1 minute read

Reykjavík og nágrenni

Next Article
5 RÁÐ

5 RÁÐ

RE-1 Reykjavík – frá Lækjartorgi

2–3 klst. 2,4 km. Gengið Austurstræti, Pósthússtræti til hægri og út á Geirsgötu. Þaðan vestur að Ægisgötu, til vinstri Vesturgötu að Aðalstræti, upp Túngötu að Landakoti. Þaðan til vinstri Hávallagötu, Garðastræti að Kirkjugarðsstíg, Suðurgötu, Skothúsveg, Fríkirkjuveg, Templarasund og endað í Lækjargötu. Síðan má fara frá Lækjartorgi að Hörpu, þaðan að Sólfarinu við Sæbraut, upp Frakkastíg, niður Skólavörðustíg og á Lækjartorg.

Advertisement

RE-2 Reykjavík – með strandlengjunni að Gróttu 1½ –3 klst. 8 km. Gengið frá Ánanaustum hjá Mýrargötu, vestur Eiðisgranda að Gróttu. Til vinstri í átt að golfvellinum, síðan Suðurströnd alla leið að Eiðisgranda. Þaðan til baka að Ánanaustum. Ef aðstæður leyfa er hægt að skoða vitann í Gróttu í leiðinni.

Reykjav K Og N Grenni

Gönguleiðir: RE 1–31

RE-3 Garðasöguleið

Létt ganga á milli skrúðgarða borgarinnar. Hefst í Aðalstræti og endar á Arnarhóli. Um er að ræða 21 garð sem flestir eru frá garðinum við Þjóðarbókhlöðuna austur að Skólavörðuholti. Hægt er að gera úr þessu þrjár gönguleiðir, 1 km, 3 km og 5 km.

RE-4 Gönguleiðir í Reykjavík

– Miðborgarganga

1½–2 klst. Létt ganga milli bygginga og sögustaða í miðborginni. Hefst í Aðalstræti og endar á Arnarhóli.

– Styttur bæjarins

1½–2 klst. Létt ganga milli útilistaverka í miðborg Reykjavíkur. Sjá í wapp.is.

– Bókmenntaganga

1½–2 klst. Létt ganga milli nokkurra staða í miðborginni. Skyggnst er inn í heim íslenskra sagna, aðallega nýlegra, en einnig eldri úr norrænni goðafræði.

– Sextán frábærar gönguleiðir m.a. í Viðey, Elliðaárdal, Öskjuhlíð, Fossvogsdal, Nauthólsvík, Laugardal og Örfirisey. Sjá m.a. Heiðmörk bls. 13.

Stóri Laugardalshringurinn er 5 km langur og hefst við Laugardalslaug. Gengið er upp Laugarásveg á Selvogsgrunn, eftir breiðum stíg í dalnum, upp vestan við Skautahöllina, austur Engjaveg og meðfram Suðurlandsbraut uns komið er aftur að Laugardalslaug.

This article is from: