Fjölbrautaskóli Vesturlands 40 ára

Page 1

40 รกra


2

Fjölbrautaskóli Vesturlands 40 ára

Ávarp ritnefndar Kæru lesendur Þið hafið nú í höndunum 40 ára afmælisblað Fjölbrautaskóla Vesturlands en blaðið er afrakstur ritnefndar í áfanganum Hagnýt fjölmiðlun. Vinnan að útgáfunni hefur verið mjög skemmtileg en á sama tíma bæði krefjandi og lærdómsrík. Meðlimir ritnefndar eru sammála um að það hafi að mestu leyti verið forvitni sem varð til þess að við ákváðum að skrá okkur í áfangann í upphafi annar. Við vissum í raun ekkert útí hvað við vorum að fara en það var spennandi tilhugsun að skrá sig í öðruvísi áfanga þar sem við gátum skapað eitthvað og fengið tilbreytingu frá hefðbundnu námi. Okkur voru gefnar mjög frjálsar hendur strax í byrjun við að koma blaðinu út. Fyrstu tímarnir fóru aðallega í hugmyndavinnu og áætlanagerð með aðstoð Kristbjörns sögukennara og

Linda María Rögnvaldsdóttir

Axel Fannar Elvarsson

Hanna Louisa Guðnadóttir

Karítas Líf Elfarsdóttir

Olga Katrín Davíðsdóttir Skarstad

Sveinn Þór Þorvaldsson

Leós íslenskukennara og gekk sú vinna vonum framar. Þegar við vorum komin með áætlun pöruðum við okkur saman og skiptum með okkur verkum. Við héldum ritstjórnarfund einu sinni í viku þar sem Kristbjörn og Leó fóru yfir stöðuna og leiðbeindu okkur. Hóparnir unnu síðan í sínum greinum og viðtölum þess á milli. Við þurftum því að temja okkur öguð og sjálfstæð vinnubrögð sem við höfðum öll gott af. Það hefur verið merkilegt að sjá hvernig hugmyndir okkar hafa þróast og tekið breytingum í gegnum allt ferlið og það er virkilega gaman að sjá blaðið loksins koma út eftir alla vinnuna sem lögð var í það. Við viljum óska skólanum, starfsfólki og nemendum innilega til hamingju með afmælið og í leiðinni þakka öllum þeim sem aðstoðuðu við útgáfu afmælisblaðsins

Catherine Soffía Guðnadóttir

Eiður Andri Guðlaugsson

Sesselja Dögg Sesseljudóttir

Helgi Arnar Jónsson

Aldís Eir Valgeirsdóttir

Kristín Birta Ólafsdóttir

Erla Dís Guðmundsdóttir

Oliwia Julia Sawicka

Stefán Kaprasíus Garðarsson

Fjölbrautaskóli Vesturlands 1977-2017 - afmælisútgáfa Útgefandi: Fjölbrautaskóli Vesturlands Ritnefnd: Nemendur og kennarar í fjölmiðlaáfanga FVA á vorönn 2017 Umbrot: Skessuhorn ehf. Forsíðumynd: Myndina teiknaði Bjarni Þór Bjarnason myndlistarmaður og gaf FVA í tilefni 40 ára afmælis. Myndin heitir „Áfram veginn“ og eru Bjarna færðar þakkir fyrir. Ábyrgðarmaður: Ágústa Elín Ingþórsdóttir Prentun: Prentmet ehf.

40 ára


Fjölbrautaskóli Vesturlands 40 ára

3

Efnisyfirlit 2

Ávarp ritnefndar

3

Efnisyfirlit

4

Ávarp skólameistara

6-7

Afreksíþróttasvið FVA

8

Samstarf ÍA og FVA

9

Hlutverk foreldra í starfi skólans

10

Afmæliskveðja Afmæli Fjölbrautaskóla Vesturlands

11

Dagur í lífi kennara... Helgi Sigurður Karlsson Viðtal við Matráð

12

Þrír ættliðir í FVA

14-17 Viðtal við Hörð Helgason 18

Venjulegur dagur Atli Dagur Stefánsson Viðtal við starfsmann

19

Fer heimurinn versnandi?

8

12

14-17

20-21

22

26-28

30-31

34-35

36

38-39

42

44-45

48

50

52-54

20-21 Opnir dagar 22

Brot úr byggingarsögu FVA

23

Myndasíða

24

Hvar eru þau nú?

26-28 Viðtal við Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur 29

Farskóli Vesturlands Viðtal við vistarstjóra

30-31 Stelpur í málmiðn 32

Ágæti útskriftarhópur vorannar 2016!

34-35 Kennarastofan 36

Starfsbraut

37

Dagbók kennara

38-39 Ronja ræningjadóttir Myndir frá öðrum sýningum 40-41 Framtíð menntunar og starfa í örri tækniþróun 42

Salurinn

44-45 Viðtal við Finnboga Rögnvaldsson Viðtal við umsjónarmann fasteigna 46-47 Skammhlaup 48

Heimavistin

49

Dagur í lífi Hildigunnar Viðtal við bókavörð

50

Stóriðjuskóli Norðuráls

52-54 Viðtal við Ágústu Elínu Ingþórsdóttur 55-56 Hvar eru þau nú? 57

Gettu betur

58-59 Nám í boði hjá FVA


4

Fjölbrautaskóli Vesturlands 40 ára

Ávarp skólameistara Fjölbrautaskólinn á Akranesi, síðar Fjölbrautaskóli Vesturlands (FVA), fagnar 40 ára starfsafmæli í ár. FVA var stofnaður formlega árið 1987 með undirritun samnings milli 32 sveitarfélaga á Vesturlandi og menntamálaráðuneytis um rekstur sameiginlegs framhaldsskóla. Byggt var á grunni Fjölbrautaskólans á Akranesi sem tók til starfa í september 1977 þegar Gagnfræðaskólinn á Akranesi og Iðnskólinn á Akranesi sameinuðust. Samningurinn frá 1987 hefur tekið nokkrum breytingum í gegnum tíðina, m.a. vegna breytinga á lögum um framhaldsskóla, og nú standa sex sveitarfélög að skólanum, þ.e. Akranes, Borgarbyggð, Dalabyggð, Eyja- og Miklaholtshreppur og Hvalfjarðarsveit. Stefna skólans er að veita öllum nemendum sínum góða menntun sem felur í sér þekkingu, leikni og hæfni í einstökum greinum, víðsýni og gagnrýna hugsun, ábyrgð og sanngirni, vandvirkni og góð vinnubrögð; vera umhyggjusamur um velferð nemenda sinna og stuðla að heilbrigðum lífsháttum og bera virðingu fyrir hverjum einstaklingi og koma fram við alla í anda jafnréttis og lýðræðis. Skólinn leggur áherslu á að hver nemandi finni að velferð hans skiptir máli, kennurum og stjórnendum þyki mikilvægt að hann nýti og þroski hæfileika sína, vinni vel og nái góðum árangri og að bjóða nám á mörgum brautum sem hæfir nemendum með misjafna getu, margvísleg áhugamál og ólíkar þarfir eins og segir í skólanámskrá. FVA býður nám á bóknámsbrautum til stúdentsprófs (félagsfræðabraut, opinni stúdentsbraut, náttúrufræðabraut og viðbótarnámi til stúdentsprófs), starfstengdum námsbrautum (grunnnámi iðngreina, húsgagnasmíði, rafvirkjun, vélvirkjun og sjúkraliðabraut), brautabrú og starfsbraut. Auk framangreindra námsbrauta býður skólinn upp á afreksíþróttasvið sem er samstarfsverkefni skólans, Íþróttabandalags Akraness og Akranesbæjar. Sviðið er fyrir nemendur sem hafa stundað afreksíþróttir í töluverðan tíma og vilja hafa aukið svigrúm til að stunda íþrótt sína samhliða námi. Stofnun Fjölbrautaskólans á Akranesi markaði tímamót í skólamálum á Vesturlandi. Samningur sveitarfélaga á Vesturlandi og menntamálaráðuneytis 1987 um að reka öflugan framhaldsskóla bætti jafnframt aðstöðu Vestlendinga til að afla sér menntunar. Í dag gegnir FVA mikilvægu hlutverki í samfélagi þar sem fólki þarf að standa til boða ýmis tækifæri til að auka hæfni sína á lífsleiðinni. Á sama tíma og menntun er leið til að afla sér lífsviðurværis er hún uppspretta hins andlega lífs og veitir gleði og umbun í lífinu. Menntun knýr mannshugann áfram í leit að sannleika og dyggðugu lífi og er besta tækið sem við höfum til þess að breyta heiminum. Hún gerir manninn hæfan til að halda endalaust áfram að spyrja spurninga og eykur þar með víðsýni, umburðarlyndi og gagnkvæma virðingu. Menntun er

til þess fallin að opna hjörtu okkar fyrir fegurð og auka skilning okkar á því að líf allra er jafnmikilvægt. Gæði skóla mælast fyrst og fremst í góðri kennslu og þjónustu við nemendur, fjölbreyttu námsframboði og bættum námsárangri nemenda. Allt eru þetta vegvísar sem FVA hefur að leiðarljósi. Skólinn er öllum opinn og leggur áherslu á að þjóna íbúum á Vesturlandi og víðar. Hann hefur ákveðnar skyldur við sitt nærsamfélag og leitast við að bjóða íbúum þess eins fjölbreyttar leiðir til menntunar og mögulegt er. Námsframboðið er fjölbreytt sem mætir misjöfnum þörfum samfélagsins og ættu flestir að finna nám við sitt hæfi. Kennslan er fagleg og persónuleg, þar sem reynt er að mæta þörfum hvers og eins. Öllum námsbrautum innan skólans er gert jafnhátt undir höfði og leitast er við að auka samvinnu heimila og skóla. Ein af forsendum góðs námsárangurs er að nemendur séu áhugasamir um námið og búi við góðar aðstæður til náms. Þar skiptir jákvæður stuðningur og eftirfylgd forráðamanna miklu máli. Forvarnastarf er vaxandi þáttur í starfi FVA og vill skólinn með starfinu stuðla að heilbrigðum lífsháttum og jákvæðri sjálfsmynd nemenda. FVA er jafnframt heilsueflandi framhaldsskóli sem byggist á þeirri stefnu að nálgast forvarnir út frá víðtæku og jákvæðu sjónarhorni með það að markmiði að stuðla að vellíðan og auknum árangri allra í skólasamfélaginu, nemenda og starfsfólks. Það er trú okkar sem að skólanum standa að heilsueflandi umhverfi bæti líðan nemenda, stuðli að bættum námsárangri og dragi úr brottfalli. Fjölbrautaskóli Vesturlands hefur það hlutverk að styrkja jákvæð viðhorf til búsetu á svæðinu og að miðla til nemenda menningu samfélagsins og þroska með þeim hæfni til virkrar þátttöku í mótun þess og framþróun á sem flestum sviðum. Það er ósk mín og von á þessum tímamótum að FVA beri gæfu til að þjóna samfélaginu áfram þannig að hagsmunaaðilar finni hversu mikils virði það er að hafa öflugan framhaldsskóla á Akranesi. FVA hefur alla burði til að vera vettvangur til að skapa samfélaginu og hagsmunaaðilum skólans farsæla framtíð. Ég þakka ritnefnd, greinarhöfundum, verkefnastjóra afmælishátíðar og öllum þeim sem komu að gerð þessa afmælisrits og styrktu útgáfu þess á einhvern hátt. Til hamingju með afmælið FVA


HVÍTA HÚSIÐ — SÍA / 17-1730

Malin Bergljótardóttir Frid PóUULTP m ZHTUPUNP

Velkomin til starfa /Qm =LP[\T Z[HYMHY MQ SKP [¤RUP VN PóUTLUU[HóYH R]LUUH VN RHYSH TLó MQ SIYL`[[HU IHRNY\UU VN [Y`NNQH Hó OLP[[ VN RHS[ ]H[U ILYPZ[ x O Z MYm]LP[HU ]PYRP VN YHMTHNUPó SxRH /Qm VRR\Y M¤Yó\ ZRLTT[PSLNH VN OHNUû[H YL`UZS\ HM ô]x Hó ]PUUH TLó YL`UZS\TPRS\ MHNM}SRP m MQ SIYL`[[\T VN SPMHUKP ]PUU\Z[Hó ZLT SLP[HZ[ ]Pó Hó ]LYH x MYLTZ[\ Y ó O]Hó ZULY[PY QHMUYt[[P Y`NNP ]PUU\\TO]LYMP VN T N\SLPRH [PS Hó ZHTY¤TH ]PUU\ VN MQ SZR`SK\mI`YNó =Pó IQ}ó\T \WW m TL[UHóHYM\SSH ULTHôQmSM\U ôHY ZLT ô NL[\Y RSmYHó HSS[ Z[HYMZUmT m LPU\T Z[Hó VN MLUNPó N}óHU \UKPYI UPUN M`YPY Z]LPUZWY}M =Pó }ZR\T -=( [PS OHTPUNQ\ TLó HMT¤SPó VN IQ}ó\T ULTLUK\T Hó R`UUH ZtY RVZ[P VRRHY ZLT MYHT[xóHY]PUU\Z[HóHY

2`UU[\ ôtY =LP[\Y m ]LP[\Y PZ VN m -HJLIVVR


6

Fjölbrautaskóli Vesturlands 40 ára

Afreksíþróttasvið FVA Afreksíþróttasvið við FVA er samstarfsverkefni FVA, Íþróttabandalags Akraness og Akranesbæjar. Sviðið er hugsað fyrir nemendur sem hafa stundað afreksíþróttir í töluverðan tíma og vilja hafa aukið svigrúm til að stunda íþrótt sína samhliða námi í skólanum. Þær íþróttagreinar sem nú standa nemendum á afreksíþróttasviði til boða eru badminton, fimleikar, keila, knattspyrna, körfubolti og sund. Samhliða íþróttaiðkun með íþróttafélagi þá stunda nemendur æfingar á skólatíma tvisvar í viku auk þrekþjálfunar og annarrar fræðslu er tengist íþróttaiðkun. Öll kennsluaðstaða á afreksíþróttasviði er til fyrirmyndar, t.d. fjölnota íþróttahöll, þreksalur, íþróttasalur, sundlaug og keilusalur. Á hverri önn fá nemendur fimm einingar fyrir þátttöku á afreksíþróttasviði. Hjá FVA er starfrækt mötuneyti í nafni Heilsueflandi framhaldsskóla og stendur nemendum á afreksíþróttasviði til boða að kaupa máltíðir þar á lægsta mögulega verði. Kostnaður vegna námsgagna, fatnaðar og þjálfunar á afreksíþróttasviði er 35.000 kr. á önn. Einnig er gerð krafa um að nemendur setji námið og íþróttaiðkun sína í fyrsta sæti og neyti því engra vímuefna ásamt því að vera með a.m.k. 95% skólasókn í öllum námsgreinum. Helgi Magnússon íþróttakennari er verkefnastjóri afreksíþróttasviðsins og hefur, ásamt stjórnendum FVA, íþróttafulltrúa og stjórn ÍA og fulltrúum skóla- og frístundasviðs Akraneskaupstaðar, haft veg og vanda að skipulagningu þess. Til að fræðast nánar um sviðið tókum við Helga tali og báðum hann um að segja okkur frá því helsta.

Hvenær og hvernig byrjaði afrekssviðið?

Núverandi skólameistari hafði samband við íþróttakennara og reyndan knattspyrnuþjálfara úr öðrum framhaldsskóla sem hafði byggt upp afreksíþróttasvið og fékk hann til að kynna hugmyndafræðina fyrir fulltrúum ÍA og Fjölbrautaskóla Vesturlands. Í framhaldi af því var fulltrúum Akraneskaupstaðar kynnt hugmyndin. Öllum hlutaðeigandi aðilum leist vel á verkefnið og segja má að boltinn hafi byrjað að rúlla hjá knattspyrnufélagi ÍA sem hafði um nokkurt skeið verið með morgunæfingar í boði fyrir afreksfólk sitt og margir úr þeim hópi voru nemendur í FVA. Forsvarsmenn annarra íþróttagreina höfðu einnig mikinn áhuga á að vera með í verkefninu. Þar með var grunnurinn lagður og sviðið formlega stofnað haustið 2015.

Hvernig hefur gengið?

Yfir það heila hefur gengið vel. Þátttakan hefur verið góð, um 30-50 nemendur á önn. Reyndar er brotthvarfið hjá okkur heldur meira en við áttum von á. Við vitum ekki alveg ástæðurnar en erum að reyna að greina þær. Hugsanlega er álagið sem fylgir aukinni æfingasókn meira en sumir af þeim sem völdu sviðið gerðu ráð fyrir. Þá heltast þeir úr lestinni sem finna að þetta er ekki að henta þeim. Það útheimtir meiri orku og viljastyrk en gengur og gerist að ná afreksárangri, þannig að kannski er brotthvarfið bara í samræmi við það.

Hvað er það sem gerir suma að afreksmönnum og hvernig getur þátttaka á afreksbraut hjálpað þeim að bæta árangurinn?

Það er margt sem spilar inn í, hæfileikar, áhugi, dugnaður, agi og úthald. Og svo auðvitað fræðsla, t.d. á sviði þjálfunarfræði, næringarfræði og sálfræði. Til að bæta árangur sinn þarf að æfa meira, borða hollan mat, lifa heilsusamlega og hugsa jákvætt. Afreksíþróttasviðið býður upp á mjög góða æfingaaðstöðu og hefur reynda þjálfara og kennara á sínum snærum, síðan er það nemendanna að nýta sér það.

Hefur afrekssviðið gengið í gegnum einhverjar breytingar?

Já, sviðið er ungt og er enn í mótun. Við höfum t.d. lagað tímatöflu æfinga betur að öðru námi í skólanum. Fyrstu önnina voru æfingar oft á miðjum morgni en nú byrja allar æfingar kl. 8:00. Bóklega námið er líka að þróast. Við þurfum að skilgreina markmið og taka saman námsefni fyrir þá sem eru lengra komnir.

Hvernig fara tímarnir fram?

Við erum með samtals fjóra tíma í viku. Þar af er einn bóklegur tími og einn þrektími þar sem allir eru saman. Síðan eru tveir tímar ætlaðir fyrir þá íþróttagrein sem viðkomandi nemandi æfir sérstaklega. Í þeim tímum er megináherslan lögð á tækniæfingar. Við reynum líka að hafa þetta einstaklingsbundið, þannig að hver og einn nemandi vinnur mikið út frá eigin forsendum. Einn af þjálfurum okkar, Anna Sólveig Smáradóttir, er sjúkraþjálfari sem kemur sér afar vel. Flestir af nemendunum er keppnisfólk í sinni grein og álagið stundum það mikið að ýmis konar meiðsl gera vart við sig. Þá er mikilvægt að bregðast rétt við því og laga æfingaprógrammið að breyttum aðstæðum.

Að lokum Helgi, áttu hollráð handa upprennandi afreksfólki í íþróttum.

Heilsusamlegt líferni er númer eitt tvö og þrjú. Síðan má kannski bæta því við sem Sókrates sagði í gamla daga og á þá við um íþróttamenn ekki síður en aðra: Lærðu að þekkja sjálfan þig. Eftir þetta fróðlega spjall við Helga Magnússon ákváðum við að ræða við nokkra nemendur á íþróttasviðinu í FVA og spurðum þá um reynslu þeirra af sviðinu.


Fjölbrautaskóli Vesturlands 40 ára

Jóhanna Ósk Guðjónsdóttir er í keilu:

Af hverju valdir þú afreksíþróttasvið?

Afreksíþróttasviðið gefur mér tækifæri til að verða betri í minni íþrótt og ná þeim markmiðum sem ég hef sett mér.

Hvernig finnst þér þjálfun og kennsla á afreksíþróttasvið?

Bæði kennslan og þjálfunin eru í toppstandi. Frábært fólk sem stendur á bak við þetta allt.

Hvað finnst þér best við afreksíþróttasvið?

Það að vera að gera eitthvað sem maður elskar og vill verða betri og betri í.

Bergdís Fanney Einarsdóttir er í fótbolta:

Hvernig gengur?

Mjög vel. Þjálfunin á afreksíþróttasviðinu er svo fjölbreytt og skemmtileg. Maður lærir eitthvað nýtt á hverjum degi og bætir sig jafnt og þétt.

Hvað finnst þér best við afreksíþróttasviðið?

Tækniæfingarnar í fótboltanum. Fótbolti er það skemmtilegasta sem ég geri. Einnig er það hafragrauturinn eftir æfingar, næringin er mikilvæg og það er gott að geta fengið sér hafragraut fyrir tíma.

Þú mælir þá með afreksíþróttasvið?

Já, afreksíþróttasviðið er góð leið fyrir unga íþróttamenn til að ná langt í íþrótt sinni.

Tómas Andri Jörgensen er í badminton:

Hvers vegna valdir þú afreksíþróttasviðið?

Það er svo skemmtilegt, fínir krakkar og þjálfarar. Svo lærir maður margt nýtt um ýmis lykilatriði varðandi æfingar og keppni. Þjálfararnir eru vel menntaðir og hjálpa manni mikið.

Hver eru markmiðin hjá þér?

Að taka framförum jafnt og þétt. Svo sér maður bara til hvernig gengur.

Er mataræði mikilvægt?

Það skiptir öllu máli að borða hollt. Hafragrauturinn sem við borðum í skólanum er fín undirstaða.

Við þökkum þessum spræku krökkum fyrir spjallið og óskum þeim góðs gengis í framhaldinu. Afreksíþróttasvið FVA skapar meistarann!

Gunnar Jóhannesson er í körfubolta:

Af hverju valdir þú afreksíþróttasvið?

Af því að mig langaði að æfa körfubolta í skólanum og ekki skemmir það fyrir að fá einingar fyrir það.

Hvernig finnst þér þjálfun og kennsla á afreksíþróttasvið?

Mér finnst kennslan mjög góð. Og þjálfarar eru mjög góðir og vita vel hvað þeir eru að gera. Maður fær betri skilning á leiknum og svo eru tækniæfingarnar á morgnana mjög góðar.

7


8

Fjölbrautaskóli Vesturlands 40 ára

Samstarf ÍA og FVA Íþróttabandalag Akraness og Fjölbrautaskóli Vesturlands á Akranesi eiga það sameiginlegt að hafa í langan tíma komið með virkum hætti að uppeldi og mótun ungmenna á Akranesi, Íþróttabandalagið í rúm 70 ár og Fjölbrautaskólinn í 40. Á þessum árum eru ekki mörg ungmenni á Akranesi sem hafa ekki með einum eða öðrum hætti tekið þátt í íþróttastarfsemi eða stundað nám við FVA. Á meðan 19 aðildarfélög ÍA hafa aðallega unnið að bættu líkamlegu og andlegu atgervi hefur skólinn lagt áherslu á að búa nemendur undir þátttöku í atvinnulífinu eða frekara nám. Á síðustu árum hafa skilin þarna á milli þó verið að dofna. Skólinn hefur frá 2011 starfað undir nafninu heilsueflandi framhaldsskóli og á árinu 2016 var skrifað undir samning milli FVA, Akraneskaupstaðar og ÍA um formlegt samstarf varðandi uppbyggingu og rekstur Afreksíþróttasviðs FVA sem þá hafði verið rekið frá 2015. Afreksíþróttasvið er fyrir nemendur sem vilja stunda sína íþrótt með álagi afreksmanna samhliða námi og undir handleiðslu sérmenntaðra þjálfara í viðkomandi íþróttagreinum. Nemendur fá einingar/feiningar fyrir ástundun sinnar íþróttar og er gert ráð fyrir íþróttaiðkun í stundatöflu þeirra. Almennt eru æfingar á skólatíma tvisvar í viku auk þrekþjálfunar og annarrar fræðslu er tengist íþróttaiðkun og stendur nemendum líka til boða að fara í morgunmat í mötuneyti FVA eftir æfingar.

Á haustönn 2016 stunduðu 50 nemendur nám á afreksíþróttasviðinu en boðið hefur verið upp á æfingar í badminton, fimleikum, knattspyrnu, körfubolta og keilu. Haustið 2017 bætist svo sund við. Það er von ÍA að íþróttagreinum fjölgi enn frekar á næstu skólaárum og mun íþróttabandalagið leggja sitt að mörkum til þess að svo verði. Nú þegar framhaldsskólinn hefur verið styttur er hætt við því að aukið álag á nemendur hafi áhrif á vilja og getu þeirra til að stunda íþróttir sem afreksmenn. Það er því enn mikilvægara en áður að skólinn, íþróttahreyfingin og bæjaryfirvöld tryggi að allt umhverfi þeirra hvetji til áframhaldandi íþróttaiðkunar. Um leið og Íþróttabandalag Akraness óskar Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi til hamingju með árin 40 horfir ÍA björtum augum til framtíðar og aukins samstarfs við FVA, nemendum til heilla. Hidur Karen Aðalsteinsdóttir


Fjölbrautaskóli Vesturlands 40 ára

9

Hlutverk foreldra í starfi skólans Í byrjun árs 1998 hækkaði sjálfræðisaldur í 18 ár, með því kom fram þörf á aukinni þátttöku foreldra í starfi framhalds- og menntaskóla og komu foreldraráð þá til sögunnar. Hlutverk foreldraráðs er að styðja við skólastarfið, huga að hagsmunamálum nemenda og vera í samtarfi við skólann, ásamt foreldrum, um málefni ólögráða nemenda. Foreldraráð á að vera tengiliður milli foreldra og skóla, ásamt því að vera samráðs- og starfsvettvangur foreldra og reyna eftir fremsta megni að auka vitund foreldra um forsjárskyldur sínar og upplýsa þau um réttindi og skyldur sínar og barna þeirra. Foreldraráði er einnig ætlað að vera bakhjarl skólans og stuðla með einum eða öðrum hætti að bættum hag hans. Fjölbrautaskóli Vesturland á Akranesi fagnar mikilvægum tímamótum um þessar mundir. Skólinn hefur tekið miklum breytingum á þeim tíma sem hann hefur starfað og getur í dag státað af því að bjóða upp á samkeppnishæft nám, hvort sem um er að ræða bóknámsbrautir til stúdentsprófs, iðn- og

Til hamingju með afmælið! Landsbankinn óskar Fjölbrautaskóla Vesturlands innilega til hamingju með 40 ára afmæli skólans. Landsbankinn

landsbankinn.is

410 4000

verknám eða annað styttra nám. Mikil uppbygging hefur átt sér stað bæði á námsframboði og á búnaði skólans, þá sérstaklega síðustu ár. Á næstu misserum mun skólinn halda áfram með mikla endurnýjun á málmiðnadeildinni sem er löngu tímabært verkefni og mun það eflaust efla áhuga nemenda á þeirri grein og koma þannig til móts við þá eftirspurn sem er eftir iðnmenntuðu fólki í atvinnulífinu. Það er mikilvægt fyrir bæjarfélag eins og Akranes að geta státað af skóla í fremstu röð. Sem foreldri þykir mér það skipta öllu máli að börnin mín geti sótt sér menntun í sinni heimabyggð þegar þau eru ung að árum og hafi þar val um bók-, iðn- eða verknám. Það þarf að efla tenginu skólans við atvinnulífið á Akranesi og nágrenni og bjóða upp á menntun sem getur nýst nemendum til starfa í sinni heimabyggð. Það er mikilvægt fyrir okkur að auka þann fjölda sem að námi loknu velur að búa í sinni heimabyggð og getur þannig stuðlað að uppbygginu hennar. Framtíð skólans er björt og það er

okkar hlutverk að styðja með einum eða öðrum hætti við uppbygginu hans. Ursula Ásgrímsdóttir


10

Fjölbrautaskóli Vesturlands 40 ára

Afmæliskveðja Fjölbrautaskóli Vesturlands á Akranesi fagnar nú 40 ára starfsafmæli. Segja má að skólinn sé að ná fullum þroska og fram undan eru spennandi ár þar sem blómlegt skóla- og þróunarstarf fær vonandi að njóta sín. Að vera með öflugan framhaldsskóla í bakgarðinum er mikill fengur fyrir nemendur, foreldra og samfélagið allt. Yfir 90% af þeim nemendum sem ljúka grunnskólagöngu sinni í grunnskólunum á Akranesi fara í FVA og er það mikill styrkur fyrir skólabæinn Akranes. Í FVA hefur verið rekið öflugt skólastarf um árabil og er skólinn einn fárra skóla sem bjóða upp á iðn- og verknám. Skólinn hefur einnig haft frumkvæði að því að samþætt verknám og bóknám þannig að ekki er um val milli andstæðra póla heldur auðvelt að sameina námið í eina heild. Þannig hefur nemendum skólans verið kleift að byggja upp ákveðið sérsvið sem öðrum hefur

ekki verið mögulegt. Áherslur skólans hafa skilað sér í öflugum námsmönnum jafnt í verkgreinum sem bóknámsgreinum. Vegna þessa er ánægjulegt fyrir okkur Skagamenn að börnin okkur skuli eiga kost á að sækja framhaldsskóla sem er með iðn- og verknám. Það er hins vegar mjög miður að iðn- og verknám eigi undir högg að sækja almennt þegar skapandi greinar koma Íslandi á kortið úti í hinum stóra heimi. Samstarf grunnskólanna og FVA hefur aukist með hverju árinu og er það mikilvægur hlekkur í samfellu skólastiganna. Við vonumst til að þetta samstarf eigi enn eftir að aukast þannig að hægt sé að mynda sem besta samfellu í námsferli nemenda er yfirgefa grunnskóla og halda í framhaldsskóla. Við Akurnesingar höfum einstakar aðstæður til að byggja þessa brú og í því verkefni er samvinna kennara og stjórnenda lykilatriði. Fyrir hönd starfsfólks Brekkubæjarskóla og Grundaskóla óskum við FVA innilega til hamingju með afmælið og vonum að skólinn haldi áfram að vaxa og dafna um ókomin ár. Arnbjörg Stefánsdóttir, skólastjóri Brekkubæjarskóla Sigurður Arnar Sigurðsson, skólastjóri Grundaskóla

Afmæli Fjölbrautaskóla Vesturlands Vestlendingar stigu stórt framfaraskref fyrir 40 árum þegar fjölbrautaskóli var stofnaður á Akranesi en frá árinu 1987 hefur skólinn borið nafnið Fjölbrautaskóli Vesturlands. Stofnun skólans gjörbreytti allri aðstöðu Vestlendinga til framhaldsnáms enda óx skólinn hratt og dafnaði vel. Í áranna rás hafa orðið til fleiri framhaldsskólar á Vesturlandi en sérstaða Fjölbrautaskóla Vesturlands er sú að hann útskrifar bæði nemendur af bóknámsbrautum og iðn- og verknámsbrautum, auk þess að vera fjölmennasti skólinn í landshlutanum. Árið 1990 var stofnaður farskóli innan FVA sem árið 1999 varð hluti af Símenntunarmiðstöð Vesturlands þegar hún var stofnuð. Því má segja að með stofnun farskólans hafi Fjölbrautaskóli Vesturlands rutt brautina fyrir sí- og endurmenntun innan Vesturlands. Fjölbrautaskóli Vesturlands er því einn af stofnaðilum Símenntunarmiðstöðvarinnar og hefur átt fulltrúa í stjórn allt frá upphafi. Símenntunarmiðstöðin hefur átt í góðu samstarfi við Fjölbrautaskóla Vesturlands um fjöldamörg verkefni. Af nógu er að taka en mig langar sérstaklega að nefna Stóriðjuskólann í Norðuráli sem dæmi um verkefni sem unnið er með atvinnulífinu. Í þessu samstarfi felst m.a. að kennarar í FVA kenna í Stóriðjuskólanum í Norðuráli. Mikilvægt er að hafa aðgang að

þeim mannauði sem er í skólanum og ná þannig að tengja saman hið formlega og óformlega skólakerfi við atvinnulífið. Í ljós hefur komið að þessi samvinna hefur orðið til þess að hluti starfsmanna í Norðuráli hefur í framhaldinu hafið nám við Fjölbrautaskóla Vesturlands og þá einkum í iðngreinum. Þetta er ein leið til að fjölga fólki í löggiltum iðngreinum og er það vel. Fyrir hönd Símenntunarmiðstöðvarinnar á Vesturlandi vænti ég áframhaldandi góðs samstarfs. Það er mikils virði að hafa gott aðgengi að framhaldsskóla með fjölbreytt námsframboð og þróa sig í takt við þarfir atvinnulífsins og íbúa á Vesturlandi. Ég óska þess að Fjölbrautaskóli Vesturlands dafni áfram um ókomna tíð og verði hér eftir sem hingað til burðarás í menntamálum á Vesturlandi. Til hamingju með 40 ára afmælið! Inga Dóra Halldórsdóttir, framkvæmdastjóri Símenntunarmiðstöðvar Vesturlands


Fjölbrautaskóli Vesturlands 40 ára

Dagur í lífi kennara... Helgi Sigurður Karlsson ... hefst líkt og dagar annarra, á því að opna augun. Ef ég ligg á hægri hlið þegar ég vakna er sofandi kærasta það fyrsta sem fyrir augu ber. Ef ég ligg á vinstri hlið er það lítil læða. Sú sem ég sný að fær fyrsta koss og knús dagsins, þar sem við sem barnlaus erum þurfum líka eitthvað til þess að elska. Þegar maður loks kemst á ról er morgunmaturinn síðasta skrefið áður en lagt er af stað upp á Skaga. Samanstendur hann vanalega af skyri og banana og er borðaður standandi. Það sem gerir leiðina oftast notalega og skemmtilega er sambland af sætishita til að hlýja kroppnum og morgunútvarpinu á Rás 2. Ef heppnin er með er eitthvað krassandi umfjöllunarefni sem hægt er að nota í rökræður síðar um daginn. Þegar í skólann er komið tekur fyrst við hin hefðbundna og mikilsmetna

Kisan Dollý

„Góðan daginn!“ rútína. Næst liggur leiðin að kaffivélinni, sem annað hvort endar strax inni á vinnusvæði kennara eða með stuttu stoppi og blaðri á kaffistofunni. Þegar inn á vinnusvæðið er komið er kveikt á tölvunni, póstar dagsins lesnir og verkefni undirbúin þar til hringt er inn í tíma. Er þá ferðatölvunni brugðið undir handlegg og lagt af stað niður í kennslustofu þar sem taka á móti manni mishressir nemendur. Góðan daginn rútínan er þar einnig í heiðri höfð og fær maður vanalega svar frá ca tveimur til þremur þeirra. Aðrir vilja eflaust bíða og sjá hvort dagurinn verði í raun og veru góður áður en þeir eru tilbúnir að halda slíku fram. Að kennslu lokinni er haldið til hádegisverðar. Bregður maður þá upp sínu besta brosi og undirbýr samningaviðræður um skammastærð dagsins. Að samningaviðræðum loknum liggur leiðin upp á kaffistofu þar sem skimað er eftir þeim sem eru álitlegir til heitra skoðanaskipta. Ef Guðrún kemur fram og lýsir yfir ánægju sinni með skvaldur dagsins veit maður að vel tókst til. Að hádegisverði loknum tekur við hinn af tveimur kjarnaþáttum kennarastarfsins, undirbúningur kennslu og yfirferð verkefna. Til þess að þrífast vel í þessu starfi þarf maður að hafa jafnmikla ánægju af því og að kenna. Oftast felur það í sér ekkert nema gleði enda koma nemendur manni reglulega á óvart með áhugaverðum og vel unnum verkefnum. Fer restin af deginum í þá vinnu ef ekki eru teknar með einstaka kaffibolla- og ávaxta(kexköku)ferðir.

Helgi Sigurður Loks er haldið heim á leið. Ef ekki er hringt í einhvern til að spjalla við á leiðinni (handfrjálst að sjálfsögðu) þá er vanalega hlustað á hljóðbók eða Spegilinn frá því kvöldinu áður. Ferðin endar svo á því að ná í Svövu mína í vinnuna. Á þeim tímapunkti er tekin ákvörðun um hvort þörf sé á búðarferð eða hvort halda eigi beina leið heim. Þegar búið er að horfa á fréttir og að gefa börnunum (köttunum) að borða eru vanalega þrír möguleikar uppi á borði. Ef við erum löt er það imbakassinn. Ef við erum hress er það göngutúr og ef við erum í ævintýrahug er það tölvuspil. Hressileg blanda af þessu þrennu hefur oftast reynst okkur hvað best. Loks er svo kvöld að lokum komið og haldið er í háttinn. Ef allt fer vel þá er farið að sofa.

Matráður Hugrún Fjölbrautaskólinn hefur alltaf haft góða kokka í mötuneytinu. Hugrún Vilhjálmsdóttir er þar engin undantekning. Fyrir utan það hvað hún býr til góðan mat er hún alltaf í góðu skapi. Er svona gaman í vinnunni Hugrún? Já, það er alltaf gaman í vinnunni. Hvað er nú á boðstólnum? Það er sitt lítið af hverju og svo grænmeti, mikið af grænmeti fyrir hollustuna.

Ekki ertu ein að malla þetta? Nei, það er sko langur vegur frá. Með mér eru samstarfskonur sem eru ekki aðeins í því að bragðbæta matinn heldur mannlífið eins og það leggur sig. Viltu líka vera svo góð að gefa nemendum góð ráð? Já, borðið hollt og njótið lífsins.

11


12

Fjölbrautaskóli Vesturlands 40 ára

Þrír ættliðir í FVA Þórólfur Ævar Sigurðsson var íþróttakennari við FVA frá stofnun skólans árið 1977 og allt þar til hann lét af störfum árið 2005. Reyndar spannar kennsluferill hans

lengri tíma en það því að hann kenndi við Gagnfræðaskóla Akraness frá árinu 1964. Ætli ekki sé óhætt að segja að Ævar hafi kennt kynslóð fram af kynslóð. Samhliða kennslustörfum vann Ævar mikið og óeigingjarnt starf sem sundþjálfari Sundfélags Akraness og eru ófáir afreksmennog konur sem nutu leiðsagnar hans og þjálfunar. Margir eiga góðar minningar frá þeim dögum þegar Helgi Hannesson og Ævar voru að þjálfa, þeir voru orðlagðir fyrir hvað þeir voru góðir þjálfarar, drífandi og skemmtilegir. Sigurður Elvar Þórólfsson, sonur Ævars, var nemandi við FVA þegar faðir hans var hér kennari, útskrifaðist 1989. Dóttir Sigurðar Elvars og afabarn Ævars, Elísa Svala Elvarsdóttir, var einnig nemandi hér, útskrifuð 2005. Þar með höfum við þrjá ættliði sem hafa verið hér við nám og störf. Við hóuðum í þau til að heyra betur í þeim:

Hvað er eftirminnilegast úr FVA? Ævar: Fjörið og skemmtilegheitin í kringum íþróttabrautina á meðan hún var og hét.

Elvar: Ég var formaður NFFA á lokaárinu mínu. Þá man ég að okkur þótti súrt í broti að fá ekki að halda árshátíð, allt út af einhverjum ólátum sem höfðu verið árið áður. Í staðinn fengum við því framgengt að Opnir dagar skólans færu fram 1., 2. og 3. mars 1989. Þá vildi svo heppilega til að bjórinn var leyfður þann 1. mars þetta ár og má búast við því að það hafi haft einhver áhrif á giggið. Einnig voru ótal kennaraverkföll eftirminnileg - líklega einn allra skemmtilegasti tíminn í minningunni. Elísa: Dimmisjóndagurinn er eftirminnilegur. Við vorum hrikalegir fjörkálfar þann daginn, ég man að ég tilheyrði hópi sem kallaði sig Skrímsli hf. Það var mikið fjör og ætli megi ekki segja að við höfum málað skólann rauðan, þó ekki í eiginlegri merkingu.

Hvað hefur breyst á milli kynslóðanna?

Ævar: Það var meira um að vera í íþróttalífi skólans fyrstu árin. Þá voru alvöru skólakeppnir í öllu mögulegu, t.d. sundi, frjálsum íþróttum innanhúss, handbolta og ýmsum fleiri greinum. Þá tíðkaðist líka að fara í keppnisferðir í önnur byggðarlög, t.d. á Selfoss. Elvar: Ég hef það á tilfinningunni að það sé mun meiri agi í skólanum í dag og nemendur hagi sér betur en við gerðum. Stundum finnst mér reyndar að vanti

aðeins meira krydd í unga fólkið, meiri karaktera sem vita hvað þeir vilja. Þau eru mikið með símann í andlitinu. Elísa: Ég er ekki svo gömul að ég viti mikið um þennan kynslóðamun. Gömlu kallarnir vita það betur.

Var ekkert erfitt að kenna sínum eigin börnum, Ævar?

Ævar: Nei, það truflaði ekki neitt. Þau féllu bara inn í fjöldann eins og aðrir nemendur.

Hvað með ykkur, að hafa pabba og afa fyrir kennara?

Elvar: Það var bara fínt. Kallinn var flottur og auðvitað var ég alltaf stilltur hjá honum. Elísa: Ég missti af afa sem kennara, því miður. Ég heyrði svona grínsögur af honum; hann átti að hafa svindlað á flestum íþróttaviðburðum þar sem kennarar voru að keppa við nemendur; setti plastfilmu yfir körfuna í einum leiknum svo eitthvað sé nefnt.

Hvert lá leiðin eftir starfslok og útskrift og hvað eru þið að gera í dag?

Ævar: Ég sinni mínum áhugamálum sem eru mikið tengd útivist; fer gjarnan í gönguferðir og golf. Svo finnst mér líka gott að lesa þegar þannig viðrar. Þá fer tölvuverður tími í viðhald á gamla húsinu okkar og svo finnst mér alltaf jafn gaman að hitta barnabörnin. Elvar: Ég fór í Íþróttaskólann á Laugar-

vatni og síðar í framhaldsnám til Oslóar í Noregi. Eftir að ég lauk námi kenndi ég í áratug en hef starfað sem íþróttafréttamaður í tvo áratugi. Í dag starfa ég hjá Golfsambandi Íslands, sem útbreiðslustjóri og ritstjóri Golf á Íslandi. Þá er ég einnig ritstjóri á skagafrettir.is. Elísa: Eftir stúdentspróf fór ég í útskriftarferð til Bandaríkjanna. Svo vann ég um tíma á leikskóla en fór síðan aftur til Bandaríkjanna þar sem ég lagði stund á nám í íþróttafræðum. Í dag er ég í íþróttafræðinámi við HR. Líklega verð ég bara eins og afi gamli og pabbi, íþróttakennari.

Eru þið í einhverju sambandi við gamla skólafélaga?

Ævar: Það er nú ekki mikið um svona formlegan hitting, það kemur þó fyrir. En gamla nemendur hitti ég af og til á förnum vegi og finnst alltaf jafn gaman að sjá hvað hefur ræst úr þeim. Ekki spillir fyrir að sumir þeirra eru teknir að hærast og reskjast, sem er von. Elvar: Já, ég eignaðist marga góða vini í FVA. Enn þann dag í dag eru mínir bestu vinir gamlir skólafélagar sem ég kynntist í FVA. Annars er það eitt af því sem við mættum gera betur í FVA að efla „hitting“ gamalla skólafélaga. Það hefur of lítið verið gert af því sem er miður. Elísa: Ég er í miklu og góðu sambandi við gamla skólafélaga - en við erum nú samt ekkert svo gömul! Það er við hæfi að það verði lokaorðin.


Styrktarlínur: Vélaverkstæði Akraness ehf. Smiðjuvöllum 3, Akranesi

Bifreiðastöð ÞÞÞ Smiðjuvöllum 15, Akranesi

Módel Þjóðbraut 1, Akranesi

Ritari ehf. Stillholti 16-18, Akranesi

Garðakaffi Görðum, Akranesi

@home Stillholti 16-18, 300 Akranesi

Apótek Vesturlands Smiðjuvöllum 32, Akranesi

Bílaverkstæði Hjalta Ægisbraut 28, Akranesi

Verslunin Einar Ólafsson Skagabraut 9-11, Akranesi

Rafþjónusta Sigurdórs ehf. Kirkjubraut 37, Akranesi

Contact hársnyrtistofa Skólabraut 29, Akranesi

Trésmiðja Guðmundar

Sjónglerið Skólabraut 25, Akranesi

Straumnes ehf. Pósturinn

Rammar og myndir Skólabraut 27, Akranesi

Ljósmyndasafn Akraness Dalbraut 1, Akranesi

Límtré Vírnet Borgarbraut 74, Borgarnesi

JGR Umboðs- og heildverslun Sólbakka 6, Borgarnesi

Brauða- og kökugerðin Suðurgötu 50a, Akranesi Hópferðir Reynis Jóhannssonar Jörundarholti 39, Akranesi


14

Fjölbrautaskóli Vesturlands 40 ára

Hörður Helgason,

skólameistari 2001-2011 Fjölbrautaskólinn á Akranesi, síðar Fjölbrautaskóli Vesturlands, var stofnaður 1977 og er því 40 ára um þessar mundir. Hann var reistur á grunni tveggja skóla, Gagnfræðaskóla Akraness og Iðnskólans. Mikið mótunarstarf beið starfsfólks skólans næstu ár og áratugi. Skipuleggja þurfti skólastarfið frá grunni og aðlaga það áfangakerfinu sem þá var nýtt í íslenskum skólum. Í dag starfa flestir framhaldsskólar landsins eftir þessu kerfi og njóta þannig góðs af vinnu frumkvöðlanna. Skólameistararnir voru leiðandi í starfinu og er víst að mikið hefur mætt á þeim. Ólafur Ásgeirsson var fyrstur skipaðra skólameistara, síðan Þórir Ólafsson, þá Hörður Helgason, Atli Harðarson í kjölfarið á honum og nú síðast Ágústa Elín Ingþórsdóttir. Hörður Helgason fyrrverandi skólameistari kom hingað sem ungur kennari snemma á 8. áratugnum og er óhætt að segja að hann hafi átt hér langan og gifturíkan feril sem skólamaður en einnig sem sigursæll knattspyrnuþjálfari. Þar sem okkur lék forvitni á að vita meira um manninn og feril hans hér í skólanum og víðar þá tókum við hann tali.

Er það ekki rétt munað Hörður að þú hafir verið með allt frá stofnun Fjölbrautaskólans?

Nei, ekki alveg. Ég var að vísu kennari við Gagnfræðaskólann en var í námsleyfi úti í Kaupmannahöfn, veturinn sem Fjölbrautaskólinn var stofnaður. En haustið 1978 var ég aftur mættur á svæðið og starfaði hér sleitulaust til 2011. Þú byrjaðir sem kennari við Gagnfræðaskóla Akraness. Hvenær var það? Ég kenndi hérna fyrst 1972-73, en þá aðeins í einn vetur. Veturinn 1973-74 kenndi ég hins vegar við Álftamýrarskóla í Reykjavík.

Hvers vegna þessir flutningar? Leiddist þér á Akranesi?

Nei, nei, en maður var ungur og átti fullt af vinum í Reykjavík. En svo áttaði ég mig á því að þeir voru meira eða minna á leiðinni að verða ábyrgir fjölskyldumenn. Þá ákvað ég að verða það líka og flutti alkominn á Akranes haustið 1974. Hvers vegna varð Akranes fyrir valinu? Fyrst og fremst var það vegna konunnar. Sigrún er rótgróinn Skagamaður og við ákváðum að hér vildum við eiga heima og ala upp börnin okkar. En ég viðurkenni líka fúslega að það var alltaf einhver ævintýraljómi yfir Skaganum vegna fótboltans þegar ég var strákur í Reykjavík. Þó að ég væri Frammari í húð og hár þá var gullaldarliðið, Rikki og félagar, átrúnaðargoðin okkar allra.

Hörður Helgason

Hvernig gekk fyrstu árin í kennslu í GSA?

Það gekk ágætlega. Sigurður Hjartarson var þá skólastjóri og reyndist mér vel. Sama var að segja um kennaraliðið: Ingi Steinar, Steingrímur, Guðmundur Þorgríms og fleiri og fleiri, úrvalslið sem kenndi mér margt og mikið. Og nemendurnir voru fínir, bæði þeir sem voru þægir en einnig hinir sem voru stundum óþægir. Já, með fullri virðingu fyrir öllu því góða og skemmtilega fólki sem ég hef kynnst um ævina þá eru nemendur skemmtilegastir. Ég hafði líka gaman að því þegar ég fór á gamals aldri í afleysingar við leikskólann Akrasel að þá gat ég sagt við einn fimm ára guttann þar sem ég var að reima fyrir hann skóna.: „Ég kenndi afa þínum. Hann er skemmtilegur karl.“

Engir sérstakir byrjunarörðugleikar hjá ungum kennaranum?

Nei, ég man ekki eftir því; í minningunni var þetta bara ljúft.

Varstu nokkuð kærulaus?

Nei, alls ekki. Ég lagði mig fram, vildi standa mig vel í starfi. En í sjálfu sér var ég ekki eins mikill byrjandi og mætti ætla, ég var búinn að hljóta eldskírn mína sem kennari áður. Veturinn 1971-72 kenndi ég sumsé á Fáskrúðsfirði. Og þá ekki bara einum bekk eða tveimur heldur öllum nemendum skólans. Ég meira að segja var munstraður upp í forskólakennara, það var tilraunaverkefni með 6 ára nemendur. Það var þess vegna minna mál að kenna stálpuðum unglingum á Akranesi þegar til kastanna kom.


Fjölbrautaskóli Vesturlands 40 ára

Síðan verða tímamót haustið 1977. Hvað fólst í þeim varðandi skólahald á Akranesi?

Stofnun Fjölbrautaskólans var algjör bylting fyrir Skagann. Innspýtingin í byggðarlagið var á við stóriðju. Nú þurfti ungt fólk ekki lengur að fara suður eða norður í framhaldsskóla, íbúum fjölgaði með tilheyrandi grósku á öllum sviðum. Þá var hin menningarlega innspýting sem fylgdi nýjum kennurum líka mikilvæg. Hún hefur alltaf verið það.

Hverju breytti þetta fyrir þig sem kennara?

Ekki svo miklu. Leifarnar af gagnfræðaskólanum voru reknar innan vébanda Fjölbrautaskólans fyrstu árin, þrír efstu bekkir grunnskólans og ég kenndi þeim eins og ég hafði gert áður. Smám saman fór ég svo að kenna einn og einn áfanga í áfangakerfi Fjölbrautaskólans. Þegar grunnskólinn fór síðan alfarið í burtu, og einhverjir kennarar með honum, þá sat ég eftir og kenndi eingöngu í Fjölbrautaskólanum eftir það. Það var samt ekki fyrr en árið 1992 sem ég fékk leyfisbréf sem framhaldsskólakennari.

Hvernig var nemendamórallinn í nýja skólanum?

Það var góður andi í skólanum. Krakkar á þessum aldri eru að fóta sig hægt og sígandi inn í veröld fullorðinna, vita kannski ekki alltaf hvenær þau eru börn og hvenær fullorðin. Sama má segja um skólann, hann var í mótun og líka að fóta sig þannig séð. Námið náttúrlega var kjölfesta og það var tekið föstum tökum af mörgum en ekki öllum eins og gengur. Stundum var þetta dálítið lausbeislað, það voru skólaferðir og skólaböll þar sem hlutir fóru úr böndum, jafnvel þannig að bönn og brottrekstrar komu í kjölfarið. Margt hefur breyst í þeim efnum síðan þá, nú ríkir yfirleitt meiri festa, meiri agi. Það má heldur ekki gleyma því að á þessum tíma

Hópmynd af starfsfólki FVA vor 2001

þóttu börn vera orðin fullorðin fyrr en nú, sjálfræðisaldur var þá miðaður við 16 ára aldur og menn þóttust vera orðnir rígfullorðnir 17 ára, hvað þá 18, 19 eða 20.

Hvað með skipulegt félagslíf nemenda? Arfleifð gamla gagnfræðaskólans var til staðar, henni fylgdu margir góðir siðir, eins og t.d. nemendaárshátíðir, ferðalög, kórstarf, íþróttakeppnir, böll o.fl. en með nýjum skóla komu líka nýir siðir eins og t.d. „opnir dagar“ svo eitthvað sé nefnt. Stjórnendur og kennarar skólans voru vel meðvitaðir um að maðurinn lifir ekki á brauði einu saman, það var ekki nægjanlegt að hafa skipulegt nám í boði, það þurfti líka að hafa skipulegt félagslíf hjá nemendum. Margir voru og eru einmitt þeirrar skoðunar að þetta hangi saman, því blómlegra félagslíf, því betri námsárangur. Sumir hafa meira að segja haldið því fram að þroskavænlegasta námið sé það sem fæst í starfi að félagsmálum. Þess vegna var það að skólameistari, Ólafur Ásgeirsson, boðaði til einhvers konar þjóðfundar á sal skólans. Hann steig í pontu uppi á sviði og hélt ræðu. Þetta var hátíðleg stund og allir, bæði nemendur og kennarar, bjuggust við langri ræðu því að Ólafur var mælskur maður þegar svo bar undir. Að þessu sinni var ræðan stutt og hljómaði eitthvað á þessa leið: „Það þarf að stofna nemendafélag. Þið gerið það. Ég skipti mér ekki af því. Ég er farinn.“ Svo fór hann inn á skrifstofu og lokaði að sér. Daginn eftir var bankað á dyr. Mættir voru fimm valinkunnir nemendur með ýmis plögg í höndum. Allt klappað og klárt og þótti mörgum vel að verki staðið hjá öllum hlutaðeigandi. Enda lét árangurinn ekki á sér standa. Hið nýja nemendafélag sem þarna var hleypt af stokkunum átti eftir að vaxa og dafna og allskyns blómlegir klúbbar innan vébanda þess félags sem enn er starfandi.

15

Hvernig var starfsmannaandinn? Það er nú saga að segja frá því. Mikil saga sem ég get ekki tíundað nema að litlu leyti í svona viðtali. Hér voru til staðar gamalgrónir og reynslumiklir kennarar sem vissu sínu viti. En til viðbótar þyrptist hingað ungt fólk til kennslu, vel menntað, með nýja sýn og nýjar áherslur og mikinn áhuga. Þar var sjálfur skólameistarinn, Ólafur Ásgeirsson, í broddi fylkingar; hann virkaði að vísu á marga sem gamalreyndur en var þó ekki nema rétt rúmlega þrítugur. Sumt af þessu unga fólki staldraði stutt við en skildi engu að síður eftir sig mikilvæg spor. Aðrir kusu að skjóta hér rótum. Tíminn var mótunartími. Á slíkum tímum verða skil á milli vinnu og áhugamála oft óljós. Fólkið var vakið og sofið í starfinu og gekk stundum úr hófi fram áhuginn. Kennsluefni fyrir nýja áfanga var oft af skornum skammti og voru margir að frumvinna það og þróa samhliða kennslunni. Þar fyrir utan gerði fólk sér glaðan dag í erlinum. Starfsmannahátíðir voru hafðar reglulega, stundum tvisvar á ári, ferðalög og kennarapartí þar á milli. Við þau tækifæri, og svo á kennarastofu, ræddu menn gjarnan skólamál og stundum ekkert nema skólamál. Jú, pólitík og menningu bar vissulega á góma, jafnvel fótbolta, margir úr kennaraliði voru virkir á þeim sviðum, en oftast bar umræðu að sama brunni, skólamál og aftur skólamál. Ég held að þessi mikli áhugi hafi smitað til nemenda og engin tilviljun að hér hafa útskrifast nemendur sem hafa orðið framarlega í flokki á flestum sviðum þjóðlífs. Svo verður þú stjórnandi, fyrst aðstoðarskólameistari og síðan skólameistari. Segðu okkur frá tildrögum þess. Upphaf þess má kannski rekja til þess að veturinn 1979-1980 gegndi ég stöðu yfirkennara gunnskóladeildar Fjölbrautaskólans. Ég hafði gaman að því að takast á hendur þetta ábyrgðarstarf en ákvað samt að gefa það frá mér þegar ég fór að þjálfa.


16

Fjölbrautaskóli Vesturlands 40 ára

Síðan starfaði ég sem óbreyttur kennari næsta hálfan annan áratuginn samhliða þjálfarastarfinu. En vorið 1996 var auglýst laus til umsóknar staða aðstoðarskólameistara þegar Eiríkur Guðmundsson sagði stöðunni lausri. Ég ákvað þá að sækja um og fékk ráðningu. Reyndar settist ég í stól skólameistara strax um haustið þar sem Þórir Ólafsson fór í árs leyfi. Þetta var nú dálítið bratt en blessaðist samt einhvern veginn með góðri hjálp Þóris og annars samstarfsfólks. Eftir að Þórir kom svo aftur úr námsleyfinu tók ég við starfi mínu sem aðstoðarskólameistari og gegndi því til vors 2001 þegar ég var skipaður skólameistari.

Þú varst skólameistari í samtals 11 ár. Allir vita að það er mikið starf, mikil ábyrgð og miklar annir. Var einhver tími og orka fyrir önnur áhugamál?

Á meðan ég var kennari var knattspyrna aðaláhugamálið. Ég var markvörður hjá Fram og síðar ÍA á árunum upp úr 1970. Árið 1980 byrjaði ég svo að þjálfa og starfaði við þjálfun samhliða kennslustörfum í nær samfellt 15 ár, bæði hér á Akranesi og eins fyrir sunnan og norðan. Þetta fór vel saman meðan ég var í kennslunni, ég kenndi þá gjarnan minna á vorönn þegar keppnistímabilið byrjaði. Tölfræðin segir að þú hafir náð góðum árangri sem þjálfari; hæst ber náttúrulega þegar ÍA liðið undir þinni stjórn vann tvöfalt tvö ár í röð, varð bæði Íslandsmeistari og bikarmeistari árin 1983 og 1984; það hefur ekki verið leikið eftir. Nei, og verður sjálfsagt erfiðara með hverju árinu sem líður þar sem bestu liðin eru orðin jafnari að styrkleika. ÍA liðið á þessum árum var vel mannað, góð blanda af reynsluboltum og yngri leikmönnum. Mér leist strax þannig á strákana að þeir væru líklegir til afreka ef okkur tækist að laða fram það besta hjá hverjum og einum og öllum saman, það tókst.

Íslands- og bikarmeistarar ÍA 1984

Kennarastofubrids - Gunnar, Kristján, Hörður og Harpa munda spilin en Atli fylgist með

Var kennarastarfið að hjálpa þér varðandi þjálfunina?

Jú, það tel ég víst. Kennari stendur dag hvern einn frammi fyrir hópi þar sem eru ólíkir einstaklingar, hann þarf að hafa tiltrú þeirra og ná að samstilla sem krefst góðs undirbúnings og skipulags. Ekki síst þarf hann að læra að þekkja hvern og einn, horfa í styrkleika hvers og eins til að ná því besta fram. Sumir úr ÍA liðinu voru gamlir nemendur mínir. Það gæti hafa hjálpað til.

Svo hættir þú alfarið þjálfun 1996.

Já, þjálfarastarfinu var sjálfhætt eftir að ég tók við starfi aðstoðarskólameistara. Það er starf sem er þannig vaxið að maður verður að vera í því heill og óskiptur. Ég hætti að vísu ekki öllum afskiptum af knattspyrnu, var m.a. formaður Knattspyrnufélags ÍA í nokkur ár og knattspyrnuáhuginn var alltaf til staðar og er enn.

Þér hefur þótt gaman að kenna og fótboltinn var líka skemmtilegur, en hvað með skólameistarastarfið, var eitthvað skemmtilegt við það?

Já, heilmargt. Að vísu er maður ekkert að hugsa endilega um að eitthvað sé skemmtilegt þegar maður er á fullu í vinnu og má hafa sig allan við. En núna þegar ég horfi til baka þá sitja helst í minningunni góðu samskiptin sem ég átti við bæði starfsfólk og nemendur. Allskyns erfiðleikar og árekstrar sem fylgja óhjákvæmilega eru þá gleymdir. Þá var það alltaf sérstök tilfinning að taka á móti nýnemum á haustin og að brautskrá um jólin og á vorin.

Komu aldrei upp krísur í samskiptum við nemendur?

Ekki vil ég kalla það krísur. En agabrot komu stundum fyrir, einkum þar sem áfengi var annars vegar á böllum eða í kringum dimmission. Þá þurftum við stundum að beita viðurlögum, jafnvel


Fjölbrautaskóli Vesturlands 40 ára

bönnum og brottrekstri. En sem betur fer var þetta mjög sjaldan og samskiptin við nemendur yfir það heila mjög góð.

Kanntu að segja frá einhverjum spaugilegum atvikum í samskiptum við nemendur?

Jú, það vill svo vel til að um daginn hitti ég einmitt gamlan nemanda sem rifjaði upp með mér eina sögu af okkar samskiptum. Hann var formaður nemendafélagsins á árum áður. Þá var það að hann kom á minn fund í krafti embættis og vildi frí allan næsta dag, hvorki meira né minna, vegna dimmissiondansleiks sem halda átti um kvöldið. Ég sagði honum að frí yrði samkvæmt venju, í fyrsta tíma. Ég stóð fastur á

fyrir ungunum.“ Þórarinn var aldursforsetinn í kennarahópnum og er öllum ógleymanlegur sem kynntust honum, hvers manns hugljúfi og sagnabrunnur svo af bar. Bjarnfríður vélritunarkennari var líka í hópi eldri kennara; hún hafði um langt skeið látið að sér kveða á sviði verkalýðs- og jafnréttismála en var yfirleitt stillt þegar hér var komið sögu. Það var helst að Gunnlaugi Sigurðssyni frá Hallormsstað tækist að ná henni upp til skoðanaskipta sem bragð var af. Gunnlaugur var mikið ólíkindatól, einn af þessum ungu og hressu kennurum sem átti hér skamma en eftirminnilega viðdvöl. Hann var menntaður í suðrænum löndum og skipulagði þess vegna mikið

Kór starfsmanna í Reykholti vorið 1993, Hörður fyrir miðju því og haggaðist ekki þegar hann reyndi að prútta við mig og bjóða mér upp á lækkun fram til hádegis: „En neðar en tvo fyrstu tíma fer ég aldrei,“ sagði hann; ballið stæði frá ellefu til tvö og fólk ekki komið heim til sín fyrr en þrjú eða fjögur; nemendur yrðu að fá lögbundinn svefn. Ég hafði lúmskt gaman að þessu þrefi í stráknum og sagði í svona hálfkæringi: „Þið byrjið þá bara ballið klukkan níu og hættið klukkan tólf, þá fá allir nægan svefn.“ Sú uppástunga féll í grýttan jarðveg og átti strákur engin betri orð handa meistara sínum en þessi: „Er ekki í lagi með þig?“ Þegar ég var seinn til svars og vöflur komnar á formanninn sá ég mér leik á borði: „Allt í lagi,“ sagði ég kumpánlega, „ við leysum málið hérna innanhúss. Ég læt flýta klukku skólans um tvo tíma.“ Ég man nú ekki hvort strákurinn tók tímabreytinguna gilda, en alltént kláraði hann sína dimmiteringu og sitt stúdentspróf með sóma og síðan lögfræðina, þar sem hann er nú reyndar orðinn bæði doktor og prófessor.

Carneval um götur bæjarins á Opnum dögum. Ég gæti nefnt fleiri eftirminnilega atburði, hér hefur alltaf verið mikið einvalalið á kennarastofunni.

Kennari í dag og kennari fyrir 40 árum: Hver er munurinn?

Það blasir við að margt hefur breyst, m.a. með upplýsingatækninni. Framþróunin hefur margar hliðar, sumar jákvæðar en aðrar neikvæðar og flókið jafnvægið þar

Hvað með starfsfólkið. Hér voru væntanlega karakterar sem vildu láta að sér kveða. Var aldrei hávaði á kennarastofunni?

Jú, það kom nú fyrir. Stundum voru heitar umræður, oft um kjaramál eða jafnréttismál. „Þetta minnir á riturnar í Hælavíkurbjargi,“ hafði Þórarinn Ólafsson eitt sinn á orði þegar keyrði úr hófi ákafinn. En bætti svo við til réttlætingar. „Það er umhyggjan

Hörður í marki í leik ÍA gegn Fram á Akranesvelli

17

á milli sem ég treysti mér nú ekki til að útlista í svona viðtali. Ég man eftir því að Ólafur Ásgeirsson hafði á orði þegar vídeótæknin var að ryðja sér til rúms hérna í skólanum og þótti mikið framfaraskref: „Tæknin er svosem ágæt en hún kemur aldrei í staðinn fyrir lifandi samband kennarans við nemendur sína.“ Ætli þar sé ekki að finna kjarna kennarastarfsins sem ég held að hafi þá ekki breyst svo mikið í grunni sínum.

Nemandi í dag og nemandi fyrir 40 árum: Hver er munurinn?

Ef ég horfi jákvætt á málið þá sýnist mér að nemendur í dag séu um margt betri nemendur en áður var; þeir eru held ég hófstilltari og að mörgu leyti vitibornari. Svo segja kannanir að þeir lifi hollara lífi en áður, reykingar eru hverfandi og unglingadrykkja ekki jafn áberandi vandamál og hún var fyrir 40 árum. Félagslegu samskiptin eru aftur á móti spurningamerki þar sem samskiptin fara svo mikið fram rafrænt í gegnum síma og tölvur. Það er erfitt að gera sér grein fyrir því til hvers það leiðir á endanum en ástæða til að hafa varann á. Ég hrökk dálítið við um daginn þegar ég horfði á viðtal við barna- og unglingageðlækni, þar sem hann lýsti því sem hann kallaði snjalltækjafíkn; hann hafði líka á orði að tæknibyltingin væri að borða börnin sín. Það er vonandi ástæðulaust að taka svo djúpt í árinni en áreitið sem unga fólkið verður fyrir úr ýmsum áttum er engu að síður mikið og ef til vill meira en nokkurn tíma áður. Það er reyndar of algengt í þjóðfélaginu að félagslegar aðstæður hafi neikvæð áhrif á skólagöngu barna og unglinga, í þeim efnum þarf samfélagið að vera betur á verði og ráðamenn opnari fyrir því að sjá vandamálin og leysa þau. Ég ætla þó að leyfa mér að vera bjartsýnn fyrir hönd ungu kynslóðarinnar. Hún hefur svo margt gott til brunns að bera og henni eru allir vegir færir ef hún vandar sig og fær til þess nægilegan stuðning frá samfélaginu.


18

Fjölbrautaskóli Vesturlands 40 ára

Venjulegur dagur Atli Dagur Stefánsson Á venjulegum degi vakna ég klukkan 07:15 og fæ mér morgunmat, klæði mig í föt og fer á morgunæfingu. Afreksíþróttaæfingarnar eru alltaf fyrsti tíminn minn á daginn og byrja þær klukkan 08.00. Morgunæfingin er vanalega búin um 9 leytið og þá fer ég heim í sturtu, klæði mig og fer svo í graut niðri í skóla. Íslenska er oftast næsti tími en í honum fer Bjarnveig íslenskukennari yfir efnið og við vinnum verkefni upp úr því. Þannig gengur þetta fyrir sig í flestum áföngunum. Skóladagurinn minn er ekki langur en oftast er ég búinn klukkan 14:35. Í skólanum sæki ég 6 áfanga: Íslensku, spænsku, bókfærslu, fótbolta á afreksíþróttasviði, umhverfisfræði og ensku. Þegar ég kem heim þá fæ ég mér aðeins meira að borða og fer síðan út í búð og kaupi það sem vantar heima. Þegar ég er búinn að versla allt sem þarf fer ég heim og horfi á Friends og bíð eftir æfingunni minni og geri mig kláran þegar það fer að styttast í æfinguna. Oftast fæ ég far með einhverjum á æfinguna en ef ekki þá rölti ég bara og hef tónlist í eyrunum

á meðan. Æfingarnar byrja oftast um fimm leytið. Fótboltaæfingarnar ganga þannig fyrir sig að við í liðinu mætum 15 mínútum fyrr og gerum okkur svo klára, því næst förum við niður í höll og byrjum að hita upp. Ég og hinir markmennirnir förum svo stundum saman og hitum aðeins upp áður en farið er í skotæfingu. Eftir skotæfinguna er svo oftast spil. Æfingin er oftast einn og hálfur klukkutími og erum við þá búnir um 18:30. Eftir æfinguna fer ég annað hvort upp í rækt eða held áfram í fótbolta. Ef ég hef tíma eftir þetta allt saman þá fer ég í heitapottinn á Jaðarsbökkum til þess að jafna mig eftir daginn. Þegar þessi runa er búin fer ég heim og er ég oftast kominn heim um níuleytið. Þegar ég loksins kem heim þá hringi ég í félaga mína og fer og geri eitthvað með þeim. Vinir mínir búa flestir á Sauðarkróki eða í Reykjavík, til þess að hafa samband við þá þarf ég að hringja í þá í gegnum Skype. Oftast erum við nokkrir saman á Skype oft ekki að gera það sama, við spjöllum bara saman og skellum vanalega ekki á nema til þess

að fara að sofa. Þegar þeir eru farnir þá horfi ég aftur á Friends og fer svo bráðlega að sofa.

STARFSMAÐUR Á SKRIFSTOFU Birna Björk Sigurgeirsdóttir er einn af mörgum starfsmönnum skólans. Starf hennar er fjölbreytt og hún gegnir ýmsum hlutvekum en er þekktust fyrir að kenna uppeldisfræði. Hún starfar einnig á skrifstofu skólans. Birna er einn yngsti kennari skólans, aðeins 29 ára gömul.

Það tóku allir mjög vel á móti mér þegar ég byrjaði að kenna síðasta haust og allir eru mjög almennilegir og tilbúnir að aðstoða. Eins finnst mér samband mitt við nemendur mjög gott, mér finnst unglingar svo ótrúlega skemmtilegir! Ég hef kynnst mörgum frábærum krökkum á síðustu mánuðum í kennslunni og það bætist bara í hópinn eftir að ég byrjaði á skrifstofunni.

Hvað felst í starfinu?

Ég kenni samfélagsgreinar og er á skrifstofunni þegar ég er ekki að kenna. Á skrifstofunni sé ég um að bóka reikninga, uppfæra heimasíðuna og facebook síðu skólans. Einnig sinni ég sérverkefnum frá stjórnendum og leysi af bæði á skrifstofu og á bókasafninu. Þess á milli sinni ég hefðbundnum skrifstofustörfum og oft fer góður tími að redda hinu og þessu fyrir bæði starfsfólk og nemendur.

Hvað finnst þér skemmtilegast við þetta starf?

Það sem mér finnst skemmtilegast við þetta starf er klárlega öll fjölbreytnin og fólkið.

Hvernig er sambandið við nemendur og kennara?

Ég myndi segja að samband mitt við kennara væri mjög gott.

Ertu með hollráð til nemenda?

Hollráð mitt til allra nemenda er að njóta líðandi stundar.


Fjölbrautaskóli Vesturlands 40 ára

19

Fer heimur versnandi? Oft höfum við heyrt einhvern segja „heimur versnandi fer“ þegar ungt fólk og hegðun þess ber á góma. Við höfum líka öll heyrt fólk lýsa yfirburðum sinnar kynslóðar á kostnað unglinga nútímans. Ungt fólk í dag, það bara... og svo fylgir eitthvað neikvætt eins og t.d. nennir ekki að vinna, lærir ekki heima, hlýðir engu, klæðir sig eins og..., o.fl. Af hverju höldum við sem eldri erum að við höfum verið eitthvað betri? Hvaðan fáum við þá hugmynd? „Ungt fólk nú á dögum kann ekki mannasiði, það ber enga virðingu fyrir yfirvaldi eða sér eldra fólki. Það þrætir við foreldra sína, blaðrar framan í ókunnuga, ryður í sig góðgæti og sýnir kennurum sínum harðræði.“ Hvaðan skyldi nú þetta koma? Jú, þetta er haft eftir Sókratesi. Hann var uppi 469 - 399 f.Kr.! U.þ.b. 300 árum áður mælti gríski heimspekingurinn Hesíódos eitthvað á þessa leið: „Ég hef enga von um framtíð þjóðar okkar ef hún er í höndum hinnar léttúðarfullu æsku nútímans, því sannarlega er allt ungt fólk ábyrgðarlausara en orð fá lýst. Þegar ég var ungur var okkur kennt að vera háttprúð og sýna okkur eldra fólki virðingu, en nú er æskufólk þrætugjarnt og hamslaust.“ Þessi viðhorf eru ótrúlega lífseig og í raun ótrúlegt að mannkynið hafi vaxið og þróast miðað við hversu unga fólkið, kynslóð eftir kynslóð er óalandi og óferjandi. Oft heyrir maður sagt að foreldrar taki ekki á málum og láti undan í uppeldinu og barnið eða unglingurinn sé sá sem stjórnar öllu. Þannig er það örugglega hjá einhverjum og hefur sennilega alltaf verið. En ég held að þetta séu undantekningarnar. Ég held að unga fólkið okkar verði sífellt upplýstara, fróðara og klárara. Ungt fólk ferðast um heiminn og aflar sér víðtækrar menntunar. Heimurinn hefur minnkað. Fyrirmyndirnar eru fleiri og fjölbreyttari. Tækifærin liggja víða. Forvarnarstarf meðal unglinga hefur verið mjög öflugt undanfarin ár og er hið svokallaða „íslenska módel“ nú notað sem fyrirmynd starfs víðs vegar í Evrópu enda höfum við náð eftirtektarverðum árangri hér á Íslandi. Fyrir rúmum tuttugu árum var vímuefnaneysla ungmenna vaxandi vandamál í íslensku samfélagi. Sennilega var neyslan ekki meiri en áratugina á undan en á þessum tíma var farið að líta á þetta sem óæskilega hegðun og normið orðið annað. Þær aðferðir sem notaðar voru í forvarnarstafi virtust ekki virka. Það var svo árið 1997 að hópur félagsvísindafólks, stefnumótandi aðila og fólks sem starfaði með börnum og ungmennum á vettvangi leitaðist við að setja fram stefnu og

starf sem byggðist á rannsóknum til að snúa þessari þróun við. Markmiðið með samstarfinu var að kortleggja þá félagslegu þætti sem hefðu áhrif á vímuefnanotkun ungmenna og hanna aðgerðir sem hægt væri að beita í forvarnarstarfi. Útkoman var íslenska módelið, sem byggir á samstarfi þeirra fjölmörgu hlutaðeigandi aðila í lífi barna t.a.m. foreldra , kennara, félagsmiðstöðva, íþróttafélaga og fleiri aðila í nærumhverfi barna og ungmenna. Stór hluti ungs fólks hefur verið í skipulögðu íþrótta- og tómstundastarfi frá barnsaldri og hefur það átt sinn þátt í að byggja upp heilsteyptari ungmenni með jákvæða sjálfsmynd. Ungt fólk sem kýs að nýta frítíma sinn á jákvæðan og uppbyggilegan hátt. Alltaf eru það fleiri og fleiri sem velja það að fresta því eða sleppa að neyta áfengis eða annarra vímuefna. Árið 2000 var hlutfall framhaldsskólanema sem aldrei höfðu orðið ölvaðir 18%. Árið 2016 er þessi tala 46%! Að sama skapi reyktu um 20% framhaldsskólanema árið 2000 en einungis 3% árið 2016. Yfirgnæfandi meirihluti 16 ára unglinga á Íslandi hefur; ekki orðið ölvaður, reykir ekki og hefur aldrei notað hass eða maríjúana. En það er ekki bara unga fólkið sem hefur orðið upplýstara, klárara og fróðara. Það eru einnig foreldrarnir. Það er nefnilega þannig að það er alveg sama hvað kennarar og annað fagfólk gerir – börn eru á ábyrgð foreldra til 18 ára aldurs og það eru foreldrarnir sem eru mikilvægustu forvarnarfulltrúarnir. Rannsóknir hafa sýnt að börn og unglingar sem eiga í sterkum og jákvæðum tengslum við foreldra sína eru alla jafna líklegri til að ganga betur í skóla og eru líklegri til að standast neikvæðan hópþrýsting jafnaldranna, hafa sterkari sjálfsmynd og eru líklegri til að standa sig betur í lífi og starfi. Rannsóknir hafa einnig sýnt það og sannað að góð tengsl foreldra við skólasamfélagið og þátttaka foreldra í stefnumótun innan skóla hefur mikil og góða áhrif á samfélagið í heild og skapar betri skólabrag. Það á líka við um framhaldsskólann. Foreldrar á Akranesi hafa staðið sig mjög vel og sýna niðurstöður allra rannsókna að svo sé.

Við þökkum stuðninginn:

Heiðrún Janusardóttir


20

Fjölbrautaskóli Vesturlands 40 ára

Opnir dagar Dagana 28. febrúar til 2. mars 2017 fóru fram hinir árlegu Opnu dagar í Fjölbrautaskóla Vesturlands. Löng hefð er fyrir þeim. Á Opnu dögunum er hefðbundin kennsla brotin upp og í staðinn sækja nemendur ýmsa viðburði og námskeið. Í ár var meðal annars boðið upp á fyrirlestra um samfélagsmiðla og fjármál, skíðaferð, bandýmót kennara og nemenda og hið árlega kaffihúsakvöld. Hver viðburður gefur nemendum ákveðin stig en nemendur skrá sig á viðburði nokkrum dögum áður og þurfa að fá í það minnsta átta stig. Dagskrá Opnu daganna lauk með árshátíð FVA sem haldin var hátíðleg fimmtudaginn 2. mars á sal skólans. Húsið opnaði klukkan 17:30 og borðhaldið hófst um 18:15. Simmi og Jói voru veislustjórar og þriggja rétta matseðill frá Galito var í boði. Sýnt var myndband frá Skutlunni og nemendur skemmtu með söngatriði. Stuðið hélt áfram seinna um kvöldið og klukkan 22:00 hófst ball á Gamla Kaupfélaginu. Ballið stóð til 01:00 og Sturla Atlas og Marinó sáu um að halda hita í fólkinu. Edrúpotturinn var að sjálfsögðu á sínum stað þar sem einn heppinn þátttakandi, Ólafur Elías Harðarson, vann 50 þúsund króna gjafabréf frá Icelandair. Fjölbreytt dagskrá er á Opnum dögum og margir koma að skipulagningu og framkvæmd viðburða. Kennararnir Tinna Steindórsdóttir, Kristín Luise Kötterheinrich og Margrét Jónsdóttir voru umsjónarmenn Opnu daganna í ár. Vinna þeirra fólst í að safna hugmyndum, fara yfir þær og hafa samband við námskeiðshaldara. En það var sannarlega ekki allt því það þurfti líka að skipuleggja dag-

skrána, undirbúa „stóra“ fyrirlesturinn, ákveða hámarksfjölda á viðburði, finna stofur, fá tilboð hjá rútufyrirtækjum og útbúa auglýsingar svo aðeins fátt eitt sé nefnt. Undirbúningurinn hófst um mánuði áður en Opnu dagarnir fóru fram. Byrjað var á að skipa Opnu daga-nefnd. Nefndin auglýsti eftir nemendum til að taka þátt í vinnunni með kennurunum. Síðan var auglýst eftir hugmyndum meðal starfsfólks og nemenda og unnið úr þeim. Loks var leitað eftir fólki til að annast námskeiðin sem áttu að vera í boði. Langflestar hugmyndir sem komu fram urðu að veruleika. Stundum hafa Opnir dagar snúist um fyrirfram ákveðið

þema, t.d. heilsueflingu, geðrækt, næringu, hreyfingu og lífsstíl. Opnir dagar í ár innihéldu mikið af skemmtilegum námskeiðum og viðburðum sem nemendur gátu skráð sig á. Viðburðirnir voru svo auglýstir á veggjum skólans og nemendur voru hvattir til að skrá sig á skemmtileg námskeið. Tinna og Kristín segja tilganginn með Opnu dögunum felast í tilbreytingu frá hefðbundnu skólastarfi og að fá alla til að hugsa út fyrir rammann. Að þeirra mati tókust dagarnir í ár nokkuð vel. Mæting var góð á flesta viðburði og ekkert kom upp á, t.d. setti veður ekki strik í reikninginn eins og oft áður.


Fjรถlbrautaskรณli Vesturlands 40 รกra

Svipmyndir frรก opnum dรถgum:

21


22

Fjölbrautaskóli Vesturlands 40 ára

Brot úr

byggingarsögu FVA Húsakynni FVA, eins og við þekkjum þau í dag, eiga sér langa og viðburðaríka sögu. Upphafið má rekja til 5. desember 1957 en þá var fyrsta skóflustungan tekin af nýbyggingu Gagnfræðaskóla Akraness. Það var þó ekki fyrr en haustið 1962 sem byggingin var tekin í notkun. Þegar nemendum fjölgaði var byggt við skólann og svokallað Ormarshús, kennt við Ormar Guðmundsson arkitekt, var tekið í notkun haustið 1974. Þegar Fjölbrautaskólinn á Akranesi (síðar Fjölbrautaskóli Vesturlands á Akranesi, FVA) var stofnaður árið 1977 tók hann við áðurnefndum húsakynnum gagnfræðaskólans. Síðan hefur verið byggt þannig við skólann að útlitið, bæði utanvert og innanvert, er gjörbreytt. Elsti hluti aðalbyggingar skólans er nánast óþekkjanlegur frá því sem var enda að mestu leyti innikróaður í viðbyggingum og nýbyggingum. Árið 1983 var málmiðnaðarbyggingin tekin í notkun og heimavistin ári síðar. Árið 1989 var þjónustubygging byggð við gömlu aðalbygginguna. Innan veggja hennar er mötuneyti, matsalur og samkomusalur á neðri hæð og skrifstofur og kennarastofur á efri hæð. Sá hluti þjónustubyggingarinnar sem hýsir bókasafnið var hins vegar ekki tekinn í notkun fyrr en árið 2001. Árin 2004-2005 var byggingin sem snýr að Vallholti tekin í notkun og var síðasti kofinn fjarlægður árið 2006. Árið 2007 var verkstæði fyrir tréiðnabraut byggt við elstu álmu gamla gagnfræðaskólans. Að lokum ber að geta þess að árið 1993 var útilistaverkið Skutlan, eftir myndlistarmanninn Guttorm Jónsson, sett á lóðina framan við aðalinngang skólans. Verkið er táknrænt og fellur vel inn í umhverfið.


SVIPMYNDIR ÚR SKÓLASTARFI:


24

Fjölbrautaskóli Vesturlands 40 ára

HVar eru þau nú? Nafn og útskriftarár/próf

Einar Logi Einarsson. Útskrifaðist af rafiðngreinabraut í desember 2010 og sem tæknistúdent í desember 2012.

Hvað ertu að gera í dag?

Í dag er ég tölvunarfræðingur og kerfisstjóri hjá Heilbrigðisstofnun Vesturlands.

Eftirminninlegt atvik úr FVA?

Ég man nú ekki eftir einu sérstöku atriði en heilt yfir stóð það upp úr að hafa verið í bekkjarkerfi á rafiðngreinabrautinni, það myndaðist skemmtileg stemning í bekknum og varð til samheldinn hópur.

Lokaorð?

Ég mæli með iðnnámi. Það er frábær grunnur og góð leið til að komast út á vinnumarkaðinn.

Nafn og útskriftarár/próf.

Birna Aðalsteina Pálsdóttir, útskrifaðist árið 1992 af uppeldisbraut

Hvað ertu að fást við í dag?

Í dag er ég að vinna hjá Akraneskaupstað í félagslegri heimaþjónustu og hef starfað við það síðustu 17 árin.

Eftirminnilegt atvik frá námsárunum í FVA?

með eggjum, tómatsósu, sinnepi, remúlaði og ég veit ekki hverju og svo hent undir net og látin skríða í drullu og svo ofan í fullt kar af köldu vatni. Ekki beint hlýleg þessi fyrstu kynni en svo lagaðist þetta smátt og smátt.

Lokaorð?

Ég eignaðist góðar vinkonur í FVA. Einnig fékk ég í ríkari mæli en áður tækifæri til að tjá mig um mig sjálfa.

Busunin var svakaleg. Við vorum smössuð

Nafn og útskriftarár/próf

Hallur Kristmundsson, var að læra smíði og útskrifaðist með burtfararpróf í húsasmíði árið 1992.

Hvað ertu að fást við í dag? Ég er byggingafræðingur í dag.

Eftirminnilegt atvik frá námsárunum í FVA?

Það fyrsta og helsta sem mér dettur í hug er dimmiteringin.

Lokaorð?

FVA er mjög fínn skóli og það var gaman að vera í honum.

Nafn og útskriftarár/próf

Lilja Bjarklind Garðarsdóttir. Útskrifaðist af náttúrufræðabraut 2016.

Hvað ertu að gera í dag?

Ég vinn á dvalarheimili fyrir aldraða. Auk þess sé ég um tvö börn og stefni á háskólanám í haust.

Eftirminninlegt atvik úr FVA?

Það var nú eftirminnilegt þegar Finnbogi

hélt leiksýningu fyrir alla í jarðfræðitímanum um það hvernig ég myndi brenna í helvíti fyrir að hlusta ekki á hann og svo auðvitað dimmiteringin þar sem öllum hópnum tókst að gera sig að fíflum fyrir framan fullan sal af fólki.

Lokaorð?

Það brennur mikið á mínu hjarta að fólk hlusti alltaf vel í tímum hjá Finnboga.


Fjölbrautaskóli Vesturlands

SJÚKRALIÐANÁM Sjúkraliðanám með vinnu er dreifnám með staðbundnum lotum þar sem nemendur koma í skólann u.þ.b. einn dag í mánuði. Fyrra nám og

þess að starfa á sjúkrastofnunum sem löggiltir sjúkraliðar. Meðalnámstími er sex annir í skóla og 16 vikna starfsþjálfun á sjúkrastofnun undir leiðsögn.

starfsreynsla við umönnun er metið samkvæmt skólanámskrá. Markmið brautarinnar er að veita

Starfið er löggilt á grundvelli reglugerðar heilbrigðisog tryggingamálaráðuneytisins.

nemendum fræðilegan grunn og faglega verkþjálfun til

FJÖLBREYTT OG VANDAÐ NÁM Í VINGJARNLEGU UMHVERFI Á haustönn 2017 hóf nýr hópur, eða alls 30

enda margir þeirra í vinnu samhliða námi. Nemendur

nemendur, nám á sjúkraliðabraut í FVA. Mikill stígandi hefur verið í náminu undanfarin ár og var aðsókn mikil

brautarinnar koma víða að frá Vesturlandi auk þess sem hingað sækja nemendur af höfuðborgarsvæðinu

þetta skólaárið og komust færri að en vildu. Nemendur

ásamt einstaklingum bæði af Norður- og Suðurlandi.

á sjúkraliðabraut stunda nám sitt í dreifnámi þar sem mestur hluti námsins fer fram heima en þeir koma

Aldursdreifing nemenda er nokkur og má búast við fjörlegum og skemmtilegum tímum þegar hópurinn

einnig í staðbundnar lotur reglulega yfir önnina og hitta

hittist. Það eru því spennandi tímar framundan hjá þessum verðandi sjúkraliðum sem við bjóðum hjartanlega velkomna til náms við skólann.

þar kennara sína og samnemendur. Hefur þetta kennsluform hentað þessum nemendahópi afar vel


26

Fjölbrautaskóli Vesturlands 40 ára

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra

„Það hvarflaði eiginlega aldrei að mér að fara í annan skóla en FVA“ Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra er fyrrum nemandi FVA. Eftir alþingiskosningarnar 2016 varð hún næstyngsti ráðherra Íslandssögunnar og yngsta konan sem sest í ráðherrastól. En hvaða áhrif hafði skólagangan í FVA á líf hennar, viðhorf og áhuga?

Á hvaða braut varstu?

Hvernig var að vera nemandi í FVA?

Ég veit það eiginlega ekki alveg. Ég tók aldrei neina ákvörðun um að fara út í stjórnmál eða að verða stjórnmálamaður. Ég vaknaði ekki bara upp einn daginn, heyrðu ég hef sjúklegan áhuga á stjórnmálum eða ákvað 15 ára að verða þingmaður eða eitthvað, heldur byrjaði þetta þannig að Máni Atlason og Agnar Sigurjónsson bönkuðu einu sinni uppá hjá mér og spurðu hvort ég vildi vera formaður Þórs sem er félag ungra Sjálfsstæðismanna á Akranesi. Ég man að ég var svona með kannski týpískt stelpuviðbragð og hugsaði: „Af hverju á ég að verða formaður Þórs? Hvað á ég að gera

Það var alveg ótrúlega skemmtilegt, ég held að fjölbrautaskólaárin mín hafi verið með svona skemmtilegri árunum mínum. Ég var reyndar þriðja árið mitt í Vínarborg, þannig ég var í raun fyrsta, annað og fjórða árið í FVA. Það hvarflaði eiginlega aldrei að mér að fara í annan skóla en FVA þegar ég var að klára 10. bekk, það er kannski orðið algengara núna að fara í skóla í Reykjavík en mig langaði það ekki útaf félagslífinu, mann langaði náttúrulega bara að fylgja sínum vinum og mér fannst bara mjög gaman í FVA.

Ég var á félagsfræðabraut og svo af því ég fór út sem skiptinemi til Vínarborgar þá tók ég frönsku og þýsku þannig ég var alveg með fjölda tungumála en útskrifaðist samt af félagsfræðabraut.

Hvenær fékkstu fyrst áhuga á stjórnmálum?

í því?“ og sagði nei en svo held ég að það hafi liðið eitt ár og þá var ég orðin formaður Þórs og 2007 byrjaði ég í stjórn SUS. Þannig að svona í kringum 2007 má segja að ég að hafi verið komin með áhuga á stjórnmálum. En svona byrjaði ég í pólitík. Ég var að minnsta kosti útskrifuð úr FVA þegar ég byrjaði í stjórnmálum og ég held að enginn þar hafi litið á mig sem sjálfstæðisstelpuna í fjölbrautaskólanum.

Myndir þú segja að FVA hafi haft einhver áhrif á þig sem stjórnmálamann?

Já, ég held að það hafi ákveðin áhrif að koma úr minna bæjarfélagi. Það mótar mig að hafa alist upp á Akranesi því þegar maður elst upp úti á landi sér maður skýrt hvað hver og einn getur gert og að hver og einn skiptir máli. Ólöf Nordal sagði einmitt svo oft, eftir að hafa alist upp í Reykjavík og flutt svo á Austfirði, að samfélagið úti á landi væri öðruvísi en samfélagið í borginni og ég bý að því að hafa alist upp úti á


Fjölbrautaskóli Vesturlands 40 ára

27

landi og er rosalega glöð og ánægð með það. FVA mótaði mig þá náttúrulega líka, þetta er svona minni skóli og ég held að það sé líka þannig að þegar þú ert í fjölbrautaskóla úti á landi, og þetta er kannski bara alhæfing en ég hef það á tilfinningunni að þar sé fjölbreyttari hópur, þar eru einstaklingar af öllum hópum þjóðfélagsins saman komnir og ég held að það hjálpi líka að skilja mismunandi þarfir og bara hvaðan fólk kemur.

Í hvaða framhaldsnám fórstu eftir FVA?

Ég fór í lögfæði við Háskólann í Reykjavík, kláraði BA nám þar, hélt svo áfram í meistaranám og tók eina önn í skiptinámi í Salzburg.

Hafði Austurríkisdvöl þín á menntaskólaárunum einhver áhrif?

Já, mjög mikil. Maður lærir rosalega mikið af því að þurfa að spjara sig, vera einn í ókunnugu landi, þekkja engan, tala ekki tungumálið og maður lærir fullt af því að sakna mömmu og pabba og venjulegrar daglegrar rútínu. Ég lærði líka rosalega á því að vera þarna því þegar maður er í öðru landi sér maður landið sitt og samfélag frá allt öðru sjónarhorni heldur en þegar þú ert inni í því og hluti af því frá degi til dags.

Liggur allur þinn áhugi í stjórnmálum eða sérðu fyrir þér annan starfsvettvang?

Þegar maður er í stjórnmálum að þá er það eiginlega lífstíll sem hefur sína kosti

Þórdís Kolbrún að dimitera

og galla. Mér finnst það frekar skrýtin tilhugsun að vera núna ráðherrann Þórdís Kolbrún eða sjálfstæðiskonan Þórdís Kolbrún í staðinn fyrir að vera bara Þórdís Kolbrún uppá Skaga. Það að fólk byrjar að skilgreina mann sem stjórnmálamann finnst mér að sé smá skrýtið. En það kannski venst en síðan er ég svo ung eins og frægt er orðið að þótt ég yrði í þrjú kjörtímabil, - ég veit ekkert hversu lengi ég verð í pólitík, maður veit það aldrei - þá er ég samt bara rétt um fertugt þegar ég myndi hætta þannig að ég verð ekki stjórnmálamaður alla ævi og ég veit

Þórdís og æskuvinkonan Emmý

ekkert hvað gerist þá. Ég er búin að vera einhvern veginn á leiðinni að fara vinna sem lögfræðingur síðan ég kláraði skólann 2012 en kannski geri ég það aldrei, ég veit ekkert hvað ég ætla að gera þegar ég hætti í þessu. En önnur áhugamál eru síðan bara eitthvað klisjukennt eins og að eignast fjölskyldu og börn, ég væri til í að búa aftur í útlöndum, mér finnst ótrúlega gaman í útlöndum og maður lærir virkilega mikið á því. Að ferðast finnst mér geggjað.

Myndirðu þá segja að draumurinn þinn væri að vera lögmaður?

Nei, í rauninni ekki. Ef ég ætti að nefna einhvern draum, hvað mig langar að verða þegar ég er orðin stór, þá er það örugglega að hafa mikil áhrif á íslenskt samfélag, það er mjög gaman að hafa áhrif á íslenskt samfélag þótt það sé oft umdeilt hvað maður er að gera. Eða þá að vinna í útlöndum og gera eitthvað gagn þar, annað hvort fyrir Ísland eða koma með eitthvað sem maður hefur lært á Íslandi og maður getur notað til að gera gagn annars staðar. Ég held að það sé það sem ég myndi vilja gera en ég veit ekki hvað ég ætla að gera, kannski ætla ég bara að verða leikari.

Upplifðir þú misjafna stöðu kynjanna í FVA á sínum tíma? Ef svo var, í hverju var munurinn aðallega fólginn?

Ég væri til í að fara aftur í FVA með þá þekkingu sem ég hef í dag, að vera með þau gleraugu sem ég hef núna og vera í skólanum til að sjá hvernig ég upplifi það. Ég hef oft sagt að ég upplifði engan svona mun fyrr en ég kláraði háskóla. Ég man að ég fann ekki fyrir neinum mun í framhaldsskóla en ég hugsaði alveg um það í háskóla því þá var ég að byrja í pólitík og menn voru að ræða kynjakvóta og þess háttar. En þá hafði ég aðrar skoðanir, mér fannst þeir sem voru að tala um t.d.


28

Fjölbrautaskóli Vesturlands 40 ára

mismunun kynjanna vera að tala um einhvern óþarfa og hugsaði bara: „Heyrðu amma mín var á þingi fyrir Kvennalistann og að þeir sem komu á undan manni þurftu að berjast fyrir ýmsu, að þetta væri bara búið“, en svo kemur bara í ljós að svo er ekki og þá skipti ég svolítið um skoðun og ég segi alveg stundum að mér finnist í rauninni leiðinlegt að hafa þurft að skipta um skoðun því það segir mér að við erum ekki komin eins langt og ég hélt þegar ég var unglingur. Þannig að í menntaskóla man ég ekki eftir að hafa fundið fyrir mun á að vera stelpa eða strákur og í raun ekki heldur í háskóla, mér fannst kennarar ekki horfa öðruvísi á konur og karla og ekki nemendur heldur; það var ekki alltaf strákur sem leiddi verkefnahóp eða kennarar sem bjuggust við meira frá öðru kyninu eða eitthvað svoleiðis. En það væri áhugavert að fara til baka í menntaskóla og sjá hvort ég mundi upplifa mig eins og ég gerði þá en fann ekki fyrir því. En ég er viss um að það eru fleiri stelpur í dag sem finna það mun betur en þegar ég var í skóla.

Hefur staða kvenna breyst síðan þá? Hún hefur örugglega batnað en núnar eru allir líka bara mun meðvitaðri. Og þá koma í ljós atriði í mismunun kynja sem fólk hreinlega tók ekki eftir áður fyrr. Það hins vegar á held ég svolítið ennþá við í dag að það eru ómeðvituð atriði í mismunun kynja. Það er samt ekki alltaf gagnvart konum, það eru allir með einhvers konar fordóma og við erum öll frekar lituð af allskonar staðalímyndum og rótgrónum viðhorfum og sum þeirra eru bara ótrúlega skrýtin.

Ertu femínisti?

Já. Þegar ég var í menntaskóla þá hefði ég sagst vera jafnréttissinni en í dag lít ég á hugtakið femínisti sem það sama og jafnréttissinni, femínismi er til af því að menn litu svo á að jafnrétti kynjanna hafi ekki verið náð. Þannig að fyrir tíu árum hefði

Þórdís Kolbrún á framhaldsskólaárunum

ég sagt nei við að vera femínisti en í dag segi ég já ég er femínisti.

Myndir þú þá segja að femínismi sé undirflokkur jafnréttishugtaksins?

Já, ætli það ekki? Það er alltaf frekar snúið að tala um þetta því að t.d. útlendingar fá ekki sömu tækifæri á Íslandi og Íslendingar og fatlað fólk fær ekki sömu tækifæri og aðrir en það er skrýtið að segja

síðan að konur hafi þau ekki heldur því að konur eru ekki minnihlutahópur meðan hinir hóparnir sem við vorum að tala um eru í rauninni minnihlutahópar. Það er það sem er pínu snúið. En mér finnst líka alltaf gagnlegra að nálgast þetta þannig að samfélagið allt græðir stórkostlega á því að hleypa öllum að, það eru meiri líkur á að þú skipir gott lið þegar þú ert með hundrað manns að velja úr heldur en þegar þú ert með fimmtíu, það er bara lógík þannig að í staðinn fyrir að nálgast þetta með „við og þið“ og „við og hinir“ að þá græða allir á því að skipa sem fjölbreyttasta hópa hvort sem það er í starfsstéttum, stjórnum, ráðum eða menntun. Þú ert bara að fjölga fiskunum í tjörninni.

Einu sinni Akurnesingur, alltaf Akurnesingur?

Þórdís nýstúdent ásamt séra Birni

Já! Ég segi já, klárlega. Ég er mjög mikill Skagamaður, ég bý náttúrulega ekki á Akranesi núna og veit ekkert hvar ég ætla að búa þegar ég er orðin stór. En maðurinn minn ruglast stundum þegar ég segi að ég ætli heim því þá er ég að meina heim til mömmu og pabba heim, á Akranes heim. Því að ég bý bara einhvern veginn tímabundið í Kópavoginum, svo veit ég ekkert hvar ég ætla að eiga heima en maður er alltaf Skagamaður. Já, já, alltaf Skagamaður.


Fjölbrautaskóli Vesturlands 40 ára

29

Farskóli Vesturlands, eftirminnilegur vetur Farskóli Vesturlands var deild innan Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi. Deildin tók til starfa árið 1990. Á vegum Farskólans voru haldin fjölbreytileg námskeið og boðið upp á heildstætt nám á ýmsum sviðum. Sumarið 1997 bað Þórir Ólafsson, þáverandi skólameistari FVA, mig undirritaðan að veita Farskólanum forstöðu. Ég hafði þá verið kennari við Fjölbrautaskólann í fimm ár en eftir samráð við skólameistara var ákveðið að fækka kennslustundum mínum í FVA í þeim tilgangi að ég gæti sett mig betur inn í starf Farskólans. Það átti síðar eftir að koma sér vel. Haustönnin hófst rólega með hefðbundnum námskeiðum eins og venja var í Farskólanum, s.s. tölvunámskeiðum, blómaskreytinganámskeiði, hraðlestrarnámskeiði o.fl. Fljótlega höfðu smábátasjómenn í Stykkishólmi samband við mig en þar bráðvantaði vélgæslunámskeið fyrir þá sem höfðu gamla „pungaprófið“ á trillur. Fyrr á árinu 1997 hafði verið gerð breyting á lögum sem fól í sér að ekki var nóg að hafa áðurnefnt „pungapróf“ heldur þurftu skipstjórnendur að auki að hafa réttindi til vélgæslu til að sigla smábátum allt að 20 rúmlestum með aðalvél minni en 300 hestöfl. Smábátasjómönnum var gefinn frestur að afla sér þessara réttinda fram til ársins 1998. Skemmst er frá því að segja að flestir áttuðu sig á þessu um haustið og því voru skipulögð námskeið þar sem þeim gafst kostur á að afla sér þessara réttinda. Gunnar Svanlaugsson, þáverandi skólastjóri Grunnskólans í Stykkishólmi,

tók þátt í skipulagningunni en honum þótti mikilvægt að koma kennslunni heim í hérað svo að þátttakendur þyrftu ekki sækja námið um langan veg. Hann lánaði grunnskólann í Hólminum fyrir námskeiðin auk þess sem hann aðstoðaði við að finna leiðbeinendur. Mikið lán var að fá Hörð Karlsson vélstjóra til liðs við sig en hann kenndi meginhluta efnisins, þ.e. vélfræðina. Hörður var einstaklega drífandi og áhugasamur um að mennta starfsbræður sína á Vesturlandi sem sáu fram á að öfluðu þeir sér ekki vélgæsluréttinda fengju þeir ekki að róa. Um rafmagnshlutann sá Trausti Ólafsson rafvirki en báðir bjuggu þeir í Stykkishólmi. Tók nú við nokkurra mánaða tímabil þar sem ég fór margsinnis vestur til að setja námskeið og til að útskrifa nemendur. Smábátasjómennirnir komu víða að af Snæfellsnesi, m.a. frá Arnarstapa, Hellissandi, Rifi, Grundarfirði og Stykkishólmi. Auk þess sóttu námskeiðið nemendur úr Flatey, Djúpuvík, Norðurfirði og nokkrir úr Búðardal og nágrenni. Í þá daga var ekið í Stykkishólm um Kerlingarskarð sem oft var illfært að vetralagi. Óhemju fannfergi var þennan vetur sem auðveldaði ekki ferðalögin. Nokkur námskeið voru svo haldin á vorönn þar sem ekki náðist að mennta alla fyrir áramót. Ekki hef ég í dag, tuttugu árum síðar, nákvæma tölu yfir fjölda sjómanna sem sóttu vélgæslunámskeiðin þennan vetur en samkvæmt tölum frá Farskólanum reyndist veturinn líflegasta starfsárið í sögu skólans frá upphafi. Rúmlega 700

nemendur nutu kennslu skólaárið 1997-1998. Vorið 1998 hvarf ég frá skólanum til starfa hjá Norðuráli á Grundartanga en sannarlega var þetta eftirminnilegasti veturinn minn hjá FVA. Þann 19. febrúar 1999 varð Farskólinn hluti af Símenntunarmiðstöð Vesturlands sem FVA stofnaði ásamt Bændaskólanum á Hvanneyri, Samvinnuháskólanum á Bifröst, Samtökum sveitarfélaga í Vesturlandskjördæmi, fyrirtækjum og samtökum launafólks á Vesturlandi. Trausti Gylfason

VISTARSTJÓRI Hulda Sigurðardóttir starfar sem vistarstjóri á heimavist FVA. Hún segist njóta þess vel og kann að meta hvað starfið hefur veitt henni marga og góða vini sem hún mun alltaf geyma í hjarta sínu. Hvað felst í starfi þínu? „Að hugsa um ungmennin sem eru hér á vistinni og reyna að gera þeim lífið sem best og vera bara eins og mamma þeirra.“ Hvernig er sambandið við nemendur/kennara? „Það er bara fínt.“

Hvað er skemmtilegast við vinnuna? „Það er þegar stelpurnar eru að klæða sig upp fyrir árshátíð, í fallega kjóla og blúnderí. Það er æðislegt. Annars finnst mér bara alltaf gaman í vinnunni. Það eru forréttindi að hafa fengið tækifæri til að umgangast þetta yndislega fólk í öll þessi ár “ Áttu hollráð að gefa nemendum? „Verið heiðarleg, við sjálf ykkur og alla, alltaf.“


30

Fjölbrautaskóli Vesturlands 40 ára

Helga Dögg og Sólveig María ásamt Þresti kennara

Stelpur í málmiðn Tvær 17 ára stúlkur í FVA, þær Sólveig María Arnórsdóttir og Helga Dögg Lárusdóttir, eru í fámennum en ört vaxandi hópi stúlkna sem stunda nám við iðnbrautir skólans. Þær eru báðar á málmiðnabraut. Markmið grunnnáms málmiðngreina er að nemendur hljóti almenna og faglega undirstöðumenntun til þess að takast á við sérnám til starfsréttinda í blikksmíði, rennismíði, stálsmíði eða vélvirkjun. Meðalnámstími grunnnáms málmiðngreina er fjórar annir.Við tókum viðtal við þessar tvær stúlkur og fengum forvitnileg svör.

Hvernig er að vera stelpa á hefðbundinni strákabraut? Sólveig María: Það er bara fínt.

Helga Dögg: Ég tek ekki eftir neinum kynjamun, hér eiga líka allir að vera jafnir.

Hvað eruð þið að fást við?

Sólveig María: Allt mögulegt varðandi málm og vélar. Helga Dögg: Við erum á seinustu önninni í grunndeild málmiðna og stefnum svo á vélvirkjanám.

Sólveig María Arnórsdóttir

Helga Dögg Lárusdóttir

Hafið þið upplifað einhverja kynjafordóma í námi ykkar og starfi?

meðal iðnaðarmanna verður maður lítið var við það. Frekar að fólk verði bara ánægt að sjá hvað maður er að læra.

Sólveig María: Ekki í skólanum. Það er frekar fólk sem er utanaðkomandi sem svona lítur mann aðeins hornauga en

Helga Dögg: Já, sumir verða dálítið hissa


Fjölbrautaskóli Vesturlands 40 ára

að sjá stelpu vera að læra þetta. En mér hefur líka oft verið hrósað fyrir að vera í þessu námi.

Hafið þið kynnst skemmtilegu fólki í málmiðn?

Sólveig María: Já, hér er svona frekur létt yfir öllum og góður andi. Helga Dögg: Þetta er fínn hópur. Kennararnir okkar, Þröstur, Hörður og Friðrik eru frábærir og vinnufélagarnir líka. Allir eru boðnir og búnir að hjálpa og leiðbeina.

Hvað vakti áhuga ykkar á málmiðnabrautinni?

Sólveig María: Mig langaði til að læra eitthvað verklegt og málmiðnabrautin leit út fyrir að vera skemmtileg og spennandi. Helga Dögg: Ég segi það sama, mér leist vel á brautina.

Hafið þið alltaf haft þennan áhuga?

Sólveig María: Já eiginlega. Mig dreymdi alltaf um að geta lagað bíla eins og afi gerði. Ég er alin upp í kringum bíla og véladót og langaði alltaf læra eitthvað tengt því.

Helga Dögg: Áhuginn hefur vaxið svona smátt og smátt hjá mér. Ég var fyrstu önnina á félagsfræðabraut en skipti svo yfir. Ég sé ekki eftir því, mér finnst iðnnámið miklu skemmtilegra.

Hvað með framtíðaráform í námi og starfi?

Sólveig María: Ég lýk vonandi sveinsprófi. Eftir það er aldrei að vita nema ég læri eitthvað meira. Helga Dögg: Ég stefni allavega á að klára vélvirkjann. Er svo ekki búin að ákveða hvað ég geri i framhaldinu.

Fáið þið auðveldari verkefni eða öðruvísi kennslu en strákarnir?

Sólveig María: Nei, ég hef ekki orðið vör við það. Við göngum í öll verk eins og strákarnir. Helga Dögg: Hér eru engin sérstök stelpuverk.

Helga Dögg: Mér finnst það ekki breyta neinu.

Hafið þið lokið við einhver stór verkefni sem munu gagnast ykkur í framtíðinni?

Sólveig María: Engin svona sérstaklega stór, enn sem komið er, meira svona sitt lítið af hverju. Helga Dögg: Við erum auðvitað alltaf að læra eitthvað sem nýtist okkur.

Þið gefið þá iðnnámi góð meðmæli fyrir stelpur ekki síður en stráka?

Báðar: Já. Iðnnám er skemmtilegt og heldur öllum möguleikum opnum fyrir framhaldsnám. Maður lærir líka svo margt hagnýtt sem á örugglega eftir að gagnast manni. Þá er ekki verra að hafa fengið þjálfun í verklagni, skipulagningu, áætlunargerð o.fl. Við getum með góðri samvisku mælt með þessu námi fyrir stelpur ekki síður en stráka.

Væri samt þægilegra að hafa fleiri stelpur?

Sólveig María: Bæði og, það er ekki endilega verra að tilheyra minnihlutahópi en auðvitað væri líka gaman að hafa fleiri stelpur.

Fiskur í matinn

Fæst í Bónus

Ferskur fiskur tilbúinn til matreiðslu

i Gullkarf nn í mati

fiskurimatinn.is kar Ferskir gullkarfahnak tilbúnir til matreiðslu

Kíktu á uppskriftirnar á fiskurimatinn.is

ur rsk Þoí mat inn

31

Ýsa

í matinn

fiskurimatinn.is

fiskurimatinn.is

Fersk þorskflök tilbúin til matreiðslu

Fersk ýsuflök tilbúin til matreiðslu

Lax

í matinn fiskurimatinn.is með roði Ferskir laxabitar tilbúnir til matreiðslu

kja Blíei matinn fiskurimatinn.is Fersk bleikja tilbúin til matreiðslu


32

Fjölbrautaskóli Vesturlands 40 ára

Ágæti útskriftarhópur vorannar 2016! Ég hafði hugsað mér að tala aðeins við ykkur um skipasmíðar og siglingamerki – fyrirbæri sem ég hef reyndar ekkert vit á en fannst geta passað við þessi tímamót. Ég er nefnilega búin að vera með Akraborgina á heilanum upp á síðkastið. Akraborgin var ferja sem gekk milli Akraness og Reykjavíkurborgar með reglulegu millibili um árabil, allt þar til Hvalfjarðargöngin voru opnuð, og hún tók bæði bíla og fólk. Maður keyrði einfaldlega um borð í Akraborgina, parkeraði af nákvæmni og fann sér svo góðan bekk til að hvíla sig á eða skemmtilegt fólk til að spjalla við. Það var líka hentugt að læra um borð í Akraborginni, til dæmis þegar maður var í háskólanámi, og stundum þegar ég sat við stöldruðu vingjarnlegir góðborgarar við og spurðu hvað ég væri að læra.

„Ég er að læra almenna bókmenntafræði.“ „Ó.“ Þeim samræðum lauk gjarnan þar – sumir botnuðu lítið í valinu og ég man sérstaklega eftir einum manni í farþegasalnum niðri sem spurði beint út: „Og í hvað ætlarðu að nota það?!“ Ég vissi ekkert í hvað ég ætlaði að nota það, mér fannst það bara skemmtilegt og áhugavert og öllum þessum árum síðar er ég enn að garfa í bókum, skrifa um þær eða skrifa þær sjálf. Ég hef aldrei tapað neinu á því að hafa valið mér fag sem mér fannst skemmtilegt og held því raunar fram að allt nám nýtist, fyrr eða síðar, ef maður tekur þátt í því af heilum hug. En – það var Akraborgin sem ég ætlaði að nota hér sem efni í stórkostlega líkingu, ekki framhleypni maðurinn í neðri sal í nóvember 1994. Þessi hugmynd, að stíga upp í ferju, með útskriftarskírteinið í töskunni og halda inn í framtíðina, það var hún sem mér fannst dálítið skemmtileg. Eins og áður sagði var hægt að gera ýmislegt á leiðinni með Akraborginni. Meðal þess var að njóta útsýnisins; sjá landslagið breytast eftir því hvernig afstaðan breyttist. Það er eitt af því sem gerist þegar maður ferðast, hvort sem er á nýjan stað eða inn í framtíðina, sýn manns á hlutina breytist. Það var líka hægt að setja sig í spor ólíkra starfsmanna um borð, þeirra sem seldu miðana, þeirra sem stýrðu, þeirra sem afgreiddu veitingarnar og þeirra sem gerðu við vélarnar. Stundum varð maður auðvitað líka sjóveikur, það er partur af því að þroskast og komast á næsta stað – þið sjáið að það eru endalausar metafórur í þessu – meira að segja var það þannig þegar sjólag var sérstaklega slæmt að Akraborgin fór djúpu leiðina svokölluðu. Þá tók hún á sig krók til þess að lenda ekki í háska og var örlítið lengur á leiðinni en ella. Mjög gott dæmi, líka, fyrir lífið. Og nú eruð þið að taka ykkar Akraborg frá þessum skóla. Getið búist við öllu á leiðinni. Sumir verða samferða, aðrir ekki. Einhverjir verða sjóvekir, en það gengur yfir. Og ennfremur, af því að möguleikarnir í dag eru fleiri en þeir hafa nokkru sinni verið, er ekkert víst að þið látið ykkur eina ferð aðra leið duga. Sum ykkar munu halda áfram með öllum heimsins skemmtiferðaskipum, einkasnekkjum eða skútum. (Aftur, þetta er náttúrlega líkingamál, og þó … þið ráðið því.) Meginatriðið er að þið njótið ferðarinnar og örvæntið ekki þótt vélin missi afl á kafla. Þið hafið líka fullan rétt á því að snúa til baka, eða ákveða að fara ekki neitt strax. Farmiðinn frá þessum upphafspunkti er frjáls, og enginn skyldi áfellast annan fyrir val sitt (halló, hrokafulli maður neðan þilja ’94).

Það þarf nefnilega að athuga að þið eruð ólík og ótrúlega mismunandi, þótt þið séuð einn hópur hér í dag. Ég hef raunar aldrei skilið hvernig kennurum lukkast að framreiða námsefni sitt þannig að það passi öllum í einu, þegar skólastofan er skipuð jafn mörgum og mismunandi einstaklingum, en ég á heldur aldrei eftir að skilja töfra kennslu og þau kraftaverk sem kennarar vinna á hverjum degi. Þið munið vera þeim þakklát fyrir verk sín vel og lengi, sannið til. Reyndar þarf sjálfsagt að taka með í reikninginn að veröldin í kringum okkur er um margt frábrugðin því sem hún var þegar hin ástsæla Akraborg leið um sundin. Við lifum á tímum þegar heilabylgjur eru í alvöru farnar að nýtast til þess að stýra tækjum, ef marka má nýjustu fréttir, lífið sjálft er í beinni útsendingu og ég veit ekki einu sinni hvað allar námsleiðirnar heita sem bjóðast þeim sem útskrifast úr fjölbrautaskóla á vorönn 2016. En – og þetta er aðalmálið – í grunninn eru lögmálin sem ráða samt þau sömu. Þess vegna ætla ég ekkert að tala meira um gamla ferju sem þið náðuð líklega ekki að ferðast með á sínum tíma nema í besta falli sem handfarangur. Það er best að sleppa öllum líkingum og segja einfaldlega: Það sem þið veljið ykkur að gera, á að vera gott. Ég vona að þið finnið ykkur nám eða starf sem gerir ykkar eigið líf betra, og það spillir ekki ef það nær til þeirra sem eru í kringum ykkur. Þið munið gera heiminn að betri stað. Og þá skiptir ekki höfuðmáli hvað greinin sem þið völduð heitir, því það er bara nafnorð. Ég er að læra: [nafnorð] Ég vinn sem: [nafnorð] Það sem mestu máli skiptir eru sagnorðin, hreyfingin, breytingarnar sem þið munið knýja. Sum ykkar munu skapa, bæta, skilja, miðla, önnur munu skipuleggja, stýra, eða hagræða, þróa, einhver munu styrkja, vernda, hjálpa, fyrirbyggja, það þarf líka að fræða, fegra, breyta, leiðrétta, það þarf að forða, hjúkra, stilla, hraða, smíða, úrskurða, greina, reikna, vakta, bylta, rækta og yfirhöfuð hugsa og starfa svo ykkur sjálfum og öðrum geti liðið vel, hver sem tíðarandinn er og hvert sem árið er. Samfélag er gert úr þannig kröftum, einstaklingum sem eru ólíkir en leggja samtals til góða útkomu. Látið enga ókunnuga efast um leiðina sem þið veljið, þótt auðvitað sé öllum hollt að rökræða val sitt við þá sem málið varðar. Takið með ykkur myndmálið um Akraborgina, ef þið hafið smekk fyrir myndmáli. Annars bara: verið og gerið og ykkur mun vegna vel. Ágætu ólíku meðlimir í útskriftarhóp vorannar 2016 – til hamingju með ykkur. Sigurbjörg Þrastardóttir


SVIPMYNDIR ÚR SKÓLASTARFI:


34

Fjölbrautaskóli Vesturlands 40 ára

Kennarastofan

Hér er saga kennarastofunnar sögð með augum Steingríms Benedikssonar líffræðikennara Talað er um að ganga menntaveginn og er það ágætt orðtak. Að anddyri okkar skóla liggur reyndar enginn menntavegur, í mesta lagi menntaplan eða-plön. Það er samt alveg hægt að „ganga menntaveginn“ á nokkra vegu um skólann þegar inn er komið. Þessir vegir eru eins og lífið sjálft, stundum mjóir og stundum krókóttir, á köflum holóttir og liggja jafnvel bara í hringi að áliti þeirra sem villast á þeim. Allir eiga menntavegirnir það sameiginlegt að byrja bratt. Raunar er leiðin inn um aðalinnganginn undir hinn táknræna sigurboga auðfarin. Þar fyrir innan er gríðarhár, breiður og brattur stigi sem fólk sem á erindi við „kerfið verður að klífa. Þessi stigi er táknrænn fyrir nemendur sem byrja sína skólagöngu. Þeim er ætlað að finna það að erfiðið sem þeir leggja á sig við námið skili að lokum árangri. Eftir erfiðið við að komast upp stigann, ná þeir nýjum hæðum og ljúka námi með því að tylla táknrænni húfu á koll. Frumlega þenkjandi mönnum datt nefnilega í hug að koma afgreiðslu skólans fyrir þarna uppi með stjórnendaálmu og aðstöðu fyrir kennara, vinnuherbergi og kennarastofu. Á kennarastofunni er ekki svo hátt til lofts en má alveg segja að vítt sé til veggja. Svo má líka alveg segja að kennarastofan sé löng og mjó. Þó er hún eiginlega frekar eins og L í laginu. Hins vegar er það svo að vegna þess hvernig húsgögnum er raðað er hún í raun eiginlega eins og nokkrar eyjar. Tvö horn eru sjálfstæðar eyjar sem virðast alveg óbyggilegar. Svo eru nokkur hringborð í lengri legg L-sins.

1979-1980

Steingrímur Benediktsson Hringborð gera lítið fyrir félagsandann. Þegar nokkrir eru sestir í kringum hringborð verður það að litlu virki úr bökum. Borðnautar snúa reyndar inn og geta átt samskipti inn í hringinn en allt utan við hann er útilokað. Næsta borð er annað svona virki og svo framvegis. Kennarastofan einkennist því af virkisanda og er það ágætt þar sem kennarastofan er líka virki gegn nemendum. Á kennarastofuna eru starfsmenn skólans og gestir þeirra velkomnir en slæðist nemendur þangað inn má finna andrúmsloftið kólna og er þeim óðara vísað út. Eina leiðin sem nemendum er fær á kennarastofuna er að leggja sjálfir fyrir sig kennslu og hafa nokkrir nemendur skólans farið þessa leið til að öðlast þegnrétt. Á kennarastofuna safnast kennarar aðallega saman í frímínútum og er þar oft talsvert mas og jafnvel þvarg. Utan frímínútna er dauft yfir kennarastofunni vegna þess að kennarar nýta lausan tíma gjarnan til að vinna á vinnuherbergi þar sem kennarar eiga hver sinn bás. Á árum áður var kennarastofan í Ormarshúsi eða B-byggingunni þar sem starfsbrautin hefur nú aðsetur. Í þá daga mátti vart á milli sá hvort var snjáðara, húsgögnin eða sumir kennararnir sem þó báru það líka með sér strax við fyrsta auglit að vera augljósir andans jöfrar. Enda var hér stundum bæði tekið í spil og teflt. Meðal annars laut þar einn menntamálaráðherra eftirminnilega í gras fyrir margföldum Akranesmeistara í skáklistinni. „Af hverju sagði mér þetta enginn?“ spurði ráðherrann og horfði dapureygður yfir gjörtapaða stöðuna.

Annars hefur verið fátt um raunverulega meistara, aðra en skólameistara á kennarastofunni. Þó var í nokkur ár maður sem bæði var skólameistari og þrefaldur meistari, þrjú ár í röð í sinni íþrótt. Á meðan oss dauðlegum þótti eitthvað nær heilagt við þessa niðurstöðu, fannst öðrum ekki mikið til koma og hlaut þessi meistari að reyna á eigin skinni að laun heimsins eru ekki alltaf merkileg. Það er orðið svo langt síðan þessi kennarastofa var á dögum að þar var reykt. Var nautnafólki skipað saman til sætis við sérstakt reykborð. Þar sat þessi hirð eiturþræla, krýnd gríðarmiklum stálháfi er ætlað var að sjúga dreggjar ólifnaðarins burt með misjöfnum árangri. Fengu flestir á kennarastofunni einhvern reyk af þessum réttum og tóbaksmóða með tilheyrandi ilmi lá yfir. Við þetta varð til stemming sem jafnvel mætti lýsa sem skáldlegri. Reyndar var lengi góður rithöfundur í hópi kennara en annars var lítið um þá á þessari kennarastofu. Nema kannski einu sinni stakk skáld við stafni í einn vetur. Á þessum árum sigldi Akraborgin enn á milli Akraness og Reykjavíkur og skáldin gátu komið siglandi á Skagann og stigið á land stutta stund til að dást að skipum sem sigldu meira að segja sum tún og garða í bænum. Skáldið á kennarastofunni hvarf á braut eftir einn vetur en var vissulega ríkara eftir dvölina. Þó var búið að ættleiða það og minnist skáldfóstran þessa enn með trega en skáldið var eins og ókunnugur maður þegar það lagði aftur leið sína í skólann. Skólinn hefur


Fjölbrautaskóli Vesturlands 40 ára

Á undan kennarastofunni í Ormarshúsi var önnur kennarastofa á enn öðrum stað í byggingunni, nærri þar sem bókasafnið er núna. Á þeirri kennarastofu reyktu jakkafataklæddir menn og oft hárlitlir ef af gömlum ljósmyndum má dæma, eins mikið og þeir vildu og hvar sem þeim sýndist. Á þessari kennarastofu var tilveran líklega miklu andlegri en hún er í dag. Að minnsta kosti vildi það til einn morgun að kennari heilsaði öðrum með ávarpinu: „Árni frændi!“. Kollegi þeirra henti orðin á lofti og kvað: Dætur Þrænda dyggðum rændi, drjúgan spændi austur þar. Árni frændi að sé hændi allar vændiskonurnar.

Árið 1997

samt fóstrað önnur góð skáld til lengri og skemmri tíma. Síðan þetta var er búið að banna reykingar í skólanum og raunar í sjónmáli við skólann og er það eina reglan um skólastarfið sem fylgt hefur verið út í æsar.

Bætti hann síðan við um tuttugu vísum í svipuðum stíl en kenndi stafsetningu með þeim hætti að hann hafði rauðkrotaðar stílabækur nemenda í bunka sem hann barði taktfast í kennaraborðið og hafði um leið yfir þetta: „Það á aldrei að vera yfsilon í aldrei!“ Nemendur sem á

35

hlýddu gleyma þessari reglu auðvitað aldrei. Sjaldan fellur eplið langt frá eikinni og tengdur maður beitti svipuðum kennsluaðferðum, nema hann barði bókunum í hausinn á áhugalitlum og syfjuðum nemanda um leið og hann tilkynnti: „Þú kemur aldrei aftur ólesinn í tíma hjá mér!“ Úr því sat nemandinn betur vakandi og sveittur yfir efninu alla önnina, skreið í flestum áföngum en gerði gott betur í þessum. Faðir nemandans kunni að þakka vel unnið starf, kom nær tárfellandi og sagði: „Það á að æviráða þig sem kennara!“, hafandi enga hugmynd um að sonurinn hafði verið „barinn til bókar“, í bókstaflegri merkingu, með bókinni. Í þessum kennsluaðferðum býr fegurðin í einfaldleikanum. Nú kostar það fimm ára þrælagöngu um menntavísindasvið háskóla að læra flóknari og fræðilegri kennsluaðferðir til að öðlast rétt til að sækja kennarastofur. Kennarastarfið er hins vegar svo gjöfult að það er alveg þess virði.

Árið 2000

Árið 1987

Árið 2007

1993-1995

Árið 1995


36

Fjölbrautaskóli Vesturlands 40 ára

Starfsbraut Nemendur starfsbrautar hafa vakið athygli fyrir vasklega framgöngu í hæfileikakeppni starfsbrauta undanfarin misseri; fyrsta sæti árið 2016 og annað sæti árið 2017. Á bak við þennan árangur hlýtur að vera mikið starf. Til að fræðast um það fórum við á fund kennara starfsbrautar.

Segið okkur aðeins frá náminu sem fer fram á starfsbraut.

Nám á starfsbraut er skipulagt sem fjögurra ára nám. Áhersla er lögð á einstaklingsmiðað nám og getur því nemandi lagt stund á nám á starfsbraut samhliða námi á almennum námsbrautum, allt eftir möguleikum hvers og eins og aðstæðum í skólanum hverju sinni.

Hverjar eru helstu námsgreinarnar á starfsbraut?

Almennu bóknámsfögin eru stærðfræði, íslenska og enska. Einnig leggjum við mikið upp úr íþróttum og kennum alltaf eitthvað bóklegt með þeim. Nú í vor var kennd skyndihjálp og næsta haust verður það geðrækt. Á þriðja ári hefja nemendur starfsnám og á fjórða ári er þeim úthlutað vinnustað þar sem þeir vinna tvo tíma í viku. Þeir staðir hafa verið t.d Krónan, 10-11, Húsasmiðjan, Íþróttahúsið á Vesturgötu og Leikskólinn Teigasel. Lífsleikni er líka kennd jöfnum höndum sem og ýmsar valgreinar. Við þurfum að höfða til nemendanna með námsefni, bjóða upp á nám sem getur nýst þeim eftir að þeir útskrifast af starfsbraut.

Eru nemendurnir að vinna einhver sérstök verkefni?

Já, alltaf á vorönn taka nemendur starfsbrautar þátt í hæfileikakeppni starfsbrauta og hafa staðið sig með glæsibrag. Þeir unnu í fyrra með söngatriði og myndbandi og urðu í öðru sæti núna í ár með leikna sketsa. Annars er misjafnt hvað boðið er upp á í vali. Það hefur verið fjölbreytt og núna síðast voru krakkarnir að gera upp gamla muni; þar áður voru þeir í vinnustofu Fab Lab og fatasaumi svo eitthvað sé nefnt.

Með hvaða gráðu útskrifast nemendurnir?

Þeir útskrifast með burtfararpróf af starfsbraut.

Getið þið lýst fyrir okkur starfi kennara á starfsbraut?

Starfið er mjög fjölbreytt og skemmtilegt en um leið krefjandi. Við kennum öll bókleg fög innan brautarinnar og þurfum í flestum tilfellum að einstaklingsmiða námið að hverjum og einum. Tilbúið námsefni fyrir starfsbrautir er af skornum skammti. Þess vegna fer mikill tími í að búa til hentugt námsefni. Einnig höfum við oftast kennt valfögin en stundum fengið kennara með okkur í lið af öðrum námsbrautum. Einnig starfar á starfsbraut félagsliði sem aðstoðar nemendur inni í bekk og við þær aðstæður þar sem þörf er á.

Hver er menntun kennara á starfsbraut?

Við sem kennum á starfsbraut erum allar með BA gráðu í þroskaþjálfafræðum og með diplómagráðu í sérkennslufræðum og/eða uppeldis- og menntunarfræðum. Auk þess er ein úr hópnum í meistaranámi við HÍ í uppeldis- og menntunarfræðum með áherslu á sérkennslufræði.

Hvernig er venjulegur dagur í lífi nemanda starfsbrautar?

Skóladagurinn byrjar kl. 8:30 hjá þeim nemendum sem eru alfarið á starfsbraut. Þeir eru í þremur bóklegum eða verklegum tímum fyrir hádegi. Eftir hádegi fara þeir í íþróttir eða starfsval. Þeir sem eru í starfsvali utan skóla fara út á vinnumarkað einu sinni í viku í tvo tíma í senn.

Um leið og við þökkum kennurum fyrir greinargóð svör þá viljum við nota tækifærið og óska FVA til hamingju með þessa frábæru braut.


Fjölbrautaskóli Vesturlands 40 ára

Dagbók kennara Þriðjudagur 14. mars 2017

06:15 – 08:15

Vaknaði á undan vekjaraklukkunni (sem átti að vekja mig kl. 06:30). Fannst ég ágætlega sofin og dreif mig á fætur. Hleypti kisa inn úr bílskúrnum en þangað er innangengt úr húsinu. (Ég held honum líki ágætlega að dvelja þar á meðan við hin sofum. Það er líka hentugt þar sem hann sækist gjarnan eftir félagsskap okkar á nóttunni.) Gaf honum ferskt vatn að drekka og strauk honum stundarkorn. Eldaði hafragrautinn góða og lagaði grænt te fyrir okkur hjónin til þessa að hafa með í skólann. Fór í sturtu og gerði 10 mínútna jógaæfingar í sólstofunni. Vakti Flemming. Tók mig til fyrir daginn. Borðuðum hafragrautinn og ókum svo saman í skólann.

Kisi ber nafnið „Mouse“, þar sem hann er fæddur og nafngefinn í Hollywood. Upp á íslensku heitir hann Músi og skilur ensku, íslensku og dönsku.

08:30 – 09:30

Í tímanum hjá DANS1GD skoðuðum við danskar fréttir á vefnum. Lásum síðan nokkra kafla úr skáldsögunni ONDSKABEN, sem fjallar um erfiða reynslu ungs drengs af dvöl hans í heimavistarskóla á árunum eftir stríð. Nemendur gengu svo frá vinnumöppum og skiluðu henni flestir í lok tímans.

09:45 – 10:45

Nemendur í DANS2BF-1 luku við að búa til spil út frá dönsku kvikmyndinni Lev stærkt. Myndin er um vináttu, ástina og bíla og spilið gekk út á að hanna leikreglur fyrir borðspil á dönsku út frá söguþræðinum. Nemendur skemmtu sér síðan við að spila og á meðan skilaði ég þeim verkefnamöppum til baka.

10:50 – 11:50

Í tímanum með DANS2BF-2 var danska smásagan Globryllup á dagskrá. Nemendur notuðu netorðabók til þess að átta sig á heiti sögunnar og útbjuggu hugarkort út efni hennar. Síðan lásum við upphaf smásögunnar með sérstaka athygli á þeim upplýsingum um stað og stund, sem þar koma fram.

12:00 – 18:00

Fékk mér hádegisverð, sem var vænn skammtur af salati úr salatborði mötuneytisins. Þar var að vanda úr mörgu að velja. Ég saknaði þó eggjanna, sem oft eru í boði og koma sér vel fyrir okkur grænmetisæturnar. Tíminn til undirbúnings fyrir næsta dag var í styttra lagi vegna fyrirhugaðrar Reykjavíkurferðar okkar hjóna. Ferðinni var fyrst heitið á málstofu á vegum Menntavísindasviðs Háskóla Íslands um stöðu verknáms í Noregi. Hresstum við þar heldur betur upp á þátttökufjöldann. Að lokinni málstofu og heimsókn í hljóðfæraverslunina Tónastöðina skelltum við okkur á veitingastaðinn GLÓ við Engjateig. Þar fengum við okkur grænmetiskvöldverð, sem var afbragð og ekki spillti vel úti látinn skammtur. Ég kvaddi því staðinn með hádegisverð næsta dags í poka.

18:30 – 22.30

Hápunktur ferðarinnar í höfuðborgina var sýning á norsku verðlaunamyndinni A Thousand Times Good Night í Norræna húsinu. Myndin fjallar um Rebeccu, sem er stríðsljósmyndari og leikin af hinni frönsku Juliette Binoche. Eiginmann hennar leikur hinn danski Nikolaj Costers Waldau. Atriðið, þar sem Rebecca ljósmyndar hóp kvenna við að undirbúa unga stúlku fyrir sjálfsmorðsárás, gleymist seint. Þegar heim var komið létum við að venju renna í heita pottinn til slökunar fyrir svefninn, löguðum okkur te og nutum kvöldbirtunnar. Sæl og slök lagðist ég undir sæng að kvöldi dags í lífi mínu.

Gyða Bentsdóttir

37


38

Fjölbrautaskóli Vesturlands 40 ára

Ronja ræningjadóttir Frá upphafi hefur Leiklistaklúbbur NFFA verið eitt af flaggskipum nemendafélagsins enda hafa hin fjölmörgu verk sem sett hafa verið á svið jafnan notið mikilla vinsælda meðal bæjarbúa og annarra leikhúsgesta. Engin undantekning varð á því þetta misserið þegar leikritið Ronja ræningjadóttir var sett upp í leikstjórn Hallgríms Ólafssonar. Leikritið fékk mjög góðar viðtökur og var afar vel sótt, alls voru tíu sýningar, þar af tvær aukasýningar. Verkið var kynnt sem leikrit með söng frekar en söngleikur. Í aðalhlutverkum voru þau Aldís Eir Valgeirsdóttir, sem lék Ronju, og Trausti Már Ísaksen, sem lék Birki Borkason. Leikritið, sem er samið upp úr samnefndu verki eftir sænsku skáldkonuna Astrid Lindgren, er fyrst og fremst barnaleikrit en eins og gjarnan er með góð verk þá höfðar það til allra aldurshópa. Enda kom á daginn að fullorðna fólkið var ekki síður ánægt á sýningunni en börnin og komu sumir oftar en einu sinni. Frammistaða leikara var mjög góð og gaman til þess að vita hvað áhugaleikarar geta vel náð að fanga athygli áhorfenda á öllum aldri. Væntanlega hefur styrk leikstjórn Halla Melló ráðið miklu en hann er eins og allir vita ekki bara landsþekktur atvinnuleikari heldur ÍA maður og FVA maður í húð og hár. Þá hjálpaði líka mikið að búningar og leikmyndir sem krakkar í leiklistarklúbbnum hönnuðu að mestu leyti sjálfir sköpuðu ævintýralega umgjörð. Ljósameistarar hafa líka staðið sína plikt því lýsingin var góð. Hvíslarar og aðrir reddarar voru mátulega lágværir, eins og þeim ber og krakkarnir í miðasölunni kurteisin uppmáluð. Síðast en ekki

síst er ástæða til að hrósa áhorfendum sem sýndu með dynjandi lófaklappi í leikslok að þeir kunna gott að meta. Sem sagt, vel heppnað í alla staði, til hamingju FVA. Eftir frumsýningu hóuðum við í tvo leikara, þau Matthías F.V. og Katarínu Stefánsdóttur til að heyra í þeim hljóðið.

Þetta gekk vel, til hamingju. Bæði: Takk fyrir.

Hvern leikur þú?

Matthías: Ég leik Matthías ræningjaforingja (ekki djók). Katarína: Ég leik Lovísu.

Eruð þið lík persónunum sem þið leikið og gætuð þið þess vegna verið vinir?

Matthías: Minn er ekkert allt of snjall en mjög dramatískur, þannig að... já, við yrðum örugglega mjög góðir vinir. Katarína: Sumir segja að ég sé með svolítið af Lovísu í mér. Það er ekki verra; vona bara að það sé gagnkvæmt, þá gætum við verið góðar vinkonur.

Er þetta búið að vera gaman?

Bæði: Já, rosa gaman. Hópurinn allur hefur verið svo samstilltur og leikstjórinn frábær. Það er auðvitað krefjandi að taka þátt en um leið þroskandi og skilur eftir góðar minningar.

Katarína Stefánsdóttir í hlutverki Lovísu

Matthías Finnur Vignisson í hlutverki Matthíasar ræningjaforingja


MYNDASYRPA FRÁ LEIKSÝNINGUM NFFA:


40

Fjölbrautaskóli Vesturlands 40 ára

Framtíð menntunar og starfa í örri tækniþróun Á síðustu tuttugu árum hefur orðið gríðarleg breyting á lífi fólks með tilkomu tölvunnar, internetsins og þróun tæknibreytinga sem hefur haft áhrif á líf okkar sem og á allar atvinnugreinar. Hraði þessa breytinga hefur verið mikill en mun verða enn meiri og meiri framfarir á næstu tuttugu árum. Krafa um aukna áherslu á tæknitengda menntun er því í farvatninu. Stór hluti starfa mun breytast fyrir tilstuðlan hugbúnaðarþróunar og sjálfvirkni. Gervigreind mun gegna lykilhlutverki við að mörg hefðbundin störf munu hverfa og tölvan mun leysa fleiri og fleiri störf betur en fólk. Sem dæmi er áætlað að lögfræðistörfum muni fækka um 90%. Því er spáð að árið 2030 munu tölvur verða greindari en manneskjur og er áhugavert að skilja hver áhrif þess verða á menntun. Ein leið til þess er að skilja áhrif tækniþróunar á atvinnugreinar.

Bílar og tryggingar Sjálfkeyrandi bílar eru nú þegar byrjaðir að sjást en innan fárra ára mun bílaiðnaðurinn umbyltast, margir bílaframleiðendur fara á hausinn eða sameinast öðrum þar sem flest okkar munu ekki sjá þörf fyrir að eiga bíl. Við munum hringja í bíl og hann mun aka okkur á leiðarenda. Ekki verður þörf fyrir að leggja bílum

og því varla þörf fyrir bílastæði og við munum einungis greiða fyrir ekna kílómetra og getum sinnt störfum á akstri. Börn barna okkar munu aldrei fá ökuskírteini og þau munu aldrei eignast bíl. Þetta mun breyta bæjum og borgum þar sem 90-95% færri bílar verða á ferðinni. Við getum breytt bílastæðum í útivistarsvæði. Bílslysum mun fækka um 99% og mörg líf því bjargast. Tryggingafélög munu verða í miklum vandræðum því án

Breyting

slysa verða tryggingar margfalt ódýrari. Viðskiptalíkan bílaiðnaðarins mun hverfa. Fasteignamarkaðurinn mun verða fyrir áhrifum því á ferðum mun fólk vinna og sjá kosti þess að flytja lengra í burtu í fallegra og rólegra umhverfi. Flestir bílar verða rafmagnsbílar og því mun hljóðmengun bíla minnka. Umhverfisvæn orka s.s. sólarorka mun verða mun hagkvæmari og orka verður almennt ódýrari en í dag.

Ástæ!a

Stær!fræ!i/ E!lisfræ!i/ Efnafræ!i Auka

Afar mikilvægt a! styrkja og hefja fyrr kennslu í grunn"áttum í leikskólum og bæta ofan á í grunnskólum

Forritun

Auka

Grunn forritunarkennsla á a! hefjast í leikskólum og svo e#a frekar í grunnskólum

Íslenska

Óbreytt

Sérsta!a okkar sem "jó!ar sem ber a! vernda me! öllum rá!um

Tungumál

Draga úr

Enskukennsla er mikilvæg en tungutækni mun leysa af hólmi öll landamæri í tungumálum á næstu tveimur áratugum. Kennsla tungumáls sem 5 milljónir tala var afar mikilvæg hér á!ur fyrr en hefur enga "$!ingu til framtí!ar

Listir

Auka

Tónlist, málaralist og hverskonar önnur sköpun er afar mikilvæg til e#ingar sköpunargle!i. Getur gert gæfumun í samkeppnishæfni Íslands sem "jó!ar

Verknám

Auka

Samspil tölvutækni og verknáms mun aukast verulega á næstu árum og mikilvægi hverskonar verknáms sömulei!is

Í"róttir/Afreksnám

Auka

Aukin vitund fólks fyrir heilbrig!ari lífsháttum, hrey%ngu og hækkandi lífaldri mun skapa aukna "örf fyrir mennta!a "jálfara, nuddara o.#.

Heilbrig!ismenntun

Breytt áhersla

Me! hækkandi lífaldri mun "örf fyrir umönnunarstörf aukast en a! sama skapi munu störf sparast í $miskonar greiningu sjúkdóma. E#ing vitundar um ábyrg! á eigin heilsu og mark"jálfun í heilsu mun e#ast

Félagsfræ!i/Sálfræ!i/ Saga

Auka

Búast má vi! a! fjölbreytni starfa muni aukast og me! hækkandi lífaldri og breyttu "jó!félagsmynstri kalla á úrræ!i til a! e#a "jónustu e!a til a! var!veita sögu eldri tíma


Fjölbrautaskóli Vesturlands 40 ára

Heilbrigði Á þessu ári mun koma fram tæki sem skannar augu þín, tekur blóðprufu og þú munt anda í það. Tækið mun tengjast síma þínum og greina 54 lífs- eða heilbrigðisþætti sem mun gera það mögulegt að greina nánast hvaða sjúkdóm sem er. Þetta tæki verður ódýrt og mun umpóla heilbrigðisþjónustu þar sem innan fárra ára munu allir geta fengið aðgang að áreiðanlegri „læknisskoðun“ og sjúkdómsgreiningu með mun minni tilkostnaði en í dag. Greining krabbameins með gervigreind er nú þegar 4 sinnum áreiðanlegri en hjá fólki og er tæknin þó einungis að slíta barnsskónum. Lífslíkur munu aukast verulega, m.a. þar sem læknar munu hafa betri tæki til greiningar sjúkdóma og einnig munu meðferðarúrræði batna stórlega með aðstoð tækninnar. Líklega mun meðal-Jón eða -Gunna sem fæðist eftir tvo áratugi eiga von á að lifa lengur en 100 ár.

Menntun Hvert barn í heiminum mun geta stundað nám, nú þegar snjallsímar kosta minna en u.þ.b. 10 dollara. Með fjárfestingu íslenska ríkisins í tungutækni geta börn, unglingar og lengra komnir nemar notið hágæða kennslu framúrskarandi erlendra og innlendra kennara. Netvæðing síðustu ára mun tryggja gott

aðgengi að námsefni. Kennslan verður einstaklingsmiðuð, þ.a. hver og einn getur lært á sínum hraða á sínum forsendum. Kennsluhættir, námsaðstæður og námsgögn munu breytast og margar hindranir sem við sjáum nú í þróun kennsluhátta verða úr sögunni.

Menntun á krossgötum Fjölbrautaskóli Vesturlands á Akranesi (FVA) sem í ár fagnar 40 ára afmæli sínu hefur verið mikilvæg stoð í samfélaginu á Akranesi og stuðlað að því að unga fólkið dvelur lengur á Akranesi áður en það fer í háskólanám eða framhaldsmenntun í iðnnámi. Fjölbreytt menning ungra nema, þeirra sem er á framhaldsskólaaldri er mjög mikilvæg fyrir hvert samfélag. Áhrif þess eru vafalaust þau að stuðla að því að samfélagið er betra fyrir vikið og við fáum fólkið á ný heim eftir nám. Þannig tryggjum við fjölbreytileika atvinnulífsins. Tækniþróunin mun stuðla að því að námsval verði alfarið óháð búsetu. Þegar við horfum til þess hvað tækni mun hafa mikil áhrif á líf fólks í framtíðinni þá er mikilvægt að staldra við og hugleiða hlutverk framhaldsskólans okkar og menntunar. Öflugur framhaldsskóli í góðu samstarfi við grunnskóla og leikskóla mun gegna lykilhlutverki í að tryggja hæfni barna okkar þegar umpólun mismunandi atvinnugeira mun eiga sér stað á næstu tveimur áratugum. FVA þarf að taka hlutverk sitt í þessari þróun alvarlega sem æðsta menntastofnun á Akranesi.

Við þurfum að sýna kjark til að taka inn nýja möguleika, t.d. styttingu grunnskólanáms. Auka, draga úr og minnka áherslur eftir því hvað við í sameiningu teljum að geti verið besta leiðin til að tryggja samkeppnishæfni okkar sem þjóðar. Möguleg leið til þess gæti verið eftirfarandi: (sjá töflu á næstu bls. 40) Margir foreldrar hafa áhyggjur af tölvufíkn barna sinna en ættu heldur að beina áhuga barnanna að því að nota tölvur rétt og auka hæfni þeirra. Það sama þarf að gerast í námi og mikilvægt að áhersla kennara verði í samræmi við tækniþróunina. Þróun áherslna verði: •

Áhersla á hæfni einstaklinga frekar en inntöku, þ.e. draga verulega úr að læra utanbókar

Áhersla á frumkvæði og framtakssemi

Áhersla á samskipti og hugmyndina um félagslega og borgaralega hæfni, þ.e. að hjálpa einstaklingum að þrífast í umhverfinu

Áhersla á að læra allt lífið Sævar Freyr Þráinsson, bæjarstjóri á Akranesi Byggt á grein David Delahunty „Must read article on how our lives will change dramatically in 20 years“ á LinkedIn 16. júlí 2017

Við þökkum stuðninginn:

HRAÐI - GÆÐI - ÞJÓNUSTA

GÓMAR

TANNLÆKNASTOFA AKRANESS

ÓMAR LÍNDAL MARTEINSSON TANNLÆKNIR sími: 898 8830 . omar@2gomar.is 2GÓMAR . Laugarbraut 11 . sími: 431 1385 2gomar@2gomar.is . 2gomar.is

41


42

Fjölbrautaskóli Vesturlands 40 ára

Salurinn

Þegar gengið er inn um anddyri skólans að framanverðu og örlítið lengra inn eftir ganginum blasir við salur þar sem hátt er til lofts og vítt til veggja. Í miðju salarins er víðáttumikil gryfja þar sem er fjöldi borða og stóla framan við upphækkað svið. Á hæðinni ofan við gryfjuna, bæði fyrir framan og til hliðar, er auk þess rúmgott svæði þar sem eru líka borð og stólar. Háir og víðir gluggar á suð-vesturhlið salarins sjá um að bera inn dagsbirtuna þegar hennar nýtur við. Salurinn er harla bjartur og fagur og til að prýða hann enn frekar hefur glæsilegu vegglistaverki eftir myndlistamanninn Vigni Jóhannsson, sem er reyndar gamall Skagamaður, verið komið fyrir á endaveggnum gegnt sviðinu. Verkið heitir Gnægð og er unnið úr bæði tré og járni og sýnist hafa sterka skírskotun í skipasögu Akraness enda aðstoðuðu skipasmiðir frá Þorgeiri og Ellert listamanninn við smíði og uppsetningu verksins. Salurinn er fjölnota. Á hátíðarstundum er hann hátíðarsalur og sómir sér vel í því hlutverki en hann er líka matsalur. Hér geta nemendur og kennarar gert sér að góðu einhvern af þeim gómsætu réttum sem eru framreiddir úr eldhúsi skólans. Þeir sem hafa meðferðis sitt eigið nesti geta notast við örbylgjuofn eða samlokugrill eftir atvikum. Þá stendur nemendum einnig til boða að kaupa sér bæði mat og drykk í sjoppu skólans. Þess ber að geta að FVA er heilsueflandi framhaldsskóli og er framboðið í samræmi við það: ostaslaufur, pítsusnúðar, hafraklattar, skyr, próteindrykkir,

hnetur og margt fleira er á boðstólnum. Salatbarinn nýtur mikilla vinsælda. Nemendur eru afskaplega sáttir með að geta valið sér hráefni í sitt eigið salat og jafnvel blandað það með túnfiski, eggjum eða öðru meðlæti. Eftir góðan málsverð og einnig í frímínútum og eyðum er gott að sitja og spjalla um daginn og veginn og þá ekki nauðsynlega um eitthvað háfleygt. Stundum kemur þó fyrir að umræður fari yfir á fræðilegt plan þar sem sumum nemendum finnst nefnilega gott að vinna heimavinnuna á sal og hafa þá námsbækur og ritföng innan seilingar. Svo eru hinir sem bara hlusta eða láta sig dreyma. Allir gestir salarins eiga á öllum tímum að finna sér eitthvað við hæfi og sannast á salnum hið fornkveðna að maður er manns gaman. Salurinn er að sjálfsögðu ekki einungis notaður á skólatíma heldur er hann einnig afbragðsstaður til að halda skemmtanir og viðburði á kvöldin og um helgar. Hér eru kaffihúsakvöld, tónleikar, félagsvist, ráðstefnur, afmælisveislur, fermingarveislur og brúðkaupsveislur að ógleymdum sjálfum útskriftarhátíðunum í annarlok. Um miðja þessa önn var meira að segja haldinn hér þjóðfundur þar sem nemendur, kennarar og starfsfólk ræddu um gildi skólans. Þá var margt um manninn og umræður góðar og gagnlegar. Yfirleitt er andrúmsloftið frjálslegt og afslappað og engar sérstakar reglur aðrar en þær sem snúa að góðri umgengni og tillitssemi. Þó þykjast einhverjir vita um eina úr gamla, óskrifaða reglu: hún er sú að yngri nemendur skuli sitja á óæðri bekkjum, hvort heldur sem þeir eru uppi eða niðri, hægra megin eða vinstra megin. En þar sem reglan er ekki á nema fárra vitorði eru hún endalaust brotin, sem er bara hið besta mál. Við erum jú á sama báti og eigum þennan góða sal öll saman.


Fjölbrautaskóli Vesturlands

DREIFNÁM Húsasmíðanám er löggild iðngrein. Meginmarkmið með námi í húsasmíði er að nemendur öðlist skilning, þekkingu og færni til að sinna allri smíðavinnu í

með stúdentsprófi. Húsasmíðanám með vinnu er verkefnadrifið nám þar

bygginga- og mannvirkjaiðnaði hvort sem um er að ræða verkstæðis- og innréttingavinnu, úti- og inni-

sem námshraði er einstaklingsbundinn og ákvarðast af möguleikum hvers nema til að sinna náminu. Kennt

vinnu á byggingastað eða viðgerða- og breytinga-

er aðra hverja helgi á verkstæði skólans og boðið upp

vinnu. Náminu lýkur með sveinsprófi er veitir rétt til starfa í iðninni og til inngöngu í nám til iðnmeistaraprófs. Auk þess eiga nemendur kost á viðbótarnámi til

á fjarkennslu í bóklegum hluta námsins. Inntaka nýrra nemenda fer fram á hverri önn og er fyrra nám metið skv. skólanámskrá.

undirbúnings námi á háskólastigi. Slíku námi lýkur

FJÖLBREYTT OG VANDAÐ NÁM Í VINGJARNLEGU UMHVERFI Vélvirkjun er löggild iðngrein. Markmið námsins er að gera nemendum kleift að takast á við þau viðfangsefni

undirbúnings námi á háskólastigi. Slíku námi lýkur með stúdentsprófi.

sem vélvirkjar inna af hendi, þ.e. viðhald og samsetningu véla, kælikerfa og loftstýringa, bilanaleit og stýringar. Náminu lýkur með sveinsprófi er veitir rétt til

Vélvirkjanám með vinnu er verkefnadrifið nám þar sem námshraði er einstaklingsbundinn og ákvarðast af möguleikum hvers nema til að sinna náminu. Kennt

starfa í iðninni og til inngöngu í nám til iðnmeistaraprófs. Auk þess eiga nemendur kost á viðbótarnámi til

er 1-2 kvöld í miðri viku og/eða um helgar. Inntaka nýrra nemenda fer fram á hverri önn og er fyrra nám metið skv. skólanámskrá.

Gert er ráð fyrir að nemendur sem innritast séu orðnir 23 ára og hafi a.m.k. tveggja ára starfsreynslu. Sú starfsreynsla getur komið í stað eininga í almennum greinum. Slíkt samkomulag gildir að jafnaði einungis vegna námsloka á brautinni en ekki ef nemandinn fer í áframhaldandi nám, til dæmis viðbótarnám til stúdentsprófs eða nám til iðnmeistarapróf


44

Fjölbrautaskóli Vesturlands 40 ára

„Ég kenndi stærðfræði áður en fólk uppgötvaði að ég gat það ekki“ Viðtal við Finnboga Rögnvaldsson Finnbogi Rögnvaldsson hefur starfað við Fjölbrautaskóla Vesturlands sem kennari í 25 ár og eru fáir kennarar við skólann með jafnháan starfsaldur og hann. Margt hefur breyst í heiminum á þessum aldarfjórðungi og þá sérstaklega tæknin en hversu mikil áhrif hefur tæknin haft á kennsluaðferðir og þá til góðs eða ills? Finnbogi hefur notað hinar ýmsu kennsluaðferðir á löngum ferli en hvaða aðferðir notaði hann í byrjun og hvernig hafa þær breyst í gegnum árin?

Hvað ert þú búinn að starfa lengi við FVA?

Ég hóf hér störf 31. ágúst 1992, kom rétt daginn fyrir kennslu. Frekar erfiður dagur. Hafði aldrei kennt og vissi ekkert hvað ég ætti að gera.

Hvaða áfanga kennir þú?

Ég kenni núna eðlis- og efnafræði, umhverfisfræði og svo er ég með fjarkennslu í landafræði. Ég kenndi áður stærðfræði en það var áður en fólk uppgötvaði að ég gat það ekki. Ég hef einnig kennt stjörnufræði og tölfræði.

Hafa kennsluaðferðir þínar breyst í gegnum árin?

Bæði já og nei. Það voru náttúrulega ekki sömu græjurnar þegar ég byrjaði. Ég eyddi löngum tíma í að klippa út myndir og töflur og líma á blöð og ljósrita. Nemendur höfðu fengið svona verkefni alveg frá 1970, það var miklu meira mál að gera verkefni en þó var færra fólk í skólum. Það sem hefur breyst er að það eru svo mörg gögn aðgengileg, miklu auðveldara að búa til verkefni en erfiðara að búa til verkefni sem nemendur vinna. Það sem hefur breyst mest hjá mér í kennslu er ekki ég, heldur það að nemendur hafa meira aðgengi að stærri „svindlbönkum“, miklu meira aðgengi að upplýsingum.

Hvað notaðirðu áður en skjávarparnir voru teknir í notkun?

Myndvarpinn var notaður, ég notaði slides-myndir, einfaldara að hafa til eitthvað dót til að sýna fólki en ekki auðveldara að sýna fólki það. Skjávarpinn kom svona um og eftir aldamótin. Það er allt, allt öðruvísi. Núna getur maður sýnt kvikmyndir eins og að smella fingri, myndefnið er ótakmarkað á netinu og ekki síður myndvinnslumöguleikarnir! Maður getur klippt út mynd og hent henni inn í Powerpoint skjal. Fyrir aldamót gúgglaðirðu það en fannst nánast ekkert. Þegar ég ætlaði að kenna um regnbogann og gúgglaði rainbow fann ég bara helling af hommasíðum. Það voru bara engin gögn á netinu. Svo þurfti maður líka að draga fram skáp á stórri grind með 28” sjónvarpi og vídeótæki sem notað var til að sýna myndir.

Hvað finnst þér um að hætta að nota pappír og nota þá einungis tölvur við verkefnavinnu?

Ég veit það ekki, ég held að það sé verðmæt þekking að kunna að skrifa en kannski er hún að úreldast, þetta er sama spurning og með bækur. Eiga menn að lesa bækur eða lesa af skjá? Ég hef ekki mikið pælt í því en við reyndum að draga úr pappírsnotkun og árin 2009-2010 setti ég allt á netið og sagði að það væri hægt að nálgast efnið þar. Það er enginn búnaður í tölvum og snjallsímum sem jafnast á við blýant, þegar maður reiknar og reynir að skilja þá er blað og blýantur betra tæki. T.d. þegar maður er að rissa eitthvað upp. En maður veit ekki hvernig þróunin verður. Bækur og blöð og blýantar hafa lifað hingað til en tæknin er alltaf að verða fullkomnari og maður veit ekki hvar það endar. Blýantur og blað er nánast framlenging af okkur sjálfum, þannig þetta hlýtur að vera gott kerfi fyrst það hefur verið notað í mörg þúsund ár.

Hvernig finnst þér símanotkun hafa áhrif á nám nemenda?

Ef kennari er alltaf að tuða um síma nær hann ekki að kenna jafnmikið. Annars vegar er það vandamál nemenda ef nemandinn er ekki að læra og veit ekkert hvað er að gerast, þá væntanlega lærir hann ekki mikið. Hins vegar er vandamál kennarans að kennarinn á að undirbúa að kenna nemendum en ef það klikkar


Fjölbrautaskóli Vesturlands 40 ára

og hann röflar bara yfir símum eða tölvum þá náttúrulega mistekst honum jafnmikið og nemandanum. Vandamál kennarans er alltaf það sama að reyna að halda sig við að kenna nemendum. Ef hann nær ekki að gera námsefnið nógu áhugavert, þá getur hann reynt að garga á menn. Mér fannst nemendum á síðustu önn, haustönn 2016, ganga verr í námi hjá mér heldur en áður og þá mátti ég velja hvort ég væri verri kennari eða hvort nemendur væru meira í símanum. Ég valdi nemendurna, hahaha! Það skiptir þó engu máli hvað er verið að kenna ef nemandinn er hættur að læra, það skiptir þá engu máli hvort kennarinn er sofandi eða er besti kennari í heimi því nemandinn er bara í símanum. En eins og allt annað er það partur af því að reyna að vera góður kennari að reyna sitt besta. Kennarinn þarf að kenna og verður að ná til 30 manns í hvert skipti, þótt það sé sennilega mjög erfitt. En þetta er allt mjög gaman þótt öðrum finnist það leiðinlegt. Áður

45

fyrr voru kannski bara einn til tveir símar í kennslustundinni og þegar einn hringdi vakti það svaka athygli. Svo komu fartölvurnar og allir mættu með þær í skólann en núna sjást þær varla því allir eru með snjallsímana.

Hefur hegðun nemenda í kennslustundum breyst í gegnum árin? Og þá hvernig?

Áður fyrr spiluðu strákar tölvuleiki langt fram á nótt og sofnuðu iðulega í tímum en nú fara hópar af strákum á sama tíma á klósettið eins og þeir séu með samstilltar þvagblöðrur. Maður man eftir málningartímabili stelpna, þar sem þær hafa verið málaðar svakalega. Það komu tímabil þar sem líkamsræktaræði hefur verið áberandi. Í grunninn er þetta fólk sem kemur hingað til að læra og er á miklum umbrotatíma á mannsævinni. Fólk á aldrinum 15-20 ára er í grunninum alltaf eins, að hætta að verða börn og verða fullorðið, hvort sem það er í Levis buxum eða vaðmálsbrókum. Ef menn fá að lifa eðlilegu lífi á þessu mesta mótunarskeiði ævinnar þá finnst manni þetta mesta umbrotatímabilið.

Er eitthvað sem þú myndir vilja sjá breytast í kennslustundum eða skólanum sjálfum?

Það sem maður er að hugsa um er maður sjálfur, maður vill engu breyta öðru en sjálfum sér. Það sem snýr að manni sjálfum er að maður kemur og reynir að kenna einhverjum eitthvað og það er að því leyti eins og önnur störf, maður er að hugsa um sitt starf. Ef maður er strætóbílstjóri þá er maður að hugsa um hvernig maður kemst á milli stoppustöðva með farþegana en ekki um það hvernig þeir eru skóaðir. Maður hugsar um hvað maður getur bætt, svekkist á því sem illa fer og gleðst fyrir því sem gengur vel.

Hyggst þú starfa við FVA þar til þú hættir að vinna?

Eins og er þá hef ég engin áform um að hætta. Mér finnst mjög gaman að kenna, ég játa það.

umsjónarmaður fasteigna Pétur Óðinsson starfar sem umsjónarmaður fasteigna FVA. Því starfi fylgir mikil ábyrgð og margt sem þarf að hugsa um en hann kann að meta sjálfstæðið sem ríkir í starfi hans og hann nýtur þess að geta starfað eftir eigin höfði. Hvað felst í starfinu þínu? „Það er að passa að húsið sé í lagi, sjá um brunakerfi, eldvarnaeftirlit og loftræstikerfi, sjá um læsingar og ýmis tæki og tól og að húsið sé hreint og fínt. Þá þarf einnig að hugsa vel um viðhaldið, panta iðnaðarmenn til að gera við og endurnýja.“ Hvernig er sambandið við nemendur/kennara? „Alltaf verið mjög gott, aldrei verið árekstrar t.d. við nemendur þessi 17 ár sem ég er búinn að vera hérna, ekki alvarlegir árekstrar heldur bara eitthvað eins og heyrið mig, þið bara hafið þetta svona.“

Hvað er skemmtilegast við vinnuna? „Æ, ég veit það ekki, ætli það sé ekki bara frelsið. Ég er svolítið sjálfstæður sko, ræð mér sjálfur. Ég þarf bara að hafa ákveðna hluti í lagi og það er mitt að skipuleggja það og mitt að ráða fram úr því. Ég stend á eigin fótum og hef minn yfirmann sem er skólameistarinn en hef fullt traust og mínar ákvarðanir eru virtar.“ Áttu hollráð að gefa nemendum? „Kannski bara svona sem venjuleg manneskja sem komin er til vits og ára. Ég hef dálitlar áhyggjur af félagsþroska nemenda. Mér finnst hann hafa breyst rosalega mikið í gegnum árin með tilkomu símanna. Ég sé það ekki bara á ykkur, ég sé það líka á mínum börnum sem eru uppkomin og nýfarin að heiman. Samskiptin eru önnur og það sem krakkar eru að gera hefur

breyst alveg ofboðslega mikið á þessum tíma, frá því að vera gera alveg helling saman í það að vera gera svona minna saman, öðruvísi líf kannski er þetta bara þróun sem verður ekki stöðvuð, ég geri mér alveg grein fyrir því en við verðum að vera meðvituð um að það er hægt að einangrast í þessum heimi. Við þurfum að leggja rækt við samskiptin, njóta þess að tala saman og bralla eitthvað saman.“


46

Fjölbrautaskóli Vesturlands 40 ára

Skammhlaup Skammhlaupið er íþrótta- skemmtidagur sem er haldinn í nóvember ár hvert. Í skammhlaupinu er nemendum skipt í keppnislið. Meðlimir í hverju liði klæðast vestum í einkennislit síns liðs, gulum, rauðum, grænum, bláum o.s.frv. Hefst svo skammhlaupið með litskrúðugri skrúðgöngu frá skólanum að íþróttahúsinu við Vesturgötu þar sem íþróttakeppnin er haldin. Þá er m.a. keppt í alls konar boðhlaupum, boltaleikjum, reiptogi, klifri, limbó o.fl. Að því loknu heldur keppnin áfram í skólanum og er þá keppt í ýmsum námsgreinum og þrautum bæði úti og inni. Svo dæmi sé tekið þá er keppt í myndlist, stærðfræði, trukkadrætti, leggja á veisluborð, ausa vatni, stökkva á plönkum, sögu, íslensku, þýskri málfræði, landafræði, dönsku, o.s.frv. Þá gildir að vinna bæði vel og hratt. Stigin eru skráð jafnóðum og þau berast Garðari Norðdahl stigaverði sem er með bækistöð á sal þar sem stöðunni er varpað upp á tjald fyrir ofan aðalsviðið. Þegar dregur nær lokum eykst spennan og má oft ekki á milli sjá hver fer með sigur af hólmi. Að lokum eru sigurvegarar krýndir með tilheyrandi fagnaðarlátum. Um kvöldið er síðan haldið heljarinnar búningaball þar sem allir skemmta sér vel. Skammhlaupið reynir mikið á færni nemenda til að vinna saman í hóp. Það

reynir á samvinnu og samtakamátt við að leysa hinar og þessar þrautir. Einnig reynir á kunnáttu þeirra og færni í ýmsum námsgreinum, þeir þurfa að sýna fram á að þeir kunni eitthvað í námsefninu. Skammhlaupið er þannig kærkominn vettvangur fyrir nemendur til að eiga félagsleg samskipti og kynnast hver öðrum betur. Einnig má búast við að þeir sjái kennarana dálítið í nýju ljósi og þeir nemendur sína sömuleiðis. Skammhlaupið er þess vegna ekki bara skemmtileg tilbreyting heldur einnig þroskavænlegt nám fyrir bæði nemendur og kennara.

Helena Valtýsdóttir enskukennari hefur unnið við skipulagningu skammhlaups frá upphafi. Við tókum hana tali til að fá að vita meira um skammhlaupið.

Hver er sagan á bak við skammhlaupið Helena?

Fyrsta skammhlaupið var haldið á vorönn 1999 sem hluti af opnum dögum og annað skammhlaupið var haldið á haustönn sama ár. Það var því haldið tvisvar sinnum fyrsta árið en síðan höfum við haft skammhlaup á haustönn og opna daga á vorönn. Skammhlaupið var upphaflega haldið í tengslum við hæfileikakeppnina sem var stór hljómsveitakeppni sem haldin var í Bíóhöllinni hér á árum áður.

Af hverju heitir það skammhlaup?

Áður en nafnið skammhlaup festist við þennan viðburð gekk hann undir ýmsum nöfnum og meðal annars var einn nemendahópur sem vildi að hann héti Skólympíuleikar - sem mér persónulega fannst æðislegt nafn. Skólastjórnendum fannst það hins vegar of flippað fyrir virðulegan skóla eins og FVA og þegar einhver stakk upp á nafninu skammhlaup fékk það hljómgrunn, kannski vegna samþættra áhrifa frá rafiðn, íþróttum og eðlisfræði. Það má einnig geta þess til gamans að þegar sumum kennurum fannst ég fara með of miklum látum í að koma skammhlaupinu á framfæri þá kölluðu þeir þetta i gríni Helenuhopp. Ég þóttist þá verða sárlega móðguð en var auðvitað rígmontin.


Fjölbrautaskóli Vesturlands 40 ára

47

Hefur skammhlaupið tekið miklum breytingum frá því í upphafi? Nei, í raun og veru hefur það lítið breyst í grunninum. Reyndar höfum við hætt við ýmsar greinar af því að þær þóttu of erfiðar eða tímafrekar. Ég man t.d. eftir miklu hafaríi þegar nemendur áttu að leita að símanúmerum í símaskrám, einnig hættum við bindishnútakeppni þegar allt fór í flækju. Við höfum semsagt skipt út greinum með jöfnu millibili og tekið inn aðrar nýjar. Kannski er mesta breytingin sú sem snýr að undirbúningi nemenda fyrir skammhlaupið. Í fyrstu skammhlaupunum lögðu nemendur mikla vinnu í að útbúa plaköt með einkennismerkjum og áróðri fyrir sín lið. Það mætti alveg hugsa sér að taka það upp aftur.

Hver er uppáhaldsgreinin þín í skammhlaupinu?

Ég get nú ekki sagt að ég eigi uppáhaldsgrein en mér finnst alltaf rosalega skemmtilegt í íþróttahúsinu og líka gaman á salnum í lokin. Einnig finnst mér alltaf frábært að sjá borðaskreytingarnar og myndlistarverkin. En ég get líka sagt ykkur hvað mér fannst leiðinlegast hérna einu sinni. Í fyrstu skammhlaupunum var alltaf dragkeppni á sal og skólameistari dómarinn. Þetta var yfirleitt geðveikislega leiðinlegt og ég vorkenndi alltaf Herði að þurfa að sitja á sviðinu undir misgóðum atriðum.

Þú lítur svo á að skammhlaupið eigi framtíð fyrir sér?

Já, svo sannarlega. Það ber vott um lifandi skólastarf að hafa skammhlaup.

Kristín Kötterheinrich þýskukennari, sem um árabil hefur verið náinn samstarfsmaður Helenu við skipulagningu skammhlaups tekur undir það sjónarmið: Ekki spurning, skammhlaupið er góð tilbreyting og lífgar upp á skólastarfið. Ég er líka sannfærð um að það skilar sér í betri námsárangri. Maður eiginlega finnur að námsáhuginn lifnar við hjá krökkunum í kjölfarið.

Hver er þín uppáhaldsgrein Kristín?

Það er auðvitað þýska málfræðin. Þar fyrir utan finnast mér borðaskreytingarnar flottar. Og svo limbóið í íþróttahúsinu; það er alveg ótrúlegt að fylgjast með því hvernig krakkarnir ná að mjaka sér undir slána þannig að hnakkinn næstum snertir gólfið.

Jóhanna Ósk er nemandi á náttúrufræðabraut: Mér finnst skammhlaupið skemmtilegt, mikið fjör og svo kynnist maður krökkunum svo vel. Og það kemur líka á góðum tíma, akkúrat þegar maður er að verða þreyttur á bóknáminu, maður hleður batteríin í öllu fjörinu. Mér finnst líka notalegt að rölta um og skoða myndlistasýninguna og borðaskreytingarnar.

Aldís Ísabella er nemandi á félagsfræðabraut: Skammhlaupið er geggjað. Það hristir upp í hópnum, bæði líkamlega og andlega. Það þurfa allir á einum svona degi að halda ef ekki fleirum. Ég sjálf er nú ekki mikill íþróttaálfur en finn mér samt alltaf eitthvað við hæfi. Skrifstofuþrautin er mín uppáhaldsgrein.

Trausti Már er nemandi á opinni stúdentsbraut: Skammhlaupið sameinar alla nemendur í skólanum, þjálfar samtakamáttinn og byggir upp góðan liðsanda. Svo er þetta bara svo mikið fjör. Reiptogið er í uppáhaldi, þar eru menn og konur samtaka í því að taka á öllu sínu og mikill sálfræðihernaður í gangi líka. Af samtölum við allt þetta ágæta fólk er eitt ljóst: Skammhlaup er komið til að vera.


48

Fjölbrautaskóli Vesturlands 40 ára

Heimavistin Nemendur Fjölbrautaskóla Vesturlands, sem ekki eru búsettir á Akranesi, eiga kost á plássi á heimavist skólans. Hún hefur verið í notkun frá árinu 1984 en á sumrin er rekið þar gistiheimili. Á heimavistinni eru rúm fyrir 60 nemendur í 30 herbergjum. Nýnemar í dagskóla á Akranesi sem eiga lögheimili í þeim sveitarfélögum á Vesturlandi sem standa að FVA og eru undir 18 ára aldri hafa forgang á aðra umsækjendur. Heimavistin er beint á móti skólanum og finnst íbúum hennar heimavistin þægilegur og notalegur kostur. Vistarstjórinn, Hulda Sigurðardóttir, fær heimavistina til að líkjast heimili frekar en gistiaðstöðu að sögn vistarbúa. Hún hefur verið vistarstjóri í 15 ár og henni finnst hún frekar vera eins og móðir þeirra fremur en heimavistarstjóri. Félagslífið á heimavistinni er gott. Flestir eiga auðvelt með að kynnast öðrum og verða fljótt afar nánir. Vistarbúar gera oft ýmsa hluti saman eins og að fara í bíó eða keilu eða fara út í fótbolta. Einnig hjálpast þeir að við heimavinnu. Það má líta á íbúana sem eina stóra fjölskyldu þar sem flestir eru mjög nánir. Ákveðnar reglur gilda á heimavistinni til að tryggja íbúum heimilisfrið. Vistarbúar eru með einskonar útivistartíma þar sem þeir eiga að vera komnir heim fyrir miðnætti á virkum dögum og fyrir kl. 02:00 föstudags- og laugardagskvöld. Gestir eiga að vera komnir út úr húsinu fyrir kl. 23:00 nema á föstudags- og laugardagskvöld þegar þeir mega vera til kl. 01:00. Notkun og geymsla áfengis og vímuefna á vistinni er með öllu óheimil og brjóti vistarbúi þessa reglu verður honum tafarlaust vísað burt af vistinni. Ef vistarbúi ætlar að dvelja utan vistar yfir helgi eða nótt skal hann fá samþykki vistarstjóra og gefa upp íverustað sinn og áætlaðan

Ingvar Gíslason tekur fyrstu skóflustunguna að byggingu heimavistar í mars 1983

komutíma. Lestímar eru á vistinni virka daga kl. 18:00 til 20:00 og má alls ekki trufla heimanámið og allur umgangur skal þá vera í lágmarki. Nýlega voru samþykktar reglur um að heimavistarbúar ættu að yfirgefa heimavistina eina helgi í hverjum mánuði en ef þeir geta ekki farið heim til foreldra sinna þá geta þeir óskað eftir að dvelja á vistinni. Heimavistin er bara opin þegar skólinn er í fullum gangi en er lokuð um hátíðir og yfir löng frí. Heimavistargjaldið er 30.000 krónur á mánuði eða 135.000 krónur á önn. Við það bætist lykilgjald sem er endurgreitt þegar lykli er skilað. Gjald fyrir einstaklingsherbergi er 37.500 krónur á mánuði eða 168.750 krónur á önn. Greiðslu vegna heimavistargjalds er skipt niður í fjóra greiðsluseðla yfir önnina. Á heimavistinni er hvorki boðið upp á morgunmat né kvöldmat en vistarbúar sem kaupa hádegisverð 4 eða 5 daga í viku fá 20.000 króna afslátt af heimavistargjaldi og margir nýta sér það. Í hverju herbergi er eldunaraðstaða, ísskápur og baðherbergi með sturtu. Í herbergjunum eru rúm, skrifborð og stóll, og svo koma vistarbúar með aðra hluti að heiman en á vistinni hafa þeir einnig aðgang að fríu þráðlausu neti. Á vorönn 2017 voru gerðar breytingar á heimavistinni. Tvö herbergi voru tekin undir sameiginlegt rými og eldhús fyrir nemendur. Eru vistarbúar mjög ánægðir með það fyrirkomulag en slíkt rými hafði vantað.


Fjölbrautaskóli Vesturlands 40 ára

49

Dagur í lífi Hildigunnar Ég var vakin af vinkonu minni klukkan 09:30, hún hafði gist hjá mér kvöldið áður. Ég reis upp úr rúminu, teygði úr mér og stóð svo loks upp. Ég klæddi mig í fötin og náði rétt svo að tannbursta og greiða mér áður en ég rauk út klukkan

09:41. Það var mikil hálka úti og við þurftum að skafa bílinn, loks þegar það var búið brunuðum við í skólann svo að við yrðum ekki seinar í tíma. Fyrsti tíminn minn var sálfræði, kennarinn las upp glærur og svo var verkefnatími. Tíminn var svo búinn um 10:45. Ég flýtti mér fram til þess að fá verðskuldaða 5 mínútna pásu eftir brjálæði morgunsins. Næsti tími byrjaði klukkan 10:50 og var það enska. Í tímanum var okkur úthlutað verkefnablöðum sem við áttum að vinna í, þar gerði ég æfingar í lýsingarhætti þátíðar og nútíðar. Bjallan hringdi loks klukkan 11:50 og þá var kominn hádegismatur. Ég var í eyðu eftir hádegi svo ég og vinkona mín fórum heim til mín og grilluðum samlokur. Eftir að við vorum búnar að borða lærðum við fyrir prófin sem við vorum að fara í eftir eyðuna okkar. Ég lærði fyrir próf í íslensku og hún fyrir próf í uppeldisfræði. Þegar við vorum búnar að læra í dágóðan tíma ákvað vinkona mín að leggja sig aðeins og ég lék mér bara í leikjum í símanum á meðan. Ég vakti hana klukkan 13:25 svo við myndum ekki verða seinar í tíma. Ég mætti svo í prófið klukkan 13:35, kennarinn lagði prófið mitt á borðið, ég

skoðaði það og fékk kvíðahnút í magann; ég hafði gleymt öllu sem ég hafði lesið fyrir prófið. Ég talaði við kennarann að prófi loknu eftir að hringt var út klukkan 14:35. Vinkona mín beið inni á bókasafninu á meðan ég var í prófinu og ég fór svo þangað. Önnur vinkona mín var inni á bókasafninu og spurðu þær mig hvort ég vildi skrifa um dag í lífi mínu og ég sagði já, hvað gerir maður ekki fyrir vinkonur sínar. Þegar við komum heim fór ég beint í það að lita Ask Yggdrasils sem ég átti að skila í íslensku, ég dreif mig í að klára hana svo ég gæti skilað henni daginn eftir, klukkan var 15:45 og vinkona mín þurfti að drífa sig í tíma. Þegar hún var farin byrjaði ég að skrifa um dag í lífi mínu. Ég tók því bara rólega og svo klukkan 19:00 borðuðum við mamma kvöldmat, við spjölluðum um hvernig dagurinn hafði verið hjá mér. Ég hitti vinkonu mína heima hjá henni eftir mat og hún aðstoðaði mig við að klára myndina fyrir íslenskutímann næsta dag. Ég fór svo heim eftir það og gerði voða lítið, um miðnætti fór ég að hátta mig, burstaði svo tennurnar og lagðist upp í rúm. Ég kíkti í símann og var í honum í smástund og sofnaði.

BÓKAVÖRÐUR Sæbjörg Jónsdóttir er bókavörður og vinnur á bókasafni skólans. Hún hefur unnið á bókasafninu í rúm 24 ár. Hún er kurteis og ljúf í samskiptum, hjálpar nemendum og kennurum þegar þörf er á og sinnir starfi sínu mjög vel. Hvað felst í starfinu? Það er mjög margt sem felst í þessu starfi. Það er til dæmis að aðstoða nemendur við að finna gögn sem þeir þurfa, svo sem bækur, tímarit og þess háttar. Einnig að sitja yfir þeim þegar þeir eru að taka sjúkrapróf. Hvernig er sambandið við nemendur og kennara? Samband mitt við nemendur og

kennara er mjög gott og hefur alltaf verið það í gegnum árin. Nemendur og kennarar koma fram af kurteisi og fara samskiptin yfirleitt vel fram. Hvað finnst þér skemmtilegast við þetta starf? Það er fjölbreytt og getur verið líflegt, einnig hefur mér alltaf fundist skemmtilegt að umgangast ungt fólk. Mér finnst mjög gaman að vinna hérna, hér er mjög gott fólk, og nemendurnir eru allir frábærir. Hollráð til nemenda? Stundið námið ykkar eins og hverja aðra vinnu, námið er mjög mikilvægt.


50

Fjölbrautaskóli Vesturlands 40 ára

Stóriðjuskóli Norðuráls Í ársbyrjun árið 2012 var Stóriðjuskóli Norðuráls settur í fyrsta sinn. Norðurál starfrækir skólann í samstarfi við Fjölbrautaskóla Vesturlands og Símenntunarmiðstöðina á Vesturlandi. Síðan skólinn tók til starfa hafa yfir 100 starfsmenn Norðuráls sótt skólann. Hluti kennara við Stóriðjuskólann kemur úr Fjölbrautaskólanum og hafa þeir umsjón með kennslu almennra námsgreina, auk sérfræðinga sem starfa hjá Norðuráli. Gott samband hefur myndast milli kennara og nemenda og hafa margir nemendur

haldið til frekara náms eftir útskrift úr Stóriðjuskólanum, oft við Fjölbrautaskólann á Vesturlandi, með fram vinnu hjá Norðuráli. Markmið Stóriðjuskóla Norðuráls er að auka færni og þekkingu starfsmanna á lykilferlum við örugga og hagkvæma framleiðslu á áli og bæta þannig rekstur fyrirtækisins. Þá gefur námið starfsfólki Norðuráls færi á að sækja sér aukna menntun, samhliða starfi. Aukin þekking starfsmanna stuðlar að auknum skilningi á þeim fjölbreyttu störfum sem þarf að sinna innan fyrirtækisins, bættri stjórnun og öruggara vinnuumhverfi. Námskrá Stóriðjuskólans er viðurkennd af mennta- og menningarmálaráðuneytinu og geta útskrifaðir nemendur fengið einingar úr náminu metnar sem einingar til framhaldsskólanáms. Stóriðjuskóli Norðuráls skiptist í grunnnám og framhaldsnám og er í heildina þriggja ára nám, en hvor námsleiðin er kennd á þremur önnum. Nemendur sinna náminu að hluta til á vinnutíma og að hluta í eigin frítíma. Námið er eftirsótt meðal starfsfólks Norðuráls og hafa mun fleiri sótt um en unnt hefur verið að skrá til náms. Norðurál óskar Fjölbrautaskóla Vesturlands til hamingju með afmælið og þakkar samstarfið á liðnum árum. Við hlökkum til áframhaldandi samstarfs á komandi árum. Hekla Gunnarsdóttir Fræðslustjóri Norðuráls á Grundartanga


Fjölbrautaskóli Vesturlands 40 ára

SVIPMYNDIR ÚR SKÓLASTARFI:

51


52

Fjölbrautaskóli Vesturlands 40 ára

Ágústa Elín Ingþórsdóttir

Kona við stjórnvölinn Femínísk viðhorf Í dag er staða kvenna á Íslandi talin vera nokkuð góð en hún hefur svo sannarlega ekki ætíð verið það. Í lok 19. aldar fór fólk að taka eftir því að í blöðin voru skrifaðar greinar um jafnrétti til menntunar. Fyrir þann tíma fóru engar konur í skóla heldur voru það aðeins karlar sem höfðu réttindi til menntunar. Sú kona í sögu okkar sem stendur einkum helst upp úr í jafnréttindamálum kvenna til menntunar er Bríet Bjarnhéðinsdóttir. En það var einmitt hún sem ritaði áðurnefndar greinar, hélt fyrirlestra og hóf síðar útgáfu Kvennablaðsins. Konur í nútíma eiga Bríeti sannarlega mikið að þakka. Hún var sönn baráttukona. Hún var fyrst kvenna til að bjóða sig fram til Alþingis en fékk því miður ekki sæti þar vegna nýrra laga um útstrikanir. Mörg mikilvæg framfaraskref í jafnréttismálum hafa verið stigin síðan þá. Ísland varð eitt af fyrstu löndunum

sem veittu konum kosningarétt en konur fengu kosningarétt til Alþingis árið 1915. Vigdís Finnbogadóttir var fyrst kvenna til að gegna forsetaembætti en hún var kosin árið 1980. Í dag er jafnrétti bundið í lögum. Engu að síður er kynjamisrétti enn til staðar í samfélaginu, t.d. varðandi störf og laun. Hver skyldi vera ástæðan fyrir því? Fjölbrautaskólinn á Akranesi var stofnaður árið 1977. Fram til ársins 2015 voru það einungis karlmenn sem voru skipaðir skólameistarar. Hafdís Fjóla Ásgeirsdóttir hafði áður verið settur skólameistari tímabundið en þann 1. janúar 2015 tók Ágústa Elín Ingþórsdóttir við embættinu og er hún því fyrsta konan til að gegna því sem skipaður skólameistari sem er svo sannarlega ánægjulegt. Ég ákvað að taka viðtal við Ágústu út frá femínískum viðhorfum og spyrja hana út í hennar upplifun og hennar sjónarmið.

,,Ég hafði ekkert endilega verið að kynna mér það sérstaklega hverjir hefðu verið forverar mínir“ Ágústa byrjar á því að segjast aldrei hafa hugsað út í það þannig að hún yrði fyrsti kvenmaðurinn til að hljóta skipun í embætti skólameistara við FVA ef hún fengi stöðuna. ,,Þetta var bara verkefni sem mér fannst spennandi að takast á hendur og ég hafði ekkert endilega verið að kynna mér það sérstaklega hverjir hefðu verið forverar mínir heldur gekk ég inn í þetta eins og hvert annað verkefni. Svona eftir á að hyggja gæti þetta samt hafa haft einhver ómeðvituð áhrif, að ég hafi þess vegna að einhverju leyti nálgast verkefnið með öðrum hætti. Það er erfitt að segja. Sjálf var ég alin upp af ömmu minni sem var brautryðjandi, ein af fyrstu kvenkennurunum á Íslandi.“


Fjölbrautaskóli Vesturlands 40 ára

,,Jafnrétti ekki bara í orði heldur einnig á borði“ Aðspurð um hugtakið ,,femínismi“ kveðst hún upplifa það fyrst og fremst sem jafnréttishugtak. Sem hefur það að leiðarljósi að öllum einstaklingum, óháð kyni, eigi að tryggja jöfn réttindi í lífinu, t.d. til menntunar og starfa, og þá ekki aðeins í orði heldur einnig á borði. Það er m.ö.o. ekki nóg að hafa jafnréttislög, það þarf líka að skapa þannig aðstæður að hægt sé að framfylgja þeim.“

,,Get skilgreint mig sem femínista“ Skilgreining á femínista á heimasíðu femínistafélagsins er: ,,Femínisti er karl eða kona sem veit að jafnrétti kynjanna hefur ekki verið náð og vill gera eitthvað í því“. Ertu þannig femínisti Ágústa? ,,Ef ég horfi á málið út frá þessari skilgreiningu þá get ég skilgreint mig sem femínista. Annars er ég lítið fyrir að láta setja á mig merkimiða hvort sem það tengist femínisma eða öðru. Kjarni málsins er sá að konur hafa lögum samkvæmt jafnan rétt og karlar. Þess vegna á ekki að skipta máli hvort þú ert stelpa eða strákur, þú átt að hafa sömu tækifæri. Jafnréttislögin hafa skapað rammann og síðan er það samfélagsins að búa þannig í haginn að

möguleikar kynjanna séu jafnir í raun.“

Gott fyrir ímynd skólans að hafa ráðið konu Telur þú að ráðning þín hafi að einhverju leyti verið hugsuð sem lóð á vogarskál jafnréttisbaráttu? ,,Ef ég á að vera hreinskilin þá hefur mér aldrei dottið það í hug. Ég geng út frá því að hæfnissjónarmið hafi ráðið, en ekki það að ég væri kona. Hitt getur líka verið að það sé gott fyrir ímynd skólans að hafa skipað konu í embættið á eftir fjórum körlum. Og auðvitað vona ég að það komi á daginn að það sé a.m.k. ekki verra. En tíminn verður bara að leiða það í ljós.“

Nýjum stjórnendum fylgja nýjar áherslur Fannstu fyrir því að einhverjum þætti skrítið eða jafnvel óþægilegt að fá konu við stjórnvölinn? ,,Nei, ég leiddi ekki hugann að því. Það gæti samt alveg verið að þetta hafi haft einhver áhrif til að byrja með, bæði hvað mig sjálfa varðaði og aðra. Ég varð alveg vör við gagnrýni á eitt og annað meðan ég var að fóta mig í nýju starfi en ég lít ekki svo á að það hafi verið kynjabundið. Nýjum stjórnendum fylgja nýjar áherslur sem tekur tíma að slípa af beggja hálfu.“

53

Þú lítur þá ekki svo á að konur og karlar hafi mismunandi hátt á við stjórnun? Það er ekki ólíklegt að svo sé að einhverju leyti, sumar rannsóknir benda til þess. En ég held engu að síður að það sé fyrst og fremst einstaklingsbundið. Sjálf vil ég helst horfa á mig í mínu starfi sem einstakling sem hefur verk að vinna með konum jafnt sem körlum og sem á að gagnast báðum kynjum jafnt.“

Konur þurfa oft að hafa fyrir því að sanna sig Margir velta því eflaust fyrir sér hvort Ágústa hafi ekki fundið fyrir fordómum í starfi sínu gagnvart því að hún sé kvenmaður. ,,Ég myndi ekki lýsa þessu sem fordómum. Það hefur stundum verið sagt að konur þurfi oft að hafa fyrir því að sanna sig í starfi. Ég hef alltaf viljað trúa því að það sé einstaklingurinn og það sem hann hefur fram að færa og það séu verkin sem tali hvort sem það er kona eða karl og ég vil bara trúa því áfram að það séu verkin sem tali.“

Þú starfaðir áður sem jafnréttisfulltrúi. Segðu okkur aðeins frá því ,,Ég starfaði sem jafnréttisfulltrúi í skólakerfinu í nokkur ár. Í því starfi lærði ég að það er öllum í hag að virða jafnrétti kynjanna. Jafnrétti kynjanna er réttlætismál, það bætir allra hag og það er ólýðræðislegt að virða ekki jafnan rétt allra. Margt annað en kynferði hefur þó áhrif á stöðu einstaklinga svo sem menningarlegur bakgrunnur, stétt, búseta, fötlun, kynhneigð, litarháttur, heilsa og aldur. Í starfi mínu sem jafnréttisfulltrúi reyndi ég að stuðla að þessum réttlætismálum meðal nemenda og starfsfólks.“

Nú er jafnréttisráð við skólann. Hver er þín aðkoma að því?

Guðrún Lind Gísladóttir, Dröfn Viðarsdóttir, Ágústa Elín Ingþórsdóttir og Jónína Halla Víglundsdóttir

,,Við höfum nýlega gengið frá jafnréttisstefnu til þriggja ára. Ég vona að reynsla mín sem jafnréttisfulltrúi hafi komið þar að notum. Stefnan byggir á grunngildum jafnréttis og á að vera leiðbeinandi fyrir okkur um hvernig við skoðum og metum stöðu jafnréttismála í skólanum hverju sinni. Þetta er stórt og viðamikið svið sem þarf að skoða frá mörgum hliðum. Það þarf t.d. að mæla út kynjahlutföll hjá bæði starfsfólki, nemendum og deildum. Húsnæði skólans getur líka verið til athugunar, hvort það uppfylli jafnt þarfir karla og kvenna, stúlkna og drengja. Það þarf að rýna í störfin, það þarf að rýna í námið og það þarf meira að segja að rýna í kennsluefnið. Erum við með kennsluefni


54

Fjölbrautaskóli Vesturlands 40 ára

þar sem hallar á annað hvort kynið? Og fleira í þá veru. Þetta er mjög víðtæk skoðun með kynjagleraugum og hún er bæði holl og nauðsynleg og jafnframt skemmtileg. Svo minni ég á að viðfangsefni jafnréttisstefnunnar snúa ekki eingöngu að kynjajafnrétti, heldur nær hún til ýmissa annarra sviða þar sem misrétti getur leynst. Sjálfsagt getur margt athyglisvert komið í ljós þegar grannt er skoðað. Þá þurfum við, stjórnendur, starfsfólk og nemendur að geta brugðist við því.“

Þarf kvenkyns kennarinn að vinna lengri vinnudag til að fá sömu laun og karlkyns kennarinn við hlið hennar? Það á ekki að vera þannig. Hér á að gilda: sömu laun fyrir sömu vinnu. En út frá jafnréttisstefnu skólans á þetta alltaf að vera til skoðunar. Ef það kemur á daginn að það ríki eitthvert ójafnvægi þá verður að bregðast við því. Grunnlaun eru greidd eftir almennum samningum þannig að hvað þau varðar ætti ekki að vera kynbundinn munur. Aftur á móti þarf að fylgjast með því að konur og karlar fái jöfn tækifæri til yfirvinnu og ábyrgðarstarfa. Aukastörf innan skólans eru auglýst og þegar margir sækja um eru hæfnisviðmið látin ráða. En í þeim tilvikum þar sem fleiri en einn uppfylla hæfnisviðmið hljótum við að þurfa að taka mið af jafnréttisstefnu skólans. Ef þá

kemur í ljós óeðlilegur kynjahalli þarf að bregðast við því. Þetta gæti virst vera flókið og tekur sjálfsagt tíma að festa í sessi en með samþykkt jafnréttisstefnunnar höfum við lýst vilja okkar. Það er mikilvægt skref.“

Fjórar konur í stjórnunarstöðum skólans Ágústa greinir frá því að kynjahlutfall starfsfólks í FVA sé þannig að af rúmlega 60 starfsmönnum séu um 40 konur og um 26 karlar. ,,Hvað varðar kennara að þá minnir mig að konur séu 21 en karlar 23. Aftur á móti eru þrjár konur í stjórnunarstöðum að mér frátalinni. Hvað nemendur varðar þá eru 57% af heildarfjölda nemenda karlar og 43% konur. Þar af eru 55% karlar í dagskóla og 45% konur og 67% karlar í kvöld- og helgarnámi og 33% konur.“

Það er mikilvægt að ungt fólk eigi fyrirmyndir af báðum kynjum Hvað finnst þér um kynjakvóta? ,,Mér finnst að almenna reglan eigi að vera sú að hæfnissjónarmið eigi að ráða, t.d. varðandi ráðningar í störf. En í þeim tilvikum þar sem konur og karlar hafa sömu hæfni en hallar á annað kynið í ráðningum þá tel ég bæði réttlætanlegt og skynsamlegt að rétta hlut þess með einhverjum ráðum, þess vegna kvóta. Það verður að hafa í

huga að reynsluheimur kvenna er dýrmæt auðlind og ég held að við náum betri árangri til lengri tíma litið þegar við náum að jafna kynjahlutföllin á sem flestum sviðum. Það er líka mikilvægt uppeldisatriði að ungt fólk eigi fyrirmyndir af báðum kynjum. Góður árangur hefur náðst á mörgum sviðum, t.d. eru konur komnar til jafns við karla í mörgum gömlum hefðbundnum karlastörfum. Er það ekki rétt munað hjá mér að eini útskrifaði nemandi FVA sem hefur gegnt ráðherrastöðu er einmitt kona, Þórdís Reykfjörð Kolbrún Gylfadóttir. Og þá vil ég líka minna á stelpurnar á iðnbrautunum í FVA, þær eru svo sannarlega mikilvægar fyrirmyndir.“

Menntun er lykillinn Eitthvað að lokum Ágústa. ,,Já, fyrst vil ég nota tækifærið og þakka þér kærlega fyrir samtalið. Spurningarnar þínar hafa heilmikið vakið mig til umhugsunar um ýmislegt sem varðar starf mitt og stöðu, og svo auðvitað jafnréttismálin. Þú nefnir í inngangi þínum að eitt af helstu baráttumálum Bríetar Bjarnhéðinsdóttur hafi verið menntun fyrir konur jafnt sem karla. Hún áttaði sig á því að þar væri að finna lykilinn að jafnrétti og framförum. Nú hefur svo sannarlega komið á daginn að hún hafði rétt fyrir sér: Menntun var og er lykill að jafnrétti og framförum, fyrir stelpur og stráka jafnt.“

Hópmynd af starfsfólki 2017


Fjölbrautaskóli Vesturlands 40 ára

55

HVAR ERU ÞAU NÚ? starfsendurhæfingu og í félagsþjónustu. Í dag er ég í veikindaleyfi þar sem ég hef verið að berjast við krabbamein síðan 2012, það er því aðalvinnan mín í dag.

Eftirminnilegt atvik frá námsárunum í FVA?

Hæfileikakeppnirnar í FVA voru alltaf mjög skemmtilegar, ekki hægt að gera upp á milli þeirra. Eins var yfirleitt mikið stuð á böllum, vinahópurinn hittist í fyrirpartíum og fór svo saman á ball. Tónlist og gleði einkenndi þessi ár.

Nafn: Arndís Halla Jóhannesdóttir Útskriftarár: 1996 stúdent Hvað ertu að fást við í dag?

Ég er þroskaþjálfi og markþjálfi að mennt. Síðustu ár hef ég starfað í grunnskólum,

Nafn og útskriftarár/próf

Valdís Þóra Jónsdóttir. Ég útskrifaðist í desember 2008 af náttúrufræðabraut og útskrifaðist svo vorið 2013 frá Texas State University í Bandaríkjunum með BS í innanhússhönnun.

Hvað ertu að fást við í dag?

Í dag er ég atvinnumaður í golfi og spila á Evrópumótaröð kvenna.

Eftirminnilegt atvik frá námsárunum í FVA?

Í dimmiteringunni komum við hlaupandi inn í sögutíma hjá Jóni Árna. Þá sá ég mér leik á borði og greip kennaraprikið

Eitthvað sem varpar ljósi á tíðarandann?

Tískan (sem fer í hringi ) t.d. Buffalo skórnir sem allir áttu, strípur í hárið, símboðar og Nokia 3110. Þéttur vinahópur og svo allir hóparnir sem áttu jafnvel sinn

stað í salnum eða annars staðar. Undir stiganum söfnuðust Borgnesingar saman og biðu eftir rútunni (þá var ekki komin menntaskóli í Borgarnesi), ég og hinar stelpurnar í körfuboltanum, listaspírurnar og fleiri hópar. Tónlistin, Sálin, SSSól, Vinir vors og blóma o.fl.

Lokaorð?

„Life is 10% what happens to you and 90% how you react to it.“ Það er ekki hægt að stjórna öllu í lífinu en við höfum alltaf val um hvernig við bregðumst við þeim verkefnum sem okkur eru falin. Njótið því menntaskólaáranna eins og allra annarra ára, njótið þess að geta lært, njótið þess að hitta vini og hafa gaman. Það eru forréttindi að búa á Íslandi. Skemmtið ykkur vel en varlega.

og sló því í töfluna eins og hann vanur að gera í tímum. Ég hef líklegast verið full áköf því prikið brotnaði og ég hljóp út.

Lokaorð?

Mér fannst alltaf gaman að vera í FVA og leið vel. Kennararnir sýndu því mikinn skilning hvað ég þurfti oft að fara í æfinga- og keppnisferðir til útlanda með landsliðinu, ég er þeim mjög þakklát fyrir það. Einnig sakna ég langlokanna úr eldhúsi Egils kokks.

Nafn og útskriftarár/próf

Samúel Þorsteinsson. Ég útskrifaðist 2003 af málmiðngreinabraut og félagsfræðabraut.

Hvað ertu að fást við í dag?

Í dag er ég tónmennta- og leiklistarkennari í báðum grunnskólunum á Akranesi og auk þess starfa ég að hluta til sem tónlistarmaður. Svo er ég fjögurra barna faðir með allt of mörg áhugamál.

Eftirminnilegt atviki frá námsárunum í FVA?

Það er úr mörgu að velja þegar ég rifja upp námsárin í FVA. Ég get nefnt listalífið, leikritin, tónlistarkeppnirnar, kaffihúsakvöldin og fleira og fleira. Eftirminnilegast er þó sennilega þegar við félagarnir unnum tónlistarkeppnina eitt árið.

Lokaorð?

Lifi FVA og megi menningin þar blómstra um ókomin ár.


56

Fjölbrautaskóli Vesturlands 40 ára

HVAR ERU ÞAU NÚ? Nafn og útskriftarár

Flosi Einarsson útskrifaðist um jól 1980 og var í fyrsta eiginlega árganginum sem kláraði stúdentspróf frá FVA.

Hvað ertu að fást við í dag?

Í dag er ég aðstoðarskólastjóri í Grundaskóla á Akranesi.

Eftirminnileg atvik frá námsárunum í FVA. Eitthvað sem varpar ljósi á tíðarandann?

Það sem ég man einna helst eftir frá námsárunum í FVA var að ég var á kafi í tónlist ásamt félögum mínum. Við fengum aðstöðu í skólanum til að æfa og fengum lykil hjá Óla húsverði og höfðum stofu til

eigin afnota sem einu sinni hafði verið skrifstofa skólastjórans. Þarna varð hljómsveitin Tíbrá til og má því segja að hún sé afsprengi FVA. Á þessum árum var pönkbylgjan alsráðandi og því voru allir klæddir í fjólubláar Maóskyrtur, kínaskó og Álafossúlpur. Við fórum alltaf á rúntinn um helgar og fastur liður var að fara í ellefubíó á föstudögum og níubíó á sunnudögum þar sem litasjónvörp og vídeótæki voru ekki orðin almenningseign.

Lokaorð?

Framhaldsskólaárin voru mjög skemmtileg þar sem tónlistarsmekkur og ýmsar aðrar lífsskoðanir mótuðust og ég hvet alla sem eru að upplifa þennan tíma núna að nota

Eftirminnilegt atvik frá námsárunum í FVA?

Nafn og útskriftarár/próf

Eyrún Einarsdóttir, stúdent 2003 og sjúkraliði 2006.

Hvað ertu að fást við í dag?

Í dag er ég að vinna í apóteki og hef bætt við mig lyfjatæknanámi.

Nafn og útskriftarár/próf.

Hafdís Böðvarsdóttir, útskrifaðist sem stúdent árið 1988.

Hvað ertu að fást við í dag?

Ég er bæði heimavinnandi og í stjórnunarstöðu.

Eftir að ég kláraði stúdentinn á sínum tíma þá vissi ég ekki alveg hvað ég vildi læra. Síðan var boðið upp á sjúkraliðanámið og stóra systir mín sveiflaði mér með sér í það. Ég var aldrei alveg viss hvort ég myndi vilja vera sjúkraliði en sá að þetta yrði svo góðu grunnur t.d. í snyrtifræði sem ég var svona aðeins að spá í. Í sérfögunum vorum við nánast alltaf í „kofunum“ sem hafði verið bætt við fyrir utan skólann og þarna áttum við okkar stað. Í einu herberginu var aðstaða fyrir verklega kennslu og í hinu fyrir bóklega kennslu. Og okkur, eða allavega mér, fannst mjög þægilegt að vera svona aðeins útúr. Við vorum allar yfir 20 ára þarna og margar voru komnar með fjölskyldu svo við áttum kannski ekki alltaf samleið með yngstu nemum skólans. Námið var ótrúlega skemmtilegt en krefjandi og ég fann mig sannarlega í því. En eiginlega voru samnemar mínir það allra besta í þessu öllu saman. Ég myndi segja að

Eftirminnilegt atvik frá námsárunum í FVA.

Það sem kemur fyrst í hugann er þegar ég og vinkona mín vorum reknar úr þýskutíma fyrir að tala of mikið og vera með klið. Á eftir fórum við í svona smá hláturskast og við hlógum svo mikið að ég var næstum því dottin niður stigann úr hlátri.

tímann vel í að sinna félagslífi, áhugamálum og skapandi verkefnum því það gefur manni ótrúlega lífsreynslu sem ekki verður endilega fundin í námsbókum. En að sjálfsögðu er námið alltaf númer eitt!

við systurnar yrðum algjörar samlokur, svo átti ég einhverjar vinkonur sem voru með mér í náminu. Síðan kynntist ég líka öðrum hressum og skemmtilegum stelpum. Útskriftahópurinn hefur oft hist og yfirleitt einu sinni á ári nema í fyrra en það er alltaf jafn gaman að hittast og eiga skemmtilega kvöldstund með þessum stelpum. Ég er ennþá í saumaklúbbi sem skapaðist út frá þessu námi og hittist reglulega.

Lokaorð?

Þó að ég vinni ekki sem sjúkraliði í dag þá hefur námið verið mjög hjálplegt og vegna þess fékk ég vinnu í apóteki og það leiddi mig í lyfjatæknanámið. Og í þessum hópi sem ég útskrifaðist úr eru stelpur sem hafa lært hjúkrunarfræði, ljósmóðurina, iðjuþjálfa og margt fleira. Þannig að eitt nám getur opnað margar dyr og leitt mann í eitthvað allt annað. Það er svo skemmtilegt í dag að maður er aldrei of gamall til að byrja í námi og bæta við sig.


Fjölbrautaskóli Vesturlands 40 ára

57

Gettu betur Gettu betur er spurningakeppni milli íslenskra framhaldsskóla sem haldin er árlega á vegum RÚV. Hver framhaldsskóli hefur kost á að senda eitt lið í keppnina. Þrír keppendur eru í hverju liði. Árið 2015 náði FVA sínum besta árangri þegar skólinn komst í undanúrslit keppninnar en féll út eftir spennandi viðureign við Fjölbrautaskóla Garðabæjar. Venjan er að velja lið FVA á haustin og í kjölfarið hefst undirbúningur fyrir keppnina. Æfingarnar felast aðallega í því að lesa bækur, afla sér upplýsinga, þjálfa hraða, taka æfingakeppnir og fleira. Þau Anna Chukwunonso Eze, 19 ára útskriftarnemi á náttúrufræðabraut og Jón Hjörvar Valgarðsson, 18 ára nemi á félagsfræðabraut og fyrrverandi formaður nemendafélags FVA, hafa bæði tekið þátt í Gettu betur fyrir hönd FVA.

Hvernig fannst ykkur að vera í Gettu betur liðinu? Anna: Bara ógeðslega gaman og hrikalega gefandi.

Jón Hjörvar: Þetta var líka hrikalega skemmtilegur og góður félagsskapur.

Er þetta mikil vinna?

Anna: Rosalega mikil vinna, við þurftum oft að sleppa tímum og lesa langt fram á nótt. Jón: Já, þetta er mun meiri vinna en þetta lítur úr fyrir að vera.

Hvernig fór undirbúningur fram fyrir keppni?

Anna: Við lásum mest bækur og fundum upplýsingar á netinu.

Jón: Við spiluðum líka spurningaspil, skoðuðum allskonar staðreyndir sem skrifaðar voru upp á töflu og bjuggum til spurningar úr þeim sem við æfðum og svo tókum við æfingakeppnir á móti varamönnunum.

Hverjir voru ykkar sérflokkar?

Anna: Vísindi, Afríka og þjóðhöfðingjar. Jón Hjörvar: Bókmenntir, fánar, landafræði, þjóðþekktir einstaklingar, norræn goðafræði, kristinfræði, Íslendingasögur og margt fleira.

Finnst ykkur mikilvægt að það séu bæði stelpur og strákar í liðinu?

Anna: Já, það mikilvægt því það eykur fjölbreytileika og svo eru fullt af stelpum hræddar við að fara í þetta en þetta er ekki svo slæmt. Jón Hjörvar: Já ég er sammála, það er líka mikilvægt vegna þess að stelpur hafa ekki fengið tækifæri til að taka þátt í Gettu betur áður og það er gott fyrir ungar stelpur að sjá að þær geti verið í Gettu betur og það að Gettu betur sé ekki bara kallasport.

Hversu oft tókuð þið þátt?

Anna: Ég tók þátt í tvö ár en ákvað að taka ekki þátt aftur þetta árið vegna þess einfaldlega að þetta er of mikil vinna, en ég er formaður Viskuklúbbs. Jón Hjörvar: Ég hef tekið þátt í þrjú ár og var meðal annars með þetta árið. Gaman er að segja frá því að við Anna vorum í liðinu sem hefur náð besta árangri FVA í Gettu betur en við komust í undarúrslitin.


58

Fjölbrautaskóli Vesturlands 40 ára

Nám í boði hjá

Fjölbrautaskóla Vesturlands Fjölbrautaskóli Vesturlands býður upp á margskonar nám og ættu allir að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Námsbrautirnar eru fjölbreyttar en þar er hægt að velja á milli bóknámsbrauta, iðnbrauta, afreksíþróttasviðs, sjúkraliðabrautar eða starfsbrautar. Einnig býður skólinn upp á brautabrú og viðbótarnám til stúdentsprófs eftir starfs- eða listnám. Allar brautirnar eru góður grunnur fyrir frekara nám í framtíðinni og sumar gefa nemendum starfsréttindi.

Bóknámsbrautir til stúdentsprófs Félagsfræðabraut Félagsfræðabraut er stúdentsbraut, námið er 200 einingar og útskrifast nemendur að jafnaði eftir sex annir. Lögð er áhersla á íslensku, ensku, félagsfræði og aðrar samfélagsfræðigreinar. Náttúruvísindaáfangarnir á brautinni eru fáir og skylduáfangar í stærðfræði tveir. Auk skylduáfanga ljúka nemendur á félagsfræðabraut 58 einingum í frjálsu vali. Þrír áfangar af þriðja tungumálinu eru skylda og stendur valið á milli spænsku og þýsku. Brautin er einstaklega góður undirbúningur fyrir háskólanám og þá einkum á sviði félagsvísinda. Nemendur fá góða og almenna undirstöðuþekkingu í bóklegu námi með áherslu á samfélagsgreinar.

Náttúrufræðabraut

Náttúrufræðabraut er stúdentsbraut sem líkt og félagsfræðabrautin tekur að jafnaði sex annir og telur 200 einingar. Eins og nafnið gefur til kynna er lögð mikil áhersla á náttúruvísindagreinar, t.d. jarð-, efna-, eðlis- og líffræði. Einnig er töluvert af stærðfræði eða fimm skylduáfangar. Hægt er að velja á milli spænsku og þýsku sem þriðja mál og 53 einingar falla undir frjálst áfangaval. Brautin undirbýr nemendur fyrir framhaldsnám í háskóla á sviði raunvísinda, stærðfræði, verkfræði og heilbrigðisgreina. Námið veitir góða og almenna undirstöðuþekkingu í bóklegu námi.

Opin stúdentsbraut

Opin stúdentsbraut tekur að jafnaði sex annir og áfangarnir gefa alls 200 einingar. Brautin skiptist í fjögur svið sem eru; tungumálasvið, viðskipta- og hagfræðisvið, tónlistarsvið og svið að eigin vali. Allir sem velja opna stúdentsbraut

ljúka að minnsta kosti fjórum áföngum í íslensku og ensku og þremur grunnáföngum í náttúruvísindum. Nemendur ljúka fjórum áföngum í íþróttum líkt og á öðrum stúdentsbrautum. Á tungumálasviði þarf að velja aukaáfanga í íslensku, ensku, dönsku og sögu. Auk þess er skylda að ljúka þremur áföngum í bæði þýsku og spænsku á opinni braut. Á viðskipta- og hagræðisviði velur nemandinn aukaáfanga í stærðfræði, bókfærslu, hagfræði, upplýsingatækni og lögfræði. Á tónlistasviðinu bætast við áfangar í hljóðfæraleik, hljómfræði, tónheyrn og tónlistarsögu. Nemendur sem velja opið svið taka 50 einingar í frjálsu vali. Opin stúdentsbraut er mjög fjölbreytt og er ætluð til að veita nemendum góða undirstöðuþekkingu í bóklegum greinum. Opin braut getur gefið nemandanum tækifæri til að sníða stúdentsnámið sitt að áframhaldandi námi.

Afreksíþróttasvið

Afreksíþróttasvið er samstarfsverkefni FVA, íþróttafélaga á Akranesi og Akraneskaupstaðar. Sviðið er fyrir nemendur sem hafa stundað afreksíþróttir í töluverðan tíma og vilja samnýta íþróttir og annað nám í skólanum. Hægt er að velja 7 íþróttagreinar sem eru í boði á afreksíþróttasviði. Nemendurnir stunda æfingar á skólatíma tvisvar í viku auk þrekþjálfunar og annarrar fræðslu. Nemendur fá 5 einingar fyrir afreksíþróttir og þá þurfa nemendurnir ekki að taka skylduáfangana í íþróttum á öðrum stúdentsbrautum.

Brautabrú

Brautabrú er fyrir nemendur sem hafa lokið grunnskólaprófi en uppfylla ekki skilyrði á aðrar námsbrautir framhaldsskóla. Brautin veitir góða undirstöðu í kjarnagreinum (íslensku og stærðfræði) og eru við-

fangsefni nemenda fjölbreytileg. Lögð er áhersla á að auka færni nemenda í samskiptum og sjálfstæðum vinnubrögðum.

Aðrar brautir Sjúkraliðabraut

Sjúkraliðabraut veitir nemendum fræðilegan grunn og faglega verkþjálfun til þess að starfa sem löggiltur sjúkraliði. Námið er að jafnaði sex annir auk 16 vikna starfsþjálfunar á sjúkrahúsi undir leiðsögn. Almennar greinar eru nokkrar, t.d. íslenska, enska, danska, íþróttir og stærðfræði. Sérgreinarnar eru meðal annars heilbrigðisfræði, hjúkrunarfræði, líkamsbeiting, lyfjafræði, samskipti, sjúkdómafræði og skyndihjálp.

Starfsbraut

Starfsbrautin er fyrir nemendur sem hafa notið verulegrar sérkennslu í grunnskóla eða verið í sérdeild. Þegar sótt er um pláss á starfsbraut þarf fötlunargreining frá viðurkenndum greiningaraðilum að fylgja með. Nám á brautinni tekur að jafnaði fjögur ár. Námið er bæði skipulagt sem bóklegt og starfstengt. Áhersla er lögð á einstaklingsmiðaðar námsáætlanir. Nemendum er boðið upp á nám innan brautarinnar en ef nemandi vill getur hann tekið áfanga af almennum námsbrautum.


Fjölbrautaskóli Vesturlands 40 ára

59

Viðbótarnám til stúdentsprófs eftir starfs- eða listnám Viðbótarnám sem hægt er að velja um er eftirfarandi: Tæknistúdentspróf fyrir nemendur sem hafa lokið þriggja til fjögurra ára starfsnámi. Viðbótarnám til stúdentsprófs fyrir nemendur sem hafa lokið þriggja til fjögurra ára starfsnámi. Viðbótarnám til stúdentsprófs fyrir nemendur sem hafa lokið tveggja til þriggja ára starfsnámi. Nám til stúdentsprófs fyrir nemendur sem lokið hafa starfsnámi sem er styttra en tvö ár.

Iðn- og verknámsbrautir Málmiðngreinar

Grunnnám málmiðngreina gefur 80 einingar. Námið skiptist í almennar greinar eins og íslensku, stærðfræði, ensku og dönsku. Sérgreinar í málmiðngreinum skiptast t.d. í aflvélavirkjun, efnisfræði, grunnteikningu, handavinnu og rafmagnsfræði. Markmið grunnnáms málmiðngreina er að nemendur hljóti almenna og faglega menntun til þess að takast á við sérnám til starfsréttinda í blikksmíði, rennismíði, stálsmíði eða vélvirkjun. Í málmiðngreinum er hægt að taka fyrsta stigs vélstjóranám sem tekur minnsta kosti eina önn og veitir atvinnuréttindi til starfa sem yfirvélstjóri á skipi með aðalvél allt að 375 kW og undirvélstjóri eða dagmaður á stærri skipum. Einnig er hægt að taka vélvirkjun sem

er löggilt iðngrein en það tekur fjögur ár og 60 vikna starfsþjálfun sem lýkur með sveinsprófi.

um við lagningu raflagna, uppsetningu og tengingu rafbúnaðar, mælingar, eftirlit, viðhald og viðgerðir á rafbúnaði.

Rafiðngreinar

Tréiðngreinar

Grunnnám rafiðna í rafiðngreinum gefur 80 einingar sem eru að minnsta kosti fjórar annir. Námið skiptist í almennar greinar og sérgreinar. Sérgreinarnar eru t.d. rafeindatækni og mælingar, raflagnir, rafmagnsfræði og mælingar, skyndihjálp og tölvunotkun. Hægt er að læra rafvirkjun sem er löggilt iðngrein. Það tekur fjögur ár í skóla og 24 vikna starfsþjálfun sem lýkur með sveinsprófi sem veitir rétt til starfa í iðninni og til inngöngu náms til iðnmeistaraprófs. Rafvirkjun sem er samningsbundið iðnnám tekur sex annir og 48 vikna starfsþjálfun. Nemendur öðlast þekkingu og færni til að takast á við störf rafvirkja eink-

Nám tréiðngreina skiptist í grunnám bygginga- og mannvirkjagreina, húsasmíði, iðnnám á verknámsbraut og húsgagnasmíði. Grunnám bygginga- og mannvirkjagreina veitir almenna og faglega undirstöðumenntun fyrir sérnám í bygginga- og mannvirkjagreinum, þ.e. húsasmíði, húsgagnasmíði, málaraiðn, múraraiðn, pípulögnum og veggfóðrun/dúkalögn. Námið tekur að jafnaði eina önn í skóla. Húsasmíðanám er að jafnaði fjögur ár að meðtöldu grunnámi bygginga- og mannvirkjagreina, samtals fimm annir í skóla og 72 vikna starfsþjálfun. Nemendur á brautinni öðlast skilning og þekkingu í bygginga- og mannvirkjaiðnaði.

Við þökkum stuðninginn:


Ál leikur Ál leikur stórt hlutverk stórt hlutverk Ál er draumaefni leikmyndasmiða sem þurfa að leysa hin undarlegustu hönnunarvandaÁl er draumaefni leikmyndamál í störfum sínum. Tré fyrir smiða sem þurfa að leysa hin Lilla klifurmús breytist í hús undarlegustu hönnunarvandaÖmmu músar með einu handmál í störfum sínum. Tré fyrir taki og missterkir leikarar Lilla klifurmús breytist í hús líta Ömmu músar með einu handtaki og missterkir leikarar líta

nordural.is

nordural.is

mun betur út með létt sverð úr áli en stáli – og eru auk þess síður líklegir til að fara sér að voða.

mun betur út með létt sverð úr áli en stáli – og eru auk þess síður Við framleiðum létt og sterkt líklegir til að fara sér að voða.

hágæðaál sem kemur við sögu hverjum degi allan heim. Viðáframleiðum létt um og sterkt hágæðaál sem kemur við sögu á hverjum degi um allan heim.


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.