samantekt_ Haust 2019_ ARK102-10H

Page 1

Sigtýr Ægir Kárason S E K V E N S A R _ Haust 2019 Samantekt arkitektúr & aðferðafræði ARK102-10H

1 2 3A 3B 4


1 1. hluti HNIT - RÝIMI 64.027060, 22.070652 Á þessum punkti í alheiminum er að finna einskonar þrívíða teikningu af húsi. Þessar útlínur eða beinagrind eru hluti af verkinu House Project eftir myndlistarmanninn Hrein Friðfinnsson. Verkið er eins og ómur af húsi og er í hreinleika sínum í æpandi mótsögn við úfið hraunið alltumlykjandi. Nemendur fara á staðinn og mæla verkið upp, skissa og skrásetja mál og fjarlægðir. Því næst gerir hver og einn líkan af „húsinu“ í mælikvarða 1:10. Efniviður eru 5*5mm trélistar og lím. Með þessar þrívíðu útlínur húss sem ramma halda nemendur áfram að „teikna“ í líkanið með trélistum og nota stífan pappa til þess að afmarka og aðskilja rými enn frekar. Hið upprunalega hús tekur þannig á sig nýja mynd, afmyndast og umbreytist í óháðan hlut án staðsetningar eða mælikvarða, sem nemendur notea sem verkfæri til þess að rannsaka rými, flæði, ferli og aðstæður.





2 2. hluti LÍNA - UMMERKI Nemendur ljósmynda módel sín beint á allar hliðar sem og í fjarvídd. Ljósmyndirnar eru stækkaðar upp á A4 og notaðar sem undirlag fyrir teikningu. Verkefnið felur í sér að teikna upp úr ljósmyndunum tvívíðar línuteikningar. Notið skissupappírinn til þess að vinna með mörg lög og notið ólíkar línur og þykktir til þess að skapa áherslur og dýpt í teikninguna. Rekið línurnar í frjálsu flæði, eltið þær uppi og dragið í gegn. Hægt er að leggja margar teikningar saman, snúa á alla kanta, spegla, endurtaka línur og teygja form. Lítið á teikningarnar sem verk eða samsetningu (composition) forma, lína og flata sem í samtali geta búið yfit spennu/jafnvægi/reglu/upplausn/gagnsæi/takt o.s.frv. Veljið þrjár teikningar sem mögulega grunnmynd, sneiðingu, og afstöðumynd. Þær skal hreinteikna með teiknipennum á gagnsæjan teiknipappír stærð A3.







3. hluti A ELEMENT - UMMYNDUN Í fyrri vikunni vinna nemendur lauslega upp úr teikningum síðusu viku mót/kassa til þess að steypa gifsmódel í. Steypumódelin verða negatíf form sjálfra gipsmódelanna. Hver og einn steypir 4-5 hluta. Munið að hver hluti hefur 6 hliðar sem ber að taka afstöðu til með því að forma mótin að innanverðu. Nota skal módelgifs, ekki iðnaðargifs. (hægt er að kaupa sameiginlegan stóran poka) Steypumótin geta verið úr frauðplasti eða stífum pappa. Mikilvægt er að þétta öll samskeyti með límbandi! Því næst er samband gipsmódelanna skoðað, ólíkar uppraðanir og aðstæður milli hluta rannsakaðar og ljósmyndaðar.

3A













3. hluti B ELEMENT - UMMYNDUN Í seinni vikunni velja nemendur 3 gifsmódel og teikna nákvæmlega upp á sama hátt og „stólateikninguna“ þ.e. teikna þrjár hliðar settar ofan á hvora aðra. Upp úr þessum teikningum vinna nemendur eina grunnmynd og tvær sneiðingar. Teikningarnar eiga að tala myndmáli byggingateikninga og lýsa einu og sama rýminu –þ.e. grunnmynd og sneiðingar eiga að hanga saman. Í þessum teikningahluta eigið þið að ganga skrefinu lengra en í síðustu teikningum, gefa skurðflötum sannfærandi veggjaþykktir og hugsa teikningarnar í mælikvarða. Skil: Hreinteiknað með teiknipennum á arkitektapappír stærð A3 eða A4 3 hlutateikningar hver hluti á einu blaði 1 grunnmynd 2 sneiðingar

3B









4. hluti KONTEXT - ÚRLAUSN AÐ NEMA STAÐ - LAUGARNESTANGI Nemendur fara á vettvang og greina stað, hvað í honum felst, hvert rými hans er og hvaða tilfinningar hann vekur. Í gegnum abstrakt/frjálsa teikningu skal kortleggja og miðla persónulegri upplifun, skynhrigum og tilfinningum sem vakna á ferð um svæðið. Hafa skal í huga: Kennileiti, hljóð, mannaferðir, áferðir, efni, útsýni, veður, stígar, ummerki, hreyfingar, lykt, spor, landgerðir, gróður, minjar, frásagnir... Út frá gifsmódelum og teiknungum síðustu viku eiga nemendur að koma með hugmynd að einhverskonar mannvirki og staðsetja á landsvæðinu. Hlutverk/notagildi er frjálst sem og mælikvarði en vinna skal hugmyndina út frá greiningunni á staðnum. Teikna skal afstöðumynd og afstöðusneiðingu sem sýna mannvirkið rétt staðsett í landslaginu. Hér skulu notaðar grunnmyn og sneiðing úr verkefni síðustu viku til þess að útlista hugmynd/tilfinningu á bakvið mannvirki fremur en mannvirkið sjálft. Skil: Greiningarteikning 1*A3 pappír frjáls tækni Afstöðumynd + afstöðusneiðing mkv. 1:500 saman á A3 arkitekta pappír með teiknipennum. 100–200 orða texti sem lýsir upplifun á staðnum og hugmyndinni á bakvið mannvirkið.

4


Laugarnesstofa Verkinu er ætlað að vera nýtt heimili skjalasafns gömlu Laugarnesstofu og heitir því sama nafni. Tvö hús mætast hér til að mæta þörfum safnsins. Annað þeirra hýsir sýningar– og fræðslurými ætluð almenningi, ásamt veitingaaðstöðu ætlaða almenningi og starfsfólki; en hitt húsið skjalageymslu, skrifstofur og fundarsali. Ofan á síðarnefnda húsinu –sem situr hæð neðar en það fyrra– er gróið almenningsrými sem hermir eftir náttúruformum, –ímynd og –hljóðum Laugarnestanga. Byggingin er stöpluð og grýtt í útliti og er því viðeigandi staðsett hjá klettum fjörunnar. Stígur sem gengur úr nærliggjandi útivistarsvæði og meðfram ströndinni gengur einning um bygginguna miðja og veitir ferðamönnum skjól á leið sinni um svæðið. Tjaldþak er yfir gróna almenningsrýminu sem situr á milli húsanna, bæði til að skýla þeim sem kjósa að rata þangað og til að tengja þak efra hússins við það neðra og leifa byggingunni að síga rólega í langslagið.

Sigtýr Ægir Kárason




Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.