KRAGINN Blað sjálfstæðisfélaganna í Suðvesturkjördæmi
16. SEPTEMBER 2021
Festa, stöðugleiki, betri lífskjör Land tækifæranna fyrir alla. Á grunni verka Sjálfstæðisflokksins er útlitið bjart í efnahagsmálum og því eru allir möguleikar fyrir hendi til að bæta lífskjör enn frekar. Þegar hafa verið stigin stór skref í skattamálum til að ýta undir nýsköpun og fjölbreyttara atvinnulíf nýrra tíma.
Í blaðinu Ábyrgri efnahagsstjórn fylgja lægri vextir og verðbólga, sem skiptir öllu fyrir heimilin í landinu — Bjarni Benediktsson Íslendingar eiga að taka forystu í umhverfis- og loftslagsmálum — Bryndís Haraldsdóttir Hugsa stærra, gera meira og gera betur — Jón Gunnarsson
Undir forystu Sjálfstæðisflokksins er verið að leiða stjórnsýslu ríkisins inn í framtíðina með Stafrænu Íslandi. Markmiðið er að gera líf einstaklinga og fyrirtækja einfaldara, lækka kostnað og draga úr fyrirhöfn, nýta fjármuni hins opinbera með hagkvæmari hætti og auka framleiðni á öllum stöðum. Með öflugri nýsköpun, frjósömum jarðvegi fyrir atvinnulífið, menntun, góðri velferðarþjónustu og traustri stjórn efnahagsmála ætla sjálfstæðismenn að tryggja að Ísland verði land tækifæranna fyrir alla.
Gerum líf ungs fjölskyldufólks einfaldara og betra — Guðbjörg Oddný Jónasdóttir Bæjarstjórar Sjálfstæðisflokksins í Kraganum Ég vil standa vörð um frelsi einstaklingsins til orðs og athafna — Arnar Þór Jónsson Það skiptir máli að fólk kjósi flokk sem líklegri er til að viðhalda stöðugleika — Kristín Thoroddsen Við verðum að einfalda regluverkið og minnka umsvif í rekstri hins opinbera — Sigþrúður Ármann Fylgdu okkur á Facebook og Instagram @xdsudvestur
2
KRAGINN
16. september 2021
KRAGINN Útgefandi: Kjördæmisráð Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi
Ritstjórn: Áslaug Hulda Jónsdóttir Umbrot: Torfi Geir Símonarson Ábyrgðarmaður: Áslaug Hulda Jónsdóttir
Prentvinnsla: Landsprent Dreifing: Póstdreifing Upplag: 27.700 eintök
DREIFT Á ÖLL HEIMILI Í SUÐVESTURKJÖRDÆMI
Land grænna orkuskipta Loftslagsmál og orkumál verða ekki skilin að. Í flestu er staða Íslands öfundsverð og gefur ómetanleg tækifæri til að vera leiðandi í grænni orkubyltingu, hverfa frá jarðefnaeldsneyti og taka upp umhverfisvænni orkugjafa. Græna orkubyltingin kallar á aukna notkun á bæði raforku og rafeldsneyti sem Ísland er í kjörstöðu til að framleiða. Íslendingar hafa áður lyft grettistaki í orkuskiptum. Hitaveituvæðing 20. aldar var risavaxið verkefni fyrir fámenna þjóð sem batt nær alveg enda á olíunotkun til húshitunar. Ávinningurinn var aukin lífsgæði, minni mengun, aukin sjálfbærni og sjálfstæði Íslands í orkumálum. Árlega verja Íslendingar 80-120 milljörðum króna í eldsneytiskaup frá útlöndum. Efnahagslegur ábati af orkuskiptum er því mikill. Sjálfstæðisflokkurinn vill að Ísland stígi skrefið til fulls, sé leiðandi í orkuskiptum á heimsvísu með metnaðarfullum aðgerðum og verði fyrst þjóða óháð jarðefnaeldsneyti. Íslendingar eiga mikið undir umhverfinu og sjálfbærri nýtingu náttúruauðlinda. Sjálfbær þróun mætir kröfum samtímans án þess að skerða möguleika komandi kynslóða.
Náttúruvernd og loftslagsmál Sjálfstæðisflokkurinn er og ætlar áfram að vera í fararbroddi í aðgerðum og breytingum sem eru nauðsynlegar til að stemma stigu við loftslagsbreytingum. Við lítum á það sem skyldu okkar að vinna gegn loftslagsvánni til að verja lífsgæði okkar og afkomenda okkar. Í aðgerðunum felast efnahagsleg tækifæri. Sjálfstæðisflokkurinn leggur áherslu á að besta leiðin til árangurs sé skýr, árangursmiðuð stefna sem byggist á ítarlegum rannsóknum og greiningum, með gildi flokksins að leiðarljósi. Ívilnanir og jákvæðir hvatar eru besta tækið til að fá atvinnulífið og einstaklinga til að draga úr losun. Grænir skattar eiga ekki að hafa það markmið að auka tekjur hins opinbera. Þeir eiga að vera tímabundið úrræði sem hættir að skapa tekjur þegar kolefnishlutleysi hefur verið náð. Skapa þarf enn frekari hvata til fjárfestinga í grænum lausnum.
Myndir úr kosningabaráttunni
Ávinningurinn Ný stoð í íslensku atvinnulífi Eitt stærsta ímyndarmál Íslands Umhverfislegur ávinningur Sparar árlega 80-120 milljarða gjaldeyrisútgjöld Laðar dýrmæt orkusækin fjárfestingarverkefni til Íslands Eykur eftirspurn eftir íslenskri framleiðslu á erlendum mörkuðum; sjávarafurðum, landbúnaðarafurðum, iðnaðarvörum o.s.frv. Eykur orkuöryggi og orkusjálfstæði
Sjálfbærni og hringrásarhagkerfið Sjálfstæðisflokkurinn vill stuðla að nýsköpun og notkun á helstu tækninýjungum þegar kemur að flokkun sorps, endurnýtingu og endurvinnslu. Efnahagsleg skynsemi er fólgin í eflingu hringrásarhagkerfisins. Ráðast þarf í markvissar aðgerðir til að draga úr plastmengun á landi sem og í sjó, án boða og banna. Hvatar til breyttrar umgengni um plast eru hvað árangursríkastir.
Á grunni jákvæðra hvata geta framleiðendur, smásalar og neytendur minnkað matarsóun um helming á næstu tíu árum. Sjálfstæðisflokkurinn ítrekar að eitt mikilvægasta verkefni Íslendinga á sviði náttúruverndar er að vinna að uppgræðslu og jarðvegsbindingu. Það verður best gert í samstarfi við þá sem hafa grætt og ræktað landið um aldir á grundvelli eignarréttar.
16. september 2021
KRAGINN
3
Valkostirnir hafa sjaldan verið skýrari Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, tekinn tali Hvað stendur upp úr á kjörtímabilinu? Þetta hefur verið ansi viðburðaríkt kjörtímabil, eins og við þekkjum flest. Við fengum í fangið náttúruhamfarir og heimsfaraldur, sem hefur gengið vel að kljást við. Þess utan hafa orðið miklar framfarir í samfélaginu og kjör fólks orðið sífellt betri. Við erum fyrsta þriggja flokka ríkisstjórnin til að starfa heilt kjörtímabil. Það er merkilegt út af fyrir sig, en ekki síður í ljósi þess hve breið stjórnin er frá hægri til vinstri. Samstarfið hefur verið gott og við höfum látið verkin tala. Við höfum lækkað skatta og ráðstöfunartekjur allra hópa hafa aukist mikið, sérstaklega þeirra sem minnst hafa. Vextir hafa auk þess lækkað verulega á kjörtímabilinu og heimilin þannig getað endurfjármagnað lánin sín með tilheyrandi bættum kjörum.
Ísland verður sífellt stafrænna; þinglýsingar eru að færast á netið, ökuskírteinið í símann og skilaboð í stafrænt pósthólf. Með öflugum stuðningi við nýsköpun og endurgreiðslum vegna rannsókna og þróunar hefur okkur tekist að gera hugverkaiðnað að nýrri og verðmætri stoð undir hagkerfið. Í fyrra voru tekjur af greininni orðnar um 16% af öllum útflutningstekjum okkar, en þær hafa tvöfaldast frá 2013. Þetta er risamál sem við erum afar stolt af. Samhliða fjölmörgum framfaraskrefum lögðum við kapp á að greiða niður skuldir þegar vel gekk. Þetta kom sér gríðarlega vel þegar heimsfaraldurinn skall á, enda gátum við staðið með fólki og fyrirtækjum í gegnum erfiðasta tímann. Árangurinn lætur ekki á sér standa. Atvinnuleysi dregst hratt saman og afkoman fyrstu sex mánuði ársins er tugmilljörðum
betri en við áttum von á. Tækifærunum fer stöðugt fjölgandi og framtíðin er björt. Í stuttu máli myndi ég því segja að það sem standi upp úr sé gott samstarf, stöðugleiki og stórstígar framfarir á öllum sviðum. Á per-
sónulegri nótum má svo nefna að ég varð afi í fyrsta sinn í fyrra, og náði þeim áfanga að verða fimmtugur. Það eru forréttindi að fá að eldast í skemmtilegu starfi, umvafinn góðri fjölskyldu og vinum.
4
KRAGINN
16. september 2021
Ertu bjartsýnn fyrir komandi kosningar? Það er óhætt að segja það. Við erum með frábæran hóp fólks á listum í öllum kjördæmum, reynda þingmenn í bland við ný andlit. Við höfum heimsótt fólk um allt land síðustu vikur og alls staðar er okkur vel tekið. Fólk finnur á eigin skinni að við erum á réttri leið og að stöðugleikinn skiptir máli. Ég er þess fullviss að við fáum góða kosningu og getum haldið áfram á réttri braut.
Bjarni og Þóra Margrét, eiginkona hans.
Fyrst fólkið gat ekki komið til okkar þá einfaldlega komum við til þess. Formið breytist sömuleiðis ört, hlaðvarpsviðtöl og vefútsendingar af ýmsum viðHvað finnst þér einkenna burðum skipa mun stærri kosningabaráttuna? sess nú en áður. Áfram Baráttan er um margt mætti lengi telja. Landsóvenjuleg. Við göngum til lagið breytist líka stöðugt. kosninga að hausti, en Smáflokkum í framboði ekki að vori eins og heldur áfram að fjölga og algengara hefur verið. það er til dæmis áhugaAðdragandinn hefur auð- vert að sjá sósíalistavitað sömuleiðis verið sér- grýluna vakna á ný, eftir stakur, við gátum t.a.m. áratuga fjarveru. Með ekki haldið landsfund – en tilkomu fjölda smáflokka, höfum í staðinn lagt land sem stofnaðir eru um undir fót og heimsótt fólk afmörkuð málefni, er um allt land. Sjálfstæðisflokkurinn eina
breiðfylkingin sem eftir stendur í íslenskum stjórnmálum. Á sama tíma og það er ánægjulegt að viðhalda þeirri stöðu í gjörbreyttu umhverfi, þá má spyrja sig hvort sú sundrung stjórnmálanna sem við horfum upp á með öllum nýju smáflokkunum sé endilega af hinu góða. Alltént blasir það auðvitað við að valkostirnir hafa sjaldan verið skýrari. Við heyrum gamalkunn loforð um hærri skatta og stóraukin útgjöld af vinstri vængnum og minnumst ára Jóhönnustjórnarinnar, þar sem skattahækkanir og skerðingar voru í forgrunni. Valið snýst um afturhvarf til þeirra tíma eða áframhaldandi stöðugleika og framfarir. Hvaða málefni ætlið þið að setja á oddinn? Við leggjum allt kapp á áframhaldandi stöðugleika í efnahagsmálum, enda eru þau undirstaða
Bjarni gróðursetur á 90 ára afmæli Sjálfstæðisflokksins.
alls hins. Ábyrgri efnahagsstjórn fylgja lægri vextir og verðbólga, sem skiptir öllu fyrir heimilin í landinu. Stöðugleiki og sanngjarnt skattkerfi, þar sem skattar eru ekki of háir, stuðla að því að fleiri vilji reka hér fyrirtæki, skapa ný störf og borga skatta til að halda okkar framúrskarandi heilbrigðis-, mennta- og félagslegu kerfum gangandi. Í heilbrigðismálum erum við auðvitað flest sammála um að fólk eigi að hafa greiðan aðgang að heilbrigðisþjónustu óháð efnahag. Við höfum gefið verulega í þegar kemur að framlögum til heilbrigðismála undanfarin ár, bæði í rekstur heilsugæslunnar, Landspítalans og áfram mætti lengi telja. Hins vegar er mikilvægt að umræðan hverfist ekki öll um útgjöld, heldur beinist líka að útkomunni. Það sem skiptir máli er að fólk fái framúrskarandi þjónustu, en það á ekki að skipta öllu máli hver veitir hana. Við eigum að halda áfram að nýta krafta sjálfstætt starfandi heilbrigðisstarfsfólks, enda hefur sú nálgun gefist vel í nágrannaríkjum okkar. Flokkurinn hefur sett skýr markmið um græna orkubyltingu og að Ísland verði fyrst landa í heiminum óháð jarðefnaeldsneyti. Við eigum að nýta okkar grænu og hreinu orku, frekar en að flytja hana inn með tilheyrandi kostnaði og kolefnisspori. Á þessu sviði trúum við mest á framtakssemi, nýsköpun og hvata fyrir
16. september 2021
fólk og fyrirtæki, frekar en boð, bönn og nýja skatta. Við þurfum að halda áfram að bæta kjör eldri borgara, en þar höfum við náð gríðarlegum árangri undanfarin ár. Hins vegar þarf að ganga lengra í að hjálpa fólki til sjálfshjálpar. Kerfið má ekki vera þannig úr garði gert að það dragi úr hvatanum til að vinna. Við höfum sett fram skýrar tillögur um að hækka frítekjumarkið og ganga svo skrefinu lengra í heildarendurskoðun kerfisins.
sem koma með okkur í stjórnarmyndunarviðræður. Mestu máli skiptir að okkar grunngildi ráði áfram för. Ég hef hins vegar sagt að mér þykja t.d. bæði heilbrigðis- og félagsmálaráðuneytin spennandi. Við þurfum líka að vera opin fyrir því hvort rétt sé að stokka upp einhver ráðuneytanna, eða færa til verkefni. Við erum eftir allt saman í þjónustuhlutverki og þurfum stöðugt að hugsa hvernig við getum veitt fólki betri þjónustu.
Sérðu fyrir þér að gera kröfu um tiltekin ráðuneyti? Mér þykir ekki rétt að setja fram slíkar kröfur fyrir kosningar. Þetta er atriði sem fer alltaf fram í samtali okkar og þeirra
Að lokum, nú ertu í fullu starfi sem ráðherra auk þingmennsku og formennsku í Sjálfstæðisflokknum. Hvað gerirðu til að slaka á þegar þú átt stund milli stríða? Það er ansi margt. Ég hef verið í veiði nánast alla ævi og þykir fátt skemmtilegra. Ég reyni sömuleiðis að koma að stöku golfhring og stunda svo reglulega líkamsrækt þess á milli. Nýlega byrjaði ég aftur á morgunæfingum, það er fátt betra en að byrja daginn á að taka vel á því. Við komum okkur upp gróðurhúsi í garðinum fyrir nokkrum mánuðum og þar hef ég dundað mér talsvert, fullmikið að mati sumra.
Bjarni við árbakkann. Takið eftir húfunni!
En störfin í gróðurhúsinu má spegla á margt. Að setja fræin niður, hlúa að þeim og fylgjast með plöntunum vaxa og dafna hægt og rólega. Þetta hefur heillað mig, ég vakna stundum með
KRAGINN
5
andfælum á nóttunni til að hlaupa út að líta eftir plöntu sem ég hef áhyggjur af. Annars er fátt betra en gæðastundir með fjölskyldunni, Þóru, krökkunum og afastráknum Bjarna Þór.
ÞÚ GETUR KOSIÐ NÚNA! KOMDU ÞÍNU ATKVÆÐI TIL SKILA STRAX, ÞAÐ ER ÖRUGGARA!
KJÖRSTAÐIR Í KRINGLUNNI (BÍÓGANGI) OG SMÁRALIND (1.HÆÐ VIÐ VÍNBÚÐINA).
OPIÐ ALLA DAGA TIL 24. SEPTEMBER FRÁ 10-22
6
KRAGINN
16. september 2021
Viðburðir fram undan
17. sept kl. 17:30
Pubquiz í boði Hugins, f.u.s. í Sjálfstæðisheimilinu í Garðabæ. Bjarni Benediktsson lítur inn.
17. sept kl. 16-18
Grill með frambjóðendum í boði Sjálfstæðisfélags Seltirninga á Eiðistorgi.
18. sept kl. 10:00
Laugardagsfundur Sjálfstæðisfélags Kópavogs í Hlíðarsmára 19. Framsaga frá frambjóðendum. 18. sept kl. 11:00
Gönguferð með Bryndísi Haralds. Lagt af stað frá Sjálfstæðisheimilinu í Mosfellsbæ við Þverholt.
18. sept kl. 14:00
Vöfflukaffi í Sjálfstæðisheimilinu í Garðabæ.
19. sept kl. 14:00
Fjölskyldufjör í Urriðaholti í Garðabæ. Hoppukastali, andlitsmálning, veitingar. 21. sept kl. 17:00
Konukokteill í nýju gróðurhúsunum í Hellisgerði. Búbblur og léttar veitingar. Allar velkomnar! 23. sept kl. 21:00
Pubquiz í boði Viljans, f.u.s. á Barion í Mosfellsbæ. Frambjóðendur verða á staðnum.
LOGO?
16. september 2021
KRAGINN
7
Uppstokkun ellilífeyriskerfisins Við ætlum fyrst að hækka frítekjumark atvinnutekna í 200 þúsund krónur á mánuði frá og með 1. janúar 2022. Við munum, fáum við til þess þingstyrk, stokka upp almannatryggingakerfi eldri borgara. Markmiðið er að styrkja stöðu þeirra sem eru með takmörkuð réttindi í lífseyrissjóðum og hverfa frá skerðingum. Þetta verði gert með sérstakri lífeyrisuppbót sem tekur mið af réttindum hvers og eins í lífeyrissjóði. Aðrar skattskyldar tekjur eldri borgara, s.s. atvinnutekjur, séreignasparnaður og fjármagnstekjur skerða ekki lífeyrisuppbót.
Með öðrum orðum: Samtímatekjur eiga ekki að leiða til skerðinga en verða skattlagðar með sama hætti og eftir sömu reglum og skattskyldar tekjur annarra. Markmiðið er skýrt: Með lífeyrisuppbót, sem ríkið fjármagnar, er verið að jafna stöðu eldri borgara gagnvart ellilífeyri úr lífeyrissjóðum. Þannig verða öllum eldri borgurum tryggðar ásættanlegar tekjur. Útfærslan að markmiðinu getur verið einföld og skýr og þar er hægt að byggja á vinnu starfshópsins.
Heilbrigðiskerfið er dýrmætt Sjálfstæðisflokkurinn vill að mótuð verði ný velferðar- og heilbrigðisstefna í opinberum rekstri og einkarekstri með framtíðarsýn sem tekur til menntunar heilbrigðisstarfsfólks, tækniþróunar og þarfa fólks. Efla þarf sérstaklega forvarnir, endurhæfingu og geðheilbrigðisþjónustu. Með markvissri samþættingu og samvinnu opinberra og sjálfstætt starfandi aðila er hægt að bæta þjónustuna. Sjálfstæðisflokkurinn leggur áherslu á að við skipulag heilbrigðisþjónustu sé réttur einstaklinga til þjónustu tryggður.
Með lögbundinni þjónustutryggingu verði fólk sett í fyrsta sæti. Sjúkratryggingar beri ábyrgð á því að sá sem þarf á þjónustu að halda fái hana innan ákveðins tíma, ásættanlegs biðtíma. Þannig er markvisst hægt að útrýma biðlistum. Nýta þarf einkaframtakið mun betur og markvissar á sviði heilbrigðisþjónustu og fjárfestinga. Sjálfstæðisflokkurinn ætlar að stuðla að nýsköpun á öllum sviðum velferðar- og heilbrigðisþjónustu sem mun stuðla að aukinni hagkvæmni og gæðum í rekstri og tækifæri til aukinna útflutningstekna.
8
KRAGINN
16. september 2021
Gunnar Einarsson, Garðabæ
Rósa Guðbjartsdóttir, Hafnarfirði
Ármann Kr. Ólafsson, Kópavogi
Sjálfstæðisstefnan í sveitarstjórnum Sjálfstæðisflokkurinn fer með meirihluta í öllum sveitarfélögunum í Suðvesturkjördæmi. Við tókum bæjarstjórana tali og fórum yfir það helsta.
að sjálfsögðu sett sitt mark á rekstur og starfsemi sveitarfélagsins eins og annars staðar. Í upphafi faraldursins samþykktum við yfirgripsmikla og Hvernig gengur hjá markvissa aðgerðaáætlun sveitarfélögunum og sem miðaði að því að hvað er fram undan? lágmarka áhrif „Það hefur gengið vel niðursveiflunnar sem þrátt fyrir Covid sem blasti við og standa um borið hefur með sér leið vörð um þjónustu tekjutap og kostnaðarbæjarfélagsins. Meðal auka fyrir sveitarfélögin. annars var aukið fjármagn Við höfum náð að halda veitt í ýmiss konar úti okkar grunnþjónustu framkvæmdir, jafnt með góðum samtakaviðhaldsverkefni sem mætti starfsfólks, nýjar fjárfestingar. Nú er bæjarfulltrúa og íbúa,“ vinna við fjárhagsáætlun svarar Gunnar Einarsson, næsta árs fram undan, bæjarstjóri í Garðabæ. það er jafnan krefjandi en Ármann Kr. Ólafsson, skemmtilegt viðfangsbæjarstjóri í Kópavogi, efni.“ ,,Í Mosó gengur fínt. tekur undir þetta. „Það Bærinn stækkar og dafnar hefur gengið ótrúlega vel sem aldrei fyrr. þrátt fyrir allt. Aðgerðir Fram undan er kosningaríkisstjórnarinnar skiptu vetur þar sem við leggjum þar miklu í ljósi þess að okkar verk undanfarinna hún hækkaði gríðarlega ára í bænum með stolti öll viðmið atvinnufyrir bæjarbúa,“ leysisbóta sem tryggði að bætir Haraldur Sverrisson, tekjur af útsvari lækkuðu bæjarstjóri Mosfellsbæjar, tiltölulega lítið meðan við. „Á þeim rúmlega faraldurinn gekk yfir. Nú þremur árum sem liðin eru er þjóðfélagið að ná af kjörtímabilinu hefur vopnum sínum á ný og því okkur í Garðabæ tekist að ástæða til að vera hrinda í framkvæmd bjartsýnn hvað varðar flestum okkar loforðum afkomu bæjarins við gerð sem gefin voru fyrir næstu fjárhagsáætlunar.“ kosningar 2018. Á þeim Rósa Guðbjartsdóttir, átta mánuðum sem eftir bæjarstjóri í Hafnarfirði er eru til kosninga munum sammála. „Það gengur við geta tikkað í öll box líka ljómandi vel í loforða og gott betur. Hafnarfirði þótt Covid hafi Fram undan er líka mikil
uppbygging á mörgum stöðum í Garðabæ,“ segir Gunnar. Hvað skiptir mestu máli í bæjarpólitíkinni? Ásgerður Halldórsdóttir, bæjarstjóri á Seltjarnarnesi, er fljót að svara: ,,Það skiptir öllu máli að hlusta á íbúa og hafa gott samráð við starfsfólk og íbúa í stórum ákvörðunum er snerta samfélagið sem við búum í.“ „Hárrétt,“ svarar Haraldur: ,,Heiðarleiki og traust skipta öllu þegar kemur að bæjarmálunum, bæjarbúar sjá í gegnum hitt. Við erum t.d. í traustu og heiðarlegu samstarfi við Vinstri-græn og höfum verið það um langt skeið þótt Sjálfstæðisflokkurinn hafi oft á tímum verið í meirihluta í bæjarstjórn. Bæjarbúar kunna að meta þetta. Pólitískt þor skiptir máli og að taka ákvarðanir sem koma sér best fyrir samfélagið í heild en ekki einstaka hagsmunahópa.“ Ertu sammála þessu Rósa? „Já. Sveitarfélagið er fyrst og fremst þjónustustofnun, sem veitir svokallaða nærþjónustu þar sem nálægðin við notandann, íbúana og fyrirtækin er mun meiri en í landsmálunum. Það er mikilvægt að taka tillit til og hlusta á ólíkar skoðanir
og þarfir. Í mínu starfi þarf maður fyrst og fremst að hafa gaman af og þykja vænt um fólk og geta sett sig vel inn í spor annarra.“ Og Gunnar bætir við: „Það sem mér finnst mestu máli skipta þegar kemur að bæjarpólitíkinni er að íbúar hafi traust á stjórnsýslunni og að þjónustan sé góð fyrir alla aldurshópa. Við gerum árlega spurningakönnun meðal íbúa Garðabæjar um hvernig þjónustan sé. Undantekningalaust komum við mjög vel út í þessum könnunum. Jafnframt finnst mér skipta miklu máli að álögur á íbúa séu hóflegar, en útsvar er það lægsta í Garðabæ á höfuðborgarsvæðinu. Þá vil ég líka fá að nefna mikilvægi umhverfismála og menningar. Mér finnst bæjarbragurinn góður, góður árangur í fjölbreyttu íþrótta- og félagsstarfi, úrval matsölustaða, menning og gott skólastarf hjálpar til við að búa til heilbrigðan bæjarbrag.“ „Ég tek undir með Gunnari varðandi þjónustuna,“ segir Ármann. ,,Það er mikilvægast að veita góða þjónustu í hvívetna. Lögbundin þjónusta eins og velferðar- og skólaþjónusta stendur þar
16. september 2021
Haraldur Sverrisson, Mosfellsbæ
upp úr enda stærstu málaflokkarnir. Þá hefur Kópavogsbær lagt mikið upp úr framúrskarandi umgjörð um íþróttirnar í bænum. Einnig er mikið lagt upp úr að gera atvinnulífinu góð skil. Annars hef ég stundum sagt að ef bærinn sækir ruslið, sópar og mokar göturnar og slær gras þá eru allir ánægðir.“ Hvaða áhrif hefur stefna Sjálfstæðisflokksins helst haft á sveitarfélögin? Ármann: „Ég hugsa að það sé að halda sköttum hóflegum þar sem t.d. álagning fasteignagjalda hefur lækkað á hverju ári síðan 2013 og útsvarinu haldið undir leyfilegu hámarki. Ábyrgur rekstur og raunsæjar áætlanir eru mikilvægt áherslumál en síðustu ár hafa allir flokkar staðið að gerð þeirra.“ „Þegar Sjálfstæðisflokkur tók við stjórnartaumunum í Mosfellsbæ árið 2002 var fjárhagur sveitarfélagsins slæmur. Nú er fjárhagurinn traustur og með því besta sem gerist. Á þessum árum hefur bærinn stækkað mikið og þjónustan eflst og batnað. Miklar fjárfestingar og þrátt fyrir þetta hefur fjárhagur sveitarfélagins sífellt orðið traustari,“ svarar Haraldur. Rósa bætir við: „Við höfum verið í meirihluta frá árinu 2014 eftir áratuga langt hlé. Strax
var ákveðið að taka á fjármálum sveitarfélagsins, rekstrinum og erfiðri skuldastöðu. Þær aðgerðir skiluðu góðum árangri og komst Hafnarfjarðarbær á fáeinum árum undan sérstöku eftirliti eftirlitsnefndar með fjármálum sveitarfélaga. Álögur, eins og fasteignagjöld og útsvar, hafa verið lækkaðar og gjaldskrár ekki lengur á meðal þeirra hæstu. Ábyrg fjármálastjórnun er okkar helsta áhersla og er undirstaða þess að þjónustan sé góð, fólki líði vel í bæjarfélaginu og fyrirtækin blómstri.“ ,,Stefna Sjálfstæðisflokksins eins og ég skil hana snýst m.a. um lágar álögur, hjálp til sjálfshjálpar, öryggisnet, öflugt starf frjálsra félaga, umhverfið, frelsi með ábyrgð og mannúð og mildi. Þetta hefur verið okkar leiðarljós,“svarar Gunnar, og Ásgerður bætir við: „Framþróun og víðsýni í málefnum fjölskyldunnar er okkar leiðarljós.“
oft kallaður íþróttabær. Upplandið og grænu svæðin eru einnig miklar perlur sem mikil aðsókn er í til útiveru og hreyfingar.“ Haraldur kemur inn: „Í Mosó er það staðsetningin og nálægðin við náttúruna. Allir bæjarbúar hafa greiðan aðgang að ósnortinni náttúru og tengingar hverfanna við hana eru fyrsta flokks. Hér er veitt úrvals þjónusta fyrir alla á sanngjörnu verði. Fólki líður vel í bænum og ánægja íbúa er með því mesta sem gerist.“
Ásgerður Halldórsdóttir, Seltjarnarnesi
Ásgerður bætir við: „Á Seltjarnarnesi er það samstaðan og samhugurinn er ríkir í bæjarfélaginu og gott starfsfólk.“ „Það eru fjögur atriði sem koma fyrst upp í huga minn; fólkið sem hér býr, sannHvað er það besta við þitt gjarnt og kröfuhart, góðir bæjarfélag? starfsmenn, lega bæjarins „Það er alveg sérstakur og umhverfið með sinni bæjarbragur í Hafnarfirði einstöku náttúru og og einhver sérstakur andi framkvæmd þeirra og samkennd sem erfitt er leiðarljósa sem ég nefndi að lýsa. Við búum svo vel áðan,“ bætir Gunnar við að eiga fallegan miðbæ, og Ármann skýtur inn í: þar sem gömlu húsin, „Íbúarnir og starfsfólk höfnin og hraunið setja bæjarins.“ einstakan svip á bæinn og verslun, veitingarekstur Hvernig horfa og menning blómstrar. alþingiskosningarnar við Líflegur miðbær hefur ykkur og hvað skiptir mikið aðdráttarafl fyrir mestu máli? alla íbúa bæjarins og gesti Ásgerður svarar: „Að úr öðrum sveitarfélögum. núverandi stjórn fái Svo er íþróttastarfið afar áframhaldandi umboð til öflugt og hefur verið um góðra verka.“ Rósa bætir langa hríð enda bærinn við: „Ég er bjartsýn á gott gengi Sjálfstæðis-
KRAGINN
9
flokksins og vona svo sannarlega að við fáum stuðning til að leiða næstu ríkisstjórn. Ég tel mikilvægast að lækka skatta og skapa atvinnulífinu eins góð skilyrði og kostur er því að öflugt atvinnulíf er grundvöllur góðs velferðarkerfis. Stuðningur við Sjálfstæðisflokkinn er ávísun á áframhaldandi uppbyggingu og festu.“ „Þær eru spennandi, þetta verður í senn uppgjör fyrir síðustu fjögur ár og þann árangur sem náðst hefur og svo spurningin viljum við halda áfram með það sem við vitum að getur gengið upp í samstarfi þeirra flokka sem hafa starfað saman. Annað er að óvissa og reynsla af samstarfi margra flokka á vinstri væng er vond. Það sem mestu máli skiptir er að nýta þau tækifæri sem Ísland hefur: lega landsins, náttúra, auðlindir og hugvit okkar eru þar lykilatriði,“ svarar Gunnar. „Heilbrigðismálin og nýjar áherslur í þeim málaflokki eru mér hugleikin,“ svarar Ármann og heldur áfram: „Umhverfismálin eru líka afar mikilvæg, við þurfum að fara í markvissar aðgerðir í loftslagsmálum og nýta tækifærin sem felast í orkuskiptunum þannig að við uppfyllum þau markmið að nota eingöngu innlenda orkugjafa.“ „Ég er bjartsýnn fyrir kosningarnar, finnst Sjálfstæðisflokkurinn hafa staðið sig með eindæmum vel á mjög svo erfiðum tímum. Því skiptir máli að hann verði áfram kjölfestan í komandi ríkisstjórn. Með því er framtíð okkar best borgið í landi tækifæranna,“ segir Haraldur að lokum.
10
KRAGINN
16. september 2021
Kjördagur 25. september 2021 Garðabær:
Mýrin, við Skólabraut Álftanesskóli, við Breiðumýri
Hafnarfjörður:
Víðistaðaskóli, Hrauntungu 7 Lækjarskóli, Sólvangsvegi 4
Kópavogur:
Smárinn, við Dalsmára Kórinn, við Vallakór
Seltjarnarnes:
Valhúsaskóli, við Skólabraut
Mosfellsbær:
Lágafellsskóli, Lækjarhlíð 1
Akstur á kjördag Þarfnist þú aðstoðar við að komast að kjósa erum við boðin og búin að aka þér til og frá kjörstað.
Hafðu samband í sima 763-6478
Kosningakaffi! Kosningakaffi á kjördag fer fram í öllum sveitarfélögum Suðvesturkjördæmis: Garðabær: Safnaðarheimili Vídalínskirkju Hafnarfjörður: Sjálfstæðisheimilinu, Norðurbakka 1a Kópavogur: Sjálfstæðisheimilinu, Hlíðasmára 19 Mosfellsbær: Fjölbrautaskóla Mosfellsbæjar, FMOS Seltjarnarnes: Sjálfstæðisheimilinu, Austurströnd 3
Á kosning.is getur þú flett því upp hvar þú getur kosið
Myndir úr kosningabaráttunni
Bætt kjör öryrkja Endurskoða þarf tryggingakerfi öryrkja frá grunni. Sjálfstæðisflokkurinn leggur áherslu á að tryggja fjárhagslegt sjálfstæði öryrkja og að stuðlað sé að því að öryrkjar hafi ávinning af því að afla sér tekna.
Þeim verði auðvelduð þátttaka á almennum vinnumarkaði með tilliti til starfsgetu án þess að þeir verði fyrir umtalsverðri skerðingu á örorkulífeyri. Það verði gert með persónubundnum samningum með skýrum rétti til að snúa til baka í fyrra kerfi — endurkomusamningum.
Hvalur HF Reykjavíkurvegi 48
Með þessu búum við til hvata þar sem hjálp til sjálfshjálpar er í öndvegi og möguleikar fólks á að bæta eigin kjör eru auknir, án þess að fólk þurfi að fórna öryggi sínu og afkomu.
16. september 2021
KRAGINN
11
„Vil að Íslendingar taki forystu í umhverfis- og loftslagsmálum“ „Ég tel stærsta verkefni stjórnmálanna í dag vera að takast á við loftslagsvána og ég hef þá trú að það gerist ekki nema með samstilltu átaki þjóðanna á alþjóðavettvangi. Þrátt fyrir margt gott og mikilvægt sem gert hefur verið á Íslandi í gegnum tíðina með virkjun jarðvarma til húshitunar og virkjun fallvatna til raforkuframleiðslu megum við ekki halla okkur aftur og segja að þetta sé komið. Þess heldur er full ástæða til þess að halda áfram og orkuskipti í samgöngum eru næsta stóra verkefni. Við búum að því að eiga hreina græna orku en í því felst ekkert nema tækifæri, að nýta þessa innlendu umhverfisvænu orku í stað innflutnings á mengandi jarðefnaeldsneyti,“ segir Bryndís Haraldsdóttir sem skipar 3. sætið á lista sjálfstæðismanna í Suðvesturkjördæmi. Bryndís er núverandi þingmaður Suðvesturkjördæmis, þriggja barna móðir og eiginkona úr Mosfellsbænum. Að sögn Bryndísar hefur Sjálfstæðisflokkurinn sett málaflokkinn á dagskrá og er stefna flokksins að við Íslendingar verðum fyrst allra þjóða til þess að ná að skipta út jarðefnaeldsneyti fyrir græna orku enda sé það stærsta mögulega framlag Íslands til málaflokksins. En ekki er síður mikilvægt að hvetja til og ýta undir rannsóknir, þróun og nýsköpun á sviði umhverfis- og orkumála.
Þar segir Bryndís framlag okkar Íslendinga mikilvægt á næstu áratugum með útflutningi á þekkingu og tækni til þess að bregðast við hamfarahlýnun. „Við höfum notað ýmsa hvata í þessum efnum með auknum endurgreiðslum til rannsóknar og þróunar og hvata til grænna fjárfestinga. Samstarf við atvinnulífið er líka lykilatriði til þess að ná sem bestum árangri. Ég fagna því mjög hvað atvinnulífið hefur tekið vel við sér, nú mætir maður ekki á fundi hjá samtökum atvinnurekenda öðru vísi en að umhverfismál séu á dagskrá og oft sem aðaldagskrárefnið,“ segir Bryndís. Bryndís er gift Örnólfi Örnólfssyni rafvirkjameistara. Þau eiga saman þrjú börn; Eydísi Elfu 21 árs nema í LHÍ, Fannar Frey, 16 ára nema í Borgarholtsskóla, og Guðna Geir, 14 ára nema í Lágafellsskóla. Í fjölskyldunni er líka Kókó sex ára súkkulaðibrún labradorblanda sem allir á heimilinu elska en hann hefur verið hennar besti hlaupa- og útivistarfélagi.
Sameinar sýn á lýðheilsu og umhverfismál „Ég elska útivist og hreyfingu af öllu tagi og hef mest lagt stund á utanvegahlaup. Ég bý að því að í Mosó er fjöldi fella og skemmtilegra leiða til þess að ganga og hlaupa um. Ég hef hlaupið Laugavegshlaupið þrisvar, kláraði Landvættaprógramm Ferðafélagsins 2018 en það inniheldur 60 km fjallahjól, 25 km fjallahlaup, 50 km gönguskíði og 2.500 m sund í Urriðavatni við Egilsstaði. Einnig er ég svokallaður Tindahöfðingi en það þýðir að ég hef klárað allar leiðirnar sem í boði eru í Tindahlaupinu í Mosfellsbæ, alls sjö tinda. Ég hef sem sagt skráð mig í alls konar skemmtilega útivist en alltaf bara til að hafa gaman af. Afrekin mín felast í því að vera með, hafa gaman af og klára. Ég geri þetta allt til að njóta en ekki þjóta. Þarna sameinast hreyfiþörf mín og áhugi á útiveru pólitískri sýn minni á mikilvægi umhverfismála og lýðheilsu,“ segir Bryndís.
Fulldugleg í ræðustóli „Ég hóf þátttöku í stjórnmálum 24 ára gömul með því að gefa kost á mér í prófkjöri fyrir sveitarstjórnarkosningar í Mosó en ég var í 16 ár viðloðandi sveitarstjórnarmálin, varabæjarfulltrúi í átta ár og síðan bæjarfulltrúi í önnur átta ár. Ég hef setið í nefndum á vegum flokksins og sveitarfélagsins, starfað á vettvangi SUS og LS og verið virk í kosningabaráttum frá því ég gekk til liðs við flokkinn. Ég tók síðan sæti á þingi eftir kosningarnar árið 2016,“ segir Bryndís. Bryndís fann fljótt fyrir því í þingstörfunum hvað reynsla hennar af sveitarstjórnarmálum var gott veganesti. Í sveitarstjórnarmálunum lærði hún að takast á við mjög fjölbreytta málaflokka; skipulagsmál, samgöngumál, úrgangsmál, skólamál, málefni fatlaðra og svo mætti lengi telja. „Þetta gerði það auðvitað að verkum að ég hef skoðun á flestum málum sem fjallað er um í þinginu, og einhverjir samflokksþingmenn höfðu nú á orði að ég væri fulldugleg í ræðustólnum!“
12
KRAGINN
16. september 2021
1. sæti
2. sæti
3. sæti
Bjarni Benediktsson, 51 árs lögfræðingur, búsettur í Garðabæ. Hann er formaður Sjálfstæðisflokksins og fjármála- og efnahagsráðherra.
Jón Gunnarsson, 64 ára alþingismaður sem er búsettur í Kópavogi.
Bryndís Haraldsdóttir, 44 ára þingmaður og fyrrverandi sveitarstjórnarfulltrúi sem búsett er í Mosfellsbænum.
„Ég trúi á kraftinn í fólki, framtakssemi og réttlátt samfélag sem byggist á jöfnum tækifærum, en ekki þvingaðri jafnri útkomu. Það skiptir miklu máli að koma fram af heiðarleika, leggja sig fram og vinna að betra samfélagi í dag en í gær."
„Sjálfstæðisflokkurinn er flokkur sem stendur vörð um frelsi einstaklingsins til orðs og athafna. Það sem skiptir mestu máli er atvinnu- og verðmætasköpun til að treysta stoðir m.a. öflugs heilbrigðiskerfis, betri samgangna, átaks í loftlagsmálum og menntamálum svo eitthvað sé nefnt."
4. sæti
5. sæti
Óli Björn Kárason, 61 árs þingmaður sem býr á Seltjarnarnesi.
Arnar Þór Jónsson, 50 ára lögfræðingur sem búsettur er í Garðabæ.
„Sjálfstæðisflokkurinn er eini stjórnmálaflokkurinn sem skilur að athafnafrelsi einstaklingsins tryggir jöfn tækifæri allra, fjölbreyttara og skemmtilegra samfélag og betri lífskjör. Frelsi einstaklingsins, öflugt atvinnulíf og bætt lífskjör skipta mestu máli."
6. sæti
Sigþrúður Ármann, 44 ára lögfræðingur og framkv.stjóri sem búsett er í Garðabæ.
„Frelsi einstaklingsins skiptir miklu máli en auk þess er það öflugt atvinnulíf sem leggur grunn að velferð, framþróun og hagsæld og því allra hagur að efla það. Tækifærin eru víða, við þurfum að koma auga á þau og nýta þau."
„Klassísk frjálslynd íhaldsstefna Sjálfstæðisflokksins veitir trausta fótfestu, jafnvægi og styrk til þess að standa gegn óðagoti, miðstýringu og ofríki. Frelsi einstaklingsins er forsenda þess að unnt sé að tala um frjálst samfélag."
7. sæti
Kristín M. Thoroddsen, 52 ára bæjarfulltrúi, MBA og ferðamálafræðingur sem búsett er í Hafnarfirði.
„Ég vil búa í frjálsu samfélagi og hef trú á því að Sjálfstæðisflokkurinn sé einn þeirra flokka sem geta tryggt okkur farsæla framtíð. Við þurfum að nýta öll úrræði þegar kemur að heilbrigðisþjónustu og tryggja að frelsi fólks og fyrirtækja til athafna sé virt og því viðhaldið."
9. sæti
„Sjálfstæðisflokkurinn berst fyrir því að einstaklingurinn hafi frelsi til þess að stjórna eigin lífi og leita hamingjunnar á eigin forsendum. Hann hefur sýnt að honum er treystandi fyrir mikilvægum verkefnum og kemur framförum í verk."
„Sjálfstæðisflokkurinn hefur skýra stefnu. Flokkurinn vill alltaf gera betur og meira fyrir fólkið í landinu og hefur leitt þetta samfélag í þá góðu stöðu sem það er í dag. Það skiptir máli að allir fái að njóta sín á sínum forsendum og að Ísland verði áfram besta landið til þess að ala upp börnin okkar."
Hannes Þórður Þorvaldsson, 38 ára Kópavogsbúi. BSog MS- gráða í lyfjafræði, diplóma í viðskiptafræði og nútímalistdansi.
„Vegna þess að ég trúi á frelsi einstaklingsins á öllum sviðum þjóðfélagsins. Það skiptir máli að allir fái tækifæri til að taka þátt í samfélaginu, óháð fötlun, kynhneigð eða stöðu. Sjálfstæðisflokkurinn gefur öllum rétt á sínum skoðunum en við ræðum okkur til niðurstöðu."
Halla Sigrún Mathiesen, 23 ára Hafnfirðingur, sérfræðingur í fyrirtækjaráðgjöf og fv. formaður SUS.
8. sæti
Guðbjörg Oddný Jónasdóttir, 36 ára, samskiptastjóri og varabæjarfulltrúi í Hafnarfirði.
10. sæti
Bergur Þorri Benjamínsson, 42 ára Kópavogsbúi, stjórnarformaður Sjálfsbjargar og Sjálfsbjargarheimilisins.
11. sæti
„Á Íslandi þarf að ríkja stöðugleiki og sanngjörn, frjálslynd og lýðræðisleg öfl sem geta tryggt samkeppnishæfni Íslands. Það sem skiptir mestu máli eru loftslagsmál, hringrásarhagkerfið, lýðheilsa og að fólkið í landinu hafi frelsi til þess að skapa sín eigin tækifæri."
„Það er þetta með frelsið og hvatann til að sækja fram, efla og nýta hæfileika hvers einstaklings eftir hans vilja og leyfa fólki að njóta ábata erfiðis síns og hæfileika. Heilbrigðismálin eru mér sérstaklega ofarlega í huga."
12. sæti
Gísli Eyjólfsson, 27 ára Kópavogsbúi, þroskaþjálfi og knattspyrnumaður.
„Heilbrigðiskerfið skiptir miklu máli og að landsmenn fái bestu mögulegu heilbrigðisþjónustu sem völ er á. Öflugt menntakerfi með meiri fjölbreytni og svo jafnréttismál."
13. sæti
Sigríður Heimisdóttir iðnhönnuður, frumkvöðull og leiðbeinandi, 51 árs, býr á Seltjarnarnesi.
„Af því að ég er mjög markmiðadrifin og ég trúi á það að láta hlutina gerast. Það skiptir máli að landið okkar blómstri og dafni og að hér verði eftirsótt fyrir komandi kynslóðir að vera. Áfram nýsköpun!"
16. september 2021
14. sæti
15. sæti
16. sæti
Halla Karí Hjaltested, 35 ára aðstoðarmaður framkvæmdastjóra sem býr í Kópavogi.
Jana Katrín Knútsdóttir, 34 ára hjúkrunar- og viðskiptafræðingur úr Mosfellsbæ.
Dragoslav Stojanovic, 51 árs húsvörður og knattspyrnuþjálfari sem búsettur er í Kópavogi.
„Sjálfstæðisflokkurinn byggir á hugmyndafræði og stefnu sem ég tengi við. Að einstaklingurinn, sama hver hann er eða hvaðan hann kemur, hafi frelsi til þess að taka ákvarðanir sem varða líf hans.“
17. sæti
„Flokkurinn hefur sýnt það í verki að hann treystir og gefur ungu fólki tækifæri til að hafa áhrif á þau málefni sem það brennur fyrir. Heilbrigðismálin eru sá málaflokkur sem er mér mikilvægur en það er nauðsynlegt að tryggja starfsumhverfi heilbrigðisstétta, gæði heilbrigðisþjónustunnar og öryggi notenda hennar. Lífið er núna!“
Inga Þóra Pálsdóttir, 20 ára laganemi við HÍ sem búsett er á Seltjarnarnesi.
19. sæti
„Sjálfstæðisflokkurinn er flokkur framfara og nýsköpunar. Tækni og framfarir skipta miklu máli. Í samfélaginu í dag eru framfarir örar og við þurfum að fylgja þróuninni og vera leiðandi þar. Við þurfum að vera í fararbroddi og vera fyrirmyndir fyrir unga fólkið okkar.“
20. sæti
Sólon Guðmundsson flugmaður, 25 ára Hafnfirðingur.
„Að mínu mati eru áherslur Sjálfstæðisflokksins best til þess fallnar að skapa langvarandi velferð á Íslandi. Það skiptir máli að skapa umhverfi sem stuðlar að nýsköpun, öflugu atvinnulífi og tryggir frelsi til athafna.“
21. sæti
Helga Möller söngkona er 64 ára, búsett í Mosfellsbæ.
„Ég vil lifa frjáls eins og fuglinn fljúgandi. Það sem skiptir mestu máli er stöðugt atvinnulíf.“
Björgvin Elvar Björgvinsson, 51 árs málarameistari sem búsettur er í Mosfellsbæ.
„Öflugt atvinnulíf og styrk efnahagsstjórn. Það skiptir máli að nýsköpun og atvinnulíf fái súrefni til þess að dafna og skapi atvinnutækifæri fyrir alla Íslendinga. Það er algjör nauðsyn að Sjálfstæðisflokkurinn fái áframhaldandi umboð kjósenda til að sitja í ríkisstjórn.“
„Ég vel XD vegna grunngilda sjálfstæðisstefnunnar; stétt með stétt — án mismununar. Það sem skiptir mestu máli er heilsan, fjölskyldan og gott samfélag.“
18. sæti
23. sæti
Kristján Jónas Svavarsson, stálvirkjasmíðameistari, er 50 ára Hafnfirðingur.
Petrea Jónsdóttir, fyrrverandi skrifstofustjóri, 71 árs og búsett á Seltjarnarnesi.
„Ég trúi þvi sem Sjálfstæðisflokkurinn er að gera. Það sem skiptir mestu máli er að trúa á sjálfan sig og á það sem maður gerir.“
„Ég trúi á kraftinn í hverjum og einum og tel fólk best til þess fallið að stjórna sínum málum sjálft. Það skiptir máli að tryggja frjálslynda hægri stjórn á næsta kjörtímabili, eina leiðin til þess er X við D.“
22. sæti
24. sæti
13
Guðfinnur Sigurvinsson, 43 ára Garðbæingur, aðstoðarmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins og MPA frá HÍ.
„Sjálfstæðisflokkurinn treystir ungu fólki og skapar spennandi tækifæri fyrir það á vinnumarkaðnum. Flokkurinn hefur tryggt eitt frjálslyndasta og öruggasta samfélag heims þar sem jafnrétti kynjanna þykir sjálfsagt og ungbörn geta örugg sofið ein úti undir beru lofti."
Guðmundur Ingi Rúnarsson, 41 árs lögreglufulltrúi í lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, búsettur í Mosfellsbæ.
KRAGINN
„Sjálfstæðisflokkurinn er eini flokkurinn sem hugsar um það að afla fjár en ekki bara hvernig á að skipta því sem er aflað. Það sem skiptir mestu máli er að stækka hina svokölluðu köku.“
25. sæti
Ingimar Sigurðsonn, 65 ára vátryggingaráðgjafi sem búsettur er á Seltjarnarnesi.
„Sjálfstæðisflokkurinn stendur fyrir einstaklingsfrelsi og jöfn tækifæri. Það sem skiptir mestu máli er stöðugleiki.“
26. sæti Laufey Jóhannsdóttir, formaður félags eldri borgara í Garðabæ, 73 ára og búsett í Garðabæ.
„Sjálfstæðisflokkurinn hefur jákvæð áhrif á íslenskt samfélag og stendur vörð um mestu lífsgæðin. Við viljum tryggja öldruðum bestu lífskjör og öruggan rétt til góðrar heilbrigðisþjónustu.“
14
KRAGINN
16. september 2021
„Vil gera líf ungs fjölskyldufólks einfaldara og betra“ Guðbjörg Oddný Jónasdóttir, 36 ára, er samskiptastjóri og varabæjarfulltrúi í Hafnarfirði. Hún er gift Gísla Má Gíslasyni og börn þeirra eru Gabríela, Gísli og Garpur. Guðbjörg, eða Gugga eins og hún er oftast kölluð, starfar sem samskiptastjóri og aðstm. framkvæmdastjóra hjá Benchmark Genetics sem er nýsköpunarfyrirtæki í fiskeldi. Hún hefur setið í fjölskylduráði, fræðsluráði og sem formaður menningar- og ferðamálanefndar og er einnig fulltrúi bæjarins í stjórn Markaðsstofu.
eignaðist börnin fór ég sjálfkrafa að láta málefni barna og fjölskyldna mig varða.“
Af hverju pólitík? „Ég hef alltaf haft minn áhuga á samfélaginu og ég hef stefnt að því frá ungaaldri að láta að mér kveða í stjórnmálum. Ég hef mikla þörf til að gera vel fyrir samfélagið og mikinn metnað til að láta stórar hugmyndir verða að veruleika sem gera líf fólks betra. Ég hef náð að virkja þessa orku mína innan Sjálfstæðisflokksins og það hefur verið mjög gefandi að sjá góð málefni komast í gegn í Hafnarfirði. Eftir að ég
Hvaða erindi á Sjálfstæðisflokkurinn í dag? „Sjálfstæðisflokkurinn hefur verið að gera vel síðustu ár og þá sérstaklega fyrir ungt fólk. Það skiptir máli að hafa skatta lága, auðvelda fólki að kaupa sér sína fyrstu eign eins og hefur verið gert með afnámi stimpilgjalda og viðbótarlífeyri sem hægt er að ráðstafa inn á fyrstu kaup. Það skiptir okkur öll máli óháð aldri að heilbrigðiskerfið sé gott og öllum sé tryggð sú þjónusta sem
þeir þurfa á að halda. Með Sjálfstæðisflokkinn í fararbroddi hefur orðið stafræn bylting í stjórnsýslunni og það mun halda áfram. Það einfaldar lífið fyrir alla og sparar bæði tíma og pening. Sjálfstæðisflokkurinn ætlar að endurskoða fæðingarstyrk námsmanna svo auðveldara sé að stofna fjölskyldu meðan á námi stendur. Sjálfstæðisflokkurinn ætlar að vera leiðandi í því að skipta um orkugjafa og nýta innlenda græna orku. Sjálfstæðisflokkurinn hugsar til framtíðar og tekur ákvarðanir sem bæði létta undir og einfalda líf fjölskyldunnar.“ Hver heldur þú að sé munurinn á sveitarstjórnarmálunum og Alþingi? „Munurinn er helst sá að þær ákvarðanir sem eru teknar í sveitarstjórnarmálum eru nær manni og skipta máli í daglegu lífi fólks. Sveitarstjórnir sjá um flesta nærþjónustu og hún verður að vera góð fyrir íbúa. Alþingi tekur meiri stefnumótandi
ákvarðanir. Öll stjórnmál snúast samt um líf fólks og hvernig samfélag við viljum byggja upp saman – óháð því hvar ákvarðanir eru teknar.“ Gefum okkur að þú værir búin að sitja eitt kjörtímabil. Hvað myndum við tengja við þig? „Áherslur mínar eru að gera líf ungs fjölskyldufólks einfaldara og betra. Ég mun tala fyrir nútímalegu menntakerfi, endurskipulagningu á dagvistunarkerfinu og stytta vinnudag barna svo ég taki nokkur dæmi. Ég horfi á öll mál út frá hagsmunum fjölskyldunnar því að flest mál snerta hana. Ég mun einnig tala um það að liðka fyrir nýsköpun.“ Hvernig verðu svo frítímanum? „Fjölskyldan á hug minn allan og ég nýt mín best með þeim. Mestur tími minn fer í barnauppeldi en mér finnst einnig gaman að hreyfa mig, ganga á fjöll og stunda jóga.“
16. september 2021
KRAGINN
15
„Hugsa stærra, gera meira og gera betur!“ Jón Gunnarsson skipar annað sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi. Jón hefur verið á Alþingi síðan 2007, hann er fyrrv. samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra. Áður en Jón tók sæti á Alþingi var hann í eigin rekstri, starfaði sem framkvæmdastjóri Slysavarnafélagsins Landsbjargar og sem bóndi norður í landi. Hann hefur lengst af búið í Kópavogi. Af hverju pólitík? „Ég hef um langt skeið tekið virkan þátt í starfi Sjálfstæðisflokksins enda samsama ég mig við stefnu og grunngildi flokksins. Eitt leiddi af öðru og mér fannst ég eiga erindi á Alþingi eftir mikla reynslu á vinnumarkaði. Eftir áratuga starf á vinnumarkaði, lengst af sem sjálfstætt starfandi, auk starfa minna hjá Landsbjörg og ýmissa trúnaðarstarfa, ákvað ég að láta slag standa og hef aldrei séð eftir því.“ Hvað stendur upp úr á kjörtímabilinu? „Eftir langan tíma af pólitískum óróleika hefur tekist að skapa pólitískan stöðugleika. Kjörtímabilið endurspeglar varnarbaráttu flokksins en við höfum þurft að brúa djúpa gjá mismunandi sjónarmiða. Fjölskipuð ríkisstjórn þarf að miðla málum. Stoltastur er ég af árangrinum í efnahagsmálum. Og við þurfum að halda áfram, áfram á
þeirri braut að lækka skatta á einstaklinga og fyrirtæki. En við höfum líka þurft að gefa eftir. Heilbrigðismálin eru viðkvæm, við þurfum að auka þátttöku sjálfstætt starfandi heilbrigðisfyrirtækja.“ Þú kemur inn á heilbrigðismálin, nú hefur verið töluverð óánægja með þau á kjörtímabilinu. Hvað vilt þú sjá gerast á næsta kjörtímabili? „Ég hef ekki farið leynt með þá skoðun mína að ég tel að heilbrigðisráðherra hafi staðið í vegi fyrir mikilvægum umbótaverkum. Heilbrigðisráðherra Sjálfstæðisflokksins fjölgaði sjálfstætt starfandi heilsugæslum, sem eykur þjónustuna til muna og léttir álagið á Landspítalanum. Það er mikil óánægja til að mynda í Hafnarfirði og Garðabæ, þar vantar stöðugildi og í raun fleiri heilsugæslur til að sinna þeim íbúafjölda sem þar býr. Þjónustukannanir sýna að ánægjan er meiri hjá sjálfstætt starfandi heilsugæslum. Allir Íslendingar eru sjúkratryggðir og það á að vera okkar að hafa valið. Við þurfum að styrkja heilsugæsluna í þágu notenda, setja þá sem þurfa að nýta þjónustuna í forgang. Það verður að létta á álaginu á Landspítalanum svo hann geti sinnt kjarnastarfsemi sinni. Það hafa verið hugmyndir um að endurskoða þá ákvörðun að sameina Landspítala og Borgarspítala og gera
Borgarspítalann að n.k. héraðssjúkrahúsi líkt og við höfum á Akranesi, Vestfjörðum og víðar. Þar er hægt að sinna verkefnum sem hægt er að sinna annars staðar en á Landspítalanum. Eykur skilvirkni og hjálpar til við að leysa fráflæðisvandann. Betur má ef duga skal. Sjálfstæðisflokkurinn mun stíga stærri skref.“ Þú kemur inn á fráflæðisvandann, hvað er mikilvægast í þeirri umræðu? „Við erum á algjörum tímamótum í fjölgun eldri borgara. Við verðum að efla heimaþjónustuna. Það vantar hjúkrunarheimili, við þurfum að fjölga þeim og tryggja rekstur þeirra. En ein og sér eru þau of dýr valkostur. Með betri heilsu og hækkandi lífaldri þurfum við að gera fólki kleift að
vera lengur heima, en á sama tíma auka heilbrigðis- og félagsþjónustu. Hér er aðkoma sjálfstætt starfandi aðila mikilvæg.“ Umræður um samgöngur á höfuðborgarsvæðinu hafa verið áberandi á kjörtímabilinu. „Samgöngur eru gríðarlegt hagsmunamál fyrir okkur á höfuðborgarsvæðinu. Ég vil sjá þessa uppbyggingu ganga hraðar. Uppbygging samgönguinnviða er okkur mikilvæg og þessu er okkar fólk í Hafnarfirði, Garðabæ, Kópavogi, Seltjarnarnesi og Mosfellsbæ sammála. Reykjavíkurborg hefur dregið lappirnar í uppbyggingu á samgöngum og tafið þessi mál. Höfuðborgarsáttmálinn felur það í sér að hugsa stærra, gera meira og gera betur!“
16
KRAGINN
16. september 2021
Ungir sjálfstæðismenn 46. Sambandsþing Sambands ungra sjálfstæðismanna (SUS) var haldið í Reykjanesbæ í samstarfi við Heimi, Félag ungra sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ, helgina 10.-12. september 2021. Dagskráin var handvalin með það að leiðarljósi að skerpa á áherslum ungra og keyra lokasprett kosningabaráttunnar í gang. Farið var í vísindaferð í bæði Bláa lónið og á varnarsvæðið í Keflavík. Ásdís Halla Bragadóttir, stofnandi Klíníkurinnar og Sinnum og fyrrverandi formaður SUS, var með örfyrirlestur um íslenskt heilbrigðiskerfi. Forysta flokksins var spurð spjörunum úr og málefnastarf SUS var á sínum stað. Á laugardagskvöldið var glæsilegur hátíðarkvöldverður á Hótel Keflavík þar sem veislustjóri kvöldsins var Óli Björn Kárason og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir var heiðursgestur. Helginni lauk síðan með yfirferð á ályktunum, lagabreytingum o.fl. áður en kosning nýrrar stjórnar fór fram. Í kjöri til stjórnar sambandsins var Lísbet Sigurðardóttir kosin formaður SUS, Steinar Ingi Kolbeins varaformaður og Ingveldur Anna Sigurðardóttir 2. varaformaður. Auk þeirra voru 25 kjörnir í stjórn Ungra sjálfstæðismanna og 15 í varastjórn.
Lyklaskiptin. Halla Sigrún fyrrv. form. ásamt Lísbet, nýjum formanni.
Samband ungra sjálfstæðismanna skrifaði ályktanir í eftirfarandi málaflokkum; allsherjarog menntamálum, umhverfis- og samgöngumálum, heilbrigðismálum, Covid19, stjórnskipunar- og eftirlitsmálum, efnahagsog skattamálum, atvinnuvegamálum og utanríkismálum. Helstu áherslur SUS í þessum málaflokkum eru eftirfarandi:
samgöngumáta. SUS leggur áherslu á nýsköpun í loftslags- og umhverfismálum og vill tryggja hvata fyrir einstaklinga og fyrirtæki til að stuðla að orkuskiptum. SUS telur mikilvægt að tryggja óhindraða dreifingu á orku á milli landshluta. Þá berst SUS fyrir bindingu gróðurhúsalofttegunda og leggur að auki áherslu á hringrásarhagkerfið og sjálfbærni. SUS vill stuðla
Það er mikill kraftur í ungum sjálfstæðismönnum um allt land. Síðastliðna helgi var haldið fjölmennt sambandsþing og fram undan eru spennandi tímar. Í Kraganum finnum við kraftinn í unga fólkinu og hlökkum til komandi kjörtímabils. Í umhverfis- og samgöngumálum leggur SUS áherslu á úrbætur í samgöngum með samvinnu ríkis og einkaaðila. SUS vill setja samgöngusáttmála höfuðborgarsvæðisins í forgang og tryggja frelsi einstaklingsins til að velja
Mikilvægt væri að forgangsraða heilbrigðisþjónustu á Landspítalanum til þess að auka gæði og skilvirkni spítalans og að einfaldari eða valkvæðum aðgerðum væri útvistað. Var einnig lögð áhersla á að fé fylgdi sjúklingi og að þeim væri gert kleift að velja hvar þeir sæktu heilbrigðisþjónustu. Auk þess var kallað eftir aukinni nýsköpun, snjallvæðingu og skilvirkni. Enn fremur var vakin athygli á þörf fyrir betri geðheilbrigðisþjónustu og fyrirbyggjandi heilbrigðisþjónustu. Í menntamálum leggur SUS áherslu á að fjölga sjálfstæðum skólum og að fé fylgi hverjum nemanda. SUS telur að gera eigi RÚV að sjálfstæðum fjölmiðli. SUS vill lækka áfengiskaupaaldurinn í 18 ár, afnema einokunarsölu ríkisins á áfengi og hömlur á sölu lausasölulyfja, auk þess sem sambandið telur að heimila eigi auglýsingar á áfengis- og tóbaksvörum. Þá telur SUS að fíkniefnaneysla sé heilbrigðismál og að neysla
að náttúruvernd en treysta einstaklingum til að framfylgja sjálfbærri nýtingu auðlinda. Í heilbrigðismálum hvatti SUS m.a. til þess að ríkið stæði ekki í vegi fyrir aðkomu einkaaðila að heilbrigðiskerfinu.
F.v. Ingveldur Anna, 2. varaform. SUS, Lísbet, formaður SUS, og Steinar Kolbeins, 1. varaform. SUS.
16. september 2021
KRAGINN
17
þeirra og varsla neysluskammta eigi ekki að vera refsiverð. Í utanríkismálum leggur SUS áherslu á áframhaldandi fjölgun á fríverslunarsamningum við ríki utan EES. Ísland eigi að halda áfram að beita sér fyrir jafnrétti kynjanna og gegn annars konar mismunun á alþjóðavettvangi. SUS telur að hagsmunum Íslands sé best borgið utan ESB og leggst alfarið gegn inngöngu í sambandið. Í ályktunum stjórnskipunar- og
Grill með frambjóðendum Suðurkjördæmis.
eftirlitsnefndar SUS er lögð áhersla á stjórnarskrármál. Þar kemur fram að ákvæði núgildandi stjórnarskrár
Málefnastarf á Sambandsþinginu þar sem kosið er um stjórnmálaályktun SUS.
séu mikilvæg undirstaða réttaröryggis og réttarvitundar þjóðarinnar. Því telur SUS rétt að nálgast breytingar á stjórnarskrá af yfirvegun og skynsemi. Umræðum um nauðsynlegar breytingar á stjórnarskrá er fagnað, en áréttað að breytingar á stjórnarskrá þurfi að gera í víðtækri pólitískri sátt. Í ályktun SUS í efnahagsog skattamálum er m.a. kallað eftir endurskoðun á hlutverki ríkisins. Vill SUS að Ísland setji sér það markmið að verða meðal efstu fimm á lista
International Tax Competitiveness Index. SUS hvetur til þess að ríkið minnki umsvif sín í samkeppnisrekstri, að hafist verði handa við sölu ríkisfyrirtækja og að tryggja verði að ríkissjóður sé rekinn með sjálfbærum hætti. Þá skorar SUS á stjórnvöld að fylgja norrænni fyrirmynd og tryggja sjálfbæra launaþróun. Fjallað var sérstaklega um Covid-19 í ályktunum SUS. Ungir sjálfstæðismenn leggja m.a. áherslu á að sóttvarnaaðgerðir taki mið af breyttri stöðu á
Íslandi, þar sem nær öll þjóðin er fullbólusett. Mikilvægt sé að aðgerðir til að vernda viðkvæma hópa bitni ekki á öðrum hópum sem séu viðkvæmir fyrir þeim afleiðingum sem frelsisskerðingar hafa í för með sér, en fjöldatakmarkanir hafa þegar raskað lýðheilsu verulega. Auk þess kallar SUS eftir aukinni samvinnu við einkaaðila og að bætt sé úr upplýsingagjöf til almennings.
Lægri skattar Skattkerfisbreytingar sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur haft forystu um allt frá 2013 hafa miðað að því að létta byrðar launafólks og auka kaupmátt, styrkja afkomu fyrirtækja, hvetja þau til fjárfestinga og byggja undir nýsköpun og þróun. Sjálfstæðisflokkurinn ætlar að halda áfram á vegferð lægri skatta. Verkin tala sínu máli: Skattleysismörk erfðafjárskatts hækkuð. Skattfrjáls ráðstöfun séreignar vegna íbúðakaupa lögfest. Afnuminn skattur á söluhagnað sumarhúsa. Tekjuskattur einstaklinga hefur lækkað um yfir 30 milljarða frá 2013. Tryggingagjald er nær 26 milljörðum lægra. Almenn vörugjöld felld niður. Tollar á allar vörur, utan búvara, afnumdir.
Frítekjumark fjármagnstekna tvöfaldað. Hvatar fyrir fólk og fyrirtæki til að styrkja almannaheillastarfsemi. Hvatar fyrir einkaaðila til að fjárfesta í grænum eignum. Lægri skattar af tekjum vegna höfundarréttinda. Lækkun álagna á vistvæna samgöngumáta.
18
KRAGINN
16. september 2021
„Þurfum að taka virkan þátt í vörn og viðhaldi lýðræðisins“ Arnar Þór Jónsson varð fimmtugur á árinu. Hann er menntaður lögfræðingur og starfar sem héraðsdómari. Áður hefur hann unnið fjölbreytt störf samhliða námi, bæði hérlendis og erlendis. Arnar er Garðbæingur með rætur til Vestmannaeyja. Hann er bókaormur, grúskari, útivistarmaður og fjölskyldumaður. Hann er kvæntur Hrafnhildi Sigurðardóttur og þau eiga fimm börn á aldrinum níu til 24 ára.
Hvað verður til þess að maður í þinni stöðu ákveður að bjóða sig fram til Alþingis? „Sem lögmaður, háskólakennari, fræðimaður og dómari hef ég kynnst lögunum frá ýmsum hliðum. Á grundvelli þeirrar reynslu hef ég talið að mér sé bæði rétt og skylt að tjá mig um samhengið milli laganna og samfélagsins, þar á meðal um hlutverk og tilgang laga. Tilraunir annarra til að hefta hugsun mína og málfrelsi hafa fært mér heim sanninn
um það að tjáningarfrelsið er kjarni alls frelsis. Áður en ég mætti þessum þöggunar- og hjarðhugsunarkröfum hafði aldrei hvarflað að mér að fara út í stjórnmál. Kynni mín af stjórnlyndi, smásálarskap og þröngsýni hafa ýtt mér út á þessa braut. Ef við viljum búa við lýðræðislegt stjórnarfar þurfum við að vera tilbúin að taka virkan þátt í vörn þess og viðhaldi.“ Hverjar verða þínar áherslur – og af hverju Sjálfstæðisflokkurinn?
„Ég vil standa vörð um frelsi einstaklingsins til orðs og athafna, en um leið vera málsvari þess að íslensk þjóð haldi fullveldi sínu og sjálfstæði. Ég var alinn upp í anda sjálfstæðisstefnunnar, sem byggist bæði á klassísku frjálslyndi og hófsömu íhaldi. Ég vil starfa með öðrum á þeim grunni í þeim tilgangi að tryggja sem mesta dreifingu valds, lýðræðislega stjórnarhætti og efnahagslegan árangur, þar sem við berum gæfu til að læra af reynslunni, í þeirri trú að maðurinn sé fær um að vaxa, þroskast og starfa í samfélagi og samvinnu með öðrum. Ég
vil að við stýrum okkar eigin leið og setjum fólkið okkar í öndvegi, ekki regluverk, hugmyndafræði eða kerfi.“ Hvað skiptir mestu máli fyrir þessar kosningar? „Að við Íslendingar kjósum fólk sem vill standa vörð um borgaralegt frelsi, lýðræðislega stjórnskipun, takmörkuð ríkisafskipti og einstaklingsbundna ábyrgð, en færumst ekki nær iðustraumi stjórnlyndis, kæfandi regluverks og hefndarþorsta, þar sem menn eru kærðir og sakfelldir án dóms og laga.“
16. september 2021
KRAGINN
19
„Þrautseigja, þolinmæði og dass af heppni og hamingju“ Kristín Thoroddsen situr í sjöunda sæti listans í ár. Sjöunda sætið er Kristínu ekki ókunnugt en hún sat einmitt í sama sæti í kosningunum 2017. Kristín er bæjarfulltrúi í Hafnarfirði og formaður fræðsluráðs og hafnarstjórnar.
grafa mig ofan í beðin og róta í moldinni. Þegar ég þarf virkilega að slaka á þá tek ég fram sellóið og spila mig út úr amstri dagsins, annars finnst okkur alltaf gott að bruna út úr bænum og inn í einhverja firði langt úti á landi.“
Af hverju pólitík? „Ég er í pólitík af því að ég vil leggja mitt af mörkum við að gera gott samfélag enn betra. Ég hef trú á því að með samtali og samvinnu getum við komið málum áfram og hef því lagt mig fram við að eiga samtal við íbúa í gegnum störf mín í bæjarstjórn Hafnarfjarðar, skoða mál frá öllum hliðum og tek upplýsta ákvörðun út frá hagsmunum heildarinnar. Mjög líklega hefur pólitíkin kallað á mig frekar en ég hafi kallað eftir henni.“
Hverjar verða þínar áherslur? „Heilbrigðismál eru mér hugleikin enda eru þau málefni grunnurinn að öllu. Ég hef líka trú á því að við eigum tækifæri til að efla menntamál hér á landi, breyta aðalnámskrá grunnskóla og færa leikskólann nær grunnskólanum og skapa þannig betri samfellu milli skólastiga. Sjálfstæðisflokkurinn hentar mínum gildum og þeim sem ég er alin upp við, ég er í grunninn sjálfstæð kona
Hvaðan kemur þú, hver ertu? „Ég er fædd og uppalin í Hafnarfirði, elst fimm systkina og alin upp af hörkuduglegri móður sem er mín fyrirmynd í einu og
öllu og kenndi okkur að berjast í lífinu. Ég hef lært það að lífið er alls konar og stundum bara alls ekki auðvelt, en með þrautseigju og þolinmæði og dass af heppni og hamingju þá kemst maður í gegnum verkefnin. Ég og maðurinn minn Steinarr Bragason eigum fjóra stráka sem njóta sín best í tónlist og fótbolta. Ég veit fátt betra en fara í lopapeysuna mína og
með sjálfstæðar hugmyndir sem kann því illa að ríkið sé að skipta sér of mikið af mér. Ég trúi því að frelsi til athafna fyrir fólk og fyrirtæki í sjálfstæðu landi sé lykillinn að farsælli framtíð en veit líka að Sjálfstæðisflokkurinn hugar að þeim sem ekki geta það sjálfir. Það er þetta með að hjálpa til sjálfshjálpar; að aðstoða fólk við að koma undir sig fótunum aftur skiptir máli og leiðir til þess að einstaklingurinn verður frjálsari og sjálfstæðari aftur.“ Hvað skiptir máli fyrir þessar kosningar? „Það skiptir máli að fólk kjósi sér flokk sem líklegur er til að viðhalda stöðugleika og koma okkur út úr efnahagsþrengingum sem við urðum fyrir í Covid. Það skiptir líka máli að halda áfram að lækka skatta og tryggja að hér þurfi fólk og fyrirtæki ekki að búa við óþarfa íþyngjandi regluverk og fjárútlát, sérstaklega nú þegar við erum að rísa upp og tækifærin eru hér allt í kring.“
20
KRAGINN
16. september 2021
Land frumkvöðla og nýsköpunar Sjálfstæðisflokkurinn styður við nýsköpun og hefur gjörbreytt umhverfi nýsköpunar og þróunar, skotið styrkum stoðum undir sprotafyrirtæki. Hvatar vegna rannsókna og þróunar virka hratt og vel til að auka fjárfestingar í nýsköpun.
2019 í um tíu milljarða fyrir árið 2020. Endurgreiðsluhlutfall er nú 35% og hefur hækkað mikið á milli ára. Útflutningstekjur af hugverkaiðnaði á Íslandi hafa tvöfaldast á átta árum. Árið 2018 voru tekjurnar 97,5 milljarðar en 157,9 milljarðar árið 2020.
Áætlað er að endurgreiðsluhlutfall rannsókna og þróunarkostnaðar muni hækka úr 5,2 milljörðum árið
Við þurfum að halda áfram, tækifærin eru svo sannarlega fyrir hendi.
Öruggar og góðar samgöngur Samgöngur eru lífæð samfélagsins og leggja þarf áherslu á að allar samgöngur séu mikilvægar, hvort heldur sem er á lofti, láði eða legi. Sjálfstæðisflokkurinn leggur ríka áherslu á að ráðist verði í róttækar úrbætur í samgöngum með hraðari uppbyggingu og betri nýtingu fjármuna, meðal annars með samstarfsverkefnum ríkis og einkaaðila. Með því er lagður grunnur að meira öryggi, öflugri byggðum, atvinnusköpun og auknum hagvexti. Samgöngusáttmáli milli ríkis og sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu tryggir stóraukin framlög til samgönguframkvæmda á höfuðborgarsvæðinu.
Samgöngusáttmálinn tryggir bættar samgöngur, hvort sem um er að ræða almenningssamgöngur, almenna bifreiðaumferð, gangandi eða hjólandi. Mikilvægt er að tryggja arðbæra nýtingu fjármuna þannig að markmið um greiðari samgöngur, aukin lífsgæði og valfrelsi í samgöngum náist. Ráðast þarf í flýtiframkvæmdir í samgöngum á grundvelli fjölbreyttari fjármögnunar og samstarfs við einkaaðila, en þannig er hægt að ná fram hraðari uppbyggingu samgöngumannvirkja.
16. september 2021
KRAGINN
21
Fædd og uppalin í heimi viðskipta Sigþrúður Ármann er lögfræðingur með MBA ásamt framhaldsnámi í IESE í Barcelona og CEIBS í Shanghai. Hún starfar sem framkvæmdastjóri Exedra sem er vettvangur umræðna fyrir öflugan hóp kvenna ásamt því að starfa i harðfiskverkun fjölskyldunnar í Hafnarfirði.
„Pólitík hefur áhrif á svo margt í lífi okkar. Mig langar til að hafa áhrif og koma góðum málum í gegn. Ég vil gera pólitískan vettvang enn málefnalegri, uppbyggilegri, jákvæðari og skilvirkari. Ég hef tekið þátt í starfi Sjálfstæðisflokksins í yfir 20 ár. Ég er fædd í Reykjavík og ólst upp í neðra Breiðholti. Foreldrar mínir hafa verið í viðskiptum alla sína tíð, líkt og foreldrar þeirra beggja. Faðir minn byrjaði ungur að vinna hjá heildverslun foreldra sinna. Eftir að amma og afi hættu störfum tóku foreldrar mínir við rekstrinum ásamt fjölskyldunni. Frá því að ég var lítil stelpa varði ég því ótal stundum með þeim í heildsölunni. Það má því segja að ég sé fædd og uppalin í heimi viðskipta. Ég vil leggja áherslu á öflugt atvinnulíf vegna þess að það er
atvinnulífið sem leggur grundvöllinn að grunnstoðum samfélagsins sem eru menntakerfið, heilbrigðiskerfið, velferðarkerfið, samgöngur, innviðir og menning. Atvinnulífið er forsenda framþróunar og hagsældar. Það er tómt mál að tala um að halda uppi öflugu velferðarkerfi, heilbrigðiskerfi, menntakerfi og öllum innviðum ef atvinnulífið stendur ekki styrkum stoðum. Öflugt atvinnulíf er því hagur okkar allra. Það er atvinnulífsins að leiða vöxt á vinnumarkaði og fjölga störfum. Við þurfum að skapa hvetjandi umhverfi fyrir fólk og fyrirtæki. Það gerist með auknu frelsi og lágum sköttum. Við þurfum að auka verðmætasköpun með öflugri innlendri framleiðslu og treysta stoðir útflutningsfyrirtækja því að þar liggur grunnurinn að gjaldeyrisöflun landsins. Vextir þurfa að vera lágir og verðbólga innan markmiða, þannig að við náum að halda stöðugleika til lengri tíma. Stöðugleiki er forsenda fyrir því að hægt sé að setja markmið til
lengri tíma og laða að erlenda fjárfestingu. Samkeppnisforskot okkar er græn orka. Við þurfum að nota græna orku til uppbyggingar atvinnulífs hér á landi. Íslensk framleiðsla er verðmætari og umhverfisvænni þar sem hún er byggð á endurnýjanlegri orku. Við þurfum að auka innlenda framleiðslu og fullvinna vörur hérlendis. Með endurnýjanlegri orku aukum við verðmætasköpun hér á landi. Stór hópur þeirra sem komnir eru á eftirlaun býr yfir reynslu og þekkingu og hefur vilja og getu til þess að nýta hæfileika sína og þekkingu sjálfum sér og samfélaginu til hagsbóta. Miða þarf starfslok við færni en ekki aldur. Við þurfum skýra framtíðarsýn fyrir komandi kynslóðir. Við lifum á tímum þar sem samfélagsbreytingar eru ekki bara djúpstæðar heldur ganga þær yfir á sívaxandi hraða. Ný samskiptatækni, gjörbreytt heimsmynd, nýjar áskoranir og tækifæri kalla á að stjórnmálaflokkar standi stöðugt vaktina. Loftslagsmál og umhverfisvá fá meira
vægi, ekki síst hjá yngri kynslóðum, og afstaða til kynjajafnréttis, frelsis- og mannréttindamála skiptir nýjar kynslóðir meira máli en áður. Við þurfum að geta endurhugsað, endurmetið og endurnýtt. Ég er mjög hlynnt stefnu Sjálfstæðisflokksins og grunngildum hans sem eru frelsi einstaklingsins og jafnrétti. Með því að stuðla að frelsi einstaklingsins og jafnrétti er lagður grunnur að velferð einstaklinga, fjölskyldna, atvinnulífs og samfélagsins alls. Það þarf að einfalda regluverk og minnka rekstur hins opinbera og útvista verkefnum í meiri mæli. Við eigum að vera óhrædd við að útvista verkefnum til einkaaðila sem hið opinbera kaupir þjónustu af. Þessi verkefni snúa t.d. að heilbrigðismálum og menntamálum. Eflum atvinnulífið, styðjum við nýsköpun, virkjum mannauðinn og förum betur með fjármuni. Það er hagur allra. Komist ég inn á Alþingi mun ég einbeita mér að þessum málum.“
22
KRAGINN
16. september 2021
„Frelsi með brauðinu hans afa“ Óli Björn Kárason þingmaður tekinn tali „Ég er alinn upp norður á Sauðárkróki og fékk ekki sjálfstæðisstefnuna með móðurmjólkinni, heldur öðlaðist ég sannfæringuna fyrir frelsi einstaklingsins með brauðinu hans afa. Í Sauðárkróksbakaríi voru þjóðmálin krufin og þar var griðastaður sjálfstæðra atvinnurekenda,“ segir Óli Björn Kárason, sem hefur verið þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi frá 2016 en var áður varaþingmaður. Áður en Óli Björn sneri sér að stjórnmálum var hann blaðamaður, ritstjóri og útgefandi. Hann hefur átt heima á Seltjarnarnesi frá 1994, kvæntur og þriggja barna faðir með einn hund. „Grunnur hugsjóna minna var lagður á æskuárunum, en hafa slípast með árunum, en á þeim byggi ég allt mitt starf á þingi,“ segir Óli Björn sem segir fátt skemmtilegra en að ræða um hugmyndir og hugsjónir, ekki síst við yngra fólk. Það hafi því glatt hann sérstaklega þegar nokkrir nemendur Fjölbrautaskólans í
Garðabæ, spurðu hann fyrir hvað Sjálfstæðisflokkurinn stæði, hver væri hugmyndafræði flokksins. „Svar mitt var einfalt: Við trúum á ykkur, hvert og eitt ykkar. Við viljum tryggja að þið getið notið hæfileika ykkar og dugnaðar. Við lítum á það sem skyldu okkar að ryðja úr vegi hindrunum svo þið getið látið drauma ykkar rætast.“
„Sjálfstæðisflokkurinn er eini stjórnmálaflokkurinn sem skilur að athafnafrelsi einstaklingsins tryggir jöfn tækifæri allra, fjölbreyttara og skemmtilegra samfélag og betri lífskjör. Frelsi einstaklingsins, öflugt atvinnulíf og bætt lífskjör skipta mestu máli.“
Óli Björn heldur því fram að ungt fólk vilji að komist sé að kjarna málsins og það hafi minni þolinmæði en aðrir fyrir stóryrðum eða fögrum loforðum stjórnmálamanns sem lofar öllum gulli og grænum skógum. „Að fá tækifæri til að ræða hugmyndafræði er gefandi og fátt er gleðilegra fyrir frambjóðanda stjórnmálaflokks sem byggir stefnu sína á trúnni á manninn, þroskamöguleika hans, hæfni til þess að stjórna
sér sjálfur, til að velja og hafna og til að leita sjálfur að eigin lífshamingju án þess að troða öðrum um tær eða þurfa á fyrirsögn eða handleiðslu annarra manna að halda um eigin mál,“ segir Óli Björn og bætir við: „Við sjálfstæðismenn megum ekki festa okkur í tæknilegum úrlausnarefnum og gleyma að huga að rótunum. Stjórnmálamaður sem byggir ekki á skýrri hugmyndafræði mótar ekki samfélagið heldur lætur embættiskerfið um það. Ég er sannfærður um að í stjórnmálum verði árangurinn lítill án ástríðu, sannfæringar, stefnufestu og löngunar til að berjast fyrir framgangi hugmynda.“
16. september 2021
KRAGINN
23
Land öflugs atvinnulífs Grundvallarstefna Sjálfstæðisflokksins er að frumkvæði einstaklingsins fái notið sín samfara ábyrgð á eigin athöfnum. Öflugt og fjölbreytt atvinnulíf er forsenda framfara og undirstaða velferðarkerfisins. Stjórnvöld eiga að skapa heilbrigt og hvetjandi umhverfi fyrir atvinnulífið
svo nýta megi krafta einstaklinganna til fulls. Lítil og meðalstór fyrirtæki eru hryggjarstykki íslensks atvinnulífs. Huga verður sérstaklega að umhverfi þeirra er varðar skatta, gjöld og regluverk til að styrkja samkeppnisstöðu þeirra.
Efnahagsmál og skattar Ein stærsta áskorun komandi mánaða og missera er að tryggja að sú jákvæða þróun sem átt hefur sér stað í efnahagsmálum, ekki síst á vinnumarkaði með fjölgun starfa og minna atvinnuleysi, haldi áfram. Halda þarf áfram þeirri efnahagsstefnu sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur haft forystu um allt frá árinu 2013, en jafnframt sækja ákveðið fram með umbreytingum á ýmsum sviðum. Þá getur Ísland sannarlega nýtt sér sóknarfærin og verið áfram land tækifæranna. Fjölmörg verkefni blasa við á flestum sviðum.
Hvernig tekist verður á við þau mun ráða mestu um hvort hægt sé að bæta lífskjör enn meira. Mikilvægt er að tryggja sjálfbærni ríkisfjármála til lengri tíma. Markmiðið er að rekstur ríkissjóðs verði orðinn jákvæður fyrir lok nýs kjörtímabils, fyrst og fremst með auknum útflutningstekjum og umbótum í opinberum rekstri. Leggja ber áherslu á að forgangsraða verkefnum og virkja einkaframtakið betur við veitingu opinberrar þjónustu. Sjálfstæðisflokkurinn hefur haft forystu um að fækka ríkisstofnunum og draga úr þátttöku ríkisins á fjármálamarkaði.
Gagnsæi og betri nýting skattfjár Gagnsæi í opinberri stjórnsýslu hefur verið aukið m.a. með birtingu allra reikninga ríkisins. Um leið hefur gagnsæi í atvinnulífinu aukist með gjaldfrjálsum aðgangi almennings að öllum ársreikningum fyrirtækja. Með Stafrænu Íslandi höfum við gjörbylt samskiptum
og viðmóti hins opinbera gagnvart landsmönnum og við þurfum að halda áfram á þeirri braut. Markmiðið er að bæta þjónustu, gera hana aðgengilegri, hagkvæmari, einfaldari og fljótvirkari. Um leið er skattfé almennings nýtt betur.
Frambjóðendur Sjálfstæðisflokksins Jón Gunnarsson, Guðbjörg Oddný Jónasdóttir, Arnar Þór Jónsson, Bryndís Haraldsdóttir, Bjarni Benediktsson, Sigþrúður Ármann, Óli Björn Kárason og Kristín Thoroddsen
Kosningaáherslur Sjálfstæðisflokksins Við tryggjum ábyrga efnahagsstjórn — forsendu þess að lífskjör á Íslandi batni enn frekar
Með Stafrænu Íslandi tryggjum við betri þjónustu, hraðari afgreiðslu, auðveldara aðgengi og einfaldara líf
Réttur til heilbrigðisþjónustu tryggður — þjónustutrygging setji fólk í fyrsta sæti
Við viljum stokka upp tryggingakerfi öryrkja og auka hvata til atvinnuþátttöku
Græn orkubylting — Ísland taki forystu í orkuskiptum með því að nýta græna innlenda orku
Nútímalegar, greiðar og öruggar samgöngur — uppbygging öflugri innviða með valfrelsi og fjölbreytni að leiðarljósi
Við ætlum að endurskoða tryggingakerfi eldri borgara frá grunni og hækka frítekjumarkið strax í 200 þúsund
Tryggjum frjáls alþjóðaviðskipti — höldum áfram að opna markaði um allan heim fyrir íslenskum útflutningi
Öflugra og fjölbreyttara atvinnulíf — lægri álögur, einfaldara regluverk og hvatar til nýsköpunar
Aukum fjölbreytni í menntakerfinu — til að halda í við öra þróun samfélags og þarfir atvinnulífsins
Land tækifæranna