2 minute read
Alvar
ALVAR sækir fram erlendis
„Við höfum á liðnum árum verið í hægum en öruggum vexti en fram undan er aukin áhersla á erlenda markaði, m.a. í Austur-Evrópu, Bretlandi og Litháen. Íslenski markaðurinn er okkur auðvitað afar mikilvægur en það segir sig sjálft að á risamörkuðum í matvælaframleiðslu erlendis eru óþrjótandi tækifæri fyrir okkur að ryðja braut þeirri sótthreinsunartækni sem við höfum þróað á undanförnum árum,“ segir Guðmundur Sigþórsson, framkvæmdastjóri ALVAR sem áður hét D-Tech og var stofnað árið 2014.
Advertisement
Árangursrík tækni
Sótthreinsikerfi ALVAR eru nú í notkun hjá öllum stærstu fiskvinnslufyrirtækjum á Íslandi og fjölda matvælafyrirtækja erlendis, m .a . í Póllandi, Lettlandi, HvítaRússlandi, Noregi, Grænlandi og Kanada . Tæknin byggir á því að spreyja sótthreinsandi efnalausn inn í framleiðslurými með sérstöku úðakerfi . Þannig myndast þétt þokumistur sem sótthreinsar alla fleti og framleiðslubúnað og drepur bakteríur eins og listeríu og kampýlobakter . „Við finnum það vel að vitund fólks í nýafstöðnum heimsfaraldri varðandi skilvirka sótthreinsun hefur aukist gríðarlega og auk þess eru matvælafyrirtækin meðvitaðri um mikilvægi umhverfissjónarmiða í sinni framleiðslu . D-SAN hreinsikerfið frá okkur er mun umhverfisvænna en hefðbundnar sótthreinsiaðferðir, það dregur úr notkun sótthreinsiefna um 70-80%, vatnsnotkun minnkar um 90% og vinnuaflið um 100% því hreinsunarkerfin eru algjörlega sjálfvirk . Þar að auki styttir tæknin þrifatíma heilmikið, sem gerir það að verkum að verðmætur vinnslutími lengist . Við getum fullyrt að í flestum tilfellum borga kerfin okkar sig upp á einu ári .“
Markaðssókn erlendis
Helstu markaðir ALVAR eru Ísland og Pólland, en fyrirtækið rekur dótturfélag í Póllandi og hefur náð miklum árangri með að selja hreinsikerfi í matvælavinnslur; fiski, kjöti og kjúkling . „Við nýttum tímann í Covid-19 með því að ráðast í markvissa stefnumörkun og leiðarljósið nú er að sækja fram á erlendum mörkuðum á næstu árum . Við teljum okkur vera með hreinsilausn sem skarar fram úr þeim hefðbundnu og vorum því ánægð þegar við fengum eftirsótta fjármögnun frá NEFCO sl . vor en það er alþjóðleg fjármálastofnun sem fjármagnar frumuppskölun á umhverfisvænni tækni og sjálfbærum lausnum frá Norðurlöndum . Við erum stolt yfir því að fá slíka viðurkenningu sem hvetur okkur til að sækja fram .
Guðmundur Sigþórsson, framkvæmdastjóri ALVAR: „Hreinsikerfin okkar stytta þrifatíma heilmikið, sem gerir það að verkum að verðmætur vinnslutími lengist.
Við getum fullyrt að í flestum tilfellum borga kerfin okkar sig upp á einu ári.“
Botnlaus vöruþróun
Guðmundur segir að starfsmenn ALVAR séu stöðugt að þróa nýjar lausnir og auka nýtingarmöguleika sótthreinsikerfanna . Hann nefnir að nýlega hafi fyrirtækið hlotið 50 milljóna króna styrk frá Tækniþróunarsjóði til að þróa kerfi til sótthreinsunar í matvælaflutningum . „Þá má nefna að við erum nú með tvö alþjóðleg einkaleyfi í vinnslu . Annars vegar aðferð við að hreinsa afmörkuð rými eða einstakar vélar og svo hins vegar kerfi sem dauðhreinsar pípur sem erfitt er að gera með hefðbundnum aðferðum . Fleiri umsóknir um einkaleyfi eru í undirbúningi,“ segir Guðmundur að síðustu .
alvar.is