1 minute read
Göngum um Ísland
from Göngubók UMFÍ 2023
by UMFÍ
Það sem mestu skiptir er að Einar er höfundur smáforritsins Wapp, sem geymir mikið safn fjölbreyttra GPS-leiðarlýsinga um allt Ísland. Í Wappinu eru jafnframt ljósmyndir og teikningar af gönguleiðum auk upplýsinga um árstíðabundinn aðgang, bílastæði og almenningssalerni, og ef ástæða er til að vara við hættum eða kynna önnur varúðarsjónarmið á leiðunum er það gert.
Vel er hægt að mæla með Wappinu fyrir þau sem hafa gaman af gönguferðum. Við mælum með því við göngugarpa, sem vilja fræðast betur um ákveðnar slóðir og rata betur um stikaða stíga, að opna Wappið og finna þá leið sem ætlunin er að ganga.
Advertisement
Reimum nú á okkur skóna og höldum af stað út í náttúruna.
Góða ferð!