BENEVENTUM 2014-2015 1. t รถ l u b l a รฐ
Beneventum 1. tölublað Haust 2014
Ritstjórn Beneventi
Atli Arnarsson Baldvin Snær Hlynsson Jara Hilmarsdóttir Jóhannes Hrafn Guðmundsson Ronja Mogensen Sigrún Perla Gísladóttir, ritstjóri Styrmir Hrafn Daníelsson Vigdís Kristjánsdóttir
Umbrot og hönnun Sigrún Perla Gísladóttir
Útgáfa og ábyrgð
Nemendafélag Menntaskólans við Hamrahlíð
Hljóðbókarstjórar Atli Arnarsson Baldvin Snær Hlynsson
Ljósmyndir
Atli Arnarsson Baldvin Snær Hlynsson Hrefna Björg Gylfadóttir Jara Hilmarsdóttir Jóhannes Hrafn Guðmundsson Sigrún Perla Gísladóttir Styrmir Hrafn Daníelsson Sólrún Ylfa Ingimarsdóttir Vigdís Kristjánsdóttir Myrkrahöfðingjar NFMH
Myndskreytingar
Jara Hilmarsdóttir Ronja Mogensen Sigrún Perla Gísladóttir Styrmir Hrafn Daníelsson Prentmet ehf.
E F N I S Y F I R L I T 6 Ávarp ritstjórnar 8 Ávarp varaforseta 9 Busagrein: ZIDD ID U 10 Stórfélagið: Ráð, nefndir, embætti 16 Kjarnakonan Ellý 19 Ljóðakeppni Beneventi 22 Útskriftargrein: Þegar komið er að punktinum 24 Opið bréf til efri hæðar: Að staldra við og njóta 34 Plötudómar 36 Af hverju má ég ekki fróa mér í friði? 38 Paintkeppni Beneventi 42 Miðgarðsormur 44 Road Rage Jöru 47 Ímynd 54 Ert þú femínisti? 56 Friður 60 Á grænni grein 62 Álandseyjar
Flauelsregn Kent’s top ten list Án titils Kennarainnlit Exótískir bragðarefir Fandoms are me Munstur Jólabíó Collaboration: Sækó Til litlu systkina Emmháinga (sýkta) skvísa samtímans Listað brauð Gjafir úr engu Annálar Leyndardómar MH „Skrifið í GB“ Þakkir Styrmir og kúlupenninn hans
68 70 72 73 82 84 88 93 96 99 100 101 108 110 113 116 118 119
- BENEVENTUM -
ÁVARP RITSTJÓRNAR
Á v a r p ri t s t jó r n a r Fyrir tuttugu árum var Beneventum A4 bæklingur, prentaður á þunnan, óspennandi pappír og minnti helst á óvenju metnaðarfulla og vel unna útgáfu Fréttapésa. Síðan þá hefur margt mismerkilegt gerst í heiminum. Þú, kæri lesandi, hefur að öllum líkindum fæðst, símar hafa misst takka sína, öðlast snilli og um leið orðið staðgengill mannlegra samskipta og síðast en alls ekki síst gaf Írafár út tímamótaverkið „Allt sem ég sé“. Með þessari innbundnu útgáfu af Beneventum höldum við áfram að þróast. Okkar draumur var í upphafi sá að gera eigulegt blað sem myndi eiga sinn stað í bókahillum ykkar um ókomna tíð. Ef þið hins vegar eruð löt og nennið ekki að lesa þá er nú í fyrsta sinn gefin út hljóðbók með blaðinu! Henni er hægt að hlaða niður og hlusta á í makindum sínum með kakóbolla í hönd yfir jólaföndrinu eða á hringferð um landið með hækkandi sól. Hljóðbókin er einnig hugsuð fyrir þá sem áður höfðu ekki möguleika á að njóta þess fjölskrúðuga efnis sem blaðið inniheldur. Um leið og við þökkum fyrir innsent efni vonum við að allir finni eitthvað við sitt hæfi, blaðið veki fólk til umhugsunar og veiti innblástur til að senda inn efni í næsta blað. Lesið, hlustið, njótið, Ritstjórn Beneventum 2014-2015 Atli Arnarsson Baldvin Snær Hlynsson Jara Hilmarsdóttir Jóhannes Hrafn Guðmundsson Ronja Mogensen Sigrún Perla Gísladóttir Styrmir Hrafn Daníelsson Vigdís Kristjánsdóttir
6
- BENEVENTUM -
7
- BENEVENTUM -
Ávarp varaforseta Hæ vinir, samnemendur og kennarar. Ég heiti Hafþór Sólberg Gunnarsson og er varaforseti Nemendafélags Menntaskólans við Hamrahlíð. Ég var beðinn um að skrifa ávarp fyrir Beneventum. Ég uppgötvaði að ég kann engan veginn að skrifa ávarp, þið hafið kannski tekið eftir því, svona miðað við hvernig ávarpið mitt í skóladagbókinni Skaramúss var. Ég ætla því að nýta mér alla þá kunnáttu sem ég hef öðlast í ritgerðarsmíðum úr íslenskuáföngunum í MH. Eins og í flestum ritgerðum á að byrja á því að kynna höfund. Höfundur ávarpsins er Hafþór Sólberg Gunnarsson, fæddur 26. september 1995. Hafþór ólst upp í Reykjavík og hefur búið þar allt sitt líf. Hafþór er þekktastur fyrir ávarp sitt í Skaramúss og ritgerðina ,,Teflt við dauðann” sem hann skrifaði í Íslensku 403 á fimmtu önn sinni í skól8
anum. Nú hafið þið fengið smá smakk af kunnáttu minni í ritgerðarsmíðum. Nú, eins og alltaf þegar Beneventum kemur út, fyllist ég hamingju, spenningi og ómældri gleði. Beneventum er svona eins og uppskera allra þeirra hæfileika sem leynast í MH. Svo ég bið þig kæri vinur, samnemandi og/eða kennari að geyma þessa útgáfu vel og varðveita hana eins og þitt eigið barn. Ritstjórn Beneventum samanstendur af rosalega dugl-egu og hæfileikaríku fólki sem að vonandi flest allir sáu þegar þau gáfu út Busabeneventum. Til hamingju ritstjórn með þetta blað og ég get ekki beðið eftir því næsta! Virðingarfyllst, Hafþór Sólberg Gunnarsson Varaforseti 2014-2015
- BENEVENTUM -
ZIDD ID U Hæj, við erum Vigga og Jói, tvö lítilbusagrey í EMMHÁ og hérna er busagreinin okkar XD. Við vorum ekki í neinum vafa með að velja hvaða skóla við ætluðum að fara í en þegar okkur bárust þær fréttir að við hefðum komist inn þá grétum við bókstaflega úr gleði!! Það FYRSTA sem við gerðum var að fara í smá bæjarferð til að byrgja okkur upp af „must-haves“ fyrir verðandi Emmháinga.Við kíktum í Spúútnik og keyptum okkur Dr. Martens skó og Fjällräven bakpoka. Að því loknu fórum við á kaffihús og fengum okkur fyrsta kaffibollann. Núna getum við ekki hætt að drekka kaffi, alveg eins og alvöru Emmháingar. Jói fór síðan í fataskápinn hjá afa sínum að tékka hvort að hann ætti ekki einhverjar peysur. Núna vorum við sko til í TUSKIÐ. Samt sem áður mættum við bæði fyrsta skóladaginn með sveitta lófa og hjartað „in the pants“. Dagurinn einkenndist af spennu og ringulreið og það sem ruglaði okkur mest var sko þessi borðamenning: Hvar áttum við að setjast? Busavikan var ógeðslega skemmtileg. Unnið var að því að hrista feimnina úr okkur busunum og að okkar mati gekk það bara nokkuð vel. Dagskráin var þétt og það var viðburður á hverju kvöldi.
Vikan byrjaði á sveittu busadjammi; þetta lofaði góðu. Ráðakynningarnar voru geðveikt fyndnar og við sóttum um ráð um leið og við komum heim. Á föstudeginum var síðan haldið í busaferðina og við getum sko sagt ykkur að þar var ekkert sofið; bara djammað fram á rauðanótt. Hellað. Hægt er að lýsa ferðinni í þremur orðum: ZIDD ID U. Þessir tveir mánuðir sem við höfum eytt hérna hafa verið æðislegir og okkur er ljóst að við völdum rétt þegar við völdum MH. xoxo Vigga og Jói P. S. Þó að sumt af framansögðu eigi ekki beint við í okkar tilfellum viljum við samt koma því á framfæri hversu vel okkur líkar við okkur hérna í MH. Þetta er skóli þar sem lögð er áhersla á að einstaklingurinn blómstri og njóti sín í stað þess að andrúmsloftið sé þess eðlis að allir reyni að fylgja fjöldanum og séu eins og steyptir í sama mót. Okkur finnst vera mikill sköpunarkraftur sem svífur yfir vötnunum og því hafa einstaklingarnir tækifæri á að nýta hæfileika sína, hver á sínu sviði. 9
- BENEVENTUM -
Rรกรฐ / nefndir / embรฆtti
10
- BENEVENTUM -
Auglýsingahipsterar
Ásdís Hanna Guðnadóttir / Emil Gunnarsson / Helga Mattína / Högna Jónsdóttir / Katla Gunnlaugsdóttir Margrét Aðalheiður / Ragna Sól Ágústsdóttir / Silja Jónsdóttir / Una Hallgrímsdóttir / Viktoría Edwald
Blórabögglar
Beneventum
Atli Arnarsson / Baldvin Snær Hlynsson / Jara Hilmarsdóttir / Jóhannes Hrafn Guðmundsson Ronja Mogensen / Sigrún Perla Gísladóttir / Styrmir Hrafn Daníelsson / Vigdís Kristjánsdóttir
Búðarráð
Kolbeinn Hamíðsson Móeiður Kristjánsdóttir
Antonía Lárusdóttir / Arey Þórisdóttir Álfgrímur Aðalsteinsson / Emilía Ósk Bjarnadóttir Inga Haraldsdóttir / Ólöf Svala Magnúsdóttir Ragnheiður Helga Blöndal
Einherjar
Flugnabani/Flugnabanabani
Berglind Sunna Birgisdóttir / Birna Sísí Jóhannsdóttir Björn Leví / Hróbjartur Trausti / Marína Gerða Bjarnadóttir / Þorgerður María Þorbjarnardóttir
Helgi Grímur Hermannsson Magnús Jónsson
11
- BENEVENTUM -
Fréttapési
Ástþór Hjörleifsson / Branddís Ásrún Eggertsdóttir Erna Mist Pétursdóttir / Freyja Sóllilja Sverrisdóttir María Guðjohnsen / Sigmundur Jökull Áskelsson
Húsbandsstjórar
Arnaldur Ingi Jónsson Matthías Hlífar Pálsson
Kallkerfiskauðar
Marína Gerða Bjarnadóttir / Sindri Freyr Ásgeirsson / Oddur Mar Árnason Þorgerður María Þorbjarnardóttir
12
Góðgerðarráð
Eygló Káradóttir / Gunnhildur Ýrr Gunnarsdóttir / Halla Heimisdóttir / Jón Baldvin Helgason Möller / Runólfur Bjarki / Signý Jónsdóttir / Sóley Halldóra Williams
I.B. Fulltrúar
Gísli Ófeigsson / Marta Ferrer Signý Æsa Káradóttir
Kjallaraverðir
Leifur Geir Stefánsson Þórður Arnar Árnason
- BENEVENTUM -
Lagabreytinganefnd
Vigdís Hafliðadóttir / Arnór Ben / Helena Gylfadóttir Margrét Aðalheiður Önnu- og Þorgeirsdóttir Tryggvi Björnsson
Leikfélag
Álfrún Björt Öfjörð / Erna Kanema Mashinkila Hinrik Kanneworff Steindórsson / Ísak Hinriksson Jóhanna Rakel Jónasdóttir / Jökull Smári Jakobsson Tryggvi Björnsson
Listafélag
Ásvaldur Sigmar Guðmundsson / Elfur Örlygsdóttir Jón Ásgeir Karlsson / Magnús Jónsson / Magnús Thorlacius / Margrét Lóa Stefánsdóttir / Sigríður Helga Grétarsdóttir / Sæunn Jódís Jóhannsdóttir
Lagningadagaráð
Arnar Már Kristinsson / Emilía Kristín Ívarsdóttir Friðgeir Ingi Jónsson / Lárus Jakobsson / Magnea Óskarsdóttir / Malen Rún Eiríksdóttir
Leikfimifélag
Eva Lena Brabin Franklin / Jón Nordal / Jón Víðir Þorvaldsson / Jónas Þór Rúnarsson / Katrín Helga Ólafsdóttir / Kristinn Már Bjarnason / Þuríður Birna Björnsdóttir Debes
Markaðsnefnd
Húbert Óðinn / Andrea Eir / Anna Snjólaug / Áslaug Guðný / Fjóla Gautadóttir / Guðborg Nanna / Guðrún Kara Gunnhildur Halla / Halla Heimisdóttir / Helena Stjarna Kristín Marja / Leó Augusto Martins / Skúli Arnarsson 13
- BENEVENTUM -
Málfundafélag
Jakob van Oosterhout / Katrín Sigríður Steingrímsdóttir Melkorka Þorkelsdóttir / Ragnar Pétur Jóhannsson Sindri Már Fannarsson / Sindri Sigfússon Vera Hjördís Matsdóttir / Þórgnýr Albertsson
Myndbandabúi
Arína Vala Þórðardóttir / Baldur S. Blöndal / Hákon Örn Helgason / Ingólfur Gylfason / Kolbeinn Arnarson Sigurveig Steinunn Helgadóttir / Tómas Ragnarsson
Nuddarar stjórnar
Berglind Sunna Birgisdóttir / Hanna Ágústa Olgeirsdóttir Jóhann Pétur Jóhannsson / Jón Gunnar Stefánsson
14
Mímisbrunnur
Birgitta Björg Guðmarsdóttir / Guðrún Úlfarsdóttir Jóhann Gísli Ólafsson / Kristinn Már Bjarnason Leifur Geir Stefánsson / Sindri Már Fannarsson Þórbergur Atli Þórsson / Þórgnýr Albertsson
Myrkrahöfðingjar
Anton Örn Rúnarsson / Atli Arnarsson / Elín Sif / Emma Chirstensen / Freydís Leifsdóttir / Glóey Þóra Eyjólfsdóttir Gunnhildur Halla / Jóhannes Hrafn / María Guðjohnsen Sara Þöll Finnbogadóttir / Vigdís Diljá Hartmannsdóttir
Óðríkur Algaula
Anna Elísabet Sigurðardóttir / Karen Björk Eyþórsdóttir Karin Sveinsdóttir / Kristinn Arnar Sigurðsson / Sólrún Lára Tryggvadóttir Flóvenz / Þórhildur Steinunn
- BENEVENTUM -
Skemmtiráð
Ásgeir Eðvarð Kristinsson / Erla Svanlaug Riedel / Gestur Sveinsson / Emilía Góa Briem / Helgi Grímur Hermannsson / Silfrún Una Guðlaugsdóttir / Þorsteinn Óskarsson / Kjartan Logi Sigurjónsson
Tækjamerðir
Gestur Sveinsson / Hákon Örn Helgason / Magnús Jónsson / Matthías Hlífar Pálsson / Sindri Sigfússon Sólrún Lára Flóvenz / Tómas Ragnarsson
Vefnefnd
Kristinn Arnar Sigurðsson / Agnes Sólmundsdóttir Hanna Ágústa Olgeirsdóttir / Jón Gunnar Stefánsson Sverrir Arnórsson / Vigdís Hafliðadóttir
Stjórn
Gestur Sveinsson / Hafþór Sólberg Gunnarss. / Húbert Óðinn H.-W. / Jóhanna Rakel Jónasd. / Katrín Svava Másd. / Magnús Jónsson / Margrét Aðalh. Önnu- og Þorgeirsd. / Sigrún Perla Gísladóttir / Vigdís Hafliðadóttir / Þórgnýr E. J. Albertsson
Útvarpsráð
Björk Ingvarsdóttir / Brynjólfur Haukur Ingólfsson Ernesto Emil Ortiz / Gylfi Þorsteinn Gunnlaugsson / Júlía Tómasdóttir / Kjartan Thors Hagedorn-Olsen / Kristján Steinn Kristjánsson / Sigmundur Páll Freysteinsson
Þjóðháttafjelag
Ásmundur Jóhannsson / Birta Dís Jónsdóttir / Flóki Larsen / Ívar Dór Orrason / Jessý Jónsdóttir / Sara Þöll Finnbogadóttir / Sverrir Páll Einarsson
15
- BENEVENTUM -
Þa ð e r u fái r í he iminum e ins og E l lý í S óma líu. A l lt af me ð s ólsk insbros á vör, s ama hv að k lu k k an t if ar og f rost ið sl æ r. Síðast liðið vor átt i E l lý t íu ára st ar fs af mæli o g var þ á ha l d i nn hát íðle gu r E l lýj ar d agu r. Í t i lef ni st ar fs af mælisins buðu nemendur E l lý t i l Par ís ar o g g áf u he n n i ý ms ar aðrar gj af ir. Ég tók E l lý á létt spj a l l en um leið v i l l hú n koma á f r am fæ r i kæ r u m þ ök kum t i l nemend a f y r ir h lý hug inn. Þess má get a a ð f i m m bro sköl lu m og u. þ. b. sj ö h l át rasköl lum mætt i b æt a af t an v ið hver j a ef nisg rein. Sig r ún Perla Gí sladóttir
Hvernig er vinnudagurinn þinn í Sómalíu? Ég byrja kl. 7, þá byrja ég að smyrja flatkökurnar, speltbrauðið og rúnstykkin, hella upp á kaffi og búa til booztið og það. Yfir daginn er þetta svo í bland við að afgreiða og panta inn. Svo sé ég um bókhaldið líka. Ég er ein milli 7 og 8 en þá mætir fyrsta manneskjan og fer hún í að fylla á. Mér finnst í raun og veru allt skemmtilegt hérna. Leiðinlegasti punkturinn er myndi ég segja mætingarprósentan hjá krökkunum, hún mætti vera betri. Þau láta mig stundum vita of seint, allt í lagi að fá frí en þá þarf að láta vita tímanlega. Ég hef tvíveigis frá því ég byrjaði ráðið aðra manneskju en það hefur ekki gengið nógu vel. Ég ætlaði að minnka við mig en það gekk ekki eftir. Hvað finnst þér gera góða „búllu“, eins og þú kallar það? Það að reyna að bjóða fram sem mest af hollustu. Við erum alltaf að reyna að leita leiða en það er samt takmarkað hvað við getum gert því hér er hvorki ofn né eldavél þannig að það bindur hendurnar svolítið. Svo auðvitað bara góður andi, semsagt það sem snýr út á við, þá er það andinn sem skiptir máli. Hver er þín skoðun á „Heilsueflandi framhaldsskóli“ átakinu? Ég er svolítið milli steins og sleggju af því að ég vil náttúrulega að sjoppunni gangi sem best og hún skili hagnaði, en samt ekki of miklum, allavega þannig að hún beri sig. Á móti skil ég auðvitað sjónarmið með að halda hollustunni í heiðri en 16
eins og þetta var þá voru snúðar og annað sett fram strax fyrir kl. 8:30 á morgnanna. Núna kemur þetta ekki fram fyrr en klukkan tíu svo fólk ætti að vera búið að fá sér eitthvað hollara áður en það fær sér hitt. Ég er svona eins og Ragnar Reykás, ég sveiflast á milli. Ég skil sjónarmið beggja aðila. Ef ég væri með barn í skólanum myndi ég vilja að það byrjði á að fá sér hollustu svo ég styð það, og þess vegna er hafragrauturinn mjög gott mál. Ef þú værir nemandi, hver væri draumamáltíðin þín í Sómalíu? Ja það erfitt fyrir mig að svara því þar sem ég hef verið hér í 10 ár og er orðin leið á öllu! Myndi örugglega vilja fá mér eitthvað allt annað. Ef ég kæmi hér inn sem ný manneskja myndi ég byrja á hafragrautnum eins og svo margir gera. Hafragrauturinn er gerður í samstarfi við skólastjórnina en hann er gerður uppi á kennarastofu þar sem við höfum ekki aðstöðuna hér. Eftir grautinn fengi ég mér síðan smurt rúnstykki eða flatköku, ég fæ mér það alltaf á daginn hér. Ég er minna í snúðunum og því, það er bara svona einstöku sinnum. Hverjir eru þínir framtíðardraumar fyrir Sómalíu? Draumurinn væir að það væri ein aðstaða fyrir bæði kennara og nemendur, þ.e.a.s. ein eldunaraðstaða. Að það væri þá eldað fyrir bæði nemendur og kennara sem væri síðan sent annars vegar í Sómalíu og hins vegar til kennaranna. Þannig væri hægt að bjóða upp á heimilislegan
- BENEVENTUM -
mat á hverjum degi. Kannski einu sinni í viku, eins og á föstudögum væru pizzurnar. En það mætti gjarnan vera meira af heimilislegum mat sem væri eldaður á staðnum. Við höfum verið að fá eitthvað af aðsendum mat en hann tapar alltaf gæðum þegar hann er fluttur milli húsa. Einnig myndi matarlyktin úr eldhúsinu hjálpa til og fleiri myndu kaupa. Við höfum talað um að fá uppþvottavél og hætta með einnota ílátin en okkur finnst það ekki vera gerlegt því þá er þetta spurning um hvort að allir gangi frá og það þyrfti að vera til staðar aðstaða til að skola af diskum o.þ.h.. Þá er spurning hvar, því hér er lítið sem ekkert pláss. Auðvitað væri það samt best, og það er draumurinn, að það væri eitt stórt eldhús þar sem væri eldað og hægt að taka við matardiskum. Og allir væru duglegir við að skila þeim í viðkomandi dalla. Hvað er vinsælast í sjoppunni? Á morgnanna er það klárlega kaffið. Síðan er það ósköp mikið í bland, það er smurbrauðið og samlokurnar og drykkir almennt. Allir drykkir eru vinsælir.
