1 minute read

Vesturland

Next Article
5 RÁÐ

5 RÁÐ

VL-21 Vatnsborg

2–4 klst. Leiðin liggur af Öndverðarnesvegi. Frá veginum að Öndverðarnesi er stikuð leið að Vatnsborg sem er hömrum girtur gígur með miklum burknagróðri. Hægt er að ganga áfram að Öndverðarneshólum og Grashólshelli. Ævintýraleg leið.

Advertisement

VL-22 Sjónarhóll

½–1 klst. Haldið er um Eysteinsdalsveg í átt að Snæfellsjökli. Austan við dalinn er Sjónarhóll (383 m).

Sunnan í honum er merkt og stikuð leið á hólinn. Stórbrotið útsýni til jökulsins og út á Breiðafjörð.

VL-23 Rauðhóll

½–1 klst. Haldið er um Eysteinsdals veg í átt að Snæfellsjökli. Skammt frá gatnamótunum við þjóðveginn er stikuð leið á Rauðhól (186 m) þaðan sem er fallegt útsýni. Í hólnum austanverðum er mikil gjá eða sprunga.

VL-24 Rauðfeldsgjá í austanverðu Botnsfjalli

½–1 klst. Gengið er af bílastæði við ána Sleggjubeinu. Gjáin er í austanverðu Botnsfjalli, um 5 km norðan við Arnarstapa, og liggur langt inn í fjallið. Áin Sleggjubeina kemur undan fjallinu rétt við gjána og fellur í nokkrum fallegum fossum. Mikilvægt er að fara varlega í öllum gjám. Þær eru þröngar og dimmar og alltaf er hætta á hruni. Þegar komið er inn í gjána sést Sleggjubeina steypast niður í fossi.

VL-25 Írskrabrunnur

– Gufuskálavör

½ klst. Skammt sunnan Gufuskála liggur vegur að Gufuskálavör og Írskrabrunni. Milli Gufuskálavarar og Írskrabrunns er stikuð gönguleið.

VL-26 Kollar við botn Hvammsfjarðar

2 klst. Hækkun 200 m. Létt leið eftir vegarslóða frá Laugum í Sælingsdal. Hringur gæti endað við Svörtukletta ofan Lauga. Einnig er erfiðari stikuð leið frá Laugum að Svörtuklettum. Gott útsýni yfir söguslóðir Laxdælu.

VL-27 Tungustapi í Dölum

1 klst. 3 km. Frá Laugum í Sælingsdal er gengið með fram íþróttavellinum og að Tungustapa en hann er sagður álfakirkja og er um hann fræg þjóðsaga. Leiðarlýsing fæst að Laugum og í upplýsingamiðstöðinni í Búðardal.

This article is from: