Bökunarbæklingur Nóa Síríus 2016

Page 1

KÖKUBÆKLINGUR 2016


Í BAKSTURINN FRÁ NÓA SÍRÍUSI

Kökubæklingur Nóa Síríusar 2016 Uppskriftir:

Berglind Guðmundsdóttir Berglind Guðmundsdóttir er eigandi uppskriftasíðunnar GulurRauðurGrænn&salt sem hefur notið mikilla vinsælda meðal landsmanna undanfarin ár. Á GulurRauðurGrænn&salt er lögð áhersla á einfaldar, fjölbreyttar og bragðgóðar uppskriftir og þar ættu allir að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. www.grgs.is Fylgihlutir: Snúran er verslun í Síðumúla 21 sem kappkostar að bjóða upp á spennandi og fallegar vörur sem prýða heimilið. Ljósmyndir: Hróbjartur Sigurðsson Útlit og umbrot: Árnasynir Prentun: Ísafold ehf. Útgefandi: Nói Síríus, Hesthálsi 2-4, 110 Reykjavík

Nói Síríus hefur fylgt Íslendingum í að verða 100 ár og í gegnum árin hafa vörur fyrirtækisins verið sérstaklega vinsælar í bakstur. Allir landsmenn þekkja Síríus súkkulaðið og gæði þess, en undanfarin ár hefur það einnig orðið æ vinsælla að nota sælgætið frá Nóa Síríusi í kökugerð og hvers kyns bakstur. Kökubæklingur Nóa Síríusar hefur því eðlilega notið mikilla vinsælda og er fyrir löngu orðinn fastur liður í undirbúningi margra Íslendinga fyrir hátíðarnar. Sem fyrr erum við stolt af kökubæklingnum og því að geta boðið Íslendingum upp á úrvalshráefni í ómótstæðilegar freistingar. Njótið vel.


SÚKKULAÐIÐ FRÁ NÓA SÍRÍUSI Síríus Konsum 45% (suðusúkkulaði) Þetta eina sanna sem löngu er orðið klassískt. Kakóinnihaldið er 45%, það er meðalbragðsterkt og hentar vel hvort sem er til neyslu beint úr pakkanum eða í bakstur og matargerð að ógleymdu heita súkkulaðinu.

Síríus 56% Áþekkt Síríus 45% súkkulaðinu en kakóinnihaldið er 56%. Einstaklega kröftugt súkkulaðibragð án þess að vera rammt í munni. Þetta súkkulaði er frekar lítið sætt og geðjast því vel þeim sem kunna ekki að meta sætar vörur.

Síríus Konsum 70% Toppsúkkulaðið í munni þeirra sem vilja almennilegt súkkulaðibragð og ekkert annað. Bragðfyllingin er mikil en samt í góðu jafnvægi. Kakóinnihaldið er eins og nafnið gefur til kynna 70% og sykurinnihald er komið niður fyrir 30%. Seg ja má að neytandinn þurfi svolítið að venjast svona kröftugu og lítið sætu súkkulaði og eðlilegt að mörgum þyki bragðið fullrammt við fyrstu kynni. Síríus Konsum 70% hentar vel í eftirrétti, múffur og súkkulaðitertur þar sem maður vill ná fram miklu súkkulaðibragði og fá eindreginn súkkulaðilit.

Síríus rjómasúkkulaði Síríus rjómasúkkulaði er vinsælasta súkkulaði Íslendinga. Það inniheldur mikið af þurrkaðri mjólk sem blandast einkar vel við kakóbaunirnar frá Fílabeinsströndinni. Bragðið er milt og mjúkt. Þetta súkkulaði er unnið á sérstakan hátt til þess að fá eins mjúka áferð og hægt er svo að það bráðni þægilega í munni. Rjómasúkkulaðið er mestmegnis borðað eins og það kemur fyrir, hreint eða með hnetum og/eða rúsínum. Síríus rjómasúkkulaði er einnig notað í bakstur þar sem leitað er eftir mildum undirtóni frekar en sterku súkkulaðibragði.

Síríus Konsum hvítt súkkulaði Hvítt súkkulaði er hvítt vegna þess að það inniheldur einungis kakósmjör en engin kakóþurrefni (sem gefa hefðbundnu súkkulaði brúna litinn). Síríus Konsum hvítt súkkulaði er milt á bragðið en með mikla fyllingu og hentar því vel í allan bakstur, auk þess að vera einstaklega gómsætt beint úr pakkanum.

Sjálfbærni og samfélagsábyrgð Síríus súkkulaði er hluti af Cocoa Horizons verkefninu. Cocoa Horizons gerir kakóræktendum kleift að rækta og framleiða kakóið á sjálfbæran og ábyrgan hátt. Cocoa Horizons ferlið tryggir fræðslu til kakóbænda varðandi ræktunaraðferðir og aðbúnað starfsfólks auk þess sem það kemur að fræðslumálum, heilsugæslu og aðgengi að hreinu vatni. Þannig stuðlar Cocoa Horizons að betri lífsskilyrðum í kakóræktarsamfélögum.


SARA BERNHARDT í ofnskúffu

HRÁEFNI

AÐFERÐ

Möndlubotn

Möndlubotn

400 g möndlur 400 g sykur 4 tsk lyftiduft 6 eggjahvítur Súkkulaðikrem 250 g smjör 200 g flórsykur 6 eggjarauður 4 tsk Konsum kakó 2 tsk vanillusykur eða vanilludropar Súkkulaðiglassúr 200 g Konsum suðusúkkulaði 2 msk smjör

Malið möndlur í matvinnsluvél. Blandið svo lyftidufti saman við möndlurnar. Stífþeytið egg jahvítur og blandið sykrinum við í smáum skömmtum. Þekið ofnskúffu (um það bil 30x40 cm) með bökunarpappír og dreifið deiginu jafnt í ofnskúffuna. Bakið í miðjum 175°C heitum ofni í 20 mínútur. Kælið botninn í um það bil ½ til 1 klukkustund. Súkkulaðikrem Þeytið smjör og flórsykur saman. Þeytið egg jarauður saman við þar til verður úr mjúkt smjörkrem. Þeytið að lokum saman við kakó og vanillusykur eða vanilludropa. Smyrjið svo kreminu jafnt yfir botninn. Athugið að mikilvægt er að botninn sé orðinn alveg kaldur þegar súkkulaðikreminu er dreift yfir. Kælið vel í um 1 klukkustund. Súkkulaðiglassúr Bræðið smjörið og súkkulaðið saman. Dreifið blöndunni svo yfir kalda kökuna í þunnu lagi. Kælið. Skerið að lokum í bita eftir smekk. Geymist vel í frysti.



CORN FLAKES SMÁKÖKUR HRÁEFNI 4 eggjahvítur 200 g púðursykur 160 g Kellogg‘s Corn flakes 120 g kókosmjöl 100 g Konsum suðusúkkulaði 1 tsk vanilludropar

AÐFERÐ Þeytið egg jahvítur og púðursykur vel saman. Blandið Corn flakes og kókosmjöli varlega saman við með sleif ásamt suðusúkkulaði og vanilludropum. Setjið síðan með teskeið á plötu með bökunarpappír, í smá toppa. Bakið í 150°C heitum ofni í um 15 mínútur. Um það bil 20 stykki


KÚLUGOTT HRÁEFNI 260 g hnetusmjör 50 g Kellogg‘s Rice Krispies 300 g flórsykur 30 g smjör, brætt 300 g Konsum suðusúkkulaði

AÐFERÐ Látið öll hráefnin saman í hrærivél og hrærið þar til allt hefur blandast vel saman. Hnetusmjör hefur mismunandi áferð þannig að ef kúlurnar eru of blautar, bætið þá meiri flórsykri saman við, en bætið við meira hnetusmjöri ef þær eru of þurrar. Hnoðið litlar kúlur úr deiginu. Dýfið þeim í brætt súkkulaðið og geymið á ofnplötu með smjörpappír þar til súkkulaðið hefur harðnað. Geymið í kæli eða frysti. Um það bil 35 litlar kúlur


NIZZA OSTAKAKA HRÁEFNI

AÐFERÐ

Botn

Botn

300 g hafrakex, mulið 3 msk smjör, brætt 3 msk sykur Fylling 300 ml rjómi, þeyttur 340 g rjómaostur, mjúkur 100 g sykur 125 g Nizza súkkulaðismjör Skraut 100 g hindber, fersk eða frosin 1 dl Nizza súkkulaðismjör, brætt

Blandið saman muldu kexi, smjöri og sykri. Blandið vel saman og látið í 28 cm form. Frystið þar til fyllingin er tilbúin. Fylling Hrærið saman þeyttan rjóma og sykur og blandið vel saman. Blandið Nizza kreminu varlega saman við með sleif. Hellið blöndunni yfir botninn og frystið í að minnsta kosti 4 klukkustundir. Hellið bræddu Nizza súkkulaðismjöri yfir kökuna.



ÁVAXTABOMBA með Síríus Pralín

HRÁEFNI 8 súkkulaðikexkökur 1 ½ dl rjómi 3 kíví 2 bananar 250 g jarðarber 200 g Síríus Pralín með karamellufyllingu 6 makkarónukökur, muldar 6 msk Baileys

AÐFERÐ Myljið kexið og setjið ½ dl af rjóma saman við svo úr verði létt deig. Skiptið niður í 4 glös. Skerið ávextina smátt og deilið jafnt í glösin. Setjið 1 dl af rjóma í pott ásamt Síríus Pralín og hrærið þar til það er bráðið. Látið kólna lítillega áður en sósan er sett yfir. Bleytið makkarónurnar með Baileys og setjið yfir allt. Fyrir 4



BOLLAKÖKUR með kremkexsúkkulaði

HRÁEFNI

AÐFERÐ

Bollakökur

Bollakökur

200 g hveiti 200 g sykur 200 g smjör, mjúkt 4 egg 1 tsk lyftiduft 100 g Síríus rjómasúkkulaði með kremkexi, saxað Krem 80 g smjör, mjúkt 1 tsk vanilludropar 250 g flórsykur 1 eggjarauða 1 msk vatn 150 g Síríus rjómasúkkulaði með kremkexi, smátt saxað

Hrærið hveiti, sykur, smjör, egg og lyftiduft vel saman. Bætið söxuðu Síríus rjómasúkkulaði með kremkexi saman við deigið. Setjið deigið í möffinsform og bakið í 190°C heitum ofni í um 20 mínútur. Takið úr ofninum og kælið. Krem Hrærið smjör og vanilludropa saman. Bætið því næst egg jarauðu og flórsykri saman við. Ef kremið er of þykkt er gott að bæta saman við 1 msk af vatni. Bætið Síríus rjómasúkkulaði með kremkexi varlega saman við með sleif. Setjið kremið í sprautupoka og setjið á bollakökurnar. Skreytið með söxuðu rjómasúkkulaði. Um það bil 24 stykki



ROCKY ROAD VEISLUKAKA HRÁEFNI 100 g smjör 100 g Konsum súkkulaði, saxað 3 egg 1 ½ dl púðursykur ½ dl ljóst síróp 2 dl hveiti 2 dl Konsum súkkulaðidropar 2 dl litlir sykurpúðar 2 dl salthnetur, gróflega saxaðar Skraut 150 g Nóa Bismark, saxaður 1 dl salthnetur, saxaðar 1 dl litlir sykurpúðar

AÐFERÐ Bræðið smjör og saxað súkkulaði saman við vægan hita. Hrærið egg, sykur og síróp vel saman þar til blandan verður létt og ljós og bætið síðan hveitinu varlega saman við með sleif. Hellið súkkulaðismjörinu saman við. Bætið síðan súkkulaðidropum, sykurpúðum og hnetum varlega saman við. Smyrjið um það bil 23-26 cm form og hellið deiginu í formið. Bakið í 175°C heitum ofni í um 25-30 mínútur. Skreytið með muldum Bismark brjóstsykri, salthnetum, sykurpúðum og jafnvel súkkulaðisósu.



SÆLGÆTISSKÁL

með piparmynturjóma og heitri súkkulaðisósu

HRÁEFNI 1 marengsbotn 150 g Nóa Kropp 250 ml rjómi 50 g Síríus Pralín með piparmyntu, saxað 250 g jarðarber, skorin í fernt

Piparmyntusúkkulaðisósa 150 g Síríus Pralín með piparmyntu 2 dl rjómi 2 msk síróp

AÐFERÐ Setjið Nóa Kropp í botninn á skál og myljið marengsbotn yfir það. Þeytið rjóma og bætið piparmyntu Pralín varlega saman við með sleif. Setjið rjómann yfir Nóa Kroppið og síðan jarðarber yfir allt. Setjið piparmyntu Pralín, rjóma og síróp saman í pott og hitið við vægan hita. Berið fram með sælgætisskálinni. Fyrir 4


KÓKOSTOPPAR HRÁEFNI 2 egg 2 dl sykur 5-6 dl kókosmjöl 1 tsk vanillusykur 50 g Síríus rjómasúkkulaði, saxað 50 g appelsínubörkur, rifinn 150 g Konsum súkkulaðidropar, bræddir

AÐFERÐ Þeytið egg og sykur saman. Bætið kókosmjöli, vanillusykri, rjómasúkkulaði og appelsínuberki vel saman við með sleif. Setjið deigið á plötu með teskeið. Bakið í 180°C heitum ofni í 10-12 mínútur. Takið úr ofni og leyfið að kólna. Bræðið Konsum súkkulaði, dýfið neðsta hluta kókostoppanna ofan í súkkulaðið og setjið á ofnplötu með smjörpappír þar til súkkulaðið hefur harðnað. Um það bil 24 stykki


SÚKKULAÐIBRAUÐBOLLUR HRÁEFNI 1 pakki þurrger (11 g) 2 dl volgt vatn 1 ½ tsk salt 3 msk sykur 2-3 tsk kardemommudropar 100 g smjör, mjúkt 4 dl sýrður rjómi (18%) 2 egg 200 g Konsum súkkulaðidropar 700 g hveiti

AÐFERÐ Setjið ger saman við volgt vatn og bætið salti, sykri og kardemommudropum. Bætið smjörinu saman við ásamt sýrðum rjóma og egg jum. Hnoðið síðan helmingnum af hveitinu og súkkulaðidropunum saman við deigið. Athugið að deigið á að vera aðeins klístrað. Látið hefast í skálinni undir volgum klút í um það bil 30-45 mínútur. Hnoðið og notið hveiti eftir þörfum. Mótið í um 16 bollur og setjið á ofnplötu með smjörpappír. Látið hefast í um 20 mínútur undir rökum klút. Penslið bollurnar með léttþeyttu eggi og bakið í 200°C heitum ofni í um 20 mínútur. Um það bil 16 stykki


NÓA KROPP SKYRKAKA með hvítu súkkulaði og ferskum jarðarberjum

HRÁEFNI 200 g Nóa Kropp 500 ml rjómi 700 g vanilluskyr 300 g Konsum hvítir súkkulaðidropar, bræddir

Skraut 250 g jarðarber, fersk 100 g Nóa Kropp

AÐFERÐ Myljið Nóa Kroppið gróflega og setjið í form. Þeytið rjómann. Hrærið vanilluskyr og brædda, hvíta súkkulaðidropa varlega saman við með sleif. Hellið blöndunni yfir Nóa Kroppið. Skreytið með berjum og Nóa Kroppi. Geymið í kæli þar til kakan er borin fram.


KARAMELLUÍSTERTA með salthnetumarengsbotni

HRÁEFNI

AÐFERÐ

Marengsbotn

Marengsbotn

3 eggjahvítur 2 dl sykur 50 g salthnetur, saxaðar Karamellukrem 3 eggjarauður 1 dl sykur 200 g Síríus rjómasúkkulaði með karamellu og sjávarsalti 4 dl þeyttur rjómi Skraut 100 g Síríus rjómasúkkulaði með karamellu og sjávarsalti

Gerið marengsbotninn. Þeytið egg jahvíturnar þar til þær eru orðnar stífar, setjið sykurinn smátt og smátt saman við og þeytið í um 5-10 mínútur eða þar til marengsinn er orðinn þéttur og glansandi. Blandið salthnetunum varlega saman við með sleif. Setjið deigið í form klætt með smjörpappír og bakið í 130°C heitum ofni í um eina klukkustund. Krem Þeytið egg jarauður og sykur vel saman eða þar til létt og ljóst. Saxið rjómasúkkulaðið og blandið saman við. Þeytið að lokum rjómann og bætið varlega saman við með sleif. Setjið kremið yfir botninn og frystið í að minnsta kosti 4 klukkustundir. Takið kökuna úr frysti 15 mínútum áður en hún er borin fram og skreytið með söxuðu Síríus rjómasúkkulaði með karamellu og sjávarsalti.



MARENGSPIPARTOPPAR HRÁEFNI 4 eggjahvítur 210 g púðursykur 100 g Nóa lakkrís piparperlur, saxaðar 200 g Pipar Nóa Kropp, saxað

AÐFERÐ Þeytið egg jahvítur og púðursykur vel saman eða í um það bil 5-10 mínútur þar til blandan er orðin þétt. Bætið piparperlum og Pipar Nóa Kroppi varlega saman við með sleif. Látið á plötu með teskeið. Bakið í 125°C heitum ofni í 30-40 mínútur. Um það bil 30 stykki


DÖÐLUGOTT MEÐ LAKKRÍSKURLI HRÁEFNI 500 g döðlur, saxaðar smátt 250 g smjör 120 g púðursykur 150 g Kellogg‘s Rice Krispies 400 g Síríus rjómasúkkulaði 2 pokar Nóa lakkrískurl

AÐFERÐ Döðlur og smjör brætt saman í potti. Púðursykurinn er bræddur með þangað til döðlurnar eru orðnar mjúkar. Blandið Rice Krispies og lakkrískurli saman við og setjið í form í frysti í 10 mínútur. Bræðið súkkulaðið yfir vatnsbaði. Hellið yfir Rice Krispies blönduna og frystið í um það bil 30 mínútur. Skerið í bita, berið fram og njótið. Um það bil 25 stykki


MARENGSTOPPAR með Nizza súkkulaðismjöri

HRÁEFNI 3 eggjahvítur, við stofuhita Salt af hnífsoddi 100 g sykur 1 dl Nizza súkkulaðismjör

AÐFERÐ Þeytið egg jahvíturnar í nokkrar mínútur eða þar til þær eru vel freyðandi. Bætið salti saman við og síðan sykri, einni matskeið í einu. Þeytið við hæsta styrk í 5-10 mínútur eða þar til þykkur og glansandi marengs hefur myndast. Bætið nú súkkulaðismjöri varlega saman við með sleif þar til brúnar línur hafa myndast í hvítan marengsinn. Látið marengsinn með teskeið á ofnplötu með smjörpappír. Setjið inn í 175°C heitan ofn og lækkið hitann strax niður í 100°C. Bakið í um klukkustund eða þar til marengsinn er orðinn stökkur. Um það bil 16 stykki


PRALÍN KARAMELLUBÚÐINGUR HRÁEFNI 250 g Síríus Pralín með karamellufyllingu 500 ml rjómi 2 eggjahvítur 2 msk mjólk 150 g Nóa Síríus karamellukurl

AÐFERÐ Skerið karamellusúkkulaðið í bita og setjið í pott ásamt mjólkinni. Bræðið súkkulaðið við vægan hita þar til allt hefur blandast vel saman. Takið pottinn af hellunni, látið standa í 10-15 mínútur og hellið síðan í skál. Þeytið rjómann og blandið varlega saman við súkkulaðiblönduna. Stífþeytið egg jahvíturnar og blandið þeim varlega saman við súkkulaðirjómann. Setjið búðinginn í skál og látið í kæli í að minnsta kosti klukkustund. Stráið karamellukurli yfir allt áður en hann er borinn fram. Fyrir 4


Nói Síríus mælir með

RICE KRISPIES KAKA með banana og karamellusósu

HRÁEFNI

AÐFERÐ

Botn

Bræðið smjör og súkkulaði saman við vægan hita í potti, hrærið sírópi saman við og blandið svo Rice Krispies saman við að lokum. Setjið blönduna í hringlaga form og kælið í að minnsta kosti 20-30 mínútur.

100 g smjör 100 g Síríus 56% súkkulaði 100 g Síríus Pralín með karamellufyllingu 4 msk síróp 5 bollar Kellogg‘s Rice Krispies

Rjómakrem Þeytið rjómann og skerið bananana í bita. Einnig er hægt að stappa bananana. Blandið saman og setjið á kökuna.

Rjómakrem Karamellusósa

250 ml rjómi 2 bananar (þroskaðir)

Bræðið karamellurnar með rjómanum við vægan hita, hrærið vel. Kælið sósuna í smá tíma og setjið svo ofan á kökuna.

Karamellusósa 150 g rjómatöggur eða rjómakúlur ½ dl rjómi

Vinningsuppskrift Sólveigar Guðmundsdóttur í kökukeppni starfsmanna Nóa Síríusar



56% súkkulaði

... svo gott Einstakt súkkulaðibragð Síríus súkkulaði hefur fylgt íslensku þjóðinni síðan 1933. Þannig hafa Íslendingar notið Síríus súkkulaðis á stórum sem hversdagslegri stundum lengur en þeir hafa notið sjálfstæðis. Síríus 56% súkkulaði er með háu kakóinnihaldi og gefur kröftugt súkkulaðibragð með silkimjúkri áferð og ljúffengu eftirbragði. Það hentar mjög vel í bakstur, auk þess að vera einstaklega gómsætt eitt og sér.


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.