1 minute read
Domina Convo
Sunna Gunnlaugs (IS) Julia Hülsmann (DE) Rita Marcotulli (IT) Carmen Staaf (US)
Leiftrandi samspil jazzpíanista í fremstu röð
→7. júní 20:00 Harpa, Kaldalón 3.500 kr.
Sunna Gunnlaugs (IS) Julia Hülsmann (DE) Rita Marcotulli (IT) Carmen Staaf (US)
Einstakt stefnumót píanóleikara frá fjórum löndum
Jazz pianists from four countries unite on stage
Tónlist
Þær setjast niður — tvær og tvær við hvorn flygil — og hefja heillandi samtal. Á slíku stefnumóti getur allt gerst …
Fjórar magnaðar jazzkonur frá jafn mörgum löndum, hver þeirra í fremstu röð á sínum heimaslóðum, flytja eigin tónsmíðar og vega salt milli stemninga, melódískra tóna og þess óvænta.
Carmen Staaf dansar frjálslega á milli uppruna síns í sígildum jazzi og þess óþekkta, á meðan Julia Hülsmann sækir sér innblástur í ljóðlistina og hrífst af mishljómi og nýjum uppgötvunum. Rita Marcotulli var alin upp við ítalska kvikmyndatónlist og mætir til leiks með ríkulega reynslu af því að flytja bandarískan jazz en Sunna Gunnlaugs bætir síðan íhugulli lýrík og norrænni angurværð út í þennan spennandi suðupott.
Music
They sit down, two at each piano, and a fascinating conversation begins. At a rendezvous like this, anything can happen …
Four jazz musicians from four countries, each a leading player on their national jazz scene, perform their own compositions, balancing the atmospheric with the melodic and the unexpected.
Carmen Staaf swings freely from her straight ahead roots into the unknown, while Julia Hülsmann seeks inspiration in poetry, fascinated by dissonance and new discoveries. Raised on Italian film scores, Rita Marcotulli brings to the keyboard her rich experience of performing American jazz, while Sunna Gunnlaugs adds her contemplative lyricism and Nordic melancholy to this outstanding lineup.
Worldrenowned jazz musicians create magic together
Tengdir viðburðir Connected Events
+Artist talk 81
Aðgengi Gott Access hjólastólaaðgengi Tónmöskvi Strætó Bus Lengd Duration