KÖKUBÆKLINGURINN
2019
UPPSKRIFTIR:
EVA LAUFEY HERMANNSDÓTTIR DAGSKRÁRGERÐARKONA HJÁ STÖÐ 2, MATREIÐSLUBÓKAHÖFUNDUR OG EIGANDI
WWW.EVALAUFEYKJARAN.IS.
Nói Síríus hefur fylgt Íslendingum í nærri 100 ár. Þar af hefur Síríus súkkulaði lífgað upp á bakstur landsmanna í 75 ár og er það sívinsælt í bæði klassískar og óhefðbundnari uppskriftir. Undanfarin ár hefur vöruúrval Nóa Síríus aukist og með miklu hugmyndaflugi hefur það orðið æ vinsælla að nota ýmis konar sælgæti frá Nóa í kökugerð og hvers kyns bakstur. Mörgum þessara uppskrifta hefur verið safnað saman í Kökubækling Nóa Síríus sem nýtur ávallt mikilla vinsælda og er orðinn fastur hluti af hátíðar undirbúningnum á fjölmörgum heimilum. Sem fyrr erum við stolt af kökubæklingnum og að geta boðið Íslendingum upp á úrvalshráefni í ómótstæðilegar freistingar.
LJÓSMYNDIR: HRÓBJARTUR SIGURÐSSON ÚTLIT OG UMBROT: ÁRNASYNIR FYLGIHLUTIR: TULIPOP PRENTUN: ÍSAFOLDARPRENTSMIÐJA EHF. ÚTGEFANDI: NÓI SÍRÍUS, HESTHÁLSI 2-4, 110 REYKJAVÍK
Í ár var notast við borðbúnað og muni frá Tulipop við gerð Kökubæklingsins en Tulipop er skemmtilegur ævintýraheimur skapaður af teiknaranum Signýju Kolbeinsdóttur. Á Tulipop eyjunni býr fjölbreyttur hópur heillandi ævintýravera en þar má til dæmis finna hinn hugljúfa sveppastrák Bubble og systur hans Gloomy ásamt skógardýrinu Fred og prímadonnunni Miss Maddy. Hægt er að kynnast Tulipop heiminum betur og skoða vöruúrvalið á www.tulipop.is.
NÓA SÍRÍUS SÚKKULAÐI SÍRÍUS SUÐUSÚKKUL AÐI
Meðalbragðsterkt súkkulaði með 45% kakóinnihaldi sem er löngu orðið klassískt. Síríus suðusúkkulaðið er vinsælt í bakstur og matargerð, auk þess sem það hentar frábærlega í heitt súkkulaði.
SÍRÍUS 56% DÖKK T SÚKKUL AÐI
Súkkulaði sem hefur einstaklega kröftugt súkkulaðibragð en er á sama tíma silkimjúkt og með ljúfu eftirbragði. Það er í uppáhaldi margra með kaffibollanum en er ekki síður tilvalið í bakstur og frábært í súkkulaðikrem.
SÍRÍUS 70% DÖKK T SÚKKUL AÐI
Uppáhald þeirra sem vilja almennilegt súkkulaðibragð og ekkert annað. Bragðfyllingin er mikil en samt er súkkulaðið, sem er með 70% kakóinnihaldi, í góðu jafnvægi. Síríus 70% hentar vel í eftirrétti, múffur og súkkulaðitertur þar sem ætlunin er að ná fram miklu súkkulaðibragði og fá afgerandi súkkulaðilit.
SÍRÍUS R JÓM A SÚKKUL AÐI
Hið milda og mjúka Síríus rjómasúkkulaði er vinsælasta súkkulaði Íslendinga og gjarnan borðað eins og það kemur fyrir, hreint eða með spennandi viðbótum. Það er unnið á sérstakan hátt til að það fái eins mjúka áferð og mögulegt er svo það bráðni þægilega í munni. Það er þó einnig vinsælt í bakstur þegar leitast er eftir mildum undirtóni frekar en sterku, afgerandi súkkulaðibragði.
SÍRÍUS HVÍT T SÚKKUL AÐI
Hvítt súkkulaði er hvítt vegna þess að það inniheldur einungis kakósmjör en engan kakómassa (sem gefur hefðbundnu súkkulaði brúna litinn). Síríus hvítt súkkulaði er milt á bragðið en með mikla fyllingu og hentar því vel í allan bakstur, auk þess að vera einstaklega gómsætt beint úr pakkanum.
SÍRÍUS RÚBÍNSÚKKUL AÐI
Ný súkkulaðitegund leit nýverið dagsins ljós en það er í fyrsta skipti í um 80 ár sem það gerist. Síríus rúbínsúkkulaði er unnið úr rúbín kakóbauninni en súkkulaðið fær bleika litinn og sérstakt bragðið, með keim af ávöxtum, sýru og berjum, frá bauninni sjálfri því engin litar- eða bragðefni eru notuð við framleiðslu þess. Það verður spennandi að sjá hvernig Íslendingar nýta þessa nýjung til að skapa nýja töfra í eldhúsum landsins.
S JÁLFBÆRNI OG SA MFÉL AGSÁ BYRGÐ
Síríus súkkulaði er hluti af Cocoa Horizons verkefninu. Cocoa Horizons gerir kakóræktendum kleift að rækta og framleiða kakóið á sjálfbæran og ábyrgan hátt. Cocoa Horizons ferlið tryggir fræðslu til kakóbænda varðandi ræktunaraðferðir og aðbúnað starfsfólks auk þess sem það kemur að fræðslumálum, heilsugæslu og aðgengi að hreinu vatni. Þannig stuðlar Cocoa Horizons að betri lífsskilyrðum í kakóræktarsamfélögum.
MARENGS AFMÆLISSTAFUR
F YLLTUR MEÐ L JÚFFENGUM SÆLGÆTISR JÓM A
MARENGSSTAFUR - TVÖFÖLD UPPSKRIFT HRÁEFNI
AÐFERÐ
8 stk eggjahvítur
1. Forhitið ofninn í 130°C (blástur).
400 g sykur
2. Stífþeytið eggjahvíturnar. Þegar froða byrjar að myndast í skálinni bætið sykrinum smám saman við ásamt lyftiduftinu og saltinu.
2 tsk lyftiduft Salt á hnífsoddi
3. Sprautið marengsblöndunni á pappírsklædda ofnplötu ef útbúa á ákveðið form eins og til dæmis tölustaf eða mótið blönduna að vild með sleif. 4. Bakið botnana við 130°C í 90 mínútur. 5. Kælið botnana vel áður en þið setjið rjómafyllinguna á milli og ofan á kökuna.
RJÓMAFYLLING HRÁEFNI
AÐFERÐ
500 ml rjómi
1. Saxið rjómasúkkulaði.
500 ml jurtarjómi*
2. Stífþeytið rjóma og jurtarjóma.
3 tsk flórsykur
3. Bætið flórsykri, vanillusykri, söxuðu súkkulaði og Nóa Kroppinu saman við rjómann og blandið vel saman með sleif.
1 tsk vanillusykur 150 g Síríus rjómasúkkulaði með karamellukurli og íslensku sjávarsalti
4. Skreytið kökuna með litríkum Síríus súkkulaðiperlum.
100 g Nóa Kropp 150 g Síríus súkkulaðiperlur til skrauts
*Jurtarjómi á móti hefðbundnum rjóma eykur stífleika og gerir það að verkum að blandan heldur sér betur. Jurtarjómi fæst í öllum helstu matvöruverslunum en honum má skipta út fyrir hefðbundinn rjóma sé þess óskað.
JARÐARBERJASKYRKAKA
MEÐ SÚKKUL AÐI
BOTN
HRÁEFNI
AÐFERÐ
6 dl Rice Krispies
1. Setjið Rice Krispies í matvinnsluvél og hakkið mjög fínt.
150 g Síríus suðusúkkulaði
2. Bræðið súkkulaði og smjör í potti við vægan hita og bætið sírópinu saman við.
110 g smjör
3. Hellið Rice Krispies út í súkkulaðiblönduna og hrærið vel saman. Hellið næst deiginu í form, helst smelluform sem auðvelt er að losa kökuna frá. Þrýstið deiginu í formið og kælið.
3 msk síróp
FYLLING
HRÁEFNI
500 g jarðarberjaskyr 250 ml rjómi, þeyttur 1 msk flórsykur 100 g Síríus hvítir súkkulaðidropar og meira til skrauts 1 tsk vanilludropar
AÐFERÐ
1. Þeytið rjóma og blandið honum saman við skyrið með sleikju, bætið flórsykri og vanilludropum út í og hrærið. 2. Bræðið hvítu súkkulaðidropana yfir vatnsbaði og kælið. 3. Skerið jarðarberin mjög smátt og bætið út í fyllinguna ásamt hvíta súkkulaðinu. 4. Hellið fyllingunni yfir súkkulaðibotninn og kælið kökuna í minnst þrjár klukkustundir, best yfir nótt. 5. Skreytið kökuna með ferskum jarðarberjum og bræddu hvítu súkkulaði.
12 jarðarber og nokkur til skrauts
Það er líka gott að sáldra smá Síríus karamellukurli eða saxa Mega Kropp yfir til að gera dýrðina sætari.
LITRÍK AFMÆLISBOMBA
MEÐ K ARA MELLUKREMI
SÚKKULAÐIBOTNAR HRÁEFNI
AÐFERÐ
7,5 dl hveiti
1. Forhitið ofninn í 180°C.
5 dl sykur
2. Blandið saman öllum hráefnunum nema súkkulaðinu og þeytið þar til silkimjúkt.
4 egg
3. Saxið súkkulaði og bætið við í lokin.
2,5 dl olía
4. Smyrjið tvö til þrjú 24cm hringlaga bökunarform, skiptið deiginu á milli og bakið við 180°C í 25-30 mínútur.
5 dl AB mjólk 5 msk Síríus kakóduft
5. Kælið kökuna vel áður en þið setjið á hana krem.
2 tsk lyftiduft 1 tsk matarsódi 2 tsk vanilludropar 100 g Síríus rjómasúkkulaðidropar
KARAMELLUKREM HRÁEFNI
AÐFERÐ
150 g Nóa rjómakúlur
1. Bræðið rjómakúlurnar í rjómanum við vægan hita. Kælið svolítið áður en þið bætið 2 dl af blöndunni við afganginn af kreminu.
1 dl rjómi 250 g smjör 200 g hreinn rjómaostur 500 g flórsykur 1 tsk vanilludropar 150 g Síríus súkkulaðiperlur 150 g Nóa trítlar
2. Þeytið saman smjör og rjómaost þar til mjúkt. 3. Bætið flórsykrinum saman við og þeytið áfram þar til kremið er létt og ljóst. 4. Bætið vanillu og rjómakúlublöndunni út í og þeytið áfram. 5. Sprautið kreminu á milli botnanna og skreytið kökuna með litríkum súkkulaðiperlum og litríkum trítlum.
BISMARKKÚLUR
ALG JÖRT HNOSSGÆTI HRÁEFNI
AÐFERÐ
100 g smjör
1. Þeytið saman smjör og sykur þar til blandan er létt og ljós.
4 msk sykur
2. Bætið vanilludropum, kakódufti, muldu kornflexi og kaffi saman við og blandið vel.
1 tsk vanilludropar
3. Rúllið litlar kúlur úr deiginu og veltið þeim upp úr fínmöluðum Bismark brjóstsykri (best að mylja brjóstsykurinn í matvinnsluvél).
2 msk Síríus kakóduft 3 dl mulið Kellogg's Corn Flakes
4. Kælið kúlurnar áður en þið berið þær fram. Frábært að eiga í frystinum!
2 msk kaffi, kælt 3 dl mulinn Nóa Bismark brjóstsykur Ef þú vilt meiri lakkrís í lífið þá er tilvalið að velta kúlunum upp úr Síríus l akkrískurlinu eða söxuðu Síríus Trompsúkkulaði í stað Bismark brjóstsykursins.
TRÍTLANAMMI
ROCK Y ROAD HRÁEFNI
AÐFERÐ
200 g Síríus suðusúkkulaði
1. Bræðið súkkulaði yfir vatnsbaði og kælið svolítið.
200 g Síríus rjómasúkkulaði
2. Setjið saxaða poppsmelli, hlauptrítla og perluhnappa í pappírsklædd bökunarform.
100 g Nóa súkkulaði poppsmellur
3. Hellið súkkulaðinu yfir og setjið inn í kæli þar til súkkulaðið er orðið stíft. 4. Skerið í litla bita og berið fram.
150 g Nóa trítlar 100 g Nóa perluhnappar
Í nammiblönduna getur líka verið gott að hafa Mega Kropp, Karamelluhnappa, Lakkríshnappa eða einfaldlega uppáhalds Nóa sælgætið.
JÓLASVEINAHATTAR
MEÐ KREMKEXSÚKKUL AÐI HRÁEFNI
AÐFERÐ
170 g smjör
1. Forhitið ofninn í 180°C (blástur).
190 g Síríus suðusúkkulaði
2. Bræðið smjör og súkkulaði við vægan hita í potti.
3 egg og 2 eggjarauður
3. Þeytið egg, eggjarauður og púðursykur saman þar til eggjablandan verður létt og ljós.
160 g púðursykur 1 tsk lyftiduft Salt á hnífsoddi 1 msk Síríus kakóduft 3 msk hveiti 140 g Síríus rjómasúkkulaði með kremkexi 250 ml þeyttur rjómi 14 – 16 jarðarber
4. Hellið súkkulaðiblöndunni í mjórri bunu yfir eggjablönduna og hrærið vel saman. 5. Bætið lyftidufti, salti, kakói, hveiti og smátt söxuðu rjómasúkkulaði með kremkexi út í deigið og blandið varlega saman við með sleikju. 6. Hellið deiginu í smurt form og bakið við 180°C í 25 – 30 mínútur. 7. Leyfið kökunni að kólna alveg áður en þið takið hana upp úr forminu. 8. Þeytið rjóma og skreytið kökubitana með rjómanum og jarðarberjum.
Kremkexsúkkulaðinu má skipta út fyrir annað stykki í Síríus rjómasúkkulaðilínunni. Svo má einnig sáldra örlítið af flórsykri yfir til að það snjói á jólasveinana.
AMERÍSKAR PÖNNUKÖKUR
MEÐ FERSKUM BER JUM OG SÚKKUL AÐISÓSU
PÖNNUKÖKUR HRÁEFNI
AÐFERÐ
5 dl hveiti
1. Sigtið hveiti, lyftiduft og salt saman í skál.
3 tsk lyftiduft
2. Bræðið smjör, leggið til hliðar og kælið.
1/2 tsk salt
3. Þeytið egg og mjólk saman.
3 msk smjör (brætt)
4. Blandið öllum hráefnum saman í skál þar til deigið er silkimjúkt.
1 egg 2 -3 dl mjólk 4 dl súrmjólk
5. Hitið smá smjör á pönnukökupönnu og steikið pönnukökurnar í ca. mínútu eða tvær á hvorri hlið. Þær eru tilbúnar þegar þær eru gullinbrúnar.
1 tsk vanilla 150 g Síríus rjómasúkkulaðidropar
SÚKKULAÐISÓSA HRÁEFNI
150 g Síríus rjómatöggur 50g Síríus suðusúkkulaði 1 dl rjómi
AÐFERÐ
1. Bræðið rjómatöggurnar og suðusúkkulaðið í rjómanum við vægan hita og hrærið. 2. Berið fram með pönnukökunum og ferskum berjum.
Saxa má niður Nóa Kropp eða karamellukurl til að sáldra yfir.
ÞREFÖLD SÚKKULAÐISÆLA
TILVALIN Í ALL AR VEISLUR
SÚKKULAÐIKAKA
HRÁEFNI
AÐFERÐ
100 g smjör, brætt 2 egg
1. Forhitið ofninn í 175°C (blástur).
2,5 dl sykur
3. Þeytið saman sykur og egg í smá stund eða þar til blandan verður létt og ljós. Blandið öðrum hráefnum nema berjum saman við og hrærið í smá stund eða þar til deigið verður silkimjúkt.
1,5 dl hveiti 2 tsk vanillusykur 3 msk Síríus kakóduft 100 g Síríus Pralín karamellusúkkulaði, smátt saxað ½ tsk salt
2. Bræðið smjör í potti við vægan hita.
4. Smyrjið bökunarform. Mér finnst best að nota smelluform en þá er mikið þægilegra að ná kökunni úr forminu. 5. Hellið deiginu í formið og bakið við 175°C í 20 mínútur. 6. Kælið kökuna mjög vel áður en þið setjið súkkulaðimúsina á kökuna, best er að nota kökuform sem er nógu stórt til þess að rúma kökubotninn og súkkulaðimúsina sem fer ofan á.
HIMNESK SÚKKULAÐIMÚS
HRÁEFNI
AÐFERÐ
150 g Síríus suðusúkkulaði
1. Bræðið súkkulaðið yfir vatnsbaði og kælið.
500 ml rjómi
2. Þeytið rjóma.
2 eggjarauður
3. Setjið eggjarauðurnar út í súkkulaðið og hrærið saman þar til blandan er orðin slétt. 4. Bætið því næst rjómanum saman við og dreifið yfir botninn. Kælið í nokkrar klukkustundir.
VANILLURJÓMI
HRÁEFNI
250 ml rjómi
2 tsk vanillusykur Blönduð ber 50 g Síríus suðusúkkulaði 150 g blönduð fersk ber
AÐFERÐ
1. Þeytið rjóma og vanillusykur, dreifið rjómanum yfir súkkulaðimúsina og skreytið kökuna með allskyns berjum. Rífið gjarnan suðusúkkulaði yfir kökuna áður en hún er borin fram.
SMÁBITAKÖKUR
MEÐ K ARA MELLUSÚKKUL AÐI HRÁEFNI
AÐFERÐ
2 egg
1. Forhitið ofninn í 180°C (blástur).
230 g smjör
2. Þeytið saman smjör, sykur og egg þar til blandan er létt og ljós.
400 g sykur 3 tsk vanilludropar 320 g hveiti 1 tsk lyftiduft 1 tsk matarsódi 150 g Nóa saltkaramelluhnappar og 50 g til skrauts 100 g Síríus karamellukurl 50 g Síríus suðusúkkulaði til að skreyta
3. Blandið þurrefnum ásamt vanilludropum saman við og þeytið. Gott er að stoppa einu sinni til tvisvar og skafa meðfram hliðum svo allt blandist vel saman. 4. Saxið hnappana mjög vel og bætið þeim ásamt karamellukurli út í deigið með sleikju. 5. Gott er að nota tvær matskeiðar til þess að móta kökurnar. Setjið þær á pappírsklædda ofnplötu og bakið við 180°C í 10-12 mínútur. 6. Bræðið 50 g af suðusúkkulaði yfir vatnsbaði, sáldrið yfir kökurnar og skreytið þær með smátt söxuðum súkkulaðihnöppum.
Hægt er að skipta út karamellusúkkulaðinu fyrir Síríus lakkrís með því að nota Nóa lakkrískurl og rjómasúkkulaði með saltlakkrísflögum og sjávarsalti.
REGNBOGABOLLAKÖKUR
FULLKOMNAR F YRIR ÖLL TÆKIFÆRI
BOLLAKÖKUR (20-22 STK) HRÁEFNI
AÐFERÐ
250 g smjör, við stofuhita
1. Forhitið ofninn í 180°C.
4 dl sykur
2. Þeytið sykur og smjör þar til blandan er létt og ljós. Bætið eggjum saman við, einu í einu, þeytið vel á milli.
4 egg 4 – 5 dl mjólk 5 dl hveiti 2 – 3 tsk lyftiduft 1 tsk matarsódi 2 tsk vanilludropar 70 g Síríus rjómasúkkulaðidropar
3. Sigtið saman hveiti og lyftidufti minnst þrisvar sinnum. 4. Bætið hveitiblöndunni, matarsódanum, vanilludropunum og mjólkinni saman við og þeytið í nokkrar mínútur eða þar til blandan verður silkimjúk. 5. Saxið súkkulaðið með trompbitum og setjið út í deigið ásamt súkkulaðidropunum. 6. Setjið deigið í pappírsform. 7. Bakið við 180°C í 15 – 18 mínútur. 8. Kælið kökurnar áður en þið setjið á þær krem.
70 g Síríus trompsúkkulaði
SÚKKULAÐIKREM HRÁEFNI
AÐFERÐ
300 g smjör við stofuhita
1. Þeytið saman rjómaost og smjör þar til það verður mjúkt.
200 g hreinn rjómaostur
2. Bætið flórsykrinum saman við og þeytið þar til kremið er létt og ljóst.
500 g flórsykur
3. Á meðan bræðið þið dökku súkkulaðidropana yfir vatnsbaði.
2 tsk vanilludropar
4. Hellið súkkulaðinu og vanilludropunum út í kremið. Hrærið mjög vel í nokkrar mínútur.
150 g Síríus dökkir súkkulaðidropar
5. Setjið kremið í sprautupoka og sprautið á kökurnar.
150 g Síríus súkkulaðiperlur
6. Skreytið kökurnar með litríkum Síríus súkkulaðiperlum.
Til að fá ljósara súkkulaðikrem má skipta út dökku súkkulaðidropunum fyrir hvíta dropa. Fyrir fjölbreytni á bollakökuhlaðborðið má setja Síríus lakkrískurl eða karamellukurl á sumar bollakökurnar.
OSTAKAKA Í GLASI
MEÐ L JÚFFENGRI K ARA MELLUSÓSU HRÁEFNI
250 g Nóa Mega Kropp 2 dl Rice Krispies 50 g Síríus suðusúkkulaði 50 g brætt smjör 350 g hreinn rjómaostur 100 ml rjómi 2 tsk flórsykur 1 tsk vanilludropar 150 g Síríus rjómasúkkulaði 150 g Nóa rjómakúlur 1 dl rjómi Hindber til skrauts
AÐFERÐ
1. Setjið Mega Kropp, Rice Krispies og suðusúkkulaði í matvinnsluvél og maukið. Bræðið smjör og hellið saman við. Geymið súkkulaðiblönduna. 2. Þeytið saman rjómaost og rjóma þar til blandan verður létt og ljós, bætið flórsykri og vanilludropum saman við. 3. Bræðið rjómasúkkulaði yfir vatnsbaði og hellið í mjórri bunu saman við rjómaostablönduna og hrærið hægt á meðan. 4. Bræðið rjómakúlurnar í rjómanum og kælið svolítið. 5. Skiptið Rice Krispies blöndunni niður í glös, því næst fer rjómaostablandan og svo er það ljúffenga karamellusósan. Endurtakið þar til þið eruð komin með tvö til þrjú lög. 6. Skreytið gjarnan með hindberjum!
Jarðarber eða önnur sæt ber henta líka í stað hindberja. Skipta má út rjómakúlunum fyrir Nóa súkkulaðikúlur.
LJÚFFENGT BANANABRAUÐ
SEM ALLIR EL SK A HRÁEFNI
AÐFERÐ
2 egg
1. Forhitið ofninn í 180°C.
2 dl sykur
2. Þeytið saman egg og sykur þar til blandan verður létt og ljós.
2 þroskaðir bananar
3. Bræðið smjörið við vægan hita og leggið til hliðar.
60 g smjör
4. Sigtið saman hveiti og lyftiduft að minnsta kosti tvisvar sinnum og blandið við eggjablönduna.
3 1/5 dl hveiti 1 tsk vanilludropar 1/2 dl mjólk 2 tsk lyftiduft 150 g Síríus rjómasúkkulaði með karamellukurli og sjávarsalti
5. Stappið banana og bætið saman við ásamt vanilludropunum, mjólkinni og smjörinu. 6. Saxið niður súkkulaðið og blandið saman við deigið með sleif. 7. Smyrjið form og hellið deiginu í formið, ég sáldra alltaf svolitlu haframjöli yfir en það er algjörlega valfrjálst. 8. Bakið við 180°C í 45 – 50 mínútur.
ÁVAXTASPJÓT
MEÐ SÚKKUL AÐI OG ÁVÖX TUM AÐ EIGIN VALI HRÁEFNI
AÐFERÐ
200 g jarðarber
1. Skerið ávextina niður og þræðið upp á tréspjótin.
200 g brómber
2. Bræðið hvítu og dökku súkkulaðidropana yfir vatnsbaði, í sitt hvorri skálinni.
Hálfur ananas 1 hunangsmelóna 2 - 3 bananar Vínber 150 g Síríus hvítir súkkulaðidropar 150 g Síríus dökkir súkkulaðidropar 10 – 15 tréspjót
3. Dreifið súkkulaðinu yfir spjótin og kælið.
FRÖNSK SÚKKULAÐIKAKA
MEÐ BL AUTRI MIÐJU OG TROMP SÚKKUL AÐIÍS
SÚKKULAÐIKÖKUR (4-6 KÖKUR)
HRÁEFNI
AÐFERÐ
120 g smjör
1. Forhitið ofninn í 210°C (blástur).
200 g Síríus suðusúkkulaði
2. Smyrjið form.
30 g hveiti
3. Saxið súkkulaði.
60 g flórsykur
4. Bræðið smjör og saxað súkkulaðið saman við vægan hita.
salt á hnífsoddi
5. Sigtið saman þurrefni.
2 eggjarauður
6. Þeytið egg og eggjarauður saman í annarri skál.
2 egg
7. Hellið eggjablöndunni saman við hveitiblönduna og hrærið. 8. Hellið því næst deiginu í skál með bræddu súkkulaði og hrærið öllum hráefnunum vel saman. 9. Skiptið deiginu niður í hringlaga, eldfast mót og bakið við 210°C í 10 – 12 mínútur. Ég bakaði mínar í nákvæmlega 12 mínútur og þær voru fullkomnar.
TROMP SÚKKULAÐIÍS
HRÁEFNI
AÐFERÐ
5 eggjarauður
1. Þeytið saman eggjarauður og sykur þar til blandan verður létt og ljós.
10 msk sykur
2. Léttþeytið rjóma og hrærið saman við með sleikju.
400 ml rjómi
3. Bræðið Síríus suðusúkkulaði, kælið svolítið og hellið saman við rjómablönduna.
150 g saxað Síríus suðusúkkulaði
4. Saxið niður rjómasúkkulaði með trompbitum og bætið út í ásamt vanilludropunum, hrærið vel saman.
1 tsk vanilludropar
5. Hellið ísblöndunni í form og setjið inn í frysti í nokkrar klukkustundir.
150 g Síríus rjómasúkkulaði með trompbitum
6. Berið fram með kökunni.
*Ofnar eru mjög misjafnir og mögulega þurfið þið aðeins minni eða meiri baksturstíma. Ef þið viljið æfa ykkur þá mæli ég með því að baka eina köku í einu en með því getið þið fundið út hvaða tími er bestur í ykkar ofni.
Sælkerabakstur
Bökunarvörurnar frá Nóa Síríus eru fullkomnar í baksturinn. Hvort sem það er silkimjúkt rjómasúkkulaði, kraftmikið suðusúkkulaði eða ljúffengt lakkrískurl, þá verður þinn sælkerabakstur enn betri með vörunum frá Nóa Síríus.