1 minute read

Tækniskólinn

Next Article
MDvélar

MDvélar

Fjölbreyttar og hagkvæmar gámalausnir fyrir atvinnulífið

Fyrirtækið Stólpi Gámar ehf. býður atvinnulífinu fjölbreyttar gámalausnir, allt frá hefðbundnum gámum til vöruflutninga eða geymslu á vörum yfir í svokölluð gámahús, þ.e. innréttaðar einingar fyrir starfsmannaaðstöðu, kaffistofu, salerni, gistirými skólastofur fyrir grunn- og leikskóla og margt fleira. Fyrirtækið þjónar þannig mjög víðu sviði atvinnlífsins og mun kynna sína starfsemi á sýningunni Sjávarútvegi 2022 í Laugardalshöll. Fyrirtækið er á bás nr. B-33 inni og á E svæði úti.

Advertisement

Frystigámar hagkvæm lausn fyrir sjávarútveginn

Sjávarútvegur er meðal þeirra atvinnugreina þar sem gámalausnir frá Stólpa Gámum koma við sögu . Þar er leiga og sala á frystigámum stór þáttur en einnig hafa fyrirtæki í þeirri grein sem öðrum nýtt sér gámahús til margvíslegra verkefna .

Stólpi Gámar býður viðskiptavinum gáma bæði til leigu í lengri og skemmri tíma en einnig hefur fyrirtækið gáma til sölu ef sú leið hentar viðskiptavinum betur . Sveigjanleikinn er því mikill og fyrirkomulagið eins og fellur best að þörfum viðskiptavina .

Dæmi um tímabundnar þarfir í gámalausnum í sjávarútvegi má nefna loðnuvertíðina þar sem mikil afurðaframleiðsla er á stuttum tíma og aukin þörf er fyrir geymslurými fyrir frystar afurðir . Þannig má með hagkvæmum hætti stórauka geymslurýmið til að mæta þörf þar til fullunnum vörum er skipað út . Frysti- og kæligámar eru í stærðunum 10, 20 og 40 fet hjá Stólpa Gámum .  Frystgámar koma að góðum notum þegar þarf að auka frystirými tímabundið, t.d. yfir loðnuvertíðina.

Margt í boði

Stólpi Gámar er með lokaða þurrgáma í stærðunum 6, 8, 10, 20 og 40 fet en í boði eru einnig opnir 20 og 40 feta gámar en þeir geta verið opnir á toppi og einnig eru til gámar sem eru með opnanlegum hliðarhurðum . Jafnframt eru til 40 feta stálfleti, einangraðir gámar og tankgámar bæði til sölu og leigu .

Stólpi Gámar býður til sölu allar gerðir gáma og ef þeir eru ekki til þá getur fyrirtækið útvegað þá .

This article is from: