Nýliðaþjálfun 2012-14 Almennar upplýsingar um nýliðaþjálfun Hjálparsveitar skáta í Reykjavík tímabilið 2012-2014.
Inngangur Á haustin gefst almenningi kostur á að hefja nýliðaþjálfun með Hjálparsveit skáta í Reykjavík (HSSR). Yfirlýstur tilgangur nýliðaþjálfunar er að fá inn nýtt fólk á útkallsskrá til virkrar þátttöku í leitar- og björgunarstarfi. Nýliðaþjálfun HSSR er fyrir þig ef þú:
- sérð fram á að geta tekið þátt í útköllum eftir að þjálfun lýkur - hefur áhuga á að stunda útivist og ferðamennsku af ólíkum gerðum - getur tekið fullan þátt í fjáröflunarstarfi sveitarinnar - hefur áhuga á að kynnast og starfa með skemmtilegu fólki
Í þessum bæklingi er nýliðaþjálfun HSSR kynnt. Við hvetjum þig til að kynna þér dagskrána sem og þær kröfur sem gerðar eru til fólks í nýliðaþjálfun og kanna hvort þú eigir ekki samleið með okkur. Nýliðateymi HSSR
2 Hjálparsveit skáta í Reykjavík
Kynning á HSSR Hjálparsveit skáta í Reykjavík var stofnuð 1932 HSSR í hnotskurn og er í dag ein stærsta björgunarsveit landsins. Fj. félaga: 300 Hún er aðili að Slysavarnafélaginu Lands Fj. útkalla á síðasta starfsári: 48 björgu og er heildarfjöldi félaga um 300. Fjöldi útkallshópa: 11 Útkallskerfi sveit ar innar er virkjað af Bækistöð: Malarhöfði 6 lögreglu og er sveitin hluti af kerfi almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra. Sveitin er landbjörgunarsveit og miðast búnaður og þjálfun við það. Félagar skiptast í hópa eftir áhugamálum hvers og eins. Gefin er út dagskrá með yfirliti yfir æfingar, ferðir og fyrirlestra auk annarra liða. Fyrir utan nýliðadagskrá eru hvert ár farnar fjölmargar ferðir á vegum útkallshópa auk almennra ferða. Sjö manna stjórn er yfir starfsemi HSSR, en mikil áhersla er lögð á sjálfstæði og frumkvæði útkallshópa og félaganna sjálfra. Sveitin er að mestu rekin fyrir sjálfsaflafé og er fjáröflun því stór hluti af starfi félaga og nýliða. Húsnæði sveitarinnar er að Malarhöfða 6 og er það um 1.200 m2 að stærð. Þar er búnaður sveitarinnar geymdur, en hún er vel tækjum búin. Nánar má fræðast um starfsemi sveitarinnar á vefnum hssr.is, en að auki er starfræktur innri vefur fyrir félaga. Allar upplýsingar um útkallshópa má finna í bæklingi sem liggur frammi í húsnæði sveitarinnar að Malarhöfða 6. Á grafinu má sjá skiptingu útkalla HSSR starfsárið 2011-12, en samtals var farið í 48 útköll. Þarna sést að um 3/4 útkalla eru leitar- og björgunaraðgerðir.
Yfirlit yfir útkallshópa - Alþjóðasveitarhópur - Búðahópur - Fjallahópur - Sérhæfður leitarhópur - Sleðahópur - Undanfarar
- Bílahópur - Bækistöðvarhópur - Léttsveit - Sjúkrahópur - Snjóbílshópur
Skipting útkalla
Leit innanbæjar
Björgun, láglendi
Leit utanbæjar
Aðstoð í ófærð
Björgun, fjalllendi
Annað / flug, eldur
Kynningarbæklingur fyrir nýliða 2012-14
3
Spurningar og svör Hverjir geta hafið nýliðastarf? Aldurstakmark er 18 ár, en þjálfunin hentar fólki á öllum aldri. Þú þarft nauðsynlega að vera í góðu líkamlegu og andlegu formi, en einnig er mjög mikilvægt að eiga gott með að vinna í hópi fólks og að vera félagslega hæfur. Reynsla af útivist er kostur, en ekki nauðsyn. Námskeið, sem og í raun öll útköll á vegum sveitarinnar, fara fram á íslensku og er íslenskukunnátta því ófrávíkjanlegt skilyrði. Stelpur eða strákar? Aldrei hefur verið gerður munur á hlutverkum kvenna og karla innan HSSR. Þar ganga allir í öll verk.
4
Er þetta tímafrekt? Dagskráin er þétt og miklar kröf ur eru gerðar um mætingu á nám skeið, í gönguferðir og fjáraflanir. Þar að auki er ætlast til að þú undirbúir þig fyrir stóru námskeiðin með því að lesa námsgögn. Dagskrá vetrarins er á síðu 8. Til viðbótar því sem hér er upp talið er gert ráð fyrir að nýliðar gefi sér góðan tíma til æfinga utan reglubundinnar dagskrár og að þeir hafi sjálfir frumkvæði að því að æfa það sem þeim er kennt á námskeiðum. Nýliðaþjálfun miðar að þátttöku í útköllum, en þau eiga sér stað alla daga ársins og á hvaða tíma sólarhringsins sem er. Hjálparsveit skáta í Reykjavík
Þarf maður að vera í góðu formi? Á flestum námskeiðum er gengið töluvert, oft með miklar byrðar. Allir sem eru í þokka legu formi eiga að geta ‘gengið’ í gegnum nýliða þjálfunina. Snemma í þjálfun inni verður form nýliða metið með ferð á Esjuna. Þarf að mæta í alla dagskrárliði? Allir dagskrárþættir hafa tilgang og ekkert er óþarft. Ef upp koma sérstakar aðstæður sem hamla þér frá því að mæta á einstaka viðburði er slíkt metið hverju sinni. Fyrir alla viðburði gerir fólk grein fyrir sér með því að senda póst á sérstakt netfang, svarar „mæti“ eða „mæti ekki“ og tilgreinir ástæðu forfalla. Þetta er viðlíka háttur og hafður er í útköllum fullgildra félaga sem svara útkallsboðum með SMS. Í mætingu á dagskrárliði er mikil áhersla lögð á stundvísi. Áhersla er lögð á góða mætingu í fjáröflun sveitarinnar.
kynntar
kunningjum á HSSR takmarkað magn af búnaði til útláns. Búnaðarlisti er á síðu 7.
Kostar þetta peninga? Nýliðar greiða á kostnaðarverði námsbækur, gistigjöld og mat sem oftast er sameiginlegur á lengri námskeiðum. Sá kostnaður sem eftir stendur vegna þátttöku í námskeiðum og ferðum er greiddur af HSSR. Þar koma á móti fjáraflanir sem nýliðar taka virkan þátt í.
Fara nýliðar í útköll? Nei, aðeins fullgildir félagar eru sendir í útköll á vegum sveitarinnar. Öllum, nýliðum sem fullgildum félögum, ber að gæta þagmælsku um það sem viðkemur útköllum HSSR og þeir kunna að verða áskynja.
Frekari mætingarkröfur sérstaklega síðar.
verða
Þarf ég að eiga allar græjur? Fullgildir félagar á útkallsskrá verða að eiga allan sinn persónubúnað. Nýliðar þurfa að hafa allan almennan búnað til umráða á þjálfunartímanum, en sérstaklega er mælt með því að sérhæfðan búnað eins og snjóflóða- og klifurbúnað reyni nýliðar af fremsta megni að fá lánaðan. Ef ómögulegt er að fá búnað að láni hjá
Hvað tekur nýliðaþjálfun langan tíma? Fyrstu 9 mánuði í þjálfun eru einstaklingar í hópnum Nýliðar 1. Eftir þann tíma eru tekin einstaklingsviðtöl og þeir sem hafa staðist settar kröfur eru færðir yfir í hópinn Nýliðar 2. Þjálfunin tekur í heild 18 mánuði. Gangi hún vel getur nýliði vænst þess að verða full gildur félagi í mars á öðrum starfsvetri. Ef einstaklingar hafa reynslu úr öðrum björgunarsveitum er það metið hverju sinni. Hvernig er þjálfunin uppbyggð? Mikil áhersla er lögð á liðsheild, en jafnframt á að byggja upp frumkvæði og sjálfsbjargar viðleitni einstaklingsins. Ferðamennska og fyrsta hjálp er langstærsti þátturinn í dagskrá nýliða 1. Í undirstöðu námskeiðunum Rötun og ferða mennska og Fyrstu hjálp eru haldin stutt próf í nám skeiðslok, en að öðru leyti er frammistaða metin af leiðbeinendum. Á öðru ári snýst starfið að miklu leyti um að kynna sér sérhæfingu innan sveitarinnar með beinu og virku starfi í útkallshópum. Kynningarbæklingur fyrir nýliða 2012-14
5
Spurningar og svör, frh. Hvernig er framvindan metin? Nokkrum sinnum á þjálfunarferlinu er hver nýliði metinn af nýliðaforingjum og leið beinendum. Matskröfur byggja á því að fólk nýtist í björgunarstarfi. Þeim sem hafa ekki sýnt nægilega ástundun eða viðundandi frammistöðu verður, eftir atvikum, gefið færi á að bæta sig ella verða vísað úr þjálfun. Eru nýliðar gjaldgengir í almennt starf sveitarinnar? Nýliðar er velkomnir í almennar ferðir, á fundi og fjár aflanir á vegum HSSR. Einu undantekningarnar eru ferðir sem krefjast sérstakrar þjálfunar eða hæfni á einhverjum sviðum og er það þá sérstaklega tekið fram.
6 Hjálparsveit skáta í Reykjavík
Hvernig er haldið utan um nýliðastarf? Nýliðaforingjar halda utan um nýliðastarf með nýliðateymi HSSR sér við hlið. Stöðu fundir eru haldnir með nýliðum nokkrum sinnum á þjálfunartímabilinu þar sem farið er yfir það sem á undan er gengið og það sem í vændum er. Er þetta eintómt púl og strit? Brennandi áhugi á björgunarmálum sameinar félaga í HSSR. Það sem knýr okkur þó ekki síður áfram er mikill áhugi á hvers konar útivist og ferðamennsku og samheldni fjölbreytilegs hóps af skemmtilegu fólki, bæði á léttum stundum og við erfiðari og krefjandi kringumstæður.
Búnaðarþörf nýliða Hér er að finna yfirlit yfir þann búnað sem nýliðar þurfa að nota í þjálfuninni. Mikilvægt er að hver nýliði verði sér út um þann búnað sem hann ætlar að nota, enda er nauðsynlegt að kynnast og venjast eigin búnaði vel. Megnið af búnaðinum nýtist fólk vel í almennri ferðamennsku þannig að það er síður en svo glatað fé sem fer í búnað af þessu tagi. Oft er hægt að fá búnað lánaðan hjá fjölskyldu og vinum, en þá er nauðsynlegt að hafa í huga að hann er mikið notaður á þjálfunartíma og þarf því yfirleitt að vera laus til notkunar. Í byrjun er nýliðum ráðlagt að reyna að fá lánaðan allan dýran og sérhæfðan búnað, s.s. snjóflóða-, klifur- og sigbúnað, ef nokkur kostur er. Hjálparsveitin á svo nokkurt magn búnaðar sem hægt er að fá lánaðan, ef í nauðirnar rekur. Yfirlit yfir búnað Sept. Fatnaður Göngubuxur Gönguskór Jakki úr öndunarefni (skel) Buxur úr öndunarefni (skel) Peysa, flís eða ull Bolur, helst ull (2 stk.) Föðurland, helst ull (2 stk.) Sokkar (3 pör) Þunnir fingravettlingar Þykkir, þæfðir ullarvettlingar Skel yfir vettlinga Húfa Lambhúshetta Almennur búnaður Áttaviti Hitabrúsi Ennisljós og auka rafhlöður Sjúkragögn
Okt. Nóv.
Feb.
Sept. Vetrarbúnaður Sólgleraugu Skíðagleraugu Mannbroddar Ísexi Snjóflóðaýlir Snjóflóðastöng Skófla Gönguskíði og stafir
x x x x x x x x x x x x x
Klifur- og sigbúnaður Hjálmur Sigbelti Sigtól Karabínur (3-4 stk.) Slingar, prússikbönd (4-5 stk.)
Okt. Nóv.
Feb.
x x x x x x x x x x x x x
x x x x
Ferðabúnaður Svefnpoki Einangrunardýna Vatnsheldur innri poki Bakpoki, lítill (20-40 l.) Bakpoki, stór (50-90 l.) Tjald (eitt f. hóp) Prímus/pottur (einn f. hóp)
x x x x x x x
7 Kynningarbæklingur fyrir nýliða 2012-14
Dagskrá fyrra kennslutímabils (2012-13) Í dagskránni hér á eftir eru öll námskeið fyrir
tjalda. Þátttakendur mæta með allan búnað
utan reglubundið stöðumat, fjöll mánaðarins og
(nema mat) fyrir tjaldferð næstu helgar. Farið er
almenna dagskrá sveitarinnar.
yfir hagnýt atriði. Rætt verður um fjallamat og matreiðslu á fjöllum.
Fjall mánaðarins - kynningarferð / 6. sept. 2012 Létt kvöldganga í fylgd fullgildra félaga.
Helgarferð í tjaldi / 26.-28. okt. Fyrsta helgarferðin, þar sem gist er í tjöldum og látið reyna á það af ferðamennskunni sem búið er að kenna. Gengið er utan alfaraleiða Fyrirlestur um snjóflóðamat / 30. okt. Farið er yfir helstu atriða er varða mat á snjó flóðahættu. Neyðarkallinn / 1.-4. nóv. Nýliðar taka þátt í einu mikilvægasta fjáröflunar
Ferðabúnaður / 11. sept.
átaki HSSR.
Fjallað um persónulega búnað sem þarf til að taka þátt í nýliðastarfi HSSR og ferðabúnað almennt.
Fjallamennska 1 / 13, 16.-18. og 20. nóv.
Lokafrestur til þess að skila umsókn.
Undirbúningskvöld fyrir fjallamennsku 1, spotta vinna, hnútar og sig æfing ar innandyra. Nám
Ferðamennska og rötun / 14.-16. sept.
skeiðið sjálft sem er erfið helgarferð með bak
Kennd eru undirstöðuatriði ferðamennsku ásamt
poka við vetraraðstæður. Undirstöðuatriði í
kortalestri, notkun áttavita og grunnatriði GPS.
vetrarfjallmennsku kennd verklega. Gist í skálum.
Gist í skála.
Loks er stöðufundur og matsgjöf vegna nám skeiðsins.
Dagsgönguferð / 22. sept. Dagsferð í nágrenni borgarinnar.
Öryggismál flugelda / 4. des. Kynning á vinnu- og umgengnisreglum við flug
Esju-próf / 2. okt.
eldasölu og frágang.
Gengið á Esjuna með skeiðklukkuna í gangi. Flugeldasala / 27.-31. des. og 6. jan. 2013.
8
Pakkað, tjaldað og eldað á fjöllum / 23. okt.
Nýliðar taka fullan þátt í flugeldasölu sem og
Kennt að pakka og raða í bakpoka sem og að
undirbúningi fyrir hana.
Hjálparsveit skáta í Reykjavík
Göngu-GPS / 8. jan. Markmið námskeiðsins er að gera þátt takendur hæfari til að nota gönguGPS tæki sem viðbótarútbúnað við rötun í gönguferðum.
Fyrsta hjálp 1 / 25.-27. jan. Þátttakendur öðlast grunnþekkingu í fyrstu hjálp sem byggist á því að ekki er alltaf hægt að hringja í 112 og fá aðstoð fagfólks. Kennt í Reykjavík.
Broddaganga / 13. jan.
Veðurfræði
Þátttakendur öðlast færni í því að ganga á
skíðamennska / 5. feb.
broddum.
Erindi um hvernig við
til
fjalla
-
lesum og metum veður Stöðumat / 14., 16.-17. jan.
spár. Einnig verða undur
Farið er yfir stöðu mála með nýliðum.
skíðamennskunnar kynnt í máli og myndum.
Fjarskipti 1 / 15. jan. Farið er yfir helstu atriði er varða fjarskipti í
Snjóflóð, bóklegt og verklegt
útköllum og starfi sveitarinnar.
/ 12. og 16. feb. Bók- og verklegt námskeið um snjóflóð og snjó flóðaleit. Kennt í Reykjavík og nágrenni. Fjallamennska 2 / 5., 8.-10. og 12. mars Erfið vetrarferð í fjalllendi með bakpoka. Þetta er framhaldsnámskeið í fjallamennsku. Gist er í tjöldum. Undirbúningskvöld fyrir ferð og mats gjöf eftir heimkomu. Fyrstu hjálpar æfing / 9. apr. Nýliðar taka þátt í æfingu á vegum sjúkrahóps. Stóri dagurinn / 13. apr. N2 bjóða nýliðum til leiks í liðakeppni þar sem markmiðið er að leysa fjölda þrauta og hafa gaman af! Kynningarbæklingur fyrir nýliða 2012-14
9
Dagskrá fyrra kennslutímabils (2012-13), frh. Nýliðaviðtöl / 21.-23. og 30. maí
sinna viðhaldi á stikuðum gönguleiðum á Hengils
Að loknum fyrsta vetri í nýliðaþjálfuninni setjast
svæðinu í þessari náttúruperlu sem er rétt við
nýliðinn og nýliðaforinginn niður ásamt fulltrúa
borgarmörkin.
stjórnar og ræða stöðu mála. Fjall ársins / 24.- 26. maí Hvannadalshnúkur er fjall ársins, hæsta fjall landsins sem nýliðar munu toppa með glans. Klettaklifur og bergtryggingar / 28.-29. maí Farið er í uppsetningu hinna margvíslegu
berg trygginga
fyrir
klettaklifur og björgun. Nýliðar spreyta sig í klettaklifri og sigi við auð veldar aðstæður undir leiðsögn sérfræðinga. Tvö kvöld í nánd við borgina.
Verklegar
æfingar. Sumarferð / jún.-ág. Tjaldgönguferð
að
sumri sem nýliðar skipu leggja og fara á eigin vegum í 2-5 manna hópum. Stikuvinna / jún.-ág. Nýliðar
láta
sitt
ekki eftir liggja í
10
fjáröfluninni og Hjálparsveit skáta í Reykjavík
Hjálparsveitin er að mestu leyti rekin fyrir sjálfsaflafé og er þátttaka allra félaga í fjáröfluninni því mikilvægur þáttur í starfinu. Í raun má segja að þátttaka í fjáröflun sé jafn mikilvæg og önnur verkefni því hún myndar grunninn undir rekstri sveitarinnar. Menningarnótt / ágúst. Sinna þarf fótboltagæslu og máské einhverju öðru þennan dag.
Helstu þættir seinna kennslutímabils (2013-14) Þverun straumvatna
eftirköst þeirra. Stjórnun á vettvangi og fleira.
Verklegt dagsnámskeið í leiðarvali um jökulvötn. Kort og tölvuvinnsla Heimsókn í Skógarhlíð
Hugbúnaðurinn Ozi Explorer er notaður í sveitinni
Fyrirlestur, undirbúningur fyrir Leitartækni.
til þess að halda utan um GPS gögn og við kortavinnslu.
Leitartækni Kennd eru undirstöðuatriði í leit að týndu fólki
Útkallsmál og bækistöðvahópur,
í byggð og óbyggðum. Námskeiðið byggir á röð
persónulegur útkallsbúnaður
fyrirlestra og verklegra æfinga í birtu og rökkri.
Farið yfir ferli útkalla og persónulegan útkalls búnað.
Ferðast á jökli Námskeið um leiðarval og ferðalög á jökli. Nýliðar
Vetrarferð
prófa ísklifur við auðveldar aðstæður.
Vetrarferð þar sem nýliðar skipta sér í 2-5 manna hópa og skipuleggja ferðina alfarið sjálfir. Gist í
Tetra-fjarskipti
a.m.k. eina nótt í snjóhúsum eða tjöldum.
Farið yfir undirstöðuatriði í notkun Tetra-stöðva. Nýliðaraunin Fyrsta hjálp 2
Síðasta prófraunin fyrir inngöngu inn í sveitina
Framhaldsnámskeið í fyrstu hjálp. Þátt tak
sem reynir á flesta þætti þjálfunarinnar. Búnað
endur eru búnir undir að takast á við stóráföll og
ur skv. einstaklingsbúnaðarlista björgunarmanns.
11 Kynningarbæklingur fyrir nýliða 2012-14
Pantone 287
Malarhöfði 6 | 110 Reykjavík hssr@hssr.is | hssr.is
CMYK