Hvernig ferðu að því að mæta alltaf í vinnuna? Þó ég fái kvef eða hálsbólgu þá bara mæti ég, ég hef jafnvel komið hingað með 39 stiga hita, ég tek bara verkjatöflu og harka þetta af mér. Reyndar hef ég held ég kannski svona, á þessum 10 árum, verið frá í u.þ.b. eina viku. Þá kem ég hingað og undirbý daginn og redda aukafólki, fer síðan heim og hvíli mig en kem aftur í lok dags. Það hafa bara verið tveir heilir dagar á öllum þessum tíu árum sem ég hef sleppt en það var núna í vor. Ég held maður herðist með árunum, það er bara þannig. Hvernig gengur reksturinn fyrir sig? Nemendafélagið á reksturinn, á kennitöluna sem þetta er rekið hjá. Ég er í rauninni í vinnu hjá NFMH þó þetta sé á annarri kennitölu en Nemendafélagið sjálft. Ég sé alveg um bókhaldið og reksturinn frá A til Ö, eins og þetta væri einkarekið en það er það ekki. Það er tvisvar á ári að við förum á fund með rektor og fjármálastjóranum og þá er farið yfir stöðuna hvernig sjoppan kom út og í samræmi við það fær nemendafélagið greitt inn á sinn reikning. Ef vel gengur fær félagið hærri upphæð sem skilar sér í öflugra félagslífi, svo verslið við Sómalíu! 17
- BENEVENTUM -
Ég er búin að vera hér í tíu ár og það segir kannski eitthvað um það að manni leiðist ekkert hérna. Ég ætla að verða tíu ár í viðbót og vita hvað ég fæ þá! Nei djók. Hahaha. Mér finnst mjög gaman hérna þó ég setjist varla niður. Það er eiginlega bara ekki pláss fyrir stól í Sómalíu en ég er með svona tröppu sem ég get sest á. Hún er svona bæði sæti og trappa, annars sest ég voða lítið niður. Í byrjun skólaársins er alltaf meira að gera því þá hefur fólk meira á milli handanna en svo eftir áramót fer maður að sjá merki þess að það byrji að róast. Þetta er alltaf sami hringurinn. Hvernig fær maður vinnu í Sómalíu? Ég hengi alltaf upp auglýisngar í byrjun annar um að mig vanti fólk. Það er u.þ.b. vika sem ég tek á móti umsóknum og þá fer ég að smíða vaktaplan. Það liggja tilbúin umsóknarblöð frammi á borði. Erfiðast er að manna morgnanna, þá sérstaklega mánudags og föstudagsmorgna. Það hefur þó yfirleitt reddast. Stundum hefur þó komið fyrir að ég er ein hérna, það getur verið svolítið erfitt en við erum öll á lífi. Það reddast! Íslenski hugsunarhátturinn gildir: Þetta reddast!
Gætirðu sagt okkur frá Ellýjardeginum og Parísarferðinni? Hann var haldinn í vor og var rosalega stór dagur og mikil upplifun fyrir mig. Ég var lengi lengi alveg uppnumin yfir þessu. Við fórum til Parísar núna í maí, ég valdi sérstaklega þann tíma því mér finnst ekki gott að vera í of miklum hita, og eins og í júlí þá eru svo margir ferðamenn. Við sáum allt sem ég ætlaði að sjá, fórum í Eiffelturninn og fórum meira að segja í Versali og skoðum konungshöllina þar. Við fórum á ástarbrúnna og sett-um upp hengilás en nokkrum dögum seinna þá hrundi hún. Við hlógum mikið að því og vorum spurð: „Hvað settuð þið eiginlega stóran lás?“. Við sáum Notre Dame og alls konar og er alveg til í að fara aftur. Ég naut ferðarinnar mjög vel og maðurinn minn líka. Við bættum við nóttum og vorum í fimm nætur. Þetta var afskaplega góð ferð og þakklætið mitt er mjög mikið. Það sat í rauninni meira í mér það að nemendur hafi gert þetta fyrir mig heldur en gjafirnar sem slíkar, hugsunin og gjörningurinn fannst mér alveg æðisleg. Ég þreytist ekki á að segja frá þessu og fólk er alltaf gapandi hissa. Þá segi ég gjarnan: „Já, unga fólkið, það er flottasta fólkið í dag! Sérstaklega Emmháingar.“
Það má með sanni segja að Ellý sé algjör kjarnakona og held ég að við gætum öll lært heilmikið af henni. Meðfylgjandi er mynd af henni og manninum hennar, Jóni Viðari, í Versölum í Parísarferðinni eftirminnilegu. Ellý vill koma á framfæri ómældu þakklæt til nemenda fyrir ógleymanlegan dag og hlýhug í hennar garð. Ellý á nóg inni og nú er það bara spurning hvað við gefum henni eftir næstu tíu ár! 18
- BENEVENTUM -
Í dómnefnd sátu:
Andri Snær Magnason Birkir Blær Ingólfsson Sigurbjörg Þrastardóttir Forlagið veitti verðlaun.
19
- BENEVENTUM -
1. sæti Tryggvi Björnsson
Stefna Allt er alltaf til þess að, ekkert er bara: Það.
2. sæti Apríl Helgudóttir
Lentum á sömu dýnu ég ligg þér við hlið og það liggur við að það mætti halda að ég megi halda utan um þig er utan við mig því ég ligg þér við hlið og það liggur við að það mætti halda að ég megi halda utan um þig er utan við mig
3. sæti Björn Leví
Hún öskrar Hún öskrar svo ég slæ hana þar til hún þagnar Í annað skipti hún öskrar Svo ég slæ hana aftur og fastar Í þriðja skipti hún öskrar mér blöskrar svo ég tek rafhlöðurnar úr vekjaraklukkunni og fer aftur að sofa
20
- BENEVENTUM -
Ljóð valin af ritstjórn: Hver einasta hrukka
Annar í balli Hver hrukka er sannleikur réttsamlega ristur í hold Þú gengur upp Laugaveginn rústir fyrrum lífs fokk hvað það er kalt. upphaf frekari sagnaBrennir þig á tungunni
helvítis te. Þú ert komin að Hlemmi hver hrukka er sársauki missir margra vina en missir af strætó sérð einhvern inni það er ég.
vesæld og vanlíðan yfir aldirnar yfirborðið jafn skaddað sálin Auguog okkar mætast feimnislegt glott hver hrukka er sagakysstumst í gær fokk það var gott.
sögð með svipbrigðum hlustendur eru fáir 13 er kominn ég verð að fara félagsskapur hverfandi hugsa ennþá um kossinn. Bæði full, gröð og sæt við gerðum það bara!
hrukkunum fer fjölgandi Þú bíður á Hlemmi -Hinrik Steindórsson þetta var fokking vandró.
Tekur annan sopa af teinu, ennþá heitt. Ferð inní 15 hugsar: þetta voru mistök en samt soldið fokking nett.
Að missa tökin fótspor andardráttur hjartsláttur nálægð augnaráð gretta öskur hönd lófi fingur nögl smellur Tárvot augun stara tárvot augun tárvot ‘mamma’ Saklaus röddin brestur saklaus röddin saklaus Thea Atladóttir
Thea Atladóttir
Hver einasta hrukka Hver hrukka er sannleikur réttsamlega ristur í hold rústir fyrrum lífs upphaf frekari sagna hver hrukka er sársauki missir margra vina vesæld og vanlíðan yfir aldirnar yfirborðið jafn skaddað og sálin hver hrukka er saga sögð með svipbrigðum hlustendur eru fáir félagsskapur hverfandi hrukkunum fer fjölgandi Hinrik Kanneworff Steindórsson
21
- BENEVENTUM -
Útskriftargrein Karenar Bjarkar Eyþórsdóttur Það er ekkert vit í því að elta skott vina sinna. Notið öll tækifæri sem gefast til þess að troða ykkur út fyrir ykkar þægindahring.
22
- BENEVENTUM -
Grein þessi er tileinkuð földustu en skærustu perlu Menntaskólans við Hamrahlíð, Guðlaugi Gíslasyni (Gulla) húsverði. Það er skrítin tilfinning að vera að fullorðnast. Þrátt fyrir frelsið sem MH veitir þér námslega séð hefur skólagangan okkar verið ákveðin hingað til af einhverjum öðrum en okkur sjálfum. Síðastliðin 14 ár hafa myndað setninguna: „Þetta átt þú að læra.“ En nú er komið að punktinum og við þurfum að fara að taka eigin ákvarðanir út frá eigin sjálfi. Út frá eigin löngunum og þrám. Ég segi ekki að stressið sé ekki farið að segja til sín. Elsku sæti MH hefur alltaf beðið manns með hlýja steypuarma eftir sumar– eða vetrarfrí. Og hvað nú? Nú þarf ég bara að fara að fá mér vinnu eða eitthvað eins og einhver fullorðins? Á skrítinn hátt líður mér eins og ég sé komin aftur til ársins 2011, nánar tiltekið til 24. ágústs. Svona Back to the Future fílíngur. Svipuð busatilhlökkunarstress-tilfinning syndir um í maganum eins og þá, en nú í bland við þennan ljúfsára aðskilnaðarkvíða.
við þá sem maður kýs. Eins og áfangakerfið. Í rauninni krefst MH þess af þér að þú sért stöðugt að kynnast nýju fólki, víkka sjóndeildarhringinn og finna þitt eigið áhugasvið. Sem getur ekki komið sér nema vel í framtíðinni. Ekki bjóða allir skólar upp á táknmál, franskar kvikmyndir, japönsku, leiklist og meira að segja ljósmyndunaráfanga. Þessi fjölbreytileiki er svo brilljant. Þó að búið sé að ákveða margt fyrir okkur þá er fjölbreytni námskránnar okkar algjör forréttindi. Þú færð að ráða ferðinni sjálf/ur og rölta hana á þínum eigin hraða. Og ekki spillir fyrir að kennararnir eru jafn skrautlegir og nemendurnir. Uldis hefur til dæmis kennt mér kúnstina að elska lífið, Halldóra Björt kenndi mér mikilvægi feminisma, Einar Júl sýndi mér geiminn á einhverju öðru plani og Stebbi og Kalli eru bara... Stebbi og Kalli. Þvílíkar perlur sem MH hefur að geyma.
Ég hef rifist við menntamálaráðherra á Bylgjunni, fengið mér emmhátattú, haldið mótmæli og böll og ælt úr fótbolta.
Við getum verið frekar sammála um að byggingin sé ekki mjög aðlaðandi fyrir auga þess utanaðkomandi. Hálfgerður steypuklumpur. En fyrir okkur sem þekkjum innviðið er byggingin svo miklu meira. MH er staðurinn þar sem við kynnumst mörgum af okkar bestu vinum, eignumst stórkostlegar minningar og lærum að móta okkur sjálf. MH er staðurinn sem við völdum til þess að eyða menntaskólaárunum okkar og því er eins gott að við nýtum okkur alla hans kosti á meðan kostur er! Eitt það alskemmtilegasta við þennan skóla er nefnilega þessi ótrúlega fjölbreytni og þeir ótal farvegir sem hann býður okkur. Hvort sem átt er við nám eða félagslíf þá eru valmöguleikarnir nánast óteljandi og hvet ég alla, konur og kalla með hár og skalla (samt ekki – bless bless öldungadeild), til þess að prófa eins mikið og þið getið. Allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi. Það er ekkert vit í því að elta skott vina sinna. Notið öll tækifæri sem gefast til þess að troða ykkur út fyrir ykkar þægindahring. Nýtið ykkur viðburði nemendafélagsins til að kynnast ykkar áhugasviði. Aldrei hélt ég að ég hefði gaman af félagsstörfum en businn ég ákvað á síðustu stundu að sækja um í ráð og komst að því að nemendafélagið er djöfulsins snilld. Ég var það heppin að fá að sjá nemendafélagið frá öllum sjónarhornum og ég get ekki með nokkrum orðum lýst því hversu þakklát ég er fyrir þá reynslu. Ekki bíða með að taka þátt! Áður en þú veist af er Stöð 2 komin heim til þín og þú sérð þig í kvöldfréttunum á náttfötunum einum saman. Blessuð borðamenningin. Ég sat í troðningi á fyrsta ári, stóð í troðningi á öðru ári, hljóp í gegnum troðninginn og sat nánast ekkert á þriðja ári og á fjórða ári sit ég nú á einhverju sviði, enn og aftur, í troðningi. Hvers konar kerfi er þetta eiginlega? Borðin í MH rúma allavega ekki sína 1200 nemendur, það eitt er víst. Fólk berst um “yfirráðasvæði” eins og skepnur í villtustu frumskógum svo borðin geti haldið sínar eigin árshátíðir og hvaðeina. Þetta er allt saman mjög fyndin pæling. En manni verður samt að þykja vænt um borðamenninguna því hún gerir okkur kleift að velja okkur sjálf vini og mynda tengsl
Hér hef ég skapað margar af mínum bestu minningum. Mér hefur tekist að ræsa út slökkvuliðið þegar ég brenndi poppið mitt í Mararþaraborg, fara þrisvar í röð í busaferð, fengið lánuð fötin hans BAB, fundið ástina í stjórn, rifist á Bylgjunni við menntamálaráðherra um verkfallið, fengið mér emmhátattú, haldið mótmæli og böll og ælt úr fótbolta. Mörg trúnó hafa svo átt sér stað á hlaupabrettunum eða hjá bekkjunum hjá Sómalíu í þriðjudagsgrautarpásum (missjú Ranný). Þessi kvíði sem var í mallanum fyrstu dagana hvarf fljótt og er ekkert nema þoka gamalla tíma í dag. Í stað hans hafa dásamlegar minningar tekið sér fótfestu í heilanum mínum. Ég hefði ekki viljað missa af einum einasta degi og verð ekki hissa ef ég vakna einn kaldan dag í janúar og keyri sjálfkrafa í Hamrahlíð 10. Verum bara við sjálf og hættum að reyna að púlla einhverja týpu. Hættum að hafa áhyggjur af því hvað öðrum finnst um okkur því ef þú hefur ekki vald yfir þér þá hefur það einhver annar. Lítum upp úr símunum og spjöllum við náungann. Hver veit, kannski gleymduð þið bæði nesti, farið saman á Tjikkenpleis og verðið perluvinir. Við gleymum því nefnilega hvað fólk segir við okkur en ekki hvernig það lætur okkur líða. Sýnum því fólki áhuga, lifum í núinu, segjum aldrei nei við nýjum tækifærum og kæri MH-ingur, hleyptu Menntaskólanum við Hamrahlíð eins djúpt í hjartað þitt og þú mögulega getur og það mun vera það besta sem þú hefur gert. Takk MH fyrir að undirbúa mig undir lífið. Nú kveð ég að sinni. Þú fórst stjarnfræðilega langt fram úr mínum björtustu vonum og allar mínar taugar munu sakna þín. Bestu kveðjur, MH386620 Karen Björk Eyþórsdóttir 23
- BENEVENTUM -
24
- BENEVENTUM -
O p i ð bréf til efri hæ ð ar :
Að staldra við og njóta Ágæta skólastjórn. Við lifum á tímum þrenginga, hugsunarhátturinn sem viðgengst er sá „hvar getum við skorið niður, hvar getum við sparað?“ Hugsunarháttur af þessu tagi þarf ekki að vera svo slæmur en við gleymum því stundum að staldra við og meta það góða sem við eigum og vera þakklát fyrir það. Í Menntaskólanum við Hamrahlíð hefur nú í um 10 ár verið boðið upp á ferðalagaáfanga fyrir nemendur langt komna í þriðja tungumáli sínu. Áfangar sem þessir hafa hvatt nemendur áfram í tungumálanáminu og veitt þeim ómælda ánægju en nú stöndum við á þeim tímamótum að hugsanlega „þurfi að leggja þá niður“. Áður en ákvörðun um slíkt er tekin langar mig að þið hugsið ykkur vel um og vildi ég þess vegna segja ykkur örlítið frá minni upplifun af Parísaráfanganum svokallaða en í þá ferð fór ég með Gérard Lemarquis í október síðastliðnum. Að pistlinum loknum gefur að líta nokkrar myndir úr ferðinni og undirskriftalista frá frönskuhópnum, sem allur er sammála um það að halda áfanganum inni. Löngu áður en ég kom í MH, og í rauninni löngu áður en ég þurfti að gera upp hug minn um í hvaða menntaskóla skyldi halda, þá hafði ég heyrt af því að í þessum skóla væri boðið upp á sérstakan Parísaráfanga. Maður gerir sér kannski ekki grein fyrir því í fljótu bragði, en slíkan áfanga tel ég hafa mjög mikið aðdráttarafl við val á skóla. Sjálf var ég aldrei í vafa, stefnan var alltaf sett á MH en það var margt sem kom þar til og átti frönskudeildin stóran þátt í því. Árum fyrir menntaskólann var ég farin að hlakka til að læra frönsku í MH og sá í fjarlægum ljóma ferð til Parísar með frönskuhópnum mínum. Það var þó ekki bara áfanginn sem kveikti áhuga minn heldur hafði ég heyrt dásemdarsögur af þessum Gérard sem sæi víst um áfangann. Sögur af ástríðufullri og hlýlegri kennslu hans hafa borist langt út fyrir veggi skólans og eflaust dregið að fjölda nemenda. Þegar ég byrjaði síðan í MH fékk ég að kynnast Gérard af eigin raun, allar þær sögur sem ég hafi heyrt stóðust svo sannarlega og meira en það. Strax frá fyrsta frönskutíma fór ég að hlakka til ferðarinnar, sem samkvæmt námsferli skyldi verða eftir tvö ár. Ég lagði metnað í frönskunámið mitt því ég vissi hvað biði mín og ég tók áfanga umfram kjarnann. Í þessum tímum hafði myndast náinn vinahópur sem allur átti sér þann draum að fara saman til Parísar og það í fylgd Gérards. Tveimur árum síðar var komið að því, Parísaráfanginn merktur inn í töfluna á þremur stöðum. Á mánudögum fengum við sögu Parísar frá upphafi ríkulega skreytta persónulegum frásögnum Gérards sem virtist vita allt sem hægt er að vita, og stundum aðeins meira en það. Þriðjudagar fóru í undirbúningsvinnu á netinu um vettvang í borginni sem skyldi verða okkar rannsóknarverkefni í ferðinni. Á föstudögum horfðum við síðan yfirleitt á bíómynd með líflegum þýðingum Gérards og enduðum tímann á að syngja saman á frönsku. Með þessu móti myndaði Gérard þéttan hóp nemenda sem saman fóru til Parísar í haustfríinu. Tímarnir einkenndust af uppbyggingu spennu fyrir ferðina, sem
og undirbúnings, þeir gáfu okkur markmið sem við hlökkuðum til að uppfylla í ferðinni. Þegar út var komið var augljóst að Gérard var á heimaslóðum. Hann þekkti alla króka og kima borgarinnar og sagði okkur persónulegar sögur af atvikum sem hann hafði upplifað þar. Á hverjum morgni var bankað kl. 7:30 á herbergisdyrnar okkar og þar stóð Gérard, nývaknaður en tilbúinn að rífa okkur, dauðþreytt ungmennin, fram úr rúmunum og út í borgina. Eins og Íslendingum einum er lagið var alltaf einhver seinn þegar við höfðum ákveðið brottfarartíma frá hótelinu. Gérard varð þó aldrei reiður eða æsti sig, hann varð bara sár. Það að særa mann eins og hann er eitthvað sem er svo ótrúlega erfitt, svo maður lagði sig allan fram um að verða ekki seinn, ekki af því að maður væri hræddur um að verða skammaður, maður vildi einfaldlega ekki valda Gérard vonbrigðum. Þessa fjóra daga sem á dvölinni stóð var hver einasta mínúta nýtt í að njóta. Þarna voru skapaðar minningar sem við munum aldrei gleyma og vinasambönd sem munu aldrei slitna. Við fengum að spreyta okkur á kunnáttu okkar í málinu og sjá hvar við stöndum. Eftir ferðina héldu tímarnir áfram þar sem unnið var úr öllu því góða sem ferðin gaf okkur. Á dimmum og köldum skóladegi er ómetanlegt að ganga inn í tíma til Gérards og lýsa upp skammdegið með minningum og sögum úr ferðinni góðu. Ég gleymi því aldrei þegar við Margrét gengum út úr stofunni eftir einn slíkan tíma og hún sagði: „Parísaráfanginn er mest gefandi áfangi sem ég hef á ævi minni tekið.“ Við vitum öll að allt kostar þetta peninga og er ótrúlega leiðinlegt að þurfa stundum að láta slík vandamál stoppa sig. En í þessu tilviki eru til svo margar lausnir. Fram til ársins 2008 styrkti skólinn hvern og einn þeirra 30 nemenda sem í ferðina fóru um 10.000 kr. en hefur sá styrkur nú verið afnuminn og nemendur greiða ferðina sjálfir að fullu. Helstu útgjöld skólans eru að borga undir kennarann en sá kostnaður er það lítill að það þyrfti ekki að bæta nema 2.000 kr. við greiðslu hvers nemenda í hópnum og þannig myndu nemendurnir „bjóða“ Gérard í ferðina. Þennan tvöþúsundkall fengju nemendur síðan margfalt til baka með öllu því góða sem Gérard gefur af sér. Mig langar ekki að tala um peninga en mig langar að tala um virðingu. Allir góðir hlutir taka að sjálfsögðu einhvern tímann enda en er ekki hægt að sýna Gérard þá virðingu sem hann á skilið, að svo lengi sem hann kenni við skólann verði Parísaráfanginn í boði. Gérard á ekkert nema lof skilið og ómælanlegt magn þakklætis fyrir starf sitt og þætti mér, og ég veit fleirum, það jaðra við vanvirðingu og vanþakklæti ef þessi áfangi sem hann kennir af svo mikilli ástríðu, af fullum hug og hjarta, yrði hrifsaður af honum þessi örfáu ár sem hann á eftir í kennslu. Verum þakklát, njótum og gleðjum. Lengi lifi París, lengi lifi Gérard og lengi lifi MH. Með vinsemd og virðingu, Sigrún Perla Gísladóttir 25
- BENEVENTUM -
26
- BENEVENTUM -
27
- BENEVENTUM -
28
- BENEVENTUM -
29
- BENEVENTUM -
Margrét Stefanía Þorkelsdóttir Magdalena Radkowska Anna Havi Arnarsdóttir Skúli Arnarsson Þórunn Björg Guðmundsdóttir Sandra Björk Jónasdóttir Katrín Inga Eldred Hrafnhildur G. Sigurjónsdóttir Sandra Gunnarsdóttir Anna Elísabet S. Jónsdóttir Sigrún Þóra Magnúsdóttir Anton Örn Rúnarsson Kristján Steinn Kristjánsson Katrín Sigríður Þorsteinsd. Bachmann Þórbergur Atli Þórsson Ása Ester Sigurðardóttir Lísa Margrét Gunnarsdóttir Þorgerður Magnúsdóttir Snæfríður María Björnsdóttir Máney Hlín Styrmisdóttir Magnea Óskarsdóttir Helgi Grímur Hermannsson Þórunn Björg Magnúsdóttir Arnaldur Gylfi Þórðarson Ólöf Svala Magnúsdóttir Sigrún Perla Gísladóttir Styrmir Hrafn Daníelsson Magnús Jónsson 30
- BENEVENTUM -
31
ALLT SEM ÞÚ ÞARFT AÐ VITA UM VINNUMARKAÐINN EN HEFUR ALDREI NENNT AÐ SPYRJA UM! - BENEVENTUM -
VR KYNNIR
NÝTT NETNÁMSKEIÐ FYRIR UNGT FÓLK 16-24 ÁRA SEM ER AÐ BYRJA AÐ VINNA OG ÞARF AÐ VITA HLUTI EINS OG HVERNIG FÆ ÉG VINNU? HVAÐ Á ÉG AÐ FÁ Í LAUN? HVER ERU RÉTTINDI MÍN? OG ALLT HITT SEM ALLIR ÞURFA AÐ HAFA Á HREINU S K R Á Ð U
32
Þ I G
Í
S K Ó L A N N
Á
- BENEVENTUM -
33
- BENEVENTUM -
Miles Davis Sketches of Spain
Platan Sketches of Spain, sem kom út árið 1960, er tuttugastaogníunda stúdíóalbúm jazztrompetleikarans Miles Davis. Árið áður heimsótti Miles vin sinn Joe Montdragon sem var bassaleikari frá Mexikó. Joe spilaði fyrir hann plötu sem innihélt verkið ,,Concierto de Aranjuez” eftir spænska tónskáldið Joaquin Rodrigo og sagði ,,Miles, listen to this; you can do this!” Miles hlustaði og vissi um leið að hann langaði að taka þetta verk upp á sína eigin plötu. Verkið sat einfaldlega fast í höfðinu á honum. Þegar hann kom aftur heim til New York, gaf hann Gil Evans eintak af plötunni til að fá hans álit á henni og hvað hann héldi að hægt væri að gera með efnið á henni. Gil Evans var, ásamt því að vera jazzpíanóleikari, mjög mikilvægur útsetjari og tónskáld í jazzsögunni. Gil leist mjög vel á plötuna eins og Miles en sagði þó að þeir þyrftu að bæta fleiri verkum við til að fylla upp í heila plötu. Þeir bættu við spænska marsinum ,,Saeta” og ,,Solea” sem er einfaldur flamengó, ,,Will o’ the Wisp” úr ballettinum ,,El Amor Brujo” eftir Manuel de Falla og verkinu ,,The Pan Piper” sem áður hét ,,Alborada de Vigo” og er indverskt þjóðlag. Platan var loks tekin upp í nóvember 1959 og mars 1960. Það sem Miles strögglaði mest með á plötunni var að herma eftir mannsröddinni en hann reyndi til dæmis að líkja eftir bæði leiðri og glaðri rödd í ,,Saeta”. Á plötunni leikur Paul Chambers á kontrabassa, Jimmy Cobb á trommur, Elvin Jones á slagverk og Bill Barber á túbu svo fáeitt sé nefnt. Sketches of Spain er klárlega ein af þeim allra bestu og framsæknustu plötum sem Miles Davis gaf út á sínum ferli. Þar sannar hann það rækilega fyrir heiminum hversu vel hann gat leikið sér með hina ýmsu stíla og nálganir á tónlist1. Stjórn Miles á hljóðfæri sínu er einstök og útsetningar Gil Evans gallalausar2. Þegar allt kemur til alls má segja að þetta sannkallaða meistaraverk sé ein sú gróskumesta og rómantískasta breiðskífa sem Miles gaf út á ferli sínum ásamt því að vera eitt af þeim eftirminnilegustu verkum sem þjóðmenning tuttugustu aldar skilur eftir sig. Ég mæli því eindregið með því að allir þeir sem hafa einhvern áhuga á jazzi kynni sér þessa plötu. Til að tryggja hámarksárangur er gott að hlusta á plötuna í góðum heyrnartólum við hliðina á batterýslausum farsíma og reykelsi. 1 Miles var þekktur fyrir það að ögra sjálfum sér og reyna alltaf eitthvað sem hann gat ekki gert. Þannig þróaðist stíllinn hans og á leiðinni fann hann upp bæði cool jazzinn og fusionið sem þróaðist úr brotunum af ,,Bitches Brew” plötunni sem kom út í janúar árið 1970 þótt uppruni fusionsins sé umdeildur.
Baldvin Snær Hlynsson 34
- BENEVENTUM -
FM Belfast Brighter Days Íslenska rafhljómsveitin FM Belfast hóf göngu sína árið 2005 í Reykjavík. Þá var hún dúett með Árna Rúnari Hlöðverssyni og Lóu Hlín Hjálmtýsdóttur. Bandið fór þó ekki að rúlla fyrr en þeir Árni Vilhjálmsson og Örvar Þóreyjarson Smárason höfðu bæst við. FM Belfast er hljómsveitin sem færði okkur meðal annars lögin Stripes, Synthia, Par Tropical, Underwear og I Don’t Want To Go To Sleep Either og er mögulega sú íslenska hljómsveit sem á hvað flesta aðdáendur sem aldrei hafa hlustað á plöturnar þeirra heldur hafa aðeins mætt á live viðburði og diggað þá í tætlur. Til dæmis spiluðu þeir á busaballi MH fyrir ári síðan og vöktu verðskuldaða athygli. Í hljómsveitinni spilar Árni Rúnar á hina ýmsu syntha og trommuheila við fjörugan söng þeirra allra. FM Belfast hefur svo iðulega komið fram með ásláttarhljóðfæraleikurum á borð við Björn Kristjánsson sem jafnan er kallaður Borko, Unnstein Manuel og Þórð Jörundsson úr Retro Stefson. FM Belfast hefur á ferli sínum gefið út þrjár plötur. Sú fyrsta ber nafnið „How to make friends” sem kom út árið 2008, næsta „Don’t want to sleep” sem kom út 2011 og sú nýjasta ber nafnið „Brighter days” en hún kom út í apríl á þessu ári. Brighter days var gefin út af Record Records á Íslandi en einnig alþjóðlega undir hljómplötufyrirtækinu World Champion Records sem er í eigu meðlima FM Belfast. Þeir munu svo halda tónleika á næstu vikum í Þýskalandi, Noregi, Danmörku og Frakklandi. Lögin á plötunni eru afurð mixtúru þéttra bassa, taktfastra trommuheila, syntha af ýmsu tagi og fagnandi radda. Textarnir á plötunni eru flestir minimalískir og fjörugir og fjalla oftar en ekki um einfaldleika og skemmtun. Platan er ómissandi viðbót í þeirra einstaka hugarheim sem er uppfullur af gleði og björtum dögum. Árni Vilhjálmsson sagði eitt sinn um tónlist hljómsveitarinnar að hún væri ,,glaðleg-dramatísk-dans-popp-músík’’. FM Belfast kynntu plötuna með einfaldri yfirlýsingu: ,,Við vonum að hún mun lýsa upp daga ykkar og bæta lit í hvað það sem þið eruð að gera’’. Þó platan sé best (áheyrð) á sumrin má alveg líta á hana sem heilsársplötu. Hún fær mann til að tæma hugann og hentar einkar vel eftir jóla- og/eða vorpróf. 2 Í ævisögu Miles Davis segir hann frá konu sem hann hitti einhvern tímann og sagði honum frá spænskum nautabana á eftirlaunum sem ól naut fyrir hringinn. Hún sagði nautabananum frá Sketches of Spain en hann einfaldlega trúði því ekki að svartur ameríkanskur tónlistarmaður gæti tekið upp slíka plötu þar sem viðkomandi tónlistarmaður þyrfti að þekkja spænska menningu og vera alinn upp við flamengó tónlist. Hún spilaði plötuna svo fyrir hann og þegar henni lauk stóð hann upp, klæddi sig í nautaatsfatnaðinn, gekk út og barðist við eitt af nautunum sínum í fyrsta skipti síðan hann varð öryrki, og drap það. Þegar konan spurði hann hvers vegna hann hafði gert þetta, þá sagði hann að hann hefði verið svo snortinn af tónlistinni að hann hefði þurft að berjast við nautið. Miles átti erfitt með að trúa þessari sögu en konan sór að sagan var sönn. 35
- BENEVENTUM -
36
- BENEVENTUM -
A f h v e r ju m á é g e k k i
fróa mér í friði?
Ímyndið ykkur þetta. Það er dimmt vetrarkvöld. Klukkan er að ganga níu. Mamma og pabbi fóru upp í bústað og bróðir ykkar er á djamminu. Það er kalt og blautt úti, en inni er hlýtt. Þú ert einn heima. Útvarpið er í gangi og D’Angelo syngur til þín úr eldhúsinu. Þú ákveður að láta renna í bað, bara afþví bara. Þegar þú ert búinn að liggja í bleyti örlitla stund finnurðu hitann læðast upp fótleggina, inn að nára og loks að því allra heilagasta. Mm hvað vatnið er heitt. Sælutilfinningin umvefur þig, rétt eins og vatnið. Þú ert hetja. Þú ert stórmenni. Enginn getur sigrast á þér. Mm hvað þetta er gott. Vá hvað þér líður vel. Klukkan á veggnum tifar í takt við sælu þína. Hún er alveg að verða tólf. Fimm, fjórir, þrír, tveir, einn, og vatnið verður skyndilega ískalt. Þú grípur andann á lofti. Mm. Skyndilega fyllistu viðbjóði yfir sjálfum þér. Hvað varstu eiginlega að gera? Þú munt aldrei eignast vini. Líf þitt mun aðeins fara niður á við eftir þetta. Djöfull ertu mikið ógeð. Eða hvað? Afhverju er sjálfsfróun ógeðsleg? Hvað er svona ógeðslegt við hana? Sjálfsfróun hefur alltaf, á einhvern hátt, haft slæmt orð á sér. Það er sjaldan talað um sjálfsfróun sem eitthvað sem vert er að fagna og stunda af innlifun. Í flestum tilvikum þegar sjálfsfróun kemur upp í samræðum, sem gerist því miður örsjaldan, verður fólk vandræðalegt og fer hjá sér og reynir svo að skipta um umræðuefni eins fljótt og hægt er. Auðvitað er ekki hægt að alhæfa um þetta, en þetta er algengustu og viðurkenndu viðbrögðin við þessu viðkvæma umræðuefni. En afhverju er þetta svona? Af hverju er þessi mjög svo eðlilegi hlutur orðinn að einhverju sem þú átt að skammast þín fyrir og aldrei tala um? Það sem stingur mig sérstaklega mikið í sambandi við þessa hræðslu við sjálfsfróun, er að hún leggst ekki jafnt á kynin. Því miður, eins og á svo mörgum öðrum stöðum í samfélaginu, er mun viðurkenndara að strákar rúnki sér daglega frekar en stelpur. Ég á mjög sterka minningu um það að vera stelpa í áttunda bekk, nýbyrjuð á túr og byrjuð að pæla í þessu alræmda kynlífi sem allir voru að tala um. Ég man eftir því að sitja í matsalnum með vinkonum mínum og hlustað á strákana á næsta borði tala hástöfum um typpin á sér. Þeir báru saman lengd, þykkt og fjölda hára á pungnum á sér, en mest öll
samræðan fjallaði þó um hversu oft þeir rúnkuðu sér. Svo virtist vera að því oftar sem þú gerðir það, því meiri maður varstu. Sumir þeirra héldu því fram að þeir rúnkuðu sér þrisvar á dag og var því tekið með miklum fagnaðarlátum og lofi. Á meðan sátum við stelpurnar í hring, sögðum ekki neitt og forðuðumst að horfa í augun á hverri annarri. Þögnin var alger, því auðvitað kom ekki til greina að við stelpurnar ræddum þessi málefni okkar á milli. Eftir á að hyggja finnst mér ömurlegt að við gerðum það ekki. Ég hefði alveg verið til í að tala um þessi mál á sömu afslöppuðu nótum og strákarnir, enda nýbyrjuð að uppgötva minn eigin líkama, líkt og þær. En af einhverjum ástæðum var það ekki í lagi. Við stelpurnar áttum ekki að tala um kynlíf, því það væri bara skrítið og óviðeigandi. Það er ekki eins og við séum kynverur eins og strákarnir, auðvitað ekki. Það væri fáránlegt. Einnig man ég eftir því að hafa talað við vin minn í tíunda bekk eftir kynfræðslutíma, sem voru af einhverjum ástæðum alltaf kynjaskiptir. Við spjölluðum um hvað hafi verið rætt í tímanum og hvað hafi komið á óvart, og það sem ég komst að var að það fóru heilar fimmtán mínútur af strákatímanum í að tala um sjálfsfróun. Strákarnir fengu langa fræðslu um heilbrigði þess að fróa sér, að það væri fullkomlega eðlilegt og gott og ekkert til að skammast sín fyrir. Á meðan fengum við stelpurnar að dýfa túrtöppum í vatnsglas og fræðslu um tíðaverki. Mér fannst þetta svo ósanngjarnt og ömurlegt. Af hverju fékk ég ekki að vita hvernig ég fæ fullnægingu? Afhverju fékk ég ekki að heyra að það er allt í lagi, og eiginlega bara frekar næs, að snerta á mér píkuna? Afhverju má ég ekki fróa mér í friði? Ég veit það ekki. Kannski hef ég rangt fyrir mér. Kannski er þetta alls ekki viðhorfið og ég er bara að vera viðkvæm. En hvernig sem það nú er, þá er sjálfsfróun algjörlega frábær. Ég hvet ykkur öll eindregið að stunda hana vel og oft, því það að veita sjálfum sér unað er aldrei slæmt. Hafið það næs. Hafið það sexý. Hvers vegna erum við öll með tugþúsunda taugaenda í klofinu ef ekki til að kitla þá? Ronja Mogensen
Hvers vegna erum við öll með tugþúsunda taugaenda í klofinu ef ekki til að kitla þá?
37
- BENEVENTUM -
Dómnefnd // Hugleikur Dagsson / Hildur Elísa Jónsdóttir / Júlía Runólfsdóttir
1. sæti
Drukkið úr fjallafossi / Sólrún Ylfa Ingimarsdóttir 38
- BENEVENTUM -
2. sæti
Arína Vala Þórðardóttir
39
- BENEVENTUM -
3.-4. sæti / Valdís Mizt Óðinsdóttir 3.-4. sæti / Steinþór Bjarni Gíslason
40
- BENEVENTUM -
Vala Steingr铆msd贸ttir Emil Gunnarsson
41
- BENEVENTUM -
Hvað er þessi sjúklega langi, prjónaði trefill eiginlega að gera í loftinu á Miðgarði? Þetta er Miðgarðsormur. Það vissu kannski flestir fyrir en færri vita þó hvernig hann varð til og hvað hann hefur gengið í gegnum í áranna rás. Ég gramsaði í gömlum greinum og ræddi við Wincie Jóhannsdóttur, Miðgarðsormsáhugakonu og fyrrum enskukennara skólans, og komst að ýmsu áhugaverðu. Í byrjun ársins 1985 var staða kennara á Íslandi ekki góð. Þeir kröfðust endurmats á störfum sínum því launin voru of lág sem minnir óneitanlega á nýafstaðna kjarabaráttu framhaldsskólakennara sem lauk ekki fyrr en eftir þriggja vikna verkfall fyrr á þessu ári. Munurinn er þó sá að árið 1985 höfðu kennarar ekki verkfallsrétt og starfsheiti þeirra var ekki einu sinni löggilt sem þýðir að hver sem er mátti kalla sig kennara. Þeir brugðust því við með fjöldauppsögnum en um 400-500 kennarar sögðu upp störfum. Dag einn þetta ár fjölmenntu kennararnir í Menntamálaráðuneytið sem þá var staðsett í Arnarhvoli og með fylgdi hópur nemenda úr MH til þess að styðja. Sagan segir að þessir nemendur hafi verið búnir að ákveða að dvelja inni í ráðuneytinu alla nóttina í mótmælaskyni. Því hafi þeir tekið með 42
sér garn og prjóna til að stytta sér stundir á meðan þeir biðu. Enginn kom í veg fyrir að hópurinn væri í húsinu yfir nóttina og höfðu nemendurnir því nægan tíma til að prjóna það sem síðar átti eftir að vaxa og dafna og verða að þeim Miðgarðsormi sem við þekkjum í dag. Engar heimildir segja til um hvenær ormurinn hafi hlotið nafn sitt en vitað er að fyrir hans tíð höfðu nemendur sem vörðu stundum sínum á Miðgarði iðulega verið kallaðir Miðgarðsormar. Árin hafa liðið og það styttist óðum í 30 ára afmæli ormsins. Við síðustu mælingu sem gerð var á síðustu önn mældist hann 83,3 metrar sem þýðir að hann hefur að meðaltali lengst um tæpa 3 metra á ári. Það stenst ágætlega ef litið er á tölur úr grein úr Morgunblaðinu síðan 2007 þegar hann var rúmir 63 metrar. Í þeirri grein kom einnig fram að heimsmetið fyrir lengsta tuskudýrið væri í hættu ef Emmháingar héldu áfram að vera duglegir að prjóna við hann. Því miður er raunin ekki lengur sú því heimsmetið er nú niðurkomið í Hastings Community í Bandaríkjunum þar sem tæplega 1800 metra langur prjónaormur býr. Sá ormur var þó samvinnuverkefni 16 skóla og ýmissa annarra aðila.
- BENEVENTUM -
Ekki er nóg að prjóna Miðgarðsorminn heldur þarf einnig að fylla upp í hann reglulega. Það hefur þó greinilega gleymst undanfarin ár því margir metrar eru nú ófylltir. Ormurinn er ýmist fylltur með venjulegu troði eða svampi en orðrómur er um að stundum hafi verið notaðir óskilamunir og jafnvel gamalt nesti til að fylla upp í hann þegar skortur hefur verið á troði. Ef vel er að gáð má sjá ýmis skemmtileg orð, myndir og jafnvel framboð sem prjónuð hafa verið í orminn en meðal þess sem á honum stendur er: RÁS 2 // MEID BÆ FÖNDURHORNIÐ X2dx=X/3 // X-Gunni // X-Tumi // X-RD ...og svona mætti lengi telja. Miðgarðsormurinn hefur þurft að þola margar hremmingarnar í gegn um tíðina en hann er vinsæll hjá óvinveittum þjófum úr öðrum menntaskólum. Oftar en einu sinni hefur honum verið rænt, yfirleitt af MR en núna síðast voru það Emmessingar sem réðust inn í skólann vopnaðir hnífum og ætluðu sér að skera hann niður. Það tókst þeim þó ekki því dyggir Emmháingar settu hnefann á loft og tókst á endanum að stöðva glæpinn.
Þegar ormurinn er ekki í gíslingu hjá öðrum skólum er hann oft tekinn með á viðburði á borð við Gettu Betur, þrátt fyrir kenningu sumra um að bölvun liggi á honum og að í hvert sinn sem hann væri tekinn með á slíka viðburði myndi lið MH tapa. Þessari bölvun var þó aflétt þegar MH sigraði Gettu Betur á þessu ári þrátt fyrir að ormurinn væri meðal áhorfenda. Það er svolítið puð að taka orminn með sér, bæði vegna þess að hann er svo langur og fyrirferðamikill að hann krefst sér sendiferðabíls en líka vegna þess hve afskaplega rykugur hann er. Þó hefur Þjóðháttafjelagið árlega farið með hann út á lóð og reynt að dusta úr honum rykið, það er að segja þau ár sem Þjóðháttafjelagið er starfandi en það er komin hefð fyrir því að leggja það alltaf niður öðru hvoru. Saga Miðgarðsormsins er merkileg en henni er alls ekki lokið. Enn er hann opinn í annan endann og hvet ég sem flesta til að taka upp prjónana og bæta við hann, nú eða troða í hann. Það væri síðan ekki vitlaust að henda í gott troð-session á þrítugsafmælinu sem ætti að vera um svipað leyti og Lagnó á næstu önn. Hver veit nema við náum svo þessu heimsmeti, fyrr eða síðar. Atli Arnarsson 43
- BENEVENTUM -
44
- BENEVENTUM -
Umferð er ömurleg. Þegar maður situr í bílaröð stendur tíminn gjörsamlega í stað. Það sem gæti þó gert þessar stundir örlítið bærilegri væri ef að allir gætu lært að haga sér skikkanlega á götum borgarinnar. Flestir kannast við reiðina sem blússar upp þegar einhver fáviti svínar á mann, fólk keyrir á 40 km hraða á vinstri akrein eða flautar af engri ástæðu. Hér fer ég í nokkur atriði sem fara óstjórnlega mikið í taugarnar á mér og gef þeim einkunn frá einni til fimm reiðum Jörum eftir því hversu mikið road rage ég upplifi. Jara Hilmarsdóttir
Strætó hraðahindranirnar
Troða sér á auka akgrein
Byrjum á nýju hraðahindrununum sem tröllríða gatnakerfum landsins nú á dögum. Þær eru litlir ferkantaðir klumpar sem er plantað hér og þar í Reykjavík. En af hverju eru þær svona asnalegar og óþægilegar? Hvað varð um klassísku hindranirnar sem hægja alveg jafn vel á umferðinni? DING! Þær eru gerðar svona svo að Strætó þurfi ekki að hægja á sér þegar hann kemur að þeim. HA?! Af hverju þurfa allir bílar að hægja á sér á stað þar sem hraðahindrun er talin nauðsynleg, en risastór, feit, gul rúta full af fólki þar sem enginn er í sætisbeltum fær að keyra ótrauð áfram? Strætóbílstjórar eru sumir hverjir ókurteisir glannar sem keyra á 60 km hraða á 30 km hraða hámarksgötu. Er það eitthvað minna hættulegt ef strætó klessir á þig á mikilli ferð heldur en fólksbíll? Jú kannski – strætó drepur þig alveg pottþétt.
Allir vita að þriðja akreinin á Miklubrautinni eftir gatnamótin við Kringlumýrabraut á leið niður í bæ verður að engu. Samt bruna allt of margir fávitar út akreinina og bóksaflega troða sér inn í röðina á undan öllum öðrum. Ef þetta væri röð að kassa í Krónunni þá væru allir brjálaðir, af hverju leyfir fólk sér þetta þá í umferðinni? Oft nær bílaröðin eins langt og augað eygir og nokkrir aðilar sem álíta sig sérstaka og merkilegri en aðra taka sér það bessaleyfi að ryðjast fram yfir alla sem hafa beðið. Eins eru fáeinir sem bruna einfaldlega út strætó akreinina. Ef þú vilt fá þennan fokking forgang svona heitt, fáðu þér þá vinnu hjá strætó. Ekki vera aulinn sem allir bölva í umferðinni.
Bílum lagt upp á gangstétt
Skortur á stefnuljósum
Þetta er að mínu mati eitt mesta tillitsleysi í umferðinni hér á landi. Í stað þess að leggja þrjátíu skrefum frá áfangastað sínum ákveða sumir að troða sér upp á gangstéttina til að geta sparað sér spöl sem nemur kannski tíu skrefum. Nokkrum mínútum síðar kemur síðan maður með barnavagn. Hann kemst ekki framhjá því þessi dúskur er algjörlega fyrir. Maðurinn þarf því að fara út af sinni gangbraut, út á götu og er þá í leiðinni að auka hættuna á árekstri óhugnalega mikið. Ef fólk hugsaði einu sinni um eitthvað annað en rassgatið á sjálfu sér þá hefðu þessar aðstæður kannski aldrei skapast.
Fór helmingur þjóðarinnar aldrei í ökuskóla 1? Allt of oft hef ég nauðhemlað því einhver fáviti sveigði inn á akreinina mína án þess að gefa það á nokkurn hátt til kynna. Hringtorgin eru þó verri. Ef ökumenn gætu gefið eitt skitið stefnuljós þá hefði ég ekki þurft að stoppa bílinn bara til þess að fara af stað aftur. Sparar bensín, hjálpar umhverfinu, allir vinna. Er það virkilega svona fokking erfitt að vippa puttunum á vinstri hönd til hliðar og ýta aðeins í stefnuljósasveifina? Með þessari litlu gjörð hefur þú tryggt öryggi annarra bílstjóra, sleppt því að vera í órétti og jafnvel gert daginn hjá bílnum fyrir aftan þig aðeins skárri. Minna roadrage, meiri hamingja.
45
- BENEVENTUM -
Svartklæddir gangandi vegfarendur
Hunsun umferðarskilta
Ókei það er allt í góðu að vera svartklæddur. Jafnvel allt í góðu að vera svartklæddur að nóttu til. En það sem er ekki allt í góðu er að vaða út á götu eins og Palli var einn í fokking heiminum án þess að veita því nokkurn gaum hvað er í gangi í kringum sig. Það gæti gengið um hábjartan dag, jafnvel að kvöldi til en þegar það er komið niðamyrkur þá er það stór fokking hættulegt fyrir svartklædda fávita og ökumenn. Það er ekki nokkur leið að sjá manneskju sem hleypur yfir Miklubrautina um miðja nótt. „Æ hann er langt í burtu, röltum bara yfir.“ Bíll á 90 km hraða er ekki lengi að keyra nokkra metra. Slepptessubara.
Þó að eitthvað hafi verið einhvernvegin einhverntímann þá þýðir það ekki að það sé þannig enn. Forgangi ökutækja er af og til breytt. Sem dæmi má nefna gatnamótin Flókagata/ Rauðarárstígur. Þar hafði Rauðarárstígurinn forgang í mörg ár en því var síðan breytt, umferðarskiltin færð og Flókagatan fékk forganginn. Enn þann dag í dag brunar fólk þó frá Rauðarárstígnum yfir gatnamótinn eins og ekkert sé breytt. Margoft hef ég lent í því á leið minni í MH að bílar keyra ótrauðir yfir og ég þarf að nauðhemla og flauta eins og brjálæðingur. Í tvö af þessum skiptum hafa bílstjórarnir, sem voru í báðum tilvikum miðaldra karlmenn, numið staðar, skrúfað niður rúðuna og kallað til mín eitthvað á þessa leið: „Vina mín, þú verður bara að læra umferðarreglurnar.“ Ég kalla til baka og segi þeim að drullast til að líta á umferðarmerkin, bara rétt svo kíkja til svo þeir sjái að þeir hafi rangt fyrir sér. En nei, hvað ætli þeir þurfi að hlusta á einhverja fjandans stelpuskottu? Hún veit ekkert, hún þarf að læra á umferðina. Ég bendi og bendi en þeir halda áfram að skamma mig og kalla mig „gæskan“ og „ljúfan“. Aldrei myndu þeir koma svona fram við til dæmis föður minn. Fávitar allt saman.
Troða sér á rauðu ljósi
Road rage með börn um borð
Klukkan er 8 að morgni til, allir á leið í vinnu eða skóla. Allir að verða of seinir eins og vanalega en engum dettur í hug að leggja örlítið fyrr af stað. Fólk kemur að umferðarljósum og sér það verða gult. Allir virðast hinsvegar hlíta þeirri óskrifuðu reglu að gult þýði ekki að hægja á heldur að gefa hressilega í. „Ég næ þessu alveg!“ „Ég smeygi mér bara.“ „Ég er ekki fyrir neinum.“ Kjaftæði. Þetta á sérstaklega við um beygjuakreinar þar sem bílaröðin stendur langt út á gatnamótin svo að næstu bílar sem eiga grænt ljós komast ekki fet því allir seinu fávitarnir fóru yfir á eldrauðasta ljósi sem til er. Ég ber svo mikla virðingu fyrir þeim sem sjá bílaröðina, stoppa á gula ljósinu og hætta virkilega á það að verða fyrir aftanákeyrslu af bjánum sem ætluðu svo sannarlega að lauma sér yfir. Áfram þeir!
Road rage er hinn besti hlutur. Smá útrás fyrir fávitum sem virða ekki ofantöld atriði og haga sér eins og bjánar. Ég að minnsta kosti öskra óspart á hálvita sem svína á mig eða gefa ekki stefnuljós inn í hinu verndaða umhverfi sem bíllinn minn er. Ég geri það jafnvel með góða kumpána í bílnum en í þau fáu skipti sem ég keyri með börn um borð þá haga ég mér. Alveg sama hversu oft ég er svipt rétti mínum í umferðinni þá læt ég það vera að blóta þeim sem gera það. Börn apa allt eftir manni, ekki gera eitthvað í umferðinni sem þú vilt ekki að þau geri í framtíðinni. Búum til að minnsta kosti eina kynslóð af fyrirmyndar bílstjórum sem road rage-a bara í einrúmi.
46
- BENEVENTUM -
Ha nn a Á g ústa Olg eir sdóttir Myndir:
S ólrún Y l fa Ing im a r s d ó t t ir
47
- BENEVENTUM -
Í sumar ferðaðist ég í flugvél til Austurríkis. Á leiðinni var farþegum flugvélarinnar boðið upp á að skoða alls kyns blöð og tímarit. Framan á einu þeirra sá ég mynd af fyrirsætu sem var bæði óeðlilega grönn og augljóslega búið að vinna með líkama hennar í Photoshop þar sem hún leit út fyrir að vera þrír metrar á hæð og ekki með nein rifbein. Ég fór að hugsa um þann gríðarlega samfélagslega þrýsting sem konur eru undir útlitslega séð. Það má ekkert út af bera, þá eru þær ekki nógu góðar, ekki nógu fallegar. Þessi einhæfa útlistdýrkun sendir þau skilaboð til margra kvenna að enginn myndi nokkurn tímann vilja líta við þeim ef þeirra útlit stangast á við þessar ímyndir. Þetta er ótrúlega sorglegt og hefur maður heyrt allt of margar sögur af ungum og fallegum stúlkum sem hafa áhyggjur af líkama sínum og gera hræðilegustu hluti til þess að reyna að líta út eins og þær halda að sé fallegast. Sem betur fer er um þessar mundir mikil vitundarvakning um þessi mál í heiminum, en fólk úr öllum áttum hefur stigið fram, sýnt stuðning og mótmælt þessari þróun.
48
Hin staðlaða ímynd stelpna er orðin svo yfirgengilega brengluð að eðlilegar stelpur halda að eitthvað sé að hjá þeim og að þær þurfi að vera fallegar á annan hátt en þær eru, til þess að fúnkera í lífinu. Þær setja sér ýmiss konar óraunhæf markmið sem gera þær óhamingjusamar auk þess sem það ýtir undir óheilbrigðan lífsstíl. Þess má geta að þetta vandamál á alls ekki bara við um stelpur heldur stráka líka, þó að meira sé kannski fjallað um staðalímyndir stelpna. Staðalímyndirnar um útlit og hegðun stelpna ýta undir hugmyndir þeirra um að þær eigi að vera “svona og svona” til þess að meðal annars heilla og uppfylla “óskir” karlkynsins - óskir sem eiga sér enga hliðstæðu í raunveruleikanum og eiga hvergi heima nema á ruslahaugunum. Með þessum myndaþætti langar mig til þess að vekja athygli á hinni raunverulegu, fjölbreyttu og stórbrotnu fegurð stúlkna innan MH.
- BENEVENTUM -
49
- BENEVENTUM -
50
- BENEVENTUM -
51
- BENEVENTUM -
Fyrirsætur: Hanna Ágústa Olgeirsdóttir Salný Vala Óskarsdóttir Birgitta Þórey Rúnarsdóttir Katrín Svava Másdóttir Ása Kara Smáradóttir Móeiður Kristjánsdóttir 52
- BENEVENTUM -
53
- BENEVENTUM -
ER T ÞÚ F EMÍNIS TI ?
54
Já
Nei
86%
7%
Veit ekki 7%
- BENEVENTUM -
„Femínisti er karl eða kona sem veit að jafnrétti kynjanna hefur ekki verið náð og vill gera eitthvað í því“ -Femínistafélag Íslands Við lögðum ofurlitla skoðanakönnun fyrir Emmháinga á öllum árum. Spurningin var einföld: Ert þú femínisti? Svörin sem hægt var að velja um voru já, nei eða veit ekki. Ef viðkomandi valdi já þá var könnuninni lokið. Ef valið var nei kom upp önnur spurning: Ertu jafnréttissinni? Á eftir þeirri spurningu, sama hvert svarið var var viðkomandi beðinn um að rökstyðja. Við urðum himinlifandi þegar við skoðuðum niðurstöðurnar. 329 nemendur svöruðu, þar af sögðu 283 já, 24 sögðu nei og 22 sögðust ekki vita það. 86% úrtaksins líta á sig sem femínista, 7% vilja ekki kalla sig femínista og tæp 7% töldu sig ekki vita það. Af þeim sem svöruðu neitandi eða ekki vitandi við fyrstu spurningunni sögðu 35 sig vera jafnréttissinna. Árið 2012 gerði Beneventum svipaða könnun og spurðu félagsmenn NFMH hvort þeir teldu sig vera femínista. Niðurstöðurnar ollu þeim það miklum vonbrigðum, hlutföllin voru um það bil 60% á móti 40%, að þau ákváðu að birta þær ekki í blaðinu. Hér hefur greinilega margt breyst á ótrúlega stuttum tíma og velta má því fyrir sér hvað sé orsök þess. Ætli það sé tilkoma Femínistafélagsins Emblu? Vitundarvakning í samfélaginu? Eða bylting Reykjavíkurdætra? Hvað sem það er, þá er það mjög kærkomið. Áfram emmháingar!
Hér eru nokkrir stuttir rökstuðningar þeirra sem sögðu sig ekki vera femínista. Það virðist liggja mikill misskilningur á merkingu orðsins og Beneventum mælir með því að sumt fólk kynni sér merkingu femínismans aðeins betur.
„Ég veit að feminismi er í raun bara annað orð yfir jafnréttissinna, en ég vil ekki láta bendla mig við feminisma því öllum finnst hann svo leiðinlegur“
„Því ég tel að bæði kynin eiga rétt á jöfnum kjörum í lífinu t.d. laun.“ „Því það skiptir engu máli hvaða kyn manneskja er.“
„Þótt að bæði orðin eigi við sömu stefnu (sem er bráðnauðsynleg í okkar samfélagi), finnst mér NAFNIÐ “jafnréttissinni” eiga betur við konseptið; þetta er ekki lengur barátta bara fyrir konur (fem-)“
„Kynin eiga vera jöfn en ekki konur æðri eins og margir feministar halda fram.“ „Bara“
„Því að ég styð jafnrétti kynjanna og mér finnst mikilvægt að konur séu jafnar karlmönnum. Þrátt fyrir það finnst mér orðið feministi ekki vera gott orð því það lýsir í sér að konur vilji verða fremur heldur karlar. Frekar nota ég jafnréttissinni því það má ekki taka rétt af mönnum svo að konur komist framar heldur verða þær að vinna fyrir því“
„Mér finnst óréttlátt að einhver aðili sé hærri settur en annar vegna hvernig sá aðili er flokkaður í samfélaginu. Allir ættu að hafa sömu rétti og allir aðrir í kringum sig!“ „Forskeytið “femin-” gengur bara í aðra áttina, hugtakið sjálft segir pretty much allt sem þarf að segja um þetta viðfangsefni. Þetta er allt farið út í öfgar og rugl og hefur lítið sem ekkert að gera með allmenn réttindi kvenna að gera lengur.“
„Að mínu mati ættum við ekki að flokka jafnrétti í hópa. Einn hóp sem styður rétt svartra, einn hóp fyrir jafnrétti kynjana, einn hóp fyrir jafnrétti samkynhneigðra... Þess vegna er ég jafnréttissinni. Ég styð jafnrétti allra. Ekki eingöngu jafnrétti kynjana eða jafnrétti samkynhneigðra. Það meikar ekki sens að vera að gera upp á milli jafnréttis.“
55
- BENEVENTUM -
Vigdís spyr: Hvar finnur þú frið? 56
- BENEVENTUM -
Tryggvi Björnsson Ég er oftast frekar upptekinn og stundum fer heilinn alveg á margfaldan snúning og þá finnst mér þægilegt að fara í Útgarð í MH. Þar er ég einn með sjálfum mér og heyri í engu öðru en vindinum. Útgarður er að mínu mati allt of lítið nýttur sem er algjör synd því þetta magnaður staður, sérstaklega á kvöldin þegar það er myrkur og kveikt er á lömpunum, þá myndast svo falleg og dulúðleg stemning. Svo skrifa ég líka mikið af ljóðum. En það fyndna er að ég get verið hvar sem er, hvenær sem er og mér dettur bara allt í einu eitthvað ljóð í hug. Þau koma eins og elding. Þá skrifa ég þau oftast bara í notes í símanum til að muna þau og vinn svo úr þeim seinna. Í gegnum tíðina hef ég safnað alls konar hlutum sem ég tengi við eitthvern atburð eða ákveðnar áhrifaríkar stundir. Mér finnst svo mikilvægt að varðveita góðar minningar, til dæmis með því að taka einhvers konar minjagrip frá góðum stundum. Annars er það svo margt sem ég get alveg sagt að færi mér ákveðinn frið, bara eins og áhugamál mín sem eru félagsstörf, leiklist, húmor, ferðalög, vinirnir, nemendastörf og dans, svo eitthvað sé nefnt.
57
- BENEVENTUM -
Vera Hjördís Matsdóttir Þegar ég er undir álagi þykir mér þægilegt að skrifa niður hvað það er sem er að stressa mig, þá sé ég vandamál mín fyrir framan mig og átta mig á því hvað þau eru lítil, þá á ég auðveldara með að leysa þau. Mér finnst gott að fara á bókasafnið í MH til þess að slaka á, það er svona mitt „safe place“. Á bókasafninu er svo mikil ró og kyrrð en aðallega er það einbeitingin í loftinu sem mér þykir svo þægileg, þar finnst mér líka miklu auðveldara að læra. Stundum fer ég líka bara heim til ömmu og afa. Þar finnst mér tíminn standa í stað og líður alltaf vel eftir að hafa spjallað við þau. Um daginn var ég að hjálpa þeim að flytja og fékk þá að eiga svuntuna hennar ömmu. Svuntan er svona hennar auðkenni og kallar svuntan fram margar kærkomnar minningar úr barnæskunni. Áhugamál mín felast í því að syngja og ég finn oft fyrir miklum frið þegar ég er að syngja. Eins og til dæmis á ég það til að vera feimin dagsdaglega en ég finn ekki fyrir neinni feimni eða einhvers konar sviðsskrekk þegar ég syng fyrir framan fólk. Í frítíma mínum hlusta ég mikið á fjölbreytta og skemmtilega tónlist, reyni að vera sem minnst í tölvunni og lesa þá í staðinn og svo hef ég undanfarið verið að skrifa ljóð.
58
- BENEVENTUM -
Áróra Bergsdóttir Ég á það til að byrja að ofhugsa. Ég hugsa allt of mikið um hlutina og heilinn snýst í marga hringi og þá langar mig oft að finna frið, hvíla heilann í smá stund. Þá finnst mér oft gott að fara í strætó. Það er eitthvað við strætó sem að róar mig svo niður, ég sit bara og fylgist með fólkinu og umhverfinu í kring, ég fæ frið með sjálfri mér. Oftast tek ég ellefuna því hún stoppar beint fyrir utan húsið mitt. Stundum fer ég líka niður í Elliðaárdal og sest niður með teppi, tónlist í eyrunum og litla hugdettubók ef svo kynni að mér dytti einhvað sniðugt í hug til að skrifa niður. Í Elliðaárdalnum er fullkominn friður, hljóðin frá fossinum og fuglunum eru svo falleg og friðsæl. Það er mismunandi hvað ég geri þegar mér finnst ég vera undir álagi. Stundum finnst mér þægilegt að hugsa um vandann og reyna að leysa hann en oft er líka gott að hugsa bara ekkert um það. Ég reyni alltaf að skrifa niður hvernig mér líður og ýmsar hugdettur, svo þegar að ég skoða það seinna reynist það samt oftast bara vera algjört bull sem ég skil ekkert í. Stundum hræðist ég hugsanir mínar of mikið til að geta skrifað þær niður, eins og nýlegasta panikkið er að það er í rauninni bara allt bull, orð eru bara línur og strik sem einhver ákvað síðan allt í einu að hefðu einhverja gilda merkingu.
59
- BENEVENTUM -
60
- BENEVENTUM -
Það er kaldur miðvikudagsmorgunn. Eini dagurinn sem ég þarf að mæta klukkan átta í skólann. Ég sit í frönskutíma og bíð óþreyjufull eftir grautarhlénu. Loks hringir bjallan og ég geng fram á gang og fæ eina rjúkandi skál af guðdómlegum graut frá Sibbu minni. Næst er ferðinni heitið í Sómalíu þar sem ég verzla mér inn nýkreistan appelsínusafa í plasti. Nú má dagurinn byrja. Grautarhlé Menntaskólans við Hamrahlíð væri í alla staði fullkomið ef ekki væri fyrir það að það er enginn staður til þess að endurvinna. Ég myndi helst vilja setja skálina í pappaendurvinnslu, afgang grautarins í lífrænan úrgang og plastflöskuna í flöskur/dósir. En nei, mér býðst einn valkostur og það er að henda öllu í eina fötu. Í meirihluta framhaldsskóla landsins er staðan á endurvinnslu svona. Okkur er því miður ekki boðinn sá valkostur að draga úr áhrifum okkar á umhverfið og eyðslu skólans. Að mínu mati felst lausnin við endurvinnsluvandamáli framhaldsskólanna í sameiginlegu endurvinnsluátaki og virkri notkun á endurvinnslutunnum þar sem flöskur og dósir, pappír og lífrænn úrgangur eru aðskilin. Á Íslandi eru 31 framhaldsskóli og af þeim eru örfáir sem eru virkir þegar kemur að endurvinnslu. Það er einnig lítið um fræðslu um umhverfismál og mikilvægi endurvinnslu. Endurvinnsla stuðlar að minnkun vistspors okkar á umhverfinu og svo er einnig margfalt sniðugra að nýta efnin sem við eigum eins vel og við getum í stað þess að nota þau einu sinni og setja svo á haugana. Plast, dósir, flöskur, pappír og lífrænn úrgangur er ekki aðskilið heldur bara fargað sem almennu sorpi. Endurvinnsla er mikilvægur liður í nútímasamfélagi þar sem að auðlindir okkar eru ekki endalausar. Með endurvinnslu er hægt að endurnýta hráefnin og stuðla að sjálfbærari framleiðslu og minni úrgangi. Þetta er mjög einfalt dæmi. Þú tekur blaðið sem þú þarft að henda og setur í kassann sem er 10 cm frá hinni ruslatunnunni. Allir geta meðtekið endurvinnslu. Hún er svo einföld en skiptir á sama tíma gífurlegu máli. Samt gerum við ekkert, við erum bara með örfáar flöskukörfur í einni og einni skólastofu. Leikskólar og grunnskólar hafa verið að taka virkan þátt í grænfánaverkefninu þar sem krökkum er kennt að taka ábyrgð á draslinu sínu og endurvinna. Ég var í grænfánaskóla og fæ enn sting í magann þegar ég hendi mat, blöðum og flöskum í sömu tunnu á Matgarði. Einnig er hægt að taka Háskóla Íslands sér til fyrirmyndar þar sem að í öllum matsölum eru endurvinnslutunnur fyrir alla helstu flokka, þetta er svo sáraeinfalt. Það væri hægt að vera með átak í framhaldsskólum í líkingu við grænfánaverkefnið og heilsueflandi framhaldsskóla. Fyrst og fremst þarf þó að koma fyrir endurvinnslutunnum þannig að þessi möguleiki sé fyrir hendi. Við unga fólkið erum framtíðin og það skiptir máli að við komum okkur upp góðum endurvinnsluvenjum. Ég vona að framtíð framhaldsskólanna og Íslands verði græn og væn.
Þessa ræðu flutti ég í tjáningartíma í MH á seinustu önn þegar stáltunnurnar voru enn við völd. Í mörg ár hafði umræðan um endurvinnslu gengið í hringi innan veggja MH. Allir voru sammála um að það þyrfti að gera eitthvað en þó var aldrei neitt gert. Fyrr en nú. Í byrjun þessarar annar var tekið fyrsta skrefið. Við fengum endurvinnslutunnur og er nú öllu skipt í pappír, flöskur/dósir og almennt sorp. Ég er stolt af skólanum að hafa loks tekið þetta mikilvæga skref. Nú er hjólið farið að rúlla og vonandi getur lífrænn úrgangur brátt komið inn. Plastumbúðir eru heldur flóknari en þar þarf að skola umbúðirnar vel og vandlega. Þetta gengur seint í skólum sem eru ekki leik- eða grunnskólar á yngra stigi þar sem er fylgst grannt með
endurvinnslunni og hvort það séu ekki allir örugglega að skola. Plastflokkurinn er til staðar í HÍ en þar er hann því miður bara almennt sorp vegna þess að í fyrsta lagi er engin aðstaða til þess að skola og í öðru lagi vita fáir að það þyrfti að skola umbúðirnar. Ég vona að Gámaþjónustan og aðrar endurvinnslustöðvar finni skilvirkari leið til þess að flokka plast í náinni framtíð. Kæru Emmháingar, tökum saman höndum og setjum ruslið þangað sem það á heima. Því betur sem við stöndum okkur því fyrr koma næstu skref í átt að grænni framtíð. Margrét Aðalheiður Önnu- og Þorgeirsdóttir 61
- BENEVENTUM -
Á L A NDSE YJA R Ha? Álandseyjar? Hvar er það? Býr einhver í Álandseyjum? Hver er munurinn á Álandseyjum og Færeyjum? Hver er munurinn á Eystrasalti og borðsalti? Er Eystrasalt gott á popp? En fröllur?
62
- BENEVENTUM -
Álandseyjar eru staðsettar í Eystrasaltinu sem er á milli Finnlands og Svíþjóðar og eru um sex þúsund talsins þó þar búi færra fólk en í Kópavogi. Þær eru undir yfirráðum Finnlands en þó tala Álendingar eingöngu sænsku. Þar eru við völd bæði forseti og landsstjóri og eru Álandseyjar lýðveldi. Ég fór í fimm daga Álandsreisu í vetrarfríinu mínu og kynntist hinu óvenjulega samfélagi þeirra sem þó er ekki eins ólíkt því samfélagi sem við lifum í og við hefðum kannski haldið. Rétt hjá hótelinu sem ég gisti á var pylsubás ekki ólíkur Bæjarins Beztu Pylsum á Tryggvagötu en hashtagið þeirra er #baejarinsbeztu. Þangað fór ég og ferðafélagar mínir fyrsta kvöldið og við keyptum okkur kúrvur (pylsur) að álenskum hætti en á Álandseyjum eru þær oft bornar fram með sterku sinnepi og söxuðum súrum gúrkum. Við hliðina á básnum stóð svo herðabreiður maður í einkennisbúningi sem stóð vörð um öryggi búllunnar. Það var furðulegt. Næsta dag fór ég á bar þar sem rússneski jazzpíanóleikarinn Vladimir Shafranov spilaði ásamt eina starfandi kontrabassaleikaranum í Álandseyjum en hann heitir Kjell Dahl. Daginn eftir fór ég í ljósmyndagöngutúr og tókst hið ómögulega í leiðinni. Að týnast í Álandseyjum. Ég hafði gengið í klukkutíma og tekið myndir þegar ég áttaði mig á því að síminn minn var sambandslaus og ég var áttalaus, framtíðin var vonlaus og konan sem stóð við hliðina á mér var mállaus. En ég tók þó nokkrar ljósmyndir sem lýsa álensku samfélagi betur en Pétur. Baldvin Snær Hlynsson
63
- BENEVENTUM -
64
- BENEVENTUM -
65
- BENEVENTUM -
Upplifðu heiminn og
njóttu lífsins!
66
- BENEVENTUM -
www.VARMA.is
VARMA - thewarmthoficeland
#VARMAiceland 67
Varma_the_warmth_of_Iceland
- BENEVENTUM -
Þegar ég leit niður sá ég að fremsti hluti skónna hafði blotnað. Ég hugsaði með mér að ég hefði aldrei átt að fara í rúskinsskónum út í regnið, en ég hafði ekki einu sinni leitt hugann að því þegar ég lagði af stað. Þurfti þessi ekki; þetta var ósjálfrátt viðbragð við því að ganga út úr húsi. Uppáhalds skórnir mínir, núna rennvotir. Mér varð líka hugsað til hennar þegar ég leit niður. Nákvæmlega jafnblautir á nákvæmlega sama stað. Rúskinnið minnti mig á flauelskjólinn sem hún var í þennan dag. Svipuð áferð. Aðrar kringumstæður. Flauelið fegraði líkama hennar. Þegar ég kom við hana hafði ég fundið fyrir hverri einustu línu eins og pensilstrokum. Fegurð sveipuð í flauel. Regnhlífin bjargaði því sem eftir var af skónum frá bleytunni. Ég ákvað að fara inn á næsta kaffihús því mér var kalt, einungis klæddur í peysu og skyrtu innan undir. Ég pantaði mér einfaldan cappuccino og heyrði píanóleik. Píanistinn var greinilega mjög hæfileikaríkur en virtist ekki njóta sín á meðan hann spilaði. Af einhverjum ástæðum helltist yfir mig aumkunartilfinning þegar ég heyrði hann spila lag sem ég kannaðist ekki við. Ég hristi af mér tilfinninguna og settist við autt borð úti í horni. Þegar píanistinn tók sér pásu ríkti algjör þögn á kaffihúsinu. Aðeins heyrðist í regninu fyrir utan; inni sátu aðeins ég og tvær stelpur. Þá kom tilfinningin aftur. Ég vorkenndi honum svo mikið að það lá við að ég gengi upp að honum og byði honum kaffi. Ég sleppti því og einbeitti mér að mínu eigin. Það bragðaðist eins og sígarettureykur. Ég ætlaði að klára það, eingöngu vegna þess að ég hafði borgað fjögurhundruð og fimmtíu krónur fyrir þetta bragðvonda kaffi. Ég losnaði ekki við flauelið, það sat fast í huga mér. Ég stakk hendinni í buxnavasann og tók fram símann. Þar blasti við mynd af henni í sama kjólnum. Líkt og með skóna mína átti hún sér uppáhald. Ég skildi hana vel; magnað hversu mikið ein flík getur umbreytt manneskju. Ég var við það að standa upp þegar hún hringdi. Ég lét símann hringja í stutta stund, þambaði kaffið og leit niður á skóna sem enn höfðu ekki þornað. Svaraði með kökk í hálsinum. Hún talaði. Ég hlustaði. Hún sagði ekkert merkilegt, en hún sagði svo sem heldur aldrei neitt merkilegt þegar við töluðum saman. Hún þurfti bara að tala. Ég þurfti að hlusta. Hún hélt mér í gíslingu. Þegar hún lagði á vísaði hugur minn mér aftur veginn að flauelinu. Jafnvel rödd hennar var mjúk sem flauel. Ég leit niður á skóna; enn höfðu þeir ekki þornað. Ég stakk símanum í vasann og fann, með fingurgómunum, fyrir samanbrotnu pappírssnifsi. Ég opnaði það og las:
Hvað var langt síðan ég skrifaði þetta? Að minnsta kosti fimm mánuðir. Þetta ljóð var lofsöngur til hennar – samið á þessum tíma ástar og losta þar sem hún gat storkað náttúrunni með því að teyma regnið sjálft. Þvílíkur asni sem ég hafði verið. Regnið er ekki eitthvað sem hægt er að teyma, regnið er náttúruafl. Óargadýr sem grandar öllu sem í vegi þess verður. Rúskinni, flaueli og kaffihúsum. Ástinni. Þegar hún sleit sambandinu rigndi eins og í dag. Hún krafðist þess að við færum út í rigninguna til þess að tala saman. Þessi kjóll. Ég hefði gert allt sem hún sagði meðan hann umvafði hana. Hún faðmaði mig að sér. Ég kvaddi flauelið. Aftur hóf píanistinn leik sinn. Í þetta sinn fegurstu útgáfu af You Look Good To Me sem ég hafði nokkurn tímann heyrt. Um leið og hann kláraði stóð ég upp. Þakkaði fyrir bragðvonda kaffið. Þakkaði fyrir aumkunarverðan píanistann. Þakkaði fyrir regnið sem eyðilagði rúskinnið, flauelið, kaffihúsið og ástina. Hinrik Kanneworff Steindórsson Skórnir höfðu enn ekki þornað. 68
- BENEVENTUM -
69
- BENEVENTUM -
Ke n t ’ s t op t e n li s t Ten are as to v is it in Ic el and, t he s e are not in any p ar t ic u l ar ord er. E a ch are a has a nu mb e r of sp e ci a l sp ot s , I have me nt ione d a fe w.
1 Explore Reykjanes and visit the Blue Lagoon, it is a little touristy but still worth spending a few hours
relaxing in the revitalizing waters of the Blue Lagoon. My favorite spot is Kleifarvatn. Unique landscape and wonderful lake.
2 Golden Circle tour, visit Thingvellir, Gullfoss, Geysir, Skalholt and the volcanic crater Kerið. My favorite spot is Faxi, waterfall, salmon ladder and sheep sorting facility.
3 South Coast tour, waterfalls and glaciers. My favorite spot is the Glacier Lagoon. Always different, a sail on the lagoon is a must. The museum in Skogar is also a must see, take time to explore it.
4 East Coast, traditional fishing villages and beautiful coastline. Djúpivogur is a charming fishing village. 5 Snæfellsnes, history and wonderful nature. Stykkishólmur is my favorite town in Iceland. A trip on Breiðafjörður is a must do. Yes I also highly recommend a visit to the island of Flatey.
6 West Fjords, mountains and deep fjords. The cliffs at Latrabjarg are unbelievable. 7 Highland areas. Take a hike, Þorsmörk is my favorite spot off the main road. 8 Visit Akureyri and Myvatn, go swimming in the Nature Baths, and hike in Dimmuborgir. 9 Northern Iceland. Visit Skagafjörður and spend some time in Hofsós. Best pool in Iceland. Herring Museum in Siglufjörður is one of the best in Iceland
10 Reykjavik, experience the night life. Reykjavik Pride and Culture night are the best times to experience Reykjavik.
Kent Lárus Björnsson
www.nordictrails.ca
70
- BENEVENTUM -
9 8
6
5 4
10 1
2
3 7
71
- BENEVENTUM -
Dyrnar á strætó númer 13 opnast og þú gengur þunglamalegum skrefum í átt að steinsteypuhöllinni. Klukkan er átta á þriðjudagsmorgni og þú ert að fara í sögu í fyrsta tíma. Þig langar mest að beila og leggja þig en eitthvað dregur þig áfram. Fyrst þú ert á annað borð mætt/ur þá er betra að mæta í tíma. Bjallan glymur og þú dregur lappirnar á eftir þér inn í stofuna og hlammar þér í sæti. Þetta er þitt sæti. Næstaftast alveg við gluggann. Kennarinn les upp og þú segir nafnið þitt þegar kemur að þér. Ljósin eru slökkt og kennarinn kveikir á glærusýningu. Þannig eru sögutímarnir, alltaf. Þú reynir að fylgjast með en augnlokin þyngjast og að lokum hefur þú ekki krafta til að halda þeim opnum. Þú sofnar. Bjallan glymur, þú gengur fram ásamt öllum öðrum. Þú ferð í röð ásamt öllum öðrum. Þú sest við borðið þitt ásamt að því virðist nánast öllum öðrum. Þvílíkur troðningur. Þú slafrar í þig líkama Krists með salti og mikilli mjólk. Það lífgar þig við. Ómerkilegar samræður skólasystkina þinna þjóta eins og vindur um eyru þér, inn um hægra og út um það vinstra. Eða öfugt, þú ræður því bara sjálf/ur. Mér er sama. Þú fylgist hljóð/ur með því sem fer fram í kringum þig. Bjallan öskrar á þig að drullast í tíma svo þú hlýðir. Þig langar að beila, en taskan þín er inni í stofunni. Fyrirlestur kennarans heldur áfram. Flauelsmjúk rödd hans leiðir þig inn í draumaheiminn. Loks lýkur þessum tíma. Þú kaupir þér kaffi í Sómalíu áður en þú heldur í næsta tíma. Þú ert svo artý týpa. Þú ert yfir aðra hafinn. Með líkama Krists og kaffi úr Sómalíu innra með þér heldur dagurinn áfram. Þú þarft að fylgjast með í íslensku. Ertu með bækurnar? Lastu heima? Ertu með hugleiðinguna sem þú áttir að skila úr Njálu? Gat eftir þennan tíma. Þriðjudagstilboð á Dominos hljómar freistandi. Hver vill splitta í eina fletzu með þér? Þú ert komin/nn í Kringluna. Allt morandi í Verzlingum. Pabbastrákar og pabbastelpur #pabbisplæsir. Þú slafrar í þig ljúfmetið ásamt minna þenkjandi einstaklingum en þér. Þið gangið saman til baka. Þú ert mun léttari á þér nú en um átta leytið þegar þú komst en þú pælir ekki í því. Þú hefur öðrum hnöppum að hneppa. Djúpar samræður milli þín og skólafélaga þinna einkenna hádegishléið. Bara tveir tímar eftir hjá þér í dag. Leikfimi, núna? Í alvöru. Nei nú er það beil. Þú ferð inn í íþróttahús, skvettir vatni framan í þig og segir kennaranum að þú sért veik/ur. Það sem þú leggur á þig til að þurfa ekki að hreyfa þig. Leiðin liggur á bókasafnið, eða nánar tiltekið klósettin hjá bókasafninu. Þú ferð þangað til að vera í friði og lesa hnyttnar línur annarra skólafélaga þinna. Þau eru samt ekki eins djúpt þenkjandi og þú. Þú ert djúp/ur sem hafið. Þú gleymir þér. Það styttist í næsta tíma. Þessir bannsettu tvöföldu tímar. Þeir virðast aldrei ætla að enda. Á morgun hefst sama sagan. Allir dagar eins. Freydís Leifsdóttir
72
- BENEVENTUM -
Kennarainnlit
Maður veltir því stundum fyrir sér hvað kennarar gera utan skólans og hvernig þeirra hversdagslíf gengur fyrir sig. Við kíktum í kaffi til fjögurra kennara sem voru svo vinsamlegir að veita okkur innsýn í líf sitt. Við komumst t.d. að ýmsum skemmtilegum áhugamálum, skoðuðum föndur og töluðum um hugleiðslu. Jóhannes Hrafn og Perla
73
- BENEVENTUM -
Elva Björk Ágústsdóttir Sálfræðikennari
74
„Ég var einmitt að hugsa um að þú spurðir hver uppáhaldsstaðurinn minn í húsinu væri og ég hugsaði: „Jáá, ég ætla að vera menningarleg og sýna honum bókahilluna af því að mér finnst bókahillan mín svo falleg og það er svo mikið af sálfræðibókum og tímaritum í henni.“ Ég var alveg búin að ákveða að þetta yrði uppáhaldsstaðurinn minn af því að þá myndi ég líta út fyrir að vera rosalega klár en síðan er ég pínu að ljúga þegar ég segi að þetta sé uppáhaldsstaðurinn minn því hann er eiginlega sturtan. Þá fæ ég nefnilega smá pásu frá þeim (strákunum sínum, Andra og Brynjari).“
- BENEVENTUM -
„Sálfræði er í alvörunni áhugamál, það er svolítið brenglað að segja það. Að hitta vinkonur mínar, það er líka áhugamál, að fara til útlanda og að horfa á sjónvarpið, einhverja þætti... Ég horfi alltaf á Grey‘s, Friends, Big Bang Theory, How I Met Your Mother og svo alls konar eins og Lego Movie með strákunum mínum.“
„Ég dýrka útsýnið mitt. Það er best í heimi. Stundum þegar ég er að tala í símann eða eitthvað stend ég bara hérna og glápi út um gluggann í klukkutíma af því útsýnið er svo yndislegt.“
75
- BENEVENTUM -
„Ég bjó einhvern tímann í íbúð þar sem við vorum hvert með sitt herbergið og við vorum eiginlega ekki með neina stofu. Herbergið mitt var svo ógeðslega illa farið og það var allt út í sprungum. Á veggnum var málningin hálfflögnuð og dálítið ógeðsleg svo ég hengdi myndir yfir alla flekkina til að gera aðeins meira huggulegt. Síðan þá hef ég nýtt mér þetta og maður tekur aldrei eftir sprungunum.“
„Ég hef tekið svona 100 sófaflakkara ef ég þyrfti að giska.“ 76
- BENEVENTUM -
Bjarnheiður Kristinsdóttir Stærðfræði
„Póstkortin á veggjunum fá mann til að langa að ferðast af því þau eru frá alls konar stöðum og líka bara tengd einhverjum vinum mínum sem hafa sent mér þau og þá er einhver minning sem tengist því. Ég sendi líka rosa mikið af póstkortum. Þetta kemur eiginlega til af því að þegar ég er að ferðast sendi ég alltaf póstkort. Það er ótrúlega góð hefð.“
77
- BENEVENTUM -
Gérard Lemarquis Franska „Það er ekki sjónvarp hérna heima en við erum samt með mónítor til að horfa á allar myndir. Ég fer mikið í bíó. Ég myndi aldrei eiga sjónvarp af því að ég vil ekki eyðileggja galdur bíómynda. Í sjónvarpinu horfir maður á fimm mínútur í einu og skiptir síðan um stöð. Bíó og kvikmyndir eru svolítið heilagar fyrir mér.“
„Ég er aðalkokkurinn á heimilinu og eldhúsið er minn staður. Ég reyni að nota til fulls íslensk hráefni, aldrei unnar vörur, ég vil bara elda sjálfur. Núna er frábært tímabil fyrir allar þessar jurtir.“
78
- BENEVENTUM -
„Hér fer ég sérstaklega til að sofa ekki lengi. Þetta er ekkert voðalega notalegt en ég fæ mér blund hér. Þetta er svo óþægilegt að þetta er trygging fyrir því að ég sofi ekki lengi.“
„Hverfið er mjög rólegt. Þetta er göngugata, engir bílar. Það voru bílar hér en nágrannakonan og ég erum á sömu línu og við höfum afsalað okkur réttinum á að vera með bílastæði. Ég tek strætó upp í MH og ég labba vanalega heim.“
79
- BENEVENTUM -
Ólafur Guðmundsson Leiklist
„Þegar ég kem heim er rosalega misjafnt hvað ég geri. Ég fer oft í sund, mér finnst það rosa gott. Ef ég er mjög þreyttur kem ég bara heim og legg mig. Fer kannski í tölvuna en legg mig síðan bara. Svo sest ég stundum hér, þetta er svona hugleiðslustaður. En þegar maður kemur heim er þá er það tilhneigingin að fara í tölvuna. Ef dóttir mín er heima er það bara heimilishald, elda mat og svona“
80
- BENEVENTUM -
„Ég iðka Tai Chi. Það eru svona hægar hreyfingar. Það er ekki bardagalist en það er upprunnið úr austurlenskri bardagalist. Þetta er dálítið eins og bardagalist í „slow-motion“. Þetta er í rauninni hugleiðsla í hreyfingu, leið til að kyrra hugann og tengja við líkamann. Það hentar mér mjög vel af því að ég er að kenna leiklist. Ég er búinn að gera þetta í 14 ár, alltaf einu sinni í viku.“
„Ég hugleiði alltaf eitthvað á hverjum degi, alltaf eitthvað smávegis.“ 81
- BENEVENTUM -
Í
B O Ð I
Í S B Ú Ð A R
V E S T U R B Æ J A R
Ísbúð Vesturbæjar er ábyggilega ein vinsælasta ísbúð landsins. Ef þú færð löngun í ís eftir kvöldmat máttu þó alveg eiga von á hálftíma bið. Þegar þú loksins færð ísinn í hendurnar þá er það samt svo mikið þess virði. Það eru samt of fáir sem vita að það er heill hellingur af girnilegum hráefnum sem eru ekki til sýnis í búðinni en gera bragðarefinn svo miklu gómsætari. Það er til dæmis fullt af sósum á boðstólnum sem kosta ekki krónu, kaffi, annaðhvort uppáhellt eða malað sem kostar heldur ekki neitt og súkkulaðispænir á toppinn! Við í Bene fórum í leiðangur með það að markmiði að fá okkur eins frumlega bragðarefi og við gátum og viti menn, þeir voru lang flestir glettilega góðir! Fáðu þér eitthvað annað en jarðarber, Snickers og Daim. Prófaðu þig áfram!
Kaffi fyrir fullorðna
Kaffi / Banani / Bounty / Pekanhnetur 82
Zoolander
Bananasósa / Kiwi / Bounty / Snickerskurl
- BENEVENTUM -
Blár krispur
Bláber / Coco Pops / Kökudeig
Sluggle licorice
Lakkríssósa / Djúpur / Mars / Snickerskurl
Tropical Thunder
Sítrónusósa / Mango / Kiwi / Sætar hnetur
After 8 smákaka
Piparmyntusósa / Kökudeig / Toblerone / Daim 83
- BENEVENTUM -
84
- BENEVENTUM -
Kæra Beneventum, Nýja-Sjáland er eyja í Eyjaálfu. Nýja-Sjáland er tvær eyjur Suður- og Norðureyja. Ég bý á Norðureyjunni í 4000 manna bæ sem heitir Whangamata. Whangamata er tvo tíma í burtu frá stærstu borg Nýja-Sjálands, Auckland, sem margir telja vera höfuðborg Nýja-Sjálands. Höfuðborg NýjaSjálands er Wellington sem er á syðsta hluta Norðureyjunar. Wellington er uppáhalds staðurinn minn á Nýja-Sjálandi. Í miðri borginni er gata sem heitir Cuba Street og þar eru endalausar „secondhand“ búðir. Áður en ég kom hingað sagði ég við mömmu “Ég ætla sko ekki að kaupa nein föt þarna.” Núna er mamma búin að panta auka tösku fyrir mig til að taka með heim, úps. Einn af mörgum uppáhalds hlutunum míum við Nýja-Sjáland er hvað það eru ódýrar og flottar „second-hand“ búðir.
að vera eins og allir aðrir. Þegar ég byrjaði í skólanum tók ég eftir því að skólanum hérna er háttað eins og grunnskóla. Ég tók líka eftir því hvað litið er á unglinga á Íslandi eins og “fullorðið” fólk mun fyrr. Hérna er maður barn þangað til að maður útskrifast úr skóla. Skólinn minn er til dæmis með eins metra reglu þar sem það á helst að vera einn metri á milli stráka og stelpna. Nýsjálendingar eru mjög mikið fyrir útvist og íþróttir og eru margir hverjir adrenilínfíklar. Fjölskyldan mín er til dæmis mikið fyrir fjallahjól. Þegar ég flutti til þeirra byrjaði ég að fara á fjallahjól og mér gekk bara nokkuð vel og mér fannst það mjög gaman. Í maí lenti ég í því óhappi að detta svo illa að ég slasaði mig á öxl svo að ég gat ekki gert neitt í sirka tvo mánuði. Síðan þetta gerðist hef ég varla sest á hjól. Ég er búin að segja að ég ætli að fara niður fjallahjólabrautina þar sem ég slasaði mig einu sinni áður en ég fer heim.
Skólinn minn er til dæmis með eins metra reglu þar sem það á helst að vera einn metri á milli stráka og stelpna.
Hápunktur skiptinemadvalarinnar minnar upp að þessu er án efa þegar ég fór ásamt 40 öðrum skiptinemum til Suðureyjunnar í 10 daga ferð. Við fórum í rútu í kringum alla eyjuna. Uppáhalds staðurinn minn var án efa Queenstown. Queenstown er algjör ferðamannaparadís, þar er ýmislegt í boði, sérstaklega fyrir adrenalínfíkla. Þar sem ég mátti ekki fara í teygjustökk ákvað ég að fara í “canyon swing” (sem er í rauninni það sama). Þetta er það hræðilegasta en samt það besta sem ég hef nokkurn tímann gert. Skólinn hérna er allt öðruvísi en heima á Íslandi. Í fyrsta lagi þurfum við að vera í skólabúningi sem ég er ekki alveg að fíla þar sem mér líkar mjög illa við
Skiptinemadvölin mín hefur alls ekki verið dans á rósum en hún er búin að vera svakalega þroskandi lífsreynsla og mesti tilfinningarússíbani lífs míns. Þegar ég er að skrifa þetta bréf á ég eftir sjö daga í skólanum og það eru 45 dagar þangað til ég kem heim. Ég hlakka til að koma heim, mig er farið að dreyma um súkkulaðisnúða og bragðarefi hverja einustu nótt. Ég á líka eftir að eiga erfitt með að kveðja nokkrar manneskjur hérna en ég er tilbúin til að kveðja lífið hér í Nýja Sjálandi í bili. Hlakka til að sjá ykkur, Arna Rut
85
- BENEVENTUM -
86
- BENEVENTUM -
There are a few things I enjoy as much in life as indulging in my fandoms, whether it be a film, a tv show, a CD, a book or a youtube video. Whenever I got home from school when I was a kid, I had no sports or music lessons to attend. Instead, I went to the comfort of my living room, chose a film to watch and settled on the couch until my parents came home from work or my siblings got home from school. The majority of our films were in English and didn’t have Icelandic subtitles, and so I got a firm grip on the English language (sadly, I didn’t learn French this way, as I probably should have while I lived there). It’s at least partly the reason why I chose IB as opposed to the regular Icelandic program, (the latter being my obvious preference for studying in English since being in France) but to me, it’s so much more than just something to do in your pastime, it’s what constitutes home, comfort, belonging, and last but not least, my identity. One might say I was born into it. Before my mother went into labour, she had been watching Star Wars. I guess I couldn’t wait to see it. My father is perhaps the biggest geek I know, and he raised me to bear that badge with honour. Together we have gone through the joys of intergalactic battles, magic, time-travelling, destroying the ring, and many, many more adventures. These things have had such a big part in my upbringing that I let them define me. Yes, I am a huge Potterhead, you’ll see me in Ravenclaw. Yes, I’m a Whovian, partial to Tennant, Amy and Rory Pond and River. I’m a youtuber, subscriber to many. I follow many TV shows and I listen to many artists and albums. I love literature to bits, so much I would absorb it completely if I could. I am all these things and many more, and don’t hesitate to talk to me and find out.
“absolutely must have.” I have such love for music and I consider myself very lucky how many wonderful concerts I’ve attended in the past years in Iceland and in Europe. My overall collection keeps growing and my shelf space keeps shrinking. In fact, when I moved back to Iceland I had to reduce it to two bookcases, so now I dread ever moving countries again. What I love just as much as being a fan and a collector combined is sharing it with others. The moment when someone starts loving the same thing you do, the show or book or film or artist you just introduced to them, is priceless. Introducing someone to something you love so much becomes extremely intense as you watch with anticipation for signs of approval. Being able to share the excitement of a new Doctor Who episode with my father, my friends or my boyfriend makes it all the more exciting. It strengthens your bond and your appreciation for each other. The moment you realize a classmate or an acquaintance is the fan of the very same thing you are brings your relationship to another level, you’re close friends now. The excitement of exchanging quotes and tidbits with each other and the mutual enjoyment of something asserts your belonging to something great, it brings you to comfort, to home.
One might say I was born into it. Before my mother went into labour, she had been watching Star Wars. I guess I couldn’t wait to see it.
In second place to being a fan to all these things is, for me, collecting them. In the past 3 years I have made it my goal to collect as many movies, series, CDs and books that are close to my heart as possible. It has come to the point that I cannot be trusted in a book store by myself as I will without a doubt indulge in buying a couple. Like Oscar Wilde said, “I can resist anything but temptation,” and books are no exception. I tend to judge a book by its cover and buy it because it looks beautiful, because when I read them I love the content just as much as the feeling of holding and owning the actual, physical copy. Whenever I have the opportunity, I buy a CD or a film I
So I bid you, embrace your inner geek and share it with others! Because without a doubt, there is someone around who loves the same things you do. There are whole communities of people who spend a large amount of their time absorbed in the same worlds. There’s so much to belong to these days, so many shelters when you can’t find any, and such a social aspect to being fan of something. Reach out to your fellow IBs, to your classmates and your schoolmates. Join the clubs in the school, Föruneytið, the IB Book Club, or create your own! Be proud to be a part of something. There’s (almost) no such thing as “guilty pleasures” when it comes to fandoms. Love, Marta Ferrer P.S: I realize I forgot to talk about video games. I still have an old Playstation, and I achieved my childhood goal of finishing Spyro: Year of the Dragon last year. If anyone has a copy of Crash Team Racing, please let me play it with you! 87
- BENEVENTUM -
88
- BENEVENTUM -
89
- BENEVENTUM -
Hin margrómaða og víðfræga stórhljómsveit (a.m.k. innan veggja MH) Munstur er skipuð þeim Atla Arnarssyni, Kristni Arnari Sigurðssyni, Jökli Smára Jakobssyni og Stefáni Ragnari Sandholt. Ég spurði þá nokkurra spurninga um daginn og veginn og fræddist um þeirra starfsemi. Hrefna Björg tók myndir.
Baldvin Snær Hlynsson
Hvernig varð Munstur til? Það var sennilega einhvern tímann í lok ársins 2012 sem Stebbi spurði Atla: „Hey, viltu vera memmér í hljómsveit?“ eða eitthvað á þá leið. Þá sagði Atli: „Já“ eða eitthvað í líkingu við það. Þeir tveir höfðu reyndar verið saman í hljómsveit áður í smá tíma en þarna var kominn tími á nýtt verkefni. Síðan kynntust þeir Jökli, hvor í sínu lagi, og spurðu hann báðir hvort hann væri til í að spila á bassa í hljómsveitinni, án þess að vita að hinn hefði spurt. Svo gerðu þessir þrír grúppu á facebook sem heitir „Þessi hljómsveit“ og hófu leit að öðrum gítarleikara. Stebbi stakk upp á Kidda af því að þeir búa báðir í Grafarvogi. Kiddi var meira en til í að vera með og þá var sveitin full skipuð. Piltarnir komu sér svo haganlega fyrir í bílskúrnum hjá Kidda og æfðu svona eina ábreiðu (e. cover) í nokkra mánuði áður en þeir fóru að semja eitthvað af viti. Segja má þó að hljómsveitin hafi raunverulega ekki orðið til fyrr en þeir lögðu í leiðangur og fjárfestu í tússtöflu. Þá fyrst varð Munstur til. Hver semur lögin/textana? Þetta er allt saman mikið samvinnuverk. Ferlið er aldrei eins, og hver og einn á mis mikið í hverju lagi en allir koma oftast með sitt hugðarefni inní lögin. Yfirleitt byrjar lag á einhverju gítar riffi frá Atla eða einhverri laglínu frá Kidda. Svo wörkar Kjulli einhverja ýkt grúví bassalínu og Stebbi slær einhverja tóma þvælu ofaná þetta. Kiddi hefur hingað til séð um að yrkja texta við lögin. Er Kiddi á lausu? Um jám Hvað setur Kiddi í hárið? Ekki sjampó Um hvað fjalla lögin ykkar? Þig og smá mig en samt aðallega þig. Textarnir eru fyrir hvern og einn að túlka. Spiluðuð þið á Airwaves? Við spiluðum slatta á off-venue dagskránni sem var frábært. Það var ótrúlega gaman að fá að spila á öllum þessu fjölbreyttu stöðum og stöðum sem eru ekkert tónleikastaðir dagsdaglega. Mjög gaman að sjá tónlistina færa líf í þurrar bókabúðir og aðra innrammaða staði. Við spiluðum samt líka á frábærum stöðum eins og Norræna húsinu, Bíó Paradís og fleirum. Er Jökull á lausu? Jammz Hafið þið gefið út plötu? Já við gáfum út sex laga EP plötu í byrjun nóvember sem bar titilinn Intro. Það var ótrúlega langt, krefjandi en skemmtilegt ferli. Við vorum að vinna í henni frá því í marsbyrjun 2014 og 90
náðum loks að koma henni út fyrir Airwaves núna í nóvember. Þetta var gífurlega lærdómsríkt verkefni sem á pottþétt eftir að nýtast okkur eitthvað í framtíðinni. Ætlið þið að taka þátt í Músíktilraunum? Nei, ein af reglum Músíktilrauna er að hljómsveitir mega ekki vera búnar að gefa út neitt efni. Okkur þykir Músíktilraunir vera frábær vettvangur fyrir hljómsveitir til að koma sér af stað og kynnast sér og öðrum hljómsveitum. En það er hægt að fara ýmsar aðrar leiðir og við tókum meðvitaða ákvörðun um að vinna frekar að EP plötu og gefa út. Er Atli á lausu? Nauts Þarf maður að kunna á hljóðfæri til að stofna hljómsveit? Nei. Það eru ýmsar leiðir til að stofna hljómsveit ef maður kann ekki á hljóðfæri. Maður getur til dæmis: Stofnað hljómsveit og lært síðan á hljóðfæri. Stofnað hljómsveit án þess að vera sjálfur meðlimur í henni. Stofnað hljómsveit og búið til hljóm með einhverju öðru en hljóðfærum. Stofnað hljómsveit og sungið (þ.e.a.s. ef röddin er ekki talin sem hljóðfæri). Stofnað hljómsveit og dansað. Stofnað hljómsveit og spilað á hljóðfæri sem maður kann ekki á. Og þannig mætti lengi telja. Við viljum samt alls ekki mæla gegn því að læra á hljóðfæri, það er mjög gaman að kunna á hljóðfæri. Víbrafónn eða selló? Það er bara mjög óþægilegt að gera upp á milli hljóðfæra. Þau hafa hvert sinn karakter. Synthi eða þverflauta? Honey Nut Cheerios Er Stefán á lausu? Hver er það? Æfið þið oft í viku? Við reynum alltaf að hafa fastar 2-3 æfingar í viku en svo er það breytilegt eftir því hvað er á döfinni hjá okkur. Upp á síðkastið hafa t.d. örugglega verið fleiri fundir hjá okkur en æfingar því við erum að stússast í svo mörgu öðru en að æfa lögin okkar og það krefst oft mikillar skipulagsvinnu. Ef (Bjössi) lesandi er að velta því fyrir sér að stofna hljómsveit, hvaða ráð mynduð þið gefa honum? Helsta ráðið sem við getum gefið lesanda sem er að velta því fyrir sér að stofna hljómsveit er að stofna hljómsveit. Það er mjög gaman að vera í hljómsveit. Nei okei, finndu þér næs fólk sem þér finnst skemmtilegt og þægilegt að vinna með, eða bara eitthvað fólk af handahófi eins og við gerðum fattaðu svo eftir á að það er næs og skemmtilegt og þægilegt að vinna með því.
- BENEVENTUM -
91
- BENEVENTUM -
Munstur gaf á dögunum út stuttskífuna Intro EP en á henni eru sex lög. Hún var tekin upp á níu mánuðum og má því segja að platan sé barnið þeirra. Platan var mestmegnis tekin upp í sumar í Sýrlandi (í Vatnagörðum en ekki Vestur-Asíu) og stjórnaði Gestur Sveinsson upptökum. Hægt er að nálgast eintak hjá Ellý í Sómalíu.
92
- BENEVENTUM -
JÓLABÍÓ
Nú eru jólin á næsta leiti og fátt yndislegra en að hjúfra sig upp í sófa með góðum félagsskap, Jesú, heitu súkkulaði og skemmtilegri jólamynd. Auðvitað er alltaf gaman að horfa á gömlu, góðu myndirnar sem fylla þig af nostalgíu og vekja í þér jólabarnið, en ef þú ert orðinn leiður á gömlu klisjunum og vilt eitthvað aðeins meira djúsí en Will Ferrel í Elf, eru hér nokkrar óvenjulegar og undarlega ánægjulegar myndir sem tengjast þessari frábæru hátíð á einn eða annan hátt.
The Ref (1994)
Rare Exports (2010)
Go! (1999)
A Christmas Story (1983)
Kevin Spacey og Judy Davis. Þarf ég að segja meira? (Já kannski.) Óheppinn ræningi gerir þau mistök að ræna pari á jólanótt og gera þau að gíslum. Þegar líður á nóttina fara hlutverkin að snúast við og hann flækist inn í stormasamt einkalíf þeirra. Mjög gaman. Mjög jóló.
Ég hef ekki séð þessa, og ég vorkenni mér. Tveir vanhæfir leikarar hjálpa lögreglunni að setja upp gildru fyrir eiturlyfjasala, en það fer ekki alveg eins og til var ætlast. Og auðvitað gerist þetta um jólin.
Jack Frost (1996)
Fjöldamorðingi deyr í bílslysi og kemur aftur sem snjókarl. Svo rúllar hann um götur borgarinnar og drepur fólk á óvenjulegan máta. Stórskrítin en ekki jafn léleg og hún hljómar. Ekki horfa á þessa með litla bróður.
Uppáhalds jólamyndin mín. Finnskur smábær, dauð hreindýr, naktir gamlir skeggjaðir karlar sem líta út eins og alkóhólískir jólasveinar. Plús það að Helgi Björns er í tveimur hlutverkum. Og það er töluð finnska. Sem er snilld. Horfið á hana.
Ralphie er níu ára og þráir ekkert heitar en að fá BB byssu í jólagjöf. Heimurinn virðist hins vegar ekki vera á sama máli og verða jólin hans uppfull af vonbrigðum, rauðhærðum hrekkjusvínum og lélegum jólagjöfum. Þetta endar samt allt vel.
The Nightmare Before Christmas (1993)
Ef þú hefur ekki séð þessa, þá vorkenni ég þér.
Ronja Mogensen 93
- BENEVENTUM -
Námsmenn
Fylgstu með tilboðum í Íslandsbanka Appinu Stúdentakortið og Íslandsbanka Appið gera lífið skemmtilegra Handhafar Stúdentakortsins fá fjölbreytt og spennandi tilboð sem koma sér vel fyrir námsmenn. Náðu í Íslandsbanka Appið og sjáðu tilboðin streyma til þín.
Studen t
islandsbanki.is
94
Netspjall
Sími 440 4000
Sæktu Íslandsbanka Appið á islandsbanki.is/app
- BENEVENTUM -
2 bitar, franskar og gos
Klassískir og svoooir góðir
PIPAR \ TBWA
•
SÍA
•
140120
fyr MH - inga
Kjúklingabitarnir sem Sanders
Kryddaðir með 11 mismunandi
Láttu það eftir bragðlaukunum
kryddum og jurtum og steiktir
að rifja upp
og komu KFC á kortið. Klassískir
til
heimsbyggðin fær ekki nóg af –
og standa alltaf fyrir sínu.
Óviðjafnanleg blanda!
ofursti
fullkomna i árið 1940
svooogott
™
gullinnar fullkomnunar.
brag i
sem
kynslóð fram af kynslóð.
95 WWW.KFC.IS
- BENEVENTUM -
96
- BENEVENTUM -
97
- BENEVENTUM -
98
- BENEVENTUM -
Dag einn ákvað Gilbertína að búa til lasagna. Hún veit að til þess að búa til lasagna þarf pastalag svo rauða sósu svo hvíta sósu svo pastalag svo rauða sósu svo hvíta sósu svo pastalag svo rauða sósu svo hvíta sósu og loks parmisan ost á toppinn. Gilbertína hófst handa. Hún byrjaði á því að setja pastalag í eldfast mót. Næst ætlaði hún að setja rauða sósu. Þegar hún var við það að hella rauðu sósunni yfir pastalagið ranghvolfdi rauða sósan augunum og sagði pirruð: „ooohhhh æ ég vil ekkert vera ofan á pastalaginu! Það er svo grautfúlt og hundleiðinlegt!” Gilbertína lét það ekkert á sig fá og hellti rauðu sósunni ofan á pastalagið. Næst ætlaði hún að setja hvíta sósu. Þegar hún var við það að hella hvítu sósunni stundi hvíta sósan hástöfum og sagði pirruð: „æææjjiih ohh ég nenni ekkert að vera ofan á rauðu sósunni! Hún er svo nautheimsk og drepleiðinleg!” Gilbertína lét það ekkert á sig fá og hellti hvítu sósunni ofan á rauðu sósuna. Og þannig hélt þetta áfram. Pastalagið vildi ekki vera ofan á hvítu sósunni og rauða sósan vildi ekki vera ofan á pastalaginu og hvíta sósan vildi ekki vera ofan á rauðu sósunni og pastalagið vildi ekki vera ofan á hvítu sósunni og rauða sósan vildi ekki vera ofan á pastalaginu og hvíta sósan vildi ekki vera ofan á rauðu sósunni. Þá kom parmisan osturinn. Hann hafði fylgst með ósætti pastalagsins, rauðu sósunnar og hvítu sósunnar og sagði: „Krakkar! Við skulum ekki rífast! Hugsið ykkur hvað það er æðislegt að vera svona öll saman! Ég skal segja ykkur það að ein og sér erum við bara pastalag, rauð sósa, hvít sósa og parmisan ostur, en saman myndum við lasagna! Við skulum gleðjast yfir því hvað við erum frábær saman og við skulum vera vinir!” Pastalagið, rauða sósan og hvíta sósan hlustuðu á parmisan ostinn. Þau sannfærðust um að þetta væri rétt hjá honum og kusu að vera vinir. Þau voru vinir þegar parmisan osturinn var rifinn ofan á þau. Þau voru vinir þegar Gilbertína stakk þeim í ofninn. Þau voru vinir þegar Gilbertína skar þau í bita. Þau voru vinir þegar þau voru étin hamingjusamlega. Thea Atladóttir
99
- BENEVENTUM -
19:13
Babababababaaabaaababaaa Good morning... bababababababababa good morning... ba baabababababaaaabbbaaa what a beautiful day ... *Snoooze*
19:26
Babababababababaaaabaaaa... Goood morning.... *Uml* *nudda augun* Ooooog.... fokk. Ertu ekki að grínast. Klukkan er hálf fokking átta. Ég á að vera mætt í partí eftir þrjátíu mínútur. Þessi „djús og sofa þegar þú verður svöng“ á daginn kúr, virkar greinilega bara ef þú ert Beyonce og ert með þrjár aðstoðarmanneskjur. Verð að hætta að trúa lúsera tískubloggurum sem fæddust of grannar og verða það þangað til þær veslast upp af of miklu sjálfsöryggi. Oww man ég gleymdi að ákveða átfit kvöldsins sem þýðir hálftími í að rífa allt út úr skápnum og annar hálfur mánuður í að koma öllu á sinn stað aftur. Auðvitað gleymdi ég líka að þvo aðhaldsbrækurnar. Ætli það virki bara að skella dömubindi í þær. Virkar það ekki alveg? Það er hvort sem er enginn að fara að þukla eitthvað þarna niðri. Neibb það myndi þýða 6.000 kr. í vax, sem ég á auðvitað ekki. Okei skelli mér bara í dömubindis-bættar brækurnar, svartar rifnar sokkabuxur (ekki af því að mér finnist sjúklega nett að vera í rifnum sokkabuxum, heldur vegna þess að það kostar of mikið að eiga alltaf heilar sokkabuxur). Nýi velúr kjóllinn minn er of þröngur þannig að ég get ekki farið í honum. Hann er reyndar líka ástæðan fyrir því að ég er komin í eitthvað sjúkt Atkins- megrunar LKL dæmi. Hann er svo fáránlega flottur og kostaði mig alveg inneignarnótu upp á 16.000 kr. og annan fimmþússara úr eigin buddu. Það sparar samt alveg penning að borða ekki. Þannig að þetta jafnast vonandi út. Talandi um það, verð að búa til grænan smúthí áður en ég legg af stað. Fokking hell hver hefur tíma í aðhald. Það er allt of mikið vesen. Hvernig virkar það líka að heilvita manneskja í skóla og tveimur vinnum eigi að lifa á fimm djúsglösum á dag og átta bollum af grænu tei og nei það má ekki setja hunang eða sykur út í. Ég er líka nokkuð viss um að Bey-o og Kim K. myndu ekki mæla með þessu ef þær vissu hvað það tekur langan tíma að búa til þessa ógeðslegu safa og hvað það þarf mikin viljastyrk til að fá sér ekki hádegistilboðið á Krua Thai. Okei hvað annað á ég. Get farið í rauða síða kjólnum. Já vá ha, ég er fab í honum! Jeij. Degi bjargað. Fer í ljósa kímónóinn yfir og svo síða frakkan sem pabbi átti og virkar sjúklega vintage í dag. Pæling að vera með rauðan maskara og varalit í stíl. Sí muy bueno. Snilld. Damn ég fer að veiða í kvöld. 100
22:39
Oj. Ég er eins og ólétta Kim K. í þessum kjól. Var búin að gleyma að spegillin heima er grennandi. Labbaði inn í partíið með heiminn í lófanum og leið nánast eins og J-Lawrens á Óskarnum þangað til bammm spegill með réttum hlutföllum blasir við mér í forstofunni í þessu mergjaða húsi í Skerjafirðinum. Allt hérna inni er lítið, pent og svart og hvítt. Merkilega þá eru allir líka svart-hvítt klæddir. Missti ég af þemanu. Var mér ekki sagt frá því kannski. Dreptu mig núna. Auðvitað er eina manneskjan öðruvísi hérna, ég , skrítna frænkan sem er með ömurlegu láglauna vinnuna og of stóran rass til að nokkurn tímann eiga að láta mér detta í hug að fara í þennan þrönga kjól. Hvað ef ég sturta bara í mig svolítið af þessu fría víni. Þú veist hvað þau segja um frítt áfengi. Það er alltaf betra. Wáw nei, nema þetta hvítvín.. það er þurrara en þessar yfirborðskenndu samræður sem ég er að eiga við þennan gorgeous gæja. Ætli hann sé jafn leiðinlegur í rúminu og hann er í kjaftinum. Váw nei ekki hugsa svona, þá endarðu aftur hjartbrotin og feit eftir ömurlegt samband sem entist í tvo mánuði, eða þangað til hann fattar hvað þú ert sjúk. Hvítvínið farið að segja til sín. Er farin að tala smá þvoglumælt. Best að koma sér úr þessu leiðinda svart-hvíta partíi þar sem allir eru betri en allir. Eða kannski bara betri en ég, man ekki hvort þau voru að gefa í skyn.
04:52
Það er bara svo miklu skemmtilegra. Þegar maður er með góðu fólki. Ekki þurrum körlum og snobb konum. Ég elska vinkonur mínar. Ég er hætt á djús kúrnum, frá og með núna eða þegar röðin kemur að mér. Ældi nefnilega bara grænu í kvöld og það yfir heilt borð af jakkafata-hönkum. Plús það, ældi ég líka á eina snobb konuna úr partíinu sem birtist allt í einu á skemmtistaðnum. Mínum heimavelli. Ekki hennar. Þetta var kannski bara það karma sem hún átti inni fyrir að niðurlægja kvenþjóðina með undirgefninni í sér. Pfff... BA-gráða í mannfræði til að vera heima svo hún geti sinnt heimilinu. Meira eins og “ég fer í pílates og elda indverskt svo kærasti minn haldi ekki framhjá mér” gráða. Ekkert að alhæfa samt. Menntuð og heit. Ertu ekki að grínast. Held ég ætti samt að fara í háskóla. Ég fattaði í kvöld að ég veit ekkert um E-bólu né Islam samtökin. Nenni ekki lengur að umla vandræðalega þegar einhver vitnar í eitthvað fræðilegt. Þannig að hér er ég í lengstu röð í heimi á Hlölla. Að bíða eftir bjargvættarárabátnum sem ætlar að sigla með mig inn í nýja tíma. Eða þangað til ég fatta að grasið er grænna einhvers staðar annarstaðar. Jóhanna Rakel Jónsdóttir
- BENEVENTUM -
101
- BENEVENTUM -
102
- BENEVENTUM -
103
- BENEVENTUM -
104
- BENEVENTUM -
105
- BENEVENTUM -
106
- BENEVENTUM -
107
- BENEVENTUM -
Ó nei, er þetta afmæli?? Ætlar þú að gefa henni gjöf? Þá verð ég að gefa henni gjöf! Stúdentsveisla? Ég hélt að þetta væri bara stúdentspartí! Hversu oft hefur þú lent í einhverju að ofantöldu? Korter í að farið þitt komi að sækja þig, þú ert tómhent/ur og endar oftast á því að gefa gestgjafanum eitt stykki knús á meðan þeir sem komu með þér rétta honum hinar fínustu gjafir. Kvíddu ei meir, því hér eru nokkrar laufléttar gjafir sem hægt er að útbúa á örstuttum tíma úr litlu sem engu. Jara Hilmarsdóttir
„Ég hef aldrei“
Fyrir þessa gjöf þarft þú spil, einn eða tvo lyklakippuhringi, penna og gatara. Þú skrifar eina setningu á hvert spil, gatar þau og setur hringina í gegnum þau öll. Smá dundur en mjög skemmtilegur leikur.
108
- BENEVENTUM -
Flöskukall
Stúdentsveisla? Föndraðu eitt stykki stúdentshatt úr pappír og garni sem passar á flöskutappa, límdu fönduraugu á hálsinn og föndraðu sæta slaufu eða rauðan munn. Voilà! Afmælisveisla? Skiptu stúdentshattinum út fyrir afmælishatt.
Smokkaóróinn
Góð gjöf fyrir nána vini, hann er einfaldlega hengdur fyrir ofan rúmið og þá er allt tilbúið fyrir óvænt kynlíf. Herðatré, smá band, nokkrar klemmur og smokkar. Ekkert leiðinlegt stopp á forleiknum sem fer í það að leita að smokknum lengst ofan í skúffu, það þarf bara að teygja sig upp og smella einum niður.
Falinn sími
Það eina sem þú þarft er falleg bók. Þú finnur út hvernig síma handhafi gjafarinnar á og skerð út nákvæma eftirlíkingu í blaðsíður bókarinnar svo að síminn passi í holuna. Nú ertu menningarleg/ur í staðinn fyrir að vera snjallsímaunglingur.
Sniðug gjafabréf
Gjafabréf upp á þynnkubröns daginn eftir afmælið, gjafabréf upp á veigar þegar haldið er niður í bæ (klippikort fyrir bestu vini) eða gjafabréf upp á nokkur för þegar handhafi er í hinni mestu krísu. Það er um að gera að velja ljóta tengiskrift í Word, skrifa undir og setja slaufu á. 109
- BENEVENTUM -
MH-hvenó dagurinn MH-hvennó hófst formlega með því að Vigdísi Hafliðadóttur, forsetanum okkar, var stolið af Kvennskælingum í hádegishléinu þann 6. október. Við gripum að sjálfsögðu til okkar ráða og gerðum Kvennskælingum, með vörubrettum, nær ómögulegt að komast inn í skólann sinn morguninn eftir. Fimmtudaginn 9. október var síðan haldið á Klambratún þar sem keppt var í körfubolta, fótbolta, kappáti og mennskum-fússball. Boðið var upp á pylsur í hæsta gæðaflokki og Vöffluvagninn var á staðnum. Að lokum mættust forsetar skólanna, Hafþór Sólberg Gunnarsson* og Eiríkur Orri Agnarsson í skyrglímu. Bar þar okkar maður, Hafþór, sigur úr býtum. Eftir það var boðið frítt í sund í Sundhöll Reykjavíkur. Það mættu svona 10 manns í sund en það er allt í lagi. Um kvöldið myndu ráðast úrslit í ræðukeppni skólanna. Ræðulið MH skipuðu Ronja, Tryggvi og Vigdís, Þórgnýr var liðsstjóri. Umræðuefnið var raunsæi en eftir langa og spennandi keppni unnum við með 6 stigum. #fokkhveno. *Sem varaforseti NFMH varð Hafþór sjálfskipaður forseti á meðan Vigdís var í gíslíngu Kvennskælinga. Jóhannes Hrafn Guðmundsson
110
- BENEVENTUM -
Vondulagakeppni Óðríks Algaula Þegar við í Óðríki fengum fyrst hugmyndina að „Vondulagakeppninni“ var líkt og við hefðum uppgötvað eitthvað sem við vissum ekki að við hefðum saknað í öll þessi ár. MH er fullur af fólki sem lýsingar eins og „ótrúlega góður í að semja ömurleg lög“ eða „ótrúlega lélegur að semja góð lög“ eiga við og það vantaði vettvang fyrir þetta fólk að láta ljós sitt skína. Það var líkt og við hefðum loksins fundið týnda púslið í félagslífi MH. Vettvang sem sameinaði verstu tónsmíðar Emmháinga á sem bestan hátt. Það var greinilegt að samnemendur okkar fundu fyrir sömu tilfinningu, eftirvæntingin leyndi sér ekki og þann 23. október hljómuðu loksins einstaklega vondir tónar úr skreyttum og litskrúðugum Norðurkjallara. Níu atriði tóku þátt og listamennirnir Le Múrinn, Dj Mergur, Atilla Blue & Sunny Star feat. MC Kjulli, Dengsi, Leðrið (frá Hvammstanga, þetta eina sanna), Krakk og Spagettí, Shades of Hamrahlíð og mjÁ stigu á svið og trylltu lýðinn með frábærum og vondum lögum. Voru lögin ýmist um ástina, ádeila á samfélagið, draumórar um aðra skóla eða vangaveltur
um lífið og tilveruna (er glasið hálffullt? er það hálftómt?). Já, það má segja að atriðin hafi verið jafn skrautleg og Norðurkjallarinn þetta kvöldið og stemningin var gríðarleg. Dómnefndin var ekki af verri endanum en hana skipuðu Bjössi í Mínus, Ilmur Kristjánsdóttir og sjálfur Egill Ólafsson. Sum lögin voru eiginlega of góð til að vera vond en samt klárlega of vond til að vera góð og þegar versta en samt besta, versta lagið var kynnt var maður orðinn svo ruglaður í þessum lýsingarorðum að það hálfa væri nóg. Þann titil hlutu Atli, Sólrún og Jökull (Atilla Blue & Sunny Star feat. MC Kjulli) með lagið „Love in the skies“ eftir einróma lof dómaranna. Þau sungu um það hvernig „the sky is blue when I am around you“ og það má segja að mér líði þannig gagnvart Vondulagakeppninni. Þar er kannski akkúrat falinn tilgangur keppninnar. Lifi Vondulagakeppnin, lifi vond lög og vondar Emmhá tónsmíðar! Nú get ég ekki beðið eftir að heyra fleiri „slæm“ lög í framtíðinni á næstkomandi Vondulagakeppnum. Anna Elísabet Sigurðardóttir
111
- BENEVENTUM -
T í s k u v ik a NF MH Tískuvika NFMH var haldin á þriðjudegi, miðvikudegi og fimmtudegi, fyrstu vikuna í október. Myrkrahöfðingjar tóku „street-style“ myndir af nemendum og einnig var fatamarkaður á Matgarði þar sem nemendur gátu selt sín eigin föt. Á þriðjudeginum var haldið í Norðurkjallara beint eftir skóla þar sem horft var á Clueless, með tilheyrandi mönsi. Á miðvikudaginn var í allra fyrsta skipti haldið tie-dye kvöld, þar sem fólk gat litað flíkur í öllum regnbogans litum, en fólk kom sjálft með (helst) hvítar flíkur og var allt sem til þurfti fyrir tie-dye á staðnum. Það var góð mæting og ótrúlega skemmtileg stemning! Loks var það tískusýningin á fimmtudeginum þar sem krakkar úr skólunum létu ljós sitt skína á tískupallinum. Fötin komu frá búðum eins og til dæmis Spúútnik, Nostalgíu, Kormáki og Skildi, Noland, Einveru og Kiosk. Ólöf Svala Magnúsdóttir
112
- BENEVENTUM -
113
- BENEVENTUM -
Lesandi góður, leyndardómar eru víða. Allt frá dularfullum morðgátum Skerjaláks Hólms til hins ævagamla leyndarmáls: „Hver stal kökunni úr krúsinni í gær?“ Í skúmaskotum, skálkaskjólum og skuggastrætum getur þú fundið ýmislegt sem þú vilt kannski ekki endilega vita og yfirgnæfandi líkur eru á því að óprúttnir aðilar séu því hjartanlega sammála. Leyndarmál eru jafn hættuleg og þau eru mörg, því vil ég vara þig við lesandi góður og ítreka jafnframt kjörorð leynifélagsins Leyndardómar MH: Augun opin, eyrun sperrt. Sannleikurinn er það eina sem frásagnar er vert. Þessi fleygu orð hafa fylgt málstað okkar frá örófi alda og þau skal ávallt hafa í huga þegar maður ætlar á vit ævintýra í heimi eins varasömum og raun ber vitni. Þið haldið kannski, eins og við gerðum forðum, að maður þyrfti að leita óralengi ef maður vildi finna eitthvað gruggugt hér í móðurlandinu en sannleikurinn er sá að urmull er af skuggalegri vitneskju beint fyrir framan nefin á okkur öllum. Við vöknum á morgnana fimm daga vikunnar til að fara þangað, við borðum hádegis-, morgun- og jafnvel kvöldmatinn okkar þar, við tökum þátt í allskyns félagsstarfi þar og á þessum stað lærum við hluti sem okkur munu gagnast í framtíðinni. Þessi staður er Menntaskólinn við Hamrahlíð og leyndardómarnir sem leynast hér eru vofeiflegir að fjölda og umfangi. Þúsundir hafa útskrifast úr MH án þess að hafa minnsta grun um hvað gerist innan veggja skólans og í hans næsta nágrenni. Þessu vinnum við hörðum höndum að því að breyta, sannleikurinn verður að komast til almenningsins! Sama hvaða hindranir standa í vegi fyrir okkur munum við vekja fólkið í landinu til vitundar um þá hættu sem stafar af okkar ástkæra rektor, Lalla. Hann er frábær ræðumaður en ekki láta glepjast af sykursætum orðunum sem drjúpa af silfurtungu hans. Lárus er undirheimakonungur með meiru en er þar eflaust betur þekktur undir fjölmörgum götunöfnum sínum. Útsendurum okkar hefur tekist að staðfesta að eftirfarandi nöfn tilheyri Lárusi en líkt og gátlisti fyrir lokapróf í íslensku er hann ekki tæmandi: Bakarameistarinn, Lalli „cop killa“, Lalli í Suðurveri, Lárus Donrektor, Æðstistrumpur, Lalli Lærifaðir, Klárus og Perlusykurpabbinn. Þessi listi er álíka litríkur og glæpaferill hans en langur armur Lalla teygir sig víða - jafnvel út fyrir landsteinana. Hann hefur gerst sekur um glæpi gegn mannkynininu, allt frá smygli í Antartíku yfir í að hafa verið milligöngumaður í stóra dömubindaverðsamráðinu í Norður Írlandi 1992. Einnig leikur grunur á því að hann blóti að heiðnum sið en slíkar athafnir hafa verið bannaðar á Íslandi í þúsund ár. Leyndardómar MH eru nú rótgróinn hluti af félagslífi skólans þó við látum alls ekki sjá okkur á skólatíma, okkar starf er best unnið í skjóli nætur og með hjálp ýmissa hugvekjandi efna náum við að kreista sannleikssafann úr ávöxtum undirferla og lyga, ferskan og svalandi. Við pökkum honum svo í loftþéttar fernur og sendum hann til nemenda MH til neyslu. Hristist fyrir notkun. “Augun opin, eyrun sperrt.” Stjórn MH leyndó Ath. Undirritaðir bera enga ábyrgð á sannleiksgildi staðreynda sem fram koma í þessari grein.
114
Friðgeir Ingi Jónsson Jónas Þór Rúnarsson Kolbeinn Arnarsson Styrmir Hrafn Daníelsson
- BENEVENTUM -
115
- BENEVENTUM -
„SKRIFIÐ Í GB“ 08.11.2007 kl. 21:59 / Sara Þöll Finnbogadóttir
Hææææ.....
Hææj ;) Baban að blogga hér á venjulegum fimmtufegi!Jemm, ætla bara að segja frá deginum í dag.´Ég vaknaðo, borðaði og fór í skólann, auðvitað klædd! YYY lét okkur taka eikkað próf í stafsetningu en kom ný stelpa í bekkinn og hún er alveg ágæt.Bólan tók tónleika í dag að leika okkur tókum nokkur lög það var smá gaman.Ég fór í heimilisfræði og bakaði bollur mínarbrunnu :S Ekki alveg góð að baka sko... Nokkrar stelpur voru að hlaupa eftir okkur til að fá eiginritaráritun.En þegar ég kom heim gerðist svolítið hræðilegt fyrir mig XXXX Hringdi og sagði Sara ég verð að seija þér eitt,, Sara says:Ég veit það stelpurna sögðu mér það.Hann sagði sorry ég fór að gráta eftir það, ég er svo elið og reið.ÉG vildi að hann hefði ekki sagði þetta ég mundi gera hvað sem er til að gera hann aftur að kærasta mínum L bara ef þú ert að lesa þetta XXXX.En ég fór út í 10-12 og fór í einkkera smiðju og það átti að vera töfra smiðja en það var bara ekki neit af töfrum sko. En núna er ég bara iná msn og að blogga einsvo núna en þetta er komið nó er það ekki bææ :D :D
08.11.2007 kl. 21:33 / Sara Þöll Finnbogadóttir
Afkverju í fjand....
Afhverju hættiru með mér ??? XXXX þvi að ég er ljót eða þú nentir ekki að vera með mér eða nenntiru ekki að eiga kærustu??..HA ég er SVO REIÐP OG LEIÐ ÉG FÓR AÐ GRÁTA ÞEGAR ÞÚ SAGÐIR MÉR UPP :‘( :‘( ég vil fá svar XXXX
116
17.03.2008 14:49:53 / flippeer- / Margrét Lóa Stefánsdóttir
hæj!<3
hææj! maggzy og dabbzy hérna <3 gg langt síðan það var bloggað hérna!;* eða bara þessi síða var notuð!! Annars ætluðum við í smáralindina! ;) en máttum að ekki>:( Annars erum við bara að fríka úút! gg gaman hjá okkur xD En við vorum að gista um helgina , vorum að horfa á 2 myndir og éta nammi ótrúlega gaman! :D en bæbæ! -maggzy&dabbzy
- BENEVENTUM -
18. janúar 2007 klukkan 20:23 / Vigdís Hafliðadóttir
Mmmm æji bara eitthvað
Við erum að fara að gera verkefni um risaeðlur í náttúrufræði í power point, svo höldum við einhverja sýningu fyrir foreldra eða eitthvað. Mig langaði í Grameðluna því að hún er svo cool en við Karítas (vinkona mín sem er með mér í hóp) dró Þórseðluna En hinsvegar drógu Sólrún og Vaka (vinkonur mína sem eru ekki með mér í hóp) Grameðluna og þær vildu ekki skipta :@ Fyrst var ég svolítið fúl og hugsaði með mér að Þórseðlan væri bara einhver gagnlaus risaeðla sem gerir ekkert annað en að éta laufblöð en núna finnst mér hún einhvern veginn vera flottari (þó að ég viti ekkert um þær nema að þær eru með langan háls og éta laufblöð) því að ef risaeðlur væru til núna á þessum tíma þá myndi ég vilja eiga Þórseðlu sem gæludýr því að ég gæti rent mér niður hálsinn á henni he he P.S. Ef að þið vitið eitthvað um Þórseðluna sem að er satt þá endilega skrifið eitthvað um hana í Gestó (ekki skrifa neitt um grameðluna) E.S. Þessi Afmælisteljari er eitthvað ruglaður ég átti afmæli 17. nóvember ekki fyrir 23 dögum ég kann bara ekki að breyta því (þið getið líka skrifað í gestabókina hvernig ég geri það Vigdís Hafliðadóttir
12.02.2010 23:16:02 / thea10 / Thea Björnsdóttir Haaker
411!!!!!!!!!!!!!!!! ALLIR AÐ KÍKJA!!!!!
Sko sko sko...... OMG það vara eitt sem gerðist sem var geðveikt vandró fyrir alla REYKJAVÍKUR ÍBÚENDA.,...... neinei bara að grínast móhahahahahaha Er bara að grínast í ykkur plíssssssssssssss ekki taka þetta nærri ykkur var bara að kidda en allvegana kemur bráðum valentínusar dagur!!!!!!!!!!það er æðislegur dagur fyrir sum fólk!!!!<33 en það er náttúrulega algjörlega eðlilegt fólki finnst mjög gaman að gleðja ástina sína NEI HAHAHAHA ohhhh ég er í OOOFFFFF miklu stuði núna en kanski ekki fyrir blog en samt haldið áfram að lesa bloggið mí ég er ekki vanalega svona bara svo fólk sem eru ekki búinn að fylgjast með þessu bloggi en hitt fólkið veit að ég er miklu áhugaverðri í öðrum bloggum Ekki meira í dag TAKK FYRIR!!!!<333 luv ya all xoxoTHEA<333
117
- BENEVENTUM -
Kærar þakkir Allir sem prófarkarlásu Allir sem sendu inn efni Auglýsingahipsterar Andri Snær Magnason Birkir Blær Ingólfsson Bjarnheiður Kristinsdóttir Dóra Hrund Gísladóttir Ellý Elva Björk Ágústsdóttir Fjölskyldur Forlagið Fréttapési Gérard Lemarquis Guðný Dóra Sigurðardóttir Gummi og Gunni prentarar Hildur Elísa Jónsdóttir Hugleikur Dagsson Húbert og markaðsnefndin Hómer kisi Júlía Runólfsdóttir Kaffi og möns Kent Lárus Björnsson Margrét Unnur Guðmundsdóttir Myrkrahöfðingjar Ólafur Guðmundsson Sigurbjörg Þrastardóttir Sólrún Ylfa Ingimarsdóttir Stofan Una Hallgrímsdóttir
118
- BENEVENTUM -
119
- BENEVENTUM -
120
- BENEVENTUM -
122