Bökunarbæklingur Nóa Síríus 2018

Page 1

kรถkubรฆklingur


Kökubæklingur Nóa Síríus 2018

Í baksturinn frá Nóa Síríus

Uppskriftir:

Eva Laufey Hermannsdóttir Dagskrárgerðarkona hjá Stöð 2, matreiðslubókahöfundur og eigandi www.evalaufeykjaran.is. Nói Síríus hefur fylgt Íslendingum í nærri 100 ár. Þar af hefur Síríus súkkulaði lífgað upp á bakstur landsmanna í 75 ár og er það sívinsælt í bæði klassískar og óhefðbundnari uppskriftir. Undanfarin ár hefur vöruúrval Nóa Síríus aukist og með miklu hugmyndaflugi hefur það orðið æ vinsælla að nota ýmis konar sælgæti frá Nóa í kökugerð og hvers kyns bakstur. Mörgum þessara uppskrifta hefur verið safnað saman í Kökubækling Nóa Síríus sem nýtur ávallt mikilla vinsælda og er orðinn fastur hluti af hátíðarundirbúningnum á fjölmörgum heimilum. Sem fyrr erum við stolt af kökubæklingnum og að geta boðið Íslendingum upp á úrvalshráefni í ómótstæðilegar freistingar.

Ljósmyndir: Hróbjartur Sigurðsson Útlit og umbrot: Árnasynir Prentun: Ísafoldarprentsmiðja ehf. Útgefandi: Nói Síríus, Hesthálsi 2-4, 110 Reykjavík


Súkkulaðið frá Nóa Síríus

Síríus suðusúkkulaði

Síríus rjómasúkkulaði

Síríus rúbínsúkkulaði

Meðalbragðsterkt súkkulaði með 45% kakóinnihaldi

Hið milda og mjúka Síríus rjómasúkkulaði er

Ný súkkulaðitegund leit nýverið dagsins ljós en það

sem er löngu orðið klassískt. Síríus suðusúkkulaðið

vinsælasta súkkulaði Íslendinga og gjarnan borðað

er í fyrsta skipti í um 80 ár sem það gerist. Síríus

er vinsælt í bakstur og matargerð, auk þess sem það

eins og það kemur fyrir, hreint eða með spennandi

rúbínsúkkulaði er unnið úr rúbín kakóbauninni en

hentar frábærlega í heitt súkkulaði.

viðbótum. Það er unnið á sérstakan hátt til að það

súkkulaðið fær bleika litinn og sérstakt bragðið,

fái eins mjúka áferð og mögulegt er svo það bráðni

með keim af ávöxtum, sýru og berjum, frá bauninni

þægilega í munni. Það er þó einnig vinsælt í bakstur

sjálfri því engin litar- eða bragðefni eru notuð

Súkkulaði sem hefur einstaklega kröftugt

þegar leitast er eftir mildum undirtóni frekar en sterku,

við framleiðslu þess. Það verður spennandi að sjá

súkkulaðibragð en er á sama tíma silkimjúkt og með

afgerandi súkkulaðibragði.

hvernig Íslendingar nýta þessa nýjung til að skapa

Síríus 56% dökkt súkkulaði

ljúfu eftirbragði. Það er í uppáhaldi margra með kaffibollanum en er ekki síður tilvalið í bakstur og

Síríus hvítt súkkulaði

frábært í súkkulaðikrem.

Hvítt súkkulaði er hvítt vegna þess að það inniheldur

Síríus 70% dökkt súkkulaði

einungis kakósmjör en engan kakómassa (sem gefur hefðbundnu súkkulaði brúna litinn). Síríus hvítt

Uppáhald þeirra sem vilja almennilegt súkkulaðibragð

súkkulaði er milt á bragðið en með mikla fyllingu

og ekkert annað. Bragðfyllingin er mikil en samt er

og hentar því vel í allan bakstur, auk þess að vera

súkkulaðið, sem er með 70% kakóinnihaldi, í góðu

einstaklega gómsætt beint úr pakkanum.

jafnvægi. Síríus 70% hentar vel í eftirrétti, múffur og súkkulaðitertur þar sem ætlunin er að ná fram miklu súkkulaðibragði og fá afgerandi súkkulaðilit.

nýja töfra í eldhúsum landsins.

Sjálfbærni og samfélagsábyrgð Síríus súkkulaði er hluti af Cocoa Horizons verkefninu. Cocoa Horizons gerir kakóræktendum kleift að rækta og framleiða kakóið á sjálfbæran og ábyrgan hátt. Cocoa Horizons ferlið tryggir fræðslu til kakóbænda varðandi ræktunaraðferðir og aðbúnað starfsfólks auk þess sem það kemur að fræðslumálum, heilsugæslu og aðgengi að hreinu vatni. Þannig stuðlar Cocoa Horizons að betri lífsskilyrðum í kakóræktarsamfélögum.


Kroppurinn fyrir 8 - 10

Hráefni

MARENGSBOTN 5 eggjahvítur • 1 dl sykur • 3 ½ dl púðursykur SÆLGÆTISRJÓMI Á MILLI 500 ml rjómi • 2 tsk flórsykur • 1 tsk vanillusykur • 2 kókosbollur

100 g Síríus karamellukurl • 150 g Nóa Kropp • 3 dl smátt skorin jarðarber

OFANÁ 250 ml rjómi • 2 dl smátt skorin jarðarber • 1 dl bláber • 1– 2 dl karamellusósa, sjá uppskrift fyrir neðan KARAMELLUSÓSA 1 poki Nóa rjómakúlur • 1 dl rjómi

Aðferð

BOTN Hitið ofninn í 150°C. Þeytið eggjahvíturnar og bætið sykrinum saman við í nokkrum skömmtum. Stífþeytið þar til blandan hreyfist ekki

til í skálinni sé henni hvolft. Setjið bökunarpappír á ofnplötu eða bökunarpappír í botninn á tveimur 22 cm lausbotna formum og smyrjið þá hliðarnar með smjöri. Skiptið marengsblöndunni á bökunarpappírinn eða í formin og bakið í 50–60 mínútur við 150°C. Kælið botnana mjög vel áður en þið setjið sælgætisrjóma á milli. SÆLGÆTISRJÓMI Á MILLI Þeytið rjóma og bætið flórsykri og vanillu saman við. Þrýstið á kókosbollurnar og skerið þær í litla bita,

blandið þeim varlega saman við rjómann ásamt karamellukurli, Nóa Kroppi og ávöxtum. Smyrjið rjómanum á milli botnanna. OFANÁ Þeytið rjóma og setjið yfir marengskökuna. Skerið jarðarber og bláber smátt og dreifið yfir.

Hellið karamellusósunni yfir í lokin og berið strax fram.

KARAMELLUSÓSA Bræðið rjómakúlurnar í rjómanum við vægan hita, hrærið vel í og kælið áður en þið hellið yfir marengskökuna.

Það er mjög mikilvægt annars gæti marengsinn og rjóminn bráðnað. Skreytið kökuna með ferskum jarðarberjum og karamellukurli.



Marengsdúndur

í háu glasi með pralín myntusúkkulaðisósu og ferskum berjum (eftirréttur á korteri) fyrir 4

Hráefni

150 g Síríus pralín súkkulaði með myntufyllingu • 300 ml rjómi • 1 msk flórsykur • 1 tsk vanilludropar 200 g jarðarber • 100 g bláber • 100 g hindber • 1 msk smátt söxuð mynta • 1 marengsbotn • 70 g Síríus suðusúkkulaði

Aðferð

Bræðið 50 ml af rjóma og 150 g af pralín myntusúkkulaði við vægan hita, hrærið vel í sósunni á meðan. Setjið sósuna til hliðar og kælið. Þeytið 250 ml af rjóma og bætið flórsykri og vanilludropum við í lokin. Skerið niður berin og saxið myntu, blandið öllu vel saman í skál. Myljið marengsbotn niður, skiptið helmingnum niður í fjögur glös, setjið síðan rjómablönduna yfir ásamt fersku ávöxtunum. Hellið svolitlu af sósunni yfir og endurtakið leikinn þar til þið eruð með tvöfalt lag af öllum hráefnum. Rífið niður suðusúkkulaði og skreytið eftirréttinn, berið strax fram.



Vanillubollakökur

með silkimjúku hvítsúkkulaðikremi og Síríus karamellukurli 24 stk.

Hráefni

BOTN 200 g smjör, við stofuhita • 3 dl sykur • 4 egg • 5 dl hveiti • 2 tsk lyftiduft • 4 dl rjómi

2 tsk vanilludropar • 150 g Síríus karamellukurl

KREM 240 g smjör, við stofuhita • 500 g flórsykur • 150 g Síríus hvítir súkkulaðidropar

1 msk rjómi • 1 tsk vanilla (helst extract) • Síríus karamellukurl til skrauts

Aðferð

BOTN Forhitið ofninn í 180°C. Þeytið saman sykur og smjör þar til deigið er létt og fínt. Bætið eggjum saman við, einu í einu. Sigtið hveiti og lyftiduft saman og bætið þeim því næst saman við deigið ásamt rjóma (það má líka nota mjólk eða létta jógúrt) og vanillu. Þeytið deigið mjög vel í 2–3 mínútur og munið að skafa meðfram hliðum í millitíðinni svo allt deigið blandist vel saman. Bætið karamellukurli við í lokin. Skiptið deiginu jafnt niður í bollakökuform og bakið við 180°C í 18 – 22 mínútur. Kælið kökurnar mjög vel áður en þið setjið á þær krem. KREM Þeytið smjör og flórsykur saman. Bræðið hvítu súkkulaðidropana yfir vatnsbaði og bætið varlega saman við smjörið og

flórsykurinn. Þeytið í 2–3 mínútur og bætið síðan rjómanum og vanillu saman við, best er að þeyta kremið í 3 mínútur til viðbótar en þá verður það silkimjúkt. Sprautið kreminu á kökurnar og skreytið þær með karamellukurli.




Súkkulaðisæla

þreföld súkkulaðibrownie með súkkulaðiís fyrir 6 - 8

Hráefni

BROWNIE 150 g smjör • 250 g Síríus suðusúkkulaði • 200 g sykur • 2 stór egg • 100 g hveiti • 1 tsk vanillusykur 2 msk Síríus kakóduft • 70 g hnetur eða möndlur • 70 g Síríus suðusúkkulaði, smátt saxað • 70 g Síríus hvítir súkkulaðidropar SÚKKULAÐIÍS 5 eggjarauður • 10 msk sykur • 400 ml rjómi • 100 g saxað Síríus suðusúkkulaði

100 g Nóa Mega Kropp með karamellubragði • 60 g Síríus karamellukurl • 1 tsk vanilludropar

Aðferð

BROWNIE Forhitið ofninn í 170°C (blástur). Bræðið smjör við vægan hita, saxið suðusúkkulaði og bætið því við smjörið og leyfið

því að bráðna í smjörinu. Takið pottinn af hellunni og leyfið súkkulaðiblöndunni að kólna. Þeytið saman egg og sykur þar til blandan verður létt og ljós. Bætið vanillu, hveiti og kakói saman við og hrærið þar til deigið er silkimjúkt. Hellið súkkulaðiblöndunni varlega saman við og setjið saxaðar möndlur eða hnetur, saxað suðusúkkulaði og hvíta súkkulaðidropa saman við með sleikju. Hellið deiginu í pappírsklætt form (20×20 cm). Bakið við 170°C í 30 mínútur. Berið fram með súkkulaðiís og njótið. SÚKKULAÐIÍS Þeytið saman eggjarauður og sykur þar til blandan verður létt og ljós. Hrærið léttþeyttum rjóma saman við með

sleikju. Bætið söxuðu suðusúkkulaði, hökkuðu Mega Kroppi, karamellukurli og vanilludropum við og blandið vel saman. Hellið ísblöndunni í skál og setjið inn í frysti í nokkrar klukkustundir. Berið fram með kökunni.


Marengstoppar með piparlakkrískurli 22 - 24 stk.

Hráefni

3 stk eggjahvítur • 200 g sykur • 1 tsk vanilla • 100 g Síríus suðusúkkulaði 150 g Síríus piparlakkrískurl • 100 g mulið Kellogg´s cornflakes

Aðferð

Forhitið ofninn í 150°C. Stífþeytið eggjahvítur og sykur, bætið vanillu út í og þeytið áfram. Saxið súkkulaði mjög smátt og myljið kornflexið, blandið því ásamt piparlakkrískurli við deigið afar varlega. Mótið kökurnar með teskeiðum og setjið á pappírsklædda ofnplötu. Bakið við 150°C í 15–17 mínútur.


Dúnmjúkar kanilsmákökur með Nóa karamellukurli 18 - 20 stk.

Hráefni

230 g smjör • 200 g hreinn rjómaostur • 225 g sykur • 225 g púðursykur • 2 stk egg • 3 tsk vanilludropar • 600 g hveiti ½ tsk salt • 1 tsk lyftiduft • 3 tsk kanill • 4 msk mjólk • 150 g Síríus karamellukurl • 100 g Síríus hvítir súkkulaðidropar til að dreifa yfir kökurnar KANILSYKUR 100 g sykur • 2 tsk kanill

Aðferð

Forhitið ofninn í 180°C. Þeytið smjör, rjómaost og báðar sykurtegundir saman þar til blandan verður kremkennd. Bætið eggjum út í, einu í einu, og hrærið vel á milli. Blandið vanillu, hveiti, lyftidufti, salti og kanil saman við deigið og hrærið vel í. Bætið mjólkinni við í smáum skömmtum. Bætið karamellukurlinu út í rétt í lokin og blandið vel saman við deigið. Kælið deigið í ísskáp í 10 mínútur. Mótið litlar kúlur með tveimur teskeiðum og rúllið upp úr kanilsykrinum. Setjið kökurnar á pappírsklædda ofnplötu og inn í ofn við 180°C í 8–10 mínútur eða þar til þær eru gullinbrúnar. Bræðið hvítt súkkulaði og dreifið yfir kökurnar er þær koma út úr ofninum.



Eplapæ

með suðusúkkulaðidropum, salthnetum og karamellusósu fyrir 6 - 8

Hráefni

BOTN 6 græn epli • 2 tsk kanill • 2 msk sykur • 100 g Síríus suðusúkkulaðidropar • 70 g salthnetur, smátt saxaðar DEIGIÐ 150 g sykur • 150 g smjör, við stofuhita • 150 g hveiti • 50 g haframjöl • 50 g kókosmjöl SÖLTUÐ KARAMELLUSÓSA 150 g Nóa rjómatöggur • 1 dl rjómi • sjávarsalt

Aðferð

BOTN Forhitið ofninn í 180°C. Flysjið eplin, fjarlægið kjarna og stilka. Skerið eplin í litla bita og setjið í skál. Blandið sykri og kanil við eplin og blandið mjög vel saman. Leggið eplin í eldfast mót, hellið suðusúkkulaðidropum yfir ásamt smátt söxuðum salthnetum. Myljið deigið yfir eplin og bakið í ofni við 180°C í 40-45 mínútur. Berið strax fram með karamellusósu og vanilluís. DEIGIÐ Setjið öll hráefnin í skál og hnoðið með höndunum þar til áferðin verður deigkennd. SÖLTUÐ KARAMELLUSÓSA Bræðið rjómatöggurnar í rjómanum við vægan hita og bætið sjávarsalti saman við í lokin.

Berið fram með eplapæinu!


Sörur 60 - 65 stk.

Hráefni

BOTN 4 eggjahvítur • 150 g möndlur • 100 g heslihnetur • 230 g flórsykur KREM 4 eggjarauður • 1 dl vatn • 130 g sykur • 250 g smjör, við stofuhita • 2–3 msk Síríus kakóduft

1 tsk vanilla • 1 msk sterkt uppáhellt kaffi HJÚPUR 300 g Síríus suðusúkkulaði

Aðferð

BOTN Forhitið ofninn í 180°C. Hakkið heslihneturnar og möndlurnar í matvinnsluvél. Stífþeytið eggjahvítur. Blandið

hnetunum og flórsykrinum varlega saman við eggjahvíturnar með sleikju. Mótið kökurnar með teskeið og setjið á pappírsklædda ofnplötu. Bakið í 10–12 mínútur.

KREM Þeytið eggjarauðurnar. Hitið vatn og sykur þar til það þykknar og verður að sírópi. Hellið sírópinu saman við eggjarauðurnar i mjórri bunu og haldið áfram að þeyta. Skerið smjörið í teninga og bætið út í. Næsta skref er að bæta kakói, vanillu og kaffi út í kremið. Þeytið í svolitla stund eða þar til kremið verður silkimjúkt. Kælið kremið áður en þið setjið það á kökurnar. Gott er að sprauta kreminu á kökurnar með sprautupoka eða nota teskeiðar til þess að smyrja kreminu á þær. Það er smekksatriði hversu mikið af kremi fer á kökurnar. Kælið kökurnar mjög vel, helst í frysti áður en kökurnar eru hjúpaðar með suðusúkkulaði. HJÚPUR Bræðið suðusúkkulaðið yfir vatnsbaði (gott er að tempra súkkulaðið með því að bræða 3/4 fyrst

og blanda svo 1/4 út í og hræra, má sleppa). Dýfið kremhlutanum á sörunum ofan í súkkulaðið. Gott er að geyma kökurnar í frysti, takið þær út með smá fyrirvara áður en þið berið þær fram.



Afmæliskakan fyrir 8 - 10

Hráefni

BOTN 150 g sykur • 150 g púðursykur • 130 g smjör, við stofuhita • 2 egg • 1 tsk matarsódi • 260 g hveiti

2 tsk lyftiduft • 50 g Síríus kakóduft • 2 tsk vanilludropar • 2 dl mjólk

SÚKKULAÐIKREM 500 g flórsykur • 250 g smjör, við stofuhita • 150 g Síríus suðusúkkulaði • 2 msk Síríus kakóduft

1–2 msk uppáhellt kaffi • 1 tsk vanilludropar

KARAMELLUSÓSA Á MILLI 100 g Nóa rjómakúlur • ½ dl rjómi TIL SKRAUTS Litríkt sælgæti t.d Nóa Trítlar

Aðferð

BOTN Forhitið ofninn í 180°C og smyrjið tvö hringlaga form. Þeytið sykur og smjör þar til blandan verður létt og ljós.

Bætið eggjum við, einu í einu, og þeytið vel á milli. Bætið þurrefnum saman við ásamt mjólk og vanillu. Skiptið deiginu jafnt niður í tvö smurð hringlaga form og bakið við 180°C í 22–25 mínútur. Kælið kökubotnana mjög vel áður en þið setjið á þá krem! SÚKKULAÐIKREM Bræðið súkkulaði yfir vatnsbaði. Þeytið smjör og flórsykur, hellið súkkulaðinu saman við og þeytið áfram. Bætið kakói, vanillu og kaffi út í og þeytið þar til kremið er orðið silkimjúkt. Smyrjið á milli botnanna og setjið karamellusósuna yfir kremið á milli. Þekjið einnig alla kökuna með kreminu og skreytið með litríku sælgæti, til dæmis Nóa Trítlum. KARAMELLUSÓSA Á MILLI Bræðið kúlurnar í rjómanum við vægan hita, setjið í skál og geymið í kæli þar til sósan stífnar.

Setjið á milli botnanna ásamt smjörkreminu.



Rjómaostasmábitakökur með kremkexsúkkulaði 18 - 20 stk.

Hráefni

110 g smjör, við stofuhita • 100 g rjómaostur • 1 egg • 225 g sykur • 180 g hveiti •1 tsk vanilla 100 g Síríus suðusúkkulaðidropar • 150 g Síríus rjómasúkkulaði með kremkexi • 150 g Síríus suðusúkkulaði, til skrauts

Aðferð

Þeytið saman smjör og rjómaost þar til blandan er orðin létt og ljós. Bætið egginu út í og þeytið áfram. Bætið sykrinum smám saman við og því næst hveitinu og vanilludropum. Saxið niður rjómasúkkulaðið með kremkexi og bætið helmingnum út í deigið ásamt súkkulaðidropunum. Kælið deigið í 30-40 mínútur. Forhitið ofninn í 180°C. Mótið kúlur og rúllið deiginu upp úr hinum helmingnum af hökkuðu súkkulaðinu. Leggið kúlurnar á pappírsklædda ofnplötu og bakið við 180°C 14 – 16 mínútur. Bræðið suðusúkkulaði yfir vatnsbaði, sáldrið yfir kökurnar ásamt því sem eftir er af smátt söxuðu rjómasúkkulaði með kremkexi.


Rocky road súkkulaðibitar 16 - 18 stk.

Hráefni

100 g mini sykurpúðar • 200 g Síríus suðusúkkulaði • 200 g Síríus rjómasúkkulaði • 100 g ristaðar pekanhnetur 100 g Nóa Kropp • 100 g Nóa rjómakúlur

Aðferð

Bræðið súkkulaði yfir vatnsbaði. Saxið niður pekanhnetur. Setjið sykurpúða, helst litla, Nóa Kropp, rjómakúlur og pekanhnetur í pappírsklædd bökuform. Hellið súkkulaðinu yfir og setjið inn í kæli þar til súkkulaðið er orðið stíft. Skerið súkkulaðikökuna í litla bita og berið fram.


Frönsk súkkulaðikaka með gómsætu Pralín karamellukremi og vanillurjóma fyrir 8 - 10

Hráefni

BOTN 200 g sykur • 4 egg • 200 g Síríus suðusúkkulaði • 200 g smjör • 1 dl hveiti SÓSA 150 g Síríus Pralín karamellusúkkulaði • 70 g smjör • 2 msk síróp VANILLURJÓMI 250 ml rjómi • 2 msk sykur • 2 tsk vanilludropar • fræ úr einni vanillustöng

Aðferð

BOTN Forhitið ofninn í 180°C. Þeytið saman sykur og egg þar til blandan verður létt og ljós. Bræðið saman smjör og súkkulaði við vægan hita. Blandið hveitinu saman við eggjablönduna, sumir vilja sleppa hveitinu en þá verður kakan sérstaklega blaut. Bætið súkkulaðiblöndunni varlega saman við í lokin. Smyrjið bökunarform eða setjið bökunarpappír í botninn á forminu og hellið deiginu í formið. Bakið kökuna í 30 mínútur. SÓSA Saxið pralínsúkkulaði og bræðið saman við smjörið við vægan hita, ekki fara frá pottinum. Það er mjög auðvelt að brenna þessa góðu blöndu. Hrærið vel og bætið sírópinu saman við í lokin. Hellið yfir kökuna. Þessi sósa er ómótstæðilega góð og það er tilvalið að bera hana fram með fleiri kökum eða ísréttum. Skreytið kökuna gjarnan með ferskum berjum, það gerir kökuna enn betri. VANILLURJÓMI Setjið sykur, vanillu, fræin úr vanillustöng og rjóma í skál og þeytið þar til rjóminn er silkimjúkur.

Berið kökuna fram með vanillurjómanum.




FrönskSúkkulaðibitar súkkulaðiterta

með Kellogg´s Rice Krispies og lakkrísfyllingu, toppuð með úrvals súkkulaðikremi með valhnetum fyrir 6 - 8

Hráefni

SÚKKULAÐIBITAR 150 g smjör • 250 g Síríus suðusúkkulaði • 200 g sykur • 2 stór egg • 100 g hveiti

1 tsk vanillusykur • 2 msk Síríus kakóduft

FYLLING 150 g Kellogg´s Rice Krispies • 100 g Síríus suðusúkkulaði • 3 msk síróp • 100 g smjör • 150 g Síríus lakkrískurl KREM 250 g Síríus rjómasúkkulaði

