ÞITT EINKTAK JÚLÍ 2016
#55
WWW.SKE.IS
TÓNLIST EMMSJÉ GAUTI
SKELEGGUR FÖÐURLANDSÁSTIN
HLAÐVARP REPLY ALL
MATUR KRYDDLEGIN HJÖRTU
TILEINKUN BIGGIE SMALLS
JÖKULL JÚLÍUSSON
„Þetta byrjar og endar á sjálfum þér.“ ∙ JÚLÍ 2016
SECRET SOLSTICE 2016
LEIÐARI
FÖÐURLANDSÁSTIN Ég verð ævinlega tortrygginn gagnvart föðurlandsástinni, sérstaklega þeirri tegund föðurlandsástarinnar sem einkennist af öfgafengnu stolti og hömlulausu háreysti – og má ég vart koma auga á flöktandi fána án þess að hnykla hnotubrúnu augabrúnunum í kuldalegri vantrú. Ég var ekki alltaf svona, en ég er svona í dag, og verð svona alla daga framvegis – að svo best ég veit. Uppspretta þessarar tortryggni er nefið, sem virðist nema einhvern vott af frumstæðri ættbálkatryggð í hvert skipti sem þjóðhollustan brýst út á meðal vina eða venslamanna. Þetta er þannig vottur sem maður nemur einvörðungu eftir að hafa varið þónokkrum tíma í sögulegt og heimspekilegt heilabrot (nefið byrjar að krumpast við minnsta tilefni); sérhvert tilfelli veifandi fána, gólandi þjóðsöngs og þjóðlegs gleðskapar er, í huga bókelsks bezzerwizzer eins og mér – ekkert annað en myrkur styrjaldarforleikur í sinfóníuleik sögunnar. Segðu mér: Er heimurinn ekki ætíð á barmi styrjaldar? ... Síðustu nokkra daga, hins vegar, var þaggað niður í þessum skynsamlegu grunsemdarröddum í hálfa aðra klukkustund; samheldnin skók mig líkt og suðurlandsskjálftinn og ég, rallhálfur á tíu-hæða stillans – féll ofan í hyldýpi ættjarðarástarinnar þegar einlægur íþróttaþulur skrækti hástöfum við sigri Íslands á Englendingum: Hjartað sló í takt við 330.000 önnur hjörtu. Ef hér væri her væri nafn mitt nú á registurinu. Gengi ég nú um götur Reykjavíkur með byssusting og bláa alpahúfu, bersögull í garð kvislinga og heigla. „Ég er heimsborgari – en íslenskur heimsborgari!“ Áfram Ísland!
STARFSFÓLK RITSTJÓRI Ragnar Tómas Hallgrímsson GRAFÍSKUR HÖNNUÐUR Helgi Pétur Lárusson VIÐMÆLANDI (VIÐTAL) Jökull Júlíusson LJÓSMYNDIR (FORSÍÐA OG VIÐTAL) Allan Sigurðsson
2
∙ JÚLÍ 2016
LJÓSMYNDIR (SECRET SOLSTICE 2016) Aníta Eldjárn ÚTGEFANDI Lifandi Verkefni ehf PRENTUN Ísafoldarprentsmiðja SÖLUSTJÓRI Laila Awad
PENNAR Ua Von Verrucktberg Síta Valrún Árni Bragi Hjaltason Friðrik Níelsson Skyndibitakúrekinn
SAMBAND
NÁNAR
RITSTJÓRN Ritstjorn@ske.is
VEFSÍÐA www.ske.is
AUGLÝSINGAR Auglysingar@ske.is
FACEBOOK facebook.com/sketimarit TWITTER @sketimarit
GRÆNKÁL Blandið saman raspi og safa úr 1/2 sítrónu, 2 msk. ólífuolíu, salti og pipar. Veltið með grænkálinu og látið bíða í 5 mín. Grillið þar til kálið er orðið stökkt.
Grillaðu grænmeti eins og meistari með hjálp myndbandanna okkar á islenskt.is
TÓNLIST
EMMSJÉ GAUTI „Verið góð við hvort annað og hlustið á rapp.“ ORÐ RAGNAR TÓMAS Í þessum rituðu orðum stendur rapparinn Emmsjé Gauti fyrir fjármögnun á plötunni Vagg & Velta í tvöföldum vínyl á Karolina Fund ásamt því að vera önnum kafinn við undirbúning útgáfutónleika á NASA þann 14. júlí næstkomandi. Í tilefni þess heyrðum við í Gauta og spurðum hann nánar út í Karolina Fund, snekkjupartíið og nýkjörinn forseta lýðveldisins. Nú stendur fjármögnun á útgáfu plötunnar Vagg & Velta á tvöföldum vínyl. Hvernig gengur og hvað geta menn gert til þess að styðja verkefnið?
hefði kostað aðeins meira. Svo fattaði ég að það væri örugglega frekar erfitt að halda tónleika í þyrlu ef til þess kæmi að einhver myndi fjárfesta í þeirri hugmynd. Ég fór þá að skoða möguleikana á því að leigja lúxussnekkju og halda tónleika um borð. Það er miklu raunhæfara og væri ekki svo erfitt að framkvæma ef einhver hefði áhuga á því að fara út á haf, drekka gott vín og hlusta á rapptónlist. Ef maður skoðar stuðningsfólk verkefnisins, þá hafa listamennirnir Páll Óskar, Berndsen og Kött Grá Pje allir stutt við bakið á þér. Hvaða „celeb“ myndirðu helst vilja sjá á þessum lista til viðbótar? Ég væri helst til í að sjá alla á þessum lista. Það er æðislegt að sjá aðra listamenn styðja við bakið á manni en það gerir alveg jafn mikið fyrir mig að Nonni úr Grafarholtinu kaupi af mér vínylinn.
Þú studdir Andra Snæ í framboði en ertu ánægðar með Guðna? Já, ég er alls ekki ósáttur með Guðna þó svo að Andri hefði endað á Bessastöðum ef ég hefði fengið að velja. Guðni virkar eins og fínn kall með gott hjarta. Vonandi sannar hann sig sem maður fólksins og við skulum biðja fyrir því að forsetaembættið stígi honum ekki til höfuðs. Valdastöður eiga það til að valda usla í heilabúinu á fólki. Hver er uppáhalds leikmaðurinn þinn í íslenska landsliðinu? Aron Gunnarsson. Hann er góður vinur með gott hjarta og flott skegg. Hann stendur sig frábærlega í því hlutverki sem hann gegnir í landsliðinu.
Hvernig var á Solstice og hvað stóð upp úr? Það gengur ágætlega. Í þessum rituðu orðum er ég búinn að safna tæplega 100 þúsund krónum upp í framleiðslukostnað. Það eru margir sem misskilja þetta og halda að maður sé að biðja um styrk án þess að fólk fái eitthvað til baka en í raun er fólk að borga fyrir vöruna fyrirfram. Ef nógu margir kaupa vöruna þá fer hún í framleiðslu. Ég ákvað að fara þessa leið því það er dýrt að framleiða vínyl og ég veit ekki hvernig markaðurinn liggur. Ef eftirspurnin er nægileg þá fer hún í framleiðslu. Þetta er sniðugt batterí. Einnig er hægt að kaupa aðra pakka sem innihalda aðrar vörur, allt frá nælu merkta plötunni upp í einkatónleika á snekkju. Allt er þetta gert í þeim tilgangi að fjármagna vínyl framleiðsluna. Ef ég næ ekki tilsettu markmiði kemur platan þó út á geisladisk og í streymisformi á netinu svo það er engin hætta á að nýju lögin komi ekki út. Ef einhver ákveður að styrkja verkefnið með 497.000 króna framlagi, þá lofarðu að bjóða viðkomandi í tveggja tíma snekkjupartí, þar sem þú tekur lagið og splæsir í rautt og hvítt. Hvaðan kom hugmyndin að þessu? Upphaflega setti ég upp plan um að halda tónleika í þyrlu og það
4
∙ JÚLÍ 2016
Hvenær kemur nýja myndbandið út? Mér fannst Solstice algjör sturlun. Það eru nokkur beitt horn sem þarf að slípa svo hátíðin fái toppeinkunn en ég er mjög ánægður með að sjá þetta „format“ af tónlistarhátíð ganga upp á Íslandi. Það sem stóð uppúr hjá mér voru Die Antwoord tónleikarnir. Þetta var í annað skipti sem ég sá þau „live.“ Í fyrra skiptið lét ég þau orð falla að þetta væri besti „live performance“ sem ég hafði séð og ég stend enn við þau orð. Þú ætlar að halda útgáfutónleika á Nasa þann 14. júlí og í tilkynningu á Facebook segirðu að það hafi verið nauðsynlegt að „minnka venjulegan miðafjölda verulega vegna breytinga á sviðinu.“ Er eitthvað rosalegt að fara í gang? Já. Ég er að fara að vaða í hugmynd sem mér hefur dreymt lengi um að framkvæma. Vonandi gengur hún almennilega upp eins og ég sé hana fyrir mér. Ég get því miður ekki upplýst ykkur um hvað gerist nákvæmlega. Það má ekki taka spennuna úr þessu.
Það átti að kom út fyrir útgáfu á plötunni en kvikmyndafólk er ekki með á hreinu hvernig klukkur virka. „Klukkutími“ hjá kvikmyndagerðarmanni getur verið allt upp í sólarhringur. Það kemur samt út í þessum mánuði. Þetta er í höndunum á fagfólki sem ég elska að vinna með og treysti fullkomnlega fyrir flottri útkomu. Ég kenni þeim á klukku við tækifæri. Eru chemtrails og eðlufólk ennþá helsta ógn mannkynsins? Já, og róandi efni sem er sett í Colgate tannkrem til að hafa stjórn á mannkyninu. Eitthvað að lokum? Verið góð við hvort annað og hlustið á rapp.
NJÓTUM SUMARSINS ALLAR BEYGLUR Á 399
kr. stk.
Rjómaostur
Sulta og rjómaostur
Kalkúnabringa
Lax og rjómaostur
Beikon, egg og ostur
Naut, skinka og BBQ
Kjúklingur og beikon
Hráskinka
Caprese–salat
Byrjaðu daginn á Dunkin' Donuts. Opið frá kl. 07–22 á Laugavegi og í Hagasmára. Opnunartíma í Kringlunni má finna á dunkindonuts.is.
NÝTT UNDIR NÁLINNI
TÓNLIST
SEPTEMBER Í dagbókum Friedrich Nietzsche er að finna eftirfarandi tilvitnun: „Ef allt súrefni jarðarinnar yrði sogað burt, fyrirvaralaust, er ég sannfærður um að ég myndi fyrst! harma þöggun tónlistarinnar, áður en ég myndi syrgja eigin yfirvofandi köfnun og óhjákvæmilegan dauða.“ Við hjá SKE erum innilega sammála þessari athugun þýska heimspekisins og gerum okkar besta til þess að fagna íslenskri tónlist við hvert tækifæri. Nú á dögunum heyrðum við í September, en hljómsveitin sendi frá sér lagið Hold My Hand ásamt söngkonunni Maríu Ólafs í lok júní.
Halló hér, September. Hvað er að frétta? Íslensku fótboltalandsliðin bæði karla og kvenna eru það sem er að frétta í dag! Þið gáfuð út lagið Hold My Hand ásamt söngkonunni Maríu Ólafs fyrir stuttu. Hvernig kom þetta samstarf til? Við höfðum lengi rætt að okkur langaði að fá Maríu í einhvað samstarf, löngu áður en Hold My Hand varð hugmynd. Síðan kom þetta lag til og við vorum allir sammála um að reyna að fá Maríu í það – og við sjáum ekki eftir því. Það var frábært að vinna með henni, virkilega góð söngkona og síðan æðisleg manneskja í þokkabót. Hvað getið þið sagt okkur um hljómsveitina – meðlimir, aldur, bakgrunnur, o.s.frv.? Við erum þrír í teyminu. Andri Þór Jónsson (20), Birgir Steinn Stefánsson (23) og Eyþór Úlfar Þórisson (22). Við erum allir Kópavogsmenn og stoltir af því. Þegar kemur að lögunum sjálfum þá semjum við allir lögin og textana saman og við útsetjum og próduserum í sameiningu. Síðan er það Eyþór sem sér um tölvuvinnuna og síðan hljóðblöndunina að lokum. Hvernig fer leikur Íslands gegn Frakklandi á sunnudaginn?
Hann fer 5-2 fyrir Frakklandi..... Hvað er September að hlusta á þessa dagana – og hvað er September ekki að hlusta á? Við erum allir að hlusta á rosalega mikið af tónlist á hverjum degi. Við fýlum allir mjög mikið af því sama en við erum líka allir með okkar eigin uppáhalds tónlist sem er frábrugðin hinum. Sem hópur þá hlustum við aðallega á það helsta í popptónlistinni í dag. Við erum alltaf að fá innblástur frá hinu og þessu sem er að gerast í poppinu á hverjum degi. Hingað til hafið þið fengið þrjár söngkonur til liðs við ykkur, þær Stefaníu Svavars, Maríu Ólafs og Sylviu. Ef þið gætuð fengið hvaða íslenska karlsöngvara til þess að syngja með ykkur – hver yrði fyrir valinu? Það eru eflaust margir. Ég hugsa að Justin Bieber eða Páll Óskar sé draumurinn. Helst Páll Óskar samt. Af hverju September? Þegar September hóf störf árið 2014 þá voru það aðeins Eyþór og Birgir sem skipuðu sveitina. Þeir eiga báðir afmæli í September, sem er ástæðan fyrir nafninu. Það er því miður ekki skemmtilegri ástæða nafninu en það, við þyrftum kannski að fara að vinna í betri sögu til að segja fólki sem spurja. Andri Þór gekk síðan í teymið aðeins síðar og hann á afmæli í Nóvember, hinir meðlimir voru brjálaðir þegar þeir komust að því. Teljið þið að tónlist sé skotspónn hugans? Við vitum því miður ekki hvað það þýðir. Samt eru tveir af okkur stúdentar úr MK.
Uppáhalds tilvitnun / „one liner“? „Gefðu allt sem þú átt.“ - JJ
TEKKNÓSTIRNIÐ BJARKI
Flestir myndu segja að sumarið væri tíminn til að ferðast um okkar ilhýra land og njóta allra þeirra ávaxta sem land okkar getur gefið okkur og í hvaða mynd sem þeir ávextir birtast okkur. Hvort sem það eru græn tún, þolanlegur hiti, nýfædd folöld eða sköpunarkraftur fólksins. Sumarið er tíminn sem gefur okkur flestum kraftinn til að fara út og kanna hvað er að ske.
Hinn bráðefnilegi tekknó-tónlistarmaður, Bjarki, er þessa dagana að gefa út 41 lag í formi þriggja breiðskífna á tekknó útgáfunni трип (Trip Recordings) sem Nina Kraviz, íslandsvinur með meiru, á og rekur. Nina Kraviz er einn þekktasti og eftirsóknarverðasti plötusnúður heims um þessar mundir en hún stofnaði plötuútgáfuna sína árið 2014.
Ólafur Arnalds er þessa dagana einmitt í þessum leiðangri um landið þar sem hann mun koma við á sjö stöðum, dvelja í viku og semja eitt lag með heimamönnum á hverjum stað. Ásamt því að taka lögin upp, gefur hann þau út og gerir myndband við hvert og eitt lag. Leikstjóri þessara myndbanda er enginn annar en Baldvin Z. sem hefur það hlutverk að koma ferlinu og sköpunarkrafti hvers staðar í myndrænt form.
Þessar þrjár breiðskífur eru í raun ein 41 laga heild, gefin út sem þrjár þriggja platna breiðskífur en fyrsta breiðskífan nefnist „Б“ og kom út á Þjóðhátíðardaginn sjálfan, þ. 17. júní. Önnur breiðskífan kemur svo út í ágústmánuði og ber heitið „Lefhanded Fuqs“ en þriðja breiðskífan, „Æ“, kemur svo út í september. Hægt er að panta plötuna á netinu eða fara í Lucky Records á Rauðarárstíg og næla sér í eintak.
6
∙ JÚLÍ 2016
STALKING GIA – SECOND NATURE
Á skalanum rotinn hákarl til eldbökuð pizza hversu ánægðir eru þið með nýja forseta lýðveldisins, Guðna Th. Jóhannesson? Steiktur kjúklingur, ef það er einhverstaðar á þessum skala.
ÓLAFUR ARNALDS Í SKÖPUNARFERÐ UM LANDIÐ
Bjarki hefur verið við tónlistarsmíðar undanfarin ár í því skyni að gefa út þessi herlegheit. Greinilegt er að Bjarki hefur vandað vel til verka enda hafa tónlistarmiðlar víða um veröld hampað afrakstrinum í hástert og meðal annars nefnt fyrstu plötuna af þessum þremur sem eina af bestu plötum þessa árs.
ODESZA – MEMORIES THAT YOU CALL (PETIT BISCUIT REMIX)
HONNE AND IZZY BIZU – SOMEONE THAT LOVES YOU
SCHOOLBOY Q FEAT. KENDRICK LAMAR – BY ANY MEANS
Verkefni þeirra ber heitið Island Songs en þeir lýsa því sem eins konar söngleikjamynd þar sem heimildir um sköpun hvers lags eru fangaðar í rauntíma. Allir áfangastaðirnir eru ákveðnir á leið um landið og öll lögin ásamt myndböndum verða gefin út á mánudögum. Áhugavert verður að fylgjast með framgangi verkefnisins og greina blæbrigði tóna og myndforms hvers áfangastaðar. Hægt er að fylgjast með framgangi verkefnisins á heimasíðu þeirra, www.islandsongs.is, og á öllum helstu samfélagsmiðlum undir heitinu islandsongs.
GRAMATIK FEAT. LEO NAPIER – NATIVE SON PREQUEL (JENAUX REMIX)
SHURE SE425 SE425 herynartólin bjóða upp á nákvæman hljóm með auknu jafnvægi á milli hljóðtíðna. Snúrurnar eru lausar og er því auðvelt að skipta þeim út.
“They really are the finest in-ears we’ve ever heard at this price.”
QQQQQ www.whathifi.com
8
∙ JÚLÍ 2016
JÖKULL JÚLÍUSSON VIÐTAL RAGNAR TÓMAS ∙ LJÓSMYNDIR ALLAN SIGURÐSSON
SKE: Ef maður trúir því að breytni manna ákvarði örlög þeirra á næsta tilverustigi, það er að segja, að breytni manna ákvarði í hvaða líkama sálir þeirra taki sér bólfestu í næsta lífi (sumsé, endurholdgun líkamans á forsendum karmalögmálsins) – þá er vart annað hægt en að trúa því að Jökull Júlíusson, söngvari Kaleo, hafi þolað hinar verstu sálarkvalir í fyrra lífi; að hann hafi setið nauðugur árum saman í norður kóreskri dýflissu; að hann hafi þolað hundrað ára einsemd og fimmtíu ára hugarangur – og að hann hafi umliðið fyrrgreinda þjáningu á sérdeilis auðmjúkan og göfugan hátt. Í raun er hugmyndin um endurholdgun á grundvelli karmalögmálsins eina mögulega leiðin til þess að útskýra tilvist þessa manns fyrir ófrýnilegum, hæfileikasnauðum almúganum. Hvernig réttlætir maður það að einn og sami maðurinn sé í senn föngulegur í útliti, viðkunnanlegur í viðmóti, gáfulegur í máli og – gegn öllum líkindum tölfræðinnar – gæddur röddu sem virðist skekja sérhvert kvenmannshné við minnstu sveiflu? Einhver sanngjörn skýring hlýtur að liggja á bakvið þesskonar genatískri slembilukku ... Í síðustu viku hitti ég Jökul Júlíusson á heimili mínu í miðbæ Reykjavíkur – og reyndi að átta mig betur á þessum auðmjúka Mosfellingi. (Tottandi bjórstútinn á dýrðlegum laugardagseftirmiðdegi hringir dyrabjallan líkt og að marrandi rödd Guðs sé að biðja mig um að rísa. Eilítið góðglaður stend ég upp úr sófanum og þrýsti á takkann á dyrasímanum, opna hurðina sem liggur að stigaganginum og lít niður í átt að útidyrahurðinni. Þar stendur maður, á að giska 1.80 cm á hæð, í hvítum flegnum bol með sveip í hárinu eins og íslenskur Presley. Ég þekki manninn sem Jökul Júlíusson. Hann heilsar mér og gengur svo inn í íbúðina í fylgd aðstoðarkonu sinnar, Rachel. Ég býð þeim bæði bjór og kaffi en Rachel afþakkar alfarið boð mitt á meðan Jökull biður um vatn. Ég læt vatnið renna í eldhúsinu, set djass á fóninn og sest síðan andspænis Rachel og Jökli í sófanum. Á meðan Rachel fellur ofan í símann líkt og Alice ofan í kanínuholuna, kveiki ég á diktafóninum.) SKE: Þú varst að koma úr sveitinni, ekki satt? Jökull: Jú, fljótlega eftir að ég kom heim þá fór ég austur með fjölskyldunni minni. Við strákarnir nýttum tímann og skutum myndband við lagið Save Yourself í Fjallsárlóni, við hliðina á Jökulsárlóni. Ég fékk hugmynd að myndbandinu í fyrra þegar við vorum að skjóta í Þríhnúkagíg og velti því fyrir mér: „Hvað getum við gert næst?“
Jökull: Hún var geggjuð. Við spiluðum mikið þarna á sínum tíma. Eftir tónleikana þá röltum við yfir á götubarinn sem er þarna við hliðina á, en þar voru Gaukur félagi okkur, sem er munnhörpuleikari, ásamt Bandaríkjamanni sem spilar á kontrabassa. Við spiluðum langt fram eftir nóttu.
breyst. Maður er farinn að taka tónlistina alvarlega sem starfsferli. Það var ekkert endilega stefnan á sínum tíma. Ég hafði sótt um í Háskólanum og hafði klárað stúdentinn. Síðan þá hef ég stokkið á hvert tækifæri og reynt að fylgja þessu eftir. Það eru forréttindi að vinna við það sem maður elskar.
(Ég velti þessari atburðarás fyrir mér, en hún hlýtur að vera merki um einlæga ástríðu fyrir tónlist. Þetta er eins og körfuboltamaðurinn sem spilar leik í deildinni og fer svo beint út á malbikið og skýtur hundrað þrista ... Ég hugsa til þess tíma þegar ég sá Kaleo fyrst.)
Jökull: Ég ætlaði í heimspeki, skráði mig meira að segja tvisvar.
(Í myndbandinu tekur Kaleo lagið Way Down We Go og syngur Jökull línuna „We get what we deserve.“ Karma.)
SKE: Ég sá Kaleo fyrst á Ljósanótt á Thai Keflavík, sennilega árið 2012.
SKE: Erfitt að toppa það.
Jökull: Nei!
Jökull: Einmitt, en svo hugsaði ég: „Ætli að ég geti ekki farið í Jökulsárlón og skellti mér upp á jaka og spilað.“ Við keyrðum því upp á Lón og fundum hæfilegan jaka, stilltum upp hljóðfærunum, „sound check-uðum“ og spiluðum.
SKE: Mig minnir að eigandi staðarins hafi beðið um Vor í Vaglaskógi svona fjórum sinnum.
SKE: Nice.
(Þetta var rétt áður en lagið fór í almenna spilun. Ég man að ég hallaði mér upp að glugga staðarins og fylgdist með ölvuðum áheyrendum vagga við hljóma lagsins líkt og að þau væru dáleidd. Síðan þá hefur ýmislegt breyst, ímynda ég mér.)
Jökull: Já, vonandi að þetta komi vel út. Það var búið að vera fullkomið veður allan daginn en svo leið tíminn og þegar við loks stilltum okkur upp, ásamt tveimur strengjaleikurum, þá kom hellirigning. En vonandi að það spili bara inn í karakter lagsins. Strengjaleikararnir gátu náttúrulega ekkert spilað en við kýldum á þetta, fjórir. Það er alveg geggjað að þetta hafi gengið upp – hálf súrrealískt í rauninni. Eftir þetta fórum við beint til Akureyrar og spiluðum hálfgert leynigigg á Græna Hattinum. Þeir tónleikar voru einhvers konar „wrap up“ partí fyrir hópinn sem var að skjóta með okkur. SKE: Hvernig var stemningin á Græna Hattinum?
SKE: Hver er stærsta breytingin á þínu lífi síðan þá? Jökull: Úff ... Það hefur mikið
SKE: Þú sást þetta ekkert endilega fyrir? Jökull: Nei, þetta var fjarlægur draumur þá. SKE: Þú ætlaðir í heimspeki, ekki satt?
SKE: Af hverju heimspeki? Jökull: Ég hef alltaf haft áhuga á heimspeki og sögu. SKE: Lestu mikið? Jökull: Þegar ég er að semja þá er ég mjög oft að vinna með ákveðið „concept“ og reyni að kynna mér efnið betur með lestri. Hvort sem það er þrælahald eða sögu Indíana í Bandaríkjunum. Það fylgir þessu oft ákveðin rannsóknarvinna. SKE: Þú ert ansi lunkinn textasmiður. Textinn við Pretty Girls, til dæmis, er einfaldur en fallegur og alveg laus við klisjur. Íslendingar eru misgóðir að semja á ensku. Var þetta langt ferli? Jökull: Ég var mjög duglegur að fara upp í bústað á þessum tíma sem ég samdi lagið. Þetta voru, að mig minnir, þrjár ferðir og í hverri ferð kom eitthvað nýtt. Ég skrifaði „verse-ið“ fyrst, svo innganginn þar á eftir og svo í síðustu ferðinni þá kom þetta allt heim og saman. Textinn kom frekar auðveldlega. Ég myndi segja að ferlið sé oft á tíðum langt, en það þýðir ekki að ég sé að eyða miklum tíma í hvert lag. Maður grípur í þetta þegar maður er í stuði og leggur það svo til hliðar. SKE: Hvaðan kemur þessi enskukunnátta? Jökull: Ég hef alltaf verið ágætur í ensku og því meira sem ég les og pæli því betri verð ég. Þetta er alveg eins með íslenskuna: Tungumálið er svo flott þegar þú nálgast það á réttan hátt. Vonandi að maður hafi eitthvað smá „touch,“ þó svo að það sé ekki mikið miðað við aðra. En það er gaman að heyra. Eins og ég segi þá skiptir máli að þetta sé einlægt. Þetta þarf ekki endilega að vera flókið.
SKE ∙
9
(All the Pretty Girls byrjar með orðunum „All the pretty girls like Samuel.“ Í athugasemdakerfi Youtube er að finna mjög góða athugasemd við lagið eftir mann að nafni Samuel Joseph, en hann ritar „Samuel here ... I can verify that none of the pretty girls like me.“) SKE: Hvert er versta viðtalið sem þú hefur farið í? Það var eitt sem ég sá á netinu þar sem spyrillinn var í raun ekki með neinar spurningar, heldur lét hún bara eigin athuganir flakka og þið sátuð þarna frekar vandræðalegir. Jökull: Já, eins og þú eflaust veist þá getur maður farið í viðtal í fínu jafnvægi og verið öruggur með sig en um leið og spyrillinn er ekki í góðu jafnvægi sjálfur þá myndast óþægileg stemming. (Jökull hlær.) Jökull: Spyrillinn stjórnar því hvort að þetta verði óþægilegt eða þægilegt. (Ég kinka kolli og tel síðan sjálfan mig trú um að mér hafi tekist að skapa þægilega stemmingu. Hér sitjum við á Ránargötunni í rólegu umhverfi, léttur djass í gangi og ég byrjaði samræðuna með því að bjóða upp á bæði bjór og kaffi. Jökull brosir og rifjar upp gamla tíma.) Jökull: Það var einu sinni bandarísk blaðakona sem mætti fyrir tónleika og smellti af nokkrum myndum, sagðist svo ætla að spjalla betur við okkur eftir tónleikana. Eftir giggið þá vorum að skemmta okkur með fólkinu frá plötufyrirtækinu baksviðs og það var eitthvað um brennivín og svona. Svo leið ekki á löngu að þessi blaðakona var orðin svo ölvuð að við neyddumst til þess að hringja í kærastan hennar. Ég man ekki hvernig við höfðum upp á honum en mig minnir að hann hafi farið með hana upp á spítala. Hún var gjörsamlega „out.“ Þetta var með eftirminnilegustu viðtölum. SKE: Kom þetta viðtal svo út? Jökull: Já, svo kom það bara út og hún hafði margt gott að segja! (Við hlæjum. Ég er kominn á annan bjór og ákveð að róa mig aðeins í drykkjunni. Ég vil helst ekki að þetta fari á sama veg.) Jökull: Hún þakkaði okkur svo fyrir og minntist ekkert á þetta. Hún var kannski í einhverri afneitun, líkt og þetta hafði ekkert gerst.
10 ∙ JÚLÍ 2016
SKE: Það er oft eina vitið, að taka „Men in Black“ á þetta ... Félagi minn sem starfaði lengi sem blaðamaður sagði mér að það væri ávallt ein spurning sem maður ætti að spyrja í hverju viðtali og hún er þessi: Hvernig myndirðu lýsa sjálfum þér? Jökull: Já, þetta er erfið spurning: Hvernig sér maður sjálfan sig og hvernig sjá aðrir þig ...
finnir rétta pródúserinn. Hann getur hjálpað þér og það munar um það, að vera með rétt fólk í kringum þig, en þetta byrjar og endar allt á sjálfum þér. Þú verður að vera sannfærður um þín gildi og þinn mátt. Það er mikilvægasta lífsreglan í þessu öllu saman. SKE: Áhugavert. Jökull: Já. Það hefur komið fyrir að maður setji hlutina í hendurnar á öðrum og það er það versta sem maður gerir, allavega fyrir mig: að leyfa plötufyrirtækinu eða öðrum að ráða ferðinni – sérstaklega um leið og fleiri augu byrja að beinast að þér. SKE: Hefurðu upplifað þesskonar pressu sjálfur?
(Þetta er heimspeki. Hughyggja.) Jökull: Ég myndi lýsa sjálfum mér sem einbeittum og metnaðarfullum einstaklingi sem er tilbúinn að fylgja eigin sannfæringu. Ég veit ekki alltaf hvað ég vil – en ég veit nokkuð vel hvað ég vil ekki. Það er alls konar fólk sem reynir að beina manni í alls konar áttir á lífsleiðinni, en þá er mikilvægt að fylgja eigin innsæi. Ég held að það sé einn af mínum kostum – að vita hvað ég vil ekki. Hægt og rólega setur það mann á þá braut sem maður vill ganga. Það tekur tíma og það hafa ekki allir þolinmæði í þessum bransa. SKE: Þannig að þú þarft að treysta á sjálfan þig? Jökull: Já, þetta er allt undir þér komið. Það er enginn að fara gera neitt fyrir þig, sama hvaða starf þú velur þér. Ég er alltaf að komast að því, meira og meira. Platan þín verður ekki góð þó svo að þú
Jökull: Nei, af því að ég barðist fyrir frelsinu frá byrjun. Ég vildi gera þetta nákvæmlega eftir mínu höfði. Ég vildi hafa algjört frelsi til þess að leyfa sköpuninni að gerast náttúrulega. Ég sem mjög ólík lög, allt frá rokki eða blús yfir í þjóðlagatónlist eða hvað það nú er. Lögin fæðast þannig og ég leyfi þeim bara að koma. Því er mikilvægt að ég fái að halda þessu flæði. SKE: Þú samdir við útgáfufyritækið á þessum forsendum? Jökull: Já, ég gaf það út í byrjun að ég ætlaði ekki bara að semja lög í einhverju einu „genre“ bara vegna þess að það hentar formúlunni. Ég hef engan áhuga á því. Maður finnur það líka núna, eftir á að hyggja, að maður hefur meiri völd eftir því sem tíminn líður. (Samtalið tekur beygju til Bandaríkjanna.) SKE: Hvernig kanntu við þig í Austin, Texas? Jökull: Ég kann vel við Austin. Við fluttum, sem sagt, allir fjórir inn í þetta risahús í úthverfi Austin, sem umboðsskrifstofan okkar tók á leigu fyrir okkur, fyrir einu og hálfu ári síðan. Húsið er u.þ.b. 45 mínútur fyrir utan borgina. Það má segja að nýr kafli í sögu hljómsveitarinnar hafi byrjað á þessum tíma. Síðan þá höfum við verið meira og minna á túr, þannig að við höfum ekki verið mikið í Austin, þannig séð. Við fengum ekki tækifæri til þess að aðlagast borginni og það hjálpaði ekki að vera svona langt fyrir utan borgina sjálfa. Austin er frábær borg og mjög frábrugðin öðrum borgum í Texas. Hún er fremur hippaleg og þar eru nýir straumar í menningu og tónlist. SKE: Þannig að þú varst ekki í sérstakri rútínu þarna.
50 % ÚTSALA - ÚTSALA
Levi´s Kringlunni – Levi´s Smáralind – Levi´s Glerártorgi
„TÓNLISTIN VAR FJARLÆGUR DRAUMUR.“
Jökull: Nei – og við erum að flytja okkur yfir til Nashville. Við tókum upp plötuna þar, að mestu leyti, og höfum eytt meiri tíma þar. Nashville er líka, að mínu mati, Mecca tónlistarinnar í heiminum í dag. Þetta var og er mikil kántríborg í dag en þar er líka mikið rokk. SKE: Hvert er skemmtilegasta gigg sem þú hefur spilað? Jökull: Við byrjuðum að spila þrír á Danska barnum þegar við vorum 17-18 ára og vorum vanir því að deila fimm þúsund kalli fyrir þriggja tíma spilerí. Það er kannski ekkert eitt sem stendur upp úr. Sem tónlistarmanni finnst mér fjölbreytnin skemmtilegust. Maður hefur spilað í fermingum, í jarðarförum og í brúðkaupum – en einnig fyrir framan 10.000 manns á tónlistarhátíðum. Það var gaman að spila fyrsta „headline“ túrinn í vetur. Það var gaman að sjá að meira fólk var að koma og syngja með. SKE: Hjálmar félagi minn bað mig um að spyrja sérstaklega út í æfingarrútínuna þína. Hvernig heldurðu þér í þessu formi? (Það er „live“ myndband við lagið No Good á Youtube þar sem handleggir Jökuls eru í ákveðnum forgrunni. Einn aðdáendi hljómsveitarinnar talar um „arm porn.“)
þremur árum síðar – og þá var ég búinn að ákveða að svala fýsninni hressilega. Félagar mínir sóttu mig á flugvöllinn og við byrjuðum á Denny’s þarna um morguninn. Svo fór ég á Taco Bell í hádeginu og á McDonald’s um þrjú leytið – og ég ældi og ældi seinna um kvöldið. Þetta var ákveðið „menningarsjokk.“ Jökull: Það er málið og maður er svo heppinn með mat hérna heima. Þetta er besta hráefni í heiminum. Ég nýt þess að versla hérna heima á hverjum degi. En það góða við Ameríku er það að það er líka gott úrval af lífrænum mat. (Ég skipti um umræðuefni.) SKE: Þú ert einhleypur?
Jökull: Ég hreyfi mig mikið og passa vel upp á það hvað ég borða. Líkaminn er hljóðfærið og verð því að hugsa vel um hann. Strákarnir í bandinu eru kannski með aðrar áherslur, en fyrir mig þá er nauðsynlegt að fá smá útrás. Ég fer í ræktina í klukkutíma á dag og það vita það allir sem eru að túra með okkur. Það er bara séð fyrir því – að Jökull fái að komast í ræktina. Þetta er líka nauðsynlegt upp á það að fá smá frið. Við erum náttúrulega bara ofan í hvor öðrum allan daginn, alla daga. Þetta er mín hugleiðsla. SKE: Ég tengi; tek yfirleitt góðan hálftíma í Vesturbæjarlauginni á hverjum degi. Jökull: Já, þetta er mjög gott. Svo passa ég upp á það hvað ég borða. Ég finn líka að mér finnst erfiðara að borða kjöt í Bandaríkjunum. Þetta er allt svo unnið. Ég fæ bara í magann. Svo kemur maður heim og þá er þetta allt ferskt og villt. SKE: Hvað borðarðu þarna úti? Jökull: Ég reyni að borða lífrænt. Fisk. Grænmeti. SKE: Ég var mikil skyndibitafíkill sjálfur þegar ég bjó í Flórída. Svo flutti ég heim og kom ekki aftur til Bandaríkjanna fyrr en
12 ∙ JÚLÍ 2016
árunum og með mikilli vinnu kemst maður á þann stað. (Allan ljósmyndari hringir bjöllunni. Ég skil diktafóninn eftir og fer til dyra, á meðan spjallar Jökull við Rachel.) Jökull: Blessaður! Allan: Blessaður ... Hvernig gengur? Jökull: Já, bara vel. Ekki amalegt hér, á Ránargötunni ... (Á meðan Allan stillir upp græjunum höldum við áfram að spjalla.) SKE: Mig langaði aðeins að spyrja þig út í aðdáendur. Hefurðu lent í einhverjum vandræðalegum aðdáendum. Jökull: Já, já. Aðdáendur eru svolítið óþægilegt „concept“ yfir höfuð. Það er ekki alveg eðlilegt að það sé einhver sem kemur upp að þér og veit helling um þig – að það sé einhver dýrkun í gangi. Þetta er skrýtið. Það er erfitt að vera eðlilegur í þannig aðstæðum – en svo lengi sem maður tekur þessu ekki of alvarlega þá er þetta í lagi. Svo er þetta líka mismunandi eftir því hvort að fólk sé í glasi eða ekki. En auðvitað reyni ég að koma fram af einlægni þegar svo er. Að einhver skuli gefa sér tíma til þess að heilsa þér, þá er það bara heiður.
Jökull: Jú. SKE: Er það af ásettu ráði? Jökull: Nei, alls ekki. Mig langar, sko. Ég finn það að maður er að eldast – eða mér finnst það að minnsta kosti …
SKE: Hvað finnst þér um það að Nelson hafi breytt inngangslaginu úr Hjálmum í Kaleo? Jökull: Gunni heyrði í mér og bað um leyfi og ég sagði honum að það yrði heiður. Ég fylgist að sjálfsögðu með honum jafnt og landsliðinu. Ég stefni að því að reyna fara á næsta bardaga vegna þess að ég hef aldrei farið. Við eigum svolítið af sameiginlegum vinum og ég er mikill aðdáandi hans.
(Jökull hlær.) Jökull: Þetta er tilfinning sem flestir sem eru komnir yfir tvítugt kannast við. Ég hef áhuga á því að stofna fjölskyldu. Ég lít á þetta sem vertíð, núna. Það er lítill tími í annað en maður er alltaf að koma sér í betri stöðu og getur vonandi byrjað að stjórna tímanum betur. Persónulega væri ég alveg til í að túra minna. En vonandi með
(Við höldum áfram að blaðra þangað til að Allan er tilbúinn. Jökull stillir sér upp á ýmsum stöðum íbúðarinnar á meðan ég bregð mér út á pall og fæ mér bjór. Það er sumar. Veðrið er gott. Guðirnir brosa í átt að eylandinu. Ég og Rachel spjöllum. Þegar ég geng aftur inn þá er Jökull kominn í leðurjakka og sestur fyrir framan myndavélina inn í eldhúsi. Ég hugsa til annarrar athugasemdar á Youtube, en þá er Kaleo að flytja All the Pretty Girls og kynnir Jökull lagið með því að segja: „We are Kaleo – and we are going to do All the Pretty Girls.“ Undir myndbandið skrifar notandinn Chase Teron: „Yes, Kaleo, yes you are.“ Þegar Jökull og Rachel kveðja tek ég eftir því að hann skildi leðurjakkann eftir í plastpoka á stofugólfinu. Ég er að hugsa um að selja hann á Ebay.)
LISTVIÐBURÐIR
MÁLVERKASÝNING
AÐRIR VIÐBURÐIR
DÓRA EMILS
BALD BY BALDUR
Dóra Emils opnar sýningu á málverkum sínum að Grandagarði 23 frá fimm til sjö fimmtudaginn 7. júlí. Léttar veitingar. Hvar: The Coocoo's Nest, Grandagarður 23, 101 Reykjavík Hvenær: 7. júlí - 30. júlí kl. 17:00 - 19:00
Baldur Helgason er myndlistarmaður sem býr og starfar í Chicago. Hann útskrifaðist úr Listaháskóla Íslands árið 2008 og úr Meistaranámi frá Academy of Art University í San Francisco árið 2011 og var valinn einn af mest spennandi listamönnum borgarinnar árið 2011 af SF Weekly.
SARA BJÖRNSDÓTTIR: FLÂNEUR HVAR: GERÐARSAFN, HAMRABORG 4, KÓPAVOGI HVENÆR: STENDUR TIL 21. ÁGÚST 2016
Hvar: Port Verkefnarými, Laugavegur 23b, 101 Reykjavík Hvenær: 2. júlí - 12. júlí kl. 20:00
1936 - 2012 YFIRLITSSÝNING I. HLUTI Völundur Draumland Björnsson átti vinnustofu og heimili á jarðhæðinni að Bergstaðastræti 25B þar til hann kvaddi þennan jarðheim árið 2012, en í því húsnæði hefur gallerí Ekkisens nú verið rekið á annað ár. Það er því mikill heiður að bjóða almenningi upp á þann merkisviðburð sem frumsýning á hans helstu verkum er. Þann 20. júlí kl. 17:00 verður opnaður I. hluti af sýningarseríu sem er ætlað að gera skil á verkum hans og ævistarfi. Verið hjartanlega velkomin á þennan stórviðburð í íslenskri myndlistarsögu. Sýningin verður opin út ágúst.
RÍKI – FLÓRA, FÁNA, FABÚLA
NAUTN / CONSPIRACY OF PLEASURE SAMSÝNING Hin ýmsu lögmál og birtingarmyndir nautnar eru útgangspunktur sýningarinnar. Sex listamenn sýna ný verk, þar sem þeir fjalla um hugtakið, hver frá sínu sjónarhorni og forsendum, og efna til orðræðu um hlutverk nautnar í heimspekilegu, listrænu og veraldlegu samhengi. Í verkunum má sjá þráhyggjukenndar birtingarmyndir neysluhyggju og kynlífs í samtímanum, holdið í myndlistinni, mannslíkamann sem táknrænt fyrirbæri og innblástur eða einfaldlega hina frumstæðu nautn sem oft fylgir listsköpun, glímunni við efni og áferð, áráttu og blæti. Listamenn: Anna Hallin, Birgir Sigurðsson, Eygló Harðardóttir, Guðný Kristmannsdóttir, Helgi Hjaltalín Eyjólfsson og Jóhann Ludwig Torfason / Pabbakné. Sýningarstjórar: Hlynur Hallsson, safnstjóri Listasafnsins á Akureyri, og Inga Jónsdóttir safnstjóri Listasafns Árnesinga. Hvar: Listasafnið á Akureyri, Kaupvangsstræti 12, 600 Akureyri Hvenær: 11. júní - 21. ágúst
ÍSLENSKA SIA.IS SFG 42040 04.2008
HAFNARHÚSI HVAR: LISTASAFN REYKJAVÍKUR, HAFNARHÚS, TRYGGVAGATA 17 HVENÆR: STENDUR TIL 18. SEPTEMBER 2016 BOÐIÐ VERÐUR UPP Á VIÐAMIKLA DAGSKRÁ SAMHLIÐA SÝNINGUNNI
BERLINDE DE BRUYCKERE HVAR: LISTASAFN ÍSLANDS, FRÍKIRKJUVEGI 7, 101 REYKJAVÍK HVENÆR: STENDUR TIL 4. SEPTEMBER 2016
HRYNJANDI HVERA GAGNVIRK VIDEÓINNSETNING EFTIR SIGRÚNU HARÐARDÓTTUR
Hvar: Ekkisens, Bergstaðastræti 25B, Reykjavík Hvenær: 20. júlí - 3. ágúst
HVAR: LISTASAFN ÍSLANDS, FRÍKIRKJUVEGI 7, 101 REYKJAVÍK HVENÆR: STENDUR TIL
FÍN SÝNING SÆVAR KARL Velkomin á opnun „FÍN SÝNING“ í anddyri Norræna hússins miðvikudaginn 29.júní kl. 17:00. Listamaður í anddyrinu er nýtt verkefni í Norræna húsinu en markmið þess er að kynna norræna og baltneska myndlist. Það er okkur mikill heiður að hefja seríuna með Sævari Karli listamanni sem ekki er óvanur því að opna nýjan myndlistarvettvang. Hvar: Norræna húsið, Sturlugata 5, 101 Reykjavík Hvenær: 29. júní - 14. ágúst
14 ∙ JÚLÍ 2016
HVENÆR: STENDUR TIL 21. ÁGÚST 2016
Myndirnar sem verða til sýnis eru blekteikningar sem voru unnar árin 2015-16. Baldur sækir myndefni sitt í heim vinsældarmenningu, teiknimyndir, gömlu handritin og trúarmyndir. Baldur vinnur mikið með distópískum sköllóttum karakterum sem birtast aftur og aftur í myndunum.
VÖLUNDUR DRAUMLAND BJÖRNSSON
UMMERKI VATNS HVAR: HAFNARBORG, STRANDGATA 34
11. SEPTEMBER 2016
UPPBROT ÁSMUNDUR SVEINSSON OG ELÍN HANSDÓTTIR HVAR: ÁSMUNDARSAFN, SIGTÚN, REYKJAVÍK HVENÆR: STENDUR TIL 9. OKTÓBER 2016 VEFUR: LISTASAFNREYKJAVIKUR.IS
r á t i f f a K í u t k í K Hver einasta kaffibaun og ferðalag hennar í bollann skiptir máli. Hjá Kaffitár verkum við kaffið af þekkingu og berum fram með alúð.
Bankastræti • Borgartúni • Kringlunni • Smáralind • Reykjanesbæ • Safnahúsinu • Þjóðminjasafni • Kruðerí
PÁSKA TILBOÐ
ÚTSALAN ER HAFIN
DROPLET VASI GULUR/BLÁR 950,-
EMMANUELLE LJÓS HVÍT/SVÖRT 11.900,-
NEST BASTLAMPI 34.500,-
HUGO BAÐVARA VERÐ FRÁ 1450,-
TRIPOD BORÐLAMPI 12.500,-
3 FYRIR 2
AF ÖLLUM HANDKLÆÐUM NÝJAR VÖRUR FRÁ HABITAT
BLYTH YELLOW 24.500,-
CITRONADE 9800,-
COULEUR DISKUR 950,-
TREPIED GÓLFLAMPI 19.900,TILBOÐ 14.900,-
20%
AFSLÁTTUR AF ÖLLUM HAL PÚÐI 5.900,-
AFRICA STÓLL 11.250,-
HELENA TEPPI 9.800,-
SHADI HANDKLÆÐI 2400,-
DENA ARMSTÓLL GRÁR/SVARTUR 145.000,-
20-40% AGNES MOTTA (120X180) 19.500,-
GULUM VÖRUM
AF ÖLLUM MOTTUM
GRETA SKRIFBORÐ 48.000,-
OKEN HLIÐARBORÐ HVÍTT/SVART 24.500,-
HANNAÐU ÞINN EIGIN SÓFA
40%
AF ÖLLUM PÚÐUM OG TEPPUM
20-50%
AF ÖLLUM HÚSGÖGNUM
20%
AFSLÁTTUR AF
40%
AF VÖLDUM STELLUM OG GLÖSUM
EININGASÓFUM VELKOMIN Í NÝJU VERSLUNINA OKKAR Í SKÓGARLIND
NÝR STAÐUR: SKÓGARLIND 2, KÓPAVOGI
TEKK COMPANY OG HABITAT SKÓGARLIND 2, KÓPAVOGI TEKK COMPANY | SKÓGARLIND 2, KÓPAVOGI SÍMIOG 564HABITAT 4400 | OPIÐ MÁN-LAU KL. 10–18 OG SUN KL. 12–17 SÍMI 564 4400 | OPIÐ MÁN-LAU KL. 10–18 OG SUN KL. 12–17 VEFVERSLUN Á WWW.TEKK.IS VEFVERSLUN Á WWW.TEKK.IS
TÍSKA
PINK BEACH ORÐ SÍTA VALRÚN Ég hef verið með „major soft spot“ fyrir Pharrell Williams síðan hann hjólaði ber að ofan í Provider myndbandinu; maður dó úr ást. Allt sem hann gerir er eiginlega smá töff, skiptir ekki alveg máli hvað það er. Þannig virkar það þegar maður er skotinn í einhverjum. Aðilinn getur verið í einhverju alveg fáranlegu sem maður í öðrum tilvikum hefði fnussað á en bara af því að það er hann þá virkar það og er meira að segja sérstaklega „sexy.“ Pharrell er einstakt tískúíkon. Stíllinn hans vekur reglulega eftirtekt og tókst honum meira að segja að „púll-a“ sérstakan Vivienne Westwood „Curious George“ hatt. Fáum hefði tekist þetta. Pharrell hefur lengi starfað með Adidas og í byrjun sumars hannaði hann línu fyrir merkið undir yfirskriftinni Pink Beach.
18 ∙ JÚLÍ 2016
Hönnunin skartar listaverki eftir Williams sem kemur í prenti eða í útsaum og fullt af því góða. Aðalstykkið í línunni er Love Frequency jakki, en þetta er sportjakki með kóðann 528HZ útsaumaðan í bakið sem táknar tíðnina sem á að skapa heilandi víbra fyrir hugann, líkamann og sálina. Í línunni eru einnig bikini, toppar, leggings, stuttbuxur og einnig skór. Fremur „clean sneakers“ í stíl við klassisku Stan Smith týpuna en endurgerðir með strandarlífið í huga. Myndirnar fyrir herferðina tók Viviane Sassen. The Adidas originals = PHARRELL WILLIAMS ”Pink Beach” kemur í nokkrum hollum. Fyrsta hollið kom út í byrjun maí og fæst nú á netinu og einnig í helstu verslunum Adidas Originals og Billionaire Boys Club.
KÆLDU ÞIG UPP & NIÐUR
Jóker er seiðandi og ljúffengur jarðarberjapinni frá Kjörís, með salmíakfyllingu og hjúpaður sterkri lakkrísdýfu.
PÚLSINN
#TWO_UNDERDOGS
BJARNASON / BROKOVICH
HOOVER / LAGERBACK
TVÆR MANNESKJUR MEÐ FRÁBÆRT HÁR ...
TVEIR MEÐALJÓNAR ...
... SEM BERJAST GEGN STÓRBOKKUNUM.
... Á STÓRU SVIÐI
BÖÐVARSSON / BAGGINS
SIGURÐSSON / SKYWALKER
FÆDDIR INN Í LÍTIÐ SAMFÉLAG ...
TVEIR PILTAR ÚR SVEITINNI ...
... BJARGA JÖRÐINNI MEÐ HRINGLAGA HLUTUM.
... SEM MUNU EINN DAGINN BJARGA SÓLKERFINU.
SIGURÐSSON / BALBOA
POTTER / ÁRNASON
TVEIR MYNDARLEGIR FELLAR ...
BARA TVEIR STRÁKAR SEM ELSKA GALDRA ...
... SEM BERJAST GEGN OFUREFLI.
OG HAFA ENGU AÐ TAPA.
HLAÐVARP MÁNAÐARINS
REPLY ALL Reply All er þáttur um internetið. Eða þannig. Eins og má greina frá umsögnunum hér til hægri þá snýst þátturinn meira um fallegar sögur (og oft á tíðum erfiðar). Þeir PJ Vogt og Alex Goldman stýra skútunni og fer nýr þáttur í loftið sérhvern miðvikudag. SKE mælir sérstaklega með þættinum Friendship Village (áður the Time Traveler and the Hitman). Þar er rætt við Robin Radcliff sem afplánar lífstíðardóm í Bandaríkjunum fyrir þær sakir að hafa ráðið leigumorðingja til þess að myrða eiginmann sinn. Hún óskar sér ekkert heitar en að ferðast aftur í tímann og breyta rétt.
20 ∙ JÚLÍ 2016
„Frábær þáttur. Í raun uppáhalds þátturinn okkar hér á Radiolab þó svo að við segjum engum frá því ... í raun er það ekkert leyndarmál samt.” -Jad Abumrad, Radiolab „Þrátt fyrir nafnið er Reply All ekki hlaðvarpsáttur um tæknina – þetta er þáttur þar sem fallegar og sérdeilis mannlegar sögur, kryddaðar með smá skírskotun í tæknina, fá að njóta sín.” -Nick Quah, Vulture „Einfaldlega besti þátturinn á netinu. Reply All er hugarfóstur tveggja snillinga, PJ Vogt og Alex Goldman.“ -Slate France “Reply All gefur sig út fyrir að vera þáttur um internetið, en þeir sem hlusta reglulega vita að það er helber lygi.” -The Atlantic
STILL FRESH VIÐ MUNUM EFTIR 1983
Ekkert var ferskara en Michael Jackson að moonwalka og fyrsta Júmbó-samlokan sem við smurðum með pompi og prakt. Síðan höfum við verið að gera ferska rétti úr ferskum hráefnum upp á hvern einasta dag. Júmbó – still fresh!
TWEET KYNSLÓÐIN
SKEMMTUN
KEXPORT 2016 Árlega, stendur Kex Hostel fyrir svokölluðu portpartýi í porti hostelsins að Skúlagötu 28, aftanverðu. Tónleikar frameftir degi í boði hostelsins verða á sínum stað í ár en það eru hljómsveitirnar og listamennirnir Auður, Hildur, Hórmónar, Misþyrming og Singapore Sling sem manna hátíðina að þessu sinni.
LUNGA 2016 Seyðisfjörður skartar sínu fegursta þegar ungir listamenn hvaðanæva að af landinu og öðrum löndum koma saman í firðinum fagra í júlímánuði ár hvert. Vinnustofur, tónleikar, sýningar og gleðiframleiðsla af bestu sort. Tónleikar LungA eru ár hvert hápunktur þessarar listaviku. Fram koma Human Woman, Fufanu, GKR, Fura, Ayia og Hatari. Miðasala er á Tix.is. Hvar: Seyðisfjörður Hvenær: 16. júlí kl. 20:30 Miðaverð: 5.900/6.900 eftir 15. júlí
Hvar: Skúlagata 28 Hvenær: 16. júlí kl. 12:00 - 24:00 Miðaverð: Frítt
Ég borðaði svo margar typpasmákökur í gæsuninni í gær að mér líður eins og algerri druslu í dag @harmsaga
Mér finnst að löggan eigi að stoppa fólk sem keyrir á 50-60 á vinstri akrein og það sé sent aftur í bílpróf, en þurfi að bíða mjög lengi. @Jon_Gnarr
ÞJÓÐHÁTÍÐ Í EYJUM 2016 ROCKALL Ef þú hefðir kost á því að byggja upp nýtt samfélag á agnarsmárri eyju útá ballarhafi (Rockall), hvað myndir þú taka með þér þangað? Hvað myndir þú ekki taka með þér? Hvaða nýju lifnaðarhættir myndu hugsanlega þróast með þessu nýja samfélagi? The Travelling Embassy of Rockall, eru samtök sem velta þessum hlutum fyrir sér og safna saman hugmyndum úr öllum áttum varðandi möguleika slíks samfélags. Þann 1. júlí síðastliðinn opnaði þessi hópur listamanna og hugsuða, svæði við Reykjarvíkurhöfn (milli Hotel Marina og Slippsins) sem er afmarkað eins og lítil eyja þar sem ræktað verður grænmeti og jurtir, fyrirlestrar, sýningar og smiðjur verða haldnar, svo fátt eitt sé nefnt. Eitt er víst að svæðið verður mjög lifandi og tilvalið til að heimsækja á meðan verkefninu stendur, en því lýkur þ. 30. september næstkomandi. Hvar: Vesturbugt, Gamla höfnin Hvenær: 1. júlí - 30. september Miðaverð: Frítt
Menningakimar Íslendinga eru víðsvegar og í ýmsum birtingamyndum. Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum verður haldin enn eitt árið en meðal þeirra sem koma fram á hátíðinni í ár eru Páll Óskar, Quarashi, Sálin hans Jóns míns, Júníus Meyvant, AmabA damA, FM Belfast, Sóldögg, Land & synir og FM95BLÖ. Hvar: Vestmannaeyjar Hvenær: 28. júlí - 3. ágúst Miðaverð: Dagspassi 13.900 kr. / Hátíðarpassi 22.900 kr.
NORÐURMÝRARHÁTÍÐ Norðurmýri er byggð á fjórða áratugnum og hefur haldist í upprunalegri mynd að mestu; steinuð fjölbýlishús með görðum sunnan megin við húsin sem afmarkast með steyptum garðveggjum. Húsin eru byggð þétt, girðingaumræður tíðar og gerir að verkum að fólk kynnist auðveldar og ríkir því góður andi í hverfinu. Sannkölluð hverfishátíð verður haldin laugardaginn 16. júlí þar sem íbúar og gestir hverfisins sameinast í götugrilli, jóga, tónleikum, flóamarkaði og mörgu fleiru. Hvar: Norðurmýri, 105 Reykjavík Hvenær: 16. júlí kl. 12:00 - 24:00 Miðaverð: Frítt
Hvar: Húrra og Gaukurinn Hvenær: 29. júlí - 1. ágúst Miðaverð: 3.990 - 7.990 kr.
22 ∙ JÚLÍ 2016
Ég ætla að vera arabaðisti arabinn á Omar Souleyman í kvöld. Ef einhver toppar mig í arableika fær sá hinn sami Harissa í augun. @nadia_semichat
Alltaf þegar mér finnst ég ekki fordómafullur, man ég eftir hvað mér finnst um þumalhring forsætisráðherra. Og skammast mín. @BragiValdimar
Gummi Ben búinn að missa lífsviljann. Eins og hann sé að lýsa skák. #emísland @ergblind
INNIPÚKINN 2016 Tónlistarhátíðin Innipúkinn verður haldin um Verslunarmannahelgina í ár, eins og hefð er fyrir. Aðaltónleikadagskráin fer að sjálfsögðu fram innandyra, og verður líkt og í fyrra í Kvosinni á tónleikastöðunum Húrra og Gauknum. Þar verður boðið upp á fjölbreytta tónleikadagskrá föstudags-, laugardags- og sunnudagskvöld. Þeir sem fram koma eru: Agent Fresco, Aron Can, Emmsjé Gauti, GKR, Hildur, Hórmónar, JFDR, Karó, Kött Grá Pje, Misþyrming, Snorri Helgason og Valdimar. Miðasala er á Tix.is.
Miðasölumálið dregur líkindi úr Vesturfarabókmenntum. Agentar, tár, fólksflutningar og ómandi þjóðsöngur í fjarska. @BergurEbbi
FYRIRLESTRARGJÖRNINGUR Bergur Thomas Anderson (f. 1988) er myndlistar- og tónlistarmaður frá Reykjavík. Í Mengi ætlar hann að bjóða gestum í ferli sitt í formi ferðalags innan um heim kvikmyndanna. Verkið, sem er blanda af fyrirlestri og gjörningi, er partur af áframhaldandi rannsóknarverkefni inn í þau þemu sem tengjast nálægð, fjarlægð, sannleik og ferðalögum. Með því að nota dæmi úr þekktum dæmum kvikmyndasögunnar og skoða þau vel er áhorfanda boðið í þá miklu aðgerð að tosa skjáinn útí raunveruleikann. Hvar: Mengi, Óðinsgata 2 Hvenær: 14. júlí kl. 21:00 Miðaverð: 2.000 kr.
Designer Mints Nýtt bragð
einnig fáanlegar...
MATUR
KRYDDLEGIN HJÖRTU Salsa kjúklinga súpa ORÐ SKYNDIBITAKÚREKINN „Það hefur aldrei verið betri tími til þess að vera Íslendingur,“ sagði ég við kærustuna mína sem sat andspænis mér á Kryddlegnum Hjörtum á Hverfisgötunni. „Svo gott er það að ég vorkenni öllum fjörvana Íslendingum, því þó þeir séu nú varanlega freslaðir frá angistinni sem fylgir hægfara umferðinni og þeim kvíða og kvala sem fylgir mánudagsmorgnunum – þá eru þeir, í þessum töluðu orðum – að missa af einstakri tilfinningu: Hafa Guðirnir einhvern tímann brosað jafn breitt yfir þessari litlu eyju?“ Hún yppti öxlum áhugalaus og stakk gafflinum í salatið. „Ég meina hagkerfið, sem fyrir átta árum var ekkert nema hraðhörfandi svartfjara við strendur landsins, sækir nú fram sem gríðarstór alda í formi þúsunda túrista, hvers gjaldeyri rignir á strendur Íslands sem kærkominn, ferskur sjávarúði. Sólin, sem síðustu misseri hefur hagað sér eins og innhverf raggeit og beygt sig bakvið skýin eins og holdvseikur öfuguggi, hefur nú gefið uppburðarleysið upp á bátinn og veitir strípihneigðinnni lausan taum. Horfðu út um gluggann –
sjáðu hvernig sú gula skýn í sinni naktri dýrð! Og Strákarnir okkar, sem komust alla leið í 8 liða úrslit á EM, og flettu ofan af veikleikum enska landsliðsins og rotnandi sál Ronaldo. Jafnvel þó að þeir töpuðu stórt á móti Frökkunum þá unnum við seinni hálfleikinn og kvöddum mótið með reisn.“ „Jújú, þetta eru ,good times.‘“ sagði kærastan mín, mælsk að vanda. „Og svo þessi súpa – þessi sturlaða salsa kjúklinga súpa, sem fyrir fáeinum mínútum jós ég upp úr pottinum og í þessa fallegu skál, rétt áður en ég stráði osti og muldi Doritos flögur út í seyðið og bætti svo sýrðum rjóma út í. Ég meina þessi súpa er gjörsamlega ,nuts!´“ „Jú, hún er frekar góð.“ „Frekar góð!? Bíddu ert þú eitthvað veik að geði? Hún er ,nuts‘ segi ég – ,NUTS!‘“ Skyndibitakúrekinn mælir með Kryddlegnum Hjörtum, en þar er hægt að gæða sér á dýrindis súpu- og salat hlaðborði á sanngjörnu verði. Lengi lifi íslenski draumurinn.
Margverðlaunað hnetusmjör Ljúffengt, próteinríkt hnetusmjör - Náttúruleg orka í krukku
Segðu halló Fæst í Krónunni, Nettó, Fjarðarkaup og Heilsuvöruverslunum
24 ∙ JÚLÍ 2016
Pantanir fara fram á heimasíðu okkar: www.glo.is/verslun Laugavegur 20b · Engjateigur 19 · Hafnarborg · Hæðasmári · Sími 553 1111 · #gloiceland
GRÆJUR
STREAMZ Enginn sími, engin snúra. Þessi heyrnartól streyma tónlist beint frá yfir 150 tónlistarsíðum svo að allir ættu að finna eitthvað sem þeim líkar. Heyrnartólunum er líka hægt að stjórna með röddinni svo þau eru 100% handfrjáls. Nánar streamzmedia.com
ADAM A5X Öflugir hátalarar frá Adam. Eins og aðrar týpur úr AX seríunni þá eru hátalarnir með X-Art tvíter. Prufanir á þessum tvíterum hafa sýnt að þeir séu einir sterkustu sem eru til á markaðnum. 5.5” miðja nær alveg niður í 2.5kHz. Þessir litlu dýnamísku hátalarar með innbyggðum magnara komu virkilega á óvart og eiga eftir að nýtast vel hvort sem það sé verið að mixa, hlusta eða búa til tónlist. Nánar: Tónastöðin
LENNY HABITAT Habitat og Elipson eru hérna í samstarfi með þennan fallega hannaða og skilvirka hátalara. Hann er þráðlaus og virkar með öllum gerðum af tölvum og símum með bluetooth. Auðflytjanlegur og veðurvarinn með batteríi sem endist í allt að 8 klst. Mjög góður hljómur sem fyllir rýmið auðveldlega af fallegum tónum. Flottur fyrir heimilið, skrifstofuna, pallinn eða útileguna í sumar.
POST NYLON BACKPACK HERSCHEL SUPPLY CO. Post Nylon Backpack er, eins og nafnið gefur til kynna, gullfallegur retró bakpoki úr næloni, hannaður af tískugúrúunum hjá Herschel Supply. Pokinn er einfaldur í hönnun og hefur nægilegt pláss fyrir ferðatölvuna ómissandi og hentar því bæði vel í vinnu og skóla. Mjó leðurrönd liggur eftir miðju pokans og lokið lokast með segulstáli. Þægindi áttu sinn þátt í hönnuninni en pokinn er með stuðningspúðum og þægilegum, stillanlegum ólum.
26 ∙ JÚLÍ 2016
Bókaðu borð 562 0200 perlan@perlan.is
bréf a f a j G nar n u l r Pe jöf við
Góð g kifæri! öll tæ
EINSTAKUR 4RA RÉTTA
TILBOÐSSEÐILL KJÖT OG FISKUR Nauta-carpaccio með parmesan, furuhnetum, rauðrófum, sveppum og klettasalati Humarsúpa Rjómalöguð með Madeira og grilluðum humarhölum Fiskur dagsins ferskasti hverju sinni útfærður af matreiðslumönnum Perlunnar
Eigðu yndislega kvöldstund í Perlunni með fjögurra rétta seðli matreiddum af margverðlaunuðum matreiðslumeisturum. 4ra rétta tilboðsseðill: 7.980 kr. Tilboðsseðill og sérvalið vínglas með hverjum rétti: 13.980 kr.
~ eða ~ Andarbringa með andarlæri, eggaldinmauki, gulrótum, kartöflum og lárviðar-soðgljáa Mjólkursúkkulaðimús með mandarínum og dökkum súkkulaðiís
GRÆNMETI Rauðrófu-carpaccio með piparrót, furuhnetum, rauðrófum og fennikkusalati Sveppaseyði með seljurótar-ravioli Hnetusteik með jarðskokkum, rauðkáli og klettasalati Döðlukaka með hindberjasultu og sítrónukrapi
STEFÁN ELÍ STEFÁNSSON, MATREIÐSLUMEISTARI PERLUNNAR Vissir þú að uppskriftin af humarsúpu Perlunnar kemur frá belgíska matreiðslumeistaranum Pierre Romeyer? Hann er af jafningjum talinn vera einn besti matreiðslumaður síðustu aldar. Hann gaf aldrei út matreiðslubók en hann gaf Perlunni allar sínar uppskriftir!
www.gudjono.is · Sími 511 1234
ÝMISLEGT
ROCKALL Síðastliðinn 1. júlí opnaði hópur listamanna og hugsuða lítið þorp við Reykajvíkurhöfn (Vesturbugt) þar sem ýmsar samfélags- og menningarlegar spurningar verða ígrundaðar á næstu þremur mánuðum (fyrirlestrar, sýningar og smiðjur). Hér eru nokkrar ljósmyndir frá opnun Rockall. Nánari upplýsingar: www.rockall.is
ÓÐUR TIL GLEYMSKUNNAR ORÐ FRIÐRIK NÍELSSON Sem barn skoppar maðurinn á yfirborði jarðar líkt og að hann sé að valhoppa á milli hvítra skýjahnoðra. Hann brosir og hlær og stríðir, og þekkir einvörðungu hlýju sólarinnar og birtu morgunsins. Sú hryggð sem vitjar barnsins dvelur stutt (því barnið hefur enn ekki tileinkað sér þær fullorðinslistir, langrækni og biturleika). En svo eldist barnið. Barnið verður að manni og allur ótti mannsins og öll hans mistök byrja að íþyngja hann; fortíðin sest á herðar hans líkt og akfeitur albatrosi – og göngulag mannsins breytist, það mótast ekki lengur af ánægju heldur af alvarleika – og hvíta skýjaslóðin fellur niður úr himinhvolfinu og er grafin í leðjunni, er sem niðurníddur gangstígur í gegnum mýri (skýið verður skítur). Og á þessum gangstíg þrammar maðurinn álútur og fýldur. Ég þekki þetta. Ég hef þrammað í gegnum votlendið hokinn; ég hef gefið gærdeginum taumhald á morgundeginum; ég hef óttast að ganga handan mistökum fortíðarinnar ... en ekki lengur. Ef þú vilt vita hvernig mér tókst það, þá skal ég segja þér það: GLEYMSKAN. Slæmt minni er besta leiðin að góðu lífi. Ég er minnislaus – og ég er frjáls. Ég valhoppa á milli hvítra skýjahnoðra eins og kæurlaus kind.
HLAÐVARP SKE KOMIÐ Í LOFTIÐ SKE hefur nú gefið út sitt fyrsta hlaðvarp, en þátturinn ber titilinn CV_ismi og mun hann koma út á tveggja til fjögurra vikna fresti. Þáttinn má nálgast á iTunes með því að leita eftir „Hlaðvarp SKE“ eða „CV_ismi“ og hvetjum við lesendur til þess að gerast áskrifendur að þættinum undireins (einnig er hægt að niðurhala þættinum á Soundcloud). Eins og fram kemur í inngangi þáttarins, þá er þemi þáttarins þessi: Þáttastjórnandinn leitast við því að fylla út eigin ferilskrá, reit fyrir reit, og sérhverjum reit fylgir hyldjúp spurning (eða spurningar) með það fyrir stafni að komast að því hver við (mannfólkið) erum í raun. Í fyrsta þætti hlaðvarpsins freistuðu viðmælendur þáttarins, þeir Erpur Eyvindarson, Haraldur Sigfús Magnússon og rapparinn Charlie Marlowe, þess að svara spurningunni: „HVAÐ ÞÝÐIR ÞAÐ AÐ VERA ÍSLENDINGUR?“ Þátturinn skartar einnig tónlist eftir Tiny, Fox Train Safari, Kef LAVÍK og Cheddy Carter. „Ísland er eins og Aldingarðurinn, ef í stað þess að bera Adam og Evu út, hefði Guð kosið að slá hring um garðinn með hafi, eyðilagt gróðurinn með því að skyggja á sólina og lúbarið landið, í aldanna rás, með slæmu veðri. Nokkrum kynslóðum síðar myndu afkvæmi Adam og Evu, eflaust, svipa sterklega til vorrar íslensku þjóðar: hópur fölleitra ættmenna – sem gýtur hornauga til Guðs.“ – CV_ismi (eftir á að hyggja var fyrsti þátturinn heldur karllægur. Meira jafnvægi verður að finna í næsta þætti.)
28 ∙ JÚLÍ 2016
HÖLDUM UMHVERFINU HREINU einn bíll í einu
LÖÐUR
NÚ Á 17 STÖÐUM REYKJAVÍK KÓPAVOGI HAFNARFIRÐI MOSFELLSBÆ AKUREYRI KEFLAVÍK LÖÐUR EHF
FISKISLÓÐ 29
101 REYKJAVÍK
568 0000
WWW.LODUR.IS
SPURT & SVARAÐ Ef þú yrðir að velja áletrun á grafsteininn þinn, hver yrði sú áletrun? Dáldið ógnvekjandi spurning en ... „Þar sem hjartað slær“ yrði fyrir valinu. Ertu sátt með Guðna Th.? Já, ég hef trú á að Guðni verði landi og þjóð til mikils sóma innan- sem utanlands. Virkar heiðarlegur og flottur maður. Hefur lífið tilgang? Og ef svo er, hver er tilgangurinn? Lífið hefur svo sannarlega tilgang. Við erum ólík en höfum öll eitthvað gott fram að færa. Lífið er lærdómur út í gegn ef við erum tilbúin að hlusta á hvort annað og virða skoðanir hvers annars. Það blæs oft á móti en þeir sem standast mótbyr fá að lokum meðbyr. Elskum, virðum og gleðjum hvort annað.
SPURT & SVARAÐ MARGRÉT LÁRA VIÐARSDÓTTIR
Hver er lykillinn að velgengni íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta?
Sæl og blessuð, Margrét, hvað er helst í fréttum? Það sem er helst í fréttum er að við eigum stórkostlegt karlalandslið í knattspyrnu. Ef þú yrðir að lýsa sjálfri þér eins og húsgagni í vönduðum IKEA bæklingi – hvernig myndi sú frásögn hljóða?
Það eru margir þættir sem spila þar inn í. Fyrir það fyrsta erum við með ótrúlega flotta blöndu af leikmönnum. Bæði unga efnilega og eldri og reyndari. Við erum margar búnar að spila lengi saman þannig að liðsheildin er frábær. Það eru mikil fótboltaleg gæði í okkar liði. Svo erum við með frábæra þjálfara og gott teymi í kringum okkur. Við erum með gott leikplan sem að við trúum og treystum á. Hvernig er tilfinningin nú þegar EM ævintýri strákanna er lokið?
Stílhrein og traust vara sem bregst ekki eiganda sínum Hvers konar eldri borgari ætlar þú þér að verða? Eins og amma mín og nafna Margrét Sigurjónsdóttir. Alltaf jákvæð glöð og lifir fyrir börnin sín. Síðan ætla ég að spila mikið golf á erlendri grundu og njóta lífsins í botn. Þú verður þrítug í júlí. Hvernig leggst það í þig? Mér finnst það geggjað. Gott tilefni til að bjóða vinum og fjölskyldu í gott teiti. Lífið hefur kennt manni að það eru forréttindi að eldast.
Tilfinningin er frábær. Strákarnir stóðu sig frábærlega. Íslendingar voru landi og þjóð til mikils sóma innan sem utanvallar. Þetta var í heildina frábær auglýsing fyrir Ísland. Maður er virkilega stolltur af liðinu og öllum sem koma að því. Nú er bara að nota meðbyrinn, byrja að safna og fjölmenna til Hollands á næsta ári. Eitthvað að lokum? Áfram Ísland!
JUICY
Bandaríski rapparinn Biggie Smalls hefði orðið 44 ára í ár. Til þess að heiðra minningu hans breyttum við textanum við lagið Juicy líkt og að hann hefði verið saminn af miklum bókaormi. 30 ∙ JÚLÍ 2016
It was all a dream / I used to read New Yorker magazine / James Joyce and Hemingway on the mezzanine / Hanging paintings on my wall / Every Saturday, BBC: books and authors on the pod / I let my shelves stack / Till my shelves cracked / Smokin' on a vain pipe, sippin' on bad cognac / Way back / When I had a hounds-tooth with an elbow patch / And a sixpence to match / Remember Mark Twain, duh-ha, duh-ha / You never thought that lit'rature Would take me this far? / Now I'm in the spotlight / Ran the stoplight / Time to get laid Have sex like 50 Shades / Born sinner / The opposite of a winner / 'member when I used to eat A modest (one-course) meal for dinner / Peace to Borges, Thoreau, Stephen King / Nabokov, Poe, J.R. (R.) Tolkien / I'm blowing up Like you thought I would / Call the crib, Wrong number, wrong 'hood / It’s all good /
40% AFSLÁTTUR
ENNEMM / SÍA / NM75590
Enn meira rafmagn í umferð í sumar
Fylltu á rafbílinn með Orku náttúrunnar Orka náttúrunnar hefur opnað tvær hraðhleðslustöðvar á Akureyri. Stöðvarnar eru orðnar 13 talsins og er meðal annars að finna á höfuðborgarsvæðinu, í Borgarnesi, á Selfossi og í Reykjanesbæ. Straumurinn liggur svo sannarlega í vistvænni ferðamáta og ON er stolt af því að leggja sitt af mörkum í þessu hljóðláta samgönguátaki. ON selur hreina og endurnýjanlega íslenska orku til heimila og fyrirtækja um allt land og nú ganga sífellt fleiri rafbílar fyrir orku náttúrunnar.
ORKA NÁTTÚRUNNAR · Bæjarhálsi 1, 110 Reykjavík · Sími 591 2700 · www.on.is · on@on.is
Orka náttúrunnar framleiðir og selur rafmagn um allt land og sér höfuðborgarbúum fyrir heitu vatni. Við nýtum auðlindir af ábyrgð til að bæta lífsgæðin í nútíð og framtíð.