. Þarna á setningin allt er best í hófi ekki við. Ég gæti borðað þetta alla daga. *Afsakið þetta var ekki fyndið.
80
- BENEVENTUM -
Langi Jón
Fimmtudagurinn 26. feb. 2015 Klukkan er 12:04 og það er fimmtudagur, sem þýðir Langi Jón. Það er nóg til. Bakkarnir fullir af sykurgljáðum sætabrauðum sem sitja þarna óþreyjufull. Bíða eftir svöngum og gráðugum unglingum. Já, draumurinn nálgast, draumurinn sem ég hafði lengi beðið eftir nálgaðist óðum. Ég leit á verðpinnann; 240 kr. en ég var bara með kort. Ég greip því eitt poppkex. 260 kr. Nokkrum andartökum síðar settist ég niður, tilbúin. Já, ég byrjaði á poppkexinu því eins og pabbi minn segir þá fær maður sér eitthvað hollt áður en óhollustan tekur við. Já, það má þó deila um hollustu hrískaka en ókei. Eins og flestir vita eru hrískökur ekki sérlega góðar né spennandi. Þessi var engin undantekning. Næst á dagskrá var þá Nonni. Fyrsti biti: Eins og kleina, sæt kleina. Annar biti: Ég bít, gult gums sullast upp í mig. Þriðji biti: Glassúrinn bætist við. Yfirgnæfandi sætt bragð fyllir munninn. Sjöundi biti: Vá, hvað þetta er gott. Ellefti biti: Þetta er næstum því of gott. Nítjándi biti: Mig langar ekki í meira. Þetta er orðið gott. Niðurstaða: Tilfinningarússíbani sem endar á því að maður vill æla. Takk Sómalía fyrir að veita mér þessa lífsreynslu. Nú get ég strikað: „borða Langa Jón“ út af bucket listanum.
Domino’s pítsa
Föstudagurinn 27. feb. 2015 Fyrir 400 krónur var ég komin í himnaríki. Tja, reyndar var þetta ekki alveg svo auðvelt. Ég hljóp út úr tíma á sekúndunni sem bjallan hringdi, olnbogaði mig gegnum hóp af útúrdópuðum Emmháingum og beið í þjáningarfullri pítsaröðinni í ellefu mínútur þar til ég fékk ósk mína loks uppfyllta. Já, ég nefnilega óskaði mér Hawaii paradísar, paradísar í Hawaii eða eins og Domino’s kýs að kalla það: ,,Eina sneið með skinku og ananas og aðra grænmetis”. Já, þetta var sannkallað himnaríki, eins og sjá má á meðfylgjandi mynd. En svo var þessu lokið, jafn skjótt og það byrjaði, og ég bíð óþreyjufull fram á næsta föstudag. ps. Það var tómatur á grænmetispítsunni en eins og glöggir lesendur ættu að vita er tómatur ávöxtur. Þetta er þar af leiðandi misvísandi auglýsing. Þess vegna legg ég til að nafninu verði breytt í eitthvað meira viðeigandi, eða jafnvel að taka tómatana einfaldlega af. Það myndi bara gera pítsunni gott. Matgæðingar og þeir sem hafa eitthvað bragðskyn vita að þessir liltu súrsætu tómatar eiga ekki heima þarna. www.tjaningarfrelsi.tumblr.com 81
Af hverju er
? Við notum
hraefni
fyrsta flokks
frá íslenskum kjúklingaframleiðendum.
ferskt
fyrirnga MH-i
Við notum og heilnæmt grænmeti frá íslenskum grænmetisbændum.
Allt þetta frábæra hráefni er samkvæmt ströngustu gæðastöðlum KFC.
PIPAR \ TBWA
+ Gamla riftin k leyniuppsentucky fra K
•
SÍA •
131409
svooogott
™
Hlökkum til að sjá þig
Í HÁSKÓLABÆNUM AKUreyrI
Háskólinn á Akureyri hefur sérstöðu þar sem hann býður upp á sex námsgreinar sem ekki eru kenndar í öðrum háskólum landsins en þær eru sjávarútvegsfræði, fjölmiðlafræði, líftækni, iðjuþjálfunarfræði, nútímafræði og félagsvísindi. Heilbrigðisvísindasvið
Hug- og félagsvísindasvið
Hjúkrunarfræði Iðjuþjálfunarfræði
Félagsvísindi Fjölmiðlafræði Kennarafræði (leik- og grunnskólastig) Lögfræði Nútímafræði Sálfræði
Viðskipta- og raunvísindasvið Líftækni Sjávarútvegsfræði Viðskiptafræði
HA býður einnig upp á allt nám í fjarnámi að undanskilinni lögfræði
unak.is
- BENEVENTUM -
Lagasmíðar í Hamrahlíð Um daginn lá ég í sófanum heima og hugsaði með mér hversu ótrúlega margir smekklegir íslenskir tónlistarmenn hafa gerjast í MH í gegnum tíðina. Þá ekki bara söngvarar og söngkonur heldur einnig frábærir lagahöfundar. Eitt sinn eignaðist ég bók sem heitir Í bláum skugga og inniheldur marga texta eftir Stuðmenn ásamt hljómum og stuttum frásögnum um hvert lag. Í byrjun bókarinnar kom fram að stórsmellirnir „She broke my heart“ og „Draumur okkar beggja“ hafi orðið til í einni af hinum mörgu kompum í MH. Þetta fannst mér afar merkilegt og ákvað að kynna mér nánar þau lög sem urðu til innan veggja MH. Ég tók upp símann og hringdi í Jakob Frímann Magnússon. Ég spurði hann hvort hann ætti fleiri lagasmíðasögur úr skólanum:
Við hittum Jakob í sminkstofunni í RÚV þegar hann var í þann mund að stíga inn í Hraðfréttastúdíóið.
„Í kompunni sömdum við yfirleitt lög þegar okkur leiddist í tímum. Við vorum upprunalega með „dixieland“ hljómsveit sem í voru Kristinn Sigmundsson stórsöngvari, Stefán Ólafsson prófessor og fleiri. Í kompunni var svo kontrabassi hljómsveitarinnar geymdur, gítarar tveir og harmónikka. Í þessari kompu voru samin lögin „Honey will you marry me?“ og „She broke me heart“ og í stofu 19 þar sem við vorum í latínu hjá honum Teiti varð til „Come on pretty baby to the Go Go party“ sem var þýtt á staðnum yfir á latínu af Teiti Benediktssyni „Veni pulkra puela at festum saltant“. Það er semsagt hinn raunverulegi skólasöngur okkar árgangs. Lagið var svo seinna gefið út á 84
„Kókostré og hvítir mávar“ sem kom út árið 1985 og var síðar leikið í kvikmyndinni „Hvítir mávar“ sem margir þekkja. Lagið var flutt innan skólans, á útihátíðinni Saltvík og víðar. Það var mikill og lifandi andi í MH á þessum tíma, það voru engar hefðir en við vorum þriðji árgangurinn og því fórum við bara í það að búa til hefðirnar. Það var ekkert til og því var allt bara búið til. Við vorum mjög örvandi svona sköpunarlega séð og ég held að MH hafi nú bara haldið því síðan. Stundum var skólinn kallaður Skák- og söngskólinn við Hamrahlíð, það eru nú allavega fjölmargar hljómsveitir og músíkantar sem hafa komið þaðan.“
- BENEVENTUM -
Jófríður Ákadóttir úr Samaris átti ekki lagasmíðasögu en hún gaf mér innsýn í fæðingu og þróun hljómsveitarinnar fyrstu árin. „Að vera í hljómsveit í MH var mjög skemmtileg lífsreynsla. Allavega skárra heldur en að vera í MR… Ég man eftir nokkrum hressandi ferðum upp á skrifstofu Pálma áfangastjóra þar sem við báðum hann einlægt og kurteislega um frí úr skólanum til að fara til útlanda í tónleikaferðir. Hann tók okkur í gegn, koll af kolli, fletti upp námsferlinum og kvað upp dóminn. Hann þóttist alltaf ætla að segja nei, en sagði svo já á endanum. Enda fínasti kall. Ég spilaði sjaldan í skólanum sjálfum og reyndar aldrei í Norðurkjallara. Ég man einu sinni þegar við spiluðum á Matgarði og mér leið frekar skringilega, fór fyrr úr íslensku til að stilla upp, spilaði og fékk mér svo hádegismat, fór svo aftur í tíma. Það var eitthvað bogið við það, eins og að skipta gjörsamlega um karakter. Hljómsveitin Samaris varð til í MH, þegar ég var busi. Við Áslaug vorum vinkonur frá því í tónlistarskóla og hún kynnti mig fyrir Dodda eitt hádegishléið á Matgarði en þau voru saman í grunnskóla. Þrátt fyrir að vinna mikið saman í hljómsveitinni og eyða löngum stundum saman þá sátum
við aldrei við sama borðið, enda hefur það ekki tíðkast í MH að fólk úr sitthvorri klíkunni láti sjá sig saman. Við funduðum á göngunum, út við vegg eða í bakaríinu, þar til Doddi gafst upp á skólanum yfir höfuð. Hann segir að það hafi verið hroki og hleypidómar sem flæmdu hann í burtu, en við vorum saman í ensku 503 þennan síðasta vetur sem hann tók. Skólaganga mín í MH endaði svo á viðeigandi hátt, í baksviðsherbergi í Aarau í Sviss, þar sem við systurnar vorum á tónleikaferðalagi með Sin Fang. Við héldum að sjálfsögðu útskriftarathöfn, með ræðum og blómum. Ég bjó til útskriftarskírteini og hatta handa okkur og við keyptum rándýrar svissneskar kökur og drykki fyrir gestina. Gestirnir voru meðlimir Sin Fang sem allir klæddu sig í sitt fínasta púss, bjuggu sér til bindi og slaufur úr gaffer teipi og fluttu tónlistaratriði á milli ræða. Gítarleikarinn víðfrægi Róbert Reynisson afhenti okkur svo skírteinin og blómin, enda var hann mesti akademíkerinn í hópnum. Um kvöldið tilkynnti ég tónleikagestum að við Ásthildur hefðum útskrifast úr menntaskóla þennan dag en í minningunni virtist þeim vera slétt sama. Engu að síður var þetta gullfalleg athöfn, kór eða ekki, hún stóðst allar væntingar og samanburð. 85
- BENEVENTUM -
Næst hringdi ég í Björn Jörund Friðbjörnsson. „Öll fyrsta platan okkar, „Ekki er á allt kosið“, varð meira og minna til niðri í Himnaríki. Himnaríki var þá bara notað til að leggja sig. Það voru bara rúm og dýnur þarna niðri en ég fékk það í gegn á skólafundi að þetta yrði hreinsað út og að þessu yrði breytt í æfingapláss fyrir skólahljómsveitina, sem var ekki til. Við stofnuðum þá Nýdönsk og tókum þetta æfingapláss. Þarna vorum við alltaf að æfa og bjuggum til eiginlega alla plötuna og vorum í kjölfarið auðvitað mjög óvinsælir hjá öðrum nemendum í skólanum því að það var búið að taka svefnaðstöðuna. Þá var bara farið inn í Norðurkjallara og reyktur einn pakki af Winston. Þetta hefur breyst mikið. Okkur var líka falið það verkefni að taka upp „playback“ fyrir uppsetningu á Grease sem Valhúsaskóli var að setja upp á þeim tíma. Við drógum fram átta rása segulbandstæki og tókum alla tónlistina upp í Himnaríki.“ Ég spurði hann þá einnig um bakgrunn stórsmellsins „Hjálpaðu mér upp”. Lagið samdi hann áður en hann byrjaði í MH eða þegar hann var 16 ára ásamt „Fram á nótt” og fleiri lögum sem fóru í ruslið. Við Atli hittum Björn í Hofsvallakirkjugarðinum og tókum af honum ljósmynd.
Við vinnslu þessarar greinar hafði ég samband við fjórar flottar tónlistarkonur til að reyna að grafa upp lagasmíðasögur frá námsárum þeirra í MH. Svo virðist vera að þær hafi flestar hafið sinn eiginlega lagasmíðaferil eftir skólagönguna. Það segir okkur kannski það að kvenþjóðin sé að meðaltali samviskusamari í ástundun á meðan karlarnir skrópa og semja lög. Baldvin Snær Hlynsson 86
- BENEVENTUM -
Se
nd u
þe
im
se
m
þú
els ka re
ða
þy k
ir
væ
nt u
m
.
Í okkar netvæddu veröld sem við lifum í nú um stundir, með Facebook og Twitter okkur við hlið, er gamla góða handskrifaða bréfið nánast útdautt. Það er virkilega mikil synd vegna þess þegar kemur að því að deila okkar sönnu hugsunum, samúð, innilegri ást og þakklæti þá munu orð sem fara á milli staða með rafrænum hætti aldrei vera eilíf eins og þau sem eru skrifuð með bleki á pappír. Af hverju ætli það sé? Það er vegna þess að það að senda bréf er næst besta leiðin til að sýna sína persónulegu hlið. Pappír sem þú hefur komið við, sem þú hefur skrifað á. Þú sleikir meira að segja umslagið, ferð með það í næsta póstkassa eða ferð jafnvel með það á áfangastað. Viðtakandinn sér bréf sem þú hefur handfjatlað, hann sér persónuleikann þinn í handskrift þinni og þar fram eftir götunum. Hugsaðu þér hvað þetta litla pappírssnifsi getur tjáð miklar tilfinningar og vakið tilfinningar. Mig langar til þess að gefa þér, lesandi góður, hugmynd um það sem hægt er að gera í bréfaskriftum. Því þú þarft ekki endilega að senda hefðbundið póstkort eða sendibréf. Hægt er að fara margar mismunandi leiðir, bæði einfaldar jafnt sem innilegar og ástríðufullar. Tilefnið getur verið allt frá því að tjá ást sína í ástarbréfi eða senda jólakveðju á korti eða bara ekkert sérstakt tilefni. Leiktu þér villt og galið með efniviðinn eins og fyrstu daga Babyborn dúkkunnar í þínum höndum. Signý Jónsdóttir
Sendu nánum vini upplýsingar um gjörðir þínar síðustu daga. 88
- BENEVENTUM -
Sendu ömmu skemmtilegt jólakort.
Sendu pabba þínum gátu á vinnustaðinn.
Sendu tilgangslaust blaður út í loftið til kennara bara svona til þess að láta vita af þér.
89
- BENEVENTUM -
Halla heillar
Eftir að hafa verið bæði í hússtjórn 103 og 203 höfum við komist að mikilvægum sannleik: hússtjórn ætti að vera í kjarna allra nemenda sem stunda nám við Menntaskólann við Hamrahlíð. Ekki endilega af því að allir þurfi að læra að útbúa mat, heldur af því að enginn ætti að missa af þeim forréttindum að kynnast henni Höllu. Halla er einhver hjartahlýjasta og indælasta manneskja sem til er. Hún getur bjargað illa klúðraðri uppskrift með annarri hendi og brotið fullkomin servíettubrot með hinni, á meðan hún segir sjúklega góðar sögur af lífinu og tilverunni. Við kíktum í matarboð heim til hennar og elduðum saman í seinasta skipti. Jara, Hafþór og Móeiður
90
- BENEVENTUM -
Það fyrsta sem Halla sagði við okkur þegar við gengum inn í íbúðina hennar var „ef þið látið ekki eins og heima hjá ykkur þá hendi ég ykkur af svölunum!“. Inni hjá henni eru sögur af hverjum einasta hlut, til dæmis korktappataflan sem hún föndraði úr gömlum vínflöskutöppum og risastóra minningahillan sem inniheldur ábyggilega hundrað litla hluti, hver frá sínum stað og sínum tíma. Íbúðin er alveg eins og við ímynduðum okkur hana, ótrúlega hlýleg og opin (alveg eins og Halla sjálf). Við settumst í stofuna hennar og gæddum okkur á heimagerðum snittum og drykkjum úr kristalsglösum. Það var greinilegt að hún hefur haldið þúsundir matarboða. Strax leið okkur eins og hún væri ein af okkur vinunum, við gleymdum alveg að hún væri kennari okkar allra. Það var ekki stundarþögn allt kvöldið og við ræddum allt frá dáleiðslu yfir í photoshopgaldra yfir í skíðaferðir í Colorado. Eftir matinn vorum við líka það södd að við ræddum það alvarlega að gista hjá henni og verða bara samferða í skólann. Þetta kvöld mun sannarlega aldrei gleymast.
Hversu lengi hefur þú unnið í MH? Ég hef unnið í MH í sextán ár, þó á þremur mismunandi stöðum. Fyrst notuðum við eldhúsaðstöðuna í skátaheimilinu Landnemar, næst í eldhúsi í Skipholti og svo var eldhúsið í MH klárað korter í hrun! Hvar vannstu áður en þú komst í MH? Ég hef unnið á mörgum stöðum, ég er svo gömul sjáðiði til! Ég hef til dæmis unnið í grunnskólanum á Eskifirði og grunnskólanum á Selfossi, svo var ég í námi í 6 ár úti í Englandi og flutti svo þaðan til Bandaríkjanna og var þar í 6 ár. Þar nýtti ég tímann til að kynna mér matarmenningu mismunandi þjóða sem ég kenni svo í seinni hússtjórnaráfanganum. Ég hef líka farið á fullt af námskeiðum, meðal annars eitt hjá Juliu Child.
svo ég fer með sleikjuna ofan í og þá er bara skurnin og allt í deiginu! Ég segi við hann: „Hva, settiru skurnina í deigið??“ Og hann segir: „Já það stóð ekkert í uppskriftinni að ég ætti að brjóta eggið áður en ég setti það út í!“ Síðan var einu sinni strákur sem kom til mín og króaði mig svolítið af og sagði við mig: „Ég ætla bara að segja þér það að ég kann ekkert að elda og ég hef aldrei eldað og það er meira að segja þannig heima hjá mér að mamma stappar handa mér matinn.“ Ég sagði við hann: „Já þá ert þú á rétta staðnum! En afhverju komstu í hússtjórn?“ Og þá sagði hann: „Vegna þess að mér var sagt að ég ætti miklu meiri séns í stelpurnar ef ég kynni að elda.“
Hvað geriru í frítíma þínum, fyrir utan það að elda heimsins besta mat? Ég spila mikið golf og stunda skíðamennsku. Ég fer alltaf á jólunum og áramótunum á skíði erlendis og golfa mikið í Portúgal. Svo á ég fullt af barnabörnum og þau eru nú handfylli. Húsið mitt er líka svoldið eins og lestarstöð, alltaf fólk í heimsókn og ég held voða oft matarboð. Ég er líka greinahöfundur hjá Gestgjafanum og dómari í Hússtjórnarskólanum! Svo það er nóg að gera.
Hvernig er seinni hússtjórnaráfanginn frábrugðinn fyrri áfanganum? Í fyrri áfanganum er lögð áhersla á grunnkennslu í matreiðslu og brauðgerð. Í seinni áfanganum er engin næringarfræði og þar eru gerðar meiri kröfur til nemenda. Þar velja nemendur sér land og gera mat í takt við þá menningu sem ríkir þar. Um daginn valdi einn hópurinn amerískt þema, þá voru til dæmis eldaðar rifjur, buffaló vængir með gráðaosta sósu, „southern fried chicken“, „cornbread“, hrásalat, amerísk baka og kartöflubátar. Allir hreinlega ultu út. Aðrir hópar hafa til dæmis valið mexíkóskt þema, grískt þema og indverskt.
Nú hefur þú kennt rúmlega 1500 manns, hvernig er að hitta þau síðar meir? Mér finnst alveg rosalega gaman að kenna í MH, það eru allir svo áhugasamir og opnir. Það eru sönn forréttindi að fá að vera með svoleiðis kennslu. Það er alltaf sérkennilegt að hitta gamla nemendur sem eru komnir með stálpuð börn og eru kannski að ferma. Það eru bara allir sem eldast nema ég!
Allir sem hafa farið í hússtjórn 103 og 203 vilja aðeins eitt: Fá þriðja áfangann. Af hverju er hann ekki til? Þessi spurning hefur komið rosalega oft upp. Ég hef meira að segja ímyndað mér að í honum myndi hver og einn nemandi gera uppskriftarbók. En það er einfaldlega ekki tími til þess, ég kenni sex tíma á viku og það er ekki meiri tími í stundartöflunni.
Manstu eftir einhverjum skemmtilegum sögum af fyrri nemendum? Það var einn nemandi sem var mjög nákvæmur og vildi gera allt rétt og hans verkefni var að baka köku. Þegar hann er búinn að gera deigið kallar hann í mig og spyr mig hvort að þetta sé ekki bara fínt hjá sér. Ég horfi ofan í skálina og segi; „Nei, þetta er eitthvað svo kekkjótt! Þú verður að hræra meira.“ Og hann hræri meira, og kallar svo í mig. Deigið er enn jafn kekkjótt
Þá er komið að spurningunni sem allir vilja svarið við, hver er uppáhalds maturinn og eftirrétturinn þinn? Það myndi vera önd. Heilsteikt vel heppnuð önd með stökku skinni með góðri appelsínusósu og látlausum kartöflum er alveg það besta. Uppáhalds eftirréttur myndi vera ís. Látlaus vanillu ís. Það er alveg sama hversu mikið ég hef borðað, ég hef alltaf pláss fyrir ís! Það er eitthvað íshólf í mér sem er ætlað ís og eingöngu ís. 91
- BENEVENTUM -
Fylltar tortillaskálar
Guacamole
Græn hrísgrjón
6 mjúkar tortillakökur (minni tegundin) 1 bakki nautahakk 1 bréf taco-krydd 1 krukka tacosósa 1 dós „refried beans“ Rifinn ostur (cheddar) Krydd að vild
2 þroskaðar lárperur (avocado) 1 msk laukur, saxaður 1 tómatur, fræhreinsaður (má sleppa) 1 fersktur grænn eldpipar, fræhreinsaður 2 msk súrsað jalapeno 2 msk ferskt kóríander 2 hvítlauksrif, pressuð 3-4 msk súraldinsafi (lime) Salt og pipar
½ búnt steinselja ½ bakki kóríander 1 rauður/grænn eldpipar, fræhreinsaður ½ laukur 2 hvítlauksgeirar, pressaðir 1 tsk salt 3 msk matarolía 3 dl hrísgrjón með hýði 7 ½ dl vatn 1 grænmetisteningur
Steikið nautahakkið á pönnu, kryddið með taco-kryddi. Látið sjóða saman í 2 mínútur á pönnunni. Blandið taco-sósu og baunum saman við og látið suðuna koma upp. Takið af hitanum. Bragðbætið að smekk. Smyrjið olíu í möffinsform eða lítil eldföst mót. Klæðið mótin með tortillakökunum. Þær koma til með að standa upp úr. Jafnið nautakjötsblöndunni í formin og stráið rifnum osti yfir. Gott að láta saxaðar ólívur og súrsað jalapeno undir ostinn. Bakið við 180°C í 15 – 20 mín. Eða þar til osturinn er bráðinn og kökurnar fallega brúnar. Berið fram með góðu salati, sýrðum rjóma, guacamole og salsasósu. 92
Blandið saman lauk, hvítlauk, tómat, eldpipar og kóríander í matvinnsluvél eða með töfrasprota. Skerið lárperuna langsum í tvennt, fjarlægið steininn og afhýðið, blandið saman við í matvinnsluvélinni. Bragðbætið með salti og pipar og hrærið súraldinsafanum út í. Færið yfir í þá skál sem bera á fram í. Berið fram með mexíkóskum réttum eða sem ídýfu með tortilluflögum.
Saxið smátt steinselju, kóríander, eldpipar, lauk og hvítlauk. Látið í matvinnsluvél eða töfrasprota ásamt 1 dl af vatni og maukið. Hitið olíu í potti og brúnið hrísgrjónin. Hellið kryddblöndunni saman við ásamt 6 ½ dl af vatni, salti og grænmetisteningi. Sjóðið í 30 mín eða þar til grjónin hafa tekið í sig allt vatnið.
- BENEVENTUM -
Kjúklingatortillasúpa
Tacosalat
¾ dl matarolía 2 hveititortillur ½ laukur saxaður 90 g kjúklingur í mjög litlum bitum 8 dl kjúklingasoð/vatn og kjúklingateningur 1 eldpipar, saxaður 2 msk ferskur súraldinsafi (lime) Salt og pipar
Salatblöð Lárpera Mangó Safi úr súraldin (lime) Tómatar Paprika Jalapenó Fetaostur í krukku, olía Tacoflögur
Hitið olíu í potti, skerið tortillukökurnar í mjóar ræmur (1/2 sm) og steikið í pottinum, takið upp úr og látið á disk. Hitið 1 msk olíu aftur í pottinum og hitið laukinn í ca 2 mín. þar til hann mýkist en brúnast ekki. Bætið kjúklingi og eldpipar út í og látið krauma vel. Hellið 8 dl af vatni í ásamt kjúklingateningi og látið suðuna koma upp og sjóðið í 5 mín við vægan hita í lokuðum potti. Látið súraldinsafann í, kryddið með salti og pipar. Setjið tortilluræmurnar á súpudiska og hellið heitri súpunni yfir. Skreytið með eldpipar eða kóriander.
Skolið salat og skerið í litla bita. Raðið fallega í víða skál. Brytjið lárperu í litla bita og raðið ofan á. Kreistið súraldinsafa yfir. Saxið tómata, mangó og papriku og raðið ofan á. Saxið jalapenó og raðið ofan á. Jafnið fetaosti yfir og hellið olíu úr krukkunni yfir. Myljið tacoflögur milli fingra yfir salatið. Ekki blanda salatinu saman.
Ís með súkkulaðisósu og kanilflögum
4 hveititortillur 50 g smjör 2 msk sykur 2 tsk kanilduft
Hitið ofninn í 200° C. Bræðið smjörið við vægan hita og blandið sykri og kanildufti saman við. Smyrjið tortillurnar með blöndunni. Skerið hverja köku í 8 hluta og raðið á bökunarplötu m/pappír, með smjörhliðina upp. Bakið þar til gullinbrúnt og stökkt eða ca 8 mín. 100 g súkkulaði 56% eða 70% 1 dl rjómi 1 tsk kanilduft 1-2 msk sterkt kaffi 1 tsk sykur Saxið súkkulaði og setjið í pott ásamt rjómanum. Hitið við vægan hita þar til súkkulaðið er bráðið. Blandið kanildufti,sykri og kaffi saman við. Látið hitna saman. Takið af hitanum og látið kólna. Borið fram: Látið ískúlu/r á disk, hellið sósu yfir og stingið kanilflögum í ísinn eða leggið til hliðar. 93
- BENEVENTUM -
Uppskeruhátíð listnema Í Listaháskóla Íslands er mikil gróska og margt um að vera hverju sinni. Yfir árið býður skólinn upp á fjöldann allan af viðburðum sem, nota bene, kostar ekki krónu á. Þetta eru t.d. tónleikar hjá tónlistardeild og leik- og danssýningar hjá Sviðslistadeild. Á vorin er hvað mest um að vera því þá eru útskriftarsýningar úr öllum deildum. Þann 25. apríl opnar í Hafnarhúsinu sýning Hönnunar- og arkitektúrdeildar og Myndlistardeildar, lokasýning leikarabrautar er frumsýnd í lok apríl og lokaverkefni í skapandi tónlistarmiðlun verða kynnt í Tjarnarbíói 13. maí auk þess sem fjöldi annarra sýninga og tónleika verða í apríl og maí. Við hvetjum ykkur til að kíkja á þessa mjög svo spennandi viðburði en nánari dags- og tímasetningar má finna inn á facebooksíðu Listaháskólans sem og www.lhi.is. Við spjölluðum við útskriftarefni úr öllum deildum skólans og fengum að forvitnast örlítið um lokaverkin þeirra. Sigrún Perla Gísladóttir
Tónlist - Skapandi tónlistarmiðlun Þorgrímur Þorsteinsson Skapandi tónlistarmiðlun er mjög opin braut og er blanda af hinum greinum tónlistardeildarinnar. Grunnfagið er Miðlun, sem snýr að því að miðla tónlist til samfélagshópa, t.d. að vinna með börnum eða föngum. Ég hef tekið stefnuna mikið á menningarstjórnun og tónsmíðar. Lokaverkefnið mitt er svolítil samsuða af því sem ég hef verið að gera í gegn um námið. Lokaverkefnið sjálft er að stofna tónlistarútgáfu sem gefur út tónlist eftir ungt fólk sem er að semja klassíska tónlist. Það er í rauninni enginn vettvangur fyrir það í dag og snýr því verkefnið að því að búa til stökkpall fyrir unga flytjendur og tónsmiði til að koma sinni sköpun á framfæri. Þegar ég byrjaði í skólanum vorum við þrír sem sköpuðum tónlistarhátíð tónsmíðanema, Ómkvörnina, sem er haldin tvisvar á ári í Hörpu. Þetta lokaverkefni er beint framhald af því. Þessi hátíð var mjög lærdómsrík og er enn gangandi. Í tónlistarmiðlun erum við með kynningar á lokaverkefnunum. Við erum þrjú að útskrifast í vor og fáum við klukkutíma hvert til að kynna okkar verkefni. Mín kynning felst í því að segja frá því sem ég hef verið að gera í skólanum. Ég segi síðan frá ferlinu; það hefst á því að ég hef samband við tónskáld og flytjendur og para þau saman, sex tónskáld skila inn verkum, síðan fer ég með flytjendurna á Eskifjörð þar sem við tökum upp í kirkjunni þar sem er sérhönnuð fyrir tónlist, þá vinn ég upptökurnar og kem þeim á flutningshæft form og bý til myndbönd sem verða sýnd á kynningunni, kannski verður eitthvað af þessu flutt á kynningunni. Það er mikið stefnt að því að það sem þú ert að gera sem lokaverkefni geti haldið áfram og vaxið. Ef verkefnið gengur vel getur þetta haldið áfram á næsta ári og orðið vettvangur fyrir útgáfu ungs fólks. Samfélagið í dag býður alveg upp á það að þetta geti haldið áfram og orðið eitthvað stærra. 94
- BENEVENTUM -
Hönnun & arkitektúr - Vöruhönnun Sigrún Thorlacius Vöruhönnun hefur breyst mjög mikið undanfarin ár. Upphaflega gekk þetta svolítið út á það að menn voru bara að hanna hluti, selja og græða. Núna er búið að snúa blaðinu við og menn eru meira að horfa sér nær, hvað hægt er að gera úr nærumhverfinu og reyna að finna nýjar leiðir til að nýta betur hráefni og minnka sóun á allan hátt. Það að framleiða hluti sem kosta dýrt efni eða mikla mengun, það er ekkert í tísku lengur. Ég lærði líffræði einu sinni og hef því áhuga á lífverum og því að bæta jörðina sem við göngum ekkert allt of vel um. Ég er að vinna með sveppi, það hefur komið í ljós að sveppir geta brotið niður nánast öll eiturefni sem finnast á jörðinni en eru samt mjög lítið rannsakaðir og lítið vitað um þá. Mín hugmynd er sú að það verði hægt að nota sveppi í framtíðinni til að brjóta niður t.d. plast, olíu og þungmálma og er ég sérstaklega að horfa á gamlan urðunarstað í Reykjavík sem heitir Geirsnef. Þar var hrúgað niður bílhræum og alls konar rusli án nokkurs eftirlits, svo þar eru spilliefni og þungmálmar og alls kyns eitur. Áður en þetta fer allt að renna út í hafið væri voða gott að geta bara eytt þessu. Ég er í samstarfi við rannsóknarstofur, háskóla og Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur og hef aðgang að ýmsum gögnum og rannsóknarstofum en ætla mér að reyna að setja þetta einfalt fram svo fólk þurfi ekki að eyða miklum tíma í að skilja hugmyndina. Við byrjuðum á lokaverkefninu í janúar, völdum okkur þrjú efni sem við rannsökuðum og á endanum varð eitt ofan af, í mínu tilfelli sveppirnir. Síðan þá hef ég verið að rannsaka þá frá öllum sjónarhornum sem ég get og pæla í því hvernig ég get komið þessu frá mér. Þið munuð vonandi fá að sjá eitthvað af sveppum að vinna vinnuna sína; brjóta niður það sem við eigum erfitt með að eyða úr umhverfinu okkar.
Sviðslistir - Leikarabraut Kjartan Darri Kristjánsson Leikaradeildin er á Sölvhólsgötu og erum við í „Smiðjunni“ sem hefur verið sýningaraðstaða sviðslistadeildarinnar. Dansarar, sviðshöfundar og leikarar nota þetta rými á síðasta árinu sínu. Á haustönn á lokaárinu settum við upp þrjár sýningar; Systur eftir Tjekkoff, næst Stóraland, frumsamið verk unnið með Unu Þorleifsdóttur, við unnum senur út frá ákveðnu hugtaki sem við límdum saman í sýningu í lokin, loks kom Rafael Bianciotto trúðameistari og kenndi okkur. Seinasta önnin hófst á einstaklingsverkefnum en við byrjuðum saman á lokaverkefninu í lok febrúar. Sem lokaverkefni erum við að setja upp sýninguna „Að eilífu“ eftir Árna Ibsen. Leikstjórinn okkar er Stefán Jónsson sem er fagstjóri leikarabrautar, hann leiðir okkur í gegn um þetta, velur verkið og skipar í hlutverk. Við fengum hlutverkin í fyrstu æfingaviku, lesum saman í eina til tvær vikur og förum síðan beint út á gólf. Núna erum við á fullu að æfa og er stefnt að allavega tólf sýningum. Það kostar ekkert inn á sýninguna og hvet ég fólk til að fylgjast með á Facebook varðandi miða. Það er klárlega mög lærdómsríkt fyrir ungt fólk að koma á sýningar hjá nemendum sem eru fullir af eldmóði í því sem þeir eru að gera. Hvaða dyr námið opnar fyrir nemendum er mjög mismunandi eftir hverjum og einum, sumir fá símtöl frá leikhúsunum og samning í kjölfarið þar sem þau fara inn í verkefni hjá Þjóðleikhúsinu og Borgarleikhúsinu. Aðrir fá ekki símtöl og þá tekur bara eitthvað annað við, annað hvort fer fólk að búa eitthvað til og „dembir sér í harkið“ en einnig er mjög mikið til af spennandi sjálfstætt starfandi leikhópum sem fólk gengur til liðs við.
Myndlist Sara Björg Bjarnadóttir Fyrir lokaverkefnið mitt ákvað ég að vinna með þessar aðstæður sem eru fyrirfram gefnar þar sem ég er að spá í arkitektúrnum inni í sýningarýminu í safninu. Þessi samsýning er svo stór og fjölbreytt og er mest sóttasta sýning ársins í safninu, margt að gerast. Mig langaði að vinna með þessar aðstæður og er að gera tröppur sem má fara upp á og fá smá yfirsýn yfir sýninguna. Mig langaði að snúa þessu aðeins við og sjá einhvern veginn heildina, undirstrika það hvað þetta er skemmtileg heild sem er að sameinast í þessari sýningu. Skemmtilegt að tengja sig inn í þessar aðstæður frekar en að koma með sinn heim og aðlaga hann að aðstæðunum. Mér finnst þetta verk vera frekar ósjálfráð afleiðing af því sem ég hef verið að gera. Ég var með einkasýningu í haust þar sem ég var að spá í áhorfandanum inn í rýminu og hvernig maður getur staðsett hann og gefið honum ákveðna yfirsýn. Þetta er mjög opið nám og einstaklingsmiðað, hver og einn fer sína leið. Myndlist teygir sig í allar áttir. Mér finnst námið hafa hjálpað manni að átta sig á því að maður getur búið til sínar eigin reglur og fylgt sínum draumum. Mínir framtíðardraumar eru þeir að láta alla mína drauma rætast og það í gegn um myndlist. Ég er mikið búin að vera að vinna með æskudrauma sem fylgja mér. Áður fyrr þegar maður þurfti að velja skóla eða einhverja stefnu, þá var mjög erfitt að helga sig einhverju einu þegar maður hefur svona breitt áhugasvið. Mér finnst myndlistin vera mjög opin og mér finnst ég, í nafni myndlistarinnar, geta gert allt. 95
- BENEVENTUM -
Skissa/stúdía fyrir lokaverkefni Söru Bjargar.
96
- AUGLÝSING -
Það er komið nýtt app á markaðinn. Þetta app heitir Meniga og á að hjálpa fólki að hafa yfirsýn yfir fjármálin sín. En hvernig virkar það? Við fórum í vettvangsferð í Meniga og hittum Kristján Frey Kristjánsson og Hrafn Stefánsson sem fóru yfir málin með okkur. Það má með sanni segja að allir græði á Meniga.
Hvað er Meniga? Grundvallarhugmyndin á bakvið Meniga er hugbúnaður sem hjálpar fólki að spara. Það gefur skýra og einfalda mynd af fjármálum einstaklinga og er mjög auðvelt í notkun. Til þess að ná í appið þarftu að eiga bankareikning og allar upplýsingarnar frá heimabankanum fara sjálfkrafa inn í appið. Þar geturðu svo skoðað hvað þú eyddir miklum pening hvern dag fyrir sig, skoðað hvað þú eyddir miklu á hverjum stað seinustu mánuði og sett þér markmið. Allt er þetta þó ópersónugreinanlegt og meðhöndlun á gögnum er alveg eins og í heimabankanum. Við leggjum mikið upp úr því að upplýsingarnar haldist öruggar.
Af hverju ætti ég að fá mér Meniga? Við erum í stöðugri vöruþróun. Nú vorum við að bæta inn svokölluðum kjördæmum. Kjördæmi eru endurgreiðslutilboð sem eru byggð á þínum venjum. Þannig færð þú bara kjördæmi sem henta þér. Ef þú kaupir mikið af skyndibitum færðu tilboð hjá fyrirtækjum sem selja skyndibita og svo framvegis. Þú greiðir fullt verð við kassann en þann átjánda hvers mánaðar færðu endurgreiðslu inn á reikninginn sem er tengdur Meniga. Þú safnar engum punktum eða neitt, þú færð peninga til baka sem þú getur nýtt þér í hvað sem er. Rúsínan í pylsuendanum er sú að þessi Meniga afsláttur bætist ofan á alla aðra afslætti. Þú getur þess vegna nýtt þér NFMH afsláttinn við kassann og fengið síðan Meniga endurgreiðslu af því verði sem þú borgaðir með afslættinum. Þess vegna fer réttur afsláttur á rétt fólk og þú færð tilboð sem nýtast þér.
Rúsínan í pylsuendanum er sú að þessi Meniga afsláttur bætist ofan á alla aðra afslætti.
W W W.MENIGA.IS 97
- BENEVENTUM -
Innan veggja MH gerist ýmislegt sem fáir vita af en dæmi um það er regluleg íþróttaiðkun kennara og annarra starfsmanna skólans í íþróttasalnum. Suma daga er þar stundað badminton en aðra daga verður körfuboltinn fyrir valinu. Beneventum fékk sérstakt leyfi til að festa atburðina á filmu. Atli Arnarsson
98
- BENEVENTUM -
99
- BENEVENTUM -
100
- BENEVENTUM -
101
- BENEVENTUM -
102
- BENEVENTUM -
103
- BENEVENTUM -
104
- BENEVENTUM -
105
Námsmenn
Fylgstu með tilboðum í Íslandsbanka Appinu Stúdentakortið og Íslandsbanka Appið gera lífið skemmtilegra Handhafar Stúdentakortsins fá fjölbreytt og spennandi tilboð sem koma sér vel fyrir námsmenn. Náðu í Íslandsbanka Appið og sjáðu tilboðin streyma til þín.
Studen t
islandsbanki.is
Netspjall
Sími 440 4000
Sæktu Íslandsbanka Appið á islandsbanki.is/app
Upplifðu heiminn og
njóttu lífsins!
- BENEVENTUM -
Ve m a t s u v inu r minn „Bannað að tala við ókunnuga á netinu, þú veist aldrei hvað getur gerst“. Oft á mínum yngri árum heyrði ég þessa setningu frá foreldrum, skólafulltrúum og vinum og tók ég þessa setningu mjög alvarlega alveg þangað til ég byrjaði á Twitter. Fyrir þá sem vita ekki hvað Twitter er þá er hér einföld útskýring: Twitter er samskiptamiðill þar sem aðilar geta „tíst“ tvítum sem eru undir 140 bókstafir. Áður en ég byrjaði fyrir alvöru á samskiptamiðlinum hélt ég að hann væri einungis fyrir vel þekkta aðila og því líka og ég hugsaði ekki ósjaldan með mér „Hvað gæti ég sagt á Twitter??? Nennir einhver virkilega að fylgjast með því sem ég er að gera??? Af hverju ætti fólki ekki að vera skítsama um það hvað ég væri að gera í mínu daglega lífi?“. Í október 2013 byrjaði ég fyrir alvöru á Twitter. Ég byrjaði að fylgja fólki sem ég þekkti og vissi hver var, og sömuleiðist byrjaði ég að fá fylgjendur. Einn af þessum fylgjendum sem ég eignaðist heitir Vematsu og er frá Japan. Vematsu byrjaði á Twitter í byrjun árs 2013. Ástæða þess að Vematsu byrjaði á Twitter er sú að hann vildi fylgjast með framförum sínum á trjábúti sem hann var að tálga. Hann hafði fyrst samband við okkur, Íslendingana sem erum á Twitter, í byrjun nóvember 2013. Hann fann okkur með því að leita að orðinu „kolkrabbi“ í leitarvélinni á Twitter. Hann leitaði að orðinu á mismunandi tungumálum og talaði við þá og vini þeirra sem höfðu tíst því. Fljótlega fór hann að sýna teiknihæfileikana sína og byrjaði að teikna myndir af okkur, byggðar á forsíðumyndunum okkar, þær hétu Ichimotsukun. Þær voru allar í laginu eins og typpi. Einn daginn breytti hann til og byrjaði að „morpha“ myndum saman. Hérna er mín mynd:
108
- BENEVENTUM -
Eftir Ichimotsukun-æðið byrjaði hann að teikna annars konar myndir af okkur, Vemamon myndir. Vemamon myndir eða Vematsu monster eru myndir sem eru einnig byggðar á forsíðumyndunum okkar og skrímslum. Höfuðið á fígúrunni er andlitið á aðilanum en búkurinn er skrímsli. Fljótt fór fólk að sjá myndirnar sem Vematsu var að teikna og báðu margir hann um að teikna Vemamon mynd af sér.
Eftir að Vematsu sá hvað þetta var orðið vinsælt ákvað hann að búa til kort úr Vemamon myndunum. Þaðan koma Vemamon kortin. Hann segir: „Kortin eru skilaboð frá mér um ást, kímnigáfu, hamingju og virðingu. Ég hef 3333 hugmyndir af Vemamon í heilanum, finnst þér það ekki fyndið? Að það sé Japani hugsandi þetta hinum megin á hnettinum?“ Vematsu byrjaði að skipuleggja kortin, fann fólk á Twitter til að aðstoða sig við litgreiningu, textagerð og nafngiftir. Hvert kort hefur eitt Vemamon á sér, nafn og texta og kostar 89 kr. Kortin kosta 89 kr. því einhvers staðar sá Vematsu að kókómjólk kostaði 89 kr. á Íslandi. Allur ágóði af kortunum á að renna til Rauða Kross Íslands. „Rauði Kross Íslands hjálpaði við uppbyggingu eftir jarðskjálftann sem reið yfir Honshu þann 11. mars 2011. Þess vegna vil ég að allur ágóðinn renni til Rauða Krossins“ sagði Vematsu. Hann hefur hingað til sent kort hingað nokkrum sinnum og í hverri sendingu breytir hann til og bætir. Þegar ég fékk mína fyrstu sendingu frá honum fékk ég einnig skemmtilegt kort.
109
- BENEVENTUM -
Þegar aðili kaupir kort þá dregur hann úr bunkanum þann fjölda sem hann vill kaupa. Vematsu sendi kort um jólin. Jóla-Vemamon og áramótakort. Þau kort voru ókeypis. Þar var hann búinn að teikna mig og sig sjálfan sem jólasvein. Vematsu hafði pakkað hverju einasta jólakorti inn í umslag og innsiglað það með límmiða af Ichimotsukun myndinni sinni. Framan á áramótakortunum var ráðgáta sem hægt var að leysa og kom þá út mynd af kolkrabba. Aftan á áramótakortunum voru persónuleg skilaboð til aðilans sem fékk kortið. Aðeins nokkrir aðilar fengu kort, allt fólk sem hefur hjálpað til og haft regluleg samskipti við Vematsu á Twitter.
Nýjustu Vemamon kortin og jólakort.
Áramótakortin.
110
- BENEVENTUM -
Stuttu eftir að ég byrjaði að taka meira og meira þátt í því sem Vematsu var að gera byrjaði hann að hafa meiri og meiri áhuga á því sem ég var að gera. Fljótlega urðum við mjög góðir vinir og tölum saman daglega. Við tölum saman á Twitter og einnig á Snapchat. Snapchatið hans er: vematsu. Aldrei hafði hann talað venjulega við mig, aðeins með einhverri furðulegri rödd. En eitt gott kvöld hringdi Vematsu í mig í gegnum „Skype eiginleikann“ á Snapchat. Hann sagði: „Hello Sara! This is Vematsu“. Mér brá svo ótrúlega mikið að ég hélt fyrir munninn á mér og sagði einungis: „YES YES YES YES THIS IS SARA HELLO HELLO HELLO HELLO“. Eftir það kvöld höfum við oft talað saman á Snapchat og ég get svo sannarlega sagt að það krúttlegasta í þessum heimi er að heyra Vematsu flissa. Það eina sem maður þarf að gera er að segja: „AAAAYYOOO“, og hann flissar og flissar í dágóðan tíma. Vematsu gerir alls konar nýja hluti á Twitter vikulega. Eina vikuna stofnaði hann rapphljómsveitina „Saraboys“ fyrir mig og vin minn á Twitter, aðra viku var hann að koma með hugmyndir að appi, t.d. app sem breytir um forsíðumynd í eina mínutu þegar klukkan slær 04:20. Einnig vill hann búa til boli og dúkkur fyrir Vemamon.
Í byrjun árs talaði ég við hann og spurði hann hvort ég mætti senda honum pakka. Hann sagði að ég þyrfti að bíða þangað til að hann ætti afmæli 15. febrúar. Ég beið til 15. febrúar og ýtti á eftir honum með að gefa mér nafn og heimilisfang. Þann dag fékk ég, loksins eftir eitt og hálft ár, að vita það nánasta um hann. Ég fékk nafn og heimilisfang og á næstunni mun hann fá pakka frá Íslandi með alls konar hlutum, t.d. kókómjólk, myndir af kolkröbbum og nammi. Þegar ég hugsa um Vematsu þá sé ég fyrir mér ungan mann sem lítur ekki stórt á sig og áttar sig ekki á því hversu frábær og klár hann er. Því ef ég á að segja satt frá þá er Vematsu ekki með eitt vont bein í líkama sínum og með einhverja hreinustu sál sem fyrirfinnst í þessum heimi. Ég er afar þakklát fyrir að hafa kynnst honum og fá að vinna með honum að kortunum því út frá þessu verkefni hef ég kynnst svo mörgun frábærum aðilum sem ég get kallað vini mína. Ef þú kæri lesandi hefur ekki enn fengið tækifæri til að kynnast Vematsu þá mæli ég eindregið með því að þú farir inn á www.twitter.com og leitir að „Vematsu“ og sjáir hvað þessi ungi maður hefur upp á að bjóða. Sara Þöll Finnbogadóttir 111
- BENEVENTUM -
112
- BENEVENTUM -
Af plastdrasleyju og mönskrukkum Á hverri mínútu eru notaðir um það bil milljón plastpokar í heiminum. Það gera 60 milljónir á klukkutíma, sem einmitt gera 1,4 milljarð á sólarhring. Það eru rúmlega 500 milljarðar af plastpokum á ári. Þessir pokar lifa síðan hver og einn í um 1.000 ár. Það þýðir að pokinn sem þú fékkst í búðinni í dag mun enn vera til þegar barnabarnabarnabarnabarnabarnabarnabarnabarnabarna...(x30)...barnið þitt mun vera um það bil að fæðast. Hvert fer eiginlega allt óendurvinnanlega ruslið sem við látum frá okkur? Maskaraumbúðirnar sem þú hentir í gær, tannkremstúpan sem fór í ruslið í fyrradag og snakkpokinn sem þú ást úr á föstudaginn. Í Kyrrahafinu hefur myndast plastdrasleyja en erfitt er að meta stærð hennar þar sem stór hluti ruslsins er undir yfirborði sjávar og sést því ekki að ofan. Talið er að eyjan sé frá um það bil sjö sinnum yfirborðsflatarmál Íslands að stærð allt upp í 150 sinnum Ísland. Reiknast hefur að það tæki 67 skip eitt ár að hreinsa upp minna en 1% ruslsins í Kyrrahafinu. Þessar staðreyndir koma eflaust kylliflatt framan í flesta og það er fátt sem við getum gert til að beinlínis laga þetta en það er þó ýmislegt sem við getum gert til að hægja á og vonandi á endanum stöðva þessa þróun. Hér koma nokkur ráð sem auðvelt er að tileinka sér og getur þá veirð ágætt að hafa gömlu góðu klisjuna um að margt smátt geri eitt stórt í huga.
Mönskrukkur
Nestisfólk kannast flest við það að taka með sér smá möns í poka, hnetur, rúsínur, allskonar gotterí. Þessu fylgja þó oftast llitlir eiðinda plastpokar sem enda í ruslinu korteri seinna. Krukkur eru hér galdralausn, gamlar sultukrukkur, ólívukrukkur og hvað sem er. Svo er líka miklu girnilegra að borða rúsínurnar sínar úr gleri heldur en plasti.
Ávextir í lausu
Ávextir eru svo heppnir að vera gæddir þeim magnaða eiginleika að hafa lífrænar og ætar umbúðir. Plastpokar í ávaxtadeild eru því í rauninni óþarfir. Eplin hafa hvort eð er verið umbúðalaus alla leiðina í búðina svo plastpoki til að ganga með það að kassanum og annar til að halda á heim gera varla mikið gagn.
Eldspítur > kveikjarar
Ef þú þarft að kveikja á kerti, tendra varðeld eða nota eld í einhverjum öðrum tilgangi veldu þá eldspítur fram yfir kveikjara. Litlu plastkveikjararnir munu lifa lengur en við öll og hafa þeir m.a. fundist í mögum dauðra fugla. Það getur verið góð lausn að kaupa áfyllanlegan kveikjara.
Bless rör
Rör eru alveg næs en hei við erum flest með flinkan munn og hendur sem geta séð um þetta sjálf. Rör eru kannski ekki fyrirferðamesti plasthluturinn en þau eru eitthvað sem er svo auðvelt að sleppa. Ekki gleyma; margt smátt gerir eitt stórt.
Með hendur í hári
Hljómar kannski skítugt en búirðu yfir síðu hári væri ekki svo vitlaust að nota það sem handklæði á almenningsklósettum sem aðeins bjóða upp á pappír. Hendurnar eru jú nýþvegnar og hárið vonandi líka. Sigrún Perla Gísladóttir
113
- BENEVENTUM -
114
- BENEVENTUM -
Mi s þ y r ming Ég er búin að mæla mér mót við þungarokkshljómsveitina Misþyrmingu. Við ljósmyndarinn bíðum tvö í húsasundi upp á Höfða og ég veit ekkert við hverju ég á að búast. Bíll stoppar neðst í götunni og út úr honum koma fjórir svartklæddir menn allir með hljóðfæri í hönd labbandi í áttina til mín. Ég er að skíta á mig. Það kemur svo í ljós að það er ekki jafn slæmt og ég hefði haldið að hitta fjóra þungarokkara í húsasundi. Við förum inn í stúdíóið og þeir sýna mér aðeins um áður en þeir byrja æfinguna. Þeir vara mig við að tónlistin sé svolítið hávær og rétta mér eyrnatappa. Ég þakkaði fyrir hugulsemina en fannst þetta helst til langt gengið. Ég var mætt á æfingu og það kom ekkert annað til greina en að fá myrkrið beint í æð. Strax í fyrsta lagi átta ég mig á því að kannski þurfi ég einmitt mjög mikið á eyrnatöppunum að halda. Þegar ég sit þarna inni í stúdíóinu og hlusta á þá spila lögin sín þá skil ég vel hvað er verið að tala um þegar sagt er að Misþyrming sé sönnun þess að besta þungarokkið komi frá Íslandi. Jafnvel fyrir mig sem hlusta ekkert á þungarokk get ég samt hlustað á tónlistina þeirra og notið . Tónlistin er þung en hefur samt góða melódíu sem gerir það að verkum að hún hrífur mann strax við fyrstu hlustun og gefur þyngdinni vægi. Íslenska hljómsveitin Misþyrming var stofnuð haustið 2013 og samanstendur af forsprakka hljómsveitarinnar, gítarleikara og söngvara Degi Gíslasyni, bassaleikaranum Gústafi Evensen, gítarleikaranum Tómasi Ísdal og trommuleikaranum Helga
Rafni Hróðmarssyni. Allir eru þeir á aldrinum 22-27 ára. Þeir komu fyrst fram á Eistnaflugi í fyrra þar sem að bresk fréttakona féll fyrir þeim og birti grein um þá á vefmiðlinum Noisey. Misþyrming gaf út sína fyrstu plötu „Söngvar elds og óreiðu“ þann 7. febrúar en hún seldist upp á aðeins tveimur dögum. Þeir settu plötuna upp fría á vefmiðlinum Bandcamp en þar er að finna spjallþráð þar sem allskonar fólk kemur saman og bendir fólki á hinar og þessar þungarokkshljómsveitir. Þar nýtur Misþyrming fádæma vinsælda innan þungarokkssamfélagsins. Aðdáendur eru á sama máli um að hér sé eitthvað nýtt og ferskt á ferðinni. Misþyrming er með stór plön fyrir sumarið og framtíðina en þeir munu spila á Inferno; stærstu þungarokkshátíð í heimi sem haldin er í Osló í apríl. Um Verzlunarmannahelgina munu þeir spila í Bergen á hátíð sem heitið Beyond the Gates. Í desember spila þeir á virtustu þungarokkshátíð í heimi sem heitir Nitrocial Black Mass og er haldin í Brussel. Þegar ég spurði strákana hvort að tónlist þeirra tengdist reiði þá svöruðu þeir því neitandi. Þungarokk er ekkert alltaf tengt reiði. Þeir segja tónlistina meira jákvæða útrás. „Þegar maður lifir sig svona inn í tónlistina og það er svona mikið að gerast í einu þá myndast svo hrikalega mikil orka og þá fer maður bara í hálfgert „zone“. Það er ákveðin hugleiðsla að fara á æfingu.“ Vigdís Kristjánsdóttir 115
- BENEVENTUM -
116
- BENEVENTUM -
117
- BENEVENTUM -
Ljósmyndakeppni Myrkrahöfðing ja Í dómnefnd sátu // Andri Sigurður Haraldsson Lárus Sigurðsson / Vilhelm Gunnarsson
1. sæti Sigrún Hrólfsdóttir 118
- BENEVENTUM -
2. sæti Urður Einarsdóttir
3. sæti Þjóðarsál - Sóley Halldóra Williams
119
- BENEVENTUM -
Mynd valin af ritstj贸rn S贸lr煤n Ylfa Ingimarsd贸ttir
120
SONY NÆR ANDARTAKINU „Ég nota Sony myndavélar til að fanga fegurð íslenskrar náttúru.“ Páll Stefánsson
Sony Ambassador
netverslun.is
- BENEVENTUM -
Gó ð g e r ð a r v ik a Góðgerðarvikan var haldin hátíðleg dagana 2. - 6. febrúar. Að þessu sinni var félaginu Fjólu lagt lið. Fjóla eru samtök fólks með samþætta sjón og heyrnarskerðingu. Margt spennandi var um að vera, bæði innan skólans sem utan. Það sem stóð upp úr var dansíókýið þar sem nemendur og kennarar dönsuðu af sér skóna í hádegishléi. Nemendur skorti ekki ímyndunaraflið þegar kom að áheitunum og margt afar áhugavert gert. Sem dæmi um það má nefna að Bjarnheiður stærðfræðikennari skipti um hlutverk við nemanda í einn skóladag, sem þýddi að ég kenndi hennar hópum stærðfræði einn góðan mánudag meðan Bjarnheiður fylgdi minni stundatöflu. Einnig var Guðrún Úlfarsdóttir meðlimur Gettu Betur liðsins með það frábæra áheit að bora í nefnið í beinni útsendingu sem hún og gerði. Síðast en ekki síst var auðvitað Jazzkvöldið sjálft, yndislega ljúf kvöldstund í Norðurkjallara umvafin fallegum tónum frá hæfileikaríka jazztríóinu ¾. Hlakka til að heyra meira frá þeim í framtíðinni. Samtals söfnuðust þrjúhundruðþúsund krónur í vikunni og rann sú fjárhæð óskipt til Fjólu. Emmháingar! Tökum höndum saman og höldum áfram að láta gott af okkur leiða. Margt smátt gerir eitt stórt. Signý Jónsdóttir Góðgerðarráði
122
- BENEVENTUM -
S ö n g k e p p n i MH Í byrjun febrúar byrjaði söngkeppnisferlið. Við í Óðrík héldum prufur fyrir keppnina og hvorki meira né minna en 37 atriði tóku þátt. Við fengum til liðs við okkur þrjá dómara sem sátu tvö kvöld og hlustuðu á fagra flóru Emmháinga þenja raddböndin og völdu dómararnir 15 atriði sem komust áfram í keppnina. Dómararnir völdu fyrst og fremst eftir sönghæfileikum en hugsuðu einnig um sviðsframkomu, fjölbreytileika atriða og skemmtanagildi. Allir umsækjendurnir eiga lof skilið fyrir það að hafa tekið þátt því það tekur mikinn kjark að syngja fyrir framan þrjá dómara inni í lítilli skólastofu. Ég tek að ofan fyrir þeim öllum. Söngkeppni Óðríks Algaula var haldin hátíðleg mánudagskvöldið 2. mars í Gamla Bíó. Þar fengu áhorfendur að njóta þessara 15 atriða sem voru öll hvert öðru glæsilegri. Ég get vart ímyndað mér hversu strembið það hefur verið fyrir dómarana að komast að niðurstöðu, allir hefðu átt skilið að komast í toppsætin. Þvílíkt fjölbreyttur hópur keppenda gerði kvöldið ógleymanlegt. Húmor, fegurð, hæfileikar og skemmtun einkenndu kvöldið. Kynnarnir, Jóhanna Rakel og Ísak Hinriksson, settu punktinn yfir i-ið með gleði og leikhæfileikum sínum. Eftir keppnina varð mér það enn ljósara hversu góð samvinna ríkir innan veggja NFMH. Það er fjarri lagi að Óðríkur Algaula hafi eingöngu séð um keppnina því kvöldið hefði aldrei orðið svona glæsilegt ef það hefði ekki verið fyrir húsbandið, tækjamerði, kynnana og Myndbandabúa. Efst í huga mér er þakklæti. Sólrún Lára Flóvenz Óðríki Algaula
123
- BENEVENTUM -
Lagningardagar Miðvikudagsmorgunn, fyrsti í Lagningardögum. Eftir nokkurra vikna vinnu var loksins komið að úrslitastundinni og hnúturinn í maganum var farinn að ágerast. Þegar ég mætti í skólann klukkan átta um morguninn voru ennþá úreltar bráðabirgðadagskrár upp um alla veggi, stimplakortin voru ekki enn komin úr prentun og stimplarnir ennþá í stimplagerðinni. Til að bæta gráu ofan á svart þá hafði Arnar sofið yfir sig og biðröð var tekin að myndast fyrir framan stofu 29 þar sem eðlufyrirlesturinn hans átti að fara fram. „Núna fer allt til fjandans“ hugsaði ég. En betur fór en á horfðist. Kent prentaði út nýjar dagskrár sem voru fljótlega komnar upp í stað þeirra gömlu, stimplarnir og stimplakortin komu í hús um það leyti sem fyrstu fyrirlestrarnir hófust og Arnari tókst að komast upp í skóla fimm mínútum fyrir settan tíma eðlufyrirlestrarins. Við tóku þrír dagar af rakamettuðum stofum, stútfullum af illa sofnum nemendum á stimplaveiðum eða í leit að forvitnilegum fróðleik um ráðgátur veraldarinnar. Og hlaupum. Hlaupum um ganga skólans til að stimpla vegabréf stimplaþyrstra nemendanna, opna stofur fyrir æstum múg á leið á þriggja stimpla fyrirlestur um Hulduþjóðir og Eurovision og finna eina tækjamörðinn sem mættur var í skólann til að geta flutt hljóðkerfi milli stofa í skólanum. Eftir fyrsta daginn var Malen orðin svo lúin að hún mætti ekki í ræktina eftir skóla, hún var búin að fá sinn skammt af hreyfingu þá vikuna. Eftir alla vinnuna var þó alltaf gleðilegt að njóta Lagningardaga þegar færi gafst til þess. Ánægjulegt var að líta inn á fyrirlestra, tónleika og aðra viðburði þótt lítill tími gæfist til þess. Við í Lagningardagaráði viljum því fá að nýta þetta tækifæri til að þakka öllum þeim sem héldu viðburði fyrir sitt framlag. Góðir Lagningardagar verða ekki að veruleika nema nemendur gefi eitthvað frá sér og það var enginn skortur á því í ár. Fyrir ykkar framlag verðum við ævinlega þakklát. Að skipuleggja Lagningardaga var ekki alltaf auðvelt. Á stundum fannst manni svo mikið að gera að í stressknúinni bugun langaði mig helst til að flýja í flúorlýstan faðm líffræðistofuklósettanna til að gráta. Því höfum við í Lagningardagaráði heitið því að faðma skipuleggjendur Lagningardaga á næsta ári reglulega. Þeir eiga það skilið. Friðgeir Ingi Jónsson Lagningardagaráði 124
- BENEVENTUM -
Vika íslensks húmors Í Menntaskólanum við Hamrahlíð var fjórða vika ársins tileinkuð íslenskum húmor. Þessa viku sá Listafélagið um. Þá var sýnt íslenskt grín í Norðurkjallaranum okkar þrjá daga í röð. Síðan var vikan fullkomnuð með hinni frábæru uppistandskeppni Fyndnasti Emmháingurinn. Beint eftir skóla á mánudeginum var haldið mönskvöld. Eins og fyrr var greint frá var íslenskt grín í fyrirrúmi. Þennan dag var horft á Ríkið. Það eru drepfyndnir skrifstofu-sketsaþættir frá hinum sömu og færðu okkur Fóstbræður, Svínasúpuna og Stelpurnar. Þessir þættir vöktu mikla kátínu meðal nemenda enda eru þetta snilldar þættir sem eiga skilið að vera titlaðir með þeim bestu á Íslandi. Á þriðjudeginum var horft á Sódómu Reykjavík. Ef þú hefur ekki séð þá mynd þá þarftu aðeins að vita eitt; hún fjallar um mann í leit að sjónvarpsfjarstýringu. Hvernig hljómar það ekki eins og efni í eina bestu íslensku gamanmynd sem hefur nokkurn tímann verið gerð? Ég veit það ekki því þetta er ein besta íslenska gamanmynd sem hefur nokkurn tímann verið gerð. Á miðvikudeginum var haldið áfram með grínþætti. Þá var fyrst horft á fyrstu þættina af Næturvaktinni. Næturvaktin eru ábyggilega vinsælustu grínþættir sem hafa verið gerðir á seinustu átta árum. Þar fylgjumst við með lífinu á næturvakt á bensínstöð við Laugaveg. Þegar þættirnir komu út slógu þeir strax rækilega í gegn. Enda voru gerðar tvær aðrar seríur og síðan bíómynd. Eða „3 seasons and a movie“ eins og enginn myndi orða það. Einnig var horft á Venna Páer sem eru sprenghlægilegir grínþættir. Þeir fjalla um einkaþjálfarann Venna Páer á líkamsræktarstöð. Venni er að reyna koma hinni einu sönnu réttu leið varðandi heilsurækt til skila. Þessir þættir eru frábærir. Fimmtudagurinn var samt stóri dagurinn. Uppistandskeppnin Fyndnasti Emmháingurinn var haldin hátíðleg í Norðurkjallara. Þetta var í annað skipti sem hún er haldin en hún var haldin í fyrsta skipti í fyrra. Þar tóku átta nemendur þátt og höfðu þeir tíu mínútur til að gera eitthvað fyndið. Þar var talað um allt frá skrautlegu skiptinámi í Brasilíu yfir í það að vera að vinna í Hagkaup. Það voru vegleg verðlaun í boði; fullt af gjafabréfum á alls kyns staði og síðan glæsilegur bikar fyrir sigurvegarann. Dómarar keppninnar voru af betri endanum en það voru þau Berglind „Festival“ Pétursdóttir, Jóhannes Haukur Jóhannesson og Steiney Skúladóttir. Kynnar kvöldsins voru þau Margrét Aðalheiður, sem vann keppnina í fyrra, og Tryggvi Björnsson. Sigurvegarinn þetta árið var Hinrik Kanneworff og er hann því Fyndnasti Emmháingurinn 2015. Í öðru sæti var Þórdís Dröfn með frábærar sögur úr dagbókinni sinni. Jóna Kristín lenti í 3. sæti en hún kom með skemmtilega sýn á það hvernig lífið í hjólastól er. Keppnin heppnaðist vel og var hún frábær skemmtun, líkt og öll vikan. Það er nefnilega mikilvægt að gleyma ekki hvað við Íslendingar eigum hæfileikaríkt og fyndið fólk. Það þarf ekki alltaf að leita út fyrir landssteinana. MH á marga fyndna einstaklinga eins og kom svo sannarlega í ljós á Fyndnasta Emmháingnum. Lífið er einn stór brandari. Hlæjum saman. Magnús Thorlacius Listafélagi 125
- BENEVENTUM -
SK EGG JA R SK Ó L A NS Ljósmyndir: Andri Marinó Karlsson Skeggjar: Þórgnýr / Pjetur / Jón Ásgeir / Dagur Sölvi / Ingólfur Hrói Trausti / Helge Snorri / Elmar Gauti / Arnór Daði / Emil Bjarni Elí / Halldór / Alexander / Jónas Ingi / Manfreð Már Sindri / Sigmundur Páll / Kristján / Fidel Atli / Vincenzo Atli
126
- BENEVENTUM -
127
- BENEVENTUM -
128
- BENEVENTUM -
129
- BENEVENTUM -
130
- BENEVENTUM -
131
Gæði í hverjum þræði Russel er komið í Bros
Bros Norðlingabraut 14 Reykjavík www.bros.is 569 9000 sala@bros.is
ÞÚ SÆKIR PIZZU OG STÓRAN SKAMMT AF BRAUÐSTÖNGUM EÐA GOTT AÐ EIGIN VALI OG FÆRÐ AÐRA PIZZU SÖMU STÆRÐAR AÐ AUKI.
VIÐ NOTUM EINGÖNGU 100% ÍSLENSKAN OST!
- BENEVENTUM -
Kærar þakkir Allir sem prófarkarlásu Allir sem sendu inn efni Auglýsingahipsterar Bragi Valdimar Skúlason Bryndís Björgvinsdóttir Davíð Stefánsson Dóra Hrund Gísladóttir Forlagið Guðmundur Arnlaugsson Gummi og Gunni prentarar Guðný Dóra Sigurðardóttir Halla Halldóra Björt Ewen Halldór Armand Hugrún R. Hólmgeirsdóttir Kristín Eiríksdóttir Myrkrahöfðingjar Myndbandabúi Ragnhildur Richter Signý Jónsdóttir Símon Karl Melsteð Steingrímur Þórðarson Yrsa Sigurðardóttir Þórdís Gísladóttir
Markaðsnefnd Axel Emin Eva Hrund Sigurjónsdóttir Flóki Larsen Fjóla Gautadóttir Halldór Sörli Ólafsson Húbert Óðinn Huntingdon-Williams Katla Ársælsdóttir Kristinn Ingvarsson Pétur Örn Jónsson Valgerður Lilja Björnsdóttir
Styrktarlínur Seglagerðin Ægir Hamborgarabúlla Tómasar 134