Fréttablað Starfsmannafélags Setursins

Page 1

IN EGET SAPIEN VITAE MASSA

FRÉTTABLAÐ

Starfsmannafélags Setursins ÞAÐ ER SKEMMTILEGT AÐ FRÆÐAST

SS50

Fyrsta tölublað Starfsmannafélags Þekkingarsetursins.

1.TB. 1.1.2013

..Litlu jólin

01

Litlu jólin voru haldin með ,,pomp og prakt” föstudaginn 30. nóvember s.l., eða síðustu helgina í nóvember eins og allir ættu að muna fyrir næstu litlu jól.

..Heimsókn

02

Margt skemmtilegt var brallað. Byrjuðum í hádeginu á því að heimsækja Hótel Vestmannaeyjar. Þar tóku þau á móti okkur, Maggi Braga, Einsi Kaldi, Dröfn og Sonja Ruis og kynntu okkur starfsemi þeirra. Þar fengum við Tapas rétti eða Smætlur að hætti Einsa Kalda og léttan mjöð til að skola niður.

..Kaffi Kró

03

Sjálf liltlu jólin voru haldin á Kaffi Kró og var Einsi Kaldi með matinn. Salurinn hentaði vel í verkefnið og var fallega skreyttur af skreytingagenginu. Skemmtiatriðin voru að venju öll heimatilbúin. Veislustjóri kvöldsins var Páll Marvin og fór hann hreinlega á kostum.

..Setursbandið

04

Setursbandið tróð upp í orðisns fylltu merkingu og vildu veislugestir meina að þar væri komið bandið sem mun koma Eyjum aftur á E r kortið, en fyrir hvað? O rði

Amm n a

Þann

18.12.2012

..Pakkarnir 05 Jói P. tók auðmjúkur við því hlutverki að úthluta pökkum. Jói vildi koma því á framfæri að Margrét Lilja væri sátt við frammistöðu hans að þessu sinni, en þó ekkert meira en það! Samkvæmt Jóa þá á Halldór enn eftir að sækja pakkann sinn en hann getur vitjað pakkans hjá Dróma.

..24 stundi

r

06

Kvikmyndafélagið 24 Stundir sýndi afrakstur undanfarinna ,,24 stunda”. Mikið var um frammíköll á meðan á sýningunni stóð: “Frábær mynd”, “Leiksigur”, “Ótrúleg áhættuatriði”, “Loksins leikstjóri sem þorir að taka áhættu” eru nokkur dæmi um skilaboðin sem gestirnir voru með til framleiðanda kvikmyndarinnar.

ðu ..Stelpurnar töpu

07

Helga Hallbergs var með getraun um minnismerki á Heimaey. Það verður að segjast að borðið sem sigraði kom verulega á óvart. Hrafn stýrði hinni óviðjafnanlegu spurningakeppni kynjanna. Eins og svo oft áður þá unnu strákarnir með miklum yfirburðum og eru því handhafar farandsþorsksins.


Stjórnin fundar ..allt á hreinu

Fjölskyldudagur í vor Stefnt er á að vera með fjölskyldudag og grill í vor. Gert er ráð fyrir góðu veðri, góðu fólki, góðum mat og um kvöldið góðum miði. …..hugsanlega keppni?

Þorrablót í undirbúningi Stefnt er að því að hefja viðræður við húsbændur á Vallargötunni fljótlega á nýju ári. Gert er ráð fyrir met þátttöku og meiriháttar súrum mat.

Haustferð Setursins …..hugsanlega kótilettur líka! Næsta haust stefnum við á að heimsækja granna okkar á Suðurlandi. Fræðast, borða, syngja, tjútta og gista. …..ekki endilega sofa!

Starfsmenn eru hvattir til að láta okkur í stjórninni fá myndir úr starfinu. Einnig ef það eru hugmyndir að uppákomum, atburðum, fræðslu eða öðru slíku sem starfsmannafélagið getur staðið fyrir!

Þann 19.12. 2012.

MYND IR ÚR STARF INU

Afhentu starfsmenn ÞSV Hrafni smá kveðjugjöf en Hrafn hefur sagt upp störfum hjá Atvinnuþróunarfélagi Vestmannaeyja. Hrafn notaði tækifærið og tilkynnti að hann og Helga muni bjóða til partýs fljótlega á nýju ári, þ.e. kveðjupartý.

Hrafninn kvaddur með virtum!


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.