1 minute read

Suðurland

Next Article
5 RÁÐ

5 RÁÐ

Ármannsfell er þekkt fell enda áberandi frá þingstaðnum á Þingvöllum og fólk hefur því virt það fyrir sér frá stofnun Alþingis árið 930 eða jafnvel fyrr. Þjóðsagan segir að Ármann þurs hafi búið í Ármannsfelli og skipulagt glímur á Hofmannaflöt undir Meyjarsæti austan við fellið. Gangan er ekki mjög erfið, mest er gengið á smágrýttum melum en ofarlega er aðeins grýttara. Útsýnið er dásamlegt í allar áttir, bæði inn til landsins og yfir Þingvelli og Þingvallavatn. Þingvallasigdældin sést mjög vel ofan af Ármannsfelli.

Hjörleifshöfði 1–2 klst. Bílum er lagt á bílastæði vestan við höfðann. Þaðan liggur stígur, upp nokkurn bratta í fyrstu en eftir það er leiðin aflíðandi og þægileg. Efst á höfðanum er haugur landnámsmannsins

Advertisement

Hjörleifs Hróðmarssonar, að sagt er. Þar er einnig grafreitur sem Markús Loftsson, bóndi í Hjörleifshöfða og fræðimaður, lét gera og hvílir hann þar ásamt nokkrum nánum skyldmennum sínum. Þarna er enn fremur mikil varða sem danskir landmælingamenn hlóðu upp úr aldamótunum 1900 og sést víða að. Síðan liggur leiðin niður á við og er þá komið að tóftum síðasta bæjar í Hjörleifshöfða þar sem búið var til ársins 1936. Stígurinn liggur að lokum niður af höfðanum og þaðan er stuttur spölur aftur að bílastæðinu.

Búrfell í Grímsnesi

Margir koma reglulega í Grímsnes og njóta þess að dvelja í einhverjum af þeim sumarhúsum sem þar eru. Búrfell er sjáanlegt frá flestum þessara sumarhúsa enda nær það 536 metra hæð og því afar sýnilegt á svæðinu. Fallegt útsýni er ofan af tindinum og ekki spillir stöðuvatnið efst í gígnum og nykurinn sem þar býr þegar hann er ekki í Kerinu eins og þjóðsagan segir. Gangan er ekki mjög erfið, því að hækkun er jöfn og brekkur á leiðinni ekki mjög brattar.

Landbrotshólar eru víðáttumesta gervigígasvæði á Íslandi, um 50 km² að flatarmáli. Hólarnir eru óteljandi, fjölbreytilegir að stærð, lögun og útliti. Flestir þeirra eru gíglaga en aðrir keilulaga. Hæstur hólanna er Digriklettur í landi Hátúna, 20 m hár. Gervigígar myndast þegar hraun rennur yfir ár, stöðuvötn eða vatnsrík setlög. Þegar heitt hraunið rennur yfir vatnsósa undirlag verða miklar gufusprengingar í hraunrásinni. Við það þeytist gjóska upp í loftið og miklir hólar hlaðast upp sem nefnast gervigígar. Gervigígar eru þekktir á votlendissvæðum víðar um landið. Talið er að Landbrotshólar hafi myndast í hrauni sem rann úr Eldgjá á árunum 934–938. Gangan er við flestra hæfi.

Göngum um Ísland

This article is from: