1 minute read

heimabyggð

spurningar um Frímann, stjórnendanámið, spjall, kaffi og góð ráð. Ég veit töluvert um mjög marga hluti en er ekki sérfræðingur í neinu og ef ég get ekki leyst málið þá ýmist vísa ég þeim áfram í réttan farveg til þeirra sem sjá um viðkomandi svið hjá STF eða fæ svör frá minni stjórn. Mér finnst þetta gott fyrirkomulag – gott að geta fengið sérfræðiálit þegar þess þarf. Svo eru það almenn skrifstofustörf, pósturinn, síminn, bókhaldið fyrir Berg, félagatalið, öflun nýrra félaga, FB, heimasíðan og umsjón með orlofseignum félagsins svo eitthvað sé nefnt. Mér finnst gaman í vinnunni og er ánægð í starfi og einnig með yfirmennina, stjórnina mína,“ segir Ingibjörg.

Lykilatriði að fjölga félagsmönnum Áhersla hefur verið lögð á að fjölga félagsmönnum Bergs og gengur það nokkuð vel að sögn Ingibjargar.

Advertisement

„Þessa stundina er heildar félagafjöldi akkúrat 400 manns en 25 nýir hafa bæst við það sem af er af þessu ári. Við höfum verið í alls konar kynningarstarfsemi en alltaf virðist maður á mann aðferðin og orðsporið um frábær réttindi og þjónustu duga best. Við reynum að ná til kvenna í stjórnunarstörfum því það er mikilvægt að rétta af kynjahallann sem er hér hjá okkur eins og í öðrum félögum STF. Ég held raunar að kynjahallinn stafi mikið til af því að á árum áður var stór hluti félagsmanna úr iðngreinum þar sem oft voru mjög karllægir vinnustaðir og konur fóru frekar í opinbera geirann. Þetta er allt að breytast, bæði fáum við félagsmenn úr mun fleiri geirum í dag og fleiri konur eru nú stjórnendur á öllum sviðum. Góð kynningarstarfsemi er lykilatriði til að fjölga félagsmönnum og þar með talið konum líka – þær þurfa að vita af okkur.“

Á myndinni eru frá vinstri: Viðar Þór Ástvaldsson, gjaldkeri og formaður sjúkrasjóðs STF, Daníel Borgþórsson frá Styrktarfélagi HSN, Jón Helgi Björnsson, forstjóri HSN, Jóhann Johnsen, yfirlæknir HSN Húsavík og Jóhann Baldursson, framkvæmdastjóri STF.

This article is from: