Safnabok 2014 Islenska

Page 1

safna bókin 2014 Söf n, Setu r , Sýninga r , h ö f uðK irkjur og Þjóðgarðar

Gudrun R e y k j av í k 2 0 1 4


þessi fyrirtæki styðja íslenska menningu

Kortin í bókinni eru gerð af Samsýn

GOTT Í MATINN

ALLAN ALLAN HRINGINN! GOTT Í MATINN

HRINGINN!

Safnabókinni er dreift með

Eimskip Flytjanda um allt land

Þú færð safnabókinA Í eftirfarandi verslunum

Þú Þúfinnur finnurokkur okkur á á

stöðumvítt vítt breitt landið ogog breitt umum landið 48stöðum 48


Efnisyfirlit Formáli.................................................................................... 5 Miðborg Reykjavíkur.............................................................. 8 Höfuðborgarsvæðið.............................................................. 34 Reykjanes................................................................................ 47 Vesturland.............................................................................. 52 Vestfirðir................................................................................. 64 Norðurland Vestra................................................................. 78 Akureyri.................................................................................. 92 Norðurland Eystra................................................................. 100 Austurland.............................................................................. 110 Suðurland............................................................................... 124 Önnur söfn............................................................................. 142


Menningarkort Reykjavíkur – Listilega einfalt

Menningarkortið er árskort í söfn Reykjavíkurborgar. Það veitir ótakmarkaðan aðgang að Listasafni Reykjavíkur og Borgarsögusafni Reykjavíkur og með framvísun þess fæst bókasafnskort hjá Borgarbókasafni Reykjavíkur. Kortið veitir einnig afslátt í safnverslanir og veitingasölur safnanna auk fjölda annarra fríðinda og tilboða.

Sölustaðir eru: Listasafn Reykjavíkur: Hafnarhús, Kjarlvalsstaðir, Ásmundasafn Borgarsögusafn Reykjavíkur: Árbæjarsafn, Landnámssýning, Sjóminjasafn Borgarbókasafn Reykjavíkur: Aðalsafn, Kringlusafn, Sólheimasafn, Gerðubergssafn, Foldasafn og Ársafn.

menningarkort.is –4–


Formáli formanns físos Á Íslandi er blómlegt safnastarf um land allt sem á sér ólíkar birtingarmyndir, allt frá tóvinnu í torfbæ til gjörninga í galleríi. Söfn eiga það sameiginlegt að innan veggja þeirra ríkir virðing fyrir menningu og náttúru, einnig meðvitund um mikilvægi varðveislu og rannsókna á munum í sinni fjölbreyttustu mynd. Söfn eru ekki aðeins geymslustaður fyrir fortíðina, hillupláss fyrir gleymda gripi, heldur lifandi vettvangur þar sem fortíð og samtíð mætast. Á söfnum er sögum og minjum miðlað til samtímans. Gestum er boðið upp á fjölbreytta upplifun setta saman af alúð. Starf á söfnum einkennist af vísindum og fræðistarfi, einnig af viljanum til að fræða og koma til móts við ólíkar þarfir. Söfn eru ekki fyrir suma, þau eru fyrir alla. Þegar við bregðum okkur í hlutverk safngestsins er því tækifæri til þess að upplifa allt frá tilfinningaþrunginni fortíðarþrá til djúpstæðrar íhugunar um lexíur sögunnar. Safn getur líka verið staður til þess að gleyma sér augnablik eða drepa tímann. Það er allt með í spilinu.

Bergsveinn Þórsson, formaður FÍSOS - Félags íslenskra safna og safnamanna

frá ritstjóra safnabókarinnar Markmið Safnabókarinnar með því að safna upplýsingum um allan þennan fjölda safna á einn stað og gefa út í handhægu formi er að auka vitund ferðamanna, erlendra sem innlendra, um hið mikla og góða safna- og menningarstarf sem unnið er í hverjum krók og kima á Íslandi. Góð kynning er sérhverju safni nauðsynleg, og vonumst við til að bókin veki áhuga lesanda á því að heimsækja eitt eða fleiri söfn á ferð sinni um landið. Því sjón er sögu ríkari og á söfnunum starfar fólk – sem oftar en ekki veit lengra en nef þess nær – og er tilbúið að taka á móti þér og kynna fyrir þér söguna sem safnið hefur að geyma. Safnabókin kemur nú út fimmta árið í röð. Að þessu sinni má finna í bókinni upplýsingar um 160 söfn, setur eða sýningar um land allt. Sum söfnin eru rekin af hinu opinbera, önnur af félagasamtökum og enn önnur eru einstaklingsframtak. Vonandi verður þessi bók til þess að þú, lesandi góður uppgötvir safn eða setur sem vekur áhuga þinn og leggir leið þína þangað.

Iðunn Vignisdóttir, Ritstjóri Safnabókarinnar

–5–


Þjóðminjasafn Íslands National Museum of Iceland

vinVikto dm ríu ylla hús í V og igu r Hraunskirkja í Keldudal

vinVikto dm ríu ylla hús í V og igu r

Litlibær í Skötufirði Hraunskirkja Hjallur í í Keldudal Vatnsfirði

Litlibær í Skötufirði

Arngrímsstofa í Svarfaðardal Pakkhúsið á Hofsósi

Hjallur í Vatnsfirði

Grafarkirkja á Höfðaströnd

Skipalón

Pakkhú á Hofs Laufás Grafa á Höf

Sjávarborgarkirkja

Staðarkirkja á Reykjanes i

Staðarkirkja á Reykjanes i Kirkjuhvammskirkja við Hvammstanga

Reykholtskirkja

Sjávarborgarkirkja Bæjardyr á Bæjardyr á Nýibær Reynistað Reynistað á Hólum Glaumbær Glaumbær Stóru-Akrar Stór Saurbæjarkirkja Klukknap Víðimýrarkirkja Víðimýrarkirkja á Möðru Kirkjuhvammskirkja Hólar við Hvammstanga

Reykholtskirkja

Tungufellskirkja

Tungufellskirkja

Nesstofa

Nesstofa

ÞJÓÐMINJASAFN ÍSLANDSÞJÓÐMINJASAFN ÍSLANDS

Húsið og Assistentahúsið á Eyrarbakka

Bænhú Núpsst

Húsið og Assistentahúsið á Eyrarbakka Keldur á Rangárvöllum

Keldur á Rangárvöllum

Sauðahús í Álftaveri

Í Húsasafni Þjóðminjasafnsins (HÞ) er að finna marga merkilega torfbæi, torfkirkjur, gömul timburhús, timburkirkjur og steinhús, sem gefa mynd af byggingararfi þjóðarinnar. Nánir upplýsingar á www.thjodminjasafn.is/minjar-og-rannsoknir/husasafn

–6–


húsasafn þjóðminjasafns íslands

Sauðanes

Arngrímsstofa í Svarfaðardal Pakkhúsið á Hofsósi Grafarkirkja á Höfðaströnd

Sjávarborgarkirkja

Víðimýrarkirkja

Laufás

Skipalón

Grenjaðarstaður í Aðaldal Þverá í Laxárdal

Bæjardyr á Nýibær Reynistað á Hólum Glaumbær Stóru-Akrar Saurbæjarkirkja Hólar

Sæluhús við Jökulsá á Fjöllum Klukknaport á Möðruvöllum

Bustarfell í Vopnafirði Galtastaðir fram í Hróarstungu

Grænavatn

Sómastaðir við Reyðarfjörð

Teigarhorn við Berufjörð

ungufellskirkja

Bænhús á Núpsstað

Selið í Skaftafelli Hofskirkja í Öræfum

dur á ngárvöllum

Sauðahús í Álftaveri

Húsasafn Þjóðminjasafns Íslands Þéttbýlisstaðir

Samstarfsaðilar Þjóðminjasafns taka á móti gestum á eftirtöldum stöðum: Bustarfelli, Glaumbæ, Grenjaðarstað, Húsinu á Eyrarbakka, Keldum, Laufási, Reykholtskirkju, Sauðanesi, Sómastöðum, Viktoríuhúsi í Vigur og Víðimýrarkirkju.

–7–


Miðborg Reykjavíkur

GPS: 64°39,879N 21°17,536W

–8–


1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 11 12 13 14 15 16 17 18 19 20 21 22 S N

SAFN Sögusafnið Víkin sjóminjasafnið í Reykjavík Þjóðminjasafn Íslands Norræna húsið Landnámssýningin Reykjavík 871-+2 Borgarbókasafn Reykjavíkur Ljósmyndasafn Reykjavíkur Listasafn Reykjavíkur Hafnarhús Listasafn Íslands Hannesarholt Safn Ásgríms Jónssonar Harpa ráðstefnu- og tónlistarhús Myntsafn Seðlabanka Íslands Safnahúsið Listasafn Einars Jónssonar Listasafn ASÍ Hallgrímskirkja Nýlistasafnið Gallerí Fold Listasafn Reykjavíkur Kjarvalsstaðir Listasafn Sigurjóns Ólafssonar Listasafn Reykjavíkur Ásmundarsafn Bókmenntaborgin út um allt Samkaup Strax. Safnabók fáanleg Nettó. Safnabók fáanleg

–9–

bls 33 32 10-11 28 29 24 24 16 12-13 21 14 30-31 26 27 19 20 18 22 23 16 15 16 25


Þjóðminjasafn Íslands

Þjóðminjasafn Íslands National Museum of Iceland Þjóðminjasafn Íslands er elsta safn landsins og fagnaði 150 ára afmæli sínu árið 2013. Í safninu má skoða grunnsýninguna, Þjóð verður til - menning og samfélag í 1200 ár, en einnig fjölbreyttar sérsýningar sem varpa ljósi á safnkostinn. Tekið er mið af gestum á öllum aldri en hljóðleiðsögn og ratleikir eru ítarefni sem veita innsýn í sögu íslensku þjóðarinnar frá landnámi til samtímans. Á grunnsýningu má einnig fræðast um söguna á snertiskjám þar sem hver og einn ræður ferðinni. Þá má bregða á leik og máta búninga í svokölluðu skemmtimenntherbergi og í minningastofu má fræðast um tímabilið 1955-1965 með því að skoða blöð, bækur og myndir. Á 3. hæð safnsins eru skjámyndasýningar með úrvali ljósmynda úr Ljósmyndasafni Íslands. Þjóðminjasafnið býður reglulega leiðsagnir fyrir börn og fullorðna en einnig eru haldnir fyrirlestrar í safninu. Sérstakar jólasýningar eru settar upp og frá 12. desember heimsækja íslensku jólasveinarnir Þjóðminjasafnið.

– 10 –


GPS: 64°08,502N 21°56,911W

Heimilisfang: Suðurgata 41, 101 Reykjavík Sími: 530 2200 Netfang: thjodminjasafn@thjodminjasafn.is www.thjodminjasafn.is

Opnunartímar: 1. maí-15. september daglega frá 10-17 16. september-30. apríl alla daga nema mánudaga frá 11-17

– 11 –


Listasafn Íslands

Listasafn Íslands, sem stofnað var árið 1884, er þjóðlistasafn Íslendinga og höfuðsafn íslenskrar myndlistar. Safneignin samanstendur einkum af 19. og 20. aldar list og geymir mörg af lykilverkum íslenskrar listasögu auk vaxandi safns erlendra listaverka. Meginhlutverk Listasafns Íslands er að safna, varðveita, rannsaka og sýna íslenska myndlist auk þess að veita fræðslu um hana. Jafnframt er mikið lagt upp úr því að sýna íslenska list í alþjóðlegu samhengi með sér- og samsýningum. Safnið leggur ríka áherslu á að fræða safngesti um sýningar og einstök verk, með textum, leiðsögn og stefnumótum við listamenn. Í safninu eru fjórir sýningasalir, á tveimur hæðum, auk notalegrar kaffistofu og safnbúðar með listrænum gjafavörum. Heimilisfang Fríkirkjuvegi 7, 101 Reykjavík Sími: 515 9600 Netfang: list@listasafn.is www.listasafn.is

Opnunartímar SUMAR (15.5.–15.9.) Opið daglega kl. 10–17, lokað mánudaga VETUR (16.9.–14.5.) Opið daglega kl. 11–17, lokað mánudaga Aðgangseyrir: Sjá - www.listasafn.is

– 12 –


GPS: 65°47,300N 23°59,411W

n SÝNINGASALIR

n Kaffistofa – 2. hæð

n Safnbúð

n Bókasafn – Laufásvegi 12

LEIÐSÖGN Sjá heimasíðu safnsins: www.listasafn.is Sérsniðin leiðsögn og leiðsögn á erlendum tungumálum samkvæmt samkomulagi. Tímapantanir í síma 515 9600 / 515 9612 Upplýsingar um sýningar safnsins í síma 878 0901

– 13 –


SAFN ÁSGRÍMS JÓNSSONAR

Ásgrímur Jónsson (1876–1958) er einn brautryðjenda íslenskrar myndlistar. Hann ánafnaði íslensku þjóðinni öll verk sín og eigur eftir sinn dag.

Heimilisfang: Bergstaðastræti 74 101 Reykjavík, Sími 515 9625 www.listasafn.is

GPS: 64° 8,398’N, 21° 55,977’W

Safnið er sérstök deild innan Listasafns Íslands. Safn Ásgríms Jónssonar hýsir vinnustofu listamannsins og heimili. Í safninu eru að jafnaði haldnar sýningar á verkum listamannsins.

Opnunartímar: SUMAR (15.5.– 14.9.) Þriðjud., Fimmtud. & Sunnud. kl. 14–17 VETUR (15.9.– 14.5.) Sunnud. kl. 14–17 Lokað DES. & JAN. Opið eftir samkomulagi

– 14 –


GPS: 64°09,184N 21°53,223W

Listasafn Sigurjóns Ólafssonar

Listasafn Sigurjóns Ólafssonar hýsir höggmyndir Sigur­jóns Ólafs­­­ sonar (1908 - 1982) ásamt heim­ild­­um um lista­manninn og er miðstöð rannsókna á list hans. Safnið var stofn­­­að að lista­mann­ inum látnum á heimili hans og vinnustofu og opnað almenningi 1988. Auk þess að kynna list Sigurjóns eru haldnar sýningar á verkum annarra listamanna og yfir sumartímann hafa vikulegir tónleikar í safninu skipað sér fastan sess í menningarlífi Reykjavíkurborgar.

Heimilisfang: Laugarnestanga 70 105 Reykjavík Sími: 553 2906 Netfang: LSO@LSO.is www.LSO.is

Opið: SUMAR (1.6.– 31.8.) kl. 14-17 / Lokað Mánudaga VETUR (1.9.– 31.5.), Laugardaga og Sunnudaga. kl. 14–17 LOKAÐ DES. & JAN. – 15 –


Listasafn Reykjavíkur Listasafn Reykjavíkur er stærsta listasafn hér á landi og er til húsa á þremur stöðum í borginni. Safnið býður upp á fjölbreyttar sýningar og viðburði og er opið alla daga vikunnar. Einn aðgöngumiði gildir í öll húsin. Vefsíða: www.listasafnreykjavikur.is GPS: 64°08,944N 21°56,428W

Listasafn Reykjavíkur - Hafnarhús Hafnarhúsið býður upp á sýningar á samtímalist og fjölbreytta viðburði. Húsið er heimkynni Errósafnsins en að auki eru þar tímabundnar sýningar á innlendri og erlendri samtímalist. Í húsinu eru sex sýningarsalir, fjölnotarými og útisvæði. Í Hafnarhúsi er veitingastaður með stórkostlegu útsýni yfir höfnina og safnverslun með fjölbreyttu vöruúrvali.

00000 00

Hafnarhús, Tryggvagötu 17, 101 Reykjavík. Opið daglega 10-17, fimmtudaga 10-20. GPS: 64°08,275N 21°54,804W

Listasafn Reykjavíkur - Kjarvalsstaðir Kjarvalsstaðir bjóða upp á fjölbreyttar sýningar eftir íslenska og erlenda listamenn, málþing og fyrirlestra og ýmiskonar viðburði. Sýningar á verkum eftir Jóhannes S. Kjarval eru fastur liður í safninu. Gott aðgengi er að húsinu, þar er bjartur veitingastaður með fallegu útsýni og glæsileg safnverslun.

00000 00

Kjarvalsstaðir, Flókagötu, 105 Reykjavík. Opið daglega 10-17. GPS: 64°08,492N 21°53,117W

Listasafn Reykjavíkur - Ásmundarsafn Ásmundarsafn er helgað verkum Ásmundar Sveinssonar myndhöggvara, eins af frumkvöðlum höggmyndalistar hér á landi. Safnið er til húsa í einstæðri byggingu sem listamaðurinn hannaði að mestu sjálfur. Verk eftir Ásmund prýða garðinn við safnið. Aðgengi að safninu er mjög gott og þar hægt að versla afsteypur af verkum eftir Ásmund, kort og bækur.

00000 00

Ásmundarsafn, Sigtúni, 105 Reykjavík. Opið daglega maí-sept. 10-17, okt.-apríl 13-17. www.listasafnreykjavikur.is | Netfang: listasafn@reykjavik.is Munið Menningarkortið-Árskort í söfn Reykjavíkurborgar. – 16 –


art souvenir Fallegar smábækur á ensku um þekkta myndlistarmenn, erlenda sem innlenda. Titlunum í art souvenir flokknum fjölgar

art souvenir

ár frá ári. Þegar eru komnar út þrjár

bækur um íslenska myndlistarmenn: Erró, Ásmund Sveinsson og Kjarval.

Bækurnar eru í litlu broti og á hóflegu

Fallegar ensku um þekkta verði og eru þvísmábækur tilvaldar til ágjafa til vina myndlistarmenn, sem innlenda. og viðskiptavina heima erlenda og erlendis. Titlunum í art souvenir flokknum fjölgar ár frá ári. Þegar eru komnar út þrjár bækur um íslenska myndlistarmenn: Erró, Ásmund Sveinsson og Kjarval. Bækurnar eru í litlu broti og á hóflegu

Bækurnar um

Erró, Ásmund verði

egar í bóka-

og eru því tilvaldar til gjafa til vina

og Kjarval eru einnig

art souvenir

og viðskiptavina heima og erlendis. fáalegar 3 sama í gjaföskju.

listasöfnum og

m helstu ferðaöðum landsins.

GU D R U N

Fallegar smábækur á ensku um þekkta

www.gudrunpublishing.com

myndlistarmenn, erlenda sem innlenda. Titlunum í art souvenir flokknum fjölgar

art

Fallegar smábæku

myndlistarmenn, er

Titlunum í art souve

ár frá ári. Þegar eru

bækur um íslenska

Erró, Ásmund Svein Bækurnar eru í litlu

verði og eru því tilva

og viðskiptavina he

ár frá ári. Þegar eru komnar út þrjár bækur um íslenska myndlistarmenn: Erró, Ásmund Sveinsson og Kjarval. Bækurnar eru í litlu broti og á hóflegu

Bækurnar um

verði og eru því tilvaldar til gjafa til vina

Erró, Ásmund

og viðskiptavina heima og erlendis.

Fáanlegar í bóka-

úðum, listasöfnum og

og Kjarval eru einnig fáalegar 3 sama í gjaföskju.

mörgum helstu ferða-

GU D R U N

mörgum helstu ferða-

mannastöðum landsins.

Bækurnar um

Erró, Ásmund annastöðum landsins. anlegar í bókaog Kjarval eru einnig

um, listasöfnum og

gum helstu ferða-

nastöðum landsins.

Bækurnar eru gefnar út í samstarfi við Listasafn og Reykjavíkur búðum, listasöfnum Fáanlegar í bóka-

www.gudrunpublishing.com

fáalegar 3 sama í gjaföskju.

GU D R U N www.gudrunpublishing.com

– 17 –

Bækurnar um Erró, Ásmund og Kjarval eru einnig

fáalegar 3 sama í gjaföskju


Hallgrímskirkja

GPS: 64°08,525N 21°55,629W

Hallgrímskirkja er þjóðarhelgidómur, minn­ ingar­­kirkja um áhrifamesta sálmaskáld Íslend­inga, Hallgrím Pétursson. Hallgríms­söfn­uður tilheyrir hinni evangelísku-lúthersku þjóðkirkju. Hallgrímskirkja er stærsta kirkja Íslands og stendur hátt. Turninn er 73 metra hár og þaðan er frábært útsýni yfir borgina. Hallgrímskirkja er fjölsóttasti ferða­mannastaðurinn í Reykjavík. Bygging Hall­gríms­ kirkju hófst árið 1945 og lauk 1986, en 26. október það ár var kirkjan vígð. Húsameistari ríkisins, Guðjón Samúelsson (1887-1950) arkitekt teiknaði kirkjuna. Hann notaði íslenskar fyrirmyndir og íslenskt efni. Hallgrímskirkja minnir á stuðlaberg, íslensk fjöll og jökla. Konsertorgelið í Hallgrímskirkju var vígt 1992 og smíðað af Johannes Klais orgelsmiðjunni í Bonn í Þýskalandi. Kvenfélag Hallgrímskirkju hefur stutt kirkjuna í hvívetna frá upphafi. Listvinafélag Hallgrímskirkju var stofnað 1982 og stendur fyrir blómlegu listalífi með tónleikum, listsýningum og umræðum um kirkjulist í kirkjunni. Kirkjulistahátíð er haldin annað hvert ár og tónleikaröðin Alþjóðlegt orgelsumar er haldin árlega.

Heimilisfang: Hallgrímstorgi 1 101 Reykjavík Sími: 510 1000 Netfang: hallgrimskirkja@hallgrimskirkja.is www.hallgrimskirkja.is

Opnunartímar: Sumar (1. júní - 31. ágúst): 9.00 - 21.00 Vetur: 9.00 - 17.00 Aðgangseyrir í turn: ISK 800 fyrir fullorðna ISK 500 fyrir eldri borgara og stúdenta ISK 100 fyrir börn (7-14 ára) – 18 –


Listasafn Einars Jónssonar

GPS: 64°08,452N 21°55,700W

Safnið er tileinkað list Einars Jónssonar myndhöggvara (18741954) sem fyrstur íslenskra lista­manna helgaði sig högg­mynda­ list. Árið 1909 bauð Einar íslensku þjóðinni verk sín að gjöf sem þegin var árið 1914 og ákveðið að reisa yfir þau hús með sýningarsal, vinnu­ stofu og íbúð. Bygging þess hófst 1916 og var safnið opnað 1923, fyrst íslenskra listasafna í eigin húsnæði. Húsið er friðað og myndar ásamt verkum listamannsins eina heild sem er ein­stök hér á landi. Við safnið er opinn högg­mynda-­ garður.

Heimilisfang: Hallgrímstorgi 1, gegnt Hallgrímskirkju 101 Reykjavík Sími: 551 3797 Netfang: lej@lej.is www.lej.is

Opnunartímar: Sumar: 1. júní - 15. sept. kl. 13:00-17:00 alla daga nema mánudaga Vetur: 16. sept. - 31. maí kl. 13 :00-17:00 lau.-sun. Lokað í janúar og desember Aðgangseyrir: Sjá www.lej.is

– 19 –


Listasafn ASÍ

GPS: 4°08,518N 21°55,740W

Listasafn ASÍ er staðsett í miðborg Reykjavíkur, í húsi sem höggmyndalistamennirnir Ásmundur Sveinsson og Gunnfríður Jónsdóttir byggðu á fjórða áratug síðustu aldar. Safnið hefur undanfarna áratugi verið mikilvægur vettvangur fyrir nútímalist á Íslandi en jafnframt eru sýndar þar árlega perlur úr listaverkaeigninni.

Heimilisfang: Freyjugata 41 101 Reykjavik Sími: 5115353 Netfang: listasi@centrum.is www.listasafnasi.is

– 20 –

Opnunartímar: Sumar: Opið alla daga nema mánudaga kl. 13.00-17.00. Lokað í júlí 2014. Vetur: Opið alla daga nema mánudaga kl. 13.00-17.00 Aðgangseyrir: Ókeypis


Hannesarholt

GPS: 64° 8,655’N, 21° 56,138’W

HANNESARAHOLT er menningarhús í hjarta Reykjavíkur á Grundarstig 10 (horni Skálholtsstígs). Hannes Hafstein skáld og ráðherra reisti húsið fyrir fjölskyldu sína árið 1915 og var það meðal fyrstu steinsteyptu húsanna í Reykjavík. Eftir gagngerar endurbætur, hafa núverandi eigendur opnað húsið almenningi og er fjölbreytt dagskrá í boði allt árið um kring. Matur: Sveinn Kjartansson matreiðslumeistari reiðir fram ljúfmeti af bestu gerð • í Borðstofunni á fyrstu hæð hússins. Opið alla daga vikunnar. www.bordstofan.is • Saga: Heimildarmynd um Hannes Hafstein og uppvaxtarár borgarinnar (12 mín), auk skoðunarferðar um húsið standa til boða. Einnig býður Hannesarholt sögulegar gönguferðir um hjarta Reykjavíkur á íslensku og erlendum tungumálum. Framangreint má bóka samkvæmt samkomulagi. •

Menning: Í Hannesarholti má njóta fjölbreytilegra list- og menningarviðburða allt árið um kring. www.hannesarholt.is

Markmið stofnunarinnar er að efla jákvæða gagnrýna hugsun og samstöðu í íslensku samfélagi, auka skilning á gildi sögunnar og hvetja til uppbyggilegrar umræðu og samveru. Öllum ágóða af starfseminni er varið til uppbyggingar stofnunarinnar.

Heimilisfang: Hannesarholt Grundarstíg 10 101 Reykjavík Tel: 511 1904

Opnunartímar Borðstofunnar: Frá kl. 11 alla daga. hannesarholt@hannesarholt.is www.hannesarholt.is

– 21 –


Nýlistasafnið

GPS: 64° 8,729’N, 21° 55,166’W

Frá sýningunni Embracing Impermanence – We came into this with a shovel in our hands Listamenn; Ólafur Lárusson, Gunndís Ýr Finnabogadóttir, Maja Bekan, Sindri Leifsson og Sigurður Guðmundsson.

Nýlistasafnið eða Nýló, var stofnað árið 1978 af framsæknu myndlistarfólki, en kjarni þeirra hafði áður starfað innan SÚM hópsins. Nýló er listamannarekið sýningarrými og safn, vettvangur uppákoma, umræðna og gjörninga. Nýló hefur lengi verið miðstöð nýrra strauma og tilrauna í íslenskri og erlendri myndlist og hafa margar sýningar í Nýló markað tímamót í íslenskri listasögu. Ár hvert stendur Nýló fyrir öflugri sýningadagskrá auk þess að safna og varðveita listaverk og heimildum sem tengjast frumkvöðlastarfi innan íslenskrar myndlistar. Árið 2010 hlaut Nýlistasafnið íslensku safnaverðlaunin sem veitt eru annað hvert ár til safns sem þykir skara fram úr með starfsemi sinni. Markmið Nýlistasafnins eru að Róska gerningur og fyrirlestur, 1996 - Stuðla að gagnrýnni umræðu og tilraunum á sviði samtímalista. Plakat í eigu Nýlistasafnins - Hvetja og styðja við unga og upprennandi listamenn. - Safna og varðveita samtímalist og safna heimildum sem tengjast frumkvöðlastarfi innan íslenskrar listasögu með áherslu á listamannarekin rými og gjörningalist. - Endurskoða stöðu sína og stefnu sem stofnun. Nýlistasafnið flytur snemma sumars 2014 frá Skúlagötu 28 að Völvufell 13-21. Nánari upplýsingar má finna á heimasíðu safnins www.nylo.is eða hafa samband gegnum netfangið nylo@nylo.is

Heimilisfang: Nýlistasafnið, safneign Völvufell 13-21 111 Reykjavík Sími: 551 4350

Opnunartímar: Opið fimmtudaga-föstudaga og eftir samkomulagi Ókeypis aðgangur – 22 –


GPS: 64.142525, -21.914242

Gallerí Fold

Gallerí Fold er leiðandi í sýningarog uppboðshaldi á Íslandi. Galleríið var stofnað árið 1990 en hefur verið í eigu núverandi eigenda frá 1992. Í Gallerí Fold eru til sölu verk um 60 íslenskra úrvals listamanna. Auk þess tekur galleríið verk í endursölu frá einstaklingum og fyrirtækjum, bæði í beina sölu og á uppboð. Tveir stórir sýningarsalir eru í galleríinu þar sem haldnar eru 6-8 sýningar á ári eftir íslenska og erlenda listamenn. Gallerí Fold er meðlimur í The Fine Art Trade Guild.

Heimilisfang: Rauðarárstígur 12 - 14 105 Reykjavík Sími: (+354) 551-0400 fold@myndlist.is www.gallerifold.is facebook.com/Artgalleryfold

Opnunartímar: Sumar: Virka daga 10 - 18, Laugardaga 11 - 14, Sunnudaga lokað. Vetur: Virka daga 10 - 18, Laugardaga 11 - 16, Sunnudaga 11 - 14. Aðgangseyrir: Ókeypis

twitter.com/artgalleryfold – 23 –


Borgarbókasafn Reykjavíkur

GPS: 64°08,959N 21°56,485W

Borgarbókasafn rekur sex söfn ásamt bókabíl og sögubíl. Safnið lánar út bækur, tímarit, tónlist, kvikmyndir og stendur fyrir fjölbreyttum viðburðum, svo sem safnkynningum, sögustundum, ritsmiðjum, leshringjum, bókmenntagöngum á íslensku og ensku, ljóðaslammi, myndasögusamkeppni, sýningum og söguhring kvenna. Yfir vetrartímann er m.a. boðið upp á dagskrá fyrir börn, fjölskyldumorgna og heimanámsaðstoð fyrir börn og unglinga. Í Artóteki er íslensk myndlist til leigu og sölu. Í öllum söfnum er þráðlaust net, aðgangur að tölvum og notalegt umhverfi.

Heimilisfang: Tryggvagötu 15 (aðalsafn) 101 Reykjavík Sími: 411 6100 borgarbokasafn@borgarbokasafn.is www.borgarbokasafn.is www.bokvit.tumblr.com www.bokmenntir.is www.artotek.is

Opnunartímar: Afgreiðslutími aðalsafns: mán. – fim. 10-19 fös. 11.00-18.00, lau. og sun. 13.00-17.00 Sjá afgreiðslutíma annarra safna á heimasíðu.

Ljósmyndasafn Reykjavíkur

GPS: 64°08,959N 21°56,485W

Ljósmyndasafn Reykjavíkur er á lista breska dagblaðsins The Guardian yfir 10 bestu söfn Evrópu þar sem aðgangur er ókeypis. Í Ljósmyndasafni Reykjavíkur eru ár hvert settar upp á annan tug sýninga. Lögð er áhersla á að kynna íslenska ljósmyndara, sýna verk úr safneign sem og að sýna verk erlendra ljósmyndara. Heimilisfang: Grófarhús – Tryggvagata 15, 6.hæð, 101 Reykjavík, Sími: 411 6390 Netfang: photomuseum@reykjavik.is www.ljosmyndasafnreykjavikur.is www.photomuseum.is

Opnunartímar: Sýningar opnar mánudaga til fimmtudaga 12:00 – 19:00 Föstudagar 12:00 – 18:00 Um helgar 13:00 -17:00

Ókeypis Aðgangur

– 24 –

Free Wi-Fi


Reykjavík Bókmenntaborg UNESCO

menningarstofnunum borgarinnar. Reykjavik Culture Walks er tilvalin leið til að kynnast borginni, menningu hennar og sögu. Hægt er að velja göngur á íslensku, ensku og þýsku, fara eftir fyrirfram gefinni röð eða flakka á milli stöðva eftir hentugleik. Einnig má velja á milli þess að sækja göngurnar í heild sinni og spila af tækinu eða að streyma göngunum jafnóðum. Forritið er frítt í iStore og Play Store.

Reykjavík var útnefnd Bókmenntaborg UNESCO í ágúst 2011, fimmta borgin í heiminum til að hljóta þennan eftirsótta titil. Uppgötvaðu borg orðlistarinnar! Smáforritið Reykjavik Culture Walks er ný leið til að uppgötva menningarsögu Reykjavíkur með leiðsögn frá Borgarbókasafni, Bókmenntaborg Reykjavíkur og öðrum

Tylltu þér á Skáldabekk í Reykjavík Með því að tylla sér á Skáldabekk má njóta þess að hlusta á upplestur úr völdum bókmenntatextum á íslensku eða ensku. Skáldabekkir eru meðal annars við Austurvöll, Reykjavíkurtjörn, á Miklatúni og við Ægissíðu. Sjá nánari staðsetningar á bokmenntaborgin.is.

Meira á bokmenntaborgin.is Á vef Bókmenntaborgarinnar er hægt að skoða viðburðardagatal bókmenntaborgarinnar, tímaás bókmenntanna og bókmenntakort, þar má skoða bókmenntagöngur, staðsetningar á bókaverslunum og bókasöfnum í borginni og fleira áhugavert í bókmenntalífi borgarinnar.

Kynntu þér Reykjavík Bókmenntaborg á bokmenntaborgin.is. – 25 –


Myntsafn Seðlabanka og Þjóðminjasafns

GPS: 64°08,935N 21°55,916W

Yfirlitssýning á íslenskum seðlum og mynt og erlendum peningum frá fyrri öldum, einkum þeim sem koma við gjaldmiðilssögu Íslands. Saga forns íslensks verðmiðils er rakin í máli og myndum og efni tengt myntsláttu og seðlaprentun er til sýnis ásamt ýmsum hlutum sem tengjast banka- og peningasögu Íslands. Sýningin var opnuð sumarið 2006 í nýju sýningarrými í anddyri Seðlabankans að Kalkofnsvegi 1, gengið inn um aðaldyr bankans frá Arnarhóli.

Heimilisfang: Kalkofnsvegur 1, 150 Rvk Sími: 569 9600 Netfang: safnadeild@sedlabanki.is www.sedlabanki.is

Opnunartímar: Sýningin er opin mán. - fös. 13:30 - 15:30 Aðgangseyrir: Ókeypis

– 26 –


safnahúsið

GPS:64°08,527N 21°54,450W

Safnahúsið Grunnsýning á íslenskri listasögu og sjónrænum menningararfi verður opnuð í Safnahúsinu haustið 2014. Sýningin snýst um það að sjá, horfa, skoða, rannsaka. Það er eitthvað sem fólk hefur gert frá örófi alda og gerir enn í dag. Lögð er áhersla á ólíka myndbirtingu þeirra hugmynda sem fólk hefur haft um heiminn, umhverfið og sjálft sig - þótt efnin og aðferðirnar kunni að breytast í tímans rás eru sjónarhornin sífellt hin sömu. Með sýningunni gefst tækifæri til að skoða ólík sjónarhorn í þúsund ár. Að sýningunni standa höfuðsöfnin þrjú, Þjóðminjasafn Íslands, Listasafn Íslands og Náttúruminjasafn Íslands, auk Þjóðskjalasafns Íslands, Landsbókasafns- Háskólabókasafns og Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum. Samstarf þessara sex stofnana býður upp á einstakt tækifæri til að skoða arfleifðina í nýju samhengi og varpa ljósi á ósagða sögu með nýstárlegum hætti.

Heimilisfang: Hverfisgata 15, 101 Reykjavík sími: 530 2210 Netfang: thjodminjasafn@thjodminjasafn.is www.thjodminjasafn.is

Opnunartími: Opnar haustið 2014 Vetur: Alla daga nema mánudaga 11-17 Sumar: Alla daga 10-17

– 27 –


Norræna húsið í Reykjavík

GPS:64° 8,283’N, 21° 56,803’W

Norræna húsið í Reykjavík var opnað 1968 og er menningarstofnun sem rekin er af Norrænu ráðherranefndinni. Markmið Norræna hússins er að styrkja menningartengsl milli Íslands og hinna Norðurlandanna. Norræna húsið er bæði bakhjarl og þátttakandi í helstu menningarviðburðum Íslands s.s Kvikmyndahátíð í Reykjavík, Bókmenntahátíð Reykjavíkur, Iceland Airwaves, Listahátíð Reykjavíkur og Norræna tískutvíæringnum. Í Norræna húsinu er að finna einstakt bóksafn, með bókmenntum á norrænum tungumálum, verslun með norræna hönnun og matvöru, sýningarsali og tónleika/ kvikmyndasal. Norræna húsið er hannað af finnska arkitektinum Alvar Aalto. Húsið ber mörg höfundareinkenni Aaltos. Þau sjást einna best í bláu flísunum á þaki hússins, í hvelfingu bókasafnsins og mikilli notkun á hvítum lit í allri byggingunni.

Á veitingastaðnum AALTO í Norræna húsinu er unnið með ferskt íslenskt hráefni um leið og daðrað er við skandinavíska matargerðarlist, þar sem t.d. smurbrauðshefðin er sett í nýtt samhengi undir áhrifum frá miðevrópskri matarhefð. Matreiðslumeistari AALTO er einn þekktasti sjónvarpskokkur Íslands. Matreiðslan á AALTO einkennist af litagleði og hugmyndaauðgi, en þó fyrst og fremst bragðgæðum, hollustu og upplifun. Úrval af heimabökuðum kökum og spennandi sætmeti með kaffinu er á boðstólum allan daginn og t.d. hægt að grípa með sér bók af bókasafni Norræna hússins og setjast með hana út á stétt í góðu veðri meðan notið er ljúfra veitinga AALTO.

Heimilisfang: Sturlugata 5 101 Reykjavík +354 551 7030

Opnunartímar: Norræna Húsið: Alla daga frá 11-17 nema Fimt. - Lau. 11-21 AALTO: Mán. - Mið. 11 - 17, Fimt. - Sun. 11 - 21 – 28 –


Landnámssýningin Reykjavík 871 ±2

GPS: 64°08,850N 21°56,547W

Lífið á landnámsöld Sýningin byggir á kenningum fræðimanna um það sem fornleifar í Reykjavík geta sagt okkur um líf og störf þeirra sem fyrst settust hér að. Þungamiðjan er rúst skála frá 10. öld varðveitt á sínum upprunalega stað. Lífi er blásið í landnámsöldina í Reykjavík og birtist hún gestum með hjálp ýmiss konar

Heimilisfang: Aðalstræti 16, 101 Reykjavík Sími: 411 6370 landnam@reykjavik.is www.minjasafnreykjavikur.is

margmiðlunartækni. Á sýningunni má einnig finna leiksvæði sérsniðið fyrir börn. Um er að ræða fróðlega sýningu fyrir alla aldurshópa. Hljóðleiðsögn er fáanleg á íslensku og ýmsum tungumálum.

0000 000

Opnunartímar: Alla daga frá 10.00-17.00 – 29 –


Harpa - tónlistar og ráðstefnu hús

Explor latest

Guided tours d Harpa Concert Harpa — húsið þitt Ný vídd í íslensku menningar og ráðstefnulífi. Harpa, tónlistar og -ráðstefnuhúsið í Reykjavík, er hönnuð af Ólafi Elíassyni, Henning Larsen arkitektum og Batteríinu og opnaði í maí 2011.

Harpa tour ISK Every day at 15:

Harpa er heimili Sinfóníuhljómsveitar Íslands, Íslensku óperunnar og Stórsveitar Reykjavíkur. Í Hörpu eru haldnir fjölmargir tónleikar, ráðstefnur, fundir, menningarviðburðir og veislur. Í húsinu eru veitingastaðirnir Munnharpan og Kolabrautin auk veisluþjónustu Hörpu. Þar eru einnig verslanirnar 12 Tónar , Epal og blóma og bókaverslunin Upplifun. Ferðamenn geta notið aðstoðar á upplýsingaborði Geysirlands við inngang í bílakjallara. Haustið 2012 fékk Harpa hin eftirsóttu MICE Report verðlaun sem besta ráðstefnuhús í norður-Evrópu. Nú í vor höfðu yfir þrjár milljón gesta heimsótt Hörpu.

Mies van der R Harpa is the win Union Prize for — Mies van der

More informati www.en.harpa

– 30 –


Explore Re latest land GPS: 64° 8,986’N, 21° 55,949’W

Guided tours daily Harpa Concert Hall and C Harpa tour ISK 1.750 Every day at 15:30 (and at

Fjölbreytta dagskrá Hörpu og miðasöluvef má finna á www.harpa.is. Skoðunarferðir um Hörpu eru ógleymanlegar. Boðið er upp á almennar ferðir um húsið virka daga klukkan 15.30 og um helgar klukkan 11.00 og 15.30. Skoðunarferð tekur 45 mínútur og kostar 1.750 krónur á mann en þá er hægt að skyggnast á bak við tjöldin í Hörpu og fræðast um hönnun hússins. Einnig er hægt að panta áhugaverðar sérferðir fyrir hópa og skóla.

Byggingin er opin alla daga: 8:00 – 24:00 Miðasalan er opin virka daga: 10:00 – 18:00 Um helgar: 12:00 – 18:00 og lengur á tónleikakvöldum. harpa@harpa.is Sími: 528 5000 Miðasala: 528 5050

– 31 –

Mies van der Rohe 2013 Harpa is the winner of the Union Prize for Contempor — Mies van der Rohe Awar

More information at www.en.harpa.is/guided


Víkin - Sjóminjasafnið í Reykjavík

GPS: 64°09,201N 21°56,903W

Fiskveiðar og siglingar eru sam­ofnar sögu, mannlífi og menn­ingu þjóðarinnar og for­sendan fyrir byggð í landinu frá landnámi fram á okkar daga. Í Víkinni geta gestir kynnst þessari merku og mikilvægu sögu, þar sem lögð er áhersla á útgerð Reykvíkinga. Önnur fastasýning safnsins fjallar um þróun fiskveiða frá árabátum til fjölveiðiskipa og hin fastasýningin rekur sögu kaup­­siglinga og hafnar­gerð­ar. Við bryggju safnsins ligg­ur varðskipið Óðinn, sem er einstakt í íslenskri safnaflóru. Óðinn er eina varð­skipið sem tók þátt í öllum þremur þorska­stríðum þjóðarinnar og átti farsælan feril sem mikilvægt björgunarskip. Farnar eru leiðsagnir um skipið daglega.

Við bryggjuna liggur einnig dráttar- og lóðsbáturinn Magni, fyrsta stálskipið sem smíðað var hérlendis árið 1955. Í Víkinni eru jafnan í gangi tímabundnar sérsýningar sem tengjast umfjöllunarefni safnsins, bæði á vegum safnsins og annarra aðila. Inn af móttökunni eru safnbúð og heimilislegt kaffihús þar sem hægt er að njóta útiveitinga á stórum bryggjupalli í góðu veðri. Aðeins er um 10 mínútna gangur frá miðbænum að safninu við gömlu höfnina.

Heimilisfang: Grandagarður 8, SjóminjaSafnið í Reyk javík 101 Reykjavík Sími: 517 9400 Netfang: sjominjasafn@sjominjasafn.is www.sjominjasafn.is

VÍKIN

– 32 –

Opnunartími: 11.00-17.00 alla daga Aðgangseyrir: 1.300 kr.


Sögusafnið

GPS: 64° 9,154’N, 21° 57,069’W

SÖG U SÝ NIN G • CA F É • L E IK H Ú S • V E R SL U N

Sögusafnið flytur fólk nær sögulegum atburðum í fortíð Íslendinga, atburði sem best lýsa sögu okkar og sköpuðu örlög alþýðu. Í þessu fjölbreytta og lifandi safni gefst gestum færi á að kynnast Íslandssögunni á skemmtilegan og fræðandi hátt.

SÖ GUSAFNIÐ GrandagarðI 2, 101 Reykjavík Sími: 511 1517 Opið daglega frá 10:00 to 18:00

WWW.SAG AMUSEU M. I S – 33 –


Höfuðborgarsvæðið

– 34 –


SAFN 1 Nesstofa -Húsasafn Þjóðminjasafnsins 2 Lyfjafræðisafnið Nesi 3 Byggðasafn Hafnarfjarðar Hafnarborg - Menningar og lista4 miðstöð Hafnarfjarðar 5 Hönnunarsafn Íslands 6 Listasafn Kópavogs Gerðarsafn 7 Tónlistarsafn Íslands 8 Náttúrufræðistofa Kópavogs 9 Grasagarður Reykjavíkur 10 Árbæjarsafn 11 Menningarmiðstöðin Gerðuberg 12 Gljúfrasteinn Hús skáldsins N Samkaup Strax. Safnabók fáanleg S Nettó. Safnabók fáanleg Ú Samkaup Úrval. Safnabók fáanleg

– 35 –

Bls 36 36 44 45 42-43 40 38 41 37 39 38 46


Lyfjafræðisafnið í Nesi, Nesstofa við Seltjörn

GPS: 64°09,468N 22°00,448W

Lyfjafræðisafninu var valinn staður í Nesi, Seltjarnarnesi vegna nálægðar við Nesstofu. Þar byggði Bjarni Pálsson, fyrsti landlæknirinn sér embættisbústað á árunum 1761-1767. Þar hóf fyrsti íslenski lyfjafræðingurinn, Björn Jónsson rekstur apóteks árið 1772 og þar starfaði einnig ljósmóðir. Í Lyfjafræðisafninu er sögu lyfjagerðar og lyfsölu á 20. Öld gerð skil á fróðlegan hátt. Urtagarður er á svæðinu og eru þar ræktaðar lækningajurtir sem notaðar voru til lyfjagerðar á þeim arum sem apótek var í Nesi. Að auki eru þar íslenskar jurtir sem notaðar hafa verið í alþýðulækningum, til næringar og heilsubótar. Um miðjan júní veður opnuð sýning í Nesstofu á Seltjarnarnesi en Nesstofa er meðal elstu og merkustu steinhúsa landsins. Á sýningunni verður lögð aðaláhersla á að sýna húsið, byggingar- og viðgerðarsögu þess, en auk þess verður fjallað um nokkra þætti í merkri sögu hússins. Heimilisfang: Safnatröð 3, 170 Seltjarnarnes Sími: 561 7100 / www.lfi.is pharmmus@internet.is

Opnunartímar Júní - ágúst: þri., fim., lau. og sun.:13-17 Aðgangseyrir: Frítt Strætisvagn: Leið 11

www.thjodminjasafn.is/minjar-og-rannsoknir/husasafn/

– 36 –

0000 000

Takmarkað


Grasagarður Reykjavíkur

GPS: 64°08,404N 21°52,277W

Grasagarður Reykjavíkur er lifandi safn undir berum himni. Hlutverk garðsins er að varðveita og skrá plöntur til fræðslu og yndisauka. Í hefðbundnum söfnum eru sýningar en í Grasagarðinum eru átta safndeildir plantna sem koma í þeirra stað. Plöntusöfnin gefa hugmynd um fjölbreytni gróðurs í tempraða beltinu nyrðra. Sérhver safndeild gegnir ákveðnu hlutverki, til dæmis að sýna og kynna

Heimilisfang: Laugardalur, 104 Reykjavík Sími: 411 8650, Netfang: botgard@reykjavik.is www.grasagardur.is

íslenskar plöntur, trjágróður eða mat- og kryddjurtir. Sumardagskráin er viðburðarík og boðið er upp á móttöku hópa árið um kring. Hið vinsæla kaffihús Café Flóra býður upp á ljúffengar veitingar með áherslu á hráefni úr eigin ræktun. Kaffihúsið er starfrækt í garðskálanum í gróðursælu umhverfi. Nánar um opnunartíma er að finna á www.cafeflora.is

Opnunartímar: Sumar: 10.00-22.00 Vetur: 10.00-15.00 Aðgangur ókeypis Þú finnur okkur á Facebook www.facebook.com/grasagardur – 37 –


Menningarmiðstöðin Gerðuberg

Í Menningarmiðstöðinni Gerðu­bergi er fjölbreytt menn­ingar­starf­semi fyrir fólk á öllum aldri. Listsýningar við allra hæfi í fimm ólíkum sýningar­rýmum, barnadagskrá, bókmenntir, leik­list, tónlist og margt fleira. Í hús­inu er einnig bókasafn, félags­starf, funda- og fyrirlestrarsalir og kaffihús.

GPS: 64°06,267N 21°48,899W

Heimilisfang: Gerðubergi 3-5, 111 Reykjavík Sími: 575 7700 Netfang: gerduberg@reykjavik.is www.gerduberg.is

Opnunartímar: Sjá vefsíðu www.gerduberg.is Aðgangseyrir: Ókeypis

Tónlistarsafn Íslands

GPS: 64°06,757N 21°54,582W

Markmið safnsins er m.a. að safna, skrá og miðla hvers kyns upplýsingum sem tengjast tónlist á Íslandi frá upphafi. Auk þess eru settar upp tvær til þrjá sérsýningar á ári hverju.

Heimilisfang: Hábraut 2, 200 Kópavogur Sími: 570 1693 Netfang: ts@tonlistarsafn.is www.tonlistarsafn.is

Opnunartímar: 10.00-16.00 virka daga Aðgangseyrir: Enginn

– 38 –


GPS: 64°07,147N 21°48,934W

Árbæjarsafn

Velkomin í Árbæjarsafn Árbær var rótgróin bújörð allt fram á 20. öld, en safnið var opnað þar árið 1957. Árbæjarsafn er útisafn og auk Árbæjar eru þar yfir 20 hús, sem mynda torg, þorp og sveit. Flest húsin hafa verið flutt úr miðbæ Reykjavíkur. Í Árbæjarsafni er leitast við að gefa hugmynd um byggingalist og lifnaðarhætti í Reykjavík og á sumrin má þar sjá húsdýr og kynnast mannlífi fyrri tíma. Í safninu er boðið upp á fjölda sýninga, viðburða og leiðsagna, þar sem einstökum þáttum í sögu Reykjavíkur eru gerð skil. Allir eiga að finna eitthvað við sitt hæfi í Árbæjarsafni.

Heimilisfang: v/ Kistuhyl 110 Reykjavík Sími: 411 6300 minjasafn@reykjavik.is www.minjasafnreykjavikur.is

0000 000

Opnunartímar: Sumaropnun: Júní - ágúst opið alla daga frá kl. 10.00-17.00. Vetraropnun: Sept - maí opið eftir samkomulagi. Leiðsögn alla daga kl. 13.00. – 39 –


Listasafn Kópavogs – Gerðarsafn

GPS: 64°06,726N 21°54,603W

Listasafn Kópavogs-Gerðarsafn er til húsa í glæsilegri byggingu í miðbæ Kópavogs. Safnið er reist í minningu Gerðar Helgadóttur sem var frumkvöðull í höggmynda- og glerlist hér á landi. Safnið geymir fjórtán hundruð verk eftir þessa fjölhæfu listakonu sem gefin voru Kópavogsbæ. Stór söfn eftir aðra listamenn 20. aldar, Barböru Árnason, Magnús Á. Árnason og Valgerði Briem, voru færð safninu að gjöf. Eitt stærsta listaverkasafn landsins, einkasafn Þorvaldar Guðmundssonar og Ingibjargar Guðmundsdóttur, er í vörslu safnsins. Þar er að finna fjöldamörg málverk og teikningar eftir Jóhannes S. Kjarval auk verka helstu listamanna þjóðarinnar á fyrri hluta 20. aldar. Sumar sýningar Gerðarsafns eru úr safneigninni. Aðrar sýningar eru einkum íslensk nútíma- og samtímalist. Í safninu er safnbúð þar sem seldir eru sérhannaðir minjagripir unnir út frá verkum Gerðar Helgadóttur.

Heimilisfang: Hamraborg 4, 200 Kópavogur Sími: 570 0440, Fax: 570 0441 Netfang: gerdarsafn@kopavogur.is www.gerdarsafn.is Opnunartímar: Alla daga nema mánudaga 11:00-17:00 Aðgangur: 500 krónur. Ókeypis á miðvikudögum.

00000 00

– 40 –


GPS: 64°06,710N 21°54,511W

Náttúrufræðistofa Kópavogs

Í sýningarsölum Náttúrufræðistofunnar er mest áhersla lögð á dýra- og steinaríkið. Á boðstólum er gott safn skelja og kuðunga, fugla, krabbadýra og skrápdýra. Þá eru til sýnis spendýr og fiskar og í fiskabúrum eru lifandi silungar, sjófiskar og hryggleysingjar. Hinn sérstaki kúluskítur úr Mývatni er einnig til sýnis.

Jarðfræði Íslands er kynnt með eintökum af helstu berggerðum landsins og góðu safni krist­alla. Helstu rannsóknir Náttúrufræðistofunnar eru á sviði vatnalíffræði og er bæði um að ræða grunn­rannnsóknir og útseld þjónustuverkefni.

Náttúrufræðistofa Kópavogs

Heimilisfang: Hamraborg 6a 200 Kópavogur Sími: 5700430 Netfang: natkop@natkop.is www.natkop.is Opnunartímar: Mánudag-fimmtudag 10.00-19.00, föstudag 11.00-17.00, laugardag 13.00-17.00

Aðgangseyrir: Ókeypis – 41 –


Hönnunarsafn Íslands

Frá fyrri sýningum

Hönnunarsafn Íslands er sérsafn á sviði íslenskrar hönnunar og listhandverks frá aldamótunum 1900 til dagsins í dag. Haldnar eru fjórar til sex sérsýningar á ári á íslenskri og erlendri hönnun. Safnið á rúmlega 1500 muni og ber helst að nefna húsgögn, vöruhönnun, leirlist, glerlist, textíl, fatnað og grafíska hönnun.

Safnið er miðstöð heimilda um íslenska hönnuði og verk þeirra. Reglulega eru haldnar leiðsagnir um sýningar safnsins og efnt til fyrirlestrahalds um íslenska og alþjóðlega hönnun. Í safnverslun fæst úrval íslenskrar hönnunar og bækur og tímarit um hönnun. Þar er hægt að setjast niður og fá sér kaffi.

Strætó leið 1, stopp “Ásgarður” – 42 –


GPS: 64°05,345N 21°55,220W

ður” – 43 –


Byggðasafn Hafnarfjarðar

GPS: 64°04,199N 21°57,607W

Byggðasafn Hafnarfjarðar er minja- og ljósmyndasafn Hafnarfjarðarbæjar. Minjasvæði Byggðasafnsins er Hafnarfjörður og nágrenni hans. Byggðasafn Hafnarfjarðar er með sýningaaðstöðu í sex húsum og að jafnaði eru níu sýningar í gangi í einu þar sem varpað er ljósi á sögu og menningu svæðisins.

Heimilisfang: Vesturgata 8, 220 Hafnarfjörður, Sími: 585 5780, museum@hafnarfjordur.is

Opnunartímar: Sumar: alla daga kl. 11.00-17.00 Vetur: laugard. og sunnud. kl. 11.00-17.00. Á öðrum tímum er opið fyrir hópa samkvæmt samkomulagi. – 44 –


GPS: 64°04,068N 21°57,298W

Hafnarborg

Hafnarborg, menningar – og listamiðstöð Hafnarfjarðar sýnir verk eftir leiðandi íslenska og erlenda listamenn. Sýningadagskrá safnsins er fjölbreytt og gerir skil ólíkum miðlum samtímamyndlistar auk þess sem reglulega eru sýnd verk íslenskra listamanna frá fyrri hluta 20. aldar. Safnið varðveitir listaverkaeign Hafnarfjarðarbæjar og skipa verk Eiríks Smith (f.1925) þar veglegan sess. Í Hafnarborg er rekið öflugt fræðslustarf með leiðsögnum og fyrirlestrum sem tengjast sýningunum.

Hægt er að panta leiðsögn fyrir hópa bæði á íslensku og ensku. Tónleikar eru fastur liður í starfseminni og eru klassískir hádegistónleikar, kammertónleikar og tónleikar þar sem flutt er samtímatónlist reglulega á dagskrá. Í Hafnarborg er safnbúð með bækur og samtímahönnunarvörur og veitingastaðurinn Gló þar sem boðið er upp á heilsusamlega rétti, kökur og kaffi. Í Hafnarborg er einnig aðstaða til ráðstefnu- og fundahalda.

Sýning Hrafnkels Sigurðssonar

Heimilisfang: Strandgata 34, 220 Hafnarfjörður Sími: 585 5790 Netfang: hafnarborg@hafnarfjordur.is www.hafnarborg.is

Eiríkur Smith 1981

Opnunartímar: 12.00-17.00 fimmtudaga 12.00-21.00 Lokað þriðjudaga Aðgangseyrir: Frítt – 45 –


GLJúfrasteinn – hús skáldsins

GPs: 64°10,859N 21°34,900W

Gljúfrasteinn var heimili og vinnustaður skáldsins Halldórs Laxness og fjöl­ nóbels­­ skyldu hans um hálfrar aldar skeið. Gljúfra­ steinn er nú safn og er húsinu haldið óbreyttu frá því Halldór bjó þar og starfaði. Fjöldi listaverka setur sterkan svip á heimil­ ið, meðal annars eftir Svavar Guðnason, Nínu Tryggvadóttur, Jóhannes Kjarval og danska málar­ann Asger Jorn. Einnig gefur þar að líta útsaumsmyndir eftir Auði Laxness sem var

þar sem Halldór ólst upp. Halldór Laxness var mikill útivistarmaður og gekk mikið í nágrenni Gljúfrasteins enda umhverfið fagurt. Garðurinn umhverfis Gljúfrastein er opinn almenningi og fallegar gönguleiðir eru í næsta nágrenni.

Heimilisfang: Gljúfrasteinn, 270 Mosfellsbæ Sími: 586 8066 Netfang: gljufrasteinn@gljufrasteinn.is www.gljufrasteinn.is www.facebook.is/gljufrasteinn.is 00000 00

annáluð hannyrðakona. Húsgögn og innan­ stokksmunir eru þeir sömu og í tíð Halldórs og Auðar. Móttökuhúsið er fyrsti viðkomustaður gesta á Gljúfrasteini. Þar er hægt að skoða marg­ miðlunarsýningu um ævi og verk skálds­ins. Í móttökuhúsinu er einnig lítil safnverslun þar sem áhersla er lögð á úrval bóka skáldsins á ýmsum tungumálum.

Opnunartímar: Sumar: Alla daga frá kl. 9.00 - 17.00 Á veturna er opið alla daga nema mánudaga frá kl. 10.00 -17.00. Lokað um helgar frá nóvember og út febrúar en tekið á móti hópum eftir samkomulagi. Aðgangur: Fullorðnir kr. 800, eldri borgarar og öryrkjar kr. 500, börn til 18 ára ókeypis Ferðaskipuleggjendur og -skrifstofur fá 10% afslátt frá þessu verði.

Inni í húsinu er boðið upp á hljóðleiðsögn á íslensku, ensku, sænsku, þýsku og dönsku og textaleiðsögn á frönsku. Gljúfrasteinn stendur við ána Köldukvísl og er byggður í landi jarðarinnar Laxness – 46 –


Reykjanes

SAFN 1 Byggðasafn Garðskaga 2 Þekkingarsetur Suðurnesja Sandgerði Duushús -Menningar- og listamiðstöð 3 Byggðasafn Reykjanesbæjar 4 Bátasafn Gríms Karlssonar Duushús 5 Listasafn Reykjanesbæjar Duushús 6 Skessan í hellinum 7 Rokksafn Íslands 8 Víkingaheimar S Samkaup Strax. Safnabók fáanleg N Nettó. Safnabók fáanleg

– 47 –

Bls 51 50 48 48 48 48 49 49


Skessan í hellinum

Heimilisfang: Við smábátahöfnina í Gróf Sími: 421 3796 og 421 6700 skessan@reykjanesbaer.is skessan.is

GPS:64°00,546N 22°33,271W

Opnunartími: Alla daga kl. 10.00 – 17.00

Aðgangseyrir: Frítt

Víkingaheimar

GPS: 63°58,528 N 22°31,649W

5 sýningar, m.a. Víkingaskipið Íslendingur. Landnámsdýragarður opinn á sumrin. Heimilisfang: Víkingabraut 1, 260 Reykjanesbæ Sími: 422 2000 info@vikingaheimar.is vikingaheimar.is – 48 –

Opnunartími: Alla daga 12.00 – 17.00 Aðgangseyrir: 1.200 kr.

Frítt fyrir börn yngri en 12 ára Ókeypis fyrir alla í dýragarð


Duushús, menningar- og listamiðstöð

GPS: 64°00,479N 22°33,448W

Heimilisfang: Duusgötu 2 – 8, 230 Reykjanesbæ Sími: 421 3796 Netfang: duushus@reykjanesbaer.is Opnunartími: Virkir dagar 12.00 – 17.00. Helgar 13.00 – 17.00 Aðgangseyrir: Frítt inn

8 sýningarsalir eru í Duushúsum: n Bátasafn Gríms Karlssonar n Listasafn Reykjanesbæjar n Byggðasafn Reykjanesbæjar n Bíósalur Fjölbreyttar list- og sögusýningar

Rokksafn Íslands

GPS: 63° 59,383’N, 22° 33,009’W

Rokksafn Íslands í Hljómahöll spannar sögu dægurtónlistar á Íslandi frá 1930 til 2013. Sagan er sögð með textum, ljósmyndum, lifandi myndefni, munum og margvíslegri nýmiðlun á skjáum, skjávörpum og spjaldtölvum.

Heimilisfang: Hjallavegi 2 260 Reykjanesbær Sími 777 5532 rokksafn@hljomaholl.is rokksafn.is

– 49 –

Opnunartími: 12:00-17:00 Aðgangseyrir: 1500 kr. Frítt fyrir börn yngri en 12 ára


Þekkingarsetur suðurnesja

GPS: 64°02,475N 22°42,777W

Þekkingarsetur Suðurnesja býður upp á tvær áhugaverðar sýningar að Garðvegi 1, Sandgerði. Ef þú hefur áhuga á íslenskri náttúru og dýralífi, sjávardýrum og rannsóknum á sviði náttúrufræða, þá er Þekkingarsetur Suðurnesja staður sem þú þarft að heimsækja! Við erum aðeins í 5 mínútna fjarlægð frá flugvellinum. Í náttúrusalnum er hægt að skoða og snerta yfir 70 uppstoppuð dýr úr íslenskri náttúru og sjá lifandi sjávardýr í sjóbúrum.

Heimilisfang: Garðvegi 1, 245 Sandgerði Sími: 423 7555 og 423 7551 thekkingarsetur@ thekkingarsetur.is www.thekkingarsetur.is

Þar er einnig safn jurta og skelja auk þess sem eina uppstoppaða rostung landsins er þar að finna. Í sögusalnum er hin glæsilega sýning Heimskautin heilla sem fjallar um líf og starf franska læknisins, vísindamannsins og heimskautafarans Jean-Baptiste Charcot. Rannsóknaskip hans, Pourquoi-Pas?, fórst við Íslandsstrendur árið 1936. Líkan af skipinu má sjá á sýningunni.

Opnunartímar: 1. maí – 30. sept.:Mán. – fös. 10.00 til 16.00. Lau. og sun. 13.00 til 17.00. 1. okt. – 30. apríl.: Mán. – fös. 10.00 til 14.00. Sveigjanlegir opnunartímar í boði fyrir hópa – pantið í síma 423 7551. Aðgangseyrir: Fullorðnir: 600 kr. Börn (6-15 ára): 300 kr. Eldri borgarar: 400 kr. Hópar (tíu manns eða fleiri): 500 kr. – 50 –


GPS: 64°04,908N 22°41,319W

Heimilisfang: Skagabraut 100 250 Garður Sími: 4227220 Netfang: gardskagi@simnet.is www.svgardur.is Opnunartímar: 1. apríl - 31. október alla daga kl. 13:00 - 17:00. Á öðrum tíma eftir samkomulagi.

Byggðasafn Garðskaga

Byggðasafn Garðskaga var stofnað árið 1992 og opnað fyrir almenningi 1995. Safnið er c.a. til helminga byggða og sjóminjasafn. Margt merkilegra muna má sjá á safninu sem tengdust búskaparháttum til sjós og lands. Merkilegasti hluti safnsins er vélasafn sem er einstakt á landinu og saman stendur af áttatíu og fimm vélum af ýmsum gerðum mest litlar bátavélar, og eru þær allar gangfærar. Um lífið í landi; má sjá ýmislegt um sveitastörf, heimilishald, kirkju, skóla, verslun, verkstæði iðnaðar­ manna, íþróttir, félagsstarf og aðra samfélagslega þætti.

– 51 –


Vesturland

SAFN Safnasvæðið á Akranesi Byggðasafnið að Görðum Íþróttasafn Íslands Steinaríki Íslands Landnámssetur Íslands Safnahús Borgarfjarðar Landbúnaðarsafnið Hvanneyri Snorrastofa Reykholti Geitfjársetur Íslands Háafelli Norska húsið byggðasafn Snæfellinga 10 og Hnappadæla Stykkishólmi 11 Eldfjallasafn Haraldar Sigurðssonar 12 Vatnasafn Roni Horn 13 Leifsbúð 14 Eiríksstaðir 15 Byggðasafn Dalamanna 16 Ólafsdalur Hólar og dalir S Samkaup Strax. Safnabók fáanleg N Nettó. Safnabók fáanleg Ú Samkaup Úrval. Safnabók fáanleg 1 2 3 4 5 6 7 8 9

– 52 –

bls 54 54 54 54 56 55 57 58 57 62-63 54 62-63 60 59 60 61 61


– 53 –


Safnasvæðið á Akranesi

GPS: 64°19,186N 22°02,654W

Safnasvæðið á Akranesi saman-­ stend­ur af fjórum söfnum / sýningum: n Byggðasafnið að Görðum n Íþróttasafni Íslands n Steinaríki Íslands / Hvalfjarðargangasýning n Ýmsar sérsýningar Á útisvæði safnsins eru nokkur gömul hús og bátar til sýnis. Í Safnaskálanum er veitinga­aðstaða, safnbúð og upplýsingamiðstöð ferðamanna.

Heimilisfang: Görðum 300 Akranes Sími: 431 1255 & 431 5566 Netfang: museum@museum.is www.museum.is

Opnunartímar: Sumartími: Opið alla daga 10.00-17.00 Vetrartími: Opið alla daga 13.00-17.00 Aðgangseyrir: Görðum, 300 Akranes Fullorðnir kr. 500 Sími: 431 5566 / 431 1255 www.museum.is kr. 300 Eldri borgarar (67+) Börnmuseum@museum.is (yngri en 16 ára) ókeypis Hópar (10 +) kr. 300 á mann. – 54 –


Safnahús Borgarfjarðar

Ljósmynd: Ómar Örn Ragnarsson

GPS: 64°32,203N 21°55,220W

Börn í 100 ár - Ævintýri fuglanna Börn í 100 ár er einstök sýning um líf íslensku þjóðarinnar á 20. öld. Efnið er kynnt með nýstárlegri framsetningu á ljósmyndum og munum, þar sem sýningarveggir eru opnaðir eins og jóladagatal. Ævintýri fuglanna er frábær sýning á uppstoppuðum fuglum þar sem áhersla er lögð á mögnuð flugafrek farfuglanna. Skjalasafn og bókasafn Sýningar Safnahúss henta öllum aldri og þjóðerni og aðgengi er mjög gott. Verið velkomin í Borgarfjörðinn!

Heimilisfang: Bjarnarbraut 4-6 310 Borgarnesi. Sími: 433 7200 Netfang: safnahus@safnahus.is www.safnahus.is

Opnunartímar: Sumar: Alla daga frá 13.00-17.00 Vetur: Opið eftir samkomulagi Aðgangseyrir: 900 kr. fyrir fullorðna, ókeypis fyrir börn. Afsl. fyrir eldri borgara, öryrkja og sérverð fyrir hópa (10+) – 55 –


Landnámssetur Íslands

Í hinum fagra bæ Borgar­nesi er Landnáms­ setur Íslands til húsa mitt í sögu­sviði Egils­sögu einnar helstu landnámssögu Íslend­inga­­­sagna. Í setrinu eru tvær sýn­ing­ar. Í þeim er landnámssagan rakin og sögu­ þráð­ur Egils­­­­sögu. Gesturinn er leiddur áfram með hljóð­­leiðsögn sem hægt er að fá á 12 tungu­­málum auk leiðsagnar á ís­lensku sem sér­staklega er sniðin fyrir börn frá allt að fjögurra ára aldri. Sýningarnar eru um margt ólíkar en eiga það sameiginlegt að vera einstaklega skemmtileg viðbót við frá­­sögn­ ina í hljóðleiðsögninni. Í Landnáms­sýningunni er notast við sjón­ varp­skjái, gagn­virk kort og hægt er að stíga í stefni á víkinga­skipi sem hreyfist. Egilssýningin er með allt öðru sniði. Sýningarrými er í niðurgröfnum steinkjallara gamla pakkhússins og fram­setn­ing er öll dulúðug og draugaleg, myndirnar sem eru gerðar í tré eru eftir marga mismun­ andi listamenn. Nú gefst gestum einnig

GPS: 64°32,146N 21°55,385W

kostur á að njóta þessa merka þjóðararfs á þeim stöðum á land­inu þar sem atburðirnir gerðust. Með lif­andi leiðsögn í snjallsíma er farið um sögu­svið Egilssögu. Endurgjaldslaust er hægt að hlaða leiðsögninni á snjallsíma hvort sem er Ipod eða með Android stýrikerfi á slóðinni locatify.com/smartguide/. Leiðsögnin tekur um eina og hálfa klukkustund og er fáanleg á fjórum tungumálum. Tilvalinn kostur fyrir ferðalanga, á eigin vegum, að njóta þess besta sem góður leiðsögumaður hefur uppá að bjóða.

0000 000

Heimilisfang: Brákarbraut 13 - 15 310 Borgarnes Sími: 437 1600 og 895 5460 Netfang: landnam@landnam.is www.landnam.is – 56 –

Opnunartími: Opið allt árið frá kl. 10 – 21.


GPS: 64° 33,882’N, 21° 45,842’W

Landbúnaðarsafn Íslands

Landbúnaðarsafni Íslands er ætlað að gera skil sögu og þróun íslensks landbúnaðar með áherslu á tímabilið frá byrjun tæknialdar. Í safninu eru dæmi um helstu áhöld, verkfæri og vélar er breyttu bústörfum og sveitum á 20. öld, m.a. mörg hin fyrstu bútæki er hérlendis komu við sögu. Í næsta nágrenni safnsins eru einnig dæmi um ræktunarminjar og menningarlandslag frá ofanverðri 19. öld til nútíma.

Heimilisfang: Hvanneyri 311 Borgarnes Sími: 844 7740 Netfang: bjarnig@lbhi.is www.landbunadarsafn.is GPS: 63° 56,239’N, 20° 59,757’W

Opnunartímar: Júní - ágúst kl.12.00-17.00 Á öðrum tímum er Landbúnaðarsafnið opið eftir samkomulagi

Geitfjársetur íslands Ljósmynd: Guðbjörg Harpa Ingimundardóttir

Geitur og kiðlingar taka vel á móti fólki, og gestir fá fræðslu um þær og afurðir þeirra. Hægt er að taka geitur í fóstur til að taka þátt í verndun íslenska geitastofnsins. Salerni, kaffisala, aðgengi fyrir hjólastóla. Verslun á staðnum með afurðir Beint frá býli bæði kjöt, osta og húðvörur unnar úr geitamjólk og tólg. Rósagarður á staðnum með 180 rósategundum ásamt fjölbreyttum yndisgróðri og nytjajurtum. Barnvæn aðstaða. Bústofn : 190 geitur og um 200 kiðlingar yfir sumartímann. 30 kindur, 35 landnámshænur, 7 silkihænur, 6 hestar, 2 hundar og 3 kettir. Heimilisfang: Opnunartímar: Háafelli , Hvítársíðu. Opið frá 1. júní til 31 ágúst frá 13.-18. og allt 320 Reykholt. árið eftir samkomulagi. Sími: 845-2331 Aðgangseyrir: 1000kr. fyrir fullorðna, Netfang: haafell@gmail.com 500 kr. fyrir 7-17 ára og frítt fyrir yngri. 800 fyrir eldri borgara og hópa sem eru yfir 20 manns. Vefsíða: www.geitur.is Skólar / leikskólar 500 kr / barnið. – 57 –


Snorrastofa – menningar- og miðaldasetur í Reykholti

GPS: 64°39,879N 21°17,536W

Snorrastofa er stofnuð í minningu Snorra Sturlusonar, merkasta sagna­ritara landsins, höfðingja og lögsögu­manns, sem settist að í Reykholti 1206 og var veginn þar haustið 1241. Snorralaug er þekktust fornminja frá dögum Snorra. Snorrastofa býður upp á sögusýningar, fyrirlestra og leiðsögn. Auk þess sinnir hún rannsóknum, starfrækir bókhlöðu, minjagripaverslun og annast umsýslu tónleikahalds í Reykholtskirkju. Þekktasti tónlistarviðburðurinn er árleg Reykholtshátíð, síðustu helgina í júlí. Heilsárshótel er í Reykholti.

Heimilisfang: Reykholt í Borgarfirði 311 Borgarnes Sími: 433 8000 snorrastofa@snorrastofa.is www.snorrastofa.is

Opnunartímar: 1.maí-30.sept: Alla daga 10.00-18.00 1.okt-30.apríl: Virka daga 10.00-17.00 og eftir samkomulagi Aðgangseyrir: Einstaklingar kr. 1200 Eldri borgarar og Hópar kr. 1000

– 58 –


GPS: 65°3,516´N 21°32,3104´W

Eiríksstaðir í Haukadal

Gamlar íslenskar arfsagnir herma að Eiríkur rauði hafi búið að Eiríksstöðum í Haukadal. Eiríkur rauði nam fyrstur manna land á Grænlandi eftir að hafa verið gerður útlægur frá Íslandi og Leifur heppni, sonur hans, sem fæddist á Eiríksstöðum, varð fyrstur Evrópumanna til að kanna Nýja heiminn eða þau lönd er við í dag köllum Ameríku. Við rannsóknir á rústum Eiríksstaða kom í ljós skáli frá 10. öld og eru rústir hans sýnilegar. Skammt frá rústunum var reistur tilgátuskáli þar sem stuðst var við rústirnar, rannsóknir og fornt verklag. Eiríksstaðir eru lifandi safn þar sem leiðsögumenn klæddir að fornum sið fræða gesti um söguna, sýna fornt handverk og muni. Þá eru söguskilti á svæðinu og stytta af Leifi heppna eftir Nínu Sæmundsson. Góð aðstaða er fyrir ferðamenn, wc og aðgengi fyrir fatlaða að rústinni. Minjagripa og kaffisala í þjónustuhúsi á staðnum.

Heimilisfang: Opnunartími: Eiríksstaðir, 371 Búðardal Sumar: 01/06—31/08 Kl. 9:00-18:00 Sími: 661 0403 Vetur: Eftir samkomulagi siggijok@simnet.is Aðgangseyrir: Fullorðnir kr. 1.250, VisitDalir.is Hópar 10 og fleiri kr. 1.000, eiriksstadir.is Börn 12 ára og yngri kr. 0,- – 59 –

00000 00


Byggðasafn Dalamanna

GPS: 65°14,7569´N 21°48,1503´W

Á safninu er fjölbreytni í hávegum höfð og til sýnis eru allt frá saumnál til baðstofu. Flestar sýningar safnsins tengjast daglegu lífi Dalamanna frá tímum gamla sveitasamfélagsins, en einnig má finna yngri muni. Áhersla er lögð á handverk og hugvit hverskonar og þá þætti sem hafa einkennt mannlíf og lifnaðarhætti í héraðinu. Heimilisfang: Laugum í Sælingsdal, 371 Búðardal Sími: 434 1328 & 430 4700 safnamal@dalir.is VisitDalir.is

Opnunartími: Sumar: 01/06 - 31/08 Kl. 13-18 Vetur: Eftir samkomulagi Aðgangseyrir: Gestir ákvarða upphæð aðgangseyris.

leifsbúð

GPS: 65°6,6310´N 21°46,2873´W

Í Leifsbúð er sýning um landafundi víkinga í Vesturheimi, upplýsingamiðstöð ferðamanna og kaffihús. Þar er og líkan af Dalabyggð þar sem merktir hafa verið inn merkir sögustaðir. Saga Búðardals er í máli og myndum á veggjum kaffihússins. Leifsbúð stendur á fallegum stað við smábátahöfnina í Búðardal. Heimilisfang: Opnunartími: Búðarbraut 1, 370 Búðardal Sumar: 15/05 - 15/09 Kl. 12 - 18 Vetur: 16/09 - 14/05 Kl. 12 - 18 Sími: 434 1441 & 845 2477 leifsbud@dalir.is VisitDalir.is Aðgangseyrir: Frjáls framlög – 60 –


Ólafsdalur í Gilsfirði

GPS: 66° 4, 088’N 23° 7,644’W

Fyrsti búnaðarskóli á Íslandi (1880-1907) og einn merkasti staður í landbúnaðarsögu Íslands. Gæsilegt skólahús frá 1896. Stytta Ríkarðs Jónssonar af Torfa og Guðlaugu í Ólafsdal. Lífrænt vottað Ólafsdalsgræmeti til sölu. Fallegar gönguleiðir. Merkilegar minjar um byggingar, vatnsveitu, hleðslur og ræktun. Fræðslustígur. Áhugaverðar sýningar um sögu Ólafsdalsskólans. Myndlistarsýningin DALIR og HÓLAR. Ólafsdalshátíð verður haldin 10. ágúst.

Heimilisfang: Ólafsdalur við Gilsfjörð Aðeins 6 km frá Gilsfjarðarbrúnni að sunnanverðu. Sími: 896 1930

Opnunartímar: Opið kl. 12 - 17 28. júní til 10. ágúst. Aðgangseyrir: 600 kr. www.olafsdalur.is

Myndlistasýningin DALIR og HÓLAR 2014 / LITUR DALIR og HÓLAR 2014 / LITUR. Myndlistasýningarnar Dalir og hólar draga nafn sitt af staðsetningunni, Dalabyggð og Reykhólasveit, nánar tiltekið svæðinu við Breiðafjörð og í Dölum. Listaverkin eru staðsett í húsum og á landsvæðum bænda og landeigenda á svæðinu. Prentuð sýningarskrá er jafnframt ferðakort af sýningarsvæðinu og má nálgast á vef verkefnisins www.dalirogholar.nyp.is og á upplýsingamiðstöðvum, söfnum, sundlaugum og verslunum í Dalabyggð og í Reykhólasveit.

Heimilisfang: Ólafsdalur við Gilsfjörð og sýningarstaðir Dala og hóla í Dölum og Reykhólabyggð Sími: 896 1930 og 692 1194 dalirogholar@gmail.is www.dalirogholar.nyp.is Opnunartímar: Opið 5. júlí 2014 - 10. ágúst 2014. Opið 13:00 - 17:00 – 61 –


Stykkishólmur

– 62 –


GPS: 65°07,722N 22°72,712W

– 63 –


Vestfirðir

– 64 –


1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 11 12 13 14 15 16 17 18

SAFN Minjasafn Egils Ólafssonar Hnjóti Listasafn Samúels í Selárdal Safn Jóns Sigurðssonar Gamla smiðjan Þingeyri Dellusafnið Gamla bókabúðin Flateyri Alþjóðlegt brúðusafn Sýning um harðfisk og skreið Náttúrugripasafn Bolungarvíkur Sjóminjasafnið Ósvör Grasagarðar Vestfjarða Byggðasafn Vestfjarða Listasafn Ísafjarðar Ljósmyndasafnið á Ísafirði Melrakkasetur Íslands Viktoríuhús og Vindmylla í Vigur -Húsasafn Þjóðminjasafnsins Litlibær í Skötufirði - Húsasafn Þjóðminjasafnsins Sauðfjársetur á Ströndum

19

Minja-og handverkshúsið Kört Trékyllisvík

Ú

Samkaup Úrval. Safnabók fáanleg – 65 –

bls 66 66 67 67 68 69 69 69 72 73 73 70-71 70-71 70-71 75 74 76 77 76


Minjasafn Egils Ólafssonar

GPS: 65°33,747N 24°09,476W

Á Minjasafni Egils Ólafssonar að Hnjóti við Örlygshöfn er einstætt safn merkilegra muna frá sunnanverðum Vestfjörðum sem segja sögu sjósóknar, landbúnaðar og daglegs lífs. Þessir munir veita góða innsýn í lífsbaráttu fólks og þá útsjónarsemi og sjálfsbjargarviðleitni sem fólk varð að beita til að komast af við erfiðar aðstæður. Á safninu er einnig að finna hattinn hans Gísla á Uppsölum og sýningu um björgunarafrekið við Látrabjarg. Í safninu er björt og heimilisleg kaffitería og vísir að upplýsingamiðstöð.

Heimilisfang:

Opnunartímar:

Hnjóti, Örlygshöfn

Sumar: Alla daga frá 1. maí til 31.

451 Patreksfjörður

ágúst, kl. 10.00 - 18.00

Sími: 456-1511

Vetur: Eftir samkomulagi

Netfang: museum@hnjotur.is

Aðgangseyrir: 1.000 kr. fyrir eldri en 12 ára

www.hnjotur.is

700 kr. fyrir hópa og lífeyrisþega

Listasafn Samúels í Selárdal

GPS: 65° 47,300’N, 23° 59,411’W

Undanfarin ár hefur Félag um listasafn Samú­els unnið að endurreisn á styttum lista­mannsins og byggingum. Viðgerðir eru langt komnar, en enn á eftir að ljúka viðgerðum á kirkjunni og endurreisa hús Samúels, en þar verður kaffi- og minjagripasala auk gestaíbúðar. Heimilisfang: Brautarholti, Selárdal við Arnarfjörð Sími: 6987533 Netfang: olafur@sogumidlun.is www.sogumidlun.is/pdf/samuel_net.pdf

Opnunartími: Opið yfir sumarið Aðgangseyrir: 500 kr fyrir fullorðna, frítt fyrir börn innan 12 ára – 66 –


Safn Jóns Sigurðssonar

GPS: 65°45,512N 23°27,441W

Hrafnseyri við Arnarfjörð er fæðingastaður Jóns Sigurðssonar, sem fæddist þar 17. júní 1811. Jón Sigurðsson var óumdeilanlegur foringi Íslendinga í sjálfstæðisbaráttu þeirra undan yfirráðum Dana á 19. öld. Hann vildi bæði frelsa landið undan stjórn einvalds konungs og íslensku þjóðina frá úreldum samfélags- og atvinnuháttum. Nafn hans er því órjúfanlega tengt stofnun íslenska þjóðríkisins, og eftir andlát hans árið 1879 varð Jón sameiningartákn íslensku þjóðarinnar. Þann 17. júní 2011 var opnuð ný sýning á Hrafnseyri um Jón Sigurðsson í tilefni þess að 200 ár voru liðin frá fæðingu hans. Á Hrafnseyri er einnig að finna burstabæ, sem byggður var 1997 og er að nokkru leiti eftirlíking af þeim bæ sem Jón fæddist í. Þar er rekin veitingasala. Snotur timburkirkja er á staðnumi, vígð 1886.

Heimilisfang: Opnunartímar: Hrafnseyri við Arnarfjörð Safnið er opið frá 1. júní til 8. september. 465 Bíldudalur Sjá vefsíðu fyrir nánari upplýsingar. Sími: 456 8260 og 845 5518 Netfang: hrafnseyri@hrafnseyri.is www.hrafnseyri.is GPS: 66° 4, 088’N 23° 7,644’W

smiðjan á þingeyri

Smiðja Guðmundar Sigurðssonar er rúmlega 100 ára og er ein merkasta og upprunalegasta smiðja landsins. Í dag er lifandi safn í gömlu smiðjunni þar sem hægt er að fræðast um verkhætti sem tíðkuðust í smiðjunni allt frá stofnun. Samhliða vélsmiðjunni var rekin eldsmiðja í húsnæðinu og er hún enn starfrækt í dag á sama grunni og frá stofnun. Safnið er einstök upplifun og mögnuð skemmtun.

Heimilisfang: 470 Þingeyri Sími: (+354) 896 3291 og 848 4878 byggdarsafn@isafjordur.is

Opnunartímar: Opið 15. maí - 15 september alla daga kl. 9 - 18 Aðgangseyrir: 800 kr., 650 kr. fyrir eldri borgara. Frítt er fyrir fyrir börn á grunnskólaaldri. – 67 –


Dellusafnið

GPS: 66°2’54”N 23°30’44”W

Dellusafnið er safn utan um hina ýmsu safnaradellu. Í safninu sameinast mörg ólík einkasöfn einstaklinga og má þar nefna lögregluminjasafn sem hefur m.a. að geyma yfir 100 lögregluhúfur frá ýmsum löndum ásamt öðrum lögreglutengdum munum. Á Dellusafninu eru skipamódelasafn þar sem má sjá stórt (1:100) trémódel af farþegaskipinu Titanic og vinnuvélamódelasafn með uppsettum vinnusvæðum. Gríðarmikið sykurmolasafn sem telur nokkur hundruð sérpakkaða sykurmola og sykurbréf sem og alþjóðlegt teskeiðasafn með á annað hundruð teskeiðum. Einnig ber fyrir augu tóbakspakka og eldspýtustokkasafn frá hernámsárunum á Flateyri, skiltasafn og margt margt fleira sem gaman er að skoða. Á Dellusafninu ættu allir fjölskyldumeðlimir að finna eitthvað spennandi við sitt hæfi.

Heimilisfang: Hafnarstræti 11, 425 Flateyri Sími: 894-8836 Netfang: dellusafnið@simnet.is www.facebook.com/Dellusafnid

Opnunartímar: Sumar: Mán. - Fös 12.30–17.30 Lau. - Sun. 13.00 - 16.00 Vetur: Eftir samkomulagi Aðgangseyrir: 700 kr. Fyrir 13 ára og eldri. 12 ára og yngri og ellilífeyrisþegar fá frítt. – 68 –


Söfn Minjasjóðs Önundarfjarðar

GPS: 66°02,902N 23°30,740W

Sjávarþorpið Flateyri á sér 150 ára sögu, eða frá því að hákarlaveiðar voru undir­staða byggðarinnar. Á síðasta áratug 19. aldar átti hvalveiðistöðin á Sólbakka stóran þátt í eflingu byggðarlagsins. Flest húsin við fremstu götuna á Flateyri, Hafnar­stræti, voru reist á árunum 1880-1915. • Sýningar á vegum Minjasjóðs eru í Gömlu bókabúðinni, Hafnarstræti 3 - 5 og í íbúð kaupmannshjónanna í sama húsi. Í bókabúðinni eru notaðar bækur seldar eftir vigt, en þar má einnig fá minjagripi og leikföng. • Í svarta pakkhúsinu er sýning um harðfisk og skreið • Félagið Hús og fólk hefur reist 16 sögu­skilti víðs vegar um þorpið. Hægt er að fá afnot af MP3 spilurum í N-1 söluskálanum og í Gömlu bókabúðinni, ganga milli skiltanna og hlýða á fræðslu­ efni tengt húsum, fólki og atburðum á Flateyri

• Handverkshópurinn Purka, Hafnarstræti 11 sér um sýningar og varðveislu Alþjóð­­lega brúðusafnsins, sem er í eigu Minjasjóðs Önundarfjarðar.

• Kaffi, kakó og jólakaka að hætti Gruðrúnar fæst í kaupmannsíbúðinni. Heimilisfang: Opnunartímar Hafnarstræti 3-5, 425 Flateyri Sumar: Þriðjudaga-sunnudaga Sími: 865-6695 og eftir samkomulagi Netfang: vestur@vestur.is Vetur: Eftir samkomulagi www.facebook.com/bokabudinflateyri Aðgangseyrir: Frjáls framlög – 69 –


Byggðasafn vestfjarða

GPS: 66°04,088N 23°07,644W

– 70 –


Gamla Sjúkrahúsið

GPS: 66°04,577N 23°07,583W

– 71 –


Náttúrugripasafn Bolungarvíkur

GPS: 66°09,440N 23°14,948W

Viltu skoða hvítabjörn eða kjálkabein úr stærstu skepnu sem lifað hefur á jörðinni? Hefur þú kannski meiri áhuga á að skoða fugla, egg, seli, refi, mýs, skeljar, steina eða stór surtarbrandsstykki úr risa trjám er eitt sinn uxu á Íslandi? Af nógu er að taka, kíktu við.

Heimilisfang: Vitastíg 3 415 Bolungavík Sími: 456 7507 og 456 7005 Netfang: nabo@nabo.is www.nabo.is

Opnunartími: Sumar: júní-ágúst alla daga 9.00-17.00 og um helgar 10.00-16.00. Vetur: Alla virka daga 9.00-17.00. Utan þess tíma eftir samkomulagi. Aðgangseyrir: Fullorðnir 950 kr., 67+ ára og hópar (10+) 680 kr., 16 ára og yngri frítt

– 72 –


GPS: 66°09,023N 23°12,918W

Ósvör Sjóminjasafn

Í Ósvör er 19. aldar verbúð, salthús, fiskhjallur og áraskipið Ölver með öllum búnaði. Safnvörður klæddur skinnklæðum sýnir aðbúnað sjómanna í veri auk tækja og tóla er notuð voru við fiskveiðar á öldum áður.

GPS: 66° 9,420’N, 23° 15,050’W

Heimilisfang: Ósvör í Bolungarvík 415 Bolungarvík Sími: 892-5744 (móttaka) og 456-7005 (skrifstofa) Netfang: osvor@osvor.is www.osvor.is Opnunartími: Sumar: Júní - ágúst alla virka daga 9.00-17.00 og um helgar 10.00-16.00. Vetur: eftir samkomulagi. Aðgangseyrir: Fullorðnir 950 kr., eldri borgarar og hópar (10+) 680 kr., 16 ára og yngri frítt

Grasagarðar Vestfjarða

Sýningarreiturinn er í miðbæ Bolungarvíkur (hjá Félagsheimilinu). Plöntunum hefur verið safnað á Vestfjörðum, þær merktar og ræktaðar áfram í garðinum. Sumarið 2014 verður nytjasýning í garðinum þar sem hægt verður að kynna sér nytsemi plantnanna til kukls, lækninga, matar eða annarra hluta. Nöfn eru, fyrir utan fræðiheiti, á íslensku, ensku og þýsku.

Heimilisfang: Aðalstræti 21 415 Bolungavík Sími: 456-7207 Netfang: grasagardar@grasagardar.is http://www.nave.is/grasagardar_vestfjarda/ Opnunartími: Sumar: Allan sólarhringinn – 73 –


Viktoríuhús í Vigur

GPS: 66°02,855N 22°49,608W

Viktoríuhús var upphaflega timburstofa frá því um 1800 en árið 1860 var byggt við stofuna timburhús undir klassískum áhrifum. Í nýlegri viðbyggingu er starfrækt kaffihús

Sími: 456 5111 • vesturferdir@vesturferdir.is • www.vesturferdir.is Ferðir í Vigur: Daglega frá miðjum júní til loka ágúst ár hvert eða skv. óskum hópa Vindmylla í Vigur

GPS: 66°02,855N 22°49,608W

Eina varðveitta vindknúna kornmylla landsins sem reist var um 1860 en hefur síðan þá verið stækkuð og endurbætt.

Sími: 456 5111 • vesturferdir@vesturferdir.is • www.vesturferdir.is Ferðir í Vigur: Daglega frá miðjum júní til loka ágúst ár hvert eða skv. óskum hópa – 74 –


GPS: 66°01,805N 22°59,396W

Melrakkasetur Íslands

Melrakkasetur Íslands er fræðasetur sem helgað er íslenska melrakkanum sem er eina upprunalega landspendýrið á Íslandi. Á sýningu Melrakkaseturs Íslands, í Eyrardal í Súðavík, er á boðstólnum fræðandi efni í máli og myndum um refi í náttúrunni, hérlendis sem erlendis, refarækt og refaveiðar. Þar er jafnframt úrval handverks og gjafavöru sem ekki fæst annars staðar. Á Kaffihúsinu er boðið upp á heimilislegt kaffiborð, gosdrykki, bjór og léttvín ásamt morgunmat, súpu og heimabökuðu brauði. Þar er einnig ókeypis internetaðgangur. Á loftinu er aðstaða fyrir leiksýningar, kvikmyndasýningar og aðra viðburði ásamt aðstöðu fyrir fundi og litlar ráðstefnur. Ýmsir viðburðir verða á Melrakkasetri sem verða auglýstir á heimasíðu okkar: www.melrakki.is

Heimilisfang: Eyrardalur, Súðavík Sími: 456-4922 Netfang: melrakki@melrakki.is www.melrakki.is www.arcticfoxcenter.com

– 75 –

Opnunartímar: Sumar: 09.00 - 20.00 Vor og Haust: 10.00 - 17.00 Vetur: Eftir samkomulagi Aðgangseyrir: 900 kr.


Litlibær í Skötufirði

GPS: 66°02,855N 22°49,608W

Litlibær í Skötufirði var reistur árið 1895 úr timbri með steinhlöðnum veggjum upp að langhliðum og grasi á þökum. Þegar mest var bjuggu 20 manns í bænum, en búið var í honum fram til 1969. Í bænum er selt kaffi á opnunartíma, frá 15. maí -15. september frá 10-17.

Sími: 8944809 • www.thjodminjasafn.is •

Minja- og handverkshúsið KörT

GPS: 66° 0,734’N, 21° 30,849’W

Minja og handverks­húsið Kört er stað­sett í Tré­kyllisvík miðri. Þar er að finna fallegt safn með munum frá miðöldum til okkar tíma ásamt úrvali af fallegu handverki og listmunum unnum af heimafólki. Skálar og skúlptúrar úr rekavið, textílverk og fleira. Komið og njótið lifandi leið­sagnar, skoðið fallegt handverk, fáið upp­lýsingar um svæðið og setjist niður með kaffibolla í fallegu umhverfi. Heimilisfang: Opnunartímar: Trékyllisvík á Ströndum Sumar (1. júní – 31. ágúst) 524 Árneshreppur Alla daga 10.00 – 18.00 Sími: 451 4025 Vetur (1. september – 31. maí) Netfang: kort@trekyllisvik.is Opið eftir samkomulagi www.trekyllisvik.is – 76 –


GPS: N65° 38.508 W21 35.048

Sauðfjársetrið er skemmtilegt safn með fjölbreytta afþreyingu fyrir alla fjölskylduna. Það er staðsett í félagsheimilinu Sævangi rétt sunnan Hólmavíkur við veg nr. 68. Munir sem tengjast sauðfjárbúskap fyrr og nú eru þungamiðja sýningarinnar. Á hverju sumri hefur Sauðfjársetrið haft lömb í fóstri frá því snemma í júnímánuði. Gestir fá að gefa heimalningunum mjólk úr pela og bæði börn og fullorðnir hafa mikið gaman af. Á hverju sumri eru fjölmargar uppákomur á vegum Sauðfjárseturs meðal

Sauðfjársetur á ströndum

annars má nefna Furðuleika, Dráttarvéladag og Hrútadóma. Auk sögusýningarinnar er kaffistofan Kaffi Kind í Sævangi og sölubúð með handverki og minjagripum. Sýningin er opin frá 10:00-18:00 alla daga yfir sumarið, en einnig er hægt að fá hana opnaða yfir veturinn með því að hringja í síma 823-3324 eða senda póst á netfangið saudfjarsetur@strandir.is. Hópar eru hjartanlega velkomnir á sýninguna og á Kaffi Kind. Auðsótt er að leigja Sævang undir hvers kyns fundi, veislur, námskeið eða aðrar samkomur.

Heimilisfang: Sævangur 510 Hólmavík Sími: 451-3324 og 823-3324 Netfang: saudfjarsetur@strandir.is

Opnunartímar: 1. júní – 31. ágúst frá kl. 10-18. Eftir samkomulagi yfir vetrartímann www.strandir.is/saudfjarsetur – 77 –


Norðurland Vestra SAFN Byggðasafn Húnvetninga og Strandamanna 2 Selasetur Íslands 3 Þingeyrakirkja 4 Hafíssetur Íslands 5 Heimilisiðnaðarsafnið 6 Laxasetur Íslands 7 Kvennaskólinn á Blönduósi 8 Vatnsdæla á refli 9 Minjastofa Kvennaskólans 10 Spákonuhof 11 Árnes Byggðasafn Skagfirðinga 12 Minjahúsið Sauðárkróki

bls

1

80 81 82 84 82 84 83 83 83 85 85 87

13

Byggðasafn Skagfirðinga Glaumbær í Skagafirði

87

14 15 16

Víðimýrarkirkja Vesturfarasetrið Hofsósi Sögusetur íslenska hestsins

86 86 88

17

Nýibær á Hólum í Hjaltadal

88

18 19

Hóladómkirkja Síldarminjasafn Íslands

88 89

20

Þjóðlagasetur sr.Bjarna Þorsteinssonar

89

21 22 23 24 Ú

Náttúrugripasafn Ólafsfjarðar Byggðasafnið Hvoll Friðland fuglanna Hús Hákarla Jörundar Hrísey Samkaup Úrval. Safnabók fáanleg

90 91 90 91

– 78 –


– 79 –


Byggðasafn Húnvetninga og Strandamanna

Við á Byggðasafni Húnvetninga og Strandamanna bjóðum ykkur velkomin í heimsókn. Safnið er í eigu sveitarfélaga við Húnaflóa og var stofnað fyrir fimmtíu árum síðan. Á safninu er margt einstakra muna sem geyma sögu og menningu byggðalagsins. Þar er fjöldi merkra báta og skipa og ber þar hæst hákarlaveiðiskipið Ófeig úr Ófeigsfirði á Ströndum. Einnig er inni á safninu baðstofa frá Syðsta-Hvammi við Hvammstanga auk fjölda fallegra og merkra muna sem tengjast lífinu til sjávar og sveita frá seinni hluta nítjándu til fyrri hluta tuttugustu aldar. Verið er að endurnýja sýningar

Heimilisfang: Reykjagata 6 við Reykjaskóla 500 Staður Sími: 451 0040 Netfang: www.reykjasafn.is reykjasafn@gmail.com

GPS: 65°15,167N 21°03,663W

og vinna að breytingum á safninu og verður spennandi að fylgjast með því sem þar fer fram á næstunni. Komið því endilega við og fylgist með lífinu á safninu okkar. Nýtt og spennandi handverk úr heimabyggð verður til sölu á safninu og veitingasala á staðnum. Velkomin á safn í sókn!

Opnunartímar: Sumar: 15. maí-30. september frá kl.10.0018.00, nema á föstudögum 10.00-21.00. Vetur: 1. okt.-14. maí kl. 10.00-13.00 þri-fim. Lokað í desember. Annars eftir samkomulagi. Þjónustugjald: 1200 kr fyrir fullorðna, hópar 10+ 800 kr. Frítt fyrir börn yngri en 16. – 80 –


GPS: 65°23,709N 20°56,634W

Selasetur Íslands

Selasetur Íslands er sýningaog fræðasetur um seli við Ísland. Þar gefur að líta fræðslusýningu um seli, líffræði þeirra og sambúð sela og manna. Selasetrið heldur úti upplýsingamiðstöð ferðamála þar sem hægt er að fá allar upplýsingar um ferðaþjónustu svæðisins sem og allar almennar upplýsingar um Húnaþing vestra.

Heimilisfang: Strandgata 1 ( við Hvammstangahöfn), 530 Hvammstangi Sími: 451 2345 Netfang: selasetur@selasetur.is www.selasetur.is

Opnunartímar: 1.maí - 14. maí 10.00 - 16.00 15.maí - 15.sept 09.00 - 19.00 16.Sept - 30.sept 10.00 - 16.00 Einnig samkvæmt samkomulagi

– 81 –


Þingeyrakirkja

GPS: 65°33,285N 20°24,240W

Ein merkasta kirkja landsins stendur á Þing­eyrum í Austur-Húnavatnssýslu. Kirkjan var vígð árið 1877. Margir góðir gripir prýða kirkjuna og þeirra elstir eru altaristaflan sem er frá því á 15. öld, predikunarstóll og skírnarfontur frá því um aldamótin 1700. Þingeyri var höfðingjasetur um aldir og er nefnt í fornsögum sem dómstaður Húnaþings. Þar má finna leifar af hlöðnum dómhring sem nú er friðlýstur. Munkaklaustur var stofnað á Þingeyrum árið 1133 og stóð það fram til 1550.

Heimilisfang: Þingeyrakirkja Austur-Húnavatnssýsla 541 Blönduós Sími: 895-4473 Netfang: holabak@emax.is

Opnunartímar: Sumar: 1. júní - 31. ágúst 10:00 - 17:00 Vetur: Opnað samkvæmt samkomulagi Þjónustugjald: Þjónustugjald er innheimt fyrir 14 ára og eldri, afslættir fyrir hópa og eldri borgara

Heimilisiðnaðarsafnið

GPS: 65°39,430N 20°17,360W

Heimilisiðnaðarsafnið á Blönduósi er eina sérgreinda textílsafnið á Íslandi. Safnið er í glæsilegu húsi þar sem aðgengi gesta er með ágætum. Munir safnsins mynda nokkrar ólíkar og sjálfstæðar sýning­ ar: útsaumssýning, sýning á íslenskum þjóðbúningum, Halldórustofa sem helguð er lífi og starfi Halldóru Bjarnadóttur (1873-1981), ullarsýning og árlega ný sérsýning textíllistafólks.

Heimilisfang: Árbraut 29, 540 Blönduósi Sími: 452 4067 Netfang: textile@textile.is www.textile.is

Opnunartímar: Sumar: 1. júní til 31. ágúst, alla daga 10.00-17.00 Vetur: Eftir samkomulagi Aðgangseyrir 900 kr. Ókeypis fyrir yngri en 16 ára. Hópafsláttur. – 82 –


GPS: 65° 39,733’N, 20° 17,611’W

Kvennaskólinn á Blönduósi

Minjastofa Kvennaskólans á Blönduósi

Minjastofa Kvennaskólans er sett upp af Vinum Kvennaskólans. Tilgangurinn er að varðveita muni og sögu skólans sem starfaði á árunum 1879-1978. Um 3500 stúlkur stunduðu nám við Kvennaskólann á Blönduósi. Baðstofan hefur verið varðveitt í sinni upprunalegu mynd, sem og hluti af heimavistinni og vefnaðarloftið. Í Elínarstofu eru munir Elínar Sími: 8934341/4524310 Briem sem var forstöðukona skólans á fyrstu árum skólans. Flestir munir í Minjastofu eru gefnir af fyrrum nemendum aingv@simnet.is skólans en munir í Elínarstofu eru gefnir af ættingjum Elínar Briem. Boðið er upp á leiðsögn um húsið og sýningarnar.

Vatnsdæla á Refli - Textílsetur Íslands

Verkefnið Vatnsdæla á refli er hugarsmíð Jóhönnu E. Pálmadóttur, en þar er verið að sauma Vatnsdælasögu í refil sem verður að verki loknu 46 metra langur. Saumað er með hinum forna refilsaumi og geta allir tekið þátt í verkefninu. Byrjað var á reflinum árið 2011 og voru teikningar unnar af Kristínu Rögnu Gunnarsdóttur í samstarfi við nemendur í Lisaháskóla Íslands. Þátttakendur fá kennslu í refilsaumi,kynningu á sögunni og verkefninu og fá nafn sitt ritað í bók.

Heimilisfang: Kvennaskólinn Árbraut 31 540 Blöndós

Sími: 898-4290 www.refill.is /facebook: Vatnsdæla á refli textilsetur@simnet.is

Opnunartímar: Sumar: Þriðjudaga-sunnudaga 13:00 -17:00 Vetur: Eftir samkomulagi Aðgangseyrir: 500 kr. (1500 kr. pr klst. þegar saumað er) – 83 –


Hafíssetrið

GPS: 65°39,591N 20°17,995W

Í Hafíssetrinu í Hillebrandtshúsi, einu elsta timburhúsi landsins, getur að líta ýmsan fróðleik um hafís. Sýningin er sambland veggspjalda, mynda og muna sem minna á norðurslóðir. Fjallað er um hafís á fjölbreyttan og fræðandi hátt, t.d. um hvað hafís er, hafís við Ísland, veðurathuganir á Blönduósi og konung norðursins - hvítabjörninn. Gestir geta komist augliti til auglitis við hvítabirnuna sem kom á land við Hraun á Skaga. Í risi hússins er leiksvæði fyrir krakka.

Heimilisfang: Blöndubyggð 2, 540 Blönduós Sími: 4524848 Netfang: hafis@blonduos.is www.blonduos.is/hafis

Opnunartímar: Sumar: 1. júní - 31. ágúst, alla daga kl. 13.00-17.00 Vetur: Eftir samkomulagi

Laxasetur Íslands

GPS: 65° 39,629’N, 20° 16,281’W

Laxasetur Íslands bíður upp á lifandi sýningu laxfiska í búri sem er eitt stærsta fiskabúr landsins auk þess er á sýningunni kvikmynd tekin undir vatnsborðinu. Grímseyjar laxinn er á sýningunni, hann er stærsti vilti lax sem veiðst hefur við Ísland, auk þess fróðleikur og sérstakt barnahorn.

Heimilisfang: Efstubraut 1 540 Blönduós Sími: 452 2900 Netfang: vallih@centrum.is www.laxasetur.is

Opnunartímar: Sumar: Júní - Ágúst opið 10 - 17. Vetur: Eftir samkomulagi Aðgangseyrir: 900 kr. almennt 300 kr. 6-12 ára 700 kr. fyrir hópa. – 84 –


Skagaströnd

GPS: 65°49,392N 20°18,466W

Árnes Árnes er einstakt dæmi um íbúðarhús og lifnaðarhætti á fyrri hluta 20. aldar. Húsið er lítið timburhús, byggt í lok 19. aldar og að mestu leyti eins og það var í upphafi og innviðir eru að stærstum hluta upprunalegir. Leitast hefur verið við að hafa húsið að innan líkast því sem íslensk heimili voru í byrjun 20. aldar. Húsið er búið húsgögnum úr Munaog minjasafni Skagastrandar, lánshlutum og jafnvel búnaði úr eigu fyrri íbúa hússins. Heimilisfang: 545 Skagaströnd Sími: 455 2700 Netfang: skagastrond@skagastrond.is www.skagastrond.is

Opnunartímar: Sumar: 1. júní – 30. ágúst mánudaga–laugar­ daga 13.00 - 17.00 Vetur: Eftir samkomulagi Aðgangur ókeypis GPS: 65°49,381N 20°18,317W

Lifandi leiðsögn. Margháttaður fróðleikur um spádóma og spáaðferðir. Gestir geta látið spá fyrir sér eða fengið lófalestur. Börnin skoða í gullkistur Þórdísar, þar sem ýmislegt leynist.

Spákonuhof á Skagaströnd. Sýning um Þórdísi spákonu, fyrsta nafngreinda íbúa Skaga­strandar sem uppi var á síðari hluta 10. aldar. Refill sem segir sögu hennar. Heimilisfang: Menningarfélagið Spákonuarfur, 545 Skagaströnd Sími: 861 5089 Netfang dagny@marska.is Vefslóð: spakona.is

– 85 –

Opnunartímar: Sumar: 13.00–18.00 Lokað á mánudögum Vetur: Eftir samkomulagi


Vesturfarasetrið

GPS: 65°53,945N 19°25,163W

Vesturfarasetrið á Hofsósi var stofnað 1996 til heiðurs Íslendingum sem fluttust til Norður Ameríku á árabilinu 1850-1914. Markmið Setursins er að segja sögu fólksins sem fór og efla tengslin milli afkomenda þeirra og frændfólksins á Íslandi. Vesturfarasetrið býður upp á fjórar sýningar í þremur hús­um auk ætt­fræðiþjónustu, bókasafn, íbúð fyrir fræði­menn og fleira. Heimilisfang: 565 Hofsós Sími: 453 7935 Netfang: hofsos@hofsos.is www.hofsos.is

Víðimýrarkirkja í Skagafirði

Opnunartímar: Sumar: 1. júní - 1. september 11:00 - 18:00 Vetur: Samkvæmt samkomulagi.

GPS: 65°32,324N 19°28,226W

Torfkirkjan á Víðimýri var reist árið 1834. Hún var helguð Maríu mey og Pétri postula og er ein af örfáum torfkirkjum sem varðveist hafa á landinu.

Sími: 530 2200 • thjodminjasafn@thjodminjasafn.is • www.thjodminjasafn.is Opið 1. júní -31. ágúst alla daga 9:00-18:00. – 86 –


Byggðasafn Skagfirðinga

GPS: 65°36,675N 19°30,285W

Byggðasafn Skagfirðinga stendur fyrir varðveislu, rannsóknum og miðlun á skagfirskri menningu og minjaumhverfi. Sýningar eru í gamla bænum í Glaumbæ, í Áshúsi, sem er á safnsvæðinu í Glaumbæ og í Minjahúsinu á Sauðárkróki.

Minjahúsið á Sauðárkróki er megin varðveislu- og rannsóknaraðsetur safnsins. Í húsinu eru til sýnis fjögur verkstæði frá mótunartíma Sauðárkróks á 20. öld og spennandi sérsýningar um mannlíf í Skagafirði. Í Minjahúsinu er upplýsingaþjónusta fyrir ferðamenn. Í gamla bænum í Glaumbæ er sýning um mannlíf í torfbæjum. Húsaskipan þessa aldna stórbýlis og hversdagsáhöldin í sínu eðlilega umhverfi bera vitni um horfna tíð. Í Áshúsi, sem er timburhús frá 1883-1886, er sýning um heimilishald á fyrri hluta 20. aldar. Þar er kaffistofan Áskaffi sem býður upp á veitingar að hætti skagfirskra húsmæðra. Á safnsvæðinu í Glaumbæ er einnig Gilsstofan, sem er eftirgerð húss frá 1849 með merka sögu. Þar er lítil safnbúð og upplýsingaþjónusta.

Heimilisfang: Glaumbær, 560 Varmahlíð Minjahúsið, Aðalgötu 16b, 550 Sauðárkróki Sími: 453 6173 Netfang: bsk@skagafjordur.is www.skagafjordur.is/byggdasafn www.glaumbaer.is Opnunartímar Í Glaumbæ: 20. maí-20. september alla daga 9.00-18.00 Í Minjahúsinu: 1. júní-31. ágúst alla daga 12.00-19.00

0000 000

Aðgangseyrir er 1200 kr. fyrir eldri en 15 ára. Ef borgað er inn á báðar sýningar í einu er aðgangseyrir 1500 kr. Vetraropnun er eftir samkomulagi á báðum stöðum. – 87 –


Velkomin heim að hólum

Sögusetur Íslenska Hestsins

GPS: 65°43,970N 19°06,739W

Sögusetur íslenska hestsins á Hólum í Hjaltadal er staðsett í gamla hesthúsinu á Hólum sem byggt var árið 1931 á grunni gamla skólahússins er brann. Árið 2010 var húsið gert upp og í því opnuð yfirlitssýningin Íslenski hesturinn og sérsýningin Hesturinn í náttúru Íslands.

Heimilisfang: Hólar í Hjaltadal 551 Sauðárkrókur Sími: 455 6345 Netfang: sogusetur@sogusetur.is www.sogusetur.is Húsasafn Þjóðminjasafns Íslands – Nýibær á Hólum í Hjaltada

Opnunartímar: Upplýsingar um opnunartíma er að finna á www.sogusetur.is Aðgangseyrir: Einstaklingar: 900 kr., börn 7-16 ára: 450 kr., ellilífeyrisþegar og öryrkjar: 400 kr. Hópar 10+: 700kr. fullorðinir, Börn 7-16 ára 350 kr. Hóladómkirkja

GPS: 65°44,102N 19°06,791W

GPS: 65°43,993N 19°06,678W

Kirkja hefur staðið á Hólum frá miðri 11. öld. Sú kirkja er nú stendur er fimmta dómkirkjan frá upphafi Nýibær er dæmi um miðlungsstóran biskupsstólsins 1106. Er hún elsta kirkjan á Íslandi. torfbæ af norðlenskri gerð. Sú gerð Heimilisfang: torfbæja kom fram á 19. öld og einkenHólar í Hjaltadal nist af því að burstir snúa fram á hlað 551 Sauðárkrókur en bakhús liggja hornrétt á bæjargöng. Sími: 453 6300 Nýibær var reistur árið 1860. Netfang: biskup@holar.is www.kirkjan.is/holadomkirkja Sími: 530 2200 Opnunartímar: thjodminjasafn@thjodminjasafn.is Sumar: Kl. 10-18 alla daga vikunnar www.thjodminjasafn.is Vetur: Eftir samkomulagi sími 895 9850 Aðgangseyrir: Enginn – 88 –


Síldarminjasafn Íslands

GPS: 66°08,829N 18°54,829W

Síldin var einn helsti örlagavaldur Íslands á 20. öld. Síldveiðarnar voru svo mikilvægar að talað var um ævintýri – síldarævintýrið, þegar þjóðin hvarf frá aldalangri fátækt og byggði upp nútíma samfélag. Síldarminjasafnið er eitt af stærstu söfnum landsins. Í þremur húsum kynnumst við síldveiðum og vinnslu á silfri hafsins. Róaldsbrakki er söltunarstöð frá 1907. Þar er flest eins og var meðan síldarfólkið bjó þar. Alla laugardaga í júlí er sýnd síldarsöltun kl. 15.00 og slegið upp bryggjuballi. Í Gránu er safn um sögu bræðsluiðnaðarins sem löngum var kallaður fyrsta stóriðja Íslendinga. Í Bátahúsinu liggja bátar, stórir og smáir, við bryggjur. Síldarminjasafnið hlaut Íslensku safnverðlaunin 2000 og Evrópuverðlaun safna 2004, sem besta, nýja iðnaðarsafn Evrópu.

Heimilisfang: Snorragata 10 580 Siglufirði Sími: 467 1604 og 698 8415 Netfang: safn@sild.is www.sild.is

GPS: 66°09,037N 18°54,384W

Opnunartímar: Sumar: Júní, júlí og ágúst kl 10.00-18.00 Vor og haust kl 13.00-17.00. Vetur: Opið eftir samkomulagi. Aðgangseyrir: 1.400 kr. Lífeyrisþegar og ungmenni að 20 ára 800 kr. Ókeypis fyrir yngri en 16 ára.

Þjóðlagasetur sr. Bjarna Þorsteinssonar

Í Þjóðlagasetrinu eru íslensku þjóðlögin kynnt á lifandi hátt. Sjá má fólk víðs vegar að af landinu syngja þjóðlög, leika á forn hljóðfæri og dansa þjóð­dansa. Þjóðlagasetr­ið er í húsi sr. Bjarna Þor­steins­sonar sem safnaði íslensku þjóðlögunum í lok 19. aldar og gaf út árið 1906.

Heimilisfang: Norðurgötu 1 580 Siglufirði Sími: 467 2300 Netfang: setur@folkmusik.is www.folkmusik.is

Opnunartímar: 1. júní – 31. ágúst daglega kl. 12.00-18.00. Á öðrum tímum er opið samkvæmt samkomulagi. Aðgangseyrir: Stakur miði 800 kr. Sameiginlegur miði með Síldarminjasafninu 1.400 kr.

– 89 –


Náttúrugripasafn Ólafsfjarðar

GPS: 66°04,384N 18°38,811W

fleira. Safnið telur nú um 200 fugla og um 100 tegundir eggja auk ofangreindra muna. Skemmti­legt safn í stöðugum vexti sem vert er að skoða. Þess má geta að safnið er sennilega eina sinnar tegundar á landinu sem getur státað af sýningarskrám á 16 tungumálum.

Náttúrugripasafni Ólafsfjarðar var komið upp árið 1993 og hefur verið bætt við það smám saman síðan. Hér er nánast eingöngu um fuglasafn að ræða og er það mjög fjöl­breyti­legt og skemmtilega sett upp. Á safninu má einnig sjá ísbjörn sem skotinn var á Gríms­eyjarsundi, refi í greni, geithafur og

Heimilisfang:

Opnunartímar:

Aðalgötu 14

Sumar: 1. júní- 31. ágúst frá 14.00-17.00. Hægt er að semja um opnun

625 Ólafsfjörður

utan þessa tíma fyrir hópa í síma: 898 8981

Sími: 464 9100.

Aðgangseyrir: 550 krónur, Ókeypis fyrir börn yngri en 16 ára í fylgd foreldra. Ellilífeyrisþegar og öryrkjar: 450 kr.

Friðland fuglanna Húsabakka Svarfaðardal

Húsabakka Svarfaðardal, 621 Dalvík Sími: 4661551 Netfang: natturusetur@simnet.is www.birdland.is www.dalvik.is/natturusetrid

GPS: 13: 65° 55,432’N, 18° 34,087’W

FRIÐLAND FUGLANNA er nýstárleg sýning fyrir börn og fullorðna um fugla í náttúru og menningu Íslands. Hver fugl hefur sögu að segja hvort sem um er að ræða vísindalegar staðreyndir, blaðafréttir, þjóðsögur eða hindurvitni. Frá Húsabakka og Dalvík liggja fallegar gönguleiðir um Friðland Svarfdæla með fræðsluskiltum og fuglaskoðunarstöðum.

Opnunartímar Sumar: kl. 12.00-17.00 Vetur: eftir samkomulagi Aðgangseyrir: Fullorðnir kr. 800, börn kr. 400 – 90 –


Byggðasafnið Hvoll

GPS: 65°58,438N 18°31,973W

Safnið er í senn byggða-, náttúrugripa-og minningasafn. Þar eru ýmis áhöld og innanstokksmunir frá fyrri tíð og haganlega gerðir skrautmunir unnir af hagleiksfólki af svæðinu. Tveir þjóðþekktir svarfdælingar eiga sínar stofur þar. Það eru þeirJóhann K. Pétursson sem eitt sinn var hæsti maður heims, eða 2.34m og Dr. Kristján Eldjárn forseti en í hans stofu eru m.a myndir og gripir sem varpa ljósi á líf hans og störf. Margt annað fróðlegt má sjá á þessu litríka og merka safni. Sjón er sögu ríkari!

Heimilisfang: v/Karlsrauðatorg, 620 Dalvík Sími: 466 1497 Netfang: hvoll@dalvikurbyggd.is www.dalvikurbyggd.is/byggdasafn

Opnunartímar: Sumar: 1. júní - 1. sept. 11.00 - 18.00 Vetur: Laugardagar kl. 14.00 - 17.00 Aðgangseyrir: Almennur gestur kr.700 Eldri borgarar og öryrkjar kr. 500 Hópafsláttur kr. 500 (12+) Hús Hákarla–Jörundar

GPS: 65°58,436N 18°22,303W

Í elsta húsi Hríseyjar er vísir að sýningu um hákarlaveiðar í Eyjafirði fyrr á öldum og þar eru einnig sýndir ýmsir aðrir munir sem tengjast eyjunni. Húsið var byggt á árunum 1885-86 af Jörundi Jónssyni, eða Hákarla-Jörundi. Í smíðina notaði Jörundur timbur úr norskum skipum sem fórust við Hrísey 11. september 1884. Húsið hefur verið gert upp og fært í upprunalegt útlit. Upplýsingamiðstöð ferðamanna er í húsinu og vinsælar útsýnisferðir um eyjuna á dráttarvél enda við hús Hákarla-Jörundar. Heimilisfang: Norðurvegur 3, Hrísey, Sími: 695 0077 Netfang: hrisey@hrisey.net | www.hrisey.net

Opnunartími: Sumar: 1. júni-1. sept opið alla daga 13.00-17.00 Vetraropnun eftir samkomulagi – 91 –


akureyri

1 2 3 4 5 6 7 8 9 10

SAFN Davíðshús Sjónlistamiðstöðin Akureyri Akureyrarkirkja Sigurhæðir Nonnahús og Minjasafnskirkjan Leikfangasýningin í Friðbjarnarhúsi Minjasafnið á Akureyri Iðnaðarsafnið á Akureyri Mótohjólasafn Íslands Flugsafn Íslands

S

Samkaup Strax. Safnabók fáanleg

N

Nettó. Safnabók fáanleg

Ú

Samkaup Úrval. Safnabók fáanleg

bls 96 97 93 96 94 98 95 98 99 99

– 92 –


Akureyrarkirkja

GPS: 65° 40,789’N, 18° 5,456’W

Akureyrarkirkja var vígð árið 1940. Hún tilheyrir Þjóð­ kirkjunni og er í Eyjafjarðarprófastsdæmi. Kirkjan var teiknuð af Guðjóni Samúelssyni, þáverandi húsameistara ríkisins. Í kirkjunni er meðal annars gluggi kominn úr kirkju á Coventry á Englandi sem var eyðilögð í síðari heimsstyrjöldinni. Á svölum kirkjuskipsins eru lágmyndir eftir Ásmund Sveinsson. Skírnarfontur kirkjunnar er gerður eftir fyrirmynd Bertels Thorvaldsens. Pípuorgel Akureyrarkirkju er eitt það stærsta á landinu með 3200 pípum, með einkar fagran og voldugan hljóm.

Heimilisfang: Við Eyrarlandsveg 600 Akureyri

Sími: 462-7700 Netfang: akirkja@akirkja.is www.akirkja.is – 93 –


Minjasafnskirkjan

Heimilisfang: Aðalstræti 58, 600 Akureyri Sími: 462 4162 minjasafnid@minjasafnid.is www.minjasafnid.is Opnunartími: Opið 9-17 alla daga

GPS: 65°40,125N 18°05,108W

Minjasafnskirkjan stendur í elsta bæjarhluta Akureyrar. Kirkjan var byggð 1846 af Þorsteini Daníelssyni frá Skipalóni (1796-1882). Hún er gott dæmi um íslenskar sveitakirkjur úr timbri, íburðarlaus en stílhrein. Kirkjan var upphaflega á Svalbarði á Svalbarðsströnd en var flutt í skrúðgarð Minjasafnsins 1970 og stendur á sama stað og fyrsta kirkja Akureyringa stóð áður. Kirkjan er prýdd tveimur áhugaverðum gripum, ljósahjálmi frá 1688 og altaristöflu frá 1806 máluð af Jóni Hallgrímssyni málara. Kirkjan var vígð á ný 10. desember 1972. Messað er í kirkjunni á annan í páskum og annan í jólum en hún er jafnframt leigð út til kirkjulegra athafna og tónleika. Viðburðir eru auglýstir á vef safnsins.

Nonnahús

GPS: 65° 40,020’N, 18° 5,145’W

Notalegt safn með persónulegri móttöku. Bernskuheimili rithöfundarins og jesúítaprestsins Jóns Sveinssonar “Nonna” ( 1857-1944) er eitt af kennileitum Akureyrar. Nonni skrifaði 12 barnabækur sem þýddar hafa verið á 40 tungumál m.a. kínversku og esperanto. Húsið er eitt hið elsta á Akureyri byggt 1850 og er varðveitt sem dæmigert íslenskt kaupstaðarheimili þessa tíma. Heimilisfang: Aðalstræti 54, 600 Akureyri Sími: 462 3555 www.nonni.is

Opnunartími: Sumar: 1. júní til 31. ágúst. Alla daga kl. 10.00-17.00 Aðgangseyrir: Fullorðnir (18+) 1000 kr. Hópar (10+) 800 kr. Dagsmiði 2200 kr - Árskort 3300 kr – 94 –


Minjasafnið á Akureyri

GPS: 65°40,125N 18°05,108W

Forvitnilegt safn fyrir alla fjölskylduna! Á sýningunni Akureyri – bærinn við Pollinn má finna kaupmannsbúð, stássstofu, leikherbergi og ótal ljósmyndir úr bæjarlífinu í gegnum árin sem gefa skemmtilega sýn á þennan mikla verslunar- og iðnaðarbæ. Aðrar sýningar: Land fyrir stafni! Erlend Íslandskort frá 1500-1800. Getur þú kortlagt sýninguna og fundið furðudýrin? Með augum fortíðar. Akureyri ljósmynduð með tækni 19. aldar. Jólasveinar einn og 82! Smáveröld og rannsóknarstofa jólasveinanna í nóvemberjanúar. Minjasafnskirkjan er stærsti safngripurinn, hún er leigð til kirkjulegra athafna. Hún stendur í aldargömlum lystigarði við safnið sem er tilvalinn áningastaður. Safnið stendur fyrir fjölbreyttum viðburðum allan ársins hring.

Heimilisfang: Aðalstræti 58 600 Akureyri Sími: 462 4162 www.minjasafnid.is minjasafnid@minjasafnid.is

Opnunartími: Sumar: 1. júní - 15. sept. daglega 10.00-17.00 Vetur: fim.-sun. 14.00-16.00 Aðgangseyrir: Fullorðnir (18+) 1000 kr. Hópar (10+) 800 kr. Dagsmiði 2200 kr - Árskort 3300 kr 0000 000

– 95 –


Sigurhæðir

GPS: 65°40,468N 18°05,237W

Í Sigurhæðum er Matthíasarstofa, minningarsafn um Sr. Matthías Jochumsson (1835-1920), afkasta­mesta ljóðskáld Íslendinga, sem er hvað þekktastur fyrir að hafa samið þjóðsöng Íslend­ inga. Matthías lét reisa húsið árið 1903 og bjó hann í því til æviloka. Heimilisfang: Eyrarlandsvegi, 600 Akureyri Sími: 462 6649 og 462 4162 minjasafnid@minjasafnid.is www.minjasafnid.is

Opnunartími: 1. júní – 31. ágúst mán.-föst. 13.00-17.00 Aðgangseyrir: Fullorðnir (18+) 1000 kr. Hópar (10+) 800 kr. Dagsmiði 2200 kr - Árskort 3300 kr

Davíðshús

GPS: 65°40,587N 18°05,515W

Í grænum hlíðum Akureyrar rétt ofan við Amtsbókasafnið er hús sem reist var árið 1944 af einu ástsælasta skáldi Íslendinga, Davíð Stefánssyni frá Fagraskógi, sem bjó þar til dánardags 1964. Davíð var sannkallaður fagurkeri og safnari af guðs náð. Húsakynnin bera smekkvísi hans glöggt merki, full af bókum, listaverkum og persónulegum munum, eins og hann skildi við árið 1964, næstum eins og hans sé að vænta innan skamms. Opnunartími: Heimilisfang: 1. júní - 31. ágúst Bjarkarstíg 6, 600 Akureyri mánudaga-föstudaga 13.00-17.00 Sími: 462 4162 Aðgangseyrir: minjasafnid@minjasafnid.is Fullorðnir (18+) 1000 kr. Hópar (10+) 800 kr. www minjasafnid.is Dagsmiði 2200 kr - Árskort 3300 kr – 96 –


Sjónlistamiðstöðin

GPS: 65° 40,819’N, 18° 5,522’W

SJÓNLISTAMIÐSTÖÐIN CENTER FOR VISUAL ARTS

Sjónlistamiðstöðin varð til í ársbyrjun 2012 með samruna Listasafnsins á Akureyri og Menningarmiðstöðvarinnar í Listagilinu. Undir hatt Sjónlistamiðstöðvarinnar falla Listasafnið á Akureyri og sýninga- og fjölnotasalirnir Ketilhús og Deiglan sem öll eru staðsett í Listagilinu í hjarta bæjarins. Listasafnið á Akureyri er til húsa þar sem áður var Mjólkursamlag KEA, en byggingin er undir sterkum áhrifum frá Bauhaus skólanum og hinni alþjóðlegu Funkis hreyfingu. Sjónlistamiðstöðin leggur áherslu á fjölbreytt sýningarhald og gerir strangar listrænar kröfur til þess sem sýnt er á hennar vegum. Auk eldri myndlistar er einnig lögð áhersla á að kynna það besta og framsæknasta á innlendum, jafnt sem erlendum sýningarvettvangi sem og á virkt og gott samstarf við listamenn, söfn og gallerí í landinu. Markmið Sjónlistamiðstöðvarinnar er að efla myndlistarlíf á Akureyri, auka þekkingu og áhuga bæjarbúa á myndlist og stuðla að framgangi sjónlista og listmenntunar.

Heimilisfang: Listagilinu/ Kaupvangsstræti 12 600 Akureyri Sími: 461 2610

Opnunartímar: Sumar: 10:00 - 17:00 Vetur: 12:00 - 17:00 Enginn aðgangseyrir

netfang: sjonlist@sjonlist.is www.sjonlist.is – 97 –


Leikfangasýningin Friðbjarnarhúsi

GPS: 65° 40,078’N, 18° 5,158’W

Leikfangasýningin í Friðbjarnarhúsi er upplagður staður til að upplifa bernskuna eða kynnast því hvernig leikföngin litu út þegar mamma og pabbi eða amma og afi voru ung. Fjölda gamalla leikfanga er þar að finna. Leikherbergi fyrir börnin er á staðnum. LEIKFANGASÝNINGIN FRIÐBJARNARHÚSI

Heimilisfang:

Opnunartímar:

Aðalstræti 46, 600 Akureyri Sími: 8634531 Netfang: ringsted@akmennt.is Finnið okkur á facebook, Leikföng frá liðinni öld.

Sumar: 1.júní - 31.ágúst frá kl. 13 - 17 alla daga Vetur: Eftir samkomulagi Aðgangseyrir: 800 kr. fyrir fullorðna, 400 kr. fyrir aldraða. Frítt fyrir börn til 15 ára aldurs og öryrkja.

Iðnaðarsafnið á Akureyri

GPS: 65°39,695N 18°04,933W

Iðnaðarsafnið á Akureyri geymir muni, vélar og tæki, sem tengjast iðnaði og iðnframleiðslu liðinna tíma. Santos kaffi, Duffy´s gallabuxur, Act mokkasíur, Sólarsápur, skatthol, kaffibætir, Iðunnar skór og fjöldi annarra hluta úr þinni fortíð. Öll fjölskyldan nýtur þess að heimsækja Iðnaðarsafnið.

Heimilisfang: Krókeyri 6 600 Akureyri Sími: 462 3600 Netfang: idnadarsafnid@idnadarsafnid.is www.idnadarsafnid.is

Opnunartímar: Sumar: 1. júní til 14. september, alla daga kl. 10.00-17.00 Vetur: 15. september til 31. maí, laugardaga kl. 14.00-16.00 Aðgangseyrir. Frítt fyrir börn yngri en 18. – 98 –


Flugsafn Íslands

GPS: 65°39,115N 18°04,564W

Flugsafn Íslands var opnað 1. maí 1999. Það er nú í 2200 ferm. húsi á Akureyrarflugvelli. Á safninu er að finna margar gerðir af flugvélum, stór­ um og smáum, auk ýmissa muna sem tengjast flugi. Meginmarkmið safnsins er að varðveita flugsögu Íslands. Akureyrarflugvelli, 600 Akureyri Sími: 461 4400 Netfang: flugsafn@flugsafn.is www.flugsafn.is Opnunartími: Sumar: 1. júní til 1. sept. 11:00 - 17:00 alla daga Vetur: Laugardagar frá 14:00 til 17:00 Einnig eftir samkomulagi Aðgangseyrir: 1.000 kr. Frítt fyrir 11 ára og yngri

Mótorhjólasafn Íslands

GPS: 65°39,695N 18°04,933W

Glænýtt safn um sögu mótorhjóla á Íslandi í yfir 100 ár. Mótorhjól, myndir og munir í nýrri og glæsilegri 800 fermetra byggingu sem hönnuð var sérstaklega fyrir mótorhjólasafnið.

Heimilisfang: Krókeyri 2 600 Akureyri Sími: 866 3500 Netfang: motorhjolasafn@motorhjolasafn.is www.motorhjolasafn.is

Opnunartímar: Sumar: (1. júní til 31. ágúst ) daglega 10.00–18.00 Vetur: (1. sept.- 31. maí) laugardaga frá 14.00–16.00. Aðrir opnunartímar mögulegir fyrir hópa Aðgangseyrir: 1000 kr fyrir fullorðna, frítt fyrir börn 12 ára og yngri – 99 –


Norðurland Eystra

– 100 –


1

SAFN Smámunasafn Sverris Hermannssonar

bls 102

2

Gamli bærinn Laufási - Húsasafn Þjóðminjasafnsins

102

3

Þorgeirskirkja Ljósavatni

103

4

Samgönguminjasafnið Ystafelli

103

5 6 7

Hvalasafnið á Húsavík Safnahúsið á Húsavík Byggðasafnið á Grenjaðarstað -Húsasafn Þjóðminjasafnsins

104 105 106

8

Þverá í Laxárdal -Húsasafn Þjóðminjasafnsins

106

9

Fuglasafn Sigurgeirs

107

10 Gljúfrastofa, Gestastofa Ásbyrgi. Vatnajökulsþjóðgarður

109

11

Byggðasafn Norður Þingeyinga Snartastaðir

108 108

12

Skjálftasetrið á Kópaskeri

13

Sæluhús við Jökulsá á Fjöllum - Húsasafn Þjóðminjasafnsins

110

14

Sauðaneshús á Langanesi - Húsasafn Þjóðminjasafnsins

110

S

Samkaup Strax. Safnabók fáanleg

Ú

Samkaup Úrval. Safnabók fáanleg

– 101 –


Smámunasafn Sverris Hermannssonar

GPS: 65°26,833N 18°12,502W

Smámunasafnið er einkasafn, það eina sinnar tegundar á Íslandi. Það er ekki bara minja-, landbúnaðar-, verk­færa-, búsáhalda-, nagla-, járnsmíðaeða lyklasafn heldur allt þetta og meira til. Í áratugi hefur húsasmíðameistarinn Sverrir safnað meira en þúsund hlutum á ári, allt frá grammófónsnálum til heilu einkasafnanna af smíðaverkfærum. Úr sýningarkostinum hefur hann útbúið einstaka sýningargripi, sérstaka skúlptúra sem jafnframt eru einstakir minjagripir. Á staðnum er kaffihús og minjagripasala. Heimilisfang: Sólgarður, Eyjafjarðarsveit 601 Akureyri Sími: 463 1261 Netfang: smamunir@esveit.is www.esveit.is/smamunasafnid

Opnunartími: 15. maí til 15. september kl. 11.00 og 17.00. Annars opið fyrir hópa (10 manns eða fleiri) eftir samkomulagi. Aðgangseyrir: Ókeypis fyrir börn yngri en 16 ára, 16 - 67 ára 900 kr. eldri borgarar og öryrkjar 500 kr.

Gamli bærinn Laufás

GPS: 65°53,744N 18°4,289W

Upplifðu sveitastemningu 19. aldar Bærinn er gott dæmi um húsakynni á auðugu prestssetri fyrri tíðar, en búsetu þar má rekja aftur til landnáms. Bæjarhúsin voru endurnýjuð á árunum 1853-1882 og eru búin áhöldum og húsmunum líkast því sem tíðkaðist í kringum aldamótin 1900. Eitt af einkennum staðarins er brúðarhúsið. Sumarið 2012 var eldsmiðjan lagfærð og tekin í notkun aftur. Laufáskirkja var byggð árið 1865 og er búin mörgum góðum gripum, m.a. predikunarstól frá árinu 1698. Gestastofa Laufáss með lifandi miðlun, minjagripum og léttum veitingum. Heimilisfang: Grýtubakkahreppur 30 km frá Akureyri - 20 km frá Goðafossi Sími: 463 3196 og 895 3172 laufas@minjasafnid.is www.minjasafnid.is

Opnunartími: 1. júní - 31. ágúst. daglega kl. 9.00-17.00 Aðgangur: Fullorðnir (18+) 1000 kr. Hópar (10+) 800 kr. Dagsmiði 2200 kr - Árskort 3300 kr

– 102 –


Þorgeirskirkja á ljósavatni

GPS: 65° 41,344’N, 17° 36,304’W

Þorgeirskirkja á Ljósavatni var reist árið 2000 í tilefni þess að þúsund ár voru liðin frá kristnitöku á Alþingi árið 1000 og til heiðurs Þorgeiri Ljósvetningagoða. Þorgeirskirkja er opin yfir sumartímann og vel er tekið á móti öllum sem áhuga hafa á að stoppa við og eiga smá griðastund í erli dagsins.

Heimilisfang: Við Ljósavatn Þingeyjarsveit Sími: 464-3322 Netfang: thkirkja@gmail.com www.thkirkja.weebly.com

Opnunartímar: Sumar: 20. juní til 15. ágúst. Frá kl. 10.00-16.00. Vetur: Eftir samkomulagi Aðgangseyrir: 250 kr. fyrir fullorðna, frítt fyrir börn undir 16 ára aldri. Samgönguminjasafnið Ystafelli

GPS: 65°46,510N 17°34,450W

Hjónin Ingólfur Kristjánsson og Kristbjörg Jónsdóttir stofnuðu Samgönguminjasafnið Ystafelli árið 1998 en fjölmargir aðilar hafa komið að uppbyggingu safnsins sem er elsta bílasafn lands­ ins. Hlutverk safnsins er að varðveita og sýna ýmis konar samgöngutæki og fróðleik sem þeim tengist. Ingólfur safnaði varahlutum, tækjum og bílum af ýmsu tagi í hálfa öld og er afrakstur elju­semi Ingólfs uppistaða Samgönguminjasafnsins Ystafelli. Samgönguminjasafnið Ystafelli er á www.facebook.com/ystafell

Heimilisfang: Ystafell, Kaldakinn, 641 Húsavík staðsett 9 km frá þjóðveg 1 Sími: 464 3133 eða 861 1213 Netfang: sverrir@islandia.is www.ystafell.is

Opnunartímar: 15. maí til 30. september Alla daga kl. 10.00 - 20.00 Aðgangseyrir: Ókeypis fyrir 11 ára og yngri Aðgengi fyrir fatlaða er með besta móti. – 103 –


hvalasafnið á húsavík

GPS: 66°02,811N 17°20,680W

Hvalasafnið á Húsavík hefur frá stofnun, miðlað fræðslu og upplýsingum um hvali og lífríki þeirra á skemmtilegan, lifandi og áhugaverðan hátt til gesta sinna. Sýning safnsins er um 900 m2 og á henni má meðal annars fræðast um hvalategundir, vistkerfi sjávar, líffræði hvala og hvalveiðisöguna. Safnið hefur einnig áhugaverða gripi til sýningar þar á meðal 10 tilkomumiklar hvalabeinagrindur sem hanga í lofti safnsins. Sú stærsta er af búrhval og er tæpir 14 metrar. Húsavík er oft nefnd „Hvalahöfuðborg Evrópu“ og heimsókn á Hvalasafnið eykur sannarlega upplifun ferðamanna sem vilja komast í snertingu við þessa risa hafsins. Verið velkomin á Hvalasafnið á Húsavík.

Heimilisfang: Hafnarstétt 1 640 Húsavík Sími: 414 2800
 Netfang: info@hvalasafn.is www.hvalasafn.is www.whalemuseum.is

Takmarkað

Opnunartímar : Júní, júlí og ágúst: daglega 8.30 - 18.30
 Apríl, maí og sept.: daglega 9.00 - 16.00 Október - mars: 10.00 - 15.30 (mán-fös). Aðrir tímar eftir samkomulagi í síma 414-2800/ 866-7020 Aðgangseyrir: Fullorðnir: 1.400 kr.,
Nemar: 1000 kr. Börn (10-18 ára): 500 kr.
 Hópverð (+10): 1.100 kr. Fjölskylduverð (2 fullorðnir og 1-5 börn): 3.100 kr. Ellilífeyrisþegar/öryrkjar: 1000 kr. – 104 –


Safnahúsið á Húsavík

GPS: 66°02,826N 17°20,223W

Í Safnahúsinu á Húsavík er að finna fjöl­breytt söfn og sýningar og allir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Grunn­sýn­ing safnsins Mannlíf og náttúra – 100 ár í Þingeyjarsýslum, fjallar um sambúð manns og náttúru í hinu hefðbundna bændasamfélagi á árunum 18501950. Í húsinu er einnig vegleg Sjóminjasýning um sögu sjósóknar og bátasmíði í Þingeyjar­ sýslum. Í Listasal á 3. hæð og á jarðhæðinni eru breytilegar sýningar. Lítil verslun og kaffi­sala eru við inngang, þar er netaðgangur fyrir gesti. Bókasafn Húsavíkur er í húsinu og þar er góð aðstaða fyrir gesti til þess að kíkja í bækur og blöð.

Heimilisfang: Stóragarði 17, 640 Húsavík, Sími: 464 1860 www.husmus.is Netfang: safnahus@husmus.is Opnunartímar: Opið júní, júlí og ágúst alla daga frá 10-18 og á vetrum virka daga 10-16

Aðgangseyrir: 800 kr. Hópar og eldri borg­arar 600 kr. Ókeypis fyrir yngri en 16 ára. Sameiginlegur miði með Grenjaðarstað 1000 kr., eldri borgarar og hópar 700 kr.

– 105 –

0000000


Byggðasafnið á Grenjaðarstað

GPS: 65°49,236N 17°20,990W

Grenjaðarstaður er glæsilegur torfbær í Aðaldal. Jörðin er landnámsjörð og fornt höfuðból og kirkju­ staður, einn stærsti bær landsins. Þar er nú safn og eru sýndir fjölmargir gripir sem tilheyra gamla bænda­ samfélaginu. Það er einstök upplifun að ganga um bæinn og ímynda sér daglegt líf fólks áður fyrr.

Heimilisfang: Grenjaðarstaður, 641 Húsavík Sími: 464 1860 og 464 3688 safnahus@husmus.is l www.husmus.is Opnunartímar: Júní-ágúst daglega10.00-18.00

Aðgangseyrir: fullorðnir 600 kr, hópar (10+) og eldri borgarar 400 kr, frítt fyrir 16 ára og yngri. Miði með Safnahúsi: fullorðnir 1000 kr., eldri borgarar og hópar 700 kr.

Þverá í Laxárdal

GPS: 65°43,912N 17°14,751W

Þverá í Laxárdal: Torfbær af norðlenskri gerð sem reistur var á seinni hluta nítjándu aldar og ber þess merki að vandað var til verka við byggingu hans.

Sími: 530 2200 • thjodminjasafn@thjodminjasafn.is • www.thjodminjasafn.is

– 106 –


Fuglasafn Sigurgeirs

GPS: 65°37,730N 16°59,700W

Ævintýraheimur fuglaáhugafólks Njóttu fræðslu og veitinga í mestu fuglaperlu veraldar. Safnið hýsir um 180 fuglategundir, um 300 eintök fugla auk fjölda eggja. Í safninu eru fuglasjónaukar og margmiðlunarefni um fuglana. Saga samgangna og nýtingu bænda á vatninu er sögð í bátaskýlinu. Heimilisfang: Ytri Neslöndum, 660 Mývatn Sími: 464 4477 Netfang: fuglasafn@fuglasafn.is www.fuglasafn.is

FS

Aðgangseyrir: Fullorðnir 1000 kr. Börn 7 - 14 ára 500 kr Lífeyrisþegar 650 kr Hópar, fleiri en 10 saman 900 kr Opnunartími: 1. júní til 31. ágúst daglega: 10.00-18.00 Vetraropnun daglega: 14.00-16.00 – 107 –


Byggðasafn N-Þingeyinga

GPS: 66°18,063N 16°24,907W

útskurður, járn­ smíði, byssur, brunakerra, leikföng og margt, margt fleira. Á safninu er merkilegt bókasafn Helga Kristjáns­sonar í Leirhöfn en hann var vel þekktur bók­ bindari og húfugerðarmaður. Einnig er þar leikaðstaða fyrir börnin og kaffisala. Byggðasafn N-Þingeyinga við Snartarstaði er í eins kílómeters fjarlægð frá Kópaskeri og er einstakt safn. Á safninu er að finna mikið úrval hannyrða af ýmsum toga; glæsilegan útsaum, vefnað, prjónles og margt fleira sérstakt og skemmilegt. Þar eru einnig ýmsir aðrir hlutir,

Heimilisfang: Snartarstaðir, 671 Kópasker Sími: 464 1860 og 465 2171 Netfang: safnahus@husmus.is www.husmus.is

Opnunartímar: Safnið er opið frá 13-17 alla daga í júni, júlí og ágúst. Aðgangseyrir: Ókeypis

Skjálftasetrið á Kópaskeri

GPS: 66°18,086N 16°26,797W

Skjálftasetrið var formlega opnað 17. júní 2009. Var það stofnað í minningu Kópa­skers­ skjálftans 13. janúar 1976 þar sem um 90 íbúar af 130 voru fluttir í burtu við mjög erfiðar að­ stæður í norð­ austan stormi og stórhríð. Sýn­ingin bygg­ist aðal­lega á myndum og frá­ sögn­um um þann atburð og afleiðingar hans. Ennfremur er gerð grein fyrir jarðfræði svæð­ isins, þ.e. tengsl­um fleka­skil­anna, jarðskjálfta og eld­gosa. Kröflu­eldum, Mývatns­eldum og fleiru er gert skil í máli og myndum.

Heimilisfang: Skólahúsið Kópaskeri, 670 Kópasker Sími: 465-2105 og 845 2454 Netfang: earthquake@kopasker.is www.skjalftasetur.is

Opnunartímar: 1. júní til 31. ágúst daglega 13.00-17.00. Á öðrum tíma eftir samkomulagi. Aðgangseyrir: Ókeypis Ekki er aðgangur fyrir fatlaða. – 108 –


GPS: 66°01,702N 16°29,255W

Gljúfrastofa, Ásbyrgi

Gljúfrastofa í Ásbyrgi er gestastofa og upplýsingamiðstöð fyrir norðursvæði Vatnajökulsþjóðgarðs. Þar er einnig minjagripaverslun. Í Gljúfrastofu er áhugaverð sýning um jarðfræði og náttúru Jökulsárgljúfra og nágrennis. Gestir taka gagnvirkan þátt í sýningunni með því að snerta, lykta og prófa sig á ýmsum sýningarmunum. Sýningin er talin af mörgum besta sýningin um náttúrufar á Íslandi.

© Snorri Baldursson

Gljúfrastofa er tilvalinn upphafspunktur þeirra sem heimsækja Jökulsárgljúfur og nágrenni. Helstu áningarstaðir innan Jökulsárgljúfra eru Ásbyrgi, Hljóðaklettar, Hólmatungur og Dettifoss. Í þjóðgarðinum er í boði dagskrá þar sem landverðir fara með gesti í stuttar gönguferðir um svæðið.

Heimilisfang: Ásbyrgi 671 Kópasker Sími: 470 7100 Netfang: asbyrgi@vjp.is www.vjp.is

Opnunartímar: Daglega 1.maí til 30. sept (breytilegur opnunartími) Enginn aðgangseyrir

0000 000

Gestastofur Vatnajökulsþjóðgarðs eru fjórar: Gljúfrastofa (bls. 109), Snæfellsstofa (bls. 118), Gamlabúð (bls. 120) og Skaftafellsstofa (bls. 141). Upplýsingamiðstöð og fræðslusýning er á Kirkjubæjarklaustri (140). – 109 –


Sæluhús við Jökulsá á Fjöllum

GPS: 65°38,360N 16°13,390W

Jökulsá á Fjöllum var mikill farartálmi fyrr á öldum. Áin var hvergi talin reið, en áður voru lögferjur á stöðum þar sem umferð var mest. Ráðist var í að reisa sæluhúsið um 1880, úr steini. Talað var um að reimt væri í húsinu og að þar væri um að ræða dýr á stærð við vetrungskálf, kafloðið og ægilegt.

Sími: 530 2200 • thjodminjasafn@thjodminjasafn.is • www.thjodminjasafn.is Sauðanes á Langanesi

GPS: 66°14,771N 15°15,699W

Prestsbústaðurinn var byggður 1879 úr höggnum grásteini sem var fluttur um langan veg og tilhöggvin á staðnum. Sauðaneshúsið er hluti af húsasafni Þjóðminjasafnsins og þar eru seldar kaffiveitingar á opnunartíma.

Heimilisfang: Á Langanesi, 7km norðan við Þórshöfn Sími: 468 1430 thjodminjasafn@thjodminjasafn.is www.thjodminjasafn.is

Opnunartímar: 15. júní-31. ágúst kl. 11-17.

– 110 –


Austurland

3

SAFN Múlastofa Vopnafirði Minjasafnið Bustarfelli Vopnafirði - Húsasafn Þjóðminjasafnsins Minjsafn Austurlands

4

Tækniminjasafn Austurlands

5 6 7

Skaftfell-miðstöð myndlistar á Austurlandi Myndlistarsafn Tryggva Ólafssonar Sjóminja- og smiðjumunasafn Jósafats Hinrikssonar

113 114-115 114-115

8

Náttúrugripasafnið í Neskaupsstað

114-115

9

Safnahúsið í Neskaupsstað

114-115

1 2

bls 112 112 116 113

10 Sjóminjasafn Austurlands

114-115

11

Íslenska stríðsárasafnið á Reyðarfirði

114-115

12

Skriðuklaustur - Menningarsetur og sögustaður

13

Snæfellsstofa á Skriðuklaustri -Vatnajökulsþjóðgarður

14

Fransmenn á Íslandi

15

Steinasafn Petru

119

16

Breiðdalssetur

119

17

Langabúð Djúpavogi

121

18

Listasafn Svavars Guðnasonar

121

19

Gamlabúð - Vatnajökulsþjóðgarður

120

20

Þórbergssetur

122

S

Samkaup Strax. Safnabók fáanleg

N

Nettó. Safnabók fáanleg

Ú

Samkaup Úrval. Safnabók fáanleg

– 111 –

117 118 114-115


Minjasafnið á Bustarfelli

GPS: 65°36,940N 15°05,880W

Bustarfell í Vopnafirði er einn af fegurstu og best varðveittu torfbæjum á Íslandi. Leiðsögn um safnið er í boði alla daga yfir sumartímann og eftir samkomulagi að vetrinum til. Margar helgar lifnar safnið við með ýmsum uppákomum, sýningu á gömlu handbragði og ljúfum þjóðlegum veitingum í Hjáleigunni Café.

Heimilisfang: Bustarfell, 690 Vopnafirði Sími: 844 1153 og 471 2211 Netfang: bustarfell@simnet.is www.bustarfell.is

Opnunartímar: Hvetjum fólk til að kíkja á heimasíðuna vopnafjordur.is fyrir frekari upplýsingar. Aðgangseyrir: 900 kr. Einstaklingar. á kaffihúsi 200 kr. börn 9-13 ára. 700 kr. hópar 10 manns eða fleiri.

Múlastofa

GPS: 65°45,189N 14°49,589W

Múlastofa er staðsett á 1. hæð menningarhússins Kaupvangi. Björn G. Björnsson, sýningarhönnuður, hefur með list sinni skapað ljóslifandi setur um líf og list Jóns Múla og Jónasar Árnasona. Múlastofu er ætlað að heiðra minningu bræðranna snjöllu og koma verkum þeirra til komandi kynslóða. Setrinu tengdu eru haldnir menningarviðburðir.

Heimilisfang: Kaupvangur – Hafnarbyggð 4a, 690 Vopnafirði Sími: 473 1341 og 862 1398 Bréfsími: 473 1296 Netfang: magnus@vopnafjordur.is www.vopnafjordur.is

Opnunartímar: Sumartími: Kl. 10-18 virkir dagar og 12-16 um helgar Sami opnunartími og Upplýsingamiðstöð Ferðamála Aðgangseyrir: 800 krónur fyrir eldri en 14 ára – 112 –


Tækniminjasafn Austurlands

GPS: 65°15,967N 13°59,472W

Aðallega um innreið nútímans á tíma­ bilinu 1880 til 1950. Lifandi sýningar. Fyrsta ritsímastöðin á landinu, vél­smiðja frá 1907, ljósmynda­stofa, lækninga­ minjar, prents­miðja og fleira endur­skapa andrúm tímanna sem verið er að lýsa. Smiðjuhátíð – námskeið, sýningar, matur, tónlist 25. – 27. júlí 2014.

Heimilisfang: Hafnargötu 44 710 Seyðisfirði Sími: 472 1696 og 861 7764 Netfang: tekmus@tekmus.is www.tekmus.is

GPS: 65° 15,695’N, 13° 59,873’W

Opnunartímar: Sumar: Virka daga 11.00-17.00 Vetur: Virka daga 13.00-16.00 Aðgangseyrir: 1.000 kr. Skaftfell - miðstöð myndlistar á Austurlandi

Starfsemi Skaftfells er tileinkuð samtímamyndlist á alþjóðavísu. Í Skaftfelli er öflugt sýningahald, gestavinnustofa fyrir listamenn og fjölþætt fræðslustarf. Á jarðhæð er veitingastofa þar sem boðið er upp á kaffi, öl og mat, ásamt þráðlausu neti og listbókasafni. Skaftfell hlaut Eyrarrósina árið 2013 fyrir framúrskarandi menningarstarf á landsbyggðinni.

Heimilisfang: Austurvegur 42, 710 Seyðisfjörður. Sími: 472 1632 Netfang: skaftfell@skaftfell.is www.skaftfell.is

Opnunartímar: Sumar: 12.00-22.00 Vetur: Opið daglega, sjá www.skaftfell.is

– 113 –


Fjarðabyggð

Fullt af frábærum söfnum

Velkomin í Fjarðabyggð

Mjóifjörður Norðfjörður Eskifjörður Reyðarfjörður

Fáskrúðsfjörður Stöðvafjörður

Öll söfnin eru opin frá 13.00 – 17.00 alla daga vikunnar, frá 1. júní til 31. ágúst eða eftir samkomulagi í síma 470 9063.

www.fjardabyggd.is

GPS: 65°08,508N 13°40,205W

Safnahúsið í Neskaupstað Egilsbraut 2, Neskaupstað Sími: 470 9000 og 477 1446 sofn@fjardabyggd.is Safngestum er boðið uppá kaffi. Myndlistarsafn Tryggva Ólafssonar Tryggvi Ólafsson er fæddur árið 1940 á Norðfirði. Hann stundaði nám við Myndlista- og handíðaskóla Íslands 1960-61 og við Konunglegu listaakademíuna í Kaupmannahöfn 196166. Tryggvi er meðal þekktustu núlifandi myndlistarmanna Íslendinga. Sjóminja- og smiðjumunasafn Jósafats Hinrikssonar Á safninu eru áhugaverðir hlutir sem tengjast sjávarútvegi, bátasmíði, járn- og eldsmíði og einnig gömlum atvinnuháttum á Íslandi. Þarna er að finna eftirlíkingu af eldsmiðju föður Jósafats þar sem Jósafat lærði og byrjaði starfsferil sinn. Náttúrugripasafnið í Neskaupstað Eitt athyglisverðasta safn landsins sem sýnir á lifandi og fræðandi hátt það helsta í náttúru Íslands. Einstaklega vel framsett sýning sem tvinnar saman það helsta í íslenskri flóru og fánu. – 114 –


GPS: 65°04,202N 14°00,597W

Sjóminjasafn Austurlands Strandgata 39b, Eskifjörður sími: 470 9000 sofn@fjardabyggd.is Í safninu er að finna muni sem tilheyra sjósókn og vinnslu sjávarafla. Einnig eru þar verslunarminjar og hlutir sem tilheyra ýmsum greinum iðnaðar og lækninga frá fyrri tíð. Sjóminjasafnið er í gömlu verslunarhúsi, Gömlu búð, sem var byggt 1816. Safngestum er boðið uppá kaffi. GPS: 65°02,190N 14°12,343W

Íslenska stríðsárasafnið Spítalakamp v/Hæðargerði Reyðarfjörður. Sími: 470 9000 sofn@fjardabyggd.is

Safnagestir ferðast aftur til daga seinni heimsstyrjaldarinnar. Veitt er einstök innsýn í lífið á stríðsárunum og áhrif hersetunnar á íslensku þjóðina. Safngestum er boðið upp á kaffi.

GSM: 64°55,683N 14°00,318W

Fransmenn á Íslandi Franska spítalanum Hafnargötu 12 Fáskrúðsfirði Sími/tel: 470 9000 - 470 9063 sofn@fjardabyggd.is

Safnið flytur um set sumarið 2014 og verður opnað að nýju í glæsilegum húsakynnum Franska spítalans á Fáskrúðsfirði, sem Minjavernd hefur ásamt fleiri gömlum frönskum húsum endurbyggt í upprunalega mynd. Safnið rekur sögu franskra skútusjómanna á Íslandi á áhugaverðan og lifandi hátt. – 115 –


Minjasafn Austurlands

GPS: 65°15,967N 13°59,472W

Í safninu eru munir úr gamla sveitasamfélaginu áður en vélvæðing gekk í garð, þ.e. frá þeim tíma þegar hvert heimili varð að vera sjálfu sér nóg um flest allt. Sjá má gamla muni úr sögu járn- og trésmíði, veiðum, handverki, matargerð, heyskap, daglegu lífi, búfjárhaldi og fatnaði, auk þess sem gestum er boðið að ganga til baðstofu af upprunalegri gerð. Einnig eru ýmsir munir sem tengjast þróun þéttbýlis og innreið vélvædds nútímans á Austurlandi, úr sögu heilbrigðisþjónustu, verslunar, skógræktar, samgangna og skóla. Minnst er útihátíða í Atlavík, auk þess sem stássmunir og stöku forngripir prýða sýninguna.

Heimilisfang: Laufskógar 1, 700 Egilsstaðir Sími: 471-1412 Netfang: minjasafn@minjasafn.is www.minjasafn.is

Aðgangseyrir: Fullorðnir (18+) 800 kr. Hópar (10+) 600 kr Opnunartímar 1. júní - 31. ágúst daglega kl.13-17. Vetur: Eftir samkomulagi. – 116 –


GPS: 65°02,598N 14°56,945W

Skriðuklaustur - menningarsetur og sögustaður

Sögustaður með rústum miðaldaklausturs frá 16. öld og húsi Gunnars Gunnarssonar sem byggt var 1939. Skáldið gaf íslensku þjóðinni þetta einstaka hús 1948 og í því er safn um Gunnar

ásamt sýningum og viðburðum af ýmsum toga sem sækja efnivið í austfirska menningu og náttúru. Persónuleg leiðsögn er veitt um húsið og minjasvæðið. Klausturkaffi býður hádegis- og kaffihlaðborð alla daga að sumri með áherslu á austfirskt hráefni.

Heimilisfang: Gunnarsstofnun, Skriðuklaustur 701 Egilsstaðir Sími: 471-2990, Netfang: klaustur@skriduklaustur.is www.skriduklaustur.is

Opnunartímar: Sumar: Júní-ágúst kl. 10.00-18.00. Maí og ½ sept kl. 12.00-17.00. Vetur: Leitið uppl. Aðgangseyrir: Safnaðgangur 1000 kr. 16 ára og yngri frítt. Hópleiðsögn um fornleifasvæði 500 kr. á manninn. – 117 –


Snæfellsstofa á Skriðuklaustri

GPS: 65°2,661N 14°56,827W

Snæfellsstofa er gestastofa og upplýsingamiðstöð fyrir austursvæði Vatnajökulsþjóðgarðs. Hún er staðsett á Skriðuklaustri í Fljótsdal í fyrstu vistvænt vottuðu byggingu landsins. Í stofunni er sýningin Veraldarhjólið sem fjallar um hringrás og mótun náttúrunnar með áherslu á samspil gróðurfars og dýralífs. Þar er að finna einstaka gagnvirka „náttúrusjá“ með upplýsingum um Snæfell og nágrenni þess. Lögð er áhersla á efni fyrir börn m.a. á Snæfellsdýrin og ferðir silakepps, lötukindar eða táslu. Í Snæfellsstofu er einnig minjagripaverslun með vörur úr nágrenni þjóðgarðsins og kaffistofa.

Heimilisfang: Skriðuklaustur, 701 Egilsstaðir Sími: 470 0840 Netfang: snaefellsstofa@vjp.is www.vjp.is

Afgreiðslutími: Maí: virka daga 10-16 og helgar 13-17 1. júní-31. ágúst: virka daga 9-18 og helgar 10-18 September: virka daga 10-16 og helgar 13-17 Enginn aðgangseyrir

Gestastofur Vatnajökulsþjóðgarðs eru fjórar: Gljúfrastofa (bls. 109), Snæfellsstofa (bls. 118), Gamlabúð (bls. 120) og Skaftafellsstofa (bls. 141). Upplýsingamiðstöð og fræðslusýning er á Kirkjubæjarklaustri (140). – 118 –


steinasafn petru

GPS: 64° 50,124’N, 13° 52,837’W

Ljósbjörg Petra María Sveinsdóttir hefur haft áhuga á fallegum steinum alla ævi, en byrjaði að safna þeim fyrir alvöru 1946. Steinarnir hennar eru langflestir úr Stöðvarfirði og af Austurlandi því Petra hefur nær ekkert leitað steina í öðrum landsfjórðungum. Árið 1974 ákvað Petra að heimili hennar myndi í framtíðinni verða opið fyrir alla sem vildu skoða steinana hennar. Gestir Petru hafa því skipt hundruðum þúsunda. Vissulega hefur hús hennar tekið á sig svipmót safns en það er þó fyrst og síðast heimili.

Heimilisfang: Fjarðarbraut 21 755 Stöðvarfjörður sími 475 8834 info@steinapetra.is

Opnunartímar: 1.maí- 30.sept 9.00-18.00 Aðgangseyrir: kr. 1000. Fyrir 14 ára og eldri

Breiðdalssetur

GPS: 64,7918°N 14,0097°V

Í elsta húsi Breiðdalsvíkur er vísinda- og fræðasetur. Þar er sýning um jarðfræði, tileinkuð breska jarðfræðingnum Dr. G.P.L. Walker og málfræðisýning, tileinkuð málvísindamanninum og rithöfundinum Dr. Stefáni Einarssyni úr Breiðdal. Einnig er í húsinu steinasafn og sýning um sögu hússins, þorpsins og byggðarlagsins. Í húsinu er fjölnota 70 manna salur fyrir margvíslega viðburði. Heimilisfang: Opnunartímar: Sæberg 1, 760 Breiðdalsvík Sumar: 20. maí til 15. sept. 2014 daglega sími 470 5560 og 865 9857 11.00-18.00 e-mail: info@breiddalssetur.is Vetur: Lokað yfir veturinn en opnað eftir www.breiddalssetur.is samkomulagi Aðgangur: 300 kr. – 119 –


GAMLABÚÐ

GPS: 64°15,023N 15°12,228W

Í Gömlubúð er gestastofa Vatnajökulsþjóðgarðs á Höfn í Hornafirði. Þar er upplýsingamiðstöð fyrir ferðamenn og í fræðslusýningu er fjallað um jökla, upphaf jöklaferða, jarðfræði og loftslagsbreytingar. Sérstök áhersla er á fuglalíf enda er Hornafjörður einn helsti viðkomustaður farfugla á Íslandi. Í Gömlubúð er lítil ferðamannaverslun með áherslu á bækur, minjagripi og vörur úr héraði. Í húsinu er gott aðgengi fyrir hreyfihamlaða.

Heimilisfang: Heppuvegi 1, 780 Höfn Sími: 470 8330 Netfang: hofn@vjp.is www.vjp.is

0000 000

Afgreiðslutímar: Sjá www.vjp.is Enginn aðgangseyrir

Gestastofur Vatnajökulsþjóðgarðs eru fjórar: Gljúfrastofa (bls. 109), Snæfellsstofa (bls. 118), Gamlabúð (bls. 120) og Skaftafellsstofa (bls. 141). Upplýsingamiðstöð og fræðslusýning er á Kirkjubæjarklaustri (140).

– 120 –


Langabúð Djúpavogi

GPS: 64°39,457N 14°16,979W

Langabúð og verslunarstjórahúsið eru elstu hús Djúpavogs. Í Löngubúð er sýning um líf og starf Ríkarðs Jónssonar myndhöggvara og myndskera, minningarstofa um Eystein Jónsson stjórnmálamann frá Djúpavogi og konu hans, Sólveigu Eyjólfsdóttur. Á Löngubúðarloftinu hefur nú verið komið fyrir minjasafni, auk þess er kaffihús í suðurenda hússins með heimabökuðum kökum.

Heimilisfang: Löngubúð Búð 1 765 Djúpavogi Sími: 478 8220 Netfang: langabud@djupivogur.is www.rikardssafn.is www.langabud.is

Opnunartímar: Sumar: 15. maí – 15. september, Opið alla daga frá kl. 11:00-18:00 Yfir veturinn er Langabúð opin samkvæmt samkomulagi. Aðgangseyrir: 500 kr.

Listasafn Svavars Guðnasonar

GPS: 64°15,621N 15°12,081W

Svavar Guðnason án ártals, án titils.

Listasafnið opnaði nýjan sýningarsal árið 2011 og þar eru verk Svavars Guðnasonar í fyrirrúmi yfir sumartímann en vetrartíminn er tími ýmissa sýninga. Svavar Guðna­son fæddist á Hornafirði 1909 en fluttist ungur til Kaup­manna­ hafnar og tók þar virkan þátt í að þróa nýja listastefnu. Hann var brautryðjandi í norrænni og evrópskri abstrakt­ Svavar Guðnason án ártals, án titils. list og einn merkasti mynd­listarmaður þjóðarinnar. Opnunartímar:

Heimilisfang: við Hafnarbraut Sími: 470 8000 og 470 8050 menningarmidstod@hornafjordur.is www.hornafjordur.is/menning

Sumar: 9.00-16.00 virka daga, 11.00-16.00 um helgar Vetur: 9-16 virka daga og eftir samkomulagi utan opnunartíma Aðgangseyrir: Ókeypis – 121 –


Þórbergssetur

GPS: 64°07,747N 16°00,850W

Þórbergssetur á Hala í Suðursveit er menningarsetur reist til minningar um Þórberg Þórðarson rithöfund.

Heimilisfang: Hali í Suðursveit 781 Höfn Sími: 478 1078 GSM: 867 2900 e-mail: hali@hali.is www.thorbergssetur.is www.thorbergur.is Aðgangseyrir: 1.000 kr., 14 ára og yngri frítt

Í Þórbergssetri eru sýningar helgaðar sögu Suður­sveitar og lífi og verkum Þórbergs Þórðarsonar. Í Þórbergssetri er fjölbreytt menningarstarfsemi, safn, minjagripasala og veitingahús. Heimamenn eru ávallt reiðubúnir að ræða við gesti og veita fræðslu og upplýs­ingar um umhverfi, náttúru og mannlíf. Veit­ingar eru í boði allan daginn, einnig kvöld­matur ef pantað er með fyrirvara. Heima­afurðir beint frá býli og skemmtileg sveita­stemning.

Opnunartímar: Sumar (15. maí – 15. september) Alla daga 9.00-21.00 Vetur (16. september – 14. maí) Alla daga 8.00-13.00 og 16.00-20.00 Tekið er á móti tímapöntunum utan hefð­ bundins opnunartíma. Sérstakur helgarpakki er í boði fyrir hópa um veturna. Þar er boðið upp á fræðslu, útiveru og skemmtun.

– 122 –


The Viking Series The Viking Series Classical Icelandic texts in many languages

Víkingaserían

in Icelandic a handy texts format and atlanguages a good price. Classical in many Sígildar íslenskar fornbókmenntir á fjölThese original and world famous texts have in a handy format and at a good price. mörgum tungumálum. Í handhægu broti og These been original and world famous have reader made accessible to texts the general á frábæru verði. Tilvaldar til gjafa til vina og

been made the general reader withaccessible new andtoreadable translations and viðskiptavina heima og erlendis. Fáanlegar

with new and readable translations and

are beautifully presented. Available at most Series í bókabúðum, söfnum og mörgumThe helstuViking

are beautifully presented. AvailableClassical at most Icelandic texts in many languages

bookstores andá landinu. museums.in a handy format and at a good price. ferðamannastöðum

bookstores and museums.

These original and world famous texts have been made accessible to the general reader with new and readable translations and are beautifully presented. Available at most bookstores and museums.

The Viking Series Classical Icelandic texts in many languages in a handy format and at a good price. These original and world famous texts have been made accessible to the general reader with new and readable translations and

The Viking Series

are beautifully presented. Available at most bookstores and museums.

Snorra-Edda

Snorri Sturlusons Edda Illustrated by famous artists. In English and Norwegian

Classical Icelandic texts in many languages Myndskreytt Fáanleg á ensku og norsku

GU D R U N www.gudrunpublishing.com

in a handy format and at a good price. Snorri

GU D R U N

Sturlusons Edda Snorri These original and world famous texts have Illustrated by famous artists.

www.gudrunpublishing.com

Sturlusons Edda In English and Norwegian made accessible tobythe general Illustrated famous artists.reader U D RSnorri UN Sturlusons Edda In English and Norwegian www.gudrunpublishing.com Illustrated by famous artists.

G The Viking Series

been

G

with new and readable translations and UDRUN GU D R U N www.gudrunpublishing.com Classical Icelandic texts inAvailable many languages are beautifully presented. at most In English and Norwegian

The Viking Series

– 123 – in a handy format and at a good price. bookstores and museums. These original and world famous texts have

www.gudrunpublishing.com


suðurland

– 124 –


1

SAFN Strandakirkja

bls 128

2

Orkusýn- Jarðhitasýning í Hellisheiðavirkjun

126

3

Listasafn Árnesinga

127

4

Byggðasafn Árnesinga, Húsið á Eyrarbakka

130

5 6 7

Sjóminjasafnið á Eyrarbakka Draugasetrið Stokkseyri Fishersetrið Selfossi

130 131 129

8

Skálholtskirkja

9

Eldheimar Vestmannaeyjar

129 136-137

10 Sagnheimar Byggðasafn Vestmannaeyjar

136-137

11

Sæheimar -fiska og náttúrugripasafn Vestmannaeyjar

136-137

12

Sögusetrið Hvolsvelli

131

13

Keldur á Rangárvöllum -Húsasafn Þjóðminjasafnsins

132

14

Heklusetur Leirubakka

132

15

Búrfellsstöð -Gagnvirk orkusýning

16

Þjóðveldisbærinn í Þjórsárdal

134-135

17

Byggðasafnið í Skógum

138-139

18

Kötlusetur Menningarmiðstöð Vík í Mýrdal

140

19

Skaftárstofa Kirkjubæjarklaustri

140

20

Skaftfellsstofa Skaftafelli-Vatnajökulsþjóðgarður

141

S

Samkaup Strax. Safnabók fáanleg

N

Nettó. Safnabók fáanleg

Ú

Samkaup Úrval. Safnabók fáanleg

133

– 125 –


Orkusýn - Jarðhitasýning í Hellisheiðarvirkjun

GPS: 64°02”248’N, 21°24”079’W

Hellisheiðarvirkjun veitir sýn inn í sjálfbæra jarðhitanýtingu Íslendinga. Í miðrými virkjunarinnar er jarðhitasýning þar sem jarðfræði Hengilsins, jarðhitanýting á svæðinu, virkjun­in sjálf og starfsemi hennar er sett fram í glæsilegri margmiðlunarsýningu. Leiðsögu­menn eru ávallt til staðar á sýn­ing­unni og reiðubúnir að ræða við gesti. Sýning á bergi og steindum sem dr. Einar Gunnlaugsson jarðfræðingur hefur safnað og valið úr einkasafni sínu er á 1. hæð sýningarrýmisins. Á kaffi Kolviðarhóli fæst úrvalskaffi og léttar veitingar. Merktar gönguleiðir eru í nágrenni virkjunarinnar og göngukort er fáanlegt í minjagripaverslun sem er á staðnum. Opið alla sjö daga vikunnar frá kl. 9.00 til 17:00 og eftir pöntunum á öðrum tímum gegn sérstöku gjaldi.

Heimilisfang: Hellisheiðarvirkjun, 801 Selfoss Sími: 412-5800 Netfang: orkusyn@orkusyn.is www.orkusyn.is – 126 –

Opnunartímar: Sumar: 9.00 - 17.00 alla daga Vetur: 9.00 - 17.00 alla daga Aðgangseyrir: 900,-


Listasafn Árnesinga

GPS: 63°59,778N 21°11,129W

Láttu Listasafn Árnesinga koma þér á óvart - í aðeins 40 mínútna akstursfjarlægð frá Reykjavík. Metnaðarfullar sýningar sem fylgt er úr hlaði með sýningarskrá og fræðsludagskrá. Sjónræn upplifun, notaleg kaffistofa, leikkró og leskró með myndlistarbókum.

Heimilisfang: Austurmörk 21, 810 Hveragerði Sími: 483 1727 Netfang: listasafn@listasafnarnesinga.is www.listasafnarnesinga.is www.facebook.com/listasafnarnesinga

Opnunartímar: Sumar: 1. maí - 30. sept. alla daga kl. 12.00-18.00 Vetur: Fim.-sun. kl. 12.00-18.00 (lokað frá 15. des. - 15. jan.) Aðgangseyrir: Ókeypis – 127 –


strandaRkirkja

GPS: 63°50,144N 21°42,279W

Mikill straumur fólks er í Strandar­kirkju og er hún opin um helgar alltaf á vorin, sumrin og haustin og alla daga á sumrin og oft um helgar á veturna. Umsjónarmaður tekur þá á móti fólki og leiðbeinir því um sögu og nútíð kirkjunnar.

Áheitareikningur Strandarkirkju er 0150-0560764 kennitala 630269-6879

Messað er i kirkjunni um jól og páska, að hausti, um miðja vetrar­vertíð og á hálfs mánaðar fresti frá miðjum maí og út ágúst, alls um tíu messur á ári. Kirkjukór Þor­lákskirkju annast söng og organisti er Hannes Baldursson. Hægt er að panta fyrirlestur um sögu kirkjunnar og byggð í Selvogi hjá sóknarpresti Baldri Kristjánssyni í síma 8980971 og í rafpósti bk@baldur.is . Formaður sóknarnefndar er Guðrún Tómasdóttir og staðarhaldari er Silvía Ágústsdóttir frá Götu. Sími: 483 3910

Heimilisfang: Selvogi 815 Þorlákshöfn Sími: 483 3910 Netfang: bk@baldur.is www.kirkjan.is/strandarkirkja – 128 –


Fischersetrið á Selfossi

GPS: 63° 56,239’N, 20° 59,757’W

GENS UNA SUMUS

SKÁKSAMBAND ÍSLANDS

FI DE

THE BOBBY FISCHER CENTER

Í Fischersetrinu er sýning á ýmsum munum tengdum bandaríska skáksnillingnum Bobby Fischer. Hann varð heimsmeistari í skák í Reykjavík 1972, er hann vann sovéska heimsmeistarann Boris Spassky. Er það einvígi jafnan kallað einvígi aldarinnar. Síðustu æviár sín bjó Fischer hér á landi og er gröf hans í Laugardælakirkjugarði, sem er skammt frá Selfossi. Í Fischersetrinu er einnig aðstaða fyrir Skákfélag Selfoss og nágrennis og boðið er upp á skákmót, fyrirlestra og annað er tengist skáklistinni. Heimilisfang: Opnunartímar: Austurvegur 21 14:00 - 16:00, frá 15. maí til 15. sept. 2014, 800 Selfoss en á öðrum tímum vinsamlegast hafið Sími: 894-1275 samband við starfsmenn Sjafnarblóma á 1. Netfang: fischersetur@gmail.com hæð í sama húsi. Aðgangseyrir: 750kr. fyrir fullorðna, Vefsíða: www.fischersetur.is frítt inn fyrir 12 ára og yngri. SkálholtskirkjA

GPS: 64°07,536N 20°31,503W

Heimilisfang: Skálholt 801 Selfoss Sími: 486 8870 Netfang: skoli@skalholt.is www.skalholt.is

Skálholtsirkja var teiknuð af Húsameistara ríkisins og vígð 1963 af biskupi landsins, dr. Sigurbirni Einarssyni. Altaris­taflan er eftir Nínu Tryggvadóttur sem notaði ríkjandi liti íslenskr­ar náttúru við túlkun á Frelsaranum. Gluggarnir eru verk Gerðar Helgadóttur. Litskrúð þeirra og ljósbrot er ímynd hjálpræðis­sögunnar. Í kirkjukjallaranum gefur að líta steinkistu Páls biskups og tvo íslenska legsteina úr móbergi og basalti, auk erlendra legsteina. Líflegt tónleikahald í Skálholtskirkju hefur notið hylli meðal tónlistarunnenda sem koma langt að til að hlýða á frábæra listamenn. – 129 –


Byggðasafn Árnesinga - Húsið á Eyrarbakka

GPS: 63°51,875N 21°09,086W

GPS: 63°51,879N 21°09,236W

Byggðasafn Árnesinga er staðsett í Húsinu, sögufrægum bústað kaupmanna sem var byggt 1765. Húsið er eitt elsta hús landsins og glæsilegur minnisvarði þess tíma er Eyrarbakki var stærsti verslunarstaður Sunnlendinga. Þar eru margar og áhugaverðar sýningar um sögu og menningu Árnessýslu, fornfrægt píanó, herðasjal úr mannshári og koppur kóngsins eru meðal sýningargripa. Hlýlegur og heimilislegur andi er aðalsmerki safnsins. Sjóminjasafnið á Eyrarbakka er örskammt frá en þar er áhersla á sjósókn og sögu alþýðunnar í þorpinu. Tólfróið áraskip “Farsæll” er aðalsýningargripur safnsins.

Heimilisfang: Húsið á Eyrarbakka og Sjóminjasafnið 820 Eyrarbakki Sími: 483 1504 og 483 1082 Netfang: husid@husid.com www.husid.com

Opnunartímar: Sumar: 1. maí til 30. september alla daga kl. 11.00-18.00 eða samkvæmt samkomulagi Vetur: Samkvæmt samkomulagi Aðgangseyrir: 800 kr – 130 –


Draugasetrið

GPS: 63° 50,198’N, 21° 3,890’W

Draugasetrið er staðsett á þriðju hæð Menningarverstöðvarinnar á Stokkseyri. Gestir safnsins fá að kynnast nokkrum af frægustu draugum íslandssögunnar og upplifa sögurnar um þá í 1000fm völundarhúsi. Hver gestur fær lítinn iPod sem inniheldur 24 rammíslenskar draugasögur og inní safninu sjálfu eru 24 herbergi. Á draugabarnum situr Brennivínsdraugurinn uppi í einu horninu og fylgist með gestum og gangandi. Þorir þú? Á fyrstu hæð hússins er að finna Álfa,- tröllaog norðurljósasafnið en þar fá gestir að skyggnast inní heim álfa og trölla ásamt því að sjá norðurljósin í allri sinni dýrð í um 200 fm vetrarrríki.

Heimilisfang Hafnargata 9 825 Stokkseyri Sími: 483-1202 og 895-0020 Netfang: draugasetrid@draugasetrid.is www.draugasetrid.is

Opnunartímar 1. júní - 31. Ágúst: Alla daga 13.00-18.00 1.sept. – 31.maí: Opnum fyrir einstaklinga og hópa. Aðgangseyrir sjá www.draugasetrid.is

sögusetrið

GPS: 63° 45,019’N, 20° 13,532’W

Njálusýning Njáls Saga Exhibition Upplýsingamiðstöð Tourist information Kaupfélagssafn Co-op Museum Gallerý Ormur Ormur Art Gallery

Kaffi •• Veisluþjónusta Veisluþjónusta Kaffi Coffee forforgroups groups Coffee •• Catering for Kaffi/Coffee •Catering Veisluþjónusta/Catering groups

Njáls saga saumuð á refil Njáls Saga sewed on a tapestry

Augl.Þórhildar 1625.23

Njálusýning

NjálsNjálusýning Saga Exhibition Njáls Saga Exhibition

SÖGUSETRIÐ - THE SAGA CENTRE • Hlíðarvegi 14 • 860 Hvolsvöllur Sími/Tel. (+354) 487 8781 • njala@njala.is • www.njala.is njalurefill@gmail.com • www.njalurefill.is

– 131 –


Heklusetur

GPS: 63°59,537N 20°00,840W

Glæsileg og nútímaleg sýning um Heklu, eitt frægasta eldfjall heims. Sýningin gerir á áhrifaríkan hátt grein fyrir ógnarafli þess og sambúð fjalls og þjóðar um aldir. Í Heklusetrinu eru veittar upplýsingar um hvernig best er að ganga á Heklu. Þar er einnig vandaður veitingastaður og funda- og ráðstefnuaðstaða.

Heimilisfang: Leirubakki, 851 Hella Sími: 487 8700 Netfang: leirubakki@leirubakki.is www.leirubakki.is

Opnunartími: 01/05 – 30/09: Alla daga 10.00 – 22.00. 01/10 – 30/04: Eftir samkomulagi Aðgangseyrir: Almennur: 800 kr., hópar 10+: 700 kr., börn 6-11 ára: 400 kr.

Keldur á Rangárvöllum

GPS: 63°49,300N 20°04,437W

Á Keldum er torfbær af fornri gerð og er hann jafnframt eini stóri torfbærinn sem varðveist hefur á Suðurlandi. Timburgrind skálans er með stafverki, prýdd strikum af rómanskri gerð. Úr skálanum liggja jarðgöng, sem talin eru frá 12.-13. öld og eru líklega undankomuleið á ófriðartímum. Auk þess hefur fjöldi útihúsa varðveist.

Sími: 530 2200 • thjodminjasafn@thjodminjasafn.is • www.thjodminjasafn.is Opið 15. júní -15. ágúst alla daga 9:00-17:00. – 132 –


Búrfellsstöð – Gagnvirk orkusýning

GPS: 64° 9,658’N, 19° 48,691’W

Það er tekið vel á móti þér í gestastofu Búrfellsstöðvar. Þar bíður þín skemmtileg gagnvirk sýning um endur­ nýjanlega orkugjafa. Heim­ sókn í Búrfell er upplifun, ný sýn á framtíðina í orkumálum. Sýningunni er ætlað að veita gestum innsýn í vinnslu og notkun endurnýjanlegra orkugjafa en eftirspurn eftir slíkum orkugjöfum fer vaxandi um heim allan. Gagnvirka orkusýningin í Búrfellsstöð varpar ljósi á endurnýjanlega aflgjafa, tækifæri og takmarkanir auk sögu nýtingar þeirra á Íslandi. Tilgangurinn er að fræða og skemmta á lifandi hátt en um leið að miðla þekkingu um ólíka orkugjafa og áhrif þeirra á samfélag, efnahag og umhverfi.

Heimilisfang: Búrfellsstöð – Þjórsárdal 801 Selfoss Sími 515 9000 www.landsvirkjun.is

Opnunartímar: Alla daga vikunnar 10.00 - 18.00 frá 1. júní til 31. ágúst Aðgangur ókeypis

– 133 –


Þjóðveldisbærinn í Þjórsárdal

eru

Árið 2000 var torfklædda stafkirkjan

rústir af fyrrum höfuðbýlinu Stöng í

flutt austur í Þjórsárdal og endurreist

Fyrirmynd

þjóðveldisbæjarins

Þjórsárdal en talið er að sá bær hafi

við Þjóðveldisbæinn. Biskup Íslands

farið í eyði í Heklugosi árið 1104. Í

herra Karl Sigurbjörnsson vígði hana

tilefni af ellefuhundruð ára afmæli Ís-

til notkunar við hátíðlega athöfn 21.

landsbyggðar árið 1974 var ákveðið að

júlí árið 2000. Vígsluhátíðin var liður í

veldisöld. endurreisa stórbýli frá þjóð­

hátíðarhöldum í tilefni þúsund ára af-

Hinar vel varðveittu húsaleifar á Stöng

mælis kristni á Íslandi.

þóttu vel til þess fallnar að byggja tilgátuhúsið á. Byrjað var á byggingu

Þjóðveldisbærinn er í Þjórsárdal,

þjóðveldisbæjarins árið 1974 og lauk

Ef ekið er frá Selfossi um Suðurlands-

verkinu þremur árum síðar. Húsið var

veg er beygt inn á þjóðveg 30 í átt að

vígt þann 24.júní 1977.

Flúðum. Af þeim vegi er beygt inn á

Þjóðveldisbærinn er eins konar safn

þjóðveg 32, Árnes, sem liggur inn í

sýnishorna um verkmennt en þar

Þjórsárdal.

sem því sleppir var stuðst við eigin

Frá Suðurlandsvegi er einnig hægt að

hugsmíðar, líkt og gert er í heimilda-­

beygja inn á veg 26, Landveg, vestan

skáldsögu. Þjóðveldisbærinn er lifandi

við Hellu. Vegurinn liggur upp Holt og

vitni um að húsakynni fornmanna voru

Land, um Galtalæk, austan við Þjórsá

vandaðar og glæsi­legar byggingar.

hjá Búrfelli. Skammt frá Sultartangavirkjun er beygt inn á veg 30 í átt að Búrfellsstöð.

– 134 –


GPS: 64°07,207N 19°49,236W

Heimilisfang Þjórsárdal 801 Selfoss Sími: 488 7713/856-1190 www.thjodveldisbaer.is

Opnunartímar 1. júní - 31. ágúst alla daga Aðgangseyrir: Fullorðnir 750 Börn að 16 ára aldri: Frítt. Öryrkjar og ellilífeyrisþegar: 500 kr. Hópar: 500 kr (20 eða fleiri) – 135 –


Vestmannaeyjar

Bókasafn Safnahúsinu við Ráðhúströð 900 Vestmannaeyjar Sími: 488 2040 og 892 9286. Netfang: bokasafn@vestmannaeyjar.is www.vestmannaeyjar.is/safnahus

Sagnheimar, byggðasafn Safnahúsinu við Ráðhúströð 900 Vestmannaeyjar Sími: 488 2045 Netfang: sagnheimar@sagnheimar.is www.sagnheimar.is

Opnunartími: Sumar: 1. júní - 31. ágúst. Alla virka daga 10.00 - 17.00 Vetur: 1. sept. - 31.maí Mán.-fim. 10.00 - 18.00 Fös. 10.00 - 17.00 1. okt. - 31. apr. laugard. 11.00-14.00

Opnunartími: Sumar: 12. maí – 15. september Alla daga 11.00 – 17.00 Vetur: 16. september – 11. maí Laugardaga kl. 13.00 – 16.00 Aðgangseyrir: 1.000 kr. Ókeypis fyrir börn yngri en 15 ára.

GPS: 63°26,310N 20°16,165W

GPS: 63°26,310N 20°16,165W

Í Safnahúsinu er einnig að finna Internet Café og þráðlaust netsamband virka daga.

– 136 –


Sæheimar, fiskasafn Heiðarvegi 12, 900 Vestmannaeyjar Sími: 481 1997 og 863 8228 Netfang: saeheimar@setur.is www.saeheimar.is Aðgangseyrir: 1.000 kr. Ókeypis fyrir börn yngri en 15 ára.

Eldheimar Gerðisbraut 10 /við Suðurveg 900 Vestmannaeyjar Sími: 488 2000 Netfang: eldheimar@vestmannaeyjar.is www.eldheimar.is Aðgangseyrir: 1.900 kr., Fjölskylduverð 4.800 kr., Eldri borgarar og 10-18 ára 1.000 kr., Frítt inn fyrir 10 ára og yngri í fylgd fullorðn. Hópar 1.500 kr.

Í Sæheimum eru til sýnis lifandi fiskar og aðrar sjávarlífverur. Flestir íslenskir fuglar finnast þar uppsettir og einnig fjöldi annarra náttúrugripa.

Eldheimar er nýja gosminjasafnið í Vestmannaeyjum. Sýningin rekur á áhrifamikinn hátt stórbrotna sögu eldgossins á Heimaey 1973, eyðilegginguna, flóttann og uppbygginguna.

GPS: 63°26,464N 20°16,582W

GPS: 63° 26,149’N, 20° 15,639’W

Opnunartími Sæheima og Eldheima: Sumar: 16. maí - 15. sept., alla daga 11.00 - 17.00 (18.00 hjá Eldheimum) Vetur: 16. sept.-15. maí, laugardaga 13.00-16.00 (17.00 hjá Eldheimum)

– 137 –


Byggðasafnið í Skógum

Byggðasafnið í Skógum eða öðru nafni Skóga­ safn er í eigu Rangæinga og Vestur-Skaft­fellinga. Það var stofnað 1949. Fyrstu árin var safnið til húsa í Skógaskóla en árið 1955 var reist hús yfir safngripina. Árið 1995 var síðan tekin í notkun 700 ferm. nýbygging sem bætti úr brýnni þörf fyrir aukið rými. Húsasafn Byggðasafnsins í Skógum telur alls 11 hús sem hafa verið flutt að Skógum, auk safnkirkju, Skógakirkju, sem reist var árið 1998 og vígð sama ár. Safnið varðveitir muni frá gamla bændasamfélaginu, en alls eru safnmunir um 12.000 talsins. Stærsti safngripurinn er áttæringurinn Pétursey frá árinu 1855. Árið 2002 var Samgöngusafnið í Skógum vígt en það reis austan við aðalbyggingu Skógasafns og hýsir samgöngu- og tækniminjar frá 20. öld. Þar er einnig að finna safnbúð og veitingastaðinn Skógakaffi. Skógasafn er vinsælt meðal ferðamanna en árið 2013 voru safngestir rúm 62 þúsund.

– 138 –


GPS: 63°31,574N 19°29,603W

Heimilisfang: Skógum 861 Hvolsvöllur Sími: 487 8845 Netfang: skogasafn@skogasafn.is www.skogasafn.is

Opnunartímar: Sumar: Júní-ágúst 9.00-18.00 Maí og September 10.00-17.00 Vetur: Október-apríl 11.00-16.00 Aðgangseyrir: Leitið upplýsinga – 139 –


Kötlusetur

GPS: 63° 25,049’N, 19° 0,850’W

Kötlusetur hýsir sýningu um Kötlu þar sem farið er yfir eldstöðina Kötlu og sambýlið við hana. Öskusýni frá mismunandi tímabilum eru á sýningunni og eru gestir hvattir til þess að snerta þau. Upphleypt kort af Kötlu og fjöllum Mýrdalsins þar sem starfsfólk getur sýnt gestum hvert flóð fara ef kemur til Kötlugoss. Skemmtileg handverksbúð er í Kötlusetri með handverki úr héraði. Verið velkomin! Heimilisfang: Opnunartímar: Víkurbraut 28 Sumar: Mán - Fös 10:00 - 20:00 870 Vík Lau - Sun 11:00 - 18:00 Sími: 4871395 Vetur: Mán - Fös 09:00 - 16:00 Netfang: info@vik.is Aðgangseyrir: 700 kr. www.kötlusetur.is Skaftárstofa

GPS: 63° 47,343’N, 18° 3,013’W

SkaftárStofa

upplýSiNGaMiðStöð

Sýningar Fræðslusýning frá Vatnajökulsþjóðgarði § Katla jarðvangur § Margmiðlunarsýningin Sagan í sandinum – klaustrið á Kirkjubæ § Náttúrusýnasafn frá Skaftá, Grímsvatnagosinu 2011 og Eyjafjallajökulsgosinu 2010 • Eldmessa - Stutt heimildarmynd um Skaftárelda 1783-1784 og afleiðingar þess • Eldgosið í Grímsvötnum 2011 • Vestursvæði Vatnajökulsþjóðgarðs Verið Velkomin á kirkjubæjarklauStur – miðpunkt SuðurlandS opið daGlEGa 1. apríl – 31. oKtóbEr www.ViSitKlauStur.iS www.Vjp.iS SíMi 487 4620

– 140 –

PORT hönnun

Stuttmyndir


Skaftafellsstofa Skaftafelli

GPS: 64°00,994N 16°58,013W

Skaftafellsstofa er gestastofa og upplýsingamiðstöð fyrir suðursvæði Vatnajökulsþjóðgarðs. Þar er sögð saga elds og íss og hvernig hin sterku náttúruöfl hafa tekist á og mótað umgjörð svæðisins. Fjallað er um menninguna sem hefur dafnað í skjóli jökulsins og áhrif eldgosa og jökulhlaupa á daglegt líf fólks. Til sýnis eru munir úr örlagaríkum leiðangri breskra háskólastúdenta árið 1952 og fræðslumynd um gosið í Gjálp árið 1996. Í Skaftafellsstofu er minjagripaverslun og á sumrin er þar veitingasala. Aðgengi er fyrir hreyfihamlaða. Heimilisfang: Skaftafelli, 785 Öræfi Sími: 470 8300 Netfang: skaftafell@vjp.is www.vjp.is

Afgreiðslutími: Opið alla daga nema 24./25. desember og 1. janúar. Breytilegur afgreiðslutími – sjá www.vjp.is Enginn aðgangseyrir

Gestastofur Vatnajökulsþjóðgarðs eru fjórar: Gljúfrastofa (bls. 109), Snæfellsstofa (bls. 118), Gamlabúð (bls. 120) og Skaftafellsstofa (bls. 141). Upplýsingamiðstöð og fræðslusýning er á Kirkjubæjarklaustri (140). – 141 –


Önnur söfn, setur og sýningar Arngrímsstofa í Svarfaðardal (HÞ)

Tjörn

621

Dalvík

530-2200

Bæjardyr á Reynisstað (HÞ)

Reynisstaður

550

Sauðárkrókur

530-2200

Bænahús á Núpsstað (HÞ)

Fljótshverfi

880

Kirkjubæjarklaustur

530-2200

Bóka- og minjastofa Nönnu Guðmundsdóttur

Berufjörður II

765

Djúpivogur

478-8977

Eyvindarstofa

Norðurlandsveur 4

540

Blönduós

453-5060

Eyrbyggja Sögumiðstöð

Grundargata 35

350

Grundarfjörður

438-1881

Fjölskyldu- og húsdýragarðurinn

Laugardalur

104

Reykjavík

575-7800

Fræðslumiðstöðin á Þingvöllum

Þingvellir

801

Selfoss

482-2660

Galdrasýning á Ströndum

Höfðagata 8

510

Hólmavík

451-3525

Galtastaðir fram í Hróarstungu (HÞ)

Hróarstunga

701

Egilsstaðir

530-2200

Gestastofa Mývatns og Laxár

Hraunvegur 8 í Reykjahlið

660

Mývatn

464-4460

Gestastofa Þorvaldseyri

Þorvaldseyri

861

Hvolsvöllur

487-5757

Geysisstofa margmiðlunarsýning

Geysr Haukadal

801

Geysir

480-6800

Grafíksafnið

Tryggvagata 17

101

Reykjavík

552-2866

Hákarlasetur í Bjarnarhöfn

Bjarnarhöfn

340

Stykkishólmur

438-1581

Hið íslenzka reðasafn

Laugavegur 116

105

Reykjavík

561 6663

Hlunnindasýningin á Reykhólum

Maríutröð

380

Reykhólar

434-7830

Hofskirkja í Öræfum (HÞ)

Öræfi

785

Öræfi

530-2200

Kántrýsetur Íslands

Hólanesvegur 11

545

Skagaströnd

452-2829

Kirkjuhvammskirkja (HÞ)

Vatnsnes

531

Hvammstangi

530-2200

Kvikan - Auðlinda- og menningarhús

Hafnargata 12a

240

Grindavík

420-1190

Kvikmyndasafn Íslands

Hvaleyrarbraut 13

220

Hafnarfjörður

565-5993

Ljósmyndasafn Austurlands

Laufskógar 1

700

Egilsstaðir

471-1417

Lystigarður Akureyrar

Eyrarlandsholt

600

Akureyri

462-7487

Menningarhúsið Berg

Goðabraut

620

Dalvík

460-4000

Menningarhúsið Hof

Strandgata 12

600

Akureyri

450-1000

Minjagarðurinn við Hofsstaði

Kirkjulundur

210

Garðabær

525 8500

Minjasafnið Mánárbakka

Tjörneshreppur

641

Húsavík

464-1957

Náttúrugripasafn Skagafjarðar

Varmahlíðarskóli

560

Skagafjörður

453-8130

Pakkhús á Hofsósi (HÞ)

Hofsós

565

Hofsós

585-5780

Pakkhúsið í Ólafsvík

Ólafsbraut 12

355

Ólafsvík

433-6930

Rokkheimar Rúnars Júlíussonar

Skólavegur 12

230

Reykjanesbær

421-2717

Safnasafnið

Svalbarðsströnd

601

Akureyri

461-4066

Sagnagarður Landgræðslunnar

Gunnarsholt

851

Hekla

488-3060

Samgönguminjasafn Skagafjarðar

Stóragerði í Óslandshlíð

551

Skagafjörður

453-6625

Saurbæjarkirkja í Eyjafirði (HÞ)

Skaftafell

785

Öræfi

530-2200

Sjávarborgarkirkja í Skagafirði (HÞ)

Borg

550

Sauðárkrókur

530-2200

Sjóminjasafnið á Hellissandi

Sandahraun

360

Hellissandur

436-6619

Skrímslasetrið

Tjarnarbraut 7

465

Bíldudal

456-6666

Sláturhúsið Menningarsetur

Kaupvangur 7

700

Egilsstaðir

471-1479

Snjáfjallasetur

Snæfjallaströnd

401

Ísafjarðardjúp

898 9300

Sómastaðir við Reyðarfjörð (HÞ)

Sómastaðir

730

Reyðarfjörður

530-2200

Staðarkirkja á Reykjanesi (HÞ)

Reykjanes

380

Reykhólahreppur

530-2200


Tungufellskirkja (HÞ)

Tungufell

845

Flúðir

530-2200

Útgerðarminjasafnið á Grenivík

Sæland 2

610

Grenivík

698-5610

Veiðisafnið

Eyrarbraut 49

825

Stokkseyri

483-1558

Verslunarminjasafnið Bardúsa

Brekkugata 4

530

Hvammstangi

869-6327

Þjóðgarðurinn Snæfellsjökli-Gestastofa

Klettsbúð 7

360

Snæfellsbær

436-6888

Þjóðskjalasafn Íslands

Laugavegur 162

105

Reykjavík

590-3300

HÞ = Húsasafn Þjóðminjasafnsins


Safnabókin 2014 © Guðrún útgáfufélag ehf www.gudrunpublishing.com www.safnabokin.is & www.museums.is Framkvæmdastjórn: Iðunn Vignisdóttir Umbrot: Jónas Bergmann Björnsson

IC ECOLAB RD

EL

Prentun: Oddi, umhverfisvottuð prentsmiðja

NO

Hönnun: Helgi Hilmarsson og Jónas Bergmann Björnsson

Prentað í 40.000 eintökum. Safnabókin er í upplagseftirliti SAF. Kortagerð: Samsýn efh. Gefið út með stuðningi Flytjanda ehf., Samkaupa hf. og Samsýnar ehf. Við þökkum þeim fjölmörgu sem lögðu útgáfunni lið. Printed in Iceland

ISBN 978-9979-787-96-9


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.