RIFF MAGAZINE 2024

Page 1


TÍMARIT RIFF

EFNISYFIRLIT

2 ÁVARP

KVEÐJA FRÁ STAFFINU

3 KVIKMYNDAHÁTÍÐ ER

EKKI BARA BÍÓ — SAGA

OG UMFANG RIFF

HÁPUNKTAR

HÁTÍÐARINNAR Í ÁR

4 HÁSKÓLABÍÓ ER HJARTA RIFF

5 BRANSADAGAR RIFF ERU LÍFLEGIR DAGAR

UNGRIFF HELDUR

ÁFRAM

6 UNG-NORRÆNA HUGVEITAN RIFF SMIÐJAN

7 EGGHVASST TILFINNINGADRAMA — OPNUNARMYND RIFF

Í ÁR

8 SVÍÞJÓÐ ER Í FÓKUS RIFF Í ÁR

9 SÍÐASTI BÆRINN Í DALNUM – VIÐTAL VIÐ REBEKKA NYSTABAKK

10 MEÐ TRUKKI OG DÝFU

— VIÐTAL VIÐ HRAFN

GUNNLAUGSSON

11 ATHINA TSANGARI

HEIÐRUÐ Á RIFF

12 NASTASSJA KINSKI OG KYNGI HENNAR

14 HEIMILDAMYNDIR Í HÁVEGUM

15 NÁLGAST KVIKMYNDAGERÐ MEРOPNUM HUGA — VIÐTAL VIÐ BIRNU KETILSDÓTTUR SCHRAM

ÁTTUNDA ÚTGÁFA PRIX

SÓLVEIG ANSPACH

16 ÞEGAR LANDINN FÓR

Á LÍMINGUNUM

ÖR VERÐUR AÐ

ÞÖGNUÐUHOLTUM

17 NOREGUR DANSAR VIÐ

ÍSLAND DANSAR VIÐ SVÍÞJÓÐ

TAKTFASTUR TÓNLISTARGEIMUR

18 STUTTAR ÍSLENSKAR

KEPPA SÍN Á MILLI

19 TOPP TÍU LISTI

DAGSKRÁRRÁÐS UNGA

FÓLKSINS

20 ÞETTA SNÝST UM AÐ KUNNA AÐ VERA Á SETTI

– VIÐTAL VIÐ LILJU JÓNS

21 MEÐ STJÖRNUFANS —

LOKUNARMYND RIFF

Í ÁR

22 RIFFARARNIR

HULDAR BREIÐFJÖRÐ

MARGRÉT ERLA

ÞÓRSDÓTTIR

23 SIGUR HVERSDAGSLEIKANS

26. SEPTEMBER

—6. OKTÓBER 2024

Í HÁSKÓLABÍÓI

MIÐAR OG PASSAR Miðasalan á riff.is er opin allan sólarhringinn á meðan hátíðin stendur yfir.

„Kvikmyndir birta okkur líf í öðrum löndum betur

en flestir

aðrir miðlar, þess vegna er kvikmyndamenning mikilvæg,

því lönd sem búa ekki yfir henni verða oft ósýnileg fyrir manni“

Huldar Breiðfjörð, riffari, bls. 22

HÁTÍÐARPASSI 23.580 kr. Þessi passi gefur aðgang að öllum sýningum að eigin vali! Vinsamlegast athugið að hátíðarpassanum er ekki hægt að deila né nota á sérstaka viðburði nema annað sé tekið fram.

SUPER 8 KLIPPIKORT

13.790 KR

Klippikortið inniheldur 8 miða á lægra verði á hvaða kvikmyndasýningu sem er (sérviðburðir utanskildir). Korthafi getur boðið vinum eða fjölskyldu, allt að átta samtals á eina sýningu, eða farið einn og notið 8 kvikmynda sjálfur.

U30 PASSINN FYRIR 20–29 ÁRA

8.490 KR

Passinn inniheldur 6 miða á lægra verði á bíósýningar

RIFF að eigin vali, 20% afslátt í sjoppunni og á barnum, 30 mín inneign á rafskútum Zolo,* RIFF taupoka* og frítt á Bransadaga RIFF

U20 PASSINN FYRIR 19 ÁRA OG YNGRI

5.890 KR

Passinn inniheldur 4 miða á lægra verði á bíósýningar RIFF að eigin vali, 20% afslátt í sjoppunni, 30 mín inneign á rafskútum Zolo* og RIFF taupoka.* * MEÐAN BIRGÐIR ENDAST STÖK SÝNING

2.190KR Gildir á eina sýningu.

BARNAMIÐI

1.045 KR Gildir á eina sýningu, fyrir börn 14 ára og yngri.

VELDI TILFINNINGANNA
BLS. 16
THE ROOM NEXT DOOR
BLS. 21
NASTASSJA KINSKI
BLS. 12
DUELS
BLS. 17

KVEÐJA FRÁ STAFFINU

ÞAÐ er unun að vinna saman í hópi fólks sem iðar af áhuga á því sem það er að gera. Og ekki minnkar ánægjan þegar í ljós kemur að samstarfið er upp á tíu, hvort heldur sem vinnufélaginn á næsta borði kemur frá Austurríki, Georgíu eða Portúgal, nú eða bara frá Akureyri eða Ísafirði. Það svífur nefnilega ekki bara alþjóðlegur andi yfir dagskrá RIFF í ár, eins og raunar jafnan áður, heldur líka inni á kontór hátíðarinnar og þeim starfsstöðvum víða um heim sem tengjast undirbúningi hátíðarinnar hverju sinni. Ætla má að starfsfólk RIFF komi nú frá fimmtán þjóðlöndum, jafnt vestanhafs og austan, og er starfi þess vægast sagt fjölbreytilegur, allt frá vali á myndum og viðræðum við leikstjóra, skipulagi alls konar sérviðburða, hönnun og skrifum á bæklingi, tímariti og öðru kynningarefni, samskiptum við fjölmiðla, svo og staðarhaldara, ekki síst í Háskólabíói þar sem meginvettvangur hátíðarinnar er í ár. Og er þá fátt eitt talið. Allur starfinn lýtur auðvitað að því að skapa einstaka hátíðarupplifun fyrir þær þúsundir gesta sem munu njóta dagskrár RIFF og gera þessa veislu hvíta tjaldsins að ógleymanlegri minningu fyrir þau um ókomin ár. Til þess er leikurinn gerður. Og einmitt þess vegna er vinnan fyrir RIFF jafn skemmtileg og raun ber vitni. Gleðilega hátíð öllsömul!

STJÓRNANDI: Hrönn Marinósdóttir.

FRAMLEIÐANDI: Sigríður Th. Pétursdóttir.

MEÐFRAMLEIÐANDI: Saga Ísold Eysteinsdóttir.

AÐSTOÐ: Nadía Hjálmarsdóttir, Marie­Lys Roche.

DAGSKRÁRSTJÓRI: Frédéric Boyer.

UMSJÓN MEÐ DAGSKRÁ: Ana Catalá, Pedro Emilio Segura Bernal.

AÐSTOÐ: Kolbeinn Rastrick, Maja Anita Jankowska.

DAGSKRÁRRÁÐ: Ana Catalá, Frédéric Boyer, Hrönn Marinósdóttir, Pedro Emilio Segura Bernal, Pétur Benedikt Pétursson.

RITSTJÓRI: Sigmundur Ernir Rúnarsson.

PRÓFARKALESTUR: Laufey S. Sigurðardóttir.

LISTAMAÐUR HÁTÍÐAR: Viktor Weisshappel.

GRAFÍSK HÖNNUN OG UPPSETNING: Gréta Þorkelsdóttir.

AÐSTOÐ: Maja Černe, Marie Welke, Natália Laurenčíková.

LISTRÆN HÖNNUN Í HÁSKÓLABÍÓI: Kristjana Margrét Guðmundsdóttir.

UMSJÓN MEÐ SÝNINGAREINTÖKUM: Maja Anita Jankowska, Cassandra Ruiz.

SÖLU- OG MARKAÐSSTJÓRI: Kristjana Magnúsdóttir.

KYNNINGARSTJÓRI: Sigmundur Ernir Rúnarsson.

TEXTASMIÐUR OG KYNNINGARFULLTRÚI: Sölvi Halldórsson.

SAMFÉLAGSMIÐLAR: Kim Wagenaar, Hlökk Þrastardóttir, Saga Ísold Eysteinsdóttir.

ÞAÐ má eflaust heita ágætiseinkunn að kvikmyndahátíð teygi sig yfir á þriðja áratug, en því er einmitt að heilsa í tilviki Alþjóðlegu kvikmyndahátíðarinnar í Reykjavík, sem við köllum RIFF upp á enska mátann, Reykjavik International Film Festival. Alþjóðleg hefur hún svo sannarlega verið frá því hún var fyrst haldin haustið 2004 og allt til þeirrar tuttugustu og fyrstu sem nú varpar töfrum sínum á hvítu tjöldin í Háskólabíói við Hagatorg – og raunar svo miklu víðar um borgina þar sem boðið hefur verið upp á bílabíó í aðdraganda hátíðarinnar, en fjölbreytilegir viðburðir á vegum RIFF eiga svo eftir að skjóta upp kollinum á líklegum og ólíklegum stöðum á næstu dögum. Það er nefnilega alltaf fjör á RIFF, sem svo sannarlega er vettvangur sem skapar reynslu, þekkingu og verðmæti, ásamt því auka víðsýni fólks í gegnum kvikmyndir. En gildin eru skýr og hverfast ekki síst um að sýna framúrskarandi kvikmyndir sem fólk myndi ella ekki hafa tækifæri til að sjá

Mest um vert er að þessi veisla augans hefur ávallt verið vel sótt og hún hefur hitt í mark hjá kvikmyndaunnendum sem hafa jafnan flykkst á hverja sýninguna af annarri, ugglaust sakir þess að þeir hafa getað gengið að því vísu að sjá vandaðar myndir sem skipta máli, ekki aðeins sakir listrænna gilda, heldur líka vegna þjóðfélagsumræðunnar og skoðanaskipta á líðandi stundu.

RIFF er nefnilega ætlað að spegla samtímann – og þess sér stað í dagskrá hátíðarinnar í ár sem endranær, en því til áréttingar setjum við kvikmyndaþjóðina Svíþjóð í fókus í ár með því að sýna glænýjar sænskar myndir frá þessu ári og því síðasta svo áhorfendur fái smjörþefinn af því besta og ferskasta sem er að gerast í sænskri kvikmyndagerð. Heiðursgestur hátíðarinnar í ár er þýska leikkonan og fyrirsætan Nastassja Kinski sem markað hefur sín spor í kvikmyndasöguna, en allt frá því seint á áttunda áratug síðustu aldar lék hún í hverri stórmyndinni af annarri undir leikstjórn margra dáðustu og kunnustu leikstjóra þess tíma og má þar nefna David Lynch, Francis Ford Coppola, Paul Schrader, Roman Polanski, Wim Wenders og Wolfgang Petersen. Kinski er í reynd eitt eftirminnilegasta andlit kvikmyndanna á síðustu áratugum liðinnar aldar, raunar svo mjög að kynslóðir stúlkna hermdu eftir hárgreiðslu hennar og útliti, en sá tími mun örugglega rifjast upp þegar tvær af þekktari kvikmyndunum með Kinski, Cat People og Paris, Texas verða sýndar á hátíðinni í tilefni af heimsókn leikkonunnar hingað til lands.

AÐSTOÐ: Hazel Preda, Lauren Koch, Lou­Ann Fraioui, Martina Vachalová.

UMSJÓN SÉRVIÐBURÐA: Tatiana Ósk Hallgrímsdóttir, Elvar Gunnarsson.

BRANSADAGAR: Birna Pálína Einarsdóttir, Elvar Gunnarsson.

AÐSTOÐ: Leonid Simanov.

UMSJÓN GESTASTOFU: Maria Halina Barańczyk.

AÐSTOÐ: Margrét Erla Þórsdóttir, Alexandra Makowska, Farouk Ferchichi.

UMSJÓN MEÐ HÁSKÓLABÍÓI: Kolbeinn Rastrick.

UMSJÓN MEÐ NORRÆNA

HÚSINU: Sigurður Unnar Birgisson.

TÆKNI- OG SÝNINGARMÁL: Cassandra Ruiz, Wolfgang Lange, Sebastian Wagner.

MIÐASALA: Saga Ísold Eysteinsdóttir.

AÐSTOÐ: Jennifer Stewart.

VEFUMSJÓN: Nati Sordia.

UMSJÓN MEÐ BARNA- OG

UNGLINGADAGSKRÁ: Sigurður Unnar Birgisson.

LISTRÆN UMSJÓN TALENT LAB: Ólafur Jóhannesson.

UMSJÓN MEÐ TALENT LAB: Amalía Sif Jessen.

SAMSTARFSSKÓLAR: Borgarholtsskóli, Fjölbrautaskólinn í Ármúla, Stúdíó Sýrland.

VERKEFNASTJÓRI RIFF TV: Garðar Breki Eiríksson.

HRÖNN MARINÓSDÓTTIR STJÓRNANDI RIFF

Eins og fyrri árin er mest um vert að kynna sér vel dagskrárliði RIFF sem gerð er góð grein fyrir í þessum bæklingi, en af þeim lestri má augljóst vera að veislan fram undan er við hæfi allra sem munu ekki vera í nokkrum vandræðum með að finna myndir við sitt hæfi í góðum sölum Háskólabíós á næstu dögum. Njótið heilshugar!

BÍLSTJÓRI OG „HLAUPARI:“ Garðar Breki Eiríksson.

VERKEFNASTJÓRI DAGSKRÁRRÁÐS UNGA FÓLKSINS: Hlökk Þrastardóttir.

KLIPPARAR: Elena Wachter, Elena Sánchez Ruiz, Ole Reinhardt.

LJÓSMYNDARAR: Mafalda Silva García­Oñate, Martin Tomiga, Salem Anowe Chukwuezi.

STJÓRN RIFF 2024: Baltasar Kormákur, Elísabet Ronaldsdóttir, Hrönn Marinósdóttir, Pétur Einarsson.

AÐAL SÝNINGASTAÐUR

Háskólabíó Hagatorg, 107 Reykjavík. +354 850 3353

Opnunartími: 23. til 25. september: 11:00–16:00 & á sýningartímum yfir hátíðina.

KVIKMYNDAHÁTÍÐ ER EKKI BARA BÍÓ

„Í byrjun voru aðeins sextán myndir sýndar á RIFF, en eru nú meira en fimmfalt fleiri“

HÁPUNKTARNIR

Á HÁTÍÐINNI Í ÁR

ÞAÐ glitrar á margar og litríkar perlur í þeim fjölda kvikmynda sem RIFF býður upp á í ár, stuttra og langra, leikinna og teiknaðra, svo og hinna sem eru byggðar á heimildum og rannsóknum eða bláköldum veruleikanum á meðal fólks og fjalla og jarðkringlunnar allrar.

RIFF ER NEFNILEGA Á BREIDDINA.

Og þar af leiðandi er ekki auðvelt að nefna hápunkta hátíðarinnar að þessu sinni, enda finnst hverjum sinn fugl fagur – og svo er hitt, að smekkur manna breytist með árunum og það sem einu sinni þótti klúrt og svæsið þykir kannski bara sárasaklaust í samtímanum.

Það leiðir hugann að VELDI TILFINNINGANNA sem RIFF sýnir í ár, bráðum hálfri öld frá frumsýningu hennar, en hún skók allan heiminn – og var víðast hvar bönnuð fyrir helberan dónaskap, að sagt var þá.

Það leiðir líka hugann að þunga hnífsins, en strákarnir í Sólstöfum munu reyna á veggi Salar 1 í Háskólabíói að kveldi föstudagsins 4. október þegar HRAFNINN FLÝGUR fær vængi, þunga vængi, í tilefni af 40 ára afmæli þessa íslenska spagettívestra eftir HRAFN GUNNLAUGSSON. Og það verður rokk.

Og því þá ekki að stappa á milli stólaraðanna þegar dansmyndin DUELS kviknar á tjaldi bíósins, en sú magnaða ræma úr ranni JÓNASAR ÅKERLUND er að hans hætti, algert augnayndi, en okkar íslenska ERNA ÓMARSDÓTTIR semur dansana við annan mann.

RIFF hefur stækkað og þroskast í áranna rás – og enda þótt hátíðin hafi alltaf verið trú þeim upphaflegu gildum sínum að gefa kvikmyndaunnendum færi á að sjá úrval nýrra gæðaverka, hvaðanæva að úr veröldinni, hefur umfang hennar vaxið að mun frá því sem var á fyrsta áratug aldarinnar.

En kvikmyndahátíð er ekki bara bíó í tilviki RIFF, heldur svo mikla meira af allskonar uppákomum á borð við barnastarf, bransadaga, bílabíó, málstofur, meistaraspjall og sérviðburði af margvíslegu tagi.

Það er því ekki að undra að hátíðin dragi að sér fjölmenni ár hvert, en ætla má að um 25 þúsund manns taki á einn eða annan hátt þátt í henni, innan sem utan sýningarsalanna, og fer fjölgandi, enda hefur aldrei verið rýmra um RIFF eftir að Háskólabíó varð aðalvettvangur veislunnar.

En horfum um öxl. RIFF rekur sögu sína aftur til 2004, og varð til sem skólaverkefni í MBA­námi Hrannar Marinósdóttur við Háskólann í Reykjavík, en hún hefur stjórnað hátíðinni allar götur frá því sú fyrsta var haldin í nóvember á umræddu ári, og þá ekkert endilega spáð langlífi.

Það segir sína sögu um hvað hátíðinni hefur vaxið fiskur um hrygg á þeim rösku tveimur áratugum sem hún hefur verið við lýði, að í byrjun voru aðeins sextán myndir sýndar á RIFF, en eru nú meira en fimmfalt fleiri, eða vel á níunda tuginn og í fjölmörgum flokkum á borð við leiknar myndir, stuttmyndir, teiknimyndir, tónlistarmyndir og heimildarmyndir sem margar hverjar stinga á viðkvæmum kýlum samtímans.

Og er hér komin uppskrift að veisluborði sem velunnarar hátíðarinnar kunna að meta. Það sýna viðtökurnar ár frá ári. Gestir RIFF hafa getað gengið að því vísu „að sjá vandaðar myndir sem skipta máli, ekki aðeins sakir listrænna gilda, heldur líka vegna þjóðfélagsumræðunnar og skoðanaskipta á líðandi stundu,“ eins og Hrönn Marinósdóttir, stjórnandi RIFF kemst að orði í ávarpi sínu í blaðinu. En svona hátíð verður ekki til á einni viku. Hún krefst undirbúnings og víðtæks stuðnings frá því henni lýkur á hverju hausti og allt þar til sú næsta er fullmótuð. Og í millitíðinni þarf að hafa glöggt auga með því sem er að gerast í kvikmyndagerð um allan heim, sem eitt og sér er ærið verkefni, enda hefur gróskan í fjölþættri listsköpun greinarinnar sjaldan eða aldrei verið meiri.

Og um það vitnar RIFF, ár frá ári.

Sem leiðir hugann að kattliðugri leikkonu að nafni NASTASSJA KINSKI, heiðursgesti hátíðarinnar í ár. Í tilefni af komu hennar til Íslands sýnum við tvær af kunnustu myndunum sem sanna kynngimagnaðan leik hennar, CAT PEOPLE eftir PAUL SCHRADER og PARIS, TEXAS úr smiðju WIM WENDERS Ekki óþekktari stjóri er LUCAS MOODYSSON sem leiðir SVÍÞJÓÐ Í FÓKUS á hátíðinni í ár, sem býður einmitt upp á það besta og ferskasta úr sænskri kvikmyndagerð, þar á meðal nýjustu mynd kappans, TOGETHER 99 sem The Guardian segir hann hafa leikstýrt í samfelldu hláturskasti.

Og þá má ekki gleyma PEDRO ALMODÓVAR, því lokamynd hátíðarinnar er hans nýjasta og yndislega THE ROOM NEXT DOOR með stórstjörnunum JULIANNE MOORE, TONY SWINDON og ALESSANDRO NIVOLA.

Þetta er veisla. Og er þá fátt eitt nefnt til sögunnar.

SUNDBÍÓ RIFF Í SUNDHÖLLINNI, 2015

HÁSKÓLABÍÓ ER HJARTA RIFF

HÁSKÓLABÍÓ er öðru sinni aðalheimili RIFF, en í tilefni af tuttugu ára afmæli hátíðarinnar á síðasta ári var afráðið að færa þungamiðju hennar úr Bíó Paradís og Tjarnarbíói í rýmri salarkynni á Hagatorgi. Það kom ekki síst til af því að árinu áður hafði RIFF verið með nokkrar sýningar í öllum fjórum sölum Háskólabíós og jókst miðasalan á milli ára.

Á þessum tímamótum má heita að RIFF hafi snúið heim á ný, en hátíðin hóf einmitt göngu sína í þessu kunna kvikmyndahúsi vestur á melum haustið 2004. Og það gleðilega við þennan snúning er að við hann kviknaði aftur líf á hvítum tjöldum Háskólabíós, því eins og kunnugt er var hætt með almennar kvikmyndasýningar í öllum sölum hússins í byrjun sumars 2023, fáeinum mánuðum áður en RIFF kveikti þar aftur á vélunum.

Það voru stór og mikil kaflaskil í bíósögu borgarinnar þegar almennt sýningahald var aflagt á melunum. Meira en sextíu ára samfelldri starfsemi í sérhönnuðu bíóhúsinu var þar með lokið. Það voru vísast viðbrigði fyrir marga kvikmyndahúsaeigendur að sjá á bak þessari menningarhöll sem var um árabil heimili íslenskra kvikmynda og listrænna gæðafilma frá öllum heimshornum, auk þess að hýsa kunnar og rómaðar kvikmyndahátíðir.

Smíði Háskólabíós hófst 1956 og stóð sleitulaust yfir til 1961 þegar það var vígt á hálfrar aldar afmæli Háskóla Íslands, sem hafði raunar rekið kvikmyndahús í Tjarnarbíói frá 1942. Forkólfar skólans á þessum árum voru framsýnir og töldu sig vita að stóraukinn áhugi landsmanna á kvikmyndum eftir því sem öldinni fleygði fram, gæti aflað skólanum meiri tekna með stærra húsi, sem þess utan myndi hæfa ráðstefnum og fjölmennum fyrirlestrum.

Bygging hússins vakti þjóðarathygli fyrir hönnun sína sem þótti í meira lagi nýstárleg, fyrir nú utan þá nýlundu að eitt og sama húsið á Íslandi tæki 970 manns í sæti. Ytra byrði þess á Hagatorgi lagar sig að formi gamallrar kvikmyndavélar með harmonikkuhálsi – og þótti mörgum þálifendum sem arkitektar hússins, Guðmundur Kr. Kristinsson og Gunnlaugur Halldórsson, tækju hlutverk þess helst til alvarlega.

En tilgangurinn helgar meðalið, því sérstök lögun hússins þótti auka á hljómburð þess, starfsemi Sinfóníuhljómsveitar Íslands til heilla, en Háskólabíó var aðaltónleikahús hennar í hálfa öld, fram til 2011 þegar liðsmenn sveitarinnar gengu með hljóðfæri sín yfir í nýbyggða Hörpu við Reykjavíkurhöfn.

Þá voru liðnir tveir áratugir frá því reist var viðbygging við Háskólabíó með fjórum minni sölum sem samtals rúmuðu 840 manns í sæti, til viðbótar við gamla salinn – og var þar þá komið langstærsta kvikmyndahús landsmanna.

Og það er í þeim sölum öllum, stórum sem smáum, sem Alþjóðleg kvikmyndahátíð í Reykjavík kemur sér nú fyrir á nýjan leik, í húsi sem á sér ekki aðeins merka og langa sögu, heldur lifnar nú heldur betur við á léreftstjöldunum, kvikmyndaáhugafólki til ómældrar ánægju.

„Bygging hússins vakti þjóðarathygli fyrir hönnun sína sem þótti í meira lagi nýstárleg, fyrir nú utan þá nýlundu að eitt og sama húsið á Íslandi tæki 970 manns í sæti“

„OG ÞAÐ ER VON Á GÓÐU“

Á BRANSADÖGUM RIFF gefst fagfólki í kvikmyndagerð einstakt tækifæri til að koma saman og taka þátt í skapandi vinnu og þróa nýjar hugmyndir. Markmið þeirra er öðru fremur að tengja saman fagfólk og efla alþjóðlegt samstarf, ásamt því að skapa vettvang til að deila hugmyndum og stuðla að nýsköpun í greininni.

Að þessu sinni fara dagarnir fram í Norræna húsinu og Háskólabíói þann 2. til 6. október „og það er von á góðu,“ eins og Birna Paulina Einarsdóttir kvikmyndaframleiðandi segir, en hún hefur annast undirbúning Bransadaganna í ár.

í ár verður boðið upp á fyrirlestra um kvikmyndagerð jafnt sem málefni sem henni tengjast – og er óhætt að segja að hæst beri framsögu þúsundþjalasmiðsins Jonas Åkerlund, en sá sænski meistari hefur jöfnum höndum framleitt leiknar myndir, heimildarefni, sviðsverk, auglýsingar og tónlistarmyndbönd. Það er einmitt það síðastnefnda sem leikstjórinn mun ræða um við Frosta Runólfsson, kvikmyndagerðarmann, eftir sérstaka úrvalssýningu á tónlistarmyndböndum Åkerlund.

„Það er mikill fengur fyrir okkur að fá Åkerlund til að tala um verk sín,“ segir Birna Paulina og það þarf ekkert að efast um þau orð hennar, enda er maðurinn risastórt nafn í litríkum heimi tónlistarmyndbanda og hefur unnið fyrir marga frægustu tónlistarmenn og hljómsveitir í heimi, svo sem Paul McCartney, Madonnu, Lady Gaga, Ozzy Osbourne, Duran Duran og Metallica sem hann hefur raunar líka gert heimildarmynd um. Aðrir heiðursgestir RIFF munu einnig ræða um verk sín yfir hátíðina, en það eru pólsk­þýska leikkonan Nastassja Kinski, gríski leikstjórinn Athina Rachel Tsangari, og kóreski leikstjórinn Bong Joon­Ho.

Meðal annarra atburða á Bransadögunum í ár má nefna fyrirlestur Ástu Hafþórsdóttur og Margrétar Einarsdóttur um búningahönnun og förðun, og þá mun Ásgrímur Sverrisson ritstjóri Klapptrés stýra samtali um möguleika gervigreindar í kvikmyndagerð, en viðmælendur hans verða m.a. handritshöfundurinn Hrafnkell Stefánsson, lögfræðingurinn Anna Tómasdóttir, og brellumeistarinn Jörundur Rafn Arnarson.

Loks verður horft til þess hvert bransinn stefnir í dreifingu og sölu á streymisveitur og aðra miðla og er full ástæða til að ræða þau mál í þaula á tímum örra tæknibreytinga sem ekki sér fyrir nokkurn enda á, en á meðal þátttakenda í þeirri umræðu er Tine Klint, framkvæmdarstjóri Level K, sem gjörþekkir málaflokkinn.

Ekki missa af spennandi samtali þar sem bransinn kemur saman.

UNGRIFF HELDUR ÁFRAM

ÍSADÓRA ÍSFELD FINNSDÓTTIR

KATLA LÍF DRÍFA-LOUISDÓTTIR KOTZE

MATTHÍAS PÁLL ATLASON

SARA MIST SIGURÐARDÓTTIR

ÞORKELL ÞORRI THORLACIUS

ÞRASTARSON

SVO góðar viðtökur fékk UngRIFF í fyrra að ekki kemur annað til greina en að endurtaka leikinn í ár, en ætla má að þessi barnakvikmyndahátíð, sem fyrst var haldin á síðasta ári, sé komin til að vera á veisluborði RIFF.

EN HVAÐ ER UNGRIFF?

Heita má að þar sé komin þekkingarmiðstöð ungs fólks með áhuga á kvikmyndum og kvikmyndagerð og leiðandi vettvangur í kennslu og leiðsögn í faginu. Miðstöðinni er stjórnað af Ungmennaráði sem er skipað krökkum með brennandi áhuga á öllu því sem heyrir til kvikmyndagerðar og bíósögunnar frá öndverðu.

Meðal verkefna ráðsins er að standa fyrir smiðjum í samstarfi við Leiklistarskóla Borgarleikhússins þar sem nemendur skólans kenna börnum spuna í Norræna húsinu á meðan á hátíðinni stendur. Í sama húsnæði fara líka fram skólasýningar UngRIFF sem ætlaðar eru hópum úr grunn­ og leikskólum, en þar gefst tækifæri til að sjá áhugaverðar myndir frá öllum heimshornum.

Umsjón með UngRIFF hefur Sigurður Unnar Birgisson, en hann er með netfangið skolar@riff.is.

„Ég er í Ungmennaráði UngRIFF vegna þess að ég hef mikinn áhuga á kvikmyndagerð og langar að vinna við hana þegar ég verð eldri. Ég hef líka mikinn áhuga á menningu og finnst mikilvægt að börn og unglingar fái tækifæri til þess að kynnast heimi kvikmyndanna“ Ummæli eins úr Ungmennaráðinu

UNG-NORRÆNA HUGVEITAN

VAXTARSPROTAR AÐ SJÁLFBÆRRI ÞRÓUN KVIKMYNDAIÐNAÐARINS

RIFF er stolt að kalla saman í fyrsta skipti Ungnorrænu hugveituna (Young Voices Nordic Think Tank). Þar bjóðum við norrænum þátttakendum, á aldrinum 18–25 ára, að taka þátt í öflugri eins dags málstofu undir handleiðslu sérfræðinga. Markmiðið er að endurhugsa kvikmyndaiðnaðinn út frá sjálfbærari forsendum með því að mynda öflugan og öruggan samráðsvettvang þar sem raddir framtíðarleiðtoga kvikmyndaiðnaðarins munu heyrast og eflast.

Í síbreytilegum heimi þarf landslag kvikmyndaiðnaðarins að geta aðlagað sig að og brugðist við þörfum og væntingum ungs fólks. Ung­norræna hugveitan á að vera frjór jarðvegur fyrir ferskar hugmyndir og nýstárlegar lausnir sem eru greininni bráðnauðsynlegar.

Við trúum því að þegar ungmenni eiga þátt í mótun iðnaðarins þá leiði það til sjálfbærari framtíðar hans sem næstu kynslóðir eiga meiri samhljóm með.

Leiðsögn með samtalinu er í höndum Jóels Sæmundssonar og Rikke Flodin. Umræðurnar verða jafnframt teknar upp og birtar á vefnum að samtali loknu. Í framhaldinu verður sérstök skýrsla unnin upp úr samtalinu þar sem helstu niðurstöður hugveitunnar verða settar fram og deilt áfram með systkinahátíðum RIFF, kvikmyndaskólum, framleiðslufyrirtækjunum og öðrum hlutaðeigandi stofnunum í norræna kvikmyndageiranum. Verkefnið, sem er fjármagnað með Voltverkefnastyrk úr Norræna menningarsjóðnum, er hluti af sjálfbærnistefnu RIFF sem er unnin með hliðsjón af Heimsmarkmiðum SÞ. Hugveitan eflir ungar raddir til áhrifa og hvetur ungmenni til lýðræðislegrar virkni. Með beinni þátttöku norrænna ungmenna vonumst við til að skapa dýrmæta vaxtarsprota að sjálfbærari framtíð innan kvikmyndageirans.

„Við trúum því að þegar ungmenni eiga þátt í mótun iðnaðarins þá leiði það til sjálfbærari framtíðar hans sem næstu kynslóðir eiga meiri samhljóm með“

RIFF SMIÐJAN

RIFF Talent Lab er vinnusmiðja sem stendur yfir frá 1.–5. október. Þar kemur saman efnilegt ungt kvikmyndagerðarfólk og myndar alþjóðlega gróðrarstöð fyrir hugmyndir og samvinnu.

Í takt við kjörorð RIFF – nýsköpun, tengslamyndun og samtal – er áhersla lögð á að sýna verk unga kvikmyndagerðarfólksins og aðstoða þau við að koma undir sig fótunum í kvikmyndaheiminum svo þau geti betur kynnt verk sín fyrir kaupendum og dreifiaðilum, úti í heimi og heima.

Yfir þessa fjóra daga gefst þátttakendum færi á að skiptast á hugmyndum, tengjast leikstjórum, framleiðendum og fagfólki úr iðnaðinum, og þiggja frá þeim leiðsögn um sína fyrstu kvikmynd.

FRÉDÉRIC BOYER OG LUCA GUADAGNINO Í SAMTALI Á TALENT LAB Í FYRRA

BRÍET OG BIRNIR Í GEIMNUM Á undan opnunarsýningunni á Elskling verður stuttmyndinni 1000 orð brugðið á tjaldið, þar leikstýrir Erlendur Sveinsson tónlistarfólkinu Bríet og Birni í hlutverkum pars sem reynda að eyða minningum af sambandi sínu og hvoru öðru yfirleitt. Myndin, sem tekin er upp í einni af flugvélum Icelandair, er einskonar ferðalag um mynd­ og hlóðheim plötunnar 1000 orð sem listafólkið sendi nýlega frá sér.

EGGHVASST

TILFINNINGADRAMA

OPNUNARMYND RIFF Í ÁR ER EFTIR LILJU INGÓLFSDÓTTUR

NORSK-ÍSLENSKA kvikmyndagerðarkonan Lilja Ingólfsdóttir á heiðurinn að opnunarmynd Alþjóðlegu kvikmyndahátíðarinnar í Reykjavík í ár, RIFF, en um fraumraun hennar á hvíta tjaldinu er að ræða. Elskling eins og heiti myndarinnar er á norsku, eða Elskuleg á íslensku (e. Loveable), var frumsýnd fyrr á árinu í Osló og er óhætt að segja að hún hafi vakið mikla athygli fyrir tilfinningarík efnistök og einstaka túlkun aðalleikkonu myndarinnar, Helgu Guren sem samkvæmt umsögn Variety þykir sýna einstakan kjark (e. gutsy performance) í hlutverki Maríu sem reynir að sinna fjórum börnum sínum af

álíka metnaði og starfsframanum á meðan seinni eiginmaður hennar, Sigmund, er á stöðugum ferðalögum. Dag einn sinnast þeim aftur á móti heiftarlega sem verður til þess að karlinn fer fram á skilnað.

Variety segir enn fremur í gagnrýni sinni um þetta byrjendaverk Lilju að þar lifni við „egghvasst tilfinningadrama“ (e. emotionally jagged debut) og enn fremur að myndin sé “óvenjuleg og snjöll saga sem leiti svara við því af hverju annað hjónabandið í röð fari eins og það fyrra, og hverjum, ef einhverjum, sé um að kenna.“

ELSKLING

SVÍÞJÓÐ ER Í FÓKUS RIFF Í

„Í umsögn The Guardian um Together 99 segir að ætla megi að Moodysson hafi leikstýrt myndinni í samfelldu hláturskasti“

SEX sænskar kvikmyndir, sem eiga það sammerkt að hafa verið frumsýndar á þessu ári eða því síðasta, setja Svíþjóð í fókus á kvikmyndahátíðinni í ár, fyrir nú utan það augljósa að með sýningu þeirra í Háskólabíói fá gestir smjörþefinn af því besta og ferskasta sem er að gerast í sænskri kvikmyndagerð.

Að öðrum leikstjórum ólöstuðum má sjálfsagt segja að sýning á nýjasta verki Lukas Moodysson veki mesta eftirtekt, en þar er á ferðinni myndin Together 99 sem er framhald á verki hans frá því fyrir meira en tveimur áratugum og fjallaði um sænska hippa í leit að sjálfum sér á því herrans ári 1975, en finna hvorki trúna né tilganginn með lífinu.

Í nýju myndinni hittum við sama liðið fyrir, næstum aldarfjórðungi seinna – og andinn og ástúðin sem áður sveif yfir vötnum hefur heldur kólnað. Í umsögn The Guardian um Together 99 segir að ætla megi að Moodysson hafi leikstýrt myndinni í samfelldu hláturskasti, sem segir auðvitað nokkuð um innihaldið. Aðrir sænskir leikstjórar sem eiga myndir í þessum flokki eru Levan Akin sem sýnir okkur Crossing (Krossgötur), Loran Batti er með verkið G – 21 scenes from Gottsunda (Í innsta hring), Sarah Gyllenstierna kemur með mynd sína Hunters on a white field (Veiðimenn á vonarvöl), Peter Pontikis er með Bullets (Skot) og Neil Wigardt með Blomster (Sjálfsleit)

G — 21 SCENES FROM GOTTSUNDA

SÍÐASTI BÆRINN Í DALNUM

„Ef þú átt engar rollur þá er ekkert vandamál, ef þú átt hundrað rollur ertu með hundrað vandamál.“

Rebekka er menntuð og starfandi leikkona í kvikmyndum og á sviði og WOOLLY er leikstjórnarfrumraun hennar. Hugmyndin að heimildarmyndinni kviknaði í samtali þeirra systra um sjálfbærni, staðbundna matvælaframleiðslu, og hið mikilvæga en oft vanmetna framlag bænda til samfélagsins.

Rebekka segir að sauðfjárbúskapur sé langt í frá arðbær búgrein í Noregi og þar þurfi flestir bændur, og ekki bara sauðfjárbændur, að hafa annað aðalstarf til hliðar við bústörfin.

HUGMYNDIN FURÐU FJARRI LOKAAFURÐINNI

Eftir að Rakel ákvað, ásamt eiginkonu sinni, að taka við búi foreldra þeirra Rebekku, ræddu þær systur mikið um kjör bænda og framtíð sauðfjárbúsins. Það var í einum af þessum samtölum sem önnur systranna varð svo á orði að þetta allt saman væri nú bara efni í bíómynd.

Eftir því sem búskiptin nálguðust, fann Rebekka að þetta væri of spennandi efni til að láta sleppa sér úr greipum. Jafnframt grunaði hana að fyrir dramatúrgíu svona heimildarmyndar þyrfti að fanga á filmu búskiptin sjálf og fyrstu skrefin í búskapnum. Úr varð að Rebekka keypti sér upptökuvél. Leikstýran segir að það hafi verið stórt stökk að ákveða að byrja, því hún sé ekki einu sinni týpan sem tekur mikið af myndum á snjallsímann sinn, hvað þá kunni á upptökuvél. Engu að síður hófst hún handa við upptökur og góður hópur fólks hafi smám saman myndast í kringum verkefnið. Framleiðendur, styrktaraðilar og fagfólk slógust í hópinn, lagði sitt á vogarskálarnar, en þá afhjúpuðust einnig ýmsir þræðir í sögunni sem hún hafði ekki séð fyrir í byrjun.

Myndin sem Rebekka lagði upp með að búa til var fyrst og fremst pólitísk frásögn um kjör bænda í hverfandi landbúnaðarstétt, en í Noregi er brottfall úr bændastéttinni á því stigi að segja má að einu búi sé brugðið á hverjum degi. Þegar fyrsta þriggja mínútu sýnistikla myndarinnar var tilbúin, var Rebekka hissa að heyra klipparann segja að myndin hennar væri ástarsaga: saga um ást innan fjölskyldunnar, ást á landinu og ást á sjálfum rollunum. Hún bætir líka við að heimildarmyndin sé mun fyndnari, hjartnæmari og skemmtilegri en hún hafði ímyndað sér í upphafi.

SVEITIN SEM HINSEGIN RÝMI

Annar þráður í myndinni er svo sú staðreynd að Rakel systir hennar er gift konu. Rebekka segir að eftir sumar sýningar séu áhorfendur forvitnir um hvernig samkynja pari sé tekið í sveitinni og vilji vita meira um þann hluta sögunnar. Rebekka segir hins vegar einfaldlega ekki frá svo miklu að segja hvað það varðar. Íbúarnir í sveitinni séu fyrst og fremst ánægðir og fegnir að ungar konur eins og systir hennar og mágkona velji að flytja aftur í sveitina á fullorðinsaldri. Vissulega væri WOOLLY allt öðru vísi heimildarmynd ef hún fjallaði um ungan son sem væri að taka við búi föður síns ásamt konu sinni og barni, en það væri einfaldlega önnur saga með öðrum áherslum.

WOOLLY er ný heimildarmynd um kynslóðaskipti í sauðfjárbúskap. Þar fylgist leikstjórinn Rebekka Nystabakk með systur sinni, Rakel taka við búi foreldra þeirra. Áhorfandinn fylgist með fyrsta árinu í búskap Rakelar og eiginkonu hennar, á bænum þar sem systurnar ólust saman upp, sem þar að auki er síðasta starfandi sauðfjárbúið í þorpinu.

VILDI FJALLA UM KJÖR BÆNDASTÉTTARINNAR Í Noregi hefur WOOLY, eða SAU upp á norskuna, hlotið skínandi móttökur á kvikmyndahátíðum og almennum sýningum, en ekki síst í sérstökum ferðabíósýningum þar sem myndin er sýnd í skólum og félagsheimilum í uppsveitum Noregs þar sem ekki eru starfandi kvikmyndahús. Yfir þrjátíu þúsund Norðmenn hafa séð myndina og um þessar mundir ferðast Rebekka með myndina milli grunn­ og menntaskóla í Noregi, sem Rebekka er hæstánægð með, því með myndinni vildi hún efna til samtals milli landsbyggðarinnar og borganna, sem og ólíkra kynslóða, um framtíð kvikfjárræktar í Noregi.

Þrátt fyrir að hinseginleiki systur hennar sé ekki aðalumfjöllunarefni myndarinnar, má segja að hann spegli hlutskipti sveitarinnar á sína vísu. Það þarf ekki að líta meira en tvær kynslóðir aftur í tímann til að finna samfélag þar sem meirihluti norsku þjóðarinnar starfaði við landbúnað. Í dag eru bændur hins vegar minnihluta­ og jafnvel jaðarhópur í Noregi, sem oft vill verða ósýnilegur í þjóðfélagsumræðunni. Enn fremur fjallar myndin WOOLLY um nauðsyn þess að varðveita ekki bara gamlar hefðir eins og á minjasafni, heldur að aðlaga þær að nýja tímanum til að geta betur fært þær inn í framtíðina. Það á jafnt við um inngildingu í minni samfélögum, en líka um það hvernig bændur beita sér við verkin á bænum án þess að fara illa með bakið á sér.

WOOLLY

HRAFNINN FLÝGUR

MEÐ TRUKKIOG DÝFU

Í TILEFNI þess að réttir fjórir áratugir eru liðnir frá því íslensk/sænska víkingamyndin Hrafninn flýgur í leikstjórn Hrafns Gunnlaugssonar var frumsýnd á Íslandi við mikla hrifningu tugþúsunda bíógesta, þykir við hæfi að leiða hana á ný fyrir sjónir kvikmyndaunnenda hér á landi.

Og það verður gert með trukki og dýfu, eins og tilhlýðilegt má heita, en hljómsveitin Sólstafir mun endurtaka leikinn frá því fyrir tíu árum, á þrjátíu ára afmæli myndarinnar, en þá frumflutti hún eigin tónsmíðar á kraftmikinn hátt við myndina á vegum RIFF. Liðsmenn sveitarinnar munu því stíga aftur á stokk, að þessu sinni í Sal 1 í Háskólabíói og lofa engu minna rokki en þegar þeir ærðu gesti sína í Salnum í Kópavogi haustið 2014.

„Hún er lífsseig, þessi mynd mín,“ segir leikstjórinn sjálfur, enn þann dag í dag sé verið að sýna hana víða um heim. „Ætli megi ekki segja að hún sé tímalaus,“ bætir hann við.

Hrafninn flýgur vakti mikla athygli og umtal á sínum tíma, og raunar áður en hún kom fyrir sjónir almennings, því búningar og leikmunir höfðu þá þegar lyft brúnum landsmanna, sem horfðu í nokkurri forundran á þær forneskjulegu aðferðir sem notaðar voru í leðurgerð og málmsmíði sem lutu lögmálum landnámsaldar í svo til einu og öllu. Það vantaði heldur ekki metnaðinn í leikmyndina sjálfa, en þar léku drangar og hellar undir Eyjafjöllum stóra rullu. „Þetta var ofboðsleg framkvæmd,“ rifjar Hrafn upp. „Fyrir mig var þetta stanslaus vinna í þrjú ár.“ Myndin segir af írskum manni sem heldur til Íslands í þeim erindagjörðum að hefna sín á víkingum sem höfðu drepið foreldra hans og rænt systur hans þegar hann var á barnsaldri – og vakti fléttan athygli út fyrir landsteinanna, einkum á meðal frændþjóða á Norðurlöndunum þar sem minni úr myndinni á borð við „þungur hnífur“ lifa enn í máli manna.

HRAFNINN FLÝGUR — FJÖRUTÍU ÁRA AFMÆLISSÝNING Á RIFF

„Hér þótti vera kominn spagettívestri í víkingabúningi, nokkuð í anda kvikmyndajöfranna Akira Kurosawa og Sergio Leone þar sem kynnt er óspart undir þjóðsagnaminnið um hetjulund og hefndarþorsta“

Hér þótti vera kominn spagettívestri í víkingabúningi, nokkuð í anda kvikmyndajöfranna Akira Kurosawa og Sergio Leone þar sem kynnt er óspart undir þjóðsagnaminnið um hetjulund og hefndarþorsta, en persónusköpun og túlkun helstu leikara í myndinni var þar af leiðandi ofsafengin á köflum. Þar fóru fremstir Egill Ólafsson og Helgi Skúlason, ásamt Eddu Björgvinsdóttur, Flosa Ólafssyni og Jakobi Þór Einarssyni sem lék írska aðkomumanninn.

Röskum hálfum öðrum áratug eftir frumsýningu Hrafnsins var áætlað að um sjötíu þúsund manns hefðu séð myndina í kvikmyndahúsum víða um land og var hún þar með komin í hóp tíu best sóttu íslensku bíómyndanna undir lok síðustu aldar, en sá tími hefur almennt verið kallaður íslenska kvikmyndavorið.

„Það eru enn starfandi aðdáendaklúbbar myndarinnar í útlöndum,“ bendir Hrafn á. „Mér var einu sinni boðið til eins þeirra, sem er í Múrmansk, af öllum kimum heimsins. Ég þáði það nú, og hafði gaman af, þótt ekki væri sakir annars en að formaður klúbbsins reyndist vera fangelsisstjóri borgarinnar og varaformaðurinn sjálfur lögreglustjórinn í Múrmansk,“ segir Hrafn Gunnlaugsson að lokum.

ATHINA TSANGARI HEIÐRUÐ Á RIFF

GRÍSKA kvikmyndagerðarkonan Athina Tsangari verður heiðruð á RIFF í ár sem upprennandi meistari og er vel að þeirri nafnbót komin, svo afkastamikil og ástríðufull sem hún hefur verið í listsköpun sinni og fræðimennsku í faginu.

Hún hefur jöfnum höndum unnið sem kvikmyndaframleiðandi og handritshöfundur, en er hvað þekktust fyrir að leikstýra stuttmyndum og leiknum myndum í fullri lengd allar götur frá því í byrjun tíunda áratugar síðustu aldar. Meðal kunnustu verka hennar eru The Slow Business of Going frá 2000, Attenberg sem frumsýnd var 2010 og Chevalier frá 2015. Hún var einnig meðframleiðandi í myndum landa síns Yorgos Lanthimos og má þar nefna Kinetta frá 2005, Dogtooth sem fullgerð var fjórum árum síðar og Alps sem kom fyrir sjónir kvikmyndaunnenda 2011. Tsangari er hámenntuð í fagi sínu og hefur sótt nám bæði í heimalandi sínu og við Háskólann í New York þar sem hún lærði kvikmyndaframleiðslu, sem og við Texasháskólann í Austin í Bandaríkjunum þar sem hún lagði stund á leikstjórnarfræði. Hún hefur á seinni árum verið vinsæll gestafyrirlesari, meðal annars við Harvard­háskólann vestanhafs, ásamt því að stofna til og stjórna Alþjóðlegu stuttmyndahátíðinni í Austin í Texas.

„Svo afkastamikil og ástríðufull sem hún hefur verið í listsköpun sinni og fræðimennsku í faginu“
ATHINA TSANGARI. MYND: © NIKOS KOKKAS

NASTASSJA KINSKI

OG KYNGI HENNAR

NASTASSJA KINSKI. STILLA ÚR ONE NIGHT STAND (1997)

KUNNUSTU

KVIKMYNDIR KINSKI

ÞÝSKA leikkonan og fyrirsætan Nastassja Kinski er heiðursgestur á Alþjóðlegri kvikmyndahátíð í Reykjavík í ár, en óhætt er að segja að hún eigi að baki kynngimagnaðan feril á hvíta tjaldinu, enda hefur hún leikið í meira en sextíu bíómyndum, þar á meðal hjá mörgum kunnustu leikstjórum kvikmyndasögunnar, svo sem David Lynch, Francis Ford Coppola, Paul Schrader, Roman Polanski, Wim Wenders og Wolfgang Petersen. Stjarna hennar reis skært undir lokin á áttunda áratugnum, en heita má að hún hafi slegið í gegn, aðeins sautján ára gömul, í kvikmynd Ítalans Alberto Lattuada, Stay as You Are, þar sem hún lék eftirminnilega á móti sjálfum Marcello Mastroianni sem í hlutverki miðaldra arkitekts í líflausu hjónabandi fellur fyrir ungri skólamær, túlkaðri af Kinski. Fléttan þótti nánast óþægileg.

KJAFTASÖGURNAR

Aðeins ári seinna, 1979, hreif hún kvikmyndaunnendur upp úr skónum í hlutverki sínu í rómaðri ræmu Polanski, Tess, og hlaut fyrir vikið tilnefningu til Gullna hnattarins fyrir túlkun sína á ungri konu sem verður fórnarlamb eigin fegurðar. Myndin hlaut þrenn Óskarsverðlaun, meðal annars sem besta myndin. Samstarf Kinski og Polanski á þessum tíma ýtti enn frekar undir sögusagnir um að Polanski hefði átt í ástarsambandi við barnunga Kinski, en þau hittust fyrst í teiti 1976, þegar Kinski var fimmtán ára. Umtalið, á stundum rætið, átti eftir að fylgja henni lengi vel inn í fullorðinsárin.

En teningunum var kastað – og hver myndin af annarri festi leikkonuna í sessi á stjörnuhimni heimsfrægðarinnar á níunda áratug síðustu aldar, og má þar nefna One from the Heart eftir Francis Ford Coppola, Cat People í leikstjórn Paul Schrader, að ekki sé talað um Paris, Texas í höndum Wim Wenders. Kinski átti raunar eftir að leikar oftar fyrir Wenders, svo sem í Faraway, So Close! þar sem hópur engla í Berlín horfir öfundaraugum á hlutskipti lifandi fólks í höfuðborginni, en á meðal annarra stórstjarna sem láta að sér kveða í þeirri sögu eru Bruno Ganz, Otto Sander og Peter Falk.

FJÁRVANA ÆSKA

Sjálf var Nastassja Aglaia Nakszynski fædd í Vestur Berlín í ársbyrjun 1961, komin af pólskri fjölskyldu í föðurætt, en faðir hennar, sá alræmdi og margfrægi leikari Klaus Kinski, sem stytti eftirnafn sitt svo eftir var tekið, skildi við móður hennar, leikkonuna Ruth Brigitte Tocki, þegar Kinski litla var á sjöunda ári og var hún í litlum samskiptum við föður sinn eftir það. En við tók jafn mikið basl hjá þeim mæðgum og velgengni Klaus Kinski óx á hvíta tjaldinu, en einna eftirminnilegastur er hann í rullu Drakúla í hryllingsmyndinni Nosferatu eftir Werner Herzog frá 1979. Hlutskipti mæðgnanna var aftur á móti að draga fram lífið, svo til fjárvana, í kommúnu í München á meðan Kinski litla var að vaxa úr grasi. Samskipti og samskiptaleysi Kinski­feðginanna komust í hámæli eftir að dóttirin fór að stela senunni af föður sínum á tveimur síðustu áratugum tuttugustu aldar. Í umtöluðu viðtali 1999 neitaði Nastassja að faðir hennar hefði misnotað hana kynferðislega á barnsaldri, en tók þó fram að hann hefði gengið á rétt hennar „á annan máta,“ eins og hún orðaði það. Tæpum hálfum öðrum áratug síðar, eftir að hálfsystir hennar, Pola Kinski hafði ásakað föður sinn um áreitni og ofbeldi, viðurkenndi Nastassja að karlinn sá arna, Klaus Kinski, hefði reynt að misnota hana, en ekki tekist það.

HEIÐURSGESTUR RIFF 2024

„Níutíu og níu prósent af þeim tíma sem við deildum saman var ég skíthrædd við hann“

Nastassja Kinski um föður sinn, leikarann Klaus Kinski

HANN VAR ENGINN FAÐIR

En minningarnar eru engu að síður hræðilegar: „Hann var mér enginn faðir,“ segir Nastassja um Klaus. „Níutíu og níu prósent af þeim tíma sem við deildum saman var ég skíthrædd við hann,“ rifjar hún upp og bætir því við að karlálftin hafi alla tíð verið svo ófyrirsjánlegur í atferli sínu að þær mæðgur hafi upplifan einskæran hrylling í návist hans. Og aðspurð hvað Nastassja myndi vilja segja við föður sinn, væri hann enn á lífi, svaraði hún því til árið 2013 að læsa ætti svona menn inni í tukthúsi. „Ég er glöð yfir því að hann skuli ekki enn vera á lífi.“ Svo mörg voru þau orð. Og verða ekki túlkuð nema á einn veg.

Nastassja Kinski starfaði sem fyrirsæta samhliða kvikmyndaleik á fyrstu áratugum ferilsins. Í því hlutverki naut hún líka hylli og heimsathygli. Ljósmynd sem Richard Avedon tók af Kinski 1981 með snák sem umvefur nakinn líkama hennar er einna frægust, gert var framleitt veggspjald með ljósmyndinni sem seldist meira en nokkurt annað –og það staðfesti auðvitað endanlega stöðu hennar sem kyntákns á þessum tíma.

LÉK Í INLAND EMPIRE

Nastassja Kinski hefur sem fyrr segir leikið í meira en sextíu kvikmyndum, bæði austan hafs og vestan, og er enn að, en á meðal þekktra mynda sem hún hefur leikið í á nýrri öld eru Inland Empire eftir David Lynch og Sugar í leikstjórn Rotimi Rainwater. Hún á þrjú börn, soninn Aljosa með Vincent Spano sem lék á móti henni í Maria’s Lovers, Sonju með egypska kvikmyndaframleiðandanum Ibrahim Moussa, og Kenya með bandaríska tónlistarmanninum Quincy Jones, en sú síðastnefnda fetaði í fótspor móður sinnar sem fyrirsæta.

Og svo því sé líka til haga haldið keppti þessi margverðlauna leikkona og dáða fyrirsæta í þýsku útgáfunni af Let’s Dance á útmánuðum 2016, hvergi af baki dottin.

FJÖLBREYTT flóra nýrra heimildarmynda, sem ýmist byggir á blaðamennsku og rannsóknum eða bláköldum veruleikanum víða um jarðir, setur sterkan svip á kvikmyndahátíðina í ár eins og endranær. Ef hægt er að finna þeim samnefnara má heita að þær stingi á mörgum viðkvæmustu kýlum samtímans sem lúta að vanda flóttamanna og innflytjenda, loftslagsvánni og byggðaröskun. Á meðal athyglisverðustu og umtöluðustu heimildarmyndanna sem sýndar eru á hátíðinni í ár má nefna Söguna af Souleymane (The Story of Souleymane) sem fjallar um samnefndan hælisleitanda sem hefur þann starfa að sendast með mat á hjóli sínu í París og hefur aðeins tvo daga til að undirbúa sig fyrir viðtalið sem sker úr um hvort hann fái landvistarleyfi í Frakklandi. Myndin fékk standandi lófaklapp í Cannes í vor, svo afhjúpandi sem hún þótti um ömurleg lífskjör flóttafólks í Evrópu.

Blákaldur veruleikinn blasir líka við í Bráðabirgðabúgí (Temporary Shelter) sem er fyrsta verk Anastasiia Bortuali í fullri lengd, en það segir talsvert um ágæti hennar að hún var heimsfrumsýnd á TIFF, Alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Toronto fyrr í september. Sjálf sótti Bortuali um hæli á Íslandi eftir innrás Rússa í Úkraínu og segir hér söguna af löndum sínum sem eiga tímabundið heimili í yfirgefinni herstöð á Íslandi. Helgi Felixson vinnur myndina með henni, sá alvani tökumaður.

Lífsfirringin sem blasir við flóttafólki í stríðshrjáðum löndum er ekki síður átakanleg í heimildarmyndinni Landlaus (No Other Land) sem gerð er af hópi Palestínumanna og Ísraela í því augnamiði að sýna hvernig yfirgangur ísraelskra stjórnvalda á hersetnum Vesturbakkanum hefur hrakið Araba frá heimahögum sínum, en landránið og þjóðarmorðið af völdum Ísraela þar um slóðir er með öllu ómennskt og miskunnarlaust.

Loftslagsvánni eru svo gerð eftirminnileg skil í myndinni Eyðilönd (Piropolis) eftir Nicolas Molina en hún fjallar um þær ógnir sem stafa af síendurteknum eldum sem kvikna í skóglendinu við hafnarborgina Valparaíso í Síle. Bálið ræðst þar á viðkvæmt gróðurlendið og æðir upp með víðernum landsins svo eftir stendur eyðileggingin ein, enn og aftur.

Og það er með margvíslegum hætti sem umhverfismálin birtast mannkyninu á nýrri öld, en maðurinn sjálfur er þar oft og tíðum örlagavaldurinn. Þess sér stað í heimildarmynd Nelson Makengo sem ber heitið Í skjóli myrkurs (Rising Up at Night), en hún segir frá þeim áformum að reisa stærsta orkuver Kongó og afleiðingunum sem þau munu hafa á heimili og aðstæður milljóna íbúa landsins.

Loks er vakin sérstök athygli á þeirri byggðaröskun sem er að verða víða um jarðir í verkinu Sveitalíf (Woolly) eftir norsku kvikmyndagerðarkonuna Rebekku Nystabakk sem fylgist með Rakel systur sinni taka við sauðfjárbúi föður þeirra í fjórða ættlið, en það eru umskipti fyrir Rakel og Idu, konu hennar, að gefa borgarlífið upp á bátinn og flytja í fásinnið, enda kann Rakel ekki til verka og Ida hefur aldrei búið úti á landi.

Sumsé, nýjar heimildarmyndir – og nóg er úrvalið!

HEIMILDARMYNDIR Í HÁVEGUM

„Má heita að þær stingi á mörgum viðkvæmustu kýlum samtímans“
SAGAN AF SOULEYMANE THE STORY OF SOULEYMANE BRÁÐABIRGÐABÚGÍ TEMPORARY SHELTER
LANDLAUS
NO OTHER LAND EYÐILÖND
PIROPOLIS

NÁLGAST KVIKMYNDAGERÐ MEРOPNUM HUGA

BIRNA KETILSDÓTTIR SCHRAM ER ÍSLENSKI VERÐLAUNAHAFI SÓLVEIGAR-ANSPACH VERÐLAUNANNA 2024

„Það sem er svo spennandi við kvikmyndagerð í dag er hvernig mörkin milli leikinna mynda og heimildarmynda eru byrjuð að leysast upp og hvernig þessar greinar geta fengið lánuð verkfæri hvor frá annarri“

SÓLVEIGAR Anspach­verðlaunin voru í ár veitt í áttunda skiptið. Tilnefndar voru sex stuttmyndir og leikstýrurnar Nellie Carrier (CA) og Birna Ketilsdóttir Schram (IS) hrepptu verðlaunin fyrir stuttmyndirnar Ditch og Allt um kring. Forseti dómnefndar var Vera Sölvadóttir.

Verðlaununum var komið á fót árið 2017 til að hvetja nýja kynslóð kvikmyndaleikstýra til dáða, vekja athygli á frönskum og íslenskum stuttmyndum og til að heiðra minningu fransk­íslenska leikstjórans Sólveigar Anspach.

Frá árinu 2022 hafa tvennar stuttmyndir verið verðlaunaðar hvert ár, ein frá íslenskri, eða íslenskumælandi, leikstýru, og önnur frá franskri,

BIRNA Ketilsdóttir Schram er búsett í Kaupmannahöfn og er Allt um kring er þriðja stuttmyndin úr hennar smiðju, en Birna hefur áður leikstýrt tónlistarmyndböndum og kynningarefni fyrir fyrirtæki og félagasamtök.

Verðlaunamyndin Allt um kring er leikin stuttmynd sem fjallar um stelpu sem missir ömmu sína og reynir að halda í tengslin við hana meðan hún gengur frá dánarbúi hennar. Efnið byggir Birna á persónulegri reynslu en hún missti sjálf móður sína fyrir tveimur árum. Í myndinni skoðar Birna eigin tilfinningar tengdar missinum og aðferðir til að viðhalda tengslum við þá sem hafa þurft að kveðja. Í anda Sólveigar Anspach eru verðlaunin sérstaklega veitt leikstýrum sem hafa frumlega nálgun á kvikmyndagerð en Birna segist hafa talsvert opinn huga gagnvart kvikmyndamiðlinum. Hún sé ekki ein af þeim sem lét sig dreyma um kvikmyndaferil í æsku, heldur hafi hún á fullorðinsárum smám saman uppgötvað að kvikmyndir væru kjörinn farvegur fyrir ýmsa sköpun sem hún hafi þá þegar verið að stunda. Hún hafi alla tíð verið týpan sem finnist gaman að koma verkefnum í framkvæmd og í kvikmyndagerð komi saman ljósmyndun, myndlist, samvinna með fólki og listin að láta hluti gerast. Frjálsleg nálgun Birnu á kvikmyndaformið kemur skýrt fram í stuttmynd hennar Brávallagata (2022). Þar fékk leikstýran fráskilda foreldra sína til að koma saman fyrir framan gamla heimili þeirra í vesturbænum, þjappa sér saman í rammann og eiga samtal fyrir framan tökuvélina með Birnu sín á milli. Stuttmyndin verður að frjálslegu rými fyrir samtal og lifandi fjölskylduportretti.

Hluti af verðlaunum Sólveigar Anspach felst í því að sýna myndina á Alþjóðlegu stuttmyndahátíðinni í Clermont­Ferrand í Frakklandi. Hátíðin er stærsta stuttmyndahátíð í heimi og yfir fjörutíu ára gömul, og henni lýsir Birna sem dálítið „kreisí“ upplifun.

„Mér leið eins og krakka sem var að byrja í nýjum skóla – og á köflum var hátíðin yfirþyrmandi. –en ég fékk ágætisráð um að hugsa um hátíðina eins og safn fyrir kvikmyndir, þar sem maður fær tíma og tækifæri að sjá ótrúlegt samansafn af myndum sem maður hefði annars síður átt færi á að sjá. Og á svona hátíðum kynnist man líka mikið af seljendum og kvikmyndaframleiðendum, sem kemur sér auðvitað vel.“

eða frönskumælandi, leikstýru. Þá er sá háttur hafður á að íslenska verðlaunahafanum er boðið til Frakklands af Sendiráði Íslands í París, og franska verðlaunahafanum er boðið til Íslands af Sendiráði Frakklands í Reykjavík.

Meðal fyrri verðlaunahafa frá Íslandi, má nefna Ninnu Pálmadóttur, Önnulísu Hermannsdóttur, og Katrínu Helgu Andrésdóttur.

Sólveig Anspach verðlaunin eru samstarfsverkefni Sendiráð Frakklands í Reykjavík, , Alliance Française, RIFF, Reykjavíkurborgar, Sendiráðs Íslands í París, Alþjóðlegu stuttmyndahátíðinni í Clermont­Ferrand og Kvikmyndamiðstöðvar Íslands.

Allar sex tilnefndu stuttmyndirnar verða sýndar í Háskólabíói á sérstakri verðlaunaafhendingu og móttöku í Háskólabíói þann 28. september klukkan 16:00, í boði Franska sendiráðsins. Viðburðurinn verður opinn öllum að kostnaðarlausu en nauðsynlegt er að taka frá (ókeypis) miða á RIFF-appinu eða heimasíðu RIFF.

BIRNA KETILSDÓTTIR SCHRAM Á SETTI. MYND: RÚNAR INGI

ÞAÐ er stundum haft á orði að listin hreyfi við fólki og að þar séu áhrif hennar og máttur komin í öllu sínu veldi. Þetta á ekki síst við um kvikmyndir, því fjölmargar þeirra, bæði fyrr og síðar, hafa beinlínis storkað viðteknum venjum – og jafnvel hneykslað svo mjög að ástæða hefur þótt til að banna þær og taka úr umferð.

ÞVÍ SVONA MÁ EKKI SJÁST Japanska kvikmyndin Veldi tilfinninganna eftir Nagisa Oshima er einstakt dæmi um bíó sem bregður fæti fyrir samtímann og fellir hann í gólfið, svo sjálfur tíðarandinn liggur þar vankaður eftir. Sýning hennar á RIFF í ár er einn af sérviðburðum hátíðarinnar. Og það verður athyglisvert fyrir áhorfendur að meta meinta svæsni hennar þegar næstum fimmtíu ár eru liðin frá frumsýningu hennar, en hún fjallar jú um ástarsamband fyrrverandi gleðikonu, sem gerist starfsstúlka á hóteli, og yfirmanns hennar – og er þar lítið sem ekkert dregið undan í holdlegu samneyti. En sitt sýndist hverjum á sínum tíma, einum hópi fannst listrænt gildi myndarinnar vera sterkt og sannfærandi, en öðrum fannst hún vera hreint og beint klám.

Myndin byggir raunar á sannri sögu, en það kom ekki í veg fyrir að aðstandendur fyrstu kvikmyndahátíðarinnar í Reykjavík, árið 1978, létu undan þrýstingi og hættu við sýningar hennar, einmitt þegar landinn fór á límingunum. Það var raunar í anda þess sem gerðist víðast hvar. Veldi tilfinninganna varð bannaðasta mynd í heimi. Og sýningarbanninu var ekki aflétt fyrr en löngu síðar, svo sem í Noregi, en ekki fékkst leyfi til að sýna hana þar í landi fyrr en á nýrri öld, árið 2001.

Leikstjórinn öðlaðist heimsfrægð með þessari erótísku ræmu. Hann er þó einna frægastur fyrir dramatíska kvikmynd sína Gleðileg jól, herra Lawrence sem fjallar um lífið í fangabúðum í seinna heimsstríðinu á svo til miskunnarlausan máta. Nagisa Oshima lést í ársbyrjun 2013, áttræður að aldri.

ÞEGAR LANDINN FÓR Á LÍMINGUNUM

RIFF SÝNIR VELDI TILFINNINGANNA

„Allt í senn full af mannúð, sérvisku og kaldhæðnislegri kerskni“

ÞÆR eru ófáar skáldsögurnar sem verða að kvikmyndum, sem oftar en ekki hefur endað með stóru spurningunni um hvort sé betra, bókin eða bíóið. Og hefur þar sitt sýnst hverjum.

En þegar kemur að sögunni Ör eftir Auðu Övu Ólafsdóttur og myndinni Hôtel Silence (Hôtel Þögn) eftir kanadísk­svissnesku kvikmyndagerðarkonuna Léa Pool má öruggt heita að hvorutveggja sé með miklum ágætum. Um það vitna viðtökurnar.

Umrætt ritverk Auðar Övu kom út 2016 og var hennar fimmta skáldsaga sem segir af Jónasi nokkrum Ebeneser, 49 ára fráskildum, valdalausum og gagnkynhneigðum karlmanni sem hefur ekki haldið utan um bert kvenmannshold – alla vega ekki viljandi – í átta ár og fimm mánuði. En hann er handlaginn. Kappinn hefur flísalagt sjö baðherbergi og þegar hann leggur af stað í ferðalag sem hann hefur ekki hugsað sér að snúa aftur úr, tekur hann með sér borvél.

Eins og þetta sé ekki einmitt dæmigerð Auður Ava, en haft hefur verið á orði í umsögnum um verkið að þar fari lítil bók með stórt hjarta. Hún sé full af útsmognum húmor og leiftrandi fjörugu tungumáli

og spyrji jafnframt áleitinna spurninga um lífið og dauðann og þó umfram allt um ástina sem öllu máli skipti, eins og segir á einum stað.

Og nú hefur þessi glettna saga umbreyst í bíó sem gestir RIFF geta notið á hátíðinni, en filman var frumsýnd í Montreal í Kanada í vor að viðstöddum höfundi bókarinnar sem, að sögn, átti hug og hjörtu fjölmiðlafólks á staðnum sem vildi hvert af öðru taka viðtal við hann. Því hver skrifar svona dæmalaust dillandi vel?

Leikstjórinn, Léa Pool, sem fædd er í Sviss, hefur auk starfa sinna við kvikmyndagerð kennt fagið við Háskólann í Québec í Montreal­fylki í Kanada, en þótt hún eigi að heita komin á eftirlaun, hefur hún ekki getað hætt að skapa frekar en margur annar kúnstnerinn á efri árum. Svo því þá ekki að festa Ör á filmu.

Og Léa má svo sannarlega vera ánægð með afraksturinn, því stórblöð á borð við Sunday Times hafa hælt henni í hástert, en þessi svarta komedía sem tekst á við mannsins þungu lund, eins og það er orðað, er „allt í senn full af mannúð, sérvisku og kaldhæðnislegri kerskni.“

VELDI TILFINNINGANNA HÔTEL

NOREGUR DANSAR VIÐ ÍSLAND

DANSARSVÍÞJÓÐVIÐ

DUELS, eða Einvígin á ylhýrri íslensku, er eitt af óvenjulegu kvikmyndaverkunum sem prýða hátíðina í ár, en þar er komin dansmynd úr smiðju hins kunna sænska leikstjóra Jonas Åkerlund sem byggir á vinsælu verki norska danshópsins í Nagelhus Schia. Það er samið af þeim Damien Jalet og Ernu Ómarsdóttur og kom fyrst fyrir almenningssjónir á Vigelundsafninu í Osló 2020 og þótti leysa úr læðingi alla þá krafta sem stafa af höggmyndunum sem þar er að finna.

Þetta er óvenjuleg mynd í marga staði og þykir bera höfundarverki Åkerlund glöggt vitni, en sá alþjóðlega verðlaunaði leikstjóri fer gjarnan ótroðnar slóðir í sköpun sinni, hvort heldur er í leiknum kvikmyndum, heimildarmyndum, tónlistarsýningum, leiksýningum eða auglýsingagerð.

Erna Ómarsdóttir útskrifaðist sem dansari frá PARTS­skólanum í Brussel árið 1998 og starfaði hjá ýmsum belgískum og alþjóðlegum danshópum um árabil. Hún hefur í á þriðja áratug samið dansverk og ferðast með þau víða um heim við frábæran orðstír, nú hin síðustu ár undir merkjum Íslenska dansflokksins.

TAKTFASTUR TÓNLISTARGEIMUR

RIFF SÝNIR INTERSTELLA 5555: THE 5TORY OF THE 5ECRET 5TAR 5YSTEM

ÞEGAR vísindaskáldskapur hittir fyrir taktfastan tónlistargeim er útkoman ekkert minna en Interstella 5555 (インターステラ5555), margfræg japönsk teiknimynd sem frumsýnd var fyrir tuttugu árum og hefur reynst alveg sérlega lífsseig, en það hjálpar auðvitað til að ræman sækir næringu sína í niðandi músík Daft Punk, raunar Discovery, alla aðra plötu sveitarinnar.

RIFF er eina kvikmyndahátíðin sem sýnir Interstella 5555 í ár, en af því tilefni munu frægir hjálparkokkar Daft Punk í tónlistarvinnslunni koma til landsins og ræða um efni myndarinnar í sýningarlok, en þar verða á ferðinni Emmanuel de Burutel, listrænn stjórnandi grúppunnar og goðsögn í bransanum, og félagi hans og framleiðandi myndarinnar Cédric Hervet.

FRAMVINDAN FELLUR AÐ TÓNHEIMI DAFT PUNK MYNDIN er leikstýrð af Kazuhisa Takenouchi og segir söguna af því hvernig hljómsveit úti í geimnum er bæði rænt og bjargað. Myndtúlkunin ræður þar ferðinni, enda er engum samtölum fyrir að fara í Interstella, heldur tónlistinni einni saman og suðinu utan úr geimnum, en heita má að framvindan falli í einu og öllu að tónheimi Discovery-plötunnar. Og söguhetjurnar eru náttúrulega skrautlegar eins og við er að búast af teiknimynd sem tjáir músík Daft Punk, en þær koma frá plánetu sem byggð er bláskinnum, gítaristanum Arpegius, píanóleikaranum Octeve, trommaranum Baryl og bassaleikaranum Stella sem leika fyrir fullum sal í heimkynnum sínum í sömu mund og herlið frá jörðinni gerir þar atlögu og rænir öllu heila bandinu. Svo því þá ekki að slást í þessa för – og lyfta sér aðeins á kreik.

DUELS. MYND: ANTERO HEIN

STUTTAR ÍSLENSKAR KEPPA SÍN Á MILLI

DULD

HÁTT Í HUNDRAÐ SÓTTU UM AÐ SÝNA STUTTMYNDIR Á RIFF Í ÁR SEM ER MET

ÞAÐ er ekki bara verið að taka upp rauðar íslenskar í kartöflugörðunum heima um þessar mundir, heldur líka stuttar íslenskar til sýninga á Alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Reykjavík sem hefst í Háskólabíói 26. september og stendur til 6. október.

Og úrvalið af nýjum íslenskum er aldeilis frábært, og raunar meira en nokkru sinni, enda hafa aldrei fleiri kvikmyndagerðarmenn sótt um að sýna stuttmyndir á hátíðinni en í ár, eða sem nemur nálega hundrað verkum, sem vitnar um ótrúlega grósku í greininni hér á landi.

Keppt er í þremur flokkum, leiknum myndum, tilraunamyndum og heimildarmyndum – og verður hægt á hámhorfa hvern flokk fyrir sig á hátíðinni. Nefna má sem dæmi að það tekur áhorfendur hálfa aðra klukksutund að sjá allar leiknu myndirnar í einni beit, en þær eru frá sjö mínútum að lengd og upp í tæpan hálftíma. Það er á við venjulega bíómynd.

Leiknu myndirnar í ár eru átta talsins og eru jafn ólíkar að efni og þær eru margar, en eru allar til vitnis um kraftinn í stuttmyndagerð á Íslandi – og einstaklega ríka sköpunargleði.

Annalísa Hermannsdóttir sýnir okkur Duld sem fjallar um Vigdísi, yfirmann á lögmannsstofu, og einn morgun í hennar lífi sem gerist í dystópískum hliðarveruleika.

Gunnjón Gestsson er með verkið Gústi sterki og hefnd hafsins sem segir af tveimur sjómönnum sem lenda í klóm ógnvænlegs hafbúa.

Hjördís Jóhannssdóttir mætir með Brúðurina, en sú er eistnesk og fær óvænt pata af óþægilegu máli daginn sem hún er að fara giftast íslenskum karli sínum.

Í stuttmynd Kötlu Sólnes sem ber heitið Veður ræður akri, en vit syni, þarf Hera að gera það upp við sig hvort niðurnítt hús hennar við sjóinn standist lengur ágjöfina.

Kolbeinn Gauti Friðriksson færir okkur myndina Smakk sem gerist í bragðprufufyrirtæki og hverfist um yfirmann sem hvetur starfsmann sinn til dáða.

Nikulás Tumi leikstýrir Bláa kallinum sem greinir frá ungum húsamálara sem endar heima hjá heillandi pari sem hann hitti fyrir tilviljun fyrir utan næturklúbb.

Oddur S. Hilmarsson kynnir fyrir okkur Hús til sölu þar sem fasteignasali nokkur lendir í þeim hremmingum að geta varla selt sitt eigið hús, hvað þá annað.

Og loks segir Sölmundur Ísak okkur söguna af Mikaelu sem hefur einsett sér að missa meydóminn í námi sínu í útlöndum, en myndin heitir Klárum ‘etta!

„Allar til vitnis um kraftinn í stuttmyndagerð á Íslandi – og einstaklega ríka sköpunargleði“
GÚSTI STERKI OG HEFND HAFSINS
BRÚÐURIN
VEÐUR RÆÐUR AKRI, EN VIT SYNI
SMAKK
BLÁI KALLINN
HÚS TIL SÖLU
KLÁRUM ‘ETTA!
Það skortir sumsé ekki úrvalið í ár!

TOPP TÍU LISTI DAGSKRÁRRÁÐS UNGA FÓLKSINS

DAGSKRÁRRÁÐ unga fólksins er nýjung í starfsemi RIFF þar sem hópur ungs fólks stígur inn í hlutverk skoðanaleiðtoga til að gera viðamikla dagskrá hátíðarinnar aðgengilegri. Þar velja þrettán einstaklingar úr ýmsum áttum þrjár myndir á hátíðinni sem þau eru hvað spenntust fyrir. Valið verður svo kynnt ásamt rökstuðningi þeirra á samfélagsmiðlum RIFF fyrir og á meðan á hátíðinni stendur.

Í DAGSKRÁRRÁÐI UNGA FÓLKSINS SITJA:

ARNÓR BJÖRNSSON

Arnór hefur starfað við dagskrárgerð á RÚV og skrifaði og leikur í verkinu Tóm Hamingja sem sýnt verður í Borgarleikhúsinu í vetur

ARTÚR SÍUZEV GUÐNASON

Artúr Siuzev stundaði nám við kvikmyndafræði í Háskóla Íslands og hefur komið að gerð fjölda stuttmynda.

ÁSGEIR SIGURÐSSON Ásgeir er kvikmyndagerðarmaður sem skrifaði, leikstýrði og lék í seríunni Gestir hjá Sjónvarpi Símans.

CHANEL BJÖRK STURLUDÓTTIR

Chanel Björk er baráttu­ og fjölmiðlakona sem heldur úti fræðsluvettvanginum Mannflóran.

EMBLA BACHMANN

Embla Bachman starfar við dagskrárgerð á RÚV, í fyrra kom út hennar fyrsta bók, Stelpur Stranglega Bannaðar.

HARPA HJARTARDÓTTIR

Harpa Hjartardóttir er meistaranemi í kvikmyndaleikstjórn við FAMU í Prag.

JÓNA GRÉTA HILMARSDÓTTIR

Jóna Gréta starfaði um árabil sem kvikmyndagagnrýnandi hjá Morgunblaðinu og stundar nú nám í kvikmyndagerð við Listaháskóla Íslands.

KARITAS LOTTA TULINIUS

Karitas Lotta Tulinius er sjálfstætt starfandi dansari í sviðslistageiranum.

KÁRI EINARSSON

Kári Einarsson er kvikmyndagerðarmaður sem starfar við dagskrárgerð hjá RÚV.

NIKULÁS TUMI HLYNSSON Nikulás Tumi er kvikmyndagerðarmaður sem stundar nám við kvikmyndaskólann FAMU í Prag.

REGN SÓLMUNDUR EVU

Regn er 26 ára listakvár og aktívisti sem hefur tekið þátt í yfir 20 samsýningum og haldið tvær einkasýningar.

SÖLVI HALLDÓRSSON Sölvi er rithöfundur og ljóðskáld, í haust kemur út ljóðabók hans Þegar við vorum hellisbúar.

UNA SCHRAM Una Schram er sjálfstætt starfandi tónlistarkona, í júní gaf hún út sína þriðju smáskífu Pond Big, Fish Tiny.

ÞETTA SNÝST MIKIÐ UM AÐ KUNNA AÐ VERAÁ TÖKUSTAÐ

„Framleiðsluþolinmæði mín var bara búin“

RIFF SÝNIR BRANSALJÓSMYNDIR LILJU JÓNS Í ANDDYRI HÁSKÓLABÍÓS

ANDDYRI Háskólabíós verður myndum skrýtt í tilefni kvikmyndahátíðarinnar í ár, en þær sýna nokkur áhugaverð augnablik úr sögu kvikmyndagerðar síðasta hálfa annan áratuginn sem Lilja Jóns hefur fest á filmu. Sýningin er haldin í samstarfi við 66°norður.

„Ljósmyndun á setti var ekki fag hér á landi fyrr en um og upp úr 2010 þegar Þjóðverjar gerðust meðframleiðendur að fyrstu Ófærðinni,“ rifjar Lilja upp, en þeir þýsku hafi talið sig þurfa á svo mörgum myndum úr tökuferlinu að halda að úr varð að ráða hana til verksins. Hún kveðst vera búin að starfa í bransanum frá átján ára aldri, með hléum, og þekki framleiðsluferlið eins og lófann á sér, á stundum siggborinn og sveittan, en þar hafi komið að því á sínum tíma að hún hafi hreinlega brunnið út í faginu. „Þetta er svo mikil ofsakeyrsla,“ segir hún og talar af reynslu.

Hún flutti til Englands til að snúa sér að ljósmyndun. „Ég setti svo nokkrar myndir á fésið og viðbrögðin létu ekki á sér standa,“ segir Lilja og það má heita að hún hafi rétt bransanum litla puttann sem hafi svo gripið um alla höndina – og hent henni aftur á vettvang. Og síðan hefur hún verið fluga á vegg, í hverju verkinu af öðru. „Þetta snýst um að kunna að vera á tökustað,“ segir Lilja. „Aðalatriðið er að vera ekki fyrir, en ná að fanga engu að síður stemninguna og andann í verkinu.“

Lilja þekkir vel til RIFF en hún var með fyrirlestur á Bransadögum á hátíðinni fyrir tveimur árum og fjallaði þar um starf sitt sem ljósmyndari á setti. Núna njótum við verka hennar í anddyri Háskólabíós og raunar líka í Leifsstöð á meðan á RIFF stendur og hlökkum til þeirrar veislu – og getum svo einnig farið að hugsa með gleði til Veislunnar á RÚV í hennar leikstjórn, sem minnir á að það er hægt að stimpla sig út úr myndverinu en aldrei að yfirgefa bransann.

LILJA JÓNS Á SETTI
MYND: LILJA JÓNS
MYND: LILJA JÓNS

MEÐ STJÖRNUFANS

„Altso, ekta Almodóvar, mannlegur og mjúkur sem fyrr“

ALMADÓVAR LOKAR HÁTÍÐINNI Í ÁR

ÞAÐ er engin önnur en spænska kvikmyndagoðsögnin Pedro Almodóvar sem slær botninn í Alþjóðlegu kvikmyndahátíðina í Reykjavík í ár og það gerir hann auðvitað með sínu nýjasta listaverki The Room Next Door, eða Herberginu við hliðina, sem borin er uppi af stórstjörnunum og Óskarsverðlaunahöfunum Julianne Moore og Tildu Swinton.

Þessi lokamynd RIFF var frumsýnd fyrr á árinu og markar þau þáttaskil á ferli Almodovar að vera fyrsta leikna kvikmynd hans á ensku. Hún hefur þegar vakið verðskuldaða athygli fyrir leik og ljúfsára fléttu, en hún var meðal aðalmynda á Kvikmyndahátíðinni í Feneyjum í byrjun september.

Söguþráðurinn hverfist um stirt samband Mörthu (Swinton) og móður hennar sem slitnar endanlega út af misskilningi þeirra á milli. Ingrid (Moore) er sameiginlegur vinur þeirra og sér báðar hliðar vandans, en Martha og Ingrid voru góðar vinkonur á árum áður þegar þær störfuðu á sama tímaritinu.

Leiðir skildu eftir að Ingrid sneri sér að ritstörfum og Martha gerðist stríðsfréttaritari – og það er ekki fyrr en þær báðar eru farnar að reskjast sem leiðir þeirra liggja saman að nýju og við þeim blasir þessi undarlega staða að Martha og móðir hennar hafa ratað hvor í sitt hornið. Altso, ekta Almodóvar, mannlegur og mjúkur sem fyrr.

RIFFARARNIR

HULDAR

BREIÐFJÖRÐ

Huldar Breiðfjörð er handritshöfundur og lektor í ritlist við háskóla íslands.

ÉG er ánægður að hafa gert mikið af frábærum uppgötvunum á RIFF og kynnst mikið af nýjum leikstjórum. Árið 2017 var ég sérstaklega hrifinn af mynd Chloé Zhao The Rider sem fjallaði um ungan kúreka sem slasast illa þegar hann er að keppa í ródeó. Myndin er leikin af bæði atvinnu­ og amatörleikurum, sem er nokkuð snúið að láta ganga upp, en tókst rosa vel hjá Zhao. We Are The Best (2013) eftir Lukas Moodysson stendur líka upp úr, þar stofna þrjár ungar stelpur pönkhljómsveit í Stokkhólmi níunda áratugarins, þrátt fyrir að allt fullorðna fólkið segi við þær að pönkið sé dautt. Ég fór í fyrsta sinn á hátíðina árið 2005, þá sá ég til dæmis The Death of Mr. Lazarescu eftir Cristi Puiu, svarta grínmynd um dauðvona mann sem er skutlað milli spítala í Búkarest í heila nótt en er alltaf neitað um læknisþjónustu. Í kjölfarið fór ég að skoða nánar rúmensku bylgjuna sem Puiu var hluti af. Á RIFF reyni ég yfirleitt að sjá myndir frá löndum þar sem ég þekki lítið til, því kvikmyndir eru einmitt svo góður miðill til að birta okkur líf í öðrum löndum. Þess vegna er kvikmyndamenning mikilvæg, því lönd sem búa ekki yfir henni verða oft ósýnileg fyrir manni. Ég veit til dæmis þó nokkuð um lífið í Rúmeníu og Georgíu, af því ég er mjög hrifin af kvikmyndargerð þeirra þjóða. Á sama tíma þekki ég voða lítið til lífsins í Búlgaríu. Í gamla daga fékk maður algjört stresskast frammi fyrir prógramminu, sá svo margt spennandi í boði og svo miklu meira en maður myndi nokkurn tíma ná að sjá yfir hátíðina. Í dag finnst mér stærðin á prógramminu orðin mjög passleg, eða kannski er ég bara orðin svona selektívur, eða metnaðarlaus.

MARGRÉT ERLA ÞÓRSDÓTTIR

BABETTES GÆSTEBUD (1987)

Margrét Erla Þórsdóttir er nýkomin heim úr meistaranámi í heimspeki í New York og nýtir tækifærið til að taka fram að hún er í atvinnuleit.

EFTIRMINNILEGASTA sýningin sem ég hef séð á RIFF var sérstök veislusýning á Babettes Gæstebud (1987), danskri klassík byggðri á samnefndri skáldsögu Karen Blixen. Fyrir það fyrsta elska ég þessa steiktu og heimspekilegu slapstick­grínmynd, en eftir sýninguna var borið fram veisluborð með víni, kræsingum, og þetta var allt saman vegan?! Ég man þegar ég og vinir mínir þreifuðum á alls konar loðnum ávöxtum sem við höfðum aldrei séð áður, urðum við alveg jafn gáttuð og fátæku þorpsbúarnir sem komu í boðið hennar Babette. Og svo urðum við mjög södd. Í fyrra var síðan sýning með sama sniði nema þá var Ratatouille á dagskrá, og ég er enn þá í rusli yfir að hafa misst af því. Í fyrsta sinn sem ég fór á RIFF endaði ég á að vera með dálítið strangt þema og sá bara heimildarmyndir, til dæmis Into the Inferno (2016), heimildarmynd eftir Werner Herzog um virk eldfjöll víða um lönd. Herzog var sjálfur viðstaddur sýninguna, svaraði spurningum eftir á og var mjög fyndinn, svona sjarmerandi dónalegur. Einn aðdáandi hans spurði sérstaklega út í tónlistarvalið hans (í Into the Inferno notaði hann til dæmis níðþunga Wagneríska sinfóníutónlist undir öll eldfjallaskotin) og Herzog svaraði að hann væri reyndar „sá versti af öllum kvikmyndagerðarmönnum heims“ þegar komi að því að velja kvikmyndatónlist fyrir soundtrack­ið. Síðan þá hef ég ekki haft neitt sérstakt þema eða strategíu fyrir hátíðina, enda er það óþarfi. Og það er kannski það besta við RIFF, ef kona er með passa þarf hún ekki að velta of mikið fyrir sér hvort hin eða þessi mynd sé þess virði að kaupa miða á, heldur getur hún bara freistað gæfunnar, sörfað flokkana, elt vini sína á sýningar sem þeir velja og forðast óvini sína og sýningarnar sem þeir velja.

WE ARE THE BEST (2013)
THE RIDER (2017)

SIGUR HVERSDAGSLEIKANS

HUGLEIÐINGAR RITSTJÓRA

KVIKMYNDIN á sér langa sögu og hefur lagað sig að þeim aldarbrag sem tíðarandinn hefur teiknað hverju sinni.

Tími hennar teygir sig yfir þriggja alda skeið –og þótt margir vilji tilnefna raðir ljósmynda sem Englendingurinn Eadweard Muybridge tók árið 1878 af hesti ríkisstjóra Kaliforníu á hlaupum sem fyrstu hreyfimynd sögunnar, sem er auðvitað krúttlegt, má upphaf bíómenningarinnar örugglega rekja til fyrstu bíóferðar mannkynssögunnar árið 1895 þegar kvikmyndagerðarbræðurnir Auguste og Louis Lumiére efndu til sýningar á tíu stuttmyndum sínum sem voru flestar vel innan við mínútu að lengd. Altso, þeirri bíóferðinni lauk eftir sjö mínútur.

Svo fór að togna úr tilþrifunum, og undir lok aldarinnar var svo komið að fleiri en eitt atriði sást í hverri hreyfimynd. Í verki Georges Méliés frá 1899 brá fyrst fyrir röð atriða. Þar með lifnaði yfir leiknum og ljósin luku upp nýrri veröld.

Á þeim fimm aldarfjórðungum sem liðnir eru hefur kvikmyndin ekki aðeins ræskt sig – og stigið eftirminnilega út úr þögninni, heldur hefur hún líka kastað af sér klisjunni sem lék svo lengi vel um hana fram eftir síðustu öld. Hún tók sig svo hátíðlega að setja varð hverja senuna af annarri á svið, svo nátengd sem hún var enn þá leikhúsuppfærslum fyrri alda. Og þótt hún öðlaðist vissulega sjálfstæði eftir því sem tuttugustu öldinni fleygði fram, var hún lengi vel svo prúðbúin og vel til höfð að frægðarmenni hvíta tjaldsins virtust vera af öðrum heimi en áhorfendur.

Hollywood gaf tóninn. Aðrir túlkuðu hann á sinn hátt. Í Asíu jafnt og Austur­Evrópu. Og svo var einnig um gömlu nýlenduveldin vestan við járntjaldið þegar komið var fram á sjöunda og áttunda áratug síðustu aldar – og kvikmyndalistin var að ná hvað mestum blóma – og lit, maður lifandi.

En ameríski frægðarljóminn, þar sem karlmennska og kynbombur voru alla jafna í aðalhlutverki, hafði einatt vinninginn. Þar á meðal hetjudýrkunin.

Ofan í kjallaranum í Gamla skóla á brekkubrúninni á Akureyri horfði maður á ræmurnar reyna sig við áttamillimetra maskínuna sem hökti helst til mikið á borðbríkinni. En Roy sást nú samt, syngjandi á baki hesti sínum Trigger, í þann mund að taka í gikkinn og fella fjandmann sinn.

Og maður sat stjarfur í myrkvuðum sal, heima í húsvarðaríbúðinni í sjálfri Menntaskólabyggingunni, en sonurinn var skólabróðir og hafði aðgang að þessari kúnstugu kvikmyndavél.

En svo dó Roy eins og aðrar þær stórstjörnur sem brostu sínu fullkomna brosi framan í kvikmyndavélarnir svo til alla manns æsku og yfir á fullorðsinsár. Og ekki gat maður þá séð fyrir að evrópskar myndir ættu eftir að taka þeim amerísku fram í huga manns.

En hversdagsleikinn vann að lokum. Það var allt í einu í lagi á nýrri öld að vera aðfinnanlegur í útliti og atlæti – og hetjan þurfti ekki lengur að hafa betur að lokum. Meira að segja gátu upptökurnar verið hráar og hreyfingar vélarinnar máttu hökta.

Lögmálin voru brotin hvert af öðru. Af því að það varð að brjóta þau. Svo kvikmyndin gæti slitið af sér hlekki fyrri tíma. Og frjáls ljómar hún sem aldrei fyrr, með áhugaverðari frásagnarmáta en nokkru sinni áður. Sjáiði bara RIFF það sem af er þessari öld. Sjón er enn þá sögu ríkari.

„Hún tók sig svo hátíðlega að setja varð hverja senuna af annarri á svið, svo nátengd sem hún var enn þá leikhúsuppfærslum fyrri alda“
SALLIE GARDNER AT GALLOP (1878)
DOWN DAKOTA WAY (1949)
CLEOPATRA (1963)
THE SHINING (1980)
BROEN (2011)

Gjöfin er dásamlegt dekur, hugguleg hótelgisting eða dýrindis máltíð

Hjá okkur færðu gjafabréf í gistingu, mat eða dekur á ellefu hótelum, níu veitingastöðum og í þremur heilsulindum. Bókaðu endurnærandi ánægjustund fyrir þau sem þér þykir vænt um.

Skoðaðu úrval gjafabréfa
hjá Iceland Hotel Collection by Berjaya

Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.