samantekt_ Vor 2020_ ARK101-08H

Page 1

Sigtýr Ægir Kárason Verk - Hönnun ferli og framkvæmd_ Vor 2020 Samantekt

1 2A 2B


1 Verkefni 1: Diagram Nemendur vinni diagram af athöfn og greini einstök atriði viðkomandi athafnar, svosem takt, hraða- eða stefnubreytingar, eiginleika eða áhrif. Áhersla er lögð á að nemendur noti diagram sem verkfæri, bæði til að dýpka skilning sinn á viðkomandi athöfn og til að auka færni sína í því að nota diagram teikningu sem miðil og rannsóknarverkfæri. Sérstaklega skal hugað að vönduðu handbragði diagram teikningarinnar og teikni-tækni. Verkefni 1 er einstaklingsverkefni. 3 nemendur greina hverja athöfn og í verkefni 2 munu þeir nemendur sem vinna með sömu athafnir sameinast í hópa. Þær athafnir sem um ræðir þurfa á einhvern hátt að vera einkennandi fyrir útivistarsvæðið í Öskjuhlíð og geta til dæmis falist í eftirfarandi: -Hlaup -Hjólreiðar -Ganga með hund -“Hreiðurgerð” útigangsmannsins -Göngutúr barnafjölskyldunnar -Forboðinn leynifundur Yfirferð 27.mars 2020



Hvernig væri áhugavert að miðla upplýsingum varðandi hlaup í Öskjuhlíð, og hvaða upplýsingum væri áhugavert og nytsamlegt að miðla? Ein hugmynd er að búa til nýja tegund korts yfir hlaupastíga þar sem breidd línunnar sem merkir staðsetningu stígsins ræðst af því hversu opið umhverfi stígsins er. Þá er stígur sem liggur á milli mikils trjágróðurs mjó lína en stígur sem fer þvert yfir tún, breið lína.








Breidd útsýnis á göngustíg ÖSKJUHLÍÐ




Önnur hugmynd væri að skoða mismun þess að hlaupa á stíg eða í hlíðinni sjálfri. Mig langar að skoða og nota stop motion ljósmyndaaðferðir Étienne-Jules Marey til að fanga hreyfinguna.



Breidd útsýnis á göngustíg ÖSKJUHLÍÐ


Líkamsburður hlapuara á hlaupastíg


2A Fyrri hluti: Módel Þeir nemendur sem unnu að sama viðfangsefni (sömu athöfn) í verkefni 1 skulu sameinast í hópa í verkefni 2. Gert er ráð fyrir að hóparnir nýti sér fjarfundatækni fyrir teymisvinnuna og hlýti tilmælum Almannavarna á hverjum tíma varðandi fjarlægðir milli einstaklinga. Markmið verkefnisins er að færa þá þekkingu sem varð til í verkefni 1 í þrívítt form. Nemendur skulu vinna í módelum og skal hið þrívíða form og prógram þess vera innblásið af þeirri þekkingu sem aflað var í verkefni 1. Nemendur skulu hanna innsetningu sem síðar verður byggð. Finnið innsetningunni stað og staðsetjið á korti. Finnið meginhugmynd að virkni og uppbyggingu. Kynningargögn: Módel, grunnmynd í mkv. 1:50, amk 1 sneiðing í mkv 1:50 og skýringarmyndir eftir þörfum. Milliyfirferð í fjarfundabúnaði dags: 24.04.2020
















Seinni hluti: „1:1“ Nemendur skulu hanna og byggja innsetningu í fullri stærð Hönnunarforsendur: Að 3 manneskjur geti sett innsetninguna saman með hefðbundum verkfærum á tveimur dögum. Að innsetningin rúmist innan reits sem er 4 x 4 x 4 metrar. Að innsetningin sé úr endurunnum efnum, þó má ekki nota mengandi efni. Að innsetningin skilji ekki eftir sig spor í landinu. Skref 1 Útfærið burðarvirki, þannig að hægt sé að smíða eftir þeim. Teikningar í mkv. 1:25 og 1:5 Skref 2 Byggið innsetninguna Yfirferð dags: 07.05.2020 Nemendur skulu fjarlægja öll mannvirki fyrir 17.05.2020

2B








Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.