Sumaropnun / Summer schedule (16/5 - 15/9):
kl. 11.00 - 17.00 alla daga /everyday Vetraropnun / Winter schedule (16/9 - 15/5):
kl. 13.00 - 16.00 laugardaga / saturdays
Við erum hér
Here we are
Heiðarvegur 12 | 900 Vestmannaeyjar ) 481-1997 & 863-8228
www.saeheimar.is
Fiska- og náttúrugripasafn í Vestmannaeyjum
Sæheimar
Sæheimar
Fiska- og náttúrugripasafn Vestmannaeyja var stofnað árið 1964 og var fyrsta safn sinnar tegundar á Íslandi. Safnið hefur ekki orðið fyrir miklum áhrifum frá tískustraumum og hefur haldist nánast óbreytt í þau nær 50 ár sem það hefur starfað.
The Aquarium and Museum of Natural History was established in 1964, the first of its kind in Iceland. The museum has not been influenced by trends or fashion and has remained virtually unchanged in the nearly 50 years which it has operated.
Á safninu eru sjóker með lifandi fiskum og ýmiskonar botndýrum sem einkenna Norður-Atlantshafið. Einnig er þar snertibúr þar sem gestir fá tækifæri til að handfjatla litla krabba, krossfiska og ígulker og þeir allra sneggstu geta náð sprettfiskum. Gegnumstreymi af tærum sjó er í kerjum safnsins sem fenginn er úr borholu skammt frá safninu.
In the museum there are tanks containing live fish and various benthic species characteristic of the North Atlantic, and the visitors can even touch some of them. The aquarium has a flow-through system and the water resource is a well, located beside the aquarium. The water is pure and clean due to filtering through sand and lava.
FISKASAFN
AQUARIUM
Á safninu má sjá fjölda náttúrugripa. Þar eru flestir íslenskir varpfuglar uppsettir ásamt eggjum þeirra flestra. Einnig er þar fjöldi flækingsfugla auk sjaldséðra fiska og krabba.
Most of Iceland‘s nesting birds are mounted and on display in the museum including a collection of their eggs. There are also quite a few specimens of vagrants and migratory birds and also some very rare species of fish and crabs.
Einnig eru á safninu skordýrasafn, skeljasafn og eitt merkasta skrautsteinasafn landsins.
A beutiful collection of rocks and minerals is on display in the Museum of Natural History.