Aðferð

SÚKKULAÐIBITAR Forhitið ofninn í 170°C. Bræðið smjör við vægan hita, saxið suðusúkkulaðið og bætið því við smjörið og leyfið því að bráðna í smjörinu. Takið pottinn af hellunni og leyfið súkkulaðiblöndunni að kólna. Þeytið saman egg og sykur þar til blandan verður létt og ljós. Bætið vanillusykri, hveiti og kakói saman við og hrærið þar til deigið er silkimjúkt. Hellið í lokin súkkulaðiblöndunni saman við og blandið vel saman. Hellið deiginu í pappírsklætt form (20×20 cm) og bakið við 170°C í 30 mínútur. Það er mjög mikilvægt að leyfa kökunni að kólna alveg í forminu. FYLLING Setjið öll hráefnin, sem eiga að fara í Rice Krispies fyllinguna, í pott, hitið við vægan hita og hrærið mjög vel þar til fyllingin hefur

blandast vel saman. Hellið fyllingunni ofan á súkkulaðikökuna og kælið.

KREM Bræðið rjómasúkkulaði yfir vatnsbaði og hellið yfir kökuna í lokin. Kælið og þegar súkkulaðið er orðið hart þá er kakan tilbúin, skerið hana í bita og berið strax fram.


Pekanhnetusúkkulaðisæla 18 - 20 stk.

Hráefni

230 g smjör • 180 g púðursykur • 180 g ljós púðursykur • 2 egg • 320 g hveiti • 1 tsk lyftiduft • 1 tsk matarsódi 100 g pekanhnetur • 150 g Síríus rjómasúkkulaði • 150 g Síríus suðusúkkulaði • 1 tsk vanilludropar

Aðferð

Forhitið ofninn í 180°C. Þeytið sykur og smjör þar til blandan verður létt í sér, bætið eggjum saman við, einu í einu. Bætið þurrefnunum saman við eggjablönduna og hrærið, skafið einu sinni til tvisvar meðfram hliðum á skálinni og haldið áfram að hræra. Saxið niður pekanhnetur, rjómasúkkulaði og suðusúkkulaði, setjið saman við ásamt vanillu og blandið vel saman með sleikju. Mótið kúlur með teskeiðum eða matskeiðum, setjið kökurnar á pappírsklædda ofnplötu og bakið við 180°C í 10–12 mínútur.


Bananatriffli

með karamellusósu, karamellukroppbotni og ferskum berjum fyrir 4

Hráefni

250 g Nóa Mega Kropp með karamellubragði • 50 g brætt smjör • 300 g hreinn rjómaostur • 100 ml rjómi 100 g Síríus hvítir súkkulaðidropar • 2 tsk flórsykur • 1 tsk vanilludropar • 2 bananar • 1 dl sykur • 2 msk smjör • 1 dl rjómi

Aðferð

Myljið Mega Kropp mjög fínt og bætið bræddu smjöri saman við. Þeytið rjómaost, rjóma, flórsykur og vanilludropa saman þar til blandan verður létt. Bræðið hvítu súkkulaðidropana yfir vatnsbaði og hellið út í rjómaostinn. Bræðið sykur á pönnu við vægan hita, ekki hafa háan hita þar sem sykurinn getur auðveldlega brunnið. Takið pönnuna af hellunni þegar sykurinn er allur bráðinn og bætið smjörinu saman við. Hellið rjómanum út í karamelluna og hrærið þar til karamellan er orðin þykk og fín. Í lokin bætið þið niðurskornum bönunum út í og smá sjávarsalti. Skiptið Mega Kroppinu í glös, því næst fer rjómaostblandan og svo er það bananakaramellusósan og endurtakið leikinn þar til þið eruð komin með tvö lög af hráefnunum.


Sælkerabakstur

Bökunarvörurnar frá Nóa Síríus eru fullkomnar í baksturinn. Hvort sem það er silkimjúkt rjómasúkkulaði, kraftmikið suðusúkkulaði eða ljúffengt lakkrískurl, þá verður þinn sælkerabakstur enn betri með vörunum frá Nóa Síríus.


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.