4 minute read

10 spurningar og svör um

1. Er meiri hætta á að ég smitist, af því 3. ég er með sykursýki? Er meiri hætta á að ég verði alvarlega

Nei, sykursýki gerir þig ekki meira útsettan fyrir veik/ur ef ég smitast, af því ég er með smiti en aðra, svo fremi þú sért ekki með veiklað sykursýki? ónæmiskerfi vegna annarra veikinda. Bæði já og nei. Sennilega er þetta fyrst og fremst

2háð aldri þínum og almennu heilsufari. Tölfræðin . Er einhver munur á áhættu eftir því hvort fólk er með Tegund 1 eða Tegund 2 sýnir okkur að stærsti áhættuþátturinn fyrir því að veikjast alvarlega ef maður smitast er aldurinn og hættan eykst með hækkandi aldri. Það þýðir að fólk sykursýki? sem er eldra en 65 ára á frekar á hættu að veikjast Mögulega. Það er enn engin tölfræði til hvað þetta alvarlega en þeir sem yngri eru, og þau sem eru orðin varðar en fagfólkið hefur séð að svo virðist sem fleiri 80 ára eru í enn meiri hættu en þau sem eru 65 ára. með Tegund 2 verði alvarlega veikir en þeir sem Samtímis þá auka undirliggjandi sjúkdómar hættuna eru með Tegund 1. Þetta kemur ekki á óvart þegar á að veikjast alvarlega. Þá er átt við t.d. hjarta- og litið er til þess að miklu fleiri eru með Tegund 2 en æðasjúkdóma, nýrnasjúkdóma og krabbamein. Það er Tegund 1, fleira eldra fólk er með Tegund 2 og aldur mögulegt að sykursýkin ein og sér geti aukið hættuna er mikilvægur áhættuþáttur og Tegund 2 kemur mjög á að veikjast alvarlega en um það eru ekki enn til oft fram í samhengi við marga aðra sjúkdóma. nægileg gögn.

10spurningar og svör um covid-19 og sykursýki

4. Hvað með of háan blóðþrýsting, þarf ég að hafa áhyggjur af því?

Nei, ekki ef of hár blóðþrýstingur er eina heilsuvandamálið þitt. Vissulega er hár blóðþrýstingur á listanum yfir áhættuþætti en það er sennilega vegna þess að flestir þeir sem eru með of háan blóðþrýsting eru líka með önnur heilsufarsvandamál. Of hár blóðþrýstingur einn og sér virðist ekki auka hættuna á sjúkrahúsinnlögn eða dauða af völdum covid-19.

5. Hvað með sýrueitrun (ketóacidósis) þarf ég að hafa áhyggjur af því?

Já, ef þú notar insúlín eða önnur blóðsykurlækkandi lyf (SGLT2 hemla). Insúlín: líkaminn þarf meira insúlín þegar hann berst við sýkingu og hættan á of háum blóðsykri eykst. Mældu blóðsykurinn oft. Þú getur líka mælt ketóna í þvagi með stixi. Þumalfingurregla er að líkaminn þurfi ¼ meira insúlín á sólarhring fyrir hverja gráðu sem líkamshitinn hækkar, en þarna getur verið mjög mikill einstaklingsmunur. SGLT2 hemlar: þú ættir að hætta að taka lyfin ef grunur er um covid-19 sjúkdóm, og ræða málið við lækninn. (SGLT2 hemlar eru t.d. Forxiga/Jardiance/Steglatro/Synjardy/ Steglujan/Segluromet)

6. Eru til einhver lyf eða bólusetningar sem ég get tekið gegn corona veirunni?

Enn eru engin bóluefni eða samþykkt lyf til sem virka gegn veirunni eða sjúkdómnum. En þú sem ert með sykursýki ættir að reyna að verjast öðrum sýkingum. Því er mælt með að þú fáir bólusetningu gegn „venjulegu“ flensunni og þú ættir einnig að spyrja lækni þinn um bólusetningu gegn pneumokokka lungnabólgu. Þetta á sérstaklega við ef þú ert eldri en 65 ára.

7. Á ég að tala við lækni strax ef ég veikist?

Ef þú lendir í vandræðum með hækkaðan blóðsykur sem ekki næst niður með venjulegri insúlín gjöf, ef þér finnst þú vera að verða veik/ur eins og með flensu eða finnst þú verða að verða andstutt/ur og ef þú ferð að mæla ketóna í blóði eða þvagi, skaltu hafa samband við þína heilsugæslu, Læknavaktina (s.1770) eða hringja í Landspítala (s.543-1000) og biðja um samband við vakthafandi innkirtlasérfræðing. Ef um neyðarástand er að ræða, eða ef þú verður hrædd/ur, þá hringirðu í 112.

8. Hversu hættulegur er sjúkdómurinn börnum og ungmennum?

Tölfræðin bendir til þess að börn smitist síður, smiti síður frá sér og verði almennt minna veik en fullorðnir. Þetta á líka við um börn sem eru með sykursýki. Hið sama virðist gilda fyrir unglinga upp að 19 ára. Almennt er hættan líka fremur lítil fyrir fólk undir 50 ára aldri.

9. Ég er í áhættuhópi, á ég að fara í vinnuna?

Almenna svarið er já, en mælt er með því að þau sem hafa möguleika á því flytji vinnuna heim til sín. Sé það ekki hægt er rétt að ræða við yfirmanninn um að þú sért í áhættuhópi og athuga hvað hægt er að gera til að draga úr smithættu á vinnustaðnum. Einnig getur verið gott að ræða málið við þinn lækni og athuga hvort rétt er að fá læknisvottorð um að þú megir ekki vera í vinnu, t.d. ef þú ert veik/ur fyrir í lungum.

10. Gæti komið til þess að skortur verði á insúlíni eða öðrum mikilvægum lyfjum?

Akkúrat núna er ekki hætta á að sú staða komi upp, en Lyfjastofnun fylgist vel með stöðunni. Ef ástandið dregst á langinn og staðan versnar mikið út um heiminn er þetta auðvitað möguleiki, en eins og staðan er nú er engin hætta á ferð.

þýtt og staðfært úr norska Diabetes blaðinu frá júní 2020 Fríða Bragadóttir

This article is from: