Ske #53

Page 1

ÞITT EINTAK HVAÐ ER AÐ SKE DAGANA 05.05.16 - 03.06.16

#53

WWW.SKE.IS

SPURT & SVARAÐ ÁRNI HELGASON

SKELEGGUR ÓÐUR TIL HALLGRÍMSKIRKJU

HLAÐVARP Í LJÓSI SÖGUNNAR

„KVIKMYND ER BARA AUGA LEIKSTJÓRANS.“ – SKE spjallar við Anítu Briem um nýju bókina, Werner Herzog og orðspor Íslendinga erlendis


2

HVAÐ ER AÐ SKE

LJÓSMYNDASÝNING SKE LJÓSMYNDIR: FRIÐRIK NÍELSSON

SKEleggur Óður til Hallgrímskirkju Hallgrímskirkja er Róbert Wadlow íslenskra kirkna. Hún er 74 metrar á hæð – þriðja hæsta bygging Íslands – og þar sem hún hvílir á hæsta holti borgarinnar, er hún sérstaklega áberandi. Í raun má segja að hún gnæfi yfir Reykjavíkurborg eins og Guð gnæfði yfir mannkyninu forðum – fyrir tilkomu vísindanna og hvimleiðu trúleysingjanna. Framkvæmdir hófust 1945 og verkinu lauk ekki fyrr en fjörtíu og einu ári seinna, eða árið 1986. Á þeim tíma var Bob Marley (1945 – 1981) fæddur og dáinn; hefði Bob Marley haft einhvern áhuga á kirkjunni, hefði maður geta sagt, í gríní, að Marley hefði beðið tilgangslausri bið (Waited in Vain) eftir lyktum byggingarinnar. En því miður getur maður það ekki; Bob Marley var alveg sama um Hallgrímskirkju – og eru þesskonar orðaleikir því óraunhæfir. Fyrir utan það að vera hávaxin, er Hallgrímskirkja líka furðuleg. Hún var valin önnur skrítnasta bygging heims á vefsíðunni www.strangebuildings.com og undarleiki kirkjunnar stafar aðallega af sérstæðu kirkjuturnsins. Arkitekt kirkjunnar, Guðjón Samúelsson, skreytti turninn með steyptum súlum sem áttu að líkja eftir íslensku stuðlabergi. Fræðimenn hafa nú tekið upp á því að kalla þetta Guðlaberg #flipp. Kirkjan heitir í höfuðið á Hallgrími Péturssyni, holdsveikum manni sem skrifaði sálma, og er hann jafnframt eini Íslendingurinn sem hefur sálgað tófu með ferskeytlu (sjá þjóðsögu). Fyrir framan kirkjuna má sjá styttu af Leifi Eiríkssyni, sem starir vonlaus út í loftið, sjáanlega hryggur yfir þeirri staðreynd að hann er landkönnuður áfastur við steyptan stafn ímyndaðs skips. Íslendingar hafa löngum deilt um ágæti kirkjunnar: að mati arkitekta er hún ljót; að mati þjóðhollra manna er hún falleg; en að mínu mati á það sama við Hallgrímskirkju og allt annað – drekki maður nokkra bjóra verður hún sífellt fallegri. Ef þér finnst Hallgrímskirkja ljót, þá ertu bara ekki nógu drukkinn.

SKE Ritstjórn: Ritstjorn@ske.is Auglýsingar: Auglysingar@ske.is Forsíðuviðtal og Leiðari: Ragnar Tómas Hallgrímsson Viðmælandi: Aníta Briem Myndir - forsíða og viðtal: Allan Sigurðsson Umbrot: Helgi Pétur Lárusson Hönnun: Lifandi Verkefni ehf Prentun: Ísafoldarprentsmiðja SKE auglýsir eftir ljósmyndum í næsta blað. Áhugasamir sendið okkur línu á ritstjorn@ske.is


N 30 2016

Listahátíð í Reykjavík

Hátindar á ferli Helga San Francisco ballettinn í fyrsta sinn í Eldborg

Tryggðu þér sæti tímanlega Miðasala á harpa.is & tix.is Aukasýning komin í sölu

Sýningar verða 28.— 31. maí í Eldborgarsal Hörpu.

Stofnaðilar og bakhjarlar Listahátíðar

Styrktaraðilar viðburðar

Lárusson Hönnunarstofa

San Francisco ballettinn, undir stjórn Helga Tómassonar, sýnir valda kafla úr nokkrum af dáðustu verkum flokksins ásamt Sinfóníuhljómsveit Íslands á Listahátíð vorið 2016.


4

HVAÐ ER AÐ SKE

TÓNLIST

ARON CAN LIFIR LÍFINU MEÐ ENGUM MÓRAL ARON CAN SPILAR Á SÉRSTÖKUM TÓNLEIKUM RAPP Í REYKJAVÍK Á HÚRRA Í MAÍ. SKE HEYRÐI Í HONUM OG LAGÐI FYRIR HANN NOKKRAR VIÐURKVÆMILEGAR SPURNINGAR ...

Uppáhalds rappari og/eða helsta fyrirmynd? Uppáhálds rapparar eru líklega bara Thugger, Future og Drizzy. Allt gæjar sem hugsa helmingi lengra en aðrir. Ég elska J.Cole líka, hann og Kendrick ná að halda svo fáranlega „smooth“ í gamla skólann og „switch-a“ því einhvern veginn yfir í nútíma „old school.“ Hver var hugmyndin á bakvið Enginn mórall? Enginn mórall er „basically“ hugmyndin á bakvið lagið: ekki hafa alltof miklar áhyggjur, ekki stressa þig of mikið og reyndu að lifa lífinu með engum móral. Þú spilar á Húrra 13. maí (Rapp í Reykjavík). Við hverju má búast og hversu langt verður settið þitt? Það má búast við helluðu „show-i“ sem við erum að setja saman núna þessa dagana, settið er um 30-40 minútur af veislu. Hvað hugsar þú um þegar þú ert andvaka kl. 4 um nótt og það er rigning úti? Hugsa um allan fjandann: tónlistin sem ég sem er best saminn seint um nótt í myrkri. Þá byrja ég virkilega að geta samið „shit“ frá hjartanu. Þú heitir fullu nafni Aron Can Gultekin – hvaðan kemur þetta nafn?

Aron Can – beint frá Tyrklandi, baby. Ef þú gætir lifað þig inn í einn sjónvarpsþátt, hvaða þáttur yrði fyrir valinu? Power. Bestu þættir allra tíma. Uppáhalds rapp lína (þess vegna punchlína)? „Sometimes I'd like to go back in life, not to change shit just feel a couple things twice.“ – DRIZZZZY Hlustar þú á „old school“ rapp (eða er gamli skólinn lokaður)? Ég hlusta á „old school“ en samt meira á þetta nýja „shit.“ Ég hlusta ekki ótrulega mikið á tónlist lengur því eg er alltaf að gera mína eigin og pæla í því. Þá er erfiðara að fylgjast með öðrum. Besti íslenski rapparinn í dag? Mér finnst vera svo margir líkir rapparar hérna, en ég get ekki valið einhvern einn. Það er enginn einn sem er bestur finnst mer. Ég fýla bara hvað það er fokkin mikið að frétta hjá mörgum íslenskum röppurum og að það sé tekið svona fáranlega mikið eftir því.

RAPP Í REYKJAVÍK Á HÚRRA Um hvítasunnuhelgina, dagana 13. - 15. maí, verður öllu til tjaldað á skemmtistaðnum Húrra þegar rjóminn í íslensku rappi kemur saman og telur í þriggja daga tónleika. Þeir sem fram koma eru eftirfarandi listamenn: Föstudagur: Forgotten Lores, Kött Grá Pje, Geimfarar, Shades of Reykjavík og Heimir Rappari. Laugardagur: Vaginaboys, Sturla Atlas, GKR og Reykjavíkurdætur.

DR DRE GERIR HEIMILDARMYND UM ANDERSON .PAAK Vörumerkið Beats by Dre, undir stjórn Dr Dre, hefur tilkynnt að það vinni að framleiðslu heimildamyndar um nýjasta meðlim Aftermath fjölskyldunnar, plötuútgáfu Dre, um ofurpródúserinn, Anderson .Paak. Það er ekki alveg ljóst hvenær myndin verður opinberlega sýnd en myndbrot úr myndinni var birt þann 25. apríl, til að kítla forvitnar taugar. Anderson .Paak er mikill í hip hop heiminum þessi misseri en hinn þrítugi pródúser frá Oxnard í Kaliforníu er orðinn einn af eftirsóttustu taktsmiðum Bandaríkjanna, bæði hjá yngri kynslóðinni og þeirri eldri (t.d. Dr Dre, DJ Premier og Snoop).

Sunnudagur: Úlfur Úlfur, Cell7, Aron Can, Fallegir Menn og Herra Hnetusmjör. Miðaverð fyrir kvöldin þrjú er 6.000 kr. en verð fyrir stök kvöld er 3.000 kr. Miðasala er á Tix.is

LÓA 2016

SJÓÐUR SEM STYÐUR VIÐ BAKIÐ Á ÍSLENSKU TÓNLISTARFÓLKI OG HLJÓMSVEITUM ERLENDIS

t e t riz plút ó blo k k lo g i p ed r o b- ruf f jay-o

Vorboðinn ljúfi verður með endurkomu í ár eftir blússandi velheppnað partý í maí á síðasta ári í Gamla Bíó. Í ár verða herlegheitin haldin á Prikinu þann 21. maí þar sem öll rými verða fyllt plötusnúðum frá kvöldi til morguns. Útvarpsþátturinn Tetriz undir stjórn Benna B-Ruff verður í broddi fylkingar en einnig verða plötusnúðahóparnir Plútó (Ewok, Skeng, Hlýnun Jarðar, Kocoon, Tandri, Skurður, Julia, Nærvera, Ozy, Maggi B) og BLOKK (Viktor Birgiss, FKNHNDSM, Áskell, Intr0beatz, Jónbjörn, Jón Reginbald og Ómar E.) á sínum stað. Kempurnar Jay-O og Logi Pedro munu ekki láta sitt eftir liggja og taka þéttar syrpur. Á efri og neðri hæð Priksins verða Ofur kerfi til að tryggja sem þéttast tónaflóð. Fyrri part kvölds verða plötusnúðar á vegum BLOKK með tónlist í porti Priksins en partýið verður svo fært inn þegar líða tekur á kvöldið. 100 gjafamiðar verða á Corona og framfyrir röð.

Um þessar mundir fagnar Kex Hostel 5 ára afmæli en staðurinn hefur allt frá upphafi stutt dyggilega við íslensku tónlistarsenuna. Til þess að ítreka stuðning sinn og þakklæti til íslensks tónlistarfólks hefur KEX Hostel stofnað KEX Ferðasjóð sem mun hafa að leiðarljósi að styrkja ungt tónlistarfólk til útrásar og styðja við bakið á þeim á tónleikaferðum. Samtals er úthlutað einni milljón króna en umsóknarfrestur ár hvert er 28. febrúar og er úthlutað á afmælisdegi KEX í apríl. Gerð verður undantekning í ár og verður úthlutað í maí, skilafrestur fyrir umsóknir er þann 15. maí og tilkynnt verður um úthlutun. Umsækjendur geta eingöngu verið tónlistarfólk eða hljómsveitir. Umsóknum skal skilað rafrænt (á PDF- eða Word-formi) til sjóðsins. Með umsóknum skulu fylgja ferilskrár helstu þátttakenda verkefnisins og vísun í tónlistariðkun þeirra (t.a.m. rafræn tóndæmi (mp3), vefsíður (Soundcloud, Bandcamp eða álíka) og/eða myndbönd (Youtube, Vimeo eða álíka)). Umsóknir skulu sendar með tölvupósti á netfangið kexferdasjodur@ kl. 21:00–04:30 kexland.is. á prikinu Í fjárhagsáætlun umsóknar skal þess getið ef sótt hefur verið í aðra sjóði eða hvort það standi til og tilgreina þá sérstaklega. Sjóðurinn lítur það jákvæðum augum að verkefni hljóti einnig styrkveitingu annarstaðar frá.


Sérhæft nám VIÐ HÁSKÓLANN Á AKUREYRI

Háskólinn á Akureyri er sá eini á landinu sem býður upp á eftirfarandi námsleiðir: ▶ Félagsvísindi ▶ Fjölmiðlafræði ▶ Nútímafræði ▶ Sjávarútvegsfræði ▶ Iðjuþjálfunarfræði ▶ Líftækni

ISLENSKA/SIA.IS HAK 79664 05/16

Komdu norður í Háskólann á Akureyri! Umsóknarfrestur er til og með 5. júní

unak.is


6

HVAÐ ER AÐ SKE

TÓNLIST

ÓLAFUR ARNALDS SPILAR Í LOUVRE SAFNINU Í MAÍ

NÝTT UNDIR NÁLINNI

Ljósmynd: Brynjar Snær

(Það er nóg að gera hjá Ólafi Arnalds. Ekki nóg með það að hann hafi nýlega verið tilnefndur til BAFTA verðlaunanna – í annað sinn – heldur er hann einnig að stýra nýjustu útgáfu Late Night Tales seríunnar, ásamt því að vera nýkominn heim frá París þar sem hann spilaði með Kiasmos – og er reyndar á leiðinni þangað aftur í maí til þess að spila í hinu sögufræga Louvre listasafni. SKE setti sig í samband við Ólaf nú á dögunum til þess að forvitnast um þetta allt saman.) Þú varst fenginn til þess að stýra nýjustu útgáfu Late Night Tales seríunnar (sem kemur út í júní), en það hafa margir góðir stýrt þessari útgáfu áður, t.d. Air, Bonobo, Four Tet og Belle & Sebastian. Hvernig kom þetta til? Ég var í raun bara beðinn um það. Veit ekki alveg hvernig það kom til en ég hitti Paul eiganda Late Night Tales útgáfunnar í „dinner“ í London fyrir Kiasmos tónleika. Þar mætti hann með fjölmiðlafulltrúanum mínum og byrjaði að leggja þessi áform undir mig. Ég var ekki lengi að samþykkja þetta boð enda hef ég verið mikill aðdáandi seríunnar í mörg ár. Hvernig var í París? Alltaf gaman að spila í París. Yndislegir aðdáendur þar þó þau geti stundum verið svolítið stíf. Ég lá reyndar í flensu svo ég náði ekki að gera mikið annað en að rétt svo dratta mér uppá svið og þrauka í gegnum tónleikana. Er það ekki svo Louvre safnið í Maí? Jú, þar verða ég og Nils Frahm góðvinur minn með sex tíma langan tónlistargjörning undir stóra glerpýramídanum 28. maí frá miðnætti til sólarupprásar. Við erum eitthvað að reyna að finna útúr því ennþá hvað nákvæmlega við ætlum að gera en þetta verður eitthvað áhugavert! Kiasmos var með DJ sett á Paloma fyrir ekki svo löngu: Hvað geturðu sagt okkur um það? Okkur datt nýlega í hug að byrja að gera DJ sett öðru hverju, sögðum „agent-inum“ okkar frá því og áður en við vissum af var hann búinn að bóka okkur á nokkra af stærstu og virtustu tekknó klúbbum í heiminum. Það kom fát á okkur enda höfum við í raun aldrei DJ-að áður í þessari mynd. Paloma settið er því nokkurskonar æfingagigg fyrir okkur, svo við séum komnir í smá æfingu áður en við mætum til Ibiza! Emmsjé Gauti sagði að helsta ógnin sem steðjar að mannkyninu sé chemtrails og eðlufólk. Hvað finnst þér? Illugi Jökulsson er helsta ógn mannkyns. Hvern styður þú til embættis Forseta Íslands? Ég hallast að Andra Snæ. Ég þekki hann aðeins persónulega og aðeins af góðu. Afturámóti þarf hann að gerast aðeins meira sameiningartákn ef hann á að klára dæmið.

SKE SPJALLAR VIÐ CARMEN JÓHANNSDÓTTUR, SKIPULEGGJANDA TAKTFAKT Sæl, Carmen. Hvað er að frétta? Ég er bara svona almennt í stuði þessa dagana , tek sumrinu fagnandi og er á fullu að undirbúa eitt bilaðasta en skemmtilegasta verkefni lífs míns: TAKTFAKT. Einmitt. TAKTFAKT fer fram 4. júní á Reykjanesskaganum. Hvað geturðu sagt okkur um þessa hátíð? Þetta er 12 tíma tónleika- og tekknó partí þar sem bestu raftónlistarmenn Íslands koma fram á einum fallegasta stað Reykjanesskagans. KEX og Linnea Hellström sjá um veitingarnar en sérstök áhersla er lögð á barina og veitingasöluna. Svo var ég svo heppin að fá Hrund Atladóttur í liststjórnunina sem er með engum vafa að taka þetta lengra hvað varðar sjónrænu hliðina. TAKTFAKT er ekki beint sambærilegt neinu öðru sem hefur verið gert hérna áður. Við erum í samstarfi við eðal vörumerki sem leggja af jafn mikilli hugsjón í þetta og við, ekki bara lógó á plaggat. Reyndar í þessu tilfelli er ekkert lógó né plaggat því markmiðið er að skilja ekki neinn úrgang eftir okkur. Við bæði endurnýtum og erum að nota 100% niðurbrjótanlegar vörur á TAKTFAKT. Fókusinn er sjálf upplifunin.

529 kr. GOS LANGLOKA

429 kr.

DRAKE – ONE DANCE FEAT. WIZKID & KYLA

Hvaðan kom þessi hugmynd? Það má segja að þetta sé draumaviðburðurinn minn, samt hef ég verið svo heppin að sjá og vera hluti af alveg stórkostlegum viðburðum. Það er t.d. fátt sem toppar áramótatónleika Gus-Gus, þar sem við stóðum bókstaflega í karabískahafinu að dansa. Þar af leiðandi set ég markmiðið mjög hátt þegar svona gigg eru annars vegar. Ég hef verið að halda litlar samkomur þarna síðustu sex árin og núna fannst mér að fleiri ættu að fá að njóta og upplifa, gera þetta alla leið. Þessi hluti Reykjanesskagans, þar sem hátíðin fer fram, hefur stundum verið kallaður „Area 51“ Íslands – af hverju er það? Ætli það sé ekki bara af því að svo mörg óútskýranleg atvik hafa átt sér stað þarna.

KORESMA – BRIDGES

K-Hand er „aðalstjarna“hátíðarinnar. Hver er það? Ég myndi segja að hún væri eiginlega bara sérstakur heiðursgestur, hún er eina erlenda „act-ið“ og eina konan sem kemur fram á TAKTFAKT. K-Hand er Detriot tekknó „legend“ sem hefur bæði verið að pródúsera, spila og gefa út í yfir 30 ár. Hún á gríðarlegan feril að baki. Við getum ekki beðið eftir að heyra hana spila, en ég mæli með því að fólk kíki á Boiler Room settið hennar (sem er einmitt eitt af hápunktum Boiler room ársins 2015). En svo ég fái nú samt að skjóta því hér inn þá er ég samt spenntust fyrir að sjá öll lifandi atriðin og í sérstaklega í þessu tryllta umhverfi, sbr Gus-Gus, THOR og Octal Industries ofl.

GOS SAMLOKA

TUNJI IGE – WAR (FAMES EDIT)

Verður þetta árlegur viðburður héðan í frá? TAKTFAKT er ferðaverkefni og eru nú þegar komin plön fyrir næstu hátíð í öðru landi en markmiðið er að halda TAKTFAKT fjórum sinnum á ári alltaf á nýjum stað. Ég vildi hrista senurnar saman og víkka sjóndeildarhringinn fyrir alla sem taka þátt. Næst er ferðinni heitið til Mið-Ameríku. Við hvetjum alla til að mæta 4. júní því það verður bara gert einu sinni. Mér finnst mjög mikilvægt að halda þessu svolítið leyndardómsfullu með því að flytja verkefnið alltaf um set.

BEARSON – WANT YOU FEAT. CAL

Þú skrifaðir hjartnæman pistil eftir andlát Prince, en ef þú gætir bókað hvaða listamann sem er á hátíðina (lífs eða liðinn), hver yrði fyrir valinu? Prince yrði augljóslega fyrir valinu. Hvern styður þú til embættis Forseta Íslands? Ég hef ekki gert það alveg upp við mig en mér finnst Guðni Th. virka sem traustvekjandi og gagnsær náungi. Eitthvað að lokum? Eigum við ekki bara að taka þetta alla leið og segja: „Að við erum hér saman komin í dag til að fara í gegnum það sem við köllum lífið.“ - Prince

MICHL – WHEN YOU LOVED ME LEAST (GHOST LOFT REMIX)


PIPAR \ TBWA •

SÍA •

162032

er Krush

KRU

nýtt

Lítill

Stór

daga kl. 14 –17 379 KR. 529 KR. 2fyrir1 Virka

SHE

R


„MÉR ER ALVEG SAMA EF ÞEIR ERU AÐ BERJA MIG TIL Í LEIÐINNI – SVO LENGI SEM AÐ ÚTKOMAN SÉ GÓÐ.“


Viðtal: Ragnar Tómas Viðmælandi: Aníta Briem Ljósmyndir: Allan Sigurðsson

(Dóttir Anítu, Mía, fæddist í byrjun árs 2014. Aníta gaf út bókina Mömmubitar, ásamt Sollu Eiríks, í apríl á þessu ári.)

tilvitnunin krefst þess að maður togi þann sem maður vísar í upp úr

Aníta: Ég var alltaf að leita mér að bók sem var ekki uppfull af hræðsluáróðri: „Ef þú borðar þetta þá dettur höndin á barninu af!“ Ég fékk nóg af þessu og ákvað að skrifa mína eigin bók. Ég fékk Sollu á Gló með mér og ég vef inn alls konar persónulegum sögum sem koma inn á ýmis málefni.

gröfinni fyrst, áður en brothætti, beinaberi kjálkinn getur byrjað að

SKE: Áhugavert. Ég vissi það ekki ...

masa. En ég er rithöfundur, og rithöfundar eru snjallir þorparar, sem

Aníta: Ég sá þetta svo fyrir mér – en þetta er ekki bók um mig. Þetta er bók fyrir óléttar konur. Það er svo margt sem gengur á, á meðgöngunni, þar sem maður hugsar: „Ég er viss um að ég er ein í heiminum sem er að upplifa þetta.“ Bara með að lesa það að einhver annar hefur gengið í gegnum þetta þá róast maður.

SKE: Það er illa séð að hefja literatúr með tilvitnun – sérstaklega ef

gera sér grein fyrir því að það að viðurkenna svívirðilegt eðli syndarinnar áður en hún er drýgð – er að innheimta góðvild af vitnunum (lesendum). Því segi ég fyrirgefið mér: Oscar Wilde sagði að það væri rangt að aðgreina menn í góða og vonda. Menn eru annað hvort heillandi eða leiðinlegir. Þessi tvígreining Wilde var mér sérstaklega hugleikin í gær, þar sem ég – sem umgengst aðallega hvimleiða vindbelgi, með raddir eins og suðandi skordýr, og sem tókst ekki einu sinni að heilla mæður sínar sem ungabörn – upplifði sérkennilegt óöruggi í návist Anítu Briem. Í hreinskilni gerði ég mitt besta til þess að koma ekki fyrir sem einhvers konar flaðrandi hundur ... Við ræddum nýju bókina, Werner Herzog og orðspor Íslendinga erlendis. (Klukkan hálf sjö á fimmtudagskvöldi yfirgef ég skrifstofuna og geng í átt að Ingólfsstræti. Ég beygi til hægri inná Center Hotel og fer með lyftunni upp á efstu hæð – á Ský Bar. Hurðirnar ljúka upp og ég geng framhjá barnum í átt að fólkinu og þar, í sólbjörtum sal, sem býður upp á sjaldgæfa víðmynd af gömlu Reykjavíkurhöfn, situr Aníta Briem. Hún er í hvítum bol með svartan hárborða. Við heilsumst og bjóðum hvert öðru gott kvöld. Aníta byrjar samræðuna eins og allt sjarmerandi fólk byrjar samræður: með því að hæla viðmælanda sínum. Hún tjáir mér að vinur hennar hafi nýverið sungið mér lofsöngva.) SKE: Er eitthvað að frétta af Kill the Poet (Kill the Poet er kvikmynd sem hefur lengi verið í vinnslu undir leikstjórn Jóns Óttarrs og á að skarta Anítu ásamt Þorvaldi Davíð, Nínu Dögg og Gísla Erni)? Aníta: Hún er ennþá í vinnslu; þetta er eflaust ekki fyrsta myndin sem hefur tekið 10 ár að framleiða. (Aníta hlær. Þetta er aðlaðandi hlátur, eins smitandi og kærkomin plága. Þjónninn kemur með bjórinn minn og við Aníta skálum.) Aníta: Þetta er rosalega fallegt handrit, sem fjallar um ástarsamband Steins Steinarrs og Louisu Matthíasdóttur. Myndin gerist í kringum 1930 og það er dýrt að framleiða þannig myndir; það þarf að skreyta göturnar með gömlum bílum. SKE: Ég bý á Ránargötunni og geng reglulega framhjá Unuhúsi. Þetta er svo heillandi tímabil í íslenskri sögu. Aníta: Myndin inniheldur svo mörg skemmtileg „element,“ allt þetta ótrúlega fólk, þetta ástarsamband, þessa pólitík sem var í gangi á þessum tíma – nasisminn að rísa og seinni heimstyröldin að bresta á. (Ég segist ekki hafa vitað af sambandi Steins og Louisu. Anita tjáir mér að foreldrar Louisu hafi ekki samþykkt þetta samband. Fyrir þeim var Steinn lítið annað en róni, sem gekk um í skítugum fötum og var lítið efni í tengdarson. Steinn átti upprunalega að fara með Louisu til New York en foreldrar hennar komu í veg fyrir það.) Aníta: Eigum við ekki öll þessa einu ást sem við hugsum alltaf: „Hvað ef? Hvað ef lífið hefði farið á þennan veg?“ (Það er stutt þögn, er hvort okkar veltir þessum möguleika fyrir sér. Rithöfundurinn í mér leitast við að nýta sér þetta tækifæri.) SKE: Átt þú eina þannig?

SKE: Mér finnst þetta merkilegt; það eru ekki margir sem fá hugmynd að bók og stuttu síðar er Solla komin í málið og bókin komin út. (Ég er að hugsa um eigin bók, sem ég hef stritað við í fjögur ár. Ég öfunda drifkraftinn hennar Anítu. Hún segist hafa verið rosalega heppin með samstarfsfólk. Aldrei á neinum tímapunkti var henni sagt: „Aníta, þetta er asnalegt!“ Hún naut ákveðins listræns frelsi og er ánægð með það að þau náðu að viðhalda upprunalegu hugmyndinni. Hún hælir einnig Sollu og segir að það sé sjaldgæft að ganga í gegnum svona langt ferli með einhverjum án þess að ágreiningar komi upp; sólskinið skein út úr eyrunum hennar Sollu allan tímann. Ég hlæ. Það er verið að þýða bókina á ensku.) SKE: Þú hefur ekkert hugsað þér að fara til erlends útgáfufyrirtækis upprunalega? Aníta: Nei, mig langaði að skrifa bókina fyrir Ísland, því að fólk gerir hlutina aðeins öðruvísi í Ameríku (Aníta er búsett í Hollywood með eiginmanni sínum Constantine Paraskevopoulos). Mig langaði að taka myndirnar hérna og ég held að það sé góður kostur þegar hún fer erlendis. Við tókum myndirnar í Kjós, í gamla húsinu hans Tolla. (Ég segi að það sé svo mikil ró og viska sem fylgir Tolla.) Aníta: Ég stal peysunni hans Tolla og var í henni á meðan á myndatökunni stóð. Það er rétt hjá þér: Það var mikil viska og ró sem fylgdi þessari peysu! (Við hlæjum.) SKE: Þú ert að leika í nýjustu myndinni hans Werner Herzog. Hvernig kom það til? Aníta: Ég fékk símtal frá umboðsmanninum mínum og mér var tjáð að einhver úr teyminu hans hefði hringt og beðið mig að senda inn prufuupptöku af sjálfri mér. Þetta er lítið hlutverk, en ég mundi gera hvað sem er til þess að vinna með honum: Ég mundi þvo á honum fæturna ef hann byði mig um það! SKE: Ég elska hann! Aníta: Hann er rosalegur. Ég horfði aftur á þær myndir sem ég hafði séð ásamt þeim sem ég hafði ekki séð. Svo horfði ég einnig á mörg viðtöl við hann og það er svo ofboðslega gaman að hlusta á hann tala – að sjá heiminn með hans augum. SKE: Hann býr yfir svo mikilli dýpt. Ég er mikil aðdáandi hlaðvarpsþáttarins Entitled Opinions, sem Robert Harrison, prófessor í ítölskum bókmenntum í Stanford, stýrir. Þetta er þáttur sem snýr aðallega að bókmenntum og heimspeki ... (Anita punktar niður heiti þáttarins og segist ætla að hlusta á þennan þátt. Ég held áfram að blaðra um ágæti Entitled Opinions og segi Anítu frá því að Herzog hafi verið gestur þáttarins fyrir nokkrum vikum síðan. Í þættinum ræddi Herzog bókina the Peregrine, sem kom út árið 1967 í Englandi, og er nú talin eitt af meistaraverkum 20. alda bókmennta. Ég bæti því við að hlýða á Herzog spjalla um líf og literatúr hafi verið ákveðin upplifun. Hann er mikill aðdáandi SnorraEddu.) Aníta: Hann segir alltaf að áður en þú getur orðið góður kvikmyndatökumaður verður þú fyrst að lifa! Þú verður að lesa allt og læra að vinna eitthvað með höndunum! Þú verður að læra nýtt tungumál og búa í öðrum löndum! Þetta er ótrúlega falleg speki. Ég fór í tökur í Munchen. Eftir að tökum lauk var lítið lokahóf á pínulitlum ítölskum veitingastað, sem við höfðum út af fyrir okkur. Ítalska maddaman sem rekur staðinn eldaði persónulega ofan í alla og ég sat þarna við enda borðsins hliðina á Gael Garcia Bernal, sem leikur einnig í myndinni, og Werner og konunni hans ...

(Aníta horfir til mín dularfull á svip.) SKE: Hvað heitir konan hans aftur, hún er ljósmyndari ,er það ekki? Aníta: Já, já. Aníta: Ohhh, ég man það ekki. Ég man ekki neitt, ég er með mömmuheila. (Svo hlær hún.) SKE: Ég er alveg eins ... SKE: Þú veist að ég er búinn að kveikja á diktafóninum ... Aníta: Þú ert ekki með mömmuheila ... (Aníta heldur áfram að hlæja og ég gef í skyn að þetta hafi verið ákveðið „setup“.) Aníta: Flott hvernig þú leiddir mig inn í þetta ... (Aníta þykist hósta og ég skipti um umræðuefni.)

(Aníta hlær.) Aníta: Ég veit aldrei hvaða dagur er. Ég veit aldrei hvaða mánuður það er.

SKE: Segðu mér frá nýju bókinni þinni ...

SKE: Allt að sökum óléttunnar?

Aníta: Bókin var óvænt og skemmtilegt verkefni. Ég ætlaði aldrei að skrifa bók, en þegar ég fór í gegnum meðgönguna mína fannst mér svo erfitt að finna mér eitthvað að borða. Ég gat ekki hugsað um mat, var óglatt og orkulaus.

Aníta: Nei, bara vegna þess að ég þarf ekki að vita það: það skiptir engu máli. Í næstu viku er þetta að gerast og þar á eftir þetta. Það er enginn munur á helgi og virkum degi. Það er enginn regla í mínu lífi.


10

HVAÐ ER AÐ SKE SKE: En aftur að sögunni ... Aníta: Já, hann var svo mikið að tjá sig um Edward Snowden og sagði að hann yrði hetja þessarar aldar í framtíðinni. Ég tók þetta svolítið inn á mig þar sem áróðursvél Bandaríkjanna hefur verið að mata mann með þeim upplýsingum að Snowden hafi lagt öryggi þjóðarinnar í hættu. (Fortíðin vitjar mín eins og myndbrot úr skáldsögunni 1984: Ég stend í Amerískri skólastofu. Hægri hönd hvílir yfir hjartanu. Ég heiti Bandaríska fánanum hollustu mína.) SKE: Hvernig var upplifun þín á settinu? Aníta: Ég er mikill aðdáandi ákveðinna leikstjóra. Ég sendi inn prufu af sjálfri mér og nokkrum dögum síðar – þegar ég var að baða dóttur mína – þá er ég í símanum að eyða út ruslpósti. Í þann mund sem ég er að fara eyða einu tilteknu bréfi, verður mér litið á nafn sendandans: Werner Herzog. Það kom mér skemmtilega á óvart. Veistu það: Þó svo að þetta sé lítið hlutverk, og allt það, þá var þetta svipuð ofurgleði og ég upplifði þegar ég var níu ára og mér var tilkynnt að ég hafi fengið hlutverk Ídu í Emil í Kattholti! (Aníta hlær mjög dátt.) Aníta: Hann hefur augljóslega mjög sterkar skoðanir á öllum hlutum. En ég er þannig að í hvert sinn sem einhver varar mig við einhverjum ákveðnum leikstjóra: Hann er harðstjóri, hann er sadisti, hann er einræðisherra – þá hugsa ég yfirleitt: „Úúúú, þetta verður gaman!“ (Við hlæjum.) Anita: Ég veit ekki hvað það segir um mig. Þegar leikstjórar eru mjög ákveðnir þá eru það gleðifréttir fyrir mig, vegna þess að þá veit leikstjórinn hvað hann vill. Kvikmyndin er bara auga leikstjórans og ef hann hefur ekki nákvæma sýn þá verður ekki mikið úr myndinni. Þannig að mér er alveg sama ef þeir eru að berja mig til í leiðinni – svo lengi sem að útkoman sé góð. (Aníta hlær og byrjar að ræða þessa reglulegu hugljómun sem fylgir því að þroskast.) Aníta: Ég man þegar ég var 18 ára þá hugsaði ég: „Svona eru hlutirnir og svona sé ég þetta og þetta er málið!“ Svo þegar ég var 24 ára þá hugsaði ég: „Djöfull var ég vitlaus þegar ég var 18 ára. Þetta er, í raun og veru, svona!“ Svo aftur þegar maður er 28 ára þá hugsar maður: „Ég var að misskilja þetta allt saman! Guð hvað ég skammast mín mikið fyrir það sem ég sagði þegar ég var 24 ára!“ Og á þessu augnabliki, þegar ég sat þarna með Herzog, þá hugsaði ég í fyrsta skiptið: „Kannski er bara best að segja sem minnst – af því að ég veit að eftir tvö ár þá á ég eftir að sjá eftir þessu.“ (Ég segi Anítu að ég hafi verið í sambærilegum hugleiðingum þegar ég hlustaði á viðtalið við hann í Entitled Opinions. Ég átta mig svo á því að mætur okkar á þýska leikstjóranum hafa leitt okkur út í ákveðnar viðtals-óbyggðir, óbyggðir sem engu að síður afhjúpuðu nokkrar áhugaverðar hliðar Anítu.) SKE: Ég frétti að þú hafir nýverið samið tónlist fyrir kvikmynd, er það rétt? Aníta: Já, þetta var fyrir litla mynd með Dakota Johnson og Mira Sorvino. Ég hef verið að gera tónlist í leyni, notað tónlistina sem annars konar útrás. Ég sem stundum í „trailer-num“ á meðan ég er að bíða eftir tökum, eða til þess að þróa karakter. SKE: Á hvað semur þú? Aníta: Á gítarinn og stundum á píanóið. Núna hef ég verið að vinna með Pro Tools. Ég lærði á flautu allt mitt líf. Ég var á klassískri flautu ... („En ekki djass flautu,“ segir Aníta og gerir grín að sjálfri sér. Hún hlær.)

(Við hlæjum. Allan ljósmyndari gengur inn og Aníta bíður honum sæti.)

SKE: Hefurðu fylgst eitthvað með pólitíkinni hérna heima? Maður er svo áhugasamur um hvernig Íslendingar sem búa erlendis sjá hlutina ...

SKE: Hvaða lag var þetta?

Aníta: Úti komu svo margir upp að mér og sögðu: „Heyrðu landar þínir þeir eru nú alveg topp fólk, sko! Þeir láta ekkert vaða yfir sig! Þeir stungu bankakörlunum í fangelsi og þegar þeir mótmæla þá er hlustað á fólkið!“ Svona er almenn tilfinning gagnvart Íslendingum úti. Mér finnst það mjög skiljanlegt að fólk sé reitt; þetta var rosalega erfiður tími fyrir svo marga, hrunið. Þráðurinn er stuttur og ég held að það sé mjög gott mál. Við verðum svolítið að endurmeta hvað er löglegt á móti því hvað er siðferðislega rétt. Þetta er rótin að vandamálinu sem byrjaði á Wall Street. Það er mikilvægt að meðhöndla þetta þannig að við reynum að kenna næstu kynslóð hvað það er að hlúa að sínu siðferði, kannski að það sé eitthvað sem er virkilega þess virði að rannsaka í þessu máli.

Aníta: Þetta var Georgia on My Mind. Svo var ég búin að djöflast í þessu þrjú, fjögur kvöld þegar ég loks áttaði mig á laginu. Mig langaði helst til þess að hlaupa heim og fagna þessu! SKE: Var það faðir þinn sem kom þér í „klassíska“ flautu spilið? (Aníta hlær.) Aníta: Ég byrjaði á blokkflautu þegar ég var fimm ára. Svo lærði ég á alt flautu, því mamma hafði spilað á alt flautu. Það fannst mér ekki gaman. Ég vorkenndi svo kennaranum mínum, henni Lindu, því hún var svo rosalega ljúf en svo afskaplega vonsvikin með mig í hverjum tíma. Ég var orðin rosalega góð í því að lesa nótur því ég nennti aldrei að æfa mig. (Aníta hlær mjög dátt.) Aníta: Markmið mitt var að læra á píanó, en ég er með svo litlar hendur. (Aníta setur flatan lófan upp í loftið. Þetta er eins og lófin á fimm ára barni. Ég er sjálfur með afskaplega litlar hendur og teygi lófann á móti henni: Aldrei áður hefur mér liðið jafn vel með eigin hendur.) Aníta: Þetta er mjög gott fyrir egó karlmannsins.

SKE: Wagner spilaði á klassíska flautu ...

(Við hlæjum og ég kinka kolli. Ásjóna Allans ljóstrar upp um kímið skilingsleysi.)

(Aníta grípur ekki alveg þessa tilraun mína til húmors en hlær, samt sem áður.)

SKE: Hvað langar þér að gera í framtíðinni?

Aníta: Mike Figgis gaf mér minn fyrsta gítar. Ég var að vinna í leikriti í West End á þessum tíma. Hann krotaði niður nokkur grip á blað og sagði mér að spila. Svo spurði ég hann hvaða lag þetta væri sem hann var búinn að krota niður á blað, en hann neitaði að segja mér það. Þannig að ég sat baksviðs í West End að djöflast við að fá einhverja hljóma upp úr þessu kroti vegna þess að ég var svo forvitin að vita hvaða lag þetta væri.

Aníta: Maður er alltaf að leita af þessum einstöku verkefnum og mig langar til þess að finna „mína“ leikstjóra, það er markmiðið. Það er mjög sjaldgæft að vinna með leikstjóra sem hefur virkilegan áhuga á því að kafa dýpra ofan í kvenpersónur.

SKE: Góður punktur. Manni finnst líka að næsta kynslóð sé aðeins meðvitaðri um kvenréttindi, jafnrétti og siðferði heldur en fyrirrennarar hennar. Aníta: Manni finnst það. SKE: Er einhver forsetaframbjóðandi sem þú styður? Aníta: Ég hef ekki kynnt mér alla þessa frambjóðendur nægilega vel en mér líst rosalega vel á hann Andra Snæ. (Við tölum aðeins um kosningarnar og ég segist helst vilja fá einhvern sterkan kvenmann í embættið aftur, þar sem Vigdís var svo mikill sjarmur.) Aníta: Þegar við vorum að frumsýna Emil í Kattholti í Þjóðleikhúsinu þá mætti Vigdís. Forsetinn mætti á allar frumsýningar á þessum tíma og sat í stúkunni. Amma mín var einnig viðstödd, en hún er ekkert ósvipuð yfirlitum og Vigdís, og hafði líka fengið stúkusæti. Þegar amma gengur inn stendur allur salurinn upp fyrir henni og byrjar að klappa – og amma mín, sem er ofboðslega lítillát fór alveg hjá sér. En það segir svo mikið um það hversu elskuð Vigdís var. SKE: Það er kannski eitthvað sem öllum þessum frambjóðendum skortir, það er enginn á hennar „caliber-i“ – enginn sem maður mundi standa upp fyrir í Þjóðleikhúsinu. En kannski að tímarnir séu svo breyttir ... (Við hlæjum.) SKE: Svo var hún svo flott á röltinu með Ronald Reagan ... en er þetta ekki ágætis endapunktur? Viltu bæta einhverju við? Segðu mér aðeins meira frá „the one who got away?“ Aníta: Við tökum það í öðru lífi ... (Við hlæjum. Ég þakka Anítu fyrir spjallið og við stígum út á verönd Ský Bar. Að vanda, bregð ég mér í hlutverk aðstoðarmanns Allan; þetta er eins og að vera lækkaður í tign. Á meðan ég beini flassinu í átt að andliti Anítu, sem stendur með bakið í átt að Esjunni, tekur Allan myndir. Ég lít í átt að gluggunum. Gestir staðarins fylgjast með okkur forvitnir á svip. Við einn gluggan situr stirðlynd ung kona á fertugsaldri, á að giska, – hversdagsleg í útliti. Hún starir á Anítu á sama hátt og Salieri myndi stara á Mozart, ímynda ég mér: „... tvær tegundir af fólki,“ hugsa ég með sjálfum mér, „heillandi fólk og leiðinlegt fólk.“)


ÍSLENSK JARÐARBER GLEÐILEGT SUMAR! Þótt sumarið sé ekki alltaf mjög sumarlegt er hægt að bragða á sumrinu hvenær sem maður vill með glænýjum íslenskum jarðarberjum. Það er fátt huggulegra en að koma inn eftir góða útiveru, hella upp á og reiða fram dýrindis vöfflur með rjóma og ferskum jarðarberjum. Eigðu alltaf smá bragð af sumrinu í ísskápnum.

islenskt.is


12

HVAÐ ER AÐ SKE

UNA VALRÚN

SÍTA VALRÚN

Fatahönnunarnemi

Listakona & stílisti

TÍSKA LOKAVERK FATAHÖNNUÐA VIÐ HÖNNUNARDEILD LHÍ Á seinasta ári í fatahönnun við Listaháskóla Íslands skila nemendur inn lokaverkefni þar sem þau hanna línu sem sýnd er á útskriftarsýningu Listaháskólans. Línan samanstendur af 6-10 settum. Rannsóknarvinnan byrjar í desember, svo tekur skissuvinna við; bæði á blaði og í efni og svo að lokum verklega lokaferlið sem felst í að sníða, lita efni, þrykkja, prenta og sauma (til að nefna nokkur dæmi). Þessar lokavikur einkennast af miklu stressi, blóði, svita, tárum og síðast en ekki síst svefnleysi sem nær hámarki sínu í spennandi og skemmtilegri tískusýningu þar sem hver nemandi fær að láta sköpunarkraft sinn, hugmyndaflug og færni skína. Nemendurnir fá að mestu leiti frjálsar hendur þegar það kemur að sköpunarferlinu – frá kveikju hugmyndar til lokaútkomu. Á sýningunni í ár eru allar línur mjög ólíkar og hefur hver sitt yfirbragð, áferð og karakter. SKE valdi nokkrar úr útskriftarbekknum til að svara spurningum um innblástur, ferli og útkomu: 1. Hver var aðal innblásturinn að línunni? 2. Hvaða textíl notast þú við í línunni? 3. Ertu sátt við útkomuna miðað við upprunalegu hugmyndina? 4. Hver er drauma kúnninn, dauð/ur eða lifandi? Hvern mundi þér finnast mesti heiðurinn/skemmtilegast að klæða?

Björg Gunnarsdóttir: 1. Aðallega fékk ég innblástur af líkamanum og þeim mismunandi tilfinningastigum sem við göngum í gegnum á lífsleiðinni. Ég túlkaði með myndum, litum og efnisvali. 2. Ég leitaði líka innblásturs til listafólks og varð ég heilluð af verkum Louise Bourgeois. Ég litaði flest öll efnin mín sjálf, vatnsmálaði og þrykkti munstur á. 3. Já, ágætlega sátt miðað við þann stutta tíma sem fór í vinnslu flíkanna. 4. Það væri draumur að fá að klæða einhvern af mínum uppáhalds fatahönnuðum. Yohji Yamamoto er mjög ofarlega á þeim lista.

Una Valrún: 1. Erfitt að segja í stuttu máli. Rannsóknarferlið var mikið og maður hafði tíma að kafa djúpt í mismunandi heima. Ég fór í ýmsar áttir, týndi saman það sem heillaði mig og

Björg

Björg

Björg

Una Valrún

Una Valrún

Una Valrún

að lokum var ég búin að mynda minn eigin heim. Mín lína var persónuleg. Ég notaði mína reynslu sem verkfæri og í rauninni var þetta ferli svolítið læknandi. Línan fjallaði um að lifa í heimi þar sem maður er einskonar „outkast“ og hún fjallaði um að flýja þann heim, fara út í óvissuna og vona að þjáningin taki enda. Ég vildi að endirinn væri fallegur og hljóðlátur. Svo kemur ný byrjun. Ég fékk líka mikinn innblástur frá ljósmyndum, eins og t.d. seríunni Afterlife eftir Nobuyoshi Araki og úr ljóðum af Sylviu Plath og Karin Boye. 2. Mig langaði að hafa fötin létt og flæðandi, mjög djúsí og „luxurious.“ Efnin voru meðal annars silkiflauel, silki-satin og rifflað flauel. Mjög klassísk efni. Ég vildi lika að efnin væru öll náttúruleg til þess að getað litað þau. Ég notaði bara náttúrulegar litunaraðferðir þ.e.a.s mat til þess að lita. Ég nota t.d avocadohýði fyrir „nude pink“, brómber fyrir gráfjólubláan, rauðlauk fyrir sinnepsgulan, bláber fyrir fjólubláan og rauðkál fyrir grábleikan lit. Ég gerði endalaust af prufum en lokaútkoman var allt önnur en það sem ég ímyndaði mér. Að lita svona var mjög ófyrirsjáanlegt, lita palletan mín kom eiginlega bara í ljós undir lokin á ferlinu. Mér fannst það reyndar bara skemmtilegt og það hentaði línunni minni að vera smá frjáls. 3. Já, ég er sátt, en það er margt sem ég mun gera öðrvísi næst. Ég mun taka því sem klikkaði sem lærdóm, og við erum náttúrulega bara ennþá að læra. Á lokasprettinum óskaði ég þess að ég hefði lengri tíma, en það er náttúrulega alltaf þannig, 4. Ég væri mega til í að sjá Beyonce, Lísu Bonet og Erykhu Badu saman, allar í mínum fötum, í svakalegri „avant garde“ tísku-art-tónlistar stuttmynd.


SUMARIÐ ER KOMIÐ! UNDIRFÖT OG SUNDFÖT Í ÚRVALI

BLÁU HÚSUNUM FAXAFENI ∙ 553 7355 ∙ WWW.SELENA.IS


14

HVAÐ ER AÐ SKE

UNA VALRÚN

SÍTA VALRÚN

Fatahönnunarnemi

Listakona & stílisti

TÍSKA LOKAVERK FATAHÖNNUÐA VIÐ HÖNNUNARDEILD LHÍ 1. Hver var aðal innblásturinn að línunni? 2. Hvaða textíl notast þú við í línunni? 3. Ertu sátt við útkomuna miðað við upprunalegu hugmyndina? 4. Hver er drauma kúnninn, dauð/ur eða lifandi? Hvern mundi þér finnast mesti heiðurinn/skemmtilegast að klæða?

Ólöf Jóhannsdóttir: 1. Aðal innblástur línunnar minnar var í grófum dráttum hinn almenni borgari, millistéttar verkamaður, sem kemur úr samfélagi þar sem glamúr og peningar eru allsráðandi. 2. Ég litaði flest alla ullina sem ég notaði og silkiþrykkti síðan línurnar ofan á. Einnig silkiþrykkti ég allt zebra munstrið sem ég notaði á bæði jakka og buxur. Ég lét síðan „digital“ prenta munstur sem ég bjó til og notaði í jakka. 3. Já, ég er mjög sátt við útkomuna. Það er alltaf frekar sérstök tilfinning að sjá teikningar verða að alvöru flíkum og er ég mjög sátt hvernig þetta gekk allt hjá mér. 4. Ég veit í rauninni ekki hver væri helsti draumakúnninn en ég held það gæti orðið mjög áhugavert og skemmtilegt að klæða persónu eins og Divine, en ég notaði hana einmitt í rannsóknarvinnunni fyrir línuna.

Manulea Ósk Harðardóttir: 1. Aðal innblástur eru Beat skáldin Jack Keuorac og William Burroughs, þeirra ljóðlist og lífstíll. Línan var líka mjög innblásin af graffíti - en ég fékk til liðs við mig Óla Gumm, graffiti-

Ólöf

Ólöf

Ólöf

Manuela Ósk

Manuela Ósk

Manuela Ósk

listamann, sem hjálpaði mér að útfæra mínar hugmyndir. Línan hefur líka Los Angeles 90s hip hop fíling - og átti að vera örlítið unisex með „oversized“ silúettur. 2. Ég var að vinna með meðhöndlað leður, denim og bómull - en aðaláherslan hjá mér var á prent. Ég lét bæði „digital“ prenta fyrir mig, prentaði sjálf með silkiþrykki og spreyjaði og málaði svo beint á efnið. 3. Í heildina er ég mjög sátt og það var bara skemmtilegt að sjá línuna þróast í ferlinu. 4. Ég á mér svo sem engan draumakúnna en Miley Cyrus, ung Drew Barrymore og Svala Björgvins eru allar týpur sem myndu rokka þessa tilteknu línu betur en flestir.

Hægt er að skoða lokaverkin í Hafnarhúsinu þar til 8. maí 2016.


721 HIGH RISE SKINNY JEANS

kr. 14.990 Aðsniðnar buxur Mjög háar í mittið Mikil og sterk teygja Mjúkar og þægilegar Verð í Danmörku kr. 16.983* Verð í Bretlandi kr. 14.172*

Levi´s Kringlunni – Levi´s Smáralind – Levi´s Glerártorgi *Skv. verðskrá levi.com og gengistöflu Íslandsbanka 4.05.16


16

HVAÐ ER AÐ SKE

LISTVIÐBURÐIR

LOFT – JÖRÐ SOFFÍA SÆMUNDSDÓTTIR

ARTZINE LIST-VEFUR

HVAR: GALLERÍ FOLD VIÐ RAUÐARÁRSTÍG

SKE hvetur alla til að tékka á nýja listvefinum artzine. Hér er um að ræða suðupott listarinnar; viðtöl, greinar, viðburðir, vefgallerý og margt fleira spennandi. Pistlahöfundar hjá artzine eru einstaklingar sem tengjast samtímalistum á Íslandi með einum eða öðrum hætti. Hér eru myndlistarmenn, listfræðingar, heimspekingar og allskonar spekingar og snillingar.

HVENÆR: TIL 14. MAÍ 2016 LISTAMANNASPJALL LAUGARDAGINN 7. MAÍ KL. 14

ÚTSKRIFTARSÝNING MA NEMA Í HÖNNUN OG MYNDLIST

Hvar: http://artzine.is/

GEFJUNARTEPPI SÝND Í HÖNNUNARSAFNI ÍSLANDS Um er að ræða örsýningu innan sýningarinnar Geymilegir hlutir sem nú stendur yfir í safninu. Á sýningunni er meðal annars ullarteppi (1950) með í ofnu skjaldarmerki hins íslenska lýðveldis. Teppin eru unnin með frönsku Jacqard myndvefnaðaraðferðinni. Sýningarstjóri er Jófríður Benediktsdóttir mastersnemi í listfræði.

I8 THÓR VIGFÚSSON

HVENÆR: 16. APRÍL KL 14:00 - 8. MAÍ 2016

VIAGGIO SENTIMENTALE ÓLÖF NORDAL HVAR: HARBINGER, FREYJUGÖTU 1 OPIÐ ER FIM-LAU FRÁ 14-17 OG EFTIR SAMKOMULAGI.

GENGIÐ Í BJÖRG EGGERT PÉTURSSON OG HELGI ÞORGILS FRIÐJÓNSSON HVAR: LISTASAFN ASÍ, FREYJUGÖTU 41 HVENÆR: TIL 9. MAÍ 2016 OPIÐ ALLA DAGA NEMA MÁNUDAGA FRÁ KL. 13 TIL 17.

Opnun föstudag þann 6. maí kl 17-19.

AÐGANGUR ER ÓKEYPIS

Hvar: i8 Gallery, Tryggvagata 16, 101 Reykjavík Hvenær: 6. maí - 4. júní 2016

Á MÓTUM TVEGGJA TÍMA DÍANA JÚLÍUSDÓTTIR Ljósmynd: Verkin á leið heim til íslands

SARA BJÖRNSDÓTTIR: FLÂNEUR LISTAHÁTÍÐ Í REYKJAVÍK 2016

Sérstaklega eru það málverk Lucas Cranach eldri (1472-1553), sem hafa snert De Bruyckere.

Sýning Söru Björnsdóttur Flâneur er einskonar sjálfsævisögulegt ferðalag og fjallar um leyndardómsfullt ástand listakonunnar á dvöl hennar í stórborginni Lundúnum þar sem hún sækir sér langþráðan vinnufrið. Hún tekur upp ljóðrænt háttarlag flandrarans (flâneur) sem ferðast án stefnu eða tilgangs um borgina í leit að öllu og engu. Textaverk og klippimyndir mynda sögur, augnablik, hugarvíl og uppreisn. Þeim tvinnir Sara saman við talaða frásögn sem lýsir vandræðum, ævintýrum og sérviskulegu ástandi hennar á þessu tímabili.

Sýningin er samstarfsverkefni Listahátíðar í Reykjavík og Listasafns Íslands.

Sýningin er hluti Listahátíðar í Reykjavík 2016. Nánari upplýsingar á www.listahatid.is

Hvar: Listasafn Íslands, Fríkirkjuvegi 7, Reykjavík Hvenær: 21. maí - 4. september 2016

Hvar: Gerðarsafn, Hamraborg 4, Kópavogi Hvenær: 27. maí - 21. ágúst 2016

Teikningar og skúlptúrar belgísku myndlistarkonunnar Berlinde de Bruyckere fæðast sem raunsæjar, anatómískar stúdíur undir áhrifum frá flæmska skólanum og þýsku endurreisninni sem hafa haft djúpstæð áhrif á verk hennar, sem og frá ímyndunarafli og ljóðrænu næmi hennar sjálfrar.

HVAR: LISTASAFN KÓPAVOGS GERÐARSAFN, HAMRABORG 4

HVENÆR: TIL 8. MAÍ 2016

Hvar: Hönnunarsafn Íslands, Garðatorgi 1, Garðabæ. Hvenær: Stendur um óákveðinn tíma Safnið er opið alla daga nema mánudaga frá kl. 12-17 www.honnunarsafn.is

i8 gallerí opnar föstudaginn 6. maí sýningu á verkum Thórs Vigfússonar. Þetta er þriðja einkasýning Thórs hjá i8. Myndlist er því eðli og töfrum gædd að geta verið í senn einföld og flókin, öll á yfirborðinu og um leið marglaga í dýpt og tengingum. Hvort sem um er að ræða samsettan symbólisma, flóknar hugmyndalegar eða sögulegar tengingar eða berstrípaðan mínimalisma er það samt alltaf svo að skynjunin fer fram í auga fless sem á horfir. Undir hælinn er lagt hvort orðin sem oft fylgja bæti einhverju við myndlistina eða flvælist bara fyrir.

BERLINDE DE BRUYCKERE

AÐRIR VIÐBURÐIR

HVAR: LJÓSMYNDASAFN REYKJAVÍKUR, TRYGGVAGATA 15, 6.HÆÐ HVENÆR: TIL 31. MAÍ 2016

UPPBROT ÁSMUNDUR SVEINSSON OG ELÍN HANSDÓTTIR HVAR: ÁSMUNDARSAFN, SIGTÚN, REYKJAVÍK HVENÆR: TIL 9. OKTÓBER 2016 SÝNINGARSTJÓRI/-AR: DOROTHÉE KIRCH VEFUR: LISTASAFNREYKJAVIKUR.IS


17

HVAÐ ER AÐ SKE

TÓNASTÖÐIN • SKIPHOLTI 50D • REYKJAVÍK • S. 552 1185 • WWW.TONASTODIN.IS


18

HVAÐ ER AÐ SKE

LEIKHÚS AUGLÝSING ÁRSINS Auglýsingastofa er á barmi gjaldþrots þegar loksins birtist kúnni með fulla vasa fjár. Eigandinn og hans teymi taka til óspilltra málanna og leggja allt í sölurnar til að mæta óskum þessa leyndardómsfulla viðskiptavinar. Þau taka sköpunarstarfið föstum tökum en skyndilega harðnar á dalnum – gömul og dramatísk stjarna snýr aftur og listakonan María fer að sjá líf nöfnu sinnar Poppins í hillingum. Stórkostlegt lið leikara í flugbeittu leikriti sem sviptir hulunni af markaðshyggju Íslendinga. Tyrfingur Tyrfingsson (f. 1986) er með áhugaverðustu leikskáldum landsins af yngstu kynslóð höfunda. Auglýsing ársins er annað verk hans í fullri lengd en áður hafa verið sýnd í Borgarleikhúsinu Skúrinn á sléttunni og Bláskjár sem hlutu á sínum tíma mikið lof. Hvar: Borgarleikhúsið Hvenær: Fjöldi sýninga í maí Miðaverð: 5.500 kr.

AÐRAR SÝNINGAR VEGBÚAR BORGARLEIKHÚSIÐ 06.05

KENNETH MÁNI BORGARLEIKHÚSIÐ 12.05, 20.05, 28.05

Í HJARTA HRÓA HATTAR ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ 07.05, 12.05, 21.05, 28.05, 29.05

IMRPOV ÍSLAND

GÓÐI DÁTINN SVEJK Gaflaraleikhúsið frumsýndi 10. apríl nýtt leikrit eftir Karl Ágúst Úlfsson um Góða dátann Svejk og Hasek, vin hans. Verkið fjallar að sjálfsögðu um hinn óviðjafnanlega Svejk og sögurnar hans sem eru bæði drepfyndnar og fullar af háði. Við sögu kemur fjöldi af persónum úr Góða dátanum auk þess sem höfundurinn Jaroslav Hasek er aldrei langt undan. Þetta er sýning sem kitlar hláturtaugarnar. Leikstjóri er Ágústa Skúladóttir sem leikstýrði nú síðast Umhverfis jörðina á 80 dögum hjá Þjóðleikhúsinu. Karl Ágúst, sem leikur Jaroslav Hasek, þarf vart að kynna en hann hefur um árabil verið ein aðalsprautan í Spaugstofunni auk þess að skrifa fjölda leikverka og leika í sjónvarpi og kvikmyndum. Auk Karls Ágústs leika í sýningunni Hannes Óli Ágústsson, Þórunn Lárusdóttir og Eyvindur Karlsson sem er einnig höfundur tónlistar. Guðrún Öyahals sér um hönnun leikmyndar og búninga og Hermann Karl Björnsson hannar lýsingu. Hvar: Gaflaraleikhúsið Hvenær: 06.05, 12.05 Miðaverð: 4.000 kr.

ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ 11.05, 18.05, 25.05, 01.06

AFHJÚPUN BORGARLEIKHÚSIÐ 22.05

PLAY ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ 31.05

GÓÐI DÁTINN SVEJK GAFLARALEIKHÚSIÐ 06.05.16, 12.05.16

PERSÓNA Íslenski dansflokkurinn frumsýndi Persóna 4. maí á Nýja sviði Borgarleikhússins þar sem frumflutt voru verk eftir Hannes Þór Egilsson, Höllu Ólafsdóttur og Lovísu Ósk Gunnarsdóttur. Þema sýningarinnar er dansarinn sjálfur og eru ólíkar leiðir notaðar til að skoða hans innri rödd; þarfir hans og langanir, einlægni og þrár. Hannes mun vinna að stóru hópverki þar sem hann skoðar hreyfiforða dansaranna og leitar að þeirra innri rödd. Hvaðan kemur þörf dansaranna til að dansa og hvert er þeirra persónueinkenni? Halla og Lovísa munu vinna með dönsurunum að sólóverkefnum í gegnum bréfaskriftir. Í gegnum bréfaskriftir við dansarana er saminn sólódans, sérhannaður út frá persónuleika og bakgrunni hvers og eins þannig að úr verður “uppáhalds dans” viðkomandi. Hvar: Borgarleikhúsið Hvenær: 08.05, 12.05, 20.05, 22.05 Miðaverð: 4.900 kr.

KÖNNUNARLEIÐANGUR TIL KOI TJARNARBÍÓ 05.05, 09.05,

SÍMI LÁTINS MANNS TJARNARBÍÓ 23.05, 24.05



PÁSKA TILBOÐ

20%

AFSLÁTTUR

DROPLET VASI GULUR/BLÁR 950,-

EMMANUELLE LJÓS HVÍT/SVÖRT 11.900,-

AF ÖLLUM

ETHNICRAFT HÚSGÖGNUM NEST BASTLAMPI 34.500,-

HUGO BAÐVARA VERÐ FRÁ 1450,-

NÝJAR VÖRUR FRÁ HABITAT

BLYTH YELLOW 24.500,-

CITRONADE 9800,-

TRIPOD BORÐLAMPI 12.500,-

COULEUR DISKUR 950,-

TREPIED GÓLFLAMPI 19.900,TILBOÐ 14.900,-

20%

AFSLÁTTUR AF ÖLLUM HAL PÚÐI 5.900,-

AFRICA STÓLL 11.250,-

HELENA TEPPI 9.800,-

SHADI HANDKLÆÐI 2400,-

DENA ARMSTÓLL GRÁR/SVARTUR 145.000,-

AGNES MOTTA (120X180) 19.500,-

GRETA SKRIFBORÐ 48.000,-

GULUM VÖRUM

OKEN HLIÐARBORÐ HVÍTT/SVART 24.500,-


HANNAÐU ÞINN EIGIN SÓFA

20% 20%

AFSLÁTTUR AFSLÁTTUR AF AF

EININGASÓFUM EININGASÓFUM VELKOMIN Í NÝJU VERSLUNINA OKKAR Í SKÓGARLIND

NÝR STAÐUR: SKÓGARLIND 2, KÓPAVOGI

TEKK COMPANY OG HABITAT | SKÓGARLIND 2, KÓPAVOGI SÍMI 564 4400 | OPIÐ MÁN-LAU KL. 10–18 OG SUN KL. 12–17 VEFVERSLUN Á WWW.TEKK.IS


22

HVAÐ ER AÐ SKE

SKEMMTUN EUROVISION Í BÍÓ PARADÍS Bíó Paradís mun sýna báðar undankeppnir Eurovision sem haldnar verða þriðjudagskvöldið 10. maí og fimmtudagskvöldið 12. maí og úrslitakvöldið laugardagskvöldið 14. maí kl 19:00, en keppnin er haldin í Svíþjóð. Fulltrúi Íslands í Eurovision, Greta Salóme, stendur þessa dagana í ströngu við að kynna lagið sitt, „Hear Them Calling“.

FRÍSKANDI LÍFRÆNT GOS FULLKOMNAR DAGINN

Hvar: Bíó Paradís, Hverfisgata 54 Hvenær: 10., 12. og 14. maí kl. 19:00 Miðaverð: Frítt

KRAKKAMENGI #10 Í tíundu smiðjunni, sem fram fer þann 8. maí, munu Anna Þorvaldsdóttir, Gyða Valtýsdóttir og Högni Egilsson vera í hlutverki gestaleiðbeinenda. Benni Hemm Hemm, sem og gestaleiðbeinendur hans, gefa vinnu sína og er aðgangur ókeypis og opinn öllum börnum á aldrinum 6 til 10 ára sem og foreldrum þeirra, á meðan húsrúm leyfir, en gert er ráð fyrir fullri þátttöku foreldra í smiðjunni. Hvar: Mengi, Óðinsgata 2 Hvenær: 8. maí kl. 11:00 Miðaverð: Frítt

ÓKEYPISMYNDASÖGUDAGURINN Laugardaginn 7. maí tekur Nexus, ásamt þúsundum myndasagnaverslana um allan heim, þátt í að kynna myndasöguformið með þátttöku í „FREE COMIC BOOK DAY" og gefur gestum sérútgefin myndasögublöð á ensku frá ýmsum útgefendum. Þetta er fimmtánda árið sem haldið er upp á daginn. Nexus og Ókei-bækur gefa íslenska myndasögublaðið ÓkeiPiss sjötta árið í röð.

Yfirfullt af náttúrulegum gæðum

www.wholeearthfoods.com Segðu halló

Ef einhver myndi mótmæla mér, fyrir utan heimili mitt þá myndi ég labba út rólegur og berja hann til dauða. @DNADORI

Konan mín hlustaði á Aron Can teipið í kvöld og varð ólétt @olitje

Euroshopper bjór. Bragð: 5/10 Value: 15/10 Einkunn: 10/10 @hrafnjonsson

90% af stöffinu á Netflix eru spólurnar sem ég gekk framhjá á video-leigum öll unglingsárin en leigði aldrei. @SteindiJR

Það eina sem hefur náð áþreifanlegum árangri í baráttunni gegn ójöfnuði er straujárnið. @BragiValdimar

Hvar: Nexus, Nóatún 17 Hvenær: 7. maí kl. 13:00

Frískandi bragð - No nonsense

Fæst í heilsuvörubúðum og öllum helstu matvöruverslunum

TWEET KYNSLÓÐIN

The problem with Framsóknarflokkurinn is that you never run out of Framsóknarmenn. @DagurHjartarson

REIÐHJÓLAUPPBOÐ LÖGREGLUNNAR 2016 Hið árlega reiðhjólauppboð Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu verður haldið laugardaginn 7. maí. Um er að ræða reiðhjól sem einhverra hluta vegna hafa endað í vörslu lögreglunnar eftir að hafa sofið úr sér villur næturinnar. Kíkið við og gerið góð kaup! Hvar: Skútuvogur 8 Hvenær: 7. maí kl. 11:00


LYF NÝTTÐ VI MI OFNÆ

HVÍTA HÚSIÐ / SÍA / Actavis 612062

Of mikið sumar ?

Flynise – 24 klukkustunda virkni við ofnæmi Notkun: Flynise inniheldur virka efnið deslóratadín 5 mg og er ætlað til að draga úr einkennum ofnæmisnefkvefs og ofsakláða. Lyfið veldur ekki syfju. Skömmtun: Fullorðnir og börn 12 ára og eldri: 1 tafla á dag. Lyfið er ekki ætlað börnum yngri en 12 ára. Töfluna má taka með eða án fæðu. Frábendingar: Ofnæmi fyrir virka efninu eða hjálparefnum. Varúðarreglur: Flynise skal nota með varúð ef um er að ræða alvarlega skerta nýrnastarfsemi. Notkun lyfsins er ekki ráðlögð á meðgöngu og/eða við brjóstagjöf. Aukaverkanir: Lyfið þolist almennt vel en eins og á við um öll lyf geta komið fram aukaverkanir en það gerist þó ekki hjá öllum. Algengustu aukaverkanirnar umfram lyfleysu eru þreyta (1,2%), munnþurrkur (0,8%) og höfuðverkur (0,6%). Eftir að lyf hefur fengið markaðsleyfi er mikilvægt að tilkynna aukaverkanir sem grunur er um að tengist því. Lesið vel leiðbeiningar sem fylgja lyfinu. Markaðsleyfishafi: Actavis Group PTC ehf. Janúar 2016


24

HVAÐ ER AÐ SKE

GRÆJUR

VIE SHAIR OLO

YASS IMAMURA

3D prentari ætlaður fyrir heimili. Olo prentarinn prentar fyrir þig hluti í 3 vídd en þú tengir símann þinn við hann og hann klárar verkið á einni nóttu. Hægt er að prenta út hvað sem er, fígúrur, bíla, mynstur, skart eða hvað sem þér dettur í hug.

Þessi heyrnatól eiga að gera þér kleift að hlusta á tónlist án þess að trufla aðra í kringum þig og leyfa þér líka að heyra hvað er í gangi í kring, ef t.d. einhver kallar til þín eða bíll kemur að. Heyrnartólin fara heldur ekki alveg upp að eyrum, eins og hefbundin tól gera, og sleppa þér því við svita og óþægindi sem geta fylgt langri notkun.

Nánar: olo3d.net

Nánar: vie.style

ATMO SFERA

ROAM-E

PAOLO CAVIGLIA

IOT GROUP

Einstakur plötuspilari hannaður af ítalska hönnuðinum Paolo Caviglia. Hönnun spilarans er unnin í samvinnu við reynda verkfræðinga til að ná fram hinu einstaka útliti spilarans en viðhalda gæðum tónlistarinnar. Umgjörðin er mun fyrirferðaminni en sambærilegir spilarar í dag.

Dróni sem er sérhannaður til þess að taka skýra andlitsmynd í allt að 25m fjarlægð. Hann fylgir eigandanum og tekur myndir, 360 panorama og raun vídjó. Batteríið fullhleðst á 2 tímum og dróninn flýgur í 20 mínútur. Engin selfie stöng framar bara 100% handfrjálst selfie stuð.

Nánar: audiodeva.com

Nánar: flyingselfies.com

Apótekið þitt í gamla Héðinshúsinu við Seljaveg 2 Reykjavíkur Apótek býður upp á allar tegundir lyfja. Mikið og fjölbreytt úrval af heilsuvörum, bað- og ilmvörum, gjafavörum auk ýmissa annarra góðra kosta. Reykjavíkur Apótek er sjálfstætt starfandi apótek sem leggur áherslu á persónulega þjónustu og hagstætt verð.

• Öryrkjar og eldri borgarar njóta sérkjara hjá okkur Afgreiðslutími: 9-18:30 virka daga 10-16:00 laugardaga

• Frí heimsendingarþjónusta Seljavegur 2 | Sími: 511-3340 | Fax: 511-3341 | www.reyap.is | reyap@reyap.is


SHURE SE425 SE425 herynartólin bjóða upp á nákvæman hljóm með auknu jafnvægi á milli hljóðtíðna. Snúrurnar eru lausar og er því auðvelt að skipta þeim út.

“They really are the finest in-ears we’ve ever heard at this price.”

QQQQQ www.whathifi.com


26

HVAÐ ER AÐ SKE

MATUR

HLÖLLABÁTAR FORSPIL AÐ SYNDINNI Ég hef það fyrir reglu að borða hollt fyrri part dags svo að ég geti svívirt innyflin á kvöldin án þess að samviskan glefsi í mig eins og óður hundur. Þannig er það að ég byrja morgnana með lýsisdrykkju og glasi af viðurstyggilegum heilsudrykk, sem afi minn bruggar, ásamt skál af Kellogg’s Corn Flakes og kaffi. Þetta er til fyrirmyndar – ég er fyrirmynd – og sem fyrirmynd geng ég upp Laugaveginn í átt að skrifstofunni og á leið minni er mér ítrekað ruglað saman við Magnús Scheving af vitgrönnum túristum: „No, I’m not that sporty elf guy on that cartoon show – I’m just really healthy.” Um leið og ég mæti til vinnu drekk ég 250 ml flösku af kolsýrðu vatni og klukkutíma seinna fæ ég mér skál af núðlum og aðra 250 ml flösku af kolsýrðu vatni. Líkami minn er eins og myndin þarna, Waterworld, með Kevin Kostner, nema ódýrari og fær talsvert betri dóma (einnig er ég ekki með tálkn – ekki ennþá). Í hádeginu fer ég heim og galdra fram hollustu boozt sem samanstendur af einum banana, hálfri dollu af skyri, möndlumjólk, matskeið af prótíni, matskeið af hnetusmjöri, fimm döðlum, freðnum ávöxtum og spínati. Ég helli þessu svo í tvö glös, leggst upp í sófa og drekk þetta rólega. Það er mikilvægt að drekka þetta rólega. Upp á meltinguna að gera.

CV-ISMI NÚTÍMINN Störfin skilgreina okkur mennina (nútímamennina). Án starfsheitis erum við ekkert – einungis fölir deplar á radarskjá lífsins: ljós okkar fölnar í útjaðrinum. Vissirðu ekki að: „Dauðinn er atvinnuleysi án sérmenntunnar.“ – Davíð Oddsson Í kokkteilboðum, meðal ókunnugra, líður okkur illa og vanlíðan okkar gagnvart þessu ókunnuga fólki stafar fyrst og fremst af óvissunni: Við vitum ekki við hvað þau starfa – starfsheiti þeirra eru ósýnileg. Og er því fyrsta spurningin sem við spyrjum, náttúrulega, þessi: „Hvað gerir þú?“ Og þegar svarið kemur („Ég er læknir“) lækkar blóðþrýstingurinn, róast hjartslátturinn – og í huganum klístrum við grófan stimpil á enni viðkomandi: LÆKNIR („Nú, jæja“). Og auðvitað: Samfélag okkar er einn jötunvaxinn frjáls markaður – markaður sem grundvallast aðallega á hugmynd Adam Smith um sérhæfingu einstaklingsins: „Við erum það sem við gerum.“ – Margaret Thatcher. Líf okkar snýst um vinnuna og út frá þessu samfélagsskipulagi höfum við jafnframt þróað samsvarandi trú: CV-ISMANN.

HVAÐ ER CV-ISMI? CV-ismi er ekki opinbert trúfélag og má segja að mörg okkar aðhyllumst þessa trú óafvitandi. Það er engin ein Biblía í CV-ismanum, heldur eru helgirit ismans samansafn mismunandi bóka, bóka á borð við Vinsældir og áhrif eftir Dale Carnegie, Leyndarmálið eftir Rhondu Byrne, Sjö venjur til árangurs eftir Stephen Covey og Lífsleikni Gillz eftir Friedrich Nietzsche, o.s.frv. En CV-isminn er ekki einvörðungu samtíningur heilagra rita – heldur er CV-isminn, fyrst og fremst, ákveðið hugarfar, ákveðið viðhorf. Sjáðu: Iðkandinn er þeirrar skoðunar að öll reynsla sé fagmannleg reynsla – að allar lífsreynslur séu ekkert annað en mögulegar beitur fyrir vinnuveitendur framtíðarinnar. Hlustaðu: Faðir ungrar stúlku hlýðir á dóttur sína lýsa yfir áhuga sínum á franskri tungu – „Læra frönsku, segirðu, já það gæti nú aldeilis litið vel út á ferilskránni, elskan.“ Tveir vinir ræða hjálparstarf í Nepal – „Þetta verður flott á CV-inu.“ Ung móðir brýtur á sér ökklann í ítölsku Ölpunum og haltrar í átt að þorpinu, gædd nýtilkomnu þakklæti fyrir ótryggu eðli mannlegrar tilvistar. Þremur árum seinna, í atvinnuviðtali hjá HB

Eftir hádegi fer ég í vinnuna, svo í ræktina, helli í mig prótíndrykk og amínósýrum og syndi tíu ferðir í sundlaug Vesturbæjar. Mér líður vel. (Reglulega reynir sundlaugavörðurinn að káfa á mér.) En ég er ekki heilsufrík: Öll þessi fyrirhöfn er einvörðungu langt og flókið forspil að besta kafla leikritsins Lífið mitt, sem ég sviðset á hverjum degi – kafla sem ber titilinn Skyndibiti.

svo við. Skömmu seinna fékk ég bátinn í hendurnar og þar sem þetta var hápunktur dagsins gaf ég mér góðan tíma; ég nálgaðist bátinn á sama hátt og hégómlegur franskur vínsmakkari nálgast flösku af ´55 Chateaux Margaux – og eins og ósvikinn vínsmakkari tók ég glósur: „New York báturinn á Hlölla er þykkur, útúrtroðinn af góðmeti, státar sig af bragðmikilli sósu og lekur ekki (mikilvægt). New York báturinn ber ekki nafn með rentu og ætti hann í raun að heita Clement IV, í höfuðið á páfanum heitnum, því hann er svo feitur og heilagur. New York báturinn á Hlölla er örugglega tilvalinn undir lok sóðarlegs djamms. Ég kem hingað aftur fullur.“ Meira hef ég ekki að segja: Hugsum um heilsuna – en bara fyrri partinn.

Síðasta föstudag tileinkaði ég þessum kafla Hlöllabátum. Ég vatt mér upp að lúgunni á Ingólfstorgi og pantaði mér einn New York bát: nautakjöt, svissaður laukur, steiktur laukur, asíur og hlöllasósa. „Pepsi að drekka,“ bætti ég

Orð: Skyndibitakúrekinn

Granda, segir hún jákvæðum rómi – „Þetta er ástæðan fyrir því að ég er svona stundvís, sjáðu. Tíminn er af skornum skammti.“ Og öllu þessu fólki vegnar, yfirleitt, vel: fær vinnu, launahækkun og breiðir út boðskapinn með fallegum nafnspjöldum.

AND-CV-ISTAR En ekki eru allir fylgjandi þessari stefnu. Nei: Til er sérstök undirtegund manna sem hafnar þessari trú #trúleysingjar. Þeir eru ekki þeirrar skoðunar að öll reynsla sé fagmannleg reynsla, heldur trúa þeir því að öll reynsla sé fagurfræðileg reynsla – listræn reynsla – andleg reynsla. Þeir lifa ekki til þess að fóðra ferilskránna í von um betra starf, heldur lifa þeir til þess að fóðra sálina – í von um betra líf. Fólk þetta er gjarnan nefnt and-CV-istar, eða heimskingjar – eða listamenn. Listamenn verja tímanum í sköpun og segjast vilja opna augu samtímamanna sinna fyrir æðri sannleik og fegurð; segjast eiga sér hugsjón og framtíðarsýn; segjast búa yfir gagnrýnni hugsun og tilbiðja frumlegheit. En þeir eru skotspæni markaðarins. Þeir búa ekki yfir neinni hagnýtri sérmenntun. Þeir státa sig ekki af neinum virðulegum starfstitli. Þeir eru bara fölir deplar á radarskjá lífsins – sinna einvörðungu láglaunastörfum og þiggja oft styrki frá ríkinu. Þeir eru ekkert ... Ég er ekkert. Getur einhver lánað mér Vinsældir og áhrif eftir þennan Carnegie? Orð: Ragnar Tómas (PS. Ofangreindar tilvísanir í Oddsson og Thatcher eru lygi.)



28

HVAÐ ER AÐ SKE

HÖNNUN

COLORING TABLE JO NAGASAKA

TAIL

Japanski arkitektinn Jo Nagasaka hannaði þetta skemmtilega borð. Hann upphefur hér gamla japanska aðferð ''udukuri'' þar sem viðurinn er pússaður eftir málun til að leyfa mynstrinu í viðnum að spretta fram og njóta sín. Nagasaka gaf einnig út postulín línu ''twinsugi'' með borðunum, sem er skemmtilegt að skoða.

ASTRID BÉRNTHSEN

Nánar: schemata.jp

Nánar: frinord.dk

WALLIE

INHALE

AMALIE SKOV RAHBÉK

TOR HADSUND

Flott vegghilla sem ætluð er fyrir lykla og smáhluti sem eiga það til að týnast ef ekki settir á réttan stað. Enn betra er að setja þá á stað sem prýðir vegginn og fegrar rýmið. Einnig er hægt að nota hilluna sem náttborð eða í stofuna fyrir fjarstýringar og slíkt.

Stóllinn er hannaður af danska hönnuðinum Tor Hadsund. Hann var valinn til sýningar á Stockholm Furniture Fair 2016 þar sem nokkrir vel valdir ungir hönnuðir fengu að sýna hönnun sína. Stóllinn á að vera staður þar sem eigandinn nær að slaka á, endurhlaða batteríin og gefa sér tíma til að anda djúpt.

Nánar: designbyskov.dk

Nánar: torhadsund.dk

Klassískur stóll með karakter. Skottið getur þú notað sem stuðning eða til að færa stólinn til án þess að beygja þig fram. Hann kemur í eik og fjölbreyttum litum. Hentar vel hvar sem er á heimilinu.

Margverðlaunað hnetusmjör Ljúffengt, próteinríkt hnetusmjör - Náttúruleg orka í krukku

Segðu halló Fæst í Krónunni, Nettó, Fjarðarkaup og Heilsuvöruverslunum


h c i d t n a l 11 Annual Ice

n o i t n e v n o C oo tt a T

oo tt a T ival fest 6 1 0 2

Weekend pass 2000 kr. Day pass 900 kr.

GAMLA BÍÓ INGÓLFSSTRÆTI 2 3-5 JUNE FRIDAY. - SUNDAY.


30

HVAÐ ER AÐ SKE

SPURT & SVARAÐ ÁRNI HELGASON

SKE mælir með hlaðvarpsþættinum Hismið í hlaðvarpi Kjarnans sem Árni stýrir ásamt Grétari Theodórssyni.

LÖGMAÐUR, HLAÐVARPSMAÐUR OG ÚTHVERFAPABBI Ef þú yrðir að lýsa sjálfum þér eins og húsgagni í vönduðum IKEA bæklingi – hvernig myndi sú frásögn hljóða? Billy-hillan. Laus við prjál og mikla hönnun en er praktísk og með drjúgt notagildi. Hvern styður þú til embættis forseta Íslands? Á þessum gáfuðu og kaldhæðnu tímum reynir maður náttúrulega að forðast að henda sér á „band-wagon-inn“ hjá einhverjum einum aðila og vill frekar bara reyna að vera með sniðugar vangaveltur. Ég hélt alltaf að Ólafur Ragnar myndi vinna þetta en eftir “No, no, no, no” mómentið hjá Ólafi og Dorrit hallast ég að því að Guðni taki þetta. En maður mótsins verður alltaf Texas-Maggi. Ef þú værir suðurríkjaprestur, hvert væri þitt helsta baráttumál? Að fá Bryndísi Ásmundsdóttur framselda til Suðurríkjanna. Hvert er „elevator pitch“ Hismis? (þ.e.a.s. stutt söluræða um ágæti þáttarins): Hugsunin var bara að reyna að ná sömu stemningu og þegar vinir og kunningjar setjast niður og ræða saman, ekki móralíseringar eða „agenda,“ heldur bara létt og skemmtilegt. Hvað hugsar þú um þegar þú ert andvaka kl. 4 um nótt og það er rigning úti? Þá er ég farinn að glíma við einhvern massívan „thinker.“ Skil einn slíkan eftir hér fyrir lesendur: Ef síamstvíburi, sem er fastur við bróður sinn á mjöðm, fremur morð á meðan hinn var sofandi, hvernig á að kveða upp refsingu í málinu?

HLAÐVARP VIKUNNAR

Uppáhalds „podcast"? Mörg góð: Útvarp Ísafjörður, Fílalag, Englaryk, Tæknivarpið og Markaðsvarpið. Úti er það Serial og NBA-podcöst, t.d. Bill Simmons. Ef þú yrðir að velja áletrun á grafsteininn þinn, hver yrði sú áletrun? Ég fór með þetta í alútboð og strákarnir í Graníthöllinni voru graðastir. Þeir ráðstafa þessu plássi, selja nokkrar auglýsingar og gera eitthvað gott með þetta. Hver er helsta ógn sem steðjar að mannkyninu? Er ekki helsta ógnin og kannski í leiðinni helsta von okkar, hvað við erum orðin örugg um að þetta reddist allt saman? Ég er t.d. alveg farinn að treysta á að Elon Musk eða einhver álíka verði búinn að setja eitthvað upp á Mars þegar þetta endanlega klárast hér á jörðinni. Uppáhalds tilvitnun / „one liner“? „Haldiði öll kjafti.“ Virkur í athugasemdum lét þetta gullkorn falla á dögunum. Hefur lífið tilgang? Og ef svo er, hver er tilgangurinn? Hér er hætta á að maður fari að hljóma annað hvort eins og ofur-motivational status á Facebook sem markþjálfar deila eða þunglyndur unglingur. En er þetta ekki allt til einhvers, maður reynir að standa sig, elska náungann, gefa af sér, njóta og vonar svo það besta?

Í ljósi sögunnar Nútíðin er barn fortíðarinnar – og framtíðin óborið afkvæmi fyrrgreindra tíða. Hann sá sem þekkir ekki söguna skilur ekki nútímann og mun, fyrr en varir, verða gleyptur af gapandi gini ókominna tíma. Auðvitað hefur enginn starfandi Íslendingur tíma né athygli fyrir sögubækur. Sögubækur né bókasöfn. Því er gott að geta sett á sig heyrnartólin og leyfa sögunni að líða í gegnum eyrun með blessun hlaðvarpsins. Af öllum þeim sögulegu þáttum sem við höfum hlýtt á er þátturinn Í ljósi sögunnar í fremsta flokki: Vera Illugadóttir skoðar atburði og málefni líðandi stundar í fyrrgreindu ljósi sögunnar. Þetta er úrvalsþáttur. Sérstaklega þótti okkur gaman að þættinum frá miðjum apríl sem fjallaði um sögu Líbíu. Sá þáttur var sérdeilis fræðandi; hverjum hefði dottið í hug að Mussolini hafi eitt sinn látið krýna sig verndara Íslams?


t e t r iz plútó blokk l o g i p e dr o b-ruff jay-o kl. 21:00–04:30 á prikinu


N 30 2016

Listahátíð í Reykjavík

Djass á Listahátíð

Terri Lyne Carrington með Lizz Wright & Elenu Pinderhughes Tryggðu þér miða á listahatid.is 5. júní, kl. 20:00 @ Harpa, Eldborg

Stofnaðilar og bakhjarlar Listahátíðar

Lárusson Hönnunarstofa

Samstarfsverkefni Listahátíðar og Hörpu


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.