1 minute read
Fjölskyldan á fjallið
from Göngubók UMFÍ 2023
by UMFÍ
þar sem klettaveggurinn er hentugur til uppgöngu. Þar er lítill stigi sem auðveldar uppgönguna. Fljótlega er komið að gamalli vörðu og liggur leiðin þá í suður, alveg að Eyjunefinu. Hægt er að fara lítinn hring á bakaleiðinni frá Eyjunefinu en að mestu er leiðin sú sama til baka. Þetta er auðveld gönguleið.
Húsavíkurfjall (HSÞ)
Advertisement
Húsavíkurfjall er fyrir ofan Húsavíkurbæ. Best er að byrja á því að sækja göngukort í upplýsingamiðstöðina í Hvalasafninu á Húsavík. Hefjið gönguna frá bílastæði við íþróttahöllina en þaðan er gengið upp götuna Skálabrekku í áttina að Hvammi (dvalarheimili aldraðra) og hefst hin eiginlega gönguleið þar. Leiðin er merkt með staur sem bendir á gönguleið að Húsavíkurfjalli. Fyrst er gengið í gegnum skógræktarsvæði sem heitir Garðarslundur og er leiðin vel merkt í gegnum skóginn. Þegar komið er út úr skóginum er gengið eftir vegarslóða upp á Skálamel neðri og síðan í kringum Skálamel efri að Skálatjörn (tjörnin er oft uppþornuð á sumrum). Þessi hluti leiðarinnar er vel merktur með staurum og skiltum. Þaðan er gengið inn á slóð sem er ekki mjög skýr og þess vegna gott að vera með kortið. Gengið er upp á Fjallshóla og þaðan út á malarveginn sem liggur upp á Húsavíkurfjall. Hægt er að taka smáhring þarna uppi (sjá kort) en að öðru leyti er farin sama leið til baka.