1 minute read
Borgarplast
Frumkvöðull í hálfa öld
„Borgarplast er yfir 50 ára gamalt fyrirtæki sem leggur mikinn metnað í að bjóða gæðavörur. Sú menning kemur frá stofnanda og fyrrverandi eiganda fyrirtækisins sem var mjög kröfuharður á gæði.“ Þetta segir Kristján Benediktsson, sölustjóri Borgarplasts, en fyrirtækið hefur um langt árabil verið frumkvöðull í vöruþróun fyrir sjávarútveginn.
Advertisement
Þrautreynd ker til áratuga
Borgarplast hefur verið í fararbroddi í framleiðslu á fiskikerjum allt frá því fyrstu kerin voru hönnuð og framleidd á árunum 1983–1986 . Fyrst um sinn voru kerin að sögn Kristjáns óeinangruð en fljótlega fór fyrirtækið að framleiða einangruð fiskiker með tvöföldum veggjum og polyurethan einangrun á milli . Kerin þekkja útgerðarmenn og fiskverkendur um allt land vel . „Einangrunin er þeim eiginleikum búin að hún bæði heldur fisknum ferskum en er líka afar létt . Þannig náum við að halda þyngd kerjanna eins lítilli og hægt er,“ útskýrir Kristján .
Af öðrum framleiðsluvörum Borgarplasts má nefna heita potta, vegatálma, saltkistur og ýmis konar búnað sem tengist fráveitu . Tæknin hefur því nýst á fleiri sviðum en í sjávarútvegi .
Sterkari og betri kassar
Fyrirtækið hefur allt frá árinu 1990 framleitt frauðkassa, sem notaðir eru til flutnings á ferskum fiski . Kristján segir að þessi vara hafi tekið breytingum í áranna rás því Borgarplast hafi þróað framleiðsluna í samráði við viðskiptavini sína, sem eru fjölmargir . Sem dæmi um þá vöruþróun hafi fyrirtækið nýverið tekið í notkun ný mót sem geri kassana bæði betri og sterkari en áður .
Eins og fyrr segir hefur fyrirtækið allt frá stofnun gert miklar kröfur til framleiðslu sinnar . „Þeirri kröfu hefur verið haldið við og hvergi til sparað í að bjóða upp á mikil gæði og góða þjónustu,“ segir Kristján að lokum .
Nýlega voru tekin í notkun ný mót sem gera frauðkassa fyrirtækisins sterkari og betri en áður.
Borgarplast hefur framleitt fiskiker frá því snemma á níunda áratugnum. borgarplast.is