1 minute read
Góðar gjafir til Húsavíkur
from STF-tíðindi
by Ritform ehf
Sú hefð hefur skapast að þegar Samband stjórnendafélaga heldur sín þing annað hvert ár styrki Sjúkrasjóður sambandsins eitthvert gott málefni í viðkomandi byggðarlagi. Á nýafstöðnu þingi á Húsavík var ekki brugðið út af þessari góðu venju og afhent tækjagjöf til sjúkrahússins á Húsavík að andvirði 1.750.000 króna.
Advertisement
Jóhann Johnsen, yfirlæknir tók við gjöfinni úr hendi Jóhanns Baldurssonar forseta STF og sagði við það tækifæri að hún væri afar kærkomin og framfaraskref fyrir rekstur sjúkrahússins og heilsugæslunnar. Sagðist hann satt að segja hafa verið gáttaðan á þessum rausnarskap og gaman hafi verið að sitja með bæklinga í hendi og velja tæki og tól að vild. Slíkt væri óvenjulegt í önn dagsins.