1 minute read
TAKK FYRIR STUÐNINGINN
from Göngubók UMFÍ 2023
by UMFÍ
Komdu og vertu með!
Advertisement
ÍSÍ og UMFÍ vinna saman að því að ná betur til barna og ungmenna af erlendum uppruna og fjölga þeim í skipulögðu íþróttastarfi. Liður í verkefninu var útgáfa á bæklingum á sex tungumálum þar sem komið er á framfæri hag- nýtum upplýsingum um starfsemi íþrótta- og ungmennafélaga landsins, upplýsingar um æfingagjöld og frístundastyrki og mikilvægi þátttöku foreldra í ástundun barna. Þar að auki hafa íþróttafélög víða um land verið styrkt til að leita leiða að ná betur til fólks sem er af erlendu bergi brotið. ÍSÍ og UMFÍ hafa haldið ráðstefnur og fundi þar sem árangurinn er metinn og leiðir ræddar til að gera betur. Upplýsingabæklingarnir eru aðgengilegir á tíu tungumálum: á íslensku, ensku, pólsku, tælensku, litháísku, filippseysku, víetnömsku, arabísku, spænsku og úkraínsku.