1 minute read

Mest fjölgar í Brú

Ánýafstöðu þingi sambandsins voru að venju veitt verðlaun fyrir fjölgun félagsmanna frá síðasta þingi og hlaut þau að þessu sinni Brú – félag stjórnenda. Mun því hinn svokallaði fjölgunarbikar staldra við á skrifstofu Brúar fram að næsta þingi að minnsta kosti.

Hjá Brú, sem er langfjölmennasta félagið innan STF, fjölgaði félagsfólki um 157 manns eða 14,31% sem hlýtur að teljast frábær árangur. Næst mest fjölgun varð hjá Bergi, 25 manns eða 9,09% og í þriðja sæti varð Stjórnendafélag Suðurlands þar sem bættust við 36 félagar sem er 8,80% hlutfallsleg fjölgun. – Allar tölur miðast við félagafjölda 1. janúar 2023. 

Advertisement

This article is from: