REYKVÍKINGAR Greinar, viðtöl, krossgáta og sudokuþrautir
Kosningar 31. maí 2014
Tók pólitík fram yfir rokkið Bls. 2–3
Borgarstjóraefni Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík
Halldór Halldórsson Bls. 11
Kjósum valfrelsi í Reykjavík
Sumarið er komið Menning er Bls. 12
mikilvæg
Jórunn Pála Jónasdóttir laganemi við HÍ
Áslaug María Friðriksdóttir
Bls. 10
Reykjavík er ekkert án ungs fólks
Langþráð sumar teygir úr sér í Reykjavík með tilheyrandi grænu grasi, laufguðum trjám og grilllykt.
Bls. 6–7
Frjálshyggjuhipster og Nóbelsverðlaun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir & Magnús Sigurbjörnsson Systkinin Áslaug og Magnús fjalla um ungt fólk og Reykjavík
Hildur Sverrisdóttir og Börkur Gunnarsson Hildur og Börkur eiga það sameiginlegt að hafa gefið út bækur, vera alin upp á vinstri sinnuðum heimilum og unnið á átakasvæðum víðsvegar um heiminn. Núna eru þau í framboði fyrir Sjálfstæðisflokkinn í Reykjavík.
Áslaug Friðriksdóttir fjallar um hversu mikilvægu hlutverki menning gegnir í lífi borgarinnar.
2
REYKVÍKINGAR
„Það sem drífur mig áfram í borgarmálunum er sú vissa að hægt sé að gera miklu betur en gert er í dag í bæði þjónustu og rekstri. Það þarf að leyfa sér að stokka ákveðna hluti upp og óttast ekki breytingar.“
Tók pólitík fram yfir rokkið
Hvað er sveitamaður að vilja uppá dekk í Reykjavík?
Ég flutti í borgina 2010. Þá var ég hættur í sveitarstjórnarmálum og hafði ekkert hugsað mér að koma neitt meira nálægt því. En það var eitthvað sem togaði í mig að hlúa að garðinum mínum og garðurinn minn er hér í Reykjavík. Hér bý ég og líður ótrúlega vel. Ef ég væri að flytja til Reykjavíkur frá útlöndum fengi ég ekki þessa spurningu held ég. Þegar ég er í borginni þá er ég sakaður um að vera sveitamaður. Á Ísafirði var reyndar sagt að vatnið væri sótt yfir lækinn – þeir voru verulega hneykslaðir á því á Ísafirði að sérfræðingur að sunnan væri að taka við stjórninni hjá þeim. Ég var búsettur í Grindavík þegar ég flutti vestur. Ég átti heima á Framnesveginum þegar ég var smábarn. Að sögn foreldra minna virðist ég hafa verið hræddur við flugvélar þá, því ég hljóp víst alltaf inn þegar flugvélar flugu yfir en svo þroskaðist maður og fór að verða fylgjandi því að flugvöllurinn væri þarna. Framnesvegur segir þú, Ísafjörður, hvernig er ferðasagan, hvar hefur þú búið? Ég bjó bara eitt ár á Framnesvegi, fæddist fyrir vestan, þriggja ára fór ég vestur í Ögur, sextán ára fór ég suður aftur. Svo var það Reykjavík, Garðabær, Grindavík. Flyt svo vestur á Ísafjörð 32 ára og svo aftur suður árið 2010.
Menn eru hneykslaðir á hugmyndum meirihlutans um þéttingu byggðar þessa dagana og hafa því margir hallað sér að Sjálfstæðisflokknum en þú hefur sagt að þétting byggðar sé góð, hvernig geta menn verið öruggir um að talað verði við þá og þessar tillögur verði ekki að veruleika ef þið komist til valda?
Ég er fylgjandi skynsamlegri þéttingu byggðar til að skapa aðlaðandi borgarumhverfi. Það getur vel átt við þar sem er víkjandi iðnaðarhúsnæði, eða þar sem þarf að rífa húsnæði og byggja við. En ég er svo sannarlega ekki fylgjandi þéttingu byggðar í grónum hverfum, rétt eins og núverandi meirihluti er fylgjandi, ef íbúarnir taka slíkt ekki í mál allir sem einn. Meirihlutinn hefur aðeins hikað með þau áform og mun hika fram yfir kosningar og svo munu þeir fara á fullu í það aftur. Ég tel að aðferðir eigi að vera blandaðar. Skynsamleg þétting byggðar og að nota svæði eins og Úlfarsárdalinn þar sem lóðir eru ódýrari og fljótlegra að gera þær klárar. Við eigum að horfa á sérstöðu hvers hverfis og gera þau eins sjálfbær með alla þjónustu og hægt er. Og við eigum að flytja sem mesta atvinnustarfsemi í hverfin í austurborginni. Sumum hefur ekki fundist þetta nógu skýrt orðað hjá ykkur sjálfstæðismönnum með flugvöllinn. Eruð þið grjótharðir með honum eða ekki?
Halldór hefur komið víða við, allt frá sjúkraflutningamanni til bæjarstjóra, enda óhræddur við breytingar og erfið verkefni.
Það stendur í stefnuskrá okkar sjálfstæðismanna að flugvöllurinn verði í Vatnsmýrinni um fyrirsjáanlega framtíð. Við ætlum að standa vörð um innanlandsflugið og höfnum því að hann verði færður til Keflavíkur. Okkar fulltrúar, Hildur, Júlíus og Marta greiddu atkvæði gegn deiliskipulaginu um flugvöllinn, sem lagt var fram í lok mars og meirihlutinn samþykkti. Vegna þess að við teljum það vitleysu að vera að hrófla við þessu á meðan Rögnunefndin svokallaða er að störfum. Þá munu Reykvíkingar fá að kjósa um tillögurnar. Við vitum að 72% vilja hafa flugvöllinn áfram. Það er alveg ljóst að ef núverandi meirihluti verður kosinn aftur mun hann telja sig kominn með umboð til að leggja flugvöllinn af. Þess vegna er Sjálfstæðisflokkurinn skýr valkostur í þessu máli sem öðrum.
sjálfstætt starfandi aðila, leggja meiri áherslu á útboð, nýta kosti einkamarkaðarins til að ná fram hagræðingu. Það skilur okkur algjörlega frá hinum flokkunum. Þar liggur okkar aðgreining alveg kristalskýr. Ég skil sjaldnast fólk sem fer í pólitík þar sem allir eru að ráðast hver á annan og allt verður svo agressívt og ljótt, af hverju fórstu ekki frekar í rokkið, þar elska allir hlustendur hljómsveitarmeðlimina, hvers vegna í ósköpunum valdir þú pólitík? Ég hef prufað bæði rokkið og pólitíkina. Ég kom fram á Aldrei fór ég suður eftir að Mugison hafði legið í mér og nuddað í mér með að koma fram. Þetta var orðið neyðarlegt, ég varð að koma fram og rokka á tónleikum. Þetta var mjög skemmtilegt en eftir tónleikana var niðurstaða bæði mín og Mugison að ég ætti að halda áfram í pólitík.
Hver eru aðalmálin ykkar?
Eitt af því fallega sem hægt er að hrósa sjálfstæðismönnum fyrir er „realísk“ pólitík, raunsæi. En er eitthvað sem þú brennur fyrir, eitthvað sem er ekki bara eitthvað raunsæi?
Við höfum lagt áherslu á húsnæðismál og skólamál og greiðslur til foreldra til að dekka bilið frá fæðingarorlofi fram að leikskóla, það nýtist til að jafna kostnað hjá dagforeldrum þannig að um sama kostnað sé að ræða eins og að barnið sé í leikskóla. Áherslur okkar um að virkja meira
Já. Mér finnst tækifærin til að gera breytingar í skólamálum hér í Reykjavík svo ótrúlega mikil. Það er hægt að nýta svo mörg tækifæri þar, efla sérstöðu hvers og eins
Reykvíkingar – 1. tölublað, 1. árgangur Ritstjórn: Skúli Hansen ritstjóri, Nanna Kristín Tryggvadóttir, Erla Margrét Gunnarsdóttir, Börkur Gunnarsson, Stefanía Sigurðardóttir, Hjördís Guðmundsdóttir og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir. Útgefandi: Vörður – fulltrúaráð sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík.
3
REYKVÍKINGAR skóla. Mér finnst skólarnir bjóða upp á svo mörg tækifæri með aukið valfrelsi skólanna. Foreldrar í Garðabæ eru ánægðir með þetta í bænum sínum, við getum gert það enn betur. Mér finnst þetta reyndar raunsætt en auðvitað er þetta líka draumur um að gera góða hluti betri. Kennararar setja nemendur í fyrsta sæti. Við eigum að sjá til þess að kerfið geri það líka. Ég tel að hægt sé að bæta umferðarflæði í borginni til muna og draga þannig bæði úr mengun og slysahættu. Fólk á að komast á milli heimilis og vinnu án vandkvæða, það á að hafa alvöru val um ferðamáta en ekki þvingun. Við styðjum áframhaldandi uppbyggingu göngu- og hjólastíga og að bæta strætó enda er það leið til að fjölga valkostum og bæta þá. Mér finnst líka rosalega spennandi að sækja um umhverfisvottun fyrir höfuðborgina, það eru mörg tækifæri í því. Að geta vísað til vottunar er styrkleiki fyrir atvinnulífið í borginni, ferðaþjónustuna, matvælaframleiðslu o.fl. Svo brenn ég líka bara fyrir því að breyta. Það eru tækifæri í rekstrinum, tækifæri til að lækka skatta, eitthvað sem skilar sín til allra. Í tíð meirihlutans hefur kostnaður fjölskyldunnar hækkað um 400.000 kr. á kjörtímabilinu. Ég trúi því ekki að borgarbúar vilji að það haldi áfram.
„Í tíð meirihlutans hefur kostnaður fjölskyldunnar hækkað um 400.000 kr. á kjörtímabilinu. Ég trúi því ekki að borgarbúar vilji að það haldi áfram.“ Halldór og María Sigríður dóttir hans
Nú ertu aftur kominn hingað í sollinn til okkar Reykvíkinga, þig langar ekki aftur í sveitina? Sveitina? Já, ég meina aftur á Ísafjörð? Ísfirðingar kalla nú Ísafjarðarkaupstað borg. Já, sorrý, afsakaðu fordómana. Hérna kominn aftur úr Ísafjarðarborginni og aftur til Reykjavíkurborgar, er ekki sollurinn frekar þreytandi? Nei, mér líður vel í borgarumhverfi. Ég er hrifinn af borgarumhverfi. Bæði hér og erlendis. Hef engan hug á því að koma mér úr því. En alvöru sveitin eins og Ögursveit, er það litla samfélag sem er nánast horfið, þar eiga sjö manns lögheimili í dag. Það er mest lattelepjandi samfélag á landinu. Á sumrin eru þar starfrækt þrjú kaffihús. Þrjú kaffihús fyrir sjö íbúa, það er ábyggilega einhverskonar met. Eitthvað að lokum? Allskonar fikt í skipulagi og gatnakerfi, að eyða tugum, jafnvel hundruðum milljóna í breytingar sem íbúar eru hundóánægðir með, það er rangt. Íbúar í Reykjavík eru óánægðastir með þjónustuna á höfuðborgarsvæðinu, eiginlega óánægðir með flest. Það er mjög mikil reiði vegna sameiningar skóla. Mikil óánægja með hvernig hefur verið staðið að því að hreinsa borgina á kjörtímabilinu, slá og halda hreinu þótt núna rétt fyrir kosningar sé fólk fyrst að sjá einhverja bragarbót á því. Eins og einn Reykvíkingurinn sagði við mig um daginn: „Ég vildi að það væru kosningar á hverju ári, því nú fyrst allt frá því fyrir fjórum árum síðan er verið að slá fyrir utan hjá mér og göturnar eru hreinar. Ég mun ekki upplifa þetta aftur fyrr en mánuði fyrir kosningar eftir fjögur ár“. Hunsun meirihlutans á hátt í áttatíu þúsund undirskriftum þjóðarinnar vegna flugvallar segir eitthvað. Hverfaskipulag sem átti að troða ofan í kokið á íbúum og verður troðið ofan í þá eftir kosningar er dæmi um valdníðslu. Það er mikilvægt að vinna skipulag og hugmyndir en það þarf að gera í samvinnu við íbúana. Allt þetta segir mér það að fólk hljóti að vilja breytingar í vor. Það er bara ein leið til að tryggja sér það, það er að kjósa Sjálfstæðisflokkinn. Við boðum breytingar, við boðum íbúalýðræði og viljum leggja okkur fram um að gera góða borg enn betri. Þannig fáum við dásamlega Reykjavík. Borg sem við öll erum stolt af og líður vel í.
Halldór á að baki mikla og fjölbreytta reynslu en hann fór að heiman aðeins 16 ára og hefur síðan þá starfað sem sjúkraflutningamaður, sjómaður, verið í björgunarsveit, starfað við vélavinnu og unnið í bókhaldi auk þess sem hann hefur rekið sitt eigið fyrirtæki, svo dæmi séu tekin. Eftir að hafa starfað sem bæjarstjóri Ísafjarðar frá 1998–2010 ákvað Halldór að skipta um vettvang. Hann flutti því til Reykjavíkur og lauk MBA-prófi og MS-prófi í mannauðsstjórnun. Á meðan á náminu stóð starfaði hann einnig sem formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga en hann tók við þeirri stöðu árið 2006. Líkt og starfsferill Halldórs sýnir fram á er hann maður framkvæmda og er óhræddur við að takast á við ný verkefni. Áhugamál Halldórs eru útivist, fjallamennska og sérstaklega sjókajakróður og ferðalög um óbyggðir en hann lítur einnig á störf sín í sveitastjórn sem áhugamál. Halldór er mikill fjölskyldumaður en hann er giftur Guðfinnu M. Hreiðarsdóttur sagnfræðingi og á fjögur börn. Halldór fór út í pólitík af áhuga og þeirri vissu að hann gæti haft áhrif og náð fram breytingum til að bæta skilyrði borgaranna. Hann hefur einlægan áhuga á samfélags- og sveitarstjórnarmálum, skýra hugmyndafræði og mikla reynslu.
4
REYKVÍKINGAR
Rölt um Reykjavík Í mars sl. gengu frambjóðendur Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík um öll hverfi borgarinnar. Tilgangurinn með röltinu var að gefa íbúum borgarinnar tækifæri til að hitta frambjóðendur og koma með ábendingar um það sem betur mætti fara í hverfum borgarinnar.
Í öllum þeim hverfum sem frambjóðendurnir heimsóttu var eitt mál sem allsstaðar var tekið upp. Íbúar borgarinnar vilja sjá eðlilega grunnþjónustu setta í forgang. Þeir vilja að götur séu þrifnar og snjórinn mokaður að vetri til, að tún séu slegin og að eignum borgarinnar, hvort sem er grindverkum eða skólabyggingum, sé viðhaldið með sómasamlegum hætti.
Frá Kjalarnesi yfir í Vesturbæinn og allt þar á milli hittu frambjóðendur íbúa okkar dásamlegu borgar og tóku við ábendingum um hvað betur mætti fara, allt frá viðhaldi að skipulagsmálum og því sem skiptir íbúa máli í hverfum borgarinnar.
Við sjálfstæðismenn viljum sjá dásamlega Reykjavík og lofum því að gera okkar besta til að hlusta á íbúana.
Vesturbær Það fólk sem við hittum fyrir í Vesturbænum benti okkur á nauðsyn þess að efla íþróttaaðstöðuna í hverfinu. Þannig er til dæmis engan battavöll að finna í Vesturbænum þrátt fyrir að þar sé mikil og raunar aldarlöng knattspyrnuhefð. Einnig bentu íbúarnir okkur á mikilvægi þess að efla aðstöðu KR og KV við Frostaskjól. KR-ingar hafa lengi óskað eftir leyfi til að stækka íþróttaaðstöðu sína en núverandi borgarstjórnarmeirihluti áætlar hins vegar að þétta byggð og byggja íbúðarhúsnæði á þeim örfáu reitum í kringum KR-svæðið sem gætu nýst til að stækka æfingaog keppnisaðstöðu félagsins. Þá benda íbúarnir á að nauðsynlegt sé að tryggja aðstöðu fyrir KV sem nú hefur tryggt sér sæti í 1. deild. Þá kvörtuðu margir íbúar við okkur yfir sprengingunum á Lýsisreitnum sem valdið hafa íbúum hverfisins tjóni. Loks lögðu þeir áherslu á áframhaldandi veru Reykjavíkurflugvallar í Vatnsmýrinni.
Smáíbúða-, Bústaða-, Fossvogs og Háaleitishverfi Íbúar Smáíbúða-, Bústaða- og Fossvogshverfis voru fljótir að benda okkur í hverfagöngunni á hversu mikið hverfið líður fyrir hraðakstur á Bústaðavegi. Það er svo sannarlega áhyggjuefni og vandamál sem leysa má með einföldum hætti með göngubrú eða undirgöngum. Þá bentu margir íbúar frambjóðendum okkar á að almennri umhirðu, svo sem túnslætti, sorphirðu og þrifi á veggjakroti, væri alls ekki sinnt nógu vel í hverfinu. Í Háaleitishverfi bentu íbúar okkur á þörfina fyrir að byggja mislæg gatnamót við Miklubraut og Kringlumýrarbraut til að auka flæði umferðarinnar og draga úr alvarlegum umferðarslysum.
Mið- og Austurbær Í Mið- og Austurbæ Reykjavíkur kvörtuðu íbúarnir yfir hirðuleysi borgarmeirihlutans og lögðu áherslu á að meiri fjármunum verði varið í að hreinsa götur hverfisins. Þá höfðu foreldrar í Austurbænum miklar áhyggjur af því hversu langir biðlistar væru inn á leikskóla hverfisins. Loks kvörtuðu íbúar Miðbæjarins yfir því að ferðamannarútur keyri ítrekað inn í íbúðagötur. Við Sjálfstæðismenn ætlum að leggja okkar að mörkum að glæða miðbæinn lífi.
Hlíða- og Holtahverfi Í hverfagöngunni í Hlíða- og Holtahverfi komu ítrekað fram áhyggjur íbúa hverfisins af hirðuleysi. Illa og jafnvel óslegið gras, óhreinar götur og gangstéttir, grindverk sem sárlega þarfnaðist viðhalds og gömul jólatré á víðavangi. Þá lögðu margir íbúanna áherslu á mikilvægi þess að umferðaröryggi í hverfinu yrði aukið, en stór umferðaræð skiptir hverfinu í tvennt. Þannig heyrðust raddir um að leysa mætti þetta vandmál með því að byggja göngubrú líka þeirri sem finna má á Kringlumýrarbraut. Slík brú gæti vafalaust komið í veg fyrir slys sem og skapað betra umferðarflæði.
5
REYKVÍKINGAR
Grafarvogur Í hverfagöngu frambjóðenda í Grafarvogi urðu þeir varir við ýmislegt sem betur mætti fara. Þannig skorti til dæmis lögbundnar sebrabrautir við mörg gatnamót og viðhaldi göngustíga var verulega ábótavant. Loks var skortur á umhirðu í hverfinu augljós en frambjóðendur fundu á göngu sinni jólatré sem legið hafði á víðavangi í tæpa þrjá mánuði. Jólatrénu var að sjálfsögðu hent beint inn í jeppa Björns Gíslasonar frambjóðanda sem sá um að farga trénu hjá Sorpu. Þá höfðu margir íbúar orð á því hversu óánægðir þeir væru með samráðsleysi borgaryfirvalda, sérstaklega í tengslum við sameiningar skóla í hverfinu.
Grafarholt, Úlfarsárdalur og Kjalarnes Íbúar Grafarholts og Úlfarsárdals tjáðu frambjóðendum skýrt og skorinort að klára þurfi að byggja upp hverfið sem allra fyrst. Töldu íbúarnir að núverandi meirihluti Samfylkingar og Besta flokks/Bjartrar framtíðar hafi sýnt því verkefni takmarkaðan áhuga. Íbúar sögðu að þessu verkefni mætti ljúka með fljótlegum hætti ef boðið yrði út í hverfinu aukið magn lóða á hagstæðu verði. Þá lögðu íbúar megináherslu á að staðið verði við gerða samninga, Fram-svæðið klárað og flutningi íþróttafélagsins úr Safamýri yfir í Úlfarsárdal lokið eins fljótt og mögulegt er. Bent var á að óviðunandi sé að íþróttafélag af þessari stærðargráðu fái ekki aðstöðu til að spila heimaleiki sína í eigin hverfi. Þá var bent á að veita þyrfti sömu grunnþjónustu í þessu hverfi og veitt er í öðrum hverfum borgarinnar. Þá var kallað eftir því að byggð yrði sundlaug í hverfinu. Kjalnesingar lögðu ofuráherslu á að Sundabrautin verði kláruð eins fljótt og auðið er svo íbúar hverfisins geti átt auðveldara með að sækja alla þjónustu.
Langholts- og Laugarneshverfi Það fór ekki á milli mála í hverfagöngunni okkar í Langholts- og Laugarneshverfi að stærsta málið í huga íbúa þar er verndun Laugardalsins. Íbúarnir tóku það mjög skýrt fram við frambjóðendur að þeir hefðu verulegar áhyggjur af þeirri uppbyggingu sem áætluð er samkvæmt hinu nýsamþykkta aðalskipulagi norðan megin við Suðurlandsbraut og þeim áhrifum sem sú uppbygging mun hafa á íþrótta- og útivistarsvæðið í Laugardalnum. Jafnframt höfðu þó nokkrir íbúar hverfisins áhyggjur af þeim áhrifum sem fyrirhuguð þrenging Suðurlandsbrautar mun hafa á umferðarflæði í hverfinu og óttuðust sumir þeirra að umferðin gæti færst yfir í íbúðagötur.
Árbær og Norðlingaholt Skortur á umhirðu var lykilmál í huga þess fólks sem varð á leið okkar um Árbæ og Norðlingaholt. Voru íbúar sammála um að grunnþjónusta á borð við snjómokstur, grasslátt og almenna umhirðu ætti að vera sjálfsagt mál. Þá ítrekuðu íbúar væntumþykju sína á Elliðaárdalnum og lögðu áherslu á að borgaryfirvöld yrðu að standa vörð um útivistarparadísina sem þar er að finna. Einnig var umtalað í hverfinu hversu óvirkt íbúalýðræðið í borginni væri og töldu margir að því miður hefði meirihlutinn ekki sýnt vilja til að virkja íbúalýðræðið með almennilegum hætti þrátt fyrir síendurtekið tal um slíkt. Loks bentu margir íbúar okkur á að nauðsynlegt væri að efla íþróttaaðstöðuna á Fylkissvæðinu og vísuðu þá sérstaklega til stúkunnar við Fylkisvöllinn en erfiðlega hefur gengið að fá borgarmeirihlutann til að veita fjármagn til uppbyggingar hennar.
Breiðholt Margt áhugavert kom í ljós þegar við gengum um Breiðholtið. Það er ljóst að íbúar hverfisins telja það hafa verið skilið útundan á síðustu árum. Bent var á hversu illa eignum borgarinnar í hverfinu hefur verið haldið við á liðnu kjörtímabili og höfðu íbúar hverfisins sérstakar áhyggjur af skólabyggingum; einkum Breiðholtsskóla. Einnig komu íbúar á framfæri við okkur kvörtunum yfir því hversu sjaldan og illa götur hverfisins eru mokaðar að vetri til, þannig hafi sumar götur til dæmis í Fellahverfi gjarnan verið svo gott sem ófærar. Loks lögðu margir til að íþrótta- og tómstundaaðstaða í hverfinu yrði bætt. Bæði töldu íbúar að bæta þyrfti aðstöðu ÍR og Leiknis en jafnframt töldu þeir að koma þyrfti fyrir annars konar aðstöðu, líkt og battavöllum sem sárvantar í Efra-Breiðholti, en slíka velli má finna í flestum öðrum hverfum borgarinnar.
6
REYKVÍKINGAR
Frjálshyggjuhipster og Nóbelsverðlaun
Segið aðeins frá ykkur, hver eruð þið og hvaðan komið þið? Börkur: „Ég kem úr Garðabænum, en hef búið mest í Reykjavík. Annars í Prag, Bagdad, Berlín, Kabúl og Kópavogi.“ Hildur: „Ég er 35 ára, makalaus og barnlaus Reykvíkingur sem býr í gamla Vesturbænum. Ég er lögfræðingur að mennt en er núna borgarfulltrúi og var varaborgarfulltrúi framan af kjörtímabilinu þar sem ég hef aðallega verið að stússast í umhverfis- og samgöngumálum.“ Hvað gerið þið helst í frístundum? Hildur: „Þegar maður vinnur svona vinnu blandast frístundirnar oft saman við vinnuna þar sem eitt það skemmtilegasta sem ég veit er að spekúlera í pólitík með góðum vinum. Maður gerir nú lítið annað í kosningabaráttu þannig að ætli það flokkist þá ekki helst undir einhverjar frístundir að tala um borgarmál yfir rauðvíni eða Brio með vel völdu fólki. Svo finnst mér lúxus að labba á milli funda með Spotify í eyrunum. Kemur í staðinn fyrir jóga.“ Börkur: „Ég spila fótbolta og les bækur eða skrifa þær, bý til bíó eða horfi á það.“ Hvaða þremur hæfileikum búið þið yfir sem lesendur vita ekki? Hildur: „Ég var í bjöllukór sem unglingur og villti þar með á mér heimildir sem villingur sem bæði rændi frostpinnum úr kjörbúðinni og stal kladdanum og brenndi hann á bakvið strætóskýli með nokkrum vinkonum. Við vildum kladdann burt úr lífi okkar. Sem barn dvaldi ég öll sumur á Ítalíu þar sem kennararnir, foreldrar mínir, notuðu sumrin í að starfa sem fararstjórar. Mamma mín var þar barnafararstjórinn þannig að í æsku minni sá ég höfrungasýninguna cirka 100 sinnum. Í fyrsta skipti sem ég fór í „pedicure“ vissi ég ekki að maður mætti ekki fara heim í lokuðum skóm til að eyðileggja ekki
lökkunina. Ég labbaði því heim um götur London með nýja fína rauða naglalakkið í neongrænum og alltof stórum einnota pappírssandölum viðstöddum til mikillar kátínu. Börkur: „Ég er skrambi snjall í lúdó, vinn oftast kærustuna mína í rússa og get auðveldlega hesthúsað heilu Síríus súkkulaði á meðan aðrir ná varla að blikka auga.“ Af hverju hafið þið áhuga á að vera í pólitík? Hildur: Frá því að ég var unglingur hef ég alltaf verið að stússast í alls konar samfélagsmálum. Ég var ein af þeim sem stofnuðu Jafningjafræðsluna, vann í flóttamannabúðum í Serbíu og með laganámi var ég framkvæmdastjóri V-dagsins gegn kynferðisofbeldi. Eftir að hafa fullorðnast og klárað laganámið lá beint við að nota þá þekkingu og samfélagsáhugann í pólitíkinni. Hrunið ýtti svo á mig þar sem það var bara of pirrandi að heyra hversu galin umræðan var þá oft og tíðum án þess að reyna að bæta eitthvað úr því. Börkur: „Ég hafði bara áhuga á að vera í félagsmálum. Vinna með fólki að því að bæta umhverfi okkar í borginni. Þótt ég hafi ekki gengið í Sjálfstæðisflokkinn fyrr en ég var orðinn 16 ára gamall þá var ég þegar búinn að taka mín fyrstu skref í átt til flokksins sex eða sjö ára gamall. Þá tók ég mig til og hringdi í þáverandi formann Sjálfstæðisflokksins og forsætisráðherra landsins, Geir Hallgrímsson. Það er vinsamlegt þjóðfélag sem við lifum í að sjö ára strákur geti tekið upp símann og hringt í forsætisráðherrann til að bera upp erindi sitt. Ég vildi óska að ég hefði haft þroska til að sýna þessu opna lýðræðissamfélagi okkar meiri virðingu en ég gerði þá. En það sem Geir vissi ekki var að ég hafði nokkrum mínútum áður hringt í mann sem hét Bolli og spurt hann hvort frú Undirskál væri heima? Geir spurði ég aftur á móti hvort hann væri með geirnef eða hvers vegna hann
væri með svona stórt nef? Svo skellti ég á og uppskar mikinn hlátur sjö ára vinkonu minnar sem fannst ég svo flottur. Þannig að fyrsta viðreynsla mín við stelpu var á kostnað Sjálfstæðisflokksins, formannsins sjálfs og þáverandi forsætisráðherra landsins. Ég er hugsanlega að reyna bæta fyrir þessi bernskubrek með framboði mínu núna. Í það minnsta þá hringi ég í oddvitann okkar reglulega og er með merkilegra erindi en að spyrja hvort hann sé með lítil eyru eða stórt nef.“ Hvers vegna Sjálfstæðisflokkurinn? Börkur: „Ég ólst upp á mjög vinstri sinnuðu heimili, bæði móður- og föðurættin var Alþýðuflokks- og Alþýðubandalagsfólk. En ég ólst upp í hægri sinnuðu hverfi og komst að því að þrátt fyrir fyrirlestra frændfólks míns um skelfingar kapítalismans að þá væru kannski þessir nágrannar sem gáfu mér kókómjólk og banana ef ég var læstur úti ekki fulltrúar hins illa á jörðunni. Sjálfstæðisflokkurinn er sá flokkur sem sýnir landsmönnum öllum mesta virðingu með ráðdeild og hagsýni. Hann sýnir almúgafólki virðingu með góðum rekstri og forðast í lengstu lög að seilast í vasa þess.“ Hildur: „Ég er líka alin upp af jafnaðarmönnum og margir vina minna eru jafnaðarmenn og því var það alls ekki augljóst að Sjálfstæðisflokkurinn myndi njóta krafta minna. En í gegnum laganámið fór að ég spyrja þessara grundvallarspurninga um hvar sanngirnin, réttlætið og tækifærin liggja til að hægt sé að lifa á sínum forsendum sem frjáls manneskja. Og því var auðsvarað. Ég trúi einlægt á að samfélagi farnist betur þegar fólki er gefið svigrúm til að gera vel og fái að ákveða það sjálft. Ég er mjög frjálslynd og leiðist þegar sjálfsköpuð pólitísk rétthugsun gengur lengra fram en góðu hófu gegnir og gerir jafnvel oft illt verra. Ég trúi á að ein skoðun trompi aðra ekki sjálfkrafa nema fyrir því séu haldbærar og efnislegar ástæður en
ekki bara óttinn við hvað öðrum finnst. Til að standa undir þeim lífsskoðunum mínum gaf ég til að mynda út bók um kynlífsfantasíur íslenskra kvenna. Mér finnst það ríma fínt við frjálslyndisstefnu Sjálfstæðisflokksins.“ Nú hefur svolítið verið talað um að þátttaka ungra í pólitík hefur minnkað á síðustu árum, hafið þið fundið fyrir því? Börkur: „Er ekki bara eðlilegt í samfélagi þar sem stóru hlutirnir eru svona nokkurn veginn í lagi að fólk hafi lítinn áhuga á að skipta sér af pólitík? Ég hef búið í samfélögum í AusturEvrópu og víðar þar sem hlutirnir eru í alvöru ekki í lagi. Það er eðlilegt að þar brenni menn af áhuga út af pólitík en skiljanlegt að hann sé aðeins minni í samfélögum eins og á Íslandi. Ég veit að borgin verður miklu betri ef sjálfstæðismenn fá að stýra henni en það er ekki eins og ég haldi að allt fari í kaldakol í borginni ef þeir gera það ekki. Fólk er þokkalega menntað í þessu samfélagi og öfgar og ógnir ekki miklar.“ Hildur: „Ég held að það sé beggja blands. Ég held að það unga fólk sem hefur áhuga á pólitík taki þátt á mjög öflugan og mögulega þroskaðri og útpældari hátt en kynslóðin á undan. Þessir krakkar ólust eflaust upp við gagnrýnni hugsun þegar þau voru að mótast sem manneskjur eftir hrunið. Hins vegar virðist pólitískur áhugi ungs fólks almennt fara minnkandi – og það er vissulega áhyggjuefni – nema eins og Börkur segir að kannski hafa þau það bara of gott. En þau ættu að láta sig þetta varða. Þetta snýst um þeirra framtíð.“ Hvað haldið þið að séu mikilvægustu málefni ungra í dag? Börkur: „Ég hef aldrei upplifað mig sem ungan né mun ég nokkurn tímann upplifa mig sem gamlan. Svara fyrir hvorugan hópinn.“ Hildur: „Húsnæðismál. Það þarf að minnka þrýstinginn á allt of eftirsóttum
7
REYKVÍKINGAR Puzzle 1 (Medium, difficulty rating 0.46)
húsnæðismarkaði þar sem framboðið er ekki nægilegt. Núverandi meirihluti ber þar mikla ábyrgð með að hafa ekki deilt út nægilega mörgum lóðum, hvorki í félagslega kerfinu né á almennum markaði. Því þarf að útdeila lóðum strax og bjóða upp á samkeppnishæf gjöld, sem meðal annars taka þá mið af fermetrafjölda íbúða svo að það kosti minna að byggja smærra og ódýrar. Svo finnst mér að allt ungt fólk þurfi að passa upp á að hafa frjálslynt aðhald á þá sem eldri eru. Það er allt of mikið hagsmunamál allra að fá sem mest að ráða sér sjálfir til að vera ekki á tánum gagnvart sjálfsögðum réttindum. Sumir eru svo skeytingarlausir að þau eru fótum troðin alla daga af því að einhverjir stjórnmálamenn segja okkur að það sé betra svoleiðis. Af hverju eigum við til dæmis ekki frjálst val um að vera heima með litlum börnum, hafa þau hjá dagforeldri eða á smábarnaleikskóla? Af hverju þykir ekki sjálfsagt að skólarnir keppi um krakkana þegar þau verða sex ára, á grundvelli þjónustu og metnaðar? Af hverju ákveða yfirvöld hvar og hvenær fólk getur keypt sér áfengi? Og þannig mætti áfram telja.“ Hvar sjáið þið Reykjavík fyrir ykkur eftir 10–15 ár? Börkur: „Þá verða borgarstjórnarfundir haldnir í geimskipi sem svífur fyrir ofan Tjörnina og sviðakjammarnir og sviðasultan verður matreidd í pilluformi. Nei, what? Ég veit það ekki, ekki hugmynd. Svo framarlega sem Reykvíkingurinn Börkur Gunnarsson sé bæði búinn að vinna Nóbelsverðlaunin og Óskarsverðlaunin eftir 15 ár, þá held ég að allt verði bara í fínu lagi í Reykjavík árið 2029.“ Hildur: „Ég mun þá augljóslega geta státað af því að hafa einu sinni verið í borgarstjórn með Nóbelsog Óskarsverðlaunahafa. Og svo vona ég að Reykjavík verði komin lengra í skynsamlegu skipulagi þar sem við búum þéttar, ódýrar og með betri almannasamgöngum. Ég get þó viðurkennt að ég er hrædd um að Reykjavík verði komin í mjög vond mál fjárhagslega og sá reikningur lendi á framtíðarkynslóðum. Nú þegar er Reykjavík alltof skuldsett án þess að standa undir lágmarksþjónustu og það er ekkert í kortunum um að þar verði breytt um kúrs sem heitið getur nema við sjálfstæðismenn komumst aftur til áhrifa. Þetta er áhyggjuefni af því að þótt það sleppi kannski fyrir horn núna að ýta þessum skuldavanda á undan sér þá verður það ekki þannig endalaust. Það mun koma að skuldadögum og ég hef áhyggjur af þeim dögum. Vonandi verður þá samt ennþá ókeypis að rölta niður að Tjörn og horfa á mávana stela brauði frá öndunum. Þó að það sé að sjálfsögðu eins og kemur fram í frjálshyggju hipstersins: „There is no such thing as a free brunch!““
SUDOKU
Sudoku er skemmtileg talnaþraut. Markmiðið er að fylla út í reitina þannig að í hverjum 3x3 reit birtist tölurnar 1-9. Það verður að gerast þannig að hver níu reita lína, bæði lárétt og lóðrétt birti tölurnar 1-9. Aldrei má tvítaka neina tölu í röðinni. Góða skemmtun!
9
5
6 5
4
Puzzle 1 (Very hard, difficulty rating 0.82)
8 8
3
1
7
5
6
1
7 3
8 7
2
Einföld
6
2
6 5
2 4
1 9
1
4
1
8 7
2
8 1
3
8 3
9
6
Generated by http://www.opensky.ca/~jdhildeb/software/sudokugen/ on Tue May 6 14:44:04 2014 GMT. Enjoy!
8
4 3
5
3
1
6
3 6
2
9 4
2 1
3 7
5
8
2
Erfið
3
2 6
Generated by http://www.opensky.ca/~jdhildeb/software/sudokugen/ on Tue May 6 14:44:42 2014 GMT. Enjoy!
8
REYKVÍKINGAR
Áfram grænan Laugardal Ásýnd borgar er eitt af því sem gerir hana að því sem hún er. Ásamt menningu og mannlífi glæðir fallegt umhverfi hana lífi. Nú er vegið að ásýnd Reykjavíkur með fyrirhuguðum byggingum við norðanverða Suðurlandsbraut við Laugardalinn. Samkvæmt nýju aðalskipulagi Reykjavíkur stendur til að þrengja verulega að dalnum með uppbyggingu háhýsa meðfram Suðurlandsbrautinni. Borgaryfirvöld, sem ættu að vernda svæði eins og Laugardalinn, láta skammtímagróða stjórna gjörðum sínum. Þessi uppbygging mun þrengja verulega að íþrótta- og útivistarsvæðinu í Laugardalnum og skerða þau verðmæti er felast í þessu einstaka svæði.
Lára Óskarsdóttir stjórnendamarkþjálfi og kennari
Dalurinn geymir þjóðarleikvanga okkar, Laugardalsvöllinn og -höllina. Hann geymir einnig glæsilega sundlaug, skautahöll og líkamsræktarstöð ásamt Grasagarði og Húsdýra- og fjölskyldugarði. Í dalnum er jafnframt rekið mikilvægt starf tveggja íþróttafélaga, Ármanns og Þróttar. Eigi yfir
Tækifæri úthverfa
Tækifæri borgarinnar liggja í úthverfum Reykjavíkur. Grafarvogur, Breiðholt, Árbær, Grafarholt, Úlfarsárdalur, Kjalarnes og Norðlingaholt. Allt eru þetta róleg og barnvæn hverfi sem einkennast af fjölbreyttu mannlífi og blandaðri byggð. Helsti gallinn við að búa í úthverfum Reykjavíkur er að borgarstjórnarmeirihluti Samfylkingarinnar og Besta flokksins/Bjartrar framtíðar hefur á liðnu kjörtímabili sýnt þessum hverfum lítinn sem engan áhuga og í raun látið þau sitja á hakanum.
Styrkja þarf íþrótta- og tómstundastarf í úthverfunum. Það vantar sundlaug í Úlfarsárdal svo börnin þar þurfi ekki að sækja skólasund yfir til Mosfellsbæjar. Ljúka þarf flutningi íþróttafélagsins Fram úr Safamýrinni yfir í Grafarholt og Úlfarsárdal, klára þarf uppbyggingu áhorfendastúku við Fylkisvöll og sömuleiðis þarf að efla íþróttaaðstöðu, bæði hjá Fjölni, ÍR og Leikni. Þá þarf að passa upp á að viðhald mannvirkja fyrir íþrótta- og tómstundaiðkun sé ásættanlegt. Það gengur til dæmis ekki að börn í Fellahverfi þurfi að sætta sig við malarvöll þegar börn í flestum öðrum hverfum borginnar hafa aðgang að battavöllum. Það skiptir meginmáli að grunnþjónusta í úthverfunum verð efld til muna. Auka þarf verulega almennt viðhald, grasslátt, snjómokstur o.fl., en mörg þessara verkefna hafa hreinlega verið í biðstöðu síðastliðin fjögur ár. Loks þarf að tryggja að allar ákvarðanir um málefni úthverfanna,
Herdís Anna Þorvaldsdóttir framkvæmdastjóri
einkum og sérstaklega ákvarðanir er varða grunnþjónustu, séu teknar í sátt og samlyndi við íbúana. Eflum úthverfin og setjum X við Dásamlega Reykjavík í vor.
höfuð að byggja í dalnum væri það eingöngu til að styrkja Laugardalinn sem grænt svæði og bæta aðstöðu þar til útivistar, sem og íþrótta- og tómstundaiðkunar. Við Sjálfstæðismenn teljum þéttingu byggðar umhverfis dalinn ekki borginni til framdráttar en styðjum fyrirhugaða uppbyggingu við
Skútuvog og norðan við Kleppsveg við Köllunarklettsveg. Byggjum borgina með skynsamlegum hætti og stöndum vörð um grænu svæðin okkar. Setjum X við Dásamlega Reykjavík í vor.
Hreinasta afbragð! Samsung Galaxy Note spjaldtölvurnar eru afbragðs góðar. Þær veita notendum frelsi til athafna. Penninn sem fylgir gerir verkefnin skemmtilegri, einfaldara er að skrifa glósur og opna á nýja möguleika til að leyfa sköpunargleðinni að njóta sín. Notkunarmöguleikarnir margfaldast og þær nýtast einstaklega vel við lærdóminn. Galaxy Note eru með Android stýrikerfinu sem er lang vinsælasta og útbreiddasta stýrirkerfið fyrir snjalltæki í dag. Þær fást í nokkrum stærðum og gerðum þannig að ávalt má finna tæki sem hentar hverjum og einum fullkomlega. Svo skilja Galaxy Note spjaldtölvurnar að sjálfsögðu íslensku.
Söluaðilar um land allt
10
REYKVÍKINGAR
Reykjavík er ekkert án ungs fólks Á laugardaginn kemur verður gengið til kosninga um það hverjir munu stjórna dásamlegu borginni okkar, Reykjavík, næstu fjögur árin. Oft á ungt fólk í stökustu vandræðum með að ákveða hvaða flokk það eigi að kjósa og þá af hverju. Rök með og á móti hinum og þessum flokkum fara inn um annað eyrað og út um hitt. Oftar en ekki verður niðurstaða ungs fólks eins og okkar að kjósa það sem er mest töff á hverjum tíma. Af hverju ættum við systkinin því að kjósa gamla og góða Sjálfstæðisflokkinn í borgarstjórnarkosningum í lok þessa mánaðar? Jú, því við erum sammála um það að hann er mest töff að þessu sinni. Ekki vegna þess að oddvitinn, Halldór Halldórsson, sé hinn mesti sjarmör, heldur af því að stefna flokksins er skýr valkostur fyrir ungt og frjálslynt fólk. Þær ákvarðanir sem eru teknar núna munu hafa mikil áhrif á framtíð okkar Reykvíkinga. Miklu meira val Við viljum að frumkvæði og dugnaður einstaklinga og fyrirtækja fái að njóta sín betur því við teljum að það muni skila sér í betri þjónustu til borgarbúa sem og fleiri valkostum. Sjálfstætt starfandi aðilar þurfa að fá fleiri tækifæri til að reka fyrirtæki á sviði grunnþjónustu eins og við fatlaða og eldri borgara, leik- og grunnskóla og sorphirðu. Sjálfstæð fyrirtæki munu veita borgarkerfinu mikilvæga samkeppni sem mun bæta þjónustu við alla. Hér er grundvallarmunur á stefnu Sjálfstæðisflokksins og annarra flokka. Sjálfstæðisflokkurinn setur fram skýra kröfu um lækkun útsvars í borginni. Fjölmargir
skilja ekki útsvarið sem Reykjavíkurborg innheimtir, eins og vinur okkar systkina sem sagði okkur frá nýju vinnunni sinni sem hann fékk eftir nám. Hann var þó furðu lostinn yfir útborgun seinasta mánaðar af því að það fór svo há upphæð af laununum í skatt. Stór hluti skattsins rennur beint í vasa Reykjavíkurborgar. Það er einmitt vandamálið, það er mikilvægt að við, vinir okkar og aðrir borgarbúar haldi eftir meira af sínum tekjum og ráðstafi fjármunum sínum eftir eigin þörfum. Sjálfstæðisflokkurinn er eini flokkurinn í framboði sem hefur það á stefnuskrá sinni að breyta þessu og lækka skatta. Gerum Reykjavík að framtíðarborg Við erum ein af þeim sem viljum búa í Reykjavík í framtíðinni. Það höfum við gert frá fæðingu og teljum Reykjavík hafa alla burði til þess að verða besta sveitarfélagið til að búa í. Við teljum þó að margt þurfi að bæta í Reykjavík. Okkur langar ekki að þurfa að leita annað og borgin verður að vera samkeppnishæf við nágrannasveitarfélög um unga fólkið. Það er erfitt að sjá góða vini flytja með fjölskyldur sínar í önnur sveitarfélög, því þar er hagstæðara og betra að búa. Reykjavíkurborg þarf ekki einungis að standa undir væntingum okkar til að búa hér í framtíðinni, heldur á hún að standa upp úr sem höfuðborg okkar allra. Þess vegna ætlum við að kjósa Sjálfstæðisflokkinn í Reykjavík. Ekki eingöngu af því að hann er gamall og góður heldur af því að okkur þykir stefnan langbest og líka bara drullu töff. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir & Magnús Sigurbjörnsson
11
REYKVÍKINGAR
Kjósum valfrelsi í Reykjavík
Á hverjum degi tökum við margar ákvarðanir sem móta framtíð okkar til styttri eða lengri tíma. Auðvitað geta utanaðkomandi þættir, sem við höfum ekki stjórn á, einnig haft mikil áhrif en valið lýsir sér þá í því hvernig við bregðumst við þeim áskorunum. Fyrir ungt fólk sem er smátt og smátt að stíga skrefin inn í fullorðinsárin eru ákvarðanirnar ef til vill enn afdrifaríkari en ella þar sem þær leggja grunn að framtíðinni. Valið gæti til að mynda snúist um það hvort maður eigi að fara í nám eða út á vinnumarkaðinn. Hvort maður kjósi að búa í grennd við hreina íslenska náttúru eða í návígi við menningu og mannlíf miðbæjarins. Það er hins vegar að miklu leyti undir stjórnvöldum hverju sinni komið að hvaða marki fólk fær að velja. Stjórnvöld geta þannig þrengt að því valfrelsi sem borgari hefði annars notið með reglum og stefnumótun sem hafa áhrif á líf íbúanna – frelsið takmarkast því jú af ramma laganna eins og Thatcher sagði. Í kosningum til borgarstjórnar Reykjavíkur í vor blasa við skýrir kostir hvað þetta varðar en áherslur framboðanna eru mjög ólíkar. Kjarninn í stefnu Sjálfstæðisflokksins er valfrelsi sem er að mínu mati afar mikilvægt fyrir ungt fólk og kristallast meðal annars í eftirfarandi málaflokkum.
Samgöngur Merkja má mikla fjölgun hjólreiðamanna á stígum borgarinnar sem er frábært að sjá. Sennilega hefur vitundarvakning um ágæti umhverfsvænna ferðamáta og aukið úrval af hjólastígum spilað inn í. D-listinn vill stuðla að áframhaldandi grænni þróun án þess þó að skerða aðgengi annarra ferðamáta. Fólk á að hafa val um hvort það vilji taka strætó, ganga, hjóla eða keyra. Þar fyrir utan er lífið ekki svarthvítt. Aðstæður geta verið misjafnar hjá fólki frá degi til dags og veðrið einnig sett strik í reikninginn. Ekki má heldur gleyma að það er misauðvelt fyrir fólk að nýta sér aðra samgöngumáta en bíla, til dæmis fjölskyldufólk eða fólk með fatlanir.
„D-listinn vill stuðla að áframhaldandi grænni þróun án þess þó að skerða aðgengi annarra ferðamáta. Fólk á að hafa val um hvort það vilji taka strætó, ganga, hjóla eða keyra.“ Menntamál Bæði í Svíþjóð og Noregi hefur stefnan færst í átt til meiri sveigjanleika í menntakerfinu. Hverjum og einum skóla ætti að vera mögulegt að skapa sér sérstöðu og foreldrar að hafa rýmra val á skóla fyrir börnin sín eftir því hvernig áhugasvið og styrkleikar þeirra liggja. Mikilvægur þáttur í þessu er að gera niðurstöður úr samræmdum prófum eins og PISA-könnuninni aðgengilegar, en núverandi borgarstjórn hefur af einhverjum ástæðum lagst gegn þeirri birtingu. Hafa verður í forgrunni það sem er börnunum fyrir bestu og forðast að hlífa kennurum og skólastjórnendum fyrir verri niðurstöðum en þeir hefðu viljað sjá. Til þess að bæta sig verður maður að vita hvar maður stendur.
Húsnæðismál Í dag er staðan sú að íbúðamarkaðurinn annar ekki eftirpurn eftir litlum íbúðum. Þetta kemur sérstaklega illa niður á ungu fólki sem annað hvort ílengist heima í foreldrahúsum eða neyðist til þess að borga háa leigu. Þessu vill D-listinn breyta og sjá til þess að allir eigi greiða leið inn á húsnæðismarkaðinn. Einfaldar lausnir á þessum vanda væru til dæmis úthlutun á fleiri lóðum og endurskoðun á lóðagjöldum þannig að þau taki mið af stærð íbúða. Þennan málaflokk verður að setja í forgang þannig að fólkið geti valið á milli þess að leigja, kaupa sér fasteign eða í tilviki námsmanna fá úthlutaða stúdentaíbúð.
Páskaeggjaleit Árlegar páskaeggjaleitir Sjálfstæðisflokksins fóru fram dagana 17. og 19. apríl síðastliðinn um gjörvalla Reykjavík. Leitað var að eggjum í Laugardalnum, Elliðaárdalnum, Hljómskálagarðinum, við grásleppuskúrana á Ægissíðu og Reynisvatn. Jafnframt fór fram árlegt páskabingó í kosningamiðstöð Sjálfstæðisflokksins á Stórhöfða 17.
Fjöldi barna leitaði að fallega máluðum páskaeggjum og skipti þeim síðan út fyrir súkkulaðiegg. Að leit lokinni var síðan keppt í húlahoppi. Sjálfstæðismenn á öllum aldri tóku þátt í páskafjörinu og það má með sanni segja að þetta hafi verið dásamleg páskahelgi.
Í sveitarstjórnarkosningum þann 31. maí næstkomandi munu borgarbúar standa frammi fyrir ákvörðunum af því tagi sem talað er um hér að ofan: Viljum við skilvirka og örugga borg og aukið frelsi til þess að velja, eða viljum við láta telja okkur trú um að aðgerðir eins og fækkun akreina fjölfarinna vega séu nauðsynlegar til þess að ná fram markmiðum eins og þéttingu byggðar eða umhverfisvænni borgarrekstri? Auknar umferðarteppur valda til dæmis auknum útblæstri CO2 og það telst varla sigur fyrir umhverfið og enn síður þann sem situr fastur í umferðarteppu. Það eru aðrar leiðir að sömu markmiðum. Kæru Reykvíkingar, verum gagnrýnin og veljum valfrelsi í vor!
Jórunn Pála Jónasdóttir
laganemi við HÍ, frambjóðandi og Breiðhyltingur.
12
REYKVÍKINGAR
Blásið til Menning er mikilvæg! sóknar Menningin spannar breitt litróf og snertir ótal fleti. Hún fjallar um hvernig við mótum umhverfi okkar, drögum fram sögu, uppruna og þróun. Jafnframt fjallar hún um það hvernig frumleiki og sköpunarkraftur endurspeglast í hversdagslífi borgarbúa. Hún er eiginlega svo flókið fyrirbæri að við erum hætt að geta greint skil milli þess að njóta hennar sérstaklega og þess að lifa hversdagsleikann.
Í hvert skipti sem við mætum mótlæti eða erfiðleikum þá reynir raunverulega á okkar innri mann og að við sýnum hver við erum í raun og veru. Slík stund er runnin upp. Það er einfaldlega staðreynd að staða Sjálfstæðisflokksins í borginni hefur oftast verið mun betri, skoðanakannanir hagstæðari og meðbyrinn meiri. Það er því mikilvægt sjálfstæðismönnum að koma góðum stefnumálum sínum á framfæri, þétta raðirnar og blása til sóknar. Í blaðinu Reykvíkingar er ætlunin að kynna borgarbúum frambjóðendur Sjálfstæðisflokksins, nokkur helstu áhersluatriði framboðsins sem og þá starfsemi sem farið hefur fram innan grasrótar flokksins á síðasta misseri.
Í opinberum rekstri er krafa um að fylgja eftir hverju fjárfestingar skila til að tryggja að fjármagni sé vel varið. Eðlilegt er að menningin sé ekki undanskilin. Sýni þær mælingar árangur verða til rök fyrir frekari fjárfestingu. Sýnt hefur verið fram á ótrúlegan árangur margra menningarviðburða í Reykjavík og nú nýverið kom fram á aðalfundi Hörpu mat á hagrænum áhrifum sem sýnir aðra hlið málsins en þegar aðeins er rætt um útgjöld við byggingu og rekstur. Starfsemin skilar að mati úttektaraðila milljörðum
Mikill vöxtur er í menningartengdum atvinnugreinum. Upplifunargeirinn svokallaði, afþreying og fræðsla, er gífurlega stór og mikill iðnaður. Kvikmyndagerð, tónlist og hönnun eru skýr dæmi um slíkar greinar á Íslandi. Og sífellt fleiri hæfileikaríkir einstaklingar og hópar stíga fram. Verkefnatengdir sjóðir geta skipt sköpum um hvort atvinnugrein festist í sessi eða ekki. Ástæða er til að nota þá til þess að viðhalda þekkingu og hæfni þar til greinin verður sjálfbær. Allt spilar þetta saman og með því viðhorfi má halda áfram að undirbyggja enn meiri vöxt. Sjálfstæðisflokkurinn í Reykjavík hefur stutt ötullega við hugmyndir sem lúta að því að efla menningarlífið í borginni og vill sjá enn meiri þróun og vöxt þess.
Áslaug Friðriksdóttir borgarfulltrúi
Hlustum á íbúana
Vissulega hefur stjórnartími núverandi borgarmeirihluta ekki verið alslæmur; þó nokkrar ákvarðanir hafa verið teknar í sátt og samlyndi við íbúa borgarinnar, sem hafa verið borginni til mikils gagns. Borgarfulltrúar okkar hafa oftar en ekki haft frumkvæði að slíkum tillögum og stutt þær alla leið. En því miður þá eru slíkar ákvarðanir allt of fáar. Við könnumst öll við þær ítrekuðu óánægjuraddir sem heyrast frá íbúum úr öllum hverfum borgarinnar vegna undarlegra ákvarðana borgarmeirihlutans. Ákvarðana sem eru yfirleitt teknar í trássi við vilja og óskir íbúanna. Þá hafa allir Reykvíkingar fengið að finna fyrir gjaldskrárhækkunum og áhrifum þeirra á fjölskyldubókhaldið. Hið sama má segja um niðurskurð meirihlutans á almennu viðhaldi eigna en vitnisburð um hann má sjá á víð og dreif um höfuðborgina.
í gjaldeyristekjur aftur til samfélagsins. Niðurstöður sem þessar gefa vísbendingar um þau tækifæri sem öflugt menningarlíf færir samfélagi.
Björn Gíslason
Eitt mikilvægasta hlutverk borgarfulltrúa er að hlusta á kjósendur. Borgarfulltrúar, sem lýðræðislega kjörnir fulltrúar borgarbúa, verða að leggja við hlustir þegar íbúar tjá áhyggjur sínar. Fulltrúar íbúa í borgarstjórn þurfa einnig að bera ákveðna virðingu fyrir skoðunum þeirra. Þegar hvort tveggja er gert eru meiri líkur á að borgarfulltrúar haldi tengslum við íbúa hverfa borgarinnar; grasrótina. Á því kjörtímabili sem senn fer að ljúka hafa borgarbúar fengið nokkur tækifæri til að kjósa um hvaða verkefni í þeirra eigin heimahverfi skuli koma til framkvæmda. Helsti gallinn við þessar íbúakosningar er að oftar en ekki er um að ræða verkefni sem falla undir grunnþjónustu borgarinnar, verkefni á borð við hreinsun gatna og göngustíga sem og almennt viðhald. Á sama tíma hefur borgarstjórnarmeirihluti Samfylkingar og Besta flokks/Bjartrar
framtíðar gengið þvert gegn vilja íbúanna í mörgum afar stórum og umdeildum málum. Þannig tók meirihlutinn við stærstu undirskriftasöfnun í sögu Íslands, þegar tæplega 70 þúsund manns settu nafn sitt við veru Reykjavíkurflugvallar í Vatnsmýri, og stakk henni beint ofan í skúffu. Látum ekki bjóða okkur það að raddir borgarbúa séu virtar að vettugi. Stuðlum að betri framtíð Reykjavíkur, framtíð þar sem raddir borgarbúa komast til skila upp í ráðhús og tekið er mark á þeim. Framtíð þar sem raunverulegt íbúalýðræði er haft í hávegum og borgarbúar fá að kjósa um það sem skiptir þá mestu máli. Setjum X við Dásamlega Reykjavík í vor.
slökkviliðsmaður
Sjálfstæðisflokkurinn vill gera á þessu bót. Sjálfstæðismenn eiga sér draum um dásamlega Reykjavík, höfuðborg þar sem hlustað er á raddir íbúanna og grunnþjónusta er sett í efsta forgang. Sjálfstæðismenn vilja virkja íbúalýðræðið þannig að borgarbúar geti haft raunveruleg áhrif á þau málefni sem skipta þá meginmáli. Þeir vilja auka framboð húsnæðis í Reykjavík og tryggja það að borgin sé ávallt fyrsti valkostur fólks þegar það færir sig um set, hvort sem það ætlar að kaupa sér fasteign eða leigja hana af öðrum. Sjálfstæðisflokkurinn vill veita foreldrum val í skólamálum og tryggja það að börnin okkar öðlist þá grunnhæfni í íslensku og stærðfræði sem þau þurfa á að halda til að framtíð þeirra sé björt. Þá vilja sjálfstæðismenn að jafnræði gildi milli hverfa borgarinnar og að íbúar þeirra skynji að hvert einasta hverfi sé mikilvægt í augum borgaryfirvalda.
FLUGKORTIÐ HAGKVÆMT GREIÐSLU- OG VIÐSKIPTAKORT
Það skiptir því sköpum að borgarbúar standi þétt saman á næstu dögum. Í öllum erfiðleikum felast tækifæri og nú þurfa sjálfstæðismenn að sýna sínar bestu hliðar og snúa vörn í sókn. Ég hvet kjósendur í Reykjavík til að veita frambjóðendum Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík þann stuðning sem þeir þurfa til sigurs í komandi kosningum. Sjálfstæðismenn búa yfir þeirri reynslu og þekkingu sem þarf til að ná árangri og góðri niðurstöðu í komandi kosningum. Það er ljóst að þegar sjálfstæðismenn komast í meirihluta þá bíður þeirra ærið verkefni, en eins og með allt annað þá munu þeir taka þeirri áskorun með bros á vör, borgarbúum öllum til hagsbóta. Óttarr Guðlaugsson formaður Varðar fulltrúaráðs
Viðgerðir og viðhald fasteigna! Alhliða húsaviðgerðir - Flísalagnir Veggjakrotsvarnir - Múrverk Fyrirbyggjandi varnir
Sími: 565-7070
• • •
Afsláttur af flugi innanlands Sérþjónusta og fríðindi Viðskiptayfirlit
FYRIR FYRIRTÆKI OG ATHAFNAFÓLK. Sæktu um á flugfelag.is eða sendu póst á flugkort@flugfelag.is
Drauma dagar – dagar þegar sjónvarpsdraumurinn rætist
UE46F5005AK
46"
ÁÐUR: 189.900,-
NÚ: 159.900,-
VERÐLÆKKUN 30.000,LED | Clear Motion Rate: 100 Hz | Upplausn: 1920x1080p / FULL HD | Mega skerpa | USB: Movie, kvikmyndir, ljósmyndir, tónlist | Sjónvarpsmóttakari: Digital DVB-T2 | Tengingar: 2xHDMI, 1xUSB, 1xScart, Komponent, Komposit | Heyrnartól
50"
UE50F5005AK
ÁÐUR: 249.900,-
NÚ: 199.900,-
VERÐLÆKKUN 50.000,-
LED | Clear Motion Rate: 100 Hz | Upplausn: 1920x1080p / FULL HD | Mega skerpa | USB: Movie, kvikmyndir, ljósmyndir, tónlist | Sjónvarpsmóttakari: Digital DVB-T2 | Tengingar: 2xHDMI, 1xUSB, 1xScart, Komponent, Komposit | Heyrnartól
Tækifærisverð
í sinni tærustu mynd. Við gerum okkur dagamun þessa dagana og bjóðum draumasjónvörpin frá Samsung á sannkölluðu tækifærisverði. Líttu við hjá okkur og kynntu þér sjónvarpstæki í sinni tærustu mynd.
UE46F6675
46"
ÁÐUR: 299.900,-
NÚ: 269.900,-
VERÐLÆKKUN 30.000,-
LED | Clear Motion Rate: 600 Hz | Upplausn:1920x1080p FULL HD | Skjár: Clear | Skerpa: Mega | AllShare | USB: Movie, kvikmyndir, ljósmyndir, tónlist | Upptöku möguleiki | Netvafri | Social TV | Sjónvarpsmóttakari: Digital, analog og gervihnatta | Tengingar: 4xHDMI, 3xUSB Movie, 1xScart, Komponen | Komposit, LAN | Heyrnartól
UE60F6105
Bjóðum
30% afslátt
af völdum Samsung heimabíóstæðum á Draumadögum.
60"
LÁGMÚLA 8 | SÍMI 530 2800 ORMSSON KEFLAVÍK SÍMI 421 1535
ORMSSON ÞRISTUR-ÍSAFIRÐI SÍMI 456 4751
ORMSSON PAN-NESKAUPST SÍMI 464 1515
ORMSSON AKUREYRI SÍMI 461 5000
ORMSSON VÍK-EGILSSTÖÐUM SÍMI 471 2038
ORMSSON HÚSAVÍK SÍMI 464 1515
ORMSSON ÁRVIRKINN-SELFOSSI SÍMI 480 1160
NÚ: 349.900,-
VERÐLÆKKUN 120.000,-
LED | Clear Motion Rate: 200 Hz | Upplausn: 1920x1080p / FULL HD | Mega skerpa | USB: Movie, kvikmyndir, ljósmyndir, tónlist | Sjónvarpsmóttakari: Digital DVB-T2 | Tengingar: 2xHDMI, 1xUSB, 1xScart, Komponent, Komposit | Heyrnartól
SJÁ NÁNAR Á:
SÍÐUMÚLA 9 | SÍMI 530 2900
ÁÐUR: 469.900,-
55"
UE55F8005
ÁÐUR: 599.900,-
NÚ: 539.900,-
VERÐLÆKKUN 60.000,Glæsilegt verðlaunatæki
LED | Nýjasti 1000 riða (CMR) Samsung skjárinn er í öllum 8000 tækjunum. Til í stærðum: 40"/46"/55"/65"/75"
14
REYKVÍKINGAR
Spurt og svarað Nafn: Ingvar Smári Birgisson Aldur: 20 ára Menntun: Ég hef stúdentspróf frá fornmáladeild Menntaskólans í Reykjavík og legg nú stund á lögfræði við Háskóla Íslands. Hver eru þín helstu áhugamál? „Ég hef mikinn áhuga á kvikmyndum og fer reglulega í bíó. Í fyrra horfði ég til að mynda á 56 kvikmyndir sem komu út það árið, þannig að það voru fáar ræmur sem fóru fram hjá mér. Einnig fylgist ég með fótbolta og er stuðningsmaður FRAM. Stjórnmál eru þó stærsta áhugamálið, þá sérstaklega hugmyndafræðin, fremur en eitthvað annað.“ Af hverju Sjálfstæðisflokkurinn? „Sjálfstæðisflokkurinn er eini flokkurinn sem beitir sér fyrir auknu frelsi einstaklinga. Ég fann að hann var næstur mínum skoðunum og skráði mig því í hann 16 ára að aldri.“ Hvað er Heimdallur? „Heimdallur er félag ungra sjálfstæðismanna í Reykjavík. Félagið á sér langa sögu, en það er 87 ára gamalt. Heimdallur heldur viðburði af öllum toga og hefur í gegnum tíðina barist fyrir auknu frelsi einstaklinga og umburðarlyndi gagnvart öðrum. Á síðustu misserum hefur félagið beitt sér í ýmsum málum, svo sem fyrir afnámi gjaldeyrishafta. Félagið veigrar sér ekki við að gagnrýna stjórnvöld þegar frelsi fólks er ógnað, hvort sem sjálfstæðismenn eru við völd eða aðrir stjórnmálaflokkar. Þess vegna hefur félagið oft verið kallað „samviska flokksins“. Uppáhaldsmatur? „Eiginlega bara allt sem kærastan mín eldar. Ítalskur matur stendur samt öðrum mat framar. Ég fer reglulega á Ítalíu í hádeginu, enda er hægt að fá þar ekta ítalskan mat á
góðu verði. Ég kann vel að meta flóruna af veitingastöðum frá öllum heimshornum í miðbænum.“ Hefur ungt fólk erindi í pólitík? „Svo sannarlega. Ungt fólk hefur margt til málanna að leggja í pólitískri umræðu. Því miður virðist ungt fólk fá lítið brautargengi í stjórnmálum á Íslandi þvert á alla flokka. Þetta er vandamál sem þarf að laga. Þingmenn eiga nefnilega að endurspegla þá flóru sem þjóðin er. Pragmatismi gráhærðra karla í jakkafötum hefur ekki reynst þjóðinni vel og því er við hæfi að kjósendur líti í auknum mæli til ungra frambjóðenda. Vonandi verður þróunin í þá átt.“ Hvert er mikilvægasta málefni ungs fólks í dag? „Enginn vafi leikur á því að húsnæðismál skipta ungt fólk mestu máli í dag. Núverandi borgarmeirihluti hefur keyrt húsnæðisverð upp með því að búa til lóðaskort, hækka skatta og koma á íþyngjandi reglugerðum sem gera einkaaðilum ókleift að bjóða upp á húsnæði á lágu verði. Mikilvægt er að ungt fólk spyrni gegn þessari forræðishyggju borgarmeirihlutans. Sjálfstæðisflokkurinn hefur markað sér skýra stefnu í húsnæðismálum sem gengur út á að gera einkaaðilum kleift að byggja húsnæði á lágu verði; ungu fólki til hagsbóta. Ég er stoltur af stefnu flokksins í húsnæðismálum ungs fólks.“ Uppáhaldsbók? „Uppáhaldsbókin mín er „Ábyrgðarkver“ eftir Gunnlaug Jónsson. Í henni kemur m.a. fram að frelsi verður að fylgja ábyrgð. Þessi bók reifar skýrlega hvernig skortur á ábyrgð leiddi til ástandsins sem myndaðist hér fyrir hrun. Skyldulesning fyrir alla sem hafa áhuga á því að skilja íslenskt samfélag!“
Brýnt er að efla grunnskóla Reykjavíkur og bæta árangur þeirra ,,Menntamál eru höfuðverkefni Reykjavíkurborgar og leggja þarf aukna áherslu á þann málaflokk í stað margvíslegra gæluverkefna sem meirihluti Samfylkingar og Besta flokksins hefur staðið fyrir. Brýnast er að bæta árangur í grunnskólum borgarinnar og standa mun betur að viðhaldi skólabygginga og skólalóða en gert hefur verið,“ segir Kjartan Magnússon borgarfulltrúi, sem lagt hefur mikla áherslu á skólamál í störfum sínum. Kjartan segir að núverandi kjörtímabils borgarstjórnar, þ.e. frá 2010–2014 verði fyrir margra hluta sakir minnst sem týnda kjörtímabilsins í framþróun menntamála í Reykjavík. „Í skólunum er að mörgu leyti unnið mjög gott starf en pólitíska forystu hefur hins vegar skort í þessum mikilvæga málaflokki á kjörtímabilinu. Meirihluti Samfylkingar og Bjartrar framtíðar/Besta flokksins kaus að þvinga fram viðamiklar breytingar á skólahaldi í ýmum hverfum borgarinnar í mikilli andstöðu við foreldra, kennara og skólastjórnendur. Þessar
breytingar höfðu mikla röskun í för með sér fyrir skólastarf og ollu víðtækri óánægju sem enn eimir eftir af. Ávinningurinn varð hins vegar lítill og í engu samræmi við þá röskun sem breytingarnar höfðu í för með sér. Skynsamlegra hefði verið að verja öllum þeim tíma og fyrirhöfn, sem fór í breytingarnar, til raunverulegra umbóta í skólastarfi þar sem mikilvæg verkefni hafa því miður setið á hakanum.“ Kjartan segir að tryggja þurfi að nemendur öðlist ákveðna færni í lestri og stærðfræði og segir t.d. óviðunandi að eftir tíu ára grunnskólanám geti 30% pilta og 12% stúlkna ekki lesið sér til gagns. „Bæta þarf úr þessu og hægt er að nýta ýmsar aðgerðir til þess. Við viljum auka vægi foreldrasamstarfs í skólum og auka upplýsingagjöf til foreldra, t.d. varðandi frammistöðu nemenda sem og skólanna sjálfra. Víða erlendis hefur orðið sannkölluð bylting í þessum málum, sem við í Reykjavík getum svo sannarlega lært af. Við sjálfstæðismenn höfum t.d. lagt til að niðurstöður reykvískra grunnskóla í PISAkönnuninni 2012 verði gerðar opinberar en því miður ekki hlotið stuðning meirihlutans til þess. Auka þarf nýbreytni og sveigjanleika í
skólastarfi og efla tækni- og iðnmenntun svo dæmi séu nefnd. Brottfall úr framhaldsskóla er uggvænlega mikið og við teljum brýnt að draga úr því, m.a. með því að auka samstarf grunnskóla og framhaldsskóla.“ Á undanförnum árum hefur Kjartan heimsótt alla skóla borgarinnar ásamt öðrum fulltrúum Sjálfstæðisflokksins í skóla- og frístundaráði og kynnt sér hið góða starf sem þar fer fram. Eftir því sem næst verður komist hefur það aldrei áður gerst að borgarfulltrúar heimsæki alla skóla borgarinnar, grunnskóla jafnt sem leikskóla, með skipulegum hætti. „Við höfum alls staðar fengið góðar móttökur og það hefur verið ómetanlegt að kynnast hinu góða starfi skólanna með þessum hætti á vettvangi. Við höfum að sjálfsögðu fengið ótal ábendingar um það sem betur má fara og nýtum það í stefnumótun okkar. Kjaramál eru að sjálfsögðu ofarlega á baugi sem og pólitískt skipulag skólamála í borginni. Í þessum heimsóknum hefur það skýrlega komið í ljós að slegið hefur verið slöku við í viðhaldi skólabygginga og skólalóða í Reykjavík og þar þarf svo sannarlega að bæta úr,“ segir Kjartan Magnússon, borgarfulltrúi.
Kjartan Magnússon borgarfulltrúi
Utankjörfundaratkvæðagreiðsla í fullum gangi Utankjörfundaratkvæðagreiðsla í Laugardalshöll er nú í fullum gangi. Í Reykjavík er kosið í Laugardalshöll og er opið alla daga kl. 10:00–22:00. Símar sýslumannsembættisins í Laugardalshöll eru 860-3380 og 860-3381. Neyðarsími kjörstjóra er 860-3382. Erlendis er kosið í sendiráðum Íslands og hjá mörgum ræðismönnum. Einnig er kosið á sjúkrahúsum og öldrunarstofnunum samkvæmt sérstökum auglýsingum þar um. Munið að hafa skilríki meðferðis. Sýslumaðurinn í Reykjavík sér einnig um utankjörfundaratkvæðagreiðslu á sjúkrastofnunum.
Tímasetningar sjúkrastofnana eru eftirfarandi: Landspítalinn Grensásdeild Þriðjudaginn 27. maí, kl. 17:00–18:00. Landspítalinn Háskólasjúkrahús Fossvogi. Fimmtudaginn 29. maí, kl. 13:00–16:00. Landspítalinn Háskólasjúkrahús Hringbraut Föstudaginn 30. maí, kl. 14:00–17:00. Vakin er athygli á því að utankjörfundaratkvæðagreiðsla á ofangreindum sjúkrastofnunum er einungis ætluð fyrir þá sjúklinga sem þar dvelja. Skrifstofa Sjálfstæðisflokksins veitir upplýsingar á heimasíðu Sjálfstæðisflokksins, www.xd.is, og á upplýsingavef dómsmálaráðuneytisins, www.kosning.is
Sveinn Eyland
Magnús Einarsson
Löggiltur fasteignasali Sími 690 0820
Löggiltur fasteignasali Sími 897 8266
AUSTURKÓR 15 - 33, KÓPAVOGI - MÖGULEIKI ER Á ALLT AÐ 90% LÁNI VEGNA KAUPA ÚS
H PIÐ
O
90%
OPIÐ HÚS SUNNUDAG 4.MAÍ KL.15:30-16:00
- Bjartar og vel skipulagðar 114 fm 4ra herb. Íbúðir á glæsilegum útsýnisstað. - Íbúðir eru afhentar fullbúnar með innréttingum og gólfefnum. - Sérinngangur og suður-svalir / suður-garður með íbúðum. - Afhending íbúða: MAÍ – DES 2014. - Verð frá kr: 35.9.- millj.
fjármög
nun Landmark leiðir þig heim!
Sími 512 4900 landmark.is Íris Hall, löggiltur fasteignasali
* Starfsemi Landmark byggir á öflugum mannauði sem veitir afburðaþjónustu! Okkur er sönn ánægja að sjá um þín fasteignaviðskipti – þú hringir við seljum!
16
REYKVÍKINGAR
KROSSGÁTAN Lárétt
Lóðrétt
1. Gamalt slagorð sjálfstæðismanna sem ætti að vera slagorð hellulagningarmanna. (5,3,5) 9. Túlkun. (9) 12. Hjálparmaður ráðherra. (13) 13. Sjónvarp. (9) 14. Selló. (9) 15. Sár Bjarna. (3) 16. Flottan kvenlegan fótabúnað. (9) 17. Geðveikin. (7) 18. Geislavirkt efni. (4) 20. Hlutaðeigendurna. (7) 24. Móðan. (5) 25. Pólitískt káf í stjórnarmyndun. (10) 27. Slæmt. (4) 28. Sorgmæddur. (8) 30. Ekki borðaðar. (6) 31. Viðburðaríkasti. (11) 34. Atorkumikið. (11) 36. Inntakið. (10) 38. Lýsing á þeim sem getur ekki mætt. (11) 41. Velta fyrir sér. (7) 42. Holt. (9) 44. Ótímanlegasti. (13) 46. Spaugarinn. (9) 47. Meðvitundarlaust. (9)
2. Fréttirnar. (8) 3. Þjappaður. (7) 4. Á báðum áttum. (10) 5. Annað orð yfir ferð í stjórnarmyndunarviðræður. (16) 6. Ferðin. (6) 7. Aðdáandi. (8) 8. Brjálaður. (8) 10. Stöðuga suðandi hljóðið. (8) 11. Suður-Evrópubúa. (7) 15. Klettur. (5) 19. Draugarnir. (14) 21. Þreyttra. (6) 22. Í nánd við. (6) 23. Dýr sem verður ekki smalað á næstunni. (6) 25. Æðsti maður þjóðar. (12) 26. Óvininn. (12) 28. Æðsta stofnun dómsvaldsins hér á landi. (11) 29. Gljúfur. (3) 32. Æpir. (5) 33. Snjáðustu. (9) 35. Grænmetið. (8) 37. Það sem þarf út í búð með humrinum. (7) 39. Fyllibyttur. (5) 40. Matreiðist. (6) 43. Syngja. (4) 45. Afhendi gegn gjaldi. (3)
Skattar og gjöld meðalfjölskyldu í Reykjavík hafa hækkað um 400 þúsund á fjórum árum. Sjálfstæðisflokkurinn ætlar að létta byrðar borgarbúa.
REYKVÍKINGAR
League of Legends Sjötíu tölvuleikjaspilarar mættu um síðustu helgi í kosningamiðstöð sjálfstæðisfélaganna á Stórhöfða 17 til að taka þátt í XD-laninu. Um er að ræða tölvuleikjamót þar sem þátttakendur keppa í fimm manna liðum í tölvuleiknum League of Legends (LoL) sem farið hefur sigurför um heiminn á síðustu árum. Tólf lið skráðu sig til leiks og því er þetta eitt stærsta tölvuleikjamót sem haldið verður á Íslandi í ár. HRingurinn hefur verið stærsta tölvuleikjamótið síðan Skjálfti hætti en strax eru uppi hugmyndir um að gera XD-lanið að árlegum viðburði. Að þessu sinni var einungis spilaður League of Legends en ekki er útilokað að næst verði rými fyrir fleiri leiki. Mótið tók tvo daga; á laugardaginn fór fram fyrsta umferð en sl. sunnudag fór síðan úrslitakeppnin fram og var sýnt frá úrslitaleikjunum á risaskjá svo áhorfendur gætu fylgst með og hvatt sitt lið áfram til sigurs. Undirbúningur fyrir XD-lanið gekk vel fyrir sig en skipulagshópurinn, sem samanstóð af þremur ungum strákum; Eiríki Birni Arnórssyni, Sindra Sævarssyni og Vigni Smára Vignissyni, fékk mikinn meðbyr. Það gerist ekkert af sjálfu sér fyrir svona mót en Míla, Opex og Símfélagið komu að því að tengja 1 Gb/s ljósleiðara inn í húsið og álagsprófa tenginguna.
17
18
REYKVÍKINGAR
Vegið að eignum borgarbúa fram í gerð hverfisskipulags og sú tegund skipulags hefur nákvæmlega sömu bindandi áhrif og deiliskipulag,“ segir Júlíus Vífill sem bendir einnig á að sú stefna sem Samfylkingin og Besti flokkurinn, sem nú hefur runnið inn í Bjarta framtíð, setja fram í umferðarmálum sé öfugsnúin og ótrúleg.
Grunnurinn verður að byggja á samráði
Júlíus Vífill Ingvarsson borgarfulltrúi
Skipulags- og matslýsingar eru fyrsta skrefið í skipulagsferli hverfisskipulagsáætlana. Þær eiga að endurspegla áherslur, stefnu og meginmarkmið sveitarstjórna eins og stendur í skipulagslögum. Þetta segir Júlíus Vífill Ingvarsson, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. „Þeir stjórnmálamenn sem hafa haldið því fram að undanförnu að lýsingarnar séu bara einhvers konar hugmyndasafn eru að segja ósatt. Það eru skýringar sem settar voru fram eftir að í ljós kom að borgarbúar tóku skipulagshugmyndum meirihluta borgarstjórnar ekki þegjandi og hljóðalaust.“ Júlíus Vífill er sannfærður um að verði þær tillögur sem settar voru fram í hverfisskipulagsáætlunum að veruleika muni þær hafa gríðarleg áhrif á verðmæti eigna. „Það er einsdæmi í skipulagssögu borgarinnar að skipulagsyfirvöld ráðist inn á lóðir og ákveði einhliða að þar skuli heimila uppbyggingu,“ segir Júlíus Vífill. Þá bendir hann á að í nýju aðalskipulagi meirihlutans standi að ekki skuli gengið á græn svæði borgarinnar þrátt fyrir að stefnt sé að þéttingu byggðar í eldri borgarhlutum. Í hverfisskipulagsáætlunum sé víða gengið á opin græn svæði sem ætluð eru almenningi til útiveru en það sé gengið enn lengra vegna þess að það er líka gengið á græn svæði inn á lóðum fjölbýlishúsa þar sem eru leiktæki fyrir börn, sandkassar og rólur. „Það furðulega er, að það var hvergi bankað upp á og spurt hvort eitthvað af þessu tagi gæti hugnast þeim sem búa þarna og eiga lóðirnar,“ segir Júlíus Vífill sem bætir jafnframt við: „Húseigendur lásu bara um þessi áform í blöðunum og margir urðu agndofa eins og einn aldinn höfðingi orðaði það í blaðaviðtali. Bara að leggja slíkar tillögur fram hefur afleiðingar. Vilji til dæmis íbúðareigandi selja eign sína verður hann að upplýsa væntanlegan kaupanda um það að borgaryfirvöld hafi lagt fram tillögur um að taka hluta lóðarinnar undir húsbyggingar eða opna fyrir bílaumferð í götunni sem hefur lokuð í hálfa öld.“ Að sögn Júlíusar Vífils er enginn vafi á því að slíkt mun hafa mikil áhrif á verðmæti eigna vegna þess að slíkar tillögur munu draga verulega úr gæðum hverfisins og geta breytt hverfum sem fram til þessa hafa verið talin barnvænleg. „Tillögur sem meirihluti borgarstjórnar setur fram með formlegum hætti eins og hér hefur verið gert hafa augljóslega lagaleg áhrif. Tillögurnar eru fyrstu skrefin sem sett eru
„Nýjustu tillögur þessara flokka sem fram koma í hverfisskipulagsáætlunum er að auka ‚gegndræpi‘ umferðar. Það þýðir að það á að opna fyrir og ýta undir að bílaumferð fari um íbúðahverfi í stað helstu stofnæða borgarinnar. Þetta er einfaldlega stórhættulegt og mun leiða til mikils óöryggis fyrir gangandi og hjólandi. Auðvitað hefur maður mestar áhyggju af börnunum sem eru gangandi eða hjólandi nálægt heimilum sínum og skólum, verði slík stefna að veruleika,“ segir Júlíus Vífill en hann telur tilganginn einnig vera öfugsnúinn. „Þrengja á stofnæðar og lækka umferðarhraða og til að það verði hægt er umferðinni beint inn í íbúðahverfin. Við sáum þetta þegar Hofsvallagatan var þrengd en þá jókst umferð verulega um aðrar götur í nágrenninu. Hver græddi svo á þessu öllu saman? Umferðaröryggi minnkaði. Flæði umferðar versnaði sem leiðir af sér meiri mengun og verri loftgæði.“
Hér sjást þeir þéttingarreitir sem áætlað er að byggja á í Breiðholtinu skv. nýju hverfaskipulagi borgarmeirihlutans.
Júlíus Vífill tekur fram að samþykkt skipulag er nokkurs konar samningur á milli borgarinnar og borgarbúa. „Borgarbúar verða að geta treyst því að nærumhverfinu verði ekki kollvarpað vegna einhverra óvæntra uppátækja í borgarfulltrúum. Textinn sem fylgir með hverfisskipulagstillögunum er yfir 2.500 síður og þar er víða vitnað í íbúalýðræði og samráð en samt var ekkert raunverulegt samráð um þær tillögur sem þarna eru settar fram. Hverfisskipulagið er ekki upprunnið hjá borgarbúum enda sýndu viðbrögðin það glögglega,“ segir Júlíus Vífill. Gott skipulag verður að endurspegla fjölbreytileika mannlífsins. Honum finnst eins og borgarmeirihlutinn hafi engar aðrar hugmyndir í skipulagsmálum en að þétta íbúabyggð vestast í Reykjavík. „Í samgöngumálum eru helst hugmyndir um að þrengja götur. Er þetta virkilega allt og sumt? Reykjavíkurborg hefur verið í stöðugri endurnýjun í meira en hálfa öld. Eldri byggð víkur fyrir nýrri og flutningur fyrirtækja opnar fyrir íbúðabyggð. Þetta er ekki nýtt. Á síðasta kjörtímabili unnum við að skipulagi á slíkum þéttingarreitum víða um borgina. Ég get ekki séð að bent hafi verið á nein ný svæði, sem við vorum ekki að vinna með, fyrr en hverfisskipulagið sá dagsins ljós í síðasta mánuði og þá var það með þeirri snilldarhugmynd að taka af lóðum borgarbúa og byggja á þeim,“ segir Júlíus Vífill og bætir við: „Skipulag heillar borgar verður að taka mið af fjölbreytileika samfélagsins. Ein stefna sem byggir alfarið á því að þétta byggð vestast í borginni endurspeglar þröngsýni og kæfir þann fjölbreytileika.“ Þá telur Júlíus Vífill það vera mikið áhyggjuefni að ungar fjölskyldur kjósa frekar að stofna heimili í nágrannasveitarfélögum Reykjavíkur. „Sú þróun er mjög sláandi og þétting byggðar í eldri hverfum er ekki að skapa barnafjölskyldum tækifæri og aðstæður til uppbyggingar. Á þéttingarreitum rísa dýrar íbúðir. Þær eru á dýru landi og hönnun húsanna er oft flókin og verður að taka mið af þeirri byggð sem fyrir er. Framkvæmdatíminn er langur sem eykur enn á byggingarkostnaðinn. Ungt fólk sem er að hefja sinn búskap er ekki meðal helstu kaupenda að slíkum íbúðum. Allir borgarbúar eiga rétt á úrvalsþjónustu og hluti af þeirri þjónustu er að uppbygging íbúðarhúsnæðis þjóni fjölbreytileika mannlífsins.“
Þéttingareitir í Úlfársdal skv. hverfaskipulagi. Byggð þessi mun þrengja verulega að Reynisvatni.
Hverfisskipulag borgarmeirihlutans fyrir Laugardalinn. Á meðal byggingarreita í hverfinu er norðurhlið Suðurlandsbrautar en fyrirhuguð uppbygging á þeim reit er mjög umdeild á meðal íbúa hverfisins, enda mun hún þrengja að útivistasvæðinu í Laugardalnum og skyggja á þjóðarleikvanga landsins.
19
REYKVÍKINGAR
Alvarleg ögrun við íbúðahverfi „Innan skamms eiga að rísa drungalegir íbúðakassar við Mýrargötu í hrópandi misræmi við gömlu húsin við Nýlendugötu, Bakkastíg og Vesturgötu,“ segir Marta og bætir við: „Þrengja á mjög að byggðinni í fullbyggðum hverfum með því að fara inn á lóðir íbúa og nýta þær til uppbyggingar. Þannig er gert ráð fyrir byggingum á bílskúrslóðum og bílastæðum við Hjarðarhaga, Meistaravelli og á KR-svæðinu við Flyðrugranda.“ Jafnframt bendir hún á að gert sé ráð fyrir að byggt verði á lóð skólagarðanna við Þorragötu. Fá græn svæði eru orðin eftir í hverfinu og með þessu skipulagi fær ekki einn einasti grænn blettur að vera í friði.
Marta Guðjónsdóttir varaborgarfulltrúi
„Vesturbærinn í Reykjavík er heillandi borgarhluti misgamalla en heilsteyptra íbúðahverfa og rótgróins mannlífs“, segir Marta Guðjónsdóttir varaborgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, sem telur nýtt aðalskipulag Reykjavíkur og útfærslur þess í nýlegum hugmyndum að hverfaskipulagi séu alvarleg ögrun við mörg íbúðahverfi þessa borgarhluta, sérkenni þeirra og yfirbragð.
Að sögn Mörtu er gert ráð fyrir miklum breytingum á gatnakerfinu í hverfinu. Opna á götur og þrengja stofnæðar. Grenimelur og Reynimelur verða opnaðir út á Hofsvallagötu, Kaplaskjólsvegur út á Hringbraut, Víðimelur út á Birkimel, Hagamelur út á Hagatorg, sem gerir Melaskólann að umferðareyju, og síðast en ekki síst þá verður Hringbrautin þrengd og gerð að svokallaðri borgargötu eins og Borgartúnið og Hofsvallagatan er. „Þessar þrengingar munu beina bílaumferð í síauknum mæli inn í íbúðahverfin. Þrengingar við Hofsvallagötu hafa nú þegar aukið umferð ökutækja gegnum íbúðahverfi Melanna um 1000 bíla á dag. Hvað ætli þeir verði margir þegar búið er að þrengja Hringbrautina líka?“, segir Marta og bætir við að Vesturbæingum hafi verið illa brugðið þegar þeir sáu þessar hugmyndir, orðið agndofa og gagnrýnt þetta skipulag harðlega. Hverfaskipulag Vesturbæjar. Rauðu reitirnir eru þeir þéttingarreitir þar sem borgarmeirihlutinn áætlar að byggja íbúðarhús, bæði raðhús og fjölbýlishús, skv. hverfaskipulagi.
markhönnun ehf
Í HVAÐA LIT VERSLAR ÞÚ?
www.netto.is Kræsingar & kostakjör
| Mjódd · Salavegur · Hverafold · Grandi · Akureyri · Höfn Grindavík · Reykjanesbær · Borgarnes · Egilsstaðir · Selfoss |
20
REYKVÍKINGAR
Opnun kosningamiðstöðva Kosningamiðstöðvar sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík opnuðu helgina 3.–4. maí og ríkti mikil gleði á meðal sjálfstæðismanna í Reykjavík.
Í ár varð sú breyting á að hverfafélögin í Grafarholti og Úlfarsárdal, Grafarvogi, Árbæjarog Seláshverfi, Ártúnsholti, Norðlingaholti og Kjalarnesi sameinuðust um að reka saman eina stóra kosningamiðstöð að Stórhöfða 17.
Einnig er kosningamiðstöðvar sjálfstæðisfélaganna að finna í Skeifunni 19, Mjóddinni (Álfabakka 14a) og á Laugavegi 96. Að þessu sinni verður Heimdallur með aðstöðu í kosningamiðstöðinni á Laugavegi 96 og munu ungir sjálfstæðismenn sjá um rekstur hennar að kvöldi til.
21
REYKVÍKINGAR
Opnunartími kosningamiðstöðvanna Skeifan 19: s. 893 3018 Virka daga frá kl. 16 til 21, kjördag frá kl. 9 til 22. Stórhöfði 17: s. 783 5924 Þriðjudag til fimmtudags frá kl. 16 til 21, föstudag frá kl. 16 til 19, kjördag frá kl. 9 til 22.
Boðið verður uppá akstur á kjörstað
Mjóddin (Álfabakki 14a): s. 663 0090 Þriðjudag til fimmtudags frá kl. 17 til 21, (15 til 18 á uppstigningardag), kjördag frá kl. 9 til 22. Laugavegur 96: s. 783 5913 Þriðjudag til fimmtudags frá kl. 16 til 18, föstudag frá kl. 12 til 17 og kjördag frá kl. 9 til 22.
22
REYKVÍKINGAR
Framboðslisti Sjálfstæðisflokksins 1.
2.
3.
4.
7.
8.
9.
10.
13.
14.
15.
16.
19.
20.
21.
22.
25.
26.
27.
28.
23
REYKVÍKINGAR
fyrir borgarstjórnarkosningar 2014 5.
11.
6.
12.
1. Halldór Halldórsson
form. Sambands íslenskra sveitarfélaga
2. Júlíus Vífill Ingvarsson
borgarfulltrúi
3. Kjartan Magnússon
borgarfulltrúi
4. Áslaug María Friðriksdóttir
borgarfulltrúi
5. Hildur Sverrisdóttir
borgarfulltrúi
6. Marta Guðjónsdóttir
kennari & fyrsti varaborgarfulltrúi
7. Börkur Gunnarsson
blaðamaður, rithöfundur & leikstjóri
8. Björn Gíslason
slökkviliðsmaður & varaborgarfulltrúi
9. Lára Óskarsdóttir
stjórnendamarkþjálfi & kennari
10. Herdís Anna Þorvaldsdóttir framkvæmdastjóri
17.
18.
11. Björn Jón Bragason
sagnfræðingur
12. Elísabet Gísladóttir
form. íbúasamtakanna í Grafarvogi
& lýðheilsufræðinemi
13. Örn Þórðarson
ráðgjafi & fyrrv. sveitarstjóri
14. Íris Anna Skúladóttir
skrifstofustjóri
15. Ólafur Kr. Guðmundsson
framkvæmdastjóri / varaformaður FÍB
16. Hjörtur Lúðvíksson málari 17. Guðlaug Björnsdóttir
deildarstjóri & form. samninganefndar
18. Hulda Pjetursdóttir
viðskiptafræðingur
19. Sigurjón Arnórsson
alþjóðlegur viðskiptafræðingur
20. Jórunn Pála Jónasdóttir laganemi 21. Viðar Helgi Guðjohnsen
23.
24.
lyfjafræðingur
22. Sigrún Guðný Markúsdóttir framkvæmdastjóri 23. Kristinn Karl Brynjarsson verkamaður 24. Elín Engilbertsdóttir
ráðgjafi
25. Rafn Steingrímsson
vefforitari
26. Jóhann Már Helgason
framkvæmdastjóri
27. Aron Ólafsson nemi 28. Kolbrún Ólafsdóttir
29.
30.
sérhæfður leikskólastarfskraftur
29. Kristín B. Scheving Pálsdóttir húsmóðir 30. Sólveig Guðrún Pétursdóttir fyrrverandi forseti Alþingis
Gæði og öryggi í þjónustu – Við viljum tryggja að sérhver borgarbúi fái betri og skilvirkari þjónustu á öruggan hátt. Borgararnir verða að geta reitt sig á tímanlega og trygga þjónustu óháð því í hvaða hverfi þeir búa. Ekki síst á það við um aldraða og fatlaða; að þeir geti verið öryggir um þjónustu heim þegar á þarf að halda en tryggja þarf sveigjanlegri og skjótari inngrip. Gæta þarf að þjónusta standist allar gæðakröfur.
Öruggur leigumarkaður
Nægt lóðaframboð
– Við ætlum að bjóða út lóðir fyrir leiguíbúðir til aðila sem vilja hasla sér völl á leigumarkaði. Gegn hagstæðasta boði um leiguverð fá slíkir aðilar samning við Reykjavíkurborg um að greiða niður lóðaverð á 25 árum gegn því að leiguverð verði sanngjarnt á tímabilinu. Með því tryggjum við framboð á langtímaleiguhúsnæði í Reykjavík.
Minnkum álögur á fjölskyldur og lækkum skatta – Reykjavík er langstærsta sveitarfélag landsins. Höfuðborgarbúar eiga að njóta hagkvæmni stærðarinnar í rekstri sveitarfélagsins sem skilar sér í auknu ráðstöfunarfé fjölskyldna. Við ætlum að draga úr álögum á fjölskyldur og lækka skatta á kjörtímabilinu. Við ætlum einnig að endurskoða gjaldskrár með það fyrir augum að sanngjörn gjöld séu á grunnþjónustu.
– Við ætlum að tryggja nægt framboð af lóðum. Þannig fjölgar íbúðum á markaði sem leiðir af sér meiri samkeppni og skilar sér í lægra verði til neytenda.
Þjónustutrygging/Leikskólar og dagforeldrar – Við munum bjóða fjölbreytt úrræði frá því að fæðingarorlofi sleppir þar til barn kemst á leikskóla. Það gerum við með öflugri þjónustu dagforeldra, ungbarnaleikskóla og ungbarnadeildum á leikskólum. Styrkja þarf dagforeldra faglega og hvetja til samstarfs þeirra á milli. Við viljum að foreldrar hafi frelsi til að velja það sem börnunum er fyrir bestu hvort sem það er dagforeldri, ungbarnaleikskóli eða t.d. nærfjölskylda. Við ætlum að koma á þjónustutryggingu til að jafna kostnað foreldra og auka valfrelsi.
Aldraðir – Við ætlum að mæta þjónustuþörfinni hratt og örugglega og veita eldri borgurum þjónustutryggingu. Fé fylgi þörf og aldraðir eiga að geta valið um hvar þeir sækja þjónustu. Við ætlum að bæta heimaþjónustu með því að bjóða hana út og sníða hana betur að þörfum hvers og eins. Við munum bjóða upp á aukið val í matarsendingum til aldraðra.
Öflugt menningarlíf um alla borg – Við ætlum að stuðla að metnaðarfullu listaog menningarlífi í borginni. Reykjavík á mikinn menningararf sem er rétt að gera sýnilegri út um alla borg, hvort sem það er í opinberum byggingum, skólum eða úti í hverfum borgarinnar. Við eigum að fagna fjölbreytileikanum og blanda saman sögu og sérkennum Reykjavíkur með nútímamenningu okkar. Við viljum efla menningarhátíðir í Reykjavík enn frekar. Til dæmis með því að gera Menningarnótt að Menningarhelgi, gera Barnamenningarhátíð að Barna- og Unglingamenningarhátíð með aðkomu ungmenna að skipulagningu og með því að koma á fót Bókmenntaborginni Reykjavík með Bókamessu.
Eðlileg þjónusta aftur á dagskrá – Við ætlum að gera hreinsun borgarinnar að forgangsmáli á ný. Við ætlum að slá grasið, við ætlum að ná í gömul jólatré, við ætlum að bæta snjómokstur í hverfum borgarinnar og við ætlum að fegra Reykjavík.
Samþætting skóla og tómstunda – Við ætlum að gera börnum auðvelt fyrir að stunda sínar tómstundir með því að samþætta skólann, frístundir og íþróttir enn betur en gert er í dag. Við vitum að mikið rót getur verið á degi barna með skutli á milli æfinga og skóla. Við viljum koma á enn betra samstarfi skóla og tómstundafélaga, jafnvel með því að tómstundafélögin geti nýtt aðstöðu í skólum borgarinnar.
Fjölbreytt hverfi og fjölskylduvæn borg – Við viljum hafa fjölbreytt hverfi þar sem sérkenni hvers hverfis fær að njóta sín. Stuðla þarf að því að þjónusta þrífist í hverfunum og að íbúar hafi aðgengi að grænu svæðunum sem við viljum vernda. Íbúar eiga að geta notið náttúru og útivistar, göngu- og hjólaleiða og draga verður úr umferðarhraða inni í hverfum. Þannig sköpum við örugga, hreina, græna og góða fjölskylduborg.
Sinnum viðhaldi eigna borgarinnar – Viðhaldi eigna hefur verið illa sinnt á kjörtímabilinu með þeim afleiðingum að uppsafnaður vandi er orðinn mikill. Við því verður að bregðast til að það sem á að vera eðlilegur viðhaldskostnaður breytist ekki í hreinan endurnýjunarkostnað með alvarlegum áhrifum á fjárhag borgarinnar.
Kynntu þér stefnumál okkar á xdreykjavik.is