ÞITT EINTAK DESEMBER 2016
#59
WWW.SKE.IS
BLÆR & HILMIR SNÆR „Hvað verður um okkur – ef við breytum engu?“
∙DESEMBER 2016
LEIÐARI DILLALUDE (PRIKIÐ)
EINSKONAR LEIÐARI... Góðan daginn, kæri lesandi. Þetta er leiðarinn. Ef þú ert ókunnugur hugtakinu Leiðari, lof mer að varpa ljósi á tannhjól þess og vogarstangir – lof mér að lýsa innri starfsemi þessarar myrkru vélar: Leiðari er grein sem tjáir skoðun ritstjórans (eða útgefandans). En af sökum þess að hugur minn er með öllu óstarfhæfur um þessar mundir – ástand sem skrifast alfarið á internetið – er ég því miður ófær um að rita staka, rökfasta og djúpstæða skoðun og hef því kosið, þess í stað, að tjá fjölda grunnhyggna skoðanna í einni runu. Sjáðu: Það er mín skoðun að maðurinn eigi að ganga líkt og að hann sé hástökkvari, frosinn í tíma (axlir aftur, bakið fatt). Það er mín skoðun að samfélagsmiðlar stuðli að gengisfellingu greindarvísitölu mannkynsins (sem var nú ekki svo háfleyg til að byrja með). Það er mín skoðun að hugleiðsla sé viðleitnin til þess að kaupa ól á hund sem heitir Hugur – og átta sig síðar á því að téður rakki sé hálslaus. Það er mín
skoðun að fyrir hverja krónu sem bóheminn sparar í Bónus, tekst honum að sólunda tíu krónum á barnum (þetta þekki ég af persónulegri reynslu). Það er mín skoðun að Íslendingar séu, að mestu leyti, trúleysingjar, hvers hugmynd um Himnaríki sé opinn bar og þagmælskur barþjónn. Það er mín skoðun að velgengni, líkt og stöðug sakfelling saklausra þeldökkra manna af hálfu bandaríska réttarkerfisins, sé einvörðungu spurning um “Trial and Error”. Þetta er allt og sumt. Þetta eru skoðanir mínar. En hvað um það. 59. tölublað SKE inniheldur glás af góðu efni (að okkar mati): hyldjúp samræða við listakonuna Sunnevu Ásu Weisshappel; nokkur jólalög – sem ekki sökka; ítarlegt viðtal við einn ástsælasta tónlistarmann landsins, Mugison; spurt og svarað með trompetleikaranum og spretthlauparanum Ara Braga Kárasyni; og margt, margt fleira. Gleðileg jól!
STARFSFÓLK RITSTJÓRI Ragnar Tómas Hallgrímsson GRAFÍSKUR HÖNNUÐUR Guðrún Jónsdóttir VIÐMÆLENDUR (VIÐTAL) Hilmir Snær og Þuríður Blær LJÓSMYNDIR (FORSÍÐA OG VIÐTAL) Allan Sigurðsson
2
∙DESEMBER 2016
LJÓSMYNDIR (DILLALUDE) Aníta Eldjárn ÚTGEFANDI Lifandi Verkefni ehf PRENTUN Ísafoldarprentsmiðja SÖLUSTJÓRI Laila Awad
PENNAR Ua Von Verrucktberg Friðrik Níelsson Skyndibitakúrekinn
SAMBAND
NÁNAR
RITSTJÓRN ragnartomas@ske.is
VEFSÍÐA www.ske.is
AUGLÝSINGAR auglysingar@ske.is
FACEBOOK facebook.com/sketimarit TWITTER @sketimarit
PERURNAR Í ÍBÚÐINNI MINNI EFTIR KÖTT GRÁ PJE
RAPPARI & RITHÖFUNDUR!
KÖTT GRÁ PJE ER MÆTTUR TIL LEIKS. BÓKMENNTAUPPGÖTVUN ÁRSINS! „Hér er komið skáld með klær og húmor ... óvænt, fyndin og hrollvekjandi.“ Hallgrímur Helgason
TÓNLIST
„Gerður eitthvað sem gleður þig.“
FOX TRAIN SAFARI
Viðtal: Ragnar Tómas Viðmælendur: Kristján Hafsteinsson, Unnur Karen Karlsdóttir, Rafn Emilsson. Ljósmynd: Pernille Lassen Grafík við mynd: David Young
SKE: Það eru safarí, skoðunarleiðangrar þar sem ferðalangar freista þess að festa sjónir á dýralífi austur-Afríku – og svo eru það Fox Train Safarí, hlustunarleiðangrar þar sem ferðamenn leitast við að njóta tónlistar sem á rætur sínar að rekja til norður-Atlantshafsins. SKE hefur gaman að náttúrulífinu – og elskar fíla og ljón og gíraffa og apa – en það er dýrt að fara í safarí. Verandi févana bóhemar, sem sólunduðu síðustu aurunum á barnum, kjósum við frekar síðarnefnda kostinn: klæðum eyrun í flókahatt og safaríjakka, og leggjum af stað, leggjum við hlustir... Um daginn sendi hljómsveitin Fox Train Safari frá sér sína fyrstu plötu. Platan ber titilinn 01 og geymir níu lög. SKE heyrði í Kristjáni, Unni og Rafni og spurðist fyrir um fortíðina, nútíðina og framtíðina. SKE: Til hamingju með plötuna. Hún er stórgóð! En er eitthvað vit í því að gefa út plötu nú til dags? Kristján: Það er túlkunaratriði; það hefur ekki jákvæð áhrif á efnahaginn en það nærir sálina okkar og vonandi annarra líka. Það tók langan tíma að koma þessari plötu frá okkur, en hún heitir 01 og markar upphaf. Unnur: Já, algerlega. Þetta er stór þröskuldur til að stíga yfir – að verða útgefin hljómsveit. SKE: Refalestasafarí: Hvaðan kemur nafnið? Kristján: Hér væri hægt að vera með rosalega langt, flókið og djúpt svar en ég stóð fyrir framan plötuhilluna heima og sá þar Are You Experienced með The Jimi Hendrix Experience (sem inniheldur lagið Foxy Lady); Blue Train með Coltrane (það átti að vera Trane í laginu en breyttist fyrir mistök sem þykir betra); og Moon Safari með Air . Unnur: Flóknara var það ekki … Rafn: Já, ég held að plötuhillan hans Kristjáns eigi þetta alveg skuldlaust. SKE: Lögin More Than A Few og Að Láni eru í miklu uppáhaldi hjá SKE. Hvaða lag stendur ykkur næst? Kristján: Úff, þetta er erfið spurning. Að láni er fyrsta lagið sem varð til eftir að við hittum Unni. En ég get annars ekki gert upp á milli þeirra, eða kannski … Kill Shot.
4
∙DESEMBER 2016
Rafn: Já… það er víst bannað að gera upp á milli barnanna sinna, en það var mjög sérstakt hvernig Að láni stökk bara fram fyrsta korterið sem við hittumst. Ætli það hafi ekki sannfært okkur um að við ættum að hittast oftar. Unnur: Já, hjá mér stendur Kill Shot upp úr, þar fer ímyndunaraflið mitt á flug í myndrænni merkingu. SKE: Teljið þið að tónlist sé skotspónn hugans? Kristján: Það er hægt að segja það, fyrir mér er tónlist hrein tjáning. Eða, hún ætti að vera það. Tónlist gefur okkur tækifæri til þess að tjá okkur hömlulaust. Það er ástæðulaust að draga eitthvað til baka. SKE: Það er mikil sál í Refalestinni. Hver er lykillinn að sálinni? Kristján: Ástin. Rafn: Þetta er, held ég, talnalás hjá okkur og allir með eitt númer. Unnur: lífsreynslan, viljinn og samheldnin. Fyrir utan þægilega og kósý nærveru refamanna. SKE: Eru einhverjir tónleikar framundan? Kristján: Já, við erum að setja saman mikla dagskrá fyrir næstu mánuði. Jólamánuðurinn fer í skipulagsvinnu. Það er ekkert grín að planera tónleika með svona mikið af fólki! En það verður nóg af tækifærum til þess að
sjá okkur spila á næstunni. Og ef það er einhver sem vill fá okkur til að spila fyrir sig þá getur hann haft samband á Facebook eða með því að senda skilaboð á Kristjan@foxtrainsafari.com. SKE: Í ár misstum við marga góða listamenn: Bowie, Prince, Cohen. Hver af þessum listamönnum hafði hvað mestu áhrif á Fox Train? Kristján: Þetta hefur verið erfitt ár, Bowie var jafn mikið á heimilinu í uppvextinum og pabbi, Prince er goðið og Bernie Worrell (sem dó líka í ár) hefur haft mikil áhrif á mig. Rafn: Þetta voru allt snillingar, en mamma var alltaf með Cohen í gangi þegar ég var yngri. Tengi hann við allt frá jólaboðum og yfir í það að ryksuga, hef alltaf verið veikur fyrir svona textasnillingum. SKE: Hljómsveitin Digable Planets sá ykkur spila á Airwaves og var harðánægð. Rapparinn og beatboxer-inn Christylez Bacon steig meira að segja á svið með ykkur, höfum við heyrt. Ef þið gætuð gert lag með hvaða listamanni sem er, lífs eða liðinn, raunverulegur eða ímyndaður, hver yrði fyrir valinu? Kristján : Úff já, það var svolítið magnað, og kannski eitthvað meira að frétta af því síðar. En hver sem er … ég held að ég verði að segja Prince eða Stevie Wonder, D'Angelo og Donny Hathaway eru líka „up there.“ Rafn: ... getum við ekki bara bætt Jimi og Clapton við í bandið í leiðinni Kristján og málið er dautt?
Unnur: Method man, Lauren Hill, Bob Marley, George Michel og Pavarotti. SKE: Viðskiptajöfurinn, svokallaði, DJ Khaled gaf út bókina Lyklarnir að velgengninni nú um daginn, en þar reifar hann þær lífsreglur sem hafa orsakað eigin velmegun, að eigin sögn. Hafið þið eitthvað til málsins að leggja? Kristján: Án þess að hafa lesið bókin hans DJ: Ekki eyða lífinu í leiðinlega hluti. Gerðu eitthvað sem gleður þig og þá sem þér þykir vænt um. Rafn: Vel mælt ... hljómsveitarpabbi er með þetta. Unnur: Hef nú ekki lesið bókina hans heldur, en mínar lífsreglur eru að bjóða sjálfum sér góðan daginn alla daga, augliti til auglitis í speglinum, varast alla sjálfsvorkun. Muna að þú fæðist og að þú deyrð, það er vitað fyrir víst ... restin kemur til þín „naturally.“ SKE: Helsta vandamál íslensks samfélags? Kristján: Neikvæðni. Unnur: sjálfsvorkun, þröngsýni, leti og frekja. (SKE hvetur lesendur til þess að leggja af stað í hlustunarleiðangur og hlýða á plötuna 01 frá Fox Train Safari. Jafnframt mælir SKE sérstaklega með lögunum Að láni og More Than A Few, sem urðu, að okkar mati, sígild samstundis, sumsé, "instant classics.")
Heilsaðu hamingjunni Solaray er hágæða vítamín– og bætiefnalína sem unnin er úr jurtum. Á hverjum degi vinnum við með náttúruleg hráefni sem geislar sólarinnar hafa skapað og fyllt orku. Þannig tryggjum við þér hrein vítamín og bætiefni með mikla virkni. Finndu þinn sólargeisla í næstu heilsuvöruverslun eða apóteki.
TÓNLIST
10 JÓLALÖG – SEM EKKI ERU ÖMURLEG
Allt að SKE í
Hannesarholti
Einu sinni trúðu heiðingjar á marga guði og blótuðu þeim í hofi.
í desember:
Svo trúðu kristnir menn á einn Guð og minntust fæðingu sonar hans í kirkju. Í dag treysta trúleysingjar á norræna velferðarkerfið og fagna neyslunni með yfirdrætti í bankanum. Fyrir févana listamenn eins og okkur, sem draga fram lífið á örfáum skildingum, eru jólin bara kostnaðarsamur aðgöngumiði á fyrirsjáanlega sýningu með hvimleiðri tónlist ... eina tilhlökkunin er, í raun, að stelast út í vetrarkuldann í einn vindil og viskí, er maður hlýðir á neðangreind lög í heyrnartólunum:
2
1
3
VULFPECK "CHRISTMAS IN L.A."
5
TOM WAITS "CHRISTMAS CARD FROM A HOOKER IN MINNEAPOLIS" RUN THE JEWELS "A CHRISTMAS FUCKING MIRACLE"
4 6 CAT POWER "HAVE YOURSELF A MERRY LITTLE CHRISTMAS"
7
RYUICHI SAKAMOTO "MERRY CHRISTMAS, MR LAWRENCE"
8
9 10
STEVIE WONDER "SOMEDAY AT CHRISTMAS"
6
∙DESEMBER 2016
Miðvikudaginn, 28. des: 17:00 Farfuglatónleikar – Rannveig Marta Sarc 20:00 Farfuglatónleikar – Magnús Hallur Jónsson
Fimmtudaginn, 29. des: 17:00 Farfuglatónleikar – Björg og Bryndís 20:00 Farfuglatónleikar – Rakel Björt Helgadóttir
Föstudaginn, 30. des: 17:00 Farfuglatónleikar – Geirþrúður Anna 20:00 Farfuglatónleikar – Sólveig Steinþórsdóttir LOU RAWLS "HAVE YOURSELF A MERRY LITTLE CHRISTMAS"
JOHNNY CASH "MERRY CHRISTMAS, MARY"
„Það sem heillar mig við Hannesarholt er sálin. Maður fer ekki til Parísar og borðar á McDonald’s; maður fer ekki til New Orleans og hlustar á One Direction; og maður fer alls ekki til Buenos Aires og dansar vals. Af hverju? Vegna þess að draugar borgarinnar – borgarsálin, sumsé – misbýður svoleiðis taktlausum athöfnum. Og Reykjavík er alveg eins; Reykjavík býr yfir sál, draugum, sögum og Hannesarholt er hluti af þeirri sögu. Ég fæ eitthvað út úr því að drekka kaffi í fyrrum heimili fyrsta Ráðherra Íslands. Í Hannesarholti er líkt og að borgarsálin seytli niðurí bollann og veiti manni þá tilfinningu að maður tilheyri einhverju stærra en bara 21. öldinni.“
Það er ávallt mikið að SKE í Hannesarholti og mælum við með neðangreindum viðburðum í lok desember:
CHRIS REA "DRIVING HOME FOR CHRISTMAS"
VINCE GUARALDI TRIO "CHRISTMAS TIME IS HERE "
Fyrir ekki svo löngu uppgötvaði SKE Hannesarholt, fyrrum heimili fyrsta ráðherra Íslands, Hannesar Hafsteins á Grundarstíg 10. Hannesarholt er sjálfseignastofnun sem er hvor tveggja menningarstofnun og veitingahús. Í grein sem birtist snemma árs 2015, lét útsendari SKE eftirfarandi orð falla:
PIPAR \ TBWA •
SÍA •
164350
JÓLAFATAN 10 gómsætir Original kjúklingabitar og 2 lítrar af gosi á 3.799 KR.
HILMIR SNÆR & BLÆR VIÐTAL RAGNAR TÓMAS ∙ VIÐMÆLENDUR HILMIR SNÆR GUÐNASON & ÞURÍÐUR BLÆR JÓHANNSDÓTTIR ∙ LJÓSMYNDIR ALLAN SIGURÐSSON
SKE: Að lesa er að leyfa höfði rithöfundarins að hvíla tímabundið á eigin herðum. Góður rithöfundur er sá sem býr yfir höfði sem lesandinn er tregur að skila, sökum þess að lesandinn er svo heillaður af sjónarmiði og hugsunarferli höfundarins að honum langar helst til þess að veita því varanlegri samastað. Sérhver rithöfundur þráir þesskonar höfuð, höfuð fyrir allar herðar og allar aldir, og sem samræmist ekki einungis eigin líkama – heldur líkama mannkynsins alls ... óhætt er að segja að Halldór Kiljan Laxness hafi státað sig af þesskonar höfði, en hann er, að öllum líkindum, sá höfundur hvers höfuð hefur hvílt á herðum flestra landa sinna – og er heimurinn ekki fallegur séður með augum Laxness: „Ekkert á jörðinni er eins yndislegt og sönn ást milli pilts og stúlku í góðu veðri um nótt á voru, þegar hestarnir eru sofnaðir í túnunum“ (Salka Valka). Fyrir stuttu settist ég niður og ræddi við leikarana Hilmi Snæ Guðnason og Þuríði Blævi Jóhannsdóttur, en þau fara með aðalhlutverkin í uppsetningu Borgarleikhússins á verkinu Salka Valka eftir Halldór Laxness. Við ræddum Laxness, stórar spurningar og góðar bækur. (Ég kem mér fyrir við lítið borð í almenningsrými Borgarleikhússins og ræsi tölvuna. Stuttu seinna röltir Hilmir Snær í átt að borðinu og tekur sér sæti andspænis mér. Hann er fúlskeggjaður, í grárri ullarpeysu og gæti alveg eins verið jafnaldri minn – þó svo að hann sé 18 árum eldri.Við tekur minniháttarhjal (“small talk”): „Þú ert að fara að leika í Úti að aka, ekki rétt?“ spyr ég.)
8
∙DESEMBER 2016
Hilmir Snær: Já, heitir verkið Úti að aka? Ég er ekki byrjaður á því – hef ekki einu sinni lesið það. (Við hlæjum. Á meðan við bíðum eftir Blævi, líður tíminn eins og honum einum er lagið. Þess á milli þegjum við Hilmir og tölum, þegjum og tölum.)
(Blær gengur þversum yfir salinn, heilsar okkur og fær sér sæti. Hárið á Blævi er ein ringulreið, einskonar hvirfilbylur kyrrstæðra hára. Hún útskýrir að greiðslan tilheyri sýningunni Sölku Völku. Ég kinka kolli, fullur aðdáunar.)
Blær, úr fjarska: Hilmir!
SKE: Heyrðu, ég er með spurningar. Eigum við ekki að vinda okkur í þetta?
Hilmir: Já! Við erum hérna.
Hilmir: Dembum okkur í þetta.
„HVAÐ VERÐUR UM OKKUR – EF VIÐ BREYTUM ENGU – EFTIR 20 ÁR?“ Blær: „Let's do it.“
Hilmir: Já, þetta átti að vera kvikmyndahandrit.
(Við hlæjum og Blær sérstaklega dátt.)
SKE: Hilmir var geispandi, og er geispandi; ég get ímyndað mér að það sé mikil keyrsla svona rétt fyrir frumsýningu?
Blær: Woman in Pants, átti þetta að heita á ensku.
Hilmir: Ég tala um hesta og veiði.
SKE: Og Laxness sá fyrir sér að Greta Garbo mundi leika aðalhlutverkið.
Blær: Ég spyr hvort að það sé eitthvað slúður.
Hilmir: Þetta hefur nú verið voðalega rólegt hjá okkur, hingað til. En svo svona þremur vikum fyrir frumsýningu þá er byrjað að herða ferðina. Ég held nú að leikhópurinn sé aðallega að kljást við einhverjar lægðir í veðrinu; það eru allir svo syfjaðir! (Hilmir rekur upp hlátur.) Hilmir: Þetta er nú ekki út af einhverju álagi hjá mér – það er miklu meira álag á henni. (Um þessar mundir er Blær að leika í Njálu og Mamma Mia, ásamt því að undirbúa Sölku Völku.) SKE: Ég var að lesa viðtal við Yönu, leikstýru verksins, en hún sagðist leggja mikið upp úr því að leikararnir setji sig vel inn í söguna, sumsé, að þeir kynni sér inntak versksins vel. Fóruð þið eftir þessum tilmælum Yönu? Blær: Ég las bókina í fyrsta skiptið, þegar ég vissi að ég væri að fara leika í sýningunni. Ég hefði nú átt að vera búin að lesa þetta miklu fyrr, en hún var geggjuð – ER geggjuð. Það er nauðsynlegt að þekkja verkið vel ef maður ætlar að brjóta það upp; maður getur ekki brotið reglur sem maður þekkir ekki. Hilmir: Forvinnan var náttúrulega ansi mikil. Við sátum við borð heillengi, bæði að kryfja verkið og bera það saman, á einhvern hátt, við okkar tíma. Það er svolítið flakk í þessari uppsetningu, sem er leikgerð: Við erum ekki beint að taka bókina og skella henni á svið. Þessu er svolítið blandað saman. Það er kvikmyndarteymi að fara kvikmynda Sölku Völku og leikstjórinn hefur lært í skóla með Lars von Trier ... (Blær hlær.) Hilmir: Leikjstórinn vill beita nýstárlegum áhrifum, sem er kannski leið Yönu til þess að færa þetta fram til dagsins í dag. Pólitíkin og annað kemur inn í þetta. Blær: Við eyddum fyrstu tveimur vikunum að ræða pólitík – sem var eiginlega mest þreytandi. (Hilmir hlær.) Blær: Maður kom heim alveg þurrausinn. Ég fékk þurrkublett í framan – líkamleg viðbrögð. Enda erum við ekki pólitíkusar. SKE: Þannig að það má segja að þessi rammi sé sleginn utan um verkið: Það er verið að kvikmynda Sölku Völku?
Blær: Akkúrat.
SKE: Ég er mikill hlaðvarpsmaður og það er það eina sem ég tala um. Svo hugsa ég oft: „Djöfull er ég ógeðslega leiðinlegur!“
Hilmir: Þetta er kannski líka vísun í það. (Þau hlæja.) SKE: Hver er helsta lexían sem þið hafið dregið frá verkinu?
Hilmir: Ég held að það megi líkja leikurum við óléttar konur; þær hugsa ekki um neitt annað!
(Þau hugsa sig um. Blær tekur fyrst til máls.) Blær: Ég lærði að pólitík er mjög erfið, en það er mikilvægt að setja sig inn í hana; því fyrr því betra. Ég fann það svolítið í gær – það kallast nú kannski ekki beint lærdómur – en það eru ákveðnir hlutir að opnast fyrir mér, tilfinningalega. Salka gengur í gegnum svo margt. Maður speglar líf sitt í hennar. Hún opnar á hluti sem maður sjálfur hefur ekki tekist á við. Bara, til dæmis, eins og það að hún er að kveðja kærastann sinn ...
(Blær hlær: „Það er verið að skapa hérna!“ bætir hún svo við, hnyttin.) Hilmir: Og svo eru allir rosalega meðvirkir með þeim, en nenna ekki sjálfir að hlusta á þetta – vegna þess að þeir eru ekki sjálfir að eignast börn. (Við hlæjum.) Blær: Og skilja það ekki heldur! Maður kemur heim og ...
SKE: Varstu að kveðja kærastann þinn? Blær: Nei, nei, ég meina bara ...
(Blær fer í ákveðinn leiklistarham, stendur upp, gengur nokkur skref frá borðinu og þrammar síðan uppgefin til baka: „Ohhhh.“)
Hilmir: Það sem Salka er að fást við. Blær: Ég sé Sölku alls staðar. Hún tekst á við hluti á öðruvísi máta en ég. Ég er að læra af því: „Já, það er hægt að takast á við hlutina svona.“ Það er ekki endilega rétt, en það er önnur leið. Hilmir: Það er líka svo fyndið að þegar maður sekkur sér ofan í leikrit, eða einhverja svona vinnu, þá fer maður að sjá hana alls staðar. Í kringum sig. Í fréttunum, til dæmis. Eitthvað sem maður tekur ekkert endilega eftir dags daglega. Blær: Mig langar alltaf að tala um þetta. Ég mæti í matarboð og mig langar bara að tala um mig!
Blær: Ég leggst upp i til Gumma (kærasti Blævar): „Ég á svo bágt!“ En hann skilur mig ekki og ég get ekki útskýrt af hverju. SKE: Talandi um óléttar konur, hvíla ekki álög á þessu verki? (Hér kem ég, hugsanlega, upp um sjálfan mig á sérdeilis Freudískan máta. Ég, sem ritaði eitt sinn „Við erum ölll börn Guðs – nema börnin, sem eru meira í ætt við Djöfulinn,“ nota hér orðið Álög en ekki Blessun yfir óvæntri fjölgun mannkynsins.) SKE: Urðu ekki þrjár fyrrum aðalleikkonur verksins óléttar á meðan á sýningunni stóð?
(Hilmir hlær.) Blær: Það sem ég er að upplifa á hverjum einasta degi. En það hefur ekkert upp á sig, vegna þess að enginn skilur neitt. Þannig að ég er að reyna koma mér út úr rassgatinu á sjálfri mér. Leikhópurinn verður fjölskyldan manns í þann tíma sem að það stendur yfir, af því að maður tengist einhverjum böndum sem enginn annar, í rauninni, skilur. Við erum að tala eitthvað tungumál sem enginn skilur. Hilmir: Ég er náttúrulega að verða 48 ára og er búinn að gefast upp á þessu: að vera tala um vinnuna mína annars staðar. Ég veit að ég kemst ekki neitt með það, þannig að ég er hættur því.
Blær: Jú, jú. Dóra og Gunna og Ilmur – og núna Unnur. Hilmir: Já, einmitt. Kannski er komið að þér? Blær: Ég sagði nú í einu viðtali að Unnur hafi nú bara tekið þetta á sig fyrir mig. En maður veit ekki: Við erum ekki enn búin að frumsýna? SKE: Hafið þið lært eitthvað af hvort öðru? Hefur þú kennt Blævi mikið, Hilmir? („Nei, það held ég nú ekki,“ segir Hilmir auðmjúkur. Blær hlær með miklum sprengikrafti; hún er dýnamít.)
SKE: Í alvörunni? Blær: Jú, þú hefur kennt mér fullt!
Hilmir: Já, eða, það kemur annað slagið inn í sýninguna. Þetta er ekki endilega megináhersla verksins.
Hilmir: Já, ég bara nenni því ekki.
SKE: Salka Valka var, skilst mér, upprunalega hugsað sem handrit?
Hilmir: Bara voðalega lítið!
SKE: Hvað talar þú þá um í staðinn?
Hilmir: Hún er bara góð leikkona og það er gaman að horfa á hana vinna. Þetta er í annað sinn sem við vinnum saman og mér lýst bara æ betur á hana! Hún verður mjög flott Salka.
SKE ∙
9
Blær: Ég er nú ávallt að fylgjast með þér úr fjarska.
öðrum greinum. Stundum gengur þetta og stundum ekki.
Hilmir: Kannski lærir fólk af manni og maður lærir sjálfur. Það er mikilvægt fyrir eldri leikara, til þess að læsast ekki inni og staðna, að fylgjast með unga fólkinu og læra af því. Það eru eiginlega bara forréttindi í þessu starfi að vinna með yngra og eldra fólki, á þannig vinnustað þar sem enginn er beinlínis yfirmaður hins. Þetta heldur í manni lífinu.
SKE: Hver er versta gagnrýnin sem þið hafið fengið? Blær: Ég hef ekki verið hérna lengi og hef verið mjög heppin með sýningar. Borgarleikhúsið hefur sett á svið svo flottar sýningar frá því að ég kom. Ég hef aðallega fengið gagnrýni fyrir rappið – en þar fékk ég nauðgunarhótanir. Hilmir: Það er ekkert annað.
SKE: Og það trúir því enginn að þú sért 48 ára. Hilmir: Þetta er Pétur Pan syndrómið.
Blær: En þannig er þetta þar; það er allt annað. Ég hef lært að það er fólk sem skiptir ekki máli.
„MAÐUR GETUR EKKI BROTIÐ REGLUR SEM MAÐUR ÞEKKIR EKKI.“
SKE: Já, er það ekki svolítið þannig? (Þau hlæja. „Einhvers staðar leynist gotneskt málverk af Hilmi í risi í Vesturbænum,“ hugsa ég með sjálfum mér #DorianGray.) Hilmir: Þetta er eitthvað sem kemur kannski með árunum. Það er samt fyndið að í hvert skipti sem maður kemur að nýju verki finnst manni að maður kunni aldrei neitt. Blær: Þú ert þá að segja mér það að þetta verði svona að eilífu!? (Blær hlær.) Hilmir: Það er bara svoleiðis: Maður kemur og finnst manni ekki kunna neitt, en svo áttar maður sig á því að maður hefur nú örugglega lært eitthvað. Ég held að það sé líka voðalega mikilvægt að ganga inn í verkefni svolítið tómur. Þú þekkir kannski ekki leikstjórann og það þarf alltaf að finna upp tungumálið á nýtt. SKE: En minna stress samt? Hilmir: Jú jú, það er minna stress. Blær: Það er samt mjög fyndið með svona manneskjur eins og mig, með viðurkenningarþörf á háu stigi, að þetta er ævistarf sem veltur á því að fá viðurkenningu frá öðrum, þ.e.a.s. á hverju einasta kvöldi eru 500 manns að klappa þér lof í lófa: „Fæ ég Vúuu eða verð ég púuð?“ Ég er ung og veit ekki alltaf hvað ég er að gera. Er ég að gera rétt? Hver getur sagt manni hvort að maður sé að gera rétt eða ekki? Þetta er mjög lýjandi, en byggist svolítið á því að annað fólk segji við þig: „Þetta var flott!“ (Blær verður svolítið efins með þessa pælingu sína, þó svo að undirrituðum finnist hún mjög áhugaverð.) Blær: Æji, vitið þið hvað ég á við? Æji, við skulum ekki setja þetta í viðtalið! Ég næ ekki alveg að koma þessu í orð ... SKE: En er það ekki bara kjarninn í því að vera listamaður? Blær: Jú. SKE: Þetta veltur allt á skoðunum annarra? Hilmir: Þetta er mikilvægt í allri vinnu, alveg sama hvað þú gerir. En í okkar starfi þarf maður náttúrulega að hafa harðan skráp. Við erum gagnrýnd meira fyrir okkar vinnu heldur en í flestum
Blær: Jú, jú. Hilmir: Maður hefur fengið mjög vonda gagnrýni. Maður er náttúrulega búinn að vera í þessu helvíti lengi. Auðvitað tekst manni misvel upp. Stundum finnst manni hún ómakleg og röng. Þá er maður bara ósammála – og það er líka bara allt í lagi. En stundum er jafnvel einhver sannleiksvottur í því. Þá verður maður bara að taka því og bæta sig. SKE: Ef þið yrðuð að selja lesendum leikritið Salka Valka með söluræðu í örstuttri lyftuferð – hvernig myndi sú söluræða hljóma? (Blær hlær og Hilmir líka.) Blær: Vá! Hilmir: Það er erfitt að segja. Það eru þrjár vikur í frumsýningu og þetta er yfirleitt tíminn þar sem leikhópurinn er hvað óöruggastur. Í dag vorum við til dæmis að púsla öllu saman, fínpússa, henda út senum, taka inn nýjar. Við erum á voðalega skrítnum stað, sjálf. Við vitum ekkert nákvæmlega hvar þetta lendir eða hvert þetta fer. Blær: Og maður er einangraður líka. Mér finnst þetta snilld, en ég er inni í þessu. Hilmir: Ég held að ... (Alexía, kynningarfulltrúi Borgarleikhússins, grípur inn í samtalið og segir okkur að stóra sviðið sé klárt fyrir myndatöku. Við þökkum henni fyrir og höldum spjallinu áfram.) Hilmir: Við getum allavega sagt að þetta sé öðruvísi Salka en fólk á von á. Það má ekki búast við bókinni.
SKE: Ef þið gætuð fengið svar við hvaða spurningu sem ykkur lystir -hvaða spurningar mynduð þið spyrja?
SKE: Þið megið líka segja Nei. Blær: Þetta eru svo erfiðar spurningar. SKE: Þetta þarf alls ekki að vera flókið. (Hilmir og Blær hverfa inn í eigin hugsanir. Ég reyni að létta andrúmsloftið með kímni.) SKE: Ég get líka spurt ykkur hvort að það sé mikill munur á því að leika á sviði og í kvikmynd. (Þessi spurning er, án efa, mesta klisja sem hægt er að beina að leikara. Hilmir horfir á mig og er ekki viss hvort að ég sé að grínast eða ekki, þangað til að ég brosi. Þá brosir hann á móti, feginn.) Hilmir: Nei, við skulum ekki taka hana ... svar við hvaða spurningu sem er. Ég er svo upptekinn af málum heimsins núna: nýja forseta Bandaríkjanna, hlýnun jarðar – þetta veður, er, svo skrítið. Ég myndi helst vilja vita: Hvað verður um okkur – ef við breytum engu – eftir 20 ár? SKE: Mjög gott. Blær: Í kjölfarið á því langar mig að vita: Hvað gerist eftir dauðann. (Hilmir hlær.) SKE: Ég var einmitt að hlusta á hlaðvarp um „near-death experiences“ í dag – svo að ég drepi ykkur með einhverjum hlaðvarpstilvísunum.
Blær: Ég held að ef þú „identifyar“ sem Íslendingur, þá mun þetta sprengja á þér heilann! Ég ætla segja það. Ég ætla bara að kasta þessari sprengju fram!
(Hilmir og Blær hlæja mjög dátt. Ég fjalla stuttlega um inntak þáttarins en kem því illa til skila. Blær segir mér að þegar menn deyja þá léttast þeir um 21 grömm. Þetta á víst að vera þyngd sálarinnar.)
(Ég hlæ. Tilhugsunin um það að höfuð leikhúsgesta splundrist í miðri sýningu fær mig til þess að skella upp úr líkt og að ég sé mennsk híena á hláturgasi.)
Blær: Ég sagði það einmitt í hinu viðtalinu mínu að ég er búin leika svo mikið vegna þess að ég er svo hrædd við að deyja.
Blær: Þessar persónur fanga einhvern kjarna, sem flestir eiga að geta tengt við.
SKE: Yana Ross sagði eitt sinn að það sem heillaði hana mest við Laxness var það að hann átti svo auðvelt með að skipta um skoðanir. Við mannfólkið erum svo gjörn á það að bíta hlutina í okkur. Að skipta um skoðun er sjaldgæfur hæfileiki, og jafnframt mjög fagur, að mínu mati. Ég ætla að beina annarri, mjög djúpri, spurningu að ykkur: Hafið þið skipt um skoðun varðandi eitthvað svona stórt málefni?
SKE: Sterk söluræða. Hilmir: Já, það er kannski það sem ég átti við, þetta er nýstárleg sýning. Hún tekur hana öðrum tökum og mér finnst þetta mjög áhugavert. SKE: Þið eruð búin að selja mér þetta.
(Þau hugsa sig um.) (Hlátur.)
10 ∙DESEMBER 2016
Hilmir: Kannski ekki skoðanabreyting, frekar viðhorfsbreyting.
Blær: Nærtækasta dæmið: Ég er alin upp á kommúnistaheimili. Án þess að vera mjög pólitísk í hugsun þá er búið að innræta í mig ákveðinni andúð á Sjálfstæðisflokknum og Framsóknarflokknum. Um leið og Bjarni Ben opnar munninn þá bara: „Oohhhh.“ Ég hef aldrei sýnt þessum skoðunum neina virðingu. Hins vegar er ég aðeins að opna fyrir hugmyndina að fólk sé ekki vont – að það sé ekki bara að hugsa um sjálft sig. Ég er aðeins farin að geta séð sjónarhorn annarra. SKE: Er þetta ekki eitthvað sem sprettur upp frá leiklistinni líka; þú ert alltaf að spegla þig í mismunandi fólki ... en þú, Hilmir. Tengirðu við þetta? Hilmir: Já, ég held að það sé mikilvægt að vera viðsýnn, að geta hlustað á annarra manna skoðanir, borið virðingu fyrir þeim og komið með mótrök. Þó svo að þú sért ekki beint sammála þeim. Það er ekkert eins erfitt og að rífast um pólitík og að vera á öndverðum meiði. Þú getur eins sleppt því; það kemur aldrei neitt út úr slíkum viðræðum. Blær: En þannig virðast líka flestir Íslendingar vera: Allir vilja segja sína skoðun en enginn er tilbúinn að leggja sitt lífsviðhorf í hættu. Hilmir: Þetta er eitthvað sem er búið að tala um, í kosningunum vestanhafs. Af hverju kemst svona maður (Donald Trump) til valda? Það eru margir sem segja að þetta sé þessi pólitíski rétttrúnaður um alla hluti, að þetta fólk hafi ekki leyft fólki að tala um innflytjendur eða eitthvað á móti kvenréttindum. Ef við hlustum ekkert á þessar raddir, ef við leyfum þessum skoðunum ekki að vera uppi, þá kaffærum við þær og þá verður líka einhver sprenging úr þeirri áttinni. Kannski er það það sem hefur gerst. (Við hlæjum.) Hilmir: Svo þegar að það kemur einhver sem er eins og þau þá bara verður sprenging og allir snúast í fasismann. Það er svo stutt í fasismann í fólki. Hann er í mannskepnunni. SKE: Það er líka ágætt hérna heima að þegar að íslenska Þjóðfylkingin bauð sig fram þá fékk hún að koma upp á yfirborðið og tjá sínar skoðanir en fékk, samt sem áður, lítið sem ekkert fylgi. Sem er kannski öfugt við það sem átti sér stað í Bandaríkjunum ... ég er með nokkrar spurningar í viðbót. Hvernig eru þið á tíma?
SKE ∙
11
(Þau segjast vera slök. Blær ákveður að fá sér smá kaffi og ég slæst í för, rölti með henni inn í miðasöluna, þar sem kannan bíður. Konan sem stendur fyrir aftan veitingabásinn í hinum enda salsins hrópar í átt til okkar og spyr hvort að við viljum vöfflur: „Nei takk, ég þarf að passa línurnar, elskan mín,“ segir Hilmir. Blær tekur í sama streng. Ég hefði ekki verið á móti því að fá mér vöfflu, en ákveð að láta það vera. Þegar við setjumst aftur til borðs blaðra ég um eigin reynslu af Bandaríkjunum. Síðan fylgi ég þessu blaðri eftir með sígildri spurningu.)
Blær: Og þeir fá til sín gesti. Á maður líka að mæla með áfengi? Nei, en svo mæli ég með Sölku Völku, náttúrulega. Hilmir: Ég mæli þá með Knut Hamsun, alveg eins og hann leggur sig. Það er alveg ótrúlegur höfundur, einn af mínum uppáhalds. Ekki ósvipaður Laxness. Enda skrifar hann Gróður jarðar, til dæmis, sem er mjög lík Sjálfstæðu fólki. Halldór skrifar hana eftir á. Þetta er í sama þema, en það er alveg ljóst að Laxness hefur viljað gera svoleiðis íslenska sögu. Blær: Er það hann sem skrifaði Sultur?
SKE: Það er ein spurning sem ég spyr alltaf í öllum viðtölum: „Hvernig myndirðu lýsa sjálfum þér.“ Hilmir, byrjum á þér.
Hilmir: Já.
Hilmir: Úfff ... þetta er erfið spurning.
SKE: Við ræddum þetta einmitt á síðasta fundi, að taka Knut-arann fyrir. Þetta verður þá bara Salka og Knut á næsta ári.
(Blær skellir upp úr.) Hilmir: Eigum við ekki að geyma þessa bara ... (Hilmir hlær.) ... en að lýsa sjálfum sér er voðalega erfitt. Ég er maður sem er enn í mótun þrátt fyrir að vera orðinn svona gamall! (Blær springur úr hlátri og Hilmir líka.) SKE: Þannig á þetta að vera; maður á stöðugt að þróast og þroskast.
Blær: Og reyndar eitt, leikrit, sem heitir Sjúk æska. Ég man nú ekki hvað höfundurinn heitir en hún er rituð á svipuðum tíma og við erum að upplifa í dag, nema þá var það rétt fyrir seinni heimstyrjöldina. Hann er í rauninni að segja að nasistarnir séu á leiðinni. Og þá vissi fólk ekki hvað það var. Þetta svipar til okkar tíma. SKE: Ég var einmitt að lesa Veröld sem var eftir Zweig. Hafið þið lesið hana? Hilmir: Já, ég hef lesið hana. Það er ótrúleg bók.
Hilmir: Ég er enn að leita af sjálfum mér. Blær: Ég er ... Ég er uhhmm ... Ég er full tilhlökkunar. Þannig myndi ég lýsa sjálfri mér í dag. Tilhlökkunar og ótta. (Við hlæjum.) SKE: Ég og félagar mínir stofnuðum bókaklúbbinn Viskí og bækur í sumar. Getið þið mælt með einhverri góðri bók fyrir leshópinn? Blær: Ég ætla að mæla með hlaðvarpi: Jólatalatal. SKE: Jólatalatal – hvað er það? Blær: Það er svona spunahlaðvarp. Þetta eru tveir strákar úr Improv Iceland – þar á meðal kærastinn minn. Ég er bara að selja! (Blær hlær.)
12 ∙DESEMBER 2016
SKE: Það er einmitt þessi kyrrð fyrir stríðið, áður en allt fer til fjandans ... (Þetta eru ágætis lokaorð, að mínu mati: Lifum við ekki á tímum lognsins á undan storminum? Er ekki stutt í það að allt fari til fjandans? Hvað um það ... SKE þakkar Hilmi Snæ og Þuríði Blævi kærlega fyrir spjallið og mælir með því að lesendur láti sjá sig á frumsýningu Sölku Völku þann 30. desember í Borgarleikhúsinu. Einnig mælir SKE með lestri bóka, sumsé, að lesendur leyfi höfuði rithöfunda að hvíla tímabundið á eigin herðum – og þá sérstaklega höfði Halldórs Kiljan Laxness.)
SKE ∙
13
LIST
„Við erum alltaf að rýna í eigin rassgöt.“ Ljósmynd: Auður Ómarsdóttir Viðtal: Ragnar Tómas Hallgrímsson Viðmælandi: Sunneva Ása Weisshappel
SUNNEVA SKE: Að vera listamaður er að vera með þráhyggju fyrir getnaði. Þegar listamaðurinn verður ófrískur, er hann alsæll. En um leið og barnið (listaverkið) fæðist (er fullklárað), byrjar hann um leið og velta því fyrir sér hvort að hann sé ófrjór. Þessi grunsemd gagntekur listamanninn, gegnsýrir hann, heltekur hann. Svo, af sökum einhvers ólíklegs kraftaverks, gerist það aftur – listamaðurinn verður óléttur. Hann fyllist hamingju. Brosir. Dansar. Svo fæðir hann. Listaverkið kemur öskrandi inn í heiminn. En áður en listamaðurinn er genginn út af fæðingardeildinni, byrjar sorgarferlið á ný: „Gæti það verið að ég sé orðinn ófrjór?“ Og þannig gengur líf listamannsins, endalausar sveiflur á milli þess að vera ófrískur og hamingjusamur og ófrjór og vansæll, þangað til að hann deyr, fyrir rest. Engin heilvita manneskja velur sér þessa kvöl, öllu heldur er það einhver óræð þrá sem ýtir listamanninum út á þessa bugðóttu braut ... fyrir stuttu spjallaði SKE við Sunnevu Ásu Weisshappel, listakonu með meiru, sem skilur vítahring sköpunar betur en flestir, ímyndum við okkur. SKE: Sem listamaður hefur þú farið um víðan völl: myndlist, vídjóverk, búningahönnun, dans, kóreografía. Hvaðan kemur þessi sköpunarþörf? Sunneva Ása Weisshappel: Ég tel að skilin á milli listforma séu að þurrkast út, sköpunin kemur frá sama stað og sprettur af sömu þörf og áhuga. Ég hef alltaf þurft að skapa, búa eitthvað til. Ég veit ekki beint hvaðan þörfin kemur, þetta er bara í eðlinu. Síðan ég var lítil hef ég haft mikla tjáningaþörf, það var aldrei neitt annað en listin og ég stefndi eina leið, ómeðvitað. Ég næ að beisla orkuna mína í listinni og njóta mín, hafa áhrif, búa til fallegt og ljótt, fyndið og ögrandi. Það getur verið mikið ströggl að vinna við listina, svo þessi óslökkvandi þörf er kannski helsta ástæðan fyrir því að maður getur ekki slitið sig frá henni.
SKE: Þú vinnur nú að uppsetningu óperunnar Siegfried eftir Wagner í Þýskalandi. Ertu mikill Wagner aðdáandi? SÁW: Ég lá oft á tilfinningafylleríum og hlustaði á Tristan og Isold þegar ég var yngri. Ímyndaði mér elskhugana tvo (ég að sjálfsögðu í aðalhlutverki) sem fengu ekki að vera saman. Hann var fyrsta klassíska skáldið sem ég persónulega heillaðist af. Ég elska hvað Wagner býr til mikla spennu í verkum sínum, þegar maður rýnir í verk hans fer hugurinn á flug. Það er í rauninni ótrúlegt að vera að vinna að Niflungarhringnum í stóru Óperuhúsi í Þýskalandi. Ég fæ þar frelsi til að teygja búningahönnun mína lengra en ég hef áður gert. Óperan bíður upp á svo mikla stærð. Ég er þar að gera risastóra skúlptúra, dreka sem nær yfir alla leikmyndina, fljúgandi myndir og form. Þetta er alveg mega. SKE: Uppáhalds kvikmynd?
SKE: Amen ... Hvernig myndirðu lýsa sjálfri þér? SÁW: “I'm a genie in a bottle, You gotta rub me the right way.” Þannig að ég er svona blanda af Christina Aguilera og Mike Tyson, því ég get líka bitið. SKE: Af þeim tónlistarmyndböndum sem þú hefur unnið að, hvaða myndband stendur upp úr og hvers vegna? SÁW: Þegar ég leikstýrði myndbandinu Blóðberg með hljómsveitinni Mammút (Blood Burst). Það var epískt. Uppi á snjóþöktu þaki Algera í iðnaðarhverfinu í Árbænum. Baða heila hljómsveit upp úr kindablóði í uppblásinni plastsundlaug. "White trash" listahyski í útjaðri Reykjavíkur, mér leið þannig og það var skemmtilegt. Engin mörk, ekkert hik, fullt traust og bara gaman. Það voru um 30 manns sem komu að myndbandinu og unnu saman, við löðruðum leikara upp úr sírópi og bjuggum til líkamsskúlptúra, enginn skúlptúr jafnast á við mannslíkamann.
14 ∙DESEMBER 2016
SÁW: Þær sem hafa staðið upp úr eru Holy Mountain, Natural Born Killers, Eyes Wide Shut, Taxadermia, Inception og Superstar!
SKE: Uppáhalds tilvitnun/hugmynd eftir Kierkegaard? SÁW: Um 23 ára aldur var ég með kenningu hans um manngerðir alveg á heilanum. Hann var einn af þeim helstu sem mótuðu tilvistarstefnuna, sem snýst aðallega um tilvistarvanda einstaklingsins. Ég hef mikinn áhuga á að líta inn á við og skoða þær tilfinninga- og tilvistakreppur sem ég geng í gegnum, breiskleikann, kosti og galla, og þá í samhengi við stefnuna og aðrar sambærilegar stefnur. Oftar en ekki er tilvistarvandi einstaklingsins viðfangsefni listaverka minna. Við erum alltaf að rýna í eigin rassgöt. SKE: Eftir útskrift frá Listaháskólanum árið 2013, stofnaðirðu Algera Studio, vinnustofu fyrir listamenn. Hver er staðan á Algera í dag? SÁW: Algera blómstrar. Eftir ég fór að starfa svona mikið erlendis þá gaf ég reksturinn til annarra samstarfsmanna í Algera. Það hafa orðið miklar breytingar, nýjar áherslur, nýtt fólk, nýr andi. Sem er frábært, það verður að vera hreyfing. Allt þarf að breytast og þróast til að lifa. SKE: Helsta vandamál íslensks samfélags?
SKE: Eru listakonur og -menn kuklarar nútímans (“modern sorcerers”)? SÁW: Já, ég lít þannig á það. Ég skrifaði Manifesto um það 2014, Ef ég væri Kanína. SKE: Þú hefur getið þér gott orðspor sem búningahönnuður og starfað, meðal annars, við Ibsen í þjóðleikhúsinu í Osló, Hamlet í Sviss, Mutter Courage og Othello í Þýskalandi. Í ár sérðu um búningana í Óþelló í Þjóðleikhúsinu. Hvers vegna eiga lesendur að sjá Óþelló í Þjóðleikhúsinu? SÁW: Þetta er í fyrsta sinn sem illmennið Jagó er kona. Nína Dögg Filippusdóttir leikur Jagó og svo megum við landsmenn líka alveg horfast í augu við rísandi rasismann sem er að vaxa hér á landi og spegla okkur í Shakespeare.
SÁW: Virðingarleysi fyrir menningu og náttúru. Við erum ungt samfélag með menningarþroska á sama stigi og ég þarf stundum að minna mig á það, til að verða ekki of gröm. Það hefur gagnast mér betur að taka af skarið og framkvæma til að breyta, fremur en að sitja við í roksins reiði. SKE: Eitthvað að lokum? SÁW: Ég vil þakka foreldrum mínum, Jóku og Frikka, fyrir að hafa staðið með mér, stutt mig og hjálpað mér í allri þeirri vitleysu sem ég hef látið mér detta í hug og framkvæmt í gegnum tíðina. <3 (SKE hvetur lesendur til að sjá Óþelló í Þjóðleikhúsinu, en verkið verður frumsýnt þann 22. desember, ásamt því að fylgjast nánar með Sunnevu í framtíðinni.)
L I FA N D I V E R K E F N I
GERÐU KRÖFUR
Suðurlandsbraut 20
108 Reykjavík
Sími: 595 0500
www.egillarnason.is
Opnunartímar: mán - fös kl. 9–18 og lau kl. 11–15
TÍSKA
RUN XMAS (RUN DMC) Það þarf ekki að eyða mörgum orðum í jólapeysu Run DMC: Einföld. Stílhrein. Gangsta'.
COOGI SWEATER FRESH PRINCE OF BEL AIR (WILL SMITH) Ekkert fangar stíl rapparans Biggie Smalls betur en Coogi peysan. Þó svo að hún flokkist ekkert endilega sem jólapeysa þá á hún, samt sem áður, vel við: lítrík, hávær, svolítið úrelt, kannski. RUN THE YULES (RUN THE JEWELS)
Jólapeysur eiga helst að vera háværar ("loud"). Á tíunda áratugnum voru fáir jafn háværir og Prinsinn ferski frá Bel Air. Nú geta áhugasamir verslað sér jafn háværa peysu frá Ferska Prinsnum sjálfum, Will Smith.
Þeir Killer Mike og El-P eru mikil jólabörn. Ekki nóg með það að þeir gáfu út lagið A Christmas Fucking Miracle árið 2013, heldur eru þeir einnig að selja þessa fínu jólapeysu. W
LJÓTAR JÓLAPEYSUR FYRIR RAPPUNNENDUR Samkvæmt fyrrum varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, Donald Rumseld, þá fyrirfinnast þrenns konar fagurfræðileg fyrirbæri í vorri veröld: fallegir-fallegir hlutir, sem vekja unað og aðdáun; ljótirljótir hlutir, sem vekja andstyggð og andúð; og fallegir-ljótir hlutir, sem kveikja í brjósti sjáandans gagnstæðar tilfinninngar andúðar og ástar. Ljótar jólapeysur tilheyra síðastnefnda flokknum, vegna þess að þær tala opinskátt um eigin ljótleika, sem ljáir þeim vissa fegurð. En hvað um það, hér eru uppáhalds jólapeysur SKE, fyrir rappunnendur: SLEIGH ALL DAY (BEYONCÉ) Nýjasta jólalína Beyoncé geymir meðal annars þessa fínu jólapeysu: Sleigh All Day. Þetta er nú ekki beint peysa (öllu fremur hettupeysa), og ekki er hún beinlínis ljót, en við leyfum okkur, samt sem áður, að dáðst að henni.
18 ∙DESEMBER 2016
DABBING SANTA (2 CHAINZ) Með Dabbing Santa peysunni sameinar 2 Chainz tvö ólík menningarleg fyrirbæri: ljótar jólapeysur og dansinn vinsæla Dab (sem á rætur að rekja til Atlanta, heimabæ Chainz).
THE ROOTS CHRISTMAS (THE ROOTS) Hljómsveitin The Roots gaf út þessa fínu jólapeysu árið 2013. Það er varla hægt að búast við öðru en snilld frá hljómsveitinni sem sendi frá sér lögin Baby I Got You, The Seed og Don't Say Nuthin'.
36 CHAMBERS (THE WU-TANG CLAN) Ekkert öskrar JÓL eins og 36 Chambers jólapeysan frá Wu-Tang: “Christmas rules everything around me: C.R.E.A.M.! get the money, dolla', dolla' bills y'all!”
I KNOW WHEN THOSE SLEIGH BELLS RING (Drake) Hotline Bling var eitt vinsælasta lag ársins, í myndbandinu steig Drake einn furðulegasta dans ársins og nú hefur hann gefið út eina fínustu peysu ársins. Með I Know When Them Sleigh Bells Ring jólapeysunni geta menn fagnað jólunum um leið og þeir styðja kanadíska rapparann Drake. KNEELING SANTA (NAS) Hér er á ferðinni pólitísk jólapeysa sem vísar í mótmæli ruðningsstjörnunnar Colin Kaepernick. Kaepernick særði þjóðarstolt margra Bandaríkjamanna í sumar þegar hann mótmælti ofbeldi lögreglunnar gegn þeldökkum þegnum með því að neita að rísa á fætur fyrir þjóðsöng BNA fyrir leiki í NFL deildinni. Hluti af ágóðanum rennur til stuðnings The Center for Court Innovation, samtök sem berjast fyrir umbótum á bandaríska fangelsis- og réttarkerfinu.
PÚLSINN
THE VINCENT VANS OF INSTAGRAM „Ég varð bara að gefa út einskonar GKR sendi frá sér samnefnda EP plötu í nóvember (sumsé, GKR). Hér eru nokkrar myndir af Instagram síðunni hans ásamt örfáum vel völdum tilvitnununum í viðtal SKE við rapparann í lok nóvember.
plötu, annars væri fólk alltaf að spyrja mig hvers vegna ég væri ekki búinn að gefa út plötu. Það er bara geðveikt að gefa út plötu.”
„GKR er gaurinn í Nettó eftir miðnætti. Ég er ekki í World Class fyrir hádegi.”
NÝTT UNDIR NÁLINNI
AB SOUL D.R.U.G.S.
THE XX ON HOLD
„Það er bara fokking nett (að vera skrítinn). Það er bara nett, ég get ekki sagt annað en það.”
CHILDISH GAMBINO RED BONE
„Nei.” (Aðspurður hvort að hann hlusti á Leonard Cohen)
„Besta sundlaug á landinu er Vesturbæjarlaugin, því að hún er heimalaugin mín.” HLAÐVARP MÁNAÐARINS
THE PHILOSOPHER'S ZONE
20 ∙DESEMBER 2016
Heimspeki er íþrótt efasemdamanna. Hann sá sem hefur tamið sér þankagang heimspekinnar getur vellt sér upp úr jafnvel hinum einföldustu hlutum, að svo er virðist, endalaust. Taktu sem dæmi grænan Quality Street mola: Hvaða kröfur þarf tiltekið fyrirbæri að uppfylla til þess að geta kallast moli? Veltur tilvera molans á tilvist sjáandans? Er molinn grænn – eða er litur bara tilbúningur hugans? Er það siðferðislega rétt eða rangt að borða molann? Hvað verður um plastið – og hver framleiddi það? Hver hagnast af sölu molans?
The Philosopher's Zone er ástralskt hlaðvarp undir stjórn Joe Gelonesi. Í hverri viku, oftast á sunnudögum, lítur nýr þáttur dagsins ljós. Í síðasta þætti ræddi Joe Gelonesi við heimspekinginn Jairus Grove um skammtaflækjur (Quantum Entanglements). SKE viðurkennir að hafa átt erfitt með að skilja inntak samtalsins; en oft knýr skilningsleysið lærdómshestinn sporum.
KID CUDI FEAT. ANDRE BENJAMIN BY DESIGN
J. COLE FALSE PROPHETS
Líklega besti holli skyndibitinn Á íslandi 100% næring
100% hollusta
FINNIÐ OKKUR Á FACEBOOK UNDIR XO VEITINGASTAÐUR JL HÚSINU - HRINGBRAUT 119 - XOFOOD.IS
LEIKHÚS
TWEET KYNSLÓÐIN
MIÐ-ÍSLAND
Munið þið þegar maður gaf bara öllum sápu úr Body Shop og sokka úr Sock Shop og kannski eina væmna styttu og það hafði aldrei orðið hrun? @harmsaga
Mið-Ísland heilsar árinu 2017 með glænýrri uppistandssýningu í Þjóðleikhúskjallaranum! Ari Eldjárn, Bergur Ebbi, Björn Bragi, Dóri DNA og Jóhann Alfreð mæta aftur til leiks með splunkunýtt og brakandi ferskt uppistand! Sýningar hópsins í Þjóðleikhúsinu eru langsamlega vinsælustu uppistandssýningar Íslands frá upphafi en seinustu ár hafa yfir 45 þúsund áhorfendur mætt í Kjallarann og hlegið sig máttlausa í tvo klukkutíma í senn á yfir 250 troðfullum sýningum. Auk almennra gesta hefur verið vinsælt hjá fyrirtækjum og hópum að mæta á uppistandið, enda hefur það víða skírskotun og hentar jafnt ungum sem öldnum. Meðal umfjöllunarefnis þetta árið eru túrismi, megrunarkúrar, samfélagsmiðlar og ást Íslendinga á sósum. Auk hinna föstu meðlima hópsins munu erlendir uppistandarar koma fram á völdum dagsetningum í vetur, en Bergur Ebbi verður fjarverandi nokkrar helgar. Ef hláturinn lengir lífið stefnir Mið-Ísland að ódauðleika! Hvar: Þjóðleikhúsið Miðaverð: 3.990 kr.
SALKA VALKA Salka Valka er ein þekktasta saga Halldórs Laxness og sú sem ruddi braut hans til alþjóðlegra vinsælda. Hún er hetjusaga ungrar stúlku sem brýst frá fátækt og fáfræði og nær að verða mikils metinn þjóðfélagsþegn af eigin rammleik með seiglu og einbeittum vilja. Sagan gerist á Óseyri við Axlarfjörð en þangað flytja mæðgurnar Sigurlína og Salka. Salka litla er stolt og sterk en Sigurlína móðir hennar treystir alfarið á himnaföðurinn og Hjálpræðisherinn. Örlög fólksins á Óseyri eru að mestu á valdi kaupmannsins Jóhanns Bogesen en átakatímar fara í hönd og nýir vindar blása um þjóðfélagið. Áhrifavaldar í lífi mæðgnanna eru aðallega hinn ungi og mælski Arnaldur og Steinþór sem er alger andstæða hans; uppfullur af frumkrafti sem bæði skelfir og heillar. Uppfærsla Yönu Ross varpar nýju og óvæntu ljósi á eina af þekktustu sögum Halldórs Laxness. Úr verður spennandi ferðalag á vit Sölku Völku í fortíð og nútíð. Yana Ross leikstýrði rómaðri sýningu á Mávinum á síðasta leikári og er að verða með eftirsóttari leikstjórum í Evrópu – Salka Guðmundsdóttir er eitt efnilegasta leikskáld þjóðarinnar. Þær leiða saman hesta sína í nýrri leikgerð að Sölku Völku.
ÓÞELLÓ Gísli Örn og Vesturport takast á nýjan leik á við Shakespeare, í fyrsta sinn frá hinni feykivinsælu sýningu Rómeó og Júlía. Ný þýðing Hallgríms Helgasonar í uppfærslu þar sem samkeppni, metorðagirnd, slagsmál og ástir skapa kraftmikla leikhúspplifun.
Kvikmyndahugmynd: 98% íslendinga eru bólusettir og fatta ekki hversu einhverfir þeir eru. Hin 2%in reyna að finna merkingu í vitstola heimi. @hrafnjonsson
BLÁI HNÖTTURINN Lengst úti í geimnum búa ótal börn sem fullorðnast ekki. Enginn skipar þeim fyrir verkum. Þau sofa þegar þau eru þreytt, borða þegar þau eru svöng og leika sér þegar þeim dettur í hug. Kvöld eitt birtist stjarna á himninum sem fellur til „jarðar“ með miklum látum. Í reyknum mótar fyrir skuggalegum verum og þá hefst hættulegt ævintýri sem leiðir börnin um dimma skóga, djúpa dali og loftin blá. Reynir þá á vináttu og ráðsnilld barnanna sem aldrei fyrr. Blái hnötturinn er mikilvægt og hugmyndaríkt ævintýri, þar sem brýnt er fyrir fólki að sýna réttlæti og mannúð og um leið er það viðvörun að hlaupa ekki eftir innantómu stuði. Síðast en ekki síst er það ábending um að varðveita æskuna í sjálfum sér og öðrum.
Gjafakort
Gómsætt leikhúskvöld
Gjafakort fyrir tvo ásamt gómsætri leikhúsmáltíð fyrir sýningu eða í hléi 12.950 kr.
Borgarleikhússins Gefðu töfrandi kvöldstund í jólagjöf!
Miðasala | 568 8000 borgarleikhus.is
22 ∙DESEMBER 2016
Hjúkkan á húð&kyn neitaði að highfæva mig þegar ég sagði henni hvað ég væri búin að ríða mikið undanfarið. Vildi heldur ekki segja sína tölu. @bylgja_babylons
Hvar: Borgarleikhúsið Miðaverð: 5.950 kr.
Vesturport hefur nú fengið Hallgrím Helgason aftur til liðs við sig og leggur til atlögu við eitt tilfinningaþrungnasta verk Shakespeares. Eldheitt ástarsamband Óþellós við Desdemónu gerir hann varnarlausan gegn nístandi afbrýðisemi (Leikritið er sett upp á 400 ára ártíð Shakespeares). Hvar: Þjóðleikhúsið Miðaverð: 5.500 kr.
Eini gallinn við Dominos sms-ið er að það minnir þig á hvað þú ert mikill aumingi! @Auddib
Úti að aka
Blái hnötturinn
Gjafakort fyrir tvo á gamanleik eins og þeir gerast bestir
Miði fyrir tvo á þessa vinsælu fjölskyldusýningu og geisladiskur með tónlistinni
9.950 kr.
10.600 kr.
Leikritið, byggt á verðlaunasögu Andra Snæs Magnasonar, hefur farið sigurför um heiminn frá því það var frumsýnt árið 2001 og unnið til fjölda verðlauna. Þau Bergur Þór og Kristjana Stefánsdóttir taka Bláa hnöttinn í faðminn, semja söngtexta og tónlist og hafa fundið tuttugu og tvö hæfileikarík börn til að taka þátt í sýningunni. Hvar: Borgarleikhúsið Miðaverð: 4.950 kr.
Mig langar svo að eignast barn, bara til þess að ég geti kennt því um draslið sem er heima hjá mér þegar einhver kemur í heimsókn. @nadia_semichat
Gulrætur eru brauðstangir jarðarinnar. @DagurHjartarson
MATUR
STOFAN GJAFAKORTIÐ ORÐ: SKYNDIBITAKÚREKINN
Ég heimsótti Stofuna um daginn. Um hádegið. Ég var búinn að mæla mér mót við tvo vini mína í hádegismat. Ég mætti fyrstur – aðallega sökum þess að ég er lifandi píslarvottur tímans – og þar var mikið af fólki. Ég fann mannlaust borð á annarri hæð, ekki svo langt frá afgreiðsluborðinu.
rúllað gjafabréfinu upp – svo að það yrði að einskonar mjóu röri – hefði það krafist fremi mikillar leikni til þess að það gengi niður gatið.
Ef ég tala hreint út, sem ég geri alls ekki alltaf – ég er atvinnupólitíkus, sem fór þó aldrei í pólitík – þá varð Stofan fyrir valinu vegna þess að ég hafði nýlega fengið gjafakort gefins frá yfirmanni mínum: „I'm broke like that.“
Ég byrjaði að panikka.
Ég hafði yfirgefið skrifstofuna rétt fyrir tólf og brotið gjafabréfið í tvennt svo að það kæmist fyrir í gallabuxnavasanum. Einhverra hluta vegna olli þessi verknaður mér ónotum – sumsé, það að brjóta gjafabréfið í tvennt; gjafabréfið hafði verið þrykkt á hágæðapappír og mér fannst eins og það að brjóta gjafabréfið í tvennt myndi ógilda það. Þetta er fáránlegt, ég veit. Ég var alltaf að fitla eitthvað við gjafabréfið er ég gekk, eins og ég væri að ganga úr skugga um að bréfið væri þarna ennþá, í vasanum. Er ég stóð við afgreiðsluborðið og leit yfir matseðilinn, pantaði ég mér cappuccino og mozzarella panini. Þegar það kom að því að greiða (á Stofunni greiða gestir fyrir matinn fyrirfram), tilkynnti ég þjóninum að ég hugðist greiða fyrir matinn með gjafabréfi. Ég leitaði í vösunum: Þeir voru tómir. Ég leitaði í rassvösunum – tómir, einnig. Ég minntist þess að það var gat á vinstri gallabuxnavasanum, sem endrum og eins gleypti smápeninga, þannig að þeir duttu niður í vinstri skóinn, og byrjaði ég því að fálma fyrir mér um eigin ökkla með höndunum. Þetta var, einnig, fáránlegt; jafnvel þó að ég hefði
24 ∙DESEMBER 2016
Ég bað þjóninn afsökunar er ég snéri aftur að borðinu til þess að leita í jakkanum mínum, sem ég hafði slöngvað yfir bakið á einum stólnum: Vasarnir voru tómir. Ég gerði þjóninum grein fyrir vandræðum mínum og sagðist ætla halda út á götu og leita af gjafabréfinu, um leið og einn af vinum mínum læti sjá sig. „Ekkert mál,“ sagði hann spakur. Gjafabréfið komst aldrei í leitirnar – jafnvel þó að ég hafi gengið sömu leið til baka í átt að skrifstofunni, alveg út að horni Lækjargötu og Austurstrætis. Þetta var eins
og einhver dæmisaga úr Biblíunni: Hann sá sem hræðist að eitthvað slæmt muni henda hann (t.d. að hann týni gjafabréfi), verður þess valdandi að það hendi hann fyrir rest. Yfirleitt, þegar slík ógæfa hendir mig, er mér með öllu ófært um að njóta mín. En ég viðurkenni að það var ákveðin huggun fólgin í samlokunni (mozzarella panini) sem ég hafði pantað mér. Hún var bragðgóð, stór og var borin fram með salati og lítilli skál af grænu pestó. Stundum, teygði ég á ostinum með tönnunum. Ég veit ekki alveg hvað mig langar að segja með þessari grein, fyrir utan það að ég kann vel við Stofuna. Stofan er til húsa í gamalli byggingu á horni Ingólfstrætis (Vesturgötu 3), þar sem Fríðu Frænku var einu sinni að finna (innanvert rýmið einkennist af timbri og múrsteinum). Stofan er notaleg. Hlý. Snotur. Fólkið á TripAdvisor fer jákvæðum orðum um Stofuna, almennt. Einnig eru panini samlokurnar frábærar. Það var einhvers konar hádegistilboð í gangi þegar ég heimsótti Stofuna: 2.000 kr. fyrir mozzarella panini. Þetta flokkast ekki endilega sem „gjöf,“ en mér finnst þetta alls ekki slæmt verð. Alls ekki. Sérstaklega ef maður er með gjafabréf í fórum sér – og týnir því ekki. *Allt fór þetta á besta veg, að lokum. Ég mundi eftir númeri gjafabréfsins sem gerði það að verkum að þjónnninn gat ógilt gjafabréfið og fært inneignina yfir á mig, persónulega. Starfsfólk Stofunnar er sérstaklega greiðvikið.
Joe
ER LOKSINS MÆTTUR NIÐUR Í BÆ! VIÐ HÖFUM OPNAÐ NÝJAN STAÐ Á LAUGAVEGI. KÍKTU VIÐ Í ÓMÓTSTÆÐILEGAN DJÚS, SAMLOKU OG SHAKE. P.S. VIÐ GERUM FÁRÁNLEGA GOTT KAFFI LÍKA!
LAUGAVEGI | SMÁRALIND | KRINGLUNNI | WORLD CLASS LAUGUM | LEIFSSTÖÐ
GRÆJUR
JÓLAGRÆJUR
PLUME
branch creative
OASIS rinspeed
Ímyndaðu þér að þú sest inn í rafrænan bíl með 2 sætum sem minna meira á Eggið í útliti en almenn bílsæti. Rými sem gefur þér pláss til að teygja úr þér í allar áttir, stæði fyrir uppáhalds plöntuna þína og stýri sem getur með einu handtaki breyst í vinnustöð. Þú þarft bara að muna að ýta á sjálfstýringuna til að geta unnið af fullri athygli. Svissneski bílahönnuðurinn Frank M. Rinderknecht stígur fyrstu skrefin inn í framtíðina með hönnun sinni á Oasis.
Flest öll þurfum við wi-fi og þau eiga það flest öll sameignlegt að bera útlitið ekkert sérstaklega með sér. Plume er fallega hannaður router sem þú einfaldlega stingur beint í innstunguna engar snúrur og ekkert vesen. Þú setur eina Plume í hvert rými til að tryggja góða tengingu um allt heimilið og notar app til að stýra græjunni. Plume lærir síðan inn á notandahegðunina á heimilinu til að verða viðbúnari álagstímum og tryggja öllum sterka tengingu þegar þarf á því að halda. Nánar: plumewifi.com
Nánar: rinspeed.eu
AIRPODS apple
Engar snúrur! Epli er búið að opna fyrir pantanir á Airpods þráðlausum heyrnartólum frá Apple. Þú tengir einfaldlega við þína uppáhalds Apple græju og stýrir síðan með léttu tappi eða snertingu, einnig er hægt að nota raddstýringu. Hljómgæðin eiga líka að vera góð. Heyrnatól framtíðarinnar! Nánar: epli.is
Tetriz er mánaðarlegur old school hip-hop þáttur í umsjá Benna B Ruff. Tetriz er mánaðarlegur old school hip-hop þáttur í umsjá Benna B Ruff.
Á X-inu fyrsta föstudag hvers mánaðar Á X-inu fyrstaklukkan föstudag hvers mánaðar 12:00 klukkan 12:00
NINEBOT ONE S1 segway
Segway heldur áfram að vera leiðandi á sínum markaði með útgáfu á One S1. Græjan er ekki hönnuð fyrir viðkvæm hjörtu heldur þarf hún djarfhuga, gott jafnvægi og sterkan fókus. Eingöngu 11 kíló en ber allt að 100 kg og þú kemst um 24 km á einni hleðslu á um 20 km hraða á klst. Nánar: segway.com
26 ∙DESEMBER 2016
HÖNNUN
JÓLAHÖNNUN
FARO bolia
Spænska hönnunarfyrirtækið La Selva hannar fyrir danska framleiðandann Bolia þennan einfalda en skemmtilega lampa. Hægt að stilla á ótal vegu og stjórna lýsingunni eftir stemmningu. Fæst bæði alsvartur og krómaður með svörtum fót. Nánar: bolia.com
FREE WING roel elsinga
Einstakur stóll frá hönnuðinum Roel Elsinga. Stóllinn minnir á fiðrildi í laginu án þess að verða klisjulegur. Hugmyndin kom út frá pappír sem var brotinn saman og formaður og úr varð þessi stórkostlega útkoma. SKE mælir með nánari athugun á þessum fjölhæfa hönnuði. Nánar: rjw-elsinga.com
GINKGO
pernille folcarelli Fallegt veggfóður sem kemur út eins og listaverk á veggnum. Pernille Folcarelli er danskur textíl-og iðnhönnuður. Hún elskar náttúruna og sést það vel á verkum hennar. Nánar: pernillefolcarelli.dk
VERTIGO petite friture
Einstaklega fallegt ljós frá Petit Friture. Kemur í tveimur stærðum svo það henti örugglega inn í öll rými og fegri þau jafnt og sig. Svífur um rýmið með ólíkum sjónarhornum. Nánar: petitefriture.com
28 ∙DESEMBER 2016
DESEMBERTILBOÐ AMERÍSK SÚKKULAÐIBITA KAKA
SKITTLES
KR/STK
2605 KR/KG
38 GR
99
149
KR/STK
TAKTU ÞÁTT Í LEIK !
SMARTIES 38 GR
99 KR/STK
2605 KR/KG
SKYR.IS
LAY’S FLÖGUR
BURN
175 GR
349
355 ML
299
KR/STK
1994 KR/KG
KR/STK
170 GR
842 KR/L
199
RED BULL & SUGAR FREE
KR/STK
250 ML
249
1171 KR/KG
KR/STK 996 KR/L
STJÖRNU MIX 170 GR
399
TILBOÐIÐ GILDIR ÚT DESEMBER
PEZ KARLAR M/ 3 ÁFYLLINGUM
299
KR/STK
2347 KR/KG
KR/STK
PAPRIKU- & OSTASTJÖRNUR 90 GR
299 KR/STK
3322 KR/KG
PEZ 8 ÁFYLLINGAR 85 GR
249 KR/STK
2929 KR/KG
REYKJAVÍK Laugalækur 9 Glæsibær Austurstræti 17 Laugavegur 116 Lágmúli 7
Barónsstígur 4 Grímsbær Héðinshús Hjarðarhagi 47 Eggertsgata 24
Miklabraut 100 Kleppsvegur Birkimelur 1 Bústaðavegur 20 Grjótháls 8
Suðurfell 4 Laugavegur 180 Við Vesturlandsveg Borgartún 26 Bankastræti 11 Seljavegur 2
KÓPAVOGUR
HAFNARFJÖRÐUR
GARÐABÆR
REYKJANESBÆR
AKUREYRI
AKRANES
Hjallabrekka 2 Dalvegur 20 Hagasmári 9
Fjörður 13-15 Staðarberg 2-4 Melabraut 29 Reykjavíkurvegur 58
Litlatún
Hafnargata 55 Flugstöð Leifs Eiríkss. Fitjar
Kaupangur
Skagabraut 43
SPURT & SVARAÐ
„Djassinn er lífið.“
NOKKUR ORÐ UM JÓLIN „Jólin eru í raun sængurgjafaveisla (baby shower) sem fór úr öllu hófi.“ – Andy Borowitz
„Jólasveinninn veit hvað hann syngur; best er að heimsækja fólk aðeins einu sinni á ári.“ – Victor Borge
ARI BRAGI KÁRASON
„Hafðu vini þína nálægt, óvini þína enn nær og þáðu kvittun fyrir öll meiriháttar innkaup.“
VIÐTAL: RTH VIÐMÆLANDI: ARI BRAGI KÁRASON SKE: Ef fyrirbærið Ari Bragi Kárason bærist í tal meðal tveggja Bandaríkjamanna væri alls ekki ólíklegt að hugtakið "Renaissance Man" (sumsé, Endurreisnarmaður) kæmi þar við sögu. Ástæðan fyrir því er sú, að sá einstaklingur sem er talinn vera Endurreisnarmaður hefur náð langt á tveimur ólíkum sviðum. Þetta á vel við Ara Braga, en hann er bæði Íslandsmethafi í 100 metra hlaupi ásamt því að vera einn fremsti trompetleikari landsins. Hins vegar má deila um það hvort að þetta séu, í raun og veru, tvö ólík svið; SKE er á þeirri skoðun að það
sé margt sameiginlegt með frjálsum íþróttum og djassi. Hvort tveggja einkennist af mikilli tækni, ákveðnu frelsi – og flottum skóm. Svo við vitnum nú í trommarann Kela (Agent Fresco), máli okkar til stuðnings: „djass er á mörkum þess að vera íþrótt og að vera listform.“ En hvað um það. SKE spjallaði stuttlega við Endurreisnarmanninn Ara Braga Kárason og lagði fyrir hann nokkrar vel sýrðar spurningar.
SKE: Þú ert gjarnan kallaður „sneggsti“ maður landsins. Hvað ertu eiginlega að flýja? Ari Bragi: Ef þessi hraði gæti einungis nýst mér í að svara spurningum sem þessum, þá gæti þetta nýst mér á einhvern hátt. SKE: Hvað hefur djassinn kennt þér um lífið? Ari Bragi: Djassinn er lífið. Samansafn fortíðar og líðandi stundar, sem spegilmynd náms og þekkingar gerir djassinum kleift að opna, jafnvel áður luktar dyr tilfinninga og sögusagna (Topp fimm snobbaðasta svar lífs míns). SKE: Stöð 2 undirbýr nú framleiðslu á raunveruleikaþættinum Icelandic Jazz Warrior, en um ræðir keppni sem reynir jafnt á líkamlega burði þátttakenda sem og á hæfileika þeirra á sviði tónlistar (keppendur þræða fjarstæðukennda þrautabraut sem byggist lauslega á plötunni Kind of Blue eftir Miles Davis). Hvaða tónlistarmaður gæti veitt þér verðuga samkeppni? Ari Bragi: Vá…. Það eru nokkrir sem koma til greina. Enginn á auðvitað séns. SKE: Þú ert meðlimur í hljómsveitinni Dillalude, sem tileinkar sér tónlist Jay-Dee heitins. Uppáhalds Hip-Hop lag og hvers vegna?
30 ∙DESEMBER 2016
Ari Bragi: Ég man hvar ég var og hver leyfði mér að heyra So Far To Go með J-Dilla, D’angelo og Common. Hafði mikil áhrif.
– Bridger Winegar
SKE: Þegar þú „trash-talkar“ á tartaninu, hvaða illmæli ert þú helst að vinna með?
„Tilvera mannsins flokkast í þrjú stig: Hann trúir á jólasveininn; hann trúir ekki á jólasveininn; hann er jólasveinninn.“
Ari Bragi: Það fer ekki framhjá neinum að hérna er spyrill þungavigtarmaður í rímum og flæði þar sem TrashTalk-Tartan gæti verið efni í eitthvað harðasta Hip-Hop lag samtímans. Ég ætla að fá að passa á þessa því ég er farinn að semja lag við W. SKE: Lol ... Seltjarnarnesið eða Hafnarfjörðurinn? Ari Bragi: Gott báðum megin
– Bob Phillips
„Þetta er hinn sanni andi jólanna: fólk að þiggja hjálp frá fólki öðru en mér.“
SKE: Ef þú yrðir að lýsa sjálfum þér sem japönsku skrímsli (Pokémon) í vinsælum tölvuleik – hvernig myndi sú lýsing hljóða?
– Jerry Seinfeld
Ari Bragi: Enginn maður til að svara þessari spurningu.
„Tengdarmóðir mín lætur sjá sig sérhver jól. Á þessu ári ætlum við að breyta aðeins til. Við ætlum að hleypa henni inn.“
SKE: Hvar verður þú um jólin? Ari Bragi: Í faðminum að jafna mig á jólatónleika „overload“ og leggja drög að heimsyfirráðum. SKE: Eitthvað að lokum? Ari Bragi: Allt í botn OG þetta gerist allt fremst, ekki aftast. (SKE mælir heilshugar með hljómsveitinni Dillalude. Einnig hvetjum við lesendur til þess að mæta á tartanið og hvetja Ara Braga til dáða á næsta frjálsíþróttamóti.)
– Leslie Dawson Jr.
HÖLDUM UMHVERFINU HREINU einn bíll í einu
LÖÐUR
NÚ Á 17 STÖÐUM REYKJAVÍK KÓPAVOGI HAFNARFIRÐI MOSFELLSBÆ AKUREYRI KEFLAVÍK LÖÐUR EHF
FISKISLÓÐ 29
101 REYKJAVÍK
568 0000
WWW.LODUR.IS
TRYGGÐU ÞÉR SÆTI
Miðasala í Hörpu sinfonia.is harpa.is 528 50 50