1 minute read

Göngum um Ísland

Next Article
5 RÁÐ

5 RÁÐ

Lagt er af stað frá Hótel Bjarkalundi. Gangan er róleg í fyrstu og lítil hækkun og gönguleiðin ágætlega greinilegur vegarslóði. Þegar nær dregur verður nokkru brattara. Leiðin upp á Vaðalfjöllin er frekar brött en þó er ekki um klifur að ræða. Hægt er sömuleiðis að ganga í kringum fjöllin og sú leið er falleg og auðveld. Vaðalfjöll eru tveir blágrýtisstapar sem rísa um 100 m upp úr Þorskafjarðarheiði. Hrun er úr stöpunum og því þarf að fara varlega ætli fólk sér á tindinn. Ekki er merkt gönguleið þangað upp en þegar upp er komið er útsýni gott. Vegalengd 3,5 km aðra leiðina. Hækkun rúmir 400 m.

Hestfjall (UMSB)

Advertisement

1 klst. Lágreist fjall í Andakíl. Hestfjall er undir 200 m á hæð en þaðan er mjög falleg sýn um Borgarfjörð. Fjallið er um 16 km frá Borgarnesi. Gengið er frá brekkunni ofan Syðstu-Fossa við mynni Skorradals. Auðveld ganga fyrir alla fjölskylduna.

Hafnarfjall (UMSB)

Ferðin hefst rétt við þjóðveginn. Ekið er inn gamla Hvanneyrarveginn. Búið er að setja upp hlið við veginn og því ekki hægt að aka eins nærri fjallinu og áður var gert.

1. leið: Að Stórasteini, um 2 km fram og til baka.

2. leið: Upp í miðja hlíð, 4 km fram og til baka. Þegar komið er þangað er erfiðasti hjallinn í uppgöngunni að baki og ekki ýkja langt né erfitt að „klára“ fjallið.

3. leið: Á tind Hafnarfjalls. Gengið upp norðurhrygg Hafnarfjalls. Þar hefur myndast gönguslóð sem er oftast greinileg. Ganga á tindinn tekur í heild um 4–5 tíma (upp og niður). Upp að Stórasteini er um

This article is from: