1 minute read
Dynjandi
Dælur fyrir atvinnulífið
„Sýningin í Laugardalshöllinni er okkar vettvangur til að sýna bransanum hvað við höfum upp á að bjóða. Dynjandi er með geysilega breitt vöruúrval, ekki bara öryggisbúnaðinn sem fyrirtækið er hvað þekktast fyrir, heldur einnig háþrýstidælur, þvottakerfi, rafstöðvar og hvers kyns vélbúnað sem nauðsynlegur er um borð í skipunum. Við leggjum áherslu á viðhalds- og varahlutaþjónustuna þannig að við erum fljót að bregðast við ef eitthvað bilar skyndilega,“ segir Pétur Gísli Jónsson, gæðastjóri Dynjanda.
Þekkt fyrir öryggisvörur
Dynjandi ehf . var stofnað 1954 og er brautryðjandi á sviði öryggismála á íslenskum vinnustöðum . Hefur áratugareynsla og sérþekking aflað fyrirtækinu trausts meðal viðskiptavina og annars fagfólks . Sala og þjónusta fyrir háþrýstidælur og þvottakerfi í frystihús og skip er nokkuð sem Dynjandi hefur þjónustað um margra áratuga skeið en einnig býður fyrirtækið ýmsar aðrar dælur, ryksugur, vatnssugur, gufugildrur, gufulokur og margt fleira .
Pétur Gísli segir að Dynjandi bjóði litlar háþrýstidælur frá 100 börum sem nægja til að þvo bílinn upp í öflugar 2800 bara dælur sem þá henta atvinnulífinu, t .d . í sjávarútvegi, verktakastarfsemi og víðar þar sem kröfur um afl eru miklar og aðstæður erfiðar .
Snögg viðgerðarþjónusta
„Dynjandi flytur ekki aðeins inn dælur frá framleiðendum sem okkar viðskiptavinir geta treyst undir miklu álagi . Við bjóðum einnig mikið úrval aukahluta fyrir háþrýstidælur, t .d . kraftspúla, niðurfallshreinsisett, rör á byssur í ýmsum útfærslum, votsandsblástursbúnað, sogbúnað til að soga t .d . upp úr brunnum, gólfhreinsidiska, slöngukefli og svo mætti lengi telja . Ef eitthvað fer úrskeiðis annast starfsmenn Dynjanda upptökur og viðgerðir auk þess sem við erum með alla varahluti í dælurnar hér á lager . “
Eins og áður segir verður Dynjandi með bás á sýningunni Sjávarútvegur 2022 og þar munu ráðgjafar fyrirtækisins gefa mynd af því breiða vöruvali sem Dynjandi býður upp á .
dynjandi.is
Pétur Gísli Jónsson, gæðastjóri Dynjanda. „Dynjandi er brautryðjandi á sviði öryggismála á íslenskum vinnustöðum. Hjálmana frá Kask er víða að finna.“
Skilningur á mikilvægi öryggisbúnaðar á vinnustöðum til sjós og lands er stöðugt að aukast.