1 minute read

Suðurnes

Next Article
5 RÁÐ

5 RÁÐ

RN-1 Vogar

1 klst. létt ganga frá Kálfatjörn, þar sem stendur glæsileg kirkja, ein af stærstu sveitakirkjum landsins, að Staðarborg, fornri fjárborg. Hún er mjög athyglisvert hleðslumannvirki.

Advertisement

RN-2 Krýsuvík – Grænavatn – Austurengjar

1½–2 klst. 3 km. Gangan hefst við Grænavatn. Lifandi hverasvæði. Kort fæst í þjónustuveri Hafnarfjarðar, upplýsingamiðstöð ferðamanna.

RN-3 Hafnarberg

1½–2 klst. Ferðin hefst við Reykjanesvita. Gengið er frá bílastæðinu við veginn milli Hafna og Reykjanesvita. Skemmtileg leið, frábært fuglaskoðunarsvæði. Kort af Reykjanesi fæst víða.

RN-4 Grímshóll

1 klst. létt ganga af Stapavegi á Grímshól, hæsta punkt á Stapanum (Vogastapa). Útsýnisskífa og mjög víðsýnt. Kort af Reykjanesi fæst víða.

Su Urnes

Gönguleiðir: RN 1–10

RN-5 Hópsnes

1½–2 klst. Ferðin hefst við smábátahöfnina í Grindavík. Skýrar götur liggja um nesið. Á leiðinni má sjá skipsflök, Hópsnesvita og Nesbyggðina í Þórkötlustaðanesi. Kort fæst í Kvikunni í Grindavík.

RN-6 Básendar

1 klst. létt ganga að Básendum, fyrrum útræði og fornum verslunarstað dönsku einokunarverslunarinnar fyrir sunnan Stafnes. Kort af Reykjanesi fæst víða.

RN-7 Garðskagi

½–1 klst. Ferðin hefst við Garðskagavita. Fjöruskoðun og byggðasafn. Kort af Reykjanesi fæst víða.

RN-8 Eldborgir undir Geitahlíð

Eldborgir eru austan Krísuvíkur, fyrir ofan Suðurstrandarveg (427). Best er að skilja bílinn eftir fyrir neðan veginn að Litlu-Eldborg. Hægt er að ganga upp að Stóru-Eldborg, sem margir telja fegursta gíg Suðvesturlands, og þaðan niður í LitluEldborg þar sem hægt er að sjá ofan í gíginn.

RN-9 Stampar

Leiðin hefst við Valahnúk á Reykjanesi og liggur m.a. um háhitasvæðið á Reykjanesi, fram hjá gjall- og klepragígum og móbergsfjallinu Sýrfelli að Stampagígunum. Þaðan er gengið um úfið helluhraun og sandskafla og þræðir leiðin sig frá vesturhlið gígsins sem er næst veginum, áfram eftir gígaröðinni, sjávarmegin við Reykjanesvirkjun. Gígarnir, sem gengið er með fram, eru fjölmargir og viðkvæmir. Leyfilegt er að ganga á gíginn sem er nær veginum. Mikilvægt er þó að hafa í huga að raska ekki viðkvæmum jarðminjum.

RN-10 Gunnuhver

Rétt austan við Reykjanesvita er mikið jarðhitasvæði, eitt af mörgum á Reykjanesi. Gunnuhver er þekktasti hverinn þar en hann dregur nafn sitt af Guðrúnu nokkurri sem gekk aftur til að hefna harma sinna og olli miklum usla í byggðarlaginu. Göngupallar og útsýnispallar eru við hverinn og er því aðgengi fyrir alla.

This article is from: