Kökubæklingur Nóa Síríus 2022

Page 1

Kökubæklingur 2022

Nóa Síríus súkkulaði

Síríus suðusúkkulaði

Meðalbragðsterkt súkkulaði með 45% kakóinnihaldi sem er löngu orðið klassískt. Síríus suðusúkkulaðið er vinsælt í bakstur og matargerð auk þess sem það hentar frábærlega í heitt súkkulaði. Síríus rjómasúkkulaði

Hið milda og mjúka Síríus rjómasúkkulaði er vinsælasta súkkulaði Íslendinga og gjarnan borðað eins og það kemur fyrir, hreint eða með spennandi viðbótum. Það er unnið á sérstakan hátt til að það fái eins mjúka áferð og mögulegt er svo það bráðni þægilega í munni. Það er þó einnig vinsælt í bakstur þegar leitast er eftir mildum undirtóni frekar en sterku, afgerandi súkkulaðibragði.

Síríus 56% Barón súkkulaði

Súkkulaði sem hefur einstaklega kröftugt súkkulaðibragð en er á sama tíma silkimjúkt og með ljúfu eftirbragði. Það er uppáhald margra með kaffibollanum en er ekki síður tilvalið í bakstur og er frábært í súkkulaðikrem.

Síríus 70% dökkt súkkulaði Uppáhald þeirra sem vilja almennilegt súkkulaðibragð og ekkert annað. 70% kakóinnihald gefur mikla bragðfyllingu en súkkulaðið er samt í góðu jafnvægi. Síríus 70% hentar vel í eftirrétti, bollakökur og súkkulaðitertur þar sem ætlunin er að ná fram miklu súkkulaðibragði og fá afgerandi súkkulaðilit.

Síríus hvítt súkkulaði

Hvítt súkkulaði er hvítt vegna þess að það inniheldur einungis kakósmjör en ekki kakómassann sem gefur hefðbundnu súkkulaði brúna litinn. Síríus hvítt súkkulaði er milt á bragðið en með mikla fyllingu og hentar því vel í allan bakstur auk þess að vera einstaklega gómsætt beint úr pakkanum.

Temprun

Temprun er ákveðin aðferð sem notuð er til að fá gljáandi og slétt súkkulaði; ef það er ekki temprað verður yfirborðið matt og líflaust þegar það storknar. Súkkulaði kemur temprað frá framleiðandanum en temprunin hverfur þegar það er brætt, þ.e. þegar vissu hitastigi er náð. Þess vegna þarf að tempra það að nýju ef á að nota það til hjúpunar og í skreytingar (en ekki ef á að nota það í kökur, búðinga, krem, konfektfyllingar og annað slíkt).

Þó er stundum hægt að komast hjá því að tempra súkkulaði sem á að vera gljáandi ef hægt er að bræða það án þess að hita það hærra en í 32°C - þá heldur það tempruninni sem það fékk í verksmiðjunni.

Það er eiginlega nauðsynlegt að eiga góðan hitamæli sem getur mælt hitastigið í súkkulaðinu nákvæmlega. Reyndar eru einnig til sérstakar vélar eða rafmagnssúkkulaðipottar sem sjá um að tempra súkkulaðið fyrir mann. En hefðbundna aðferðin er svona:

Byrjaðu á að saxa súkkulaðið og bræða það við vægan hita. Hrærðu í því á meðan það bráðnar og mældu hitann; dökkt súkkulaði ætti helst að vera um 50°C, ljóst eða hvítt súkkulaði heldur svalara. Helltu mestöllu súkkulaðinu á kalda, slétta borðplötu eða marmarabretti og smyrðu því jafnt út með spaða. Hrærðu svo í því og skafðu það fram og aftur með plastsköfu eða sleikju. Haltu áfram þar til það er farið að þykkna og kólna og hitinn er sem næst 28°C. Skafðu það þá aftur yfir í skálina, hrærðu því saman við súkkulaðið sem eftir var í henni og settu skálina aftur yfir pott með heitu vatni.

Hitaðu súkkulaðið upp í um 32°C, eða þar til það er slétt og gljáandi (hvítt súkkulaði ætti þó að vera um 29°C). Nú er súkkulaðið tilbúið til notkunar. Hafðu skálina yfir heitu vatni til að halda hitastiginu og velgdu vatnið gætilega ef súkkulaðið fer að kólna og storkna. Ef hitinn fer yfir 32°C þarf að tempra súkkulaðið að nýju.

Heimild: Súkkulaðiást 2008

2

Kökubæklingur

Nóa Síríus 2022

Nói Síríus hefur fylgt Íslendingum í yfir 100 ár og í gegnum árin hafa vörur fyrirtækisins verið sérstaklega vinsælar í bakstur.

Allir landsmenn þekkja Síríus súkkulaðið og gæði þess en undanfarin ár hefur einnig orðið æ vinsælla að nota sælgætið

frá Nóa Síríus í kökugerð og hvers kyns bakstur. Kökubæklingur

Nóa Síríus hefur því eðlilega notið mikilla vinsælda og er fyrir löngu orðinn fastur liður í hátíðarundirbúningi margra Íslendinga. Sem fyrr erum við stolt af kökubæklingnum og því að geta boðið upp á úrvalshráefni í ómótstæðilegar freistingar.

Sjálfbærni og samfélagsábyrgð

Síríus súkkulaði er hluti af Cocoa Horizons verkefninu.

Cocoa Horizons gerir kakóræktendum kleift að rækta og framleiða kakó á sjálfbæran og ábyrgan hátt. Cocoa

Horizons ferlið tryggir fræðslu til kakóbænda varðandi

ræktunaraðferðir og aðbúnað starfsfólks auk þess sem það kemur að fræðslumálum, heilsugæslu og aðgengi að hreinu

vatni. Þannig stuðlar Cocoa Horizons að betri lífsskilyrðum í kakóræktarsamfélögum.

Uppskriftir

Linda Ben sá aftur um uppskriftirnar fyrir okkur í

ár líkt og á síðasta ári sem gekk með eindæmum

vel. Hún einblínir á einfaldar og oftast fljótlegar

uppskriftir sem flestum þykir þægilegt að fara eftir.

Góða skemmtun!

Útlit og umbrot: VORAR Auglýsingastofa

Prentun: Ísafoldarprentsmiðja ehf.

Útgefandi: Nói Síríus, Hesthálsi 2-4, 110 Reykjavík, www.noi.is

3

Karamellubrúnka

Hráefni Fjöldi 9 bitar

1. Kveikið á ofninum og stillið á 175°C, undir- og yfirhita.

2. Bræðið smjör og suðusúkkulaði gætilega saman í potti.

3. Bætið sykrinum út í.

4. Þeytið eggin þar til þau verða létt og ljós.

5. Hellið súkkulaðiblöndunni varlega saman við eggin og hrærið rólega á meðan.

6. Blandið saman hveiti og kakó og hrærið saman við í súkkulaðiblönduna.

7. Smyrjið form sem er 24x24 cm að stærð (eða álíka stórt), hellið helmingnum af deiginu í formið, brjótið Pralínsúkkulaði í bita eða leggið heilt yfir þannig að það þeki deigið, og hellið afganginum af deiginu yfir.

8. Bakið u.þ.b. 30-35 mín. Látið kökuna standa í um 2 klst. við stofuhita áður en hún er skorin.

9. Útbúið sósuna með því að bræða smjör og síróp saman í potti við vægan hita. Slökkvið undir og bætið súkkulaðinu út í. Hrærið þar til súkkulaðið er bráðnað saman við.

Brownie

200 g smjör

300 g Síríus suðusúkkulaði

300 g sykur

4 egg

60 g hveiti

40 g Síríus kakóduft

400 g Síríus karamellu Pralín Súkkulaðisósa

200 g Síríus suðusúkkulaði

70 g smjör

70 g síróp

4

Fylltar döðlur

Fjöldi 20–30 döðlur

1. Blandið saman hnetusmjöri og Rice Krispies.

2. Opnið döðlur langsum öðrum megin og fjarlægið steina. Fyllið hverja döðlu vel af hnetusmjörsblöndu (u.þ.b. 1 tsk), setjið í frysti í nokkra stund.

3. Bræðið súkkulaðið og hjúpið. Hér er tilvalið að dunda sér við að tempra súkkulaðið en ekki nauðsynlegt. Frekari leiðbeiningar um temprun má finna á

fyrstu opnu bæklingsins.

4. Sáldrið smá grófu salti yfir.

5. Geymið inni í kæli í lokuðu íláti.

Hráefni

100 g hnetusmjör

30 g Kellogg’s Rice Krispies

200 g döðlur

300 g sykurlaust Síríus

rjómasúkkulaði

Gróft salt

7

Blaut sjónvarpskaka

Fjöldi 12–15 bitar

1. Byrjið á því að kveikja á ofninum og stilla á 175°C, undir- og yfirhita. Takið 20x30 cm form (eða álíka stórt) og klæðið það með smjörpappír.

2. Aðskiljið eggjarauðurnar frá eggjahvítunum, hrærið eggjarauðurnar saman við sykurinn þar til blandan er orðin ljósgul og þykk og deigið myndar „borða“ sé þeytarinn tekinn upp og deigið látið leka aftur ofan í skálina.

3. Bætið þá vanilludropum út í og síðan mjólkinni í mjórri bunu með hrærivélina í gangi, hættið að hræra um leið og allt hefur blandast saman.

4. Setjið hveiti, lyftiduft og salt í sér skál og hrærið saman.

5. Bætið hveitiblöndunni út í eggjablönduna og blandið varlega saman með sleikju.

6. Þeytið eggjahvíturnar þar til stífir toppar myndast og blandið þeim varlega saman við deigið með sleikju.

7. Hellið deiginu ofan í smjörpappírsklædda formið og bakið í 20 mín eða þar til kakan er bökuð í gegn. Leyfið kökunni að kólna á meðan þið gerið karamellusósuna.

8. Útbúið karamellusósuna með því að setja rjóma og kúlurnar saman í pott, hitið rólega og hrærið varlega í blöndunni með sleikju þar til rjómakúlurnar hafa allar bráðnað saman við rjómann.

9. Takið prjón og stingið fjölmörg göt á kökuna alla, hellið karamellunni yfir og reynið að láta sem mest fara ofan í götin.

10. Setjið plastfilmu yfir og geymið kökuna inni í ísskáp á meðan kókoskaramellan er útbúin.

11. Bræðið saman rjóma, smjör, púðursykur og rjómakúlur, bætið svo kókosmjölinu út í og

brúnið blönduna létt ofan í pottinum í u.þ.b. 2-3 mín.

12. Hjúpið kökuna með kókoskaramellunni og leyfið henni að kólna áður en kakan er skorin.

Hráefni

Svampbotn

6 egg

250 g sykur

1 ½ tsk. vanilludropar

100 ml mjólk

250 g hveiti

1 ½ tsk. lyftiduft

¼ tsk. salt

Karamellusósa

300 ml rjómi

150 g Nóa rjómakúlur

Kókoskaramella

200 ml rjómi

100 g smjör

50 g púðursykur

150 g Nóa rjómakúlur

400 g kókosmjöl

8

Eitt Sett Sörur

Fjöldi 60 kökur

1. Takið smjörið útúr ísskáp svo það nái að mýkjast fyrir skref 4.

2. Byrjið á því að útbúa kremið.

3. Þeytið eggjarauður í hrærivél þar til blandan er orðin létt og ljós. Hitið vatn og sykur í potti

í um 3 mínútur eða þar til sykurinn hefur náð að leysast upp í vatninu. Hellið sykurvatninu saman við eggjarauðurnar í mjórri bunu og hrærið rólega á meðan. Þeytið þar til blandan er loftmikil og nánast hvít að lit.

4. Bræðið Eitt Sett súkkulaðið. Hellið því næst súkkulaðibráðinni saman við eggjablönduna í mjórri bunu og hrærið rólega á meðan. Stoppið reglulega og skafið hliðar skálarinnar með sleikju svo allt blandist vel saman. Skerið mjúka smjörið í litla bita og þeytið það saman við.

5. Geymið kremið inni í ísskáp í um klukkutíma eða á meðan verið er að útbúa botnana.

6. Kveikið á ofninum og stillið á 175°C, yfir- og undirhita.

7. Setjið eggjahvítur í skál ásamt salti, þeytið þar til blandan freyðir og bætið þá sykrinum út í. Þeytið þar til stífir toppar myndast.

8. Blandið saman flórsykri og möndlumjöli. Bætið út í eggjahvítublönduna og blandið varlega saman við með sleikju.

9. Hellið deiginu ofan í sprautupoka með hringlaga stút.

10. Sprautið á smjörpappírsklæddar ofnplötur þannig að hver kaka sé u.þ.b. 4 cm í þvermál, passið að hafa allavega 2-3 cm bil á milli þeirra svo að þær klessist ekki saman í bakstri. Bakið í u.þ.b. 12 mín. Leyfið kökunum að kólna.

11. Smyrjið kremi á hverja köku svo það sé kúpt í miðjunni en þynnist út að köntunum. Kælið kökurnar í stutta stund.

12. Bræðið loks Barón súkkulaði yfir vatnsbaði og hjúpið hverja köku með því að dýfa kreminu ofan í súkkulaðið. Hér er tilvalið að dunda sér við að tempra súkkulaðið en ekki nauðsynlegt. Frekari leiðbeiningar um temprun má finna á fyrstu opnu bæklingsins.

13. Leggið kökurnar á grind á meðan súkkulaðið storknar.

Hráefni

Krem

3 eggjarauður

100 g vatn

100 g sykur

300 g Eitt Sett rjómasúkkulaði

100 g smjör við stofuhita

Botnar

3 eggjahvítur

1/3 tsk. salt

50 g sykur

200 g flórsykur

200 g möndlumjöl

Hjúpur

400 g 56% Síríus Barón súkkulaði

10

Ísterta

Fyrir 10 manns

1. Kveikið á ofninum og stillið á 175°C, undir- og yfirhita.

2. Bræðið smjör og súkkulaði varlega saman í potti. Bætið sykrinum út í.

3. Þeytið eggin þar til þau verða létt og ljós.

4. Hellið súkkulaðiblöndunni varlega saman við eggin og hrærið rólega á meðan.

5. Blandið saman hveiti, kakói, lyftidufti og salti, hrærið saman við súkkulaðiblönduna.

6. Smyrjið 22 cm smelluform (gott að setja smjörpappír í hliðar formsins líka) og hellið deiginu í formið. Bakið í 20-25 mín. Leyfið kökunni að kólna alveg að stofuhita.

7. Þeytið rjómann vel.

8. Þeytið eggjarauðurnar og púðursykurinn mjög vel saman í annarri skál þar til blandan myndar borða.

9. Blandið rjómanum varlega saman við eggjablönduna með sleikju.

10. Bætið lakkrískurlinu út í ísblönduna og blandið saman með sleikju.

11. Hellið deiginu yfir brúnkubotninn, hyljið með plastfilmu og geymið í frysti í a.m.k.

12 klst.

12. Skreytið með jarðarberjum og fersku rósmarín.

Hráefni

Brúnkubotn

100 g smjör

150 g Síríus suðusúkkulaði

150 g sykur

2 egg

30 g hveiti

20 g Síríus kakóduft

½ tsk. lyftiduft

¼ tsk. salt

Ís

500 ml rjómi

6 eggjarauður

170 g púðursykur

300 g Síríus lakkrískurl

Skraut

Jarðarber

Ferskt rósmarín

13

Marensbombuskál

Hráefni Fyrir 10 manns ~

1. Stillið ofninn á 120ºC, undir- og yfirhita.

2. Notið fullkomlega hreina hrærivélarskál, setjið eggjahvítur, cream of tartar og salt í skálina.

3. Blandið kornsterkjunni og sykrinum saman í skál og hrærið saman.

4. Þeytið eggjahvíturnar mjög rólega fyrst og bætið svo sykurblöndunni hægt og rólega út í á sama tíma og hraðinn á hrærivélinni er aukinn. Þeytið þar til myndast alveg stífir toppar.

