4 minute read
Boston Wellvale
„Mér fannst einhvern veginn að hann hlyti að vera þarna til eilífðar“
Í desembermánuði árið 1966 gerði hið sanna íslenska veðurfar vart við sig á Ísafirði. Fregnir segja að um byl hafi verið að ræða. Nánar tiltekið þann 22. desember átti sér þó stað atburður sem ef til vill braut upp á stormasaman hversdagsleika Ísafjarðarbúa þegar breskur togari, Bostan Wellvale GY 407 frá Grimsby, strandaði við Arnarnes.
Togarinn Boston Wellvale var klár til siglingar árið 1961, þá fyrir fyrirtækið Boston Deep Sea Fisheries. Fimm árum síðar, eða árið 1966, sigldi togarinn til Grimsby á Englandi og þaðan í átt að Íslandi undir skipstjórn Dave Venney. Á leið sinni til Ísafjarðar í þeim tilgangi að láta lagfæra ratsjá togarans sem og að koma veikburða áhafnarmanni undir læknishendur, strandaði Boston Wellvale GY 407 við Arnarnes í desembermánuði 1966.
Boston Wellvale strandaði síðdegis, um það bil 100 metrum frá landi en sagt er að lágsjávað hafi verið og fjaran stórgrýtt. Boston Wellvale sendi þegar í stað út neyðarskeyti. Lögðu þá af stað á vettvang þrír togarar frá Ísafirði undir stjórn Einars Jóhannssonar. Lítill bátur, Þórveig að nafni, var að auki sendur til að sigla upp að hlið Boston Wellvale í björgunartilgangi, en allt kom fyrir ekki sökum veðurs og varð Þórveig að snúa við. Vetrardimman var sannarlega í hámarki, enda farið að síga á seinni hluta desembermánaðar og veður afar slæmt sem gerði björgunaraðgerðir erfiðar í framkvæmd. 30 manna björgunarsveit hófst handa um leið og fréttist af strandinu bárust en erfiðlega gekk að komast á staðinn. Þungfært var mjög svo þurfti að notast við ýtur til að ryðja veginn. Um það bil tveimur klukkustundum eftir strandið komst björgunarsveit loks á staðinn og hófst handa við að koma áhöfn Boston Wellvale í land. Hins vegar virtist sem ekkert hafi gengið björgunaraðgerðunum í hag. Ekki nóg með að vetrardimman var í hámarki, snælduvitlaust veður og gríðarleg þungfærð hafi verið á leið á vettvang, heldur gekk samvinna björgunarsveitarinnar og áhafnarinnar fremur brösuglega. Björgunarsveitinni tókst að skjóta línum um borð Boston Wellvale, en björgunarmönnum fannst skipverjarnir hafa lítinn áhuga á að sinna línunum og festa þær almennilega. Um það bil tveimur klukkutímum eftir komu björgunarsveitar á vettvang tókst að ná fyrstu skipbrotsmönnum í land. Þegar 14 mönnum hafði verið komið á fasta grundu, bar þeim ekki saman um það hversu margir væru eftir um borð, eða hversu margir hefðu yfir höfuð verið í áhöfn togarans. Sökum leka sem olli því að sjór komst í vélarrúm togarans svo ljósavél hans stöðvaðist, var ekki hægt að hafa samband við þá sem voru eftir um borð og komast að endanlegri niðurstöður um fjöldann sem eftir var. Í lokinn komu þrír menn til viðbótar í land með hjálp línanna, þar á meðal stýrimaðurinn, sem fullyrti að enginn væri eftir um borð nema skipstjórinn. Sökum magakveisu ætlaði skipstjórinn sér ekki að koma í land heldur vera áfram um borð í togaranum (birt: 23.desember 1966 í Morgunblaðinu á vef Timarit.is).
Eftir strand Boston Wellvale mat tryggingafélag þess sem svo að togarinn væri lítils virði. Togarinn var því seldur íslenskum skipasmiði árið 1967, Guðmundi Marsellíussyni, fyrir 150 pund. Togarinn hefur átt þó nokkra sögu síðan þá. 1971 var hann í þjónustu Stálskips hf. og gefið nýtt nafn, Rán GK 42. Árið 1980 var togarinn endurnefndur á ný, þá Ingólfur GK 42. Árið 1984 var skipið selt til Niðursuðuverksmiðjunnar
Heba Líf Jónsdóttir
Boston Wellvale FD 42, á strandstað í Ísafjarðardjúpisem varð síðar íslenskur og fékk nöfnin Rán GK 42, Ingólfur GK 42, Arnarnes ÍS 42, Arnarnes SI 70 og síðan skráður erlendis. Ljósmynd í eigu Gunnlaugs Hólm, frá 1966 (birt: 16. ágúst 2019 á vef Facebook.com).
hf. á Ísafirði og nefnt Arnanes ÍS 42. Þá var skipinu breytt fyrir skuttog og byggt yfir það. Árið 1985 var skipið í þjónustu Torfness hf. á Ísafirði og á árið 1988 var skipið selt Sædóri hf. á Siglufirði og fékk þá einkennisstafina SI 70. Árið 1999 var skipið selt Þormóði RammaSæbergi í Guayamas í Mexíkó.
Gunnar Theodór Þorsteinsson er fæddur árið 1957 á Ísafirði og ólst þar upp. Hann bjó þó tímabundið í Reykjavík á þeim tíma sem Boston Wellvale strandaði, en þrátt fyrir það hefur hann lesið sig til um og heyrt sögurnar margar af Boston Wellvale. Þá fylgdist Gunnar vel með því sem fór fram á Tanganum svokölluðum sem drengur og segir Ísafjörð hafa verið yndislegan stað til að alast upp á. „Þarna var allt, sérstaklega fyrir gutta með áhuga fyrir skipum og bátum“ segir Gunnar. Hann komst snemma í tæri við báta- og skipamenninguna á Ísafirði, en afi hans var skipasmiður og fór hann gjarnan í heimsókn til hans. Þá lýsir Gunnar því hvernig bátar voru allt um kring á Ísafirði, og því ekki furða að áhugi hafi vaknað snemma.