1 minute read

Höfuðborgarsvæðið

Next Article
5 RÁÐ

5 RÁÐ

Úlfarsfell er þægilegt og skemmtilegt fell til göngu allt árið. Leiðin á Úlfarsfell er ein af vinsælustu gönguleiðum höfuðborgarbúa.

A. (1,5 klst. Um 2,5–3,0 km). Hægt er að hefja göngu frá bílastæðinu við skógræktarsvæðið undir vesturhlíð Úlfarsfells. Gengið er meðfram fellinu og beygt inn í dalinn í austur. Gengið er eftir hitaveitustokki meðfram veginum. Þegar komið er að bílastæði við Skarhólamýri er snúið að Úlfarsfelli og hefst þá gangan upp. Farið er eftir göngustíg upp á fellið.

Advertisement

B. Einnig er hægt að hefja göngu frá bílastæðinu við Leirtjörn sunnan megin við fellið. Skammt vestan við Leirtjörn má sjá aðstöðu Fisfélags Reykjavíkur og norðan við Leirtjörn er æfingasvæði Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins. Gengið er eftir slóðum sunnan og suðvestan megin og þaðan yfir á Stórahnúk þaðan sem er fallegt útsýni yfir höfuðborgarsvæðið og

Sundin auk fjallahringsins frá Esju í norðri til Hengils í austri, Bláfjalla og vestur eftir Reykjanesfjallgarði.

Gengið er aftur niður eftir vegarslóðum.

Ganga á Úlfarsfell er við flestra hæfi, en auðvitað þarf fólk að vera útbúið í samræmi við veður.

Móskarðshnúkar eru yngsti hluti Esjunnar, myndaðir við líparítgos undir jökli og þess vegna ljósir á að líta. Austasti hnúkurinn er hæstur en hann er 807 m á hæð. Hnúkarnir eru þægilegir uppgöngu og þaðan er víðsýnt í góðu skyggni. Ekið er upp í Mosfellsdal, fram hjá Gljúfrasteini en beygt til vinstri hjá Hrafnhólum og ekið á malbikuðum vegi í áttina að sumarhúsabyggðinni undir Haukafjöllum. Best er að komast þessa leið á sumrin og haustin en oft er ófært inn afleggjarann á veturna og í aurbleytum á vorin. Þægilegast er að ganga frá miðju sumri, þegar allt frost er farið úr jörðu, og þangað til fer að snjóa í upphafi vetrar. Á veturna og vorin er vissara að vera vel búinn, með ísöxi og jöklabrodda og vel klæddur.

Mosfell Gangan hefst við kirkjuna á Mosfelli. Gengið er upp meðfram Kirkjugili og þaðan með jafnri hækkun upp á hæsta punkt Mosfells, þaðan sem er gott útsýni yfir á Kistufell í Esjunni og Móskarðshnúka. Þaðan er stutt á brúnirnar vestan megin og sést vel þaðan yfir Sundin og höfuðborgarsvæðið. Ganga á Mosfellið er þægileg fyrir flesta en leiðin niður suðvestanmegin er brattari en uppgönguleiðin og þar er gott að fara vestar en stikurnar. Á sumrin og haustin er tilvalið fyrir alla fjölskylduna að ganga á Mosfellið. Gleymið ekki að svipast um eftir silfri Egils sem gæti leynst þarna einhvers staðar!

This article is from: