1 minute read

Suðurnes

Next Article
5 RÁÐ

5 RÁÐ

Þorbjörn er bæjarfjall Grindavíkur og mjög áberandi frá Reykjanesbrautinni þar sem hann rís yfir gufustróka Svartsengis, sem fleiri þekkja sem svæði Bláa lónsins. Fellið myndaðist í tveimur goshrinum á aðskildum ísaldartímabilum og merki þess eru augljós í sigdæld sem gengur í gegnum fellið. Við förum norðan megin og leggjum upp frá Baðsvöllum. Þegar komið er upp sjást ummerki braggabyggðar frá því á stríðsárunum, einnig má virða fyrir sér útsýnið og fara ofan í hina djúpu Þjófagjá. Svo er gengið niður sunnanmegin og meðfram fellinu að vestanverðu til baka á upphafsstað. Leiðin er fær flestum og þar er snjólétt á veturna miðað við flesta staði á landinu.

Keilir er einkennisfjall Voga og Reykjanes

Advertisement

Geopark. Hin sérstaka keilulaga lögun fjallsins gerir það mjög áberandi og það sést víða að. Til að komast að Keili þarf að keyra grófan og holóttan malarveg. Hann er þó fær flestum bílum á sumrin en minni bíla þarf að keyra mjög hægt þessa rúmu 8 km að bílastæðinu við nyrðri enda Oddafells. Gangan sjálf er við flestra hæfi.

Göngum um Ísland

Byrjað er á því að ganga nokkuð greiðfæra 3 km leið að fjallinu og svo tekur við ganga upp eftir slóðum í skriðunum í hlíðum Keilis upp á tindinn þaðan sem útsýnið er mjög fallegt.

This article is from: