2 minute read

Rubix

Next Article
MDvélar

MDvélar

RUBIX RUBIX í örum vexti á Íslandi

RUBIX á Íslandi er hluti af RUBIXGROUP sem er með um 9000 starfsmenn í Evrópu og starfar í 22 löndum. RUBIX hefur starfað hér á landi frá árinu 2007, í byrjun undir nafninu Brammer en síðan undir eigin nafni. Önnur tveggja starfsstöðva RUBIX er í Kópavogi þar sem eru skrifstofa, vöruhús og verkstæði en hin á Reyðarfirði og veitir hún Alcoa Fjarðaáli sérsniðna og víðtæka þjónustu á sviði vöruhúsa og aðfanga vegna varahluta og rekstrarvara. Í dag starfa um 40 manns hjá RUBIX á Íslandi en nýjasti áfangi í eflingu fyrirtækisins eru kaup RUBIX á Verkfærasölunni fyrr á þessu ári. Fyrirtækin verða rekin hvort í sínu lagi áfram en koma til með að hafa náið samstarf. Bæði fyrirtækin taka þátt í sýningunni í Laugardalshöll.

Advertisement

Mikið vöruúrval og tækifæri

„Í upphafi var aðal áhersla RUBIX hér á landi á þjónustu við stóriðjuna og tengdan iðnað en síðustu ár höfum við í vaxandi mæli horft til fleiri greina, þar á meðal til sjávarútvegsins,“ segir Jóhann Eðvald Benediktsson, framkvæmdastjóri RUBIX .

Vöruúrval og þjónusta fyrirtækisins spannar mjög vítt svið . RUBIX selur vörur fyrir málm- og vélsmíði, legur, mótora og drifbúnað, loft- og vökvabúnað, verkfæri, vinnufatnað, öryggisfatnað og öryggisvörur, smurefni, efnavörur, festingar, stiga, vinnupalla, suðuvörur og margt fleira . „Flóran hjá okkur er því mjög mikil og við höfum verið í stöðugum vexti um margra ára skeið,“ segir Jóhann en velta RUBIX á Íslandi nam um 3 milljörðum króna í fyrra . „Ég sé mikil tækifæri almennt fyrir okkur í atvinnulífinu á Íslandi, ekki síður í sjávarútvegi en öðrum greinum . Það á við um skipin og útgerðina, sem og landvinnslufyrirtækin . Vöruúrval okkar er mikið og til að veita enn betri þjónustu höfum við þróað vefviðmót fyrir pantanir sem henta t .d . vélstjórum í skipum úti á sjó mjög vel . Pantanirnar eru þá tilbúnar þegar skipin koma til hafnar . Við erum með stóran vörulager í Kópavogi til að geta tryggt viðskiptavinum sem stystan afgreiðslutíma á vörum,“ segir Jóhann .

 Jóhann Eðvald Benediktsson, framkvæmdastjóri RUBIX á Íslandi.

 Með kaupum á Verkfærasölunni eflist starfsemi RUBIX enn frekar.  Við Dalveg í Kópavogi er önnur tveggja starfsstöðva

RUBIX hér á landi. Hin er á Reyðarfirði.

Kaup á Verkfærasölunni liður í vexti

Kaup RUBIX á Verkfærasölunni nú í vor segir Jóhann að styrki bæði fyrirtækin og séu liður í vexti RUBIX á markaði hér á landi . „Með Verkfærasölunni fáum við mikla samlegð og aukum vöruframboð og þekkingu . Starfsemi fyrirtækjanna og vöruframboð falla mjög vel saman . Verkfærasalan hefur gífurlega reynslu í sölu verkfæra sem við höfum ekki verið mikið í en RUBIX er aftur á móti mun sterkara á sviðum sem Verkfærasalan hefur ekki starfað á . Markmiðið er að reka fyrirtækin áfram hvort í sínu lagi og byggja á þeirra styrkleikum . Hjá báðum fyrirtækjum sjáum við mikla aukningu í ár og ég er þess vegna mjög bjartsýnn á nánustu framtíð enda mikil gróska í íslensku atvinnulífi nú um stundir,“ segir Jóhann .

rubix.is

This article is from: