Sigtýr Ægir Kárason Módelsmíði f. arkitekta SA M A N T E KT _
1 2 3 4 5
Jenný + Sigtýr_ Kynning_ SÆK JA EFNI _
1
Heiða + Sigtýr_ Efnin_ PLA S T _
2 Við ákváðum að vinna módelin úr léttu plasti, aðallega plexigleri en einnig afgangsplasti sem fannst heima við. Við fundum strax að áhugi okkar beggja beindist helst að því að beygja plastið í form sem mynda svo óvænta skugga og þannig ný form. Verkefni: Tveir og tveir vinna saman. Þeir sem fá sama efnisflokk úthlutað vinna saman. “ Take a stone: you can saw it, grind it, drill into it, split it, or polish it - it will become a different thing each time. Then take tiny amounts of the same stone, or huge amounts, and it will turn into something else again. Then hold it up to the light different again. There are a thousand different possibilities in one material alone.” Peter Zumthor Atmospheres Material compatibility bls. 25
Eðli plastsins varð strax mjög leiðandi þáttur í vinnuferlinu. Í upphafi stóð það að mestu leiti eitt, og einföld rannsókn í efnið og takmarkanir þess varð módel í sjálfu sér. Hvernig stendur það, hvernig beygist það, helst það í stað? Í hverju skrefi voru mismunandi sjónarhorn skoðuð. Hversu lítið þurfti að gera til að lífga upp á efniviðinn? Fyrsta módelið var það einfaldasta. Tveir netakofar setja hvern annan í samhengi. Áfram unnið með plastnet. Í þetta sinn var hugað að hreyfingu efnisins, hvernig það teygðist, brotnaði og héldist í stað. Plastnetið átti fyrst að vera klæðning utan á annað form, en varð áhugaverðara sem sitt eigið tilrauna verk.
Yfir í annað efni. Hólkarnir sem rörin mynduði niðurbútuð urðu að einhverskonar pavillion (listiskálum) eða innsetningum. Fyrri tilraunamódelið skoðar snögglega hlutföll og samspil hólkanna, en seinna módelið túlkar svipaða hugsun á líflegri hátt og varð kveikja að því næsta.
Hugsað sem opinn strúktúr með möguleika á viðbættu tjaldi eða þaki, endurtekning forma og myndbygging tóku við í framhaldinu af þessu módeli. Brotin sem voru til staðar í efninu leiddu formin en botnar hvers hluta voru skornir í mismunandi halla til að mynda mishvöss og -gleið horn, og kveikja þannig í einhverskonar þróun eða ennþá líflegra samspili. Hér varð samspilið aftur til á milli þriggja forma úr sama efninu. Í þetta skipti er efnið algjörlega gegnsætt. 1mm þykktin gerði plastið þæginlega stíft og sveigjanlegt á sama tíma. Langir ferkantaðir fletir með í-skornum hökum á sitthvorum endanum smullu saman í hringi til að mynda mun breiðari sívalíngsform en áður voru tekin fyrir. Í þessu módeli vék myndbyggingin frá því lágrétta, til hins lóðrétta. Sívalings módelið innihélt spennu. Efnið var þvingað til að mynda hringform sem það var við það að bresta úr meðan á meðhöndlun módelsins stóð. Hvernig mætti nálgast sama efnið á annan hátt? Hvað mætti gera til að undirbúa efnið og láta það lúta að tilhuguðu formi? Þetta módel varð hvassara en það sem kom á undan vegna línanna sem ristar voru í plastið til að brjóta það eftir. Þrjú samskonar form spiluðu saman og mynduðu ný rými sín á milli.
Byrjaði á að brjóta handahófskennt Efnið tók yfir og myndaði formið Skuggamyndunin í myndatökunni bætti enn við formupplifunina
Hélt áfram að brjóta handahófskennt Formin hlóðust upp á borðinu og flæktust saman Tvö form mynduðu eitt nýtt form
Endaði á að stýra ferlinu meira sjálf Skar út form og brot og límdi saman Flóknara form myndaðist Horfi til fyrsta módelsins og kýs einfaldleikann
Johannes + Sigtýr_ Joining_ STR E N G T H _
3 The Project: Students work in pairs and pick two materials to work with. Students are then assigned a specific theme. We encourage you to talk together about how the joinings reflect on the theme as you go on. “Buildings are artificial constructions. They consist of single parts which must be joined together. To a large degree, the quality of the finished object is determined by the quality of the joins.” “Details, when they are successful, are not mere decoration. They do not distract or entertain. They lead to an understanding of the whole of which they are an inherent part.” Peter Zumthor, Thinking Architecture
The image of strength we instinctively have, tends to be a limited example of stability realized in a structure. There is a kind of beauty in the strength that is easy for us to identify and understand, but the reality is that strength can be invisible and deceptive, it can be adaptive or flexible. It depends on its scale, on the presence or lack of alien forces. Strength can be a pillar, it can be a void, it can be a knot. Is our boundary that it should be powerful, impactful or resilient? There is a kind of intrigue in the unforeseen strength of soft shapes and materials. We chose to work with strength from an unexpected source. To allow the seemingly weak nature of our materials to aid in the impact of their strong joinings. This being said paper and textiles do each possess their own unique strengths. Paper in its adaptive nature has strength in both flexibility, versatility and when arranged correctly, in its structure. It can behave either as a feather or as a brick, depending on its application. Textiles do of course vary greatly in quality–we are working with durable fabrics meant for upholstery–but their interwoven fibers will always mimic our most microscopic and even subatomic elements. Interlocking, this visible coming together of many to form the one. It is a kind of strength that can both literally and figuratively be applied to so many aspects of our world.
Paper gives hold
The first model describes the strength of the paper material. The different shapes of the two materials are very visible. The paper behaves very firmly after folding and stays rigid in the new appearance. The fabric, on the other hand, adapts flexibly to the specified shape of the paper. The paper thus gives hold to the fabric by its own strength. Both act as a unit within the limits of the form of the paper. The different behaviour and appearance of the edges of both materials is striking in this model. While the edge of the paper is very regular and straight, the edge of the fabric is very versatile after cutting and loses its previous shape.
Paper and fabric complete each other
Both materials are very strong and stable in themselves. Turning both materials into one and pulling them at both ends, both materials are initially very stable and can withstand the pull. Both materials expand to a certain point and eventually give in. While the paper begins to tear, individual fibers dissolve in the fabric, until finally the textile as a whole give’s way. If you connect the two materials together and rotate them into each other, they will last much longer to the pulled-up pull. Both materials thus complement each other and become even stronger by the combination than alone.
Fabric limited paper
A single fiber of the fabric has a great strength of its own. The fibre is able to deform the paper due to its strength and in turn to form a boundary for the paper. Once the fiber is fixed, the paper is no longer able to change its shape and appearance. By combining both materials, the strength of the fabric and the formability of the paper have created a completely new form. The new object has its own strength and has become very versatile in both placement and design.
New abilities because of joining
The paper stands upright after folding and remains in this form for the time being. However, it slips on the ground, as the folding slowly regresses autonomously. The fabric material alone is not able to stand upright and can only lie on the ground. If you connect both materials with each other, they will gain in strength. The fabric is able to stand upright after the connection and does not need its own substrate. The paper no longer slips on the surface and the folding remains in its position, as the fabric stops the paper. In this model, too, a new body is created by the joining of both materials.
Rising and falling
The first and most straight forward model I worked on focused on strength in stability amidst dynamic movement. Visually rising and falling is taking place but the structure remains secure. It is less so held together by balance and more so by the force of the fibers in the textile, which holds the paper pillars in place and allows them to be repositioned.
Behavioral ontrol
A new arrangement. The elements are still the punctured textile, the rolled paper held together by single knotted strands, removed from the main body of the fabric. Here the negative space has more of a say. What is level and what is elevated–along with the abstructions the paper creates in the inner space–limits and guides one through. The strength is in this control.
Resiliance, intimidation, chaos and togetherness
There is definitely a noisiness to this arrangement. After creating and building with these repeated paper elements– first a two level component, then three and four–they were dropped from just above a meter high. Approximately 30 to 100 times their own height. Through crashing they all changed ever so slightly. They surely gained character, but more importantly they retained their structure. In the gentlest of ways the materials relate to one another, but doing so the single elements are interlocked, and strengthened conceptually.
Verkefni: Lítill stóll úr stáli með mahony setu hefur verið komið fyrir á nálægt Kringlunni (sjá mynd). Hann verður þar þangað til 28.Okt. Setjist á stólinn og opnið fyrir skilningarvitin. Við mælum með að taka með skissubók og skissa eða punkta niður hjá ykkur hvað þið fundið fyrir og komust að. Þetta er einföld æfing í því að virkja alla þá skynjun sem við höfum völ á sem manneskjur. Í tímanum er verkefnið að búa til módel sem miðlar þessari reynslu. Æfiningin felur í sér að gera 6 model í röð sem lýsa nákvæmlega sömu tilfinninguni. Módelunum verður síðan gerð góð skil í myndum og einfaldri lýsingu eins og í fyrri tímum.
4 Sigtýr_ Stóllinn_ FR J Á L S T_
Viðbót í rónna
Við skynjun á nærumhverfi Kringlunnar ákvað ég að einblýna á hlustun. Það sem var auðveldast að taka eftir var umferðarniðurinn, ekki stöðugur heldur bylgjukenndur á meðal ótal annara umhverfishljóða sem voru öll þó í einhverjum fjarska. Andrúmsloftið var ekki létt heldur fann maður vel fyrir því og öll hljóð sem komu inn til viðbótar rufu því ekki þögnina heldur bættu þau sér við niðar–sinfóníuna sem var nú þegar til staðar. Fyrsta módelið lítur á leirinn sem þykka umhverfishljóðheiminn og álið sem óflýjanlegu mekanísku viðbótina við hann.
Niður umlykur ál
Líkt og í síðasta módeli á eitt hljóð að umlykja annað, en nú er mekaníska umferðin–eða álið– rólega yfirtekið af umhverfishljóðunum og hverfur með tímanum, eftir því sem maður einbeitir sér minna að því reglulega, og meira að því óreglulega.
Sandur í leir
Viðbótaálið fór að taka meira frá skissunum en það gaf þeim. Í stað þess var leirinn kryddaður og lætin breyttust úr aðskotahlut í áferð. Í stað einlitra sléttra forma eru formin orðin menguð, svartir flekkir minna jafnvel á sand–skruðið í bíladekkjunum sem keyra hægt um nærliggjandi bílaplön.
Hellar
Síðasta módelið var klipið til svo það mynnti á strúktúr með glugga, svalir, hólf og súðir. Hér er komið eitt óreglulegt raðhús, einskonar hella híbýli. Skemmtilegur garður myndast líka fyrir framan bogann sem hólfin hafa raðast í.
Hreiður
Svipaðar pælingar um aðskotahluti halda áfram en hafa mögulega verið innblásnar að einhverju leiti af gæsunum í umhverfinu. Síður módel og heldur skúlptúr, hér er mikil skissa í vinnslu, til að athuga stuttlega hvernig þessi efni vilja haga sér saman. Mjúki leirinn sígur undan þunga málmsins, og byrjar að brotna saman eins og þreittur magi, gjörólíkur hegðun óbeygjananlega málmsins.
Ávöxtur
Hér er kalda formið samt orðið líflegt. Það er ekki eins fráhrindandi og í síðasta módeli. Í annari tilraun með efni vinna þau ágætlega saman. Leirnum getur verið beitt á mismunandi vegu til að ná fram mismunandi áferðum. Í þetta skipti er hann tosaður til hins ítrasta og honum snúið til að ná fram rifum og línum sem minna á hraunflóð eða viðarvöxt.
Skýli
Ef einhverju mætti bæta við nærumhverfi Kringlunnar–eftir þessa tilraunastarfsemi–er það mögulega einhverskonar hljóðdempandi skúr eða skjólveggur. Kliðurinn var ekkert sérstaklega gefandi og ekki rokið heldur. Þó mögulega bara tímabundinn innsetning gæti verið skemmtilegt að skoða þessa viðbót.
Verkefnið: 1. Nemendur gera að lágmarki 6 tilraunakend módel með einfaldri formmyndun og efnisvali. Við reynum að aftengja okkur tilfinningalega til að byrja með og hugsa sem minnst. Ekki ætti að fara meiri tími en 10 mínútur í hvert módel. 2. Nemendur taka síðan myndir af skissunum, velja eina til að þróa áfram og útskýra hvað það var sem greip þau í tiltekinni skissu. 3. Skissan sem varð fyrir valinu er síðan þróuð áfram með breyttu formi, efni, áferð t.d. Athuga hvort megi sleppa einhverju eða einfalda formið. 4. Nemendur útskýra bæði í mynd og texta frá niðurstöðunni.
5 Sigtýr_ Hraðskissur_ FRJ Á L S T _
Útskurður
Efnisval fyrir hraðskissurnar réðst af því að efnið skyldi hafa fjölbreytta eiginleika og mismunandi tilvistarstig. Vaxið getur verið útskorið, mulið, brætt og beygt. Eitt langt kerti var bútað niður í sex smærri parta og þetta varð efniviðurinn fyrir hraðskissurnar. Fyrsta módelið var tilrarun í útskurði. Misdjúpir skurðir voru gerðir í sívalinginn til að ná fram óreglulegri áferð.
Útskurður
Sama aðferð notuð og í síðasta módeli, en á turn í þetta skiptið. Hér sést betur hvernig áferðin gæti litið út á stærra yfirborði en þetta módel er aðallega ætlað til undirbúnings fyrir aðra tilraun með efni, form og áferðir.
Hitapressa
Einn hlutur var lagður í botn á heitri pönnu á mismunandi halla til að mynda óræðan fjölflötung sem er svo hægt að still upp á mismunandi vegu.
Brætt og hvolft
Annað útskurðar módelið var lagt á hliðina og logandi kveikurinn bræddi það á nokkrum mínútum. Sitthvor endinn varð eftir og varð svo undirstaða fyrir loft sem vaxpollurinn myndaði.
Endurtekið, brætt og hvolft
Svipuð tilraun endurtekin þar sem slökkt var aðeins fyrr á kveiknum og vaxið látið leka í mismunandi halla til að fá áhugaverðara form en í síðustu tilraun.
Brætt, samsett og hvolft
Aftur svipuð aðferð en með viðbættum aðskotahlut sem verður svo að undirstöðu módelsins. Frekar en að halla allt eða halda sjálfu sér uppi, þá færi vaxið að hvíla á steingrunni–dökkum teningi sem fenginn var í fyrstu viku í efnasöfnun–.
Niðurskurður og bræðsla
Söfnun á mulningi frá allri vax–módelgerðinni stóð yfir út hraðskissuverkefnið. Mulningurinn var settur saman á disk, vax brætt og því hellt yfir miðjan diskinn til að festa saman flöt í eina ásýnd. Henni var svo hallað að sama dökka teningi og var notaður í síðasta módelið.