5. Teiknið hring á smjörpappír (best að taka disk sem er 22 cm í þvermál og teikna meðfram diskinum), snúið pennastrikshliðinni niður og setjið deigið á smjörpappírinn inn í hringinn. Myndið skál úr deiginu þar sem hliðarnar ná hátt upp, gott er að nota bakhliðina á skeið til þess að slétta ytri hliðar marensins.

6. Bakið í 90 mín. og slökkvið svo á ofninum og leyfið kökunni að kólna með ofninum (sniðugt að gera kökuna að kvöldi og láta kólna yfir nótt en þá er hún tilbúin næsta dag).

7. Bræðið rjómakúlur og rjóma varlega saman í potti, leyfið karamellusósunni að kólna að stofuhita.

8. Þeytið rjóma og blandið saman við 2/3 af hindberjunum og 2/3 af Nóa Kroppinu, setjið ofan í marensskálina.

9. Hellið karamellusósunni yfir og skreytið með afganginum af hindberjunum og Nóa Kroppinu.

Marens

6 eggjahvítur

10 g kornsterkja (maizena mjöl)

300 g sykur

¼ tsk. cream of tartar

¼ tsk. salt

Karamellusósa

150 g Nóa rjómakúlur

2 dl rjómi

Fylling

500 ml þeyttur rjómi

250 g hindber

200 g Nóa Kropp

14

Appelsínusúkkulaðimús

Fyrir 8 manns

1. Myljið kexið í matvinnsluvél, bætið kakóinu út í og hrærið saman. Bræðið smjörið og blandið saman við.

2. Smyrjið hliðarnar á 22 cm bökuformi.

3. Þrýstið kexblöndunni ofan í formið, setjið kexið upp meðfram hliðunum. Setjið botninn inn í frysti í 10 mín.

4. Bræðið saman smjör og rjóma.

5. Brjótið niður súkkulaðið í hitaþolna skál, hellið rjómablöndunni yfir og hrærið þar til súkkulaðið hefur bráðnað og allt blandast vel saman.

6. Hellið blöndunni yfir botninn, passið að súkkulaðið fari ekki upp fyrir kexkantana. Setjið inn í ísskáp og kælið í 4-5 klst. eða lengur (gott að gera daginn áður og geyma yfir nótt).

7. Kveikið á ofninum og stillið á 120°C og blástur. Skerið appelsínuna í sneiðar og raðið á bökunargrind, bakið í u.þ.b. 2 klst. eða þar til appelsínusneiðarnar eru þornaðar.

8. Skreytið kökuna með þurrkuðu appelsínusneiðunum.

Hráefni

Botn

200 g hafrakex

30 g Síríus kakóduft

70 g smjör Súkkulaðimús

50 g smjör

300 ml rjómi

400 g Síríus suðusúkkulaði með appelsínubragði

Skraut:

Appelsína

17

Pippsmákökur

Hráefni Fjöldi 15 stk

1. Þeytið saman smjör og sykur, bætið svo egginu út í og þeytið þar til verður létt og ljóst.

2. Bætið vanilludropum út í og hrærið.

3. Blandið saman hveiti, kakó, matarsóda og salti, bætið svo út í eggjablönduna og hrærið varlega saman.

4. Fletjið deigið á milli tveggja smjörpappírsarka, gott er að skipta deiginu í tvennt og gera þetta í tveimur hlutum. Útflatta deigið á að vera 3-5 mm á þykkt. Setjið útflatta deigið í ofnskúffu inn í ísskáp eða frysti svo það harðni.

5. Kveikið á ofninum og stillið á 175°C, undir- og yfirhita.

6. Skerið út hringi á deigið, um 7 cm í þvermál. Tilvalið er að nota smákökuform eða glas. Færið hverja köku á smjörpappír og bakið í u.þ.b. 8 mín.

7. Endurtakið skref 4 og 6 þar til búið er að baka úr öllu deiginu. Kælið kökurnar.

8. Útbúið kremið með því að bræða saman smjör, rjóma og Pippsúkkulaði, leyfið blöndunni svo að ná stofuhita áður en flórsykrinum er bætt út í.

9. Parið saman tvær og tvær kökur, setjið kremið í sprautupoka með hringlaga stút og sprautið kremi á aðra kökuna en lokið með hinni.

10. Bræðið suðusúkkulaði yfir vatnsbaði og dreifið yfir kökurnar.

Smákökur

180 g mjúkt smjör

200 g sykur

1 egg

1 tsk. vanilludropar

200 g hveiti

50 g Síríus kakóduft

1 tsk. matarsódi

1/8 tsk. salt

Krem

50 g smjör

100 ml rjómi

200 g Síríus Pralín með

Pippfyllingu

100 g flórsykur

Skraut

200 g Síríus suðusúkkulaði

19

Eplapanna með karamellu

Hráefni Fyrir 6–8 manns

1. Kveikið á ofninum og stillið á 175°C, undir- og yfirhita.

2. Setjið haframjöl, hveiti, púðursykur, salt, matarsóda, olíu og egg saman í skál og hrærið saman.

3. Skerið súkkulaðið niður í grófa bita og bætið út í deigið.

4. Bræðið saman rjóma og rjómakúlur.

5. Skerið eplin niður í fremur smáa bita og bætið út í karamelluna.

6. Smyrjið 24 cm ofnhelda pönnu (eða eldfast mót), setjið helminginn af deiginu í botninn, hellið karamellunni yfir og dreifið svo afganginum af deiginu yfir.

7. Bakið í u.þ.b. 25 mín eða þar til endarnir eru byrjaðir að brúnast. Berið pönnuna fram volga með vanilluís.

180 g haframjöl

200 g hveiti

170 g púðursykur

¼ tsk. salt

1 tsk. matarsódi

170 ml bragðlaus olía

2 egg

140 g Síríus rjómasúkkulaði með karamellukurli og sjávarsalti

Fylling

2 dl rjómi

150 g Nóa rjómakúlur

2 epli Ís

Vanilluís

20

Vegan súkkulaðiostakaka

Fyrir 8–10 manns

1. Setjið hafrakex í blandara eða matvinnsluvél og hakkið þar til það er orðið að mjöli.

2. Bræðið smjörið og blandið út í.

3. Notið 20 cm smelluform en sleppið botninum. Notið þess í stað kökudisk að eigin vali, en athugið að hann þarf að komast í frysti. Smyrjið hringinn að innan og klæðið með smjörpappír (smjörið er sett fyrst svo smjörpappírinn límist við) og setjið hringinn á kökudiskinn. Setjið kexblönduna ofan í hringinn og þrýstið í botninn þar til hún er alveg þétt og slétt. Setjið í frystinn á meðan fyllingin er útbúin.

4. Bræðið saman rjóma og súkkulaði í potti á vægum hita, hrærið vel saman.

5. Útbúið fyllinguna með því að þeyta 250 ml rjóma með 1 tsk. sítrónusafa þar til hann er nokkuð stífur.

6. Hrærið rjómaost og flórsykur saman í annarri skál, bætið súkkulaðiblöndunni út í og blandið saman.

7. Blandið rjómaostablöndunni varlega út í þeytta rjómann með sleikju. Hellið blöndunni ofan á kexbotninn í smelluforminu, setjið plastfilmu yfir og setjið aftur inn í frystinn í a.m.k. 3-4 klst. eða lengur.

8. Takið kökuna út úr frystinum, fjarlægið smelluformshringinn.

9. Þeytið saman smjör, flórsykur og kakó þar til blandan er létt og loftmikil, setjið í sprautupoka með opnum stjörnustút, sprautið 12 toppa á úthring kökunnar. Setjið einn súkkulaðibita á hvern smjörkremstopp.

10. Berið kökuna fram fljótlega eftir að hún er tekin út úr frystinum þar sem hún þolir ekki vel að standa lengi við stofuhita.

Hráefni

Kexbotn

180 g hafrakex

100 g vegan smjör

Ostakaka

100 ml vegan rjómi (blandast saman við súkkulaði)

300 g 56% Síríus Pralín með

Pippfyllingu

250 ml þeyttur vegan rjómi

1 tsk. sítrónusafi

300 g vegan rjómaostur

100 g flórsykur

Krem ofan á

200 g vegan smjör

200 g flórsykur

30 g Síríus kakóduft

Skraut

150 g 56% Síríus Pralín með

Pippfyllingu

23

Nóa Kropp ostakaka

Hráefni Fyrir 10 manns

1. Myljið hafrakex og Nóa Kropp í matvinnsluvél eða blandara þangað til það er orðið að fínu mjöli.

2. Bræðið smjörið og blandið því saman við.

3. Takið smelluform, 24 cm í þvermál, setjið smjörpappír í botninn og lokið forminu. Gott er að klippa renning af smjörpappír, jafn stóran og hliðar formsins, og leggja upp að hliðunum líka.

4. Þrýstið kexblöndunni í botninn á forminu og setjið í frysti.

5. Hrærið rjómaostinn og blandið síðan flórsykrinum saman við.

6. Þeytið rjómann og blandið honum svo varlega saman við rjómaostablönduna með sleikju.

7. Brytjið helminginn af Nóa Kroppinu gróft niður og blandið svo öllu Nóa Kroppinu saman við deigið. Hellið blöndunni í formið, sléttið toppinn og setjið í frystinn. Best er að frysta kökuna yfir nótt.

8. Takið kökuna úr frystinum 1-2 tímum áður en hún er borin fram.

9. Bræðið varlega saman súkkulaði og rjóma, hrærið vel þangað til súkkulaðisósa hefur myndast. Leyfið súkkulaðisósunni að kólna örlítið, setjið í sprautupoka með mjóum stút og sprautið yfir kökuna, dreifið Nóa Kroppi yfir.

Kexbotn

100 g hafrakex

100 g Nóa Kropp

80 g smjör

Ostakaka

400 g rjómaostur

100 g flórsykur

500 ml þeyttur rjómi

200 g Nóa Kropp

Skraut

100 g Síríus suðusúkkulaði

50 ml rjómi

60 g Nóa Kropp

24

Snjókarlasmákökur

1. Setjið smjör, púðursykur og sykur í skál og hrærið þar til blandan verður létt og loftmikil. Bætið þá egginu út í og hrærið saman við. Bætið því næst vanilludropunum út í.

2. Blandið saman hveiti, matarsóda og salti og hrærið saman við deigið, eins lítið og þið komist upp með (hætta um leið og allt hveitið hefur blandast saman við).

3. Skerið niður suðusúkkulaðið og blandið því saman við deigið með sleikju.

4. Setjið deigið inn í ísskáp og kælið í 30 mín.

5. Kveikið á ofninum og stillið á 170°C, undir- og yfirhita.

6. Útbúið kúlur úr deiginu í tveimur mismunandi stærðum, 1 msk. og 1 kúfaðri msk, og raðið saman á ofnplötu þannig að ein minni kúla og ein stærri kúla klessist saman. Bakið í 8-10 mín.

7. Látið kökurnar kólna.

8. Bræðið hvítt súkkulaði yfir vatnsbaði. Dýfið framhliðinni á smákökunum ofan í hvíta súkkulaðið svo myndi hjúp, látið stirðna.

9. Bræðið Barón súkkulaði og setjið í sprautupoka með stút sem er með litlu opi, sprautið andlit, þrjár doppur á magann, trefil og hatt, notið appelsínugula súkkulaðiperlu fyrir nef og festið á snjókarlana með bræddu súkkulaði.

Hráefni

Smákökur

100 g smjör við stofuhita

80 g púðursykur

100 g sykur

1 egg

½ tsk. vanilludropar

250 g hveiti

½ tsk. matarsódi

½ tsk. salt

100 g gróft brytjað Síríus

suðusúkkulaði með karamellukurli og sjávarsalti

Skraut

300 g Síríus hvítir súkkulaðidropar

100 g

56% Síríus Barón súkkulaði

Síríus súkkulaðiperlur

26
Fjöldi 10 kökur

Smákökuíssamlokur

1. Setjið mjúkt smjör í skál ásamt púðursykri og sykri og þeytið þar til létt og ljóst.

2. Bætið egginu og eggjarauðunni saman við og þeytið.

3. Blandið vanilludropunum saman við.

4. Blandið saman matarsóda og hveiti og bætið út í eggjablönduna, hrærið vel.

5. Skerið súkkulaðið niður og bætið út í deigið.

6. Setjið deigið í loftþétt ílát og kælið í 1 klst.

7. Kveikið á ofninum og stillið á 175°C, undir- og yfirhita.

8. Búið til 30 g kúlur úr deiginu og raðið þeim á smjörpappírsklædda ofnskúffu með góðu millibili og bakið í 11 mín. Kælið kökurnar.

9. Setjið ísinn í stóra skál og hrærið til að mýkja hann, bætið Trompkurli og súkkulaðiperlum út í og hrærið saman.

10. Parið saman tvær smákökur, setjið u.þ.b. 2 msk. af ís á aðra smákökuna og

lokið með hinni, setjið smákökusamlokurnar strax í frystinn og frystið í a.m.k. 1-2 klst.

Smákökur

200 g mjúkt smjör

200 g púðursykur

60 g sykur

1 egg

1 eggjarauða

1 msk. vanilludropar

1 tsk. matarsódi

250 g hveiti

200 g Síríus suðusúkkulaði

gróft salt

Ís

1,5 l vanilluís

150 g Nóa Trompkurl

150 g Síríus súkkulaðiperlur

29
Hráefni Fjöldi 12 samlokur

Trítlakaka

Fyrir 12 manns

1. Kveikið á ofninum og stillið á 175°C.

2. Byrjið á því að þeyta saman smjör og sykur þar til verður létt og ljóst. Setjið því næst eggin út í, eitt í einu og hrærið vel á milli, það sama á við um eggjahvíturnar.

Bætið svo vanilludropunum út í.

3. Blandið saman hveiti, salti, matarsóda og lyftidufti í aðra skál. Setjið helminginn

út í eggjablönduna ásamt helmingnum af súrmjólkinni, blandið varlega saman. Setjið afganginn af hveitiblöndunni og súrmjólkinni saman við og hrærið þar til allt hefur blandast saman, passið að hræra eins lítið og hægt er.

4. Takið tvö 20 cm smelluform og smyrjið vel með smjöri. Skiptið deiginu á milli formanna, (gott að vigta deigið ef botnarnir eiga að vera nákvæmlega jafn þykkir), og bakið svo í miðjum ofni í u.þ.b. 30 mín eða þar til kökurnar eru bakaðar í gegn.

5. Gerið smjörkremið á meðan botnarnir kólna.

6. Þeytið smjörið þar til það er mjög mjúkt og ljóst, bætið þá flórsykrinum út í hægt og rólega svo hann þyrlist ekki allur upp. Bætið svo rjómanum og vanilludropum út í kremið, þeytið í nokkrar mínútur þar til kremið er afar mjúkt og létt.

7. Skerið ofan af kökubotnunum þegar þeir eru orðnir kaldir svo að þeir séu alveg flatir og sléttir. Setjið einn botn á kökudisk, setjið vel af kremi á botninn og sléttið, setjið súkkulaðiperlur á kremið. Setjið efri botninn á og hjúpið kökuna með kremi.

8. Skreytið með Trítlum og súkkulaðiperlum.

Hráefni

260 g smjör

300 g sykur

2 egg

2 eggjahvítur

2 tsk. vanilludropar

300 g hveiti

½ tsk. salt

1 tsk. matarsódi

1 tsk. lyftiduft

260 ml súrmjólk

Krem

500 g smjör

500 g flórsykur

1 dl rjómi

2 tsk. vanilludropar

Skraut

150 g Nóa Trítlar

150 g Nóa Trítlar, sykraðir og súrir

150 g Nóa Trítlar, tveggjalaga

150 g Síríus súkkulaðiperlur

30

Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.