1 minute read

Austurland

Next Article
5 RÁÐ

5 RÁÐ

AL-1 Vopnafjörður – þéttbýli

1,5 klst. 4,3 km. Gengið af tjaldstæði (65°45.46-14°49.62) á Vopnafirði að Drangakerlingu (65°44.64-14°50.55) og til baka. Merkt gönguleið liggur að malarstíg um hraunin ofan byggðar á Tanganum og um þorpið. Útivistarkort fæst víða.

Advertisement

AL-2 Vopnafjörður

− Skjólfjörur

Stutt ganga er af veginum niður í Skjólfjörur við sunnanverðan Vopnafjörð, við mynni Böðvarsdals. Þar eru fallegir berggangar í sjó fram og stórfenglegt útsýni yfir opið Atlantshafið. Óheimilt að taka steina með sér úr fjörunni. Rétt undan

Skjólfjörum stendur steindranginn Ljósastapi upp úr sjónum. Ljósastapi gengur oft undir gælunafninu „Fíllinn“ á meðal Vopnfirðinga.

Austurland

Gönguleiðir: AL 1–44

AL-3 Vopnafjörður

– Þverárgil

1,5-2 klst. Gengið er af Sunnudalsvegi. Í Þverárgili er litríkt líparít, súrt innskotsberg frá gamalli eldstöð. Fuglalíf er mikið og útsýnið yfir Hofsárdalinn stórkostlegt. Gönguleiðin liggur aðeins upp á við.

AL-4 Drangsnes, austan

Vopnafjarðar

1 klst. 2,2 km. Gengin er hringleið frá Gljúfurárfossi (65°44.7114°40.42), stikaða leið niður að og inn með sjó og upp á veg aftur. Fallegt gljúfur, fjörur, fornminjar og sögustaðir. Gott útivistarkort fæst víða.

AL-5 Sundlaugarvegur

1–1,5 klst. Gengið er frá skógræktarhliði (65°47.16-14°51.48) um sumarbústaðaland hjá FremraNýpi, um 6 km norðan þéttbýlisins á Vopnafirði. Gengið er yfir að sund- lauginni (65°48.11-14°54.63) á bökkum Selár. Fylgt skal stikuðum leiðum til að forðast bleytur. Útivistarkort fæst víða.

AL-6 Álfkonusteinn

– „með álfum og tröllum“

1 klst. Gengið af vegi (65°36.2315°07.38) skammt innan Bustarfells í Hofsárdal. Sögubæklingur fæst í upplýsingamiðstöðinni í Kaupvangi og minjasafninu á Bustarfelli. Útivistarkort fæst víða.

AL-7 Böðvarsdalur

2 klst. 2x3 km. Létt ganga frá fjárrétt (65°44,01-14°34.08) skammt innan við brúna á Dalsá í Böðvarsdal austan Vopnafjarðar og inn með ánni að Böðvarshaug. Útivistarkort fæst víða.

AL-8 Egilsstaðir

1–1½ klst. Þægileg bæjarganga, frá upplýsingamiðstöðinni á tjald-

This article is from: