1 minute read

GÖNGUM AF STAÐ

Next Article
5 RÁÐ

5 RÁÐ

Göngubók UMFÍ, Göngum um Ísland 2023, hefur að geyma lýsingar á fjölda stuttra gönguleiða fyrir alla fjölskylduna.

Göngubók UMFÍ kom fyrst út sumarið 2002 og hafði þá að geyma 144 stuttar gönguleiðir víða um land. Leiðunum hefur fjölgað mikið eftir það og endurspeglar bókin aukinn áhuga fólks á ferðum um landið.

Advertisement

M arkmiðið með útgáfu Göngubókar UMFÍ hefur frá upphafi verið að vekja athygli á aðgengilegum gönguleiðum og hvetja til samveru fjölskyldunnar úti í náttúrunni.

Göngubók UMFÍ var á sínum tíma afrakstur vinnu umhverfisnefndar UMFÍ sem vildi, þegar verkefnið fór af stað fyrir 21 ári, auka þekkingu fólks á landinu, bæta umhverfisvitund og hvetja fólk til útivistar og góðrar umgengni um náttúruna.

Nýtum tæknina á gönguferðum

Göngubók UMFÍ er að hluta til unnin í samstarfi við göngugarpinn Einar Skúlason. Líklega hafa fáir stiklað jafn mikið um stokka og steina á Íslandi og Einar, en hann stofnaði m.a. gönguhópinn Vesen og vergang sem þúsundir fylgjast með á Facebook.

This article is from: