Sérblað Matarauður Vesturlands

Page 1

Matarauรฐur Vesturlands


16

Matarauður

MIÐVIKUDAGUR 27. SEPTEMBER 2017

Matarauður Vesturlands

Matarauður Íslands Við njótum þeirrar gæfu að búa við matarauð sem byggir á dýrmætri frumkvöðulshefð sem gengið hefur kynslóða á milli. Tilgangur Matarauðs Íslands er að nýta matarauðinn okkar sem sóknarfæri til frekari verðmætasköpunar t.d. í tengslum við matarferðaþjónustu, vöruþróun og ímyndaruppbyggingu með sjálfbærni að leiðarljósi. Ætlunin er að draga Íslendinga og erlenda gesti að hlaðborði íslenskra krása, upplýsa um hollustu og heilnæmi þeirra og tefla fram sögu Íslendinga sem birtist í matarmenningu og hefðum. Matarhefðir, rétt eins og tungumál og trúarbrögð, spegla sérkenni hverrar þjóðar og eru samofin náttúru og tíðarfari. Þessi hefð í bland við aukna þekkingu og skapandi hugsun hefur leitt af sér úrval matar á heimsmælikvarða. Matarauður Íslands er verkefni sem heyrir undir sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra og er ætlað að ljúka í desember 2021. Sjávarútvegs- og landbúnaðarvörur eru undirstaða Íslands sem matvælalands og gegna stóru hlutverki í sjálfbærri þróun. Án matar væri ekkert líf og eigum við bændum og sjómönnum mikið að þakka að brauðfæða þjóðina. Mikilvægi norðurslóða sem matvælauppspretta mun aukast á komandi árum og því er mikilvægt að við hlúum að þeim skilyrðum og auðlindum sem við búum við. Matvæla- og landbúnaðarstofnun Sameinuðu þjóðanna (FAO) telur að landbúnaðarframleiðslan verði að aukast um 60% á heimsvísu til að fæða jarðarbúa árið 2050. Sem þjóð er mikilvægt að búa að fjölbreyttu mannlífi og byggð um land allt og til að stuðla að atvinnuþróun vilja stjórnvöld vinna

þvert á greinar tengdum matarauði okkar því að samvinna og þekkingaryfirfærsla eru drifkraftar nýsköpunar og framþróunar. Til að mynda hefur verkefnastjóri Matarauðs Vesturlands ásamt verkefnastjóra áfangastaðaáætlunar Vesturlands unnið að kortlagningu tækifæra og áskorana með Matarauði Íslands. Er nokkuð víst að metnaðarfull verkefni munu fæðast upp úr því samstarfi. Matur er öflugt markaðsafl og mikilvægt að nýta aukinn áhuga á matarferðaþjónustu með því að setja meiri slagkraft í uppbyggingu og markaðssetningu þeirra matarsérstöðu sem hver landshluti býr yfir. Ef gert er ráð fyrir að tvær milljónir erlendra ferðamanna sæki Ísland heim og hver dvelur að meðaltali í sjö daga og borðar tvisvar á dag má reikna með að daglega bætast 77.000 máltíðir við neyslu Íslendinga. Orðræðan um íslensk matvæli þarf að hverfast meira um stolt og þekkingu. Verð og gæði þurfa að haldast í hendur og bregðast þarf við aukinni gæða- og umhverfisvitund neytenda í matvörum. Aukin krafa er um lífræna ræktun, rekjanleika og upprunavottun og meiri ásókn er í svæðisbundin matvæli sem gefa af sér minna sótspor. Við njótum öll góðs af því að deila reynslu, þekkingu og sögum hvert með öðru og sameiginlega styrkjum við ímynd íslensks matar og matarmenningar. Matarauðurinn er okkar, okkur að góðu. Brynja Laxdal, verkefnastjóri (Erum á Facebook og Instagram og fljótlega fer vefurinn okkar í loftið).

Matarauður Vesturlands Matarauður Vesturlands

Á myndinni er brot af úrvali matar af Vesturlandi. Meðal annars ærkjöt frá Ytra-Hólmi I, þorskur frá G.Run í Grundarfirði, kræklingur og þang frá Bláskel í Stykkishólmi, smágúrkur frá Laugalandi, salat og jarðarber frá Sólbyrgi, lífrænt súrdeigsbrauð frá Matarbúri Kaju, bygg frá Ásgarði og sitthvað fleira. Um matseld sá veitingastaðurinn Galitó á Akranesi en hönnun og framsetningu Emilía Ottesen og Guðbjörg Ólafsdóttir. Gefið út í samstarfi Skessuhorns og verkefnisstjórnar Matarauðs Vesturlands / Sóknaráætlunar Vesturlands. Ábm. Signý Óskarsdóttir verkefnisstjóri. Ljósm. Guðmundur Bjarki Halldórsson.

Mikil umræða hefur verið á Vesturlandi, líkt og í öðrum landshlutum, um að efla matvælaframleiðslu og þá sérstaklega framleiðslu minni framleiðenda sem oftar en ekki tengist ferðaþjónustu á svæðinu. Verkefnið hefur sterka tengingu við Sóknaráætlun Vesturlands og sett markmið eru í takt við áætlunina og þá framtíðarsýn Vestlendinga sem Sóknaráætlun endurspeglar. Markmið Matarauðs Vesturlands eru að; • efla matvælaframleiðslu, • fullvinnslu hráefnis í héraði, • sölu beint frá býli, • hráefnisnotkun úr heimahéraði á veitingastöðum og • matartengda upplifun á Vesturlandi. Vinna að ofangreindum markmiðum er í gangi og hefur verkefnastjóri Matarauðs Vesturlands ásamt verkefnastjóra áfangastaðaáætlunar Vesturlands og Matarauði Íslands, unnið að kortlagningu tækifæra og áskorana

á Vesturlandi. Sú vinna mun halda áfram með heimsóknum til framleiðenda og veitingahúsa á Vesturlandi fram á haust. En við látum ekki þar við sitja. Matarauður Vesturlands

stendur fyrir viðburðum og stefnumóti ásamt fræðslu og samvinnu við ýmsa opinbera aðila til að vinna að settum markmiðum í vetur. Þú ert að lesa blað sem er liður í því að sýna hvað er í boði af mat og matartengdri upplifun á Vesturlandi. Hér eru því engan veginn gerð tæmandi skil, en efnistök blaðsins eru fjölbreytt og safarík eins og matarauðurinn okkar. Nýttu tækifærið og njóttu kræsinganna og þeirra viðburða sem í boði verða og eru kynntir í blaðinu. Við hvetjum þig til að geyma blaðið og smjatta á innihaldinu út októbermánuð eða eins lengi og þig lystir. Ef þú villt vita meira um verkefnið Matarauður Vesturlands þá er hægt að lesa um það á heimasíðu Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi undir ahersluverkefni.ssv.is Með góðri kveðju fyrir hönd verkefnisstjórnar, Signý Óskarsdóttir

Heimasíða Matarauðs Vesturlands Heimasíða Matarauðs Vesturlands fer í loftið í lok árs og á þeirri síðu verður hægt að markaðssetja matarmenningu og matarupplifun á Vesturlandi. Einnig verða á þeirri síðu upplýsingar um matarmarkaði og viðburði sem tengjast á einhvern hátt mat úr héraði. Öllum sem tengjast matvælaframleiðslu, fullvinnslu hráefnis í héraði, sölu beint frá býli, hráefnisnotkun úr heimahéraði á veitingastöðum og matartengdri upplifun á Vesturlandi er boðið að vera með á síðunni. Heimasíðan kemur til með að efla markaðssetningu á vörum úr héraði og mun haldast í hendur við markaðssetningu Matarauðs Íslands.

Við Samkomuhúsið á Arnarstapa.

Sóknaráætlun Vesturlands Í febrúar 2015 skrifuðu Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi undir samning við stjórnvöld um Sóknaráætlun Vesturlands fyrir árin 2015-2019. Markmið sóknaráætlunar er að ráðstafa þeim fjármunum sem varið er af ríkinu til atvinnu-, byggða- og menningarmála á Vesturlandi í samræmi við stefnu sem landshlutinn mótar sjálfur á þessum sviðum. Sóknaráætlun á að stuðla að jákvæðri samfélagsþróun, treysta stoðir menningar og auka samkeppnishæfni Vesturlands. Vinnan við sóknaráætlun er þríþætt; að móta framtíðarsýn, markmið og aðgerðir fyrir Vesturland sem ráðstöfun fjármuna tekur mið af, að setja upp uppbyggingarsjóð sem styður við nýsköpun í atvinnulífi og menningarmálum og að skilgreina áhersluverkefni fyrir Vesturland sem endurspegla framtíðarsýnina og markmiðin. Framtíðarsýn Vestlendinga er grunnurinn í sóknaráætlun, sem öll önnur verkefni byggja á. Sýnin er útfærð með markmiðum og aðgerðaráætlun. Kjarninn í þeirri sýn sem unnið er eftir, og stefnu sóknaráætlunar í heild sinni, eru áherslur sem komu fram á stórum fundi sem haldinn var í

Hjálmakletti í Borgarnesi vorið 2015. Tæplega 100 aðilar á Vesturlandi, frá öllum sveitarfélögum og úr hinum ýmsu starfsgreinum komu að mótun stefnunnar. Verkefnið „Matarauður Vesturlands“ sem sérstaklega er kynnt í þessu blaði er eitt af fimm áhersluverkefnum sem unnið er að á árinu 2017. Hin verkefnin eru; • Nýsköpun, frumkvöðlar og tækninám • Efling ferðaþjónustu • Samstarf og markaðssetning safna á Vesturlandi • Ungmennaþing Öll eiga þessi verkefni sér grunn í aðgerðaráætlun Sóknaráætlunar Vesturlands og eru í raun ákveðin útfærsla á þeim aðgerðum sem Vestlendingar

telja mikilvægar til þess að stuðla að jákvæðri samfélagsþróun og aukinni samkeppnishæfni. Uppbyggingarsjóður Vesturlands sem er þriðja stoð sóknaráætlunar hefur starfað frá því vorið 2015. Sjóðurinn úthlutar styrkjum til verkefna sem lúta að nýsköpun í atvinnumálum og eflingu menningarlífs á Vesturlandi. Sjóðurinn hefur úthlutað um 160 m.kr. til á þriðja hundrað verkefna frá stofnun. Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi halda utan um rekstur Sóknaráætlunar Vesturlands, en samráðsvettvangur Vesturlands sem í sitja 30 aðilar vítt og breytt úr landshlutanum eru ráðgjafandi varðandi áætlunina og val á áhersluverkefnum. Páll S Brynjarsson.


GRÆNKÁL Blandið saman raspi og safa úr 1/2 sítrónu, 2 msk. ólífuolíu, salti og pipar. Veltið með grænkálinu og látið bíða í 5 mín. Grillið þar til kálið er QTÌKÌ UVÒMMV

Grillaðu grænmeti eins og meistari með hjálp myndbandanna okkar á islenskt.is


18

Matarauður

MIÐVIKUDAGUR 27. SEPTEMBER 2017

„Það geta allir eldað ef þeim er bara kennt það“ Rúnar Marvinsson tók vel á móti blaðamanni á heimili sínu á Hellissandi á dögunum. Rúnar var ungur þegar hann byrjaði að grúska í matargerð og segir að í dag sé fátt, ef eitthvað, sem gæti komið honum á óvart í þeim efnum. „Amma mín var kokkur í mötuneyti fyrir verkamenn og hún tók mig stundum með sér í vinnuna. Þá byrjaði ég svona að væflast um eldhúsið og umgangast áhöldin og matinn,“ segir Rúnar. „Mér finnst við ekki nógu dugleg að kenna börnum í dag að elda og bjarga sér í matargerð. Við erum of dugleg við að kaupa tilbúinn mat, fullan af aukaefnum og rusli, til að gefa þeim. Fólk ætti frekar að gefa sér tíma í að útbúa matinn sjálft og þá læra börnin það líka. Það geta allir eldað ef þeim er bara kennt það. Allir eru bara of uppteknir við að vinna, til að afla meiri peninga en þörf er á og enginn hefur tíma til að hugsa um hvað er látið ofan í sig. Það endar með að fólk verður orðið heilsulaust en með nóg af peningum og óþarfa hlutum,“ segir Rúnar sem án efa er einn þekktasti kokkur landsins og þá ekki síst fyrir það þor sem hann hefur sýnt með að feta ótroðnar slóðir.

Smærri sláturhús og vinnslur Lambakjötið er ofarlega í huga Rúnars um þessar mundir og telur

hann að nú sé tími til að taka skref afturábak hvað varðar framleiðslu og sölu á því. „Nú eru allir með í maganum yfir framleiðslu lambakjötsins og kjaraskerðingu bænda. Ég held að við gætum stórlega lagað þetta ástand með því að breyta aðeins til,“ segir Rúnar og bætir því við að hann telji það vera framtíðina að hafa fleiri smærri sláturhús í stað þessara stóru. „Hvað er eðlilegt við að senda féð á milli landshluta til slátrunar? Ég held að það þurfi bara að taka skref aftur hvað þetta varðar, stokka þetta allt og gefa upp á nýtt. Jafnvel að bændur komi bara sjálfir upp sinni eigin sláturaðstöðu og þurfi ekki að borga hálfan skrokk til láta slátra á „réttum stað“ og láta svo geyma skrokkinn og geyma.“

Vill að við nýtum lambakjötið betur „Það er svo mikil tímaskekkja hvernig við erum að meðhöndla lambakjötið, við gætum nýtt það svo mikið betur. Ég get bara ekki skilið að á sama tíma og verið er að tala um offramleiðslu á lambakjötinu á Íslandi erum við að flytja inn matvöru, þar á meðal kjöt, í stórum stíl. Af hverju ætli maður sjái t.d. aldrei lambahakk í verslunum en þú getur keypt innflutt nautahakk,“ spyr hann. Rúnar telur það mun vænlegra að vinna lambaskrokk-

ana meira og nýta þá betur, jafnvel úrbeina skrokkana í heilu lagi. „Við erum alltaf að selja lambakjötið niðursagað en fólk kærir sig ekki um að kaupa bita sem eru lítið annað en fita og bein. Ef við myndum úrbeina og fituhreinsa kjötið betur gætum við gert það mun söluvænna. Fólk myndi mikið frekar vilja kaupa vöðvana í heilu lagi, annað mætti svo hakka. Beinin mætti líka selja sér, það er nefnilega vel hægt að nýta þau líka, t.d. í soð. Svo gætu líka allir lært að úrbeina sjálfir.“

Ofbýður allar þessar umbúðir

„Það er ekki nóg með hversu fáránlegt það er að við séum að flytja inn allt þetta óþarfa kjöt, heldur eru það líka allar þessar tilbúnu matvörur og allar umbúðirnar sem þær koma í. Eitt það einfaldasta sem hægt er að búa til er pizza en samt er fólk að kaupa tilbúnar frosnar pizzur sem eru fullar af aukaefnum og rusli. Og í þokkabót eru þessar tilbúnu vörur gjarnan innfluttar og pakkaðar í ofboðslegt magn af óumhverfisvænum umbúðum,“ segir Rúnar og bætir því við að við þurfum aðeins að fara að hugsa um allar umbúðirnar sem við erum að nota. „Væri ekki nær að taka sér örfáar mínútur í að hnoða í eina pizzu sem þú veist nákvæmlega hvað inniheldur frekar en að kaupa

Rúnar Marvinsson.

þetta rusl í myndskreyttum pappakassa frá Kína? Krakkarnir væru auk þess alltaf að búa sjálf til pizzu.“

Heiðarlegri gagnvart náttúrunni Rúnar hefur, eins og svo margir, miklar áhyggjur af öllu plastinu sem við notum og vonast til að fólk taki við sér og hugsi betur um náttúruna. „Ég get ekki ímyndað mér að þetta sé okkur hollt. Nú eru plastagnir farnar að finnast í drykkjarvatni og ég trúi ekki öðru en það sé slæmt fyrir heilsuna okkar, og dýranna,“ segir Rúnar. „Mér finnst vægast sagt skrítið að fólk sé að elda matinn sinn í plasti, það getur varla verið gott fyrir okkur. Þetta plast er fullt af óþverra sem smitast yfir í matinn okkar. Við þurfum aðeins

að fara að verða heiðarlegri, bæði gagnvart náttúrunni og okkar eigin heilsu og lífi, kynnast börnunum okkar og elda sjálf.“

Tíska í matargerð Aðspurður hvað hafi komið honum mest á óvart varðandi matargerð í gegnum tíðina segir Rúnar það vera fátt. Hann segir matargerð ganga í tískubylgjum. „Einn daginn er einhver matur mjög vinsæll en þann næsta vill kannski engin sjá hann. Fyrir ekki svo mörgum árum vildi fólk ekki sjá þorsk og allir borðuðu bara ýsu. Nú er alveg öfugt farið, ýsan er orðin annars flokks en þorskurinn þykir hinn fínasti matur og allir eru alltaf að borða þorskhnakka,“ segir Rúnar og hlær. arg

19. OKTÓBER 2017

STEFNUMÓT matarframleiðenda & veitingasala Þér er boðið á stefnumót matvælaframleiðenda og veitingahúsa á Vesturlandi 19. október frá kl. 13—16 í Hjálmakletti í Borgarnesi.

7XIJRYQzXMë IV LYKWEë XMP Eë I¾E XIRKWPERIX WEQXEP SK WEQZMRRY EëMPE WIQ ZMPNE I¾E QEXZ PEJVEQPIMëWPY JYPPZMRRWPY LVjIJRMW u LqVEëM W}PY FIMRX JVj FíPM LVjIJRMWRSXOYR

V LIMQELqVEëM j ZIMXMRKEWX}ëYQ SK QEXEVXIRKHE upplifun á Vesturlandi.

Å WXEëRYQ ZIVëE JYPPXV EV JVj 1EXuW ÈWPERHWWXSJY 0ERHF REëEVLjWOzPE ÈWPERHW SK EXZMRRYïVzYREVJqP}KYQ svo eitthvað sé nefnt. Einnig fáum við góða gesti sem FPjWE SOOYV u FVNzWX ZEVëERHM RíWO}TYR u QEX

skráning & upplýsingar hjá signy@creatrix.is

SÓKNARÁÆTLUN VESTURLANDS


VEISLA Á VESTURLANDI Í OKTÓBER

DAGSKRÁ Október er veislumánuður Matarauðs Vesturlands þá gefst öllum sem áhuga hafa tækifæri til að lyfta upp þeirri matarmenningu og framleiðslu sem nú þegar er til staðar hjá okkur á Vesturlandi. Allir íbúar Vesturlands og gestir eru hvattir til að sækja heim þá aðila og taka þátt í þeim viðburðum sem eru í boði í október. Kynnið ykkur dagskrána og hvað kraumar í pottunum í október! 3. október kl. 18.30 Ostanámskeið með áherslu á kind og geit.

3.

Bjúgnahátíð Haldin verður bjúgnahátíð í Langaholti

7. október Sauðamessusúpa í Skallagrímsgarði Borgarnesi kl. 14

14.

Athugið að skrá verður þátttöku fyrir mánudaginn 16. október.

21. október Fjölmenningarhátíð u *V]WXMOPIJERYQ u 6M½ ¯ %PïNzëPIK matarveisla á Vesturlandi

Upplýsingar og skráning hlediss@gmail.com Með fyrirvara um næga skráningu.

7.

19. október kl. 13 - 16 Stefnumót matarframleiðenda og veitingasala á Vesturlandi. Staðsetning Hjálmaklettur Borgarnesi

Sveitamarkaður Æðarodda Akranesi

29. október Matarmarkaður á Breiðabliki Matarframleiðendur af Snæfellsnesi selja vörur sínar frá kl. 13 – 17.

14. október Ljómalind býður upp á smakk

Vetrardagskrá

Mýranaut býður upp á grillað nautakjöt í Ljómalind Lágafell er með opið hús í ræktunarstöðinni á Snæfellsnesi frá kl. 13 -17 Gestum boðið að smakka afurðir og kíkja í gróðurhús. Ytri Hólmur opnar heimasölumarkað frá kl. 13 – 17. Allir velkomnir!

19.

21. 29.

Boðið verður upp á fræðslu og fundi fyrir matarframleiðendur og veitingafólk víða um Vesturland í vetur í samvinnu við Matarauð Íslands, Símenntunarmiðstöð Vesturlands, ,YKLIMQE 2íWO}TYREVQMëWX}ë ÈWPERHW 1EXuW SK ¾IMVM EëMPE (EKWOVj ZIXVEVMRW SK ¾IMVE WOIQQXMPIKX WIQ ZIVëYV j H}½RRM IV F ëM J]VMV JzPO u FVERWEREYQ SK SOOYV LMR WIQ L}JYQ FVIRRERHM jLYKE j JVEQPIMëWPY QEXEV u LqVEëM OKT > Stefnumót | NÓV > Fullvinnsla lambakjöts | JAN " 9RHMVF RMRKYV WXEVJWPI]½W FEB > Rekstur matarmarkaða / Umbúðir & merkingar | MAR > Að byggja upp matseðil APR > Markaðssetning matarupplifunar

îIWWM WXEëMV XEOE ïjXX u ZIMWPYRRM u SOXzFIV SK FNzëE ]OOYV WqVWXEOPIKE ZIPOSQMR Nánari lýsing á blaðsíðum 14 - 18. Bjarteyjarsandur Bjargarsteinn Breiðablik Brúarás Café Kaja Hótel Búðir Hreðavatnsskáli

Hraun Hraunsnef Hrísakot .Dê (PLO Landnámssetrið Langaholt Ljómalind

Lindarbrekka Lýsuhóll Narfeyrarstofa Matarlist Mýrarnaut 3UÒPXV NDê Rjúkandi

Ræktunarstöðin Lágafelli Sjávarpakkhúsið Viðvík Sauðfjárbúið Ytra Hólmi


20

Matarauður

MIÐVIKUDAGUR 27. SEPTEMBER 2017

Matarverkstæði brátt opnað í Borgarnesi Unnið er að því að koma á fót aðstöðu fyrir fólk sem vill þróa vöru úr vestlensku hráefni. Ljómalind í Borgarnesi hefur tekið að sér skipulag og rekstur matarverkstæðis sem verður til húsa við Sólbakka 4 í Borgarnesi. Stefnt er að opnun í október.

Á Snæfellsnesi er menning og minjar sem tengjast sjónum, útgerð og sjósókn, allt frá landnámi til vorra daga. Þegar ferðast er um Snæfellsnes finnur maður líka mjög fyrir nálægð hafsins þar sem allsstaðar sést til sjávar. Ströndin er margbreytileg og seiðandi, þar sem skiptast á sendnar fjörur, klettar, sker og björg. Þar eru líka margar hafnir sem eru lífæð byggðanna. Á Snæfellsnesi er því margt áhugavert tengt sjónum, sem gaman er að sjá og skoða, fræðast um, upplifa og smakka. Veitingaaðilar á Snæfellsnesi eru duglegir að nýta sér aðgang að fjölbreyttu og fersku sjávarfangi og bjóða gjarnan upp á góða og girni-

lega sjávarrétti. Nú hafa nokkrir veitingaaðilar í samstarfi við Svæðisgarðinn Snæfellsnes, tekið sig saman um að gera „sjávarsúpuslóð“ (food trail) um Snæfellsnes. Þessir veitingastaðir bjóða allir upp á sjávarréttasúpu úr hráefni af heimaslóð. Sjávarréttasúpur sem eru í boði á veitingastöðum á Snæfellsnesi eru margbreytilegar og því getur það verið skemmtileg upplifun að ferðast á milli staða og gleðja bragðlaukana með því að borða mismunandi sjávarréttasúpur. Nú þegar hafa ellefu veitingaaðilar skráð sig á „sjávarsúpuslóðina,“ svo það er upplagt fyrir fólk að fara um Snæfellsnes,

Nánari upplýsingar um notkun og leyfisveitingar verða sendar út þegar aðstaðan verður tilbúin. Nánari upplýsingar er hægt að fá hjá Ljómalind í síma 437-1400 og með því að senda póst á ljomalind@ljomalind.is

skoða ýmsar menningaminjar sem tengjast sjósókn, upplifa náttúrufegurð í fersku sjávarlofti, smakka sjávarréttasúpur og njóta lífsins. Þeir veitingastaðir sem taka þátt í Sjávarsúpuslóðinni eru: Rjúkandi Langaholt Lýsuhóll Hótel Búðir Prímus kaffi Viðvík Hraun Bjargarsteinn Kaffi Emil Sjávarpakkhúsið Narfeyrarstofa.

Sveitamarkaður í Æðarodda um aðra helgi Laugardaginn 7. október næstkomandi verður slegið upp sveitamarkaði í Æðarodda, félagsheimili Hestamannafélagsins Dreyra á Akranesi. Eins og jafnan á sveitamörkuðum verður ýmiss konar varningur boðinn til sölu, allt frá

Diverse menu suitable for both families and fine diners.

Galito býður fjölbreyttann matseðil sem hefur að geyma spennandi rétti fyrir alla aldurshópa.

handverki til matar. Markaðurinn hefst kl. 13:00 og stendur til kl. 17:00. Áhugasömum er bent á að ekki verður posi á öllum básum markaðarins og gestum því ráðlagt að hafa reiðufé meðferðis. kgk

Akranesi | Stillholt 16-18 | Sími 430 6767 Við erum á Facebook & Youtube


Auður djúpúðga á Söguloftinu frumsýning 14. október nk. kl. 20:00 Í flutningi Vilborgar Davíðsdóttur

Sýnt verður í október og nóvember Fyrir starfsmannafélög og vinahópa; Á komandi vetri og fram á vor bjóðum við einnig upp á lauflétta The Beatles tónleika. Birgir Þórisson & Hlynur Ben fara á kostum.

Veitingahús Landnámsseturs nýtur mikilla vinsælda, bæði, innlendra sem og erlendra gesta. Sjá umsagnir á TripAdvisor

Upplagt er að panta kvöldverð í tengslum við sýningarnar. SKESSUHORN 2017

Alltaf gaman að koma á óvart og njóta samvista.

Alla daga, frá 11:30, bjóðum við upp á okkar gríðarvinsæla og holla hádegishlaðborð. Allar nánari upplýsingar er að finna á heimasíðu Landnámsseturs, landnam.is. Miða- og borðapantanir í síma 437-1600 eða landnam@landnam.is. Landnámssetur Íslands, Brákarbraut 13 – 15, Borgarnesi Sími. 437 1600 • www.landnam.is


22

Matarauður

MIÐVIKUDAGUR 27. SEPTEMBER 2017

Ræktar ávexti og grænmeti á Akranesi Jón Guðmundsson garðyrkjubóndi hefur ræktað epli í garðinum sínum á Akranesi um nokkurt skeið en nú hefur hann stækkað við sig. Fyrir rúmlega ári fékk hann úthlutað landi til leigu við Miðvogslæk, skammt utan við Akranes, til að setja upp garðyrkjustöð, þangað sem blaðamaður kíkti til hans í stutt spjall. „Hér er meiningin að vera með fjölbreytta ræktun og prófa nýja hluti. Þetta er nú óttalegt fikt í mér, ég er kominn með allskonar ávaxtatré og berjarunna sem ég ætla að prófa mig áfram með. En það er ekki hægt að vera eingöngu í svona fíflagangi svo ég er líka að rækta þetta hefðbundna; matjurtir, kartöflur, tré og grænmeti,“ segir Jón og hlær.

Ánægður með fyrstu uppskeruna Nú er fyrsta uppskera Jóns á nýja svæðinu öll að verða tilbúin og er hann mjög ánægður með afraksturinn. „Ég setti niður margar ólíkar tegundir af ávaxtatrjám og berjarunnum og mun svo bara sjá hvað virkar og hvað ekki. Ég er ánægður með fyrstu uppskeru, en trén eru öll óþroskuð ennþá og það tekur aðeins lengri tíma að sjá hvað komi til með að virka við þessar aðstæður. Grænmetið og matjurtirnar hafa vaxið mjög vel hér enda er þetta einstaklega góður jarðvegur,“ segir Jón og bætir því við að það sé misskilningur að ávextir vaxi einvörðungu í heitum löndum. „Eplin þurf aðeins um 12 gráðu meðalhita yfir sumartímann og það nær því oftast hér. Það

Fyrstu epli Jóns á Miðvogslæk við Akranes að verða klár.

Gojiberjarunni Jóns tekur vel við sér fyrsta sumarið, þó engin ber séu komin enn.

Jón Guðmundsson garðyrkjubóndi ræktar m.a. ávexti og ber á Akranesi.

er aftur á móti vindurinn sem spilar meira inní. Ef það er skjólgott á vel að vera hægt að rækta fjölbreyttara úrval ávaxta hér á landi,“ segir hann. Meðal þess sem Jón er að prófa sig áfram með eru ólíkar tegundir af eplatrjám, perutré, kirsuberjarunnar og gojiberjarunnar. „Þetta er að ég held í fyrsta skipti sem einhver reynir að rækta gojiber hér á landi, allavega í langan tíma. Ég er mjög ánægður með hvernig runnarnir eru að taka við sér fyrsta sumarið, þó það séu engin ber komin ennþá,“ segir Jón.

Reisti gróðurhús „Ég hef verið að fikta við ræktun í mörg ár og á ég nokkur mjög góð

eplatré sem hafa verið að gefa mjög vel af sér í nokkur ár. Þetta er fyrsta árið sem ég er að rækta og selja. Ég hef verið að selja í Matarbúri Kaju hér á Akranesi og svo var fyrsti veitingastaðurinn að koma inn, vonandi verða þeir svo fleiri,“ segir Jón. Í upphafi septembermánaðar reisti hann fyrsta gróðurhúsið við Miðvogslækinn. „Þetta hús er hugsað sem uppeldishús og vinnuaðstaða. Þarna ætla ég að sá nýjum plöntum og koma þeim upp áður en ég set þær niður hér fyrir utan,“ segir Jón. „Það er svo aldrei að vita nema seinna meir komi upp annað hús sem ég get notað fyrir frekari ræktun,“ bætir hann við að lokum. arg

Jón reisti gróðurhúsið við Miðvogslæk í byrjun þessa mánaðar.


VEISLUMATUR Á HEIMSMÆLIKVARÐA

Rómantísk helgi fyrir einstaklinga, skemmtiferð fyrir

Á Hótel Búðum leggjum við okkur fram við að

bjóða upp á matargerð sem treystir á fyrsta flokks vinahópinn eða hvataferð á vegum fyrirtækis – hráefni úr nærumhverfinu. Matseldin okkar byggir Hótel Búðir er staðurinn til að treysta sambandið og á „Beint frá býli“ og hún tryggir gæðin á matseðli Hótel Búða. Þannig reiðum við fram meistararétti á heimsmælikvarða sem gestir frá öllum

njóta þess besta. Kynntu þér möguleikana og bókaðu dvöl á Hótel Búðum í síma 435 6700 eða á hotelbudir.is – þar er

heimshornum kunna að meta og mæla með.

einnig að finna upplýsingar um gjafabréf okkar sem

Matseðillinn okkar bregður sér í villibráðarbúning í eru tilvalin fyrir einstaklinga, hvort heldur fyrirfram október og í hátíðarútgáfu í lok nóvember. Þess

ákveðin eða sérsniðin að þínum óskum.

vegna er tilvalið að gera sér dagamun, njóta lystisemda á Hótel Búðum og meðtaka kraftinn sem staðurinn býr yfir.

hotelbudir.is

hotelbudir

hotelbudir

KYNNTU ÞÉR ÚRVAL GJAFABRÉFA Á HOTELBUDIR.IS

budir@budir.is

+354 435 6700


24

Matarauður

MIÐVIKUDAGUR 27. SEPTEMBER 2017

Einstakt mannlíf á matarmörkuðum Saga matarmarkaða nær langt aftur í tímann. Einn elsti matarmarkaður heims er Borough Market sem staðsettur er í miðbæ Lundúna. Hann hefur verið starfræktur í meira en þúsund ár. En þangað fóru íslenskir framleiðendur fyrir tveimur árum til að kynna, selja og segja frá sínum vörum. Þar á meðal voru tveir framleiðendur af Vesturlandi, Bjarteyjarsandur og Hundastapi, sem kynntu sína framleiðslu og um leið sögu og matarhefðir Íslands. Það er ekki löng hefð fyrir matarmörkuðum á Íslandi. Saga okkar í verslun og þjónustu inniheldur ekki blómlega tíma matarmarkaða. Hins vegar höfum við alltaf búið að góðum mat og skemmtilegum matarhefðum. Nú hefur orðið mikil vakning um gamlar matarhefðir. Fleiri og fleiri bændur hafa verið að selja hluta sinnar framleiðslu beint til neytenda. Einnig hefur smáframleiðendum með ýmsar matvörur fjölgað hratt á síðustu árum. Allt hefur þetta hjálpast að við að búa til frjóan jarðveg fyrir matarmarkaði.

Fátt sameinar fólk eins vel og matur Matarmarkaðir gefa neytendum möguleika á að nálgast einstakar vörur sem stundum eru nefndar matarhandverk og fást ekki í stórmörkuðum. Á matarmörkuðum geta neytendur komið sínum óskum á framfæri, sagt sína skoðun og kynnst framleiðendanum að baki vörunni. Þannig myndast gagnkvæmt traust milli kaupenda og seljanda. Framleiðendur hafa að sama skapi möguleika á að kanna hug neytenda gagnvart vörunni. Við erum að verða meðvitaðri sem neytendur og með auknu aðgengi að upplýsingum, þökk sé internetinu, getum við nú sjálf aflað okkur upplýsinga. Neytendur vilja í auknum mæli vita hvað stendur að baki vörunni. Ein fegursta leiðin er sala sem er beint frá frumframleiðenda til neytanda, það á oftast við á matarmörkuðum. En internetið vinnur ekki bara með neytendum. Í raun eru framleiðendur komnir með markaðstæki heim í stofu og allur heimurinn er undir. Á mörkuðum hafa framleiðendur tækifæri til að koma sínum áherslum á framfæri og hvað þeim finnst skipta máli í framleiðslunni. Framleiðandinn getur með þessum hætti líka tekið til sín fleiri hlekki úr virðiskeðjunni. Með því standa sjálfur að baki vörunni sinni og selja beint fær framleiðandinn meira fyrir sinn snúð. Það má segja að matur sé manns gaman og sést það vel á matarmörkuðum. Þar er samankominn fjöldi framleiðenda sem eru tilbúnir að standa stolt á bak við sína framleiðslu, segja frá því hvaðan varan er, hvernig hún var unnin og gefa þannig eitthvað

sérstakt til neytandans, sögu og sérstöðu. En þó að matarmarkaðir snúist í grunninn um samtal framleiðenda og neytenda er mannlífið ekki síður mikilvægur þáttur. Iðandi mannlíf og einstök stemning verður til á mörkuðum. Það verða alltaf til einhverjir töfrar á staðnum. Á Vesturlandi eru reglulega starfræktir matar- og handverksmarkaðir sem skipulagðir eru af heimafólki sem vill koma vöru sinni á framfæri. Dæmi um slíka markaði er sveitamarkaðurinn í Nesi í Reykholtsdal og sveitamarkaðurinn í félagsheimilinu Breiðabliki, en hann fagnaði einmitt tíu ára afmæli í sumar.

Nýjasta barn sveitamarkaðarins er verslunin Búsæld, sem selur mat og handverk. Þar gefst framleiðendum af öllu Snæfellsnesi kostur á að selja sínar vörur að uppfylltum gæðakröfum. Næstu skref verða vonandi heilsársrekstur á Búsæld með góðri kynningu framleiðenda og markaðssetningu varanna á nokkrum tungumálum. Næsti matarmarkaður verður haldinn sunnudaginn 29. október á Breiðabliki þar sem við fögum haustuppskerunni.

Afraksturinn meira en tífaldast

Greinarhöfundar hafa verið duglegir að þræða matarmarkaði á Vesturlandi í gegnum tíðina og það er gaman að sjá hve víða er nýsköpun og framþróun í framleiðslu á gæðamatvælum úr hreinu vestlensku hráefni. Matarauður Vesturlands vinnur að því að safna upplýsingum um alla matar- og handverksmarkaði á Vesturlandi með það að markmiði að búa til dagatal og kynningarefni fyrir 2018. Ef þú hefur upplýsingar um matar- og handverksmarkaði þá endilega sendu póst á okkur.

Markaðurinn á Breiðabliki spratt upp úr verkefninu Lifandi landbúnaður sem grasrótarhreyfing kvenna. Frá því fyrsti markaðurinn var haldinn, í grenjandi rigningu, hefur afraksturinn meira en tífaldast. Í upphafi þurfti að hafa mikið fyrir þátttöku framleiðenda á markaðnum en í dag rennur skipulagið ljúft og félagsheimilið er fullt af mat og handverki í hvert sinn. Stjórn markaðarins stendur vörð um gæði þeirra vara sem eru seldar á markaðnum. Kjarnahópur markaðarins telur um 30 framleiðendur og eru flestir þeirra kvenkyns. Á þessum tíu árum sem markaðurinn hefur verið að þróast hefur margt verið reynt og stundum hefur hreinlega verið slegið upp sveitahátíð í samstarfi við fyrirtæki og félög á Snæfellsnesi. Á Breiðabliki er vottað eldhús sem framleiðendur geta nýtt og hvetur það til nýsköpunar og vöruþróunar. Í takt við aukna umhverfisvitund er markaðurinn burðarplastpokalaus, margnota pokar eru keyptir af Ásbyrgi í Stykkishólmi og Smiðjunni í Ólafsvík og seldir á kostnaðarverði. Ferðaþjónusta er orðin öflug heilsársatvinnugrein og stórkostleg tækifæri fólgin í að samþætta enn betur starfsemi markaða og þjónustu við ferðafólk.

Matarmarkaðir á Vesturlandi

Með matarkveðju, Hlédís Sveinsdóttir og Ragnhildur Sigurðardóttir (ragnhildur@snaefellsnes.is)


Reyktur og grafinn Eðallax fyrir ljúfar stundir

Eðalfiskur ehf

Sólbakka 4

310 Borgarnesi S: 437-1680 sala@edalfiskur.is

www.edalfiskur.is


26

Matarauður

MIÐVIKUDAGUR 27. SEPTEMBER 2017

Pennagrein

Hvað er í matinn? eð er þurfa endalaust að spyrja að þessu. Svarið er „Nei,“ fólk hefur eiginlega ekki áhuga á neinu öðru og það er ekki mikið annað að tala um. Kannski veðrið. Sem hefur mjög mikil áhrif á matvælaframleiðslu. Matur er og verður miðpunktur í okkar lífi og athöfnum og mun líklega alltaf leika lykilhlutverk á stóru stundunum. Við sem störfum innan landbúnaðarins höfum með frumframleiðslu á matvælum að gera. Okkar hlutverk er að sjá fólkinu okkar, þjóðinni og ferðamönnum, fyrir hollum og góðum mat sem er framleiddur á sem sjálfbærastan og ábyrgastan hátt. Við sköpum þessi verðmæti sem skipta fólk svo miklu máli. Við þurfum því bæði að vera mjög meðvituð um hvernig við framleiðum matvælin og hvað það er sem neytendur leita eftir en við þurfum einnig að gera ríkar kröfur um það að okkur sé launað í samræmi. Að þessi undirstaða mannlegs lífs

Í síðustu viku reið mikið áfall yfir í minu lífi. Ég varð fertug. Hótunarbréfum frá allskonar aldurstengdum áhættuþáttum rigndi inn. Seinni hálfleikur byrjaður. Verð reyndar að líta svo á að ég sé yfir í hálfleik þar sem gæfa mín mæld í persónum og leikendum í lífinu er mjög mikil. Á þessum tímamótum var ýmislegt sem fór í gegnum hugann en alltumvefjandi var þessi eilífa spurning: „Hvað er í matinn?“ Hvað á ég að elda í veislunni, hvað fæ ég mér í hádegismat á fertugsafmælinu, hvaða kvöldsnarl er viðeigandi á þessum stóra degi. Allir sem reka heimili fá þessa spurningu í andlitið á óvæntustu tímum og sum okkar sem alveg nenna að elda eru samt orðin dauðleið á þessu. Er ekki eitthvað annað sem má tala um? Getur fólk ekki haft áhuga á einhverju öðru? Ég meina, það er enginn að fara að svelta á Íslandi. Og börn sem aldrei borða matinn sinn hvort

sé metin að verðleikum og að flæði virðiskeðjunnar liggi í átt að frumframleiðendum. Við eigum einnig að skapa meiri verðmæti úr matnum með nýsköpun og vöruþróun því þessi markaður lokast líklega aldrei. Kannski verður einhvern tímann hægt að þrívíddarprenta lambalæri með sveppasósu og brúnuðum kartöflum en þangað til þarf frumframleiðsla að vera í lagi og hún þarf að vera ábyrg en hún þarf líka að njóta virðingar í samræmi. Nú er ég fjörtíu ára og nokkurra daga og verð að hætta að pikka því ég þarf að finna út hvað ég á að hafa í matinn. Auður Magnúsdóttir, Höf. er deildarforseti Auðlinda- og umhverfisdeildar Landbúnaðarháskóla Íslands.

Í Langaholti er áhersla á matvæli úr héraði Þorkell Símonarson, betur þekktur sem Keli vert, hefur rekið gistihúsið og veitingastaðinn Langaholt í Staðarsveit á Snæfellsnesi í ellefu ár en þar á undan var staðurinn í höndum foreldra hans. „Við erum með fullvinnslueldhús sem þýðir að öll vinnsla matvælanna er unnin á staðnum. Við höfum einnig alla tíð lagt mikla áherslu á að nýta hráefni úr héraði. Við kaupum fiskinn á markaði í nágrenninu, bláskelin kemur úr Breiðafiðri og svo hef ég verið að fikra mig áfram með kálfakjöt sem ég fæ hjá bændum í sveitinni,“ segir Keli í samtali við blaðamann.

„Við kaupum fiskinn í heilu lagi og sjáum sjálf um að meðhöndla hann, t.d. að flaka og reykja. Svo erum við bara að gera allan skrattann, eins og að búa til marmelaði, sultur, álegg og svo höfum við verið að fikta við ostagerð. Þetta er þó allt bara fyrir veitingastaðinn, við erum ekki að selja þetta sérstaklega eða neitt slíkt,“ bætir hann við.

Breytilegur matseðill Matseðillinn í Langaholti er breytilegur og fer algjörlega eftir því hráefni sem til er hverju sinni. „Hug-

myndafræðin okkar er að vinna eins og hægt er með það sem til er í grenndinni. Það þýðir vissulega að matseðillinn er sífellt að breytast, en það er líka skemmtilegt. Mín skoðun er að maður á ekki að vera að hefta sig við fastan matseðil heldur bara þefa aðeins út í loftið og sjá hvað er til og nota það,“ segir Keli og hlær. Hann segir vissulega alltaf til fólk sem kemur og vill geta fengið sinn ostborgara með frönskum. „Við erum bara ekki með þannig veitingastað, en það er líka ekki eins og það sé ekki til nóg af þeim. Ég trúi því bara að ef maður vill vera með afgerandi góðan veitingastað er ekkert vit í að reyna að hafa matseðil þar sem allir eigi að geta fundið eitthvað fyrir sig. Við viljum vera góð í því sem við erum að gera og hafa okkar matseðil einstakan,“ bætir hann við.

Vill upplifun fyrir viðskiptavini

Morgunverðahlaðborð í Langaholti.

Erlendir ferðamenn er stór hluti viðskiptavina í Langaholti og segir Keli að þeir séu langflestir mjög ánægðir með þetta fyrirkomulag. „Hingað kemur fólk sem vill fá að upplifa matinn og það er gert t.d. með því að gefa því mat úr nærumhverfinu. Þetta er í það minnsta mín skoð-

Ungnautakjöt frá Ölkeldu í Staðarsveit.

Hörpuskel úr Breiðafirði.

Keli með barnabörn í eldhúsinu.

un og mín upplifun. Mér finnst það partur af heimsóknum mínum á veitingastaði í öðrum landshlutum að fá að finna hvernig nærumhverfið er ráðandi,“ segir Keli og bendir á að á Snæfellsnesi sé það sjávarfangið sem ráði helst ríkjum. „Svo eru önnur héruð þar sem landbúnaðurinn er meira ríkjandi eða kannski gróður-

húsin og það er svo skemmtilegt að fá að upplifa svæðin í gegnum matinn og veitingastaðina. Hér áður fyrr var þetta bara hagræðing. Það var auðveldast að fá matvælin úr héraði ef maður vildi hafa þau fersk. Það hætti svo að vera svoleiðis og þá breyttist þetta og maður fór að sjá alltaf eins matseðla hjá öllum. Núna er þetta samt að komast í tísku aftur, að vera með mat úr héraði en margir þessara veitingastaða eru með þessu verksmiðjulega sniði, með þennan hefðbundna matseðil, en hafa svo einn rétt úr héraði og hampa honum alveg rosalega. Mér finnst það frekar kjánalegt. Hjá okkur er þetta alls ekki svona, það kemur allt úr héraði,“ segir Keli og bætir því við að hann vilji gefa sínum viðskiptavinum upplifun með matnum. „Ég vil að staðurinn, húsið og maturinn hafi karakter og tóni við svæðið. Fólk sem kemur til okkar er ekki að leita að pylsu, samloku eða slíku, það vill fá góðan mat með upplifun,“ bætir Keli við að lokum. arg/Ljósm. Þorkell Símonarson.


Lífrænt - Bio - Organic

Verslun og kaffihús Fæðubótaefni og vítamín

Ný súrdeigsbrauð alla daga

Selt eftir vigt - fylltu á eigin ílát

Skot og bústar í úrvali

Kaffihús Kaju

Krydd í lausu - eftir vigt

Kaffihús Kaju

Dr Hauschka snyrti- og förðunarvörur

Úrval af lífrænum og umhverfisvænum hreinlætisvörum

Matarbúr Kaju & Café Kaja - Kirkjubraut 54, Akranes- 822-1669 - matarburkaja@gmail.com


28

Matarauður - Veisla á Vesturlandi

Veitingastaðurinn Rjúkandi „Veitingastaðurinn Rjúkandi býður upp á freistandi úrval af mat úr héraði. „Við höfum lagt vinnu í samstarf við bændur í nágrenninu til að geta alltaf boðið uppá besta og ferskasta hráefnið eftir árstíðum. Allt á matseðlinum okkar er búið til á staðnum úr fyrsta flokks hráefni og standa frábærir kokkar á bak við hvern og einn rétt og úr verður óvænt upplifun matargesta þar sem nútíminn og íslensk matarhefð mætast í tíma og rúmi. Við á Rjúkanda leggjum mikla áherslu á staðbundin matvæli og erum í samstarfi við bændur í kring sem eru með fjölbreyttan búskap. Þegar að matargerðinni kemur þá eru ekki neinar reglur sem stjórna heldur er það framleiðsla bænda sem stjórnar því hvað er í boði hverju sinni. Þrátt fyrir viljann um sjálfbærni þá komumst við ekki undan því að þurfa að versla einnig utan héraðs. Við bjóðum uppá fjölbreytt úrval af mat til þess að koma til móts við sem flesta, má þar nefna kjöt, fisk og grænmetisrétti. Allar kökur og eftirréttir eru bakaðir á staðnum af mikilli ást og umhyggju. Nýmalað rjúkandi kaffi er alltaf á boðstólnum.“ Rjúkandi tekur þátt í Súpuslóð um Snæfellsnes sem hefst í október.

Viðvík við Hellissand Viðvík er lítið fjölskyldurekið veitingahús sem var opnað í júlí síðastliðnum. „Staðurinn er á besta stað við Hellissand, með útsýni upp á Snæfellsjökul og yfir Breiðafjörð. „Að okkar mati gerir útsýnið ótrúlega mikið fyrir matarupplifunina, þá sérstaklega túristann. Við leggjum mikla áherslu á gæði, góða þjónustu og bjóðum upp á góðan mat í hlýlegu og fallegu umhverfi. Matseðilinn okkar er lítill og hnitmiðaður með gæði hráefna í fyrirrúmi.“ Viðvík tekur þátt í verkefninu Súpuslóð um Snæfellsnes sem hefst í október.

MIÐVIKUDAGUR 27. SEPTEMBER 2017

Ræktunarstöðin Lágafell á Snæfellsnesi Ræktunarstöðin Lágafell á Snæfellsnesi ræktar salat, krydd og blóm og selur til kaffi- og veitingahúsa á Snæfellsnesi. Það sem er í boði í október og allan ársins hring: Lágafell verður með á matarmarkaði Breiðabliks sunnudaginn 29. október en býður einnig heim laugardaginn 14. október kl. 14 - 17.

Sjávarpakkhúsið í Stykkishólmi Sjávarpakkhúsið er fjölskyldurekinn sjávarréttastaður við höfnina í Stykkishólmi. “Við ætlum að setja bláskelina hans Símonar á veisluborðið í október.”

Sauðfjárbúið Ytra-Hólmi Á Ytra-Hólmi í Hvalfjarðarsveit er heimavinnsla á kjötafurðum beint frá býli. Þar er framleitt úrval af vörum eins og sveitabjúgu, grafinn ærvöðvi, tvíreykt hangikjöt, krydduð lambalæri, lambaskanki, lamba prime og lambahakk. Viðburðir í október: Ytri-Hólmur verður á Sveitamarkaði í Æðarodda laugardaginn 7. október frá klukkan 13-17.

Prímus Kaffi á Hellnum Prímus Kaffi er staðsett á Hellnum við rætur Snæfellsjökuls með fallega sjávarsýn. “Við leggjum áherslu á að fólki finnist notalegt að koma til okkar. Boðið er upp á hefðbundinn íslenskan mat (heimilismat). Má þar nefna plokkfisk, kjötbollur, kjöt- og fiskisúpu og fleira. Einnig er boðið upp á heimabakað brauð og tertur. Prímus kaffi tekur þátt í Súpuhring um Snæfellsnes sem hefst í október.

Opnun á heimasölumarkaði að Ytra-Hólmi 1 verður laugardaginn 14. október frá klukkan 13-17.

Sif Matthíasdóttir í Hrísakoti Í Hrísakoti á Snæfellsnesi eru ræktaðar geitur og hross. Sif Matthíasdóttir er einnig formaður Geitfjárræktarfélags Íslands og framleiðir afurðir úr geitakjöti til að mynda grafið geitakjöt og svokallaðar geita-partýbollur.

Einnig framleiðir Ytri-Hólmur vörur fyrir Hjarðarfell á Snæfellsnesi og er hægt að nálgast þær í Búsæld á Breiðabliki á Snæfellsnesi.


MIÐVIKUDAGUR 27. SEPTEMBER 2017

Matarauður - Veisla á Vesturlandi

29

Bjargarsteinn Mathús í Grundarfirði Bjargarsteinn Mathús er nýr veitingastaður í gömlu húsi. Þar er mikið lagt upp úr notalegu andrúmslofti og góðum mat með áherslu á staðbundið hráefni og það besta á hverjum árstíma. Sjávarréttasúpa að hætti Gunna er sá réttur sem breytist ekki milli árstíma enda alltaf jafn vinsæll. Frá staðnum er óhindrað útsýni yfir Grundarfjörð og hið glæsilega Kirkjufell. Bjargarsteinn hefur líka þá sérstöðu að á lóðinni stendur gamall hjallur sem var gerður upp. Þar er fiskur og kjöt hengt til þerris á tilheyrandi og þjóðlegan máta. Bjargarsteinn tekur þátt í Súpuslóð Snæfellsness sem hefst í október.

Hraun í Ólafsvík

Landnámssetur Íslands í Borgarnesi Í veitingahúsi Landnámssetursins í Borgarnesi er bæði hægt að fá mat, kökur, kaffi og aðra drykki. Á matseðlinum er að finna fjölbreytta rétti sem ættu að fullnægja þörfum flestra, bæði barna og fullorðinna. „Við höfum hollustu og ferskleika að leiðarljósi og höfum svanga ferðalanga sérstaklega í huga þegar skammtað er á diskana. Allir réttir eru unnir frá grunni á staðnum. Í október bjóðum við upp á tvíreykt kindakjöt borið fram með rúgbrauði frá Geira bakara, ruccola, pikkluðum rauðlauk og piparrótarsósu. Reykt kindakjöt er sterkt í hefðum Vesturlands sem er mikið landbúnaðarhérað.“

Hraun í Ólafsvík er ekki nema þriggja ára gamalt lítið fjölskyldufyrirtæki. „Við hjónin vinnum bæði í eldhúsinu og börnin hjálpa til. Við höfum frá upphafi notast við hráefni frá Snæfellsnesi og ef það er ekki mögulegt þá tökum við íslenskt fram yfir erlent. Markmið okkar er einfalt, en það er að vera trú hráefninu og ekki reyna einhvað sem við ekki getum. Við tökum nautið okkar frá Hönnu í Mýranauti, salat frá Áslaugu á Lágafelli við Vegamót, bláskel og hörpuskel frá Stykkishólmi, þorsk frá Hraðfrystihúsi Hellissands og svo framvegis. Við höfum opið allt árið og hefur svo verið alveg frá upphafi, þó það hafi verið erfitt á köflum.“ Hraun tekur þátt í Súpuslóð um Snæfellsnes í október.


30

Matarauður - Veisla á Vesturlandi

Narfeyrarstofa í Stykkishólmi Lindarbrekka Snæfellsnesi Lindabrekka á Snæfellsnesi framleiðir aðallega kálfakjöt en er einnig með kindur, landnámshænur og grísi á sumrin. Afurðir Lindarbrekku eru seldar beint frá býli á heimasíðunni www.lindarbrekka.is Í október verður Lindabrekka með vörur sínar til sölu í Breiðabliki á Snæfellsnesi á opnunartíma Gestastofunnar. Einnig verður hægt að kaupa vörurnar þeirra á sérstökum matarmarkaði 29. október á sama stað.

Veitinga- og kaffihúsið Narfeyrarstofa í Stykkishólmi er í núverandi mynd orðinn fastur liður í atvinnu- og menningarlífi bæjarins og hefur orðspor þess borist víða. Veitingahúsið er opið allan ársins hring þótt afgreiðslutími taki árstíðabundnum breytingum. Á veturna snýst starfsemin um hádegið og helgar að miklu leyti og einnig er bryddað upp á uppákomum yfir vetrartímann sem ekki gefst kostur á yfir annasömustu mánuðina. Það sem er í boði í október og allan ársins hring: Matseðill Narfeyrarstofu hefur að geyma frumlega rétti, lystilega borna fram í fallegu umhverfi staðarins þar sem afar sjarmerandi útsýni úr salarkynnum hússins kryddar stemninguna. Á matseðlinum er einnig úrval hamborgara en þeir hafa verið afar vinsælir og nefndir „ekta“, „sveittir“ og betri en „búlluborgarar“ af gestum sem koma aftur og aftur og fá sér hamborgara! „Núna erum við að vinna eingöngu með lambakjöt frá Helgafelli í Helgafellssveit. Á næstunni munum við bjóða uppá mismunandi steikur og það eru tíu mismunandi vöðvar sem við notum sem sérrétti fyrir utan hakk og gúllash. Við bjóðum auðvitað upp á ferska hörpuskel og bláskel og núna eru aftur að hefjast veiðar og vinnsla á þorski sem býður uppá ferskmeti í fiski og svo ekki sé minnst á saltfiskinn. Allt úr Breiðafirði ef það kemur ekki þaðan þá er það ekki til hjá okkur.“ (Ljósm. Anna Melsteð).

MIÐVIKUDAGUR 27. SEPTEMBER 2017

Hótel Búðir Hótel Búðir hefur fest sig í sessi sem vinsælt sveitahótel. Á Hótel Búðum er leitast eftir að hafa andrúmsloftið heillandi, framúrskarandi þjónustu og síðast en ekki síst; mat í sérflokki. Maturinn á Búðum hefur löngum verið eitt helsta aðdráttarafl staðarins. Ferskt hráefni er keypt af bændum og sjómönnum í nágrenninu auk þess sem matseðillinn endurspeglar árstíðirnar. Hótel Búðir tekur þátt í Súpuhring um Snæfellsnes sem hefst í október.

Matarlist í Ólafsvík Bjarteyjarsandur á Hvalfjarðarströnd Hraunsnef sveitahótel Veitingastaðurinn að Hraunsnefi leggur áherslu á að bjóða uppá mat úr hérðaði með velferð dýra í huga. Við framleiðum sjálf það nauta- og svínakjöt sem við bjóðum uppá.” Í boði í október “Í október bjóðum við uppá Roast beef með bernais sósu á 3.900 krónur af Hraunsnefs nautakjöti og Hraunsnefs eggjum og einnig Þrefaldan grísaborgara sem inniheldur borgara úr hreinu grísahakki, heimagert bacon og bbq langeldað og rifið grísakjöt með frönskum á 2.400 krónur.

Matarlist er til húsa í Ólafsvík og er ungur veitingastaður sem sérhæfir sig í matreiðslu rétta úr staðbundnu hráefni eins og kostur er. Mikil áhersla er lögð á að matreiða allt frá grunni. “Við tökum sérstaklega vel á móti gestum í október og bjóðum uppá fjölbreyttan matseðil.”

Bjarteyjarsandur er veitingastaður á sveitabýli sem leggur áherslu á matarupplifun, eigin framleiðslu og fræðslu í tengslum við mat, matarmenningu og hráefni. Sérstaða Bjarteyjarsands felst í framleiðslu á úrvals lambakjöti með gæðastýringu og sjálfbærni að leiðarljósi, grísakjöt af útigrísum og sú staðreynd að bærinn er staðsettur við Hvalfjörð, sem er þekktur fyrir góðar og gjöfular kræklingafjörur. Það sem er í boði í október og allan ársins hring: Í október sem og aðra mánuði ársins er hægt að fá lambakjöt, reykt og nýtt. Heitreyktar handverkspylsur úr grísakjöti af grísum sem eru útialdir. Hvalfjarðarkrækling, þang og þara.

býli. Þar er jafnframt starfrækt upplýsingaþjónusta og verslun með handverk, fatnað og minjagripi. Náttúran allt í kring og nálægðin við margar helstu náttúruperlur Vesturlands gerir Brúarás að einstökum viðkomustað og ákjósanlegum vettvangi fyrir margvíslegar veislur og viðburði.

Brúarás Geo Center Brúarás er glæsilegt veitinga- og samkomuhús steinsnar frá Hraunfossum í Borgarfirði. Í boði eru fjölbreyttar veitingar og áhersla er lögð á að nota hráefni beint frá

Allan október bjóðum við geitaost hamborgara með hvítlauks mayo, grænmetis salsa, tómötum og geitaost frá Geitfjársetrinu Háafelli.


Sláturtíð

Gott úrval hnífa og brýna Kjötnet, kjötkrókar, pækilmælar Gott úrval af tunnum og fötum Kjötfarsblanda, rúllupylsukrydd, nítrítsalt og gróft salt Bjúgnaplast, pylsuplast, hamborgaraplast Gerfivambir, sláturnælur, sláturgarn Maxima: vakúmpökkunarvélar og pokar

SKESSUHORN 2017

Regnföt og ullarundirföt í úrvali, fyrir börn og fullorðna

www.kb.is

Egilsholti 1, 310 Borgarnes Tel. 430 5500


32

Matarauður - Veisla á Vesturlandi

Kaffi Emil í Grundarfirði Kaffi Emil er fjölskyldurekið kaffihús, staðsett í Sögumiðstöðinni sem er miðsvæðis í Grundarfirði. Einnig er í húsinu upplýsingamiðstöð og Bókasafn Grundarfjarðar. „Við leggjum áherslu á notalegt umhverfi þar sem gestir okkar geta fengið léttar veitingar, gripið í hljóðfæri eða bækur. Gestir okkar geta fengið upplýsingar um sögu og menningu svæðisins á meðan safnið er skoðað, ásamt almennum upplýsingum og þá sérstaklega um Snæfellsnes. Fiskisúpan okkar hefur hlotið góða dóma og er mjög vinsæl enda gott hráefni af svæðinu. Við erum með létta rétti, súpur, heimabakaðar kökur og drykki. Námsmenn eru í auknu mæli að koma til okkar þar sem þau vinna verkefni, hlusta á fyrirlestra og taka próf. Einnig erum við að fá skemmtilega fararstjóra sem nota tækifærið og grípa í hljóðfæri og syngja fyrir farþegana sína. Kaffi Emil tekur þátt í Súpuslóð um Snæfellsnes sem hefst í október.

MIÐVIKUDAGUR 27. SEPTEMBER 2017

Mýranaut Mýranaut er fjölskyldubú á Leirulæk á Mýrum sem hefur framleitt úrvals nautakjöt undir merkjum Beint frá býli síðan 2007. Mýranaut mun bjóða upp á smakk í verslun Ljómalindar í Borgarnesi laugardaginn 14. október.

Café kaja/ Matarbúr Kaju Café Kaja er lífrænt kaffihús og verslun á Akranesi sem býður upp á lífrænar hrátertur allan októbermánuð.

Langaholt Í Langaholti er rekið heimilislegt gistihús og borinn fram ljúffengur kvöldmatur, staðgóður morgunverður með stórbrotna náttúru Snæfellsness allt um kring. Veitingastaðurinn er opinn allt árið fyrir gesti og gangandi. Aðaláherslan er á sjávarfang af Snæfellsnesi og erum við stolt af þeim fjölda rétta sem við fullvinnum í eldhúsi okkar og þeim kræsingum sem bjóðast af nægtarborði náttúrunnar á hverjum tíma. Fiskisúpan í Langaholti er okkar helsta stolt, gerð úr fiskisoði frá grunni og hefur margan ferðalangann glatt. Langaholt tekur þátt í Súpuhring um Snæfellsnes sem hefst í október og þann 21. okt. verður bjúgnahátíð.

Ljómalind Ljómalind er verslun í Borgarnesi, þar sem til sölu er varningur sem framleiddur er af íbúum Vesturlands. “Komið og smakkið nautakjötið frá Mýranauti laugardaginn 14. október í verslun okkar í Borgarnesi.”

Matarmarkaður á

Breiðabliki, Snæfellsnesi

Hreðavatnsskáli

Matarframleiðendur á Snæfellsnesi koma saman og standa fyrir Matarmarkaði á Breiðabliki, Snæfellsnesi sunnudaginn 29. október frá kl. 13 – 17.

Norðurárdal í Borgarfirði Hreðavatnsskáli og Grábrók gistihús er eini staðurinn á landinu þar sem framleiðsla á lífrænt vottuðu pasta fer fram. Í boði eru fjórar bragðtegundir; hreint pasta, engifer, sítrónu og eldpipar (chili), kókos og karrý pasta. Núna er unnið að tilraunaframleiðslu á glúteinfríu pasta og vegan pasta. Í Hreðavatnsskála eru heimagerð brauð og deigið í pizzurnar er líka heimalagað. Lamba- og nautakjöt er fengið frá Mýranauti og í október verður boðið upp á skinku og beikon sem kemur af þeirra eigin svínum og eggin eru að stórum hluta úr þeirra eigin framleiðslu. Allur matur á matseðli er gerður eftir pöntun til að tryggja ferskleika matarins.

Lýsuhóll í Staðarsveit Hjá Ferðaþjónustunni Lýsuhóli er opnunartími alla virka daga frá klukkan 12 til 14 og 18:30 til 20:30 í október. Lokað er um helgar. Boðið er upp á heimalagaða októbersúpu með glænýjum fiski frá Snæfellsnesi og heimabakað brauð með.


Matarauður

MIÐVIKUDAGUR 27. SEPTEMBER 2017

„Við sönsum og þú eldar“

33

Hungangsgljáður lax með möndlum og sætum kartöflum.

- segir Doddi Gylfa hjá Sansa á Akranesi Næsta þriðjudag munu viðskiptavinir fyrirtækisins Sansa á Akranesi fá fyrstu pantanir sínar afhentar. Sansa sérhæfir sig í að útbúa heimilismat fyrir þá sem vilja nýta sér slíkt. Starfar fyrirtækið í anda þjónustu sem margir þekkja undir merkjum Eldum rétt. Hjá Sansa verður hægt að panta og fá hráefni í þrjár máltíðir í viku sem og uppskriftir til að elda eftir. Hægt að fá matarskammta fyrir allt frá einum til sex einstaklinga. „Sansa útvegar allt það hráefni sem þarf í réttina og upp-

skriftir svo fólk geti eldað matinn alveg upp á tíu. Við sönsum matinn og þú eldar hann heima hjá þér,“ segir stofnandi Sansa, Þórður Már Gylfason, eða Doddi Gylfa eins og hann er jafnan kallaður.

Akranes, Borgarnes, Hvalfjarðarsveit og Borgarfjörður

Húsnæði Sansa er staðsett að Smiðjuvöllum 17 á Akranesi. „Þetta er alveg

geggjað húsnæði og feykinógu stórt fyrir þessa starfsemi, að minnsta kosti til að byrja með. Þarna ætla ég að vera með tilraunaeldhús og get haldið þar námskeið. Þá geta hópar komið og lært að elda ýmislegt sniðugt,“ segir Doddi. Á Smiðjuvöllum verður enn fremur afgreiðsla Sansa þar sem matarpakkarnir verða afhentir alla þriðjudaga. En Sansa er ekki einungis ætlað íbúum Akraness. Einnig býðst íbúum Borgarness, Borgarfjarðar, Hvalfjarðarsveitar og nærsveitarmönnum að nýta sér þjónustuna. „Skagamenn geta sótt sínar pantanir að Smiðjuvöllum, en viðskiptavinir í Borgarnesi og nærsveitum fá sína pakka afhenta á planinu hjá Geirabakaríi í Borgarnesi,“ segir hann.

Karrý lambapottréttur með hrísgrjónum og naanbrauði.

Hráefni úr héraði

Þórður Már Gylfason, eða Doddi Gylfa eins og hann er jafnan kallaður.

Hráefni til matseldarinnar verður fengið úr landshlutanum eins og framast er unnt. „Hráefnin í alla réttina verða fengin af Vesturlandi, eins mikið og hægt er. Fiskurinn kemur allur frá G.Run í Grundarfirði til dæmis,“ segir Doddi og bætir því við að umbúðirnar hafi verið hafðar eins umhverfisvænar og hægt var. „Vinkona mín Unnur Jónsdóttir er grafískur hönnuður og hún hannaði lógóið fyrir Sansa og allar umbúðirnar. Unnur er algjör snillingur með frábært auga fyrir allri hönnun og ég er mjög ánægður með útkomuna. Umbúðirnar eru mjög flottar og þær eru líka umhverfisvænar. Þær eru allar úr umhverfisvænu efni nema filman utan um kjötið, hún er

það eina sem inniheldur plast,“ segir hann.

Fullur eftirvæntingar Hægt er að panta fyrsta vikuskammtinn til miðnættis í kvöld, miðvikudaginn 27. september. Á matseðlinum í fyrstu vikunni er þorskur á spjóti, fylltar kjúklingabringur og íslensk kjötsúpa. Matarpakkar sem innihalda hráefni í alla þrjá réttina, verða afhentir næsta þriðjudag ásamt uppskriftum. Í hverri viku birtist síð-

an nýr matseðill með þremur nýjum réttum. Doddi kveðst fullur eftirvæntingar að afhenda fyrstu skammtana. „Ég hef fundið fyrir mikilli eftirvæntingu fyrir opnuninni, sérstaklega á Akranesi. Margir hafa stoppað mig úti í búð eða á förnum vegi, spurt mig út í Sansa, hvar þeir geti pantað og hvenær. Ég er því mjög spenntur að afhenda fyrstu matarpakkana á þriðjudaginn og hefja formlega starfsemi Sansa,“ segir Doddi að endingu. kgk/ Ljósm. Unnur Jónsdóttir.

SKESSUHORN 2017

„Ef sjórinn er hérað, þá er maturinn okkar sannarlega úr héraði“

www.langaholt.is


34

Matarauður

MIÐVIKUDAGUR 27. SEPTEMBER 2017

Pennagrein

Tækifæri felast í matarauði Vesturlands Þegar horft er yfir Vesturland þá blasir við að matarauðurinn er einn af styrkleikum og tækifærum landshlutans. Vesturland skartar fjölbreyttri náttúru og er ríkt af auðlindum bæði til sjós og lands, sem hægt er að nýta til sjálfbærrar matvælaframleiðslu. Þar eru grösugir dalir og búsældarlegar sveitir sem henta vel til ræktunar, gjöfulir firðir, flóar og fiskimið, ár og vötn með laxi og silungi, víðáttumikil náttúra með berjum og plöntum sem hægt er að vinna úr og áfram má telja. Einnig er nægt hreint vatn og svæði með miklum jarðvarma og grænni orku sem nýta má til ræktunar og vöruþróunar. Segja má að við búum við alsnægtir. Því hefur verið mikil umræða á Vesturlandi, líkt og í öðrum landshlutum, um að efla matvælaframleiðslu. Á fjölmennu íbúaþingi í tengslum við gerð sóknaráætlunar Vesturlands kom fram sterkur vilji til að farið yrði í sérstakt verkefni um eflingu matvælaframleiðslu í héraði. Í framhaldi af því er nú unnið að áhersluverkefni sóknaráætlunar sem kallast Matarauður Vesturlands. Í tengslum við það verkefni hefur verið farið víða um landshlutann til að sjá, skoða og heyra hvað brennur á þeim sem eru að vinna með matarauðinn. Í þessari vinnu hefur verið rætt við margt gott fólk, fræðst, spjallað og skipst á skoðunum varðandi sérstöðu, styrkleika, veikleika og tækifæri tengd matarauði Vesturlands. Þessi vinna sem af er, hefur kallað fram margar hugmyndir, vangaveltur og góða umræðu sem vert er að velta fyrir sér, meðal annars um framleiðslu og sölu á landbúnaðarvörum, dreifingarleiðir, afhendingaröryggi og fleira.

fá matvöru sem framleidd er við aðstæður þar sem ofangreind gildi eru í hávegum höfð. Flestir íslenskir bændur leggja líka mikið upp úr að framleiða landbúnaðarvöru með þessa þætti að leiðarljósi og vinna samkvæmt gæðakerfum til að geta boðið hágæða matvöru á íslenskum matvörumarkaði.

Landbúnaður er líka matvælaframleiðsla Í umræðu um matarauð Vesturlands hafa komið upp ýmsar vangaveltur varðandi þróun landbúnaðar og byggðaþróun í sveitum landsins. Rætt hefur verið um hvernig búin hafi þurft að stækka og eflast til að standa undir hagræðingarkröfu og matvælaþörf á Íslandi. En fólk er líka sammála um að samhliða þeirri þróun hafi einnig verið vaxandi markaður fyrir sölu á landbúnaðarvörum beint frá býli og á matarmörkuðum. Margir tala um að mikilvægt sé fyrir íslensk-

fyrir hagræðingu sem getur falist í tækni- og vélvæðingu á fjölskyldubúum og eflingu afurðastöðva. En það sé ekki síður mikilvægt fyrir alla að viðhalda og standa vörð um íslenska búfjárstofna, verkþekkingu og þá sérstöðu sem fæst með gæðavottuðum vörum, menningararfi, matarhandverki og svæðistengdri matvælaframleiðslu í héraði. Þessir þættir séu allir mjög dýrmætir, bæði fyrir þjóðarsálina og í markaðslegu tilliti fyrir bæði landbúnað og ferðaþjónustu. Með því að leggja rækt við og stuðla að uppbyggingu og framþróun á fjölbreyttum búskaparháttum sé hægt að efla byggð í sveitum landsins og auðga matvælaframleiðslu á Íslandi. Til að hægt sé að viðhalda byggð og halda uppi þeirri þjónustu sem þarf að vera til staðar fyrir íbúa, þá er mikilvægt að stuðla að fjölbreyttu byggðamynstri og atvinnuuppbyggingu sem laði að sér fólk til búsetu í sveitunum. Með öðrum orðum, nýsköpun og

lýtur að nýsköpun, vöruþróun og fullvinnslu matvæla til að koma til móts við kröfur og þarfir markaðar og neytenda. Sóknarfæri gætu falist í því ef fólki biðist tækifæri á að efla þekkingu sína í heildstæðu námi, þar sem unnið væri með verkferla sem lúta að framleiðslu matvöru alla leið frá haga í maga. Bændur þurfa ekki allir að vera eins og þess vegna er mjög mikilvægt að það nám sem ætlað er bændum til undirbúnings fyrir sína starfsemi, sé fjölþætt og bjóði upp á val um hvaða áherslur þeir velja í sinni framleiðslu. Einnig sé mikilvægt að hlúð sé vel að öllu námi sem lítur að úrvinnslu og fullvinnslu landbúnaðarafurða, þannig að fólk eigi þess kost að mennta sig til þeirra starfa við eftirsóknarverðar aðstæður og með jákvæða framtíðarsýn fyrir sinn starfsferil. Margir hafa velt fyrir sér hvort ekki liggi tækifæri í því fyrir íslenskt samfélag að Landbúnaðarháskólinn snúi vörn í sókn

væri þekkingarmiðlun sem kennir fólki að vinna með þá sérstöðu og auðlindir sem aðgangur er að á hverjum stað. Þannig gæti fólk öðlast þekkingu og færni varðandi vöruþróun sem byggir á samþættingu náttúruauðs, menningarauðs, matarauðs og mannauðs, sem eru einmitt þeir þættir sem gefa okkur tækifæri til vöru- og byggðaþróunar sem byggir á sérstöðu hvers svæðis. Þetta nám gæti tekið á öllum ferlum sem varða landnýtingu og matvælaframleiðslu – frá haga í maga.

Matarauður Vesturlands Vesturland er búsældarlegt landbúnaðarhérað, þar sem landkostir eru vel fallnir bæði til ræktunar og beitar og náttúrufar gefur tækifæri til sjálfbærrar nýtingar á fjölbreyttum auðlindum til matvælaframleiðslu. Auk þess sem vegalengdin að fjölmennasta markaðssvæði Íslands er allstaðar innan við

Matur skiptir okkur máli Áhugi almennings á mat virðist vera vaxandi. Fólk hugsar og talar um mat, mataruppskriftir, strauma og stefnur í matargerð og næringu og allir hafa skoðun á málinu. Matarþættir í sjónvarpi eru vinsælir og til eru sjónvarpsstöðvar sem sýna aðeins matartengt efni. Fólk úr ýmsum áttum markar sér sess á samskiptamiðlum með matarumfjöllun, auk þess sem matreiðslu-, matarupplifunar- og næringarnámskeið njóta mikilla vinsælda og gróska er í útgáfa bóka og blaða sem fjalla um mat. Almenningur virðist líka vera meðvitaður um heilbrigði og heilsusamlegan lífsstíl, þar sem lagt er upp með að hreinleiki og gæði matvöru skipti miklu máli. Þá eru sífellt fleiri sem hugsa og tala um umhverfis- og dýravelferð, mengun, kolefnisjöfnuð, sótspor, sanngjörn viðskipti og rekjanleika vöru. Þeir neytendur sem tileinka sér þessa lífssýn vilja væntanlega hafa allt þetta í huga þegar þeir velja mat á diskinn sinn. Sjálfbærni er líka hugmyndafræði sem er hátt skrifuð í ræðu og riti í íslensku þjóðfélagi, þar sem allir virðast sammála um að sjálfbærni skuli höfð að leiðarljósi. Ef tekið er mið af þessari umræðu, stefnu og straumum í þjóðfélaginu, þá er hægt að draga þá ályktun að meðal almennings séu margir meðvitaðir neytendur sem vilja aðeins

„Sóknarfæri gætu falist í því ef fólki biðist tækifæri á að efla þekkingu sína í heildstæðu námi, þar sem unnið væri með verkferla sem lúta að framleiðslu matvöru alla leið frá haga í maga.“ Mynd frá Hvanneyri í sumar. Ljósm. mm.

an landbúnað, byggðaþróun og matvælaframleiðslu á Íslandi að tryggja fjölbreytta landbúnaðarstarfsemi í sveitum landsins. Það þurfi bæði öflug stór fjölskyldubú sem falla að þeirri menningu og ímynd sem íslenskur landbúnaður byggir á, til að standa undir þeirri magnframleiðslu sem þarf fyrir dagvörumarkað á Íslandi. En einnig sé mjög mikilvægt að hafa matvælaframleiðslu þar sem bændur selja bæði sérvörur, gæðavottaða og rekjanlega landbúnaðarvörur beint frá býli og á matarmörkuðum. Mikilvægt sé að hvorutveggja geti verið arðvænlegur rekstur fyrir þá aðila sem þessa framleiðslu stunda í sveitum landsins. Mál manna hefur verið að það þurfi vissulega að vera vakandi

fjölbreytileiki í landbúnaði er mikilvægur til að efla inniviði samfélagsins. En á sama tíma verður að auka virðingu fyrir og tækifæri til að stunda svæðisbundið matarhandverk sem einkennist af fjölbreytni, ferskleika og gæðum.

Skóli lífs og lands Oft hefur komið upp í umræðuna mikilvægi Landbúnaðarháskóla Íslands – háskóla lífs og lands, varðandi þróun búskaparhátta og byggðaþróun landsbyggðanna. Fólk hefur velt fyrir sér hvort það væri ekki meðal annarra, hluverk Landbúnaðarháskóla Íslands að byggja upp nám sem styður við þessa þróun landbúnaðar á Íslandi. Það gæti verið nám sem

og bæti matvælanámi við það nám og rannsóknarstarf sem þar fer fram og lýtur að náttúruvísindum, auðlinda- og umhverfisfræðum og landnýtingu. Með því væri hægt að byggja upp þverfaglegt nám sem lýtur að búrekstri og verkháttum sem stuðla að varðveislu á verkkunnáttu, nýsköpun og vöruþróun. Slíkt nám gæti hæglega boðið upp á innlent og erlent samstarf háskóla og snert margar fræðigreinar. Það má líka sjá fyrir sér að þeir sem ljúka slíku námi geti valið sér að verða bændur sem fullvinna sína vöru og selja beint frá býli, en þeir hefðu líka þekkingu til að taka að sér ýmis störf í nýsköpun og vöruþróun, tengd ferðaþjónustu, markaðssetningu, geymslu og dreifingu matvæla og áfram mætti telja. Þetta

250 km. Miðað við þau gildi sem áður hafa verið rakin hér og varða lífssýn fólks sem er meðvitað um velferð lífs og lands, og möguleikana á framleiðsu á gæðamatvöru sem getur fallið að þeim gildum, þá ætti Vesturland að henta mjög vel til matvælaframleiðslu fyrir íslenskan matvælamarkað. Því er áhugavert að fylgjast áfram með því hvort neytendur eru sjálfum sér samkvæmir varðandi lífssýn og gildi sem lúta að umhverfismálum og matvælaframleiðslu, og hvernig íslensk þjóð og Vestlendingar velja að nýta þau tækifæri sem felast í matarauði Vesturlands. Margrét Björk Björnsdóttir og Signý Óskarsdóttir.


Matarauður

MIÐVIKUDAGUR 27. SEPTEMBER 2017

35

Matur er menning okkar og saga Það var hreint ekkert sjálfgefið að Íslendingar kæmust af hér á árum og öldum áður. Landið var harðbýlt og hér voru vetrarhörkur svo miklar að lífsnauðsynlegt var að birgja heimilin upp af forða ætti heimilisfólk að lifa veturinn af. Fyrir rafvæðinguna var frysting matar ekki kostur og því þurfti að geyma hann með þeim aðferðum sem þekktust, eða voru fundnar upp. Fiskur var þurrkaður, hertur eða saltaður, sláturmatur og kjet var súrsað, saltað og reykt, egg lögð í kös og svo framvegis. Íslendingar komu sér því af hreinni nauðsyn upp geymsluaðferðum sem dugðu en byggðu um leið upp matarmenningu sem að flestu leyti varð einstök á heimsvísu. Með iðnbyltingunni og breyttum tímum hefur fokið hratt yfir slóð þessarar matarmenningar og raunveruleg hætta á að ýmislegt falli í gleymskunnar dá, sé því ekki kerfisbundið haldið á lofti. Til eru þeir sem eru stoltir af matarmenningu okkar og sjá tækifærin í að miðla til gesta okkar og næstu kynslóða.

Forðast erlendar dægursveiflur Ferðamenn nútímans vilja fræðast um matarmenningu þeirra þjóða sem

staðið fyrir kútmagakvöldi fyrir eldri íbúa þar sem boðið er upp á þjóðlega og skemmtilega veislu. Lionsmenn í Grundarfirði standa sömuleiðis fyrir árlegri veislu þar sem kútmagar, hausastappa og annað góðmeti er á borð borið. Þannig má segja að kútmagakvöld séu engu minni veislur en þorrablótin inn til sveita.

Fórnað fyrir menningu og listir

Svipmynd frá hlaðborði kvenfélagskvenna á Vatnsnesi í Húnþingi vestra. Ljósm. mm.

þeir sækja heim og sækjast mjög eftir því. Finnst það hluti af upplifun sinni að njóta ekki eingöngu náttúrunnar heldur um um leið að kynnast þeim venjum og hefðum sem gestgjafarnir drógu fram lífið með. Til eru veitingastaðir hér á Vesturlandi sem leggja ríka áherslu á heimafengið hráefni, íslenskan mat og menningu. Láta þannig dægursveiflur amerískrar, asískar eða suður-evrópskrar matar-

menningar lönd og leið. Í þessu blaði um Matarauð Vesturlands má glöggt sjá þann metnað sem margir veitingamenn sýna þessu viðfangsefni. Segja reyndar að það sé ekki erfitt að byggja matseld upp á heimafengnu hráefni, það sé einfaldlega betra og heilnæmara en margt af því sem innflutt er.

Menning út við ysta sæ Til að geta höfðað til landsmanna og erlendra gesta er hægt að kynna matarmenningu okkar með ýmsum hætti. Hægt er að leggja áherslu á matargerð 20. aldar og margar þær aðferðir sem tíðkuðust á tímum foreldra okkar og foreldra þeirra við verkun og geymslu matar. En hægt er að stíga skrefinu lengra, bjóða mat eins og forfeður okkar á 18. og 19. öld drógu fram lífið með. Líklega væri það þó of

framandi vinnsluaðferðir til að jafnvel forvitnustu gestir okkar myndu láta sér líka. Í því samhengi er gaman að rifja upp frægar veislur kvenfélagskvenna á Vatnsnesi í Húnaþingi vestra sem haldnar voru á Jónsmessunni í fjöruborðinu í Hamarsbúð um árabil. Þær tóku sig til og reiddu fram ýmsan þjóðlegan mat samkvæmt aldagamalli hefð norður við ysta sæ. Ekki stóð á viðtökum; fólk streymdi til þeirra úr öllum landshlutum og voru veislur þessar orðnar fjölmennari en húsakostur bar. Réttirnir sem þær buðu voru bæði fjölbreyttari og eldri að gerð en gerist og gengur. Þar var selkjöt nýtt og saltað, grafinn silungur og reyktur rauðmagi, sigin grásleppa og súrir selshreifar, harðfiskur, hákarl og reykt sauðahangikjet og allt þetta borið fram með blóðpönnukökum og öðru brauðmeti. Einnig var hægt að gæða sér á svartfugli, sviðasultu og súrum hval og ábrystum eða berjagraut í eftirrétt.

Kútmögum gerð skil

Kútmagar eru herramannsmatur. Á veisluborði á árlegu kútmagakvöldi í Grundarfirði má finna hina ýmsu fiskrétti ásamt hausastöppunni alræmdu og kútmögunum að sjálfsögðu. Allt framleitt og á borð borið undir dyggri stjórn Móses Geirmundssonar. Ljósm. tfk.

Svipmynd frá Sviðaveislu á haustfagnaði Félags sauðfjárbænda í Dölum. Ljósm. mm.

Gestir á kútmagakvöldi á Hellissandi.

Ljósm. fh.

Saltað hrossakjöt er aðalrétturinn á borðum þegar karlakórinn Söngbræður stendur fyrir árlegri söngveislu. Ljósm. mm.

Þegar Íslendingar koma saman er það oft tengt mat. Þorrablótin eru þar þekktustu veislurnar. Ýmist eru þó slíkar veislur á forsendum matarins eða annarrar menningar. Kútmagakvöld eru til dæmis oft haldin út við sjávarsíðuna og beinlínis til að tapa ekki niður vinnslu og matreiðslu. Fyrir þá sem ekki vita er kútmagi nafn yfir það þegar þorsklifur og fleira er sett inn í þorskmaga og þetta er svo soðið við lágan hita í langan tíma. Lionsklúbbur Nesþinga, Slysavarnadeildin Helga Bárðardóttir á Hellissandi og Leikfélag Ólafsvíkur hafa til dæmis í tæpa þrjá áratugi

En til eru fleiri veislur í landshlutanum sem tengjast menningu. Karlakórinn Söngbræður stendur á hverju ári fyrir söngveislu í janúar. Þar er náttúrlega sungið út í nóttina en áður en til þess kemur er borinn fram tvíréttaður matur. Annars vegar svið sem sviðin eru af þolinmæði með gamla Kósan-gasinu norður á Kópaskeri, en hins vegar saltað hrossakjöt. Hefð er fyrir því að kórfélagar taki að sér allt er viðkemur veislunni og hefst undirbúningur nokkrum mánuðum áður. Einhver kórfélagi slátrar hrossi fyrir málstaðinn og saltar í tunnu. Hrekkjóttum hesti eða haltri hryssu hefur þannig verið fórnað fyrir málstað menningar og lista.

Sprengja öll félagsheimili utan af sér Þegar sauðfjárbændur í Dölum fóru að tvinna í kringum hrútasýningar í héraðinu menningarhátíð fyrir ríflega áratug hefur þeim væntanlega ekki dottið í hug að það myndi leiða af sér slíka hátíð sem raun ber vitni. Þessi árlega menningarhátíð bændafólks í Dölum og gesta þeirra nefnist Haustfagnaður og er fyrir löngu orðin landsþekkt skemmtun og stendur yfir heila helgi. Skemmtanir í bland við hrútasýningar, markaði og leiki, hagyrðingar fara á kostum og á borðum eru svið og tilheyrandi meðlæti eins og gestir geta í sig látið. Matarveislan hefur sprengt utan af sér hvert félagsheimilið á fætur öðru. Var fyrst í Árbliki, þá Dalabúð og undanfarið í íþróttahúsinu á Laugum og komast færri að en vilja. Við þetta má bæta árlegar skötuveislur skömmu fyrir jól, grjúpánhátíðir og sjávarréttakvöld, svo dæmi séu tekin. Af þessu má sjá að ómögulegt er að aðskilja mat þegar menning landsmanna er annars vegar. Við erum það sem við borðum og ekki nóg með það - við erum til af því okkur tóks að geyma matinn þar til birta sólar kveikti nýtt líf að vori. -mm


36

Matarauður

MIÐVIKUDAGUR 27. SEPTEMBER 2017

Veiðir og selur silung á sveitamörkuðum Sigurður Helgason bóndi og veiðimaður í Hraunholtum í Kolbeinsstaðarhreppi hefur í yfir hálfa öld veitt silung sem hann selur á mörkuðum. Blaðamaður hitti Sigurð á dögunum og ræddi við hann um veiðarnar. Áður fyrr var Sigurður einnig með blandað bú en er hættur búskap að mestu og einbeitir sér alveg að veiðunum. „Ég er bara með um 50 ær núna og myndi líklega kallast hobbýbóndi í dag,“ segir Sigurður og hlær. „En ég hef bara lagt áherslu á veiðina núna eftir að börnin tóku við búskapnum og reyni að búa mér til mat úr því.“

Strangt regluverk fyrir einstaklinga Sigurður segir aðstæður fyrir einstaklinga sem vilja framleiða matvöru vera mun erfiðari í dag en áður fyrr og segir hann það mjög miður. „Ég er að selja ferskan, grafinn og reyktan silung en ég má ekki reykja hann sjálfur eins og ég gat gert hér áður fyrr. Matvælastofnun hefur sett algjörlega óþarfar kröfur á fólk sem vill framleiða matvæli. Ég skil vel að það þurfi að setja reglur en margar þeirra eru að mínu mati algjörlega óskiljanlegar. Sem dæmi þarf ég eldhús með tveimur vöskum til að fá

að reykja silunginn og selja, þetta er mjög undarleg krafa,“ segir Sigurður. „Ég var öflugri veiðimaður hér áður fyrr en í dag legg ég bara net þegar ég nenni því. Það er nú bara aldurinn og veðurfarið sem hefur haft áhrif þar á,“ segir Sigurður og hlær. „Fyrir aldamótin veiddi ég gjarnan undir ís en maður gerir það ekkert í dag. Veiðar undir ís er alltaf jafnari en á sumrin er silungurinn svo viðkvæmur og það þarf t.d. að vitja hans í netinu mjög ört því annars drepast þeir,“ bætir hann við. Sigurður útskýrir fyrir blaðamanni hvernig nokkurskonar moldarbragð

Sigurður Helgason bóndi og veiðimaður í Hraunholtum í Kolbeinsstaðahreppi hefur veitt silung og selt í yfir hálfa öld.

geti komið af silungnum ef hann er ekki tekinn rétt. „Það er ekki nóg að ná honum á land áður en hann drepst í netinu heldur þarf líka að drepa hann um leið og hann kemur úr netinu, annars er hætta á þessu svokallaða moldarbragði.“

Mjög misjafnt hversu vel veiðist

Sigurður selur bæði reyktan og grafinn silung á mörkuðum. Ljósm. sh.

Góð veiði hjá Sigurði í sumar en hann fékk tvisvar um 30 kíló af fiski í netið á einum sólarhring. Ljósm. sh.

Mjög misjafnt er hversu mikið veiðist í hvert skipti en að sögn Sigurðar getur verið allt frá engum fisk í netinu upp í tuttugu. „Ég myndi segja að algengast sé svona fimm til sjö fiskar en það kemur alveg fyrir að það veiðist mun betur. Ég var nú svo heppinn tvisvar í sumar að fá um 30 kíló í netið á einum sólarhring,“ segir Sigurður og bætir því við að

meðalfiskurinn sé rúmlega eitt pund eða rétt um hálft kíló. Silungurinn hans Sigurðar hefur eingöngu verið seldur á sveitamarkaði í félagsheimilinu Breiðabliki í Eyja- og Miklaholtshreppi undanfarin ár. „Ég hef ekki verið að setja fiskinn í sölu í verslanir. Kaupfélag Borgfirðinga var með hann hér áður. Eins sá ég um Hótel Eldborg um tíma og var þá alltaf með fiskinn þar. Ég er ekki að fara að auka framleiðsluna eitthvað úr þessu en fólk getur alltaf haft samband við mig ef það er vill kaupa fisk. Ég fer alltaf reglulega með fiskinn í Reykofninn í Kópavogi og þar er hann verkaður og honum pakkað í loftþéttar umbúðir. Ég geymi hann svo hér í frystinum og á yfirleitt nóg til,“ segir Sigurður að lokum. arg

ÍSLENSKT

GÆÐA UNGNAUTAKJÖT BEINT FRÁ BÝLI Steikur, snitsel, gúllas og hakk. Minnst 1/8 úr skrokk. Bjóðum líka lambakjöt núna í sláturtíðinni.

Mýranaut ehf / Leirulæk, 311 Borgarnes / myranaut.is / s. 868 7204


Matarauður

MIÐVIKUDAGUR 27. SEPTEMBER 2017

37

Einu lífrænt vottuðu verslanirnar á landinu Verslunin Matarbúr Kaju var fyrst opnuð á Akranesi sumarið 2014 og í dag hefur kaffihús bæst við og önnur verslun verið opnuð í Reykjavík. Þetta eru einu verslanirnar á landinu sem hafa fengið lífræna vottun og fyrsta kaffihúsið. „Til að fá lífræna vottun þurfa allar vörurnar sem við seljum í lausu að vera ræktaðar og unnar á umhverfisvænan hátt, án eiturefna, erfðabreyttra efna eða annarra aukaefna,“ segir Karen Jónsdóttir eigandi Matarbúrs Kaju. „Hugmyndin hjá mér er að bjóða upp á lífrænt, umbúðalaust og plastlaust. Ég hef t.d. aldrei boðið upp á plastpoka í verslununum og hingað getur fólk komið með eigin ílát og verslað þurrvöru eftir vigt og ávexti og grænmeti í lausu,“ segir Kaja.

Er með lífrænt vottaða matvörulínu

Karen Jónsdóttir á og rekur Matarbúr Kaju á Akranesi og í Reykjavík, en það eru einu verslanirnar á landinu sem hafa fengið lífræna vottun.

Karen hefur einnig framleitt eigin matvörulínu sem seld er í verslununum og er það eina vörulínan sem pökkuð er hér á landi sem hefur fengið lífræna vottun. „Matvörulínan Kaja er pökkuð í endurvinnanlegar umbúðir algjörlega án hefðbundins plasts. Ef ég nota plast, sem ég geri eingöngu

ef varan geymist ekki með öðrum hætti, þá nota ég plasttegund sem brotnar mjög hratt niður, á örfáum mánuðum,“ segir Karen. „Til að koma vöru í sölu hjá mér þurfa þær að standast mínar kröfur, sem er ekki alltaf auðvelt,“ segir Karen og hlær. „Ég geri þá kröfu að í vörunni séu engin efni sem ræktuð eru á heilsuspillandi hátt. Til að mynda er það algengt með snyrtivörur að olían í þeim sé ekki endilega lífræn þó snyrtivaran sjálf sé með umhverfisvæna vottun. Ég geng því úr skugga um að ég geti rakið uppruna vörunnar alveg og hún sé í raun og veru alveg lífræn.“ Í Matarbúri Kaju eru seldar ýmsar matvörur, hreinlætisvörur, snyrtivörur og ýmsar heimilisvörur. „Nýlega fór ég í samstarf við Brauð og Co en ég fæ send frá þeim nýbökuð súrdeigsbrauð og snúða á hverjum degi. Þessu hafa Skagamenn tekið mjög vel og rýkur þetta alveg út,“ segir Karen og brosir. „Kökurnar okkar eru einnig mjög vinsælar, enda mjög góðar þó ég segi sjálf frá,“ segir hún og hlær. „Þetta eru Vegan og glútenlausar hrákökur sem búnar eru til hér í eldhúsinu og frystar svo þær haldast mjög ferskar,“ bætir hún við að lokum. arg

Við þjónustum allt landið

Umboðs- og heildsöluverslun SKESSUHORN 2017

Yfir 2000 vörutegundir á skrá

NÝTT Á SKRÁ! Grænmeti og ávextir, alltaf ferskt.

Sími: 437-1057 - Netfang: jgr@simnet.is

Þjónusta í 25 ár


38

Matarauður

MIÐVIKUDAGUR 27. SEPTEMBER 2017

Fræðst um geitur og afurðir þeirra á Háafelli Geiturnar á Háafelli í Hvítárssíðu eru vinsælar meðal ferðafólks. Að sögn Jóhönnu Bergmann Þorvaldsdóttur bónda eru það ekki aðeins geiturnar sjálfar heldur einnig afurðir þeirra sem fólk hefur áhuga á. „Við reynum að forðast öll aukaefni í þær geitaafurðir sem við framleiðum og það er svo skemmtilegt að sjá viðbrögð fólks þegar það smakkar svona hreina matvöru. Fólk er ekki vant þessu og langflestir eru mjög hrifnir,“ segir Jóhanna í samtali við blaðamann. Á Háafelli býðst fólki að koma í heimsókn og kynnast geitunum. „Við bjóðum upp á leiðsögn og viljum fræða fólk um geitina en þær eru bara ansi merkileg dýr. Við fræðum fólk um mikilvægi

geitanna, sögu þeirra frá landnámi og um hollustu og gæði afurðanna. Það eru ekki aðeins matvæli sem koma af geitinni heldur gerum við einnig krem úr tólginni, sápu úr mjólkinni og svo eru ullin líka mjög dýrmæt. Kremin eru græðandi og mjög góð fyrir þá sem eru t.d. með exem eða psoriasis,“ segir Jóhanna.

Selur geitaafurðir Á Háafelli er lítil verslun þar sem fólk getur keypt geitaafurðir eða hlaup og síróp úr ólíkum plöntum í náttúrunni. „Við erum með kiðlingakjöt, pylsur, kiðlingakæfu, geitamjólkurís, fetaost, hvítmygluost, sápur og

Geitur á túninu á Háafelli.

Jóhanna Bergmann Þorvaldsdóttir bóndi á Háafelli býr til ýmsar geitaafurðir sem hún selur í lítilli verslun á bænum.

krem. Auk þess sem við búum til og seljum bæði hlaup og síróp úr jurtum sem við fáum úr garðinum og náttúrunni hér í kring. Við gerum t.d. mjög skemmtilegt fjólublátt hlaup úr þrenningarfjólu,“ segir Jóhanna. Aðspurð segir hún allar vörurnar nema

mjólkurvörurnar vera framleiddar á staðnum. „Við höfum ekki enn lagt í að fá aðstöðu sem er samþykkt fyrir framleiðslu mjólkurvara. Þorgrímur á Erpsstöðum hefur séð um að gera ostinn fyrir okkur en við ræktum sjálf allar kryddjurtir sem notaðar eru í

Tvær blómarósir; þær Unnur Þórdís Kristinsdóttir og Elín Elísabet Einarsdóttir í heimsókn hjá Jóhönnu á Háafelli. Ljósm. úr safni/gj.

hann. Við erum bæði með vanilluog súkkulaðiís en hann er búinn til í Holtseli í Eyjafirði. Það væri vissulega hagkvæmara að geta gert þetta sjálf og við leggjum vonandi í það einn daginn,“ segir Jóhanna.

Hægt að kaupa ostana í Reykjavík Fyrir þá sem hafa ekki kost á að koma við á Háafelli er hægt að kaupa ostana hjá Frú Laugu við Laugalæk í Reykjavík. „Ostabúðin við Skólavörðustíg hefur stundum verið með osta frá okkur en það er mest í Frú Laugu. Annars erum við bara að selja sjálf og fólk getur alltaf haft samband eða komið í heimsókn. Úrvalið er líka langmest hér hjá okkur auk þess sem fólk sem kemur til okkar fær að hitta geiturnar og fræðast um þær í leiðinni,“ segir Jóhanna að lokum. arg/ Ljósm. úr safni Skessuhorns

fastus.is

MJÚKT OG VANDAÐ LÍN FYRIR ÞIG OG ÞÍNA GESTI Fastus býður upp á vandað lín s.s. baðsloppa, inniskó, handklæði, þvottastykki, baðmottur og vönduð 250 þráða sængur- og koddaver fyrir hótel, ferðaþjónustur og heilbrigðisstofnanir á sanngjörnu verði. Kíktu á úrvalið í verslun okkar og í vefverslun fastus.is

Verið velkomin í verslun okkar Opið virka daga kl. 8:30–17:00 Síðumúli 16 I 108 Reykjavík I Sími 580 3900 I fastus.is

Fastus er aðalstyrktaraðili Bocuse d’Or Iceland

Veit á vandaða lausn


Matarauður

MIÐVIKUDAGUR 27. SEPTEMBER 2017

39

Bláskel og þari úr Breiðafirði Tíu ár eru liðin frá því fyrirtækið Íslensk bláskel og sjávargróður ehf. var stofnað og hóf ræktun á bláskel. „Skelin er um þrjú ár að vaxa í markaðsstærð en við höfum verið að uppskera skelina og selja í sjö ár núna,“ segir Símon Már Sturluson framkvæmdastjóri fyrirtækisins. „Þetta hefur gengið ágætlega og skelin okkar hefur verið með góða holdfyllingu. Salan hefur verið vaxandi á hverju ári og þá aðallega í okkar landshluta, frá Hvalfirði og vestur. Það skiptir okkur miklu máli að eiga góð viðskipti við aðila í nágrenninu, eins og þá sem vilja selja matvöru úr

héraði. Sérstaða okkar á Snæfellsnesi er einmitt sjávarfang og ég er ánægður að sjá hversu margir hér eru einmitt að nýta sér það og bjóða upp á ferskt sjávarfang á matseðli,“ segir Símon og bætir því við að um 85% af sölu bláskelja þeirra sé á Vesturlandi.

Aukin sala sjávargróðurs Bláskelin, sem oftast er þekkt sem kræklingur, er ekki veidd heldur ræktuð í svokallaðri línuræktun. „Við leggjum út línu, sem er ekki ósvipuð kaðli í útliti, sem lirfur

setjast á, stækka og verða að bláskelinni. Línan er svo dregin upp í bát þegar skeljarnar hafa þroskast og eru tilbúnar. Það er því talað um að fara og sækja skel, ekki veiða hana,“ segir Símon. Eins og nafn fyrirtækisins gefur til kynna selur það einnig sjávargróður. „Sala á sjávargróðri er alltaf að aukast og seljum við talsvert af honum til Norðurlandanna. Flestir Íslendingar þekkja söl, sem eru þurrkuð og verkuð til manneldis. Annar sjávargróður er minna þekktur meðal Íslendinga en tegundirnar eru þó töluvert margar og alltaf að fjölga. Sem dæmi erum við nýlega byrjuð að taka upp tvær nýjar tegundir, annars vegar Maríusvuntu og hins vegar Þangskegg, sem bragðast ekki svo ósvipað trufflusveppum,“ segir Símon.

Sjávargróður vinsæll í snyrtivörur

Bláskelin frá Símoni er með góða holdfyllingu og afar ljúffeng.

„Það er engin sérstakur uppskerutími fyrir bláskelina en sjávargróðurinn er eins og gróður á landi, með ákveðinn uppskerutíma. Skelina er hægt að taka allt árið, svo lengi sem ekki komi eiturþörungar í hana. Á þessum tíu árum höfum við aðeins einu sinni þurft að stoppa framleiðslu vegna eiturþörunga og það var einungis í þrjár vikur,“ segir Símon. „Sjávargróð-

Símon Már Sturluson fyrir utan Sjávarpakkhúsið í Stykkishólmi, þar sem bláskel frá honum má finna á matseðli.

urinn er ekki aðeins notaður til manneldis heldur er hann t.d. einnig notaður í snyrtivörur. Þörungar hafa í sér allskyns bætandi efni og hefur íslenska húðvörufyrirtæk-

Fagleg & freistandi Matarhandverk

NARFEYRARSTOFA Matur úr Héraði

Local Food - Stykkishólmur

narfeyrarstofa.is

ið Taramar notað sjávargróður frá okkur í vörur sínar. Áhugi fólks á þörungum fer sívaxandi enda eru þeir allra meina bót,“ segir Símon og brosir. arg


40

Matarauður

MIÐVIKUDAGUR 27. SEPTEMBER 2017

Selur kindakjöt beint frá býli „Þetta byrjaði allt með bjúgunum,“ segir Kristín Helga Ármannsdóttir sauðfjárbóndi á YtriHólmi í Hvalfjarðarsveit. Kristín hafði í mörg ár búið til bjúgu fyrir heimilið og fyrir tveimur árum tók hún það skrefinu lengra þeg-

ar hún ákvað að búa til bjúgu og selja á sveitamörkuðum. Hún kom sér upp samþykktri aðstöðu til að vinna kjötafurðir og fór að selja bjúgun á sveitamörkuðum, auk þess sem hún fór að framleiða og selja tvíreykt hangikjöt og grafinn

ærvöðva. „Ég fór út í þetta því það þufti að auka tekjurnar meðfram bústörfunum, en á búinu eru um 600 ær,“ segir Kristín. „Viðtökurnar fóru alveg fram úr mínum björtustu vonum og sama fólkið er oft að hafa samband til að kaupa meira, sem ég er mjög þakklát fyrir. Hugmyndin var að skapa mér vinnu þar sem ég gæti stýrt vinnutímanum mínum sjálf. Fyrir síðustu jól ákvað ég að prófa að selja bæði léttreyktan lambahrygg og venjulegt hangikjöt, bæði á beini og úrbeinað. Þessu var svo vel tekið að ég er strax farin að taka við pöntunum fyrir næstu jól,“ segir Kristín og bætir því við að allir geti haft samband við hana og pantað fyrir jólin.

Tvíreykt hangikjöt gott til að narta í

Úrval af vörum sem Kristín býr til og selur.

Kristín fór að starfa í fiskvinnslu þegar hún var 14 ára og segist hafa verið með fingurna í matvælum síðan þá. „Ég hef gert svo margt sem tengist mat, til dæmis unnið í sláturhúsi og svo vann ég um tíma í eldhúsinu á Dvalarheimilinu Höfða. Ég hef svona verið í öllum öngum matvælaiðnaðarins,“ segir hún og brosir. „Ég hef í gegnum tíðina aflað mér þekkingar á kjötvinnslu og matreiðslu svo það var ekki flókið fyrir mig að byrja á þessu. Ég hef líka verið bóndi í 36 ár og unnið mitt kjöt sjálf,“ bætir hún við. Kristín segir erlendu ferðamennina helst kaupa hangikjötið og grafna kjötið. „Íslendingar eru að kaupa allar fram-

Grafinn ærvöðvi frá Ytra-Hólmi.

Kristín Helga Ármannsdóttir sauðfjárbóndi á Ytra-Hólmi í Hvalfjarðarsveit verkar kjöt og selur beint frá býli.

leiðsluvörur sem við höfum verið að bjóða. Ég hef verið að benda fólki á hversu sniðugt tvíreykta hangikjötið er sem snakk, þetta kemur niðurskorið og er fullkomið sem smá nart í bílnum. Íslendingar eru svo fastir í að hangikjöt sé bara fyrir jólin en það þarf ekki endilega að vera. Ég hef t.d. gjarnan tekið þetta með mér í útilegur yfir sumarið,“ segir Kristín.

Opnar markað „Ég ætla að prófa að selja ferskt kryddað lambakjöt núna í haust og sjá hvernig fólk tekur í það,“ segir Kristín aðspurð hvort eitthvað nýtt væri væntanlegt frá henni. „Ég verð með ferska kjötið á sveitamarkaði við Æðarodda laugardag-

inn 7. október og ef fólk er hrifið af því mun ég halda áfram að selja það.“ Fram til þessa hefur fólk aðeins getað keypt vörur Kristínar á sveitamökuðum eða með því að hringja og panta þær hjá henni. Hún hefur ekki haft neinn ákveðinn tíma sem fólk getur komið á til að kaupa vörur en hún stefnir á að breyta því. „Ég ætla að prófa að opna markað með vörum beint frá býli hér heima laugardaginn 14. október og vera þá með auglýstan opnunartíma. Ef það gengur vel held ég að það fyrirkomulag sé komið til að vera. Fólk getur þó alltaf hringt í mig eða fundið Sauðfjárbúið Ytra-Hólmi á Facebook og haft samband ef það vill kaupa hjá mér utan opnunartíma,“ segir Kristín að lokum. arg

Hákarlinn í hávegum hafður í Bjarnarhöfn Í Bjarnarhöfn á Snæfellsnesi rekur Hildibrandur Bjarnason og fjölskylda hans víðfrægt hákarla- og sveitasetur. Í safninu er hægt að fræðast um veiðar á hákörlum fyrr á öldum, verkun þeirra og notagildi og að sjálfsögðu eiga gestir þess kost að gæða sér á hákarli sem verkaður er á staðnum. Hákarlaverkun hefur verið stunduð af fjölskyldu Hildibrands kynslóð fram af kynslóð og er sú hefð í hávegum höfð í Bjarnarhöfn. „Hákarlaveiðar hafa aldrei verið stundaðar hér en pabbi flutti verkunarþekkinguna með sér þegar við fluttum hingað frá Asparvík á Ströndum árið 1951,“ segir Hildibrandur. Hann segist fá hákarlinn í Bjarnarhöfn af togurum víðs vegar af landinu. „Við þekkjum orðið svo margar togaraáhafnir að við erum látnir vita þegar hákarl kemur í trollið. Þeir eru að senda frá sér hákarl allt árið en mest er þó eftirspurnin á þorranum.“

Hákarlinn unninn í neytandapakkningar Misjafnt er hvernig hákarlarnir eru þegar þeir berast frá togarasjómönnum. Mikið verk er að gera að einum hákarli til verkunar en Hildi-

Mikið verk er að gera að einum hákarli en Hildibrandur segir það vera eins og annað, ef samhent verkþekking sé á staðnum sé þetta auðvelt og ef hnífarnir bíti vel, þá takist þetta.

Vorið 2007 bar vel í veiði, en þá eignaðist Hildibrandur fjörutíu og fjóra hákarla í einni kippu af erlendum togara. Komið var að landi í Rifi og var það Páll skipstjóri á Björgu sem dró hákarlana að landi. Þegar í land var komið voru hákarlarnir dregnir upp í uppsátrið þar sem vörubifreið dró þá upp en síðan voru þeir hífðir á bílinn og brunað heim í Bjarnarhöfn þar sem aðgerð hófst. Ljósm. af.

brandur segir það vera eins og annað, ef samhent verkþekking er til staðar sé þetta auðvelt og ef hnífarnir bíti vel, þá takist þetta. Í Bjarnarhöfn tekur síðan við um hálfs árs verkun. Fyrst þarf að skera hákarlinn í hæfilegar beitur og leggja hann í kös í sérsmíðuðum kössum. Þar er hann látinn kæsast og síðan hengdur í hjall. Allt þetta ferli tekur sinn

fiskbúðir sem kaupa hákarlinn þannig og hengja upp hjá sér. Þar eru síðan skornar sneiðar af beitunni eftir óskum kaupenda. Hákarlasafnið opnuðu Hildibrandur og fjölskylda árið 2004 og segir hann viðtökurnar hafa verið mjög góðar frá opnun. Verkþekking heimamanna, atvinnusaga og hefð tvinnast saman í Bjarnarhöfn

tíma sem fer þó eftir tíðarfarinu hverju sinni. Þá tekur við að sneiða niður beiturnar, allt niður í litla teninga og koma afurðinni í neytendapakkningar. Þær fara víða en stærstu kaupendurnir eru stór dreifingarfyrirtæki, sem jafnframt bjóða og verka aðrar sjávarafurðir. Í sumum tilvikum eru beiturnar seldar í heilu lagi frá Bjarnarhöfn og helst eru það

og verður Hildibrandur ekki var við annað en að þetta veki áhuga fólks. „Hér er hægt að fræðast um allt sem tengist hákarli. Bjarnarhöfn hentar vel fyrir svona starfsemi enda eru þar bestu aðstæður til að verka hákarl. Starfsemi okkar fellur líka vel að hefð svæðisins í veiðum og verkun,“ segir Hildibrandur að endingu. hlh


Matarauður

MIÐVIKUDAGUR 27. SEPTEMBER 2017

41

Paprikubóndi í Borgarfirði

Uppskeran hefur aukist samhliða meiri þekkingu í greininni „Ég er búinn að eiga þessa stöð frá árinu 2005 en hef verið í grænmetisrækt frá því ég var ungur. Pabbi var í útiræktun svo ég kynntist þessu snemma og hef ég verið að rækta eitt og annað t.d. gulrætur, tómata, gúrku og nú papriku,“ segir Dagur Andrésson garðyrkjubóndi í Reit í Borgarfirði. Í Reit er Dagur með 2.300 fermetra gróðurhús í fjórum einingum og ræktar þar um 18-20% af allri papriku sem framleidd er hér á landi. „Þetta er aðeins breytilegt á milli ára en ég hef, með þessa litlu stöð hér, verið að framleiða svona um þetta, 18-20%, en ansi mikið af paprikunni hér á landi er innflutt,“ segir Dagur.

Rólegast yfir sumartímann „Uppskerutíminn er frá apríl fram í nóvember en það er nóg að gera þess á milli. Ég þarf að sótthreinsa húsin á milli tímabila og svo í janúar sái ég fyrir nýjum plöntum. Ég el þær upp á borði undir ljósum svona fram í mars en þá þurfa húsin að vera tilbúin svo ég geti komið plöntunum fyrir,“ segir Dagur aðspurður um hvað garðyrkjubóndi geri þegar ekki er uppskerutími. „Sumarið er í raun rólegasti tíminn hjá mér. Þá er þetta bara rútína, huga að plöntun-

Paprikurnar nýkomnar af plöntunni.

um og taka af þeim. Svo er ég líka með starfsfólk hjá mér yfir sumarið,“ bætir Dagur við.

Þekking hefur aukist Aðspurður hvers vegna paprikuræktun sé ekki jafn öflug og gúrkuog tómataræktun hér á landi segist Dagur ekki vita það nákvæmlega, en að það gæti tengst því að paprikuplantan sé viðkvæm. „Ef paprikuplantan verður fyrir áfalli vegna kulda nær hún sér alls ekki alltaf á strik aftur. Það gæti spilað inní. En

Dagur Andrésson garðyrkjubóndi ræktar paprikur í Reit í Borgarfirði.

svo gefa paprikuplönturnar ekki jafn mikið af sér og gúrku- og tómataplönturnar. Það hefur þó lagast mikið svona frá aldamótum. Þá kom hér nýr ráðunautur sem hefur komið með góð ráð fyrir bændur og hefur orðið mikil aukning í framleiðslu síðan. Áður þótti það bara nokkuð gott að ná svona 7-10

kílóum á fermetra en í dag er það örugglega nær 18 kílóum,“ segir Dagur. Umbúðir um grænmeti hafa verið mikið í umræðunni að undanförnu og segir Dagur umbúðirnar þjóna tvennum tilgangi. „Pakkningarnar eru m.a. til að upprunamerkja vörurnar. Ef við pökkum þeim ekki og

merkjum geta kaupmenn auðveldlega sett erlenda vöru í kassana fyrir þær íslensku og þá er engin leið fyrir neytendur að vita um uppruna vörunnar. Svo hefur þetta gríðarleg áhrif á endingu grænmetisins. Varan endist töluvert betur í góðum pakkningum en í lausu,“ segir Dagur. arg

Matarbúrið Dalabyggð

Dalabyggð er fyrst og fremst landbúnaðarhérað, þar sem mikil hefð er fyrir sauðfjárrækt og mjólkurvinnslu. Við erum stolt af okkar metnaðarfullu fyrirtækjum á sviði matvælaframleiðslu í bæði stórum og smáum stíl, jafnt í frumvinnslu hráefnis og fullvinnslu afurða. Við hvetjum Dalamenn til þess að virkja ímyndunaraflið enn frekar og þróa og framleiða fleiri matvörur af öllu tagi. Þar má byggja á annars vegar því góða hráefni sem landbúnaður héraðsins býður upp á og hins vegar á þeim náttúruauðlindum til lands og sjávar sem héraðið býr yfir.

SKESSUHORN 2017

Sveitarfélagið byggir upp vottaða matvælaframleiðsluaðstöðu í félagsheimilinu Tjarnarlundi, sem stendur til boða fyrir íbúa sveitarfélagsins að nýta til þróunar og framleiðslu á nýjum matvælum. Matur framleiddur í vottaðri aðstöðu er meðal annars gjaldgengur í sælkeraverslanir og sem hráefni til veitingahúsa.


42

Matarauður

MIÐVIKUDAGUR 27. SEPTEMBER 2017

Ferðaþjónusta sérhæfð í matarferðum um Vesturland Crisscross er nýtt ferðaþjónustufyrirtæki sem sérhæfir sig í matarferðum um Vesturland. Bændur og smáframleiðendur eru heimsóttir og ferðalöngum gefst tækifæri til að kynnast bústörfum og gæða sér á ljúffengum matarhandverki beint frá býli. Á bak við fyrirtækið stendur Sigríður Anna Ásgeirsdóttir. Hún er sjálf matarfrumkvöðull, en hún framleiðir Íslandus mysudrykk og Íslandus kex úr mysu frá Rjómabúinu á Erpsstöðum. Í drykkinn blandar hún bláberja- og krækiberjasafa og seyði af villtum jurtum við mysuna en kexið inniheldur auk mysu ýmis holl fræ og fjallagrasahratið úr drykkjarframleiðslunni. “Mig langaði að setja þessa hollu vöru, mysuna, í nýjan búning sem hentaði vel nútíma matarsmekk og kæmi í veg fyrir matarsóun,” segir Sigríður Anna. Í dag eru Íslandus vörurnar seldar í sérvöruverslunum víðsvegar um landið og ekki síst sem matarminjagripur til erlendra ferðamanna, enda vinsælt að taka heim til sín séríslenskar vörur til minningar um ferðina hingað til lands. Í gegnum þátttöku á matarmörkuðum kynntist ég mörgum frábærum framleiðendum sem leggja metnað í að koma hreinum og góðum afurðum sem framleidd-

ar eru á vandaðan og vistvænan hátt á framfæri. Það var þá sem hugmyndin fæddist að blanda saman þessum tveimur ástríðum mínum, matarframleiðslu og ferðalögum,” segir Sigríður Anna, en hún hefur einnig langa reynslu sem leiðsögumaður fyrir erlenda ferðamenn.

Stórkostleg matarkista Ferðir Crisscross byggjast á samvinnu við heimamenn og þeirra framlag. Gestirnir miðla af lífi sínu og eigin reynslu og eykur það mjög gildi ferðarinnar fyrir erlenda ferðamenn. Crisscross hefur að leiðarljósi að fara ótroðnar slóðir í sínum ferðum og það var ekki að ástæðulausu að Vesturland varð fyrir valinu sem áfangastaður. „Þar er mikil náttúrufegurð og hægt að velja úr mörgum náttúruperlum sem fáir leggja leið sína um. Einnig er Vesturlandið allt stórkostleg matarkista og mikil gróska í matarhandverki og nýtingu á staðbundnum hráefnum. Það er einmitt þetta sem ferðalangar með mataráhuga eru að leita að.” Þessi gerð ferðamennsku fer sannarlega ört stækkandi því víða um heim nýtur matarferðamennska mikilla vinsælda þótt hún sé ennþá fremur ný af nálinni hérlendis.

Samvinna er allra hagur

Fram til þessa hafa ferðirnar hjá Crisscross mestmegnis verið dagsferðir um Hvalfjörð og Borgarfjörð. Fyrirtækið hyggur á lengri ferðir þar sem farið verður um

Stefnumót 19. október í Hjálmakletti í Borgarnesi Stefnumótið er hugsað til að efla tengslanet, samtal og samvinnu aðila sem vilja efla matvælaframleiðslu, fullvinnslu hráefnis í héraði, sölu beint frá býli, hráefnisnotkun úr heimahéraði á veitingastöðum og matartengda upplifun á Vesturlandi. Stefnumótið er skipulagt með léttum brag og kryddað með reynslusögum matarfrumkvöðla. Sóknaráætlun Vesturlands reynir að endurspegla þær þarfir og framtíðarsýn sem Vestlendingar hafa fyrir landshlutann. Í vinnu við Sóknaráætlun 2015-2019 kom fram að auk eflingar og þróunar í þeim öflugu matvælafyrirtækjum sem fyrir eru á svæðinu er markvisst unnið að því að skapa aðstæður sem styðja við sprota í matvælaframleiðslu, ýta undir samvinnu, efla markaðssetningu og auka sölu. Í sömu vinnu var rætt um að stofna samstarfsvettvang til að skapa umgjörð fyrir matvælaframleiðendur

þar sem t.d. yrði hægt að vinna að sameiginlegu vörumerki, að stefnumótun, samstarfi við ferðaþjónustuaðila, stuðningi við beint frá býli og beint frá bát og eflingu ræktunar lífrænna matvæla. Stefnumótið fimmtudaginn 19.

október er tilraun til þess að bjóða upp á vettvang til tengslamyndunar og samhristings milli framleiðenda og veitingasala á Vesturlandi. Vonandi verður stefnumótið enn eitt skrefið í þá átt að efla samvinnu og samtal hagsmunaaðila á Vesturlandi. Á staðnum verða, auk matvælaframleiðenda og veitingasala, fulltrúar frá Matís, Íslandsstofu, Landbúnaðarháskóla Íslands og atvinnuþróunarfélögum svo eitthvað sé nefnt. Stefnumótið er einstakt tækifæri til að efla viðskiptatengsl, víkka sjóndeildarhringinn og taka þátt í skemmtilegri samkomu. Þeir matvælaframleiðendur sem vilja gefa smakk af vörunni sinni á stefnumótinu er velkomið að gera það en það er ekki skylda. Þátttökugjald er ekkert. Skráðu þig strax með því að senda póst á signy@creatrix.is fyrir 14. október.

fleiri svæði á nokkrum dögum. „Draumurinn er að hafa þematengdar ferðir þar sem lífinu til sjávar og til sveita er gert skil með því að heimsækja einn daginn bændur í uppsveitum Borgarfjarðar eða í Dölunum og næsta dag matarframleiðendur við sjávarsíðuna t.d. á Snæfellsnesi. Það er nefnilega hægt að segja svo margar sögur af landi og þjóð í gegnum mat og matarhefðir. Þetta er klárlega það sem ferðamaðurinn sem kemur til okkar hefur áhuga

á,” segir Sigríður Anna. Hún telur jafnframt mikilvægt að samvinna við heimamenn sé með allra besta móti og það gerist þegar allir hagnast á samvinnunni. „Hingað til höfum við verið mjög heppin með samstarfsaðila og það væri mjög gaman að heyra frá fleiri aðilum á Vesturlandi sem hefðu áhuga á að taka þátt í þessu með okkur. Ekki hika við að hafa samband,“ segir Sigríður Anna. Sjá nánar á: http://crisscross.is bg


Matarauður

MIÐVIKUDAGUR 27. SEPTEMBER 2017

43

Rjómabúið Erpsstöðum fjósið og heimavinnsluna okkar og fá fræðslu um vinnsluferlið og íslenskan búskap og búskaparhætti í Dölunum,“ segir Þorgrímur. „Ég hef yfirumsjón með framleiðslunni en hef góða starfsmenn með mér. Það er ein kona hér úr sveitinni sem sér alveg um að búa til ísinn og önnur sem sér um skyrkonfektið. Ég fæ svo mjólkurfræðing til mín tvisvar í mánuði til að sjá um ostagerðina. Svo hjálpast allir heimilismeðlimir að,“ segir Þorgrímur aðspurður hvort þau Helga sjái ein um framleiðsluna. „Ég sé svo um að pakka vörunni, geri hana klára fyrir sölu og skila henni af mér í verslanir eða veitingastaði. Vörurnar okkar eru bæði seldar í versluninni Frú Laugu í Reykjavík og Ljómalind í Borgarnesi,“ bætir hann við.

Hluti af því vöruúrvali sem framleitt er á Rjómabúinu Erpsstöðum.

Þorgrímur Einar Guðbjartsson og Helga Elínborg Guðmundsdóttir eru með heimavinnslu mjólkurafurða og bjóða gesti velkomna.

Opna sýningu um skyr

Þau Þorgrímur og Helga hafa staðið í framkvæmdum undanfarna mánuði þar sem þau eru að breyta búð sem þau hafa verið með í öðrum endanum á fjósinu. „Við erum með búð hér þar sem gestir geta komið og keypt vörurnar okkar. Hingað hefur fólk einnig getað komið, sest niður og fengið sér ís og komist í návígi við dýrin,“ segir Þorgrímur og bætir því við að nokkur minni húsdýr og gæludýr séu á staðnum fyrir gesti að skoða og kynnast. „Við erum að breyta öllum innréttingum og skipulagi í búðinni og setja upp litla sýningu um skyrgerð, hvernig skyrið var gert áður fyrr og hvernig það er gert í dag,“ segir Þorgrímur. „Stefnan var að opna sýninguna í október en það er óvíst að það náist,“ bætir hann við. Þorgrímur seg-

Skyrkonfektið frá Rjómabúinu Erpsstöðum hefur notið mikilla vinsælda.

ir búðina venjulega bara vera opna yfir sumartímann en að þau reyni alltaf að taka á móti gestum allt

árið ef haft er samband við þau fyrst. arg/ Ljósm. Rjómabúinu Erpsstöðum

„Ljómalind sérhæfir sig í að bjóða upp á vörur frá heimavinnsluaðilum á Vesturlandi, allt frá ýmis konar handverki til búvara beint frá býli. Meðal þess sem við bjóðum upp á eru sultur, söl, ostar, ís, mysa, lax, lamba og nautakjöt. Einnig egg, sælgæti og grænmeti. Erum sem sagt með fjölbreytt úrval og allt unnið í héraðinu. Fáum nýjan varning í hverri viku.

Mýranaut og fleiri verða með smakk fyrir gesti og gangandi þann 14. október. SKESSUHORN 2017

„Við erum með kúabúskap og framleiðum mjólkurvörur, auk þess sem við bjóðum upp á gistingu fyrir fólk í húsi hér á bænum, svo það er nóg að gera,“ segir Þorgrímur Einar Guðbjartsson, mjólkurfræðingur og bóndi á Erpsstöðum í Miðdölum í Dalasýslu, þegar blaðamaður heyrði í honum. Þorgrímur og Helga Elínborg Guðmundsdóttir opnuðu Rjómabúið á Erpsstöðum vorið 2009 en fram að því voru þau með hefðbundinn kúabúskap. Þau byggðu nýtt fjós á bænum, komu sér upp heimavinnslu og fóru að framleiða rjómaís. „Þetta hefur aðeins undið uppá sig og í dag framleiðum við skyr, osta, skyrkonfekt og ís í mörgum bragðtegundum,“ segir Þorgrímur. „Gestir sem koma til okkar, bæði þeir sem eru í gistingu og aðrir, hafa kost á að skoða

Opnunartími í september 10-18, alla daga

Vetraropnunartími (frá 1. október.) frá 12-17 Opnum fyrir hópa


44

Matarauður

MIÐVIKUDAGUR 27. SEPTEMBER 2017

Pennagrein

Matvælaframleiðsla á Vesturlandi Á Íslandi er gnægð náttúruauðlinda. Allar tengjast þær matvælaframleiðslu með beinum eða óbeinum hætti. Fiskimiðin eru einhver þau gjöfulustu sem þekkjast. Sýnt hefur verið fram á að það frumstæða landbúnaðarsamfélag sem einkenndi Ísland frá landnámi fram á seinni hluta 19. aldar hafi verið háð sjávarnytjum. Fiskveiðar voru þá einna mikilvægastar. Vegna frumstæðrar tækni (bátar og veiðarfæri) var best að sækja sjóinn á vetrarvertíðum þegar þorskurinn gekk á landgrunnið til hrygningar. Það gerði hann mest á Suðurlandi og Vesturlandi. Bændur fóru þá í ver, sem kallað var, alls staðar af að landinu og voru þau fjölmennustu á Reykjanesi, Vestfjörðum og Snæfellsnesi. Bent hefur verið á þá sérstöðu Íslands að vertíðarnar voru á þeim tíma ársins sem lítið álag var vegna sauðfjárbúskaparins en gæftir litlar þegar álag var í sauðfjárbúskapnum á vorin, sumrin og fyrst á haustin. Þessi sérstaða og samkeppnisforskot hafði Ísland fram yfir önnur lönd á norðurhveli jarðar. Því má segja að Íslandi hafi frá upphafi verið sérstaklega hentugt til matvælaframleiðslu og átti það við um suður- og vesturströnd landsins vegna hrygningarstaða þorsksins en ekki síður þess að mesta undirlendi landsins og hæsti meðalhiti er þar líka. Þar er vísað til undirlendi Suðurlands, Borgarfjarðar og jafnvel Dala. Veðráttan og ýmsar jarðhræringar hafa þó ávallt sett óheppilega strangar skorður á matvælaframleiðslu á Íslandi og þess vegna fjölgaði fólki ekki mikið frá landnámi fram að byrjun 20. aldar, þegar tæknivæðing hóf innreið sína. Í seinni tíð hefur samt þótt vænlegast að byggja forskot íslenskrar matvælaframleiðslu á sérstöðu landsins sem er gnægð grænnar orku, hreins vatns, hverfandi lítillar mengunar, skynsamlegrar nýtingar náttúruauðlinda og möguleika á að standa vel að velferð hús- og villtra dýra fremur en lágs verðs. Þrátt fyrir mikla umfjöllun um nauðsyn þess að styðja við fyrrnefnd gildi hefur afkoma verið afspyrnu léleg í íslenskum matvælaiðnaði að sjávarútvegi frátöldum.

verið hentugt að sækja sjóinn frá Akranesi og það talið vera elsti útgerðarstaður landsins. Á Akranesi hefur lengi verið um stærri fyrirtæki að ræða eins og Sementsverksmiðja ríkisins, sjúkrahús og Fjölbrautaskóli Vesturlands eru dæmi um. Það sama hefur einkennt matvælaframleiðslu. Þar bar Haraldur Böðvarsson hf. höfuð og herðar yfir aðra framleiðendur.

og fleira fyrst og fremst til útflutnings. Í Hvalfirði hefur hefðbundinn landbúnaður verið stundaður en vægi hans hefur dregist saman eftir að athafnasvæðið á Grundartanga byggðist upp. Þaðan voru Hvalveiðar stundaðar og vinnsla afurðanna fór þar fram í stórri hvalstöð og þeirri einu eftir miðja 20. öld. Þar hafa aðilar í Hvalfirði ráðist í

fjölgaði um 40% frá 1970 til 1980, árið 1970 voru þeir 1.157 en árið 1980 voru þeir 1.619. Árið 1981 var Borgarfjarðarbrúin opnuð fyrir umferð. Framkvæmdir við hana hófust árið 1975. Um svipað leyti hófust framkvæmdir við Hitaveitu Akraness og Borgarness. Á þessum tíma var mikið af húsnæði byggt í Borgarnesi. Fyrir utan landbúnað og þjónustu við hann voru starf-

Breiðafjörður hefur verið kallaður matarkista vegna fengsælla fiskimiða og fjölbreytni sjávarfangs. Ljósm. úr safni Skessuhorns/af.

Í dag hefur starfsemi Haralds Böðvarssonar verið hætt í nafni HB-Granda en nýir aðilar, Ísfiskur frá Kópavogi, hafa keypt bolfiskvinnsluhúsið og hyggjast nú nýta sér húsa- og tækjakost sem þar er til fiskvinnslu. Ennþá er Norðanfiskur starfræktur sem vinnur fisk og ýmsa fiskrétti og Akraborg sem sýður niður loðnu, smásíld, svil,

einskonar staðtengda handverksframleiðslu á matvælum undir merkjum „beint frá býli“.

Borgarfjarðarsvæði Myndun þéttbýlis í Borgarnesi á upptök sín að rekja til matvælaframleiðslu – þ.e. verslunar og tilrauna til útflutnings á laxaafurð-

ræktir fimm framhaldsskólar í Borgarfirði á þessum tíma, á Bifröst, Varmalandi, Reykholti, Borgarnesi og Hvanneyri. Þrír þeirra tengdust matvælaframleiðslu þar sem búfræði var kennd á Hvanneyri, húsmæðraskóli á Varmalandi og iðnskóli í Borgarnesi þar sem nema mátti mjólkur- og kjötiðn ásamt fleiru. Í dag eru aðeins

stöðugur í kringum 90 og starfsmenn um 15 nánast allan tíunda áratuginn en tók miklum breytingum við aldamótin og hélst nánast óslitið fram að bankahruni. Þennan tíma var stöðug uppbygging á aðstöðu, einkum nemendagarða og kennarabústaða. Við bankahrunið fækkaði nemendum að Bifröst. Skólastarf á Hvanneyri óx hægar á árunum fyrir bankahrun en tók vaxtarkipp eftir bankahrun. Þessu var fylgt eftir með uppbyggingu á aðstöðu. Í dag eru úrvinnslugreinar landbúnaðarins horfnar úr Borgarfirði ef frá er talin lítil veisluþjónusta sem heitir Kræsingar. Þá hafa bændur og fáeinir aðrir aðilar verið að þróa með sér matvælaframleiðslu í smáum stíl og í anda „beint frá býli“ og hafa þeir aðgang að vottuðu eldhúsi í þeim tilgangi og selja vörur sínar í versluninni Ljómalind. Tvö fyrirtæki eru að vinna og verka fisk – Eðalfiskur í bleikum fiski og annar smærri aðili í hvítum. Þó hefur matsölustöðum fjölgað ört vegna útþenslu ferðaþjónustunnar og má segja að hægt sé að kaupa mat á 12 stöðum í Borgarnesi. Einhver ylrækt er í Borgarfirði en miklu minni en hún var á níunda áratug 20. aldarinnar. Þar má nefna Laugaland á Varmalandi sem framleiðir gúrkur og svo er all nokkur framleiðsla tómata, jarðarberja og papriku og fleiri grænmetistegundir á Kleppjárnsreykjum, Reykholti og nágrenni. Þá eru framleiddar ýmsar vörur í Borgarfirði sem auka á fjölbreytni í matvælaframleiðsu þó það sé ekki í stórum stíl. Þar má nefna framleiðsla á víni, bjórnum Steðja, sultur og krydd.

Snæfellsnes Útræði var víða á Snæfellsnesi en eftir að vélbátavæðing hófst á Ís-

Vesturland Í fyrstu virðist atvinnulíf Vesturlands einkennast af hefðbundnum landbúnaði og sjávarútvegi eins og landsbyggðirnar flestar. Við nánari rýni kemur þó í ljós matvælaiðnaður á Vesturlandi á sér einhverja sérstöðu. Þar má nefna veiðar og vinnslu á skelfiski – einkum í Breiðafirði. Einnig má geta þess að fáir hlutar landsins geta státað af eins gjöfulum ám og vötnum í náttúrlegum laxi og silungi. Þá eru heiðar og engi á Vesturlandi ákaflega heppilegar til rjúpna- og gæsaveiða. Að öðrum landshlutum ólöstuðum þá hefur landshlutinn Vesturland verið einna öflugastur í landbúnaði og sjávarútvegi af fyrrgreindum sökum.

Akranes og Hvalfjörður Íbúar Akraness voru 767 árið 1900, 2.577 árið 1950 og 5.433 árið 2000. Frá fornu fari hefur

Kornrækt er stundum í sveitum Vesturlands, flest ár með ágætum árangri og bætir þá afkomu búana sem hana stunda. Meðal frumkvöðla á því sviði er Magnús Eggertsson bóndi í Ásgarði í Reykholtsdal sem hér þrestir korn. Ljósm. úr safni Skessuhorns/mm.

Víða er unnið að þróun í matvælaframleiðslu í landshlutanum. Í því sambandi má nefna salatræktun á gróðrarstöðinni Lágafelli við Vegamót á Snæfellsnesi. Ljósm. Matarauður Íslands.

skötusels- og þorsklifur í sælkerapakkningar. Þá starfrækir fyrirtækið líka niðursuðuverksmiðju í Ólafsvík á Snæfellsnesi. Á Akranesi hafa þróast atvinnugreinar í tengslum við sjávarútveg. Þar má nefna fyrirtæki eins og Skaginn 3X sem þróar, hannar og framleiðir hátæknilausnir fyrir bæði skip og fiskvinnslur í landi. Þá er Vignir G Jónsson hf. á Akranesi, sem í dag er í eigu HB Granda, framsækið framleiðslufyrirtæki sem framleiðir margvísleg matvæli úr sjávarfangi, hrogn

tveir þeirra starfræktir að hluta til, en tveir háskólar hafa bæst við. Frá miðjum níunda áratugnum fjaraði hratt undan skólarekstri Húsmæðraskólans að Varmalandi og Héraðsskólans í Reykholti. Þó að héraðsskóli teljist hafa verið starfræktur í Reykholti á tímabilinu 1931 til 1997 (Heimskringla, 2004) var starfsemi hans aðeins svipur hjá sjón á tíunda áratugnum. Árið 1995 var mjólkursamlaginu í Borgarbyggð lokað. Árið 1988 var Samvinnuskólinn fluttur upp á háskólastig og var nemendafjöldi nokkuð

um á seinni hluta 19. aldar. Íbúum fjölgaði síðan í hægum skrefum fram að seinni heimsstyrjöldinni. Um aldamótin, árið 1901, voru íbúar í Borgarnesi 50 talsins. Árið 1940 var fjöldi íbúanna kominn upp í 629. Á áttunda áratugnum var mikill uppgangstími í landbúnaði sem hófst reyndar á árunum strax eftir síðari heimsstyrjöldina. Þá var sláturhús í Brákarey stækkað mikið og byggt stórt mjólkursamlag í Borgarnesi. Uppganginn á áttunda áratugnum má sjá á því að íbúum

landi og mikilvægi góðra hafna fór að skipta meiru máli til að verja dýr fiskiskip þéttist byggðin þar sem þær var að finna í bland við nálægð gjöfulla miða. Það ásamt litlu undirlendi orsakaði að kjölfesta atvinnulífsins á norðanverðu Snæfellsnesi urðu veiðar og vinnsla sjávarfangs. Þó má segja að löngum hafi verið lögð talsverð áhersla á bolfiskvinnslu utarlega á nesinu en eftir því sem innar dró hafi áherslan aukist á veiðar og vinnslu á skelfiski. En skelfiskmiðin hrundu um aldamótin síðustu og árið 2002 voru veiðar


Matarauður

MIÐVIKUDAGUR 27. SEPTEMBER 2017

bannaðar. Nú eru þó teikn á lofti að skelfiskveiðar geti hafist á ný. Þá hefur vægi smábátaútgerðar verið meiri utar á nesinu og nær fengsælustu fiskimiðunum við odda þess, en áhersla á stærri skip meiri eftir því sem innar dregur og lengra frá miðum. Breiðafjörður hefur verið kallaður matarkista vegna fengsælla fiskimiða og fjölbreytni sjávarfangs. Á Reykhólum í Barðastrandasýslu hefur verið þörungavinnsla sem nýtist í matvælaiðnaði erlendis en nýverið hafa aðilar á Snæfellsnesi sýnt því áhuga á að hefja uppbyggingu slíkrar framleiðslu. Yst á Snæfellsnesi eru þrír byggðakjarnar: Ólafsvík, Rif og Hellissandur. Í Ólafsvík voru 496 árið 1900, 481 árið 1950 og 988 árið 2000. Í Rifi hefur Hagstofan engar tölur fyrr en 1997 en þá bjuggu þar 150 og 148 árið 2000. Á Hellissandi hefur Hagstofan fyrst tölur frá 1904 og þá bjuggu þar 186, 329 árið 1950 og 413 árið 2000. Grundarfjarðarbær er yngsta þéttbýli á Snæfellsnesi. Upp úr miðri 20. öld færðist mikill kraftur í uppbyggingu bæjarins. Árið 1950 voru íbúar þar 219 talsins, en tuttugu árum síðar var íbúafjöldinn kominn upp í 599 og 952 árið 2000. Burðarásar atvinnulífsins hafa að öðrum ólöstuðum verið Guðmundur Runólfsson og Soffanías Cecilsson sem báðir hafa stundað blandaða útgerð í botnfisk- og flatfisktegundum. All nokkur skelfiskvinnsla var í Grundarfirði en liggur nú niðri. Nýlega keypti Fisk-Seafood á Sauðárkróki starfsemi Soffaníasar Cecilssonar og hyggst reka í óbreyttri mynd. Í Stykkishólmi hefur verslun verið stunduð frá fornu fari. Þar ráku danskir kaupmenn verslun lengi vel. Um síðustu aldamót, árið 1901, voru íbúar þar 363, 843 1950 og 1.229 árið 2000. Í Stykkishólmi hefur Sigurður Ágústsson verið umsvifamikill í sjávarútvegi. Starfsemi þess fyrirtækis má rekja til ársins 1933 þegar Sigurður Ágústsson keypti þrotabú Tangs og Riis, síð-

45

Þrátt fyrir tímabundið bakslag í afkomu sauðfjárbænda í haust er greinin ennþá kjölfesta í búsetu margra í landshlutanum. Ljósm. úr safni/sm.

Fyrirtækið Ísfiskur í Kópavogi keypti nýverið bolfiskvinnsluhús HB Granda á Akranesi og hyggst nýta sér húsa- og tækjakost sem þar er til fiskvinnslu og hefja vinnslu eftir næstu áramót. Ljósm. úr safni Skessuhorns/mm.

ustu leifar danskrar selstöðuverslunar á Íslandi. Þó Sigurður Ágústsson hafi aðallega verið í skelfiskvinnslu fyrir nokkrum árum er fyrirtækið núna í saltfiskframleiðslu, kavíarframleiðslu og reyktum fiski að auki. Þórsnes er annað stórt fiskverkunarfyrirtæki þar. Skipavík skipasmíðastöð er rekstur sem byggðist upp í skjóli öflugs sjávarútvegs og hefur verið rekin í marga áratugi í Stykkishólmi. Í Stykkishólmi var mest unnið úr rétt rúmlega 14.000 tonnum af hráefni úr sjó árið 1983. Síðan hefur þetta minnkað nokkuð jafnt og þétt og árið 2002 var unnið úr tæplega 6.700 tonnum. Það ár komu rúmlega 7.500 tonn að landi í Stykkishólmshöfn. Á sunnanverðu Snæfellsnesi hefur hefðbundinn landbúnaður verið stærsta atvinnugreinin. Núna allra síðustu árin hefur ferðaþjónusta verið að byggjast upp og eflast – því meira eftir því sem utar dregur og nær Þjóðgarðinum Snæfellsjökli. Þar er ekki mikil útgerð eða fiskiðnaður, þó einna helst á Arnarstapa. Í Kolbeinsstaða, Eyjaog Miklaholtshreppi er stundaður hefðbundinn landbúnaður sem hefur dregist saman á undanförnum áratugum líkt og annars staðar

ur tekist vel til með framleiðslu á margs konar vörum, sérstaklega ostum sem fara til dreifingar á landsvísu. Þá hefur starfsemin á Erpsstöðum vakið verðskuldaða athygli fyrir afurðir sínar þar sem lagt er mikið upp úr gæðum og ferskleika. Þetta er ís, skyr og rjómi. Þá þykir einnig hafa náðst verulegur árangur í framleiðslu á lambakjöti að YtriFagradal sem alið er m.a. á villtri hvönn. Úrvinnsla á fiski hefur verið stunduð í sláturhúsinu í Búðardal, starfsemi sem hefur verið að þróast og tengist annars vegar laxeldinu á sunnanverðum Vestfjörðum og bættum samgöngum til Hólmavíkur. Verslun hefur verið rekin um langt árabil í Búðardal. Nýleg smábátahöfn er í Búðardal og með nýjum vegi yfir Bröttubrekku sem tekinn var í notkun árið 2003 og vegi yfir Þröskulda hafa opnast bæði ný tækifæri og af honum stafa jafnframt ógnanir. Ný og erfiðari staða í sauðfjárrækt er stór ógn við matvælaframleiðslu í Dölunum en þeir hafa lengi verið sterkir í þeirri grein.

á landinu. Einn aðili hefur verið í úrvinnslu sjávarfangs með þurrkun sjávarafurða og hyggur á úrvinnslu þörunga. Á svæðinu hefur vottuðu eldhúsi í Breiðabliki verið komið upp í þeim tilgangi að efla framleiðslu í anda „beint frá býli“ og hafa heimamenn verið að prófa sig áfram. Undir þeim merkjum er starfræktur sveitamarkaðurinn Búsæld. Á Snæfellsnesi eru margir í framleiðslu á matvælum á smáum stíl. Þar má nefna hákarlverkun, harðfisk, reyktan makríl, niðursoðna þorsklifur, kræklingaeldi, ígulkerjavinnsla, sæbjúgu og beitukóng.

Dalir Búðardalur er þéttbýli Dalanna og er ungt í þeim skilningi að það byggðist upp á 20. öld. Íbúar voru 44 árið 1930, 99 árið 1960, 202 árið 1970, 292 árið 1990 og 259 árið 2000. Búðardalur byggðist fyrst upp sem þjónustukjarni við landbúnað en í dag er einnig farið að bera allnokkuð á ferðaþjónustu. Í frumvinnslugreinum sem reknar hafa verið þar má helst nefna mjólkurbú og sláturhús. Stærsta fyrirtækið og þar með stærsti vinnuveitandi staðarins er Mjólkurstöðin, en þar hef-

Lokaorð Vaxandi gróska hefur verið á öllu Vesturlandi varðandi nýjungar í matvælaframleiðslu á öllum svið-

um, hjálpast þar að aukinn ferðamannastraumur um svæðið og tækifæri sem skapast samhliða honum í fjölgun veitingastaða og markaðssetningar á sérstöðu, matvæla framleiddum í heimabyggð. Í þessu sambandi má nefna salatræktun á gróðrarstöðinni Lágafelli við Vegamót á Snæfellsnesi, þróun á lífrænum vörum hjá Kaju á Akranesi og þróunarstarfi hjá „Hinu blómlega búi“ í Borgarfirði. Allt hefur þetta jákvæðar víxlverkanir þar sem t.d. vöxtur í ferðaþjónustu skapar tækifæri í aukinni framleiðslu á matvælum í héraði sem vonandi leiðir til markaðssetningar á landsvísu og jafnvel útflutnings. En stóru framleiðendurnir, þá aðallega í sjávarútvegi, bera höfuð og herðar yfir þróunarstarf, verðmæta- og atvinnusköpun á svæðinu og fyrirséð að þannig verði það áfram og góð blanda af smærri og stærri fyrirtækjum kallar einfaldlega á öflugra þróunarstarfs og meiri grósku í atvinnugreininni.

Vífill Karlsson og Ólafur Sveinsson Höf. starfa við atvinnuþróun og rannsóknir hjá Samtökum sveitarfélaga á Vesturlandi.

Matarsmiðja verður opnuð í Ljómalind „Hingað getur fólk á Vesturlandi komið með sínar vörur í sölu,“ segir Sigurbjörg Kristmundsdóttir verslunarstjóri í Ljómalind í Borgarnesi um fyrirkomulag verslunarinnar. „Einu kröfurnar sem við setjum eru að þeir sem vilja selja vöru hjá okkur búi á Vesturlandi og að vörurnar séu vel unnar úr góðu hráefni. Helst viljum við að vörurnar séu unnar úr náttúrulegum efnum, ekki gerviefnum,“ segir Sigurbjörg og bætir því við að alltaf sé pláss fyrir fleiri framleiðendur í versluninni. „Við gerum engar kröfur á framleiðendur að skila ákveðnu magni af sinni vöru. Fólk gæti þess vegna komið með eina vöru í sölu og svo aldrei meira,“ segir Sigurbjörg og bætir því við að allar vörur fara í gegnum matsnefnd þar sem gengið er úr skugga um að þær uppfylli kröfur.

Fjölbreytt vöruúrval Í Ljómalind er mjög fjölbreytt vöruúrval, bæði af matvöru og handverki. „Vöruúrvalið er oft breytilegt, það fer bæði eftir því hverjir eru með vörur í sölu hverju sinni og svo spilar árstíminn inní,“ segir Sigurbjörg. Þegar litið er yfir

Sigurbjörg Kristmundsdóttir verslunarstjóri í Ljómalind.

Mikið og fjölbreytt vöruúrval er að finna í versluninni Ljómalind í Borgarnesi.

verslunina er gríðarlega mikið af fallegu handverki þar að finna og mikið úrval af matvöru. „Við erum mikið með glerverk, keramik, skart, prjónavörur, kjöt, mjólkurvörur, grænmeti, melónur, sultur og svona mætti lengi telja. Þetta er mjög fjölbreytt, sem gerir verslunina svo áhugaverða. Ferðamenn hafa mjög gaman af því að versla hjá okkur en heimamenn og ís-

Eigendur og starfsmenn Ljómalindar hafa í samstarfi við Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi unnið að opnun matarsmiðju í Borgarnesi, þ.e. eldhús sem stenst allar kröfur Matvælastofnunar um framleiðslu á matvælum. „Smiðjan á að verða aðstaða fyrir frumkvöðla á Vesturlandi þar sem þeir geta unnið að vöruþróun og smáframleiðslu.

lenskir ferðamenn eru líka duglegir að koma. Það er t.d. gaman að segja frá því að margir heimamenn versla alltaf ákveðnar matvörur hjá okkur,“ segir Sigurbjörg. „Þú sérð það að við erum með umboðssölu fyrir um 60-70 framleiðendur og allir eru þeir með vörur sem eru á einhvern hátt einstakar hjá okkur og úrvalið því fjölbreytt eftir því,“ bætir hún við.

Opna matarsmiðju

Vörurnar verða að vera matvæli eða skyldar vörur. Markmið verkefnisins er að leggja grunn að aðstöðu til smáframleiðslu, tilrauna fyrir frumkvöðla í matvælavinnslu og tengdri starfsemi, skapa umhverfi sem örvar hugmyndir íbúa á svæðinu og aðstoðar frumkvöðla og smáframleiðendur að þróa sín viðfangsefni,“ segir Sigurbjörg að endingu. arg


46

Matarauður

MIÐVIKUDAGUR 27. SEPTEMBER 2017

Telur að hefja eigi að nýju sauðaostaframleiðslu á Íslandi Sveinn Hallgrímsson er mikill áhugamaður um nýtingu afurða íslensku sauðkindarinnar Sveinn Hallgrímsson kynbótafræðingur, fyrrum sauðfjárræktarráðunautur og skólastjóri Bændaskólans á Hvanneyri er mikill áhugamaður um nýtingu sauðfjárafurða og í seinni tíð einn helsti framámaður um sauðaostagerð á Íslandi. Sjálfur býr hann með sauðfé á Vatnshömrum í Andakíl. Árið 1983 stóð Sveinn fyrir tilraun með mjöltun áa og framleiðslu sauðaosta að Kastalabrekku í Ásahreppi. Árin 1996 til 1997 stóð hann fyrir sauðamjöltun á Hvanneyri í samstarfi við Mjólkursamlagið í Búðardal. Ærnar voru mjólkaðar frá miðjum júlí til ágústloka. Meðalnyt fór upp í 1,1 lítra þegar mest var í ánum og voru gerðir mygluostar úr mjólkinni í mjólkurbúinu í Búðardal og þóttu góðir.

Kom til af krísu líkt og nú

Á árunum 1979 og 1980 var sauðfjárræktin hér á landi í svipaðri krísu og hún er núna. Þá lokuðust markaðir erlendis svo hér varð kjötfjall. Þá briddaði Stéttasamband bænda upp á þeirri lausn að fá hugmyndir frá ráðunautum í sauðfjárrækt um hvað hægt væri að gera til að auka verðmæti annarra afurða en kjötsins. „Ég kom með fimm tillögur, þar á meðal að mjólka ær og framleiða sauðaosta. Markmiðið var að slátra utan hefðbundins sláturtíma og vera með nýtt kjöt á markaði - helst allt árið. Þetta fer nefnilega saman; að slátra lengur en bara einn mánuð að hausti, setja ferskt kjöt á markað og framleiða sauðaosta. Þessar hugmyndir fædd-

ust þarna fyrir rúmum þrjátíu árum en hafa komið til framkvæmda á mismunandi tímum,“ segir Sveinn.

Bragðmiklir ostar En hvaða sauðamjólkurafurðir telur Sveinn að henti best til framleiðslu hér? „Mér finnst einsýnt að við ættum að framleiða gráðosta. Bragðmikla og sterka osta sem framkalla þetta sérstaka bragð sauðamjólkurinnar. Það sem er svo áhugavert við sauðaostaframleiðslu er að þú sameinar tvennskonar nýsköpun: Þú ert með ferskt kjöt á markaði miklu lengur en bara á haustin og spennandi nýja afurð; hvaðeina sem fólk kýs að framleiða úr mjólkinni, svo sem jógúrt, skyr, ost eða hvað sem manni dettur í hug.“

Ætti að vera góð hliðarafurð Sveinn segir að þegar ný vara er markaðssett þurfi þrennt að haldast í hendur: „Varan þarf að vera góð, framleiðsluferlið skilvirkt og markaðssetningin úthugsuð. Persónulega finnst mér að menn hafi aldrei klárað þetta dæmi með sauðaostana á Íslandi. Til dæmis hefur aldrei verið ákveðið hvaða osta á að framleiða og hvernig eigi að markaðssetja þá,“ segir Sveinn og tekur fram að tæknin hafi verið til staðar. „Við vitum hvaða aðferðir eru viðhafðar við að mjólka ærnar, hvernig á að fóðra þær og að gott beitiland er afar mikilvægt. Einnig höfum við góðar upplýsingar um efnasamsetningu mjólkurinnar. Sauðamjólkin

Sveinn Hallgrímsson við hóp vænna kinda á túninu heima.

getur verið mjög mikilvæg hliðarafurð við dilkakjötsframleiðsluna því úr henni er hægt að skapa veruleg verðmæti.“

Ferskt kjöt vantar á markað Hann telur að einnig séu sóknarfæri í að hafa ferskt lambakjöt á markaði lengur en einungis á haustin. „Þó Íslendingar hafi hingað til aldrei kunnað að meta ferskt kjöt, því miður, þá kunna útlendingar að meta það og hafa kallað eftir því. Útlendingarnir vilja flestir ferskt kjöt, ekki frosið eða uppþýtt. Þessu hafa veitingamenn á Íslandi líka kallað eftir í áraraðir. Það er munur á kjöti sem hefur verið fryst og fersku kjöti sem ekki hefur verið fryst. Í 60% tilfella er ekki greinanlegur munur en í 30 til 40% tilfella er munurinn auðgreinanlegur og það er það sem skemmir fyrir frysta kjötinu.“

Hægt að láta ærnar bera á misjöfnum tímum

Roquefort er einhver elsti og frægasti blámygluostur heims og kannski um leið frægasti sauðaosturinn.

Á ítölsku er kind „pecoara.“ Peccorino er því sauðaostur. Talið er að saga sauðaosta á Ítalíu nái aftur á bronsöld. Ostar sem bera heitið Peccorino eru mýmargir og ber hver keim af beitinni í framleiðsluhéraðinu. Þetta eru fastir, hálf soðnir ostar úr nýmjólk sem yfirleitt fá að þroskast í minnst átta mánuði. Þeir eru ýmist notaðir sem borðostar, þá ungir og mjúkir, eða látnir þroskast og þá gjarnan rifnir niður með ýmsum réttum.

Þá segir Sveinn að hægt sé að frysta mjólkina og vinna úr henni þegar hentar án þess að eiginleikarnir tapist. „Auðvitað mjólka ær ekkert í líkingu við kýr, en menn geta litið á þetta sem aukaafurð við dilkakjötsframleiðslu. Ekki hefur verið skoðað nógu grannt hve mikið íslenskar

Ljósm. Guðni Páll Sæmundsson.

ær gætu mjólkað en við vitum að ef við færum að mjólka ár eftir ár, kynslóð eftir kynslóð þá gætum við kynbætt fyrir þessum eiginleika eins og öðrum. Hægt er að mjólka að sumri eins og við gerðum sumarið 1996 en svo er einnig hægt að nýta mjólkina að hausti. Ef fært er frá hundrað ám að hausti og mjólkað í tíu daga ætti að vera hægt að fá 400 kíló úr hundrað ám. En þá þarf maður að hafa góða beit. Ærnar geta líka borið á mismunandi tímum sem tryggir stöðugt framboð á mjólk og kjötframboð utan hefðbundins sláturtíma. Til eru bændur hér sem láta bera í apríl og slátra í byrjun júlí og kjötið fer á erlendan markað, það kemur vel út.“

Hátt skrifaðir í Frakklandi Sveinn segir að sauðamjólkurafurðir hafa alltaf verið hátt skrifaðar í Frakklandi og síðast þegar hann vissi voru framleiddar mjólkurvörur úr tíu milljónum kinda. „Þetta er stór atvinnuvegur. Til dæmis framleiða Frakkar þennan fræga sauðaost, Roquefort, og sú framleiðsla heldur uppi heilu héraði. Þar hugsa menn sko ekki að það sé hallærislegt og gamaldags að mjólka ær og framleiða osta eða það sé miklu gáfulegra og hagkvæmara að nota bara kúamjólk, enda miklu stærri skepnur sem mjólka mikið meira. Nei, þar huga menn líka að

Cambalou hellarnir í Roquefort-sur-Soulzon eru enn í dag lykilatriði í framleiðslu ostanna en gerillinn Penicillium roqueforti sem gerir ostinn svo einstakan er uppruninn í þeim.

menningunni, matarmenningunni. Frakkar vita að fólk vill breytilega vöru og mikið úrval. Fólk er matgæðingar og veit að almenningur borðar ekki einungis til að seðja hungur, heldur einnig til að njóta lífsins. Nú þegar öll áhersla í ræktunarstarfi hefur verið á kjötið láta kannski aðrir eiginleikar undan.“

Útlendingar spyrja út í sauðaosta En telur Sveinn að það taki langan tíma að rækta upp vel mjólkandi ær? „Á vissan hátt á mjólkurlægnin ekki að hafa dalað í íslensku sauðkindinni. Því það er valið fyrir þyngri dilkum og þungir dilkar koma undan ám sem mjólka meira, ekki satt? Þeim mun meira sem ærnar mjólka, því þyngri verða dilkarnir. Það er að sjálfsögðu líka háð beitilandi og fóðrun. Mjólkurlægnin á ennþá að vera til í íslensku ánum.“ Sveinn Hallgrímsson telur að sauðaostar séu vara sem við Íslendingar ættum að framleiða. „Leiðsögumenn segja útlendinga ekkert skilja í þessu, þeir horfa á kindur út um allt og spyrja svo: „Af hverju fáum við ekki sauðaosta hér á landi?“ Og það er bara góð spurning. Af hverju framleiðum við ekki sauðaosta á Íslandi? Það á að vera hægt að mínu viti,“ segir Sveinn Hallgrímsson. bg

Feta osta þekkja flestir. Færri vita þó að ekta fetaostur er gerður úr sauðamjólk, líkt og þessi gríski ostur sem prýðir og bætir grískt grænmeti. Stundum er fetaostur þó gerður úr blöndu af sauða- og geitamjólk sem þó má ekki hafa meira en 30% vægi. Í raun er þetta pæklaður ystingur sem ýmist er þéttur eða mjúkur. Því rjómakenndari sem feta er því fínni þykir hann, en orðið feta merkir sneið.


Matarauður

MIÐVIKUDAGUR 27. SEPTEMBER 2017

Tískan á það til að fara í hringi og nú er tími matarhandverksins Langt síðan framleiðsla sauðaosta var fyrst reynd hér á landi Sauðamjólk hefur verið nýtt til manneldis um þúsundir ára, allt aftur á bronsöld. Vitnisburður þess eru fornminjar sem fundist hafa víða í Evrópu, t.d. í hellum á Spáni og Frakklandi. Einnig á Íslandi var sauðamjólk notuð og var raunar undirstöðufæða landsmanna allar aldir frá landnámi og fram á 20. öld. Vitað er að forðum var í seljum gerður sauðaostur ásamt sauðasmjöri og sauðaskyri. Getgátur eru um að norrænir menn hafi aðallega gert sýrða osta en því miður eru ekki til heimildir um aðferðir við ostagerð í fornöld. Ekki er hægt að fjalla um íslenska sauðaostagerð án þess að minnast á Ólafsdal en Torfi Bjarnason og Guðlaug Zakaríasdóttir komu upp góðri aðstöðu til ostagerðar sem löngum var stunduð þar. Ragnheiður dóttir þeirra og síðar skólastjórafrú á Hvanneyri fór til Danmerkur, á hinn

Sauðamjaltir á erlendu stórbúi.

Staðreynd: Sauðamjólk er 50% þurrefnaríkari en kúamjólk sem gerir hana heppilega til vinnslu á sérvöru á borð við osta og jógúrt. Einnig má nota hana í snyrtivörur. Sauðamjólk inniheldur mikið af MCT fitusýrum en talið er að þær hjálpi við niðurbrot mjólkursykurs, enda hefur sauðamjólk gagnast vel þeim sem hafa mjólkuróþol. Þá er hún mjög steinefnaog vítamínrík.

fræga búgarð Havarthigaard að læra að vinna úr mjólk og lagði sig sérstaklega eftir gerð dýrari osta á borð við roquefort úr sauðamjólk og gorgonzola úr kúamjólk. Hún hvatti til roquefortostagerðar í Ólafsdal og eftir að heim kom nýtti a hún lærdóm sinn til kennslu m.a á Hvanneyri. Ostarnir frá Ólafsdal voru seldir í Reykjavík og víðar. Vegna breytinga í búháttum lögðust sauðamjaltir af á síðustu öld. Þótti hentugra og hagkvæmara hjá ört stækkandi þjóð að nýta kýrnar, loksins þegar menn höfðu efni og góðar aðstæður til að halda þær, eftirspurnin eftir mjólk var vax-

Leiðsögn

alla virka daga ársins kl. 14

andi og kýr mjólka vel. En tækninni fleygir fram á upplýsingaöld, jafnt í búskap sem verslun og viðskiptum. Nýtt landslag blasir við í landbúnaðarmálum líkt og á öðrum sviðum þjóðlífsins. Með nýjum kynslóðum breytist matarmenningin og tískan á til að fara Roquefort Laucane sauðfé.

í hringi. Merkilegt nokk gætir vaxandi áhuga fyrir sauðamjólkurafurðum á Vesturlöndum og eins og fyrir stundarfrið frá hávaðanum í neyslusamfélaginu sækja menn í betri tengingu við framleiðendur. Tími handverksins er kominn aftur! Tími matarhandverksins og hann krefst þess ekki að menn sleppi mjaltavélunum, sem er ágætt fyrir sauðfjábændur á Vesturlandi, því miðað við tölur Byggðastofnunar um haustásetning 2016 eru 81.356 fjár sem flest ætti að drífa í sel næsta sumar. Bryndís Geirsdóttir

Heimildir: The Oxford Companion to Cheese. ed. Catherine Donnelly Culinaria France. ed André Dominé The oxford companion to food. Alan Davidson Complete Italian food. Antonio og Priscilla Carluccio Konur breyttu búháttum. Bjarni Guðmundsson

Auglýsing um íslenskan sauðaost frá Verzlun Jens Eyjólfssonar.

Velkomin til Akraness

Opnunartími

þri-lau kl. 11-17

Stórfenglegt útsýni frá toppi vitans

#AkranesLighthouse

#AkranesMuseum

1918

47


48

Matarauður

MIÐVIKUDAGUR 27. SEPTEMBER 2017

Guðmundur Runólfsson hf eykur fisksölu innanlands Guðmundur Runólfsson hf í Grundarfirði er rótgróið fiskvinnslufyrirtæki sem hefur ætíð selt allan sinn afla á markaði erlendis. Fyrir um það bil tveimur árum fór fyrirtækið að fikra sig áfram á innanlandsmarkaði. Rósa Guðmundsdóttir framleiðslustjóri segir að lítill hluti framleiðslunnar fari á innanlandsmarkað en það hlutfall sé þó að aukast. „Það er mikill vilji innan fyrirtækisins til að selja innanlands og stækka þann hluta,“ segir Rósa í stuttu spjalli við fréttaritara. „Þetta er ekki stór hluti af heildarsölunni en er þó að aukast,“ bætir hún við. Fyrirtækið selur mest hérna á Vesturlandi á veitingahús,

Rósa Guðmundsdóttir framleiðslustjóri.

Frá fiskvinnslu G.Run hf. í Grundarfirði.

í veisluþjónustur og þess háttar. „Já, við erum með þónokkur fyrirtæki í viðskiptum en þessi markaður er samt mjög breytilegur,“ segir Rósa. „Við sendum þetta frá okkur í frauðplastkössum en þegar nýja fiskvinnslan kemur í notkun þá er möguleiki að við framleiðum fiskinn og pökkum í söluvænar um-

búðir,“ bætir Rósa við, en Guðmundur Runólfsson er með nýtt vinnsluhús á teikniborðinu. „Við reynum alltaf að uppfylla þarfir kaupandans á innanlandsmarkaði og hefur það gengið mjög vel hingað til,“ bætir hún við að lokum. tfk

Norðanfiskur framleiðir yfir þrjú hundruð vörutegundir Fyrirtækið Norðanfiskur á Akranesi sérhæfir sig í áframvinnslu á hvers kyns sjávarfangi. Að sögn Sigurjóns Gísla Jónssonar, framkvæmdastjóra Norðanfisks, má einkum skipta starfsemi fyrirtækisins í þrennt. „Vörur Norðanfisks eru mjög fjölbreyttar, við framleiðum og seljum yfir 300 vörutegundir. Framleiðslunni má einkum skipta í þrennt; framleiðsla fyrir stóreldhús, veitingastaði og síðan neytendapakkningar,“ segir Sigurjón. Sem dæmi um framleiðslu fyrir stóreldhús nefnir hann breitt vöruúrval af fiski í raspi, lax, plokkfisk og fiskibollur. „Þessar vörur eru fastur liður hjá stórum eldhúsum í skólum og öðrum stofnunum og mötuneytum fyrirtækja um land allt. En við framleiðum eftir pöntunum nánast allt milli himins og jarðar fyrir stóreldhúsin,“ segir hann. Þegar kemur að veitingahúsum segir Sigurjón fyrirtækið sömuleiðis bjóða mikið úrval af vörum úr gæðahráefni. „Við sjáum flestum veitingastöðum á höfuðborgarsvæðinu og mörgum á landsbyggðinni fyrir hvers kyns sjávarfangi. Allt frá hefðbundnum ferskum eða frosnum hvítfiski og laxi til „high end“ sjávarfangs á borð við humar, humarsoð, hörpudisk, bláskel, risarækjur og eins sjáum við viðskiptavinum okkar fyrir því sjávar-

fangi er þarf til sushigerðar svo sem túnfisk, hamachi, surimi og fleira í þeim dúr.

Fiskur í matinn Í þriðja lagi framleiðir Norðanfiskur og selur vörur í neytendapakkningum. „Við vinnum mikið af fiski til smásölu, bæði ferskum og frosnum. Þar má nefna þorsk og ýsu, lax og bleikju, hörpudisk, rækjur en líka tilbúna vöru eins og fisk í raspi, fiskborgara og fiskibollur. Svo er reykti og grafni laxinn hjá okkur alveg svakalega vinsæll,“ segir Sigurjón. Innan þessa smásöluhluta framleiðslunnar er líka að finna nýjustu vörulínu Norðanfisks sem ber heitið Fiskur í matinn. „Fiskur í matinn er vörulína sem við hleyptum af stokkunum í vor. Þar bjóðum við upp á ferskan lax, gullkarfa og þorsk í mismunandi krydd og marineringum, tilbúið til eldunar. Vörurnar eru seldar í fallegum og meðfærilegum umbúðum, eða svokölluðum „skin-pack,“ lofttæmdum umbúðum sem varðveita gæði vöruunnar,“ segir Sigurjón. „Fiskur í matinn hefur fengið mjög góðar viðtökur síðan við fórum af stað með þessa línu í mars á þessu ári. Núna erum við að skoða að bæta við fleiri tegundum í þessa flóru eins og t.d. bleikju og ýsu,“ segir hann.

Hunangs- og engiferkryddaður lax úr vörulínunni Fiskur í matinn, tilbúinn til eldunar.

Á heimasíðu Fiskur í matinn má finna ýmsar uppskriftir, m.a. af ofnbökuðum gullkarfa með chili, hvítlauk og ólífuolíu.

Hyggja á vöxt Norðanfisks Norðanfiskur er í eigu HB Granda og þar á bæ segir Sigurjón menn vera stórhuga hvað varðar starfsemi dótturfyrirtækisins. „Rekstur Norðanfisks hefur gengið vel og fyrirhugaður er vöxtur fyrirtækisins. Það eru mikil tækifæri hérna innanlands og einnig inn á markaði erlendis. Fiskneysla er alltaf að aukast jafnt og þétt í heiminum,“ segir Sigurjón. Hann segir áframhaldandi vöruþróun framundan hjá fyrirtækinu og nefnir sem dæmi að von sé á meira úrvali í vörulínunni Fiskur í matinn. „Þar er verið að skoða ýmislegt, til dæmis aukið úrval innan „Fiskur í matinn“ flórunnar. Einnig sjáum við fyrir okkur að bjóða upp á tilbúna fiskrétti, ferska rétti sem fólk getur kippt með sér heim og eldað í ofni án fyrirhafnar. Fiskurinn á mikið inni þegar kemur að slíkum réttum,“ segir Sigurjón Gísli að endingu.

Sigurjón Gísli Jónsson, framkvæmdastjóri Norðanfisks.

Lagt upp úr góðri þjónustu Fyrirtækið hefur aðalstarfsemi sína á Akranesi en er einnig með starfsstöð á Tangarhöfða í Reykjavík. Þar er hluta framleiðslunnar pakkað, auk þess sem þar er lager og skrifstofa. „Það hjálpar okkur að þjónusta viðskiptavini okkar á höfuðborgarsvæðinu. Við pössum okkur að eiga okkar helstu vörur alltaf til

á lager til að geta brugðist skjótt við ef pantanir koma með stuttum fyrirvara,“ segir Sigurjón. „Við leggjum mikið upp úr góðri þjónustu við viðskiptavini okkar og við afhendum allar vörur heim að dyrum til fyrirtækja um land allt. Húsmæður og heimilisfeður geta síðan nálgast smásöluvörur okkar í verslunum Bónus alls staðar á landinu,“ segir Sigurjón að endingu. kgk


Matarauður

MIÐVIKUDAGUR 27. SEPTEMBER 2017

49

Grænmetisbændur í Sólbyrgi Hjónin Einar Pálsson og Kristjana Jónsdóttir fluttu frá Vestmannaeyjum í Sólbyrgi í Borgarfirði fyrir nærri áratug síðan og gerðust grænmetisbændur. Aðspurður hvað hafi orðið til þess að þau ákváðu að flytja í Borgarfjörðinn og gerast grænmetisbændur, svarar Einar og segist ekki eiga neitt gott svar við því. „Ætli það hafi ekki verið smá ævintýraþrá nú eða bara að straumurinn hafi legið þangað fyrir okkur og við bara fylgdum og vonuðum að það færi ekki mjög illa,“ segir Einar og hlær. „Við höfðum aldrei komið nálægt ræktun af neinu tagi áður og

vissum ekkert hvað við vorum að fara að gera. Þegar við keyptum Sólbyrgi voru ræktaðar hér gulrætur um allt og þar sem við kunnum ekki neitt, og vissum ennþá minna, héldum við því bara áfram til að byrja með. Við lærðum svo alltaf meira og ákváðum þá að færa okkur yfir í eitthvað annað sem gaf betur af sér og völdum jarðaberin,“ segir Einar. Til að rækta jarðarber allt árið þarf að nota lýsingu yfir dimmasta tíma ársins og gerir það bændum erfitt fyrir. „Við höfum verið að rækta jarðaberin allt árið undir lýsingu en rafmagn er svo dýrt að við þurfum að breyta um ræktun yfir veturinn.Við erum einnig búin að vera að rækta kál og kryddjurtir og stefnum á að færa okkur meira yfir í það yfir vetrartímann. Þar horfum við til þess að nota umhverfisvænar umbúðir og minnka plastið. Þetta er enn á tilraunastigi hjá okkur en við erum spennt fyrir því að geta boðið landanum uppá þessar umhverfisvænu og kolefnissporalausu afurðir,“ segir Einar.

Íslendingar mikilvægir viðskiptavinir

„Sala á jarðaberjum hefur verið mjög góð hjá okkur í ár,“ segir Einar. „Veðurfarið hefur samt aðeins haft áhrif á söluna hjá okkur. Í fyrra, þegar það var brakandi blíða allt sumarið, seldist mjög vel en núna hefur veðrið ekki verið jafn

gott og þá finnum við fyrir því. Við leggjum töluvert uppúr því að selja hér heima og eru mikilvægustu kúnnarnir okkar Íslendingar á ferðalögum. Þegar veðrið er síðra eru þeir ekki að skila sér í útilegur eða sumarbústaði hér í nágrenninu og þá selst ekki jafn vel hjá okkur. Þetta hefur engu að síður verið alveg fínt sumar,“ segir Einar að lokum. arg

„Kjötborðið eitt það dýrmætasta sem verslunin hefur“ - segir Hafsteinn Kjartansson, kjötiðnaðarmaður í Einarsbúð Hafsteinn Kjartansson kjötiðnaðarmaður hefur staðið vaktina í kjötborðinu í Verzlun Einars Ólafssonar á Akranesi undanfarin 19 ár. „Ég byrjaði hérna 1. mars 1998 og er því búinn að vera hér í 19 ár,“ segir Hafsteinn og brosir. Frá því hann stóð fyrstu vaktina í kjötborðinu í Einarsbúð hefur ýmislegt breyst í verslun í landshlutanum og á landinu öllu. Kjötborðin hafa til dæmis horfið eitt af öðru og eru fá orðin eftir, miðað við það sem áður var. „Eftir því sem ég best veit er þetta eina kjötborðið á Vesturlandi í dag. Því miður eru önnur kjötborð í landshlutanum fyrir löngu horfin. En þessi verslun er sem betur fer íhaldssöm hvað þetta varðar. Kaupmaðurinn byggir á gömlum og góðum grunni, þar sem lögð er áhersla á gríðarlega hátt þjónustustig í versluninni og þar með kjötborðinu. Það er klár stefna kaupmannshjónanna að vera með kjötborð með háu þjónustustigi um ókomna tíð,“ segir hann ánægður. „Að mínu viti er kjötborðið eitt það dýrmatasta sem verslunin hefur. Viðskiptin í kjötborðinu eru það góð að það er ekkert

vandmál að hafa ferska og góða vöru öllum stundum. Góð og fersk vara tryggir síðan góð viðskipti,“ bætir hann við.

Allt það helsta og fleira til Aðspurður segir Hafsteinn hægt að nálgast í kjötborðinu allar helstu steikur sem íslenskur landbúnaður og sjávarútvegur býður upp á. „Þá á ég við lamb, naut, svín og svo reynum við að vera með kálfakjöt líka. Einnig er fiskborðið sterkt. Við fáum ferskan fisk alla mánudaga, og eftir þörfum út vikuna, og vinnum úr þeim steikur og rétti eins og raspaðan fisk og ýmislegt fleira,“ segir hann. „Kjöt- og fiskborðið er þannig upp sett að á mánudögum er fiskur í allt að 70% af borðinu. Eftir því sem líður á vikuna minnkar hlutfall fisksins smátt og smátt þar til á föstudögum að það er orðið öfugt miðað við upphaf vikunnar. Þá er um það bil 70% kjöt í borðinu og 30% fiskur,“ útskýrir hann. Úrvalið er þó aðeins breytilegt eftir árstíðum, eins og

Brot af úrvalinu í kjöt- og fiskborðinu í Einarsbúð.

gengur. „Það eru árstíðabreytingar í kjöt- og fiskborðinu. Ber mest á þeim á vorin og haustin. Á vorin fer grillmaturinn að taka yfir og eykst sala á marineruðu kjöti, marineruðum fiski, krydduðum fiski og öllu því sem fólk setur á grillið. Hamborgarasalan tekur líka kipp. Síðan kemur haustið með sinn sjarma. Núna er innmatur í borðinu, það er þessi tími; lifur, nýru og hjörtu en síðast en ekki síst kjöt af nýslátruðu sem aldrei hefur farið í frost,“ segir Hafsteinn. „Ég meðhöndla kjöt af nýslátruðu þannig að ég tek það inn og geymi í kæli í fimm til sjö daga áður en það fer í sölu til að meyra það,“ bætir hann við.

Fólk vill þægindi og þjónustu Hafsteinn kveðst hafa orðið var við breytingar á neyslumynstri viðskiptavina kjötborðsins. „Undanfarin ár sérstaklega hef ég orðið var við mikla aukningu í sölu á tilbúnum réttum og réttum sem þarf lítið að hafa fyrir. Fyrir stuttu síðan byrjuðum við til dæmis að selja þorsk í orlydeigi, forsteiktan. Hann hefur selst mjög vel. Raspaða ýsan mokast út á mánudögum og þriðjudögum og alltaf selst vel af bollum. Þetta eru réttir sem fólk kaupir og setur síðan bara beint í ofninn eða á pönnuna. Við höfum líka verið að prófa okkur áfram með tilbúna grænmetisrétti, grænmetisbauta og fleira til að koma til móts við veganfólkið, sem og ýmiss konar foreldaða rétti sem þarf bara að hita,“ segir hann. „Þó alltaf sé umræðan að færast í þá áttina að fólk eigi að elda mat frá grunni þá sækir fólk stöð-

Hafsteinn Kjartansson kjötiðnaðarmaður á bakvið kjöt- og fiskborðið í Einarsbúð á Akranesi.

ugt meira í tilbúna rétti, það er bara þannig. Fólk vill aukin þægindi og meiri þjónustu.“

Fjölbreytni og gott hráefni Hafsteinn kveðst ánægður með þá stefnu kaupmannanna í Einarsbúð að halda úti kjöt- og fiskborði um ókomna tíð. Telur hann að kjötborðið geti lifað góðu lífi áfram þrátt fyrir að breytt neyslumynstur viðskiptavina og breytta viðskiptahegðun. „Lykillinn að því að halda úti góðu kjöt- og fiskborði liggur í gæðum hráefnisins og fjölbreytninni, ekki verðinu. Fólk sækir í kjötborðið vegna þeirra gæða. Þess vegna er gott hráefnisins og gott vöruúrval algjört grundvallaratriði. Þar tel ég okkur standa sterkum fótum og ætlum að halda áfram að gera vel í þeim efnum,“ segir Hafsteinn Kjartansson að endingu. kgk

Hafsteinn er hér að úrbeina og fylla lambalæri.


Fiskur fyrir stóreldhús & mötuneyti, fjótlegt, einfalt & þæginlegt! Úrvalið hjá okkur hefur aldrei verið glæsilegra. Margar tegundir af brauðuðum fisk, plokkfiskur, fiskibollur, grænmetisbuff og margt fleira. Sett beint inn í ofn og tilbúið á nokkrum mínútum. Vörulistann má finna á heimasíðu okkar, www.nordanfiskur.is

www.nordanfiskur.is | pantanir@nordanfiskur.is | 430-1700


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.