1 minute read
Skartgripir Dieters Roth
Dieter Roth (CH)
Framsækin hönnun brautryðjanda
→5. júní — 23. október 10:00—17:00 Listasafn Íslands 0—2.000 kr.*
Dieter Roth (CH)
Dýrgripir úr höfundarverki einstaks listamanns
Precious work by a unique artist
Hönnun Sjónlistir
Dieter Roth (1930—1998) var í senn brautryðjandi sem virti engar takmarkanir, hugsuður, frumkvöðull, skáld, tónlistarmaður, kvikmyndagerðarmaður og listmálari. Færri vita að hann vakti jafnframt athygli fyrir nýsköpun sína í skartgripagerð. Skartgripi Dieters, sem hann hannaði gjarnan úr skrúfum, boltum og öðrum mekanískum hlutum, má setja saman á mismunandi vegu og breyta. Nálgun hans við skartgripagerð var sú sama og einkenndi myndlist hans — að nýta ýmiss konar efni sem almennt væri talið rusl eða úrgangur og umbreyta því. Engir gripanna eru eins enda gerði Roth aldrei skissur að verkum sínum heldur brást við efniviðnum og vann hugmyndir sínar beint í hann hverju sinni.
Í Listasafni Íslands gefst nú í fyrsta sinn tækifæri til að bera einstaka skartgripi Dieters augum í heildstæðu samhengi. Sýningin ber tilraunagleði hönnuðarins og óvenjulegum vinnuaðferðum glöggt vitni og varpar nýju ljósi á verk þessa einstaka listamanns.
Design Visual Arts
Dieter Roth (1930—1998) was a pioneer who respected no boundaries: a thinker, trailblazer, poet, musician, filmmaker and visual artist. A less well-known aspect of his career is that he also made an impression with his creation of innovative jewellery. Roth‘s jewellery, generally composed of screws, bolts and other mechanical parts, could be assembled in various different ways, and reconfigured. His jewellery-making was characterised by the same approach as his art: he made use of materials that were generally dismissed as waste or refuse, which he transformed. No two objects are alike; Dieter Roth was familiar with the qualities of the material, and worked directly with it.
At the National Gallery of Iceland, an opportunity is offered for the first time to see Dieter Roth‘s unique jewellery in a coherent context. The exhibition bears witness to his experimentalism and unconventional methods, and sheds new light on the oeuvre of this outstandingly versatile artist.
Tengdir viðburðir Connected Events
+Leiðsögn 87
Aðgengi Gott Access hjólastólaaðgengi Strætó Bus
1, 3, 6, 11, 12, 13, 14, 55
Sýningarstjóri Curator: Björn Roth Sýningarnefnd Exhibition Committee: Harpa Þórsdóttir & Vigdís Rún Jónsdóttir Samstarfsaðilar Partners: Dieter Roth Foundation Hamburg, Edizioni Galleria Periferia Luzern, Hauser & Wirth Zurich