1 minute read
LEIÐBEININGAR UM WAPP
from Göngubók UMFÍ 2023
by UMFÍ
Wapp-Walking app hefur að geyma safn fjölbreyttra GPS-leiðarlýsinga fyrir snjallsíma, um allt Ísland, með upplýsingum um örnefni, sögur, náttúru og umhverfi, til að ferðamaðurinn njóti ferðarinnar sem best. Í leiðarlýsingunum er notast við kortagrunn Samsýnar. Er þeim hlaðið fyrir fram inn í símann og þær svo notaðar án gagnasambands (offline). Ljósmyndir eru í öllum leiðarlýsingum. Einnig má finna upplýsingar um árstíðabundinn aðgang, bílastæði, almenningssalerni, og ef ástæða er til, bent á hættur og kynnt önnur varúðarsjónarmið sem þörf er á.
Upplýsingapunktar koma fram á hverri leið sem er merkt sem leiðsögn og vísa í lífríki, jarðfræði og örnefni eða annað sögulegt sem tengist umhverfinu. Leiðarlýsingar, sem eru merktar sem hreyfing, innihalda ekki upplýsingapunkta. Leiðarlýsingarnar eru ýmist í boði styrktaraðila eða þær seldar notendum á vægu verði.
Advertisement
Gps
Í snjallsímum er GPS-staðsetningartæki (Global Positioning System) sem getur fundið út staðsetningu símtækisins með því að tengjast gervihnöttum. Þjónustan kostar ekkert og er ekki í tengslum við áskrift hjá símafyrirtækjum. Símatækið þarf því ekki að vera í gagnasambandi (t.d. 4G) til að nýta þessa tækni. Athugið þó að gefa Wappinu leyfi til að tengjast staðsetningarbúnaði símans þegar Wappinu er hlaðið niður.
Lei Arl Sing Og Kort
Notandi þarf að skrá inn notandanafn sitt í Apple eða Google til að geta hlaðið inn leiðum. Viðkomandi eignast leiðarlýsinguna með korti eftir fyrstu kaup og getur ekki keypt sömu leið tvisvar. Hægt er að nýta leiðarlýsinguna í öðrum tækjum sem sami notandi hefur yfir að ráða og hann nýtir notandanafn sitt úr Apple eða Google. Ef leiðarlýsing er fjarlægð úr tæki er hægt að hlaða henni aftur inn síðar án þess að greiða fyrir. Mælt er með því að fjarlægja leiðir úr tækinu öðru hverju því að stundum eru leiðir uppfærðar ef þörf krefur, með auknum upplýsingum eða leiðin færð til á kortinu.
Sumar leiðarlýsingar eru ókeypis og merktar þannig á Wapp-Walking app. Vegna reglna hjá Apple og Google þurfa sömu skilaboð að koma fram við kaup á leið sem kostar og hleðslu á leið sem er ókeypis. Notendur eru því spurðir hvort þeir vilji örugglega kaupa leið, hvort sem hún er ókeypis eða ekki. Notendur geta verið öruggir um að ef leið er merkt ókeypis munu þeir ekki þurfa að greiða neitt.
Ryggi
Wappið er í samstarfi við Neyðarlínuna þar sem notandi getur sent tilkynningu um staðsetningu sína með textaskilaboðum úr símanum til Neyðarlínunnar þegar hann leggur af stað. Þetta er valkvætt og einungis til öryggis og er ekki farið í að skoða gögnin nema viðkomandi manneskju sé saknað.